You are on page 1of 10

Fyrstu skrefin í Debrecen

Félag Íslenskra Læknanema í Ungverjalandi


2006
Þessi  bæklingur  á  að  auðvelda  fólki  að  stíga  sín  fyrstu  skref  í  Debrecen.  Ég  man  eftir 
fyrstu  vikunum  hérna  í  Ungverjalandi  þegar  maður  var  nýr  í  nýju  landi  og  hafði  ekki 
hugmynd um hvert maður ætti að snúa sér. Fyrir rest reddaðist þetta allt saman en það hefði 
vægast  sagt  sparað  manni  heilmikla  vinnu  og  ringulreið  ef  maður  hefði  haft  einhverjar 
leiðbeiningar. Þetta ferli er nefnilega alls ekki svo flókið, maður hefur bara enga hugmynd um 
hvar á að byrja. Þess vegna ákvað ég að búa til þenna bækling sem ég vona að muni koma að 
miklu gagni og jafnvel duga til þess að fólk geti komið sér vel fyrir án mikilla erfiða. 
Ef  einhverjar  spurningar  vakna  þá  skaltu  ekki  hika  við  að  senda  okkur  póst  á 
ungverjaland@ungverjaland.net og við munum svara eins fljótt og við getum. 
Gangi þér vel og vonandi muntu bara hafa gaman af þessu. 

Helgi Davíð, nemi 

Skjöl 
Áður en haldið er af stað þá er vissara að vera með nokkur lykilatriði á hreinu:
·  Gilt vegabréf
·  Evrópskt sjúkratryggingakort (fæst á http://www.tr.is)
·  Sækja  um  námslán  og  fá  yfirlýsingu  frá  LÍN,  á  ensku,  um  að  þú  sért  lánshæfur 
nemandi
·  Talaðu við bankann þinn og farðu yfir það hvernig þú ætlar að fjármagna námið 
Þetta eru allra nauðsynlegustu hlutirnir sem þarf að huga að og ef þeir eru í lagi þá á allt 
að ganga upp. 

Ferðalagið 
Næsta mál sem er þarf að huga að er hvernig á að koma sér til Debrecen. Fyrsti áfanginn 
er að koma sér til Budapest. Því miður er ekki beint flug til Budapest nema seint á haustin og 
snemma á vorin þannig að það er nauðsynlegt fljúga með tengiflugi frá Keflavík. Algengustu 
millilendingarstaðirnir  eru  Kaupmannahöfn  og  London.  Það  þarf  náttúrulega  varla  að  taka 
fram að Flugleiðir og Iceland Express fljúga reglulega til þessara tveggja staða en það er samt 
rétt að minnast á Stúdentaferðir (exit.is) sem bjóða stundum upp ýmsa viðbótar möguleika. 
Það eru ótalmörg flugfélög sem bjóða svo upp á flug til Budapest. Annars vegar höfum 
við  ungverska  ríkisflugfélagið  Malev  sem  er  langþægilegasta  leiðin  en  líka  yfirleitt  dýrari.

­ 2 ­ 
Hins vegar höfum við svo lággjaldaflugfélög eins og til dæmis easy Jet, Sky Europe, Sterling 
og Wizz Air. 
Debrecen liggur svo u.þ.b. 220 km austur af Budapest. Þennan síðasta legg ferðarinnar er 
hægt að ferðast með annaðhvort með lest eða leigubíl. Það er vissulega alveg gerlegt að fara 
með  lestinni  en  það  getur  verið  nokkuð  mikið  vesen.  Ég  mæli  því  hiklaust  með  því  að  taka 
leigubíl  sem  er  ekki  jafn  dýr  og  maður  heldur  (14.000  HUF  sem  jafngildir  u.þ.b.  4.500  kr). 
Maðurinn sem býður upp á þessa þjónustu heitir Leo og það er best að hafa samband við hann 
með sms skilaboði í síma 00 36 30 372 24 39. Þetta er traustur aðili með mjög gott orðspor 
sem flestir nemendur skólans nýta sér til þess að fara til flugvallarins. 

