76 Gestgjannn

U
m
s
j
ó
n
:

H
a
n
n
a

I
n
g
i
b
j
ö
r
g

A
r
n
a
r
s
d
ó
t
t
i
r

M
y
n
d
i
r
:

K
r
i
s
t
i
n
n

M
a
g
n
ú
s
s
o
n
GOTT
OG
GAGNLEGT
MAKRÓNUR
E
itt af því besta sem við á
Gestgjafanum látum inn fyrir okkar
varir eru franskar makrónur. Þær
fást fremur sjaldan ferskar á Íslandi og því
njótum við þeirra allt of sjaldan. Við vorum
því ánægðar þegar við rákumst á franskar
makrónur í verslunum Hagkaups. Þær eru
að vísu frosnar en sérlega góður kostur.
Það er þó ekkert sem jafnast á við að borða
þær ferskar á götuhorni í París.
BÖKUSKELJAR Í VEISLUR
Þegar halda á veislu getur verið þægilegt að kaupa tilbúnar skeljar til að setja í skemmtilegar
heimatilbúnar fyllingar. Skeljarnar á myndinni vöktu athygli okkar en þær fundum við í
Melabúðinni og eru frá belgísku vörumerki sem heitir Pidy. Úrvalið af þessum skeljum er einkar
fjölbreytt og hægt er að fá bæði ósætar og sætar, reyndar eru sætu skeljarnar alls ekki svo sætar
sem er kostur því þá getur sá sem fyllir þær ráðið svolítið ferðinni. Afar skemmtileg form eru á
skeljunum allt frá ferköntuðum að skeiðarlöguðum, við mælum með skeljunum.
SÆLKERAPIPAR
S
vartur pipar er sennilega mest notaða
krydd í heimi en hann er mismunandi
að gæðum eins og svo margt annað.
Þessi pipar er frá kanadísku fyrirtæki sem
kallar sig Watkins og hefur verið starfandi
allt frá árinu 1868. Piparinn er gróft mulinn
og í honum eru engin aukaefni. Piparkornin
eru sérvalin af plöntu sem hefur afar sterkan
ilm og bragð. Við á Gestgjafanum vorum
afar ánægðar með gæðin í þessum pipar og
getum því mælt með honum fyrir þá sem
vilja eiga mulinn gæðapipar í skápnum. Ekki spillir
fyrir að piparinn kemur í afar fallegum álstauki.
Watkins-piparinn fæst í versluninni Snúðar og
Snældur.
Hvað
er „lemon curd“?
Það er einskonar sítrónusmjör sem
búið er til úr sítrónum, eggjum, smjöri og
sykri. Það er oft notað ofan á brauð, skonsur,
pönnukökur eða lummur en einnig er það notað
ofan á kökur, í bökur og út í rjóma. Áferðin er ekki
ólík þykkri sultu og bragðið er afar frísklegt. Við á
Gestgjafanum getum mælt með sítrónusmjörinu
sem fæst í versluninni Pipar og salt á Klappastíg.
Eigendur Pipars og salts láta framleiða
sítrónusmjörið fyrir verslunina af Cottage
Delight í Bretlandi en þeir nota
eingöngu gæðahráefni.
Þ
etta er eggaldin. Það er uppistaða í mörgum
réttum sem ættaðir eru frá svæðinu fyrir botni
Miðjarðarhafs eins og ratatouille og moussaka.
Eggaldin vex á plöntu sem upprunnin er frá Indlandi en
í raun er eggaldin ber sem neytt er eins og grænmetis.
Eggaldin, eða eggplant eins og það heitir á ensku, dregur
nafn sitt af löguninni sem er egglaga. Eggaldin er hægt að
bera fram hvort sem er heitt eða kalt. Það er ýmist maukað,
ofnbakað, grillað, fyllt eða steikt. Gott er að setja smávegis
sítrónusafa í sárið því eggaldin verður fljótt brúnt, sumir
strá grófu salti yfir skorið aldinið til að ná úr vatni og
beiskju, saltið er þá látið liggja á í u.þ.b. 1-2 klst. Eggaldin
geymist í u.þ.b. eina viku í ísskáp.
PÁSKADISKAR
Íslendingar eru svolítið skreytingaglaðir, sér í lagi þegar kemur að
jólaskreytingum. Færri eru duglegir við að skreyta um páskana sem
er svolítil synd enda páskaskraut oft afar litríkt og fallegt. Pastellitir
eru vinsælir í páskaskrautinu og ríma þeir vel við vorið sem komið er í
