You are on page 1of 20

Nr. HH13R03.

v1 nóvember 2013

Ármúla 5 - 108 Reykjavík - kt. 520209-2120 heimilin@heimilin.is - www.heimilin.is

RANNSÓKNARSKÝRSLA UM STARFSEMI DRÓMA HF.

Inngangur
Rannsóknarskýrsla þessi er gerð af Hagsmunasamtökum heimilanna í því skyni að miðla þeim upplýsingum um starfsemi Dróma hf. sem fallið hafa til í starfsemi samtakanna að undanförnu. Umfjöllunin byggist þó eingöngu á upplýsingum sem eru aðgengilegar eða skráðar opinberlega og er því ekki um að ræða ítarlega rannsókn, til að mynda af því tagi sem gæti verið á færi aðila með sérstakar rannsóknarheimildir.1 Það er hinsvegar mat skýrsluhöfundar2 að full þörf sé á slíkri rannsókn, til dæmis af hálfu óháðrar opinberrar rannsóknarnefndar. Byggist það mat ekki síst á umkvörtunum fyrrum viðskiptavina SPRON hf. og Frjálsa fjárfestingarbankans hf. vegna viðskiptahátta Dróma hf. en fjöldi þeirra, sem og margvíslegra ágreiningsmála sem risið hafa hjá úrskurðaraðilum og dómstólum, virðist stinga talsvert í stúf með hliðsjón af takmörkuðu umfangi markaðshlutdeildar þessara fyrrum lánveitenda. Fyrst verður gerð grein fyrir sögu þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga og hvernig fall þeirra leiddi til til stofnunar Dróma hf. Því næst verða rakin álitaefni sem snúa að vafa er leikur á um lögmæti ýmissa ákvarðana og aðgerða sem þessu tengjast, og einnig innheimtustarfsemi Dróma hf. Viðaukar hafa loks að geyma yfirlit ýmissa atriða er varða málefni Dróma hf. og tengdra fyrirtækja.

Reykjavík, nóvember 2013

Höfundur: Guðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur.

1 2

Allar upplýsingar eða fullyrðingar um staðreyndir eru settar fram í góðri trú og samkvæmt bestu vitund. Allar ályktanir, mat, og viðhorf, eru skýrsluhöfundar og endurspegla ekki endilega afstöðu útgefanda.

2 / 20

I. Saga SPRON hf.3
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis var stofnaður 23. janúar 1932 og hóf starfsemi að Hverfisgötu 21 þann 28. apríl sama ár með tveimur starfsmönnum. Hann flutti starfsemi sína síðar að Hverfisgötu 26 og var þar fram til ársins 1968, er hann fluttist í eigið húsnæði að Skólavörðustíg 11. Þar voru höfuðstöðvar sparisjóðsins allt til 2002 þegar hann tók í notkun húsnæði í Ármúla 13a. Lengi vel stundaði sparisjóðurinn aðeins hefðbundna inn- og útlánastarfsemi, enda voru starfseminni þröngar skorður settar í lögum og fór öll starfsemin fram á einum stað. Lánveitingar til íbúðarhúsnæðis voru mikilvægasti þátturinn í útlánum sjóðsins og fjármögnunin byggðist nær alfarið á innlánum. Árið 1982 fékk sparisjóðurinn í fyrsta sinn leyfi til að stofnsetja útibú og í september 1983 var fyrsta útibúið opnað að Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi. Ári síðar sameinaðist SPRON sparisjóðnum Pundinu og var í kjölfarið annað útibú opnað að Hátúni 2b. Lögunum var breytt árið 1985 sem gerði sparisjóðnum kleyft að bjóða fjölbreyttari þjónustu en áður og spannaði þjónustusviðið yfir nær alla fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Árið 2009 var SPRON með sex útibú auk starfsemi dótturfélaga, en þá hafði útibúum verið fækkað í kjölfar endurskipulagningar og hægræðingar starfseminnar. Auk hefðbundins útibúareksturs voru innan samstæðunnar starfrækt SPRON Verðbréf, sem hélt utan um verðbréfaþjónustu, Rekstrarfélag SPRON rak verðbréfasjóði, Steinsnes hf. sá um utanumhald á ýmsum minni fjárfestingum, SPRON kort sérhæfðu sig á sviði kortaþjónustu og komu með ýmsar nýjungar á því sviði á Íslandi. Curron hf. sinnti hugbúnaðargerð á sviði kortaþjónustu. Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. var keyptur árið 2002, en hann sérhæfði sig á sviði húsnæðislána með lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja í byggingariðnaði. SPRON Factoring var keypt árið 2005, og þjónustar factoring viðskipti. Netbankinn, eða nb.is, sá um fjármálaþjónustu á Internetinu. SPRON var stór aðili í samstarfi sparisjóðanna og var aðili að Teris (tölvumiðstöð sparisjóðanna), Icebank (Sparisjóðabankinn), Tryggingasjóði sparisjóða og var þátttakandi í ýmsum málefnum Sambands íslenskra sparisjóða. Í upphafi var sparisjóðurinn hefðbundinn ábyrgðarmannasjóður, en var síðar breytt í stofnfjársjóð. Með breytingu á lögum árið 2001 var heimilað að sparisjóðir gætu breytt rekstrarformi sínu í hlutafélag og á aðalfundi 2002 var samþykkt heimild til stjórnar um að hefja undirbúning að breytingu á rekstrarformi sjóðsins í hlutafélag. Þau áform gengu ekki eftir vegna lagalegrar óvissu sem skapaðist í kjölfar yfirtökutilraunar á sparisjóðinum. Árið 2007 var SPRON breytt í hlutafélag og var skráð í Kauphöll þann 23. október 2007. Á árinu 2008 varð alvarlegur lausafjárskortur hjá SPRON , og voru ýmsar tilraunir gerðar til að reyna að greiða úr þeim vanda. Þar á meðal voru hafnar viðræður við Kaupþing um samruna þessara tveggja fyrirtækja, sem náðu svo langt að sameiginlega voru lögð drög að samrunaáætlun4 sem hlaut samþykki Samkeppniseftirlitsins5 þann 7. október 2008. Þessar fyrirætlanir urðu svo að engu þegar Kaupþing féll og var yfirtekið af Fjármálaeftirlitinu aðeins tveimur dögum seinna.6

3 4

http://www.dromi.is/?page_id=88 og http://www.spron.is/is/UmSPRON http://www.scribd.com/doc/171794281/2008-SPRON-Kaupþing-Samrunaaætlun 5 http://www.samkeppni.is/urlausnir/akvardanir/nr/500 6 http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/439

