You are on page 1of 147

Steinsteypa 1

Glósur

Bjarni Grétar Jónsson &


Ingimar Jóhannsson

Kennari: Haukur Jörundur Eiríksson


EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT

Efnisyfirlit
1 Tími 1 - 05.01.2015 5
1.1 Samsetning steypu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5
1.2 Steypustyrkur EC 3.1.2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5
1.3 Steypustyrktarstál EC2, 3.2 - bók 8.4 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

2 Tími 2 - 07.01.2015 8
2.1 Notmarkástand (Serviceeability limit state (SLS)) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11
2.2 Ósprunginn steyptur biti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12
2.3 Rifið þversið í notmarkástandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13

3 Tími 3 - 12.01.2015 15
3.1 Ákvörðun núllínu í rifnu þversniði í notmarkástandi (SLS) . . . . . . . . . . . . . . . 15
3.2 Tregðuvægi stálbita til samanburðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17
3.3 Tregðuvægi fyrir órifin steyptan bita . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18
3.4 Tregðuvægi fyrir rifinn steypubita . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19

4 Tími 4 - 14.01.2015 20
4.1 Limit state design - Hönnunarstig . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20
4.2 Brotmarkástand - ULS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23

5 Tími 5 - 19.01.2015 26
5.1 Spennu-streituferill steypu,ULS, EC2 3.1.6 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26

6 Tími 6 - 21.01.15 33
6.1 Jafnvægisjárnmagn (Balanced reinforcement) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33
6.2 Teygjanleiki þversniða (Ductility of cross sections) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35
6.3 Krappi (Curvature) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36

7 Tími 7 - 26.01.15 38
7.1 M - κ - ferlar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38

8 Tími 8 - 28.01.15 42
8.1 M - κ - ferill fyrir jafnvægisjárnmagn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42
8.2 Lágmarksjárnun (Minimum reinforcement) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43

9 Tími 9 - 02.02.2015 47
9.1 Rýrnun í steypu (shrinkage) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 1


EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT

10 Tími 10 - 04.02.15 52
10.1 Skrið í steypu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52

11 Tími 11 - 09.02.2015 55
11.1 Skrið frh. (Kafli 8.3 í bók) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55

12 Tími 12 - 11.02.2015 59
12.1 Skrið frh . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59
12.2 Samvirkni steypu og steypustyrktarstáls . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60
12.2.1 Steypuhula (concrete cover) EC2, 4.4.1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62

13 Tími 13 - 16.02.2015 63
13.1 Steypuhulur frh. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63
13.1.1 Innbyrðis bil á milli járna (spacing of bars) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64
13.2 Hefting (Bond, James Bond) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66

14 Tími 14 - 18.02.2015 67
14.1 Hefting frh . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 67
14.2 Festu - og skeytilengdir (Anchorage, spcices) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68
14.3 Hönnunarfestulengd (Design anchorage length)(EC2 8.4.4) . . . . . . . . . . . . . . . 69
14.4 Beyjuþvermál jarna (Mandrel diameter) EC2, 8.3 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74

15 Tími 15 - 23.02.2015 76
15.1 Skeytilengdir (laps, splices EC2 8.7) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76
15.2 Sker (EC2 kafli 6.2) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78

16 Tími 16 - 02.03.2015 80
16.1 Skerbrotþol (shear bearing capacity) (EC2 6.2.1) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81
16.2 Skerburðargeta án skerbendingar (EC2,6.2.2) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81
16.2.1 Hönnunarskerburðargeta án skerbendingar (óskert þversnið)EC2, kafli 6.2.2 . 84

17 Tími 17 - 04.03.2015 86
17.1 Óskerbent þversnið frh. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86
17.2 Skerbrotþol með skerbendingu (EC2 kafli 6.2.3) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 87
17.3 Skáþrýstikraftar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91

18 Tími 18 - 09.03.2015 94
18.1 Togkraftabreyting í bitum vegna skers . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 97

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 2


EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT

19 Tími 19 - 16.03.2015 100


19.1 Festa neðri langjárna við endaásetur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 102

20 Tími 20 - 18.03.2015 104


20.1 Langjárn í efti brún við endaástetur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 104
20.2 Hönnunarskerkrafturinn VEd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 105
20.3 Upphengijárn (EC2, 9.2.5 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 107
20.4 Lykkjur (Shear reinforcement)(EC2 9.2.2)(stirrups) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 108
20.5 Lágmarksskerjárnun (EC2 9.2.2(5)) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 109
20.6 Hámarkslykkjubil EC2 9.2.2(6) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 111
20.7 Hámarksbil á milli lykkjuleggja (max transverse spacing) (EC2 9.2.2(8)) . . . . . . . 111

21 Tími 21 - 23.03.2015 113


21.1 Gegnumbrot (Punching) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 113
21.2 Krítiska ummálið (control perimeter) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 115

22 Tími 22 - 25.03.2015 117


22.1 β-hjámiðjustuðull (Eccentricity of support reaction) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 117
22.2 Gegnumbrotsburðargeta EC2-6.4.3 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 118
22.3 Gegnumbrotsburðargeta án skerbendingar (EC2 - 6.4.4) . . . . . . . . . . . . . . . . 119
22.4 Gegnumbrotsburðargeta með skerbendingu (EC2 - 6.4.5) . . . . . . . . . . . . . . . . 119
22.5 Hámarksgegnumbrotsburðargeta (EC2 - 6.4.5(3)) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120
22.6 Súluundirstöður (EC2-6.4.1(5),6.4.4(2)) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 121

23 Tími 23 - 30.03.2015 122


23.1 Formbreytingar, sprunguvíddir og togstífni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122
23.2 Tog í steypustyrktarstáli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 123

24 Tími 24 - 08.04.2015 125


24.1 Tog í steypustyrktarstáli frh. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 125
24.1.1 Sprunguvíddir (Crack width) (EC2 7.3.4) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 125
24.1.2 Sprunguvíddarkröfur EC2 7.3.1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 129

25 Tími 25 - 13.04.2015 129


25.1 Formbreytingar og togstífni (EC2 7.4.3) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 129
25.2 Þrýstijárn í bitum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 131

26 Tími 26 - 15.04.2015 133


26.1 Steypuskil (concrete joints (EC2 6.2.5)) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 133

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 3


EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT

27 Atriðaorðaskrá 137

28 Jöfnublað 138

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 4


1 TÍMI 1 - 05.01.2015

1 Tími 1 - 05.01.2015
Eurocode 2, EC2. "Gildistala"16.05.2005 tók gildi í des 2010 þegar þjóðarviðauki (National Annex)
var gefinn ut.
Þjóðarviðauki tekur tillit til séraðstæðna í hverju landi.

1.1 Samsetning steypu

Möl, sandur, sement, vatn og íblöndunarefni.

1.2 Steypustyrkur EC 3.1.2

Þrýstingur steypu er einkenni steypunnar.


t.d C20/25, þar er 20 fyrir 20 MPa, sívalningsstyrkur (cylinder)
25 er fyrir 25 MPa og er teningsstyrkur (Cube)

150

150

150

(a) Teningur (b) Sívalnignur

Mynd 1: Steypustyrkur

Mismunurinn liggur í formi sýnisins (sívalningar eru notaðir á Íslandi)


fck = kennigildi þrýstistyrks (characteristic compressive strength). 28 daga styrkur í raka/vatni við
20◦ C.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 5


1.2 Steypustyrkur EC 3.1.2 1 TÍMI 1 - 05.01.2015

Mynd 2

Mynd 3: Hröðunarferill

Togstyrkur steypu er mun lægri en þrýstistyrkurinn, sem er ástæða þess að steypa er styrkt með
steypustáli.
Í töflu 3.1 í EC2 er fyrir C20:

fck = 20M P a

fctk0,05 = 1, 5M P a

fctm = 2, 2M P a

fctk0,95 = 2, 9M P a

Oftast er togstyrkur fundinn með kleifniprófi (splitting tensile strength) og fæst togstyrkurinn (axil
tensile strength) skv.

fct = 0, 9fct.sp (3.3) í EC2


splitt tog

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 6


1.3 Steypustyrktarstál EC2, 3.2 - bók 8.4 1 TÍMI 1 - 05.01.2015

1.3 Steypustyrktarstál EC2, 3.2 - bók 8.4

Spennu-streitu ferill fyrir stál.

Mynd 4: Heitvalsað stál, hreint stál

Á mynd 4 þá erum við t.d með stálbita og slétt steypustyrktarstál. Stálbitar eru ekki í EC2.

ftk

fyk

ε
0,002 εuk
0,2%
2%o

Mynd 5: Kald-hert stál

Á mynd 5 erum við með steypustyrktarstál - kambstál (heitvalsað-snöggkælt).


f0,2k er oftast táknað fyk
fyk = flotstyrkur (yield strength)
ftk = brotstyrkur (tension strength)
uk =brotstreyta

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 7


2 TÍMI 2 - 07.01.2015

2 Tími 2 - 07.01.2015
ftk
Hlutfallið k = fyk = ( fftt )k segir til um viðbótarstyrk stálsins. uk segir til um teygjanleika stálsins
(ductility)

Tafla 1: Tafla C.1 í EC2 viðauka C:


Stál flokkur (class) k = ( ffyt )k 
A ≥ 1,05 ≥ 2,5 %
B ≥ 1,08 ≥ 5,0 %
C < 1,35 ≥ 7,5%

Á jarðskjálftasvæðum á að nota stálflokk B og C og alltaf C á orkueyðandi byggingarhlutum.


Flokkur C er notaður á Íslandi.

Í burðarþolshönnun er stuðst við einfaldan σ −  feril steypustyrktarstáls.

B
Fyk = Fyk /γs

εs
εuk

εud = 0,9εuk ε
εyd = Fyd /εs

Mynd 6: Mynd 3.8 í EC2

A) Hallandi ferill sem endar í ud

B) Láréttur ferill án takmörkunnar á streitu.

• Gildir bæði fyrir tog og þrýsting.

• Fjaðurstuðull = Es = 200 GPa

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 8


2 TÍMI 2 - 07.01.2015

• γs = Öryggisstuðull = 1,15

Fjaðurstuðull stáls er yfir 200 GPa fyrir flotspennu.


γ
stp. styrktar stál
Es = 200 GPa
Fyk = 500 MPa

Stálbiti Es = 210 GPa


Fyk = 235 MPa

εuk

εud = 0,9εuk ε
εyd = Fyd /εs

Mynd 7

Það sama á ekki við um steypu.


Spennu - Streitu ferill steypu kafli 8.1 í bók.
γ
Styrkur steypunnar

Mynd 8

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 9


2 TÍMI 2 - 07.01.2015

σ=N/A
ΔL A

Mynd 9

σ −  ferlar steypu eru háðir styrk. Sterk steypa með hærri hallatölu/fjaðurstuðul og styttri feril.

ε
Mynd 10

σ −  ferlar eru fengnir í stöðluðum prófum sem vara í nokkrar mínútur og lýsa því skammtímahegð-
un steypunnar. Taka þarf því tillit til langtímahegðunar (sjá síðar).
Þar sem σ −  ferlar eru bognir er fjaðurstuðull í EC2 skilgreindur sem halli á milli tveggja punkta

σc = 0M P a og σc = 0, 4M P a

Ecm

εci εcu

Mynd 11: mynd 8.17 í bók

Ecm = 22 · ( f10
cm 0,3
) (MPa)
fcm in MPa

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 10


2.1 Notmarkástand (Serviceeability limit state (SLS)) 2 TÍMI 2 - 07.01.2015

Jafna í töflu 3.1 í EC2

Gildi í töflu 3.1 |2h|3,5h| fyrir steypu C30 og veikari.

Skv. Íslenskum þjóðarviðauka er tekið tillit til Íslenskra fylliefna/steinefna með því að margfalda
Ecm í töflu 3.1 í EC2 með

• 0,9 fyrir þétt fylliefni/steinefni (non-porous aggreagates)

• 0,6 fyrir opin fylliefni/steinefni (porous aggreagates)

Samanburður í steypu og stáli.

500

400

300 Es = 200 GPa

200

100 Steypa Ecm = 27 - 44 GPa

ε
1 2 3 4 5 6 7 8

Mynd 12

2.1 Notmarkástand (Serviceeability limit state (SLS))

Í notmarkástandi er raunverulegt ástand mannvirkja skoðað. Öryggisstuðlar í efni eru 1,0 og öryggis-
og fléttustuðlar í álagi eru ≤ 1,0 háð álagstilfellum.
T.d plata í skrifstofubygginu !

Langtímaálag: 1,0· eiginþyngd + 0,3·notálag


Skammtímaálag: 0,7·notálag
= Heildarálag : 1,0·eiginálag + 1,0·notálag

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 11


2.2 Ósprunginn steyptur biti 2 TÍMI 2 - 07.01.2015

Álagsfléttan er þá

X
G+ ψ2i · Qki (2.1)
i≥1

(6.16.b) ÍST EN – 1900:2002

Þar sem
ψ2i fléttustuðull.

Í SLS er skoðað :

• Spennur í stáli og steypu í fjaðursviði

• Formbreytingar

• Sprunguvíddir

2.2 Ósprunginn steyptur biti

Hegðar sér svipað og timbur- og stálbitar

Mynd 13

Mmax I 1/12·b·h3 1
σmax = W W = ymax = h/2 = 6 · b · h2

Þegar σmax í toghliðinni nær togstyrk steypunnar rifnar steypan/þversniðið. Togspennan flyst yfir
í járnbendinguna í toghliðinni og þversniðið nefnist nú rifið þversnið.
Rifið þversnið

Mynd 14

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 12


2.3 Rifið þversið í notmarkástandi 2 TÍMI 2 - 07.01.2015

2.3 Rifið þversið í notmarkástandi

(Cracked cross section in SLS)

Ec As

Xsls
NL

h d

As
n* As

Mynd 15

• h = hæð bita

• b = breidd bita

• d = virk hæð mæld frá þrýstibrún

• γSLS = hæð núlllínu mæld frá þrýstibrún (depth of neutral axis). Óþekkt !

• As = flatarmál járna í toghlið

• Ac = þrýstihæð steypunnar.

Ekki er reiknað með togstyrk steypunnar og því rifnar hún alveg upp að núllínu.
σ −  ferlar stáls eru á fjaðursviði.

σc σs

Ec Es
εc εs
σc = E c εc

Mynd 16

Reiknað er með að steypa og stál fylgist að. Hafa alltaf sömu streitu.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 13


2.3 Rifið þversið í notmarkástandi 2 TÍMI 2 - 07.01.2015

σc σ
Stál

Steypa
σs
ε ε
Mynd 17

Sama streita en sitthvor spennan.


Vegna mismunandi fjaðurstuðla er spennan í stálinu n-sinnum hærri en í steypunni.

σs = n · σc → Es · s = n · Ec · c → Es = n · Ec

svo

Es
n= Ec

Es
nskammtima = (2.2)
Ecm
Skammtímastuðull.
Es
nlangtima = (2.3)
Ec,langtima
Sjá síðar.

Flatarmál At = Ac + n · As kallast umbreytt flatarmál (transformed) þversniðsins.


Ac = flatarmál steypu í þrýstingi, þ.e fyrir ofan núllínu. n · As = Ímyndað flatarmál stáls, sem er
n-sinnum stærra en raunflatarmál stálsins. Gert til að leiðrétta fyrir mismuninn á fjaðurstuðlinum.
Í raun er verið að "breyta"stálinu í steypu. Síðan í framhaldinu er stuðst við fjaðurstuðul steypunnar.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 14


3 TÍMI 3 - 12.01.2015

3 Tími 3 - 12.01.2015

3.1 Ákvörðun núllínu í rifnu þversniði í notmarkástandi (SLS)

Fc
xsls
d z
d-xsls
Fs
b
Mynd 18

Fc er þrýstikrafur staðsettur í þyngdarmiðju þrýstispennunnar.

Fs er togkraftur í steypustyrktarstáli staðsettur í þyngdarmiðju járnanna.

Notum þríhyrningaaðferð til að ákvarða samhengið á milli σc og σs .

σc σs /n
xSLS = d−xSLS

d − xSLS
σs = n · σc · (3.1)
xSLS
Lárétt kraftajafnvægi

Fc − Fs = N = 0

Því ytri áslægur kraftur hverfur er núll.

