You are on page 1of 1

Aðalfundur STÍL 2023

Hjá KÍ – Borgartúni 30, 6. hæð


09. maí, kl. 16 – 18

Í lögum STÍL segir...:


Aðalfundur fer með æðsta vald í samtökunum og skal hann haldinn að vori ár hvert. Rétt til
setu á aðalfundinum eiga allir félagar aðildarfélaga samtakanna. Til aðalfundar skal boða með
minnst tveggja vikna fyrirvara með tölvupósti til formanna allra aðildarfélaga sem skulu
framsenda fundarboðið á félagsmenn. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

Dagskrá aðalfundar:
Kl. 16.00 – Venjuleg aðalfundarstörf (Stofa Stórholt)
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar
Reikningar lagðir fram
Fjárhagsáætlun lögð fram
Árgjald næsta árs ákveðið
Breytingar á lögum og samþykktum
Kosning skoðunarmanna reikninga
Ágrip af skýrslum formanna aðildarfélaganna
Önnur mál:
Undirbúningur ráðstefnunnar Framtíð tungumála (8.-9. júní n.k.)
Kynning á nýjum formanni STÍL (2023 – 2025).

Léttar veitingar.

You might also like