Farangur og fleira 
Það er í sjálfu sér ekki mikið hægt að segja mikið um þetta annað en að nota skynsemina. 
Hvað  þarf  ég  mest  á  að  halda?  Það  er  náttúrulega  hægt  að  kaupa  allt  sem  þarf  til  þess  að 
komast af hérna þannig að það er enginn heimsendir þó eitthvað gleymist. Hafðu samt í huga 
að  þegar  þú  kemur  hingað  þá  er  hásumar  og  hitinn  er  yfirleitt  í  kringum  30°  C.  Í  lok 
annarinnar er svo hitinn yfirleitt í kringum frostmark en þó geta komið miklir kuldar þar sem 
frostið fer niður í allt að 20 gráður. 
Ef þú  vilt undirbúa þig en  frekar  fyrir  ferðina þá  er hægt að  mæla  með tveimur  bókum 
sem er vert að skoða. Annars vegar Lonely Planet Hungary sem er svona klassísk túristabók 
um  sögu  Ungverjalands,  menningu  og  hvað  er  hægt  að  sjá  og  gera.  Hins  vegar  er  það  svo 
Teach Yourself Hungarian eftir Zsuzsa Ponifex. Ef þú vilt stökkva beint út í djúpu laugina og 
fara að kynna þér ungversku þá er þetta bókin. Ekki láta samt hugfallast við fyrstu sýn, þetta 
er  gríðarlega  flókið  mál  en  maður  lærir  fljótlega  grunnfrasana  sem  nægja  manni  til  þess  að 
redda sér. 
Skólabækurnar sem eru notaðar á fyrstu önninni  eru allar gefnar út af skólanum þannig 
að það er best að nálgast þær þegar þú kemur út. Eina undantekningin er í efnafræði. Á fyrstu 
6  vikunum  er  farið  yfir  almenna  efnafræði.  Fyrir  þann  áfanga  mælir  skólinn  með  bókinni 
Chemistry, 4th edition eftir McMurry en  margir  nemendur hafa  verið óánægðir  með þá bók. 
Ef þú átt almenna efnafræðibók á ensku, t.d. úr framhaldsskóla, þá mun sú bók mjög líklega 
duga.  Ef  þig  vantar  hinsvegar  bók  þá  hafa  margir  verið  mjög  ánægðir  með  Chemistry  eftir 
Susan  Zumdahl  en  sjálfur  notaði  ég  bara  gömlu  efnafræðibókina  mína  síðan  úr  framhalds­ 
skóla, Chemistry eftir Raymond Chang.

­ 3 ­ 
Eftir lendingu 
Nú þegar komið er til Budapest þá er næsta mál á dagskrá að koma sér til Debrecen. Ef 
þú  hefur  talað  við  leigubílstjóra  fyrir  fram  þá  mun  hann  bíða  við  útgönghliðið  með  spjald 
merkt með nafninu þínu. Annars þá er best að taka leigubíl niður á lestarstöð ef þú ætlar með 
lest. Mundu bara eftir því að semja um verðið fyrirfram því leigubílstjórarnir í Budapest eru 
þekktir fyrir að rukka meira en þeir eiga að gera. 

Gisting fyrstu dagana 
Hér hefurðu tvo valkosti: 
1) Stúdentagarðarnir. Ef þú átt pláss inn á stúdentagörðunum þá ferðu bara beint þangað 
og færð herbergið afhent. 
2)  Hótel  og  gistiheimili.  Ég  fór  á  stúfana  og  skoðaði  ýmis  hótel  og  gistiheimili  í 
miðbænum  og  ég  komst  að  því  að  gistiheimilin  líta  mikla  betur  út  og  eru  líka  ódýrari  en 
hótelin. Hér koma stuttar lýsingar á þeim stöðum sem mér fannst koma best út. Allir staðirnir 
eru með móttöku sem er opin allan sólarhringin og er enskumælandi. Þeir eru allir staðsettir í 
eða mjög nálægt miðbænum. 

Péterfia Panzió. Þriggja stjörnu (fyrsta flokks) gistiheimili. Verð: 7.200 HUF fyrir einn, 
8.000 HUF fyrir tvo. Morgunmatur: 1.000 HUF á mann. Staðsetning: Péterfia u. 37/b. Sími: 
00 36 52 423 582. Netfang: peterfiapanzio@axelero.hu. Veffang: www.hotels.hu/peterfia. 
Korona Panzió. Annars flokks gistiheimili. Verð: 7.000 HUF fyrir einn, 8.400 HUF fyrir 
tvo.  Morgunmatur:  900  HUF  á  mann.  Staðsetning:  Péterfia  u.  54.  Sími:  00  36  52  535  260. 
Veffang: www.hotels.hu/koronapanzio1. 
Cívis  Hotel  Kálvin.  Þriggja  stjörnu  hótel.  Verð:  12.800  HUF  fyrir  einn.  Morgunmatur: 
Innifalinn. Staðsetning: Kálvin tér 4. Sími: 00 36 52 418 522. Netfang: kalvin@civishotels.hu. 
Veffang: www.civishotels.hu. 
Cívis  Hotel  Aranybika.  Þriggja  stjörnu  hótel.  Verð:  14.400  HUF  fyrir  einn. 
Morgunmatur:  Innifalinn.  Staðsetning:  Piac  u.  11­15.  Sími:  00  36  52  508  600.  Netfang: 
aranybika@civishotels.hu. Veffang: www.hotels.hu/aranybika. 

