Ronin 1-5
()
About this ebook
Related to Ronin 1-5
Titles in the series (40)
Ronin 1 - Sverðið Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 1 - A espada Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 1 - The Sword Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 1 - La espada Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 1 - Het zwaard Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 2 - Boginn Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 2 - The Bow Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 2 - El arco Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 2 - De boog Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 3 - Spjótið Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 3 - A lança Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 3 - The Spear Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 3 - La lanza Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 3 - De speer Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 4 - Klóin Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 4 - A garra Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 4 - The Claw Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 4 - La garra Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 4 - De klauw Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 5 - Uppgjörið Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 5 - O confronto Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 5 - The Showdown Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 5 - La confrontación Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 5 - De krachtmeting Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 1-5 Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 2 - Jousi Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 3 - Keihäs Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 4 - Kynnet Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 5 - Kamppailu Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRonin 1 - Miekka Rating: 0 out of 5 stars0 ratings
Reviews for Ronin 1-5
0 ratings0 reviews
Book preview
Ronin 1-5 - Jesper Nicolaj Christiansen
Ronin 1-5
Original title:
Ronin 1-5
Translated by Hilda G. Birgisdóttir
Copyright © 2010, 2020 Jesper Nicolaj Christiansen and SAGA Egmont, Copenhagen
All rights reserved
ISBN: 9788726475098
1. E-book edition, 2020
Format: EPUB 2.0
All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.
Ronin 1- Sverðið
HVER ER ÉG?
Skært ljós. Ljós og sársauki. Þetta var það fyrsta sem hann tók eftir. Ljós, sársauki, ógleði og kuldi. Honum var ískalt og hann skalf.
Það hreyfðist eitthvað í grasinu. Hjartað í honum sló hraðar þangað til hann áttaði sig á að þetta var bara höndin á honum sjálfum. Hann brosti og honum létti en svo varð hann aftur hræddur. Í þetta sinn við að heyra röddina í sjálfum sér.
Hann lá í blauti grasinu, umkringdur trjám. Furutrjám. Grasið sem hann lá í var í rjóðri í þéttum furuskógi. Hann fann til í höfðinu. Sársaukinn var nístandi. Hann kom við ennið á sér. Það var blautt og heitt. Það var eitthvað klístrað og heitt á hendinni á honum.
Blóð.
Hann öskraði.
Fugl tók sig á loft í nálægu tré. Hann reyndi að muna hvernig hann hafði lent þarna en hann mundi ekkert. Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét. Ekki heldur nöfn mömmu sinnar og pabba. Hann mundi ekki hvar hann átti heima eða hvaðan hann var. Hann mundi ekki einu sinni hvernig hann leit út.
Hann stóð hægt á fætur. Það hringsnerist allt og hann verkjaði í höfuðið en hann þurfti að standa upp. Athuga hvort hann gæti það.
Hann hallaðist fram og aftur áður en hann náði jafnvægi.
Hann horfði niður eftir sjálfum sér. Hann var klæddur í kimonó. Stutt frá, næstum hulið í grasinu, lá japanskt sverð, katana.
Hann teygði sig eftir sverðinu með blóðugri hendinni. Um leið og hann tók um handfangið á sverðinu leiftruðu myndir af eldspúandi drekum, afskræmdum djöflum og risastórum snákum fyrir augum hans. Síðasta myndin sem hann sá var af gylltum erni sem bar við heiðbláan himin.
Fætur hans gáfu sig undan honum og hann féll niður í blautt grasið.
Hann leit upp í himininn. Einhvers staðar langt fyrir ofan hann var eitthvað á sveimi. Hann horfði á sverðið við hlið sér. Slíðrið var svart og eitthvað var letrað gylltum stöfum á handfangið: Gôsuto Mêkâ – Draugaskaparinn.
Gott og vel, svo hann gat lesið. Það var gott að vita.
Hann teygði sig hægt eftir sverðinu aftur. Hann tók utan um slíðrið… ekkert gerðist. Engar sýnir. Engir drekar eða djöflar. Honum var létt og hann lagði svalt blaðið að enninu á sér. Sársaukinn hvarf samstundis. Það var eins og sársaukinn hefði verið þurrkaður burt. Sviminn var líka horfinn.
Hugsunin var skýr.
Hann kom við ennið á sér. Blóðið var horfið. Blóðið á höndunum á honum var líka horfið.
Skrýtið.
Hann var eins og endurfæddur, hress og úthvíldur. Hann stökk á fætur og leit í kringum sig.
Þá heyrði hann öskur. Það kom af himnum ofan. Hann horfði upp í heiðbláa himinröndina sem sást á milli trjánna og kom auga á örninn.