3 / 20

Eftir fall Kaupþings áttu sér stað þreifingar um samruna SPRON við Sparisjóð Keflavíkur og BYRs sparisjóðs,7 með hugsanlegum stuðningi frá stjórnvöldum,8 en þær tilraunir urðu úti þegar Fjármálaeftirlitið ákvað loks að yfirtaka vald hluthafafundar og skipa skilanefnd yfir SPRON hf., laugardaginn 21. mars 2009.9 Var sú ákvörðun kynnt til sögunnar sem liður í áætlunum stjórnvalda sem þá voru settar fram um endurskipulagningu sparisjóðakerfisins í landinu.10 Forsendur ákvörðunar FME11 um yfirtökuna voru reifaðar í inngangsorðum hennar þar sem segir m.a. að frá lokum október 2008 hafi eiginfjárstaða SPRON verið undir lögbundnum mörkum, og þrátt fyrir ítrekaða fresti sem þegar hefðu verið veittir til endurskipulagningar á fjárhag bankans færi eiginfjárvandi hans vaxandi og þá hafi verið veruleg hætta á að sparisjóðurinn gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar á næstunni. Jafnframt er þar vísað til bréfaskipta við Seðlabanka Íslands þar sem fram komi að sparisjóðurinn hafi þá átt mjög lítinn gjaldeyri eftir á reikningum sínum og gengið mjög á heimild sína til yfirdráttar í stórgreiðslukerfi, auk þess að hafa ekki uppfyllt bindiskyldu sína á undanliðnum mánuðum. Með vísan til þessara forsendna hafi Fjármálaeftirlitið talið vera knýjandi að grípa inn í stjórn fyrirtækisins á grundvelli 100. gr. a. laga um fjármálafyrirtæki, eins og ákvörðunin fól í sér. Þann 5. apríl 2009 var hinsvegar gerð sú breyting12 á fyrri ákvörðuninni að fresta skyldi yfirfærslu eigna og útgáfu skulda- og tryggingaskjala, þó ekki lengur en til en 25. maí 2009. Í breytingunni kemur fram að upphafleg ákvörðun um ráðstöfun eigna SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans hafi reynst vera byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum eða forsendur hennar væru brostnar og talið væri að önnur skipan mála væri nauðsynleg. Jafnramt myndi Fjármálaeftirlitið hafa endanlegt ákvörðunarvald um allar frekari ráðstafanir eigna og skuldbindinga þrotabúsins. Þann 17. apríl var svo gerð önnur breyting13 á ákvörðuninni þar sem skilanefnd SPRON var falið að gera umsýslusamning um þjónustu á lánaeignum við Nýja Kaupþing banka hf. Þann 25. maí var gerð þriðja breytingin14 um frestun yfirfærslu eigna og útgáfu skulda- og tryggingaskjala um fjóra daga, sem var svo með fjórðu breytingu 15 ákvörðunarinnar þann 19. maí frestað til 5. júní 2009.
Rammagrein I: kostnaður og áhætta vegna falls SPRON og yfirtöku Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá júní 2012 um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki eftir hrun, var að kröfu FME stofnað hlutafélag, Drómi ehf., í eigu SPRON til að taka við eignum og skuldbindingum SPRON. Drómi tók yfir skuldbindingar SPRON gagnvart Arion banka vegna yfirtöku á innstæðum og gaf út og afhenti bankanum skuldabréf sem endurgjald. Allar eignir hins nýja félags sem og hlutabréf í því voru veðsett til tryggingar fyrir skuldabréfinu en það var að fjárhæð 96,7 ma.kr. Í samningi fjármálaráðherra við skilanefnd Kaupþings banka frá júlí 2009 16 er því lýst yfir að stjórnvöld muni halda Kaupþingi banka og Arion banka skaðlausum vegna kröfu þess síðarnefnda á hendur Dróma. Ekki hefur enn reynt á þessa ábyrgð, en þess má þó geta að samkvæmt ársreikningi Arion banka 2010 hafði bankinn þá bókfært 3,5 ma.kr. virðislækkun skuldabréfsins á hendur Dróma hf. auk 750 millj. kr. vaxtataps.

7 8

http://www.visir.is/spkef,-byr-og-spron-vilja-sameinast/article/2008998549078 http://www.vb.is/frettir/10510/ 9 http://www.scribd.com/doc/171795382/2009-FME-Spron-Yfirtaka 10 http://www.forsaetisraduneyti.is/verkefni/verkefnum-lokid/frettir-island-is/nr/5563 11 http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1217 12 http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1209 13 http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1207 14 http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1201 15 http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1200 16 http://www.scribd.com/doc/173719689/2009-Kaupthing-Capitalisation-Agreement-REDACTED-OCR

4 / 20

II. Saga Frjálsa fjárfestingarbankans hf.17
Frjálsi fjárfestingabankinn hf. (áður Samvinnusjóður Íslands hf.) var stofnaður þann 18. nóvember árið 1982 á 100 ára afmæli Samvinnuhreyfingarinnar. Tilgangur félagsins við stofnun var að efla íslenskt efnahagslíf með því að beita sér fyrir þáttöku samvinnuhreyfingarinnar í atvinnulífi landsmanna, einkum í nýjum greinum. Við stofnun varð því félagið fyrsta framtaksfyrirtæki “Venture capital” á Íslandi en tilgangur félagsins hefur breyst í áranna rás. Stofnendur félagsins voru starfandi kaupfélög og önnur lögleg samvinnufélög. Meðal stofnenda voru Olíufélagið hf., Samvinnutryggingar g.t., Reginn hf. og Lífeyrissjóður SÍS. Starfsemi félagsins var í fyrstu einskorðuð við kaup á skuldabréfum á markaði, lánveitingum og ábyrgðum til eigenda og kaupum á hlutabréfum í nýjum hlutafélögum með vaxtamöguleika. Meðal fyrstu félaga þar félagið stóð að stofnun voru Marel hf. og Þróunarfélagið hf. Á árinu 1984 varð félagið fyrst fyrirtækja á Íslandi til að bjóða almenningi til sölu skuldabréf á almennum markaði en bréfin voru seld fyrir milligöngu Kaupþings hf . Á árinu 1986 endurvakti félagið eignaleigu hér á landi eftir margra ára stöðnun sem leiddi síðar til stofnunar eignaleigufyrirtækisins Lindar hf. en stofnendur voru ásamt Frjálsa fjárfestingarbankanum, Samvinnubankinn og franski bankinn Banque Indosuez. Lind hf. var selt til Landsbanka Íslands árið 1992 en árið áður hafði Landsbankinn eignast hlut annarra stofnenda. Árið 1995 markar tímamót í sögu Frjálsa fjárfestingarbankans hf. en þá hóf félagið að starfa samkvæmt lögum nr. 123/1993 um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði. Samkvæmt lögunum hefur félagið heimild til að kalla sig fjárfestingarbanka en félagið hefur sömu heimildir og viðskiptabankar og sparisjóðir að því undanskyldu að fjárfestingarbanka er óheimilt að taka við innlánum frá almenningi til ávöxtunar. Á árinu 1997 var félagið skráð á Verðbréfaþing Íslands að undanförnu hlutabréfaúboði sem Kaupþing hf. annaðist. Útboðið gekk vel og seldar voru 200 milljónir króna að nafnverði á genginu 2,5. Heildarfjöldi hluthafa varð rúmlega 300 eftir hlutafjáraukninguna. Árið 2000 var tími mikilla breytinga hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Í tæplega 20 ára sögu hafði félagið verið rekið með megináherslu á útlán ásamt fjárfestingum í hlutabréfum. Eitt þeirra markmiða sem lagt var upp með í byrjun árs 2000 var að nýta betur heimildir bankans sem fjárfestingarbanka og færa út starfssvið hans. Í janúarmánuði var samþykkt að ganga til samningaviðræðna við verðbréfafyrirtækið Fjárvang hf. Aðalstarfsemi Fjárvangs voru verðbréfaviðskipti og eignastýring en þessi starfsemi var vel samræmanleg fyrirhugaðri útvíkkun á starfsemi bankans. Í maí mánuði var samruninn samþykktur á hluthafafundum félaganna. Undir lok ársins 2000 keypti Kaupþing hf. ásamt samstarfsfélögum um 70% hlutabréfa í félaginu. Ný stjórn félagsins tók ákvörðun um að breyta starfsemi félagsins. Verðbréfaviðskiptasvið og eignastýringarsvið var selt til Kaupþings hf. en útlánastarfsemi félagsins var aukin. Í kjölfar gerði Kaupþing hf. yfirtökutilboð til annarra hluthafa sem mikill meirihluti samþykkti. Við yfirtöku Kaupþings hf. uppfyllti félagið ekki lengur skilyrði um lágmarks hluthafafjölda til að vera skráð á Verðbréfaþing Íslands og voru hlutabréf félagsins afskráð í kjölfar yfirtökunnar.

17

http://www.dromi.is/?page_id=86 og http://www.frjalsi.is/category.aspx?catID=132

5 / 20

Þann 30. september 2002 keypti Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis allt hlutafé í bankanum af Kaupþingi hf. Eignabreytingin hafði enginn áhrif á rekstur bankans en kjarnastarfsemi félagsins var að lána gegn veði í fasteignum og einkabílum til einstaklinga og fyrirtækja, framkvæmdalán til bygginga á fasteignum og að kaupa kröfur, þá aðallega raðgreiðslusamninga af fyrirtækjum. Þá lagði Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. í seinni tíð talsvert aukna áherslu á stærri lánveitingar til fjársterkra millistórra og stærri fyrirtækja. Við fall SPRON lokaðist fyrir stuðning móðurfélagsins við fjármögnun Frjálsa. Þegar fyrirséð var að greiðsluörðugleikar félagsins liðu ekki hjá á skömmum tíma var óskað eftir slitum á honum í samræmi við 3. tl. 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Í framhaldi af því var slitastjórn skipuð. Starfsemi Frjálsa felst nú aðallega í þjónustu við viðskiptavini, þótt ekki séu veitt ný lán, ásamt þjónustu við lánasöfn, innheimtustarfsemi, umsýslu leigufélaga og umsjón ýmissa byggingarverkefna.