Ef þú vilt leita að enn fleiri hótelum þá mæli ég með www.hotels.hu. Athugið að allir staðirnir 
eru merktir inn á meðfylgjandi kort.

­ 4 ­ 
Húsnæði 
Það  er  náttúrulega  óþarfi  að  taka  fram  að  það  sé  mjög  dýrt  til  lengdar  að  búa  á  hóteli 
þannig að það er best að finna sér varanlegt húsnæði sem fyrst. Sem betur fer er yfirleitt mjög 
auðvelt  og  fljótlegt  að  finna  íbúð  og  ef  mikið  liggur  við  þá  getur  maður  alltaf  flutt  inn  í 
eitthvað  sæmilegt  húsnæði  til  að  byrja  með  og  flytja  svo  seinna.  Varðandi  staðsetningu  þá 
byrja flestir á að fá sér íbúð nálægt háskólasvæðinu en þegar tekur að líða á námið flytja sífellt 
fleiri nær miðbænum. 

Leigumiðlanir (ensku mælandi): 
Inema.  Staðsetning:  Hatvani  István  u.  17­19.  Opin  mánudaga  til  fimmtudags  9­17  og 
föstudaga 9­15. Sími: 00 36 52 482 990. 
R.E.A. Staðsetning: Komlóssy u. 72. Opin mánadaga til föstudags 10­18. Sími: 00 36 52 
455 425. 

Samgöngur 
Sá  hluti  borgarinnar  sem  nemendur  nýta  er  ekki  svo  stór  þannig  að  það  er  nánast  allt  í 
göngufæri.  Þú  ert  til  dæmis  ekki  nema  um  45  mín  að  ganga  frá  háskólasvæðinu  niður  í 
miðbæ. Að sjálfsögðu nennir maður ekki alltaf að labba auk þess sem það er frekar tímafrekt. 
Ef maður vill spara sér sporin þá getur maður annaðhvort sporvagninn eða leigubíl. 
Í Debrecen er aðeins ein lína með sporvagna en þessi eina lína er næstum því nóg til þess 
að  komast  hvert  sem  þú  þarft  að  fara.  Línan  byrjar  niður  á  lestarstöð,  fer  svo  í  gegnum 
miðbæinn og endar á háskólasvæðinu. Það er hægt að hægt að kaupa farmiða í nánast öllum 
sjoppum  og  blaðasölum  sem  liggja  við  sporið.  Það  er  líka  hægt  að  kaupa  miða  fremst  í 
vagninum  hjá  vagnstjóranum  en  þá  verður  maður  að  eiga  nákvæmlega  fyrir  upphæðinni  í 
klinki því þeir geta yfirleitt ekki gefið mikið tilbaka. Fargjaldið er í kringum 180 HUF og það 
þarf alltaf að gata miðann í þar til gerðum rauðum gatara sem er í inni í vagninum. Hver miði 
gildir fyrir aðeins eitt far. Ef þú ert ekki með miða eða gleymir að gata hann og lendir í tékki, 
þá þarftu að greiða 2500 HUF í sekt. 
Leigubílaþjónustan  í  Debrecen  er  mjög  góð.  Bílarnir  eru  snöggir  á  milli  staða,  þú  þarft 
ekki  að  bíða  lengi  eftir  bíl  og  þeir  eru  með  mjög  sanngjarnt  verð.  Eina  sem  maður  þarf  að 
passa er að nota aðeins merkta bíla. 

Þessir aðiliar eru traustir:

­ 5 ­ 
Fan taxi, sími: 06 52 888 444. Þeir eru allir á eins bílum, rúmgóðir Renault Megané sem 
taka  allt  að  sex  manns.  Það  sem  líklega  þeirra  sterkasti  kostur  er  að  starfsmennirnir  á 
skiptiborðinu tala ensku og einnig sumir bílstjóranna. 
Fönnix, sími: 06 52 444 444. 
City Taxi, sími: 06 52 555 555. 

