You are on page 1of 5

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Fjármálaeftirlitið · Katrínartúni 2 ·105 Reykjavík · Sími: 520 3700

Upplýsingar sem útfyllist af skrifstofu úrskurðarnefndar í vátryggingamálum:


Móttökudagur: Númer máls:

Málskot til nefndarinnar


Upplýsingar um þann sem ber fram kvörtun

Fullt nafn Kennitala

Heimili

Póstnúmer Sveitarfélag

Sími (heima) Sími (vinna/GSM) Tölvupóstfang (þess sem svarar fyrir málið/samskipti við nefnd):

Vinsamlegast látið einnig koma fram nafn og tölvupóstfang umboðsmanns þegar það á við.

Málskotsgjald er kr.9.200.
Ekki er tekið við málskoti nema gjaldið sé greitt inn á reikning Fjármálaeftirlitsins,
reikning nr. 526 – 26 – 402 og kt. 541298-3209.
Nauðsynlegt er að setja kvittun fyrir greiðslunni með málskotinu.

Málskotsaðili fær málskotsgjald endurgreitt falli mál honum að hluta eða öllu leyti í vil.
Vinsamlegast skráið reikningsupplýsingar og kennitölu sem óskað er að endurgreitt málskotgjald verði lagt inn á:

Banki + höfuðbók + reikningsnúmer:________________________________________

Kennitala: ____________________________________

Upplýsingar um ágreiningsefni
Nafn þess vátryggingafélags/vátryggingafélaga sem hlut á að máli.

Tryggingamiðstöðin hf.

Heiti vátryggingar sem um er rætt, þ.á m. skilmála.

Um er að ræða frjálsa ábyrgðartryggingu hjá Tryggingamiðstöðinni hf. Um hana gilda skilmálar nr. 200, sem eru
aðgengilegir hér: https://www.tm.is/skilm/skm200v2r17lisl.pdf.

1
Tjónsdagur.

Fyll inn dags. hér

2
Yfir hverju er kvartað (í stuttu máli)?
Tjón varð á rúðum fasteignarinnar að Naustavör 28 þegar unnið var að vinna við málun á listum í 12 íbúðum í
blokkinni. Við þá vinnu var m.a. vél notuð til að slípa listana. Við þá slípun rispaðist gler í rúðum sem voru
nálægt þeim listum sem unnið var á. Skemmdir á glerinu komu ekki í ljós fyrr en eftir að verkið hafði verið
unnið.

Eins og kemur fram hér að ofan, þá hefur félagið frjálsa ábyrgðartryggingu frá Tryggingamiðstöðinni (“TM”),
sem á að bæta tjón sem hlýst af starfsemi þess, sem getið er í skírteini, sbr. gr. 3. í skilmálum 200, enda verður
tjónið rakið til skyndilegs eða óvænts atburðar.

Tryggingamiðstöðin hefur í samskiptum sínum við mig borið fyrir sig gr. 7 í skilmálunum, sbr. eftirfarandi
svar:

Fram kemur í grein 7.1 í skilmálunum, c-lið, að vátryggingin taki ekki til skemmda á munum sem vátryggður
tekur að sér að gera við, hreinsa, setja upp eða vinna við með einum eða öðrum hætti, ef tjónið verður af
verkinu eða við verkið. Félagið telur að það tjón sem orðið hefur á rúðunum falli undir þennan lið skilmálanna
í ljósi þess að Skapandi hús ehf. hafði rúðurnar í vörslum sínum í umrætt sinn en Skapandi hús er ekki með
víðtæka tryggingu, umfram frjálsa ábyrgðartryggingu, sem bætir vörslutjón sem þetta. Með framangreint í
huga er þ.a.l. óumflýjanlegt annað en að hafna  bótaskyldu í málinu.

Rökstuðningur fyrir kvörtun:

Ég byggi kvörtun mína á því, að tjónið falli undir ábyrgðartrygginguna og að sú undanþága sem TM vísar til,
eigi ekki við í þessu tilfelli, sbr. eftirfarandi umfjöllun.

Eins og fram kemur í gr. 3 í skilmálum 200, þá ber TM að bæta tjón sem hlýst af starfsemi minni, ef tjónið
verður rakið til skyndilegs eða óvænts atburðar. Það er enginn vafi um að tjónið varð vegna þeirrar starfsemi
sem fellur undir ábyrgðartrygginguna, enda hefur TM ekki borið því fyrir sig. Þá tel ég jafnframt ljóst að um
óvæntan atburð sé að ræða, enda var ekki mögulegt að sjá fyrir þær skemmdir sem hlutust af verkinu fyrr en
eftir að það hafði verið unnið og hefur TM ekki borið því fyrir sig.

Sú undantekning vegna skemmda á munum sem TM ber fyrir sig er svohljóðandi:

7. Almennar undantekningar vegna skemmda á munum.


7.1 Vátryggingin tekur ekki til ábyrgðar vegna skemmda á munum eða glötunar muna sem:
a. vátryggður á einn eða með öðrum,
b. vátryggður hefur að láni, á leigu, til geymslu, sölu, flutnings eða eru af öðrum ástæðum í vörslu hans, þar á
meðal muna sem vátryggður hefur tekið í heimildarleysi,
c. vátryggður tekur að sér að gera við, hreinsa, setja upp eða vinna við með einum eða öðrum hætti, ef tjónið
verður af verkinu eða við verkið,
d. hlýst af eldsvoða.