Rammagrein II: Gengisviðskipti Frjálsa fjárfestingarbankans við neytendur Samkvæmt sýnishornum af lánssamningum frá félagsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna o.fl. má telja ljóst að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi á sínum tíma gert umtalsverðan fjölda lánssamninga með ólögmæt ákvæði, einkum og sér í lagi er kveða á um gengistryggingu eða sem ágreiningur er um hvort teljist sem slík. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að samkvæmt yfirlitum sem tekin voru saman til birtingar á vefsvæði Fjármálaeftirlitsins18 þann 19. mars 2007 og svo aftur í maí sama ár, hafði Frjálsi fjárfestingarbankinn hvorki starfsleyfi til þess að eiga viðskipti með gjaldeyri né gengisbundin verðbréf fyrir reikning viðskiptavina sinna, heldur einungis fyrir eigin reikning, og ekki fæst heldur ráðið af yfirliti Fjármálaeftirlitsins 22. desember 2009 um áorðnar breytingar á starfsleyfum fjármálafyrirtækja að nokkurn tíma hafi orðið breyting þar á.19 Skýtur þetta skökku við þá fyrirliggjandi staðreynd að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi engu að síður undirgengist fjölda samninga við neytendur um gengistryggð “myntkörfulán”20 og stundað þannig viðskipti með slík verðbréf við viðskiptavini sína og fyrir þeirra reikning, en umrædd lán eru einmitt meðal margvíslegra deiluefna Dróma hf. við fyrrum viðskiptavini SPRON hf. og Frjálsa hf.

18 19 20

http://web.archive.org/web/20110930045228/http://www.fme.is/?PageID=14&NewsID=127 http://www.scribd.com/doc/171793538/2007-FME-Starfsleyfi-2009 http://www.frjalsi.is/category.aspx?catID=61

6 / 20

III. Hilda hf. og fagfjárfestasjóðurinn Geysir-I
Vegna umfjöllunar um Dróma hf. er óhjákvæmilegt að gera grein fyrir tengslum fyrirtækisins við Hildu ehf. sem einnig er skráð með starfsemi eignarhaldsfélags.21 Af svörum ráðherra við fyrirspurn á þingskjali nr. 110022 frá 141. löggjafarþingi sem byggð voru á upplýsingum frá Seðlabanka Íslands (SÍ), má ráða að Hilda hf. hafi verið stofnuð af Saga Capital hf. árið 2009 vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar sem ekki hafi reynst árangursrík en kröfur á hendur félaginu megi rekja til veðlána frá SÍ. Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) hafi svo eignast þær kröfur árið 2010 og í kjölfarið yfirtekið félagið. Einnig að í lok árs 2011 hafi slitastjórn SPRON samþykkt uppgjör og fullnustu á veðkröfu ESÍ sem síðar hafi verið framseld til Hildu hf. sem þar með varð eigandi umræddra lánasafna en aftur á móti hafi Drómi hf. samþykkt að þjónusta lánin áfram. Af svörum ráðherra á þingskjali 141. löggj. nr. 109823 má jafnframt ráða að uppistaða lána í eigu Hildu hf. til einstaklinga séu fasteignalán sem voru í eigu SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans hf. auk lána sem sett hafi verið í sérstakan sjóð sem hafi gefið út skuldabréf á móti, en umræddar eignir hafi verið veðsettar SÍ árið 2008. Sjóðnum hafi svo verið slitið og eignum hans ráðstafað til ESÍ/Hildu auk þess sem önnur veðsett lán hafi verið framseld beint til Hildu hf. Eins og fram kemur í fjórðu skýrslu eftirlitsnefndar Alþingis um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins24 og öðrum heimildum, er þar um að ræða félagið Geysir 2008-I Institutional Investor Fund, einhverskonar aflandsfélag sem var stofnað vegna samstarfs SPRON hf. við Fortis banka í Hollandi um verðbréfunarverkefni.25 Verðbréfaflokkur útgefinn af sjóðnum var tekinn til viðskipta í Kauphöll Íslands þann 29. júlí 2008, þá með lánshæfiseinkunn Aaa (Moody’s).26 Þann 10. október þegar íslenskur fjármálamarkaður riðaði til falls var lánshæfismat sjóðsins hinsvegar lækkað27 og 11. október voru verðbréf útgefin af honum tekin úr kauphallarviðskiptum.28 Þann 22. mars 2009 var svo innlausnum í sjóðinn ásamt öðrum sjóðum rekstrarfélags SPRON frestað samkvæmt tilkynningu Fjármálaeftirlitsins.29 Ráða má af svörum ráðherra á þingskjali nr. 1099 að auk bréfa sjóðsins hafi SPRON einnig sett seðlabankanum að veði skuldabréf í eigu SPRON hf. og Frjálsa fjárfestingarbankans hf., sem slitastjórnir þeirra hafi úthlutað upp í veðkröfu SÍ á hendur þeim sem þá hafi verið komin í eigu Hildu hf. Jafnframt má ráða af svörum ráðherra á þingskjali nr. 109730 að hluti af lánum í eigu Hildu hf. hafi verið þjónustaður hjá Dróma hf. eins og hann hafi samþykkt sbr. áðurnefnt þskj. nr. 1100 frá 141. löggjafarþingi. Þessu til frekari staðfestingar má vísa til samnings við Hildu hf. og Seðlabanka Íslands dags. 7. febrúar 201231 en með honum var Dróma hf. veitt fullt umboð til þess að sýsla með og þar á meðal að innheimta veðskuldabréf í eigu Hildu hf. sem framseld hafi verið til Hildu hf. frá Dróma hf./SPRON/Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. en hafi þar áður verið veðsett SÍ eða í eigu Geysis 2008-I fjárfestasjóðsins, auk þess að fullnusta fasteignir fyrir hönd Hildu hf.

21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/4911090250 http://www.althingi.is/altext/141/s/1100.html http://www.althingi.is/altext/141/s/1098.html http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/frettir-anr/nr/7184 http://www.scribd.com/doc/171794278/2008-Geysir-Skraning-RSK https://newsclient.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=282762&lang=is https://newsclient.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=293074&lang=is https://newsclient.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=298486&lang=is http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/507 http://www.althingi.is/altext/141/s/1097.html og http://www.althingi.is/altext/141/s/1099.html http://www.scribd.com/doc/171794286/2012-Hilda-Dromi-Umboð