Farsímar 
Í Ungverjalandi eru tveir aðilar ráðandi á farsímamarkaðnum. Annars vegar Vodafone og 
hins  vegar  T­mobile.  Það  er  ekki  mjög  mikill  munur  á  þjónustinni  sem  þeir  bjóða  en  flestir 
Íslendingarnir  eru  hjá  Vodafone  þannig  að  ég  mæli  hiklaust  með  þeim  þar  sem  það  er 
náttúrulega ódýrara að hringja innan sama kerfis. 
Þar sem það tekur nokkrar vikur að fá landvistarleyfi þá geturðu aðeins fengið þér frelsis 
áskrift í byrjun og reyndar þá veit ekki um neinn sem er með fasta áskrift. Til þess að fá þér 
frelsi þá þarftu bara að mæta niður á sölustaði Vodafone eða T­mobile með gemsann þinn og 
vegabréf og biðja um VitaMax hjá Vodafone og Domino hjá T­mobile. 
Bæði Vodafone og T­mobile eru með sölustaði í Plaza, verslunarmiðstöðinni. 

Nokkur orð um símanúmer  í  Ungverjalandi. Það  eru nokkur kerfi  í gangi og til þess að 


hringja á milli kerfa þarf fyrst að stimpla sig út úr kerfinu með því að velja 06 og svo velur þú 
hvaða kerfi þú vilt tengjast. Vodafone er númer 70, T­mobile 20 eða 30, landlínur í Debrecen 
52 og landlínur í Budapest 1. 
Dæmi 1. Ef þú ætlar að hringja frá Vodafone númeri í annað Vodafone númer þá þarftu 
bara að velja venjulega sjö stafa númerið. 
Dæmi 2. Ef þú ætlar að hringja frá Vodafone númeri í T­mobile þá þarftu að velja 06 30 
(eða 06 20) og svo sjö stafa númerið. 
Þetta hljómar kannski dálítið flókið en um leið og þú prófar þetta þá er þetta mjög einfalt. 
Ef þú ert ekki viss þá skaltu bara alltaf velja 06 og svo 70, 20, 30, 52 eða 1 eftir því sem við á 
og svo númerið. 

Matvöruverslanir 
Hér eru fjórar stórar matvöruverslanir: Tesco, Match, Inter Spar og Cora 
Tesco. Þetta er risa matvöruverslun sem selur nánast hvað sem er. Hún er opin alla daga 
vikunnar, allan sólarhringinn. Verðið er gott en hún er dálítið úr leið.

­ 6 ­ 
Match. Nokkuð stór matvöruverslun, staðsett í Plaza. Frábær staðsetning en aðeins dýrari 
en hinar. Opin mánudaga til föstudags 7­21, laugardaga 6­21 og sunnudaga 8­20. 
Inter  Spar.  Stór  matvöruverslun,  staðsett  í  Malompark  kjarnanum.  Stór  og  góð  verslun 
með  ágætisverði.  Opin  mánudaga  til  fimmtudags  7­21,  föstudaga  7­22,  laugardaga  7­21  og 
sunnudaga 8­19. 
Cora. Risamatvöruverslun en með afleidda staðsetningu þannig þú munt örugglega ekki 
nota hana á fyrstu vikunum. 

Aðrar verslanir og verslunarkjarnar 
Vantar þig eitthvað fleira en bara vatn og brauð? Það eru þrír verslunarkjarnar í Debrecen 
sem bjóða upp á nánast hvað sem er. 
Plaza.  Þetta  er  litla  kringlan  okkar  hérna  sem  býður  upp  á  allskyns  fataverslanir, 
sérvöruverslanir,  skyndibitastaði  og  kvikmyndahús  (myndir  koma  ýmist  með  ensku  eða 
ungversku  tali  þannig  að  það  er  vissara  að  tékka  á  því  fyrirfram).  Almennur  opnunartími 
verslana er mánadaga til laugardags 9­20 og sunnudaga 9­18. 
Miðbærinn.  Enn  fleiri  fata­  og  sérvöruverslanir.  Flestar  opnar  alla  virka  daga,  9­18,  og 
fyrir hádegi á laugardögum. 
Malompark.  Samanstendur  aðallega  af  þremur  stórum  verslunum.  Inter  Spar  ­  matvara, 
Media Markt ­ raftæki og Praktiker ­ byggingavörur. Opin alla daga vikunnar. 

