You are on page 1of 602

Tvinnfallagreining,

aeiðujöfnur,

Fourier-greining og

hlutaeiðujöfnur

Ragnar Sigurðsson

Verkfræði og -náttúruvísindasvið
Háskóla Íslands
Handrit frá janúar 2017
ii

Formáli
Þær megingreinar stærðfræðinnar sem taldar eru upp í titli þessarar bókar eiga sér ótal
hagnýtingar í raunvísindum og verkfræði. Þær eru því eðlilegur hluti af þeirri stærðfræði
sem nemendur í þessum fögum þurfa að hafa á valdi sínu.
Þetta handrit er kennsluefni í námskeiðanna Stærðfræðigreining III og IV við Háskóla
Íslands og koma vonandi að nemendum í Stærðfræðigreiningu IIIA og Tvinnfallagreiningu
I einnig að gagni. Ég byrjaði á þessu viðfangsefni þegar ég kenndi stærðfræðigreiningar
III og IV á árunum 1991-4, en þá skrifaði ég tvær bækur og gaf út hjá Háskólaútgáfunni.
Ég hef endurskoðað bækurnar nokkrum sinnum, ýmist fellt niður eða bætt við efni þeirra.
Allt frá uppha hafa nokkrir samkennarar mínir sýnt þessu verki mínu áhuga, nýtt
sér það við kennslu og komið með góðar ábendingar um margt sem mátti betur fara.
Einn þeirra var Kjartan G. Magnússon, sem lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og er
enn sárt saknað. Aðrir eru Sven Þ. Sigurðsson, Þorvaldur Búason, Rögnvaldur G. Möller,
Stefán Ingi Valdimarsson, Birgir Hrafnkelsson og Auðunn Skúta Snæbjarnarson. Ég naut
einnig aðstoðar nokkurra nemenda minna við ritvinnslu og myndasmíð. Meðal þeirra eru
Kristinn Johnsen, Frosti Pétursson og Hersir Sigurgeirsson. Sonur minn Björgvin tók
að sér ritvinnsluverkefni fyrir mig á unglingsárum sínum og það kom honum vonandi að
gangi þegar hann las bókina á háskólaárum sínum. Ég þakka öllum þessum góðu mönnum
fyrir aðstoð og hvatningu. Almanakssjóður og Kennslumálasjóður veittu mér styrki fyrir
launum aðstoðarmanna og er ég ákaega þakklátur fyrir þá. Ég þakka öllum nemendum
mínum sem lögðu eitthvað af mörkum, bæði stórt og smátt, til þess að bæta efnið.
Þetta efni er enn í deiglunni hjá mér og svo verður líklega meðan ég hef ánægju af að
skrifa um það og nnst að ég geti gert betur. Allar ábendinga um endurbætur eru vel
þegnar.

Háskóla Íslands
19. janúar 2017

Ragnar Sigurðsson
ragnar@hi.is
Efnisyrlit

1 TVINNTÖLUR 1
1.1 Talnakern . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
1.2 Tvinntalnaplanið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5
1.3 Rætur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12
1.4 Margliður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15
1.5 Ræð föll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18
1.6 Veldisvísisfallið og skyld föll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22
1.7 Varpanir á tvinntöluplaninu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25
1.8 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36

2 FÁGUÐ FÖLL 41
2.1 Markgildi og samfelld föll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41
2.2 Fáguð föll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43
2.3 Samleitnar veldaraðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51
2.4 Veldaröð veldisvísisfallsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54
2.5 Lograr, rætur og horn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56
2.6 Sannanir á nokkrum niðurstöðum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63
2.7 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 67

3 CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN 69
3.1 Vegheildun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69
3.2 Green-setningin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 73
3.3 Cauchy-setningin og Cauchy-formúlan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74
3.4 Cauchy-formúlan fyrir aeiður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81
3.5 Samleitni í jöfnum mæli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84
3.6 Samleitnar veldaraðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 90
3.7 Samsemdarsetningin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92
3.8 Hágildislögmálið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 94
3.9 Vafningstölur vega . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 95
3.10 Einfaldlega samanhangandi svæði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 97
3.11 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 101

4 LEIFAREIKNINGUR 105
4.1 Samleitnar Laurent-raðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 105
4.2 Einangraðir sérstöðupunktar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 109

iii
iv EFNISYFIRLIT

4.3 Leifasetningin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 112


4.4 Útreikningur á leifum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 113
4.5 Heildi yr einingarhringinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 116
4.6 Heildi yr raunásinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 119
4.7 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122

5 ÞÝÐ FÖLL OG FÁGAÐAR VARPANIR 125


5.1 Þýð föll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 125
5.2 Hagnýtingar í straumfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 128
5.3 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 134

6 UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR 137


6.1 Skilgreiningar á nokkrum hugtökum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 137
6.2 Fyrsta stigs jöfnur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 141
6.3 Aeiðujöfnuhneppi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 145
6.4 Upphafsgildisverkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 149
6.5 Jaðargildisverkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 151
6.6 Tilvist og ótvíræðni lausna á aeiðujöfnum . . . . . . . . . . . . . . . . . . 152
6.7 Sannanir á Picardsetningunum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 156
6.8 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 158

7 LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR 163


7.1 Línulegir aeiðuvirkjar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 163
7.2 Línulegar jöfnur með fastastuðla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 169
7.3 Euler-jöfnur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 173
7.4 Sérlausnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 175
7.5 Green-föll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 180
7.6 Wronski-fylkið og Wronski-ákveðan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 186
7.7 Sannanir á nokkrum niðurstöðum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 192
7.8 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 195

8 VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM 199


8.1 Raunfáguð föll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 199
8.2 Raðalausnir umhvers venjulega punkta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 202
8.3 Γfallið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 211
8.4 Aðferð Frobeniusar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 213
8.5 Besseljafnan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 220
8.6 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 224

9 LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI 227


9.1 Tilvist og ótvíræðni lausna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 227
9.2 Hneppi með fastastuðla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 229
9.3 Grunnfylki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 239
9.4 Fylkjamargliður og fylkjaveldaraðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 242
9.5 Veldisvísisfylkið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 245
9.6 CayleyHamiltonsetningin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 247
EFNISYFIRLIT v

9.7 Newton-margliður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 250


9.8 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 260

10 LAPLACEUMMYNDUN 265
10.1 Skilgreiningar og reiknireglur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 265
10.2 Upphafsgildisverkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 270
10.3 Greenfallið og földun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 275
10.4 Deildun Laplaceummyndana . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 279
10.5 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 281

11 NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR 285


11.1 Nokkur atriði um hlutaeiður og hlutaeiðujöfnur . . . . . . . . . . . . . . 285
11.2 Hlutaeiðujöfnur í eðlisfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 288
11.3 Hliðarskilyrði og vel framsett verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 299
11.4 Flokkun á annars stigs jöfnum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 303
11.5 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 306

12 FYRSTA STIGS HLUTAFLEIÐUJÖFNUR 309


12.1 Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 309
12.2 Kennilínuaðferðin fyrir línulegar fyrsta stigs jöfnur . . . . . . . . . . . . . . 309
12.3 Úrlausn á fyrsta stigs jöfnum með Laplace-ummyndun . . . . . . . . . . . 313
12.4 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 314

13 FOURIERRAÐIR 317
13.1 Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 317
13.2 Fourierraðir af 2π -lotubundnum föllum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 318
13.3 Innfeldi og Besselójafnan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 323
13.4 Andhverfuformúla Fouriers . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 326
13.5 Fourier-raðir T -lotubundinna falla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 328
13.6 Parsevaljafnan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 330
13.7 Kósínus og sínusraðir á endanlegum bilum . . . . . . . . . . . . . . . . . 332
13.8 Fourierraðir og aeiðujöfnur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 336
13.9 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 343

14 EIGINGILDISVERKEFNI 347
14.1 Eigingildi og eiginföll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 347
14.2 Eigingildisverkefni fyrir aeiðuvirkja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 348
14.3 Aðskilnaður breytistærða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 353
14.4 Virkjar af SturmLiouvillegerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 355
14.5 Eigingildisverkefni af SturmLiouvillegerð . . . . . . . . . . . . . . . . . 358
14.6 Green-föll fyrir jaðargildisverkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 361
14.7 Eiginfallaliðun og Greenföll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 368
14.8 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 369
vi EFNISYFIRLIT

15 RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM 373


15.1 Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 373
15.2 Laplace-virkinn í rétthyrndum hnitum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 374
15.3 Laplace-virkinn í pólhnitum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 377
15.4 Varmaleiðniverkefni og Fourier-raðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 379
15.5 Aðskilnaður breytistærða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 380
15.6 Tvöfaldar Fourier-raðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 385
15.7 Eiginfallaraðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 388
15.8 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 393

16 FOURIERUMMYNDUN 399
16.1 Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 399
16.2 Skilgreiningar og nokkrar reiknireglur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 400
16.3 Andhverf Fourierummyndun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 409
16.4 Földun og Fourierummyndun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 413
16.5 Aeiðujöfnur og Fourierummyndun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 414
16.6 Planchereljafnan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 418
16.7 Leifareikningur og Fourierummyndun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 420
16.8 Andhverf Laplaceummyndun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 424
16.9 Andhverf Laplace-ummyndun og leifareikningur . . . . . . . . . . . . . . . 425
16.10Sínus og kósínusummyndanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 429
16.11Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 430

17 LAPLACE-VIRKINN 435
17.1 Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 435
17.2 Þýð föll og fágaðar varpanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 436
17.3 Poisson-formúlan á hringskífu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 438
17.4 Poisson-formúlan á hálfplani . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 441
17.5 Green-formúlurnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 443
17.6 Há- og lággildislögmál fyrir þýð föll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 445
17.7 Green-föll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 446
17.8 Poisson-kjarnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 451
17.9 Hnikareikningur og jaðargildisverkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 453
17.10Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 454

18 BYLGJUJAFNAN 457
18.1 Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 457
18.2 Einvíða bylgjujafnan á öllu rúminu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 457
18.3 Bylgjujafnan með upphafsskilyrðum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 459
18.4 Hliðraða bylgjujafnan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 461
18.5 Formúlur d'Alemberts, Poissons og Kirchhos . . . . . . . . . . . . . . . . 463
18.6 Kúlubylgjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 466
18.7 Speglanir á bylgjum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 467
18.8 Úrlausn á bylgjujöfnum með Laplace-ummyndun . . . . . . . . . . . . . . . 473
18.9 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 476
EFNISYFIRLIT vii

19 VARMALEIÐNIJAFNAN 479
19.1 Hitakjarninn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 479
19.2 Hliðraða varmaleiðnijafnan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 481
19.3 Úrlausn á varmaleiðnijöfnum með Laplace-ummyndun . . . . . . . . . . . . 483
19.4 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 485

20 DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM 487


20.1 Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 487
20.2 Veik markgildi, veikar aeiður og föll Diracs . . . . . . . . . . . . . . . . . 487
20.3 Veik markgildi og δ -föll Diracs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 498
20.4 Veikar aeiður og grunnlausnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 502
20.5 Grunnlausn bylgjuvirkjans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 505
20.6 Grunnlausn varmaleiðnivirkjans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 506
20.7 Grunnlausn Laplace-virkjans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 506
20.8 Fourier-ummyndun af dreiföllum og grunnlausnir . . . . . . . . . . . . . . 508
20.9 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 511

21 MISMUNAAÐFERÐIR 513
21.1 Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 513
21.2 Mismunaaðferð fyrir venjulegar aeiðujöfnur . . . . . . . . . . . . . . . . . 514
21.3 Heildun yr hlutbil . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 518
21.4 Staðarskekkjur í mismunasamböndum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 523
21.5 Mismunaaðferð fyrir hlutaeiðujöfnur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 529
21.6 Almenn mismunaaðferð á rétthyrningi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 536
21.7 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 539

22 BÚTAAÐFERÐIR 543
22.1 Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 543
22.2 Hlutheildun, innfeldi og tvílínulegt form . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 543
22.3 Aðferð Galerkins fyrir Dirichlet-verkefnið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 546
22.4 Aðferð Galerkins með almennum jaðarskilyrðum . . . . . . . . . . . . . . . 547
22.5 Bútaaðferð í einni vídd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 553
22.6 Bútaaðferð í tveimur víddum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 556
22.7 Ængardæmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 565

A RITHÁTTUR 567
A.1 Rúmin R og C . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 567
n n

A.2 Samfellt deildanleg föll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 568


A.3 Samfelldni á köum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 569

B SAMLEITNI Í JÖFNUM MÆLI 571


B.1 Skilgreiningar og einfaldar aeiðingar þeirra . . . . . . . . . . . . . . . . . 571
B.2 Samleitni í jöfnum mæli og samfelldni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 573
B.3 Samleitni í jöfnum mæli og heildun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 574
B.4 Samleitni í jöfnum mæli og deildun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 575
viii EFNISYFIRLIT

C HEILDUN 577
C.1 Heildanleg föll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 577
C.2 Setningar Lebesgues og Fubinis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 578

D HNITASKIPTI 581
D.1 Hornrétt hnitaskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 581
D.2 Stigull í pólhnitum og kúluhnitum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 583
D.3 Sundurleitni í pólhnitum og kúluhnitum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 584
D.4 Laplace-virki í pólhnitum og kúluhnitum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 586
D.5 Rót í sívalnings- og kúluhnitum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 587
Kai 1
TVINNTÖLUR

1.1 Talnakern
Náttúrlegar tölur
Tölurnar 1, 2, 3, 4, . . . mynda mengi náttúrlegra talna sem við táknum með N. Á þessu
mengi höfum við skilgreindar tvær aðgerðir, samlagningu og margföldun, þannig að fyrir
sérhvert par (a, b) af náttúrlegum tölum a og b er úthlutað nákvæmlega einni tölu a + b
sem nefnist summa a og b og annarri tölu ab sem nefnist margfeldi a og b. Við táknum
margfeldið einnig með a · b. Um þessar aðgerðir gilda nokkrar reiknireglur

(a + b) + c = a + (b + c) tengiregla fyrir samlagningu


(ab)c = a(bc) tengiregla fyrir margföldun
a+b=b+a víxlregla fyrir samlagningu
ab = ba víxlregla fyrir margföldun
a(b + c) = ab + ac dreiregla
1a = a 1 er margföldunarhlutleysa

Við höfum röðun þannig að um sérhverjar tvær tölur a og b gildir eitt af þrennu: a
er minni en b, táknað a < b, a er jafnt og b, táknað a = b eða a er stærra en b, táknað
a > b. Þetta er skilgreint þannig að a er sagt vera minna en b, ef til er náttúrleg tala c
þannig að a + c = b, og a er sagt vera stærra en b, ef b er minni en a.
Um röðun náttúrlegra talna gilda tvær mikilvægar reglur
ef a < b þá er a + c < b + c röðun er óbreytt við samlagningu
ef a < b þá er ac < bc röðun er óbreytt við margföldun
Ef a < b og a + c = b, þá nefnist talan c mismunur b og a, táknað c = b − a. Aðgerðin
að nna mismun nefnist frádráttur.
Náttúrleg tala a ∈ N er sögð vera deilanleg með tölunni b ∈ N ef til er c ∈ N þannig
að a = bc. Allar tölur a eru deilanlegar með 1 og sjálfri sér, því a = 1 · a. Þær nátturlegu
tölur ≥ 2 sem aðeins eru deilanlegar með 1 og sjálfri sér nefnast frumtölur (prímtölur).
Fyrstu frumtölurnar eru

2, 3, 5, 7, 11, 13, 17, 19, 23, 29, . . .

1
2 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Sérhverja náttúrlega tölu a ≥ 2 má skrifa sem margfeldi frumtalna

a = p 1 p2 p3 · · · p m

þar sem sumar frumtölur pj geta verið endurteknar og í þessari framsetningu hafa frum-
tölurnar sjálfar aðeins einn þátt. Sem dæmi getum við tekið

7 = 7, 24 = 2 · 2 · 2 · 3 = 23 · 3, 250 = 2 · 5 · 5 · 5 = 2 · 53 .

Þáttun á náttúrlegum tölum í frumtölur nefnist frumþáttun.


Til þess að gera okkur mynd af náttúrlegu tölunum þurfum við fyrst að bæta núlli 0 við
talnakerð. Við setjum N0 = N∪{0} og útvíkkum reikniaðgerðirnar. Allar reiknireglurnar
gilda áfram og við fáum eina reglu til viðbótar:

0 + a = a + 0 = a 0 er samlagningarhlutleysa

Fyrri röðurnareglan gildir áfram en sú síðari aðeins ef c 6= 0.

-
0 1 2 3 4 ... N

Til þess að gera okkur mynd af náttúrlegu tölunum veljum við okkur viðmiðunarpunkt
á beinni línu og setjum 0 í hann. Síðan veljum við einingarlengd á línunni og mörkum
punkt til hægri við 0 í einingarfjarlægð og táknum hann með 1. Síðan eru haldið áfram
eins og myndin sýnir. Þá höfum við að a < b ef og aðeins ef b er hægra megin við a á
talnalínunni. Nú er hægt að lýsa reikningsaðgerðunum á N0 sem færslum á talnalínunni.

Heilar tölur
Reikningur með náttúrlegar tölur er ófullkominn meðal annars vegna þess að ekki er alltaf
hægt að framkvæma frádrátt þ.e.a.s. að nna náttúrlega tölu x þannig að a = b + x. Þetta
er aðeins hægt ef a > b. Talan x nefnist þá mismunur a og b og er táknuð með a − b.
Til þess að ráða bót á þessu er talnakerð stækkað þannig að bætt er við tölunni 0,
sem nefnist núll, og síðan er bætt við tölunum −1, −2, −3, −4, . . . . Þetta stækkaða ker
nefnist heilar tölur og er táknað með Z.
Á Z er skilgreind samlagning og margföldun. Um þessar aðgerðir gilda sömu reglur og
fyrir náttúrlegar tölur. Að auki höfum við að sérhver tala á sér samlagningarandhverfu,
en það þýðir að fyrir sérhvert a ∈ Z er til b ∈ Z, sem nefnist samlagningarandhverfa
tölunnar a, þannig að a + b = 0. Samlagningarandhverfan er táknuð með −a.
Við gerum okkur einnig mynd af heilum tölum með því að marka þær á talnalínu.

-
−4 −3 −2 −1 0 1 2 3 4 ... Z
1.1. TALNAKERFIN 3

Ræðar tölur
Deiling er ófullkomin aðgerð í heilu tölunum. Til þess að bæta úr því er talnakerð
p
stækkað með því að innleiða ræðar tölur. Ræðar tölur samanstanda af öllum brotum
q
þar sem p og q eru heilar tölur og q 6= 0. Við táknum brot einnig með p/q og p : q .
p r
Tvö brot og skilgreina sömu ræðu töluna ef til er heiltala t 6= 0 þannig að r = tp
q s
og s = tq eða p = tr og q = ts. Þannig er til dæmis
1 2 −2 3 −3
= = = = = ··· .
3 6 −6 9 −9

Á ræðum tölum höfum við tvær reikningsaðgerðir samlagningu og margföldun. Þær eru
skilgreindar með brotunum
p r ps + qr p r pr
+ = , · = .
q s qs q s qs
Við hugsum okkur að heilu tölurnar séu hlutmengi í ræðu tölunum, Z ⊂ Q með því að gera
n
ekki greinarmun á heilu tölunni n og ræðu tölunni . Núll 0 er samlagningarhlutleysa,
1
a + 0 = a fyrir öll a ∈ Q, og 1 er margföldunarhlutleysa, 1 · a = a · 1 = a fyrir öll a ∈ Q.
Við fáum nákvæmlega sömu reiknireglur fyrir ræðar tölur og fyrir heilar tölur en til
viðbótar kemur að sérhver ræð tala a 6= 0 á sér margföldunarandhverfu, sem við táknum
p q
með a−1 . Ef a = þar sem p 6= 0 og q 6= 0 eru heiltölur, þá er a−1 = .
q p
Hægt er að úthluta sérhverri ræðri tölu punkti á talnalínunni, þannig að sérhver jákvæð
ræð tala svari til lengdar á striki. Með þessu er hægt að túlka reikningsaðgerðirnar sem
færslur á talnalínunni. Það er töluvert mál að útfæra þetta í smáatriðum, en þið þekkið
þetta efni öll úr grunn- og framhaldsskóla.

Rauntölur
Það er eðlilegt að spyrja sig hvort sérhver punktur á talnalínunni sé genn með ræðri tölu.
Það er jafngilt því að spyrja hvort sérhver lengd á striki sé gen með ræðri tölu. Forn-
Grikkir hugsuðu mikið um þetta vandamál og sáu að svarið við spurningunni er neikvætt.
Regla Pýþagórasar segir okkur að langhlið c í rétthyrndum þríhyrningi með skammhliðar
af lengd 1 uppfyllir c2 = 2. Það er síðan einfalt að sýna fram á að ekki er hægt að √skrifa
c sem ræða tölu. Þessi tala er venjulega nefnd kvaðratrótin af 2 og er táknuð með 2.
Rauntölurnar R eru upp fundnar til þess meðal annars að leysa úr þeim vandræðum
að geta ekki tjáð lengdir á strikum og ferlum í rúmfræði með ræðum tölum. Við lítum á
talnakerð Q sem punkta á talnalínunni og stækkum það þannig að til sérhvers punkts á
línunni svari tala a og látum R tákna mengi allra slíkra talna. Aðgerðirnar samlagning
og margföldun eru síðan skilgreindar með sams konar færslum og fyrir ræðar tölur. Þetta
er raunar ekki einfalt að gera í smáatriðum.

-
−4 −3 −2 −1 0 1 √2 2 3π 4 ... R
4 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Sérhver rauntala sem ekki er ræð tala nefnist óræð tala. Ekki er neitt sérstakt tákn
notað fyrir mengi óræðra talna í stærðfræðinni, svo það er oftast táknað R \ Q.
Rauntölurnar uppfylla allar sömu reiknireglur of ræðar tölur, þannig að fyrir rauntölur
a, b og c höfum við

(a + b) + c = a + (b + c) tengiregla fyrir samlagningu


(ab)c = a(bc) tengiregla fyrir margföldun
a+b=b+a víxlegra fyrir samlagningu
ab = ba víxlegra fyrir margföldun
a(b + c) = ab + ac dreiregla
a+0=a 0 er samlagningarhlutleysa
1a = a 1 er margföldunarhlutleysa

Sérhver rauntala a á sér samlagningarandhverfu sem er ótvírætt ákvörðuð og við tákn-


um hana með −a og sérhver rauntala a 6= 0 á sér margföldunarandhverfu a−1 sem er
ótvírætt ákvörðuð. Við athugum að a−1 = 1/a.
Við höfum röðun < á R sem er þannig að um sérhverjar tvær tölur a og b gildir eitt af
þrennu a < b, a = b eða b < a. Við skrifum einnig a > b ef b < a. Við höfum eftirtaldar
reglur um röðun rauntalna

ef a < b og b < c, þá er a < c röðun er gegnvirk


ef a < b þá er a + c < b + c röðun er óbreytt við samlagningu
ef a < b og c > 0, þá er ac < bc röðun er óbreytt við margföldun
með jákvæðri tölu
ef a < b og c < 0, þá er bc < ac röðun er viðsnúin við margföldun
með neikvæðri tölu

Við höfum líka hlutröðun ≤ á R. Við skrifum a ≤ b og segjum að a sé minni eða jafnt
b, ef a < b eða a = b. Eins skrifum við a ≥ b og segjum að a sé stærri eða jafnt b ef a > b
eða a = b.
Ef a, b ∈ R og a < b, þá skilgreinum við mismunandi bil.

]a, b[= {x ∈ R ; a < x < b} opið bil


[a, b] = {x ∈ R ; a ≤ x ≤ b} lokað bil
[a, b[= {x ∈ R ; a ≤ x < b} hálf-opið bil
]a, b] = {x ∈ R ; a < x ≤ b} hálf-opið bil
] − ∞, a[= {x ∈ R ; x < a} opin vinstri hálína
] − ∞, a] = {x ∈ R ; x ≤ a} lokuð vinstri hálína
]a, ∞[= {x ∈ R ; x > a} opin hægri hálína
[a, ∞[= {x ∈ R ; x ≥ a} lokuð hægri hálína
] − ∞, ∞[= R öll rauntalnalínan
[a, a] eins punkts bil

Stundum er skrifað (a, b) í stað ]a, b[, (a, b] í stað ]a, b] o.s.frv.
Á sérhverju opnu bili eru óendanlega margar ræðar tölur og óendanlega margar óræðar
tölur.
1.2. TVINNTALNAPLANIÐ 5

Fyrir sérhvert x ∈ R skilgreinum við tölugildið af x með


(
x x ≥ 0,
|x| =
−x x < 0.

Talan |x| mælir fjarlægð milli 0 og x á talnalínunni. Ef gefnar eru tvær rauntölur x og y ,
þá mælir |x − y| fjarlægðina á milli þeirra. Ef a og ε eru rauntölur og ε > 0, þá er

{x ∈ R ; |x − a| < ε} = (a − ε, a + ε)
opið bil með miðju í a og þvermálið 2ε.

Takmarkanir rauntalnakersins
Við höfum séð að öll talnakern N, Z og Q hafa sínar takmarkanir og það sama á við um
rauntölurnar R. Í mengi náttúrlegra talna er frádráttur ófullkomin aðgerð. Í mengi heilla
talna er deiling ófullkomin aðgerð. Ræðu tölurnar duga ekki til þess að lýsa lengdum á
strikum og ferlum sem koma fyrir í rúmfræðinni.
Við vitum að rauntala í öðru veldi er alltaf stærri eða jöfn núlli svo jafnan x2 + 1 = 0
getur ekki haft lausn. Sama er að segja um annars stigs jöfnuna ax2 + bx + c = 0,
a 6= 0. Hún hefur enga lausn ef D = b2 − 4ac < 0. Það er auðvelt að skrifa niður dæmi
um margliður sem hafa engar núllstöðvar í R, en stig þeirra þarf að vera slétt tala, því
margliður af oddatölustigi hafa alltaf núllstöð.
Nú er eðlilegt að spyrja, hvort hægt sé að stækka rauntalnakerð yr í stærra mengi
þannig að innan þess mengis sé hægt að nna lausn á annars stigs jöfnunni x2 + 1 = 0 og
hvort slíkt talnaker ge af sér lausnir á eiri jöfnum sem ekki eru leysanlegar í R.
Ímyndum okkur nú augnablik að til sé talnaker sem inniheldur rauntölurnar sem
hlutmengi og að þar sé stak i sem uppfyllir i2 = −1. Þá er i að sjálfsögðu ekki rauntala.
Við gefum okkur að allar reiknireglur fyrir rauntölur gildi áfram. Víxlreglan fyrir marg-
földun segir okkur þá að ia = ai fyrir allar rauntölur a. Tökum nú rauntölur a, b, c og d
og athugum hvað reiknireglurnar segja um summu og margfeldi talnanna a + ib og c + id,

(a + ib) + (c + id) = a + (c + ib) + id = (a + c) + i(b + d)


og

(a + ib)(c + id) = ac + ibc + aid + ibid


= ac + ibc + iad + i2 bd = (ac − bd) + i(ad + bc).
Þessar tvær formúlur gefa okkur forskrift að því hvernig leggja á saman og margfalda
saman tölur af gerðinni a + ib þannig að út komi tölur af sömu gerð.

1.2 Tvinntalnaplanið
Nú snúum við okkur að spurningunni um það hvort hægt sé að skilgreina útvíkkun á R
þar sem til er tala i sem uppfyllir i2 = −1. Það kemur í ljós að slíkt ker er til og að
sérhverja tölu í því má skrifa sem a + ib þar sem a og b eru rauntölur.
6 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Skilgreining á tvinntölum
Lítum nú á mengi allra vigra í plani. Sérhver vigur hefur hnit
...
.......... (a, b) ∈ R2 sem segja okkur hvar lokapunktur vigurs er stað-
...
...
...
...
settur ef upphafspunktur hans er settur í upphafspunkt hnita-
kersins. Á mengi allra vigra höfum við tvær aðgerðir, sam-
...

· P = (a1 , a2 )
...
a2 ...................................................
... .
...........
...
...
...
lagningu og margföldun með tölu. Samlagningunni er lýst með
.
.
.... ...
... ..
... ....
... .. ....
...
...
.
. ..
...
...
hnitum,
...
... ...
...
...
1 .............
..
... .
..
.
..
... ...
(a, b) + (c, d) = (a + c, b + d).
...
... ..... ...
... ... ...
............ ..
og margfeldi tölunnar a og vigursins (c, d) er
.
............................................................................................................................................
... ..
O 1 a1
...
.

Mynd: Hnit punkts í plani a(c, d) = (ac, ad).


Við skilgreinum nú margföldun á R2 með hliðsjón af formúlunni sem við uppgötvuðum
hér að framan,
(a, b)(c, d) = (ac − bd, ad + bc).
Talnaplanið R2 með venjulegri samlagningu og þessari margföldun nefnist tvinntölur
og er táknað með C. Nú er auðvelt að sannfæra sig um að víxl-, tengi- og dreireglur gildi
um þessa margföldun
(a, b) + (c,d) + (e, f ) = (a, b) + (c,d) + (e, f ) tengiregla fyrir samlagningu
 

(a, b)(c, d) (e, f ) = (a, b) (c, d)(e, f ) tengiregla fyrir margföldun


(a, b) + (c, d) = (c, d) + (a, b) víxlregla fyrir samlagningu
(a, b)(c, d) = (c, d)(a, b) víxlregla fyrir margföldun
(a, b) (c, d) + (e, f ) = (a, b)(c, d) + (a, b)(e, f ) dreiregla
(a, b) + (0, 0) = (a, b) (0, 0) er samlagningarhlutleysa
(1, 0)(a, b) = (a, b) (1, 0) er margföldunarhlutleysa
Ljóst er að (−a, −b) er samlagningarandhverfa (a, b). Við athugum að jafnan (a, b)(a, −b) =
(a + b2 , 0) segir okkur að talan (a, b) 6= (0, 0) eigi sér margföldunarandhverfuna
2

a −b
( , 2 ).
a2 + b a + b2
2

Við tökum eftir að


(a, 0)(c, d) = (ac, ad) = a(c, d).
sem segir okkur að margföldun með vigrinum (a, 0) sé það sama og margföldun með
tölunni a. Eins sjáum við að vigrar af gerðinni (a, 0) haga sér eins og rauntölur því
(a, 0) + (b, 0) = (a + b, 0) og (a, 0)(b, 0) = (ab, 0).
Í mengi tvinntalna gerum við því ekki greinarmun á rauntölunni a og vigrinum (a, 0) og
lítum á lárétta hnitaásinn {(x, 0) ∈ R2 ; x ∈ R} sem rauntalnalínuna R. Við skrifum þá
sérstaklega 1 í stað (1, 0) og 0 í stað (0, 0)
Lítum nú á vigurinn (0, 1) sem við táknum með i. Um hann gildir
i2 = (0, 1)2 = (0, 1)(0, 1) = (−1, 0) = −1.
Sérhvern vigur (a, b) má skrifa sem samantekt (a, b) = a(1, 0) + b(0, 1) Við skrifum a og b
í stað (a, 0) og (b, 0) og erum þar með komin með framsetninguna
(a, b) = (a, 0)(1, 0) + (b, 0)(0, 1) = a + ib.
1.2. TVINNTALNAPLANIÐ 7

Veldareglur
Ef z er tvinntala þá getum við skilgreint heiltöluveldi þannig að z 0 = 1, z 1 = z , og
z n = z · · · z þar sem allir þættirnir eru eins og fjöldi þeirra er n ≥ 2. Fyrir z 6= 0 eru
neikvæðu veldin skilgreind þannig að z −1 er margföldunarandhverfan af z og fyrir neikvæð
n er z n = (z −1 )|n| . Með þessu fást sömu veldareglur og gilda um rauntölur
zn · zm = z n+m
zn
= z n−m
zm
z · wn
n
= (zw)n
(z n )m = z nm

Tvíliðureglan
Okkar gamli kunningi, tvíliðureglan, er eins fyrir tvinntölur og rauntölur,
n  
n
X n k n−k
(a + b) = a b
k
k=0

þar sem tvíliðustuðlarnir eru gefnir með


 
n n(n − 1) · · · (n − k + 1) n!
= = ,
k k! (n − k)!k!
fyrir n = 0, 1, 2, 3, . . . og k = 0, . . . , n. Við köllum þennan stuðul n yr k og sjáum beint
frá formúlunni að tvíliðustuðlarnir eru samhverr í þeim skilningi að
   
n n
= .
k n−k
Tvíliðustuðlarnir uppfylla    
n n
= =1
0 n
fyrir n = 0, 1, 2, . . . og rakningarformúluna
     
n n−1 n−1
= + ,
k k−1 k
fyrir n = 2, 3, 4, . . . og k = 1, 2, . . . , n − 1. Þessari rakningu er best lýst í þríhyrningi
Pascals, en línurnar í honum geyma alla tvíliðurstuðlana. Fyrstu 7 línurnar, n = 0, . . . , 6,
í honum eru
1
1 1
1 2 1
1 3 3 1
1 4 6 4 1
1 5 10 10 5 1
1 6 15 20 15 6 1
8 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Raunhluti, þverhluti og samok


Sérhverja tvinntölu z má rita sem z = x+iy þar sem x og y eru rauntölur. Talan x nefnist
þá raunhluti tölunnar z og talan y nefnist þverhluti hennar. Við táknum raunhlutann
með Re z og þverhlutann með Im z .
Tvinntala z er sögð vera rauntala ef Im z = 0 og hún er sögð vera hrein þvertala ef
Re z = 0.
Ef z ∈ C, x = Re z og y = Im z , þá nefnist talan z̄ = x − iy samok tölunnar z . Athugið
að z̄ er spegilmynd z í raunásnum og því er z̄¯ = z . Við höfum nokkrar reiknireglur um
samok

z z̄ = (x + iy)(x − iy) = x2 + y 2
z + z̄ = 2x = 2 Re z,
z − z̄ = 2iy = 2iIm z.
z+w = z̄ + w̄
z−w = z̄ − w̄
zw = z̄ · w̄
z/w = z̄/w̄
|z̄| = |z|

Við höfum að z er rauntala þá og því aðeins að z = z̄ og að z er hrein þvertala þá og því


aðeins að z = −z̄ .

