You are on page 1of 6

Hér byrjar söguna af Bartólómeó postula.

1.kapítuli

Messudag höldum vér í dag sankti Bartolomei postula, í minning þeirrasr (píningar - yfirstrikað)
pínslar hans og hinnar vænstu sigrandi, er hann fór á þessum degi til himnaríkis dýrðar með
sárlegum píningum. Ei höfum vér á bókum séð, hvör hans iðn hafi verið, áður en það Drottinn
kallaði hann til síns föruneytis. Það hafa nokkrir vitrir menn sagt, að sankti Bartolomeus hafi
maður ættstór verið yfir alla postula, og afþví borið það nafn, að hann hafi konungborinn verið, því
að konungar hétu hvör eftir annan Tholomeus á Egyptalandi langa ævi, en Bar þýðir sonur á vora
tungu. Því kalla sumir menn, að á þessum degi sé það guðspjall lesið í messu, að postular þrættu
um það, hver þeirra mestur væri, en Drottinn segir hvörn veg hvör væri ættaður, eður hvörja iðn
þeir höfðu, áður en að þeir fylgdu Drottni, og þau boðorð, er hann bauð þeim, og sú virðing, er
hann veitti þeim um aðra menn fram, það hann gjörði þá alla jafna og engin mátti þeim virðing
önnur slík vera, sem sú dýrð, er hann veitti þeim. Margir hlutir eru þeir, er þykjast sýnst hafa í
háttum Bartolomei, það hann hafi mikilmenni verið, þeim er þessa heims virðing á lítur: Hann var
styrkur maður og staðramur (???) háttprúður og forleitinn, þrifsamur og þrekmaður mikill.
Indíalöng eru þrjú: eitt það er liggur hjá Blálandi (1.neðanmáls; þessu orði sleppa aðrar afskriftir),
annað liggur hjá Serklandi, en hið þriðja við heimsenda, og það hið ytsta Indíaland kallað á
bókum. En þá er postular skiptust til landa þá var á hið ytsta Indíaland sendur af Guði heilagur
Bartolomeus postuli. En er hann kemur þangað, þá var þar blótað skurðgoð það, er hér Astaroth:
var í goðinu djöfull sá er sagðist græða sjúka menn, en þá eina græddi hann, er hann meiddi. Því
að Indíalandsmenn kenndu ekki sannan Guð, og urðu þeir því tældir af ósönnum guði; en hinn
lygni guð vældi svo þá, er ei trúðu né þekktu sannan Guð, að hann kastar á þá sóttum og meinum
og ýmsri sköðun, og gefur svör skurðgoðum að þeir blóti þau; en þó sýnist heimskum mönnum
sem hann græði, ef hann lætur af að meiða, en hann bjargar öngvum, heldur
____(gramlar/grandar) hann og sýnist hann græða, er hann lætur af að granda. En er
Bartólómeus postuli var þangað kominn, þá mátti Astaroth eigi svör veita sínum mönnum, og
öngvum bjarga, þeim er hann beiddi, en hofið var fullt sjúkra manna, þeirra er um langan veg voru
þangað komnir. Nú veitir Astaroth engin svör, þó þeir blótuðu og helltu út blóðbaði sínu, sem þeir
voru vanir. Þá fóru þeir til annarrar borgar. Þar var sá djöfull blótaður er hét Berith, og blótuðu
menn þar og fréttu, fyrir því/hví Astaroth, goð þeirra, svaraði þeim eigi. En Berith svaraði og
mælti: "Guð yðar er svo herfenginn og bundinn eldlegum rekendum (2.neðanmáls; þ.e. hlekkjum)
að hann þorir ekki að mæla né blása síðan Bartolómeus postuli kom hingað." Blótmenn mæltu:
"Hvör er Bartólomeus?" Berith svarar: "Vinur er hann almáttugs guðs, og fór hann hingað, til að
eyða blót öll, sem á
d
