You are on page 1of 37

DÓMUR DÓMSTÓLSINS (fyrsta deild

)
17. júlí 2014 (*)
„Málsmeðferð vegna forúrskurðar - Tilskipun 93/13/EBE - Lagagrein 7 - Sáttmáli
Evrópusambandsins um grundvallarréttindi - Lagagrein 47 - Neytendasamningar -
Samningur um veðlán - Óréttmætir skilmálar - Málsmeðferð vegna fullnustu veðkröfu
- Heimild til áfrýjunar“.
Í máli C-169/14,
með það að markmiði að leggja fram beiðni um forúrskurð samkvæmt 267. gr.
Sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (TFEU), frá Héraðsdómstólnum í
Castellón, með úrskurði frá 2. apríl 2014, sem barst Dómstólnum þann 7. apríl 2014, í
dómsmálinu á milli
Juan Carlos Sánchez Morcillo,
María del Carmen Abril García
og
Banco Bilbao Vizcaya Argentaria, S.A.,
DÓMSTÓLLINN (fyrsta deild),
skipaður dómurunum hr. A. Tizzano, forseta deildarinnar, og hr. E. Levits
(framsögumanni), frú M. Berger og hr. S. Rodin og hr. F. Biltgen, dómurum;
Aðallögsögumaður: hr. N. Wahl;
Dómritari: frú M. Ferreira, aðalumsjónaraðili;
hefur, með hliðsjón af þeim málsskjölum sem stuðst er við í málsmeðferðinni og eftir
munnlegan málflutning sem fór fram þann 30. júní 2014;
með hliðsjón af framlögðum álitsgerðum:
fyrir hönd hr. Sánchez Morcillo og frú Abril García, af hálfu hr. P. Medina Aina,
lögmanni við dómstóla og hr. P.-J. Bastia Vidal, lögfræðingi;
fyrir hönd Banco Bilbao Vizcaya Argentaria, S.A., af hálfu frú B. García Gómez og hr.
J. Rodríguez Cárcamo, lögfræðingum;
fyrir hönd ríkisstjórnar Spánar, af hálfu frú S. Centeno Huerta og hr. A. Rubio
González, sem umboðsmenn hennar;
fyrir hönd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, af hálfu frú M. Owsiany-
Hornung og hr. E. Gippini Fournier og hr. M. van Beek, sem umboðsmenn hennar;
eftir að hafa hlýtt á aðallögsögumanninn;
kveðið upp eftirfarandi
Dóm
Þessi beiðni um forúrskurð varðar túlkun á 7. gr. tilskipunar ráðsins 93/13/EBE frá
5. apríl 1993 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum (Stjórnartíð. 1993 L 95,
bls. 29; hér eftir nefnt „Tilskipunin“), og einnig á 47. gr. Sáttmála Evrópusambandsins
um grundvallarréttindi (hér á eftir nefnt „Sáttmálinn“).
Þessi beiðni hefur verið lögð fram í dómsmáli á milli hr. Sánchez Morcillo og frú
Abril García, annars vegar, og Banco Bilbao Vizcaya Argentaria, S.A. (hér eftir nefnt
„Banco Bilbao Vizcaya Argentaria“), hins vegar, í tengslum við andmæli hinna
fyrrnefndu gegn fullnustu veðkröfu í íbúð þeirra.
Löggjöf
Löggjöf Evrópusambandsins
Í níundu forsendu í inngangsorðum tilskipunar 93/13 er kveðið á um eftirfarandi:
„[...] kaupendur eigna og þjónustu skulu vera verndaðir gegn misnotkun valds af hálfu
seljanda eða veitanda þjónustu, [...]“.
1.gr. sömu tilskipunar, 1. mgr., er svohljóðandi:
„Tilgangur þessarar tilskipunar er setja í samhengi lagaákvæði, og reglugerða- og
stjórnsýslufyrirmæli aðildarríkjanna varðandi óréttmæta skilmála í samningum sem
gerðir hafa verið á milli seljanda eða veitenda þjónustu og neytenda“.
Í 3. gr. ofangreindrar tilskipunar er kveðið á um eftirfarandi:
„1. Þeir samningsskilmálar sem ekki hefur verið samið um sérstaklega teljast
óréttmætir ef, þrátt fyrir kröfuna um „góða trú“, þeir valda umtalsverðu ójafnvægi
réttinda og skyldna á milli samningsaðila samkvæmt samningnum og valda
neytandanum tjóni.
2. Litið er svo á að ekki hafi verið samið sérstaklega um samningsskilmála ef
hann hefur verið saminn fyrirfram og neytandi því ekki haft tækifæri til að hafa áhrif á
efni skilmálans, einkum þegar um er að ræða fyrirfram orðaða staðlaða samninga.
[...]
3. Í viðauka þessarar tilskipunar er leiðbeinandi en ekki tæmandi skrá yfir
samningsskilmála sem teljast mega óréttmætir.“
Í samræmi við 7. gr. sömu tilskipunar, 1. mgr.:
„Aðildarríkin skulu tryggja, í þágu neytenda og samkeppnisaðila, að til séu réttar og
árangursríkar leiðir til að hindra áframhaldandi notkun óréttmætra skilmála í
samningum seljenda eða veitenda þjónustu við neytendur.“
Í viðauka tilskipunar 93/13 eru taldir upp þeir samningsskilmálar sem vitnað er
til í 3. mgr., 3. gr. hennar. Hún felur einkum í sér eftirfarandi samningsskilmála:
„1. Samningsskilmála sem hafa að markmiði eða þau áhrif:
[...]
að útiloka eða hindra rétt neytanda til að sækja mál fyrir dómstólum eða nýta sér
önnur réttarúrræði, einkum með því að krefjast þess af neytanda að hugsanleg deilumál
fari einungis fyrir gerðardóm sem lýtur ekki lagaákvæðum, að takmarka ótilhlýðilega
möguleika hans til að sanna mál sitt eða leggja á hann sönnunarbyrði sem lögum
samkvæmt ætti að hvíla á hinum aðila samningsins.
Spænsk löggjöf
Með kafla III í lögum 1/2013, frá 14. maí, varðandi ráðstafanir til að efla vernd
skuldara veðlána, endurskipuleggja skuldir og félagslega leigu (Lögbirtingarblað
Spánar (BOE), nr. 116, frá 15. maí 2013, bls. 36373); hér á eftir nefnt „lög 1/2013“),
var lögum um meðferð einkamála (LEC), frá 7. janúar 2000, breytt (Lögbirtingarblað
Spánar (BOE), nr. 7, frá 8. janúar 2000, bls. 575), sem sjálfum var endanlega breytt
með konunglegri lagatilskipun 7/2013, frá 28. júní, varðandi bráðnauðsynlegar
ráðstafanir til innleiðingar aðgerða á sviði fjármála, fjárhagsáætlana og til eflingar
rannsókna, þróunar og nýsköpunar (Lögbirtingarblað Spánar (BOE), nr. 155, frá 29.
júní 2013, bls. 48767) (hér á eftir nefnt „LEC“).
695. gr. LEC, er varðar málsmeðferð vegna andmæla gegn fullnustu veðkröfu, er
svohljóðandi:
„1. Í þeim málarekstri sem vísað er til í þessum kafla, eru andmæli gegn fullnustu
veðkröfu af hálfu varnaraðila einungis samþykkt ef þau eru byggð á eftirfarandi
ástæðum:
1.a Ógilding tryggingarinnar eða veðskuldbindingarinnar, [...].
2.a Villa í ákvörðun kröfuupphæðar, [...].
3.a Í því tilfelli að fullnusta veðkröfu fari fram í veðsettum lausafjármunum eða
eignum sem hafa verið veðsettar án tilfærslu á veðrétti, ef umræddar eignir eru háðar
annarri tryggingu, veðsetningu í lausafjáreign eða fasteignum, eða fjárnámi sem skráð
hafa verið á undan þeim veðböndum, sem eru umfjöllunarefni málaferlanna, en það
verður að sanna með viðeigandi skráningarvottorði.
4.a Óréttmæti sem felst í samningsskilmála og sem er grundvöllur fyrir fullnustu
veðkröfunnar eða sem hefur leitt til ákvörðunar um kröfuupphæðina.
2. Ef lögð eru fram andmæli vegna þess sem kemur fram í undanfarandi
málsgrein, skal dómritarinn fresta fullnustu kröfunnar og stefna málsaðilum til
réttarhalds fyrir dómstólnum, sem kvað upp úrskurðinn um fullnustu veðkröfunnar.
Líða skulu fimmtán dagar frá stefnubirtingu og fram til dags viðkomandi réttarhalds.
Við réttarhaldið skal dómstóllinn hlýða á málsaðila, veita viðtöku þeim málsskjölum
sem lögð eru fram og ákvarða með dómsúrskurði það sem hann álítur réttmætt innan
tveggja daga.
3. Úrskurður sá er styður andmæli sem byggð eru á ástæðum 1.a og 3.a í 1.
málsgrein þessarar lagagreinar skal fyrirskipa frestun fullnustu veðkröfunnar; sá sem
styður andmæli sem byggð eru á ástæðu 2.a skal fastákveða þá upphæð sem höfð skal
til viðmiðunar við fullnustu veðkröfunnar.
Ef úrskurðurinn styður ástæðu 4.a skal samþykkt frestun fullnustu veðkröfunnar, þegar
samningsskilmálinn er grundvöllur að fullnustunni. Í öðrum tilfellum skal haldið áfram
við að framkvæma fullnustu veðkröfunnar án þess að beita hinum óréttmæta skilmála.
4. Gegn úrskurði þeim er fyrirskipar frestun fullnustu veðkröfunnar eða að
óréttmætum samningsskilmála sé ekki beitt, er hægt að leggja fram áfrýjunarbeiðni.
Að þessum tilfellum undanskildum, skulu þeir úrskurðir sem staðfesta þau andmæli,
sem vísað er til í þessari lagagrein, ekki fela í sér neinn möguleika á áfrýjun og áhrif
þeirra skulu einskorðast eingöngu við málaferli í tengslum við þá fullnustu veðkröfu
sem uppkvaðning þeirra mælir fyrir um.“
552. gr. LEC (lög um meðferð einkamála), sem fjallar um þau úrræði sem hægt
er að beita, ef dómstóll neitar að fyrirskipa fullnustu veðkröfu, kveða á um eftirfarandi:
„1. Ef dómstóllinn álítur að þeim lagareglum og skilyrðum sem lög kveða á um
hafi ekki verið fylgt, þegar gefin var út fyrirskipun um fullnustu veðkröfu, skal hann
kveða upp úrskurð þar sem fullnustu veðkröfu er hafnað.
Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að einhver af þeim skilmálum sem felast í
einhverju af þeim skjölum sem fjalla um fullnustu veðkröfu og vísað er til í lagagrein
557.1 kunni að vera álitinn óréttmætur, skal hann veita málsaðilum áheyrn innan
fimmtán daga. Er hann hefur lokið við að veita þeim áheyrn, skal hann kveða upp
úrskurð í þeim efnum innan 5 virkra daga, í samræmi við það sem kveðið er á um í
lagagrein 561.1.3.a
2. Úrskurði sem hafnar fullnustu veðkröfu er hægt að áfrýja tafarlaust, og skal
einungis lánardrottinninn eiga hlut að þeirri áfrýjun. Lánardrottinninn getur einnig, ef
hann svo kýs, sótt um að fá málið endurskoðað áður en hann leggur fram áfrýjunar-
beiðni.
3. Þegar úrskurðurinn sem hafnar fullnustu veðkröfu er eitt sinn endanlegur,
getur lánardrottinninn einungis leitað réttar síns í viðeigandi, almennum réttarhöldum,
ef niðurstaða þess dóms eða endanlegrar dómsákvörðunar, sem krafan um fullnustu
veðkröfu var byggð á, mælir ekki gegn því“.
Samkvæmt 557. gr. LEC, varðandi andmæli gegn fullnustu veðkröfu sem byggja
á skjölum sem eru hvorki frá dómstólum né gerðardómi:
„1. Þegar fyrirskipuð er fullnusta veðkröfu á grundvelli þeirra skjala sem vísað er
til í lagagrein 517, nr. 4, 5, 6, og 7, sem og annarra kröfuskjala sem hægt er að leita
fullnustu vegna og sem vísað er til í nr. 9 í 2. málsgrein lagagreinar 517, getur
kröfuþolandinn aðeins andmælt henni innan þeirra tímamarka og með þeim hætti sem
mælt er fyrir um í undanfarandi lagagrein, ef hann byggir á einhverri af eftirfarandi
ástæðum:
[...]
7.a Ef skjalið felur í sér óréttmæta skilmála.
2. Ef borin eru fram þau andmæli sem vísað er til í undanfarandi málsgrein, þá
skal dómritarinn, í samræmi við formlegt skipulagsferli dómstólsins, fella niður
framkvæmd fullnustunnar“.
1. málsgrein 561. gr. LEC fjallar um dómsákvörðun varðandi andmæli sem
byggjast á efnislegum grundvelli og er svohljóðandi:
„1 Eftir að hafa veitt málsaðilum áheyrn varðandi andmæli gegn fullnustu
veðkröfunnar, sem ekki var grundvölluð á göllum í málsmeðferð og eftir atvikum að
loknu réttarhaldi, skal dómstóllinn, með dómsuppkvaðningu, og einungis með tilliti til
fullnustu veðkröfunnar, taka einhverja af eftirfarandi ákvörðunum:
1.a Fyrirskipa að haldið skuli áfram við framkvæmd fullnustu veðkröfunnar með
hliðsjón af þeirri upphæð sem ákvörðuð hafði verið, ef andmælunum er hafnað að öllu
leyti. Í því tilfelli að andmælin séu byggð á óhóflegum kröfum og þeim sé hafnað að
hluta til, skal fyrirskipa fullnustu veðkröfunnar aðeins með tilliti til þeirrar upphæðar
sem er viðeigandi.
Dómur sem hafnar andmælum að öllu leyti skal dæma kröfuþola til greiðslu
málskostnaðar vegna þeirra, í samræmi við það sem kveðið er á um í lagagrein 394, að
því er varðar úrskurð um málskostnað í héraðsdómi.
2a Lýsa því yfir að ekki skuli haldið áfram við framkvæmd fullnustu veðkröf-
unnar, ef ein af þeim ástæðum sem liggja til grundvallar andmælanna og eru upptaldar
í lagagreinum 556 og 557 er staðfest, eða ef andmæli þess efnis að krafan sé óhófleg
eru viðurkennd í samræmi við lagagrein 558 og álitin vera vel grundvölluð í hvívetna.
3a Ef einn eða fleiri skilmálar eru álitnir vera óréttmætir, skal úrskurður sá sem
felldur er kveða á um afleiðingar slíks, og mæla svo fyrir að annað hvort fullnusta
veðkröfu komi ekki til greina eða að hin sama er fyriskipuð með dómsuppkvaðningu,
án þess að beita þeim sem álitnir eru óréttmætir.
2. Ef andmæli gegn fullnustu veðkröfu eru viðurkennd með dómi, skal hún felld
úr gildi og gefin fyrirmæli um að aflétta löghaldi og þeim ráðstöfunum sem höfðu
verið gerðar til að tryggja fullnustuna, og skal kröfuþoli endurheimta sömu stöðu og
hann hafði fyrir úrskurðinn um fullnustu veðkröfunnar, í samræmi við það sem kveðið
er á um í lagagreinum 533 og 534. Enn fremur skal sá málsaðili sem leitar fullnustu
kröfunnar vera dæmdur til að greiða málskostnað vegna andmælamálsins.