Lengd og stefnuhorn
Ef z ∈ C, x = Re z og y = Im z , þá nefnist talan
.....
........ p
...
...
... |z| = x2 + y 2 ,
...
...

· z = x + iy
...
y .....................................................
... ......... lengd, tölugildi eða algildi tvinntölunnar z . Ef θ ∈ R og hægt
... .... ...
... ... ..
... ....
...
er að skrifa tvinntöluna z á forminu
...
... ... ....
... ... ...
r ...
. .....
... ...
...
i ........ .
.. ...
.
...
.
...
θ ... ..... ....... ...
... ....
...........
.........
...
...
...
...
...
..
z = |z|(cos θ + i sin θ),
........................................................................................................................................
....
0 ...
1 x
þá nefnist talan θ stefnuhorn eða horngildi tvinntölunnar z
.

og stærðtáknið í hægri hliðinni nefnist pólform tvinntölunnar z .


Hornaföllin cos og sin eru lotubundin með lotuna 2π og því eru
allar tölur af gerðinni θ + 2πk með k ∈ Z einnig stefnuhorn fyrir z . Raðtvenndin (|z|, θ)
er nefnd pólhnit eða skauthnit tölunnar z .
Við höfum að
sin θ r sin θ y
tan θ = = =
cos θ r cos θ x
og af því leiðir að hornið er geð með formúlunni
 
y
θ(z) = arctan .
x
1.2. TVINNTALNAPLANIÐ 9

Athugið að það eru miklar takmarkanir á þessri formúlu, því hún gildir aðeins fyrir x > 0,
því fallið arctan gefur okkur gildi á bilinu ] − 21 π, 12 π[.
Nú skulum við leiða út formúlu fyrir stefnuhorni tvinntölunnar z sem gefur okkur
samfellt fall af z á C \ R− sem tekur gildi á bilinu ] − π, π[. Þetta er gert úr frá formúlunni
fyrir tangens af hálfu horni,

sin( 21 θ) 2 sin( 12 θ) cos( 12 θ) sin θ


tan( 21 θ) = 1 = 2 1 =
cos( 2 θ) 2 cos ( 2 θ) 1 + cos θ
|z| sin θ y
= = .
|z| + |z| cos θ |z| + x

Formúlan sem við endum með er


 
y
θ(z) = 2 arctan .
|z| + x

Þetta fall sem gefur okkur horngildið af tvinntölunni z ∈ C \ R− á bilinu ] − π, π[ nefnist


höfuðgrein hornsins og er það táknað með Arg z
Við höfum nokkrar reiknireglur um lengd tvinntalna,

z z̄ = (x + iy)(x − iy) = x2 + y 2 = |z|2 ,


|z̄| = |z|,
|zw| = |z||w|.

Fyrsta jafnan gefur okkur formúlu fyrir margföldunarandhverfunni

1 x − iy z̄
z −1 = = 2 2
= 2, z 6= 0.
z x +y |z|

Fjarlægð milli punkta


Fjarlægð milli tveggja punkta z = x + iy og w = u + iv er gen með
p
|z − w| = (x − u)2 + (y − v)2 .

Ef α og β eru tvinntölur og α 6= β , þá er

{z ∈ C ; |z − α| = |z − β|}

mengi allra punkta z í C sem eru í sömu fjarlægð frá báðum punktum α og β . Það er
augljóst að miðpunktur striksins 21 (α + β) milli α og β er í fjarlægðinni 12 |α − β| frá báðum
punktum. Ef við drögum línuna gegnum miðpunktinn sem liggur hornrétt á strikið, þá
fáum við mengi allra punkta sem eru í sömu fjarlægð frá α og β .
10 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Sýnidæmi 1.2.1 Ákvarðið mengi allra punkta z = x + iy sem uppfylla


a) |z − 1| = |z + 2|, b) |z + 1 + i| = |z − 1 − i|
Lausn: (a) Hér lítum við á mengi allra punkta sem eru í sömu fjarlægð frá α = 1 og
β = −2. Miðpunktur striksins á milli þeirra er m = 12 (1 − 2) = − 21 og línan gegnum hann
hornrétt á strikið er gen með jöfnunni x = Re z = − 12 .
Þá má líka komast að þessari niðurstöðu með því að líta á eftirfarandi jafngildu jöfnur:
|z − 1| = |z + 2|
|z − 1|2 = |z + 2|2
(z − 1)(z̄ − 1) = (z + 2)(z̄ + 2)
|z|2 − z − z̄ + 1 = |z|2 + 2z + 2z̄ + 4
−3(z + z̄) = 3
−6Re z = 3
Re z = x = − 21
Þetta segir okkur að mengið samanstandi af öllum punktum í z -plani sem uppfylla Re z =
− 21 .
(b) Í þessu tilfelli eru punktarnir α = −1 − i og β = 1 + i. Miðpunkturinn á strikinu á
milli þeirra er 0. Þeir liggja greinilega báðir á línunni sem gen er með jöfnunni y = x.
Jafnan fyrir línuna sem er hornrétt á hana og liggur gegnum 0 er y = −x.
Leysum þetta líka með algebru eins og í fyrri lið dæmisins. Við höfum jafngildar
jöfnur:
|z + 1 + i| = |z − 1 − i|
|z + 1 + i|2 = |z − 1 − i|2
(z + (1 + i))(z̄ + (1 − i)) = (z − (1 + i))(z̄ − (1 − i))
|z| + (1 − i)z + (1 + i)z̄ + 2 = |z|2 − (1 − i)z − (1 + i)z̄ + 2
2

2((1 − i)z + (1 + i)z̄) = 0


Re ((1 − i)z) = x + y = 0
Þetta er lína sem gen er í xy -hnitaker með jöfnunni y = −x. 

Innfeldi og krossfeldi
Innfeldi tveggja vigra z = (x, y) og w = (u, v) er skilgreint sem rauntalan z·w = xu + yv .
Ef við lítum á z og w sem tvinntölur og skrifum z = x + iy = r(cos α + i sin α) og
w = u + iv = s(cos β + i sin β), þá fáum við formúluna
Re z w̄ = Re z̄w = 12 z w̄ + z̄w = xu + yv = (x, y) · (u, v) = rs cos(α − β).
  

Þverhluti þessarar stærðar er krossfeldi z og w,



 x u
Im (z̄w = −Im z w̄) = xv − yu = = −rs sin(α − β)
y v
en tölugildi þess |Im z w̄)| er atarmál samsíðungsins, sem tölurnar z og w spanna.
1.2. TVINNTALNAPLANIÐ 11

Jafna línu og jafna hrings


Bein lína í C er gen sem mengi allra punkta (x, y) sem uppfylla jöfnu af gerðinni
ax + by + c = 0.
Við getum greinilega snúið þessu yr í jöfnuna

2Re β̄z + c = β̄z + β z̄ + c = 0,
þar sem β = 21 (a + ib). Tvinntalan β er hornrétt á línuna og iβ er í stefnu hennar.
Hringur í C með miðju m og geisla r er mengi allra punkta z sem eru í fjarlægðinni
r frá m, |z − m| = r. Við getum greinilega tjáð þessa jöfnu með jafngildum hætti,
|z − m|2 − r2 = (z − m)(z̄ − m̄) − r2 = |z|2 − m̄z − mz̄ + |m|2 − r2 = 0.
Við getum auðveldlega okkað öll mengi sem gen eru með jöfnu af gerðinni
(1.2.1) α|z|2 + βz + βz + γ = 0,
þar sem α og γ eru rauntölur og β er tvinntala. Tilfellin eru:
(i) Lína: α = 0, β 6= 0.
(ii) Hringur: α 6= 0, |β|2 − αγ > 0. Ef miðjan er m og geislinn r, þá er
p
m = −β/α og r = |β|2 − αγ /|α|.
(iii) Einn punktur: α 6= 0 og |β|2 − αγ = 0. Punkturinn er m = −β/α.
(iv) Tóma mengið: α 6= 0, |β|2 − αγ < 0 eða α = 0, β = 0, γ 6= 0.
(v) Allt planið C: α = β = γ = 0.

Einingarhringurinn
Einingarhringurinn T er hringurinn með miðju í 0 og geislann 1. Hann samanstendur af
öllum tvinntölum með tölugildi 1. Sérhvert z í T má því skrifa á forminu z = cos α+i sin α.
Tökum nú aðra slíka tölu w = cos β + i sin β og margföldum saman
zw = (cos α + i sin α)(cos β + i sin β)
= (cos α cos β − sin α sin β) + i(sin α cos β + cos α sin β)
= cos(α + β) + i sin(α + β).
Í síðustu jöfnunni notuðum við samlagningarformúlur fyrir cos og sin
cos(α − β) = cos α cos β + sin α sin β
cos(α + β) = cos α cos β − sin α sin β
sin(α + β) = sin α cos β + cos α sin β
sin(α − β) = sin α cos β − cos α sin β

Af formúlunni fyrir margfeldi leiðir regla sem kennd er við de Movire


n
cos θ + i sin θ = cos(nθ) + i sin(nθ).
12 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Rúmfræðileg túlkun á margföldun


Látum nú z og w vera tvær tvinntölur með lengdir |z| og |w| og stefnuhornin α og β . Þá
fáum við 
zw = |z||w| cos(α + β) + i sin(α + β) .
sem segir okkur að lengd margfeldisins sé margfeldi lengda z og w og að stefnuhorn
margfeldisins sé summa stefnuhorna z og w.
Ef nú u ∈ T er tala á einingarhringnum með stefnuhornið β , þá er uz snúningur á z
um hornið β .

Þríhyrningsójafnan
Tökum tvær tvinntölur z og w og reiknum smávegis
|z + w|2 = (z + w)(z + w) = (z + w)(z̄ + w̄)
= z z̄ + z w̄ + wz̄ + ww̄
= |z|2 + z w̄ + z w̄ + |w|2
= |z|2 + 2Re (z w̄) + |w|2
Athugum nú að
|Re z| ≤ |z| og |Im z| ≤ |z|
Af fyrri ójöfnunni leiðir að
|z + w|2 ≤ |z|2 + 2|z||w| + |w|2 = (|z| + |w|)2 .
Ef við tökum kvaðratrót beggja vegna ójöfnumerkisins, þá fáum við þríhyrningsójöfnuna
|z + w| ≤ |z| + |w|
Ef henni er beitt á liðina z − w og w í stað z og w, þá fáum við |z| = |(z − w) +
w| ≤ |z − w| + |w|, svo |z| − |w| ≤ |z − w|. Ef við skiptum á hlutverkum z og w, þá
fæst |w| − |z| ≤ |w − z| = |z − w|. Þessar tvær ójöfnu gefa okkur annað afbrigði af
þríhyrningsójöfnunni
||z| − |w|| ≤ |z − w|.

1.3 Rætur
Látum nú w vera gefna tvinntölu og n ≥ 2 vera náttúrlega tölu. Tvinntalan z kallast þá
n-ta rót tvinntölunnar w ef hún uppfyllir jöfnuna z n = w

Einingarrætur
Lítum á jöfnuna z n = 1, þar sem n ≥ 2 er náttúrleg tala. Lausnir hennar nefnast n-tu
einingarrætur eða n-tu rætur af einum. Ef z er lausn, þá er 1 = |z n | = |z|n sem segir
okkur að |z| = 1 og að við getum skrifað z = cos θ + i sin θ. Regla de Moivres segir nú að
cos(nθ) + i sin(nθ) = (cos θ + i sin θ)n = z n = 1
1.3. RÆTUR 13

Talan 1 hefur horngildi 2πk þar sem k ∈ Z getur verið hvaða tala sem er og þessi jafna
segir okkur því að nθ sé heiltölumargfeldi af 2π og þar með eru möguleg horngildi

θ = 2πk/n, k ∈ Z.

Ef tvær heiltölur k1 og k2 hafa sama afgang við heiltöludeilingu með n, þá er cos(2πk1 /n) =
cos(2πk2 /n) og sin(2πk1 /n) = sin(2πk2 /n). Þetta gefur okkur að jafnan z n = 1 hefur n
ólíkar lausnir u0 , . . . , un−1 , sem nefnast n-tu rætur af 1 og eru gefnar með formúlunni

uk = cos(2πk/n) + i sin(2πk/n), k = 0, 1, 2, . . . , n − 1.

Þessar tölur eru allar á einingarhringnum. Athugið að u0 = 1, uk = uk1 fyrir k = 0, . . . , n−


1, og að þær raða sér í hornin á reglulegum n-hyrningi, þar sem tvíhyrningur er strikið
[−1, 1].

.... .... ....


........ ........ ........
...
..
. n=3
.......................... ..
.....
. n=4
............................. ..
.....
. n=5
..............................
. ...... .
... .. .. ... .. . .
.....
.............. ... ..... ..... ... ..... ...... ...... ............ ..............
.... ... .............
.
.....
... ..... ......... ... ......... ...... . ................. ....
. ... ...
... ...
... .... .... ............. .... ... ..... .... ..... ..
..... ... ....... .... ... ..
.... ... . ....... ... .. ..... ... .... ... ... ......
.
. ......... ..... .. .... ....... .
. .
. .
.
.............................................................................................
. ................................................................................................................ ..................................................................................................
.
. . .
.
.. ....... .. ......... .. ... ... ..
...
... ....
..
... ............ .... ... ......
..
.
. ............. ... ...
..
.
. ........
.
... ... . .. ...
... ...... .. ..... .. ..... .. ... ...
.... .. ............... .... ..... .... ........ ..... ............ .
. .
. ....
..... .. ...... . . .... .
..... .... . .... .... . . .
..... .......... .. .
. ... .
......... .. ........... ....... .... .. .... ....... ....... ........... ..............
....................... ............................ ........................
.... .... ....
... ... ...
. . .

... ... ...


......... ......... .........
.
n=6
..
....................................................... ..
n=7
..
.................................................. . . .
n=8
..
...............................................
.. .... . ......... ...
.. ... . . ........ ..
......... . . ...........
........ .... ....... ........... .... ....... ...... .... .....
........ ... ... ... . ........... ... ...... ....... ... .....
......
...... ... .....
...... ..... ... ......
...... ...... ... ......
......... ... ........ ... ........ ... ..
.................................................................................................... ..................................................................................................... ..................................................................................................
...... .
. .... ..... .
. .... ...... .
. ....
....... .
.
. ......... ..... .
.
. . ....... ...... .
.
. ........
... ...
....
.......
... ...... ....
....... ... ... ........... ....
....... ..... ......
....... . ......... ........... .... . ........... . ....
........................................
......................
. . ............ ...........................
. ....................
. ................. .... ..........................
....................
... ... ...
.. .. ..
... ... ...

Mynd: Einingarrætur

Útreikningur á n-tu rótum


Látum nú w = s(cos α + i sin α) vera gefna tvinntölu af lengd s ≥ 0 og með stefnuhornið
α og leitum að lausnum á jöfnunni z n = w. Ef z er slík lausn og u er n-ta einingarrót,
þá er (zu)n = z n un = z n = w og því er zu einnig lausn. Nú eru einingarræturnar n
talsins og þetta segir okkur að um leið og við nnum eina lausn z0 þá fáum við n ólíkar
lausnir z0 u með því að stinga inn öllum mögulegum n-tu rótum fyrir u. Látum nú z0 vera
tvinntöluna, sem gen er með formúlunni
1 
z0 = s n cos(α/n) + i sin(α/n)

og færum hana síðan í n-ta veldi,


n 1 n
z0n = s n cos(α/n) + i sin(α/n)

= s cos(nα/n) + i sin(nα/n) = w
14 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Þar með erum við komin með formúlu fyrir einni lausn. Með því að nota formúluna fyrir
n-tu einingarrótunum, þá fáum við upptalningu á öllum lausnum jöfnunnar z n = w =
%(cos α + i sin α),
1 
zk = % n cos((α + 2πk)/n) + i sin((α + 2πk)/n) , k = 0, . . . , n − 1.
Þessari formúlu má lýsa þannig að n-tu ræturnar eru fundnar þannig að fyrst er fundin
ein rót z0 . Henni er snúið um hornið 2π/n með því að margfalda með u1 yr í z1 = u1 z0 .
Næst er z1 snúið um hornið 2π/n í z2 = u1 z1 og þannig er haldið áfram þar til n ólíkar
rætur eru fundnar.

Ferningsrætur
Ef w er tvinntala og z uppfyllir z 2 = w, þá er z sögð vera √ ferningsrót eða kvaðratrót
tölunnar w. Munið að√ef w er jákvæð rauntala, þá√táknar w alltaf jákvæðu rauntöluna
töluna sem uppfyllir ( w)2 = α. Að sjálfsögðu er 0 = 0. √
Ef w 6= 0 er tvinntala og w er ekki jákvæð rauntala, þá er hefur w enga staðlaða
merkingu. Við vitum bara að w hefur tvær ferningsrætur z0 og z1 . Ef við skrifum w =
s(cos α + i sin α), þá gefa reikningar okkar hér að framan að við getum við tekið

z0 = s(cos(α/2) + i sin(α/2))
og √
z1 = s(cos(α/2 + π) + i sin(α/2 + π)) = −z0 .
Nú ætlum við að leiða út formúlu fyrir ferningsrótum w = u + iv , sem er sett fram með
raunhluta u og þverhluta v , en ekki lengd og stefnuhorni. Við takmörkum okkur við tölur
w sem liggja ekki á neikvæða raunásnum R− = {x ∈ R ; x ≤ 0}. Skrifum rótina sem
z0 = z = x + iy og veljum z0 sem þá rót sem hefur x > 0.
Þá er z 2 = x2 − y 2 + 2ixy = u + iv = w. Með því að bera saman raun- og þverhluta í
þessari jöfnu, þá fáum við tvær formúlur x2 − y 2 = u og 2xy = v . Formúlan |w| = |z 2 | =
|w|2 = x2 + y 2 gefur okkur eina jöfnu til viðbótar og við getum leyst út x2 og y 2 ,
( (
x2 + y 2 = |w|, x2 = 21 (|w| + u),
x2 − y 2 = u, y 2 = 12 (|w| − u).
Við gáfum okkur að x > 0 og því er formerkið á y það sama og formerkið á v = 2xy .
Formerkisfallið sign er skilgreint með

1,
 t > 0,
sign(t) = 0, t = 0,

−1, t < 0.

Ef v 6= 0, þá gefur þessi formúla okkur kost á að við skrifa lausina á einföldu formi
q q
z = 12 (|w| + u) + i sign(v) 12 (|w| − u)
q q
= 2 (|w| + Re w) + i sign(Im w) 12 (|w| − Re w).
1


Ef v = 0 og u > 0, þá er w = u og við fáum jákvæðu rótina z = w út úr þessari formúlu.
1.4. MARGLIÐUR 15

Sýnidæmi 1.3.1 Reiknum út formúlur fyrir cos(π/8) og sin(π/8) með því að √


notfæra
okkur að formúluna fyrir kvaðratrót tvinntölu og þá staðreynd að cos(π/4) = 2/2 =
sin(π/4).
Lausn: Talan z = cos(π/8) + i sin(π/8) er ferningsrótin af tölunni w = cos(π/4) +
i sin(π/4) sem gen er með formúlunni hér að framan. Við höfum því

√ √ √ √
r r q q
1 1 1
z= (1 + 2/2) + i (1 − 2/2) = ( 2 + 2 + i 2 − 2).
2 2 2

Þar með er
√ √
q q
1 1
cos(π/8) = 2+ 2 og sin(π/8) = 2− 2.
2 2


1.4 Margliður
Við getum skilgreint margliður með tvinntölustuðlum á nákvæmlega sama hátt og fyrr,
en það eru stærðtákn af gerðinni

P (z) = an z n + an−1 z n−1 + · · · + a1 z + a0 .

þar sem a0 , . . . , an eru tvinntölur og z er breyta sem tekur gildi í tvinntölunum. Við getum
litið á P sem fall sem skilgreint er á C og tekur gildi í C. Núllmargliðan er margliðan sem
hefur alla stuðla aj = 0. Við táknum hana með 0. Stig margliðunnar P 6= 0 er skilgreint
eins og áður sem stærsta heiltala j þannig að aj 6= 0.
Margliðudeiling er alveg eins fyrir margliður með tvinntölustuðla og margliður með
rauntölustuðla. Ef P er margliða og Q er margliða af stigi m, þá eru til margliða R af
stigi minna en m og margliða S , þannig að

P (z) = Q(z)S(z) + R(z)

Margliðan R nefnist þá leif eða afgangur við deilingu á P með Q og S nefnist kvóti P og
Q. Við segjum að Q deili P eða að Q gangi upp í P ef R er núllmargliðan.
Ef α ∈ C, þá er z − α fyrsta stigs margliða og við fáum að lein við deilingu á P (z)
með (z − α) verður fastamargliðan P (α),

P (z) = (z − α)S(z) + P (α).

Tvinntalan α er sögð vera núllstöð eða rót margliðunnar P ef P (α) = 0. Við höfum nú
þáttaregluna.

Setning 1.4.1 Margliða P af stigi ≥ 1 hefur núllstöð α þá og því aðeins að z − α gangi


upp í P . 
16 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Núllstöðvar annars stigs margliðu


Nú viljum við leysa jöfnuna az 2 + bz + c = 0 og ganga út frá því að stuðlarnir a, b og c
séu tvinntölur og að a 6= 0. Þetta er gert nánast eins og fyrir rauntölur, en niðurstaðan
verður almennari. Fyrsta verkið er að deila báðum hliðum með a og fá þannig jafngilda
jöfnu z 2 + Bz + C = 0, þar sem B = b/a og C = c/a. Næsta skref er að líta á tvo fyrstu
liðina z 2 + Bz og skrifa þá sem ferning að viðbættum fasta. Með orðinu ferningur er átt
við fyrsta stigs stærðtákni í öðru veldi, (z + α)2 . Ferningsreglan fyrir fyrir summu segir
að (z + α)2 = z 2 + 2αz + α2 . Því er

B 2 B2
0 = z 2 + Bz + C = (z + ) − + C.
2 4
Þetta segir okkur að upphaega jafnan jafngildi
2
b2

2 b c
0 = (az + bz + c)/a = z+ − + .
2a 4a2 a

Með því að draga töluna −b2 /(4a2 ) + c/a frá báðum hliðum, þá fáum við jafngilda jöfnu
2
b2 b2 − 4ac

b c
z+ = 2− = .
2a 4a a 4a2

Tvinntalan D = b2 − 4ac nefnist


√ aðgreinir eða aðskilja jöfnunnar. Ef
√ D 6= 0, þá hefur D
tvær kvaðratrætur. Látum D tákna aðra þeirra. Þá er hin jöfn − D og við fáum tvær
ólíkar lausnir √ √
−b + D −b − D
z1 = og z2 = .
2a 2a
Ef D = 0, fæst ein lausn
−b
z=
.
2a

Ef D er rauntala og D < 0 þá getum við valið D = i |D| og lausnarformúlan verður
p

p p
−b + i |D| −b − i |D|
z1 = og z2 = .
2a 2a

Undirstöðusetning algebrunnar
Við byrjuðum á því að innleiða tvinntölurnar með það fyrir augum að geta leyst jöfnur sem
hafa engar rauntölulausnir og lögðum upp með það að nna lausn á jöfnunni z 2 + 1 = 0.
Það er því ekki hægt að segja annað en að útvíkkun talnakersins frá rauntölum yr í
tvinntölur sé vel heppnuð:

Setning 1.4.2 (Undirstöðusetning algebrunnar) Sérhver margliða af stigi ≥ 1 með tvinn-


tölustuðlum hefur núllstöð í C. 
1.4. MARGLIÐUR 17

Sönnunin á undirstöðusetningunni kemur síðar í námskeiðinu, en við skulum taka hana


trúanlega og athuga nokkrar merkilegar aeiðingar hennar.
Segjum nú að P sé margliða af stigi m ≥ 1 og að α1 sé núllstöð hennar. Við getum þá
skrifað
P (z) = (z − α1 )Q1 (z)
samkvæmt þáttareglunni. Þá er Q1 af stigi m − 1 og samkvæmt meginsetningunni hefur
Q1 núllstöð α2 ef m ≥ 2. Við þáttum Q1 með z − α2 og fáum þannig

P (z) = (z − α1 )(z − α2 )Q2 (z)

þar sem Q2 er margliða af stigi m − 2. Þessu er unnt að halda áfram þar til við endum
með fullkomna þáttun á P í fyrsta stigs liði

P (z) = A(z − α1 )(z − α2 ) · · · (z − αm )

þar sem α1 , . . . , αm er upptalning á öllum núllstöðvum P með hugsanlegum endurtekn-


ingum og A 6= 0 er stuðullinn í veldið z m í margliðunni P .
Ef α er núllstöð margliðu P og hægt er að þátta P í P (z) = (z − α)j Q(z) þar sem
Q er margliða og Q(α) 6= 0 þá segjum við að α sé j -föld núllstöð P og köllum töluna j
margfeldni núllstöðvarinnar α í P . Ef P er af stigi m og β1 , . . . , βk er upptalning á ólíkum
núllstöðvum margliðunnar P og þær hafa margfeldni m1 , . . . , mk , þá getum við skrifað

P (z) = A(z − β1 )m1 · · · (z − βk )mk

og
m = m1 + · · · + mk .

Margliður með rauntölustuðla


Við lítum allaf á rauntölurnar sem hluta af tvinntölunum og því er sérhver margliða með
rauntölustuðla jafnframt margliða með tvinntölustuðla. Meginsetning algebrunnar á því
við um þessar margliður einnig. Hugsum okkur nú að P (z) sé margliða af stigi m ≥ 1
með rauntölustuðla a0 , . . . , am og að α ∈ C sé núllstöð hennar og gerum ráð fyrir að α sé
ekki rauntala. Með því að beita reiknireglunum fyrir samok og þá sérstaklega að āj = aj ,
þá fáum við
m
X m
X m
X
0 = P (α) = P (α) = ak αk = ak αk = ak (α)k = P (ᾱ)
k=0 k=0 k=0

Við höfum því sýnt að ᾱ er einnig núllstöð P . Við getum því þáttað út (z − α)(z − ᾱ)
Athugum að

(z − α)(z − ᾱ) = z 2 − (α + ᾱ)z + αᾱ = z 2 − 2(Re α)z + |α|2

Nú beitum við þáttareglunni og sjáum að í þessu tilfelli fæst þáttun á P (z) í tvær raun-
talnamargliður
P (z) = z 2 − 2(Re α)z + |α|2 Q(z).

18 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Aeiður af margliðum
Tvíliðustuðlarnir eru dálítið fyrirferðarmiklir í útskrift svo við skulum tákna n yr k með
cn,k . Við fáum þá

(z + h)n = z n + nz n−1 h + cn,2 z n−2 h2 + · · · + cn,n−2 z n−2 h2 + nzhn−1 + hn .

Við fáum því formúluna

(z + h)n − z n
= nz n−1 + cn,2 z n−2 h + · · · + nzhn−2 + hn−1 .
h
Nú látum við h → 0 og fáum

(z + h)n − z n
 
lim = nz n−1 .
h→0 h

Við skilgreinum aeiðuna af einliðunni z 7→ z n sem fallið


Pmz 7→ nzn
n−1
fyrir n = 0, 1, 2, . . .
og almennt skilgreinum við aeiðu af margliðu P (z) = n=0 an z með
m
0 P (z + h) − P (z) X
P (z) = lim = nan z n−1 .
h→0 h n=0

Það er enginn vandi að sýna fram á að venjulegu reiknireglurnar fyrir aeiður gildi,

(P + Q)0 (z) = P 0 (z) + Q0 (z)

og
(P Q)0 (z) = P 0 (z)Q(z) + P (z)Q0 (z).

1.5 Ræð föll


Rætt fall er kvóti tveggja margliða R = P/Q. Það er skilgreint í öllum punktum z ∈ C þar
sem Q(z) 6= 0. Við skilgreinum aeiðuna af R með hliðstæðum hætti og fyrir margliður
og fáum venjulega reiknireglu

R(z + h) − R(z) P 0 (z)Q(z) − P (z)Q0 (z)


R0 (z) = lim = .
h→0 h Q(z)2

Stofnbrotaliðun
Ef P og Q eru margliður, Q 6= 0 og stigP ≥ stigQ, þá getum við alltaf framkvæmt deilingu
með afgangi og fengið að

P (z) P2 (z)
R(z) = = P1 (z) +
Q(z) Q(z)

þar sem P1 og P2 eru margliður, stigP1 = stigP − stigQ og stigP2 < stigQ.
1.5. RÆÐ FÖLL 19

Nú ætlum við að líta á rætt fall R = P/Q þar sem P og Q eru margliður og stigP <
stigQ. Þá er alltaf hægt að liða ræða fallið í stofnbrot. Við gerum fyrst ráð fyrir því að
að allar núllstöðvar Q séu einfaldar. Þá getum við skrifað

Q(z) = a(z − α1 ) · · · (z − αm ), z ∈ C,

þar sem α1 , . . . , αm eru hinar ólíku núllstöðvar Q. Stofnbrotaliðun R er þá einfaldlega


A1 Am
R(z) = + ··· + .
z − α1 z − αm
Við munum sanna þessa formúlu í kaa 4. Nú þarf að reikna stuðlana A1 , . . . , Am út. Við
athugum að
 
A2 Am
lim (z − α1 )R(z) = A1 + lim (z − α1 ) + ··· + = A1 .
z→α1 z→α1 z − α2 z − αm

Á hinn bóginn er Q(α1 ) = 0, svo

(z − α1 )P (z) P (α1 )
lim (z − α1 )R(z) = lim = 0 .
z→α1 z→α1 Q(z) − Q(α1 ) Q (α1 )
Ef við meðhöndlum hinar núllstöðvarnar með sama hætti, þá fáum við formúluna
P (αj )
Aj = .
Q0 (αj )
Við notum nú þáttunina á Q í fyrsta stigs liði til þess að reikna út aeiðuna af Q í αj ,
m
Y
0
Q (αj ) = a (αj − αk ).
k=1
k6=j

Þessi formúla segir okkur að Q0 (αj ) sé fundið með því að taka þáttunina á Q í fyrsta stigs
liði, deila út þættinum z − αj og stinga síðan inn αj fyrir z . Í sumum tilfellum getur verið
einfaldast að nota þessa formúlu til þess að reikna út gildin á aeiðum margliðunnar Q í
núllstöðvunum.

Sýnidæmi 1.5.1 Reiknum út stofnbrotaliðun á ræða fallinu


1
R(z) = .
z3 − 3z 2 + 4z − 2
Lausn: Við verðum að byrja á því að ákvarða fullkomna þáttun á margliðunni Q(z) =
z 3 − 3z 2 + 4z − 2. Með ágiskun nnum við að α1 = 1 er núllstöð. Það gefur okkur
þáttunina Q(z) = (z − 1)(z 2 − 2z + 2). Við nnum síðan hinar núllstöðvarnar α2 = 1 + i
og α3 = 1 − i með því að stinga inn í lausnarformúluna fyrir annars stigs jöfnu. Þáttun á
Q(z) í fyrsta stigs þætti er

Q(z) = (z − 1)(z − 1 − i)(z − 1 + i).


20 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Aeiðan verður því

Q0 (z) = (z − 1 − i)(z − 1 + i) + (z − 1)(z − 1 + i) + (z − 1)(z − 1 − i).

Gildin sem við sækjumst eftir eru

Q0 (1) = 1, Q0 (1 + i) = i(2i) = −2 og Q0 (1 − i) = −i(−2i) = −2.