Indíalandi eru." Blótmenn sögðu: "Sýn þú oss mark hans, að vér finnum hann, því vér megum
hann eigi kenna með mörgum þúshundruðum manna." Berith svarar: "Svartur er hann á hárslit og
kár í mikill í hári hans, réttnefjaður er hann og eyrun hulin höfuðs hári, síðskeggjaður er hann, og
hæra nokkur í hárum höfuðs hans; meðalmaður er hann á vöxt, svo að hann má hvörki þykja hár
né lágur; hvítan klæðnað hefur hann, og búinn purpura og gimsteinum, sex vetur og tuttugu hefur
það verið, að ei saurguðust klæði hans né skúrar; hundraðsinnum á nótt og hundraðsinnum á
degi fellur hann á kné og göfgar guð sinn; rödd hans er sem ógurlegt móthorn (2.neðanmáls; þ.e
básúna), englar Guðs fara meður honum, og láta hann ei mæðast né hungra; ávallt er hann með
hinu sama geði; blíður er hann jafnan og glaður; allt veit hann og sér fyrir; og allra þjóða tungur
kann hann að mæla og skilja, og það sjálft veit hann, er þér spyrjið mig, og nú það er ég segi yður
frá honum; því að englar Guðs þjóna honum, og segja honum alla hluti; og ef þér finnið hann, þá
munuð þér því aðeins hann finna, að hans er vilji til, en ella eigi. En ef þér finnið hann, þá biðjið
hann, að hann komi hingað ei, að ei gjöri guðs englar slíkt að mér, sem að þeir gjöra nú að vin
mínum Astaroth." Svo þagnaði djöfull, er hann hafði þetta mælt.
e
En blótmenn hurfu aftur, og hugðu að búningi og áliti hvers útlends manns, leitandi postulans, en
fundu hann eigi. Síðan gjörðist það, að djöfulóður maður kallaði og mælti: "Guðs postuli
Bartolomeus, bænir þínar brenna mig." Postulinn mælti: "Þegi þú óhreinn andi, og far frá honum."
Þá varð sá heill, er marga vetur hafði óður verið. Konunginum var sögð heilsa hins sjúka manns,
en konungurinn hét P/Tolimius, hann átti dóttur þá er óð var. Þá sendi hann menn eftir postula, og
mælti síðan við hann: "Dóttir mín er illa haldin, en ég biður, að svo sem þú græddir Seristíum, er
marga vetur hefur óður verið, þá græð þú og svo dóttur mína." Postulinn reis upp, og fór meður
honum. Og er postulinn sá konungsdóttur svo bundna rekendum, þá kallaði hann og bauð hana
leysa, en þénararnir svöruðu: "Þora mun hún að rétta hendur sínar, en hún bítur og slítur allt það
er hún má finna." Postulinn mælti við þá: "Bundinn hefi ég óvin þann, er hana kvaldi, en þér
hræðist enn; farið þér til og leysið hana, og leiðið til mín snemma á morgun." En þeir gjörðu sem
postuli bauð þeim, og mátti djöfull síðan aldrei kvelja hana. Þá lét Polemeus konungur klifja
úlfalda og hesta gulli og silfri, gimsteinum og dýrlegum klæðum, og leitaði postulans, en mátti ei
f
finna hann; og var aftur borið féð til hallarinnar. En er leið á nótt og lýsti fyrir degi, þá sýndist
konungi postulinn birtast, er hann lág inni að luktum dyrum, og talaði svo við hann: "Til hvers
leitaðir þú mín allan daginn með gull og silfur og gimsteina og dýrleg klæði? Þessa hluti þykjast
þeir þurfa er jarðneskan fjárhlut elska, en ég girnist einskis líkamlegs eða jarðnesks. En það vil ég
að þú vitir, að sonur Guðs lét berast í þennan heim frá Maríu jungfrú, og gjörðist hann maður í