1
σc · b · xSLS − As · σs = 0 (3.2)
2
Vægisjafnvægi, tekið um þrýstikraft

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 15


3.1 Ákvörðun núllínu í rifnu þversniði í notmarkástandi (SLS) 3 TÍMI 3 - 12.01.2015

Fs · armur = M

1
As · σs · (d − · xSLS ) = M (3.3)
3

3.1 → 3.2 1
2 · σc · b · xSLS − As · n · σc · ( d−x
xSLS ) = 0
SLS

1
• xSLS : 2 · b · x2SLS − n · As · d + n · As · xSLS = 0

2 2·n·As 2·n·As
• b : x2SLS + b · xSLS − b =0

Höfum þá að
q
x2 + ax + b = 0 x = − 12 a + − ( a2 2 − b)

Nothæf lausn:
s 2
n · As n · As 2 · n · AS · d
xSLS =− + + (3.4)
b b b
Es
xSLS,skammtima fæst með nskammtima = Ecm

Es
xSLS,langtima fæst með nlangtima = Ec,langtima

Spenna í stáli fæst með jöfnu 3.3 :


M
σs = 1 (3.5)
(d − 3 · xSLS ) · As

Spenna í steypu yst í þrýstihlið (hæsta spennan) fæst með jöfnu 3.1:
σs xSLS
σc = · (3.6)
n d − xSLS
Efri mörk spennu í steypu og stáli EC2 kafli 7.2:

σc,langtima ≤ 0, 45fck

svo skrið (creep) sé í línulegu sambandi við spennuna í steypunni (sjá síðar).

σc,heild ≤ 0, 6fck

við hærri spennur fara innri sprungur að myndast í steypunni þvert á kraftstefnu ásamt mikró-
sprungum.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 16


3.2 Tregðuvægi stálbita til samanburðar 3 TÍMI 3 - 12.01.2015

σs
Ferill bognar
fck

0,6 fck

0,4 fck

εc

Mynd 19

σs ≤ 0, 8fck

Mörkin miðast við upphaf ólínulega kafla σ −  ferils steypustyrktarstálsins, sem hefur í för með sér
óendurkræfa lengingu.
σs

fyk
0,8 fyk Boginn ferill
0,8 fyk
Beinn ferill

εc
z %o

Mynd 20

3.2 Tregðuvægi stálbita til samanburðar

Sleppum rúnuðu hornunum.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 17


3.3 Tregðuvægi fyrir órifin steyptan bita 3 TÍMI 3 - 12.01.2015

h hi
y

tw

tf z

Mynd 21

Tregðuvægi um þyngdarmiðju þversniðsins:

1 1
Iy = 12 · 10, 2 · 4683 + 2 · ( 12 · 200 · 163 ) + 2 · (16 · 200 · ( 500
2 −
16 2
2 )
= 87, 1 · 106 + 0, 14 · 106 + 374, 8 · 106
=462 · 106 mm4

Töflugildi er 482 · 106 mm4


Mismunurinn liggur í rúningnum.

3.3 Tregðuvægi fyrir órifin steyptan bita

Mynd 22

1
Iorif id = 12 · b · h (oft táknað Iu (uncracked)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 18


3.4 Tregðuvægi fyrir rifinn steypubita 3 TÍMI 3 - 12.01.2015

3.4 Tregðuvægi fyrir rifinn steypubita

Xsls
d

d-Xsls
n*As

b
Járnbendingu er "breytt" i steypu

Mynd 23

Í hreinni beygju (eingöngu vægi, ekki áslægur kraftur, þ.e, N=0) er núllína og þyngdarpunktur um
breytta þversniðsins á sama stað.
Tregðuvægi rifins þversniðs um þyngdarpunkt:
1
Irif id = · b · x3SLS + n · As · (d − xSLS )2 (3.7)
3
þetta er oft táknað Ic (c fyrir cracked)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 19


4 TÍMI 4 - 14.01.2015

4 Tími 4 - 14.01.2015

4.1 Limit state design - Hönnunarstig

EC2, 2.2 - bók 3.7


Tveir mikilvægustu þættirnir í hönnunn mannvirkja eru:

• Álag

• Efnisstyrkur

Þó nokkur óvissa tengist þessum þáttum og þess vegna notum við Eurocodes:

"The load and resistance factor design - öryggisstuðla aðferð.

Aðferðin gengur út á það að hækka álagið og lækka styrkinn.

tíðni

2%

meðalgildi
álag
kennigildi álags

Mynd 24

G = Eiginþyngd

Qk = Breytilegt álag (variable load)

A = Óhappa álag (accidental load)

2% á mynd 24 þíðir, 2% líkur á að álagið verði stærra, þ.e tvisvar á 100 árum, eða einu sinni á 50
árum. → 50 ára álag.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 20


4.1 Limit state design - Hönnunarstig 4 TÍMI 4 - 14.01.2015

tíðni

5%

meðalgildi
styrkur

kennigildi styrks (fck fyrir steypu, fyk fyrir stál)

Mynd 25

fck fyrir steypu

fyk fyrir stál

Hönnun steyptra mannvirkja er skipt í tvö hönnunarstig:

1. Notmarkástand (Serviceability limit state)[SLS]. Hér eru spennur, formbreytingar og sprungu-


víddir skoðaðar. Kennigildi álags og efnisstyrks notuð.

2. Brotmarkástand (Ultimate limit state)[ULS]. Álagið aukið með öryggisstuðlum/álagsstuðlum


og efnisstyrkur er lækkaður með efnisstuðlum/öryggisstuðlum nefnd reikningsleg gildi eða
hönnunargildi (design values).

• Reiknislegir styrkir, hönnunarstyrkir:


Xk
Xd = γm (ÍST - EN 1990:2002 jafna 6.3)
Xd = Reikningslegur styrkur (Design strength)
Xk = Kennigildi styrks (Characteristic strenght)
γm = Efnisstuðull/öryggisstuðull (parial safty factor for material strength)
fck
fcd = γc Reikningslegur steypustyrkur (design strength of concrete)[γc = 1, 5]
fyk
fyd = γs Reikningslegur stálstyrkur (Design strength of reindorced cement)[γs = 1, 15]

• Reiknislegt álag, hönnunarálag

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 21


4.1 Limit state design - Hönnunarstig 4 TÍMI 4 - 14.01.2015

Fd = γf · Fk (ÍST-EN 1990:2002 jafna 6.1a)


Fd = Reikningslegt álag (Design load)
Fk = Kennigildi álags (characteristic value for actions)
γF = Álagsstuðull/öryggisstuðull ( Partial safty factor for actions)

Álagsstuðlar eru settir á álag í álagsfléttu, t.d:


P
ULS: γG · γQ1 + i>1 γQi · ψ0i · Qki
IST-EN 1990:2002 jafna 6.10

G = meðalgildi eiginþyngdar
Qk = kennigildi breytilegs álags


1, 35 fyrir óhagstætt álag (unfavorable)
γG =
1, 0 fyrir hagstætt álag (favorable)


1, 5 fyrir óhagstætt álag (unfavorable)
γQ =
1, 0 fyrir hagstætt álag (favorable)




0, 7 fyrir notálag

ψ0 = 0, 6 fyrir vindálag



0, 7 fyrir snjóálag

ÍST EN 1990:2002 Tafla A.1.1


T.d

1, 35 · G + 1, 5 · Qnotalag + 1, 5 · 0, 6 · Qk,vindur + 1, 5 · 0, 7 · Qk,snjor


1, 0 · G + 1, 5 · Qk,vindur (Sog á þak)

Öryggisstuðlar taka tillit til:

• Álag gæti orðið meira en reiknað er með

• Ónákvæmni í framkvæmd

• Ónákvæm burðarþolslíkingu

• Ónákæmni í fræðum

Í SLS eru spennur á fjaðursviði.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 22


4.2 Brotmarkástand - ULS 4 TÍMI 4 - 14.01.2015

σ σs
steypa stál

ε εc

Mynd 26

Í ULS geta spennur verið komnar framhjá fjaðursviðinu yfir í plastíska svæðið.
σ σs
steypa stál

ε εc

Mynd 27

4.2 Brotmarkástand - ULS

Í brotmarkástandi eru notaðir öryggisstuðlar í bæði efni og álag, þ.e. ástandið er gert óhagstætt, og
því er burðareiningum leyft að brotna/eyðileggjast.
Steypa nær brotsteypu og stál flýtur.

σ σ
Steypa Stál
Flot

ε ε
Mynd 28

Reikningsleg burðargeta (bearing capacity) burðareininga er ákvörðuð í ULS.

Til samanburðar: Stálbiti undir vægisáraun:

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 23


4.2 Brotmarkástand - ULS 4 TÍMI 4 - 14.01.2015

s,tog

fyd = fyk/ s

yd
þrýst tog
yd

fyd = fyk/ s

s,þrýst

Mynd 29

Mynd 30

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 24


4.2 Brotmarkástand - ULS 4 TÍMI 4 - 14.01.2015

(i) (ii a) (ii b)

3 3 2 3
2 1
2
1 1
1
1
2 3 2
3 1
3 2
ε=εyd

ε > εyd
3 3 3
2 2 2
1 1 1
1 1 1
2 2 2
3 3 3
ε=εyd ε > εyd

σ=fyd σ=fyd
σ=fyd
3

2
1
1
2

3
σ=fyd σ=fyd σ=fyd

Mynd 31

(i) Streitan efst og neðst í þversniðinu hefur akktíft náð flotstreitu. Spennan er því enn á fjaðursviði.
Svarar til hönnun stálbita þegar Wy er valið í töflunum.

(ii a) Streitan hefur aukist frá (i) og ystu hlutar þversniðsins eru með streitu stærri en flotstreitu
og er sá hluti kominn á plastíska sviðið meðan restin er ennþá á fjaðursviði. Nefnist plastísk
nálgun

(ii b) Sama streita og í (ii a), en nálgunin á σ −  ferlinum er önnur. Hér er stuðst við fullkomlega
plastíska hegðun, þ.e. spennan nær flotspennu við minnstu streitu. Þetta er í sjálfu sér
óraunhæf nálgun, en er mjög einföld og gagnleg.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 25


5 TÍMI 5 - 19.01.2015

5 Tími 5 - 19.01.2015

5.1 Spennu-streituferill steypu,ULS, EC2 3.1.6

σc

fck

t
28 dagar

Mynd 32

σc

SLS
ULS

εc
εcm

Mynd 33: SLS-Stuðst er við beina línu með hallatöluna Ecm

Í ULS þurfum við allan ferilinn að brotstreitu cu og því þurfum við aðra nálgun á σ −  ferlinum.
Reikningslegur þrýstingur steypunnar:
fck
fcd = αcc · γc - (3.15) í EC2

αcc tekur tillit til langtíma þrístings en skrið hefur áshrif. Skv. EC2 er αcc ' 0,8 - 1,0 en EC2 mælir
með 1,0 (sjá nánar síðar).
Ef fck er fundin í steypu eldri en 28 daga á að nota αcc = 0,85 skv EC2, 3.1.2(4).
EC2 leyfir 3 gerðir σ −  ferla í ULS
1) Parabólunálgun

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 26


5.1 Spennu-streituferill steypu,ULS, EC2 3.1.6 5 TÍMI 5 - 19.01.2015

σc

Parabóla Lárétt

εc2 εu2 εc
2,0%o 3,5%o
EC2 tafla 3.1

Mynd 34: Parabólunálgun

fcd

C90

c2= cu2
2,6 0/00 f. C90
Mynd 35

Fc1
xULS
Fc2

Fs

Mynd 36: Spennudreifing í þversniði undir vægisáraun

2) Elastísk plastisk nálgun

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 27


5.1 Spennu-streituferill steypu,ULS, EC2 3.1.6 5 TÍMI 5 - 19.01.2015

fcd

C90

εc3 εcu3 εc3 εcu3


1,7%0 3,4%0 1,7%0 2,6%0

Mynd 37: Elastisk plastisk nálgun

Fc1
xULS
Fc2

Fs

Mynd 38

3) Plastisk-nálgun (Rectangular stress distribution)

ηFcd

C50

ε
0,7
λ*εcu *3
Mynd 39

λ = 0,8 fyrir fck ≤ 50 MPa


(fck ·50)
λ = 0,8 - 400

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 28


5.1 Spennu-streituferill steypu,ULS, EC2 3.1.6 5 TÍMI 5 - 19.01.2015

η = 1,0 fyrir fck ≤ 50M P a


fck −50
η = 1,0 - 200

Sjá töflu 3.1 í EC2

Plastísk nálgun einfaldar útreikinga, en þar sem hún er nokkuð frábrugðin raunverulegum σ −  ferli
þarf að nota leiðréttingarstuðula, sem eru stilltir þannig af að kassinn taki tilit til:

• Flatarmáls

• Þyngdarpunkta

• Brotstreitu cn

Fcd

ε
λ*εcu
Mynd 40

Reiknisleg vægisburðargeta í ULS fyrir steypu ≤ C50

η = 1,0

λ = 0,8

cu3 = 3,5 h= 0,0035

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 29


5.1 Spennu-streituferill steypu,ULS, EC2 3.1.6 5 TÍMI 5 - 19.01.2015

X = XULS

Mynd 41: Mynd 3.5 EC2

Finna þarf XU LS og er það gert á annan hátt en í SLS því:

• Streitan í steypunni er í hámarki og er því þekkt

• Í ULS er reiknað með því að járnin séu komin á flot áður en steypan brotnar og því er

fyd
s ≥ yd = Es

ε
Mynd 42

Ef flot er hafið í steypustyrktar stálinu—sem er forsenda—er togkrafturinn þekktur:

Fs = fyd · As

Þrístikrafturinn í steypunni:

Fc = η · fcd · λ · XU LS · b

Þar sem enginn áslægur kraftur er í þversniðunu, þ.e N=0, fæst

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 30


5.1 Spennu-streituferill steypu,ULS, EC2 3.1.6 5 TÍMI 5 - 19.01.2015

Fc − FS = N = 0
Fc = FS
η · fcd · λ · XU LS · b = fyd · AS
fyd · AS
XU LS = (5.1)
η · fcd · λ · b
η = 1, 0
λ = 0, 8

Athuga þarf hvort járnin séu komin á flot, þ.e.  ≥ yd

εcu = 0,0035

XULS

d-XULS

εcs
Mynd 43

s cu
d−XU LS = XU LS

d − XU LS
s = · cu (5.2)
XU LS
Einnig þarf að athuga hvort streitan sé minni en brotstreita viðkomandi stálflokks, A, B eða C

s ≤ u

Reikningsleg vægisburðargeta ákvarðast við að taka vægi um t.d Fc :

MRd = kraftur· armur


= Fs · z
=fyd · As · (d − 12 λ · XU LS )

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 31


5.1 Spennu-streituferill steypu,ULS, EC2 3.1.6 5 TÍMI 5 - 19.01.2015

λXULS Fc
z
MRd
Mynd 44

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 32


6 TÍMI 6 - 21.01.15

6 Tími 6 - 21.01.15

6.1 Jafnvægisjárnmagn (Balanced reinforcement)

Bók, kalfli 8.6


Bitaþversnið er með jafnvægisjárnum þegar mesta streita í steypu á þrýstibrún nær brotstreitu, cu
samtímis því að togstálið nær flotstreitu yd .
Steypa ≤ C50 : η = 1,0 , λ = 0,9 , cu = 3,5 h= 0,0035

λ*Xbal
b

εcu η*Fcd

Fc
Xbal

h d
NL

εyd Fs
As,bal

Mynd 45

σs

fyd

Es
εs
εyd

Mynd 46: s er þar sem flotið er að byrja

Þríhyrningalíkingu beitt til að finna Xbal

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 33


6.1 Jafnvægisjárnmagn (Balanced reinforcement) 6 TÍMI 6 - 21.01.15

εcu

xbal

d
d

εyd εcu+εyd

Mynd 47

Xbal d
ck = cu +yd

cu
Xbal = ·d (6.1)
cu + yd
Fyrir stál með fyk = 500MPa fæst
fyd fyk 500
σ = E ·  yd = Es = γs ·Es = 1,15·200000 = 0, 00217 = 2, 17h

Þá er
0,0035
Xbal = 0,0035+0,00217 · d = 0,617d

fy. fyk = 500 MPa


Steypu ≤ MPa

0,617d
d

NL

Mynd 48

Lárétt kraftajafnvægi gefur As,bal :

Fs = Fc As,bal · fyd = λ · Xbal · η · fcd · b

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 34


6.2 Teygjanleiki þversniða (Ductility of cross sections) 6 TÍMI 6 - 21.01.15

λ · Xbal · η · fcd · b
As,bal = (6.2)
fyd

• Bitar og plötur með As ≤ As,bal eru nefnd "venjulega járnuð þversnið"(Normal reinforced)

• Bitar og plötur með As > As,bal eru nefnd yfirjárnuð þversnið (Over reinforced)

• Óæskilegt er að bitar og plötur hafi As > As,bal þar sem slíkt leiðir til stökks brots, því streitan
í steypunni nær brotstreytu (cu )(þ.e. brotnar) áður en flot næst í stálinu. Slík versnið hafa
lítinn teygjanleika en teygjanleiki er forsenda þess að burðarvirki geti eytt orku á jarðskjálfta.

krappi
stökk og ósækileg brot

seig og æskileg brot

flot í járnum

(krappi)

Mynd 49

As > As,bal : Brot í steypu en ekki flot í stáli


As = As,bal : Jafnvægisjárnamagn, þ.e. brot í steypu og flot í stáli á sama stað
As < As,bal : Venjulega járnuð þversnið, flot í járnum áður en steypa brotnar.

