You are on page 1of 3

Bakkarölt 2019 Vestur-Húnavatnssýsla

Yfirlitskort gönguleiða og Laugabakki


Fimmtudagur brottför kl 17:00 frá Laugabakka
Lombervegur úr Austurárdal yfir í Núpsdal, 4 km, hæðarlyfting u.þ.b. 70 m. Ekið er um 2 km
framhjá bænum Hnausakoti í Austurárdal. Afleggjarinn upp á Lomberveg er um 800 m áður en komið
er að brúnni yfir Austurá. Gengið er eftir Lombervegi vestur frá Arnarvatnsheiðarvegi að Efri-Núpi í
Núpsdal. Hægt er að aka langleiðina á móti göngufólki frá Efra-Núpi ef einhverjir vilja fylgja
göngufólki á bíl. Í venjulegu árferði er ekki bílfært á kafla austan megin. Bílar munu svo bíða við Efri-
Núp í Núpsdal.

Föstudagur brottför kl 10:00 frá Laugabakka


Vatnsnesfjall á milli
Grund og
Hvammstanga, 12 km,
hæðar munur u.þ.b. 500
m. Gengið er frá Grund
upp Heydal upp á
fjallsbrún, þaðan vestur
eftir á flata fram á
vestur brún fjallsins.
Ofan af fjallinu er
víðsýnt. Frískari geta
kannski skroppið upp á
Þrælsfell en það er 8 km krókur. Gengið er frá fjallsbrún niður í skógrækt sem er ofan við tjaldstæðið
við Hvammstanga. Móttökulið getur gengið upp í skógræktina til móts við göngufólk. Bílar munu svo
bíða við tjaldstæðið. Sundlaugin á Hvammstanga er með opið til kl 21:00.

Laugardagur brottför kl 10:00 frá Laugabakka


Heggstaðanes á milli Heggstaða og Bálkastaða, 10 km,
hæðarmunur u.þ.b. 50 m Byrjað er hjá bænum
Heggstaðanes. Vegslóði liggur næstum alla leið að
Fögruvík. Haldið er upp á ranann (brött brekka,
varasöm í bleytu) í Drumbavík og fuglabjargið skoðað
sem er nyrðst og í norðausturhluta ness að ofan. Að
vestanverðu tekur fyrst vegleysa við, svo vegslóði.
Tóftir eru á nokkrum stöðum við ströndina og eru
ummerki útræðis og búsetu. Hægt er að ganga til móts
við göngufólk frá Bálkastöðum í næstu fjöru eða alla
leið að Skarfatanga. Bílar bíða á Bálkastöðum.
Sundlaugin á Hvammstanga er með opið til kl 18:00.

Laugardagskvöld
Um kl 20:00 verður sameiginlegt grill þar sem hver kemur með sitt. Þrjú tunnugrill eru á staðinn sem
verða klár til grillunar um kl 19:30.

Bingó verður eftir grillið.

Eftir Bingó þá verða ýmsir póstar í boði eins og blak, kubb og varaúlfaspil.
Sunnudagur
Pylsugrill milli kl. 11 og 12. Hráefni og drykkir verða til staðar.

Kveðjustund.

Þjónusta í nágrenni
Vefsíðan http://www.visithunathing.is/is er með mjög gott yfirlit yfir þjónustu, afþreyingu og
veitingar á svæðinu.

Sundlaugin á Hvammstanga er opin 7-21 mánudaga til föstudaga en 10-18 um helgar. Ekki er hleypt
inn 30 mínútum fyrir lokun.

Kjörbúð Kaupfélagsins á Hvammstanga er með eftirfarandi opnunartíma 9-18 mánudaga til


fimmtudaga, 9-19 föstudaga, 10-18 laugardaga og 11-16 sunnudaga

Gas er hægt að fá í Byggingavörudeild Kaupfélagsins og Söluskálanum Hvammstanga.

Saga svæðisins
Vestur-Húnavatnssýsla er tekin fyrir í Árbók 2015 frá Ferðafélags Íslands. Þór Magnússon ritaði.
*** Með fyrirvara um fyrirvaralausar breytingar

You might also like