Hann hnitaði hringi fyrir ofan hann. Það glampaði ískyggilega á klærnar í sólarljósinu.
Hann varð hræddur og reyndi að draga upp sverðið en gat það ekki. Það var fast í slíðrinu.
Örninn flaug í burtu en sneri svo aftur og tók að hringsóla yfir honum. Honum fannst eins og örninn vildi að hann elti sig.
Hann gekk inn í þéttan og dimman furuskóginn. Trjákvoðulyktin var yfirþyrmandi. Hann sá ekki örninn fyrir þéttum skóginum en hann heyrði hann garga eins og hann væri að kalla á hann.
Því lengra sem hann hélt inn í skóginn því dimmara varð. Furunálarnar stungu hann og skógarbotninn virtist vera lifandi en hann hélt áfram að elta gargið í erninum.
Eftir dágóða stund kom hann í lítið rjóður. Þar voru brómberjarunnar og lækur.
Örninn sat uppi í nálægu tré og fylgdist með honum.
Takk,
hvíslaði hann. Svo hljóp hann að læknum og drakk tært og kalt vatnið.
Eftir að hafa svalað þorsta sínum úðaði hann í sig eins mörgum brómberjum og hann gat.
Hann lagðist niður í sólinni í smástund, saddur og glaður. Þá mundi hann eftir erninum. Hann var ekki lengur í trénu. Hann kom auga á hann á lækjarbakkanum þar sem hann speglaði sig í vatninu.
Þegar hann kom að læknum flaug örninn aftur upp í tré.
Hann horfði á spegilmynd sína í læknum. Hann var um það bil tólf ára og hárið á honum var svart og úfið.
Hann leit upp til arnarins.
Hver er ég?
Örinn hallaði undir flatt og horfði á hann. Svo hóf hann sig til flugs með hrollvekjandi öskri og flaug inn í sólsetrið.
Hann stóð um stund og fylgdist með honum. Svo þreif hann sverðið, stökk yfir lækinn og hélt á eftir gyllta erninum.
ÞRÍR RÆNINGJAR OG KANÍNA
Hann hafði gengið drjúgan spöl. Birkiskógur hafði tekið við af furuskóginum. Nú sá hann örninn betur þótt myrkrið væri að skella á.
Fuglinn sat í tré rétt fyrir framan hann. Það glampaði á gylltar fjaðrirnar í sólsetrinu.
Þá heyrði hann þær. Raddirnar.
Hann stoppaði til að heyra betur. Já, þetta voru raddir. Hann fann líka nýja lykt, af steiktu kjöti. Hann fékk vatn í munninn og hugrekki til að læðast nær.
Þrír men sátu í kringum varðeld í rjóðrinu. Einn var lítill og alveg tannlaus. Annar var hávaxinn með lepp fyrir öðru auganu. Sá þriðji var feitur með skítugt, sítt hár. Þeir hlógu og spjölluðu við eldinn og voru að steikja kanínu.
Hann hugsaði ekkert um hvað hann ætlaði að segja eða gera. Hann hugsaði ekkert. Hann var svo svangur. Hann steig inn í rjóðrið og hneigði sig fyrir mönnunum þremur.
Gott kvöld. Ég var að hugsa hvort ég gæti fengið eitthvað að borða.
Sá feiti stóð hlæjandi upp.
Ha! Heyra í þessum litla apaketti. Hann er að betla mat.
Ég er ekki að betla.
Sá litli stóð líka upp og benti á sverð stráksins.
Flott katana-sverð, ha? Svona flott sverð er margar ryôa virði."
Nú stóð maðurinn með augnleppann upp. Hann virtist vera foringinn.
Þetta er ekki katana-sverð. Þetta er dôtanuki,
sagði hann.
Hver er munurinn?
spurði sá feiti.
Fífl
öskraði foringinn. Dôtanuki-sverð getur höggvið mann í tvennt. Það er sverara og lengra en katana-sverð og svona fallegt dôtanuki er margra ryôa virði.
Haha!
hló sá litli. Hvað er svona lítill og ljótur apaköttur að gera með svona verðmætt sverð? Er hann að leika samúræja? Er þetta kannski lítill og villtur samúræi, aleinn og án meistara? Ronin.
Sá feiti þreif í sverðið.
Komdu með sverðið, ronin.
Ég heiti ekki Ronin,
svaraði strákurinn rólegur.
Hvað heitirðu?
spurði foringinn.
Ég veit það ekki,
sagði strákurinn skömmustulegur.
Þá heitirðu Ronin. Komdu með sverðið.
Hinir