Í venjulegum járnuðum þversniðum myndast seigt brot og nægjanleg viðvörun fæst, því miklar
formbreytingar koma fram og sprungur verða sínilegar.
Ef As ≥ As,bal er stálið enn í fjaðursviði þegar steypan brotnar og brotið verður stökkt og án
viðvörunar.

6.2 Teygjanleiki þversniða (Ductility of cross sections)

Bók kafli 4.4


Gerðar eru eftirfarandi kröfur í EC2 kafla 5.6.3(2)

XU LS
d ≤ 0, 45 fy. C12 - C50
XU LS
d ≤ 0, 35 fy. C55 - C90

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 35


6.3 Krappi (Curvature) 6 TÍMI 6 - 21.01.15

Þetta takmarkar hæð núlllínunnar í brotmarkástandi og þar með einnig stálmagnið.

εcu
0,45d
C12-C50

xULS
0,35d
C55-C90
NL

As
εs εyd

Mynd 50

εcu

xbal = 0.617d
(C12-C50)

As,bal
εyd

Mynd 51

Eftir því sem núlllína liggur neðar í þversniðinu minnkar streitan í steypustyrktarstálinu og teygj-
anleiki þversniðsins minnkar. (þetta hér er mikilvækt og mun mjög líklega koma á prófi !)

6.3 Krappi (Curvature)

engin streita

Mynd 52: án álags

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 36


6.3 Krappi (Curvature) 6 TÍMI 6 - 21.01.15

c
c
NL x
d NL
x-d

s s s c

Mynd 53: Með álagi

Reiknað er með línulegri streitudreifingu. Á núllínunni hefur enginn lengdarbreyting átt sér stað.
Steypan fyrir ofan NL þrístist saman og járnbending í neðri brún lengist.
κ er hornið í streituferlinum fra upphafsstöðu. Notun tan(κ) ≈ κ

c
κ= x
s
κ = d−x
κ = c +d
s

1 rad
[ mm ][ mm ]

M −κ ferlar gefa samskonar upplýsingar fyrir þversnið undir beygjuáraun og σ − ferlar fyrir áslægt
álag.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 37


7 TÍMI 7 - 26.01.15

7 Tími 7 - 26.01.15

7.1 M - κ - ferlar

M - κ ferill í ULS fyrir venjulega járnað þversnið, nálgaður með 2 punktum

1. Þegar stálið fer á flot

2. Þegar steypan brotnar

2)
1)

ϰ
Mynd 54

Dæmi:

Stálið er akkurat i flotpunktinum, en steypan er að mestu eða öllu leyti á fjaðursviði og þrýstispennan
er nálguð sem þríhyrningur eins og í SLS.

d=450
εc σc

Fc
xy

h=500

d-xy armur (d - 1/3 xy)

2K20

εs = εyd Fs
b=300

Mynd 55

30
C30 → fck = 30M P a → fcd = 1,5 = 20M P a
 0,3
Ecm = 0, 9 · 22 · fck10+8 = 29,553 GPa = 29.553 MPa
500
fyk = 500M P a → fyd = 1,15 = 435 MPa

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 38


7.1 M - κ - ferlar 7 TÍMI 7 - 26.01.15

Es = 200.000M P a
Hæð núllínu, xy , er ákvörðuð skv. aðferð nefnd í SLS (þríhyrnd spennudreifing steypu)
r
ny ·As 2

ny ·As 2·n ·A ·d
xy = − b + b + yb s

Es 200.000
ny = Ecm /γc = 29553/1,5 = 10, 15
þá er
r 2
xy = − 10,15·628
300 + 10,15·628
300 + 2·10,15·628·450
300
= 118, 7mm

Vægið í bitanum þegar flot hefst (flotvægi)


1 1
 
Myd = As · fyd · d − 3 · xy = 628 · 435 · 450 − 3 · 118, 7 mm
fyd fyk 500
yd = Es = Es ·γs = 200.000·1,15 = 0, 00217

þá er
yd 0,00217
κy = d−xy = 450−18,7 = 6, ·10−6 mm
1

Streitan í steypunni á sama tíma

c = κy · xy = 6, 5 · 10−6 · 118, 7mm = 7, 8 · 10−4 = 0, 00078

Streitan í steypunni er mun minni en brotstreytan

c = 0, 00078 < cu = 0, 0035

og þversniðið þolir því meiri krappa.


Förum þá yfir i 2.). Krappinn í 1.) er aukinn þangað til streitan í steypunni nær brotstreitunni, þ.e
ULS ástand.

εc λXULS

ηfcd

εs Fs

Mynd 56

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 39


7.1 M - κ - ferlar 7 TÍMI 7 - 26.01.15

cu = 0,0035 fyrir C30

Hæð núlllinu (ULS)


As ·fyd 628·435·
XU LS = η·fcd ·λ·b = 1,0·20·0,8·300 = 56, 9mm

Vægisburðargeta:

1

MRd = As · fyd · d − 2 · λ · XU LS
1

= 628 · 435 · 450 − 2 · 0, 8 · 56, 9
= 116, 7 · 106 N mm = 116, 7KN m

Krappinn í bitanum, hér er cu þekkt:


0,0035
κu = cu
XU LS = 56,9mm = 61, 5 · 10−6 mm
1

εcu

XULS
Ku

d-XULS

εs = ?

Mynd 57

Athugun streitu í stálinu:

s
κu = d−XU LS → s = κu · (d − XU LS )
= 61, 5 · 10−6 · (450 − 56, 9)
= 0,0242

s = 0, 0242 > yd = 0, 00217 → Á floti


s = 0, 0242 < uk =

0,025 fyrir class A

0,050 fyrir class B

0,075 fyrir class C

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 40


7.1 M - κ - ferlar 7 TÍMI 7 - 26.01.15

σs (MPa)

500

εs (%)
1 2 3 4 5 6 7 8
εyd = 0,00217

Mynd 58

1. κy = 6, 5 · 10−6 mm
1
Myd = 112, 1KN m

2. κu = 61, 5 · 10−6 mm
1
MRd = 116, 7KN m

Teygjanleikakrafa þversniðsins skv, EC2 5.63 :

XU LS 56,9
d = 450 = 0, 13 < 0, 45f y.C30

→ Uppfyllt, enda sást í M − κ grafinu að teygjanleikinn er góður.


M (kNm)

1) 2)
100

20
K(E-6) 1
mm
10 80

Mynd 59

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 41


8 TÍMI 8 - 28.01.15

8 Tími 8 - 28.01.15

8.1 M - κ - ferill fyrir jafnvægisjárnmagn

Jafnvægisjárnbending → c = cu og s = yd á sama tíma.

εcu λXbal

Fe
Kbal
Xbal Kbal
d
h d
500 450
NL ηfcd

Fs εcu+ εyd
εyd
b
300

Mynd 60

C30: cu = 0,0035

fyk = 500 MPa


fyd fyk 500
yd = Es = Es ·γs = 200.000·1,15 = 0, 00217

cu +yd 0,0035+0,00217


κbal = d = 450 = 12, 6 · 10−6 mm
1

Hér er bara einn punktur á M − κ grafinu

cu 0,0035
Xbal = cu +yd ·d= 0,0035+0,00217 · 450 = 278mm

30
λ·Xbal ·b·η·fad 0,8·278·300·1· 1,5
As,bal = fyd = 500/1,15 = 3068mm2 As,k20 = π · 102 = 315mm2 → Fjöldi K20 járna
3068mm2
= 314mm2
= ”9, 8”K20

1 500 1
· 0, 8 · 278 452 · 106 N mm = 452 kNm
 
MRd,bal = fyd · As,bal · d − 2 · λ · Xbal = 1,5 · 3068 450 − 2

Teygjanleikakrafa EC2:
XU LS Xbal 278
d = d = 450 = 0, 617 > 0,45 → ekki uppfyllt → C12 - C50

Skoðum aftur 2K23 bitann sem við vorum með síðast.

1. κy = 6, 5 · 10−6 mm
1

My = 112, 1kN m

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 42


8.2 Lágmarksjárnun (Minimum reinforcement) 8 TÍMI 8 - 28.01.15

2. κu = 61, 5 · 10−6
MRd = 116, 7kN m

XU LS
d = 0, 13
M - κ - ferlar
EC2 leyfir ekki hærra gildi en 0,45
M [kNm] til þess að tryggja teygjanleika.
EC8 hefur viðbótarkröfur.

500
As,bal "9,8" K20 x/d = 0,617

7K20 x/d = 0,44


6K20 x/d = 0,38

4K20 x/d = 0,25

2K20 x/d = 0,13


1) 2)

0 K [10-6 1/mm]
0 50 100

Mynd 61

8.2 Lágmarksjárnun (Minimum reinforcement)

Lágmarksjárnun í bitum og plötum undir vægisáraun er hugsað sem það járnamagn sem svarar til
þess togkrafts sem getur myndast í steypu áður en hún rifnar. Plötur og bitar sem eru með minna
járnamagn á að líta á sem ójárnbent.
Skoðum þversnið undir beygjuáraun rétt áður en það rifnar (án tillits til járnbendingar):

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 43


8.2 Lágmarksjárnun (Minimum reinforcement) 8 TÍMI 8 - 28.01.15

εc,þrýst σc,þrýst
εc,þrýst = εc,tog

σc,þrýst = σc,beygjutog
h/2
h-(1/3)( h/2)
h

h/2

Togkraftur í steypu

εc,tog σc,beygjutog
b

Mynd 62

Beygjutogþol getur verið allt að 2x einása togþol. Hér verður notað:

beygjutogþol = 2 · fctm

fctm = meðaleinásatogstyrkur (tafla 3.1) (mean axial tensile strength)

Flexural tension
Beygju togspenna

Axial tension
Einása togspenna

Mynd 63

EC2 3.1.8(1):


(1, 6 − h
1000 ) · fct
fctm,f l =
f
ctm

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 44


8.2 Lágmarksjárnun (Minimum reinforcement) 8 TÍMI 8 - 28.01.15

Tafla 2
h (mm) fctm,f l
100 1,5
200 1,4
300 1,3
400 1,2
500 1,1
600 1,0

Beygjuþolið lækkar með stækkandi h

1 h
Togkraftur = Ft = 2 · (2 · fctm ) · b · 2

Vægi togkraftsins um þrýstibrún

h 5
M1 = fctm · b · 2 · 6 ·h

Skoðum sama þversnið eftir að það hefur rifnað og lágmarksjárnin hafa tekið við togkraftinum í
steypunni.

Mynd 64

Vægi togkrafts í lágmarksjárnum um þrístibrún:

M2 = As,min · fyk · d

Vægjum stillt saman:

M2 = M1
h 5
Aa,min · fyk · d = fctm · b · 2 · 6 ·h

Um stærðarhlutföll þversniða gildir oft:

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 45


8.2 Lágmarksjárnun (Minimum reinforcement) 8 TÍMI 8 - 28.01.15

d ' 0, 9h → h ' 1, 1 · d

Skoðum þá að
1,1·d 5
As,min · fyk · d = fctm · b · 2 · 6 · 1, 1 · d

fctm
As,min = 0, 5 · ·b·d (8.1)
fyk
Jafna 8.1 er ekki í EC2 en er hinsvegar í EC8 fyrir "primary seismic beams"jafna (3.12) EC8 fyrir
DCM þar sem D = ductility, C = Class, M = Medium.

Í EC2 er notuð einása togspenna í stað beygjutogspennu sem er hér helmingi lægri.
EC2, 9.2.1.1:

0, 26 · fctm · bt · d
fyk
As,min =
0, 0013 · b · d(nedrimork)
t

d
d = 0,9h → h = 0,9 = 1, 11 · d
5
1, 11 · 6 · 1, 11 · 0, 25 = 0, 257 ' 0, 26

bt = meðal breidd togsvæðis (mean width of tension zone)

Mynd 65: bt = breydd

Tafla 3
C16 C20 C25 C30 C35 C40 C50
fctm 1,9 2,2 2,6 2,9 3,2 3,5 4,1
fctm
0, 26 · fyk 0,00099=0,0013 0,00114=0,0013 0,00135 0,00151 0,00166 0,00182 0,00213

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 46


9 TÍMI 9 - 02.02.2015

9 Tími 9 - 02.02.2015

9.1 Rýrnun í steypu (shrinkage)

Rýrnun í steypu er rúmmálsminnkun steypu og helsti sprunguvaldur. Rýrnun samanstendur af:

1. Plastísk rýrnun kemur fram strax við hörðnun. Stafar af of hraðri uppgufun vatns/útþornun
og/eða kólnun yfirborðs. Yfirborðið verður þá þurrara/kaldara en innri hlutinn og veldur innri
spennu, en á þessu stigi hefur steypan nær engan styrk. Hægt er að draga úr plastískri rýrnun
með góðri aðhlynningu á fyrstu klukkustundum, dögum og vikum steypunnar.

Yrsti hlutinn
þornar/kólnar Vindur

Mynd 66

2. Þurrkrýrnun. Umfram vatn gufar upp á pórunum sementsefjunnar eftir hörðnun. Undirþrýst-
ingur myndast í sementsefjunni sem dregst saman. Steypa með lága vatnssementstölu hefur
litla þurkrýrnun.

Umframvatn
Gufar upp

Mynd 67

3. Hvörfurnarrýrnun. Við hvörfun vatns og sements á sér stað rúmmálsminnkun.

1l 2l 2l Rúmmálsminnkun

Sement Vatn Sementsefja

Mynd 68

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 47


9.1 Rýrnun í steypu (shrinkage) 9 TÍMI 9 - 02.02.2015

Í 2) og 3) á rýrnun sér stað í sementsefjunni og með því að lágmarka sementið og nota stór fylliefn-
i/steinefni er hægt að halda rýrnun í lagmarki.
Steypustyrktarstál kemur hér að gagni til að lágmarka sprunguvíddir. Margar litlar sprungur mynd-
ast í stað fárra stórra.
∆L
Rýrnun er óháð álagi. Rýrnun er lýst sem streitu ( = L ). Rýrnun eykst með tímanum, en hefur
endanlegt gildi, c s

εcs

tími
Mynd 69

Það getur liðið nokkur ár áður en rýrnun nær lokagildi. Oft rætt um 5 ár.

Við ákvörðun á endanlegu gildi er m.a stuðst við sýndarþykkt (National size) EC2 kafli 3.1.4.(5)

2·Ac
ho = u

Ac = þversniðsflatarmál
u = sá hluti af ummáli sem er opinn fyrir uppgufun.