Í þessu sambandi tel ég rétt að benda á, að tjónið varð þegar ég var að vinna við umrædda lista en ekki þær
rúður sem skemmd varð á. Ég var á engum tímapunkti með umrædda glugga í mínum vörslum og þá var ég
ekki að vinna við rúðurnar sem tjónið varð á. Ég tel af þeim sökum að þetta sé ekki vörslutjón, heldur er þetta
tjón sem varð af völdum minnar vinnu og ekki á mun sem ég hafði tekið að mér að gera við. Til nánari
skýringar, þá er ekki hægt að halda því fram að ég hafi tekið að mér að vinna við þær rúður sem urðu fyrir

3
skemmdum. Jafnframt er ekki hægt að líta á sem svo, að í því að ég taki að mér að mála lista felist að ég taki
að mér að gera við, hreinsa, setja upp eða vinna með einum eða öðrum hætti að umræddum rúðum.

Með vísan til framangreinds tel ég ljóst að tjónið falli undir framangreinda ábyrgðartryggingu og að
undanþága sú sem TM vísar til, eigi ekki við.

Skrá yfir skjöl og önnur gögn sem fylgja kvörtun:

Tölvupóstsamskipti við TM.

Athugasemdir (ef einhverjar eru):

 
Undirritaður gefur samþykki sitt fyrir því að nefndin fái öll gögn í hendur frá vátryggingafélagi sem mál
hans varðar og að henni sé heimilt að fá upplýsingar frá þeim aðilum sem hafa komið að málinu vegna
fagþekkingar sinnar.

 
 
................................................. ................................................................................
(Dagsetning) (Undirskrift)
 

4
Úr samþykktum úrskurðarnefndar í vátryggingamálum:
1. Nefndin úrskurðar um ágreining varðandi bótaskyldu, þ.m.t. sök og sakarskiptingu, milli málskotsaðila og vátryggingafélags, sem
starfsleyfi hefur hér á landi. Jafnframt úrskurðar nefndin um ágreining, sem varðar ákvæði laga nr. 30/2004 um vátryggingasamninga.
Nefndin
  úrskurðar um bótafjárhæðir að fengnu sérstöku samþykki allra málsaðila.
2. Nefndin úrskurðar á grundvelli gagna sem fyrir hana eru lögð eða hún aflar sér. Hlutaðeigandi vátryggingafélagi skal gefinn kostur
á að koma gögnum og sjónarmiðum á framfæri við nefndina áður en mál er tekið til úrskurðar innan þess frests sem nefndin ákveður
hverju sinni.
3. Nefndin skal úrskurða innan 4 vikna frá því að mál taldist úrskurðarhæft.
4. Úrskurðir nefndarinnar eru ekki bindandi fyrir neytendur, sem geta ávallt vísað málum til dómstóla þó að þau hafi farið fyrir
nefndina.
5. Úrskurður nefndarinnar er bindandi fyrir hlutaðeigandi vátryggingafélag nema félagið tilkynni neytandanum og nefndinni
sannanlega innan tveggja vikna frá því að það fékk úrskurð í hendur, að það muni ekki hlíta honum.
6. Neytanda skal ætíð kynnt að hann sé óbundinn af úrskurði nefndarinnar og geti höfðað dómsmál uni hann ekki úrskurði hennar.
7. Áður en málskotsaðili getur leitað til nefndarinnar skal hann hafa lagt kröfur sínar fyrir hlutaðeigandi vátryggingafélag. Málskot
verður að hafa borist nefndinni innan árs frá því að málskotsaðili fékk skriflega tilkynningu vátryggingafélags um að kröfu hans væri
hafnað.
8. Bregðist vátryggingafélag ekki við skriflegri kröfu málskotsaðila innan þriggja vikna frá móttöku hennar er málskotsaðila heimilt
að leita með málið beint til úrskurðarnefndar. Þegar sérstaklega stendur á er nefndinni heimilt að taka mál til umfjöllunar þrátt fyrir að
framangreindu skilyrði sé ekki fullnægt.
9. Neytandi getur á hvaða stigi sem er dregið mál til baka, en fær þá ekki málskotsgjald endurgreitt nema málið sé afgreitt hjá
vátryggingafélagi á grundvelli krafna hans.
10. Málskot og fylgiskjöl þess skulu vera á íslensku. Óski málskotsaðili eftir að fá að skjóta máli til nefndarinnar á öðru tungumáli en
íslensku er það háð samþykki nefndarinnar. Mál fellur niður leggi málskotsaðili mál í gerðardóm eða höfðar dómsmál.
11. Nefndin getur tekið ákvörðun um að mál sem úrskurðað hefur verið af henni skuli tekið fyrir að nýju á grundvelli nýrra
upplýsinga, sem ekki var unnt að afla eða koma á framfæri þegar mál var tekið fyrir og geta haft áhrif á niðurstöðu þess.
12. Í nefndinni sitja þrír fulltrúar og þrír til vara, sem allir skulu vera löglærðir og valdir til tveggja ára í senn. Viðskiptaráðuneytið,
Neytendasamtökin og Samband íslenskra tryggingafélaga velja hver sinn aðal- og varafulltrúa til setu í nefndinni. Nefndin velur sér
formann og varaformann til tveggja ára í senn.

You might also like