Stofnbrotaliðunin er því
1 −1/2 −1/2
R(z) = + +
z−1 z−1−i z−1+i
Margliðan Q hefur rauntölustuðla, svo það getur verið eðlilegt að skrifa stofnbrotaliðunina
með nefnurum sem eru annars stigs og óþáttanlegar yr rauntölurnar. Þá leggjum við
saman tvo síðustu liðina í þessari formúlu og fáum
1 −z + 1
R(z) = + 2 .
z − 1 z − 2z + 2


Sýnidæmi 1.5.2 Reiknið út stofnbrotaliðun ræða fallsins


120
R(z) = .
(z 2 + 1)(z 2+ 4)(z 2 + 9)
Lausn: Við vitum að hægt er að skrifa
120 Az + B Cz + D Ez + F
= 2 + 2 + 2
(z 2 + 1)(z 2 2
+ 4)(z + 9) z +1 z +4 z +9
Þar sem stuðlarnir A, B, C, D, E og F eru rauntölur. Til þess að ákvarða A og B marg-
földum við gegnum jöfnuna með z 2 + 1 og setjum síðan s = i. Þá fæst
120
= Ai + B, 5 = Ai + B, A = 0, B = 5.
(i2 + 4)(i2 + 9)
Næst margföldum við jöfnuna með z 2 + 4 og setum síðan z = 2i. Þá fæst
120
= 2Ci + D, −8 = 2Ci + D, C = 0, D = −8.
((2i)2 + 1)((2i)2 + 9)
Að lokum margföldum við í gegnum jöfnuna með z 2 + 9 og setjum síðan s = 3i. Það gefur
120
= 3Ei + F, 3 = 3Ei + F, E = 0, F = 3.
((3i)2 + 1)((3i)2 + 4)
Niðurstaðan verður því
120 5 8 3
= 2 − 2 + 2 .
(z 2 + 1)(z 2 2
+ 4)(z + 9) z +1 z +4 z +9

1.5. RÆÐ FÖLL 21

Gerum nú ráð fyrir að Q ha ólíkar núllstöðvar α1 , . . . , αk af stigi m1 , . . . , mk , og


stigQ = m = m1 + · · · + mk . Við getum þáttað út núllstöðina αj með því að skrifa Q(z) =
(z − αj )mj qj (z), þar sem qj er margliða af stigi m − mj og qj (αj ) 6= 0. Stofnbrotaliðunin
verður nú af gerðinni
P (z) A11 Am1 1
(1.5.1) = + ··· +
Q(z) (z − α1 ) (z − α1 )m1
A12 Am2 2
+ + ··· +
(z − α2 ) (z − α2 )m2
.. .. ..
. . .
A1k Amk k
+ + ··· +
(z − αk ) (z − αk )mk
þar sem stuðlarnir eru gefnir með formúlunni
 mj −l  
1 d P (z)
Alj = .
(mj − l)! dz qj (z)

z=αj

Þessa formúlu munum við sanna síðar, en það er fínt að æfa sig í því að nota hana.

Sýnidæmi 1.5.3 Liðið ræða fallið


P (z) z2 z2
= 2 = .
Q(z) (z + 1)2 (z − i)2 (z + i)2
í stofnbrot.
Lausn: Margliðan Q hefur núllstöðvarnar α1 = i og α2 = −i og eru þær báðar af stigi 2.
Við höfum
P (i) 1
q1 (z) = (z + i)2 , = ,
q1 (i) 4
z2 2z(z + i)2 − z 2 2(z + i)
 
d
= ,
dz (z + i)2 (z + i)4
 
d P (z) −i
= ,
dz q1 (z) z=i
4
P (−i) 1
q2 (z) = (z − i)2 , = ,
q2 (−i) 4
2 2 2
 
d z 2z(z − i) − z 2(z − i)
2
= ,
dz (z − i) (z − i)4
 
d P (z) i
= .
dz q2 (z) z=−i 4

Svarið verður því
z2 −i/4 1/4 i/4 1/4
2 2
= + 2
+ + .
(z + 1) (z − i) (z − i) (z + i) (z + i)2

22 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

1.6 Veldisvísisfallið og skyld föll


Við höfum séð hvernig skilgreiningarmengi margliða er útvíkkað frá því að vera rauntalna-
ásinn R yr í það að vera allt tvinntalnaplanið C. Þetta er hægt að gera á eðlilegan máta
fyrir mörg föll sem skilgreind eru á hlutmengjum á rauntalnalínunni þannig að þau fái
náttúrlegt skilgeiningarsvæði í C.

Framlenging á veldisvísisfallinu
Veldisvísisfallið exp : R → R er andhverfa náttúrlega lograns sem skilgreindur er með
heildinu Z x
dt
ln x = , x > 0.
1 t
Talan e er skilgreind með e = exp(1). Nú útvíkkum við skilgreiningarsvæði exp þannig
að það verði allt C með formúlunni

exp(z) = ex (cos y + i sin y), z = x + iy ∈ C, x, y ∈ R

Við skrifum ez = exp z fyrir z ∈ C.


Fyrst hornaföllin cos og sin eru lotubundin með lotuna 2π , þá fáum við beint út frá
skilgreiningunni á veldisvísisfallinu að það er lotubundið með lotuna 2πi,

ez+2πki = ez , k ∈ Z.

Jöfnur Eulers
Stingum nú hreinni þvertölu iθ þar sem θ ∈ R inn í veldisvísisfallið eiθ = (cos θ + i sin θ) ∈
T. Þetta segir okkur að vörpunin θ 7→ eiθ varpi rauntalnalínunni á einingarhringinn.
Stillum nú upp tveimur jöfnum

eiθ = cos θ + i sin θ


e−iθ = cos θ − i sin θ

Tökum nú summu af hægri hliðum og vinstri hliðum. Þá fæst eiθ + e−iθ = 2 cos θ. Tökum
síðan mismun af því sama. Þá fæst eiθ − e−iθ = 2i sin θ. Út úr þessu fæst samband milli
veldisvísisfallsins og hornafallanna sem nefnt er jöfnur Eulers,

eiθ + e−iθ eiθ − e−iθ


cos θ = , og sin θ = .
2 2i

Samlagningarformúla veldisvísisfallsins
Munum að veldisvísisfallið exp : R → R, x 7→ ex , uppfyllir regluna ea+b = ea eb fyrir allar
rauntölur a og b. Hún er nefnd samlagningarformúla eða samlagningarregla veldisvísis-
fallsins. Nú skulum við taka tvær tvinntölur z = x + iy og w = u + iv og sjá hvernig þessi
1.6. VELDISVÍSISFALLIÐ OG SKYLD FÖLL 23

regla alhæst þegar við erum búin að framlengja skilgreiningarsvæði veldisvísisfallsins yr
í allt tvinntalnaplanið C,

ez ew = ex (cos y + i sin y)eu (cos v + i sin v)


= (ex eu )(cos y + i sin y)(cos v + i sin v)
= ex+u (cos(y + v) + i sin(y + v))
= e(x+u)+i(y+v) = ez+w .

Við höfum því að samlagningarformúlan gildir áfram

ez+w = ez ew , z, w ∈ C.

Reglurnar um reikning með samoka tvinntölum gefa okkur

ez = ez , z ∈ C,

og síðan
|ez |2 = ez ez = ez ez = ex+iy ex−iy = e2x
Þar með er
|ez | = eRe z , z ∈ C,
og sérstaklega gildir
|eiy | = 1, y ∈ R.
Af þessu leiðir að veldisvísisfallið hefur enga núllstöð ez = ex eiy og hvorugur þátturinn í
hægri hliðinni getur verið núll. Við sjáum einnig að veldisvísisfallið varpar lóðréttu línunni
sem gen er með jöfnunni x = Re z = a í z -plani á hringinn sem genn er með jöfnununni
|w| = ea í w-plani og það varpar láréttu línunni sem gen er með jöfnunni y = Im z = b á
hálínuna út frá 0 með stefnuvigur eib .
....
...
......... π
.............................................................................................................................. ....... .... .. .. ... .
.........
.... ....... .... .... ..
.. ..........
.
.. .. .. ... .. .. .. ... .... .......
... .... ... ... ... .....
.. .. ..
.
.. .. .. .... ..... ... ... ...
.......................................................................................................................................... ... ..
= ez
...
...
..
....
......
...
..
....
.......
...
..
....
......
...
..
z 7→ ...w
....
....................................... . ..
.. . ...
...
. ...
.
.
....
.
. ..
.
...
.
.. ...
...
........
..
......... ..... ............ .
. . .
.
.............................................................................................................................. ......... ........ . .. . . .
........ .... .........
. ...
. .
. ..
... ... ... ... ... ... ... ....... ..... ... .. ...
. ... ... .... ... ... ..... ...
... ... ... .... ... ... ... .
. ... .............
.
. .
...
.............................................................................................................................................................................................. ....................................................................................................................................................................................
-π ...
...
...
...
...
...
.....
...
...
...
...
... π...
...
...
...
... .. .
..
... .
... ..... .... ..... ....
...... ... ......
.
. ..
..
. .
eπ ..
..

..................................................................................................................................... ... .. .... ..... .... ... ...


.. ... .. ...
.
.. ... .. ... ... .... ... ..
...... ...... .. ... ...
... ... ....... ... ... ... ... ... ...
...
........................................................................................................................................... ... ... ... ... ..
. .... .... .
. ...
... .....
.
.
... ... ... ... ... ... ... .... ...
........ .... ... ...
.. .. .. .. .. .. .. ......... .... .... . .... ... .... .... ......
. ....
....................................................................................................................................

... ..... ....
.... ..
. ..
..
z -plan w-plan
Mynd: Veldisvísisfallið

Framlenging á hornaföllum og breiðbogaföllum


Um leið og við höfum framlengt veldisvísisfallið yr á allt tvinntalnaplanið, þá framlengj-
ast hornaföllin sjálfkrafa yr á allt planið með Euler formúlunum,
eiz + e−iz eiz − e−iz
cos z = , og sin z =
2 2i
24 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

og sama er að segja um breiðbogaföllin


ez + e−z ez − e−z
cosh z = og sinh z = .
2 2
Tilsvarandi tangens- og kótangens-föll eru skilgreind þar sem nefnararnir eru frábrugðnir
0
sin z cos z sinh z cosh z
tan z = , cot z = , tanh z = og coth z = .
cos z sin z cosh z sinh z
Gömlu góðu reglurnar gilda áfram, eins og til dæmis
cos2 z + sin2 z = 1 og cosh2 z − sinh2 z = 1,
sem gilda um öll z ∈ C. Sama er að segja um allar samlagningarformúlurnar fyrir hornaföll
og breiðbogaföll til dæmis
cos(z − w) = cos z cos w + sin z sin w, z, w ∈ C.
Nú kemur líka í ljós samband milli hornafallanna og breiðboga fallanna, því
cosh z = cos(iz) og sinh z = −i sin(iz)
gildir um öll z ∈ Z.
Sýnidæmi 1.6.1 Sýnið að engar núllstöðvar bætast við þegar skilgreiningarsvæði cos er
útvíkkað frá R yr á C.
Lausn: Núllstöðvar cos uppfylla 12 (eiz + e−iz ) = 0. Ef við margföldum í gegnum þessa
jöfnu með 2eiz , þá fáum við jafngilda jöfnu
e2iz = −1 = eiπ .
Lausnir þessarar jöfnu eru 2iz = iπ + i2nπ , n ∈ Z og þar með fáum við að
z = 12 π + nπ, n ∈ Z,
eru einu núllstöðvar cos og að þær liggja allar á rauntalnalínunni. Fallið cos hefur því
engar núllstöðvar í C \ R. 

Sýnidæmi 1.6.2 Sýnið að


cos(x + iy) = cos x cosh y − i sin x sinh y.
gildi um allar rauntölur x og y .
Lausn: Við beitum samlagningarformúlu cos,
cos(x + iy) = cos x cos(iy) − sin x sin(iy).
Nú er
1
ei(iy) + e−i(iy) = 12 e−y + ey = cosh y,
 
cos(iy) = 2
1
ei(iy) − e−i(iy) = −i −y y
 
sin(iy) = 2i 2
e − e = i sinh y.
Þar með er
cos(x + iy) = cos x cosh y − i sin x sinh y.

1.7. VARPANIR Á TVINNTÖLUPLANINU 25

1.7 Varpanir á tvinntöluplaninu


Í þessum kaa ætlum við að fjalla um föll f : X → C, sem skilgreind eru á hlutmengi X í
C og taka gildi í C. Til þess að einfalda útreikninga okkar, þá skiptum við frjálslega milli
tvinntalnaritháttar og vigurritháttar á punktum z ∈ X . Þannig skrifum við
 
iθ x
z = x + iy = re = (x, y) =
y

og segjum að z ha raunhlutann x, þverhlutann y , lengdina r og horngildið θ. Hér er x+iy


tvinntöluframsetning á z í rétthyrndum
  hnitum, reiθ framsetning í pólhnitum, (x, y) er
x
línuvigurframsetning á z og er dálkvigurframsetning á z . Með þessu erum við að
y
líta framhjá þeim greinarmun sem gerður er á vigrunum (1, 0) og (0, 1) annars vegar og
tvinntölunum 1 og i hins vegar. Fallgildið f (z) skrifum við ýmist sem f (x+iy) eða f (x, y).
Nú skulum við líta á fall f : X → C sem skilgreint er á einhverju hlutmengi X í C
með gildi í C. Við getum skrifað það sem f = u + iv , þar sem u = Re f er raunhluti f og
v = Im f er þverhluti f . Við horfum oft framhjá þeim greinarmun sem gerður er á R2 og
C og skrifum þá vigra ýmist sem línu- eða dálkvigra. Þannig getum við skrifað
 
u(x, y)
f (z) = u(z) + iv(z) = (u(x, y), v(x, y)) = , z = x + iy = (x, y).
v(x, y)

Línulegar varpanir
Við skulum byrja á því að skoða línulegar varpanir, en það eru föll af gerðinni L : C → C
sem uppfylla
L(z + w) = L(z) + L(w) z, w ∈ C
og
L(cz) = cL(z), z ∈ C, c ∈ R.
Ef við lítum á L sem vörpun R2 → R2 , þá vitum við að hægt er að skrifa hana sem

(x, y) 7→ (ax + by, cx + dy),

þar sem a, b, c og d eru rauntölur. Við getum líka lýst vörpuninni L með fylkjamargföldun
sem     
x a b x
7→ .
y c d y
Þá nefnist 2 × 2 fylkið sem hér stendur fylki vörpunarinnar L miðað við staðalgrunninn
á R2
Nú skulum við snúa þessum framsetningum yr í tvinntalnaframsetningu. Eins og við
höfum áður rifjað upp þá svarar tvinntalan 1 til vigursins (1, 0) og tvinntalan i svarar til
vigursins (0, 1). Við skrifum því L(1) í stað L(1, 0) og L(i) í stað L(0, 1). Við fáum þá
L(1) = (a, c) = a + ic og L(i) = (b, d) = b + id og þar með

L(z) = L(x + iy) = xL(1) + yL(i).


26 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Nú notfærum við okkur að x = (z + z̄)/2 og y = −i(z − z̄)/2 og fáum formúluna

L(z) = Az + B z̄,

þar sem
1 1
 
A= 2
L(1) − iL(i) = 2
(a + ic) − i(b + id) ,
1 1
 
B= 2
L(1) + iL(i) = 2
(a + ic) + i(b + id) .

Niðurstaða útreikninga okkar er:

Setning 1.7.1 Sérhverja línulega vörpun L : C → C má setja fram sem L(z) = Az + B z̄ ,


þar sem stuðlarnir A og B eru tvinntölur. Ef
 
a b
c d

er fylki L miðað við staðalgrunninn á R2 , þá er

A = 21 ((a + d) + i(c − b)) og B = 12 ((a − d) + i(c + b))

Hugsum okkur næst að við þekkjum stuðlana A og B og að við viljum ákvarða stuðlana
a, b, c og d í fylki vörpunarinnar út frá þeim. Sambandið þarna á milli er einfalt, því
 
a = Re L(1) = Re A + B ,
  
b = Re L(i) = Re i(A − B) = −Im A − B ,
 
c = Im L(1) = Im A + B ,
  
d = Im L(i) = Im i(A − B) = Re A − B .

Í tvinnfallagreiningu þarf oft að gera greinarmun á R-línulegum vörpunum, en það eru


nákvæmlega þær línulegu varpanir sem við höfum verið að fjalla um, og C-línulegum
vörpunum, en þær uppfylla

L(z + w) = L(z) + L(w) og L(cz) = cL(z), z, w ∈ C, c ∈ C.

Það er greinilegt að sérhver C-línuleg vörpun er R-línuleg, því ef seinna skilyrðið gildir
um sérhverja tvinntölu, þá gildir það sérstaklega um sérhverja rauntölu. Það er einnig
augljóst að sérhver vörpun af gerðinni L(z) = Az þar sem A er gen tvinntala er C-línuleg.
Hugsum okkur nú að L sé C-línuleg og skrifum L(z) = Az + B z̄ eins og lýst er hér að
framan. Þá er L(i) = iL(1) og því er

B = 21 L(1) + iL(i) = 12 L(1) + i2 L(1) = 0,


 

svo L(z) = Az . Niðustaðan er því


1.7. VARPANIR Á TVINNTÖLUPLANINU 27

Setning 1.7.2 Sérhver C-línuleg vörpun L : C → C er af gerðinni


L(z) = Az, z ∈ C,

þar sem A er tvinntala. 

Sýnidæmi 1.7.3 Finnið nauðsynleg og nægjanleg skilyrði, sem tvinntölurnar A og B


verða að uppfylla til þess að línulega vörpunin L : C → C, sem skilgreind er með L(z) =
Az + B z̄ , z ∈ C, sé gagntæk.
Lausn: Við skulum skrifa A = α + iβ og B = γ + iδ , þar sem α, β , γ og δ eru rauntölur.
Þá er

L(z) = Az + Bz = (α + iβ)(x + iy) + (γ + iδ)(x − iy)


= (α + γ)x + (−β + δ)y + i(β + δ)x + i(α − γ)y.
   
1 0 
Fylki vörpunarinnar L miðað við staðalgrunninn , í R2 er því
0 1
 
(α + γ) (−β + δ)
,
(β + δ) (α − γ)

og ákveða þess er

(α + γ)(α − γ) − (−β + δ)(β + δ) = α2 − γ 2 + β 2 − δ 2 = |A|2 − |B|2 .

Vörpunin L er gagntæk þá og því aðeins að ákveðan sé 6= 0, svo svarið verður: Vörpunin


L er gagntæk þá og því aðeins að |A| =
6 |B|. 

Myndræn framsetning á vörpunum


Til þess að lýsa hegðun raungildra falla á myndrænan hátt, þá teiknum við upp gröf
þeirra. Graf tvinngilda fallsins f : X → C, X ⊆ C, er hlutmengið í C2 sem skilgreint er
með
graff = {(z, f (z)) ∈ C2 ; z ∈ X}.
Nú er C2 fjórvítt rúm yr R, en rúmskynjun estra manna takmarkast við þrjár víddir,
svo við getum ekki teiknað upp myndir af gröfum tvinnfalla. Við getum vissulega teiknað
upp gröf raungildu fallanna Re f og Im f í þrívíðu rúmi og gert okkur hugmynd um graff
út frá þeim, en það hefur takmarkaða þýðingu. Til þess að lýsa tvinnföllum á myndrænan
hátt er því oft brugðið á það ráð að skoða hvernig þau færa til punktana í C og lýsa á
mynd afstöðunni millli z og f (z). Vert er að geta þess að í þessu samhengi eru orðin
vörpun, færsla, ummyndun o.. oft notuð sem samheiti fyrir orðið fall. Við skulum nú
taka nokkur dæmi um þetta
Vörpun C → C af gerðinni z 7→ z + a, þar sem a ∈ C nefnist hliðrun. Vörpun af
gerðinni z 7→ az , nefnist snúningur, ef a ∈ C og |a| = 1, hún nefnist stríkkun ef a ∈ R og
28 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

|a| > 1 og herping, ef a ∈ R og |a| < 1, en almennt nefnist hún snústríkkun ef a ∈ C \ {0}.
Vörpunin C \ {0} → C \ {0}, z 7→ 1/z nefnist umhverng.

az = |z|ei(θ+ϕ )... az
...
.......... z+a ...
.......... ..... . . . ..........
...
.......... .....
...
.......... z
...
...
z
.........
...... ......
..... ......... ...
...
...
...
...
.
.
...
...
az, a > 1 ...
...
...
... . . .
...
... .....
......
.....
...
... .......
.....
.
.....
..... ... ... ....
... ...
z ......
.....
..........
.
...
... .....
......
....
... ....
... ... z .
...
...
... ...
.
.....
.....
... .. ..... ... ... ... .
.. ... ..... ... ... ...... ... .....
... .... ......... ... ...
.
.... ..... ... .... ... ... ..... ... .....
.... .
. .... .....
... .. .......
... ... .......
a ..
......
.
... ... ......... ...
... ... ....... ............ .a θ
...
...
...
z ...
... ......
.....
.
.... ... ... ......... ............
... ... ....... .......... .
a ...
... .
..
.
.....
.....
... .......... ... .........
... ........... ...................
..................
.........................................................................................
ϕ
...... ..................
....................... ....
.
..
..................................................................................
...
..
az, ...........
................................................................................
...... .................
................
.
.
......................................................................................
1
... ......
........................................................................................
.... .... .... .... .... ..........
1 0<a<1 1 1/z ..

Stríkkun og
Hliðrun Snúningur Snústríkkun Umhverng
herping

Brotnar línulegar varpanir


Hliðranir, snústríkkanir og umhverng eru hluti af almennum okki varpana, en fall af
gerðinni
az + b
f (z) = , ad − bc 6= 0, a, b, c, d ∈ C,
cz + d
kallast brotin línuleg vörpun, brotin línuleg færsla eða Möbiusarvörpun. Við sjáum að f (z)
er skilgreint fyrir öll z ∈ C, ef c = 0, en fyrir öll z 6= −d/c, ef c 6= 0. Eðlilegt er að útvíkka
skilgreningarsvæði með því að bæta einum punkti, óendanleikapunkti ∞, við planið C og
skilgreina þannig útvíkkaða talnaplanið
b = C ∪ {∞}.
C

Þá getum við litið á f sem vörpun


b→C
f :C b
með því að setja

f (∞) = ∞, ef c = 0, en
f (−d/c) = ∞ og f (∞) = lim f (z) = a/c, ef c 6= 0.
|z|→+∞

Með þessari viðbót verður f gagntæk vörpun. Andhverfuna f [−1] er létt að reikna út, því
az + b dw − b
w= ⇔ z=
cz + d −cw + a
og það segir okkur að varpanirnar
dw − b
f [−1] (w) = .
−cw + a
Ef við stillum stuðlum vörpunarinnar f upp í fylkið
 
a b
c d
1.7. VARPANIR Á TVINNTÖLUPLANINU 29

þá eru stuðlar andhverfunnar f [−1] lesnir út úr andhverfa fylkinu


 −1  
a b 1 d −b
= .
c d ad − bc −c a

Athugið að ákveðan ad − bc styttist þegar brotið er myndað.


Ef f1 og f2 eru tvær brotnar línulegar varpanir, þá er samskeyting þeirra f3 , f1 ◦f2 = f3 ,
einnig brotin línuleg vörpun. Ef

a1 z + b 1 a2 z + b 2 a3 z + b 3
f1 (z) = og f2 (z) = , þá er f3 (z) = ,
c1 z + d1 c2 z + d 2 c3 z + d 3

þar sem stuðlarnir a3 , b3 , c3 og d3 fást með fylkjamargföldun,


    
a1 b 1 a2 b 2 a3 b 3
= .
c1 d 1 c2 d 2 c3 d 3

Það er ljóst að hliðranir, snústríkkanir og umhvernig eru brotnar línulegar varpanir


og þar af leiðandi eru allar samskeytingar af vörpunum af þessum þremur mismunandi
gerðum einnig brotnar línulegar varpanir.
Í ljós kemur að sérhver brotin línuleg vörpun er samskeyting af hliðrunum, snústríkk-
unum og umhverngu. Til þess að sjá þetta athugum við fyrst tilfellið c = 0, en þá
er
a b
f (z) = z + ,
d d
samsett úr snústríkkun og hliðrun. Ef c 6= 0, þá getum við skrifað

az + b 1 az + b 1 a(z + d/c) − ad/c + b a −ad/c + b


f (z) = = · = · = + ,
cz + d c z + d/c c z + d/c c cz + d

og sjáum að f er samsett úr snústríkkun,

z 7→ cz = z1 ,

hliðrun
z1 7→ z1 + d = cz + d = z2 ,
umhverngu
1
z2 7→ 1/z2 = = z3 ,
cz + d
snústríkkun
−ad/c + b
z3 7→ (−ad/c + b)z3 = = z4
cz + d
og hliðrun
−ad/c + b
z4 7→ z4 + a/c = a/c + .
cz + d
30 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Fastapunktar
Ef F : M → M er vörpun á einhverju mengi M , þá nefnist p ∈ M fastapunktur vörp-
unarinnar F ef F (p) = p. Allir punktar í M eru fastapunktar samsemdarvörpunarinnar
x 7→ x.
Nú látum við M vera útvíkkaða talnaplanið C b og f vera brotna línulega vörpun á C
b,
sem gen er með
az + b
f (z) = , ad − bc 6= 0, z ∈ C.
cz + d
Ef c = 0, þá er f (∞) = ∞ svo punkturinn ∞ er fastapunktur í þessu tilfelli. Gerum nú
ráð fyrir að p ∈ C sé fastapunktur. Þá fullnægir p jöfnunni
a b
p+ =p
d d
sem jafngildir
(a − d)p = −b.
Ef a = d, þá er f vörpunin z 7→ z + b/d, en þessi vörpun hefur fastapunkt aðeins ef b = 0
og þá er hún samsemdarvörpunin. Ef a 6= d, þá fæst nákvæmlega einn fastapunktur til
viðbótar við ∞ og hann er genn með
−b
p= .
a−d
Þá höfum við afgreitt tilfellið c = 0. Gerum því ráð fyrir að c 6= 0. Þá eru ∞ og −d/c
ekki fastapunktar, svo fastapunktarnir p uppfylla
ap + b
= p,
cp + d
sem jafngildir því að p uppfylli annars stigs jöfnu,

cp2 + (d − a)p − b = 0.

Hún hefur í mesta lagi tvær lausnir. Niðurstaða okkar er því:

Setning 1.7.4 Brotin línuleg vörpun, sem er ekki samsemdarvörpunin z 7→ z , hefur í


mesta lagi tvo fastapunkta. 

Þriggja punkta reglan


Látum nú z1 , z2 og z3 vera þrjá ólíka punkta í C og lítum á brotnu línulegu vörpunina
(z − z1 ) (z2 − z3 )
f (z) = · .
(z − z3 ) (z2 − z1 )

Við fáum þá að f (z1 ) = 0, f (z2 ) = 1 og f (z3 ) = ∞. Það er hægt að alhæfa skilgreininguna


þannig að einn punktanna z1 , z2 eða z3 megi vera ∞. Þá tökum við bara markgildi
|zj | → +∞ í hægri hliðinni.
1.7. VARPANIR Á TVINNTÖLUPLANINU 31

Ef z1 = ∞, þá skilgreinum við

(z − z̃1 ) (z2 − z3 ) (z2 − z3 )


f (z) = lim · = .
|z̃1 |→+∞ (z − z3 ) (z2 − z̃1 ) (z − z3 )

Það er ljóst að hægri hliðin skilgreinir vörpun með f (∞) = 0, f (z2 ) = 1 og f (z3 ) = ∞.
Ef z2 = ∞, þá setjum við

(z − z1 ) (z̃2 − z3 ) (z − z1 )
f (z) = lim · = .
|z̃2 |→+∞ (z − z3 ) (z̃2 − z1 ) (z − z3 )

og út kemur vörpun sem uppfyllir f (z1 ) = 0, f (∞) = 1 og f (z3 ) = ∞. Ef við viljum að


z3 = ∞, þá setjum við

(z − z1 ) (z2 − z̃3 ) (z − z1 )
f (z) = lim · = .
|z̃3 |→+∞ (z − z̃3 ) (z2 − z1 ) (z2 − z1 )

og við höfum f (z1 ) = 0, f (z2 ) = 1 og f (∞) = ∞.


Látum nú z1 , z2 og z3 vera ólíka punkta í C b og setjum

(z − z1 ) (z2 − z3 )
f (z) = · .
(z − z3 ) (z2 − z1 )

Niðurstaðan af því að taka markgildin þrjú hér að framan er sú að við eigum að skipta út
svigum sem innihalda zj og tölunni 1, ef zj = ∞. Í öllum tilfellum varpast z1 á 0, z2 á 1
og z3 á ∞.
Nú skulum við breyta til og taka einhverja þrjá ólíka punkta w1 , w2 og w3 í C
b í staðinn
fyrir punktana 0, 1 og ∞ og spyrja okkur hvernig við nnum brotna línulega vörpun sem
uppfyllir f (z1 ) = w1 , f (z2 ) = w2 og f (z3 ) = w3 .
Þetta er leyst þannig að við nnum fyrst tvær brotnar línulegar varpanir F og G með
forskriftinni hér að framan sem uppfylla F (w1 ) = 0, F (w2 ) = 1, F (w3 ) = ∞, G(z1 ) = 0,
G(z2 ) = 1 og G(z3 ) = ∞. Þá uppfyllir samskeytingin

f (z) = F −1 ◦ G(z)

skilyrðin f (z1 ) = w1 , f (z2 ) = w2 og f (z3 ) = w3 .


Hugsum okkur nú að g sé önnur brotin línuleg vörpun sem uppfyllir g(z1 ) = w1 ,
g(z2 ) = w2 og g(z3 ) = w3 . Þá hefur vörpunin f −1 ◦ g(z) þrjá fastapunkta z1 , z2 og z3 .
Setning 1.7.4 segir nú að f −1 ◦ g(z) = z fyrir öll z ∈ C
b og þar með er f (z) = g(z) fyrir öll
z∈C b . Niðurstaðan er því:

Setning 1.7.5 (Þriggja punkta reglan) Ef gefnir eru þrír ólíkir punktar z1 , z2 og z3 í C
b
og þrír ólíkir punktar w1 , w2 og w3 í C
b , þá er til nákvæmlega ein brotin línuleg vörpun f
sem varpar z1 á w1 , z2 á w2 og z3 á w3 . Hún er gen með formúlunni f = F −1 ◦ G þar
sem
(w − w1 ) (w2 − w3 ) (z − z1 ) (z2 − z3 )
F (w) = · og G(z) = · .
(w − w3 ) (w2 − w1 ) (z − z3 ) (z2 − z1 )
32 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

Þetta má einnig orða þannig að fallgildin w = f (z) eru leyst úr úr jöfnunni

(w − w1 ) (w2 − w3 ) (z − z1 ) (z2 − z3 )
· = · .
(w − w3 ) (w2 − w1 ) (z − z3 ) (z2 − z1 )

Þessi stærðtákn á að túlka þannig að ef zj = ∞ eða wk = ∞ kemur fyrir innan einhverra


sviga, þá á að skipta þættinum sem inniheldur zj eða wk út fyrir töluna 1. 

Myndir af línum og hringum


Ein leið til þess að setja tvinngild föll f : X → C fram á myndrænan hátt er að líta á þau
sem varpanir sem taka punkta í einu afriti af tvinntöluplaninu C yr í annað afrit. Þá er
X teiknað upp í z -plani og myndmengið Y = {w = f (z); z ∈ X} teiknað upp í w-plani
og síðan er sýnt hvernig f varpar punktum z ∈ X á punkta w = f (z) ∈ Y . Oft er litið á
einhverja fjölskyldu af ferlum í X og sýnt hvernig hún varpast yr í Y .
... ...
.......... ..........
.... ....
... ... ...............................
......
...
...
... .........
...........................
.......
f ...
...
... ...
.....
.....
......
.....
.....
....
...
... ......
.....
...... ......
......
...
........................................
............... ........
.........
......... ...
... ....·w = f (z)
.
.
. ...
..
... ....
... ..... X ·z ...
...
.....
..
.......
.
.......
.. ...
...
...
...
............................ ..
.
..
..
...
...
...
...
.......
............
...................................
........ ...
...
...
Y .....
....
....
.................
.....
...

... ...
................................................................................................................................. .
..........................................................................................................................................................
.
.. ..
... ...
. .

z -plan w-plan

Mynd: Varpanir

Hliðrun z 7→ z + a varpar línu gegnum punktinn m með þvervigur β á línuna gegnum


m + a með þvervigur β og hún varpar hring með miðju m og geislann r á hring með miðju
m + a og geislann r.
..... .....
........ ........
.....
.... ..... .... ........... .................... ....
... ..... ... ...... .... ............
....
...
... .
... ...
.. .
.. . . .... ..... ...
..
.....
..... ...
... ..
.
... r ... ..... ..
.. ..... ....
..........
...... .. ...
...
...
... r
...
.....
...
...... ...............
... ...........
... ..... ....
...
...
...
.....
......
...
....
...
•a + m
.....
.
.....
..
..
..
... .. ........... . ... ..... ... .......... ....
.
..........
. .
....
... •m .....
.
..
....
...
..
. z 7→ w..................= z+a ...
...
.....
..... ...
.
.
......
..
..... ......... ................................ ..
.. .. .
...... β .......
... ......
... .........
......... ..
..
... ...........
... ..
............. .......
...............
.........
...
...β ..... .....
..
.....
.
.
.... .... ........ ....... .....
... ....... ..... ................ ............... ....... . ... .
. ..
... ..... ......... ...... ... .
. .....
.
... .....
..... ... .....
.....
a
... ......... .........
... ...... .......
...
... .........
.....
...... ....... ... ........
....... ...... ...
............................................................................................................................................ ........................................................................................................................................
. .. . .
.
..... ... ..... ...
....
z -plan w-plan
...
.. ..