loftið. Ekki þarf að eiga mikið páskaskraut til að lífga upp á hátíðarborðið,
nokkur páskaegg eða leirtau í pastellitum ætti að duga. Við kolféllum fyrir
þessum fallegu páskadiskum sem eru í laginu eins og egg. Diskana er hægt
að nota eina sér eða sem undirdiska með hvítu leirtaui. Þeir koma fjórir
saman í setti og eru í þeim fjórum litum sem á myndinni eru. Diskarnir
fást í versluninni Kitchen Library í Smáralind.
GÓÐAR
KALAMATA
ÓLÍFUR
Mikill gæðamunur getur
verið á ólífum, það þekkja
þeir sem hafa ánetjast
þessari undursamlegu
fæðu. Talsvert úrval er
af ólífum á markaðnum
en það getur stundum
verið svolítið happdrætti
hvað kemur upp úr
ólífudósinni. Þessar
kalamata-ólífur sem eru
frá Grikklandi fundum við
í Søstrene Grene og við
getum sannarlega mælt
með þeim. Ólífurnar eru
svartar og með steini,
þær koma í 250 g dósum
og eru án litar- eða
rotvarnarefna.
A
far fallegt er að sykra ávexti og blóm, það gefur svona
rómantískan ævintýrablæ á kökuna. Ekki er erfitt að gera
slíkt, það eina sem þarf er sykur, eggjahvítur, góður pensill,
kökugrind, eldhúsrúlla og nokkrir klukkutímar í bið.
SYKRUð BER OG BLÓM Á KÖKUNA
Setjið 2 eggjahvítur í skál og 2-3 msk. strásykur í aðra skál. Penslið
ber, eins og jarðarber, hindber og brómber, með eggjahvítunum og
veltið þeim upp úr sykrinum, setjið á grind. Þegar rifsberjaklasar
eru sykraðir getur verið ágætt að strá smávegis af sykri á
eldhúsrúllu, þannig er auðveldara að húða allan klasann og
sykurinn í skálinni verður ekki allur í kögglum. Mörg blóm eru æt,
eins og túlípanar, rósir og stjúpur, en nauðsynlegt er að þvo þau
og þerra vel áður en þau eru sykruð. Hafið varleg handtök þegar
blómin eru meðhöndluð en það er gert á sama máta og berin.
Sykruðu blómin og berin þurfa u.þ.b. 4 klukkustundir til að þorna
alveg. Sykruð ber og blóm geymast í nokkra daga í kæli.
77
MAÍSFLÖGUR ÚR
LÍFRÆNU KORNI
Þessar flögur, sem eru frá
framleiðandanum Kirkland, eru í
svolitlu uppáhaldi hjá okkur þessa
dagana en flögurnar fást í versluninni
Kosti. Þær eru léttsaltaðar svo
maísbragðið kemur vel í gegn. Þar
sem engum aukabragðefnum hefur
verið bætt við flögurnar passa þær
einstakleg vel með ýmsum mat og
ídýfum. Flögurnar eru tilvaldar í teiti
eða veislur enda inniheldur hver poki
1,13 kg og því góð kaup í pokanum.
78
GOTT
OG
GAGNLEGT
A
lgengt er að fólk týni glasinu
sínu í veislum, það er því
tilvalið að nota pappaglös
og merkja hvert glas með nafni
veislugesta. Í leiðinni er hægt að nota
glösin sem sætamerkingu. Litrík
ákrotuð pappaglös geta líka sett svip
sinn á veisluborðið. Gott er að nota
litríka liti sem gefa vel en einnig
er fallegt að nota hvítan lit. Glösin
á myndinni fást í Rekstrarvörum
og fengust í 3 litum skærbleikum,
appelsínugulum og grænum.
Ítalskar
bruschettur
12-15 sneiðar
1 snittubrauð
12 basilíkulauf
6 tómatar
2 dl gæðaólífur
5 msk. góð ólífuolía
1 hvítlauksrif, skorið í tvo hluta
svartur nýmalaður pipar
Maldon-salt
Skerið tómatana í báta, takið
fræin frá og skerið í fremur
smáa bita. Skerið ólífurnar niður
ásamt basilíkunni og setjið allt
í skál. Kryddið vel með pipar
og salti. Látið 2 msk. ólífuolíu
yfir tómatblöndunni. Skerið
snittubrauðið í sneiðar, penslið
með ólífuolíunni og raðið á
ofngrind. Stillið ofninn á 230°C á
grillinu og bakið brauðið þar til það
er orðið gullið að lit, þetta tekur