3. Hægt er að leggja fram áfrýjunarbeiðni gegn þeim dómsúrskurði sem
viðurkennir andmælamál, og skal hún ekki fella niður framkvæmd fullnustu
veðkröfunnar, ef sá úrskurður sem áfrýjað er hefur hafnað andmælamálinu.
Ef dómsúrskurður sá sem er í áfrýjunarmeðferð er hliðhollur andmælamáli, getur sá
aðili sem leitar eftir fullnustu veðkröfu, krafizt þess að löghaldi sé viðhaldið, ásamt
þeim ráðstöfunum til tryggingar sem hafa verið gerðar og að gerðar séu þær ráðstafanir
sem eiga við í samræmi við það sem kveðið er á um í lagagrein 697 í þessum lögum.
Skal dómstóllinn gefa út lagafyrirmæli um þessi mál með dómsúrskurði að því
tilskyldu að sá aðili sem leitar eftir fullnustu veðkröfu leggi fram nægilega tryggingu,
sem skal vera fastákveðin í úsrkurðinum sjálfum, til þess að tryggja bætur sem
kröfuþolinn kann að eiga rétt á, í því tilfelli að úrskurður hliðhollur andmælamálinu sé
kveðinn upp“.
Deiluefni aðalmálsmeðferðar og spurningar varðandi forúrskurð
Samkvæmt þeirri dómsákvörðun sem vitnað er til, þá undirrituðu áfrýjendur í
aðalmálsmeðferðinni opinbert lögbókunarskjal þann 9. júní 2003, ásamt Banco Bilbao
Vizcaya Argentaria, varðandi veðlán að upphæðinni 300.500 evrur, sem var tryggt
með veði í íbúð þeirra.
Endurgreiðslu á umræddri upphæð skyldi lokið þann 30. júní 2028 og
niðurgreiðsla dreifast á 360 mánaðarlegar afborganir. Ef lántakendurnir uppfylltu ekki
greiðsluskyldu sína var Banco Bilbao Vizcaya Argentaria heimilt að krefjast fyrirfram
endurgreiðslu á láninu, sem hafði verið veitt áfrýjunaraðilum í aðalmálsmeðferðinni. Í
ákvæði 6 a í lánasamningnum voru dráttarvextir fastákveðnir 19% ársvextir, þar sem
aftur á móti opinber vaxtaprósenta skv. lögum á Spáni var 4% ársvextir á því tímabili
sem svaraði til aðalmálsmeðferðarinnar.
Sökum þess að áfrýjunaraðilar í aðalmálsmeðferðinni uppfylltu ekki skyldu sína
að greiða mánaðarlegar afborganir vegna endurgreiðslu á láninu, lagði Banco Bilbao
Vizcaya Argentaria fram kröfu gegn þeim þann 15. apríl 2011, þar sem farið var fram
á endurgreiðslu á öllu láninu í heild, ásamt almennum vöxtum og dráttarvöxtum, auk
nauðungarsölu á opinberu uppboði á hinni veðsettu íbúð.
Eftir að aðalmálsmeðferð hófst um fullnustu veðkröfu, lögðu áfrýjunarðilar í
aðalmálsmeðferðinni andmæli gegn henni, sem hafnað var af Dómstól á fyrsta
dómstigi nr. 3 í Castellón þann 19. júní 2013. Áfrýjunaraðilar í aðalmálsmeðferðinni
lögðu þá fram áfrýjunarbeiðni gegn ákvörðun þess dómstóls, sem eftir að hafa verið
metin dómtæk, var tekin til meðferðar og borin undir Héraðsdómstólinn í Castellón.
Dómstóll sá er málinu var vísað til útskýrir að enda þótt spænsk einkamálalöggjöf
leyfi að lögð sé fram beiðni um áfrýjun gegn dómsúrskurði, sem eftir að hafa
viðurkennt andmælamál sem sótt er af lántakanda og bindur enda á málsmeðferð
vegna fullnustu veðkröfu, þá leyfir slík réttarlöggjöf ekki á hinn bóginn að lántakandi,
sem hefur lagt fram andmæli sem hefur verið hafnað, leggi fram áfrýjunarbeiðni gegn
þeim dómsúrskurði á fyrsta dómstigi, sem hefur fyrirskipað að halda áfram að
framkvæma fullnustu veðkröfu.
Dómstóll sá er málinu var vísað til hefur efasemdir varðandi það hvort fyrrgreind
lagaregla landsins samrýmist markmiðinu um neytendavernd, sem lýst er yfir í
tilskipun 93/13, og jafnfram réttinum til skilvirks réttarúrræðis sem tryggt er í 47. gr.
Sáttmálans. Sami dómstóll nefnir einnig sérstaklega að það að veita lántakendum
heimild til að leggja fram beiðni um áfrýjun, geti reynzt hafa enn meiri úrslitaþýðingu,
ef haft er í huga að nokkrir af þeim samningsskilmálum um hið umdeilda veðlán í
aðalmálsmeðferðinni kunni að vera álitnir „óréttmætir“ í skilningi 3. gr., 1. mgr. í
tilskipun 93/13.
Við þessar kringumstæður ákvað Héraðsdómstóllinn í Castellón að fresta
réttarhöldunum og leggja eftirfarandi spurningar fyrir Dómstólinn tengdar forúrskurði:
Samrýmist það ekki gr. 7.1 tilskipun 93/13 [...], sem leggur þá skyldu á herðar
aðildarríkjum að tryggja, með hagsmuni neytenda að leiðarljósi, að til séu viðeigandi
og skilvirk úrræði til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun óréttmætra skilmála í
samningum, sem gerðir eru á milli seljenda eða veitenda þjónustu og neytenda,
réttarfarsreglu, sem eins og gr. 695.4 í LEC, hvað varðar réttinn til að leggja fram
áfrýjunarbeiðni gegn úrskurði sem viðurkennir niðurstöðu andmælamáls gegn
fullnustu veðkröfu vegna veðsettra eða veðbundinna eigna, leyfir einungis að lögð sé
fram áfrýjunarbeiðni gegn dómi sem staðfestir niðurfellingu málreksturs eða að beita
ekki óréttmætu ákvæði og útilokar áfrýjun í öðrum tilfellum og hefur þær beinu
afleiðingar í för með sér, að á meðan sá aðili sem leitar eftir fullnustu veðkröfu getur
lagt fram áfrýjunarbeiðni, þegar andmæli kröfuþola eru viðurkennd og ákveðið hefur
verið að ljúka réttarhöldunum eða hætt er við að beita óréttmætu ákvæði [,] getur
neytandi og kröfuþoli ekki lagt fram áfrýjunarbeiðni í því tilfelli að andmælum hans sé
hafnað?
Innan gildissviðs löggjafar Evrópusambandsins um neytendavernd sem fram kemur í
tilskipun 93/13 [...], er meginreglan um réttinn til skilvirks réttarúrræðis, sanngjarns
réttarhalds og jafnræði málsaðila fyrir dómi sem tryggt er í lagagrein 47 í
Sáttmálanum, samrýmanleg lagafyrirmælum ríkisins, eins og lagagrein 695.4 í LEC,
sem hvað varðar réttinn til að leggja fram áfrýjunarbeiðni gegn úrskurði sem
viðurkennir niðurstöðu andmælamáls gegn fullnustu veðkröfu vegna veðsettra eða
veðbundinna eigna, leyfir einungis að lögð sé fram áfrýjunarbeiðni gegn dómi sem
staðfestir niðurfellingu málreksturs eða að beita ekki óréttmætu ákvæði og útilokar
áfrýjun í öðrum tilfellum og hefur þær beinu afleiðingar í för með sér að á meðan sá
aðili sem leitar eftir fullnustu veðkröfu getur lagt fram áfrýjunarbeiðni, þegar andmæli
kröfuþola eru viðurkennd og ákveðið hefur verið að ljúka réttarhöldunum eða hætt er
við að beita óréttmætu ákvæði [,] getur kröfuþoli ekki áfrýjað í því tilfelli að
andmælum hans sé hafnað?“
Með tilliti til beiðni þess dómstóls sem málinu var vísað til, ákvað forseti
Dómstólsins að mál þetta skyldi hljóta flýtimeðferð í samræmi við það sem kveðið er á
um í gr. 23 a í stofnskrá Dómstóls Evrópusambandsins og í gr. 105, málsgr. 1, í
reglugerð um málsmeðferð fyrir Dómstólnum (úrskurður forseta dómstólsins Sánchez
Morcillo og Abril García C-169/14, EU:C:2014:1388).
Um spurningar varðandi forúrskurð
Með spurningum sínum tveimur varðandi forúrskurð, sem er við hæfi að skoða í
samhengi, biður dómstóll sá sem málinu var vísað til efnislega um að útskýrt sé hvort
beri að túlka lagagr. 7, mgr. 1, í tilskipun 93/13, í samhengi við lagagr. 47 í
Sáttmálanum, með þeim hætti að hann útiloki fyrirkomulag málsmeðferða varðandi
fullnustu veðkröfu, eins og því sem er deiluefni í aðalmálsmeðferðinni, sem staðfestir
að framkvæmd fullnustu veðkröfu sé ekki hægt að fresta af dómara sem kveður upp
viðurkenningardóm í því (héraðsdóm), dómara sem gæti í lokaúrskurði sínum í mesta
lagi ákvarðað skaðabætur til að bæta fyrir það tjón sem neytandinn hafi orðið fyrir, þar
sem hinn síðastnefndi, í stöðu sinni sem lántakandi og kröfuþoli, geti ekki lagt fram
beiðni um áfrýjun gegn úrskurði sem hafnar andmælamáli hans gegn fullnustu
veðkröfu, þar sem aftur á móti seljandinn eða veitandi þjónustu, lánardrottinninn sem
leitar fullnustunnar, getur lagt fram beiðni um áfrýjun gegn ákvörðun sem staðfestir
frestun fullnustunnar eða lýsir því yfir að óréttmætum skilmála skuli ekki beitt.
Í þessu tilliti ber fyrst að hafa í huga að samkvæmt margsamþykktum reglum
fordæmisréttar Dómstólsins, byggir það verndarfyrirkomulag sem kveðið er á um í
tilskipun 93/13 á þeirri hugmynd að neytandinn sé í veikari aðstöðu gagnvart
seljandanum eða veitanda þjónustu, bæði hvað varðar hæfni hans til samningagerðar
og þekkingarstig. (dómar vegna Barclays Bank, C-280/13, EU:C:2014:279, málsgr.
32, og Aziz, C-415/11, EU:C:2013:164, málsgr. 44).
Að teknu tilliti til þessarar aðstöðu vanmáttar, kveður lagagr. 6, málsgr.1 í fyrr-
nefndri tilskipun svo á að óréttmæt ákvæði séu ekki bindandi gagnvart neytandanum.
Um er að ræða tilskipunarákvæði sem hefur að markmiði að koma á skilvirku jafnvægi
sem geti endurstofnað jafnræði á milli aðilanna, í staðinn fyrir hið formlega jafnvægi
sem samningurinn grundvallar á milli réttinda og skyldna samningsaðila (dómur vegna
Banco Espanol de Crédito, C-618/10, EU:C:2012:349, málsgr. 40 og tilvitnaðar
lagareglur).
Í þessu samhengi hefur Dómstóllinn lýst því yfir við mörg tækifæri að dómstóll
viðkomandi ríkis eigi að meta það með opinberum tilmælum hvort samningsákvæði
sem fellur innan gildissviðs tilskipunar 93/13 teljist óréttmætt, og leiðrétta með þeim
hætti það ójafnvægi sem er til staðar á milli neytandans og seljandans eða veitanda
þjónustu, um leið og hann hefur tiltæk þau lagalegu og efnislegu málsgögn, sem
nauðsynleg eru í þeim tilgangi. (dómar vegna Aziz, EU:C:2013:164, málsgr. 46 og
Barclays Bank, EU:C:2014:279, málsgr. 34).
Málarekstur á þjóðlegum vettvangi vegna fullnustu dóms eins og málarekstur
vegna fullnustu veðkröfu, fellur undir þær lagakröfur sem leiðir af fyrrgreindum
fordæmisrétti Dómstólsins sem leitast við að tryggja skilvirka vernd neytenda .
Þannig hefur Dómstóllinn, í tengslum við slík málaferli, lýst því yfir að túlka beri
tilskipun 93/13 með þeim hætti að hún útiloki lagasetningu aðildarríkis sem leyfir ekki
að dómstóll sem hefur tekið til meðferðar kröfumál um greiðslu skuldar, rannsaki
opinberlega, í upphafi málsmeðferðar eða á einhverju öðru stigi hennar, jafnvel þótt
hann hafi fengið í hendur nauðsynleg lagaleg og efnisleg málsgögn til þess, hvort
ákvæði um dráttarvexti sem felst í samningi sem gerður er milli seljanda eða veitanda
þjónustu og neytanda, sé óréttmætt, þegar hinn síðastnefndi hefur ekki hreyft
andmælum við því (sjá dóm vegna Banco Espanol de Crédito, EU:C:2012:349, málsgr.
57).
Dómstóllinn lýsti því enn fremur yfir að túlka bæri tilvitnaða tilskipun á þann hátt
að hún útiloki lagasetningu aðildarríkis, sem jafnframt því sem hún kveður ekki á um
möguleika á, innan ramma málareksturs vegna fullnustu veðkröfu, að leggja fram
ástæður andmæla, sem grundvallast á óréttmæti samningsákvæðis, og sem rétturinn til
að leita fullnustunnar byggir á, leyfir ekki að dómstóll sá sem hefur annast
málsmeðferð vegna viðurkenningadóms, og hefur lögsögu til að meta hvort slíkur
skilmáli sé óréttmætur, bjóði fram réttarúrræði til bráðabirgða og þar á meðal frestun
málaferla vegna fullnustu veðkröfu, þegar veiting slíkra úrræða er nauðsynleg til að
tryggja fulla skilvirkni lokaákvörðunar hans (sjá dóm vegna Aziz, EU:C:2013:164,
málsgr. 64).
Fordæmisréttur Dómstólsins hefur einnig lýst því ótvírætt yfir að tilskipun 93/13
útiloki lagasetningu innan ríkis sem leyfir ekki dómstól þeim sem ábyrgur er fyrir
fullnustu dóms í tengslum við málsmeðferð vegna fullnustu veðkröfu, hvorki að
rannsaka opinberlega eða að kröfu neytandans, óréttmæti skilmála sem er að finna í
þeim samning sem skuldakrafan á rót sína að rekja til og sem myndar þann
réttargrundvöll sem fullnusta kröfunnar byggir á, né heldur að veita réttarúrræði til
bráðbirgða, og þá sérstaklega frestun fullnustu kröfunnar þegar veiting slíkra úrræða er
nauðsynleg til að tryggja fulla skilvirkni lokaákvörðunar dómstólsins sem hefur haft til
meðferðar viðkomandi málarekstur vegna viðurkenningardóms og sem er lögbær til að
meta hvort umræddur skilmáli sé óréttmætur eða ekki (dómur í Banco Popular Espanol
og Banco de Valencia, C-537/12 og C-l 16/13, EU:C:2013:759, málsgr. 60).
Í samræmi við ofangreindan fordæmisrétt og einkum og sérstaklega sem
viðbrögð við dómsuppkvaðningu í máli Aziz (EU:C2013:164), var með Lögum 1/2013
gerð breyting, meðal annarra lagaákvæða, á þeim lagagreinum LEC sem tengdust
málarekstri vegna fullnustu veðkröfu í veðsettum eða veðbundnum eignum, og bætt
inn í lagagrein 695, málsgr.l í þessum síðastnefndu lögum, möguleikanum á að
kröfuþoli beri fram andmæli gegn málaferlum varðandi framkvæmd fullnustu á
grundvelli óréttmæts samningsskilmála sem fullnusta veðkröfunnar var byggð á.