Dæmi:

Súla

500

300

Mynd 70: Súla

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 48


9.1 Rýrnun í steypu (shrinkage) 9 TÍMI 9 - 02.02.2015

2·Ac
ho = u
2·300·500
ho = 2·(300+500) = 188mm

Biti í plötunni

200

300

300

Mynd 71: Biti í plötunni

2·300·500
ho = 4·300 = 250mm

Plata:

200

Mynd 72: Plata

2·200·1000
ho = 2·1000 = plötuþykktin

EC2 skiptir útreikningi á rýrnun í tvo hluta:

cs = cd + ca (3.8) EC2

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 49


9.1 Rýrnun í steypu (shrinkage) 9 TÍMI 9 - 02.02.2015

cs = Heildarrýrnun (total shrinking strain)

cd = Þurrkrýrnun (drying shrinking strain)

ca = Plastísk rýrnun (autogenous shrinking strain)

cd = Kh · cd,0 (tafla 3.2 EC2)

Tafla 4
fck Rakastig (Relative hummiditi)
(MPa) 50% innihald 80% utandyra
20 0,54 0,30
40 0,42 0,24
60 0,33 0,19
80 0,26 0,15
90 0,23 0,13

Lækkandi vatns/sementstala þ.e umfram vatn minnkar með hækkandi styrk.


Rakastig í endanlegu umhverfi: Kh í töflu 3.3 í EC2

Tafla 5
ho kh
100 1,0
200 0,85
300 0,75
≥ 500 0,70

2·Ac
ho = u
ca = 2, 5 · (fck − 10) · 10−6 (3.12)EC2

Tafla 6
fck ca (h)
20 0,025
30 0,05
40 0,075
50 0,1

Steypa með háan styrk er viðkvæmari fyrir útþornun við niðurlögn þvi lítið er af aukavatni í steyp-
unni (fljót að þorna)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 50


9.1 Rýrnun í steypu (shrinkage) 9 TÍMI 9 - 02.02.2015

Dæmi:

ho = 200 mm, C20, innandyria (50% RH )

cs = cd + ca


kn · cd,0 + ca
= 0, 85 · 0, 54 + 0, 025
=0,48 h' 0, 5h

Skoðum rýrnun 10m langar steyptar einingar sem er með rýrnunarstreituna 95 h

∆Lryrnun = cs · L = 0, 0005 · 10.000 mm = 5 mm

Ef einingunni er haldið fastri til endanna (hluti af stærra mannvirki) og getur því ekki dregist saman
myndast togspennur sem svara til rýrnunarstreitunnar :

σryrnun = Ec · cs = 20.000M P a · 0, 0005 = 10M P a

sem er miklu hærri togspennu en steypan ræður við.

Mynd 73

Járnbending dreifir sprungunum í fleiri og smærri í stað fárra og stærri.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 51


10 TÍMI 10 - 04.02.15

10 Tími 10 - 04.02.15

10.1 Skrið í steypu

Skrið i steypu kemur fram vegna ytra álags og er sú formbreyting sem er umfram þá fjaðurformbreyt-
ingu sem kemur fram um leið og álag er sett á.

Langtímaálag

Innveggir
eitthvað annað
Ílögn
Slegið undan

tími
t0 t0 tími

Skrið
σ/E
Fjaður

tími tími

ε-rýrnun

tími

Mynd 74

t0 er oftast sá tími þegar slegið er undan bitum/plötum, enda er eiginþyngdin stærsta álagið.

σ
Álag er sett á við tímann t0 og fjaðurstreitan  = Ecm kemur strax fram. Með tímanum eykst
streitan þó svo að álagið, σ, sé óbreytt. Þessi aukning er kölluð skrið. Skrið er flókið fyrirbæri og
ástæður ekki að fullu kunnar. Minnkandi raki hefur áhrif eins og á rýrnun, en einnig er um niðurbrot
að ræða í kristaluppbyggingu sementsefjunnar.
Algengt er að skriði og rýrnun sé ruglað saman enda tengd á þann hátt að ekki er hægt að mæla
skrið nema að mæla einnig rýrnun.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 52


10.1 Skrið í steypu 10 TÍMI 10 - 04.02.15

Tilraunauppsetning:

skrid+ryrnun
−ryrnun
= skrid
Steypusívalningar
Það er einkum 4 athriði sem hafa áhrif á skrið: Fjaðrir

1 og 2: Aldur og styrkur steypunnar þegar


álag er sett á, þ.e t0 . Því eldri og sterk-
ari sem steypan er, því minna skrið kemur
fram.
Skrið + Rýrnun Rýrnun
3: Raki. Meiri raki→ minna skrið og öfugt – Mynd 75: Tilraunauppsetning
eins og rýrnun.

2·Ac
4: Sýndarþykkt, h0 = u , eins og rýrnun.

u = ummál opið til umhverfisins.


Eins og rýrnun þá er skrið tímaháð og hefur lokagildið

φ(∞, t0 )

sem nefnist skriðstuðull.

Í EC2 er skriðstuðullinn φ(∞, t0 ) ákvarðaður

• á mynd 3.1 a) fy. innandyraaðstæður (50% raki)

• á mynd 3.1 b) fy. utandyraaðstæður (80% raki)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 53


10.1 Skrið í steypu 10 TÍMI 10 - 04.02.15

Mynd 76

Sementsflokkur R = Rabid (hraðsement), N = Normal, S = Slow (hægvirkur)

1. Ákveða t0 og fraga lárétta línu að ferli (R, N eða S)

2. Draga beina línu á milli skurðpunktar og núllpunktar

3. Reikna h0 og draga lóðrétta línu að steypustyrk.

4. Draga lárétta línu að línu 2

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 54


11 TÍMI 11 - 09.02.2015

11 Tími 11 - 09.02.2015

11.1 Skrið frh. (Kafli 8.3 í bók)

Tilraunir sýna að skrið vex nokkurn veginn línulega með þrýstispennunni í steypunni, en þó eingöngu
upp að 45% ef fck . Við hærri spennur vex skrið hlutfallslega meira og verður ólínulegt (EC2.7.2(3)
og 3.1.4(4))

σc,langtima ≤ 0, 45fck

svo samband þrýstispennu og skriðs sé línulegt. Þar sem fjaðurstreitan er einnig línulega tengd
spennunni (σ = E · ) er hægt að lýsa skriði a eftirfarandi hátt sem streitu:

σ
skrid = E · φ (3.6 í EC2)

þar sem φ (skriðstuðullinn) segir til um hve mörgum sinnum skriðstreitan er stærri en fjaðurstreitan.

Mynd 77

uskrið

ufjaður
tími
Mynd 78

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 55


11.1 Skrið frh. (Kafli 8.3 í bók) 11 TÍMI 11 - 09.02.2015

Heildarstreitan er því:

σ σ σ E
 = f jadur + skrid = E + E ·φ E (1 + φ) → σ = 1+φ ·

EC2. kafli 7.4.3(5): Hægt er að ákvarða langtímaformbreytingu (fjaður + skrið) vegna langtímaálags
˛
með því að nota langtímafjaðurstuðul (effective modulus of elasticity for concrete):

Ecm
Ec,ef f = 1+φ (7.20 EC2 og 8.8 í bók)

Ec,ef f = Ec,langtima og Ecm = skammtíma fjaðurstuðull

Tekið er tillit til skris með því að búa til nýjan fjaðurstuðul, sem er lægri en skammtíma fjaðurstuð-
ullinn. Hann er ekki raunverulegur fjaðurstuðull heldur "verkfæri"

Mynd 79

Lokaformbreytinguna, sem nefnist langtíma formbreyting, er hægt að ákvarða á sama hátt og


skammtíma formbreytingu, nema með Ec,langtima í stað Ecm . Jafnframt þarf að ákvarða nýtt tregðu-
vægi, því n-gildið breytist.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 56


11.1 Skrið frh. (Kafli 8.3 í bók) 11 TÍMI 11 - 09.02.2015

Tafla 7
Formbreytingar:
Langtíma Skammtíma
Pk,langtima Pk,skammtima
Ec,langtima Ec,skammtima
nlangtima nskammtima
XSLS,langtima XSLS,skammtima
Ilangtima Iskammtima

ulangtima + uskammtima = uheild

Áhrif skriðs á mannvirki

• Bitar/plötur

þrýstispenna
efst í þversniði
u0 u

8
t0 t
8
σ

Ecm Ecm
1+φ

Mynd 80

t∞ > t0 u∞ > u0

Niðurbeyjan eykst með tímanum, oft nefnt langtíma sig

• uppspenntir bitar/plötur

• Bitar/plötur

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 57


11.1 Skrið frh. (Kafli 8.3 í bók) 11 TÍMI 11 - 09.02.2015

Skrið jafndreift -> engin


breyting

niður

upp

Mynd 81

• Súlur

Mynd 82

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 58


12 TÍMI 12 - 11.02.2015

12 Tími 12 - 11.02.2015

12.1 Skrið frh

Skrið er þess valdandi að álagshraði hefur áhrif á σ −  ferla steypu.

Mynd 83

σ/fck brotferill

1 1
(**) 2
3
4
5
0,8

0,5
(*) skriðferill

0 ε
20/00 80/00

Mynd 84

Á mynd 84 þýða línur

1. Álagshraði að broti : 2 mínútur staðlað próf

2. Álagshraði að broti : 20 mínútur

3. Álagshraði að broti : 100 mínútur

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 59


12.2 Samvirkni steypu og steypustyrktarstáls 12 TÍMI 12 - 11.02.2015

4. Álagshraði að broti : 3 dagar

5. Álagshraði að broti : 70 dagar

(*) á mynd 84: Streita eykst við stöðiga þrýstispennu, þ.e. skrið, en hefur endanlegt gildi, skriðstuðul-
inn φ og stöðvar á skriðferlinum.
(**) á mynd 84: Streitan eykst við stöðulegan þrýsting, þ.e. skrið, en endar á brotferlinum þ.e. með
broti.

→ Langtímabrotþol ' 0, 8 skammtímabrotþoli

12.2 Samvirkni steypu og steypustyrktarstáls

Stöðugur kraftaflutningur á sér stað á milli steypu og steypustyrktarstáls.

xULS

z=d- xULS/2

togstöng
Vægisferill
Viðbót vegna
skers, sjá síðar.
- Kraftflutningur Togkraftsferill vegna vægis
á milli steypu og
steypustyrktarstáli
F = M/z

Við járnaskeyti þarf allur togkraftur Járnaskeyti


í járnunum að fara á milli stanganna

Mynd 85

Slétt stál - Ekki lengur í EC2


Er með fíngert yfirborð og byggist kraftavigurinn á milli steypu og stáls á límingu sementsins á
yfirborði stálsins.
Kambstál: Er með kamba á yfirborðinu sem kraftaflutningur byggist á.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 60


12.2 Samvirkni steypu og steypustyrktarstáls 12 TÍMI 12 - 11.02.2015

Mynd 86

Kambarnir orsaka skákrafta sem skiptast upp í krafta samsíða og þvert á kraftastefnuna.

Mynd 87

Sjáum á mynd 87 að kraftur samsíða stefnu stangarinnar tekur upp lraftinn í stönginni. Kraftur
sem virkar þvert á stefnu stangarinnar, ýtir á steypunna og orsakar togspennum í steypunni.
Ef ekki er tekið tillit til þessara togspenna koma fram sprungur samsíða stöngunum.

(a) Sprungur undir bita (b) Horn geta dottið af (c) Botn getur dottið af
(spalling) (spalling)

Mynd 88

Til að tryggja góðan kraftaflutning þarf að halda þessari sprungumyndunn í skefjum. Það er gert með
því að hafa nægjanlegt bil á milli járna innbyrgðis og á milli járna og steypuyfirborðs - Steypuhula.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 61


12.2 Samvirkni steypu og steypustyrktarstáls 12 TÍMI 12 - 11.02.2015

12.2.1 Steypuhula (concrete cover) EC2, 4.4.1

Steypuhula er fjarlægð frá yfirborði steypu að steypustyrktarjárni.


Steypuhula tryggir:

• Óöruggan kraftaflutning á milli járna og steypu, svo steypan flagni ekki og springi.

• Vörn gegn tæringu, en steypan er með hentugt sýrustig (PH gildi) fyrir stál. Koltvisýringur
(CO2) fer inn í steypuna og lækkar sýristigið og þar með tæringarvörnina.

Mynd 89

Mikilvæg atriði um steypu:

• Gott flæði steypu um mótin, þ.a. stærstu steinarnir festist ekki

• Næganlegt brunaþol, en steypan einangrar steypustyrktarstálið sem annars missir styrk í mikl-
um hita.

• Í ÍST - EN 1992-1-2 eru viðbótarkröfur fyrir steypuhulur háð brunaflokki (30-240 mínútur)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 62


13 TÍMI 13 - 16.02.2015

13 Tími 13 - 16.02.2015

13.1 Steypuhulur frh.

Steypuhula er:

cnom = cmin + ∆cdev (4.1 EC2)

cnom = Steypuhula tilgreind á tákn og notuð í útreikningum.


Í 4.2 EC2 er

c (kraftaflutningur)
 min,b



cmin = cmin,dur + ∆cdur,γ − ∆cdur,st − ∆cdur,add



10mm

Viðbót 
 dg - stærsta steinastærð steypu
cmin =
 Brunabótakröfur

cmin,b = φ (Stangarþvermál) (Tafla 4.2 í EC2)

cmin,dur (durabiliti, líftími/ending) er í töflu 4.4 EC2.


Fyrir 50 ára líftíma fæst, þ.e. structural class S4

Tafla 8: Tafla 4.1 í EC2


Áreitisflokkur/umhverfisflokkur Lýsing cmin,dur (mm)
Innandyra X0 Mjög þurrt umhverfi 10
Carbonaction Innandyra, í vatni XC1 Alltaf þurrt eða blautt 15
,koltvisiringsáhrif Sökklar XC2 Yfirleitt blautt 25
Útveggur sem ekki rignir á XC3 Stöðugt rakastig 25
Útveggur XC4 Blautt og þurrt til skiptist 30
Saltáhrif Sundlaugar XD1 Stöðugt rakastig 35
Chlorides Sundlaugar XD2 Yfirleitt blautt 40
Gangstétt, bílageymsla XD3 Blautt og þurrt til skiptis 43
Saltáhrif frá sjó Við sjó XS1 Salt berst m.lofti 35
Chlorides from sea Hafnarmannvirki XS2 Alltaf í kafi 40
Hafnarmannvirki XS3 Splass svæði 45
Frost/þýða Lóðrétt yfirb. m. rign + frost XF1 Meðal vatsálag án salts 25
Freeze/Thaw attack Lóðrétt yfirb. v. mannvirkja XF2 Meðal vatnsálag og salt 35
Lárétt yfirb. m. rign + frost XF3 Mikið vatnsálag án salta 35
Brúargólf XF4 Mikið vatnsálag með salti 40
Efnaáreiti XA1 Lítið efnaáreiti 25
Chemical attack XA2 Meðal efnaáreiri 35
XA3 Mikið efnaáreiti 40

• ∆cdur,γ = Öryggisstuðull, mælt er með 0mm (steinless)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 63


13.1 Steypuhulur frh. 13 TÍMI 13 - 16.02.2015

• ∆cdur,st = Frádráttur þegar notað er ryðfrítt eða ryðvarið stál. Mælt er með 0mm. Ath: þegar
steypustyrktarstál er galvonhúðað eða epoxyhúðað dregur það úr festingu þess í steypunni,
dregur úr virkni kambanna.

• ∆cdur,add = Frádráttur þegar steypa er varin með vatnsvörn (dúkur). Mælt með 0mm

• ∆cder = Skekkja (deviation). Mælt er með 10mm fyrir "venjuleg"tilfelli. Framkvæmdastað-


allinn (ÍST EN 13670) skilgreinir skekkjuferla. Hægt er að reikna með minni skekkju í ein-
ingaframleiðslu. Mælt með 5mm ≤ ∆cdev ≤ 10mm.