oft ekki nema nokkrar mínútur svo
ekki er æskilegt að fara frá ofninum.
Takið brauðið út og nuddið sárinu
á hvítlauknum á hverja sneið. Raðið
brauðinu á fallegan disk og setjið
tómatblönduna ofan á rétt áður en
bera á brauðið fram, annars verður
brauðið allt of blautt.
Sænskt
súkkulaðisíróp
Alltaf er gaman að prófa eitthvað
nýtt góðgæti. Síróp eitt og sér er
ekki bragðmikið en þegar búið er að
bæta við það svolitlu súkkulaði gerist
eitthvað nýtt og skemmtilegt. Sírópið varð
á vegi okkar í versluninni Bakgarðurinn á
Akureyri. Tilvalið er að nota sírópið út á
ís, pönnukökur eða á ferska ávexti svo
fátt eitt sé nefnt. Fleiri spennandi
bragðtegundir fást einnig í
versluninni.
SKRIFAÐ Á GLÖSIN
Gestgjannn
MÖNDLUMJÖL
Fyrir mörgum árum ætlaði ég að nota
möndlumjöl í köku sem mig langaði að baka og
fór þá í nánast allar búðirnar í bænum án þess
að finna mjölið góða. Þess vegna fagna ég því
að nú er hægt að kaupa möndlumjöl í fleiri
verslunum en hér áður. Möndlumjöl er notað
t.d. í sörur, franskar makrónur, bökur og m.
fl. Möndlumjöl inniheldur lítið kolvetni
en er bæði prótín- og trefjaríkt, mjölið
inniheldur einnig E-vítamín og magnesíum.
Möndlumjölið frá Red Mill er fínmalað úr
hýðislausum möndlum, engum sykri hefur
verið bætt við mjölið. Við getum sannarlega
mælt með mjölinu en það rákumst við á í
versluninni Kosti.
setja m-ið
niður í
næstu línu
79
KÖKUKASSAR
Þ
essa sniðugu kassa, sem ætlaðir
eru undir bollakökur, er hægt
að finna í versluninni Kitchen
Library í Smáralind. Þeir eru ódýrir,
handhægir og til í nokkrum stærðum.
Gaman er að færa góðum vini
eða ættingja vel skreytta,
heimabakaða bollaköku og þá
er gott að nota kökukassana.
S
ætar kartöflur verða fljótt brúnar þegar
þær eru skornar niður. Til að koma í veg
fyrir það er ráð að setja kalt vatn í skál og
láta skornar kartöflurnar ofan í vatnið þangað
til þær eru notaðar. Vatnið verður að fljóta alveg
yfir kartöflurnar. Hægt er að skera sæta kartöflu
niður nokkrum klukkustundum áður en hún er
elduð ef hún er geymd í vatni.
1. Brjótið efri og neðri brúnirnar inn á miðja servíettuna.
2. Brjótið neðsta hlutann að efsta hlutanum. 3. Haldið við
miðjuna með vísifingri og brjótið hægri hlutann til hálfs upp,
sléttið vel og gerið eins hinum megin. 4. Takið hornið lengst
til hægri og brjótið til helminga, einskonar þríhyrningur.
Gerið eins við vinstri hlutann. 5. Takið hornið lengst til
hægri og brjótið að miðlínunni u.þ.b. 2 cm frá neðsta horninu.
Gerið eins hinum megin. 6. Takið neðsta hlutann sem er eins
og lítill þríhyrningur og setjið fyrir aftan, haldið þétt með
höndunum og troðið hægri þríhyrningnum að framan inn í vinstri
þríhyrninginn. 7. Snúið við og opnið þríhyrninginn að framan sem
verður þá eins og hálfgert andlit kanínunnar. Lagið til eyrun og
látið standa fram á diskinum.
1 2 3
4 5 5
6 6 7
SERVÍETTUBROTIÐ – KANÍNUBROT
TRIX
EFNILEGAR Í ELDHÚSINU
Þessar yngismeyjar birtust inni á gólfi Gestgjafans á dögunum með
tvær kökur í fallegu boxi. Þær höfðu hjólað í grenjandi rigningu frá
Smáíbúðarhverfinu í Reykjavík alla leið í Garðabæinn til að færa
móður annarrar stúlkunnar köku í tilefni konudagsins en hún vinnur
hjá Birtíngi. Stúlkurnar, sem heita Viktoría Kjartansdóttir og Kristín
Ingadóttir, höfðu miklar áhyggjur af því að ná ekki með kökuna áður