Mynd: Hliðrun

Snústríkkun z 7→ az , a ∈ C \ {0}, varpar línu gegnum punktinn m með þvervigur β á


línuna gegnum am með þvervigur aβ . Til þess að sjá þetta athugum við að jafna línunnar
er af gerðinni β̄z + β z̄ + c = 0 og ef við stingum z = w/a, þar sem w = az er myndpunktur
z , inn í þessa jöfnu, þá sjáum við að w verður að uppfylla (β̄/a)w + (β/ā)w̄ + c = 0 og
þar með āβ̄w + aβ w̄ + c|a|2 = 0. Snústríkkun varpar hring með miðju í m og geislann r
á hring með miðju í am og geislann |a|r.
1.7. VARPANIR Á TVINNTÖLUPLANINU 33

...............
......... ....... ................
..... ... ... ......
... .....
.......... ........ ... .. ...
.... ...
.
.... ....|a|r
......... ... ...
......
...
...
...
...
..
... ........ . .. .......... ...
......
.
.....
.....
.... ....
... ..
... ...
• am ...
. ...
....
....
.
..
... ........ .... ...... .......
... ..... .. ..
..... ..... . ..
.
...
...
...
... ...
r
...
....
.
... ..........
... ...... ....
........... ... ...
..
.... ........... ....
................................
....
.....

........
.. ....
...•m ...
.....
.....
..
... z 7→ w = az aβ ... ....
... ...
.......
β ............
.. ... .........
.......... ....
.. ....
..........................................
.............. ........ .........
............
..........
.......... .... ....
........... ..
...
..... ...... .....
.
.. ......... ....... .........
... .......
..... ......... ............................ ....... .
... ......... ......
... .. a
... ......... ..............
.. ...... .........
.
.
. ...
.....
....

....... ....... ... ....


....... ....... .. .
............................................................................................................................................... ......................................................................................................................................
.. .... ... ...
.....
... .. ...
z -plan w-plan
.
.. ... ...

Mynd: Snústríkkun
Umhverng er gen með z 7→ 1/z , 0 → ∞, ∞ → 0. Til þess að sjá hvernig hún varpar
hringum og línum, þá lítum við á mengi allra punkta z sem gefnir eru með formúlunni
(1.7.1) α|z|2 + β̄z + β z̄ + γ = 0,
en við höfum lýst öllum þeim mengjum sem svona jafna skilgreinir. Við stingum myndpunkt-
inum w, en hann uppfyllir z = 1/w, inn í þessa jöfnu og fáum að hann verður að uppfylla
(1.7.2) γ|w|2 + βw + β̄ w̄ + α = 0.
Ef (1.7.1) er jafna línu gegnum 0 með þvervigur β , þá er α = γ = 0 og við fáum að w
liggur á línu gegnum 0 með þvervigur β̄ . Ef (1.7.1) er jafna línu sem fer ekki gegnum 0 og
hefur þvervigur β , þá er α = 0 og γ 6= 0. Við fáum því að myndmengið er hringur með
miðju m = −β̄/γ og geislann r = |β|/|γ|.
..... .. .....
....... ..... .......
..... ..... ..... .........................................
...
.. .........
.....
..... z 7→ w = 1/z ......
....... ......
..........
... ... ..... .....
.....
.......
..... .....
... .......
.......
.....
........
..............................................
............. ....... ......... .
.
.. ...
.... ....
r .
.
...
.
...... ...
...
........ ....... ...... ..
..
β .....
.....
..........
.
..
.
..... ........ ...
.. ..
.... ... •m .....
.....
...
..
.
..
.. .... ... ...
... ... ..
..... ... ... .. .
.
..... ... . .
.
....... . ... ..
.
.
...
.
.......................................................................................................................................................... ................................................................................................................................................................
.. . .
.
...
.
... .... .... ................. .................
..
. ..........
...
.....
βz + βz + γ = 0 |w + β/γ| = |β|/|γ|
z -plan w-plan

Mynd: Umhverng af línu.

.... ....
......... ..... .........
... ..... ...
..
... .....
.
.....
..... z 7→ w = 1/z .....
.....
..
...
... ..
. .....
.......................................... ...
... ..... .............. ........
.....
...
..... .........
......... .....
... ..... .......
....... ..... ...
... ..... . ..... ...
.... .....
β .....
.......
.....
.
.
.... .....
.
....
.
.. .....
.....
.....
...
...
..... .... ......... ..... ...
..... . .....
..... ... .....
. .
..............................................................................................................................................................
..... ..
..... ..
..
βw + βw = 0
...............................................................................................................................................................
..... .. ... . ..
..... .. ........ .... .........
..... ....
.....
.....
...
. βz + βz = 0
....
....
......
.
..... ... .........
....
.....
.....
..... ......
..
.....
.....
.
...
....
.
β ...
....
.
.....
.....
.....
.....
..... .....
z -plan w-plan
.
.... .....
..
.. .....
..... .

Mynd: Umhverng af línu.


Ef (1.7.1) er jafna hrings gegnum 0, þá er α 6= 0, γ = 0, miðjan er m = −β/α og geislinn
er r = |β|/|α|. Athugum að punkturinn −2β/α er á hringnum og því er myndmengi hans
34 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

línan með þvervigur β̄ gegnum punktinn −α/2β = −αβ̄/2|β|2 . Ef (1.7.1) er jafna hrings,
sem
p inniheldur ekki 0, þá er α 6= 0, γ 6= 0, miðjan er m = −β/α ogpgeislinn er r =
|β|2 − αγ /|α|. Myndmengið er hringur með miðju −β̄/γ og geislann |β|2 − αγ /|γ|.
. .
..... .....
....... .......
.. ..

.
...
...
. .............................
.......... ......
.....
z 7→ w
.....
= 1/z ...
...
...
...... ... ...... .............................................. ...
.
... ... ...... ... ............. ....... .........
..... ..... ........ ...
....
...
.
..
.
....
r1 .
...
.. .
...
.
..
...
...
....... .......
...
...
. ... ..... ...
.....
...
...
...
.
.
.
.
•m1 ....
...
..
..
.. ...
... ..........
..... ........
... .
. .
. ..
...... ..
. .
.......................................................................................................................................................
. . . ..
.................................................................................................................................................................
.

• r2
..... .. .... .. .. ..... ...
..... .. ..... .... ... ... .
.......
............. ................. ... ... ...
...
. .......... ... .
..... m2
.........................
...

α|z|2 + βz + βz + γ = 0 γ|w|2 + βw + βw + α = 0
z -plan w-plan
Mynd: Umhverng af hring.

... ...
.......... .......... .....
.... .................................. .... .....
.....
.....
.......
..........
.
......
.....
...
...... ...
z 7→ w = 1/z ..
... .........
... .......
.....

.
.... ...
.
.. ..
. r .
....
.
.
....... .....
. ...
.....
.........
............................................
............. ........ .........
.....
.......
.....
...........
.
.
... ... ....... ....... ........
.. ..
.... ....
... .. •m .....
.....
...
...
. β .....
.....
.........
.
...
..
..... ......... ....
.
.
... ... ..
. ..... ....
... ... .. ..... ...
... .. .
...
. .....
.. ..... ..
.................................................................................................................................................................. ...........................................................................................................................................................
.... .............. ..... ....... ....
........................... ..
..
.....
.....
|z + β/α| = |β|/|α| βw + βw + α = 0
z -plan w-plan

Mynd: Umhverng af hring.


Eins og við höfum séð, þá er sérhver brotin línuleg vörpun samsett úr hliðrunum,
snústríkkunum og umhverngu, svo niðurstaða útreikninga okkar er:

Setning 1.7.6 Sérhver brotin línuleg vörpun varpar hring í C á hring eða línu og hún
varpar línu á hring eða línu. 

Sýnidæmi 1.7.7 Sýnið að sérhver brotin línuleg vörpun af gerðinni


z−a
z 7→ u , |u| = 1, |a| < 1,
1 − āz
varpi einingarhringnum T á sjálfan sig og einingarskífunni D á sjálfa sig.

Lausn: Ef z er á einingarhringnum þá er |z| = |z̄| = z z̄ = 1 og við fáum því

|z − a| |z − a| |z − a| |z − a|
|w| = = = = =1
|z z̄ − āz| |z(z̄ − ā)| |z||(z̄ − ā)| |z − a|

Vörpunin varpar punktinum a ∈ D á 0 ∈ D og af því leiðir að allir punktar í einingarskíf-


unni lendi í D. 
1.7. VARPANIR Á TVINNTÖLUPLANINU 35

Sýnidæmi 1.7.8 Sýnið að sérhver brotin línuleg vörpun sem varpar efra hálfplaninu
{z ∈ C ; Im z > 0} á sjálft sig, sé af gerðinni

az + b
z 7→ w = , a, b, c, d ∈ R, ad − bc > 0.
cz + d
Lausn: Gerum fyrst ráð fyrir að f sé vörpun af þessari gerð og sýnum að hún varpi efra
hálfplaninu á sjálft sig. Fyrst allir stuðlarnir eru rauntölur, þá gildir
 
1 1 az + b az̄ + b
Im w = (w − w̄) = −
2i 2i cz + d cz̄ + d
 
1 (az + b)(cz̄ + d) − (az̄ + b)(cz + d)
=
2i |cz̄ + d|2
1 ac|z|2 + adz + bcz̄ + bd − ac|z|2 − bcz − adz̄ − bd)
 
=
2i |cz̄ + d|2
 
1 (ad − bc)(z − z̄) Im z(ad − bc)
= 2
= .
2i |cz̄ + d| |cz̄ + d|2

Fyrst ad − bc > 0, þá er Im w > 0 ef og aðeins ef Im z > 0. Þar með varpar f efra


hálfplaninu á sjálft sig.
Gerum nú ráð fyrir að f (z) = (az + b)/(cz + d) sé brotin línuleg vörpun, þar sem
a, b, c, d ∈ C, ad − bc 6= 0, og að f varpi efra hálfplaninu á sjálft sig. Við þurfum að sanna
að alltaf sé hægt að velja alla stuðlana í R og að ad − bc > 0.
Fyrst f varpar efra hálfplaninu á sjálft sig, þá er

Im f (x) = lim f (x + iy) ≥ 0, ef x ∈ R og cx + d 6= 0.


y→0+

Fyrst f er gagntæk og varpar efra hálfplaninu á sjálft sig, þá getur Im f (x) > 0 ekki gilt
og því er f (x) ∈ R þá og því aðeins að x ∈ R og cx + d 6= 0. Nú þurfum við að sanna að
af þessu leiði að alltaf megi velja a, b, c og d í R.
Ef c = 0, þá getum við sett a/d og b/d í stað a og b og þar með valið d = 1. Þá er
b = f (0) ∈ R og a = f (1) − b ∈ R. Ef hins vegar c 6= 0, þá getum við sett a/c, b/c og d/c
í stað a, b og d og þar með gert ráð fyrir að c = 1. Þá er

ax + b a + b/x
a = lim = lim ∈ R.
x→+∞ x + d x→+∞ 1 + d/x

Nú veljum við tvær tölur t1 , t2 ∈ R \ {a} þannig að t2 = t1 + 1. Látum x1 , x2 ∈ R


vera þannig að f (x1 ) = t1 og f (x2 ) = t2 . Þá gilda jöfnurnar ax1 + b = t1 (x1 + d) og
ax2 + b = t2 (x2 + d) og af þeim leiðir að d = a(x2 − x1 ) + t1 x1 − t2 x2 ∈ R. Að lokum fáum
við að b = t1 (x1 + d) − ax1 ∈ R.
Í útreikningi okkar hér í byrjun sönnuðum við að a, b, c, d ∈ R hefur í för með sér
jöfnuna Im w = Im f (z) = Im z(ad − bc)/|cz + d|2 . Nú varpar f efra hálfplaninu á sjálft
sig og af því drögum við þá ályktun að ad − bc > 0. 
36 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

1.8 Ængardæmi
1. Finnið allar lausnir jöfnunnar (3 + 4i)2 − 2(x − iy) = x + iy með x, y ∈ R.
2. Finnið allar lausnir jöfnunanr 1+i 2 1
= 1 + i með x, y ∈ R.

1−i
+ x+iy

3. Teiknið alla punkta z = x + iy sem uppfylla eftirfarandi skilyrði.


a) |z| < 2 b) |z − 3| = 2 c) |z − 2 + i| < 1
d) |z + 1| ≥ |z| e) |z + 1| = |z − i|
4. Sannið að      
n n−1 n−1
= + ,
k k−1 k
fyrir n = 2, 3, 4, . . . og k = 1, 2, . . . , n − 1.
5. Notið reiknivél til þess að nna horngildi talnanna −1 + 2i, −1 − 3i og 3 − 4i í
radíönum og í gráðum.
6. Hvert er mengi allra punkta z = x + iy í C með x, y ∈ R sem uppfylla |z| + x = 0?
7. Skrið eftirfarandi tölur á pólformi r(cos θ + i sin θ).

a) (1 + 3 · i)2 b) 1+i
1−i
c) (2 + 3i)(1 − 2i)
8. Sýnið að z + w = z̄ + w̄ og zw = z̄ · w̄.
9. Sýnið að z + z = 2Re (z).
10. Sýnið að |Re z| ≤ |z| og |Im z| ≤ |z|.
11. Teiknið upp mengi allra punkta z = x + iy í C sem uppfylla:
a) |z − i| = |z + 1|, b) |z − 2i| = |z− 4 − 2i|,
c) Re z + 1/z = αx, α > 1, d) Im z + 1/z = αy , α < 1.
12. Notið tvinntalnareikning til þess að reikna út atarmál þríhyrningsins með horn-
punkta 1 + i, 3 + 4i og −2 − 2i.
13. Hvaða línur eru gefnar með jöfnunum:
a) z − z̄ = 0 og b) z + z̄ = 0?
14. Hvaða línur eru gefnar með jöfnunum:
a) (1 + i)z + (1 − i)z̄ = 0 og b) (1 − i)z + (1 + i)z̄ = 0?
Teiknið þær í tvinntalnaplaninu
15. Hvaða hringur er genn með jöfnunni |z|2 + (1 − i)z + (1 + i)z̄ = 0?
Teiknið hann í tvinntalnaplaninu.
16. Finnið jöfnu línunnar sem gengur gegnum punktana 1 + 2i og 3 − 4i skrið hana á
forminu β̄z + β z̄ + γ = 0.
17. Sýnið að mengi allra punkta sem uppfylla jöfnuna

α|z|2 + βz + βz + γ = 0,
1.8. ÆFINGARDÆMI 37

þar sem α og γ eru rauntölur og β er tvinntala, sé hringur þá og því aðeins að α 6= 0 og


|β|2 − αγ > 0. Sýnið jafnframt að miðja hringsins m og geislinn r séu gen með
p
m = −β/α og r = |β|2 − αγ /|α|.

18. (Speglun í línu) Látum ` = {z ∈ C; β̄z + β z̄ + c = 0} vera beina línu í C og gerum


ráð fyrir að z1 og z2 séu tveir punktar í C, sem uppfylla

β̄z1 + β z̄2 + c = 0.

Sýnið að z1 og z2 séu spegilmyndir hvor annars í línunni `.


19. (Speglun í hring) Látum H = {z ∈ C; |z − a| = r} vera hringinn með miðju í a og
geislann r. Við segjum að tveir punktar z1 og z2 séu spegilmyndir hvor annars í hringnum
H , ef þeir liggja á sömu hálínunni út frá punktinum a og margfeldi fjarlægða þeirra frá
a er r2 . Sýnið að z1 og z2 uppfylli jöfnuna

(z1 − a)(z2 − a) = z1 z 2 − az1 + az 2 + |a|2 = r2 .

20. Notið reglu De Moivre og tvíliðuregluna til þess að tákna:


(a) cos(3θ) og sin(3θ) með cos θ og sin θ.
(b) cos(4θ) og sin(4θ) með cos θ og sin θ.
(c) cos(5θ) og sin(5θ) með cos θ og sin θ.
21. Hvenær gilda jafnaðarmerki í þríhyrningsójöfnunum |z +w| ≤ |z|+|w| og ||z|−|w|| ≤
|z − w|?
22. Finnið allar þriðju rætur af −1.
23. Finnið allar þriðju rætur af i.
24. Finnið allar þriðju rætur af tölunni −2 − 2i.
25. Finnið allar fjórðu rætur af i.
26. Finnið allar mmtu rætur af −32.
27. Sýnið með útreikningi að formúlan
q q
1 1
z= 2
(|w| + Re w) + i sign(Im w) 2
(|w| − Re w)

ge ferningsrót af tvinntölunni w, ef gert er ráð fyrir að w liggi ekki á neikvæða raunásnum.
28. Notið formúluna í sýnidæmi 1.3.1 til þess að reikna út cos(π/16) og sin(π/16).
Finnið formúlu fyrir cos(π/2n ) fyrir n ≥ 2 og sannið hana með þrepun.

29. Notið þá staðreynd að cos(π/6) = 3/2 og formúluna fyrir ferningsrót til þess að
nna formúlu fyrir cos(π/12) og sin(π/12). Hver verður síðan formúlan fyrir cos(π/(3·2n ))
fyrir n = 1, 2, 3, . . . ?
30. Finnið allar núllstöðvar margliðanna
38 KAFLI 1. TVINNTÖLUR

a) z 2 − 2z + 8 , b) z 2 − (1 + 2i)z − 1 + i,
c) z 2 − 4z + 3 + iz − i, d) z 4 − 2z 2 + 4 = 0.
31. Finnið stofnbrotaliðun á ræðu föllunum:
5z + 1 3iz + (7 + 2i) 6z + 7
a) , b) 2 , c) ,
z3
2
+ z − 2z (z + 1)(z + 2) 4z 2
+ 13z + 3
z2 3z 1
d) 2 , e) , f) 3 ,
(z + 1)2 (z − 1)(z + 1)2 z − 2z 2 + z
2z 6
g) 3 .
(z + 1)(z 2 − 1)
32. Ákvarðið allar fjórðu rætur af −1. Notið síðan ræturnar til þess að fullþátta
margliðuna z 4 + 1 og liðið að lokum ræða fallið z 2 /(z 4 + 1) í stofnbrot.
33. Ákvarðið allar sjöttu rætur af −1. Notið síðan ræturnar til þess að fullþátta
margliðuna z 6 + 1 og liðið að lokum ræða fallið z 4 /(z 6 + 1) í stofnbrot.
34. Finnið allar sjöttu rætur af 64, nnið fullkomna þáttun á margliðunni z 6 −64 í fyrsta
stigs liði og notið þáttunina til þess að nna stofnbrotaliðun á ræða fallinu z 3 /(z 6 − 64).
35. Skrið ez = u + iv , þar sem:
a)z = 1 + 41 iπ , b) z = 2 + iπ , c) 16 (1 − i)π .
36. Látum z = x + iy . Finnið raunhluta og þverhluta eftirtalinna stærða sem fall af x
og y :
2
a)ez , b) e1/z , c) cos z 2 , d) tan z , e) sinh z 2 , f) tanh z .
37. Notið skilgreininguna á framlengingu hornafallanna cos og sin til þess að sýna að
jafnan cos2 z + sin2 z = 1 gildir fyrir öll z ∈ C.
38. Notið skilgreininguna á breiðbogaföllunum til þess að sýna að jafnan cosh2 z −
sinh2 z = 1 gildir fyrir öll z ∈ C.
39. Finnið núllstöðvar og lotur fallanna
a) cos z , b) sin z , c) tan z , d) cosh z , e) sinh z , f) tanh z .
40. Látum z = x + iy ∈ C. Sýnið að
a) sin z = sin x cosh y + i cos x sinh y ,
b) | cos z|2 = cosh2 y − sin2 x,
c) | sin z|2 = cosh2 y − cos2 x.

41. Sýnið að fyrir allar tvinntölur z og w gildi:


a) cos(z − w) = cos z cos w + sin z sin w,
b) cosh(z + w) = cosh z cosh w + sinh z sinh w,
c) sin(z + w) = sin z cos w + cos z sin w,
d) sinh(z + w) = sinh z cosh w + cosh z sinh w,

42. Ákvarðið fastapunkta varpananna:


1.8. ÆFINGARDÆMI 39

z−i 3z + 4
a) f (z) = b) f (z) = c) f (z) = z 4
z+i 2z − 1
z+1 z
d) f (z) = z − 1 e) f (z) =
2
f) f (z) =
z z+i
43. Ákvarðið allar brotnar línulega varpanir f sem hafa eftirtalda eiginleika:
a) f hefur aðeins einn fastapunkt 0.
b) f hefur aðeins einn fastapunkt ∞.
c) f hefur tvo fastapunkta 1 og −1
d) f hefur tvo fastapunkta 0 og 1
e) f hefur tvo fastapunkta 0 og ∞.
44. Ákvarðið brotna línulega vörpun sem varpar 1 á 0, i á 1 og −1 á ∞. Punktarnir 1,
i og −1 eru allir á einingarhringnum T. Hvert er myndmengi hans? Hvert er myndmengi
einingarskífunnar D = {z ∈ C ; |z| < 1}?
45. Ákvarðið brotna línulega vörpun sem varpar i á −i, −1 á 0 og −i á i. Punktarnir i,
−1 og −i eru allir á einingarhringnum T. Hvert er myndmengi hans? Hvert er myndmengi
einingarskífunnar D = {z ∈ C ; |z| < 1}?
46. Ákvarðið brotna línulega vörpun sem varpar −i á 0, 1 á i og i á ∞. Punktarnir −i,
1 og i eru allir á einingarhringnum T. Hvert er myndmengi hans? Hvert er myndmengi
einingarskífunnar D = {z ∈ C ; |z| < 1}?
47. Ákvarðið myndir eftirtalinna varpana af einingarhringnum T = {z ∈ C; |z| = 1} og
einingarskífunni D = {z ∈ C; |z| < 1}:
z−i z−1 z − 1/2
a) z 7→ , b) z 7→ , c) z 7→ .
z+i z+1 z+2
48. Finnið allar brotnar línulegar varpanir sem varpa jákvæða raunásnum R+ = {x ∈
R ; x ≥ 0} á sjálfan sig.
49. Finnið allar brotnar línulegar varpanir sem varpa opna jákvæða raunásnum R∗+ =
{x ∈ R ; x > 0} á sjálfan sig.
40 KAFLI 1. TVINNTÖLUR
Kai 2
FÁGUÐ FÖLL

2.1 Markgildi og samfelld föll


Skífur og hringir
Áður en lengra er haldið skulum við innleiða rithátt fyrir skífur. Opna skífu með miðju α
og geisla % táknum við með

S(α, %) = {z ∈ C; |z − α| < %},

lokaða skífu með miðju α og geisla % táknum við með

S(α, %) = {z ∈ C; |z − α| ≤ %}

og gataða opna skífu með miðju α og geisla % táknum við með

S ∗ (α, %) = {z ∈ C; 0 < |z − α| < %}.

Athugið að fallið [a, b] 3 θ 7→ α + %eiθ stikar hringboga með miðju α og geislann % frá
punktinum α + %eia til punktsins α + %eib og að það stikar heilan hring ef b − a = 2π .

Opin og lokuð mengi


Hlutmengi X í C er sagt vera opið ef um sérhvern punkt a ∈ X gildir að til er opin skífa
S(a, r) sem er innihaldin í X . Hlutmengi X í C er sagt vera lokað ef fyllimengi þess
C \ X er opið. Þá er ljóst að mengi X er lokað þá og því aðeins að um sérhvern punkt a
í fyllimenginu C \ X gildir að til er r > 0 þannig að S(a, r) ⊂ C \ X .
Jaðar hlutmengis X í C samanstendur af öllum punktum a ∈ C þannig að sérhver
opin skífa S(a, r) með r > 0 sker bæði X og C \ X . Við táknum jaðar X með ∂X . Ef X
er opið, þá er ∂X ⊂ C \ X . Ef X er lokað, þá er ∂X ⊂ X .
Punktur a ∈ C nefnist þéttipunktur mengisins X ef um sérhvert r > 0 gildir að gataða
opna skífan S ∗ (a, r) inniheldur punkta úr X .
Hlutmengi X í C er sagt vera samanhangangi ef um sérhverja tvo punkta a og b í
X gildir að til er samfelldur ferill [0, 1] 3 t 7→ γ(t) ∈ C sem er innihaldinn í X . Opið
samanhangandi mengi nefnist svæði.

41
42 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

Athugið að sérhver opin skífa er svæði, því sérhverja tvo punkta í henni má tengja
saman með línustriki. Lokaðar skífur eru ferilsamanhangandi, og sama er að segja um
gataðar skífur.

Markgildi
Látum nú X vera hlutmengi í C og f : X → C vera fall. Við segjum að f (z) stefni á
tvinntöluna L þegar z stefnir á a, ef a er þéttipunktur í X og fyrir sérhvert ε > 0 gildir
að til er δ > 0 þannig að
|f (z) − L| < ε fyrir öll z ∈ X ∩ S ∗ (a, δ).
Við köllum þá töluna L markgildi f þegar z stefnir á a og skrifum
lim f (z) = L eða f (z) → L ef z → a.
z→a

Við höfum nokkrar reiknireglur fyrir markgildi: Ef f og g eru tvinngild föll sem skilgreind
eru á menginu X , limz→a f (z) = L og limz→a g(z) = M , þá er
lim (f (z) + g(z)) = lim f (z) + lim g(z) = L + M,
z→a x→a x→a
lim (f (z) − g(z)) = lim f (z) − lim g(z) = L − M,
z→a x→a
 x→a 
lim (f (z)g(z)) = lim f (z) lim g(z) = LM
z→a x→a x→a
f (z) limx→a f (z) L
lim = = .
z→a g(z) limx→a g(z) M
Í síðustu formúlunni þarf að gera ráð fyrir að M 6= 0.

Samfelldni
Fallið f : X → C er sagt vera samfellt í punktinum a ∈ X ef
lim f (z) = f (a).
z→a

Af reiknireglunum fyrir markgildi leiðir að ef f og g eru föll á mengi X með gildi í C


sem eru samfelld í punktinum a ∈ X , þá eru f + g , f − g , f g og f /g samfelld í a og
lim (f (z) + g(z)) = f (a) + g(a),
x→a
lim (f (z) − g(z)) = f (a) − g(a),
x→a
lim (f (z)g(z)) = f (a)g(a),
x→a
f (z) f (a)
lim = , ef g(a) 6= 0.
x→a g(z) g(a)
Ef f : X → C og g : Y → C eru föll, f (X) ⊂ Y , a er þéttipunkur X , b = limz→a f (z) er
þéttipunktur mengisins Y og g er samfellt í b, þá er
lim g ◦ f (z) = g(lim f (z)).
z→a z→a
2.2. FÁGUÐ FÖLL 43

Ritháttur fyrir hlutaeiður


Ef f er fall af breytistærðunum x, y, z, . . . , þá skrifum við
∂f ∂f ∂f
∂x f = , ∂y f = , ∂z f = , ...
∂x ∂y ∂z
og hærri aeiður táknum við með
∂ 2f ∂ 2f ∂ 3f
∂x2 f = , 2
∂xy f= , 3
∂xxy f= , ....
∂x2 ∂x∂y ∂x2 ∂y
Í mörgum bókum eru hlutaeiður skrifaðar sem fx , fy o.s.frv. Þessi ritháttur hentar
okkur illa, því við notum lágvísinn til þess að tákna ýmislegt annað en hlutaeiður. Mun
skýrari ritháttur, sem við notum þó ekki, er að tákna hlutaeiður með fx0 , fy0 o.s.frv.

Samfellt deildanleg föll


Við fjöllum mikið um samfelld og deildanleg föll og þess vegna er mjög hagkvæmt að
innleiða rithátt fyrir mengi allra falla sem eru samfelld á einhverju mengi. Ef X er opið
hlutmengi í C þá látum við C(X) tákna mengi allra samfelldra falla f : X → C. Það er til
mikilla þæginda að gera frá byrjun ráð fyrir að föllin séu tvinntölugild. Við látum C m (X)
tákna mengi allra m sinnum samfellt deildanlegra falla. Hér er átt við að allar hlutaeiður
fallsins f af stigi ≤ m eru til og þar að auki samfelldar. Við skrifum C 0 (X) = C(X) og
táknum mengi óendanlega oft deildanlegra falla með C ∞ (X).

2.2 Fáguð föll


Látum f : X → C vera fall á opnu hlutmengi X af C. Ef við látum z tákna tvinn-
breytistærð með gildi í X , þá getum við skrifað
f (z) = u(z) + iv(z) = u(x, y) + iv(x, y), z = x + iy = (x, y) ∈ X,
þar sem föllin u = Re f og v = Im f eru raunhluti og þverhluti fallsins f . Við getum þá
jafnframt litið á f sem vigurgilt fall af tveimur raunbreytistærðum
f : X → R2 , f (x, y) = (u(x, y), v(x, y)).
Hugtök eins og samfelldni, deildanleiki og heildanleiki eru skilgreind eins og venjulega
fyrir vigurgild föll. Þetta þýðir að f er samfellt á X , f ∈ C(X), þá og því aðeins að
föllin u og v séu samfelld á X , u, v ∈ C(X). Eins er f k sinnum samfellt deildanlegt á
X , f ∈ C k (X) þá og því aðeins að u, v ∈ C k (X) og við skilgreinum hlutaeiður af f sem
tvinnföllin
∂x f = ∂x u + i∂x v, ∂y f = ∂y u + i∂y v,
∂x2 f = ∂x2 u 2
+ i∂x v, 2 2 2
∂xy f = ∂xy u + i∂xy v, ∂y2 f = ∂y2 u + i∂y2 v.
Þannig er síðan haldið áfram eftir því sem deildanleiki u og v endist. Nú ætlum við að
innleiða nýtt deildanleikahugtak, þar sem við lítum á breytistærðina sem tvinntölu en ekki
sem vigur:
44 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

C-deildanleg föll
Skilgreining 2.2.1 Látum f : X → C vera fall á opnu hlutmengi X af C. Við segjum
að f sé Cdeildanlegt í punktinum a ∈ X ef markgildið

f (a + h) − f (a)
lim
h→0 h
h∈C

er til. Markgildið táknum við með f 0 (a) og köllum það Caeiðu fallsins f í punktinum a.
Fall f : X → C er sagt vera fágað á opna menginu X ef f ∈ C 1 (X) og f er Cdeildanlegt í
sérhverjum punkti í X . Við látum O(X) tákna mengi allra fágaðra falla á X . Við segjum
að f sé fágað í punktinum a ef til er opin grennd U um a þannig að f sé fágað í U . Fallið
f er sagt vera heilt fall ef það er fágað á öllu C. 

Þessi skilgreining er eins og skilgreiningin af aeiðu falls af einni raunbreytistærð.

Setning 2.2.2 Ef f er Cdeildanlegt í a, þá er f samfellt í a. 

Reiknireglur fyrir C-aeiður


Reiknireglurnar fyrir C-aeiður eru nánast þær sömu og reiknireglurnar fyrir aeiður falla
af einni raunbreytistærð. Við tökum sannanirnar á þeim fyrir aftast í kaanum:

Setning 2.2.3 Látum f, g : X → C vera föll, a ∈ X , α, β ∈ C og gerum ráð fyrir að f


og g séu Cdeildanleg í a. Þá gildir
(i) αf + βg er Cdeildanlegt í a og

(αf + βg)0 (a) = αf 0 (a) + βg 0 (a).

(ii) (Leibniz-regla). f g er Cdeildanlegt í a og

(f g)0 (a) = f 0 (a)g(a) + f (a)g 0 (a).

(iii) Ef g(a) 6= 0, þá er f /g Cdeildanlegt í a og

f 0 (a)g(a) − f (a)g 0 (a)


(f /g)0 (a) = .
g(a)2

Fylgisetning 2.2.4 O(X) er línulegt rúm yr C. 

Ef f1 , f2 , . . . , fn eru Cdeildanleg í a og α1 , . . . , αn ∈ C, þá fáum við með þrepun að


f = α1 f1 + · · · + αn fn er Cdeildanlegt í a og

f 0 (a) = α1 f1 0 (a) + · · · + αn fn 0 (a).