Þegar steypt er beint á óslétt yfirborð:

cmin = 40mm á móti þjappaðri fyllingu cmin = 75mm á móti jarðvegi

XC2
25+10=35 cdev
cmin=40

c=40+10=50mm

Mynd 90: móti þjappaðri fyllingu

75+10=85
Mynd 91: Móti jarðvegi

13.1.1 Innbyrðis bil á milli járna (spacing of bars)

Innbyrgðis bil á milli járna tryggir:

• Öruggan kraftaflutning (sbr. steypuhulur)

• Gott flæði steypu (sbr. steypuhulum)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 64


13.1 Steypuhulur frh. 13 TÍMI 13 - 16.02.2015

ljósmál

ljósmál

Mynd 92





φ


dg + 5





Ljosmal(cleardistance) =



φ + dg + 5mm(HJE)







20mm

φ = Stangarþvermál
dg = Stærsta steinastærð
φ er ekki næganlegt því á járnaskeytum lokast fyrir flæði steypunnar

dg+5mm

Mynd 93

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 65


13.2 Hefting (Bond, James Bond) 13 TÍMI 13 - 16.02.2015

titrari

Mynd 94

13.2 Hefting (Bond, James Bond)

Ef gengið er út frá jafndreifðri heftispennu, τ , á yfirborði steypustyrktarstáls fæst grunnfestulengdin,


lb , á eftirfarandi hátt:
= fbd
Fs = A s fyk

lb

Mynd 95

Þversniðsflatarmál járnsins:
φ2
As = π · 4

Ummál járnsins:

2·π·r =π·φ

Kraftajafnvægi:

Yfirborðskraftur = Togkraftur
Yfirborðsflatarmál·fbd = As · fyd
φ2
π · φ · lb · fbd = −pi · 4 · fyd

Svo við fáum að

φ fyd
lb = (13.1)
4 fbd

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 66


14 TÍMI 14 - 18.02.2015

14 Tími 14 - 18.02.2015

14.1 Hefting frh

Vorum búin að finna að

φ fyd
lb = 4 fbd

og höfum þá að

fbd = 2, 25 · η1 · η2 · fctd (8.2 EC2, gildir fyrir kambstál)


1, 0 fyrir góðar aðstæður
η1 =
0, 7 fyrir slæmar aðstæður

n
η2 = 1, 0 fyrirφ ≤ 32mm (oftast)

slæmar aðstæður efst í plötum

góðar aðstæður

holrými myndast vegna sigs steypu

vatnsdropi kemst ekki


framhjá járni

steypa sjatnar

Mynd 96: EC2 mynd 8.2

EC2 er með σsd í stað fyd í jöfnunni og heitir hú þá: "basic required anchorage length"

φ σsd
lb,rqd = 4 · fbd (8.3 í EC2)

σsd = Hönnunarspenna í ULS (design stress)

Þægilegra er að nota eftirfarandi:

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 67


14.2 Festu - og skeytilengdir (Anchorage, spcices) 14 TÍMI 14 - 18.02.2015

φ fyd As,req
lb,rqd = 4 · fbd · As,prov

As,req = Nauðsinleg járnun í ULS.(Required)

As,prov = Notuð járnun. (Provided)

Yfirleitt eru sett fleiri járn en þarf skv ULS, m.a vegna krafna í SLS og því er yfirleitt As,prov > As,req
sem styttir nauðsinlega festulengd.

14.2 Festu - og skeytilengdir (Anchorage, spcices)

• Festulengd er sú lengd sem er nauðsineg til að flytja kraft frá steypustyrktarjárni yfir í steypu
án þess að stöngin dragist út.
Tilraunauppsetning

Járn steypa

steypa

endir

festulengd

upphaf

steypustyrktarjárn

Mynd 97: Tilraunauppsetning: Festulengd

• Skeytilengd er sú lengd sem skeyti á milli tveggja járna verður að hafa til þess að krafturinn
geti borist á milli þeirra. Tilraunauppsettning:

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 68


14.3 Hönnunarfestulengd (Design anchorage length)(EC2 8.4.4) 14 TÍMI 14 - 18.02.2015

Járn Steypa Járn

kraftferill,
áætlaður línulegur

Mynd 98: Tilraunauppsetning: Skeytilengd

Dæmi:

Skeytasvæði
Festusvæði
Mynd 99

14.3 Hönnunarfestulengd (Design anchorage length)(EC2 8.4.4)

lbd = α1 · α2 · α3 · α4 · α5 · lb,rqd ≥ lb,min

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 69


14.3 Hönnunarfestulengd (Design anchorage length)(EC2 8.4.4) 14 TÍMI 14 - 18.02.2015

• 



Tekur tillit til lögun járna (shape of bars)


1, 0 fyrir þrýstijárn, óháð lögun

α1 =
1, 0 fyrir bein togjárn





0, 7 fyrir beygð togjárn ef cd > 3φ annars 1,0

Beygð járn á mynd 8.1 EC2

8.1 b), bend = beyja

8.1 c), Hook = krókur

8.1 d), Loop = u-lykkja

Beyja

Krókur Lykkja Soðið þverjárn

Mynd 100: Myndir 8.1 úr EC2

Hulan cd er sýnd á mynd 8.3 í EC2

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 70


14.3 Hönnunarfestulengd (Design anchorage length)(EC2 8.4.4) 14 TÍMI 14 - 18.02.2015

a) Beinar stangir b) Beygjur eða krókar c) Lykkjur

Mynd 101: Mynd 8.3 í EC2

• α2 = Tekur tillit til steypuhulu

• α2 = 1,0 fyrir þrýstijárn

• 
≥ 0, 7 fyrir beygðar
α2 = 1 − 0, 15 · (cd − φ)/φ =
≤ 1, 0 fyrir togstangir

• 
≥ 0, 7 fyrir beygðar
α2 = 1 − 0, 15 · (cd − 3φ)/φ =
≤ 1, 0 fyrir togstangir

(eins og cd í α1 )

cd = min( a2 , cn , c)

• α3 = Tekur tillit til þverjárnunar meðfram festulengdinni.

• α3 = 1,0 fyrir þrýstijárn

• 
≥ 0, 7 fyrir togjárn
α3 = 1 − k · λ =
≤ 1, 0 fyrir togjárn

• α3 = 1,0 ef engin þverjárn eru fyrir ofan ásetuna.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 71


14.3 Hönnunarfestulengd (Design anchorage length)(EC2 8.4.4) 14 TÍMI 14 - 18.02.2015

lykkjur (þverjárn)
yfir ásetu

áseta

Mynd 102

k=0,1

k=0
k=0,05

Mynd 103

Sjá λ í töflu 8.2 í EC2.

• α4 tekur tillit til ásoðinna þverjárna.

• α4 = 1,0 ef engin þverjárn.

α3 og α4 virka ekki á sama tíma.

soðið fast
ofan á aðaljárnið

Mynd 104

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 72


14.3 Hönnunarfestulengd (Design anchorage length)(EC2 8.4.4) 14 TÍMI 14 - 18.02.2015

• α5 tekur tillit til þrýstispennu þvert á járnin, klemmvirkni (transverse pressure). Gildir ekki
fyrir þrýstijárn

• 
≥ 0, 7 fyrir togjárn
α5 = 1 − 0, 04p
≤ 1, 0 fyrir togjárn

Má eingöngu nota fyrir beinar undirstöður

Bein undirstaða Óbein undirstaða


Mynd 105

p í MPa

Mynd 106

Margfeldið α2 · α3 · α5 þarf að uppfylla:

α2 · α3 · α5 ≥ 0, 7 (8.2 EC2)

Ef það er lægra, á að nota 0,7.


Samantekt:

lbd = α1 · α2 · α3 · α4 · α5 · lb,rqd ≥ lb,min

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 73


14.4 Beyjuþvermál jarna (Mandrel diameter) EC2, 8.3 14 TÍMI 14 - 18.02.2015

φ σs
lbd = α1 · α2 · α3 · α4 · α5 · 4 · fb d ≥ lb,min
φ σs As,req
lbd = α1 · α2 · α3 · α4 · α5 · 4 · fbd · As,prov ≥ lb,min (nota)

Festulengdin má ekki vera minni en lb,min (minimum anchorage length):





0, 3 · lb,rqd

T ogstangir : lb,min = max 10φ (8.6)



100mm


0, 6 · lb,rqd



T hrystistangir : lb,min = max 10φ



100mm

14.4 Beyjuþvermál jarna (Mandrel diameter) EC2, 8.3

Til að koma í veg fyrir skemmdir í stálinu þegar það er beygt þarf beygjuþvermál að uppfylla:

beyjuskífa

D
o

Ef of krappt

rifnar

Þetta er ekki eina vandamálið,


kraftur þarf líka að komast
milli stáls og steypu

Mynd 107

Tafla 9
Þvermál stangar Minnsta þvermál beygjuskífu
φ ≤ 16mm D ≥ 4φ
φ > 16mm D ≥ 7φ

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 74


14.4 Beyjuþvermál jarna (Mandrel diameter) EC2, 8.3 14 TÍMI 14 - 18.02.2015

Tafla 10
φ mm D mm
8 32
10 40
12 48
16 64
20 140
25 175
32 221

Einnig þarf að athuga hvort skemmdir geti átt sér stað í steypunni inni í lykkjunni (concreta failure
inside the bend of the bar)

(gæti gerst,
σc fcd ! jafnvel 3xfcd)

Mynd 108

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 75


15 TÍMI 15 - 23.02.2015

15 Tími 15 - 23.02.2015

15.1 Skeytilengdir (laps, splices EC2 8.7)

l0 = α1 · α2 · α3 · α5 · α6 · lb,rqd ≥ l0,min

Þar sem α6 er hækkunarstuðull eins og í festulengdum, tafla 8.2, nema α3 er aðeins öðruvísi og α4
er ekki hér.
Reikningslega gildið fyrir α3 skv. EC2 er

α3 = 1, 0 · As · (σsd /fyd )




0, 3 · α6 · lb,rqd

l0,min = max 15φ



200mm

Enginn munur á þrýsti- og togjárnum

ρ1 0,5
α6 = 25


 ρ 0,5 ≤ 1, 5
1
α6 =
25 ≥ 1, 0

ρ er prósentuhlutfall járns sem skeytt eru í sama sniði

Tafla 11: 8.3 í EC2


ρ1 < 25% 33% 50% > 50%
α6 1 1,15 1,4 1,5

Þ.e.a.s. eftir því sem fleiri járn eru skeytt í sama sniði þarf skeytilengdin að vera lengri.
Járnaskeyti sem er innan 0, 65 · l0 fjarlægðar teljast vera í sama sniði.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 76


15.1 Skeytilengdir (laps, splices EC2 8.7) 15 TÍMI 15 - 23.02.2015

Mynd 109

Járnaskeyti 1 og 4 eru í sama sniði

→ 2 af 4
→ 50%
→ α6 = 1, 4

Járn í plötum, lárétt járn í veggjum og langjárn í bitum er reynt að skeyta á eins dreifðan hátt og
mögulegt er.

Mynd 110

Lóðrétt járnabending í veggjum og súlum eru alltaf skeytt í einu sniði.

Mynd 111

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 77


15.2 Sker (EC2 kafli 6.2) 15 TÍMI 15 - 23.02.2015

Járn liggja oftast upp við hvort annað

Mynd 112

Soðning

l skv. EC3
(betra að hafa þó aðeins
ríflegra en þar segir)

Tengibúnaður

Þversnið minnkað með gengjum.


Gengjurnar veikasti hlekkurinn og rifna.

Hér eru gengjurnar í sniði sem er sverara en


stöngin sjálf og því er flothegðun stangarinnar
óbreytt.

Fyrirferðarmeiri og dýrari búnaður.

Mynd 113

15.2 Sker (EC2 kafli 6.2)

Einfalt undirstuddur biti með mismunandi álagi:

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 78


15.2 Sker (EC2 kafli 6.2) 15 TÍMI 15 - 23.02.2015

Skúfferill

Vægisferill

Mynd 114

Hægt er að teikna upp heildarálagið án þess að skipta því upp í sker og vægi með bogavirki

Togstöng eða hallandi


undirstöður notaðar til að
taka upp hliðarálag

Togstöng notuð í
Skautahöll Reykjavíkur

Mynd 115

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 79


16 TÍMI 16 - 02.03.2015

o gi
stib
Þrý

Endafestubúnaður

Togstöng

Lykkjur

Mynd 116

16 Tími 16 - 02.03.2015
Skerspennur í órifnu þversniði á fjaðursviði (á sjaldan við um steypt mannvirki):
V ·Q
τ= I·b

Jafnan gildir ekki fyrir steypt þversnið nálægt broti því þá er þversniðið rifið, en þá er í staðin notuð
meðalgildisspennur:
VEd
τEd = bw ·z

w = web = kroppur

τEd = Reikningsleg skerspenna


VEd = Reikningslegur skerkraftur
z = Innri armur. Þ.e. fjarlægð á milli massamiðju tog- og þrýstikrafts í ULS.

Mynd 117

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 80


16.1 Skerbrotþol (shear bearing capacity) (EC2 6.2.1) 16 TÍMI 16 - 02.03.2015

bw = minnsta breidd þversniðs meðfram z

Mynd 118

Fyrir óskerbent þversið (skerbending = Lykkjur), t.d. plötur, þá notar EC2 d í stað z.

VEd
τEd = bw ·d

16.1 Skerbrotþol (shear bearing capacity) (EC2 6.2.1)

Sker er eingöngu athugað í ULS. Útreikningar í skerbrotþol, skiptiast í tvo flokka

• Burðareiningar án skerbendinga (Plötur)

• Burðareiningar með skerbendingu (bitar)

VRd,c = Skerburðargeta án skerbendingar (c = concrete)


VRd,s = Skerburðargeta með skerbendingu (s = Steel)
VRd,max = Hámarks skerburðargeta, sem takmarkast af broti skáþrýstistrengja.

16.2 Skerburðargeta án skerbendingar (EC2,6.2.2)

(Members not requiring design shear reinforcement)

Dæmigerð sprungumyndun (mynd 11.22 í bók).

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 81


16.2 Skerburðargeta án skerbendingar (EC2,6.2.2) 16 TÍMI 16 - 02.03.2015

Mynd 119

Skerburðargeta óskerbentra burðareininga samanstendur af þremur þáttum:

VRd = VD + VA + VC

VD = Dóravirki (Dowed action)


VA = Steinefnalæsing (Aggregate interlock)
VC = Þrýstisvæði (Compression zone)
VD = Dóravirki togstáls, þegar togstálið verður fyrir vægisáraun þvert yfir sprungu

Mynd 120

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 82


16.2 Skerburðargeta án skerbendingar (EC2,6.2.2) 16 TÍMI 16 - 02.03.2015

Mynd 121

VA = Steinefnalæsing stafar af því að sprungur fylgja gjarnan yfirborði steinanna í steypunni sem
gerir sprunguna hrjúfa/ójafna.

Opin sprunga Sprungufletirnir rekast


saman við færslu

Mynd 122

VC = Þrýstisvæði þversniðsins er ósprungið og getur því flutt skerkrafta

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 83


16.2 Skerburðargeta án skerbendingar (EC2,6.2.2) 16 TÍMI 16 - 02.03.2015

Mynd 123

Þegar að broti er komið er litið framhjá steinefnalæsingunni því hallandi sprungufletir opnast.
Sprungufletirnir rekast því ekki saman.

VRd = VD + VA + VC = VD + VC

Mynd 124

16.2.1 Hönnunarskerburðargeta án skerbendingar (óskert þversnið)EC2, kafli 6.2.2

VRd,c = ( 0,18
γc · k · (100 · ρl · fck )
1/3 + 0, 15 · σ ) · b · d
cp w

með eftirfarandi lágmarki (þ.e. nota hærra gildið)


 
1/2
VRd,c,min = 0, 035 · k 3/2 · fck + 0, 15 · σcp · bw · d

Þar sem

fck er í MPa (N/mm2 )

γc = 1,5

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 84


16.2 Skerburðargeta án skerbendingar (EC2,6.2.2) 16 TÍMI 16 - 02.03.2015

q
200
k =1+ d d í mm (ef k > 2 → k = 2)
Tekur tillit til stærðaráhrifa

Tafla 12: 8.3 í EC2


d k
200 2,0
300 1,82
400 1,71

Asl
ρl = bw ·d
(ef ρl > 0, 02 → ρl = 0, 002)

Asl = Flatarmál toglangjárna (dóravirkni)

ρl = Járnahlutfall (reinforcement ratio)


NEd
σcp = Ac ≤ 0, 2 · fcd [MPa]

σcp > 0, 2 · fcd → σcp = 0, 2 · fcd

NEd = Áslægur þrýstingur

Jöfnur 6.2a og 6.2b eru empirískar.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 85


17 TÍMI 17 - 04.03.2015

17 Tími 17 - 04.03.2015

17.1 Óskerbent þversnið frh.

