You are on page 1of 47

Mars

“Líf rauðu plánetunnar”


• Braut, helstu stærðir og tölur
• Könnun Mars, Marsbúarnir og Viking
• Yfirborðið
• Lofthjúpurinn og þróun hans
• Jarðfræðileg saga
• Tunglin
• Framtíðarkönnun Mars
Mars er utan Jarðarbrautar
• Meðalfjarlægð 1,52 AU
– 1,38 til 1,66
• Umferðartíminn 1,88 ár
• Gagnstaða við sól á rúmlega 2 ára fresti
• Mars er þá næst Jörðu og aðstæður til
skoðunar bestar – og Mars á lofti alla nóttina
• Gagnstaðan í ágúst 2003: Fjarlægðin til Mars
með minnsta móti! (0,373 AU)
Mars fer í lykkju við gagnstöðu
• Frá Jörðinni séð fer Mars aftur á bak á göngu
sinni um hvelfinguna
• Gerist vegna þess að Jörðin fer fram úr Mars
• Mjög erfitt að útskýra í jarðmiðjukerfi
Aðstæður á yfirborði
• Hitastig -53˚C að jafnaði
– Minnst -140˚C Mest +20˚C
• Loftþrýstingur 7 mb (minna en 1/100 atm)
• Mars er 0,53 jarðarþvermál
• Þyngdarhröðun 3,8 m/s2
– Skaðleg langtímaáhrif fyrir geimfara?
• Lausnarhraði 5 km/s
– 11,4 km/s á Jörðinni
– Mylsna getur sloppið frá Mars við loftsteinaárekstra
(SNC-loftsteinarnir)
Athuganir með sjónaukum
• Mars er afar óskýr í sjónauka
– Truflanir í lofthjúpi Jarðar
– Truflanir í lofthjúpi Mars
• 1659 Huygens – dökk og ljós svæði
• 1666 Cassini – Snúningstími, ís á heimskautum
• 1770+ Herschel – Möndulhalli 25˚
– Árstíðir eins og á Jörðinni
• 1877 Schiaparelli – Mjóar línur – “Canali”
Marsbúar verða til
• ~1890: Percival Lowell
verður altekinn af
Marsbúahugmyndinni
• Smíðar stærsta sjónauka
þess tíma á Marshæð í
Flagstaff, Arizona
• “Sér” skurði, borgir,
vegi…
• Marsbúar (litlir og grænir) verða áberandi í
vitund almennings
• 1898 – H.G.Wells – War of the Worlds
• 1937 Orson Welles –Innrásin frá Mars í útvarpi
Almenningur viti fjær af hræðslu
• 1964: Fyrstu myndir frá yfirborðinu
– Engir marsbúar eða skurðir
– Loftsteinagígar, sandauðnir
• 1971: Mariner 9 á braut um Mars
• 1977 Viking geimförin lenda
Efnagreina ‘Mars’veginn – engin merki um líf
Góðar myndir af öllu yfirborðinu
• Mars Global Surveyor
– Nákvæmt hæðarkort af öllu yfirborðinu
– Aðdráttarlinsa tekur nákvæmar myndir af öllu
yfirborðinu
Yfirborðið
• Hálent suðurhvel
– Mikið af loftsteinagígum
– Gamalt yfirborð
– Víða ummerki rennandi vatns
• Láglent norðurhvel
– Nýrra yfirborð
– Fáir loftsteinagígar
– 3-4 km lægra en norðurhvelið
Helstu kennileiti
• Olympsfjall
– Stærsta fjall sólkerfisins, 27 km
– Dyngja, mjög aflíðandi
– 600 km þvermál við fjallsrætur
• Þarsis-bungan
– 5 km háslétta
– 3 eldfjöll í röð, öll um 25 km há
• Marinerdalurinn
– 4000 km langur
– 7 km djúpur
• Hellas-dældin
– 7 km djúp
• Heimskautaísinn
Ummerki rennandi vatns
• Aðallega á suðurhveli
– Eldra yfirborð
– Varðveitir ummerki um aðstæður fyrir meira en
3000 más
• Hugsanlega úthaf í láglendi norðurhvelsins
• Einnig merki um vatn undir yfirborði
• Sífreri í jarðvegi norðan og sunnan 30.
breiddargráðu
• Vatn lekur niður hlíðar gíga
• Loftsteinar lenda í drullu
Hve mikið vatn?
• Áætlanir byggðar á rofi vatns
• A.m.k. 500 m vatn um allt yfirborð
Yfirborðið eins og Sprengisandur
• Viking-geimförin 1977: Fyrstu myndir frá yfirborði
• Lentu á sléttum svæðum – óspennandi
• Mældu hitastig, veðurfar o.fl.
Lagskipt jarðlög á heimskautum
Þykkari lofthjúpur áður fyrr
• Ummerki um rennandi vatn ótvíræð
• Krefst þess að lofthjúpur hafi verið þykkari og
hiti hærri
• Meðan eldvirkni var meiri var lofthjúpur þykkari
vegna meiri útgösunar
• Þegar Mars kólnar að innan dregur úr
jarðfræðilegri virkni og lofthjúpur þynnist
Gróðurhúsáhrifin
• Lofthjúpur aðallega CO2
• CO2 leysist upp í vatni
• Fljótandi vatn eyðir þeim forsendum sem gera
það mögulegt
• Engar skorpuhreyfingar → CO2 sem fellur út
hverfur varanlega
Tunglin tvö, Fóbos og Deimos
• Lítil og óregluleg í laginu
• 20-30 km í þvermál
• Líklega fyrrverandi smástirni
Deimos (15x12x11 km)
Fóbos (27x22x18 km)

You might also like