en móðirin færi heim og ákváðu því að hækka bara hitann svolítið vel
til að kakan bakaðist hraðar en þá brann hún eðlilega aðeins við. Það
er því ágætt að minna alla sem eru nýbyrjaði að baka á að virða hita
og tíma í uppskriftum. Við þökkum stúlkunum fyrir sendinguna.
FALLEGAR TESÍUR
Þessar litríku tesíur eru bæði fallegar og þægilegar í notkun,
þær eru ætlaðar fyrir einn til tvo bolla af tei. Auðvelt er að
opna þær og setja telaufin í og svo standa þær í bollanum þannig
að mynstrið nýtur sín vel. Tesíurnar fundum við í verslunum
Tiger og þær koma í nokkrum litum.
Gestgjannn
Snúa
öllum
myndunum
80
GOTT
OG
GAGNLEGT
PLASTHNÍFAPÖR
Þ
ægilegt getur verið að
nota plasthnífapör í
veislur en þessi hvítu
hefðbundnu sem við notum
í útileguna eru kannski ekki
alveg nógu sparileg. Í dag hefur
úrvalið á markaðnum aukist
til muna. Þessi plasthnífapör
sem líta út eins og fínustu
silfurhnífapör, eða allt að því,
urðu á vegi okkar nú nýlega í
Rekstarvörum.
LITRÍKT
PÁSKASKRAUT
Páskalegt er að lita eggjabakka og egg,
þá er matarlitablandan sett í djúpa skál
og eggjabakkanum velt upp úr eins og
servíettunum, passið að vera fremur
fljót því bakkinn drekkur vel í sig. Veltið
síðan brotnum eggjum upp úr litnum,
það getur tekið aðeins lengri tíma.
Setjið eggin ofan í bakkann þegar allt er
orðið þurrt og látið t.d. litla lauka eða
blóm í eggin.
Það sem þarf að nota: 1. matarliti,
best að nota fljótandi gelliti frá
Americolor sem fást í Allt í köku. 2.
½ l heitt soðið vatn. 3. sykur u.þ.b.
2 msk. 4. eldhúsrúlla 5. djúpt ílát og
töng. Aðferð: Hellið heita vatninu og
sykrinum saman í skál, látið sykurinn
leysast upp og blandið ½ tsk. af
matarlit saman við. Auðveldlega
er hægt að bæta við matarlitinn
eða vatnið til að fá þann lit sem
þið viljið. Setjið servíettu ofan í
blönduna látið blotna alveg. Takið
strax upp úr og setjið á eldhúsrúllu.
Pappírinn í servíettunum er misjafn
og þær drekka misvel í sig, allt eftir
merkjum, svo hver og einn þarf að
þreifa sig áfram. En því styttra sem
servíettan er ofan í vatninu þeim
mun minni líkur eru á að hún rifni.
Látið servíetturnar þorna alveg á
pappírnum og pressið síðan með því
að setja inn í þykka bók og setjið farg
ofan á t.d. fleiri bækur. Hægt er að lita
alla servíettuna eða bara hluta allt
eftir smekk. Litríkar servíetturnar er
líka hægt að nota sem skraut á borð
eða diska.
Litaðar servíettur
Lengi hafði mig langað að eignast fjólubláar kökuservíettur en allt kom fyrir
ekki, þær fann ég aldrei. Ég ákvað því að prufa að lita servíetturnar sjálf. Fyrst
ætlaði ég að vatnslita þær en það er ekki gott því vatnslitur leysist upp og hefði
því getað gefið kökunum óbragð. Mér datt því í hug að nota bara matarlit, gerði
nokkrar misheppnaðar tilraunir og svo tókst það og þá fór ég að lita fleira en
bara servíetturnar. Hér kemur sú aðferð sem ég bjó til.
SILFUREGG
Flestir tengja páskana við
súkkulaðipáskaegg. Ekki eru samt allir
hrifnir af því að úða í sig súkkulaði alla
páskana en langar samt í páskaegg.
Þessi silfurpáskaegg er hægt að opna
og fylla með sælkeragóðgæti að
smekki hvers og eins. Eggin eru líka
afar fallegt skraut svo segja má að þau
hafi tvöfaldan tilgang. Eggin rákumst
við á í versluninni Púkó & Smart á
Laugaveginum.
Gestgjannn
næsta
lína

Sign up to vote on this title
UsefulNot useful