Sú lagabreyting dró fram nýtt ágreiningsefni, sem tengdist því sem leiddi til
dómsins í máli Aziz (EU:C:2013:164) og úrskurðarins vegna Banco Popular Espanol
og Banco de Valencia (EU:C:2013:759). Umrætt ágreiningsefni snýst um þá staðreynd
að viðkomandi þjóðarlöggjöf takmarkar möguleikann á því að leggja fram áfrýjunar-
beiðni gegn dómsákvörðun eingöngu í því tilfelli þegar dómstóll á fyrsta dómstigi
hefur viðurkennt andmæli sem byggja á óréttmæti samningsskilmála sem hefur verið
grundvöllur að fullnustu kröfu, og leitt þannig til mismununar í málsmeðferð á milli
seljanda eða veitanda þjónustu og neytanda í stöðu þeirra sem málsaðilar í málaferl-
unum. Í raun, að svo miklu leyti sem áfrýjun er einungis möguleg í því tilfelli þegar
andmæli eru álitin á rökum reist, þá getur seljandinn eða veitandi þjónustu lagt fram
áfrýjunarbeiðni gegn dómsákvörðun sem reynist honum í óhag á meðan neytandinn, í
því tilfelli að andmælamáli hans sé hafnað, hefur ekki þann rétt til áfrýjunar.
Í þessu tilliti er vert að minna á að, þar sem skortur er á samræmingu innanlands
á aðferðum við fullnustu veðkrafna, mynda þær reglur sem ákvarða þau tilefni til
áfrýjunar gegn úrskurðum sem kveðnir eru upp varðandi lögmæti samningsskilmála,
sem viðurkennd eru innan ramma málsmeðferðar um fullnustu veðkröfu, hluta af
innanríkislöggjöf sérhvers aðildarríkis í samræmi við meginregluna um sjálfstæða
réttarfarsskipan innan aðildarríkjanna. Engu að síður hefur Dómstóllinn lagt á það
áherzlu að reglur þær sem um ræðir skuli svara til þeirra tvöföldu krafna að þær séu
ekki óhagstæðari en þær sem gilda við svipaðar aðstæður innanlands (meginreglan um
jafngildi) og að þær geri ekki ómögulega í reynd eða óhóflega erfiða nýtingu þeirra
réttinda sem lagasetning Evrópusambandsins veitir neytendum (meginreglan um
skilvirkni) (sjá, í þessu sambandi, dóma vegna Mostaza Claro, C-168/05, EU:C:2006:
675, málsgr. 24; Asturcom Telecomunicaciones, C-40/08, EU:C:2009:615, málsgr. 38;
Aziz EU:C:2013:164, málsgr. 50 og Barclays Bank, EU:C:2014:279, málsgr. 37).
Að því er varðar annars vegar meginregluna um jafngildi, skal það tekið fram að
Dómstóllinn hefur ekki með höndum neinar upplýsingar sem kynnu að vekja upp
efasemdir varðandi samræmi þeirrar lagareglu ríkisins sem um er deilt í aðalmálsmeð-
ferðinni, við þá meginreglu.
Reyndar er ljóst, sérstaklega í ákvæðum lagagreinar 695, málsgr. 1 og 4 í LEC, að
spænskt réttarkerfi gerir ekki ráð fyrir að neytandi geti lagt fram áfrýjunarbeiðni gegn
úrskurði sem hafnar andmælum hans gegn fullnustu dómkröfu, ekki aðeins þegar
umrædd andmæli eru, samkvæmt lagagrein 6 í tilskipun 93/13, byggð á óréttmæti
skilmála, sem er að finna í samningi sem gerður hefur verið á milli seljanda eða
veitanda þjónustu og neytanda, en ekki heldur þegar þau grundvallast á broti gegn
lagareglum ríkisins um opinbera stjórnarstefnu, sem kemur eigi að síður í hlut
ríkisdómstólsins að sanna (sjá, í þessu sambandi, dóma vegna Aziz, EU:C:2013:164,
málsgr. 52).
Hvað varðar á hinn bóginn meginregluna um skilvirkni, þá hefur Dómstóllinn
áður lýst því yfir að í sérhverju tilfelli þegar sú spurning kemur upp hvort réttarfars-
ákvæði ríkis geri ómögulega eða fram úr hófi erfiða beitingu laga Evrópusambandsins,
verði að skilgreina það með hliðsjón af því hlutverki sem umrætt ákvæði gegnir í
málsmeðferðinni, framvindu hennar og sérkennum í heild sinni frammi fyrir hinum
ýmsu stofnunum ríkisins. Í því samhengi er nauðsynlegt að taka til greina, þar sem það
á við, þær meginreglur sem liggja til grundvallar lagakerfi ríkisins, eins og verndun
varnarréttarins, meginreglan um dómsöryggi og viðeigandi málsmeðferð í
réttarhöldum. (sjá, í þessu sambandi, dóma vegna Asociación de Consumidores
Independientes de Castilla y León, C-413/12, EU:C:2013:800, málsgr. 34, og
Pohotovost', C-470/12, EU:C:2014:101, málsgr. 51 og tilvitnaðan fordæmisrétt).
Þannig felur skylda aðildarríkjanna að tryggja áhrifagildi þeirra réttinda sem
tilskipun 93/13 veitir málsaðilum gagnvart beitingu óréttmætra skilmála, í sér kröfu
um réttarfarslega vernd, sem jafnframt er tryggð í lagagrein 47 í Sáttmálanum, og sem
er bindandi fyrir ríkisdómstólinn (sjá, í þessu sambandi, dóm vegn Banif Plus Bank, C-
472/11, EU:C:2013:88, málsgr. 29). Þessi réttarfarslega vernd verður að vera tryggð,
bæði hvað varðar útnefningu lögbærra dómstóla, með lögsögu til að taka til meðferðar
og ákvarða málsóknir sem byggja á löggjöf Evrópusambandsins, sem og skilgreiningu
á þeim réttarfarsreglum sem skulu gilda í slíkum málsóknum (sjá, í þessu sambandi,
dóm vegna Alassini og aðra, C-317/08 til C-320/08, EU:C:2010:146, málsgr. 49).
Í því sambandi skal minnt á að samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins krefst
meginreglan um skilvirka réttarfarslega vernd þess ekki að til séu tvö dómstig, heldur
að nægilegt sé að tryggja aðgang að einum dómstól (sjá, í þessu sambandi, dóm vegna
Samba Diouf, C-69/10, EU:C:2011:524, málsgr. 69). Þar af leiðandi er sú staðreynd að
neytandinn í stöðu sinni sem lántaki og kröfuþoli sem málaferli eru höfðuð gegn vegna
fullnustu veðkröfu, hafi til umráða aðeins eitt dómstig til að verja þau réttindi sem
tilskipun 93/13 hefur tryggt honum, ekki í sjálfu sér í andstöðu við löggjöf Evrópusam-
bandsins.
Engu að síður, að teknu tilliti til þess hlutverks sem lagagrein 695, málsgr. 1 og
4, í LEC gegnir innan samhengis málsmeðferðar í heild, er óhjákvæmilegt annað en að
komast að eftirfarandi niðurstöðum:
Í fyrsta lagi skal á það bent að ljóst er af málsskjölum fordæmisréttar sem lögð
hafa verið fyrir Dómstólinn, að í samræmi við spænskar réttarfarsreglur, getur það
komið fyrir að málaferli vegna fullnustu veðkröfu, sem beinast að fasteign sem
uppfyllir frumþörf neytanda, nefnilega ráðstöfun hans vegna búsetu, séu hafin af hálfu
seljanda eða veitanda þjónustu á grundvelli lögbókunarskjals sem felur í sér vald til
framkvæmdar á fullnustu kröfu, án þess jafnvel að innihald umrædds skjals hafi
undirgengizt rannsókn dómstóls sem miðar að því að ákvarða hvort hugsanlega einn
eða fleiri af þeim skilmálum sem það inniheldur sé óréttmætur. Slík réttindi sem veitt
hafa verið seljanda eða veitanda þjónustu gera það enn nauðsynlegra að neytandinn í
stöðu sinni sem lántakandi og kröfuþoli geti nýtt sér skilvirka vernd dómstóls.
Hvað varðar það eftirlit sem dómstóllinn, sem stendur að fullnustu dómkröf-
unnar, framkvæmir í þessu tilliti, þá skal á það bent annars vegar að samkvæmt því
sem ríkisstjórn Spánar staðfesti við réttarhöldin, og þrátt fyrir þær lagabreytingar á
LEC sem voru gerðar með Lögum 1/2013, sem afleiðing af uppkvaðningu dómsins
vegna Aziz (EU:C:2013:164), þá leggur lagagrein 552, málsgr. 1 í LEC ekki þá skyldu
á herðar umrædds dómstóls að rannsaka opinberlega hvort þeir samningsskilmálar sem
dómkrafan byggðist á hafi hugsanlega verið óréttmætir, heldur veitir honum einungis
geðþóttavald til að framkvæma slíka rannsókn.
Á hinn bóginn, í krafti lagagreinar 695, málsgr. 1 í LEC, í breyttri útgáfu
hennar með Lögum 1/2013, getur kröfuþoli sem málaferli hafa verið höfðuð gegn
vegna fullnustu veðkröfu, lagt fram andmæli gegn framkvæmd hennar, þegar hún er
aðallega byggð á óréttmæti samningsskilmála sem er grundvöllurinn að framkvæmd
fullnustunnar eða hefur leitt til ákvörðunar um upphæð kröfunnar.
Í þessu tillliti skal engu að síður lögð á það áherzla, að í samræmi við
lagagrein 552, málsgr.l, í LEC, er álitsgerð dómara vegna andmæla sem byggja á
óréttmæti samningsákvæðis háð ákveðnum tímaskilyrðum, eins og þeirri skyldu að
veita málsaðilum réttaráheyrn innan 15 daga og þeirri að birta niðurstöðu dómsins
innan 5 daga.
Enn fremur er ljóst af þeim skjalagögnum sem lögð hafa verið fram fyrir
Dómstólinn að spænskt réttarkerfi, að því er varðar framkvæmd á fullnustu veðkröfu,
einkennist af þeirri staðreynd, að allt frá þeirri stundu er málsmeðferð vegna fullnustu
kröfu hefur hafizt, skal hvers konar önnur málsókn sem neytandinn kann að hefja, þar
með talin sú sem hefur að markmiði að bera brigður á bæði gildi lánsskjals sem og
fullnustuhæfi þess, áreiðanleika, riftun eða upphæð skuldar, hljóta meðferð í öðrum
réttarhöldum, þar sem hann mun hlíta sjálfstæðum dómsúrskurði, án þess að hvorki hin
fyrrnefnda né hin síðarnefnda geti haft áhrif til frestunar né til að binda endi á
yfirstandandi málsmeðferð vegna fullnustu kröfunnar, nema í því frávikstilfelli að
neytandinn hafi lagt inn bráðabirgðaumsókn með kröfu um ógildingu á veðsetningunni
áður en spássíugrein var gerð varðandi útgáfu veðbókarvottorðs (sjá, í þessu sambandi,
dóm vegna Aziz, EU:C:2013:164, málsgr. 55 til 59).
Með hliðsjón af ofangreindum sérkennum og í því tilfelli að andmælum, sem
neytandi hefur lagt fram gegn framkvæmd fullnustu veðkröfu í fasteign í eigu hans sé
hafnað, stofnar spænskt réttarkerfi, skoðað í heild sinni, og með þeim hætti sem það er
notað í aðalmálsmeðferðinni, neytandanum og fjölskyldu hans einnig, eins og tilfellið
var í aðalmálsmeðferðinni, í þá hættu að missa búsetustað sinn í kjölfar nauðungarsölu
á honum, þegar dómstóllinn sem hefur haft með höndum framkvæmd fullnustunnar
kann fyrir sitt leyti að hafa látið fara fram í mesta lagi yfirborðskennda rannsókn á
gildi samningsskilmála, sem seljandinn eða veitandi þjónustu grundvallaði kröfu sína
á. Sú vernd sem neytandinn, í stöðu sinni sem lántakandi og kröfuþoli, gæti mögulega
hafa hlotið eftir aðgreinda dómsrannsókn, sem framkvæmd hefði verið innan ramma
óháðs viðurkenningardóms, samhliða málarekstrinum vegna fullnustu dómkröfu, getur
ekki dregið úr áðurnefndri hættu, þar eð, enda þótt gert sé ráð fyrir því að jafnvel slík
rannsókn afhjúpi tilvist óréttmætts samningsákvæðis, þá hlýtur neytandinn ekki bætur
sem endurspegla að fullu tjón hans, og sem mundu koma honum í sömu stöðu og hann
var í áður en fyrirskipun var gefi n um að hefja framkvæmd fullnustu kröfunnar í hinni
veðsettu fasteign, heldur mundi hann einungis og í bezta falli fá skaðabætur sem
mundu bæta honum slíkt tjón. Gott og vel, þessar bætur sem kynnu að verða veittar
neytandanum eru eðli sínu aðeins til að bæta upp og koma í staðinn fyrir þann skaða
sem hann hefur orðið fyrir, en þær veita honum aðeins ófullkomna og ófullnægjandi
vernd. Þær eru ekki viðeigandi eða skilvirk leið, samkvæmt skilningi lagagreinar 7,
málsgr. 1, í tilskipun 93/13, til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun skilmála, sem
er álitinn vera óréttmætur, í upprunalegu stofnskjali veðtryggingar vegna fasteignar
sem var grundvöllur að málarekstri vegna fullnustu veðkröfu í umræddri fasteign (sjá,
í því sambandi, dóm vegna Aziz, EU:C:2013:164, málsgr. 60).
Í öðru lagi, ef haft er í huga einu sinni enn það hlutverk sem lagagrein 695,
málsgr. 4, í LEC, skipar í almennu fyrirkomulagi málareksturs vegna fullnustu
veðkrafna í spænskri löggjöf, er nauðsynlegt að gefa því gaum að hún viðurkennir
seljanda eða veitanda þjónustu sem lánardrottinn sem leitar fullnustu kröfu, réttinn til
að leggja fram beiðni um áfrýjun gegn úrskurði sem fyrirskipar frestun fullnustu eða
lýsir því yfir að ekki skuli beita óréttmætum skilmála, en leyfir hins vegar ekki að
neytandinn leggi fram áfrýjunarbeiðni gegn úrskurði sem hafnar andmælum gegn
fullnustu kröfu.
Það er þess vegna ljóst að málsmeðferð frammi fyrir ríkisdómstól vegna
andmæla gegn fullnustu veðkröfu, sem kveðið er á um í lagagrein 695 í LEC, setur
neytandann sem lántakanda og kröfuþola, í veikari aðstöðu í samanburði við
seljandann eða veitanda þjónustu, í stöðu sinni sem lánardrottinn sem leitar fullnustu
veðkröfu, að því er varðar lagalega verndun réttinda sem hann getur kallað eftir, í krafti
tilskipunar 93/13, gagnvart notkun óréttmætra skilmála.
Við þessar aðstæður verður að lýsa því yfir að það réttarfarskerfi sem er
deiluefni í aðalmálsmeðferðinni teflir því í tvísýnu að markmiði því sem stefnt er að í
tilskipun 93/13 verði náð. Reyndar gerir þetta ójafnvægi hvað varðar þann málsóknar-
rétt sem stendur annars vegar neytandanum til boða og hins vegar seljandanum eða
veitanda þjónustu ekki annað en að auka á það ójafnvægi sem er til staðar á milli
samningsaðilanna, eins og nú þegar hefur verið lögð áherzla á í málsgrein 22 í þessum
dómi, og sem endurspeglast jafnframt innan ramma áfrýjunar einstaklings sem snertir
neytanda og seljanda eða veitanda þjónustu í stöðu hans sem annar samningsaðili (sjá,
í þessu sambandi og sem hliðstæðu, dóm vegna Asociación de Consumidores
Independientes de Castilla y León, EU:C:2013:800, efnisgrein 50).