2.2. FÁGUÐ FÖLL 45

Eins fáum við með þrepun að margfeldið f = f1 f2 · · · fn er Cdeildanlegt í a og


Xn Y n 
0 0
f (a) = fj (a) fk (a) .
j=1 k=1
k6=j

Athugið að af þessu leiðir formúlan


f 0 (a) f1 0 (a) fn 0 (a)
= + ··· + .
f (a) f1 (a) fn (a)
Sýnidæmi 2.2.5 (i) Allar margliður
P (z) = a0 + a1 z + · · · + am z m , z ∈ C,
eru fáguð föll á öllu C og aeiðan er
P 0 (z) = a1 + 2a2 z + · · · + mam z m−1 , z ∈ C.
Til þess að sjá þetta, þá athugum við fyrst að sérhvert fastafall f (z) = c er Cdeildanlegt
í z og
f (z + h) − f (z)
= 0,
h
sem gefur að f 0 (z) = 0 fyrir öll z ∈ C. Næst athugum við fallið g(z) = z . Jafnan
g(z + h) − g(z)
=1
h
gefur að g er Cdeildanlegt í sérhverjum punkti og g 0 (z) = 1. Með því að beita setningu
2.2.3 (ii) og þrepun fáum við síðan að fallið h(z) = z n er Cdeildanlegt í sérhverjum
punkti z ∈ C og að aeiða þess er h0 (z) = nz n−1 . Að lokum fæst að sérhver margliða er
fágað fall, því línulegar samantektir af fáguðum föllum eru fáguð föll.
(ii) Sérhvert rætt fall R = P/Q, þar sem P og Q eru margliður, er fágað fall á menginu
{z ∈ C; Q(z) 6= 0} og
P 0 (z)Q(z) − P (z)Q0 (z)
R0 (z) = .
Q(z)2

Keðjureglan fyrir Cdeildanleg föll er eins og keðjureglan fyrir raunföll:
Setning 2.2.6 Látum X og Y vera opin hlutmengi af C, f : X → C og g : Y → C vera
föll, þannig að f (X) ⊂ Y , a ∈ X , b ∈ Y , b = f (a) og setjum
h = g ◦ f.
(i) Ef f er Cdeildanlegt í a og g er Cdeildanlegt í b, þá er h Cdeildanlegt í a og
h0 (a) = g 0 (b)f 0 (a).
(ii) Ef g er Cdeildanlegt í b, g 0 (b) =
6 0, h er Cdeildanlegt í a og f er samfellt í a, þá er
f Cdeildanlegt í a og
f 0 (a) = h0 (a)/g 0 (b)
.

46 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

Mikilvæg aeiðing af þessari setningu er:

Fylgisetning 2.2.7 Látum X og Y vera opin hlutmengi af C, f : X → Y vera gagntækt


fall. Ef f er Cdeildanlegt í a og f 0 (a) =
6 0, þá er andhverfa fallið f [−1] Cdeildanlegt í
b = f (a) og
1
f [−1] 0 (b) = 0 .

f (a)


Cauchy-Riemann-jöfnur
Nú skulum við gera ráð fyrir því að f sé Cdeildanlegt í punktinum a og huga að sam-
bandinu milli f 0 (a), ∂x f (a) og ∂y f (a). Ef við skrifum a = α + iβ = (α, β) og látum h → 0
eftir rauntölunum, þá fáum við

u(α + h, β) − u(α, β) v(α + h, β) − v(α, β)


f 0 (a) = lim +i
h→0 h h
h∈R
=∂x u(a) + i∂x v(a) = ∂x f (a).

Ef við látum hins vegar h → 0 eftir þvertölum, h = ik , k ∈ R, þá fáum við

u(α, β + k) − u(α, β) v(α, β + k) − v(α, β)


f 0 (a) = lim +i
k→0 ik ik
k∈R
= −i(∂y u(a) + i∂y v(a)) = −i∂y f (a).

Við höfum því:

Setning 2.2.8 Látum f = u + iv : X → C vera fall af z = x + iy á opnu hlutmengi X í


C. Ef f er Cdeildanlegt í a ∈ X , þá eru báðar hlutaeiðurnar ∂x f (a) og ∂y f (a) til og

f 0 (a) = ∂x f (a) = −i∂y f (a).

Þar með gildir CauchyRiemannjafnan

(2.2.1) 1

2
∂x f (a) + i∂y f (a) = 0,

og hún jafngildir hneppinu

(2.2.2) ∂x u(a) = ∂y v(a), ∂y u(a) = −∂x v(a).

Hlutaeiðujafnan (2.2.1) nefnist CauchyRiemannjafna eins og áður er getið. Venja


er að tala um jafngilda jöfnuhneppið (2.2.2) sem CauchyRiemannjöfnur, í eirtölu.
2.2. FÁGUÐ FÖLL 47

Sýnidæmi 2.2.9 Kannið hvort fallið

f (z) = (x3 − 3xy 2 + x − 4) + i(3x2 y − y 3 + y)

er fágað með því að athuga hvort Cauchy-Riemann-jöfnurnar séu uppfylltar


Lausn: Við höfum

u(x, y) = Re f (x, y) = x3 − 3xy 2 + x − 4,


v(x, y) = Im f (x, y) = 3x2 y − y 3 + y,

Lítum nú á hlutaeiðurnar
∂u ∂u
= 3x2 − 3y 2 + 1, = −6xy,
∂x ∂y
∂v ∂v
= 6xy, = 3x2 − 3y 2 + 1.
∂x ∂y

Greinilegt er að Cauchy-Riemann-jöfnurnar eru uppfylltar, ∂u/∂x = ∂v/∂y og ∂u/∂y =


−∂v/∂x, og þar með er f fágað fall. Athugið að f (z) = z 3 + z − 4, sem er margliða og
þar með C-deildanlegt fall. 

Wirtinger-aeiður
Til þess að glöggva okkur betur á CauchyRiemannjöfnunni, þá skulum við rifja það
upp að fall f : X → R2 er sagt vera deildanlegt í punktinum a, ef til er línuleg vörpun
L : R2 → R2 þannig að

kf (a + h) − f (a) − L(h)k
(2.2.3) lim = 0,
h→0 khk
h∈R2

þar sem kzk táknar lengd vigursins z . Vörpunin L er ótvírætt ákvörðuð. Hún nefnist
aeiða f í punktinum a og er oftast táknuð með da f , dfa eða Df (a). Með því að velja
vigurinn h af gerðinni t(1, 0) og t(0, 1) og láta síðan t → 0, þá sjáum við að hlutaeiðurnar
∂x u(a), ∂y u(a), ∂x v(a) og ∂y v(a) eru allar til og að fylki vörpunarinnar da f miðað við
grunninn {(1, 0), (0, 1)} er  
∂x u(a) ∂y u(a)
.
∂x v(a) ∂y v(a)
Þetta fylki nefnist Jacobifylki f í punktinum a. Nú skrifum við z = (x, y), a = (α, β) og
sjáum að (2.2.3) jafngildir því að hægt sé að rita
     
u(a) ∂x u(a) ∂y u(a)
f (z) = + (x − α) + (y − β) + kz − akFa (z),
v(a) ∂x v(a) ∂y v(a)
48 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

þar sem Fa : X → R2 er samfellt í a og Fa (a) = 0. Nú skulum við líta á f sem tvinngilt


fall f = u + iv . Þá er þessi jafna jafngild

(2.2.4) f (z) = f (a) + ∂x f (a)(x − α) + ∂y f (a)(y − β) + (z − a)ϕa (z),

þar sem ϕa : X → C er samfellt í a og ϕa (a) = 0. Nú skrifum við


 
x − α = (z − a) + (z − a) /2, y − β = (z − a) − (z − a) /2i

og fáum því

∂x f (a)(x − α) + ∂y f (a)(y − β)
1 1
 
= 2
∂x f (a) − i∂y f (a) (z − a) + 2
∂x f (a) + i∂y f (a) (z − a).

Skilgreining 2.2.10 Við skilgreinum fyrsta stigs hlutaeiðuvirkjana ∂z = ∂/∂z og ∂z̄ =


∂/∂ z̄ með

∂f ∂f
1
og 1
 
∂z f = = 2
∂x f − i∂y f ∂z̄ f = = 2
∂x f + i∂y f
∂z ∂ z̄
Tölurnar ∂z f (a) og ∂z̄ f (a) nefnast Wirtingeraeiður fallsins f í punktinum a og virkinn
∂z̄ nefnist CauchyRiemannvirki 

Nú höfum við umritað (2.2.4) yr í

(2.2.5) f (z) = f (a) + ∂z f (a)(z − a) + ∂z̄ f (a)(z − a) + (z − a)ϕa (z).

Hugsum okkur nú að f : X → C sé eitthvert fall og að til séu tvinntölur A, B og fall


ϕa : X → C, samfellt í a með ϕa (a) = 0, þannig að

(2.2.6) f (z) = f (a) + A(z − a) + B(z − a) + (z − a)ϕa (z).

Þá er greinilegt að f er deildanlegt í a með aeiðuna da f (h) = Ah + B h̄ og

f (a + h) − f (a)
∂x f (a) = lim = lim A + B + ϕa (a + h) = A + B,
h→0 h h→0
h∈R h∈R
f (a + ih) − f (a)
∂y f (a) = lim = lim iA − iB + ϕa (a + ih) = i(A − B).
h→0 h h→0
h∈R h∈R

Ef við leysum A og B út úr þessum jöfnum, þá fáum við


1

A= 2
∂x f (a) − i∂y f (a) = ∂z f (a),
1

B= 2
∂x f (a) + i∂y f (a) = ∂z̄ f (a).

Við höfum nú sannað:


2.2. FÁGUÐ FÖLL 49

Setning 2.2.11 Látum X vera opið hlutmengi í C, a ∈ X og f : X → C vera fall. Þá


gildir:
(i) f er deildanlegt í a þá og því aðeins að til séu tvinntölur A, B og fall ϕa : X → C,
samfellt í a og með ϕ(a) = 0, þannig að (2.2.6) sé uppfyllt.
(ii) f er Cdeildanlegt í a þá og því aðeins að f sé deildanlegt í a og ∂z̄ f (a) = 0. Þá er
f 0 (a) = ∂z f (a).
(iii) f er fágað í X þá og því aðeins að f sé samfellt deildanlegt í X og uppfylli Cauchy
Riemannjöfnuna ∂z̄ f = 0 í X . Við höfum þá
 
0 df ∂f 1 ∂f ∂f
f = = = −i .
dz ∂z 2 ∂x ∂y

Reikningur með hlutaeiðunum með tilliti til z og z̄ er alveg eins of reikningur með
óháðu breytunum x og y . Ef fallið f (z) = f (x+iy) er geð með formúlu í x og y , þá notum
við formúlurnar x = (z + z̄)/2 og y = (z − z̄)/(2i) til þess að skipta á óháðu breytunum
x og y yr í breyturnar z og z̄ . Til þess að kanna hvort fall er fágað þá deildum við eins
og þetta séu óháðar breytur og könnum hvort

∂f
= 0.
∂ z̄
Ef z̄ kemur alls ekki fyrir í formúlunni, þá er f fágað.

Sýnidæmi 2.2.12 Kannið hvort fallið f (z) = |z|2 er fágað og reiknið út C-aeiðuna ef
hún er til.
Lausn: Við skrifum f (z) = |z|2 = z z̄ og sjáum að ∂f /∂ z̄ = z . Cauchy-Riemann-jafnan er
aðeins uppfyllt í punktinum z = 0 og því er fallið f ekki fágað í grennd við neinn punkt.


Sýnidæmi 2.2.13 Kannið hvort fallið f (z) = Re z + i er fágað og reiknið út C-aeiðuna


ef hún er til.
Lausn: Hér er f (z) = 21 (z + z̄) + i og ∂f /∂ z̄ = 12 . Fallið f er því ekki fágað. 

Sýnidæmi 2.2.14 (Cauchy-Riemann-jöfnur á pólformi): Leiðið út jöfnurnar


∂u 1 ∂v ∂v 1 ∂u
= og =−
∂r r ∂θ ∂r r ∂θ
50 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

frá jöfnunum
∂u ∂v ∂v ∂v
= og =− .
∂x ∂y ∂y ∂x
Lausn: Samkvæmt skilgreiningu á aeiðunni ∂u/∂r er
∂u ∂ ∂u ∂u
= u(r cos θ, r sin θ) = · cos θ + · sin θ = ∇u · er
∂r ∂r ∂x ∂y
þar sem er = (cos θ, sin θ) er einingarvigurinn í r-stefnu, og

1 ∂u 1 ∂ ∂u ∂u
= u(r cos θ, r sin θ) = · (− sin θ) + · cos θ = ∇u · eθ
r ∂θ r ∂θ ∂x ∂y
þar sem eθ = (− sin θ, cos θ) er einingarvigurinn í θ-stefnu. Cauchy-Riemann-jöfnurnar
segja að ∇u = (∂v/∂y, −∂v/∂x). Þar með er

∂u ∂v ∂v 1 ∂v
= · cos θ − · sin θ = ∇v · eθ = .
∂r ∂y ∂x r ∂θ
og
1 ∂u ∂v ∂v ∂v
= · (− sin θ) − · cos θ = −∇v · er = − .
r ∂θ ∂y ∂x ∂r
Auðvelt er að snúa röksemdafærslunni við til þess að sanna að af jöfnunum ∂u/∂r =
(1/r)∂v/∂θ og (1/r)∂u/∂θ = −∂v/∂r, leiði Cauchy-Riemann-jöfnurnar.


Sýnidæmi 2.2.15 Það er áhugaverð staðreynd að f (z) = ez er ótvírætt ákvarðað af


tveimur eiginleikum:

(i) f (x + i0) = limy→0 f (x + iy) = ex ,

(ii) f 0 (z) = f (z),

þar sem gert er ráð fyrir að f sé heilt fágað fall. Sannið þetta með því að nota Cauchy-
Riemann-jöfnurnar.
Lausn: Gefur okkur að f sé heilt fágað fall, þ.e.a.s. fágað fall á öllu C, sem uppfyllir
(i) og (ii). Við ætlum að sanna að þá sé f (z) = ez . Setjum u(x, y) = Re f (z) og
v(x, y) = Im f (z) þar sem z = x + iy og x, y ∈ R. Fyrst f er C-deildanlegt, þá fáum við
jöfnurar f 0 (z) = ∂f /∂x = −i∂f /∂y þetta gefur ásamt jöfnunni f 0 (z) = f (z) að

∂u ∂v ∂u ∂v
+i = −i + = u + iv.
∂x ∂x ∂y ∂y
Við getum eins skrifað þetta sem tvær raunjöfnur
∂u ∂v ∂u ∂v
= =u og =− = −v.
∂x ∂y ∂y ∂x
2.3. SAMLEITNAR VELDARAÐIR 51

(Athugið að fyrri hlutinn af þessum jöfnum er Cauchy-Riemann jöfnurnar.) Nú ætlum við


að sýna fram á að þessar jöfnur ásamt skilyrðinu f (x + i0) = ex ge okkur að u(x, y) =
ex cos y og v(x, y) = ex sin y . Til þess reiknum við út ∂ 2 u/∂y 2 og ∂ 2 v/∂y 2 ,

∂ 2u ∂v ∂ 2v ∂u
2
=− = −u og 2
= = −v.
∂y ∂y ∂y ∂y

Við höfum því sýnt að fyrir fast x uppfylla u og v aeiðujöfnu sem föll af y . Við vitum
hvernig lausnin á þessari jöfnu er

u(x, y) = A(x) cos y + B(x) sin y og v(x, y) = C(x) cos y + D(x) sin y.

Skilyrðið f (x + i0) = ex gefur okkur að u(x, 0) = A(x) = ex og v(x, 0) = C(x) = 0.


Skilyrðið ∂u(x, 0)/∂y = −v(x, 0) = 0 gefur okkur að B(x) = 0 og skilyrðið ∂v(x, 0)/∂y =
u(x, 0) = ex gefur okkur D(x) = ex . Niðurstaðan er því að

f (z) = u(x, y) + iv(x, y) = ex cos y + iex sin y = ez , z ∈ C.

2.3 Samleitnar veldaraðir


Einu dæmin um fáguð föll sem við höfum nefnt til þessa eru margliður P , en þær eru
fágaðar á öllu C, og ræð föll R = P/Q, en þau eru fáguð á C \ {z ∈ C; Q(z) = 0}. Nú
ætlum við að bæta verulega við dæmaforðann með því að sanna að öll föll, sem unnt er
að setja fram með samleitnum veldaröðum, séu fáguð á samleitniskífu raðarinnar.
Ef fallið f er skilgreint á einhverju opnu mengi Y á R og er geð með samleitinni
veldaröð á ]a − %, a + %[⊂ Y ,

X
f (x) = an (x − a)n , x ∈]a − %, a + %[,
n=0

þá er röðin samleitin á opnu skífunni S(a, %) ⊆ C og við getum framlengt skilgreiningar-


svæði f yr á S(a, %) með því að setja

X
f (z) = an (z − a)n , z ∈ S(a, %).
n=0

Skilgreining 2.3.1 Fall sem skilgreint er á opnu mengi U á rauntalnaásnum er sagt vera
raunfágað ef það hefur þann eiginleika að í grennd um sérhvern punkt í U er hægt að
setja f fram með samleitinni veldaröð. 
52 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

Fallið z 7→ 1/(1 − z) er fágað á C \ {1} og það geð með geómetrísku röðinni



1 X
= zn, z ∈ S(0, 1).
1−z n=0

Veldisvísisfallið, hornaföllin og breiðbogaföllin eru öll gen með samleitnum veldaröðum


á R og fáguðu framlengingar þeirra eru því gefnar með sömu röðum á öllu C

X 1 n
exp z = ez = z ,
n=0
n!
∞ ∞
X (−1)k 2k
X (−1)k 2k+1
cos z = z , sin z = z ,
k=0
(2k)! k=0
(2k + 1)!
∞ ∞
X 1 2k X 1
cosh z = z , sinh z = z 2k+1 .
k=0
(2k)! k=0
(2k + 1)!

Setning 2.3.2 Gerum ráð fyrir að X sé opið hlutmengi af C, S(α, %) ⊂ X , að f : X → C


sé fall, sem geð er á S(α, %) með samleitinni veldaröð,

X
f (z) = an (z − α)n , z ∈ S(α, %).
n=0

Þá er f fágað á S(α, %) og

X
0
f (z) = nan (z − α)n−1 , z ∈ S(α, %).
n=1

Sönnunina tökum við fyrir í grein 2.6. Ef n=0 an z n og ∞ n=0 bn z eru tvær samleitnar
n
P P
veldaraðir með samleitnigeisla %a og %b , þá höfum við fáguð föll f og g í S(α, %a ) og S(α, %b )
sem gen eru með

X ∞
X
f (z) = an (z − α) , n
og g(z) = bn (z − α)n .
n=0 n=0

Ef við setjum % = min{%a , %b }, þá eru fáguðu föllin f + g og f g einnig gen veldaröðum


á skífunni S(α, %) með

X ∞
X
f (z) + g(z) = (an + bn )(z − α)n og f (z)g(z) = cn (z − α)n ,
n=0 n=0

þar sem stuðlarnir cn eru gefnir með


n
X
cn = ak bn−k , n = 0, 1, 2, . . . .
k=0

Eftirfarandi setning nefnist samsemdarsetning fyrir samleitnar veldaraðir:


2.3. SAMLEITNAR VELDARAÐIR 53

Setning 2.3.3 Gerum ráð fyrir að f, g ∈ O(S(α, %)) séu gen með samleitnum veldaröð-
um ∞ ∞
X X
n
f (z) = an (z − α) , g(z) = bn (z − α)n , z ∈ S(α, %),
n=0 n=0
og gerum ráð fyrir að til sé runa {αj } af ólíkum punktum í S(α, %) þannig að αj → α
og f (αj ) = g(αj ) fyrir öll j . Þá er an = bn fyrir öll n og þar með f (z) = g(z) fyrir öll
z ∈ S(α, %). 
Sönnun: Fallið h = f − g ∈ O(S(α, %)) hefur veldaraðarframsetninguna

X
h(z) = cn (z − α)n , z ∈ S(α, %),
n=0

þar sem cn = an − bn . Við þurfum að sanna að cn = 0 fyrir öll n. Gerum ráð fyrir að til
sé N þannig að cN 6= 0 og veljum N eins lítið og kostur er. Þá er

X ∞
X
h(z) = cn (z − α)n = (z − α)N cN +n (z − α)n
n=N n=0

X
= (z − α)N k(z), k(z) = cN +n (z − α)n .
n=0

Fallið k er fágað á S(α, %) og þar með er það samfellt, k(α) = cN , svo til er opin grennd
U um α þar sem k(z) 6= 0. Fyrst αj → α, þá er αj ∈ U ef j er nógu stórt og þar með
er h(αj ) = (αj − α)N k(αj ) 6= 0. Þetta er hins vegar í mótsögn við forsendu okkar að
h(αj ) = 0. 
Fylgisetning 2.3.4 Ef
P∞
n=0 an x er samleitin veldaröð, I er opið bil sem inniheldur 0
n
P∞
og n=0 an x = 0 fyrir öll x ∈ I , þá er an = 0 fyrir öll n = 0, 1, 2, . . . .
n

Í setningu 2.3.2 sönnuðum við að sérhvert fall sem geð er með veldaraðaframsetningu
á einhverri skífu sé fágað. Nú hugum við að andhverfu þessarar staðhængar:
Setning 2.3.5 Látum X ⊂ C vera opið og f ∈ O(X). Ef α ∈ X , 0 < % < d(α, ∂X), þar
sem d(α, ∂X) táknar fjarlægð punktsins α frá jaðrinum ∂X á menginu X , þá er hægt að
setja f fram í S(α, %) með samleitinni veldaröð

X
f (z) = an (z − α)n , z ∈ S(α, %).
n=0


.........................
...... .....
..... ....
..... ...
..... ...
.... ...
.... ...
..... ...
..... ...
... ............... .....
................. ............. ......
......
.... ...... .....

....
....
.
..
%...
...
...
.....
....
...
.....
....
...
...
...
...
... • ...
..
..
.
. X ..
.
....
...
....
......
α ....
..
.. .
.....
. .
.
.
..
...... ..... .....
................................ ......
....... .....
...... .....
.....
.....
...
...
∂X ..
...
...
...
..... .....
..... ...
...... ....
..........................

Mynd: Skífa í skilgreiningarsvæði f


54 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

Þessa setningu sönnum við ekki fyrr en í kaa 3, en við skulum skoða nokkrar aeið-
ingar hennar.

Fylgisetning 2.3.6 Ef f ∈ O(X), þá er f 0 ∈ O(X). 


P∞
Sönnun: Ef f er sett fram með veldaröðinni f (z) = n=0 an (z − α) fyrir öll z ∈ S(α, %),
n

þá er f 0 sett fram með veldaröðinni f 0 (z) = n−1
, samkvæmt setningu
P
n=1 nan (z − α)
2.3.2, og er því fágað. 

Nú sjáum við að fallið f 0 er fágað og aeiða þess f 00 er einnig fáguð og þannig áfram
út í hið óendanlega. Fyrir sérhvert fágað fall f ∈ O(X) skilgreinum við hærri aeiður f
(k)

með þrepun f = f og f = f
(0) (k) (k−1) 0
, fyrir k ≥ 1. Við fáum síðan:

Setning 2.3.7 Látum X vera opið hlutmengi af C, f ∈ O(X), α ∈ X og 0 < % <


d(α, ∂X). Þá er

X f (n) (α)
f (z) = (z − α)n , z ∈ S(α, %).
n=0
n!
Þessi veldaröð kallast Taylorröð fallsins f í punktinum α. 

Ef við byrjum með raunfágað fall á bili á rauntalnaásnum, þá vitum við að við getum
stækkað skilgreiningarmengi þess yr í opið mengi í C. Sú aðgerð fellur undir eftirfarandi
almenna skilgreiningu:

Skilgreining 2.3.8 Látum f : Y → C vera raunfágað fall á opnu mengi Y á R og gerum


ráð fyrir að F : X → C sé fágað fall á opnu hlutmengi X af C, þannig að Y ⊂ X og
F (x) = f (x) fyrir öll x ∈ Y . Þá kallast F fáguð framlenging eða fáguð útvíkkun á fallinu
f. 

Í kaa 3 eigum við eftir sjá, að ef mengið X er samanhangandi, þá er fáguð framlenging


F á f ótvírætt ákvörðuð. Við megum því nota sama tákn f fyrir upprunalega fallið og
fyrir útvíkkunina.

2.4 Veldaröð veldisvísisfallsins


Enginn va leikur á því að veldisvísisfallið er merkilegasta fall stærðfræðigreiningarinnar.
Við skilgreindum það með formúlunni

exp z = ex (cos y + i sin y), z = x + iy ∈ C.

Við hefðum eins getað notað veldaraðarframsetninguna á x 7→ ex til þess að skilgreina


fágaða framlengingu veldisvísisfallsins. Við skulum nú kanna nokkra eiginleika veldisvís-
isfallsins út frá veldaröðinni.
Með því að deilda röðina lið fyrir lið fáum við
d z
exp 0 z = exp z, eða e = ez .
dz
2.4. VELDARÖÐ VELDISVÍSISFALLSINS 55

Undirstöðueiginleiki veldisvísisfallsins er samlagningarformúla þess

ez+w = ez ew , z, w ∈ C.

Hún leiðir af tvíliðureglunni ,



X 1
ez+w = (z + w)n
n=0
n!
∞ n
X 1 X n!
= z k wn−k
n=0
n! k=0
k!(n − k)!
∞ X n
X z k wn−k
=
n=0 k=0
k! (n − k)!
∞ ∞
zn wn
X  X 
= = ez ew .
n=0
n! n=0
n!

Flestir eiginleikar veldisvísisfallsins er leiddir út frá samlagningarformúlunni. Til dæmis


sjáum við að
1
e−z = z , z ∈ C.
e
Á rauntalnaásnum er veldisvísisfallið x 7→ ex stranglega vaxandi því aeiða þess er ex og
hún er jákvæð. Við höfum líka ex → +∞ ef x → ∞, því sérhver liður í veldaröðinni
með númer n ≥ 1 er stranglega vaxandi og stefnir á óendanlegt. Af þessu leiðir síðan að
ex = 1/e−x → 0 ef x → −∞. Milligildissetningin segir okkur nú að veldisvísisfallið tekur
öll jákvæð gildi á rauntalnaásnum.
Snúum okkur þá að gildunum á þverásnum {ix ∈ C; x ∈ R}. Reglurnar um reikning
með samoka tvinntölum gefa okkur

ez = ez , z ∈ C,

og síðan
|ez |2 = ez ez = ez ez = ex+iy ex−iy = e2x
Þar með er
|ez | = eRe z , z ∈ C,
og sérstaklega gildir
|eiy | = 1, y ∈ R.
Af þessu leiðir að veldisvísisfallið hefur enga núllstöð ez = ex eiy og hvorugur þátturinn í
hægri hliðinni getur verið núll.
Með því að stinga iz inn í veldaröðina fyrir veldisvísisfallið sjáum við að formúlan
e = cos x + i sin x gildir áfram um tvinntölur z ∈ C,
ix

∞ n ∞ ∞
iz
X i n
X (−1)n 2n
X (−1)n 2n+1
e = z = z +i z = cos z + i sin z.
n=0
n! n=0
(2n)! n=0
(2n + 1)!
56 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

Allir liðirnir í kósínusröðinni hafa jöfn veldi og allir liðirnir í sínusröðinni hafa odda-
töluveldi, svo cos er jafnstætt, en sin er oddstætt. Þar með er

e−iz = cos z − i sin z, z ∈ C.

Við leysum nú cos z og sin z út úr síðustu tveimur jöfnunum og fáum jöfnur Eulers
1 1 iz
cos z = (eiz + e−iz ), sin z = (e − e−iz ).
2 2i
Aeiðurnar af cos og sin getum við annað hvort reiknað með því að deilda veldaraðirnar
eða með því að deilda jöfnur Eulers,

cos 0 z = − sin z, sin 0 z = cos z, z ∈ C.

2.5 Lograr, rætur og horn


Veldisvísisfallið ez er lotubundið með lotuna 2πi,

exp(z + 2πi) = exp z, z ∈ C.

Þetta leiðir beint af þeirri staðreynd að kósínus og sínus eru lotubundin með lotuna 2π .
Þar með getur exp ekki haft neina andhverfu á öllu menginu C. Veldisföllin z n , n ≥ 2
geta ekki heldur haft neina andhverfu á öllu C. Hins vegar hafa þessi föll andhverfur frá
hægri á minni hlutmengjum í C:

Skilgreining 2.5.1 Látum X vera opið hlutmengi af C. Samfellt fall λ : X → C kallast


logri á X ef
eλ(z) = z, z ∈ X.
Samfellt fall % : X → C kallast nta rót á X ef
n
%(z) = z, z ∈ X.

Samfellt fall θ : X → R kallast horn á X ef

z = |z|eiθ(z) , z ∈ X.

Helstu eiginleikar logra, róta og horna eru:

Setning 2.5.2 (i) Ef λ er logri á X , þá er 0 6∈ X , λ ∈ O(X) og


1
λ0 (z) = , z ∈ X.
z
Föllin λ(z) + i2πk , k ∈ Z eru einnig lograr á X .
2.5. LOGRAR, RÆTUR OG HORN 57

(ii) Ef λ er logri á X , þá er

λ(z) = ln |z| + iθ(z), z ∈ X,

þar sem θ : X → R er horn á X . Öfugt, ef θ : X → R er horn á X , þá er λ(z) = ln |z|+iθ(z)


logri á X .
(iii) Ef % er nta rót á X þá er % ∈ O(X) og

%(z)
%0 (z) = , z ∈ X.
nz
(iv) Ef λ er logri á X , þá er %(z) = eλ(z)/n nta rót á X . 

Sönnun: (i) Veldisvísisfallið tekur ekki gildið 0, svo z = exp(λ(z)) 6= 0 fyrir öll z ∈
X . Setning 4.2.6 (ii) gefur að λ er fágað og af jöfnunni z = exp(λ(z)), leiðir 1 =
exp(λ(z))λ0 (z) = zλ0 (z). Þar með er λ0 (z) = 1/z . Síðasta staðhængin er augljós, því
veldisvísisfallið hefur lotuna 2πi.
(ii) Við höfum |z| = |eλ(z) | = eRe λ(z) fyrir öll z ∈ X . Þetta gefur Re λ(z) = ln |z|
og þar með að z = |z|eiIm λ(z) . Samkvæmt skilgreiningu segir þetta að θ(z) = Im λ(z) sé
horn á X . Öfugt, ef θ er horn á X og við setjum λ(z) = ln |z| + iθ(z), þá er exp(λ(z)) =
exp(ln |z|) exp(iθ(z)) = |z|eiθ(z) = z , fyrir öll z ∈ X .
(iii) Við höfum að (%(z))n = z fyrir öll z ∈ X , svo setning 4.2.6 (ii) gefur okkur að
% ∈ O(X). Ef við deildum þessa jöfnu, fáum við n(%(z))n−1 %0 (z) = 1. Við margföldum
nú í gegn með %(z) og fáum %(z) = n(%(z))n %0 (z) = nz%0 (z).
(iv) %(z)n = (exp(λ(z)/n))n = exp(λ(z)) = z , z ∈ X . 

Athugið að fyrir sérhverja tvinntölu α getum við skilgreint fágað veldisfall með veld-
isvísi α með
z α = exp(αλ(z)), z ∈ X,
þar sem λ er genn logri á X og við fáum að
d α d α
z = eαλ(z) = eλ(z) = αeαλ(z) e−λ(z) = αe(α−1)λ(z) = αz α−1 .
dz dz z
Þetta er sem sagt gamalkunn regla, sem gildir áfram fyrir Caeiður. Hér verðum við að
hafa í huga að skilgreiningin er algerlega háð því hvernig logrinn er skilgreindur. Ef við
skiptum til dæmis á logranum λ(z) og λ(z) + 2πi, þá verður

eα(λ(z)+2πi) = eαλ(z) e2πiα .

Ef α er heiltala þá er z α samkvæmt þessari skilgreininingu það sama og fæst út úr velda-


reglunum með heiltöluveldi, en ef α er ekki heiltala, þá er skilgreiningin háð valinu á
logranum.
Ef α ∈ X , þá skilgreinum við veldisvísisfall með grunntölu α sem fágaða fallið á C,
sem geð er með
αz = ezλ(α) .
58 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

Athugið að skilgreiningin er háð valinu á logranum. Keðjureglan gefur


d z d
α = ezλ(α) = ezλ(α) · λ(α) = αz λ(α).
dz dz

Sýnidæmi 2.5.3 Hvernig er ii skilgreint?


Lausn: Talan i hefur lengdina 1 og horngildið 12 π + 2πk , þar sem k ∈ Z. Ef X er svæði
sem inniheldur i og λ er logri á X , þá er λ(i) = i( 21 π + 2πk) fyrir eitthvert k ∈ Z. Með
þessu vali á λ verður
1
ii = eiλ(i) = e−( 2 π+2πk) .
Gildið ii er því háð því hvaða logra við veljum og við höfum óendanlega marga valmögu-
leika. 

Lítum nú á mengið X = C \ R− , sem fæst með z ......


......
.....
.....
því að skera neikvæða raunásinn og 0 út úr tvinn- .....
.....
.....
..
..

.....
talnaplaninu. Við skilgreinum síðan pólhnit í X ..
..............
.
.... ....
..... ...
.....
eins og myndin sýnir og veljum hornið θ(z) þannig .
.
....
.
.
.....
.....
. θ(z) ...
...
...
...
..
....
. ..
að −π < θ(z) < π , z ∈ X . Fallið
.
• .
................................................................................. ....... ....... ....... ......... ....... ....... ....... ............