7 / 20

IV. Stofnun og starfsemi Dróma hf.
Meðal þess sem kveðið var á um í ákvörðunum FME er að stofna skyldi sérstakt hlutafélag í eigu SPRON sem ætti að taka við öllum eignum félagsins og jafnframt við öllum tryggingaréttindum, þ.m.t. öllum veðréttindum, ábyrgðum og öðrum sambærilegum réttindum sem tengdust kröfum SPRON. Auk þess myndi dótturfélagið yfirtaka skuldbindingu gagnvart Nýja Kaupþingi hf. vegna yfirtöku Kaupþings á innstæðuskuldbindingum SPRON, gegn útgáfu skuldabréfs til Nýja Kaupþings banka hf. sem endurgjald fyrir hinar yfirteknu innstæðuskuldbindingar. Þá skyldu allar eignir hins nýja dótturfélags sem og hlutabréf í því verða veðsett til tryggingar fyrir skuldabréfinu. Eins og ráða má af upplýsingum í samningi um yfirfærslu eigna SPRON32 dags. 26. maí 2009 hafði dótturfélagið, Drómi hf., þá verið stofnað með vísan til framangreindra ákvarðana FME ásamt áorðnum breytingum. Þetta kemur jafnframt heim og saman við þær upplýsingar sem koma fram ofarlega á forsíðu vefsvæðis Dróma hf. að þar sé um að ræða eignarhaldsfélag sem fari með eignir SPRON.33 Tilgangur fyrirtækisins virðist því öðru fremur vera sá að innheimta og fullnusta lán og peningakröfur sem rekja megi til SPRON, Frjálsa, og Geysis eða Hildu hf. Umræddar ráðstafanir virðast e.t.v. í fljótu bragði eiga sér stoð í þeim ákvörðunum sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið með vísan til gildandi laga, og í kjölfarið sú skilanefnd sem var skipuð í umboði þess til að hafa umsjón með þrotabúi SPRON. Hins vegar eru engu að síður þegar nánar er að gáð, margvíslegir meinbugir á útfærslu og framkvæmd þeirra. Í fyrsta lagi var á þeim tíma hvergi í þeim lögum sem fyrrgreind ákvörðun Fjármálaeftirlitsins vísar til, að finna stoð fyrir stofnun nýs fyrirtækis á borð við Dróma hf. Með lögum nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., var veitt heimild til þess að stofna ný fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki eða þrotabú þeirra í heild eða að hluta, auk breytinga sem gerðar voru á lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 sem fólu í sér heimildir til þess að ráðstafa fyrirtæki í heild eða eignum þess til annars fyrirtækis. Aftur á móti er í ákvæðum þessara laga hvergi að finna neinar heimildir til þess að stofna ný dótturfélög á borð við Dróma hf., sem er sjálft ekki fjármálafyrirtæki heldur skráð í fyrirtækjaskrá sem almennt hlutafélag með starfsemi eignarhaldsfélags.34 Í öðru lagi gætir ákveðins ósamræmis milli ákvörðunar “bráðabirgðastjórnar” (áður skilanefndar) SPRON þann 26. maí 2009 um yfirfærslu eigna SPRON hf. til Dróma hf., og ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins þann 21. mars 2009. Til að mynda er þar kveðið á um stofnun dótturfélags sem skuli vera í eigu SPRON en hvergi er kveðið á um neina aðra eigendur. Aftur á móti kemur fram í ákvörðun um yfirfærsluna að “bráðabirgðastjórn” SPRON hafi stofnað hlutafélagið Dróma hf. sem sé í eigu SPRON hf. að 99,75% hluta en að 0,25% hluta í eigu félagsins Mýrarhlíðar ehf., kt. 630708-0440. Þessi ráðstöfun á eignarhlut í dótturfélagi SPRON hf. á grundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins, á sér enga stoð í henni. Ein af meginreglum stjórnsýsluréttar er hin svokallaða lögmætisregla, en samkvæmt henni verða ákvarðanir og ráðstafanir stjórnvalda sem þessar að eiga sér skýra stoð í lögum sem heimila slíkt. Hvað varðar tilurð Dróma og þar með tilvist hans virðist slíka lagastoð hinsvegar skorta, og jafnvel virðist sem að sumu leyti gangi þær ráðstafanir beinlínis gegn þeim lögum og tilmælum sem vísað er til að liggi þeim til grundvallar.

32 33 34

http://www.scribd.com/doc/171323384/2009-Samningur-SPRON-Dromi http://www.dromi.is http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/7103091670

8 / 20

V. Innheimta án starfsleyfis og aðildarskortur
Samkvæmt 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 er eitt af meginskilyrðum þess að mega stunda innheimtu fyrir aðra að hafa fengið innheimtuleyfi skv. 15. gr., sbr. 4. gr. sömu laga. Skv. 5. gr. sömu laga þarf jafnframt innheimtuleyfi ef aðili kaupir kröfur í þeim tilgangi að innheimta þær sjálfur í atvinnuskyni. Samkvæmt umræddri 15. gr. fer Fjármálaeftirlitið með leyfisveitingu og hefur skv. 16 gr. eftirlit með starfsemi þeirra aðila sem það hefur veitt innheimtuleyfi. Fjármálaeftirlitið heldur á vefsvæði sínu úti lista yfir eftirlitsskylda aðila, þar á meðal þá sem það hefur veitt innheimtuleyfi og hefur þar af leiðandi eftirlit með á grundvelli fyrrgreindra ákvæða innheimtulaga. 35 Drómi hf. er hinsvegar ekki meðal skráðra leyfishafa á þeim lista. Þann 12. september 2013 birti Fjármálaeftirlitið tilkynningu36 á vefsvæði sínu þess efnis að Drómi hf. hafi einmitt ekki starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Áréttað er að um sé að ræða eignarhaldsfélag sem stýrt sé af slitastjórn SPRON. Þessu til frekari staðfestingar beindu Hagsmunasamtök heimilanna fyrirspurn til Fjármálaeftirlitsins þann 24. september 2013 sem var svarað á sama veg þann 25. september37 með vísan til fyrrgreindrar tilkynningar, og liggur því fyrir að Drómi hf. hefur alls ekki innheimtuleyfi. Engu að síður stundar fyrirtækið innheimtu fjárkrafna, sem virðist mega rekja að mestu leyti til þriðju aðila, einkum SPRON hf. Frjálsa hf og Hildu hf. Þá má nefna að 5. tl. fyrrgreindra ákvörðunarorða Fjármálaeftirlitsins inniheldur fyrirmæli þar sem ýmsum aðilum er falið að skrá eða yfirfæra réttindi og/eða eignarheimildir dótturfélags SPRON skv. 4. tl. (þ.e. Dróma) til allra þeirra réttinda sem framseld séu til þess með stoð í ákvörðuninni, þar á meðal sbr. d-lið, þinglýsingarstjórum skv. ákvæðum þinglýsingarlaga nr. 39/1978. Talsverður misbrestur virðist þó hafa verið á framkvæmd þessara fyrirmæla. Sem dæmi um þetta má nefna nýlegan dóm Hæstaréttar Íslands þann 26. ágúst síðastliðinn í máli nr. 426/2013,38 . Þar var frávísunarúrskurður héraðsdóms staðfestur með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar sem voru þær helstar að ekkert hefði komið fram í málinu því til staðfestingar með hvaða hætti Drómi hf. hafi öðlast þær fjárkröfur SPRON hf. á hendur stefndu sem deilt var um. Þá komst Hæstiréttur að sambærilegri niðurstöðu í máli nr. 428/201339 einnig þann 26. ágúst þar sem staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að vísa frá dómi kröfum Frjálsa hf. til heimtu skuldar, einkum á þeim forsendum að upplýsa þyrfti glögglega um aðild máls þegar aðilaskipti hafi orðið á kröfu, en að það skilyrði hefði ekki verið uppfyllt af hálfu stefnanda. Samkvæmt þessum og öðrum vísbendingum, þar á meðal upplýsingum frá fyrrum viðskiptavinum SPRON hf. eða Frjálsa fjárfestingarbankans hf., virðist sem um sé að ræða ótalinn fjölda tilfella þar sem Drómi hf. hefur haldið frammi kröfum á hendur þeim aðilum. Í þessu birtist ákveðið mynstur þar sem sambærileg staða er oft uppi, þ.e. að ekki komi fram með skýrum hætti af framvísuðum og fyrirliggjandi gögnum hvernig Drómi hf. gæti átt raunverulega aðild að viðkomandi kröfum eða réttindum. Eins og raun ber vitni er því talsverð réttaróvissa uppi um lögmæti þess að Drómi hf. beri fyrir sig kröfum á grundvelli lána í eigu SPRON hf. eða Frjálsa hf.

35 36 37 38 39

http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/adilar/eftirlitsskyldir-adilar http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/1901 http://www.scribd.com/doc/171315680/2013-FME-Dromi-Starfsleyfi http://www.haestirettur.is/domar?nr=8978 http://www.haestirettur.is/domar?nr=8979