Enn fremur skal því lýst yfir að slíkt réttarfarskerfi reynist andsnúið
fordæmisrétti Dómstólsins, en samkvæmt honum eru ákveðin einkenni málareksturs
fyrir dómstólum, sem eiga sér stað á milli seljenda eða veitenda þjónustu og neytenda
innan ramma ríkislöggjafar, ekki þættir sem geta haft áhrif á þá lagalega vernd sem
hinir síðastnefndu eiga að njóta í krafti ákvæða tilskipunar 93/13 (sjá, í þessu
sambandi, dóm vegna Aziz, EU:C:2013:164, efnisgrein 62).
Jafnframt er staðfest að í spænskum lögum, þegar neytandi og seljandi eða
veitandi þjónustu eiga aðild að málarekstri vegna fullnustu veðkröfu, þá reynist
framvinda málsmeðferðar vegna andmæla gegn fullnustu veðkröfu frammi fyrir
ríkisdómstólnum, eins og kveðið er á um í lagagrein 695 í LEC, vera í andstöðu við
meginregluna um jafnræði málsaðila fyrir dómi eða jafnrétti fyrir dómstólum. Þessi
meginregla er engu að síður óaðskiljanlegur hluti af meginreglunni um skilvirka
réttarvernd þeirra réttinda sem löggjöf Evrópusambandsins veitir málsaðilum, eins og
þeirri sem tryggð er í lagagrein 47 í sáttmálanum (sjá, í þessu sambandi, dóma vegna
Otis og aðra, C-199/11, EU:C:2012:684, efnisgrein 48, og Banif Plus Bank,
EU:C:2013:88, efnisgrein 29).
Raunar er það þannig samkvæmt endurteknum fordæmisúrskurðum
Dómstólsins að meginreglan um jafnræði málsaðila fyrir dómi, ásamt
andmælaréttinum sérstaklega, er ekki annað en eðlileg fylgiregla sjálfs hugtaksins
réttlát málsmeðferð, sem felur í sér þá skyldu að veita hvorum málsaðila fyrir sig
viðunandi tækifæri til að leggja fram kröfur sínar með þeim hætti að það setji hann
ekki í aðstöðu sem er augljóslega óhagstæðari í samanburði við gagnaðilann (dómur
vegna Suede og aðrir/API og Comisión C/514/07 P, C-528/07 P og C-532/07 P,
EU:C:2010:541, efnisgrein 88).
Við slíkar aðstæður er rétt að lýsa því yfir að málarekstur á þjóðlegum
vettvangi vegna fullnustu veðkröfu, eins og sá sem er deiluefni í aðalmálsmeðferðinni,
er til þess fallinn að draga úr skilvirkni þeirrar neytendaverndar sem kveðið er á um í
tilskipun 93/13, og túlkuð er í samhengi við lagagrein 47 í Sáttmálanum, að því leyti
að umrætt fyrirkomulag réttarmeðferðar eykur á ójafnræði málsaðila fyrir dómi, á milli
seljenda, í stöðu sinni sem lánardrottnar sem leita fullnustu veðkröfu, annars vegar, og
neytenda, í stöðu sinni sem lántakendur og kröfuþolar, hins vegar, við framkvæmd
málsmeðferðar vegna dómkrafna sem byggja á réttindum sem tilskipun 93/13 veitir
neytendum, ekki síst vegna þess að reglur dómstóla um málsmeðferð vegna slíkra
krafna eru ófullkomnar og ófullnægjandi til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi
notkun óréttmæts skilmála sem felst í upphaflegu stofnskjali veðs sem liggur til
grundvallar því að seljandi eða veitandi þjónustu leitar fullnustu kröfu í fasteign sem er
trygging fyrir henni.
Í ljósi fyrrnefndra hugleiðinga og sem svar við þeim spurningum sem
lagðar voru fyrir Dómstólinn, þá ber að túlka lagagr. 7, efnisgrein 1, í tilskipun 93/13,
í samhengi við lagagr. 47 í Sáttmálanum, með þeim hætti að hann útiloki fyrirkomulag
málsmeðferða varðandi fullnustu veðkröfu, eins og það sem er deiluefni í aðalmáls-
meðferðinni, sem staðfestir að framkvæmd fullnustu veðkröfu sé ekki hægt að fresta
af dómara sem kveður upp viðurkenningardóm í því (héraðsdóm), dómara sem gæti í
lokaúrskurði sínum í mesta lagi ákvarðað skaðabætur til að bæta fyrir það tjón sem
neytandinn hafi orðið fyrir, þar sem hinn síðastnefndi, í stöðu sinni sem lántakandi og
kröfuþoli, geti ekki lagt fram beiðni um áfrýjun gegn úrskurði sem hafnar
andmælamáli hans gegn fullnustu veðkröfu, þar sem aftur á móti seljandinn eða
veitandi þjónustu, lánardrottinninn sem leitar fullnustunnar, geti lagt fram beiðni um
áfrýjun gegn ákvörðun sem staðfesti frestun fullnustunnar eða lýsi því yfir að
óréttmætum skilmála skuli ekki beitt.
Málskostnaður
Þar sem þessi málarekstur er, fyrir þá aðila sem eiga hlut að aðalmálsmeðferðinni,
skref í því máli sem bíður úrskurðar ríkisdómstólsins, kemur það í hlut hins
síðarnefnda að ákvarða málskostnað. Sá kostnaður sem þeir stofna til sem leggja
athugasemdir fyrir Dómstólinn og eru ekki aðilar að aðalmálsmeðferðinni, er ekki
endurgreiðanlegur.
Í ljósi alls framangreinds, kveður Dómstóllinn (fyrsta deild) hér með upp þennan
úrskurð:
Lagagrein 7, efnisgrein 1, í tilskipun Evrópuráðsins 93/13/EBE frá 5. apríl 1993,
varðandi óréttmæt ákvæði í neytendasamningum, í samhengi við lagagrein 47 í
Sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi ber að túlka á þann hátt að
hún útiloki fyrirkomulag málsmeðferða varðandi fullnustu dómkrafna, eins og
það sem deilan stendur um í aðalmálsmeðferðinni, sem staðfestir að framkvæmd
fullnustu veðkröfu sé ekki hægt að fresta af dómara sem kveður upp
viðurkenningardóm í því (héraðsdóm), dómara sem gæti í lokaúrskurði sínum í
mesta lagi ákvarðað skaðabætur til að bæta fyrir það tjón sem neytandinn hafi
orðið fyrir, þar sem hinn síðastnefndi, í stöðu sinni sem lántakandi og kröfuþoli,
geti ekki lagt fram beiðni um áfrýjun gegn úrskurði sem hafnar andmælamáli
hans gegn fullnustu veðkröfu, þar sem aftur á móti seljandinn eða veitandi
þjónustu, lánardrottinninn sem leitar fullnustunnar, geti lagt fram beiðni um
áfrýjun gegn ákvörðun sem staðfesti frestun fullnustunnar eða lýsi því yfir að
óréttmætum skilmála skuli ekki beitt.
Undirritanir
J UDGMENT OF THE COURT (First Chamber)
17 J uly 2014 (*)
(Reference for a preliminary ruling — Directive 93/13/EEC — Article 7 — Charter of Fundamental
Rights of the European Union — Article 47 — Consumer contracts — Mortgage loan agreement —
Unfair terms — Mortgage enforcement proceedings — Right to an appeal)
In Case C‑169/14,
REQUEST for a preliminary ruling under Article 267 TFEU from the Audiencia Provincial de Castellón
(Spain), made by decision of 2 April 2014, received at the Court on 7 April 2014, in the proceedings
Juan Carlos Sánchez Morcillo
María del Carmen Abril García
v
Banco Bilbao Vizcaya Argentaria, SA,
THE COURT (First Chamber),
composed of A. Tizzano, President of the Chamber, E. Levits (Rapporteur), M. Berger, S. Rodin and
F. Biltgen, J udges,
Advocate General: N. Wahl,
Registrar: M. Ferreira, Principal Administrator,
having regard to the written procedure and further to the hearing on 30 J une 2014,
after considering the observations submitted on behalf of:
– J uan Carlos Sànchez Morcillo and Maria del Carmen García, by P. Medina Aina, procurador de
los tribunales, and P.-J . Bastia Vidal, abogado,
– Banco Bilbao Vizcaya Argentaria SA, by B. García Gómez and J . M. Rodriguez Cárcamo,
abogados,
– the Spanish Government, by S. Centeno Huerta and A. Rubio González, acting as Agents,
– the European Commission, by M. Owsiany-Hornung and E. Gippini Fournier and M. van Beek,
acting as Agents,
after hearing the Advocate General,
gives the following
Judgment
1 This request for a preliminary ruling concerns the interpretation of Article 7 of Council Directive
93/13/EEC of 5 April 1993 on unfair terms in consumer contracts (OJ 1993 L 95, p. 29) and Article 47
of the Charter of Fundamental Rights of the European Union (‘the Charter’).
2 The request has been made in proceedings between Mr Sánchez Morcillo and Ms Abril García, the
applicants in the main proceedings, and Banco Bilbao Vizcaya Argentaria SA (‘Banca Bilbao’)
concerning their objection to the enforcement of a mortgage against their home.
Legal context
EU law
3 The ninth recital in the preamble to Directive 93/13 states:
‘… [A]cquirers of goods and services should be protected against the abuse of power by the seller or
supplier …’
4 Article 1(1) of the directive is worded as follows:
‘The purpose of this irective is to approximate the laws, regulations and administrative provisions of
the Member States relating to unfair terms in contracts concluded between a seller or supplier and a
consumer.’
5 Article 3 of the directive provides:
‘1. A contractual term which has not been individually negotiated shall be regarded as unfair if,
contrary to the requirement of good faith, it causes a significant imbalance in the parties’ rights and
obligations arising under the contract, to the detriment of the consumer.
2. A term shall always be regarded as not individually negotiated where it has been drafted in
advance and the consumer has therefore not been able to influence the substance of the term,
particularly in the context of a pre-formulated standard contract.

3. The Annex shall contain an indicative and non-exhaustive list of the terms which may be
regarded as unfair.’
6 In accordance with Article 7(1) of the directive:
‘Member States shall ensure that, in the interests of consumers and of competitors, adequate and
effective means exist to prevent the continued use of unfair terms in contracts concluded with
consumers by sellers or suppliers.’
7 The annex to Directive 93/13 lists the terms referred to in Article 3(3) thereof. It includes, in particular,
the following terms:
‘1. Terms which have the object or effect of:
...
(q) excluding or hindering the consumer's right to take legal action or exercise any other legal
remedy, particularly by requiring the consumer to take disputes exclusively to arbitration not
covered by legal provisions, unduly restricting the evidence available to him or imposing on him
a burden of proof which, according to the applicable law, should lie with another party to the
contract.
…’
Spanish law
8 Chapter III of Law 1/2013, of 14 March 2013, laying down measures to strengthen the protection of
mortgage debtors, debt restructuring and social rents (Ley de medidas para reforzar la protección a
los deudores hipotecarios, reestructuración de deuda y alquiler social) of 14 May 2013 (BOE No 116,
of 15 May 2013, p. 36373, ‘Law 1/2013’) amended the Code on Civil Procedure (Ley de
enjuiciamiento civil) of 7 J anuary 2000 (BOE No 7, of 8 J anuary 2000, p. 575), which was itself
amended by Decree Law 7/2013, introducing urgent fiscal and budgetary measures and promoting
research, development and innovation (decreto-ley 7/2013 de medidas urgentes de naturaleza
tributaria, presupuestarias y de fomento de la investigación, el desarrollo y la innovación) of 28 J une
2013 (BOE No 155, of 29 J une 2013, p. 48767, the ‘LEC’).
9 Article 695 of the LEC, regarding the procedure for opposing the enforcement of the mortgage
agreement, provides as follows:
‘Opposition to enforcement
1. In proceedings under this chapter, an objection to enforcement by the party against whom
enforcement is sought may be admitted only if it is based on the following grounds:
(1) Extinction of the security or the secured obligation, …
(2) An error in determining the amount due, …
(3) In the case of enforcement against movable property mortgaged or property subject to a
non-possessory pledge, the existence of another pledge, movable-property or immovable-
property mortgage on, or seizure of, that property registered before the charge giving rise to
the procedure, which must be proved by means of the corresponding certificate from the
Registry.
(4) The unfairness of a contractual term constituting the grounds for enforcement or that has
determined the amount due.
2. If an objection is lodged under the previous paragraph, the J udicial Officer shall suspend
enforcement and shall summon the parties to appear before the court that issued the general
enforcement order, no earlier than 15 days after the issue of the summons; at the hearing the court
shall hear the parties, admit the documents presented and within two days adopt, by way of order,
such decision as it thinks fit.
3. An order upholding the objection to enforcement on grounds 1 and 3 of paragraph 1 of the present
article shall stay enforcement; an order upholding the objection to the enforcement on ground 2 shall
determine the sum in respect of which enforcement is to continue.
If ground 4 of paragraph 1 of the present article is upheld, enforcement shall be discontinued where it
is based on the contractual term. In other cases, enforcement shall be continued without the
application of the unfair term.
4. An appeal may lie against the order discontinuing enforcement or disapplying an unfair term.
Save in those circumstances, no appeal shall lie against orders adjudicating upon the objection to
enforcement referred to in the present article and the effects of those orders shall be confined
exclusively to the enforcement proceedings in which they are made.’
10 Article 552 of the LEC, which relates to the availability of an appeal if the court refuses to make an
enforcement order, provides:
‘1. If the court considers that the rules and requirements laid down by law for issuing an enforcement
order have not been observed, it shall make an order refusing enforcement.
If the court finds that any of the terms that appear in one of the enforceable instruments referred to in
Article 557(1) may be considered to be unfair, it shall hear the parties within 15 days. After hearing the
parties, it shall give a ruling within 5 working days, in accordance with the provisions of
Article 561(1)(3).
2. An appeal may lie directly against an order refusing enforcement; only the creditor shall take part in
this procedure. The creditor may also, if it chooses, apply for review by the same jurisdiction before
bringing the appeal.
3. Once the order refusing enforcement has become final, the creditor may assert its rights only in the
relevant ordinary procedure, if this is not precluded by the principle of res judicata of the judgment or
the final decision on which the request for enforcement was based.’
11 According to Article 557 of the LEC, relating to the procedure for objecting to enforcement based on
instruments that are neither judicial nor arbitral:
‘1. When enforcement is ordered on the basis of instruments referred to in Article 517(2)(4), (5), (6)
and (7) and of other enforceable documents referred to in Article 517(2)(9), the party against whom
enforcement is sought may lodge an objection, within the period and in the form provided for in the
preceding article, only if he relies on one of the following grounds:

7° the instrument contains unfair terms.
2. If an objection referred to in the previous paragraph is made, the J udicial Officer shall suspend the
enforcement by a measure of organisation of the procedure.’
12 Article 561(1) of the LEC concerns orders ruling on the objection on substantive grounds and is
worded as follows:
‘1. After hearing the parties on an objection to enforcement not based on procedural defects and
after any hearing that may be held, the court shall adopt, by order, for the purposes of enforcement
only, one of the following decisions:
(1) to order the enforcement to proceed in respect of the amount ordered, if the objection is
rejected in its entirety. If the objection was based on an excessive claim and was dismissed in part,
enforcement shall be ordered only for the corresponding sum.