Mynd: Höfuðgrein hornsins


Arg : C \ R− → R, Argz = θ(z), z ∈ X
er kallað höfuðgrein hornsins og við reiknuðum út formúlu fyrir því í kaa 1,
 
y
Arg z = 2 arctan , z = x + iy ∈ X.
|z| + x
Fallið
Log : C \ R− → C, Logz = ln |z| + iArg(z), z ∈ X,
er kallað höfuðgrein lografallsins. Fallið

z α = eαLogz , z ∈ C \ R− ,

kallast höfuðgrein veldisfallsins með veldisvísi α. Tvö síðastnefndu föllin eru fágaðar fram-
lengingar á föllunum ln x og xα frá jákvæða raunásnum yr í opna mengið C \ R− í
tvinntalnaplaninu.

Sýnidæmi 2.5.4 Skrið eftirfarandi tvinntölur á forminu x + iy , þar sem x og y eru


rauntölur.
a) Log(−i). b) Log(1 + i). c) Log((1 + i)πi ).
Lausn: a) Höfuðgrein lograns er Logz = ln |z| + iArg(z), ln | − i| = ln 1 = 0 og
Arg(−i) = −π/2. Svarið verður því Log(−i) = −iπ/2.
2.5. LOGRAR, RÆTUR OG HORN 59
√ √
b) Við höfum ln |1 + i| = ln 2 og Arg(1 + i) = π/4 og því er Log(1 + i) = ln 2 + iπ/4.

c) Við notum

niðurstöðuna úr síðasta lið til þess að reikna (1 + i) iπ
= e iπ(ln 2+iπ/4)
√ =
2 2
e−π /4+iπ ln 2 . Af því leiðir að ln |(1 + i)iπ | =√ln e−π /4 = −π 2 /4 og þar sem 0 < π ln 2 <
π , þá fáum við einnig Arg((1 + i)iπ ) = π ln 2. Niðurstaðan verður því
√ √
Log((1 + i)iπ ) = −π 2 /4 + iπ ln 2 = iπ(ln 2 + iπ/4) = iπLog(1 + i)


Athugið að gamla góða lograreglan Log(z α ) = αLogz , gildir ekki almennt.


√ √
Sýnidæmi 2.5.5 Sýnið að Log(1 + 3i)4 6= 4Log(1 + 3i).

Lausn: Við byrjum√á að setja töluna 1 + 3 fram á pólformi með horngildi á bilinu
] − π, π[, sem er 1 + 3i = 2eiπ/3 . Því er

4Log(1 + 3i) = 4(ln 2 + iπ/3) = 4 ln 2 + i4π/3.

Á hinn bóginn er (1 + 3i)4 = 24 ei4π/3 = 24 e−i2π/3 og því er

Log(1 + 3i)4 = ln 24 − i2π/3 = 4 ln 2 − i2π/3.
Niðurstaðan er að jafnaðarmerki gildir ekki. 

Sýnidæmi 2.5.6 Í pólhnitum verður höfuðgrein lograns


Logz = ln r + iθ, z = reiθ , −π < θ < π.
Þar með eru raun- og þverhluti Logz gen í pólhnitum með u(x, y) = ln r og v(x, y) = θ.
Við getum því auðveldlega staðfest að Log sé fágað fall, með því að beita niðurstöðunni í
sýnidæmi 2.2.14
∂u 1 1 ∂v 1 ∂u ∂v
= = · og · =0= .
∂r r r ∂θ r ∂θ ∂r
Það er aðeins meiri fyrirhöfn að sýna fram á að Log sé fágað með því að deilda með tilliti
til x og y . 

Sýnidæmi 2.5.7 Nú ætlum við að nna fágaða framlengingu á fallinu f (x) = arccos x
frá bilinu ] − 1, 1[ yr á opið mengi X í C þannig að f (z) verði andhverfa tvinngilda
cosfallsins, cos f (z) = z . Við þurfum þá að byrja á því að leysa jöfnuna z = cos w,
1
z = cos w = (eiw + e−iw ),
2
e − 2z + e−iw = 0,
iw

e2iw − 2zeiw + 1 = (eiw − z)2 − z 2 + 1 = 0,


(eiw − z)2 = −(1 − z 2 ).
60 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

Nú þurfum við að taka kvaðratrót, svo við látum Log tákna höfuðgrein lografallsins. Þá
er höfuðgrein kvaðratrótarinnar fallið
1
C \ R− → C, z 7→ z 2 = exp( 12 Logz).
Þar með er
(1 − z 2 )1/2 = exp( 21 Log(1 − z 2 )), z ∈ X = C \ {x ∈ R; |x| ≥ 1},


.................................................................................. •..................................................................................
−1 1 X
Mynd: Skilgreiningarsvæði arccos
því z ∈ X þá og því aðeins að 1 − z 2 ∈ C \ {x ∈ R; x ≤ 0}. Við höldum nú áfram með
útreikningana,
eiw = z ± i(1 − z 2 )1/2 .
Til þess að sjá hvort formerkið á að taka, þá athugum við að cos π/2 = 0 segir að z = 0
svari til w = π/2, svo − er útilokað og við sjáum jafnframt að
1
f (z) = w = −iλ(z + i(1 − z 2 ) 2 ), z ∈ X,
þar sem λ er einhver logri. Til þess að sýna að við megum taka λ sem höfuðgrein logra-
fallsins, þá þurfum við að vita að myndmengið af vörpuninni
1
X → C, z 7→ z + i(1 − z 2 ) 2 ,
sé í skilgreiningarsvæði
√ höfuðgreinarinnar. Við sjáum að þessi vörpun varpar x ∈] − 1, 1[
á x + i 1 − x sem er punktur í efra hálfplaninu {z ∈ C; Im z > 0}.
2

Nú kemur í ljós að engin rauntala liggur í myndmenginu. Það sjáum við með því að
1
gera ráð fyrir að z + i(1 − z 2 ) 2 = t ∈ R og fáum
1 t2 + 1
i(1 − z 2 ) 2 = t − z, −(1 − z 2 ) = t2 + z 2 − 2tz, z= ∈ R.
2t
Jafnan z 2 = 1 + (t − z)2 segir okkur að |z| ≥ 1. .........
.......
......
..................................................
.......
...... √
.
....
.
........
......
.....
.. x + i 1 − x2
...........
Við höfum því z 6∈ X .
.
..
.... ...... ....
.... .
....... .... .....
.
.... ..
....
. ...

Þar sem mengið X er samanhangandi, þá


.. ...
... ..... .... ...
... ..... ...
.... ..
....... . ...
.... . ...
er myndmengi þess við vörpunina (2.5.7) hlut-
... . .
...
. ..
.
.
.
.......
.
.... ....
θ .
.
.
...
..
.
• ...
.......................................................................................................................................................................................................................
.

mengi í efra hálfplaninu {z ∈ C; Im z > 0}, en x R


það er aftur hlutmengi af skilgreiningarmengi Mynd: θ = arccos x
Log. Við höfum því
1
f (z) = −iLog(z+i(1−z 2 ) 2 ), z ∈ C\{x ∈ R; |x| ≥ 1}.
Til þess að staðfesta að þessi formúla ge okkur virkilega fágaða framlengingu á arccos
fallinu, þá setjum við z = x ∈] − 1, 1[ inn í formúluna og við sjáum á myndinni að
f (x) = −iLog(x + i(1 − x2 )1/2 )
√ √
= Arg(x + i 1 − x2 ) − i ln | 1 − x2 + ix|

= Arg(x + i 1 − x2 ) = arccos x, x ∈ [−1, 1].

2.5. LOGRAR, RÆTUR OG HORN 61

Sýnidæmi 2.5.8 Með sama hætti getum við fundið fágaða framlengingu á fallinu f (x) =
arcsin x frá bilinu ]−1, 1[ yr á opið mengi X í C, þannig að f (z) verði andhverfa tvinngilda
sinfallsins, sin f (z) = z . Eins og í síðasta dæmi, þá byrjum við á því að leysa jöfnuna
z = sin w,
1 iw
z = sin w = (e − e−iw ),
2i
eiw − 2iz − e−iw = 0,
e2iw − 2izeiw − 1 = (eiw − iz)2 + z 2 − 1 = 0,
(eiw − iz)2 = 1 − z 2 .

Nú þurfum við að taka kvaðratrót. Það gerum við með sama hætti og í síðasta sýndæmi
og við skilgreinum X eins og þar. Þá gildir

eiw − iz = ±(1 − z 2 )1/2 .

Til þess að sjá hvort formerkið á að taka, þá athugum við að sin 0 = 0 segir að z = 0 svari
til w = 0, svo − er útilokað og við sjáum jafnframt að

f (z) = w = −iλ((1 − z 2 )1/2 + iz), z ∈ C \ {x ∈ R; |x| ≥ 1},

þar sem λ er einhver logri. Nú er eftir að sýna λ sé höfuðgrein lograns. Til þess þurfum
við að vita að myndmengið af vörpuninni
1
(2.5.1) X → C, z 7→ (1 − z 2 ) 2 + iz,

sé í skilgreiningarsvæði höfuðgreinarinnar.
Nú kemur í ljós að engin hrein þvertala liggur í myndmenginu. Það sjáum við með því
1
að gera ráð fyrir að (1 − z 2 ) 2 + iz = it, t ∈ R og fáum

1 −t2 − 1
(1 − z 2 ) 2 = i(t − z), (1 − z 2 ) = −(t2 + z 2 − 2tz), z= .
2t
Þar með er z rauntala og jafnan z 2 = 1 + (t − z)2 segir okkur
......................
....
... √
.........
.......
......
...
... 1 − x2 + ix
......
.....
...
að |z| ≥ 1. Þar með höfum við að z 6∈ X . √
...
...
... ......
..
............
..... . ...
.... ... .....
...
... ..
Við sjáum að vörpunin 2.5.1 varpar x ∈]−1, 1[ á 1 − x2 +
... . ...
..... ....
...
...
... ...
x
.
..
.....
..... .
.
...
...
...
... ............ ...
ix sem er punktur í hægra hálfplaninu {z ∈ C; Re z > 0}. Þar
..
θ
... ....... .... .
...
.
...........................................................................................................................
• ... ..
sem mengið X er samanhangandi þá er myndmengi vörpun- ...
...
... R ..
....
...

... ...
arinnar hlutmengi í hægra hálfplaninu {z ∈ C; Re z > 0}, en ...
...
... .
...
...
...

..
það er aftur hlutmengi af skilgreiningarmengi Log. Við höfum ...
...
...
.......
.....
...
.....
... ..
því
.
... ......
.......
...............................

Mynd: θ = arcsin x
1
2
f (z) = −iLog((1 − z ) + iz),
2

z ∈ C \ {x ∈ R; |x| ≥ 1}.
62 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

Til þess að staðfesta að þessi formúla ge okkur útvíkkun á


arcsinfallinu, þá setjum við z = x ∈] − 1, 1[ inn í formúluna
og fáum
√ √
f (x) = −iLog((1 − x2 )1/2 + ix) = Arg( 1 − x2 + ix) − i ln | 1 − x2 + ix|.
√ √
Við sjáum á myndinni að Arg( 1 − x2 + ix) = arcsin x og við höfum einnig að | 1 − x2 +
ix| = 1, svo
arcsin x = −iLog((1 − x2 )1/2 + ix), x ∈] − 1, 1[.


Sýnidæmi 2.5.9 Að lokum skulum við líta á fágaða útvíkkun á fallinu arctan x, en það
er raunfágað á öllu menginu R. Við byrjum á því að leysa jöfnuna z = tan w, en hún
gefur
sin w eiw − e−iw e2iw − 1 iz + 1 i−z
z= = iw −iw
= 2iw
, e2iw = = .
cos w i(e + e ) i(e + 1) −iz + 1 i+z
Nú skulum við kanna fyrir hvaða mengi X formúlan
 
−i i−z
f (z) = Log , z ∈ X,
2 i+z
...
gildir. Hún gildir um öll z þannig að (i − z)/(i + z) = t er ...
..
...
...
ekki á neikvæða raunásnum. Við skulum taka t ≤ 0 og sjá ...
...
•i .

hvaða punktar z eru þar með útilokaðir. Við leysum z út, z = ...............................................................................................................

i(1 − t)/(1 + t) og sjáum þar með að z er hrein þvertala og •....... −i R


...
...
...
|z| = (1 + |t|)/(1 − |t|) ≥ 1. ...
...
..

Mynd: Svæði arctan


Hér með höfum við séð að fallið f er vel skilgreint með formúl-
unni hér að framan ef X = C \ {ix; x ∈ R, |x| ≥ 1}. Nú er −x + i ..................... .... x + i
.......... ....... ....... ....... ....... .............
....
.....
..... θ .....
.....
einungis eftir að sýna fram á að f (x) = arctan x fyrir öll x ∈ R. ..... ....
.........................
..... .....
.......................................................•
..........
.............................................................
Við athugum fyrst að −x
.
xR
.

    Mynd: θ = arctan x
−i i−x 1 i−x
f (x) = Log = Arg , x ∈ R,
2 i+x 2 i+x

því |i−x| = |i+x| fyrir öll x ∈ R, svo ln(|i−x|/|i+x|) = 0. Talan θ = Arg((i−x)/(i+x))


er hornið milli tvinntalnanna i − x og i + x og greinilega gildir tan(θ/2) = x. Þar með er
niðurstaðan f (x) = θ/2 = arctan x. 
2.6. SANNANIR Á NOKKRUM NIÐURSTÖÐUM 63

d 1
Sýnidæmi 2.5.10 Sýnið að arcsin z = 1 , {x ∈ R ; |x| ≥ 1}.
dz (1 − z 2 ) 2
Lausn: Skrifum w = arcsin z . Þá er z = sin w. Ef við setjum f (w) = sin w, þá er
1 1
f 0 (w) = cos w = (1 − sin2 w) 2 = (1 − z 2 ) 2

Hér er höfuðgrein kvaðratrótarinnar tekin. Í sýnidæmi 2.5.7 vorum við búin að sannfæra
okkur um að 1 − z 2 væri punktur í C \ R− , sem er skilgreiningarsvæði höfuðgreinarinnar.
Samkvæmt reiknireglunni um aeiður af andhverfu falls er
d 1 1
arcsin z = f [−1] 0 (z) = 0

= 1 .
dz f (w) (1 − z 2 ) 2


2.6 Sannanir á nokkrum niðurstöðum


Nú tökum við fyrir sannanir á nokkrum niðurstöðum sem sleppt var í fyrr í kaanum. Það
er hyggilegt að byrja á því að setja fram skilyrðið um C-deildanleika fram á nýjan hátt:

Hjálparsetning 2.6.1 Látum X vera opið mengi í C, a ∈ X og f : X → C vera fall. Þá


gildir:
(i) f er Cdeildanlegt í punktinum a þá og því aðeins að til sé tvinntala A og fall
ϕa : X → C, samfellt í a og með ϕa (a) = 0, þannig að

(2.6.1) f (z) = f (a) + A(z − a) + (z − a)ϕa (z), z ∈ X.

Talan A er ótvírætt ákvörðuð, A = f 0 (a).


(ii) f er Cdeildanlegt í punktinum a þá og því aðeins að til sé fall Fa : X → C, sem
er samfellt í a, þannig að

f (z) = f (a) + (z − a)Fa (z), z ∈ X.

Fallið Fa er ótvírætt ákvarðað og Fa (a) = f 0 (a). 

Sönnun: (i) Ef f er Cdeildanlegt í a, þá skilgreinum við



 f (z) − f (a)
− f 0 (a), z 6= a,
ϕa (z) = z−a
0, x = a.

Þá er ljóst að (2.6.1) gildir og limz→a ϕ(z) = ϕ(a) = 0. Öfugt, ef (2.6.1) gildir, þá er


f (a + h) − f (a)
lim = lim A + ϕa (a + h) = A
h→0 h h→0

og því er f Cdeildanlegt í a og f 0 (a) = A.


(ii) leiðir beint af (i). Við tökum Fa (z) = A + ϕa (z). 
64 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

Sönnun á setningu 2.2.2: Samkvæmt hjálparsetningu 2.6.1 (ii) er


lim f (z) = f (a) + lim (z − a)Fa (z) = f (a).
z→a z→a


Sönnun á setningu 2.2.3: Við beitum hjálparsetningu 2.6.1 í öllum liðunum. Látum því
Fa , Ga : X → C vera föll sem eru samfelld í a og uppfylla
(2.6.2) f (z) = f (a) + (z − a)Fa (z), g(z) = g(a) + (z − a)Ga (z), z ∈ X.
(i) Setjum h = αf + βg . Samkvæmt hjálparsetningu 2.6.1 dugir að sanna að til sé
fall Ha , sem er samfellt í a, þannig að h(z) = h(a) + (z − a)Ha (z). Af (2.6.2) leiðir að
Ha = αFa + βGa og að við fáum h0 (a) = Ha (a) = αFa (a) + βGa (a) = αf 0 (a) + βg 0 (a).
(ii) Setjum nú h = f g . Hér dugir að sanna að h(z) = h(a) + (z − a)Ha (z) þar sem Ha
er samfellt í a. Samkvæmt (2.6.2) er

h(z) = h(a) + (z − a) (Fa (z)g(a) + f (a)Ga (z) + (z − a)Fa (z)Ga (z)) .


Þar með er
Ha (z) = Fa (z)g(a) + f (a)Ga (z) + (z − a)Fa (z)Ga (z)
sem er samfellt í a og Ha (a) = Fa (a)g(a) + f (a)Ga (a) = f 0 (a)g(a) + f (a)g 0 (a).
(iii) Fyrst g(a) 6= 0 og g er samfellt í a, þá er mengið Y = {z ∈ X; g(z) 6= 0} grennd
um punktinn a og við athugum að
1 1 −Ga (z)
= + (z − a) , z ∈ Y.
g(z) g(a) g(a)g(z)
Fyrst g(a) 6= 0 og g er samfellt í a, þá sjáum við að fallið
−Ga (z)
z 7→ , z ∈ Y,
g(a)g(z)
er samfellt í a og þar með er 1/g Cdeildanlegt í a og
−g 0 (a)
 
1 0 −Ga (a)
(a) = = .
g g(a)2 g(a)2
Reglan leiðir nú af þessari formúlu og (ii). 
Sönnun á setningu 2.2.6: (i) Við ætlum að beita hjálparsetningu 2.6.1 (ii) og látum því
Fa : X → C vera samfellt í a og Gb : Y → C vera samfellt í b þannig að
f (z) = f (a) + (z − a)Fa (z), z ∈ X, g(w) = g(b) + (w − b)Gb (w), w ∈ Y.
Þá er

h(z) = g(f (z)) = g(b) + (f (z) − b)Gb (f (z))


= g(f (a)) + (f (z) − f (a))Gb (f (z))
= h(a) + (z − a)Fa (z)Gb (f (z))
= h(a) + (z − a)Ha (z).
2.6. SANNANIR Á NOKKRUM NIÐURSTÖÐUM 65

þar sem fallið Ha (z) = Gb (f (z))Fa (z) er greinilega samfellt í a, því Fa er samfellt í a, f
er samfellt í a og Gb er samfellt í b = f (a). Við höfum Ha (a) = Gb (b)Fa (a) = g 0 (b)f 0 (a).
(ii) Látum nú Gb : Y → C vera samfellt í b, Ha : X → C vera samfellt í a og gerum
ráð fyrir að

g(w) = g(b) + (w − b)Gb (w), w ∈ Y, h(z) = h(a) + (z − a)Ha (z), z ∈ X.

Ef við stingum w = f (z) inn í fyrri jöfnuna og notum að g(f (z)) = h(z), þá fáum við

(f (z) − f (a))Gb (f (z)) = (z − a)Ha (z), z ∈ X.

Fyrst Gb er samfellt í b, Gb (b) = g 0 (b) 6= 0 og f er samfellt í a, þá er til grennd U um a


þannig að Gb (f (z)) 6= 0 fyrir öll z ∈ U . Nú setjum við

Ha (z)


 , z ∈ U,
Fa (z) = Gb (f (z))
 f (z) − f (a) , z ∈ X \ U.

z−a
Þá gefur (2.6) að f (z) = f (a) + (z − a)Fa (z). Greinilega er Fa samfellt í punktinum a og

Ha (a) h0 (a)
Fa (a) = = 0 .
Gb (f (a)) g (b)


Sönnun á fylgisetningu 2.2.7: Setjum h(z) = z , z ∈ C. Þá er h fágað á C og

z = h(z) = f ◦ f [−1] (z), z ∈ Y.

Hér er f í hlutverki g og f [−1] í hlutverki f í setningu 2.2.6 (ii). Þar með er f [−1] C
deildanlegt í b og formúlan (f [−1] )0 (b) = 1/f 0 (a) gildir. 
Sönnun á setningu 2.3.2: Við sönnum setninguna í sértilfellinu α = 0. Almenna tilfellið
fæst síðan með því að skipta á fallinu f (z) og f (z +α). Við tökum a ∈ S(0, %). Samkvæmt
hjálparsetningu 2.6.1 (ii) dugir að sanna að tilP sé fall Fa : X → C, þannig að f (z) =
f (a) + (z − a)Fa (z), Fa samfellt í a og Fa (a) = ∞ n=1 nan a
n−1
. Við athugum fyrst að

z n − an = (z − a)(z n−1 + az n−2 + · · · + an−2 z + an−1 ),


lim (z n−1 + az n−2 + · · · + an−2 z + an−1 ) = nan−1 .
z→a

Af fyrri formúlunni leiðir



X
f (z) = f (a) + an (z n − an )
n=0

X
= f (a) + (z − a) an (z n−1 + az n−2 + · · · + an−2 z + an−1 )
n=1
66 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

þar sem síðasta röðin er samleitin fyrir öll z ∈ S(0, %). Við setjum því
P
 ∞ n=1 an (z
n−1
+ az n−2 + · · · + an−2 z + an−1 ), z ∈ S(0, %),
Fa (z) = f (z) − f (a)
 , z ∈ X \ S(0, %).
z−a
Við þurfum nú einungis að sanna að

X
lim Fa (z) = Fa (a) = nan an−1 .
z→a
n=1

Til þess að gera það, þá tökum við r sem uppfyllir |a| < r < %, og athugum að

|an (z n−1 + az n−2 + · · · + an−2 z + an−1 )| ≤ n|an |rn−1 , |z| ≤ r,

og jafnframt að

X
n|an |rn−1 < +∞,
n=1

því samleitnigeisli raðarinnar er ≥ % > r. Samleitnipróf Weierstrass (setning 3.5.3) segir


okkur nú að röðin sem skilgreinir Fa sé samleitin í jöfnum mæli á menginu S(0, r). Þar
með er Fa samfellt í S(0, %) og

Fa (a) = lim Fa (z)


z→a

X
= lim an (z n−1 + az n−2 + · · · + an−2 z + an−1 )
z→a
n=1

X
= nan an−1 .
n=1


2.7. ÆFINGARDÆMI 67

2.7 Ængardæmi
1. Staðfestið að fallið ez = ex (cos y + i sin y) sé fágað með því að sýna að Cauchy-
Riemann-jöfnurnar séu uppfylltar.
2. Sýnið að einungis sé til eitt fall f ∈ O(C) sem uppfyllir f (z + w) = f (z)f (w) fyrir öll
z, w ∈ C og f (x) = ex fyrir öll x ∈ R.
3. Hver eftirtalinna falla eru fáguð föll af z = x + iy = r(cos θ + i sin θ)? Reiknið út
Wirtinger-aeiðurnar ∂z f og ∂z̄ f .
a) f (z) = 1/(z − 2), b) f (z) = z + 1/z ,
c) f (z) = 1/(z 2 − 1), d) f (z) = z 2 |z|2 ,
e) f (z) = (Im z)2 , f) f (z) = r(cos θ − i sin θ),
4. Kannið hvort eftirtalin föll eru fáguð með því að athuga hvort Cauchy-Riemann-
jöfnurnar séu uppfylltar
a) f (z) = x2 − y 2 − 2ixy ,
b) f (z) = 21 ln(x2 + y 2 ) + i arctan(y/x),
c) f (z) = 12 ln(x2 + y 2 ) + iarccot(x/y).
5. Látum f : X → C, f = u + iv vera fágað fall þar sem u = Re f og v = Im f tákna
raun- og þverhluta. Sýnið að stiglarnir ∇u og ∇v séu innbyrðis hornréttir í sérhverjum
punkti z ∈ X .
6. Hlutaeiðuvirkinn
∂2 ∂2
∆= +
∂x2 ∂y 2
nefnist Laplace-virki, óhliðraða hlutaeiðujafnan ∆u = 0 nefnist Laplace-jafna og lausn
u : X → C á henni er sögð vera þýtt fall á X . Látum f : X → C, f = u + iv vera fágað
fall þar sem u = Re f og v = Im f tákna raun- og þverhluta. Sýnið að bæði u og v séu
þýð föll, þ.e. að þau uppfylli Laplacejöfnuna
∂ 2u ∂ 2u ∂ 2v ∂ 2v
+ = + = 0.
∂x2 ∂y 2 ∂x2 ∂y 2

∂2
7. Sýnið að ∆ = 4 .
∂z∂ z̄
8. Sýnið að í pólhnitum z = reiθ séu hlutaeiðuvirkjarnir ∂/∂z , ∂/∂ z̄ og ∆ gefnir með
formúlunum:

e−iθ ∂ eiθ ∂
   
∂ i ∂ ∂ i ∂
= − , = +
∂z 2 ∂r r ∂θ ∂ z̄ 2 ∂r r ∂θ
∂2 1 ∂2 1 ∂2
 
1 ∂ 1 ∂ ∂
∆= 2 + + 2 2 = r + 2 2.
∂r r ∂r r ∂θ r ∂r ∂r r ∂θ

9. Sýnið að um sérhvert fágað fall f : X → C gildi


 2  2
∂x |f (z)| + ∂y |f (z)| = |f 0 (z)|2 ,
68 KAFLI 2. FÁGUÐ FÖLL

fyrir öll z þannig að f (z) 6= 0.


10. Látum f : X → C vera fágað fall á opnu hlutmengi X í C. Sýnið að Jacobi-ákveðan
af fallinu f í punktinum z sé |f 0 (z)|2 . Látum M vera lokað og takmarkað hlutmengi af C
og gerum ráð fyrir að f varpi einhverri opinni grennd um M gagntækt á opna grennd um
N = f (M ). Notið formúluna fyrir breytuskipti í tvöföldu heildi til þess að sýna að
ZZ ZZ
ϕ(ζ) dξdη = ϕ(f (z))|f 0 (z)|2 dxdy,
N M

fyrir sérhvert fall sem er samfellt í grennd um N , ζ = ξ + iη og z = x + iy .


11. Leiðið út eftirfarandi formúlur fyrir andhverfur breiðbogafallanna og nnið heppilegt
mengi þar sem þær gilda:
1
a) arcsinhz = Log z + (z 2 + 1) 2 ,
1

 1) ,
b) arccoshz = Log z+ (z 2 − 2

1 1+z
c) arctanhz = Log
2 1−z
12. Leiðið út eftirfarandi formúlur fyrir aeiður andhverfu hornafallanna og breiðboga-
fallanna:
d 1 d −1
a) arcsin z = 1 , b) arccos z = 1 ,
dz (1 − z 2 ) 2 dz (1 − z 2 ) 2
d 1 d 1
c) arctan z = , d) arcsinhz = 1 ,
dz 1 + z2 dz (z 2 + 1) 2
d 1 d 1
e) arccoshz = 1 , f) arctanhz = .
dz 2
(z − 1) 2 dz 1 − z2
13. Skilgreinum αz = ezLogα . Skrið eftirfarandi tvinntölur á forminu x + iy , þar sem x
og y eru rauntölur, og teiknið þær á mynd:
a) Log(−i), b) (−i)i , c) 2πi , d) (1 + i)(1+i) , e) (1 + i)i (1 + i)−i .
14. Finnið allar lausnir jafnanna:
a) Logz = π/4, b) ez = i, c)∗ sin z = i, d) tan2 z = −1.
Kai 3

CAUCHY-SETNINGIN OG
CAUCHY-FORMÚLAN

Samantekt. Við höldum nú áfram með umfjöllun okkar um fáguð föll, sem við hófum
í síðasta kaa. Við rifjum fyrst upp nokkur atriði um vegheildun í tvinntalnaplaninu og
setningu Greens. Síðan sönnum við undirstöðusetningu tvinnfallagreiningarinnar, sem
kennd er við Cauchy. Það sem eftir er kaans fjöllum við um aeiðingar hennar, en
þær eru ótalmargar. Við beitum Cauchy-setningunni meðal annars til þess að sanna
undirstöðusetningu algebrunnar og til þess að reikna út ýmis ákveðin heildi.

3.1 Vegheildun

Ferlar og vegir

Við byrjum á því að rifja upp helstu hugtök um vegheildun í tvinntöluplaninu C. Ferill í
C er myndmengi samfellds falls γ : [a, b] → C, þar sem gen er stefnan frá upphafspunkti
uγ = γ(a) til lokapunkts eγ = γ(b) ferilsins. Ef uγ = eγ , þá segjum við að ferilinn sé
lokaður. Við segjum að ferillinn sé einfaldur ef γ(t1 ) 6= γ(t2 ) fyrir t1 6= t2 , með hugsanlegri
undantekningu að γ(a) = γ(b). Að ferillinn sé einfaldur þýðir nákvæmlega að hann skeri
ekki sjálfan sig, hugsanlega með þeirri undantekningu að upphafs- og lokapunkturinn sé
sá sami. Þó svo að ferillinn sé myndmengi samfellda fallsins γ , þá lítum við oft svo á
að ferilinn sé fallið sjálft og köllum hann þá stikaferil. Stöku sinnum viljum við þó gera
greinarmun á þessu tvennu og þá notum við táknið mynd(γ) = {γ(t); t ∈ [a, b]} til að
tákna ferilinn og segjum að ferillinn sé stikaður með γ .

69
70 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

...
• ...
...
......

.......
.
....... ............................
....... ...... .....
..........................
... ..... ..... ..... .....
....
.... ...
.
...
....
. ..
..
...
...
.
...
...
... ....
....
...
...
•.......... ..
..
.. .. ..
... ... .. ..
.. .. . ..
.... .. ............................... ..
... .. ..
... ..
..
.... .. ..... ... .. .... ...
... .... ... ....
..... .. ..... .....
.. ...... .. ...... .........
..... ..
............................
....
..
.....
.
... ..
.. ....
... .
..
.
... . . ....

... .....
.
..
.
.
.
..
.
.....
.
..........
.
.... .........
.......
......
....
.. ..... ..
...
.... .
. ..... ....
.. ........................
.. .. ..... ...
.
...
.. ... ..
.. ....
... .. .. .... ..
..
.. .. .. .. ...
.
. .
... ... .... . ..
... ... .. ... ... ..
... .... ... .... ... ..
.
... .... ..... .... .... .
...
... .... ....... ..... ...... . .
..
............... .................... ..................................
• •... ....
. .....

einfaldur, ekki einfaldur, einfaldur lokaður, ekki einfaldur lokaður.

Mynd: Vegir.
Ferill sem er samfellt deildanlegur á köum kallast vegur. Þetta þýðir að til er skipting
a = t0 < t1 · · · < tn = b á bilinu [a, b] þannig að γ sé samfellt deildanlegt á opnu bilunum
]tj−1 , tj [, j = 1, . . . , n og að í endapunktum bilanna séu bæði hægri og vinstri aeiða til,

γ(tj + h) − γ(tj )
lim , j = 0, . . . , n − 1,
h→0+ h
γ(tj + h) − γ(tj )
lim , j = 1, . . . , n.
h→0− h

Lengd vega
Ef γ er vegur, þá er unnt að skilgreina lengd hans sem
N
X
L(γ) = lim |γ(τj ) − γ(τj−1 )|,
j=1

þar sem markgildið er tekið þegar fínleiki skiptingarinnar a = τ0 < τ1 < · · · < τN = b
stefnir á núll. Með því að líta á hægri hliðina í þessari jöfnu sem Riemann-summu, þá
fáum við Z b
L(γ) = |γ 0 (t)| dt.
a
Heildið er vel skilgreint, því γ er samfellt deildanlegt á köum og því er aeiðan samfelld
alls staðar nema í endanlega mörgum punktum, en í grennd um þá punkta er γ 0 takmarkað.

Heildi með tilliti til bogalengdar


Látum nú C vera veg og f vera samfellt fall á C . Við skilgreinum heildið af f yr C með
tilliti til bogalengdar sem
Z Z b
f ds = f (γ(t))|γ 0 (t)| dt.
C a

Við notum líka táknin


Z Z Z
f ds, f |dz| og f |dz|
γ C γ
3.1. VEGHEILDUN 71

fyrir þetta heildi, ef vegurinn C er stikaður með γ . Við sjáum að heildið er óháð stikuninni,
því ef við stikum veginn með γ1 = γ ◦ h, þar sem h : [c, d] → [a, b], þá fáum við
Z d Z d
0
f (γ1 (t))|γ1 (t)| dt = f (γ(h(t)))|γ 0 (h(t))h0 (t)| dt
c c
Z b
= f (γ(τ ))|γ 0 (τ )| dτ.
a

Á þessari sömu formúlu sjáum við að heildið er jafnframt óháð stefnunni á veginum.