Hámarks skerburðargeta ákvarðast af burðarþoli skáþrýstistrengja:

VRd,max = 0, 5 · ν · fcd · bw · d (6.5 EC2)


fck
ν = 0, 6(1 − 250 ) → fck í MPa (6.6 EC2)

sjá nánar síðar

Skerálag í óskerbentu þverniði þarf því að uppfylla

VEd ≤ VRd,c (6.2a og 6.2b hærra gildið)


VEd,max ≤ VRd,max (6.5)

Sker

VEd,max
d

d VEd,max

Mynd 125

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 86


17.2 Skerbrotþol með skerbendingu (EC2 kafli 6.2.3) 17 TÍMI 17 - 04.03.2015

{
d

Mynd 126

17.2 Skerbrotþol með skerbendingu (EC2 kafli 6.2.3)

Járnbentur biti:

Mynd 127

Togkraftar í langjárnunum og lykkjum, ásamt þrýstikröftum í steypu, mynda grindakraft (truss


model), sbr. stálgrindur (t.d. byggingakrana) sem hönnun skerbentra burðareininga er byggð á.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 87


17.2 Skerbrotþol með skerbendingu (EC2 kafli 6.2.3) 17 TÍMI 17 - 04.03.2015

Mynd 128

Á eftirfarandi hátt er burðargeta skerbendingar ákvörðuð:

Mynd 129

S = Fjarlægð á milli lykkja, miðju í miðju


Asw = Flatarmál lykkju, báðir/allir lykkjuleggir.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 88


17.2 Skerbrotþol með skerbendingu (EC2 kafli 6.2.3) 17 TÍMI 17 - 04.03.2015

Mynd 130

z
tan(θ) = L
L
cot(θ) = z
→ L = z · cot(θ)

Bogadregin skersprunga myndast, sem er nálguð með beinni línu með horninu θ. Skerálagið fer í
gegnum sprunguna með togkröftunum í lykkjunum.

m-stk lykkjur liggja yfir sprunguna sem geta borið eftirfarandi togkraft.

Togkraftur í lykkjum = Flatarmál lykkja· flotstyrkur


= m · Asw · fywd (i)
fydw = Flotstyrkur lykkja, sem getur verið með annan styrk en önnur járn

Út frá geómetríu fæst


z·cot(θ)
m · s = z · cot(θ) m = s (ii)

m= Fjöldi lykkja yfir sprungu

Setjum (i) → (ii) :

z·cot(θ)
Togkraftur í lykkjum = s · Asw · fywd (iii)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 89


17.2 Skerbrotþol með skerbendingu (EC2 kafli 6.2.3) 17 TÍMI 17 - 04.03.2015

s = fjöldi lykkja yfir sprungu


Asq · fywd = Togstyrkur pr. lykkju

Burðargeta skerbendingar er því:

Asw
VRd,s = · z · fywd · cot(θ) (17.1)
s
(6.8 EC2)

Hönnuðir þurfa að velja cot(θ) innan eftirfarandi marka:

1 ≤ cot(θ) ≤ 2, 5 (6.7 EC2)

Því hærra sem cot(θ) er valið þeim mun minni lykkjubending er nauðsinleg (sparar lykkjur), en í
staðin eykst togkrafturinn í langjárnunum sem þarf að festa sérstaklega.

Mynd 131

Hægt er að hafa lengra bil á milli lykkja, en lárétti togkrafturinn verður stærri. Oftast er notað
cot(θ) = 1, 0 (Helst ekki farið hærra en 1,5.)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 90


17.3 Skáþrýstikraftar 17 TÍMI 17 - 04.03.2015

17.3 Skáþrýstikraftar

Mynd 132

A er þrýstistrengur
B er Struts, svæðið sem er verið að skoða
C er Togstrengur
D er lykka

Kraftur í langátt bitans er afleiðing skáþrýstikraftanna:

V=Skerálag

Afleiddur kraftur, F, staðsettur f. miðjum bita

Mynd 133

V F
tan(θ) = F cot(θ) = V → F = V · cot(θ)

Skáþrýstikraftarnir orsaka þrýstispennunum σc í skástrengjunum, sem er skipt upp í tvo þætti:

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 91


17.3 Skáþrýstikraftar 17 TÍMI 17 - 04.03.2015

Mynd 134

σcx = σc · cos2 (θ) (iv)


σcy = σc · sin2 (θ) (v)

Finna þarf sambandið σc og τ :

Mynd 135

Með hjálp höfuðspenna og Mohr’s hringja fæst:

1
τ= 2 · σc · sin(2θ) = σc · sin(θ) · cos(θ)
1
σc = sin(θ)·cos(θ) ·τ

Skv hornafræði:

sin(θ) = √ 1
cos(θ) = √ cot(θ)2
1+cot2 (θ) 1+cot (θ)

Jafna (vi) verður því:

1
σc = 1 cot(θ ·τ
√ ·√
1+cot2 (θ 1+cot2 (θ)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 92


17.3 Skáþrýstikraftar 17 TÍMI 17 - 04.03.2015

1
= cot(θ) ·τ
1+cot2 (θ)
1+cot2 (θ
= cot(θ
1
= ( cot(θ) + cot(θ))τ
= (tan(θ + cot(θ) · τ
σc
→τ = tan(θ)+cot(θ)
σc
= 1
+cot(θ)
cot(θ)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 93


18 TÍMI 18 - 09.03.2015

18 Tími 18 - 09.03.2015
Spennan í skáþrýstistrengjunum, σc , getur ekki náð sívalningsstyrk steypunnar, fcd , og verður σc
því að uppfylla:

σc ≤ ν · fcd (viii)

fck
ν = 0, 6 · (1 − 250 ) (6.6 EC2)
ν er fundið með tilraunum

Tafla 13: 8.3 í EC2


fck ν
20 0,55
30 0,53
40 0,50
50 0,48

Mynd 136

Ástæður:

1. Spennuþjöppun skástrengja við lykkjur

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 94


18 TÍMI 18 - 09.03.2015

Mynd 137

2. Sprungukerfið í brotmarkaástandi krossar önnur sprungukerfi sem myndast

Mynd 138

Burðargeta skáþrýstistrengjanna verður því

Burðargeta skáþrýstistrengja = Skerspenna·flatarmál


= τ · bw · z
σc
(vii)→= cot(θ)+tan(θ) · bw · z
ν·fcd αcw ·ν1 ·fcd
(viii)→= cot(θ)+tan(θ) · bw · z → VRd,max = cot(θ)+tan(θ) · bw · z

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 95


18 TÍMI 18 - 09.03.2015

Mynd 139


 Er á bilinu 0-1,25 háð áslægri spennu
αcw =
 1,0 fyrir ekki-uppspennt mannvirki (non-prestressed)

fck
ν1 = ν = 0, 6 · (1 − 250 ) (6.6 EC2)
1 ≤ cot(θ) ≤ 2, 5

Fyrir θ = 45◦ (cot(θ) = 1) fæst :


ν·fcd 1
VRd,max = 1+ 11
· bw · z = 2 · ν · fcd · bw · z

Fyrir θ = 22◦ (cot(θ) = 2, 5) fæst:

ν·fcd
VRd,max = 1
2,5+ 2,5
· bw · z
1
= 2,9 · ν · fcd · bw · z

Skerálag í skerbentu þversniði þarf því að uppfylla:

VEd ≤ VRd,s (6.8)


VEd,max ≤ VRd,max (6.9)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 96


18.1 Togkraftabreyting í bitum vegna skers 18 TÍMI 18 - 09.03.2015

Mynd 140

18.1 Togkraftabreyting í bitum vegna skers

Útskýrt á tvo vegu (i) og (ii)

(i) Skáþrýstistrengirnir orsaka togkraft í langátt bitans, samanber jöfnur (iv) og (v):

Mynd 141

(iv) : σcx = σc · cos2 (θ)


(v) : σcy = σc · sin2 (θ)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 97


18.1 Togkraftabreyting í bitum vegna skers 18 TÍMI 18 - 09.03.2015

σcy myndar jafnvægi við skerkraftinn, þ.e. lykkjur taka upp skerkraftinn.
σcx samsvarar krafti ν · cot(θ) fyrir miðjum bita i langáttina. V · cot(θ) er skipt upp í tvo jafnstóra
hluta.

Fc= -M/z 1/2 V cotθ

z
Ft = M/z 1/2 V cotθ

Mynd 142

(ii) Skoðum bita náægt endaundirstöðu en þar er vægið ' 0


M~0 M~0

V C
z/2 cot
z

z cot

R=V
Mynd 143

Bitaendinn afmarkast af skásprungu með hornið θ. Togkrafturinn í lykkjunum og álagið ofaná

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 98


18.1 Togkraftabreyting í bitum vegna skers 18 TÍMI 18 - 09.03.2015

bitanum eru jafn stór undirstöðukraftinum og hefur massamiðju fyrir miðri skásprungu.
Þar sem V og R eru ekki í línu myndast vægi:

z·cot(θ)
Mendi = V · 2

Vægið orsakar þrýstikraftinn C og togkraftinn T:

Mendi V ·z·cot(θ)
C=T = z = 2
1
= 2 · V · cot(θ)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 99


19 TÍMI 19 - 16.03.2015

19 Tími 19 - 16.03.2015

Fc

M V cot

Ft

Fc= -M/z 1/2 V cot

Ft = M/z 1/2 V cot

Mynd 144

EC2 kafli 6.2.3(7), skerbentir bitar:


Viðbótar togkraftur, ∆Ftd , í langjárnum vegna skerálags VEd :

∆Ftd = 0, 5 · VEd · cot(θ) (6.18)

Heildar togkraftur verður því

MEd
Ftd = z + ∆Ftd

en er þó hvergi stærri en
MEd,max
Ftd,max = z

M
Einnig er hægt að finna aukninguna í togkraftinum með því að hliðra togkraftferlinum z frá væginu
um eftirfarandi lengd skv. EC2, kafla 9.2.1.3(2)

al = 21 z · cot(θ)

Fyrir skerbenta bita, jafna (9.2) í EC2

al = d

fyrir plötur (líka í kafla 6.2.2(5))

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 100


19 TÍMI 19 - 16.03.2015

togkraftferill vegna vægis


1
2 VEd cot fyrir bita
VEd,max fyrir plötur togkraftferill vegna vægis og skers
Fcd al

Mynd 145

MRd3
MRd2
MRd1

Vægisferill Hliðraður vægisferill

Mynd 146

Reiknað er með föstu vægi eftir breydd ásetunar (þ.e. súlurnar/plöturnar) þ.e. vægistoppi er sleppt.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 101


19.1 Festa neðri langjárna við endaásetur 19 TÍMI 19 - 16.03.2015

Mynd 147

Mynd 148

19.1 Festa neðri langjárna við endaásetur

EC2 9.2.1.4. - bitar


EC2 9.3.1. - plötur

1. Flatarmál neðri langjárna yfir áetum skal amk. vera eftirfarandi hlutfall af járnum á hafi þegar
reiknað er með lítilli sem engri innspennu:

≥ 25% fyrir bita


≥ 50% fyrir plötur

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 102


19.1 Festa neðri langjárna við endaásetur 19 TÍMI 19 - 16.03.2015

Þó ekki minna en As,min

As,áseta =
{ 25% As,haf fyrir bita

50% As,haf fyrir plötur

Mynd 149

2. Togkraftur í neðri langjárnum sem þarf að festa yfir endaásetum:

al
FEd = |VEd | · z + NEd (9.3 EC2)
NEd = ytra áslægt álag

Bitar:
1
1 z·cot(θ)
al = 2 · z · cot(θ) : FEd = |VEd | · 2
z + NEd
1
= 2 · |VEd | · cot(θ) + NEd

Plötur:

d
al = d : FEd = |VEd | · z + NEd ' |VEd | + NEd

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 103


20 TÍMI 20 - 18.03.2015

20 Tími 20 - 18.03.2015

20.1 Langjárn í efti brún við endaástetur

EC2, 9.2.1.2(2) Bitar, 9.3.1.2(2) Plötur

Við endaásetur bita og platna þarf að setja járn í efri brún þó svo að reiknað hafi verið með einföldum
undirstuðningi.
veggur/súla

0.2 L

plata/biti

Valið líkan

Engin inspenna en mun


óhjákvæmilega myndast
að einhverju leiti

Vægisdreifing

max vægi á hafi

Mynd 150

Taka á tillit til hugsanlegar hluta-innspennu (partial fixity)

Bitar: 15% af stærsta vægi á aðliggjandi hafi

Plötur 25% af stærsta vægi á aðliggjani hafi og skal ná 0,2L inn á plötuna

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 104


20.2 Hönnunarskerkrafturinn VEd 20 TÍMI 20 - 18.03.2015

0.2 L

algeng lausn

Mynd 151: Best að hanna bæði fyrir innspennt og ekki innspennt

20.2 Hönnunarskerkrafturinn VEd

EC2, 6.2.3(5) Bitar, 6.2.1(8) Plötur

Þegar álag er jafndreift (þ.e. án snöggra breytinga) er hægt að nota eftirfarandi hönnunarskerkrafta
vegna hönnunar á VEd,c og VRd,s (ekki VRd,max )

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 105


20.2 Hönnunarskerkrafturinn VEd 20 TÍMI 20 - 18.03.2015

Skúfferill

VEd,max VEd

{ z cot fyrir bita


d fyrir plötur

Mynd 152

Álag sem er staðsett næst ásetum/undirstöðum kemst af sjálfdáðum að ásetunni og fer ekki í gegnum
skerbrotflötinn. Þetta gildir einnig fyrir skerbendingu bita utan endasvæðanna. Bitanum er þá skipt
upp í svæði sem eru z · cot(θ) að lengd og á hverju svæði má nota lægsta VEd gildið.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 106


20.3 Upphengijárn (EC2, 9.2.5 20 TÍMI 20 - 18.03.2015

Mynd 153

20.3 Upphengijárn (EC2, 9.2.5

Allt hér að framan miðast við að álag virki ofan á bita/plötur. Ef álag kemur að neðanverðu þarf
að bæta við lykkjum sem færa álagið upp í efri brún.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 107


20.4 Lykkjur (Shear reinforcement)(EC2 9.2.2)(stirrups) 20 TÍMI 20 - 18.03.2015

Mynd 154

Óbein undirstaða (indirect support). Álag frá bita B þarf að komast í bita A með hjálp upp-
hengijárna, sem toga álgagið upp í efri brún bita A. Upphengijárn bætast við aðra lykkjubendingu
bitans.

20.4 Lykkjur (Shear reinforcement)(EC2 9.2.2)(stirrups)

Lokaðar lykkjur Stakur leggur Opin lykkja

Bannað

Mynd 155

Króka lykkja á að forma samkvæmt EC2 kafla 8.5, mynd 8.5.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 108


20.5 Lágmarksskerjárnun (EC2 9.2.2(5)) 20 TÍMI 20 - 18.03.2015

Notum þó alltaf

x = 10 o

Mynd 156

20.5 Lágmarksskerjárnun (EC2 9.2.2(5))

Skerjárnhlutfall er skilgreint sem:

Asw
ρw = S·bw ≥ ρw,min (9.4 EC2)

w = web
h
h

h bw

Mynd 157

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 109


20.5 Lágmarksskerjárnun (EC2 9.2.2(5)) 20 TÍMI 20 - 18.03.2015

Asw = Flatarmál einnar lykkju (allir leggir)


S = Fjarlægð á milli lykkja, miðju í miðju
bw = Breidd bita

0,08· fck
ρx,min = fyk
fyk = fywk hér

Tafla 14
ρw,min , fywk = 500M P a
C20 0,00072
C30 0,00088
C40 0,00101

Dæmi:

C30
fyk = 500 MPa

h = 500

bw = 300

Mynd 158

Ákvarða lágmarksskerbendingu bita


C30, fywk = 500 MPa

0,08· 30
ρw,min = 500 = 0, 00088

Ef K-8 lykkjur:

Asw = ·π · 42 = 100, 5mm2

Asw 100,5mm2
(9.4)→ S = ρw,min ·bw = 0,00088·300mm = 381mm

Ef K10 - lykkjur:

Asw = ·π · 52 = 157, 5mm2

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 110


20.6 Hámarkslykkjubil EC2 9.2.2(6) 20 TÍMI 20 - 18.03.2015

Asw 157,1mm2
S= ρw,min ·bw = 0,00088·300mm = 595mm

ATH einnug kröfur um hámarkslykkjubil.