meyjar kviði. En er sú hin helga mær hafði guð meður sér, þann er skóp himin, jörð og sæ, og allt
það er þar í millum er, þá tók hann manndóm á guðdóm sinn, og hafði burðar upphaf með
mönnum. Sá er aldrei hefur upphaf haft. Því að guðdómur hans, er hann sjálfur hefur, er alls
upphaf, og gefur hann upphaf allri skepnu sýnilegri og ósýnilegri. En sú mær hét því heiti fyrst, að
varðveita meydóm sinn óspilltan, og giftist eigi; en enginn hafði fyrr það heit Guði gjört og er sú
mær fyrsta kvenna þeirra, er hétu því guði að halda meydómi sínum; nam hún það ei af dæmum
manna né orðum, heldur gjörði hún svo í eftirlíking englalífs af ást Guð. Og fyrir því vitraðist henni
að loknum dyrum Gabríel engill, skínandi sem sól. En er hún hræddist þá mælti engillinn svo
viður hana: 'eigi skaltu hræðast María, "
g
"því að þú munt son geta'. Þá svarar hún meður hræðslu og mælti staðfastlega: 'hversu má það
vera? Því að ég ætla ei manni að giftast'. Engillinn svarar: 'fyrir því mun koma yfir þig heilagur
andi, og sá hinn helgi burður, er þú ber, skal kallast sonur Guðs.' En sá Guðssonur, þá er hann
var hér maður með mönnum, þá lét hann djöful freista sín, þann er steig yfir hinn fyrsta mann, og
vann teyging til þess að eta aldin af tré því, er Guð hafði bannað honum. En nú svosem fjandinn
mælti viður hinn fyrsta mann, það hann æti, og át hann, og var því á braut rekinn úr Paradís, og
útlægur í heim þennan, og kom síðan allt mannkyn frá honum. Svo hið sama mælti fjandinn við
Guðsson, að hann gjörði brauð úr grjóti og steinum, og æti, þá er hann lét sig hungra. Drottinn
svaraði honum: 'Eigi lifir maðurinn við brauð eitt, heldur við orð Guðs'. Nú sá djöfull er steig yfir
þann, er át, sá hinn sami andskoti, týndi sigri sínum fyrir þann, er fastaði og fyrirlét teygingar
hans. (þessi setning er svona en það þarf að lagfæra orðaröðina) Því að það var rétt, að meyjar
sonur yfirstigi þann, er fyrr hafði stigið yfir meyjar son." Þá svarar Polemíus konungur og mælti:
"Hvörsu sagðir þú móður guðs sonar mey vera, ef annar var fyrr meyjar son?" Postulinn
h
svaraði: "Þakkir gjöri ég Guði, því að þú hlýðir mér með áhuga. Hinn fyrsti maður var skapaður úr
jörð og var því jörðin móðir hans, en hún var mær, þá er hún var enn ei saurguð af syndum
manna kyns, og ei upplokin til kraftar dauðra manna. En það var rétt, sem ég sagði þér, að
meyjar sonur yfirstigi þann, er fyrst steig yfir meyjar son, og vann hann væltan af sinni flægð, að
hann át af bönnuðu tré; var hann því síðan brottrekinn úr Paradís og útibyrgður. En sá meyjar
sonur og Guðs lét fjandann freista sín. Nú var flægð fjanda sú, að hann vildi fyrirfara þessum
meyjarsyni, en þorði ei að freista hans, meðan hann sá ei hungur á honum, því hann ætlaði það
víst fyrir sér, að Jesús væri Guðs sonur, ef hann hungraði ei eftir fjóra tigi daga. En svo sem hann
er sannur sonur Guðs svo er hann og maður, en þeir einir menn mega kenna hann, er meður
hreinum huga og góðum verkum elska hann. Nú sem fjandinn sá, að Drottinn hungraði eftir 40
daga, þá þóktist hann víst vita, að hann var eigi Guð, og sagði: 'Fyrir hví lætur þú þig hungra?