An order dismissing the objection in its entirety shall also order the defendant to the enforcement to
pay the costs thereof, pursuant to the provisions of Article 394 as regards orders for costs at first
instance.
(2) to declare that the enforcement shall not proceed if one of the grounds of objection set out in
Articles 556 and 557 is upheld or if the objection that the claim is excessive is upheld in accordance
with Article 558 and held to be well founded in its entirety.
(3) if one or more clauses are held to be unfair, the order to be made shall determine the
consequences of such unfairness, directing either that enforcement is unavailable or ordering
enforcement without application of the clauses considered unfair.
2. If the objection to enforcement is upheld, the enforcement shall be deprived of effect and the
attachments and the measures adopted to secure the charge shall be lifted, and the defendant to the
enforcement shall be restored to his situation before the enforcement order, in accordance with the
provisions of Articles 533 and 534. The party seeking enforcement shall be ordered to pay the costs
of the objection.
3. The order giving a ruling on the objection may be subject to an appeal, which shall not suspend
enforcement if the decision under appeal rejected the objection.
If the decision under appeal upheld the objection, the party seeking enforcement may request the
maintenance of the attachments and measures adopted as security and the adoption of measures
pursuant to Article 697 of the present law. The court shall rule on these matters by way of order,
provided that the party seeking enforcement provides sufficient security, fixed in the decision itself, to
guarantee the compensation to which the defendant to the enforcement would be entitled if the
decision in favour of the defendant were upheld.’
The dispute in the main proceedings and the questions referred for a preliminary ruling
13 According to the order for reference, on 9 J une 2003 the applicants in the main proceedings signed a
notarial act with Banco Bilbao for the loan of EUR 300 500 secured by a mortgage on their property.
14 The repayment of that sum was due by 30 J une 2028 spread over 360 monthly payments. If the
debtors failed to meet their payment obligations, Banca Bilbao was authorised to claim the
accelerated repayment of the loan granted to the debtors. Under clause 6 bis of the loan agreement,
default interest was to be charged at 19% per annum, the statutory interest rate in Spain being, at the
material time, 4% per annum.
15 Owing to failure by the applicants in the main proceedings to meet their obligation to make monthly
repayments of the loan, on 15 April 2011 Banco Bilbao demanded payment of the entire loan together
with ordinary interest and default interest and the enforced sale of the property mortgaged in its
favour.
16 Following the bringing of enforcement proceedings, the applicants in the main proceedings lodged an
objection thereto, which was rejected by a decision dated 19 J une 2013 of the J uzgado de Primera
Instancia No 3 de Castellón (Court of First Instance No 3, Castellón). The applicants in the main
proceedings then brought an appeal against that decision which, being declared admissible, was sent
before the Audiencia Provincial de Castellón (Provincial Court, Castellón).
17 The referring court explains that while Spanish civil procedure allows an appeal to be brought against
a decision which, upholding the objection raised by a debtor, terminates the enforcement proceedings,
it does not, by contrast, allow the debtor whose objection has been dismissed to bring an appeal
against the judgment at first instance ordering the enforcement procedure to be carried out.
18 The referring court entertains doubts as to whether this national legislation is compatible with the
objective of consumer protection pursued by Directive 93/13 or with the right to an effective remedy
guaranteed by Article 47 of the Charter. That court specifies that the availability of an appeal to
debtors could prove even more critical given that certain clauses in the loan agreement at issue could
be considered to be ‘unfair’, within the meaning of Article 3(1) of Directive 93/13.
19 In those circumstances, the Audiencia Provincial de Castellón decided to stay the proceedings and
refer the following questions to the Court of J ustice for a preliminary ruling:
‘(1) Is it incompatible with Article 7(1) of Directive 93/13, which imposes on Member States the
obligation to ensure that, in the interests of consumers, adequate and effective means exist to
prevent the continued use of unfair terms in contracts concluded with consumers by sellers or
suppliers, for a procedural rule, such as that laid down in Article 695(4) [of the LEC], which, as
regards the right to an appeal against a decision determining the outcome of an objection to
enforcement proceedings in relation to mortgaged or pledged assets, to permit an appeal to be
brought only against an order discontinuing the proceedings or disapplying an unfair clause and
to exclude an appeal in other cases, the immediate consequence of which is that whilst the party
seeking enforcement may appeal when an objection to enforcement is upheld and the
proceedings are brought to an end or an unfair term is disapplied, the consumer party against
whom enforcement is sought may not appeal if his objection is dismissed?
(2) Within the ambit of EU legislation on consumer protection in Directive 93/13, does the principle
of the right to an effective remedy, to a fair trial and to equality of arms, guaranteed by
Article 47 of the Charter, preclude a provision of national law, such as that laid down in
Article 695(4) [of the LEC], which, concerning the right of appeal against a decision ruling on an
objection to enforcement against mortgaged or pledged assets, allows an appeal to be brought
only against an order discontinuing the proceedings or disapplying an unfair term but excludes
appeals in other cases, the direct result of which is that whilst the party seeking enforcement
may appeal when an objection to enforcement is upheld and the proceedings brought to an end
or an unfair term is disapplied, the party against whom the enforcement is sought may not bring
an appeal if his objection is dismissed?’
20 Acceding to the request of the referring court, the President of the Court decided that this case
should follow an accelerated procedure, under Article 23a of the Statute of the Court of J ustice of the
European Union and Article 105(1) of the Rules of Procedure of the Court (order in Sánchez Morcillo
and Abril García, C‑169/14, EU:C:2014:1388).
Consideration of the questions referred
21 By its two questions, which it is appropriate to consider together, the referring court asks, in essence,
whether Article 7(1) of Directive 93/13, read in combination with Article 47 of the Charter, must be
interpreted as precluding a system of enforcement, such as that at issue in the main proceedings,
which provides that mortgage enforcement proceedings may not be stayed by the first instance court,
which, in its final decision, may at most award compensation in respect of the damage suffered by the
consumer, in so far as the latter, the debtor against whom mortgage enforcement proceedings are
brought, may not appeal against a decision dismissing his objection to that enforcement, whereas the
seller or supplier, the creditor seeking enforcement, may bring an appeal against a decision
terminating the proceedings or declaring an unfair term inapplicable.
22 In this regard, it should be observed, first, that according to the Court’s settled case-law, the system
of protection introduced by the directive is based on the idea that the consumer is in a weak position
vis-à-vis the seller or supplier, as regards both his bargaining power and his level of knowledge
(judgments in Barclays Bank, C‑280/13, EU:C:2014:279, paragraph 32, and Aziz, C‑415/11,
EU:C:2013:164, paragraph 44).
23 As regards that weaker position, Article 6(1) of the directive provides that unfair terms are not binding
on the consumer. That is a mandatory provision which aims to replace the formal balance which the
contract establishes between the rights and obligations of the parties with an effective balance which
re-establishes equality between them (judgment in Banco Español de Crédito, C‑618/10,
EU:C:2012:349, paragraph 40 and case-law cited).
24 In that context, the Court has already stated on several occasions that the national court is required to
assess of its own motion whether a contractual term falling within the scope of the directive is unfair,
compensating in this way for the imbalance which exists between the consumer and the seller or
supplier, where it has available to it the legal and factual elements necessary to that end (Aziz,
EU:C:2013:164, paragraph 46, and Barclays Bank, EU:C:2014:279, paragraph 34).
25 National enforcement proceedings, such as mortgage enforcement proceedings, are subject to the
requirements arising out of this case-law of the Court which seeks to ensure the effective protection
of consumers.
26 Thus, in connection with such proceedings, the Court has held that Directive 93/13 must be
interpreted as precluding legislation of a Member State which does not allow the court before which
an application for an order for payment has been brought to assess of its own motion, in limine litis or
at any other stage during the proceedings, even though it already has the legal and factual elements
necessary for that task available to it, whether a term concerning interest on late payments contained
in a contract concluded between a seller or supplier and a consumer is unfair, in the case where that
consumer has not lodged an objection (see Banco Español de Crédito, EU:C:2012:349,
paragraph 57).
27 The Court has also decided that the directive must be interpreted as precluding the legislation of a
Member State which, while not providing in mortgage enforcement proceedings for grounds of
objection based on the unfairness of a contractual term on which the right to seek enforcement is
based, does not permit the court before which declaratory proceedings have been brought, which
does have jurisdiction to assess the unfairness of such a term, to grant interim relief, including, in
particular, the staying of those enforcement proceedings, where the grant of such relief is necessary
to guarantee the full effectiveness of its final decision (see Aziz, EU:C:2013:164, paragraph 64).
28 The Court’s case-law has also established that Directive 93/13 precludes national legislation which
does not allow the court responsible for the enforcement, in mortgage enforcement proceedings,
either to assess of its own motion or at the consumer’s request, the unfairness of a term contained in
the contract which gives rise to the debt claimed and which constitutes the basis of the right to
enforcement, or to grant interim relief, including, in particular, staying the mortgage enforcement
proceedings, where such relief is necessary to ensure the full effectiveness of the final decision of the
court hearing the declaratory proceedings before which the consumer argues that that term is unfair
(order in Banco Popular Español and Banco de Valencia, C‑537/12 and C‑116/13, EU:C:2013:759,
paragraph 60).
29 In accordance with this case-law, and more particularly in response to the delivery of the judgment in
Aziz (EU:C:2013:164), Law 1/2013 amended, in particular, those articles of the LEC relating to
enforcement proceedings against mortgaged or pledged assets by introducing into Article 695(1) the
possibility for the party opposing the mortgage enforcement proceedings to object to those
proceedings on the ground that the contractual clause upon which the enforcement was based was
unfair.
30 That legislative amendment has given rise to a new issue compared with that which resulted in the
judgment in Aziz (EU:C:2013:164) and the order in Banco Popular Español and Banco de Valencia
(EU:C:2013:759). That issue concerns the fact that the national legislation limits the possibility of
appealing against a decision exclusively to the case in which the court at first instance has upheld an
objection relying on the unfairness of the contractual clause upon which the enforcement is based, the
legislation having created a difference of treatment between the consumer and the seller or supplier in
their position as parties to the proceedings. In so far as an appeal is possible only when an objection
is upheld, the seller or supplier may appeal against a decision which is contrary to its interests whilst, if
the objection is dismissed, the consumer does not have that right.
31 In this respect, it must be noted that, in the absence of harmonisation of national enforcement
procedures, the detailed rules establishing the right of appeal against a decision ruling on the legality
of a contractual clause, arising in the course of mortgage enforcement proceedings, are matters
falling within the domestic legal order of each Member State, in accordance with the principle of the
procedural autonomy of the Member States. Nonetheless, the Court has emphasised that those
detailed rules must meet the conditions that they should be no less favourable than those governing
similar domestic situations (principle of equivalence) and that they should not in practice render
impossible or excessively difficult the exercise of rights conferred by the EU legal order (principle of
effectiveness) (see, to that effect, judgments in Mostaza Claro, C‑168/05, EU:C:2006:675,
paragraph 24; Asturcom Telecomunicaciones, C‑40/08, EU:C:2009:615, paragraph 38; Aziz,
EU:C:2013:164, paragraph 50; and Barclays Bank, EU:C:2014:279, paragraph 37).
32 As regards, first, the principle of equivalence, it must be observed that the Court does not have
before it any evidence that might raise doubts as to the compatibility of the legislation at issue in the
main proceedings with that principle.
33 It is apparent, notably from the provisions of Article 695(1) and (4) of the LEC, that the Spanish
procedural system does not provide that a consumer may bring an appeal against a decision
dismissing his objection to the enforcement, not only when that objection is based on the unfairness,
within the meaning of Article 6 of Directive 93/13, of a clause in the contract agreed between a seller
or supplier and the consumer, but also when it is based on breach of a national rule of public policy,
which it is, nevertheless, for the national court to ascertain (see Aziz, EU:C:2013:164, paragraph 52).
34 Second, as regards the principle of effectiveness, the Court has previously held that every case in
which the question arises whether a national procedural provision makes the application of EU law
impossible or excessively difficult must be analysed by reference to the role of that provision in the
procedure, its progress and its special features, viewed as a whole, before the various national
bodies. In that context, it is necessary to take into consideration, where relevant, the principles which
lie at the basis of the national legal system, such as the protection of the rights of the defence, the
principle of legal certainty and the proper conduct of the proceedings (see, to that effect, judgments in
Asociación de Consumidores Independientes de Castilla y León, C‑413/12, EU:C:2013:800,
paragraph 34, and Pohotovosť, C‑470/12, EU:C:2014:101, paragraph 51 and case-law cited).
35 Thus, the obligation for the Member States to ensure the effectiveness of the rights that the parties
derive from Directive 93/13 against the use of unfair clauses implies a requirement of judicial
protection, also guaranteed by Article 47 of the Charter, that is binding on the national court (see, to
that effect, judgment in Banif Plus Bank, C‑472/11, EU:C:2013:88, paragraph 29). That protection
must be assured both as regards the designation of courts having jurisdiction to hear and determine
actions based on EU law and as regards the definition of detailed procedural rules relating to such
actions (see, to that effect, the judgment in Alassini and Others, C‑317/08 to C‑320/08,
EU:C:2010:146, paragraph 49).
36 In that connection, it should be observed that, according to EU law, the principle of effective judicial
protection does not afford a right of access to a second level of jurisdiction but only to a court or
tribunal (see, to that effect, judgment in Samba Diouf, C‑69/10, EU:C:2011:524, paragraph 69).
Consequently, the fact that the only remedy available to the consumer, as a debtor against whom
mortgage enforcement proceedings are brought, is to bring an action before a single jurisdictional
level in order to protect the rights derived from Directive 93/13 is not, in itself, contrary to EU law.
37 However, taking into consideration the role of Article 695(1) of the LEC within the context of the
procedure as a whole, the following findings must be made.
38 First, it is apparent from the case-file submitted to the Court that, according to the Spanish
procedural rules, mortgage enforcement proceedings relating to an asset that meets an essential
need of the consumer, namely, provision of a dwelling, may be initiated by a seller or supplier on the
basis of an enforceable notarial instrument, without the contents of that instrument having been
subject to judicial scrutiny in order to determine whether one of more of the clauses is unfair. Such a
right, afforded to a seller or supplier, renders it all the more necessary that the consumer, in the
position of a debtor against whom mortgage enforcement proceedings are brought, can avail himself
of effective judicial protection.
39 As regards the scrutiny exercised by the enforcing court, it should be observed, on the one hand, that
as the Spanish Government confirmed at the hearing, notwithstanding the legislative amendments to
the LEC made after the judgment in Aziz (EU:C:2013:164) introduced by Law 1/2013, Article 552(1) of
the LEC does not oblige the enforcing court to examine of its own motion whether the contractual
clauses upon which the request is based are unfair, but only a discretionary power to do so.
40 On the other hand, pursuant to Article 695(1) of the LEC, as amended by Law 1/2013, the party
against whom mortgage enforcement proceedings are brought may raise an objection when founded,
in particular, on the unfairness of a contractual clause upon which the enforcement is based or which
allowed the sum due to be determined.
41 In that respect, however, it must be emphasised that, under the terms of Article 552(1) of the LEC,
the assessment by the court of an objection based on the unfairness of the contractual clause is
subject to time constraints, such as that of hearing the parties within 15 days and giving a ruling within
5 days.
42 Furthermore, it is apparent from the information provided to the Court that the Spanish procedural
system in relation to mortgage enforcement is characterised by the fact that, once the procedure has
been initiated, any other legal claim that the consumer might bring, including claims contesting the
validity of the instrument enforced, enforceability, certainty, or extinction or the amount of the debt, is
dealt with in separate proceedings and by a separate decision, without either one or the other having
the effect of staying or terminating the pending enforcement proceedings, except in the residual
circumstances in which a consumer has lodged a preliminary application for annulment of the
mortgage before the marginal note regarding issue of the security certificate (see, to that effect, Aziz,
EU:C:2013:164, paragraphs 55 to 59).
