You are on page 1of 7

 

Hvernig urðu kínversku stjörnumerkin


til?

Einn dag ákvað Jaðe keisarinn að nú ætti


að komast til botns í því hvaða dýr skyldu
verða að stjörnumerkjum í Kína. En þau
mættu vera 12 og ekki fleiri. Þetta skyldi
gert með kapphlaupi í veislu í höll
keisarans þar sem haldið yrði upp á
dýrahringinn.

Á leið í veisluna þurfti að fara yfir á.

Kötturinn og rottan voru verstu sunddýrin


í öllu dýraríkinu. Þrátt fyrir það að vera
svona illa synd voru þau bæði gáfuð. Þau
sáu að fljótasta og besta leiðin til að
komast yfir ána var að hoppa upp á bakið
á uxanum. Uxinn samþykkti að bera þau á
bakinu yfir ána. Uxinn var eins og má sjá
af þessu einfeldningur með gott hjartalag.
Rottan þjáðist af hræðilegu keppnisskapi
og til að verða sigurvegari, gerði hún sér
lítið fyrir og steypti kettinum út í ána.
Aldrei síðan hefur kötturinn getað
fyrirgefið rottunni þetta og hatar vatn í
ofanálag.

Rottan stökk fyrst allra í land um leið og


uxinn var kominn upp að landi og hreppti
fyrsta sætið í keppninni.

Fast á eftir kom uxinn sterki og hann fékk


titilinn annað dýrið í dýrahringnum. Á
eftir uxanum kom tígrisdýrið alveg að
springa. Tígrisdýrið sagði að stríður
straumur hefði næstum hrifsað sig með
sér niður eftir ánni. En það tók þá á öllum
sínum ógurlega krafti og komst í land.
Tígrisdýrið var því kallað þriðja dýrið í
hringnum.

Allt í einu heyrðist heilmikið skrjáf í grasi


og það var kanínan sem var komin. Hún
sagði að hún hefði farið yfir ána með því
að stökkva í flýti af einum steini yfir á
þann næsta. Þegar hún var hálfnuð yfir
ána hafði hún næstum því tapað
kapphlaupinu en kanína var svo heppin að
ná taki á trjágrein sem nokkru síðar
skolaðist með hana á land. Að launum
hlaut kanínan að verða fjórða
stjörnumerkið í röðinni á hringnum. Í
fimmta sætið kom svo drekinn fljúgandi
og spúði eldi út í loftið. Keisarinn var
hissa á því og spurði heldur betur
forvitinn af hverju kraftmikil fljúgandi
skepna eins og drekinn hefði ekki komið
fyrstur í mark. Drekinn ógurlegi sagði frá
því að hann hefði þurft að stoppa og gera
regn til að hjálpa öllu fólkinu og skepnum
jarðarinnar, og því hafði hann tafist ögn.
Svo þegar hann var á leið að lokamarkinu
sá hann litla hjálparlausa kanínu sem
ríghélt sér í trjágrein í ánni og þurfti á
góðverki að halda. Hann blés frá sér lofti
á aumingja dýrið svo því skolaði á land.
Keisarinn var mjög ánægður með þetta og
drekanum var bætt í
stjörnmerkjahringinn. Um leið og hann
hafði lokið þessu verki sínu birtist
hesturinn á stökki. Snákurinn lá í leyni á
hófi hestsins og hesturinn fældist þegar
snákurinn hrökk fram skyndilega.
Hesturinn féll og lét snákinum eftir sjötta
sætið á meðan hesturinn lenti í því
sjöunda.

Litlu síðar og ekki þar langt frá, komu upp


á árbakkann hrúturinn, apinn og haninn.
Þetta höfðu dýrin þrjú öll áorkað í
sameiningu. Haninn fann fleka og tók hin
dýrin tvö með sér á honum. Saman ruddu
hrúturinn og apinn illgresinu burt úr
veginum og ýttu og toguðu og komu á
endanum flekanum hinum megin í land.
Keisarinn gladdist yfir þessum
samtakamætti og gerði hrútinn undir eins
að áttunda dýrinu, apann að því níunda
og hanann það tíunda.

Ellefta dýrið er hundurinn. Og hverjar


voru hans útskýringar á því hvað hann
kom seint? Á ekki hundurinn að vera betri
en allir hinir að synda? Hundurinn áleit
sig hafa efni á góðu baði þar sem hann
var á öllu þessu ferðalagi og tært vatnið í
ánni var það mikil freisting að hann gat
ekki annað en látið þetta eftir sér. Hann
hafði næstum ekki komist í markið út af
þessu uppátæki sínu. Keisarinn var um
það bil búinn að segja þetta gott í dag
þegar hann heyrði lítið svín hrína. Svínið
varð svangt á hlaupunum, hætti þeim
bara og fór að borða stóra máltíð, datt út
af og sofnaði. Eftir þennan blund hélt
svínið áfram í kapphlaupinu og kallaðist
nú tólfta og seinasta merkið í
dýrahringnum. Kötturinn kom of seint til
að vinna sér inn stöðu í dagatalinu.
Þrettánda merkið er ekki til. Það varð til
þess að kötturinn hét sjálfum sér því að
vera óvinur rottunnar um alla eilífð.

Sagan fundin á Wikipedíu og þýdd á íslenski af M24.


2008

You might also like