Mæl að steinar þessir verði að brauðum, og et'. 'Heyr þú andskoti,' sagði Drottinn, 'ef þú hefur af
því veldi yfir mönnum, að faðir alls mannkyns Adam, lét að teygingum þínum,
i
og hafnaði boðorðum Guðs, þá mun ég,' segir hann, 'varðveita Guðs lög og yfirkoma þig fastandi
og reka þig frá því veldi sem þú eignaðist fyrir synd þess er át.' En er fjandinn sá sig yfirkominn í
þessari freistni, þá sýndi hann honum gull og sildur og alla heims dýrð og mælti svo við hann:
'Þetta allt mun ég gefa þér, ef þú lýtur mér.' Drottinn svarar: 'Flýðu fjandi, því að svo er ritað:
`Drottni þínum Guði skaltu lúta og honum einum þjóna.´' Enn var hin þriðja freisting ofmetnaðar,
sú er andskotinn hóf Drottinn upp á musteri hátt og bað hann ofan stíga, ef hann væri Guðssonur.
En sá er um sinn hafði stigið yfir meyjarson, sá varð nú því fastlegar yfirkominn af meyjarsyni. Og
svo sem þú sérð konungur, er þú stígur yfir óvin þinn og sendir riddrara þína og liðsmenn í alla
staði þá er óvinur þinn hafði veldi yfir, og leggur á merki þitt og eignast allt, svo gjörði og Jesús
Kristur, þá er hann steig yfir fjandann, að hann sendi oss í lönd öll svo að vér rekum á braut alla
djöfuls þjóna, þá er byggja í hofum og skurðgoðum, en vér leysum menn úr ánauð þeirra og frá
valdi þess er yfir var stiginn. Nú af "
j
"því fyrirlítum vér gull og silfur, svo sem Kristur fyrirleit, að vér viljum þar auðugir verða er hann
hefur eilíft veldi, þar aldrei verður sótt eður ógleði, heldur er þar eilífur fagnaður og sæla án enda
og eilíft yndi. En er ég gekk um hof yðar, þá bundu englar Drottins míns, þess er mig sendi, djöful
þann er yður svarar úr skurðgoðinu. Nú ef þú lætur skírast og tekur trú, þá mun ég svo gjöra að
þú munt sjá hann og muntu þá vita hver mikils góðs þú hefur misst (???) og þeir allir, er sjúkir
liggja í hofi þessu. Heyrðu með hve mikilli slægð djöfullinn sýnist menn græða. Síðan er hann
steig yfir hinn fyrsta mann, þá tók hann að hafa veldi yfir mönnum, og hefur hann yfir þeim
margfalt veldi, er fleira misgjöra. Fjandinn sjálfum gaf mönnunum sótt af vélum sínum, og eggjar
menn til að trúa á sig eður á skurðgoð, til þess að hann hafi forráð anda þeirra. En þá lætur hann
af að meiða, þá er þeir kalla stokk og stein guð sinn. En af því má nú sá djöfull ei svara
blótmönnum sínum, er í þessari líkneskju var, að hann er bundinn og yfirkominn af mér. En ef þú
vilt reyna, hvort það er satt er ég segi þér, þá mun ég bjóða að hann gangi úr líkneskju sinni og
svari yður." Konungur svarar: "Snemma á morgun munu blót-"
k
"-biskupar búnir vera að offra og mun ég þar koma að sjá undur þau er þú segir." En er morgun
kom og menn blótuðu, þá kallaði djöfullinn og mælti: "Látið af vesælir menn, að blóta mig, að þér
hafið ei verra. Bundinn er ég með eldlegum rekendum af englum Jesú Kristí, þess er gyðingar
krossfestu og hugðu mann vera og haldast ei í dauða, en hann herjaði á hús drottna vorra og batt
sjálfan heljarhöfðingjann slíkum rekendum, og reis hann upp á þriðja degi af dauða, og gaf mark