9 / 20

Ekki er fyllilega ljóst hvaða heimildir Drómi hf. kynni að hafa til að stunda löginnheimtu fyrir aðra, og er þá einkum átt við Frjálsa hf., SPRON hf. og eftir atvikum Hildu hf. Samkvæmt 24. gr. a. laga nr. 77/1998 um lögmenn annast lögmenn löginnheimtu sem telst einkum vera innheimtumeðferð á grundvelli réttarfarslaga á sviði fullnustu- og gjaldþrotaréttar. Samkvæmt þeim eru það almennt skiptastjórar sem eiga að hafa með höndum innheimtu útistandandi krafna í eigu þrotabúa, en þeir þurfa að hafa lokið embættisprófi í lögum og sem slíkir að vera lögmenn. Skv. 1. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, er með lögmanni átt við þann sem hefur leyfi til að vera hæstaréttarlögmaður eða héraðsdómslögmaður. Þá kveður 3. mgr. 19. gr. á um að lögmönnum sé heimilt að stofna félag um rekstur sinn í því formi sem þeir sjálfir kjósa. Hvorugt af þessu getur hinsvegar átt við um eignarhaldsfélag á borð við Dróma hf. sem er stofnað á grundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins dags. 21.3.2009 með því formi sem þar mælir fyrir um. Er það augljóst af því að eingöngu borgurum gefst kostur á að sækja nám og taka embættispróf í lögum en ekki lögaðilum eða stofnunum. Af þessu leiðir að hvorki Drómi hf. né Fjármálaeftirlitið geta talist vera lögmenn og Drómi hf. getur því varla talist vera “félag stofnað af lögmönnum á því formi sem þeir sjálfir kjósa” þar sem ákvarðanir um það voru í raun teknar af FME. Samkvæmt 101 gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki skal slitabúi fjármálafyrirtækis vera stýrt af slitastjórn sem uppfylla þarf hæfisskilyrði skv. 52. gr., en skv. 102. og 103 gr. skal um meðferð krafna og ráðstöfun hagsmuna þó almennt fara eftir reglum um gjaldþrotaskipti. Hjá Dróma hf. starfar hinsvegar hvorki skiptastjóri né slitastjórn, enda hefur fyrirtækið ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta og verður heldur ekki sem slíkt tekið til slitameðferðar á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki þar sem Drómi hf. er ekki fjármálafyrirtæki. Aftur á móti hafa bæði SPRON hf. og Frjálsi (fjárfestingarbankinn) hf. verið tekin til slitameðferðar í samræmi við ákvörðun Fjármálaeftirlitsins dags. 21.3.2009 m. síðari br. Þá hefur Arion banka hf. nú verið falin innheimta krafna í eigu Hildu hf. samkvæmt gagnsæistilkynningu Fjármálaeftirlitsins dags. 12.11.2013 sbr. viljayfirlýsingu ESÍ hf., Dróma hf. og Arion banka hf. frá júní 2013 um viðræður um kaup og sölu á eignum sem áður tilheyrðu SPRON hf.40 Þar með eru upp taldir þeir aðilar sem áhöld hafa verið um að Drómi hf. kunni að hafa innheimt fyrir, og því óljóst á hvaða grundvelli fyrirtækið gætti ennþá verið að stunda slíka starfsemi. Samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum réttarfarslaga ættu það með réttu að vera slitastjórn Frjálsa hf. sem skyldi fara með ráðstöfun hagsmuna Frjálsa hf., og eftir atvikum slitastjórn SPRON hf. sem skyldi fara með ráðstöfun hagsmuna SPRON hf. Að öllu framangreindu virtu er því vandséð að Dróma hf. geti með góðu móti verið heimilt að stunda löginnheimtu fyrir aðra, og á það einkum við þegar um er að ræða kröfur í eigu slitabúa á borð við Frjálsa hf. og SPRON hf. Þess má geta að samkvæmt upplýsingum vefmiðilsins SPYR.is sem fengnar voru frá Dróma hf. hafði fyrirtækið leyst til sín 276 íbúðir á tímabilinu frá 1. janúar 2009 til 20 mars. 2013.41 Af þeim voru alls 213 íbúðir sem áður höfðu verið í eigu einstaklinga. Jafnframt má ráða af svari fjármálaog efnahagsráðherra þann 5. mars 201342 við fyrirspurn þar að lútandi að Hilda hf. hafi leyst til sín í það minnsta 10 fasteignir á nauðungarsölum, að öllum líkindum með atbeina Dróma hf.
40

http://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2013/06/12/Viljayfirlysing-um-ad -hefja-vidraedur-um-kaup-og-solu-a-eignum-Droma-hf.-til-ESI-og-Arion-banka-hf/ 41 http://www.spyr.is/grein/ymsar-spurningar/1925 42 http://www.althingi.is/altext/141/s/1097.html

10 / 20

VI. Athugasemdir við starfshætti
Frá því að fyrirtækið Drómi hf. var stofnað hafa opinberir eftirlitsaðilar gert nokkrar athuganir og úttektir, auk þess sem ýmsir aðilar hafa gert athugasemdir vegna starfshátta þess. Þann 21. nóvember 2012 sendi Fjármálaeftirlitið frá sér gagnsæistilkynningu43 vegna athugunar á starfsháttum Dróma hf. Á sama tíma gerði eftirlitsnefnd um sértæka skuldaaðlögun skv. lögum nr. 107/2009 ítarlega úttekt á tilteknum þáttum í starfsemi Dróma hf., sem tók að sumu leyti til sömu þátta og athugun Fjármálaeftirlitsins. Af því tilefni fundaði Fjármálaeftirlitið með nefndinni og voru niðurstöður beggja aðila bornar saman, með þeirri útkomu að þær urðu nánast samhljóða. Meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum úttektar eftirlitsnefndarinnar44 er að hluti af fyrrum eignasafni SPRON og Frjálsa sé í eigu Eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands (Hildu/Geysis kröfur) og úrvinnsla skuldakrafna úr því eignasafni í forsjá og á ábyrgð fulltrúa Seðlabanka Íslands. Jafnframt að sá hluti lánanna sem hafi tilheyrt SPRON hf. og voru veðsett Arion banka til tryggingar vegna yfirfærslu innlána, sé þjónustaður hjá þeim banka, en að Frjálsi hf. þjónusti sín lán sjálfur. Einnig kemur fram að talsvert hafi verið um kvartanir vegna tafa á svörun erinda er varða þjónustu við lántaka og einnig varðandi verðmat, sem megi að hluta rekja til þessa fyrirkomulags. Þá vekur athygli að svo virðist sem Arion banki hafi forgangsraðað þannig við endurútreikninga gengislána að reikna fyrst lán Arion banka sjálfs á undan lánum SPRON hf., auk þess sem beitt hafi verið öðruvísi reikniaðferð við niðurfærslu samkvæmt svokallaðri 110%-leið hjá Hildu hf. sem leitt hafi til meiri niðurfærslu en á öðrum lánum sem Drómi hf. sýslar með. Samkvæmt tilkynningu FME voru svipaðir þættir athugaðir en auk þess gerðar athugasemdir við skuldskeytingu þar sem Drómi hf. hafi viljað gera fyrirvara um að fyrri skuldari afsalaði sér rétti til endurgreiðslu ef til hennar kæmi, og var það mat Fjármálaeftirlitsins að Drómi hefði með slíkri framkvæmd gengið of langt í afskiptum sínum af samningsgerð skuldara við þriðja aðila. Í kjölfar tilkynningarinnar birtust svo heilsíðuauglýsingar í fjölmiðlum45 frá “starfsfólki Dróma hf.” sem báru fyrirsögnina “FME staðfestir faglega og góða viðskiptahætti Dróma” þar sem fjallað var á frekar jákvæðan hátt um fyrirtækið og niðurstöður athugunarinnar. Af þessu tilefni sá FME sig knúið til að senda frá sér tilkynningu46 þar sem áréttað var að athugunin hafi beinst að “afmörkuðum atriðum og tilteknu tímabili” og ekki beri að skilja þá niðurstöðu svo að allsherjar heilbrigðisvottorð hafi verið gefið út um starfsemi félagsins eða viðskiptahætti þess. Nokkrum dögum síðar eða þann 18. desember 2012 stóð hópur einstaklinga að því að kæra auglýsingu Dróma hf. til Neytendastofu47 þar sem þeir töldu hana brjóta í bága við lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, en niðurstaða hefur ekki enn fengist að svo stöddu. Á fyrri hluta ársins 2013 stóðu enn deilur um endurútreikninga gengislána, að þessu sinni í kjölfar dóma þar sem sumar tegundir lánar voru dæmdar sem lán í erlendum gjaldeyri. Drómi hf. hélt því þá fram að slíkt hið sama ætti við um tiltekin lán sem fyrirtækið sýslaði með. Leiddi það til þess að í lok júní hóf Fjármálaeftirlitið sérstaka athugun48 á framkvæmd Dróma hf. við endurútreikning lána samkvæmt lögum nr. 151/2010 ásamt fleiri atriðum.