Vegheildi
Ef f er skrifað sem fall af z = x + iy og γ(t) = α(t) + iβ(t), þá skilgreinum við heildið af
f yr C með tilliti til x sem
Z Z Z b
f dx = f dx = f (γ(t))α0 (t) dt
C γ a

og heildið af f yr C með tilliti til y sem


Z Z Z b
f dy = f dy = f (γ(t))β 0 (t) dt.
C γ a

Ef f og g eru samfelld föll á C , þá setjum við


Z Z Z
f dx + g dy = f dx + g dy.
C C C

Eðlilegt er að skilgreina heildið af f yr veginn C með tilliti til z og z̄ með formúlunum
Z Z Z Z b
f dz = f dz = f dx + if dy = f (γ(t))γ 0 (t) dt,
C γ γ a
Z Z Z Z b
f dz̄ = f dz̄ = f dx − if dy = f (γ(t))γ 0 (t) dt.
C γ γ a

Við athugum nú að öll þessi heildi eru háð stefnunni á C .

Heildi yr öfugan veg


Við skilgreinum öfuga veginn γ− við γ með formúlunni
γ− (t) = γ(a + b − t), t ∈ [a, b].
Öfugi vegurinn γ− við γ stikar sama mengi og γ , en farið er yr mengið í öfuga stefnu,
þ.e. uγ− = eγ og eγ− = uγ . Við fáum því
Z b Z b
0
f (γ− (t))α− (t) dt = f (γ(a + b − t))(−α0 (a + b − t)) dt
a a
Z b
=− f (γ(t))α0 (t) dt.
a
72 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Þar með er Z Z
f dx = − f dx,
γ− γ

og á sama hátt fáum við


Z Z Z Z Z Z
f dy = − f dy, f dz = − f dz og f dz̄ = − f dz̄.
γ− γ γ− γ γ− γ

Mat á heildum
Við þurfum oft að meta heildi og notfærum okkur þá oftast formúluna
Z Z Z
| f (z) dz| ≤ |f (z)| |dz| ≤ max |f (z)| |dz| = max |f (z)|L(C).
C γ z∈C γ z∈C

Sýnidæmi 3.1.1 Við höfum



2πr
dz  r2 − 1 , r > 1,
Z 

≤ 2πr

∂S(0,r) 1 + z2  , r < 1.
1 − r2
Þetta sjáum við með því að athuga fyrst að lengd hringsins ∂S(0, r) er 2πr og nota
þríhyrningsójöfnuna til þess að meta heildisstofninn, |1 + z 2 | ≥ |1 − r2 |, ef |z| = r, sem
gefur 1/|1 + z 2 | ≤ 1/|1 − r2 |. 

Heildi yr línustrik og hringboga


Mikilvægustu vegheildin, sem við þurfum að reikna út, eru tekin yr hringboga og línustrik.
Við skulum líta á stikanir á þessum ferlum. Ef α og β eru tveir punktar í C, þá látum við
hα, βi tákna línustrikið á milli þeirra. Það er geð með stikuninni
γ : [0, 1] → C, γ(t) = (1 − t)α + tβ, γ 0 (t) = (β − α), t ∈ [0, 1],
og þar með er Z Z 1
f dz = (β − α) f ((1 − t)α + tβ) dt.
hα,βi 0

Boginn af hringnum ∂S(α, r), sem liggur milli horngildanna t = a og t = b, b − a ≤ 2π ,


er stikaður með

γ : [a, b] → C, γ(t) = α + reit , γ 0 (t) = ireit , t ∈ [a, b],


og við fáum
Z Z b Z b
it it
f dz = f (α + re )ire dt = ir f (α + reit )eit dt.
γ a a

Auðvelt er að sýna fram á, að opið mengi X er svæði þá og því aðeins að hægt sé að


tengja sérhverja tvo punkta saman með vegi, sem samanstendur af línustrikum. Einnig er
auðvelt að sýna að alltaf sé hægt að velja ferilinn einfaldan og strikin samsíða hnitaásunum.
3.2. GREEN-SETNINGIN 73

Stofnföll
Undirstöðusetning stærðfræðigreiningarinnar gefur okkur
Setning 3.1.2 Gerum ráð fyrir að X sé opið mengi og f ∈ C(X). Ef f hefur stofnfall
F , þ.e.a.s. ef til er fall F ∈ O(X) þannig að F 0 = f þá er
Z
f (z) dz = F (eγ ) − F (uγ )
γ

fyrir sérhvern veg γ í X . Sérstaklega gildir


Z
f (z) dz = 0
γ

fyrir sérhvern lokaðan veg γ í X . Ef X er svæði og f 0 (z) = 0 fyrir öll z ∈ X , þá er f


fastafall. 
Sönnun: Keðjureglan og undirstöðusetningin gefa okkur
Z Z b
f (z) dz = f (γ(t))γ 0 (t) dt
γ a
Z b
d
= F (γ(t)) dt = F (γ(b)) − F (γ(a)) = F (eγ ) − F (uγ ).
a dt
Ef X er svæði og f = 0, þá tökum við tvo punkta α og β í X og veg γ með uγ = α og
0

eγ = β . Þá er Z
f (β) − f (α) = f 0 dz = 0,
γ
og þar með er f (β) = f (α). Þetta segir okkur að f sé fastafall. 

3.2 Green-setningin
Nú skulum við rifja upp Green-setninguna. Við látum X vera opið hlutmengi af C, Ω
vera opið hlutmengi af X þannig að jaðarinn ∂Ω á Ω sé í X og gerum ráð fyrir að ∂Ω sé
einfaldur lokaður vegur sem stikaður er í jákvæða stefnu miðað við Ω. Þetta þýðir að
∂Ω = mynd(γ) = {γ(t); t ∈ [a, b]}
þar sem γ(a) = γ(b), γ(t1 ) 6= γ(t2 ) ef t1 6= t2 , t1 , t2 ∈]a, b[ og í punktum þar sem γ er
deildanlegt, þá liggur Ω á vinstri hönd ef staðið er í γ(t) og horft er í stefnu γ 0 (t).

...........
.. ∂Ω
............................................................
..........
.
..........
......... ...

.....
.
......
..
.........
.
........
.......
......
.....
.
...
....
. γ 0 (t)
..... ..... ...
..... .... ...
.
...... ....
. ....
.
.
.. ... .
... ...
...
... Ω ...
..
..
...
...
.. ......
... ... ..
... .. ....
.. ......
.. ............................ ....
... ........ ......... .....
... .... ..
.
..... ........ ....
...
..
...
..... ....
....
....
........
.......... • γ(t)
....................
.....
......... .......
. .......
..........................

Mynd: Stikun á jaðri


74 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Þá segir Green-setningin að um sérhver f, g ∈ C 1 (X) gildi


Z ZZ
f dx + g dy = (∂x g − ∂y f ) dxdy.
∂Ω Ω

Þegar þessi regla hefur verið sönnuð fyrir raungild föll f og g , þá er alveg ljóst að hún
gildir fyrir tvinnföll einnig, því við tökum heildin af raun- og þverhlutum fyrir hvort um
sig.
Green-setningin gildir fyrir almennari svæði en þetta, nefnilega svæði Ω þar sem jað-
arinn ∂Ω samanstendur af einföldum vegum γj : [aj , bj ] → C, j = 1, . . . , N , sem skerast
einungis í endapunktum og hafa jákvæða stefnu miðað við Ω. Þetta þýðir að

N
[ N
[
∂Ω = mynd(γj ) = {γj (t); t ∈ [aj , bj ]},
j=1 j=1

og að í punktunum γj (t), þar sem vegirnir eru deildanlegir, er Ω á vinstri hönd ef staðið
er í γ(t) og horft er í stefnu γ 0 (t).
...............................
................. ....... ..................................................
......... ...... ........... ......
....... ....... ........
........
. .......
. .. .. .......... .....
....
........... ..
γ2
.....
.........
...
..
γ3 •
..............................
γ4
...
...
...
...
... . ..
........ .........
...
... ........
.......... .............. .. .... .
... . ..
... ............. ..................
. .... ..............
. ...
...
. ...
.
..
..
..... .... .. .................. .
... .. .
.. .. . .. ...
.. ... . ....... ..
. ...
.. ... . ..
.. .................. .
. ......
.......................................... .... ..
.. ......................... .
.... .........
.. ................ ...
.
..
.. ..
... .
..
...
...
....
.... ..
..
.. γ1
..... ...
...... ..
...... ...
....
........
..........
.............
..................................................
............... •
.........................................................
.............
.......................................
......
....

Mynd: Stikun á jaðri sem myndaður er úr fjórum vegum


Við skilgreinum heildið af f með tilliti til x og g með tilliti til y yr jaðarinn ∂Ω með
formúlunni
Z N Z
X
f dx + g dy = f dx + g dy
∂Ω j=1 γj

og Green-setningin fær þá sama form og áður


Z ZZ
f dx + g dy = (∂x g − ∂y f ) dxdy.
∂Ω Ω

3.3 Cauchy-setningin og Cauchy-formúlan


Cauchy-setningin
Nú skulum við gera ráð fyrir því að X sé opið hlutmengi í C og að Ω ⊂ X uppfylli forsendur
Green-setningarinnar. Við tökum f ∈ C 1 (X), f (z) = u(x, y) + iv(x, y), z = x + iy , þar
3.3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN 75

sem u og v eru raun- og þverhluti f . Þá gefur Green-setningin,


Z Z
(3.3.1) f dz = (u + iv) (dx + idy)
∂Ω Z∂Ω Z
= u dx − v dy + i v dx + u dy
Z∂Ω
Z ∂Ω ZZ
 
= − ∂x v − ∂y u dxdy + i ∂x u − ∂y v dxdy
Z ZΩ Ω
 
= i ∂x u + i∂x v − ∂y u + i∂y v dxdy
ZZ Ω

=i ∂x f + i∂y f dxdy.

Nú erum við komin að undirstöðusetningu tvinnfallagreiningarinnar:

Setning 3.3.1 (Cauchy-setningin ). Látum X vera opið hlutmengi af C, Ω ⊂ X vera


opið, þannig að ∂Ω ⊂ X og gerum ráð fyrir að ∂Ω samanstandi af endanlega mörgum
vegum, sem skerast aðeins í endapunktum og hafa jákvæða stefnu miðað við Ω. Ef f ∈
C 1 (X), þá er
Z ZZ
(3.3.2) f dz = i (∂x f + i∂y f ) dxdy.
∂Ω Ω

Ef f ∈ O(X), þá er
Z
(3.3.3) f dz = 0.
∂Ω

Sönnun: Við sönnuðum (3.3.2) með útreikningi okkar í (3.3.1). Ef f ∈ O(X), þá segir
Cauchy-Riemann-jafnan, sem sett er fram í setningu 2.2.8, að ∂x f + i∂y f = 0, svo (3.3.3)
leiðir beint af (3.3.2). 

Stjörnusvæði
Á sumum tegundum svæða fáum við miklu almennari útgáfu af Cauchy-setningunni en
hér hefur verið sönnuð:

Skilgreining 3.3.2 Opið mengi X kallast stjörnusvæði með tilliti til punktsins α ∈ X , ef
línustrikið hα, zi er innihaldið í X fyrir sérhvert z ∈ X . Við segjum að X sé stjörnusvæði
ef það er stjörnusvæði með tilliti til einhvers punkts í X . 
76 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

...... ...............
... ... ............ ........
... ... ............ ....
.. ....
. ..
... ........ .
...
. ..
..........
............... ... ... ..... ....
..... ......... .. .... ..... ...
..... ........ .. ... ...
.
...
.
..... ........ ....
..... ..
. .
....
...
... ..... ... ...
... ............................... .. ...
.....
.....
α ............ ..
.....
..
.... α ....
.....
....
...
..
• .
.....
......... ...
..
..
• ...
..
..
... ..... .. ...
.. ..... .. ...
.. ....... ...
... ..
.
.. .... ... ..
...
... ....... ... .... ...
... .................. ............ .. .... ....
................. ...... ..... .....
....... ....
....
...... .. ..........
...... ...
........ ............. .........
....... .................
......

Mynd: Dæmi um stjörnusvæði.

Setning 3.3.3 Ef X er stjörnusvæði með tilliti til punktsins α, þá hefur sérhvert f ∈


O(X) stofnfall, sem geð er með formúlunni
Z
(3.3.4) F (z) = f (ζ) dζ, z ∈ X.
hα,zi

og þar með gildir


Z
(3.3.5) f dz = 0
γ

fyrir sérhvern lokaðan veg γ í X . 

Sönnun: Látum h ∈ C og Ω vera þríhyrningssvæðið með hornpunktana α, z og z + h. Ef


h er nógu lítið, þá er z + h ∈ X . Fyrst X er stjörnusvæði með tilliti til α, þá hefur þetta
í för með sér að Ω ∪ ∂Ω ⊂ X . Cauchy-setningin gefur okkur að heildið af f (ζ) með tilliti
til dζ yr jaðarinn á Ω sé 0, en það jafngildir
Z Z Z
f (ζ) dζ + f (ζ) dζ + f (ζ) dζ = 0.
hα,zi hz,z+hi hz+h,αi

Þessa jöfnu notum við síðan til að fá


Z 
F (z + h) − F (z)
Z
1
= f (ζ) dζ − f (ζ) dζ
h h hα,z+hi hα,zi
Z Z 1
1
= f (ζ) dζ = f (z + ht) dt.
h hz,z+hi 0

Nú látum við h → 0 og fáum þá að F 0 = f . Setning 3.1.2 gefur nú (3.3.5). 

Cauchy-formúlan
Nú ætlum við að beita Cauchy setningunni á fallið ζ 7→ f (ζ)/(ζ − z) þar sem z er punktur
í svæðinu Ω. Þá fæst:
3.3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN 77

Setning 3.3.4 (Cauchy-formúlan). Gerum ráð fyrir sömu forsendum og í Cauchy


-setningunni. Ef f ∈ C (X), þá gildir um sérhvert z ∈ Ω að
1

Z ZZ
1 f (ζ) 1 (∂ξ + i∂η )f (ζ)
(3.3.6) f (z) = dζ − dξdη,
2πi ∂Ω ζ −z 2π Ω ζ −z

þar sem breytan í heildinu er ζ = ξ + iη . Ef f ∈ O(X), þá er


Z
1 f (ζ)
(3.3.7) f (z) = dζ.
2πi ∂Ω ζ −z

Sönnun: Látum z ∈ Ω, veljum ε svo lítið að S̄(z, ε) ⊂ Ω og setjum Ωε = Ω \ S̄(z, ε). Þá


er ∂Ωε = ∂Ω ∪ ∂S(z, ε). Við stikum hringinn ∂S(z, ε) með

γε : [0, 2π] → C, γε (t) = z + εeit .

Nú skulum við taka f ∈ C 1 (X) og beita Cauchy-setningunni á fallið

f (ζ)
ζ 7→ ,
ζ −z

með tilliti til tvinnbreytunnar ζ = ξ + iη á svæðinu Ωε . Hún gefur


Z ZZ  
f (ζ) f (ζ)
(3.3.8) dζ = i(∂ξ + i∂η ) dξdη.
∂Ωε ζ − z Ωε ζ −z

.........................................
............................................ ........... ......
......... ........ .....
......
............. ....... .....
.....
..........
........... .
...
....... ....
..
.
.................
. .. .
...
...
...... ...
...................... . .................. ...
.... ........
... .......... ..
... ............... . ... ..
..... ..
..
.
.... . .
..
.. ...
.......... .........
........ ......
.................
...
.
.
.
...
.
..
.
.
.. Ω
z •
..
.. .
.... .. .
.. .... ..................... ...
. ...
.. . .
. .. . ... ..
.. ..... . .
... .
... ......... .
. .
. .. .
.... ...... . . .
.. ... .......................... ...
.... ... .. ..
........ ..
... .
... ......
................ ...
... ....
... .....
...
.... ..
........
.
..... ...............................................................................................................
...... ............
....... ........
......... ......
.............. .......
..................................

Mynd: Skífa skorin úr svæði


Nú er ∂Ωε = ∂Ω ∪ ∂S(z, ε) og öfugi vegurinn við γε stikar ∂S(z, ε) í jákvæða stefnu miðað
við Ωε . Þar með er
Z Z Z
f (ζ) f (ζ) f (ζ)
dζ = dζ − dζ.
∂Ωε ζ − z ∂Ω ζ − z γε ζ − z

Nú stikum við síðara heildið með ζ = γε (t) = z + εeit , dζ = γε 0 (t) dt = iεeit dt og fáum
Z Z Z 2π
f (ζ) f (ζ)
(3.3.9) dζ = dζ − i f (z + εeit ) dt.
∂Ωε ζ −z ∂Ω ζ −z 0
78 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Fyrst fallið ζ 7→ 1/(ζ − z) er fágað á C \ {z}, þá gefur Leibniz-reglan okkur


 
f (ζ) i(∂ξ f (ζ) + i∂η f (ζ))
(3.3.10) i(∂ξ + i∂η ) = .
ζ −z ζ −z

Ef við notum nú (3.3.10) og (3.3.9), þá fáum við að (3.3.8) jafngildir


Z 2π Z ZZ
it f (ζ) (∂ξ + i∂η )f (ζ)
i f (z + εe ) dt = dζ − i dξdη.
0 ∂Ω ζ −z Ωε ζ −z

Ef við látum ε → 0, þá fáum við markgildið 2πif (z) í vinstri hliðinni, en tvöfalda heildið
í hægri hliðinni stefnir á heildið yr Ω. Við höfum því sannað (3.3.6) og (3.3.7) leiðir nú
af Cauchy-Riemann-jöfnunni. 

Meðalgildissetning
Í sértilfellinu að Ω sé hringskífa, þá gefur Cauchy-formúlan:

Setning 3.3.5 (Meðalgildissetning). Látum X vera opið mengi í C, f ∈ O(X), z ∈ X


og gerum ráð fyrir að S(z, r) ⊂ X . Þá gildir
Z 2π
1
f (z) = f (z + reit ) dt.
2π 0

Sönnun: Við beitum Cauchy-formúlunni með Ω = S(z, r). Hringinn ∂S(z, r) stikum við
með γ : [0, 2π] → C, ζ = γ(t) = z + reit , dζ = ireit dt. Þá er
2π 2π
f (z + reit ) it
Z Z
1 1
f (z) = it
ire dt = f (z + reit ) dt.
2πi 0 re 2π 0


Setningin segir okkur að meðalgildi fágaðs falls yr jaðar hringskífu er jafnt gildi fallsins
í miðpunkti skífunnar.

Útreikningur á heildum
Nú skulum við kanna, hvernig hægt er að beita Cauchy-formúlunni til þess að reikna út
ýmis ákveðin heildi. Til undirbúnings á því hugsum við okkur að forsendurnar í Cauchy-
setningunni séu uppfylltar og að Q(z) sé margliða af stigi m með einfaldar núllstöðvar
α1 , . . . , αm og að engin þeirra liggi á ∂Ω. Við skrifum upp stofnbrotaliðun á 1/Q(z), sem
við fjölluðum um í grein 1.5, og fáum

1 1 1
= 0 + ··· + 0 .
Q(z) Q (α1 )(z − α1 ) Q (αm )(z − αm )
3.3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN 79

Þá getum við liðað heildið


Z Z Z
f (z) 1 f (z) 1 f (z)
dz = 0 dz + · · · + 0 dz.
∂Ω Q(z) Q (α1 ) ∂Ω z − α1 Q (αm ) ∂Ω z − αm

Ef αj ∈ Ω, þá gefur Cauchy-formúlan
Z
f (z)
dz = 2πif (αj ).
∂Ω z − αj

Ef aftur á móti αj 6∈ Ω, þá er fallið f (z)/(z − αj ) fágað í grennd um Ω ∪ ∂Ω, svo


Cauchy-setningin segir okkur að heildi þess með tilliti til z yr ∂Ω sé 0. Niðurstaða þessa
útreiknings er því:

Setning 3.3.6 Gerum ráð fyrir að forsendur Cauchy-setningarinnar séu uppfylltar og að


Q sé margliða með einfaldar núllstöðvar α1 , . . . , αm og að engin þeirra liggi á ∂Ω. Þá er
Z
f (z) X f (αj )
(3.3.11) dz = 2πi .
∂Ω Q(z) α ∈Ω
Q0 (αj )
j

Heildi yr hring


Látum nú R(x, y) = p(x, y)/q(x, y) vera rætt fall af tveimur raunbreytistærðum og gerum
ráð fyrir að q(x, y) 6= 0 ef x2 + y 2 = 1. Lítum á heildið
Z 2π
(3.3.12) R(cos θ, sin θ) dθ.
0

Við athugum að ef z er á einingarhringnum og við skrifum z = eiθ , þá er

1 1 1 z2 + 1
(3.3.13) cos θ = (eiθ + e−iθ ) = (z + ) = ,
2 2 z 2z
1 1 1 z2 − 1
(3.3.14) sin θ = (eiθ − e−iθ ) = (z − ) = ,
2i 2i z 2iz
1
(3.3.15) dz = ieiθ dθ, dθ = dz.
iz
Við getum því litið á heildið (3.3.12) sem vegheildi,

z2 + 1 z2 − 1  1
Z Z
R(cos θ, sin θ) dθ = R , dz.
0 ∂S(0,1) 2z 2iz iz

Það er alltaf hægt að umrita heildisstofninn í síðasta heildinu yr á f (z)/Q(z), þar sem
Q er margliða. Í því tilfelli að Q hefur einungis einfaldar núllstöðvar, þá getum við beitt
setningu 3.3.6.
80 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Sýnidæmi 3.3.7
Z2π
dθ 2π
=√ , a > 1.
a + cos θ a2 − 1
0

Lausn: Við táknum heildið með I og getum umskrifað það sem


Z Z
1 dz 2/i
I= 2
· = 2
dz.
∂S(0,1) a + (z + 1)/(2z) iz ∂S(0,1) z + 2az + 1

Nefnarinn er Q(z) = z 2 +2az+1 = (z+a)2 −(a2 −1) og núllstöðvar hans eru
√ −a± a2 − 1.
Aðeins önnur þeirra liggur innan einingarhringsins
√ S(0, 1), α = −a + a − 1. Nú er
2

Q (z) = 2(z + a) og þar með Q (α) = 2 a − 1. Niðurstaðan er því


0 0 2

2/i 2/i 2π
I = 2πi 0
= 2πi √ =√ .
Q (α) 2 a2 − 1 a2 − 1


Heildi yr rauntalnalínuna


Nú skulum við líta á heildi af gerðinni
Z +∞
f (x)
dx,
−∞ Q(x)

þar sem f er fágað í grennd um R ∪ H+ , þar sem H+ = {z ∈ C; Im z > 0} táknar efra


hálfplanið og Q(z) er margliða sem hefur einungis einfaldar núllstöðvar í efra hálfplaninu
og engar núllstöðvar á R. Nú lítum við á svæðið Ωr = {z ∈ C; Im z > 0, |z| < r}, sem
er hálf hringskífa. Jaðar hennar samanstendur af línustrikinu h−r, ri og hálfhringnum
γr (t) = reit , t ∈ [0, π]. Ef við veljum nú r það stórt að allar núllstöðvar Q í H+ séu
innihaldnar í Ωr , þá gefur setning 3.3.6 okkur að
Z Z r Z
f (z) f (x) f (z) X f (αj )
dz = dx + dz = 2πi .
∂Ωr Q(z) −r Q(x) γr Q(z) α ∈H
Q0 (αj )
j +

..
γr
........................................
........ ......
...... .....
..... .....
...... ...
...
.
...
...
..
.
.... Ωr ...
...
...
... .
.
..............................................................................................................
. . ...

−r r
Mynd: Lokuð hálfskífa
Ef heildið yr γr stefnir á 0 þegar r → +∞, þá fæst niðurstaðan
Z +∞
f (x) X f (αj )
dx = 2πi 0 (α )
.
−∞ Q(x) α ∈H
Q j
j +

Við skulum fyrst beita þessari aðferð á þekkt heildi:


3.4. CAUCHY-FORMÚLAN FYRIR AFLEIÐUR 81

Sýnidæmi 3.3.8 Notið Cauchy-formúluna til þess að sýna að


Z+∞
dx
= π.
1 + x2
−∞

Lausn: Hér er f (z) = 1 og Q(z) = 1 + z 2 . Margliðan Q hefur eina núllstöð α = i í H+ og


Z
dz ≤ πr → 0,


2 r2 − 1 r → +∞.
γr 1 + z

Heildið verður því I = 2πi/Q0 (i) = 2πi/2i = π . 

Sýnidæmi 3.3.9 Notið Cauchy-formúluna til þess að sýna að


Z+∞
dx π
= , a > 0, b > 0, a 6= b.
(a2 + x2 )(b2 + x2 ) ab(a + b)
−∞

Lausn: Hér er f (z) = 1 og Q(z) = (a2 + z 2 )(b2 + z 2 ), sem er margliða með tvær einfaldar
núllstöðvar ia og ib í H+ . Við höfum Q0 (ia) = 2ia(b2 − a2 ) og Q0 (ib) = 2ib(a2 − b2 ) og því
er gildi heildisins
 
2πi 2πi 2πi 1 1 π(b − a) π
I= 0 + 0 = 2 2
− = 2 2
= .
Q (ia) Q (ib) 2i(b − a ) a b ab(b − a ) ab(a + b)

3.4 Cauchy-formúlan fyrir aeiður


Cauchy-formúlan fyrir aeiður
Hugsum okkur nú að forsendur Cauchy-setningarinnar séu uppfylltar og að ∂Ω sé stikað
af vegunum γj : [aj , bj ] → C, j = 1, . . . , N . Ef við beitum Cauchy-formúlunni og skrifum
upp stikunina á heildinu, þá fæst
N Z bj
1 X f (γj (t))
f (x + iy) = γj 0 (t) dt, f ∈ O(X).
2πi j=1 aj γj (t) − x − iy

Nú er heildisstofninn óendanlega oft deildanlegt fall af (x, y) á Ω, samfelldur á köum


sem fall af t á [aj , bj ] og þar að auki fágað fall af z = x + iy . Við megum því deilda fallið
f með því að taka aeiður undir heildið,
N Z bj
1 X f (γj (t))
(3.4.1) 0
f (z) = ∂x f (z) = γj 0 (t) dt
2πi j=1 aj (γj (t) − x − iy)2
82 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

fyrir öll z ∈ Ω. Á þessari formúlu sjáum við síðan að f 0 er fágað fall og að við megum
beita hlutaeiðunum undir heildið og fáum að aeiðan f 00 af f 0 er

N Z bj
2 X f (γj (t))
(3.4.2) 00
f (z) = ∂x2 f (z) = γj 0 (t) dt.
2πi j=1 aj (γj (t) − x − iy)3

Með því að velja Ω sem opnar skífur sem þekja X , þá fáum við að f ∈ C ∞ (X) og að
allar aeiður af f eru fáguð föll. Þegar við fjölluðum um Taylor-raðir í setningu 2.3.7, þá
skilgreindum við hærri C-aeiður f (n) af f með

f (0) = f, f (n) = f (n−1) )0 , n ≥ 1.

Með þrepun fáum við nú:

Setning 3.4.1 (Cauchy-formúlan fyrir aeiður). Látum X og Ω vera eins og í Cauchy-


setningunni og tökum z ∈ Ω. Þá er sérhvert f í O(X) óendanlega oft deildanlegt á X ,
allar hlutaeiður af f eru fáguð föll og
Z
n! f (ζ)
(3.4.3) f (n)
(z) = dζ.
2πi ∂Ω (ζ − z)n+1

Cauchy-ójöfnur
Með því að skrifa Ω sem hringskífu, þá fáum við:

Fylgisetning 3.4.2 (Cauchy-ójöfnur). Ef X er opið hlutmengi af C, S̄(α, %) ⊂ X ,


f ∈ O(X) og |f (z)| ≤ M fyrir öll z ∈ ∂S(α, %), þá er

|f (n) (α)| ≤ M n!/%n .

Sönnun: Cauchy-formúlan fyrir aeiður gefur okkur

|f (ζ)|
Z Z
(n) n! n!M M n!
|f (α)| ≤ |dζ| ≤ |dζ| = .
2π ∂S(α,%) |ζ − α|n+1 2π%n+1 ∂S(α,%) %n

Útreikningur á heildum
Cauchy-formúluna fyrir aeiður er hægt að nota til þess að reikna út ákveðin heildi:
3.4. CAUCHY-FORMÚLAN FYRIR AFLEIÐUR 83

Sýnidæmi 3.4.3 Sýnið að


Z 2π
dθ 2πa
= , a > 1.
0 (a + cos θ)2 (a2 − 1)3/2
Lausn: Við notum sömu aðferð og við beittum í sýnidæmi 3.3.7 og byrjum á því að
umskrifa heildið yr í vegheildi
Z Z
1 dz 4z/i
I= 2 2
· = 2 2
dz
∂S(0,1) (a + (z + 1)/(2z)) iz ∂S(0,1) (z + 2az + 1)
Z Z
4z/i f (z)
= 2 2
dz = 2
dz.
∂S(0,1) (z − β) (z − α) ∂S(0,1) (z − α)

Í næst síðasta heildinu höfum


√ við þáttað z + 2az +
2
√ 1 = (z − α)(z − β) þar sem núll-
stöðvarnar eru α = −a + a − 1 og β = −a − a2 − 1. Aðeins önnur þeirra α er
2

innan einingarhringsins S(0, 1). Í síðasta heildinu höfum við sett f (z) = 4z/i(z − β)2 og
Cauchy-setningin fyrir aeiður gefur okkur því
 
0 1 2z
I = 2πif (α) = 8π 2
− 3

(z − β) (z − β) z=α
−α − β 2πa
= 8π 3
= 2 .
(α − β) (a − 1)3/2

Sýnidæmi 3.4.4 Sýnið að Z +∞
dx π
2 2
=
−∞ (1 + x ) 2
Lausn: Við látum Ωr tákna hálfu hringskífuna Ωr = {z ∈ C; Im z > 0, |z| < r}. Þá er
Z r Z Z Z
dx dz dz f (z)
2 2
+ 2 2
= 2 2
= 2
dz = 2πif 0 (i),
−r (1 + x ) γr (1 + z ) ∂Ωr (z − i) (z + i) ∂Ωr (z − i)

þar sem f (z) = 1/(z + i)2 og f 0 (z) = −2/(z + i)3 . Við sjáum að heildið yr γr stefnir á 0
ef r → +∞, svo I = 2πi(−2)/(2i)3 = π/2. 

Setning Morera
Eftirfarandi setning er andhverfa Cauchy-setningarinnar:
Setning 3.4.5 (Morera). Látum X vera opið mengi í C, f ∈ C(X) og gerum ráð fyrir
að Z
f dz = 0
∂Ω
fyrir sérhvert þríhyrningssvæði Ω þannig að Ω ∪ ∂Ω ⊂ X . Þá er f ∈ O(X). 
Sönnun: Látum S(α, r) vera einhverja opna hringskífu sem er innihaldin í X . Allar
hringskífur eru stjörnusvæði, svo með sömu röksemdafærslu og í sönnuninni á setningu
3.3.3, þá sjáum við að til er fall F ∈ O(S(α, r)), þannig að F 0 = f í S(α, r). Samkvæmt
setningu 3.4.1 er f fágað. 
84 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Undirstöðusetning algebrunnar
Ein áhugaverð aeiðing af Cauchy-ójöfnunum er:

Setning 3.4.6 (Liouville ). Látum f ∈ O(C) og gerum ráð fyrir að f sé takmarkað


fall. Þá er f fasti. 

Sönnun: Gerum ráð fyrir að |f (z)| ≤ M fyrir öll z ∈ C. Látum z ∈ C og % > 0. Ójöfnur
Cauchy gefa |f 0 (z)| ≤ M/%. Við látum % → +∞ og fáum að f 0 (z) = 0. Þar með er f
fastafall. 
Sem aeiðingu af setningu Liouville fáum við:

Setning 3.4.7 (Undirstöðusetning algebrunnar). Sérhver margliða af af stigi n ≥ 1


með stuðla í C hefur núllstöð í C. 

Sönnun: Gerum ráð fyrir að P ha enga núllstöð og skilgreinum f ∈ O(C) með f (z) =
1/P (z). Fyrst P er af stigi n ≥ 1, þá er lim|z|→+∞ |f (z)| = 0 og þar með er f takmarkað
fall. Setning Liouville segir okkur að f sé fastafall og þar með er P fastafall. Þetta er
mótsögn, því margliða af stigi n ≥ 1 er ekki fastafall. 