krossins postulum sínum, og sendi þá í allar áttir heims. Er hér nú kominn einn af þeim og hefir sá
bundið mig. En ég bið yður þess að hann (sennilega átt við kónginn...) láti mig fara til annars
héraðs fyrir yðar bæn." Bartólómesus mælti: "Segðu það, óhreinn andi, hver er sá sem grandaði
þessum mönnum öllum, er hér liggja sjúkir." Djöfull svarar: "Höfðingi vor, sendir oss að granda
mönnum, fyrst líkömum þeirra, meðan vér höfum ei veldi yfir öndunum, en þá er menn blóta oss
til heilsu líkama sinna þá látum vér af að meiða, því að þá höfum vér veldi fengið yfir öndum
þeirra; en þá fýsumst vér græða, er vér aflátum að meiða líkamann og verðum svo göfgaðir sem
guðir, þótt vér séum djöflar og "
l
" þjónar þess er hinn krossfesti meyjarson batt. En frá þeim degi er postuli sá kom hingað þá
kveljumst ég bundinn eldlegum rekendum og mælir ég nú, af því hann bauð mér að mæla; því að
ei mynda höfðingi vor sjálfur mæla þora, þótt hann væri hér." Bartólómeus mælti: "Fyrir hví græðir
þú ei þessa menn, er til þín eru komnir?" "Þó að vér meiðum ei líkami þeirra," kvað djöfull, "þá
látum vér haldast þeirra mein á meðan vér megum ei öndunum granda." Postulinn mælti: "Hvörju
grandi þér öndunum?" Djöfullinn svarar: "Þá er menn trúa að vér séum guðir, og blóta oss, þá
hverfur guð frá þeim, en vér snúum sóttum líkamans til andanna." Þá mælti Bartólómeus við
lýðinn: "Nú megið þér sjá, hvörju þér hugðuð guð vera og græða yður; heyrið þér nú, hvör hinn
sanni Guð er, yðar skapari. Sá er byggir á himnum en ei steinum eða stokkum. En ef þér viljið að
ég biðji fyrir yður, og að þessir allir taki heilsu er sjúkir eru, þá leggið þér niður skurðgoð þetta og
brjótið, en ég mun helga hofið í Krists nafni, og skíra yður skírn Krists í þessu musteri." Þá bar
allur lýður reið og festar á skurðgoðið að ráði konungs og vildu draga það út úr hofinu, en þeir
máttu hvörgi hræra það úr stað. Þá mælti postulinn: "leysið þér bönd og festar af skurðgoðinu."
En er þeir höfðu leyst af því böndin öll, þá mælti postulinn við þann sem
m
í goðinu var: "Ef þú vilt að ég sendi þig __ í undirdjúpið þá gakk brott úr líkneskju þessi, og brjót
alla, far síðan í eyðimörk, þangað sem ei fljúga fuglar yfir, og ei heyrist mál manna." Þá gekk
Astaroth út og braut áður í sundur allar líkneskjur, bæði meiri og minni, er þar voru inni, og tók
hann af hofinu alla villu þá sem þar á var skrifað. Þá tók allur lýður að kalla einni rödd: "Einn er
almáttugur guð, sá er Barólomeus boðar." Þá hélt Bartolomeus höndum til himins og mælti: "Guð
Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs, þú er sendir til lausnar vorrar eingetinn son þinn Drottinn
vorn Jesúm Kristum, sá er oss leysti með sínu blóði, þá er vér vorum þrælar syndar, og gjörði
hann oss sér að sonum; þú sem ert faðir og Guð einn og hinn sami, og óskiljanlegur, einn faðir og
getinn Jesús Christur drottinn vor, og einn heilagur andi, lýsari og huggari, drottins vors andi, er