20.6 Hámarkslykkjubil EC2 9.2.2(6)

Minnst ein lykkja þarf að lyggja í gegnum hverja skersprungu og því má bilið ekki vera meira en
sem nemur bilinu á milli sprungnanna

sl,max

Mynd 159


0, 75d(9.6EC2)
Sl,max =
15φ langjárn í þrýstingi (EC2 9.2.1.3 (3)

20.7 Hámarksbil á milli lykkjuleggja (max transverse spacing) (EC2 9.2.2(8))

Í breiðum bitum þarf bil á milli lykkjuleggja að uppfylla:

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 111


20.7 Hámarksbil á milli lykkjuleggja (max transverse spacing) (EC2 9.2.2(8))
20 TÍMI 20 - 18.03.2015

sprunga

st,max

Mynd 160

St,max = 0, 75d ≤ 600m (9.8)


t = transverse


0, 75d
St,max =
6

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 112


21 TÍMI 21 - 23.03.2015

21 Tími 21 - 23.03.2015

21.1 Gegnumbrot (Punching)

EC2 6.4 og bók kafli 11.6

Plötur hafa almennt háan skerstyrk og það þarf sjaldan að skerbenda plötur. Aftur á móti er hætta
á gegnumbroti út frá punktálagi og við súluundirstöður veggenda og vegghorn. Gegnumbrot er
náskylt skerbroti og er tvívítt hringlaga skerbrot.

Mynd 161

Púnktálag:

Plata

Þrýstibrot/skerbrot

Togbrot

Mynd 162

Súluundirstaða:

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 113


21.1 Gegnumbrot (Punching) 21 TÍMI 21 - 23.03.2015

Súluundirstaða

Plata

Súla

Mynd 163

Í súlu plötu byggingu (þ.e. án bita) eru því oft haftar efst á súlunum, til að auka gegnumbrotsburð-
argetuna:

Mynd 164

Einnig er hægt að járna með lykkjum til að auka gegnumbrotsburðargetuna.


Þó svo að gegnumbrot sé keilu-boga-lagað er það reiknað eins og brotflöturinn sé lóðréttur. Burð-
argeta er ákvörðuð út frá krítísku ummáli (control perimeter) sem liggur í fjarlægðinni 2d frá álags
fletinum (loaded area) sem er ýmist punktálag eða súluundirstaða.

Mynd 165

d = meðal virk hæð togjárna.

d1 +d2
d= 2

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 114


21.2 Krítiska ummálið (control perimeter) 21 TÍMI 21 - 23.03.2015

Mynd 166

21.2 Krítiska ummálið (control perimeter)

EC2, 6.4.1 og 6.4.2

Lengd brotflatarins er kölluð u1

Mynd 167

Mynd 167 gildir fyrir álagsfleti ekki nærri plötubrún og opum.

Ef álagsflöturinn er nær opi en sem nemur 6d minnkar ummálið:

Mynd 168

Álagsflötur nærri plöturönd

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 115


21.2 Krítiska ummálið (control perimeter) 21 TÍMI 21 - 23.03.2015

Mynd 169

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 116


22 TÍMI 22 - 25.03.2015

22 Tími 22 - 25.03.2015

22.1 β-hjámiðjustuðull (Eccentricity of support reaction)

EC2 - 6.4.3(3)-(6)

β tekur tillit til spennudreigingar álagsflatarins (loaded area), því vægi orsakar spennutoppa í
skerfletinum. Í greinum (3)-(5) eru gefnar ýmsar aðferðir til að ákvarða β.
Í grein (6) er gefin einföld aðferð sem má hafa ef ekki munar meira en 25% á aðliggjandi haflengdum.

A - Súla fyrir miðri plötu


B - Súla við plöturönd
C - Hornsúla

Ójöfn spennudreifing Jöfn spennudreifing


með toppi

Mynd 170

VEd
vEd = β · u1 ·d [MPa] (EC2 - 6.38)
β hækkar hönnunarspennuna
VEd = Kraftur sem fer í gegnum brotflötinn:

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 117


22.2 Gegnumbrotsburðargeta EC2-6.4.3 22 TÍMI 22 - 25.03.2015

{ Rsúla

2d
u1

Mynd 171: brr

P = Álag innan krítiska ummálsins, u1 , sem ekki fer í gegnum brotflötinn.


Rsula = undirstöðukraftur
VEd = Rsula − P

22.2 Gegnumbrotsburðargeta EC2-6.4.3

vRd,c = Gegnumbrotsburðargeta krítiska ummálsins án skerbendingar


vRd,cs = Gegnumbrotsburðargeta krítiska ummálsins með skerbendingu
vRd,max = Hámarks gegnumbrotsburðargeta sem ákvarðast af broti skáþrýstistrengja fyrir ofan
súluna.

u1

2d 2d

Mynd 172: vRd,c og vRd,cs

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 118


22.3 Gegnumbrotsburðargeta án skerbendingar (EC2 - 6.4.4) 22 TÍMI 22 - 25.03.2015

u0

Mynd 173: vRd,max

22.3 Gegnumbrotsburðargeta án skerbendingar (EC2 - 6.4.4)


0,18
vRd,c = γc · k · (100 · ρl · fck )1/3 + 0, 1 · σcp [MPa] (EC2 - 6.47)

með eftirfarandi lágmarki

vRd,c,min = 0, 035 · k 3/2 · f 1/2 + 0, 1 · σcp

(0,1 er 0,15 fyrir bita/plötur, er annars eins og fyrir bita/plötur)

Þetta er sambærilegt ið VRd,c fyrir óskerbent þversnið, nema:


ρl = ρly · ρlz ≤ 0, 02

ρly og ρlz eru járnahlutföllin í báðar stefnur plötunnar, þar sem þau járn eru með reiknuð sem eru
á svæði sem nær 3d frá súlu:

As,y
ρly = ly ·d
As,z
ρlz = lz ·d

Höfum síðan að
σcy +σcz
σcp = z

22.4 Gegnumbrotsburðargeta með skerbendingu (EC2 - 6.4.5)

Höfum hér að
1,5d 1
vRd,cs = 0, 75 · vRd,c + sr · Asw · fywd,ef · u1 ·d · sin(α) [MPa] (EC2 - 6.52)

0, 75 · vRd,c → 75% af burðargetu án skerbendingar


1,5·d
sr · Asw → flatarmál lykkjuleggja innan 1,5d frá súlu
1
u1 ·d → deilt með brotfletinnum til að fá spennuna í brotfletinum

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 119


22.5 Hámarksgegnumbrotsburðargeta (EC2 - 6.4.5(3)) 22 TÍMI 22 - 25.03.2015

sin(α) → hallinn á lykkjunum, = 1 fyrir lóðréttar lykkjur

Jafnan er ekki eins og fyrir skerbenta bita. Hér er:

Asw = Heildarflatarmál lykkjuleggja sem liggja í hring í kringum suluna (einn hring) sr = Bil á
milli Asw -hringja

Asw

sr

Sjá mynd 6.22 EC2 og ljósmynd á mynd 11.44 í bók

Mynd 174

fywd,ef = Virk hönnunarspenna lykkjanna


fywd,ef = 250+0,25d ≤ fywd [MPa] (d í mm)

Tafla 15
d fywd,ef
200 300
300 325
400 350

Lágmarksbending EC2 9.4.3(2)



0,08 fck
ρw,min = 1,5 fyk (9.11)

(fyk = fywk hér)

og hámarks bil 0,75d skv fig 9.10

22.5 Hámarksgegnumbrotsburðargeta (EC2 - 6.4.5(3))

Burðargeta skáþrýstistrengja fyrir ofan súlu. Snið beint fyrir ofan súlu er notað:

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 120


22.6 Súluundirstöður (EC2-6.4.1(5),6.4.4(2)) 22 TÍMI 22 - 25.03.2015

VEd
vEd = β · u0 ·d ≤ vRd,max
= 0, 4 · ν · fcd [MPa] (6.53)

0,4 var 0,5 en var síðan breitt


0, 4 · ν · fcd → sbr. VRd,max fyrir bita með θ = 45◦ , cot(θ) = 1, 0:
1 1 1
1
cot(θ)+ cot(θ)
= 1+ 11
= 2 = 0, 5

22.6 Súluundirstöður (EC2-6.4.1(5),6.4.4(2))

(Column bases, Footings)

Sá kraftur sem fer beint ofan


2d 2d í jarðveginn/klöppina fer ekki
í gegnum gegnumbrots-brotflötinn

Athugið - vægið er hannað fyrir


allri spennunni

Vægi

Mmax

Mynd 175

Línuundirstaða

Sker d Vægi
d

MEd

Mynd 176

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 121


23 TÍMI 23 - 30.03.2015

23 Tími 23 - 30.03.2015

23.1 Formbreytingar, sprunguvíddir og togstífni

M
SLS ULS
flot í stáli

5
1 4
3

6 a c b d

EcmIc

2 Mcr
(EcIc)langtíma

EcmIu

Mynd 177

1. Órifið þversnið, Ecm = skammtímafjaðurstuðull steypu, Iu = Tregðuvægi fyrir órifið þversnið.

2. Mcr = sprungumyndunarvægið (cracing moment), þ.e. það vægi sem orsakar það háar tog-
spennur í toghlið að steypan rifnar.

3. Fullrifið þversnið í skammtímaástandi Ic = Tregðuvægi fyrir fullrifið þversnið

4. Togstífni (tension stiffening) tekur tillit til þess að ósprungna steypan á milli sprunganna
eykur stífni þversniðsins.

5. Fullrifið þversnið í langtímaástandi.

6. a) Gildið fyrir órifið þversnið


b) Gildið fyrir fullrifið þversnið
c) Gildi þegar tekið hefur verið tillit til togstífni, brúun á milli a) og b).
d) Langtímagildi vegna langtímaálags og skriðs í steypunni

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 122


23.2 Tog í steypustyrktarstáli 23 TÍMI 23 - 30.03.2015

M
Fullrifið

fullrifið

órifið

Órifið

Mynd 178

Steypan í kringum togstálið nær á milli sprungnanna á að taka upp hluta af togkraftinum. Minni
kraftur fer í togstálið og spennan og streitan verður minni. Lenging togstálsins verður minni og
togstífni eykst. Þátttaka steypunnar minnkar með vaxandi sprungumyndun og hverfur að lokum.

23.2 Tog í steypustyrktarstáli

stök stöng

s spenna og streita fasti

s togspenna í stálinu

c togspenna í steypu

Mynd 179

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 123


23.2 Tog í steypustyrktarstáli 23 TÍMI 23 - 30.03.2015

w - sprunguvídd á yfirborði sr - bil á milli sprunga


(crack width) (crack spacing)

σs

σc

Mynd 180

σs þar sem spennan í stálinu nálgast jafna spennudreifingu stakrar stangar þegar sprungunum
fjölgar, þ.e. þegar bilið á milli þeirra minnkar.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 124


24 TÍMI 24 - 08.04.2015

24 Tími 24 - 08.04.2015

24.1 Tog í steypustyrktarstáli frh.

εsm - meðalstreita steypustyrktarstálsins

εcm - meðalstreita í steypu

Mynd 181

24.1.1 Sprunguvíddir (Crack width) (EC2 7.3.4)

Wk = Sr,max · (sm − cm ) (7.8 EC2)

Wk = Sprunguvídd, hönnunargildi, þ.e, hámarksgildi (Design crack width)


Sr,max = Stærsta bil á milli sprunga, lokagildi.

Sprunguvíddin er reiknuð þannig að lenging steypustyrktarstálsins komi fram sem sprunga í steyp-
unni.
L L L L

P P=0

L L L L

P P 0

L=L L L L

(w)

Mynd 182

f
σs −kt · ρct,ef f ·(1+αe ·ρp,ef f )
p,ef f σs
sm − cm = Es ≥ 0, 6 · Es

σs = Togspenna í steypustyrktarstáli vegna álags í fullrifnu þversniði.

M
σs = d− 12 ·XSLS ·As

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 125


24.1 Tog í steypustyrktarstáli frh. 24 TÍMI 24 - 08.04.2015

fct,ef f
σs∗ = kt · ρp,ef f · (1 + αe · ρp,ef f )
σs∗ = Frádráttarspenna vegna togstífni

σs
0, 6 · Es er lágmarksgildi, því það myndast einnig sprungur af öðrum ástæðum (t.d rýrnunar, hita-
breytingum) sem draga úr áhrifum togstífninnar.

Togkraftur í ósprunginni steypu og steypustyrktarstáli sem fylgjast að


As Ac +nAs

Ac

Mynd 183

Max togkraftur í ósprunginni steypu:

= σct,max · (Ac + n · As )
Es
n= Ecm

Nú umreiknaður í togspennu í stálinu:

M axtogkraf tur
σs∗,max = As
σ ·As
= ct,maxAs
σct,max ·Ac ·(1+n A
Ac
s)
= As
σct,max ·(1+n· A s)
Ac
= As /Ac
σ ·(1+n·ρ)
= ct,maxρ

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 126


24.1 Tog í steypustyrktarstáli frh. 24 TÍMI 24 - 08.04.2015

ct,max

medalspenna - kt fct,eff

Mynd 184

Þá er

kt ·fct,ef f ·(1+n·ρ) fct,ef f


σs∗ = ρ = kt · ρ (1 + n · ρ) í jöfnu (7.9)

Í jöfnu 7.9 er

Es As
n = αe = Ecm ρ = ρp,ef f = Ac,ef f

Ac,ef f = Virkt togsvæði í kringum steypustyrktarstálið

Ac,ef f = b · hcef

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 127


24.1 Tog í steypustyrktarstáli frh. 24 TÍMI 24 - 08.04.2015

hc,ef

hc,ef

hc,ef

hc,ef

Mynd 185




2, 5 · (h − 2)

hcef = min h−x
3 → ekki nota þetta


h

2

Sprungubilið, Sr,max , í jöfnu (7.9):

φ
Sr,max = k3 · c + k1 · k2 · k4 · ρp,ef f (7.11 EC2)

φ = þvermál steypustyrktarjárna (langjárn)


c = Steypuhula á langjárn
k1 = tekur tillit til yfirborðsstálsins = 0,8 fyrir kambstál
k2 = tekur tillit til streitudreifingar

• 0,5 fyrir beygju/vægi

• 0,8 fyrir hreint tog

Jafna (7.11) gildir ef bil á milli járna uppfyllir

b ≤ 5 · (c + φ2 )

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 128


25 TÍMI 25 - 13.04.2015

Segir til um yfirráðasvæði járnanna

Mynd 186

Á svæðum þar sem bil er > 5(c + φ2 ) gildir:

Sr,max = 1, 3 · (h − x) (7.14 EC2)

24.1.2 Sprunguvíddarkröfur EC2 7.3.1

Tafla 7.1 í EC2 gefur Wmax (Wk ≤ Wmax )

Tafla 16
Umhverfisflokkur Langtímaálag Wmax
X0 , Xc1 0,4mm innandyra
XC2 , XC3 , XC4
XD1 , XD2 0,3mm
XS1 XS2 ,
XD3 , XS3 0,2mm Brúardekk, bílastæðaplötur, hafnarmannvirki

Nauðsynlegt er að takmarka sprunguvíddir vegna saltáhrifa, til að verja steypustyrktarstálið og


kolsýringar. Einnig til að skapa öryggi. Stórar sprungur skapa óöryggi. Í mannvirkjum sem verða
fyrir vatnsálagi þarf að styðjast við Wmax ≤ 0, 2mm. Steypan nær að þétta sig með "selv healing".