43 Having regard to those characteristics, if the consumer’s objection to the enforcement of the
mortgage against his property is dismissed, the Spanish procedural system, taken as a whole and in
the manner applicable in the main proceedings, exposes consumers, and possibly, as is the case in
the main proceedings, their family, to the risk of losing their dwelling in an enforced sale, while the
enforcing court may have, at most, delivered a rapid assessment of the validity of the contractual
clauses upon which the seller or supplier bases his application. The protection that the consumer, as a
mortgage debtor against whom enforcement proceedings are brought, might obtain by way of a
separate judicial scrutiny undertaken in the context of substantive proceedings brought in parallel with
the enforcement proceedings, cannot offset that risk because, even if the scrutiny revealed the
existence of an unfair clause, the consumer would not be granted a remedy reflecting the damage he
had suffered by restoring him to the situation he was in before the enforcement proceedings against
the mortgaged property, but, at best, an award of compensation. The purely compensatory nature of
the remedy that might be awarded to the consumer would confer on him only incomplete and
insufficient protection. It would not constitute either adequate or effective means, within the meaning
of Article 7(1) of Directive 93/13, of preventing the continued use of the clause, found to be unfair, in
the instrument that contains a pledge by way of mortgage against a property on the basis of which
enforcement proceedings were brought against that property (see, to that effect, Aziz,
EU:C:2013:164, point 60).
44 In the second place, having regard once again to the role played by Article 695(4) of the LEC within
the scheme of mortgage enforcement proceedings as a whole under Spanish law, it should be noted
that that provision gives the seller or supplier, as a creditor seeking enforcement, the right to bring an
appeal against a decision ordering a stay of enforcement or declaring an unfair clause inapplicable,
but does not permit, by contrast, the consumer to exercise a right of appeal against a decision
dismissing an objection to enforcement.
45 Therefore, it is clear that the procedure for objecting to enforcement, laid down by Article 695 of the
LEC, before the national court places the consumer, as a debtor against whom mortgage
enforcement proceedings are brought, in a weaker position compared with the seller or supplier, as a
creditor bringing mortgage enforcement proceedings, as regards the judicial protection of the rights
that he is entitled to rely on by virtue of Directive 93/13 against the use of unfair clauses.
46 In those circumstances, it must be stated that the procedural system at issue in the main proceedings
places at risk the attainment of the objective pursued by Directive 93/13. The imbalance between the
procedural rights available to the consumer, on the one hand, and to the seller or supplier on the other
hand, simply accentuates the imbalance existing between the parties to the agreement, already
mentioned at paragraph 22 of this judgment, and which is also echoed in the context of an individual
action involving a consumer and the seller or supplier who is his co-contractor (see, by way of
analogy, Asociación de Consumidores Independientes de Castilla y León, EU:C:2013:800,
paragraph 50).
47 Furthermore, such a procedural system proves to be contrary to the Court’s case-law according to
which the specific characteristics of court proceedings, which take place under national law between
sellers or suppliers and consumers, cannot constitute a factor liable to affect the legal protection from
which consumers must benefit under the provisions of Directive 93/13 (see, to that effect, Aziz,
EU:C:2013:164, paragraph 62).
48 It also follows that, in Spanish Law, if a consumer and a seller or supplier are parties to mortgage
enforcement proceedings, the way in which the proceedings before the national court hearing an
objection to the enforcement of the mortgage progress, under Article 695 of the LEC, is contrary to
the principle of equality of arms or procedural equality. That principle is, however, an integral element
of the principle of effective judicial protection of the rights that individuals derive from EU law, such as
that guaranteed by Article 47 of the Charter (see, to that effect, judgments in Otis and Others,
C‑199/11, EU:C:2012:684, paragraph 48, and Banif Plus Bank, EU:C:2013:88, paragraph 29).
49 It is settled case-law that the principle of equality of arms, together with, among others, the principle
audi alteram partem, is no more than a corollary of the very concept of a fair hearing that implies an
obligation to offer each party a reasonable opportunity of presenting its case in conditions that do not
place it in a clearly less advantageous position compared with its opponent (see the judgment in
Sweden v API and Commission, C‑514/07 P, C‑528/07 P and C‑532/07 P, EU:C:2010:541,
paragraph 88).
50 In those circumstances, it must be held that a national procedure for mortgage enforcement, such as
that at issue in the main proceedings, is liable to jeopardise the effectiveness of consumer protection
intended by Directive 93/13, read in conjunction with Article 47 of the Charter, in that the procedural
system reinforces the inequality of arms between sellers or suppliers, as creditors in mortgage
enforcement proceedings, on the one hand, and consumers, as debtors subject to mortgage
enforcement proceedings, on the other hand, in the exercise of legal claims based on the rights that
the latter derive from Directive 93/13, all the more so because the detailed procedural rules giving
effect to such claims are incomplete and inadequate for preventing the continued application of an
unfair clause contained in the instrument establishing the mortgage on the basis of which the seller or
supplier brings enforcement proceedings against the property pledged as security.
51 In the light of these considerations, the answer to the questions referred is that Article 7(1) of
Directive 93/13, read in conjunction with Article 47 of the Charter, must be interpreted as precluding a
system of enforcement, such as that at issue in the main proceedings, which provides that mortgage
enforcement proceedings may not be stayed by the court of first instance, which, in its final decision,
may at most award compensation in respect of the damage suffered by the consumer, inasmuch as
the latter, the debtor against whom mortgage enforcement proceedings are brought, may not appeal
against a decision dismissing his objection to that enforcement, whereas the seller or supplier, the
creditor seeking enforcement, may bring an appeal against a decision terminating the proceedings or
ordering an unfair term to be disapplied.
Costs
52 Since these proceedings are, for the parties to the main proceedings, a step in the action pending
before the national court, the decision on costs is a matter for that court. Costs incurred in submitting
observations to the Court, other than the costs of those parties, are not recoverable.
On those grounds, the Court (First Chamber) hereby rules:
Article 7(1) of Council Directive 93/13/EEC of 5 April 1993 on unfair terms in consumer
contracts, read in conjunction with Article 47 of the Charter of Fundamental Rights of the
European Union must be interpreted as precluding a system of enforcement, such as that at
issue in the main proceedings, which provides that mortgage enforcement proceedings may
not be stayed by the court of first instance, which, in its final decision, may at most award
compensation in respect of the damage suffered by the consumer, inasmuch as the latter, the
debtor against whom mortgage enforcement proceedings are brought, may not appeal against
a decision dismissing his objection to that enforcement, whereas the seller or supplier, the
creditor seeking enforcement, may bring an appeal against a decision terminating the
proceedings or ordering an unfair term to be disapplied.
[Signatures]
*
Language of the case: Spanish.
SENTENCIA DEL TRIBUNAL DE JUSTICIA (Sala Primera)
de 17 de julio de 2014 (*)
«Procedimiento prejudicial — Directiva 93/13/CEE — Artículo 7 — Carta de los Derechos
Fundamentales de la Unión Europea — Artículo 47 — Contratos celebrados con los
consumidores — Contrato de préstamo hipotecario — Cláusulas abusivas — Procedimiento de
ejecución hipotecaria — Legitimación activa»
En el asunto C‑169/14,
que tiene por objeto una petición de decisión prejudicial planteada, con arreglo al artículo
267 TFUE, por la Audiencia Provincial de Castellón, mediante resolución de 2 de abril de 2014,
recibida en el Tribunal de Justicia el 7 de abril de 2014, en el procedimiento entre
Juan Carlos Sánchez Morcillo,
María del Carmen Abril García
y
Banco Bilbao Vizcaya Argentaria, S.A.,
EL TRIBUNAL DE JUSTICIA (Sala Primera),
integrado por el Sr. A. Tizzano, Presidente de Sala, y el Sr. E. Levits (Ponente), la Sra. M. Berger
y los Sres. S. Rodin y F. Biltgen, Jueces;
Abogado General: Sr. N. Wahl;
Secretario: Sra. M. Ferreira, administradora principal;
habiendo considerado los escritos obrantes en autos y celebrada la vista el 30 de junio de 2014;
consideradas las observaciones presentadas:
— en nombre del Sr. Sánchez Morcillo y de la Sra. Abril García, por el Sr. P. Medina Aina,
procurador de los tribunales, y el Sr. P.-J. Bastia Vidal, abogado;
— en nombre de Banco Bilbao Vizcaya Argentaria, S.A., por la Sra. B. García Gómez y el
Sr. J. Rodríguez Cárcamo, abogados;
— en nombre del Gobierno español, por la Sra. S. Centeno Huerta y el Sr. A. Rubio González,
en calidad de agentes;
— en nombre de la Comisión Europea, por la Sra. M. Owsiany-Hornung y los Sres. E. Gippini
Fournier y M. van Beek, en calidad de agentes;
oído el Abogado General;
dicta la siguiente
Sentencia
1 La petición de decisión prejudicial tiene por objeto la interpretación del artículo 7 de la Directiva
93/13/CEE del Consejo, de 5 de abril de 1993, sobre las cláusulas abusivas en los contratos
celebrados con consumidores (DO L 95, p. 29; en lo sucesivo, «Directiva»), así como del artículo
47 de la Carta de los Derechos Fundamentales de la Unión Europea (en lo sucesivo, «Carta»).
2 Dicha petición se presentó en el marco de un litigio entre el Sr. Sánchez Morcillo y la Sra. Abril
García, por una parte, y Banco Bilbao Vizcaya Argentaria, S.A. (en lo sucesivo, «Banco Bilbao
Vizcaya Argentaria»), por otra, en relación con la oposición de los primeros a la ejecución
hipotecaria relacionada con su vivienda.
Marco jurídico
Derecho de la Unión
3 El noveno considerando de la Directiva 93/13 prevé:
«[...] los adquirientes de bienes y servicios deben estar protegidos contra el abuso de poder del
vendedor o del prestador de servicios, [...]».
4 El artículo 1, apartado 1, de la misma Directiva tiene la siguiente redacción:
«El propósito de la presente Directiva es aproximar las disposiciones legales, reglamentarias y
administrativas de los Estados miembros sobre las cláusulas abusivas en los contratos
celebrados entre profesionales y consumidores.»
5 El artículo 3 de dicha Directiva dispone lo siguiente:
«1. Las cláusulas contractuales que no se hayan negociado individualmente se considerarán
abusivas si, pese a las exigencias de la buena fe, causan en detrimento del consumidor un
desequilibrio importante entre los derechos y obligaciones de las partes que se derivan del
contrato.
2. Se considerará que una cláusula no se ha negociado individualmente cuando haya sido
redactada previamente y el consumidor no haya podido influir sobre su contenido, en particular en
el caso de los contratos de adhesión.
[...]
3. El Anexo de la presente Directiva contiene una lista indicativa y no exhaustiva de cláusulas
que pueden ser declaradas abusivas.»
6 A tenor del artículo 7, apartado 1, de la misma Directiva:
«Los Estados miembros velarán por que, en interés de los consumidores y de los competidores
profesionales, existan medios adecuados y eficaces para que cese el uso de cláusulas abusivas
en los contratos celebrados entre profesionales y consumidores.»
7 El anexo de la Directiva 93/13 enumera las cláusulas a las que se refiere su artículo 3, apartado 3.
Entre otras cláusulas, menciona las siguientes:
«1. Cláusulas que tengan por objeto o por efecto:
[...]
q) suprimir u obstaculizar el ejercicio de acciones judiciales o de recursos por parte del
consumidor, en particular obligándole a dirigirse exclusivamente a una jurisdicción de
arbitraje no cubierta por las disposiciones jurídicas, limitándole indebidamente los medios de
prueba a su disposición o imponiéndole una carga de la prueba que, conforme a la
legislación aplicable, debería corresponder a otra parte contratante
[…].»
Derecho español
8 El capítulo III de la Ley 1/2013, de 14 de mayo, de medidas para reforzar la protección a los
deudores hipotecarios, reestructuración de deuda y alquiler social (BOE nº 116, de 15 de mayo de
2013, p. 36373; en lo sucesivo, «Ley 1/2013»), modificó la Ley de Enjuiciamiento Civil, de 7 de
enero de 2000 (BOE nº 7, de 8 de enero de 2000, p. 575), modificada a su vez en último término
mediante el Real Decreto-ley 7/2013, de 28 de junio, de medidas urgentes de naturaleza tributaria,
presupuestaria y de fomento de la investigación, el desarrollo y la innovación (BOE nº 155, de 29
de junio de 2013, p. 48767) (en lo sucesivo, «LEC»).
9 El artículo 695 de la LEC, relativo al procedimiento de oposición a la ejecución hipotecaria, tiene
la siguiente redacción:
«1. En los procedimientos a que se refiere este Capítulo sólo se admitirá la oposición del
ejecutado cuando se funde en las siguientes causas:
1.ª Extinción de la garantía o de la obligación garantizada, […].
2.ª Error en la determinación de la cantidad exigible, […].
3.ª En caso de ejecución de bienes muebles hipotecados o sobre los que se haya constituido
prenda sin desplazamiento, la sujeción de dichos bienes a otra prenda, hipoteca mobiliaria o
inmobiliaria o embargo inscritos con anterioridad al gravamen que motive el procedimiento, lo que
habrá de acreditarse mediante la correspondiente certificación registral.
4.ª El carácter abusivo de una cláusula contractual que constituya el fundamento de la ejecución
o que hubiese determinado la cantidad exigible.
2. Formulada la oposición a la que se refiere el apartado anterior, el Secretario judicial
suspenderá la ejecución y convocará a las partes a una comparecencia ante el Tribunal que
hubiera dictado la orden general de ejecución, debiendo mediar quince días desde la citación,
comparecencia en la que el Tribunal oirá a las partes, admitirá los documentos que se presenten y
acordará en forma de auto lo que estime procedente dentro del segundo día.
3. El auto que estime la oposición basada en las causas 1.ª y 3.ª del apartado 1 de este artículo
mandará sobreseer la ejecución; el que estime la oposición basada en la causa 2.ª fijará la
cantidad por la que haya de seguirse la ejecución.
De estimarse la causa 4.ª, se acordará el sobreseimiento de la ejecución cuando la cláusula
contractual fundamente la ejecución. En otro caso, se continuará la ejecución con la inaplicación de
la cláusula abusiva.
4. Contra el auto que ordene el sobreseimiento de la ejecución o la inaplicación de una cláusula
abusiva podrá interponerse recurso de apelación.
Fuera de estos casos, los autos que decidan la oposición a que se refiere este artículo no serán
susceptibles de recurso alguno y sus efectos se circunscribirán exclusivamente al proceso de
ejecución en que se dicten.»
10 El artículo 552 de la LEC, que regula los recursos que cabe interponer contra la denegación del
despacho de la ejecución, dispone lo siguiente:
«1. Si el tribunal entendiese que no concurren los presupuestos y requisitos legalmente exigidos
para el despacho de la ejecución, dictará auto denegando el despacho de la ejecución.
Cuando el tribunal apreciare que alguna de las cláusulas incluidas en un título ejecutivo de los
citados en el artículo 557.1 pueda ser calificada como abusiva, dará audiencia por quince días a
las partes. Oídas éstas, acordará lo procedente en el plazo de cinco días hábiles conforme a lo
previsto en el artículo 561.1.3.ª
2. El auto que deniegue el despacho de la ejecución será directamente apelable,
sustanciándose la apelación sólo con el acreedor. También podrá el acreedor, a su elección,
intentar recurso de reposición previo al de apelación.