gafst oss það veldi í nafni þínu að vér græddum sjúka og gæfum sjón blindum og rækjum djöfla
frá óðum mönnum, og hreinsuðum líkþrá og gæfum líf dauðum mönnum, og vér getum það allt af
Guði, er vér biðjum í nafni Jesú Christs, í hans nafni biður ég, að sá allur fjöldi sjúkra manna verði
heill, og viti það allir, að þú ert einn Guð á himnum "
n
" og á jörð og á sæ, er endurbætir heilsu manna fyrir sjálfan Drottinn vorn Jesúm Christum; fyrir
þann er þér vegur og dýrð um aldir alda." Allur lýðurinn svaraði og kvað við; "Amen". Því næst
vitraðist engill Guðs, ljós sem sól, og flaug hann í fjögur horn hofsins og risti með fingri sínum
krossmark á fjórum hornsteinum og mælti; "Þetta segir Guð, sá er mig sendi, að svo sem hann
hreinsaði yður af sóttum yðrum, svo hreinsar hann og hof það af allri saurgan djöfla, því að postuli
hans rak á braut gjanda þann frá mönnum, er þetta hof byggði; en Drottinn bauð mér að ég sendi
yður hann. En ei skulu þér hræðast, er þér sjáið hann, heldur gjöri þér með fingrum slíkt mark í
ennum yðrum, sem ég gjörði á steinunum, og munu flýja fyrir yður allir illir hlutir." Þá sýndi mikinn
skugga hrafni svartari, nef hans var hvasst og skegg sítt. Hár hans tók allt á fætur niður, gneistar
flugu úr munni hans, sem af glóanda járni, en brennisteins logi rauk upp úr nösum hans, fjaðrir
voru sem þyrnar, og hendur hans bundnar á bak aftur með eldlegum fjöðrum (2.neðanmáls;
fjötrum). Síðan talar svo engill Guðs: "Af því að þú hlýddir orðum postulans og eyddir öllum
skurðgoðum, þeim er í hofinu voru, þá mun "
o
" ég leysa þig, svo sem postulinn hét þér. En þú far í eyðimörk, hvar menn ei mega vera, og bíð
þar til dómadags." Þá flaug hinn svarti andi út úr hofinu , ýlandi grimmri rödd, og hvarf síðan. En
engill Guðs leið upp til himna, og sáu allir það. En konungur lagði niður kórónu af höfði sér og
purpuar klæði sín, og gjörðist lærisveinn postulans, tók hann skírn og svo kona hans og syndir
hans tveir, og öll hirð hans, og allir þeir er þar höfðu tekin heilsu, sem og aðrir þeir menn er í hans
veldi voru. Þá söfnuðust saman blótbiskupar allra hofa, farandi til fundar við bróður hans, konung
þann er réð fyrir hálfu Indía, en sá hét Astýages, og tala svo við hann: "bróðir þinn gjörist
lærisveinn fjölkyngimanns þess, er sér eignar hof vor, og brýtur goð vor niður". Og þá er þeir
höfðu þetta mælt klökknandi, þá komu enn aðrir blótbiskupar og sögðu hin sömu tíðindi með gráti.
Þá reiddist Astýages og sendi þúsund menn við alvæpni með blótbiskupunum, að þeir tækju
postulann og leiddu þangað bundinn, ef þeir gætu. En er þeir höfðu það gjört, þá mælti Astýages
konungur til postulans: "Ertu sá sem villtan hefur bróður minn?" Postulinn mælti: "Ei villti ég hann,
heldur leiddi ég hann frá villu." Konungur mælti: "Ertu sá sem brýtur "
p
" goð vor?" Postuli mælti: "Ég gaf veldi djöflum þeim, er í skurðgoðum voru, að þeir bryti sjálfir
skurðgoð sín, en menn hyrfu frá villu þeirri og tryðu sönnum Guði, þeim er á himnum er."