43 44 45 46 47 48

http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1670 http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/frettir-anr/nr/7184 http://vefblod.visir.is/index.php?s=6627&p=143093 og http://vefblod.visir.is/index.php?s=6629&p=143144 http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/1691 http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/12/18/segja_ad_auglysing_droma_se_villandi/ http://frostis.is/svar-komid-fra-fjarmalaeftirliti-vegna-droma/

11 / 20

Niðurstöður athugunar Fjármálaeftirlitsins voru birtar með gagnsæistilkynningu49 þann 29. október 2013 þar sem var meðal annars tekið á afturköllun endurútreikninga og afléttingu veðbanda. Kom í ljós að í einhverjum tilfellum hefði veðböndum ekki verið aflétt vegna lána sem hefðu þó talist að fullu uppgreidd, auk þess sem í a.m.k. einu tilfelli hefði endurútreikningur verið afturkallaður. Þá kvað FME á um að Drómi hf. skyldi standa við gerða útreikninga samkvæmt vaxtalögum og aflétta veðböndum þegar lán teljist þannig uppgreidd. Var jafnframt vakin sérstök athygli á því að Drómi hf. hefði ákveðið að höfða dómsmál til ógildingar þessarar ákvörðunar FME. Þann 8. október 2013 fóru Hagsmunasamtök heimilanna fram á að Sýslumaðurinn í Reykjavík legði lögbann við innheimtu Dróma hf. á peningakröfum án tilskilinna starfsleyfa.50 Byggðist beiðnin á lögum nr. 141/2001 um lögbann og dómsmál til verndar heildarhagsmunum neytenda, og töldu samtökin að háttsemin bryti í bága við innheimtulög nr. 95/2008, ásamt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005. Þann 31. október tók sýslumaður þá ákvörðun51 að synja beiðni samtakanna um lögbann, meðal annars á þeirri forsendu að með vísan til 2. mgr. 16. gr. innheimtulaga gæti Fjármálaeftirlitið krafist þess að slíkri starfsemi verði hætt og jafnframt birt opinberlega nöfn þeirra aðila sem taldir væru bjóða þjónustu án tilskilinna leyfa. Skömmu síðar eða þann 12. nóvember 2013 birti Fjármálaeftirlitið enn eina gagnsæistilkynningu, 52 í þetta sinn um sáttargerð vegna innheimtustarfsemi Dróma hf. Þar kom fram að athugunin, sem hófst í lok ársins 2012 að fengnum ábendingum, beindist að því hvort innheimta Dróma hf., annars vegar á lánum í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ)/Hildu ehf. og hins vegar á lánum í eigu Frjálsa hf., félli undir 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 og krefðist innheimtuleyfis. Komst FME að þeirri niðurstöðu að Drómi hefði stundað slíka innheimtu og fór fram á að Drómi hf. stöðvaði innheimtustarfsemi sína eða aflaði sér innheimtuleyfis fyrir tiltekin tímamörk. Þá hafi Drómi hf. orðið við kröfum Fjármálaeftirlitsins og hafi Arion banki hf. tekið við frum- og milliinnheimtu lána í eigu ESÍ/Hildu, en þeir starfsmenn Dróma hf. sem höfðu sinnt innheimtu á lánum í eigu Frjálsa hf. hafi verið gerðir að starfsmönnum Frjálsa hf. og innheimtan því ekki lengur í andstöðu við 3. gr. innheimtulaga. Með hliðsjón af þessu var það niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að ljúka málinu með sátt að fjárhæð 2.800.000 krónur, með vísan til 19. gr. innheimtulaga og reglna nr. 1245/2007. Að svo stöddu er staða fjölmargra viðskiptavina Dróma í algerri óvissu, neytenda sem hafa átt í erfiðleikum með að fá greitt úr sínum málum hjá Dróma hf. og þurft að þola ólíka eða lakari meðferð sinna mála en eðlilegt væri hjá starfandi fjármálafyrirtækjum með fullgild starfsleyfi. Ekkert liggur fyrir um hvort komið verði til móts við þá sem liggja óbættir hjá garði með neinum hætti, en samkvæmt núgildandi lögum er nauðungarsala óafturkræf aðgerð og ljóst að aðgerða er þörf til að bæta þeim sem misst hafa heimili sín á ólögmætan hátt til Dróma hf. skaðann. Einnig þarf að fá úr því skorið með opinberum hætti hvort Fjármálaeftirlitið sé yfirhöfuð hæft til að fjalla um málefni Dróma, í ljósi þess að það var einmitt FME sem stofnaði Dróma í mars árið 2009. Yrði niðurstaðan sú að FME sé hæft til að fjalla um Dróma ber jafnframt að kanna hvort heimild hafi verið fyrir því að ljúka máli með sáttargerð við fyrirtæki sem ljóst er að brotið hefur innheimtulög allt frá því snemma árs 2009, þar sem slík heimild á aðeins við um minniháttar brot. Vandséð er að fyrirliggjandi brot Dróma hf. geti talist minniháttar, ekki síst í ljósi umfangs þeirra.

49 50 51 52

http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1972 http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/item/1667 http://www.scribd.com/doc/185453378/2013-L32-Sýslumaður-Synjun-Logbanns-Dromi http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1979

12 / 20

Viðauki I. Tilkynningar og ákvarðanir stjórnvalda um afdrif SPRON hf.
Fjármálaeftirlitið Yfirlit Fjármálaeftirlitsins um starfsleyfi fjármálafyrirtækja frá mars 2007 til desember 2009: http://www.scribd.com/doc/171793538/2007-FME-Starfsleyfi-2009 21.3.2009 Fréttatilkynning Fjármálaeftirlitsins um endurskipulagningu stjórnvalda á sparisjóðakerfinu: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/506 21.3.2009 Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda SPRON hf.: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1217 22.3.2009 Fréttatilkynning stjórnarráðsins um endurskipulagningu á sparisjóðakerfinu: http://www.forsaetisraduneyti.is/verkefni/verkefnum-lokid/frettir-island-is/nr/5563 5.4.2009 Ákvörðun FME um breytingu á ákvörðun dags. 21.3.2009 um ráðstöfun eigna og skulda SPRON hf.: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1209 17.4.2009 Ákvörðun FME um aðra breytingu á ákvörðun 21.3.2009 um ráðstöfun eigna og skulda SPRON hf.: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1207 25.5.2009 Ákvörðun FME um þriðju breytingu á ákvörðun 21.3.2009 um ráðstöfun eigna og skulda SPRON hf.: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1201 29.5.2009 Ákvörðun FME um fjórðu breytingu á ákvörðun 21.3.2009 um ráðstöfun eigna og skulda SPRON hf.: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1200 Framangreindar tilkynningar og ákvarðanir FME saman teknar: http://www.scribd.com/doc/171795382/2009-FME-Spron-Yfirtaka Samkeppniseftirlitið 29.8.2008 Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 48/2008 um dagsektir vegna vanrækslu Byrs sparisjóðs á afhendingu upplýsinga vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á samruna SPRON og Kaupþings: http://www.samkeppni.is/urlausnir/akvardanir/nr/625 7.10.2008 Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 50/2008 um samruna Kaupþings banka hf. og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf.: http://www.samkeppni.is/urlausnir/akvardanir/nr/500 24.3.2011 Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2011 um undanþágu vegna samkomulags um sértæka skuldaaðlögun: http://www.samkeppni.is/urlausnir/akvardanir/nr/1686 9.3.2012 Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012 um undanþágu vegna samstarfs í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 600/2011: http://www.samkeppni.is/urlausnir/akvardanir/nr/1951

13 / 20

Viðauki II. Atburðir og opinber umfjöllun um málefni tengd SPRON/Dróma hf.
1.4.2007 Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis breytt í hlutafélagið SPRON hf. 28.1.2009 SPRON hf. tilkynnir um endurskipulagningu vegna fyrirsjáanlegs samdráttar 25.3.2009 Skilanefnd auglýsir eignir SPRON hf. til sölu: http://www.spron.is/is/Frettirvidburdir/Nanar/salaeignaspron 30.3.2009 Stofnun Dróma hf.: http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/7103091670 26.5.2009 Samningur bráðabirgðarstjórnar SPRON hf. við stjórnir Dróma hf. og Mýrarhlíðar ehf. um yfirfærslu eigna SPRON hf. til Dróma hf. og veðsetningu þeirra til Nýja Kaupþings (Arion banka) hf.: http://www.scribd.com/doc/171323384/2009-Samningur-SPRON-Dromi 23.6.2009 Héraðsdómur Reykjavíkur skipar slitastjórnir SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans hf.: http://www.spron.is/is/Frettirvidburdir/Nanar/tilkynningumskipunslitastjornarhjaspron http://www.spron.is/is/Frettirvidburdir/Nanar/tilkynningumskipunslitastjornarhjafrjalsafjarfesti ngarbankanum http://www.frjalsi.is/category.aspx?catID=113 http://www.dromi.is/?page_id=2 14.7.2009 Innköllun kröfulýsinga í slitabú Frjálsa fjárfestingarbankans hf.: http://www.frjalsi.is/category.aspx?catID=106 22.7.2009 og 29.7.2009 Innköllun kröfulýsinga í slitabú SPRON hf.: http://www.spron.is/is/Innkollunkrafna/ 7.8.2009 Héraðsdómur Reykjavíkur skipar slitastjórni slitastjórn SPRON verðbréfa hf.: http://www.spron.is/is/SPRONVerdbref/ 7.10.2009 Slitastjórn SPRON gefur út kröfuhafaskýrslu: http://www.spron.is/media/PDF/SPRON_Creditor_Report1.pdf 19.11.2009 Slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans hf. heldur kröfuhafafund: http://www.frjalsi.is/files/Fundargerð kröfuhafafundar 19-11-2009.pdf 17.3.2010 Slitastjórn SPRON heldur kröfuhafafund: http://www.spron.is/media/PDF/SPRON_hf__krofuhafafundur__undirritud_fundargerd__17_mar s_2010.pdf 23.9.2010 Hlutafé Dróma hf. hækkað um 15 milljarða kr. með breytingu skulda í hlutafé 13.4.2011 Slitastjórn SPRON hf. heldur kröfuhafafund: http://www.spron.is/media/PDF/Krofuhafafundur_SPRON_20110413.pdf 26.10.2011 Slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans hf. heldur kröfuhafafund: http://www.frjalsi.is/files/Fundargerð kröfuhafafundar 26-10-2011.pdf