25 Tími 25 - 13.04.2015

25.1 Formbreytingar og togstífni (EC2 7.4.3)

Skv. EC2 má taka tillit til togstífni við útreikning á formbreytingum en henni er þó yfirleitt sleppt
(öruggu megin).

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 129


25.1 Formbreytingar og togstífni (EC2 7.4.3) 25 TÍMI 25 - 13.04.2015

u = ξuII + (1 − ξ)uI (7.18 EC2)

u = formbreyting að teknu tilliti til togstífni.


uI = formbreyting fyrir órifið þvernið
uII = formbreyting fyrir rifið þvernið
ξ = sprungustuðull/dreifingarstuðull (distribution coefficient). Mælikvarði á hve mikið þversniðið
er sprungið.

HEJ mælir með

0 ≤ ξ ≤ 1, 0

0, 6 ≤ ξ ≤ 1, 0

0,6 er sama lágmark og er á togstífni í sprunguvíddarjöfnunni þ.e sprungumyndanir vegna rýrnunar


og hitabreytinga draga úr áhrifum togstífninnar.

ξ = 0 → ósprungið þversnið
ξ = 1 → fullsprungið þversnið

ξ = 1 − β( σσsrs )2 (7.19 EC2)


σs = ( MMcr )2

β = tekur tillit til þeirra áhrifa sem álagsgerðin hefur á meðalstreituna.



1, 0 fyrir stakt skammtímaálag
β=
0, 5 fyrir langtímaálag og síendurtekið álag

σs er togspenna í steypustyrktarstáli vegna álags í fullrifnu þversniði

M
σs = (d− 13 ·XSLS )As

σsr er togspenna í steypustyrktarstáli vegna sprungumyndunarvægis, Mcr , í fullrifnu þversiði

Mcr
σsr = (d− 31 ·XSLS )As

Mcr = Sprungumyndunarvægi (cracking moment). Það vægi sem orsakar togspennum í steypu sem
ná togstyrk steypunnar og þversniðið springur/rifnar.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 130


25.2 Þrýstijárn í bitum 25 TÍMI 25 - 13.04.2015

þrýstispenna

Órifið þversnið
h
Mcr

b
togspenna = fctm

Mynd 187

M I
σ= I · y → Mcr = y · fctm
1
bh3 ·fctm 1 2
= 12
h/2 → Mcr = 6 bh · fctm

Skoðum sprungumyndunarstuðulinn, ξ, fyrir σsr = 100M P a sem dæmi:

Tafla 17
σs ξ = 1 − 0, 5 · ( 100
σs )
2 σs ξ = 1 − 1, 0 · ( 100
σs )
2

10 -49 → 0 þ.e órifið 0,6 10 -99 → 0 0,6


50 - → 0 þ.e órifið 0,6 50 -3 →0 0,6
75 0,11 0,6 75 -1 → 0 0,6
100 0,5 ξ = 0, 6 lágmark 100 0 0,6
150 0,78 150 0,56 ξ = 0, 6 lágmark
200 0,88 200 0,75
250 0,92 250 0,84
300 0,94 300 0,89
350 0,96 350 0,92
400 0,97 400 0,94

25.2 Þrýstijárn í bitum

Svo hægt sé að reikna með þrýstijárnum þarf að styðja við þau með lykkjum svo þau kikni ekki. Bil
á milli lykkja má mest vera 15φ (EC2 9.2.1.2(3)). Þess vegna er ekki hægt að reikna með þrýsti-
járnum í plötu og veggjum nema þau séu studd með lykkjum. Skoðum dæmi

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 131


25.2 Þrýstijárn í bitum 25 TÍMI 25 - 13.04.2015

1 2 3
þrýstisvæði

d' = 50
2K20 A's 2K20

d = 450

2K16 As 3K20 5K20 ~ As,bal

XULS = 43mm

XULS =
{ 100 mm án þrýsijárna

78 mm með þrýstijárnum
XULS =
{ 262 mm án þrýsijárna

195 mm með þrýstijárnum

Mynd 188

Í þversniði 1 liggur þrýstisvæðið fyrir ofan massamiðju járna í efri brún → ekki þrýstingur í járnum
og því eins og þversnið án þrýstijárna.

Í þversniði 2 liggja þrýstijárn innan þrýstisvæðisins, en nær ekki floti, σs,thrysti = 150MPa

Í þversniði 3 eru þrýstijárn á floti.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 132


26 TÍMI 26 - 15.04.2015

NL

cu=0.0035
'c yd þ.e. ekki flot
78
NL
MRd,án = 168 kNm

2 MRd,með = 170 kNm

cu= 0.035

295
262 MRd,án = 269 kNm
K

3 NL
MRd,með = 405 kNm
K

s ~ yd s yd
Án þrýstijárna Með þrýstijárnum

Mynd 189

Stálið er með hærri fjaðurstuðul en steypan

• Hærri þrýstispenna í stáli en í steypu

• Flatarmál steypu í þrýstingi minnkar

• NL lyftist

• κ stækkar

• Teygjanleiki eykst

26 Tími 26 - 15.04.2015

26.1 Steypuskil (concrete joints (EC2 6.2.5))

νRdi = c · fctd + µ · σn + ρ · fyd (µ · sin(α) + cos(α)) ≤ 0, 5ν · fcd (6.2)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 133


26.1 Steypuskil (concrete joints (EC2 6.2.5)) 26 TÍMI 26 - 15.04.2015

νRdi = Skerburðargeta steypuskila


c = samloðun 



0, 025 − 0, 10 mjög slétt yfirborð (very smooth)


0, 20 Slétt yfirborð (smooth)

=



0, 40 hrjúft yfirborð (rough)


0, 5 tennt yfirborð (indented, toothed)

Ef tog getur myndast í steypuskilum þá er c=0 (yfirleitt).


µ = núningsstuðull




0, 5 mjög slétt


0, 6

slétt
=



0, 7 hrjúft


0, 9

tennt
σn = Spenna þvert á yfirborð steypusúlna vegna ytra álags.

As
ρ= Ai

As = Flatarmál steypustyrktarstáls þvert á yfirborð


Ai = Flatarmál steypusúlnanna/tannanna
α = Hornjárn þvert á yfirborð, oftast α = 90◦

Ai

Tennur

Mynd 190

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 134


26.1 Steypuskil (concrete joints (EC2 6.2.5)) 26 TÍMI 26 - 15.04.2015

h2 = 10d

n steypuskil

d = 5mm

=30°

h1 = 10d

Mynd 191

Slétt Hrjúft Tennur

Mynd 192

Á sléttu yfirborði er dóravirkni lítil en breytist yfir í tog á seinni stigum eftir mikla færslu. Á hrjúfu
yfirborði vilja yfirborð fjarlægast hvort annað og þá kemur tog í stálið sem heldur þeim saman. Á
tenntu yfirborði gildir það sama og á hrjúfu yfirborði.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 135


26.1 Steypuskil (concrete joints (EC2 6.2.5)) 26 TÍMI 26 - 15.04.2015

lásjárn

Mynd 193

Verra

Filigran plata, forsteyptur potn

Betra

Filigran plata, forsteyptur potn

Mynd 194

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 136


27 ATRIÐAORÐASKRÁ

27 Atriðaorðaskrá
A = Óhappa álag (Accidental load)
Fc = Þrístikrafur staðsettur í þyngdarmiðju þrístispennunnar.
Fd = Reikningslegt álag (Design load)
Fs = Togkraftur í steypustyrktarstáli staðsettur í þyngdarmiðju járnanna.
fyk = flotstyrkur = f0,2k (yield strength)
ftk = brotstyrkur (tension strength)
fck = kennigildi þrístistyrks (characteristic compressive strength)
fyd = Reikningslegur stálstyrkur
fywd = Reikningslegur stálstyrkur í lykkjum
fcd = Reikningslegur steypustyrkur (design strength of concrete)
G = Eiginþyngd
c = streita í steypu
s = streita í stáli
yd = Flotstreita í stálinu
cu = brotstreita í steypu (Tafla 3.1 í EC2)
uk = brotstreyta
Myd = Flotvægi
Qk = Breytilegt álag (variabla load)
Xd = Reikningslegur styrkur (Design strength)
Xk = Kennigildi styrks (Characteristic strenght)
γc = Öryggisstuðull fyrir steypu (=1,5)
γm = Efnisstuðull/öryggisstuðull (parial safty factor for material strength)
γs = Öryggisstuðull fyrir stál (=1,15)
η = 1, 0
λ = 0, 8

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 137


28 JÖFNUBLAÐ

28 Jöfnublað
Íslenskur fjaðurstuðull steypu, isl, skammtíma

Ecm,isl = 0, 9 · Ecm,EC2 fyrir þétt fylliefni


Ecm,isl = 0, 6 · Ecm,EC2 fyrir opin fylliefni

Tafla 18: Styrkleikaflokkar


C20/25 C25/30 C/30/37 C35/45 C40/50 C45/55 C50/60
Ecm (kN/mm2 30 31 33 34 35 36 37
fctm (N/mm2 2,2 2,6 2,9 3,2 3,5 3,8 4,1

Notmarkástand (SLS)

Almennt

Ákvörðun núllínu í SLS:


q
n·As 2 2·n·AS ·d
− n·A

xSLS = b
s
+ b + b

Krappi í SLS:
yd
κy = d−xy

Flotvægi er fundið með


1
Myd = As · fyd · (d − 3 · xy )

Streitan í steypunni fyrir Myd er

c = κy · xy

Spenna í stáli
M
σs = (d− 13 ·x)·As

Spenna í steypu
σs x
σc = n · d−x

Samkvæmt EC2 viljum við að σs uppfylli:

σs ≤ 0, 8fck

og að σc uppfylli

σc ≤ 0, 6fck fyrir skammtíma spennur


σc ≤ 0, 45fck fyrir langtíma spennu

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 138


28 JÖFNUBLAÐ

Langtíma
Es
nlangtima = Elangtima

þar sem
Ecm,EC2
Elangtima = 1+φ

Skammtíma
Es
nskammtima = Ecm

Rifið þversnið

Tregðuvægi fyrir rifið þversnið:


1
Irif id = 3 · b · x3SLS + n · As · (d − xSLS )2

Órifið þversnið

Tregðuvægi fyrir órifið þversnið


b·h3
Iu = 12

Brotmarkástand (ULS)

Ákvörðun núllínu í ULS:


fyd ·AS
xU LS = η·fcd ·λ·b

1
Z =d− 2 · λ · XU LS

Streita í stáli í ULS:

d−xU LS
s = xU LS · cu

Krappi í ULS:
cu
κu = xU LS

Vægisburðargeta:
1
MRd = As · fyd · (d − 2 · λ · XU LS )

Streita í stáli fyrir MRd er

s = κu · (d − XU LS )

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 139


28 JÖFNUBLAÐ

Stálið er komið á flot ef

s > yd

Sprungumyndunarvægi:
fctm ·Iu
Mcr = y

2·Ac
h0 = u
Þ.s, u = opið þvermál til umhverfis
Xk
Xd = γm

Skerburðargeta

Óskerbent

VRd,c = ( 0,18 · k(100ρl · fck )1/3 + 0, 15 · σcp ) · bw · d
γc
max
V 3/2 · f 1/2 + 0, 15 · σ ) · b · d
Rd,min = (0, 035k ck cp w

Hámarksskerburðargeta:

VRd,max = 0, 5 · γ · fcd · bw · d
fck
γ = 0, 6(1 − 250 )
fck
fcd = γc

Skerbent
Asw
VRd,s = S · z · fywd · cotθ
S = bil milli lykkja
Asw = flatarmál lykkja

Kröfur EC2 um lágmarksjárnun er að As > As,min þar sem



0, 26 · fctm · bt · d
fyk
As,min =
0, 0013 · b · d
t

Fjöldi lykkja sem skera sprungu:


cotθ
n=z· S

Hámarksskerburðargeta:
αcw ·γl ·fcd
VRd,max = 1
cotθ+ cotθ
· bw · z
αcw fyrir óspennt mannvirki
γl = γ

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 140


28 JÖFNUBLAÐ

Festulengd

lbd = α1 · α2 · α3 · α4 · α5 · lb,rqd ≥ lb,min

φ fyd As,req
lb,rqd = 4 · fbd · As,prov

FEd
As,req = fyd

Sjá hvert lb,min á að vera í kafla 14.2.






Tekur tillit til lögun járna (shape of bars)


1, 0 fyrir þrýstijárn, óháð lögun

α1 =
1, 0 fyrir bein togjárn





0, 7 fyrir beygð togjárn ef cd > 3φ annars 1,0

Beygð járn á mynd 8.1 EC2

8.1 b), bend = beyja

8.1 c), Hook = krókur

8.1 d), Loop = u-lykkja

Beyja

Krókur Lykkja Soðið þverjárn

Mynd 195: Myndir 8.1 úr EC2

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 141


28 JÖFNUBLAÐ

Hulan cd er sýnd á mynd 8.3 í EC2

a) Beinar stangir b) Beygjur eða krókar c) Lykkjur

Mynd 196: Mynd 8.3 í EC2

α2 = Tekur tillit til steypuhulu


α2 = 1,0 fyrir þrýstijárn

Fyrir beinar stangir höfum við



≥ 0, 7 fyrir beygðar
α2 = 1 − 0, 15 · (cd − φ)/φ =
≤ 1, 0 fyrir togstangir

Fyrir annað en beinar stangir höfum við



≥ 0, 7 fyrir beygðar
α2 = 1 − 0, 15 · (cd − 3φ)/φ =
≤ 1, 0 fyrir togstangir

(eins og cd í α1 )
cd = min( a2 , cn , c)

• α3 = Tekur tillit til þverjárnunar meðfram festulengdinni.

• α3 = 1,0 fyrir þrýstijárn

• 
≥ 0, 7 fyrir togjárn
α3 = 1 − k · λ =
≤ 1, 0 fyrir togjárn

• α3 = 1,0 ef engin þverjárn eru fyrir ofan ásetuna.

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 142


28 JÖFNUBLAÐ

lykkjur (þverjárn)
yfir ásetu

áseta

Mynd 197

k=0,1

k=0
k=0,05

Mynd 198

Sjá λ í töflu 8.2 í EC2.

• α4 tekur tillit til ásoðinna þverjárna.

• α4 = 1,0 ef engin þverjárn.

α3 og α4 virka ekki á sama tíma.

soðið fast
ofan á aðaljárnið

Mynd 199

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 143


28 JÖFNUBLAÐ

• α5 tekur tillit til þrýstispennu þvert á járnin, klemmvirkni (transverse pressure). Gildir ekki
fyrir þrýstijárn

• 
≥ 0, 7 fyrir togjárn
α5 = 1 − 0, 04p
≤ 1, 0 fyrir togjárn

Má eingöngu nota fyrir beinar undirstöður

Bein undirstaða Óbein undirstaða


Mynd 200

p í MPa

Mynd 201

Margfeldið α2 · α3 · α5 þarf að uppfylla:

α2 · α3 · α5 ≥ 0, 7 (8.2 EC2)

Ef það er lægra, á að nota 0,7.

Annað

u = ξuII + (1 − ξ)uI (7.18 EC2)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 144


28 JÖFNUBLAÐ

u = formbreyting að teknu tilliti til togstífni.


uI = formbreyting fyrir órifið þvernið
uII = formbreyting fyrir rifið þvernið
ξ = sprungustuðull/dreifingarstuðull (distribution coefficient). Mælikvarði á hve mikið þversniðið
er sprungið.

Umbreytt flatarmál þversniðs er

At = Ac + n · As

Ac er flatarmál steypu í þrýstingi.

n · As er ímyndað flatarmál stáls.

Þversnið uppfyllir teigjanleikakröfur skv. EC2 ef

XU LS
d ≤ 0, 45 fy. C12 - C50
XU LS
d ≤ 0, 35 fy. C55 - C90

Togþol vegna vægis:

M
Togþol = z

Togþol vegna skers:

1
Togþol = 2 · V · cot(θ)

TeX vinna: Bjarni G. Jónsson 145

You might also like