Konungur mælti: "Svo sem þú gjörðir við bróður minn, að hann fyrirléti goð sín og trúði þínum
Guði, svo mun ég gjöra við þig, að þú fyrirlátir guð þinn og blótir þú þann guð er ég dýrka."
Postulinn mælti: "Ég sýndi guð þinn bundinn, er bróðir þinn blótaði, og ég gjörði svo að hann
braut sjálfur líkneski sitt. Ef þú mátt gjöra það mínum guði, þá máttu gjöra svo að ég lúti guði
þínum. En ef þú mátt ei gjöra það mínum guði en ég má brjóta goð þín öll, þá er rétt að þú trúir
mínum guði." En er postulinn hafði þetta mælt, þá komu menn og sögðu konunginum, að Baldad
guð hans væri ofanfallið og brotið í smátt. Þá reiddist konungur og reif af sér klæði og lét
Guðspostula berja stöngum og flá kvikan, en höggva síðan. Þá komu menn úr borgum með
Polemíus konungi og tóku lík postulans með Guðs lofi og allri dýrð, og gjörðu honum kirkju mikla
og veglega, og grófu þar líkama hins helga Bartólomeí. En er 30 dagar liðu þaðan, þá varð
Astýagis konungur gripinn af óhreinum anda, og kom honum til leiðis postulans;
q
og allir blótbiskupar urðu óðir af djöfli, og játuðu heilagleik Bartolomei, en féllu síðan dauðir niður
að leiði hans. Þá varð ótti mikill og hræðsla yfir heiðnum mönnum og tóku allir trú og skírn af
prestum þeim, er postulinn hafði vígða. En að vitni Guðs og allra manna ráði lærðra og ólærðra,
þá var Polemíus konungur tekinn til biskups. Hóf hann síðan að gjöra margar jarteiknir í Guðs
nafni. Tuttugu vetur var Polemíus biskup, algjör í góðum verkum, og efldi mjög kristindóminn og
alla góða siðu. Síðan fór Polemíus til Guðs í eilífa dýrð, þess er lifir og ríkir um aldir alda. Amen.

Hinn síðari hluti sögunnar.


Sanktus Bartolomeus kenndi kenningar á hinu ysta Indíalandi, er liggur við ysta heims enda.
Hann var sem áður er greint, kvikur fleginn fyrir Guðs nafni og ákaflega píndur, en síðan var
höfuð af honum höggvið eftir boðorði konungs þess er Astýages hét. Heilagur dómur Bartolomei
postula er nú í Beniventh, en fyrir var hann í ey þeirri er Liparus heitir. Brátt eftir fráfall Polemíus
biskups var á Indíalandi yfirgangur mikill vondra manna og ótrúfullra, lögðu þeir óþægð á fégjafir
og virðingar, er menn lögðu og gjörðu til hins
r
sæla Bartolomei postula, virðandi lítils þær jarteiknir sem hann hafði gjört á sjúkum mönnum. En
þessir komu litlu á leið að sefa hugi manna til ástar við postulann. Þá tóku þeir það æði og óráð,
að þeir gjörðu örk af tré og létu þar í koma helgan dóm hans, og skutu síðan í sæ út öllu saman,
og fjórum öðrum helgidómum píndra manna. Þetta rann um haf innan og fór æ fyrir örk heilags
Bartolomei, uns er hann kom við ey þá er skammt er frá Sikiley og Liparis heitir. Var það vitrað
biskupi þeim helgum sem Agatholl hét, og þar hafði sitt aðsetur. Hann vitjaði þessara stórmenja
og lét hann þá hina helga dóma er komnir voru flytja til annarra höfuðstaða, en fjölda manna lét
hann ganga í mót helgum dómi postulans með kertum og reykelsiskerum og fögrum lofsöngvum,
og vildu flytja til kirkju, en þeir máttu hvergi koma, og snýst þá fyrst fagnaður í hryggleik og vissu