14 / 20

14.11.2011 Slitastjórn SPRON hf. heldur kröfuhafafund: http://www.spron.is/media/PDF/Krofuhafafundur_SPRON_20111014.pdf 7.2.2012 Samningur Hildu hf. og Seðlabanka Íslands um ótakmarkað umboð Dróma: http://www.scribd.com/doc/171794286/2012-Hilda-Dromi-Umboð 22.2.2012 Athugasemd Fjármálaeftirlitsins vegna ummæla umboðsmanns skuldara varðandi Dróma hf.: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/1347 9.3.2012 Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012 um undanþágu fjármálafyrirtækja og Dróma hf. til að eiga afmarkað samstarf úrvinnslu skuldamála sem varða gengisbundin lán: http://www.samkeppni.is/urlausnir/akvardanir/nr/1951 27.6.2012 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki eftir hrun: http://www.rikisend.is/frettir/nanar/article/skyrsla-um-fyrirgreidslu-rikisins-vid-fjarmalafyrirtae ki-og-stofnanir-eftir-hrun.html 5.9.2012 Nafni Frjálsa fjárfestingarbankans hf. breytt í Frjálsa hf.: http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6912820829 5.9.2012 Heimild til hlutafjáraukningar um allt að 200 milljónir kr. færð í samþykktir Frjálsa hf. 21.11.2012 Gagnsæistilkynning Fjármálaeftirlitsins vegna athugunar á starfsháttum Dróma hf.: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1670 30.11.2012 Tilkynning um eftirlit Fjármálaeftirlitsins með félögum sem stýrt er af slitastjórnum: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/1680 11.12.2013 Heilsíðuauglýsing “starfsfólks Dróma hf.” um “faglega og góða viðskiptahætti”: http://vefblod.visir.is/index.php?s=6627&p=143093 12.12.2013 Heilsíðuauglýsing “starfsfólks Dróma hf.” um “faglega og góða viðskiptahætti”: http://vefblod.visir.is/index.php?s=6629&p=143144 13.12.2012 Tilkynning Fjármálaeftirlitsins vegna auglýsinga Dróma hf. í dagblöðum: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/1691 18.12.2012 Frétt ásamt meðfylgjandi kæru til Neytendastofu vegna villandi auglýsinga Dróma hf.: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/12/18/segja_ad_auglysing_droma_se_villandi/ 18.12.2012 Fjórða skýrsla eftirlitsnefndar Alþingis um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, með úttekt á málum á forræði Dróma hf.: http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/frettir-anr/nr/7184 16.4.2013 Tilmæli Fjármálaeftirlitsins til lánastofnana vegna endurútreiknings gengislána: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/1798 Maí 2013 Sýnishorn af bréfi Dróma hf. til lántakenda um meint lögmæti gengislána SPRON. hf. og dótturfyrirtækja: http://www.scribd.com/doc/173870752/2013-Dromi-Gjaldeyrislan-Logmæti

15 / 20

12.6.2013 Sameiginleg fréttatilkynning um viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um kaup og sölu eigna Dróma hf. til ESÍ ehf. og Arion banka hf. og einstaklingslána Hildu ehf. til Arion banka hf.: http://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2013/06/12/Viljayf irlysing-um-ad-hefja-vidraedur-um-kaup-og-solu-a-eignum-Droma-hf.-til-ESI-og-Arion-banka-hf/ 26.6.2013 Gagnrýni umboðsmanns skuldara á ákvörðun Dróma hf. um að taka til baka endurútreikning gengislána: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP19429 5.7.2013 Minnisblað Fjármálaeftirlitsins til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis 5. júlí 2013 um framkvæmd endurútreiknings lána á grundvelli laga nr. 151/2010 og viðskiptahætti Dróma hf.: http://frostis.is/svar-komid-fra-fjarmalaeftirliti-vegna-droma/ 9.7.2013 Frétt um kæru til sérstaks saksóknara á hendur Dróma hf. vegna yfirdrifinna dráttarvaxta: http://www.dv.is/frettir/2013/7/9/kaera-stjornendur-droma-til-serstaks-saksoknara/ 13.7.2013 Gagnrýni umboðsmanns skuldara á fyrirkomulag málefna er varða Dróma hf.: http://www.vb.is/frettir/93502/ 16.7.2013 Gagnrýni formanns fjárlaganefndar Alþingis á afskiptaleysi FME af harkalegu framferði Dróma hf.: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP19735 12.9.2013 Tilkynning Fjármálaeftirlitsins vegna umfjöllunar um Dróma hf. í fréttum RÚV: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/1901 25.9.2013 Svar Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn HH um starfsleyfi Dróma hf.: http://www.scribd.com/doc/171315680/2013-FME-Dromi-Starfsleyfi Október 2013 Hagsmunasamtök heimilanna opna vefsvæði með gagnasafni um Dróma hf.: http://www.scribd.com/collections/4359872/Dromi 8.10.2013 Hagsmunasamtök heimilanna krefjast lögbanns á innheimtu Dróma hf. án tilskilinna starfsleyfa: http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/item/1667 29.10.2013 Tilkynning Fjármálaeftirlitsins um athugun á starfsháttum Dróma hf. í tengslum við afturköllun endurútreiknings og afléttingu veðbanda: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1972 31.10.2013 Ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um synjun beiðni HH um lögbann á innheimtu Dróma hf.: http://www.scribd.com/doc/185453378/2013-L32-Sýslumaður-Synjun-Logbanns-Dromi 12.11.2013 Tilkynning Fjármálaeftirlitsins um sáttargerð vegna innheimtustarfsemi Dróma hf.: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1979 20.11.2013 Fréttatilkynning Hagsmunasamtaka heimilanna um sáttargerð FME við Dróma hf.: http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/item/1678

16 / 20

Viðauki III. Umfjöllun um málefni tengd SPRON/Dróma hf. á Alþingi
15.10.2008 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki: http://www.althingi.is/altext/136/s/0096.html 18.12.2008 Umræða um vanda smærri fjármálafyrirtækja: http://www.althingi.is/altext/raeda/136/rad20081218T141004.html 23.3.2009 Tilkynning frá ráðherra og umræður stöðu sparisjóða og Sparisjóðabankans: http://www.althingi.is/dba-bin/bferil.pl?ltg=136&mnr=829 http://www.althingi.is/dba-bin/bferil.pl?ltg=136&mnr=844 7.4.2009: Skýrsla viðskiptaráðherra um peningamarkaðs- og skammtímasjóði: http://www.althingi.is/altext/136/s/0925.html 5.6.2009 Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki: http://www.althingi.is/altext/137/s/0097.html 31.3.2010 Frumvarp til laga um heimild fjármálafyrirtækis til að veita veðréttindi í tengslum við uppgjör vegna ráðstöfunar Fjármálaeftirlitsins á eignum og skuldum vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði: http://www.althingi.is/altext/138/s/0904.html 26.4.2010 Munnleg skýrsla viðskiptaráðherra um endurskipulagningu sparisjóðakerfisins: http://www.althingi.is/altext/raeda/138/rad20100426T153845.html 28.4.2010 Fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra um stærstu eigendur Íslandsbanka og Arion banka: http://www.althingi.is/altext/138/s/1028.html 30.4.2010 Tillaga til þingsályktunar um skipan nefndar til að rannsaka fall sparisjóða og erfiðleika íslenska sparisjóðakerfisins: http://www.althingi.is/altext/138/s/1033.html 9.6.2010 Utandagskrárumræða um störf skilanefnda bankanna: http://www.althingi.is/altext/raeda/138/rad20100609T141602.html 27.9.2010 Breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010: http://www.althingi.is/altext/138/s/1527.html 15.12.2010 Framhaldsnefndarálit 1. minnihluta fjárlaganefndar um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2011: http://www.althingi.is/altext/139/s/0524.html 2.2.2011 Umræður um sölu fyrirtækja í almannaeigu: http://www.althingi.is/altext/raeda/139/rad20110202T141335.html 28.2.2011 Frumvarp til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna: http://www.althingi.is/altext/139/s/0926.html 14.3.2011 Fyrirspurn til fjármálaráðherra um ríkisábyrgð til Nýja Kaupþings banka hf., nú Arion banka hf.: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=139&mnr=591