Fyrstu dagarnir í skólanum 
Jæja, nú tekur alvaran við. Nei, reyndar ekki alveg strax því á fyrstu tveimur vikunum þá 
er  svokallað  „Crash  Course“  sem  er  grunnnámskeið  í  ungversku  sem  drepur  líka  aðeins  á 
ungverskri  menningu.  Þetta  er  ágætis  tími  þar  sem  maður  kynnist  fullt  af  nýju  fólki  og  þú 
getur tvímælalaust auðveldað fyrir þér lífið hérna með því að læra nokkur orð í málinu. Ekki 
hafa samt neitt alltof miklar áhyggjur af þessu námskeiði. Það er vissulega próf í lokin en ef 
þú mætir alla dagana og fylgist vel með þá er það ekkert til þess að hafa áhyggjur af. 
Fyrsta daginn þá hittast allir á Educational Office (sjá kort) og þar er fólki dreift niður  í 
bekki.  Til  að  fá  nákvæma  tímasetningu  á  hvenær  námskeiðið  byrjar  þá  bendum  við  á 
info@edu.dote.hu.  Athugið  að  á  síðari  hluta  námskeiðsins  er  dreift  listum  um  skráningu  í 
bekki  fyrir  komandi  skólaár.  Það  er  ágætt  að  hafa  þetta  bakvið  eyrað  og  pæla  aðeins  í  með 
hverjum þú vilt vera með í bekk.

­ 7 ­ 
Ýmislegt 
Líkamsrækt.  Það  eru  nokkrar  stöðvar  í  Debrecen  en  það  eru  tvær  sem  skara  fram  úr 
hinum. Þær heita Corpus og A1 Fitness. Þær eru báðar búnar öllum þeim tækjum sem þú þarft 
og allt er í toppstandi og nýlegt. Mánaðargjaldið er um 6.000 HUF fyrir nemendur. 
Veitingarhús. Þeim fjölgar á hverju á ári en þau allra vinsælustu eru Palma, Calico Jack's, 
Shalimar, Csokonai og Ego. Þeir eru allir keimlíkir nema Shalimar sem ber fram indverskan 
mat. Endilega farðu á stúfanum og prófaðu. 
Skemmtistaðir. Þrír vinsælustu staðirnir eru Ego, Basis og Joy Bar. Þetta eru sæmilegir 
staðir og það getur oft myndast mjög góð stemming. Það er mikill dagamunur milli staðanna 
og mæli með því einfaldlega að mæta og tékka á stemmingunni. 

Neyðarlínan er í síma 112

­ 8 ­ 
Ungverska 101 
Góðan daginn ­ Jó napot 
Bless (formlegt) ­ Viszlat 
Hæ ­ Szia, Halló 
Bless ­ Szia, Halló 
Ég er Íslendingur – Izlandi vagyok 

Já ­ Igen 
Nei ­ Nem 
Takk ­ Köszönöm 
Afsakið – Bocsánat 
Gjörðu svo vel – Tessék 

Ég vil… ­ Kérek… 
Reikninginn, takk! – Fizetek! 

Hvað kostar þetta? – Mennyibe kerül? 

Og svo allra mikilvægasta setningin 
Ég tala ekki ungversku ­ Nem beszélek magyarul 

Lestarstöð ­ Pályaudvar 
Miði ­ Jegy 
Stúdentagarðar ­ Diákszálló 
Vegabréf – Útlevél

­ 9 ­ 
4
3

11
10

17

16

18

19

1.Miðbær inn
2.Utlendingaef t
irl
iti
ð-Bevándor l
ásiHivatal
3.Theor eticalBui lding( háskólabygging)
4.Lif
eSci enceBui lding( háskólabygging)
5.Banki
6.Póst hús-Post a
7.Educat ionalOf fi
ce-AngolPr ogram Ti
tkárság
8.Mal ompar k
9.Stúdent agar ðar-Di ákszáll
ó
10.I
nema( leigumi ðlun)
11.R.E. A.(leigumi ðlun)
12.Lovar da
13.Plaz a
14.Lest arstöði n-Nagyál l
omás
15.Br áðamót taka-Kenéz yGy.Kór ház
16.Pét erf
iaPanz ió( gisti
heimil
i)
17.Kor onaPanz i
ó( gistiheimil
i)
18.CívisHot elKál vin
19.CívisHot elAr anybi ka

You might also like