menn ei hvað til skyldi taka. En Guð er nær öllum þeim er hann ákalla, gaf hann til gott ráð, sem
hann gjörði ávallt, er til hans er leitað meður ást og góðum vilja. Taka þeir nú tvær kvígur ungar,
hreinar og fagrar, og beittu fyrir örkina er í var helgur dómurinn. Rennur hún þá eftir laus til
kirkjunnar. Var þá um búið með allri dýrð og urðu þar margar stórar jarteiknir; jarðeldur stöðvaði
gang sinn, er áður hafði þar mjög yfir gengið,
s
og sjúkir menn tóku þar heilsu, hvað sem að meini var. Helgur dómur postulans var þar á eynni
dýrkaður um langa hríð, eins er að því dróg að vildi Guð hann þangað flytja láta, er enn væri meiri
höfuðstaður, en hvar áður var hann. Þá er liðið var frá Guðsburði að áratölu fjögur hundruð og sjö
vetur hins fjórða tugar, þá komu serkir og herjuðu á eyna Liparis og rændu þar hvarvetna. Þeir
rifu örk hins helga Bartolomei, og brottköstuðu sérhverju beini postulans. En er þeir voru á braut
farnir, þá vitraðist Bartolomeus postuli munki nokkrum grískum, er þar var kirkjuvörður, og mælti
við hann: "Rís upp þú og safna saman beinum mínum, er nú eru dreifð víða." Munkurinn svaraði:
"Því mun ég safna saman beinum þínum, eða gjöra þér sæmd, er þú vildis oss ei fullting veita né
lýðsins gæta, að ei væri hér hvörvetna rænt og ruplað." Postuli mælti: "Mörg ár hefur það verið,
að Guð hefur fyrir mína bæn vægt fólki þessu meir en að verðleikum, en nú hefur svo mjög vaxa
tekið illska þeirra og ósómi, að ei er fyrir það biðjandi. Nú vil ég segja mér af hendi þennan lýð, en
"
t
" þú gjör sem ég bið. Kann vera þér veitist vegur, ef gjört er sem ég mæli." Munkurinn svarar:
"Hvörsu má ég finna bein þín, er ég veit eigi hvar eru?" Postuli mælti: "Far þú út í nótt, er myrkt
er, og tak allt sem þú sérð skína sem eldur væri, það eru bein mín." Munkurinn gjörði sem
postulinn bað, reis upp um nóttina, og fann beinin með þeim hætti sem postulinn hafði fyrirsagt.
Varð hann feginn og varðveitti síðan í gulllegu keri, fór á braut þaðan með helgum dómi postulans
og fleiri menn með honum. Þeir hittu skip það af Lungbardi var, og réðu sér til fars, og fóru þeir
allir saman. En er þeir voru nokkuð á leið komnir með helgan dóminn þá lögðu að þeim víkingar
af serkjum, þeir áður höfðu rænt í eynni Liparis; sú þjóð hét Saracení, en vér köllum serki. Og er
þeir komu svo mjög í nánd að þeim þótti sér von öngrar undankomu, er með helgan dóminn fóru,
þá hétu þeir á postulann, og gerði svo mikið myrkur að grikkjum að þeir sáu hvörgi, og fóru hinir
frjálsir, hvert sem þeir vildu, fyrir árnaðarorð hins sæla Bartolomei postula. Sigldu síðan og urðu
vel reiðfara, uns þeir komu í borg þá er Beneventi heitir. Og þegar er
u
landsmenn urðu varir við, að þar var kominn helgur dómur Barotlomei postula, þá gengu þeir í
móti með fagnaði og lofsöngvum, og bjuggu vandlega um yfir háaltari í höfuðkirkju þeirri er æðst
var í borginni, og er hinn sæli Bartolomeus þar nú dýrkaður, og verða þar allskyns jarteiknir að
hans helgum dómi allt til þessa dags.

You might also like