17 / 20

29.3.2011 Fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra um málefni fjármálafyrirtækja og skilanefnda: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=139&mnr=646 31.3.3.2011 Umræður um frumvarp til laga um innstæðutryggingar: http://www.althingi.is/altext/raeda/139/rad20110331T190802.html http://www.althingi.is/altext/raeda/139/rad20110331T192625.html http://www.althingi.is/altext/raeda/139/rad20110331T193154.html 12.4.2011 Nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar um frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2009: http://www.althingi.is/altext/139/s/1293.html 14.4.2011 Nefndarálit 1. minnihluta fjárlaganefndar um frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2009: http://www.althingi.is/altext/139/s/1317.html 14.4.2011 Nefndarálit 2. minnihluta fjárlaganefndar um frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2009: http://www.althingi.is/altext/139/s/1318.html 4.5.2011 Um störf þingsins: http://www.althingi.is/altext/raeda/139/rad20110504T141614.html 4.5.2011 Um störf þingsins: http://www.althingi.is/altext/raeda/139/rad20110504T141833.html 31.5.2011 Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna: http://www.althingi.is/altext/139/s/1591.html 15.9.2011 Álit fjárlaganefndar á skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2009: http://www.althingi.is/altext/139/s/1918.html 10.11.2011 Umræður um fjáraukalög 2011: http://www.althingi.is/altext/raeda/140/rad20111110T142957.html 16.1.2012: Fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra um fjárhæð lána heimila vegna íbúðarhúsnæðis: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=140&mnr=413 16.1.2013 Fyrirspurn til fjármálaráðherra um ríkisstuðning við innlánsstofnanir: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=140&mnr=426 18.1.2012 Fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra um verðtryggð lán íslenskra heimila og fyrirtækja: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=140&mnr=455 21.2.2012 Fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra um íbúðir í eigu banka og lífeyrissjóða: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=140&mnr=544 22.2.2012 Um störf þingsins: http://www.althingi.is/altext/raeda/140/rad20120222T153529.html 18.10.2012 Fyrirspurn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um starfsemi skilanefnda, einkum varðandi skipun í skilanefnd SPRON: http://www.althingi.is/altext/141/s/0290.html

18 / 20

21.11.2012 Fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um dótturfélög Seðlabanka Íslands, þ.á.m. um tengsl þeirra við Dróma hf.: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=141&mnr=435 21.11.2012 Fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um innheimtu og fullnustur neytendalána í eigu Seðlabanka Íslands og dótturfélaga: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=141&mnr=438 21.11.2012 Fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um neytendalán í eigu Seðlabanka Íslands og dótturfélaga, þ.á.m. fjölda og virði: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=141&mnr=437 22.11.2012 Fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um lánasöfn í eigu Seðlabanka Íslands og dótturfélaga, þ.á.m. fjölda lána og virði: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=141&mnr=436 22.11.2012 Óundirbúin fyrirspurn til forsætisráðherra um Dróma hf.: http://www.althingi.is/dba-bin/Bferill.pl?ltg=141&mnr=330 5.12.2012 Fyrirspurn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um uppgreiðslur ólögmætra gengistryggðra lána SPRON/Frjálsa hf.: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=141&mnr=507 8.12.2012 Umræður um kostnað við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi: http://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121208T114845.html 13.12.2012 Um störf þingsins: http://www.althingi.is/dba-bin/bferill.pl?ltg=141&mnr=420 21.2.2013 Óundirbúin fyrirspurn til forsætisráðherra um málefni Dróma hf.: http://www.althingi.is/dba-bin/Bferill.pl?ltg=141&mnr=685 26.2.2013 Umræður um frumvarp til laga um neytendalán: http://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130226T160722.html 26.6.2013 Umræður um störf þingsins: http://www.althingi.is/dba-bin/bferil.pl?ltg=142&mnr=133 27.6.2013 Nefndarálit 2. minnihluta um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi: http://www.althingi.is/altext/142/s/0049.html 27.6.2013 Umræður um þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi: http://www.althingi.is/altext/raeda/142/rad20130627T133137.html 2.7.2013 Um störf þingsins: http://www.althingi.is/altext/raeda/142/rad20130702T135551.html 1.11.2013 Um störf þingsins: http://www.althingi.is/altext/raeda/143/rad20131101T110011.html 7.11.2013 Óundirbúin fyrirspurn til innanríkisráðherra um nauðungarsölur og Dróma hf.: http://www.althingi.is/dba-bin/bferill.pl?ltg=143&mnr=124 7.11.2013 Munnleg skýrsla forsætisráðherra um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi: http://www.althingi.is/altext/raeda/143/rad20131107T111236.html

19 / 20

Viðauki IV. Fulltrúar í slitastjórnum SPRON hf., Frjálsa hf. og stjórn Dróma hf.
21.3.2009 Upphafleg skipun í skilanefnd SPRON hf. ● ● ● ● ● Hlynur Jónsson, hdl., formaður (fyrrum sviðsstjóri á verðbréfasviði FME53 ) Davíð Arnar Einarsson, löggiltur endurskoðandi (hjá GrantThornton54 ) Feldís Lilja Óskarsdóttir, hdl. (fulltrúi í skilanefnd og slitstjórn Kaupþings hf.55 ) Guðrún Torfhildur Gísladóttir, löggiltur endurskoðandi (hjá GrantThornton) Jóhann Pétursson, hdl. (Lögmannstofu Vestmannaeyja56 )

26.3.2009 tóku sömu aðilar sæti í stjórnum Frjálsa fjárfestingarbankans og Dróma hf. 30.3.2009 4.5.2009 Ingólfur Friðjónsson skipaður framkvæmdastjóri Frjálsa fjárfestingarbankans hf.57 23.6.2009 Héraðsdómur skipar í slitastjórnir SPRON hf. og Frjálsa fjárfestingarbankans hf.: ● ● ● Hlynur Jónsson, hdl. Hildur Sólveig Pétursdóttir, hrl.58 Jóhann Pétursson, hdl.

7.8.2009 voru sömu aðilar skipaðir í slitastjórn SPRON verðbréfa hf. 10.11.2009 Breyting á stjórnum Frjálsa fjárfestingarbankans hf. og Dróma hf.: ● ● ● ● ● Hlynur Jónsson, hdl. Hildur Sólveig Pétursdóttir, hrl. Jóhann Pétursson, hdl. Magnús Steinþór Pálmarsson Þorsteinn Rafn Johnsen (rekstrarstjóri hjá Motus ehf.59 )

30.12.2011 Magnús Steinþór Pálmarsson segir sig úr stjórn Dróma hf. 20.1.2012 Stjórn Frjálsa fjárfestingarbankans hf. samkvæmt skráningu: ● ● ● Hlynur Jónsson, hdl. Hildur Sólveig Pétursdóttir, hrl. Jóhann Pétursson, hdl.

53 54 55 56 57 58 59

http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/317 http://www.grantthornton.is/um-okkur/starfsmenn/ http://www.kaupthing.com/home/kaupthing/winding-up-committee/ http://www.eign.net/logmansstofan http://www.dromi.is/?page_id=86 http://www.kvasirlogmenn.is/index.php/starfsmenn http://www.linkedin.com/pub/Þorsteinn-rafn-johnsen/50/a07/835

20 / 20