You are on page 1of 1

Í ritum Prófessors Flavianusar, fræðignóms við Háskólann í Eradis er oft minnst á kvikdauða.

Ein slík grein


hlómar svo.

"Þegar Návarðurinn Liszt var kvaðinn niður af ævintýrahóp um árið, þá náðist það aðeins eftir langt og
mikið ævintýr. Liszt var fær Návaldur, og kvað upp fallnar hetjur sem bandamenn sér til hjálpar. Einn
slíkann ræddu hópurinn við, eftir að hafa náð valdi yfir hetjunni föllnu eina kvöldstund, og er heimild mín
í þeim efnum frá Skáldinu Danival Priestley:

Himbrimi frá heljarbjörgum


Herjar á og bjargar öngvum
Gjallar halur, í gröf hann sendir
gröfin var þó ekki endir.

Upp hann kveðinn, kaldur þó


kvalin sál í hjarta bjó
Svarti galdur, ills er valdur
Dvergur nú er skuggabaldur

Stuttung hjó, og annan stakk


Stríðið vann og blóðið drakk
En þorsti hans aldrei þrýtur
Þráið kjöt með tönnum bítur

Himbrimi náðist, hlekkjum settur


þrjóskur var sem heljarklettur
Bað um dauða, bað um náð
Bað um frelsið, lengi þráð

Í gröf nú situr, gramur ei


Hvílir nú í grafarþei
Fjarri öllum fjandans vörgum
Himbrimi frá Heljarbjörgum

Úr þessu ljóði koma nokkrar upplýsingar, talið er að Himbrimi þessi hafi gefið þeim upplýsingarnar sem
koma fram í ljóðinu, og hafi því verið með einhverjum sönsum, ólíkt flestum þeim kvikdauðum sem
fjallað hefur verið um til þessa. Einnig virðist viðkomandi vita af ódáðum sínum, og mögulega sjái eftir
gjörðum sínum. Þetta tel ég nýja vitneskju, þar sem hingað til hefur verið litið á þá kvikdauðu sem
óskyngæddar verur, aðeins brúður stýrðar af þeim Návaldi sem ræður yfir þeim. Grunar mig þó að þetta
sé gömul vitneskja. Eftir að Nágaldrar voru bannaðir fyrir býsna löngu síðan, þá hefur vitneskja okkar á
slíkum svörtum göldrum dvínað, sem gerir okkur ótilbúnari en áður, ef slíkir hópar rísa á ný."

You might also like