3. Una vez firme el auto que deniegue el despacho de la ejecución, el acreedor sólo podrá
hacer valer sus derechos en el proceso ordinario correspondiente, si no obsta a éste la cosa
juzgada de la sentencia o resolución firme en que se hubiese fundado la demanda de ejecución».
11 Según el artículo 557 de la LEC, relativo a la oposición a la ejecución fundada en títulos no
judiciales ni arbitrales:
«1. Cuando se despache ejecución por los títulos previstos en los números 4.º, 5.º, 6.º y 7.º, así
como por otros documentos con fuerza ejecutiva a que se refiere el número 9.º del apartado 2 del
artículo 517, el ejecutado sólo podrá oponerse a ella, en el tiempo y en la forma prevista en el
artículo anterior, si se funda en alguna de las causas siguientes:
[…]
7.ª Que el título contenga cláusulas abusivas.
2. Si se formulare la oposición prevista en el apartado anterior, el Secretario judicial mediante
diligencia de ordenación suspenderá el curso de la ejecución».
12 El artículo 561, apartado 1, de la LEC versa sobre el auto resolutorio de la oposición por motivos
de fondo y tiene la siguiente redacción:
«1 Oídas las partes sobre la oposición a la ejecución no fundada en defectos procesales y, en
su caso, celebrada la vista, el tribunal adoptará, mediante auto, a los solos efectos de la ejecución,
alguna de las siguientes resoluciones:
1.ª Declarar procedente que la ejecución siga adelante por la cantidad que se hubiese
despachado, cuando la oposición se desestimare totalmente. En caso de que la oposición se
hubiese fundado en pluspetición y ésta se desestimare parcialmente, la ejecución se declarará
procedente sólo por la cantidad que corresponda.
El auto que desestime totalmente la oposición condenará en las costas de ésta al ejecutado,
conforme a lo dispuesto en el artículo 394 para la condena en costas en primera instancia.
2.ª Declarar que no procede la ejecución, cuando se estimare alguno de los motivos de
oposición enumerados en los artículos 556 y 557 o se considerare enteramente fundada la
pluspetición que se hubiere admitido conforme al artículo 558.
3.ª Cuando se apreciase el carácter abusivo de una o varias cláusulas, el auto que se dicte
determinará las consecuencias de tal carácter, decretando bien la improcedencia de la ejecución,
bien despachando la misma sin aplicación de aquéllas consideradas abusivas.
2. Si se estimara la oposición a la ejecución, se dejará ésta sin efecto y se mandará alzar los
embargos y las medidas de garantía de la afección que se hubieren adoptado, reintegrándose al
ejecutado a la situación anterior al despacho de la ejecución, conforme a lo dispuesto en los
artículos 533 y 534. También se condenará al ejecutante a pagar las costas de la oposición.
3. Contra el auto que resuelva la oposición podrá interponerse recurso de apelación, que no
suspenderá el curso de la ejecución si la resolución recurrida fuera desestimatoria de la oposición.
Cuando la resolución recurrida sea estimatoria de la oposición el ejecutante podrá solicitar que se
mantengan los embargos y medidas de garantía adoptadas y que se adopten las que procedan de
conformidad con lo dispuesto en el artículo 697 de esta Ley, y el tribunal así lo acordará, mediante
providencia, siempre que el ejecutante preste caución suficiente, que se fijará en la propia
resolución, para asegurar la indemnización que pueda corresponder al ejecutado en caso de que la
estimación de la oposición sea confirmada».
Litigio principal y cuestiones prejudiciales
13 En la resolución de remisión consta que el 9 de junio de 2003 los recurrentes en el litigio principal
firmaron con Banco Bilbao Vizcaya Argentaria una escritura pública notarial de préstamo con
hipoteca por una cantidad de 300 500 euros, constituyendo de este modo una garantía hipotecaria
sobre su vivienda.
14 La devolución de la referida cantidad debía finalizar el 30 de junio de 2028, escalonándose en
360 cuotas mensuales. En el supuesto de que los deudores incumplieran su obligación de pago, el
Banco Bilbao Vizcaya Argentaria estaba facultado para declarar el vencimiento anticipado de la
obligación de devolver el préstamo concedido a los recurrentes en el litigio principal. La cláusula
6ª bis del contrato de préstamo fijaba el interés moratorio en el 19 % anual, mientras que, en el
período correspondiente al litigio principal, el tipo de interés legal era en España del 4 % anual.
15 A raíz del incumplimiento por los recurrentes en el litigio principal de su obligación de pagar las
cuotas mensuales para la devolución del préstamo, el Banco Bilbao Vizcaya Argentaria presentó
una demanda contra ellos el 15 de abril de 2011, solicitando el pago de la totalidad del préstamo
junto con los intereses ordinarios y de demora, así como la venta en pública subasta de la finca
hipotecada.
16 Una vez iniciado el procedimiento de ejecución hipotecaria, los recurrentes en el litigio principal
formularon oposición contra ésta, oposición que fue desestimada por el Juzgado de Primera
Instancia nº 3 de Castellón el 19 de junio de 2013. Los recurrentes en el litigio principal
interpusieron entonces recurso de apelación contra la resolución de dicho Juzgado. Tras haber
sido admitido a trámite, el recurso de apelación fue remitido a la Audiencia Provincial de Castellón.
17 El órgano jurisdiccional remitente expone que, si bien el procedimiento civil español permite
interponer recurso de apelación contra la resolución judicial que, tras estimar la oposición
formulada por el deudor, ponga fin al procedimiento de ejecución hipotecaria, tal legislación
procesal no permite, en cambio, que el deudor cuya oposición haya sido desestimada interponga
recurso de apelación contra la resolución judicial de primera instancia que ordene la continuación
del procedimiento de ejecución.
18 El órgano jurisdiccional remitente alberga dudas en cuanto a la compatibilidad de la mencionada
normativa nacional con el objetivo de protección de los consumidores que persigue la Directiva
93/13, así como con el derecho a la tutela judicial efectiva consagrado en el artículo 47 de la
Carta. El órgano jurisdiccional remitente hace asimismo hincapié en que atribuir a los deudores la
facultad de interponer recurso de apelación puede resultar todavía más decisivo si se tiene en
cuenta que cabría considerar «abusivas», en el sentido del artículo 3, apartado 1, de la Directiva
93/13, algunas de las cláusulas del contrato de préstamo hipotecario controvertido en el litigio
principal.
19 En tales circunstancias, la Audiencia Provincial de Castellón decidió suspender el procedimiento y
plantear al Tribunal de Justicia las siguientes cuestiones prejudiciales:
«1) ¿Se opone al artículo 7.1 de la Directiva 93/13/[…], que impone a los Estados miembros la
obligación de velar por que en interés de los consumidores existan medios adecuados y
eficaces para que cese el uso de las cláusulas abusivas en los contratos celebrados entre
profesionales y consumidores, una norma procesal que, como el art. 695.4 de la [LEC], al
regular el recurso contra la resolución que decide la oposición a la ejecución sobre bienes
hipotecados o pignorados, sólo permite recurrir en apelación el auto que acuerde el
sobreseimiento del proceso o la inaplicación de una cláusula abusiva y excluye el recurso en
los demás casos, lo que tiene la consecuencia inmediata de que, mientras puede apelar el
ejecutante cuando se estima la oposición del ejecutado y se acuerda la terminación del
proceso o la no aplicación de una cláusula abusiva[,] no puede recurrir el ejecutado
consumidor en el caso de que se rechace su oposición?
2) En el ámbito de aplicación de la normativa de la Unión Europea sobre protección de los
consumidores contenida en la Directiva 93/13[…], ¿es compatible con el principio del
derecho a la tutela judicial efectiva y a un juicio equitativo y en igualdad de armas que
proclama el artículo 47 de la [Carta] una disposición del derecho nacional como el artículo
695.4 de la [LEC] que, al regular el recurso de apelación contra la resolución que decide la
oposición a la ejecución sobre bienes hipotecados o pignorados, sólo permite recurrir en
apelación el auto que acuerde el sobreseimiento del proceso o la inaplicación de una
cláusula abusiva y excluye el recurso en los demás casos, lo que tiene la consecuencia
inmediata de que, mientras puede apelar el ejecutante cuando se estima la oposición del
ejecutado y se acuerda la terminación del proceso o la no aplicación de una cláusula
abusiva[,] no puede apelar el ejecutado en el caso de que se rechace su oposición?»
20 En atención a lo solicitado por el órgano jurisdiccional remitente, el Presidente del Tribunal de
Justicia decidió someter el presente asunto al procedimiento acelerado previsto en el artículo
23 bis del Estatuto del Tribunal de Justicia de la Unión Europea y en el artículo 105, apartado 1, del
Reglamento de Procedimiento del Tribunal de Justicia (auto del Presidente del Tribunal de Justicia
Sánchez Morcillo y Abril García, C‑169/14, EU:C:2014:1388).
Sobre las cuestiones prejudiciales
21 Mediante sus dos cuestiones prejudiciales, que procede examinar conjuntamente, el órgano
jurisdiccional remitente pide sustancialmente que se dilucide si el artículo 7, apartado 1, de la
Directiva 93/13, en relación con el artículo 47 de la Carta, debe interpretarse en el sentido de que
se opone a un sistema de procedimientos de ejecución, como el controvertido en el litigio
principal, que establece que el procedimiento de ejecución hipotecaria no podrá ser suspendido
por el juez que conozca del proceso declarativo, juez que, en su resolución final, podrá acordar a
lo sumo una indemnización que compense el perjuicio sufrido por el consumidor, en la medida en
que éste, en su condición de deudor ejecutado, no puede recurrir en apelación contra la resolución
mediante la que se desestime su oposición a la ejecución, mientras que el profesional, acreedor
ejecutante, sí puede interponer recurso de apelación contra la resolución que acuerde el
sobreseimiento de la ejecución o declare la inaplicación de una cláusula abusiva.
22 A este respecto, procede recordar de entrada que, según reiterada jurisprudencia del Tribunal de
Justicia, el sistema de protección que establece la Directiva 93/13 se basa en la idea de que el
consumidor se halla en situación de inferioridad respecto al profesional, tanto en lo relativo a la
capacidad de negociación como al nivel de información (sentencia Barclays Bank, C‑280/13,
EU:C:2014:279, apartado 32, y Aziz, C‑415/11, EU:C:2013:164, apartado 44).
23 Habida cuenta de esta situación de inferioridad, el artículo 6, apartado 1, de la citada Directiva
prevé que las cláusulas abusivas no vincularán al consumidor. Se trata de una disposición
imperativa que pretende reemplazar el equilibrio formal que el contrato establece entre los
derechos y obligaciones de las partes por un equilibrio real que pueda restablecer la igualdad entre
éstas (sentencia Banco Español de Crédito, C‑618/10, EU:C:2012:349, apartado 40 y
jurisprudencia citada).
24 En este contexto, el Tribunal de Justicia ha declarado en varias ocasiones que el juez nacional
deberá apreciar de oficio el carácter abusivo de una cláusula contractual incluida en el ámbito de
aplicación de la Directiva 93/13 y, de este modo, subsanar el desequilibrio que existe entre el
consumidor y el profesional, tan pronto como disponga de los elementos de hecho y de Derecho
necesarios para ello (sentencias Aziz, EU:C:2013:164, apartado 46, y Barclays Bank,
EU:C:2014:279, apartado 34).
25 Los procedimientos de ejecución nacionales, tales como los procedimientos de ejecución
hipotecaria, están sujetos a las exigencias relativas a la protección efectiva de los consumidores
que se deducen de la citada jurisprudencia del Tribunal de Justicia.
26 De este modo, en el marco de tales procedimientos, el Tribunal de Justicia ha declarado que la
Directiva 93/13 debe interpretarse en el sentido de que se opone a una normativa de un Estado
miembro que no permite que el juez que conoce de una demanda en un proceso monitorio, aun
cuando disponga de los elementos de hecho y de Derecho necesarios al efecto, examine de
oficio —in limine litis ni en ninguna fase del procedimiento— el carácter abusivo de una cláusula
sobre intereses de demora contenida en un contrato celebrado entre un profesional y un
consumidor, cuando este último no haya formulado oposición (véase la sentencia Banco Español
de Crédito, EU:C:2012:349, apartado 57).
27 El Tribunal de Justicia declaró asimismo que la citada Directiva debe interpretarse en el sentido de
que se opone a una normativa de un Estado miembro que, al mismo tiempo que no prevé, en el
marco del procedimiento de ejecución hipotecaria, la posibilidad de formular motivos de oposición
basados en el carácter abusivo de una cláusula contractual que constituye el fundamento del título
ejecutivo, no permite que el juez que conozca del proceso declarativo, competente para apreciar
el carácter abusivo de esa cláusula, adopte medidas cautelares, entre ellas, la suspensión del
procedimiento de ejecución hipotecaria, cuando acordar tales medidas sea necesario para
garantizar la plena eficacia de su resolución final (véase la sentencia Aziz, EU:C:2013:164,
apartado 64).
28 La jurisprudencia del Tribunal de Justicia también es constante en el sentido de declarar que la
Directiva 93/13 se opone a una normativa nacional que no permite al juez que sustancia la
ejecución, en el marco de un procedimiento de ejecución hipotecaria, ni examinar, ya sea de oficio
o a instancia del consumidor, el carácter abusivo de una cláusula contenida en el contrato del que
se deriva la deuda reclamada y que sirve de fundamento al título ejecutivo, ni adoptar medidas
cautelares, en particular, la suspensión de la ejecución, cuando acordar tales medidas resulte
necesario para garantizar la plena eficacia de la resolución final del juez que conozca del
correspondiente proceso declarativo, quien es competente para apreciar el carácter abusivo de
dicha cláusula (auto Banco Popular Español y Banco de Valencia, C‑537/12 y C‑116/13,
EU:C:2013:759, apartado 60).
29 De conformidad con la jurisprudencia citada, y, más concretamente, a raíz del pronunciamiento de
la sentencia Aziz (EU:C2013:164), la Ley 1/2013 modificó, entre otras disposiciones, los artículos
de la LEC relativos al procedimiento de ejecución de los bienes hipotecados o pignorados,
introduciendo, en el artículo 695, apartado 1, de esta última Ley, la posibilidad de que el ejecutado
oponga a los procedimientos de ejecución el carácter abusivo de una cláusula contractual que
constituya el fundamento de la ejecución.
30 Tal modificación legislativa suscitó una problemática inédita en relación con la que dio lugar a la
sentencia Aziz (EU:C:2013:164) y al auto Banco Popular Español y Banco de Valencia
(EU:C:2013:759). Dicha problemática versa sobre el hecho de que la normativa nacional de que
se trata circunscribe la posibilidad de interponer recurso de apelación contra la resolución
exclusivamente al caso de que el juez de primera instancia haya estimado una oposición basada
en el carácter abusivo de una cláusula contractual que constituya el fundamento de la ejecución,
estableciendo así una diferencia de trato entre el profesional y el consumidor en tanto que partes
en el procedimiento. En efecto, en la medida en que únicamente puede interponerse recurso de
apelación en el caso de que la oposición se haya considerado fundada, el profesional dispone de
un recurso contra una resolución que resulta contraria a sus intereses, mientras que, en el supuesto
de que la oposición sea desestimada, el consumidor no dispone de esa posibilidad de recurso.
