You are on page 1of 1

Viska og þekking er hið besta veganesi

Eins og þið, kæru samnemendur ættuð að vita, getur viska verið mikill kostur, líkt og segir í
skólasöngnum okkar: „Sýnum öll á sjó og landi sigurþrek hins vitra manns.“ En hvað segja
okkar helstu og elstu kvæði um þetta mál? Hávamál eru samansöfn sex kvæða sem samin
voru í kringum árið 1000. Óðinn kemur við sögu í öllum kvæðunum og eru þau einungis
varðveitt í Konungsbók.
Þar eru tekin fyrir ýmis málefni en meðal þeirra er þekking og viska. Líkt og segir í
einu kvæðinu: „Vits er þörf þeim er víða ratar.“ Því er mikilvægt að leita ekki bara í musteri
viskunnar, skólann okkar til að afla sér þekkingu heldur fara líka út á víðavang. Það reynist
þó sumum erfitt þegar stytting skólans hefur leitt til þess að flestir dúsa hér langt fram á
daginn og sitja svo fastir við heimanám þegar því er lokið. Því er mikilvægt að taka frá tíma
til að fara út í víðáttuna utan skólans. Þó segir líka í Hávamálum að maður ætti að forðast að
sanka að sér of mikillar þekkingu, en 55. Kvæðið hljóðar svo: „Meðalsnotur skyli manna
hver: æva til snotur sé. Því að snoturs manns hjarta verður sjaldan glatt, ef sá er alsnotur er
á.“ Frá því má dæma að þið skuluð forðast það að sitja langt fram á kvöld bara til að fá aðeins
betri einkunn í prófinu á morgun, því lítil gleði er fengin frá því.
Sá sem vitur vill vera, skal afla sér viskumola víða frá ungum sem öldnum og deila
þekkingu sinni með öðrum.Viska er þó fínt dæmi um að allt sé gott í hófi. Engin getur vitað
allt og hvað þá örlög sín, en það er lykillinn að áhyggjulausu lífi eins og sagt er í vísu 56.
Best er að treysta á sitt brjóstvit og þekkingu.

You might also like