You are on page 1of 1

KÆRU ÆTTINGJAR afkomendur Júlíönu og Guðmundar bænda á Hrafnhóli í Hjaltadal frá 1888 til 1916.

Heim til Hóla 2012

Ákveðið var að kanna hug manna til ættarmóts að Hólum í Hjaltadal, mánaðamótin júní og júli 2012. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið, stórviðburður þarf góðan undirbúning. Þessi hópur hefur áður komið saman 1995 og 2001 að Hólum. Við höfum gert fyrstu undirbúningsráðstafanir og tekið frá Hólastað yfir helgina frá 29.júní til 1.júlí 2012. Á www.holar.is er hægt að gera ráðstafanir, eins og að panta gistingu.

Dagskrá liggur ekki fyrir en mun verða í höndum skemmtinefndar sem verður skipuð fulltrúa einstakra ættleggja, Brekkukotsmanna (afkomendur Jóhanns í Brekkukoti), Sunnanmanna (afkomendur Guðrúnar), Hlíðarmanna (afkomendur Sigurlaugar) og Hrafnhólsmanna (afkomendur Stefáns). Undirbúningshópurinn er enn ekki fullskipaður, unnið er að því að fullmanna hópinn.

Fyrstu drög að dagskrá.
Föstudaginn 29. júní - Móttaka og skráning Laugardaginn 30. júní - skoðun Hólastaðar og Hjaltadals, skemmtun fyrir börn - sameiginlegur kvöldverður (grill) skemmtiatriði. Sunnudaginn 1. júlí - tekið saman og heimferð. Undirbúningshópurinn hefur hug á að gera nýtt Niðjatal og verður það verkefni næsta vetrar. Tölvutækur grunnur síðasta niðjatals liggur fyrir og verður honum dreift til hópsins síðar í vetur með ósk um að menn uppfæri sinn kafla í manntali Hrafnhólsmanna og með ósk um að safna nýjum myndum. Tæknileg útfærsla liggur ekki fyrir, hugsanlega Facebook / eða á annan hátt yfir netið. Þegar nær dregur munum við leita eftir áhuga manna á þátttöku svo hægt verði að áætla kostnað. Kostnaður er vegna útgáfu vandaðs og myndskreytts niðjatals, kvöldverðar (grill) og skráningargagna o.fl. Reynt verður að halda kostnaði á lámarki. Góð þátttaka í ættarmótinu hjálpar okkur að halda kostnaði í böndum.

Undirbúningshópurinn óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Einar E. Sæmundsen (eesbirk@vortex.is), Gísli Guðmundsson (gisgus@talnet.is), Hreinn Pálsson (hpal@hi.is) Jóhann Karl Sigurðsson (johannkarl@isl.is) og Sigurbjörg Árnadóttir (sibbaa@internet.is) ásamt Karlottu Aðalsteins (karlotta@mmedia.is) og Birgit Rashhofer (birgit@jci.is) sem voru í undirbúningsnefnd móta 1995 og 2001.