31 A este respecto, procede recordar que, a falta de armonización de los mecanismos nacionales de
ejecución forzosa, las modalidades de aplicación de los recursos de apelación admitidos en el
marco de un procedimiento de ejecución hipotecaria contra las resoluciones que se pronuncien
sobre la legitimidad de una cláusula contractual, forman parte del ordenamiento jurídico interno de
cada Estado miembro en virtud del principio de autonomía procesal de los Estados miembros. No
obstante, el Tribunal de Justicia ha declarado que las modalidades de que se trata deben
responder al doble requisito de que no sean menos favorables que las que rigen situaciones
similares de carácter interno (principio de equivalencia) y de que no hagan imposible en la práctica
o excesivamente difícil el ejercicio de los derechos que confiere a los consumidores el
ordenamiento jurídico de la Unión (principio de efectividad) (véanse, en este sentido, las
sentencias Mostaza Claro, C‑168/05, EU:C:2006:675, apartado 24; Asturcom
Telecomunicaciones, C‑40/08, EU:C:2009:615, apartado 38; Aziz, EU:C:2013:164, apartado 50, y
Barclays Bank, EU:C:2014:279, apartado 37).
32 En lo que atañe, por un lado, al principio de equivalencia, procede hacer constar que el Tribunal
de Justicia no cuenta con ningún elemento que suscite dudas en cuanto a la conformidad con
dicho principio de la normativa nacional controvertida en el litigio principal.
33 En efecto, de las disposiciones del artículo 695, apartados 1 y 4, de la LEC se desprende en
particular que el sistema procesal español no prevé que el consumidor pueda interponer un
recurso de apelación contra la decisión de desestimar su oposición a la ejecución, no sólo cuando
dicha oposición se fundamente en el carácter abusivo, con arreglo al artículo 6 de la Directiva
93/13, de una cláusula contenida en un contrato celebrado entre un profesional y un consumidor,
sino tampoco cuando se fundamente en la infracción de una norma nacional de orden público,
extremo que, no obstante, incumbe al órgano jurisdiccional remitente verificar (véase, en este
sentido, las sentencias Aziz, EU:C:2013:164, apartado 52).
34 En lo que atañe, por otro lado, al principio de efectividad, el Tribunal de Justicia ya ha declarado
que cada caso en el que se plantee la cuestión de si una disposición procesal nacional hace
imposible o excesivamente difícil la aplicación del Derecho de la Unión debe analizarse teniendo
en cuenta el lugar que ocupa dicha disposición dentro del conjunto del procedimiento, así como el
desarrollo y las peculiaridades de éste ante las diversas instancias nacionales. Desde esta
perspectiva, procede tomar en consideración, en su caso, los principios sobre los que se basa el
sistema judicial nacional, como la protección del derecho de defensa, el principio de seguridad
jurídica y el buen desarrollo del procedimiento (en este sentido, véanse las sentencias Asociación
de Consumidores Independientes de Castilla y León, C‑413/12, EU:C:2013:800, apartado 34, y
Pohotovosť, C‑470/12, EU:C:2014:101, apartado 51 y jurisprudencia citada).
35 De este modo, la obligación de los Estados miembros de garantizar la efectividad de los
derechos que la Directiva 93/13 confiere a los justiciables frente a la aplicación de cláusulas
abusivas implica una exigencia de tutela judicial, consagrada asimismo en el artículo 47 de la
Carta, que el juez nacional debe observar (véase, en este sentido, la sentencia Banif Plus Bank,
C‑472/11, EU:C:2013:88, apartado 29). Esta tutela judicial ha de extenderse tanto a la designación
de los tribunales competentes para conocer de las demandas basadas en el Derecho de la Unión
como a la definición de la regulación procesal de tales demandas (véase, en este sentido, la
sentencia Alassini y otros, C‑317/08 à C‑320/08, EU:C:2010:146, apartado 49).
36 Ahora bien, a este respecto procede recordar que, según el Derecho de la Unión, el principio de
tutela judicial efectiva no exige que exista una doble instancia judicial, sino que es suficiente con
garantizar el acceso a un único tribunal (véase, en este sentido, la sentencia Samba Diouf,
C‑69/10, EU:C:2011:524, apartado 69). Por consiguiente, el hecho de que, en el marco de un
procedimiento de ejecución hipotecaria, el consumidor, en su condición de deudor ejecutado, tan
sólo disponga de una única instancia judicial para hacer valer los derechos que le confiere la
Directiva 93/13 no resulta en sí mismo contrario al Derecho de la Unión.
37 No obstante, si se tiene en cuenta el lugar que el artículo 695, apartados 1 y 4, de la LEC ocupa
en el conjunto del procedimiento, resultan ineludibles las siguientes consideraciones.
38 En primer lugar, cabe señalar que de la documentación remitida al Tribunal de Justicia se
desprende que, según las normas procesales españolas, puede ocurrir que un procedimiento de
ejecución hipotecaria que tenga por objeto un bien inmueble que responda a una necesidad básica
del consumidor, a saber, procurarse una vivienda, sea incoado a instancia de un profesional sobre
la base de un documento notarial dotado de fuerza ejecutiva, sin que el contenido de dicho
documento ni siquiera haya sido objeto de un examen judicial destinado a determinar el carácter
eventualmente abusivo de una o varias de las cláusulas que contenga. Este trato privilegiado que
se concede al profesional hace aún más necesario que el consumidor, en su condición de deudor
ejecutado, pueda obtener una tutela judicial eficaz.
39 En lo que atañe al control que a este respecto ejerce el juez que sustancia la ejecución, cabe
observar, por una parte, que, según confirmó el Gobierno español en la vista, a pesar de las
modificaciones que la Ley 1/2013 introdujo en la LEC como consecuencia del pronunciamiento de
la sentencia Aziz (EU:C:2013:164), el artículo 552, apartado 1, de la LEC no impone a dicho juez
la obligación de examinar de oficio el carácter eventualmente abusivo de las cláusulas
contractuales que constituyan el fundamento de la demanda, sino que le atribuye meramente la
facultad de efectuar tal examen.
40 Por otra parte, en virtud del artículo 695, apartado 1, de la LEC, en su versión modificada por la
Ley 1/2013, el ejecutado en un procedimiento de ejecución hipotecaria puede oponerse a la
ejecución cuando ésta se fundamente principalmente en el carácter abusivo de una cláusula
contractual que constituya el fundamento de la ejecución o que hubiese determinado la cantidad
exigible.
41 A este respecto, procede no obstante poner de relieve que, a tenor del artículo 552, apartado 1,
de la LEC, el examen por el juez de una oposición fundada en el carácter abusivo de una cláusula
contractual está sometido a condicionantes temporales, tales como la obligación de dar audiencia
por quince días a las partes y la de acordar lo procedente en el plazo de cinco días.
42 Por otro lado, de la documentación remitida al Tribunal de Justicia se deduce que el sistema
procesal español en materia de ejecución hipotecaria se caracteriza por el hecho de que, tan
pronto como se incoa el procedimiento de ejecución, cualesquiera otras acciones judiciales que el
consumidor pudiera ejercitar, incluso las que tengan por objeto cuestionar tanto la validez del título
como la exigibilidad, certeza, extinción o cuantía de la deuda, se ventilarán en otro juicio y serán
objeto de una resolución independiente, sin que ni aquel ni ésta puedan tener como efecto
suspender ni entorpecer el procedimiento de ejecución en curso de tramitación, salvo en el
supuesto residual de que el consumidor realice una anotación preventiva de la demanda de nulidad
de la hipoteca con anterioridad a la nota marginal de expedición de certificación de cargas (véase,
en este sentido, la sentencia Aziz, EU:C:2013:164, apartados 55 a 59).
43 Habida cuenta de las mencionadas características, en el supuesto de que se desestime la
oposición formulada por el consumidor contra la ejecución hipotecaria de un bien inmueble de su
propiedad, el sistema procesal español, considerado en su conjunto y tal como resulta aplicable en
el litigio principal, expone al consumidor, o incluso a su familia —como sucede en el litigio
principal—, al riesgo de perder su vivienda como consecuencia de la venta forzosa de ésta,
siendo así que el juez que tramita la ejecución, en su caso, habrá llevado a cabo, a lo sumo, un
examen somero de la validez de las cláusulas contractuales en las que el profesional fundamentó
su demanda. La tutela que el consumidor, en su condición de deudor ejecutado, podría obtener
eventualmente de un examen judicial distinto, efectuado en el marco de un proceso declarativo
sustanciado en paralelo al procedimiento de ejecución, no puede paliar el mencionado riesgo,
puesto que, aun suponiendo que tal examen desvele la existencia de una cláusula abusiva, el
consumidor no obtendrá una reparación in natura de su perjuicio, que le reintegre a la situación
anterior al despacho de la ejecución del bien inmueble hipotecado, sino que obtendría únicamente,
en el mejor de los casos, una indemnización que compensara tal perjuicio. Ahora bien, este
carácter meramente indemnizatorio de la reparación que eventualmente se conceda al consumidor
le proporcionará tan sólo una protección incompleta e insuficiente. No constituye un medio
adecuado y eficaz, en el sentido del artículo 7, apartado 1, de la Directiva 93/13, para lograr que
cese la aplicación de la cláusula considerada abusiva del documento auténtico de constitución de
hipoteca sobre el bien inmueble que sirve de base para trabar el embargo de dicho inmueble
(véase, en este sentido, la sentencia Aziz, EU:C:2013:164, apartado 60).
44 En segundo lugar, si se tiene en cuenta una vez más el lugar que el artículo 695, apartado 4, de la
LEC ocupa en la sistemática general del procedimiento de ejecución hipotecaria del Derecho
español, es necesario observar que reconoce al profesional, en su condición de acreedor
ejecutante, el derecho a interponer recurso de apelación contra la resolución que acuerde el
sobreseimiento de la ejecución o declare la inaplicación de una cláusula abusiva, pero no permite,
en cambio, que el consumidor interponga recurso contra la decisión de desestimar la oposición a
la ejecución.
45 Así pues, resulta manifiesto que el desarrollo ante el órgano jurisdiccional nacional del
procedimiento de oposición a la ejecución, previsto en el artículo 695 de la LEC, coloca al
consumidor, en su condición de deudor ejecutado, en una situación de inferioridad en relación con
el profesional, en su condición de acreedor ejecutante, en lo que atañe a la tutela judicial de los
derechos que puede invocar, al amparo de la Directiva 93/13, frente a la utilización de cláusulas
abusivas.
46 En tales circunstancias, procede declarar que el sistema procesal controvertido en el litigio
principal pone en peligro la realización del objetivo perseguido por la Directiva 93/13. En efecto,
este desequilibrio entre los medios procesales de que disponen, por un lado, el consumidor y, por
otro, el profesional, no hace sino acentuar el desequilibrio que existe entre las partes contratantes,
que ya se ha puesto de relieve en el apartado 22 de la presente sentencia, y que, por lo demás, se
reproduce en el marco de un recurso individual que afecte a un consumidor y a un profesional en
su calidad de otra parte contratante (véase, en este sentido y mutatis mutandis, la sentencia
Asociación de Consumidores Independientes de Castilla y León, EU:C:2013:800, apartado 50).
47 Por otro lado, procede declarar que un sistema procesal de este tipo resulta contrario a la
jurisprudencia del Tribunal de Justicia según la cual las características específicas de los
procedimientos judiciales que se ventilan entre los profesionales y los consumidores, en el marco
del Derecho nacional, no constituyen un elemento que pueda afectar a la protección jurídica de la
que estos últimos deben disfrutar en virtud de las disposiciones de la Directiva 93/13 (véase, en
este sentido, la sentencia Aziz, EU:C:2013:164, apartado 62).
48 Consta asimismo que, en Derecho español, cuando un consumidor y un profesional litigan entre sí
en un procedimiento de ejecución hipotecaria, el desarrollo del procedimiento de oposición a la
ejecución hipotecaria ante el tribunal nacional, previsto en el artículo 695 de la LEC, resulta
contrario al principio de igualdad de armas o de igualdad procesal. Ahora bien, este principio
forma parte integrante del principio de la tutela judicial efectiva de los derechos que el
ordenamiento jurídico de la Unión confiere a los justiciables, tal como se garantiza en el artículo 47
de la Carta (véanse, en este sentido, las sentencias Otis y otros, C‑199/11, EU:C:2012:684,
apartado 48, y Banif Plus Bank, EU:C:2013:88, apartado 29).
49 En efecto, constituye jurisprudencia reiterada del Tribunal de Justicia que el principio de igualdad
de armas, lo mismo que, en particular, el de contradicción, no es sino el corolario del concepto
mismo de proceso justo, que implica la obligación de ofrecer a cada una de las partes una
oportunidad razonable de formular sus pretensiones en condiciones que no la coloquen en una
situación de manifiesta desventaja en relación con la parte contraria (sentencia Suède y otros/API
y Comisión C‑514/07 P, C‑528/07 P y C‑532/07 P, EU:C:2010:541, apartado 88).
50 En tales circunstancias, es preciso declarar que un procedimiento nacional de ejecución
hipotecaria, como el controvertido en el litigio principal, se caracteriza por disminuir la efectividad
de la protección del consumidor que pretende la Directiva 93/13, interpretada en relación con el
artículo 47 de la Carta, en la medida en que dicha regulación procesal incrementa la desigualdad
de armas entre los profesionales, en su condición de acreedores ejecutantes, por una parte, y los
consumidores, en su condición de deudores ejecutados, por otra, en el ejercicio de las acciones
judiciales basadas en los derechos que la Directiva 93/13 atribuye a los consumidores, máxime
habida cuenta de que las modalidades procesales de articular esas mismas acciones resultan
incompletas e insuficientes para lograr que cese la aplicación de una cláusula abusiva incluida en el
documento auténtico de constitución de hipoteca que sirve de base para que el profesional
proceda al embargo del bien inmueble que constituye la garantía.
51 A la luz de las consideraciones expuestas, procede responder a las cuestiones planteadas que el
artículo 7, apartado 1, de la Directiva 93/13, en relación con el artículo 47 de la Carta, debe
interpretase en el sentido de que se opone a un sistema de procedimientos de ejecución, como el
controvertido en el litigio principal, que establece que el procedimiento de ejecución hipotecaria no
podrá ser suspendido por el juez que conozca del proceso declarativo, juez que, en su resolución
final, podrá acordar a lo sumo una indemnización que compense el perjuicio sufrido por el
consumidor, en la medida en que éste, en su condición de deudor ejecutado, no puede recurrir en
apelación contra la resolución mediante la que se desestime su oposición a la ejecución, mientras
que el profesional, acreedor ejecutante, sí puede interponer recurso de apelación contra la
resolución que acuerde el sobreseimiento de la ejecución o declare la inaplicación de una cláusula
abusiva.
Costas
52 Dado que el procedimiento tiene, para las partes del litigio principal, el carácter de un incidente
promovido ante el órgano jurisdiccional nacional, corresponde a éste resolver sobre las costas.
Los gastos efectuados por quienes, no siendo partes del litigio principal, han presentado
observaciones ante el Tribunal de Justicia no pueden ser objeto de reembolso.
En virtud de todo lo expuesto, el Tribunal de Justicia (Sala Primera) declara:
El artículo 7, apartado 1, de la Directiva 93/13/CEE del Consejo, de 5 de abril de 1993, sobre
las cláusulas abusivas en los contratos celebrados con consumidores, en relación con el
artículo 47 de la Carta de los Derechos Fundamentales de la Unión Europea, debe
interpretase en el sentido de que se opone a un sistema de procedimientos de ejecución,
como el controvertido en el litigio principal, que establece que el procedimiento de ejecución
hipotecaria no podrá ser suspendido por el juez que conozca del proceso declarativo, juez
que, en su resolución final, podrá acordar a lo sumo una indemnización que compense el
perjuicio sufrido por el consumidor, en la medida en que éste, en su condición de deudor
ejecutado, no puede recurrir en apelación contra la resolución mediante la que se desestime
su oposición a la ejecución, mientras que el profesional, acreedor ejecutante, sí puede
interponer recurso de apelación contra la resolución que acuerde el sobreseimiento de la
ejecución o declare la inaplicación de una cláusula abusiva.
Firmas
*
Lengua de procedimiento: español.