3.5 Samleitni í jöfnum mæli


Í útreikningum okkar þurfum við oft að vita hvort formúlur eins og

lim lim fn (t) = lim lim fn (t),


t→α n→+∞ n→+∞ t→α
X∞ X∞
lim fn (t) = lim fn (t)
t→α t→α
n=0 n=0
Z b Z b
lim fn (t) dt = lim fn (t) dt,
n→∞ a a n→∞
∞ Z
X b Z bX ∞ 
fn (t) dt = fn (t) dt,
n=0 a a n=0
d d
lim fn (t) = lim fn (t),
dt n→∞ n→∞ dt
∞ ∞
d X X d
fn (t) = fn (t),
dt n=0 n=0
dt

gildi, þar sem {fn } er runa af föllum sem skilgreind eru á bilinu [a, b]. Eins getum við
þurft að vita hvort markfall samleitinnar fallarunu sé samfellt eða deildanlegt. Við ætlum
nú að fjalla almennt um skilyrði á rununa {fn } sem tryggja að þessar formúlur gildi.
3.5. SAMLEITNI Í JÖFNUM MÆLI 85

Skilgreiningar og einfaldar aeiðingar þeirra


Við byrjum á því að rifja upp skilgreininguna á samleitni fallaruna. Látum A vera mengi
og {fn } vera runu af föllum fn : A → C. Við segjum að runan {fn } stefni á fallið f , og
táknum það með
lim fn = f og fn → f,
n→∞

ef talnarunan {fn (a)} stefnir á f (a) fyrir öll a ∈ A. Þetta þýðir að fyrir sérhvert a ∈ A
og sérhvert ε > 0 er til N > 0 þannig að

|fn (a) − f (a)| < ε, fyrir öll n ≥ N.

Talan N getur verið háð bæði a og ε, N = N (a, ε). Ef hægt er að velja töluna N óháð a,
þá segjum við að fallarunan {fn } stefni á fallið f í jöfnum mæli á A:

Skilgreining 3.5.1 Látum A vera mengi og {fn } vera runu af föllum á A með gildi í C.
Við segjum að {fn } stefni á fallið f í jöfnum mæli á A, ef fyrir sérhvert ε > 0 er til N
þannig að
|fn (a) − f (a)| < ε, fyrir öll n ≥ N og öll a ∈ A.
Við segjum að {fn } sé samleitin í jöfnum mæli á A P, ef til er fall f þannig að {fn } stefni
á f í jöfnum mæli á A. P Við segjum að fallaröðin ∞ k=0 fk sé samleitin í jöfnum
P∞ mæli ef
n
runan af hlutsummum { k=0 fk } er samleitin í P jöfnum mæli. Ef fallaröðin k=0 |fk | er
samleitin í jöfnum mæli á A, þá segjum við að ∞ k=0 fk sé alsamleitin í jöfnum mæli á
menginu A. 

Í því tilfelli að fn og f eru raungild föll má einnig orða skilgreininguna svo, að fyrir
sérhvert ε > 0 sé til N = N (ε), þannig fyrir öll n ≥ N er graf fallsins fn innihaldið í
menginu
{(a, y); a ∈ A, f (a) − ε < y < f (a) + ε}.

Sýnidæmi 3.5.2 Myndin sýnir runu {fn }, fn : R → R, sem stefnir á núllfallið f , en


gerir það ekki í jöfnum mæli, því |fn (1/n) − f (1/n)| = 1 fyrir öll n.
.....
.......
... .... ...
.
...........
1 ....
...
.
......
... ...
... .....
... ....
. ...
. ...
... ... ...
... ... ...
... .
.... ...
. ...
... ..... ...
... .... ...
....... ...
. ...
.............................................................................................................
. . .....

1/n 2/n
Mynd: fn → 0, ekki í jöfnum mæli


Samleitnipróf Weierstrass
Við höfum samanburðarpróf fyrir samleitni í jöfnum mæli:
86 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Setning 3.5.3 (Weierstrasspróf).


P∞
Gerum ráð fyrir að k=0 fk sé fallaröð á menginu

A, k=0 Mk sé samleitin röð af jákvæðum rauntölum og
P

0 ≤ |fk (a)| ≤ Mk fyrir öll k ≥ 1 og öll a ∈ A.


P∞
Þá er röðin k=0 fk samleitin í jöfnum mæli á A. 

P∞
Sönnun: Venjulega samanburðarpróð gefur að röðin
P∞ k=0 fk er alsamleitin í sérhverjum
punkti og þar með samleitin. Við setjum f (a) = k=0 fk (a), a ∈ A. Þá er

n
X ∞
X ∞
X
|f (a) − fk (a)| ≤ |fk (a)| ≤ Mk .
k=0 k=n+1 k=n+1

P∞
Fyrst talnarunan k=0 Mk er samleitin, þá gildir um sérhvert ε > 0 að til er N þannig að


X
Mk < ε.
k=N +1

Þetta sýnir að
n
X
|f (a) − fk (a)| < ε, fyrir öll n ≥ N og öll a ∈ A.
k=0

P∞
Þar með stefnir röðin k=0 fk á f í jöfnum mæli á A. 

Setning Abels
Við skulum nú sjá hvernig Weierstrass-prónu er beitt:

Setning 3.5.4 (Abel).


P∞
Ef n=0 an z er veldaröð með samleitnigeisla %, þá er hún
n

samleitin í jöfnum mæli á sérhverri hringskífu með miðju í 0 og geisla r < %. 

Sönnun: Við skilgreinum fn (z) = an z n og tökum s ∈ R, þannig að r < s < %. Þá er röðin



n=0 an s samleitin og því eru liðir hennar takmarkaðir. Það þýðir að til er fasti C > 0,
n
P
þannig að |an sn | ≤ C . Ef nú |z| ≤ r, þá gildir

r n
|fn (z)| = |an z n | ≤ |an |rn ≤ C , n ≥ 0.
s
P∞
Ef við skilgreinum Mn = C(r/s)n , þá er n=0 Mn samleitin, því þetta er einfaldlega
kvótaröð með kvótann r/s < 1. Weierstrasspróð gefur okkur nú að veldaröðin er
samleitin í jöfnum mæli á hringskífunni {z ∈ C; |z| ≤ r}. 
3.5. SAMLEITNI Í JÖFNUM MÆLI 87

Samleitni í jöfnum mæli og samfelldni


Nú ætlum við að kanna formúluna

(3.5.1) lim lim fn (t) = lim lim fn (t).


t→α n→+∞ n→+∞ t→α

Setning 3.5.5 Látum A vera hlutmengi af Rm og {fn } vera runu af samfelldum föllum
sem stefnir á fallið f í jöfnum mæli á A. Þá er f samfellt. 

Sönnun: Látum a ∈ A og ε > 0. Við þurfum að sýna að til sé δ > 0 þannig að

|f (x) − f (a)| < ε, ef |x − a| < δ.

Fyrst fn → f í jöfnum mæli, þá er til N þannig að

|f (x) − fn (x)| < ε/3, fyrir öll n ≥ N og x ∈ A.

Nú er fallið fN samfellt, svo til er δ > 0 þannig að |fN (x) − fN (a)| < ε/3 fyrir öll x sem
uppfylla |x − a| < δ . Við fáum því

|f (x) − f (a)| ≤ |f (x) − fN (x)| + |fN (x) − fN (a)| + |fN (a) − f (a)|
< ε/3 + ε/3 + ε/3 = ε,

fyrir öll x sem uppfylla |x − a| < δ . Þar með er fallið f samfellt í a. 


Af setningunni leiðir að (B.2.1) gildir fyrir runu af samfelldum föllum sem er samleitin
í jöfnum mæli og jafnframt:

Fylgisetning 3.5.6 Látum A vera hlutmengi af Rm og


P∞
k=0 fk vera röð af samfelldum
föllum sem er samleitin í jöfnum mæli á A. Þá er

X ∞
X
lim fk (x) = lim fk (x), fyrir öll a ∈ A.
x→a x→a
k=0 k=0

Þegar verið er að sýna fram á að markfall f samleitinnar runu af samfelldum föllum


{fn } sé samfellt, þá dugir að sýna fram á að fyrir sérhvert a ∈ A megi velja opna kúlu
B(a, εa ) = {x ∈ A; |x − a| < εa } þannig að fn → f í jöfnum mæli á B(a, εa ). Þetta gildir
vegna þess að setning 3.5.5 segir okkur að f sé samfellt í B(a, εa ) fyrir öll a ∈ A og þar
með er f samfellt á öllu menginu A.

Samleitni í jöfnum mæli og heildun


Næsta viðfangsefni er formúlan
Z b Z b
(3.5.2) lim fn (t) dt = lim fn (t) dt.
n→+∞ a a n→+∞
88 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Setning 3.5.7 Gerum ráð fyrir að {fn } sé runa af heildanlegum föllum á [a, b], að fn → f
í jöfnum mæli á bilinu [a, b]. Setjum
Z x Z x
gn (x) = fn (t) dt, og g(x) = f (t) dt.
a a

Þá stefnir gn á g í jöfnum mæli á [a, b]. 

Sönnun: Látum ε > 0. Þá er til N þannig að

|fn (t) − f (t)| < ε/(b − a), fyrir öll n ≥ N og öll t ∈ [a, b].

Þar með gildir fyrir sérhvert x ∈ [a, b]


Z x Z b Z b
ε
|gn (x) − g(x)| = | (fn (t) − f (t)) dt| ≤ |fn (t) − f (t)| dt < dt < ε,
a a a b−a
og þar með stefnir {gn } á g í jöfnum mæli á [a, b]. 
Hliðstæða þessarar setningar fyrir raðir er:

Fylgisetning
P 3.5.8 Gerum ráð fyrir að {fk } sé runa af heildanlegum föllum á bilinu [a, b]

og að röðin k=0 fk sé samleitin í jöfnum mæli á bilinu [a, b]. Þá er
Z ∞
xX ∞ Z
X x
fk (t) dt = fk (t) dt, x ∈ [a, b].
a k=0 k=0 a

Með því að skipta á stærðinni (b − a) og rúmmáli mengisins A ⊂ Rm í sönnuninni á


setningu 3.5.7, þá fáum við með sömu röksemdarfærslu:

Setning 3.5.9 Látum A vera takmarkað hlutmengi í Rm og {fn } vera runu af heildan-
legum föllum á A. Ef fn → f í jöfnum mæli á A, þá er
Z Z
lim fn (x) dx = f (x) dx.
n→+∞ A A

Hliðstæðar setningar gilda einnig um vegheildi með tilliti til bogalengdar og heildi yr
svæði með endanlegt atarmál.

Setning 3.5.10 Látum X vera opið hlutmengi í C og {fn } vera runu af samfelldum
föllum á X . Ef fn → f í jöfnum mæli á sérhverju lokuðu og takmörkuðu hlutmengi í X
og γ er vegur í X , þá er Z Z
lim fn (z) dz = f (z) dz.
n→+∞ γ γ


3.5. SAMLEITNI Í JÖFNUM MÆLI 89

Samleitni í jöfnum mæli og deildun


Nú snúum við okkur að formúlunni
d d
(3.5.3) lim fn (t) = lim fn (t).
dt n→∞ n→∞ dt

Setning 3.5.11 Látum {fn } vera runu af föllum í C 1 ([a, b]), gerum ráð fyrir að runan
{fn 0 } sé samleitin í jöfnum mæli á [a, b] og að til sé c ∈ [a, b] þannig runan {fn (c)} sé
samleitin. Þá er stefnir {fn } á fall f ∈ C 1 ([a, b]) í jöfnum mæli á [a, b] og

f 0 (x) = lim fn 0 (x), x ∈ [a, b].


n→∞

Sönnun: Ef við setjum g(x) = limn→∞ fn 0 (x) og α = limn→∞ fn (c), þá gefur (B.2.1) okkur
að g ∈ C([a, b]) og setning (B.3.1) gefur okkur að
Z x Z x
0
fn (x) = fn (c) + fn (t) dt → α + g(t) dt = f (x),
c c

þar sem síðasta jafnan er skilgreining á fallinu f . Auk þess vitum við að samleitnin er í
jöfnum mæli á [a, b]. Undirstöðusetning stærðfræðigreiningarinnar gefur að f ∈ C 1 [a, b]
og f 0 = g . 
Með þrepun fáum við hliðstæða setningu fyrir hærri aeiður:

Fylgisetning 3.5.12 Látum {fn } vera runu af föllum í C m ([a, b]) og gerum ráð fyrir því
(k)
að runurnar {fn }, 0 ≤ k ≤ m, séu samleitnar í jöfnum mæli á [a, b] og táknum markgildi
{fn } með f . Þá er f ∈ C m ([a, b]) og

f (k) (t) = lim fn(k) (t), t ∈ [a, b].


n→+∞

Raðaútgáfan ef þessari setningu er:

Fylgisetning 3.5.13 Látum


P∞
fn vera röð með liði fn í C m ([a, b]) og gerum ráð fyrir
n=0
P∞ (k)
því að
P∞ raðirnar n=0 fn , 0 ≤ k ≤ m, séu samleitnar í jöfnum mæli á [a, b] og setjum
f = n=0 fn . Þá er f ∈ C m ([a, b]) og

X
(k)
f (t) = fn(k) (t), t ∈ [a, b].
n=0


90 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Runur af fáguðum föllum


Ef {fn } er runa af samfelldum föllum á opnu mengi X , sem er samleitin í jöfnum mæli á
sérhverju lokuðu og takmörkuðu hlutmengi af X , þá gefur setning 3.5.5 okkur að markfallið
f er samfellt á X . Setning Morera gefur okkur meira ef föllin eru fáguð:

Setning 3.5.14 Ef {fn } er runa af fáguðum föllum á opnu hlutmengi X af C, sem er sam-
leitin í jöfnum mæli á sérhverju lokuðu og takmörkuðu hlutmengi af X , þá er markfallið
f fágað og
lim fn0 (z) = f 0 (z) z ∈ X.
n→∞

Sönnun: Látum Ω ⊂ X vera þríhyrningssvæði með ∂Ω ⊂ X . Þríhyrningurinn ∂Ω er lokað


og takmarkað mengi og því stefnir fn á f í jöfnum mæli á ∂Ω. Við megum því skipta á
markgildi og vegheildinu yr ∂Ω, svo Cauchy-setningin gefur okkur
Z Z
f (ζ) dζ = lim fn (ζ) dζ = 0.
∂Ω n→+∞ ∂Ω

Nú segir setning Morera, að f sé fágað. Tökum skífu S(α, r) ⊂ X og lítum á minni skífu
með geislann s < r. Nú gefa Cauchy-ójöfnurnar að fyrir sérhvert z ∈ S(α, s)
1
|fn0 (z) − f 0 (z)| ≤ · max |fn (ζ) − f (ζ)|
r ζ∈S(α,r)

Fyrst {fn } stefnir á f í jöfnum mæli á lokuðu skífunni S(α, r), þá segir þetta okkur að
{fn0 } stefnir á jöfnum mæli á f 0 . 
P∞
Við getum eins tekið fyrir óendanlegar raðir n=0 fn af fáguðum föllum og fáum að
markfallið ∞
X
f (z) = fn (z), z ∈ X,
n=0
PN
er fágað, ef hlutsummurnar sN (z) = n=0 fn (z) eru samleitnar í jöfnum mæli á sérhverju
lokuðu og takmörkuðu hlutmengi af X og þá má reikna út f 0 með því að deilda röðina
lið fyrir lið,

X
0
f (z) = fn0 (z), z ∈ X.
n=0

3.6 Samleitnar veldaraðir


Liðun í veldaröð
Látum X vera opið mengi í C, f ∈ O(X), % > 0 vera þannig að S(α, %) ⊂ X og f ∈ O(X).
Þá gefur Cauchy-formúlan okkur
Z
1 f (ζ)
(3.6.1) f (z) = dζ, z ∈ S(α, %).
2πi ∂S(α,%) ζ − z
3.6. SAMLEITNAR VELDARAÐIR 91

Við athugum að

1 1 1 1
= = · .
ζ −z (ζ − α) − (z − α) ζ − α 1 − (z − α)/(ζ − α)

Nú er |z − α|/|ζ − α| < 1 ef z ∈ S(α, %) og ζ ∈ ∂S(α, %) og þar með getum við liðað


þáttinn lengst til hægri í kvótaröð og fáum
∞ ∞
1 1 X (z − α)n X (z − α)n
(3.6.2) = = .
ζ −z ζ − α n=0 (ζ − α)n n=0
(ζ − α)n+1

Röðin er greinilega samleitin í jöfnum mæli fyrir öll ζ ∈ ∂S(α, %) og öll z ∈ S̄(α, % − ε),
ε < %, og því megum við skipta á óendalegu summunni og heildinu í (3.6.1). Það gefur
∞  Z 
X 1 f (ζ)
f (z) = n+1
dζ (z − α)n .
n=0
2πi ∂S(α,%) (ζ − α)

Samkvæmt Cauchy-formúlunni fyrir aeiður er

f (n) (α)
Z
1 f (ζ)
dζ = .
2πi ∂S(α,%) (ζ − α)n+1 n!

Niðurstaða þessa útreiknings er:

Setning 3.6.1 X er opið hlutmengi af C, α ∈ X , S(α, %) ⊂ X og f ∈ O(X), þá er unnt


að setja f fram með samleitinni veldaröð á skífunni S(α, %),

X
(3.6.3) f (z) = an (z − α)n , z ∈ S(α, %),
n=0

þar sem stuðlarnir an eru ótvírætt ákvarðaðir og eru gefnir með

f (n) (α)
(3.6.4) an = .
n!
Samleitnigeisli raðarinnar er stærri en eða jafn fjarlægðinni frá α út á jaðar X . 

Skilgreining 3.6.2 Ef X er opið hlutmengi af C, α ∈ X og f ∈ O(X), þá kallast


veldaröðin

X f (n) (α)
(3.6.5) (z − α)n ,
n=0
n!

Taylor-röð fágaða fallsins f í punktinum α. Ef α = 0, þá kallast hún Maclaurin-röð fágaða


fallsins f . 
92 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Núllstöðvar fágaðra falla


Skilgreining 3.6.3 Látum X vera opið hlutmengi í C, α ∈ X og f ∈ O(X). Punkturinn
α nefnist núllstöð fágaða fallsins f ef f (α) = 0 og mengið N (f ) = {α ∈ X; f (α) = 0}
kallast núllstöðvamengi fágaða fallsins f . Ef f er ekki núllfallið í S(α, %), þar sem % > 0, þá
er til minnsta gildi m > 0 á n þannig að f (n) (α) 6= 0. Talan m nefnist stig núllstöðvarinnar
α. Ef fallið f er núll í heilli grennd um α, þá segjum við að f ha núllstöð af óendanlegu
stigi í α. 
Eins og fyrir margliður þá er hægt að þátta núllstöðvar úr fáguðum föllum:
Setning 3.6.4 Fall f ∈ O(X) hefur núllstöð af stigi m > 0 í punktinum α ∈ X þá og
því aðeins að til sé g ∈ O(X) þannig að g(α) 6= 0 og
(3.6.6) f (z) = (z − α)m g(z), z ∈ X.

Sönnun: Veljum % > 0 þannig að S(α, %) ⊂ X og lítum á veldaraðaframsetningu f ,

X ∞
X
(3.6.7) f (z) = n
an (z − α) = (z − α) m
an+m (z − α)n ,
n=m n=0

þar sem z ∈ S(α, %). Við skilgreinum nú


(
f (z)/(z − α)m , z ∈ X \ {α}
g(z) = P∞ n
n=0 an+m (z − α) , z ∈ S(α, %).

Jafnan (3.6.7) gefur að þessi skilgreining sé sjálfri sér samkvæm. Fallið g er því fágað á X ,
g(α) = am 6= 0 og (3.6.6) gildir. Öfugt, ef (3.6.6) gildir, þá lítum við á veldaröð fallsins g
í punktinum α,
X∞
g(z) = bn (z − α)n , z ∈ S(α, %).
n=0

Þá er g(α) = b0 6= 0 og

X ∞
X
f (z) = (z − α)m bn (z − α)n = bn−m (z − α)n ,
n=0 n=m

svo fallið f hefur greinilega núllstöð af stigi m í punktinum α. 

3.7 Samsemdarsetningin
Við skulum rifja það upp að svæði er opið samanhangandi mengi, en það þýðir að sérhverja
tvo punkta α og β í X er unnt að tengja saman með vegi í X . Ef A er hlutmengi í C, þá
er punktur α ∈ A sagður vera einangraður í A ef til er ε > 0 þannig að A ∩ S(α, ε) = {α}.
Mengi sem samanstendur af einangruðum punktum í A er sagt vera dreift í A. Athugið
að þetta þýðir að ekki er til nein runa af ólíkum punktum í A sem er samleitin og hefur
markgildi í A.
3.7. SAMSEMDARSETNINGIN 93

Setning 3.7.1 (Samsemdarsetning I). Ef X er svæði í C, f, g ∈ O(X) og til er punktur


α í X þannig að f (n) (α) = g (n) (α) fyrir öll n ≥ 0, þá er f (z) = g(z) fyrir öll z ∈ X . 

Sönnun: Við setjum h(z) = f (z) − g(z) og þurfum að sanna að h(β) = 0, þar sem β er
einhver punktur í X . Fyrst X er svæði, þá er til vegur γ : [0, 1] → X með uγ = γ(0) = α
og eγ = γ(1) = β . Nú látum við I tákna mengi allra τ ∈ [0, 1] þannig að h(γ(t)) = 0
fyrir öll t sem uppfylla 0 ≤ t ≤ τ . Þá er 0 ∈ I , því h(α) = h(γ(0)) = 0. Takmark
okkar er að sanna að I = [0, 1] og þá fáum við h(β) = h(γ(1)) = 0. Bilið I er takmarkað
að ofan og ekki tómt, svo það hefur efra mark, sem við táknum með τ0 . Forsendan
segir okkur að veldaröðin fyrir h í punktinum α sé núll og þar með er h = 0 í heilli
grennd um α. Þetta gefur τ0 > 0. Ef τ0 = 1, þá er h(γ(t) = 0 fyrir öll t ∈ [0, 1[, svo
h(γ(1)) = limt→1 h(γ(t)) = 0. Við skulum gera ráð fyrir að τ0 < 1 og sýna hvernig það
leiðir til mótsagnar. Við setjum α0 = γ(τ0 ) og lítum á veldaröð fallsins h í grennd um α0 .
..........................................
............................................ ........... .......
........... ........ ...........
.
...
.......... .......... ..... .
............. ......
.....
.....
. ............. .......... ....
...
.........
.................
.....
..........................................
...............
....
...
...
X
.. ...
. .... ...
... ...
h(z) = 0 .
... ...

•α
... .. .. ..
..... .... .
. ...... .
....
............ .
. . ........ .................... ..
....
... . ...... .. .. ... .
. .
........ ...
..
. ... . ..... ..
•β
... ....... .. .. . .....
. ...
...
..
....
.
.. .............
.
. ....
..... • ..... ..
.
. .
........
.
.
.
.............
....
.......
. ..
..
...

.....
....
..
. .
... ...
..........
.
.. ..
γ(τ0 )
............ ... ....
.. .
.........
.....
...
..
.
..

.... ..
. .... ..
....
... .....
.. .....
... .....
... .....
.... ..
.....
..... ...
....... ......................................................................................................... .....
........... .............. .............. .......
........................................................ ..................................

Mynd: Punktar tengdir með ferli


Greinilega er h(α0 ) = 0, því h er samfellt og h(α0 ) = limτ →τ0 h(γ(τ )) = 0. Fallið h
getur ekki verið 0 í heilli grennd um α0 , því það myndi hafa í för með sér að til væri τ ∈ I ,
τ > τ0 í mótsögn við að τ0 er efra mark I . Þar með er α0 núllstöð af stigi m > 0 og við
getum skrifað
h(z) = (z − α0 )m H(z), z ∈ S(α0 , %0 ),
þar sem H ∈ O(X), H(α0 ) 6= 0 og %0 > 0. Fyrst H er samfellt, þá getum við valið %0
það lítið að H(z) 6= 0 fyrir öll z ∈ S(α0 , %0 ). Þar með sjáum við að fallið h hefur aðeins
eina núllstöð α0 í S(α0 , %0 ). Það getur ekki staðist, því limτ →τ0 − γ(τ ) = γ(τ0 ) = α0 og
h(γ(τ )) = 0 ef τ ≤ τ0 . Hér er því mótsögnin komin sem sannar setninguna. 

Setning 3.7.2 Ef X er svæði og f ∈ O(X) er ekki núllfallið, þá er núllstöðvamengi


N (f ) = {z ∈ X; f (z) = 0} fallsins f dreift hlutmengi af X . 

Sönnun: Látum α vera núllstöð fallsins f og gerum ráð fyrir að hún sé af stigi m > 0.
Samkvæmt setningu 3.6.4 er til fall g ∈ O(X) þannig að f (z) = (z − α)m g(z) fyrir öll
z ∈ X og g(α) 6= 0. Fyrst g er samfellt, þá er til ε > 0, þannig að g(z) 6= 0 fyrir öll
z ∈ S(α, ε). Við höfum því N (f ) ∩ S ∗ (α, ε) = ∅ og þar með er N (f ) dreift mengi. 
Við fáum nú enn sterkari útgáfu af samsemdarsetningunni:

Setning 3.7.3 (Samsemdarsetning II). Ef X er svæði, f, g ∈ O(X) og f (aj ) = g(aj )


þar sem {aj } er runa af ólíkum punktum, sem hefur markgildi a ∈ X , þá er f (z) = g(z)
fyrir öll z ∈ X . 
94 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Sönnun: Lítum á fallið h(z) = f (z) − g(z). Núllstöðvamengi þess er ekki dreift, því runan
{aj } er í N (h) og jafnframt markgildi hennar. Þar með er h fastafallið 0 og f = g . 

Samsemdarsetningin hefur mikla þýðingu. Hún segir okkur meðal annars, að ef f er


fall sem geð er með veldaröð á bili I á R og hægt er að útvíkka f yr í fágað fall á svæði
X í C sem inniheldur I , þá er útvíkkunin ótvírætt ákvörðuð. Hún segir okkur einnig að
ez = ex+iy = ex (cos y + i sin y) sé eina mögulega fágaða útvíkkunin á veldisvísisfallinu
x 7→ ex og að höfuðgrein lografallsins Logz sé eina mögulega fágaða framlengingin af
náttúrlega lografallinu ln x yr í mengið C \ {x ∈ R; x ≤ 0}.

3.8 Hágildislögmálið
Eftirfarandi setning er merkilegt hjálpartæki til þess að sanna alls konar ójöfnur fyrir |f |,
þar sem f er fágað fall:

Setning 3.8.1 (Hágildislögmál I). Ef X er svæði og f ∈ O(X), þá getur |f (z)| ekki haft
staðbundið hágildi í X nema f sé fastafall. 

Sönnun: Gerum ráð fyrir að fallið |f (z)| ha staðbundið hágildi í punktinum α, M =
|f (α)| ≥ |f (z)| fyrir öll z ∈ S(α, ε). Meðalgildissetningin gefur okkur að
Z 2π
1
f (α) = f (α + εeit ) dt
2π 0

og þar með er

2π 2π
f (α + εeit ) f (α + εeit )
Z   Z  
1 1
(3.8.1) 1= Re dt + i Im dt.
2π 0 f (α) 2π 0 f (α)

Nú er ϕ(t) = Re f (α + εeit )/f (α) ≤ 1 því tölugildi þessa falls er ≤ 1 samkvæmt for-


sendu. Nú segir (3.8.1) að meðalgildið af ϕ yr bilið [0, 2π] jafnt1 og þar með verður fallið
ϕ(t) að vera fastafallið 1. Af þessu leiðir nú að Re f (z)/f (α) = 1 fyrir öll z ∈ S(α, ε)
og af Cauchy-Riemann-jöfnunum og (3.8.1) leiðir síðan að Im f (z)/f (α) = 0 fyrir öll
z ∈ S(α, ε) og við höfum sannað að f (z) = f (α) fyrir öll z ∈ S(α, ε). Nú gefur samsemd-
arsetningin að f (z) = f (α) fyrir öll z ∈ X . 

Setning 3.8.2 (Hágildislögmál II). Látum X vera takmarkað svæði f ∈ O(X) ∩ C(X)
(samfellt á lokuninni X ). Þá tekur |f (z)| hágildi á jaðri svæðisins ∂X . 

Sönnun: Fyrst f er samfellt á lokuninni X , þá tekur |f | stærsta gildi í einhverjum punkti


α ∈ X . Samkvæmt setningu 3.8.1 er α ekki innri punktur, nema f sé fastafall. Þar með
er hágildi alltaf tekið á jaðrinum. 
3.9. VAFNINGSTÖLUR VEGA 95

3.9 Vafningstölur vega


Látum γ : [a, b] → C vera feril og p vera punkt sem liggur ekki á ferlinum. Þá er hægt að
skrifa
γ(t) = p + r(t)eiθ(t) , r = |γ(t) − p|, t ∈ [a, b],
þar sem fallið θ : [a, b] → R kallast horn fyrir ferilinn γ mælt frá punktinum p. Fallið γ
er samfellt og af því leiðir að hægt er að velja θ samfellt. Ef γ er vegur, þá er fallið γ
samfellt og samfellt deildanlegt á köum og af því leiðir að hægt er að velja θ með sömu
eiginleika. Sönnun á þessum staðreynum er alls ekki ókin, en við látum hana eiga sig.
Fallið θ er ekki ótvírætt ákvarðað, en mismunur á tveimur hornum θ og ϕ fyrir ferillinn γ
mælt frá p er fast heiltölumargfeldi af 2π . Þetta segir okkur að mismunurinn θ(b) − θ(a)
sé óháður því hvernig hornið er valið. Ef ferillinn γ er lokaður, þá er eiθ(b) = eiθ(a) , sem
segir okkur að θ(b) − θ(a) sé heiltölumargfeldi af 2π .

Skilgreining 3.9.1 Ef θ er samfellt horn fyrir ferilinn γ mælt frá punktinum p, þá kallast
talan
θ(b) − θ(a)
hornauki ferilsins γ séð frá punktinum p. Ef γ er lokaður ferill, þá nefnist heiltalan
1
I(γ, p) = (θ(b) − θ(a))

vafningstala ferilsins γ með tilliti til punktsins p. Við segjum að γ vefjist utan um p, ef
I(γ, p) 6= 0. Mengi allra punkta p sem liggja ekki á ferlinum og ferillinn vefst utan um
köllum við innmengi ferilsins γ og við táknum það með I(γ). 

γ(b)
• ................
... ....
... ........................ ..........
... ...... ........ ........ .......
....
..
.. ...
.. ....................... ...
.
. ...
............................................... ... ...
.... ... ... ..
.
. .. .... ..
.... .. . ...
.. .. .. ...
.... ...
. ....
..
...
. .. ....
.
...
.........
. θ(b) − θ(a)
... ............. ...
.
....
.. .
....
.
.
...
..
...
•p .
..
....
... .... ... ... ..... ..
.
...
... ... ... .. .
.. ... .. ... ... ...
. ... ....
.
...
...
...
...
... γ(a) .....
...... ...
......... .............................................
......
...
..
...
• ...
• ...........

θ(b) − θ(a) = 2π

Mynd: Hornauki
Ef γ er lokaður vegur, þá höfum við formúlu fyrir vafningstölunni:

Setning 3.9.2 Ef γ er lokaður vegur, þá er


Z
1 dz
I(γ, p) = , p ∈ C \ mynd(γ).
2πi γ z−p


96 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Sönnun: Við höfum γ(t) = p + r(t)eiθ(t) , t ∈ [a, b] og því er

γ 0 (t) = r0 (t)eiθ(t) + r(t)iθ0 (t)eiθ(t) = r0 (t)/r(t) + iθ0 (t) r(t)eiθ(t) .




Vegurinn er lokaður, svo r(b) = r(a) og þar með er

Z Z b 
1 dz 1 0 0
= r (t)/r(t) + iθ (t) dt
2πi γ z−p 2πi a
 
1 
= ln r(b) − ln r(a) + i θ(b) − θ(a)
2πi
1 
= θ(b) − θ(a) = I(γ, p).


Lítum nú á mengið X = C \ mynd(γ) sem samanstendur af öllum punktum p sem
eru ekki á ferlinum. Það er hægt að skrifa X sem sammengi X = ∪Xi , i ∈ I af sund-
urlægum svæðum Xi , þar sem I er eitthvert endanlegt eða teljanlega óendanlegt mengi.
Þessi mengi Xi kallast samhengisþættir mengisins X . Á sérhverjum samhengisþætti Xi er
vafningstalan fasti sem fall af p, því

Z
1 dz
Xi 3 p 7→ I(γ, p) = ,
2πi γ z−p

er heiltölugilt fágað fall. Eitt mengjanna Xi er ótakmarkað og við sjáum á formúlunni að


I(γ, p) → 0 ef |p| → +∞. Þar með er vafningstalan jöfn 0 á ótakmarkaða samhengisþætt-
inum.
Mjög létt er að ákvarða vafningstölur fyrir alla skikkanlega vegi. Við tökum einn
punkt í hverjum samhengisþætti í X \ mynd(γ) og drögum beint línustrik frá honum yr í
ótakmarkaða samhengisþáttinn. Gæta verður þess að í öllum skurðpunktum línunnar og
vegarins sé snertivigurinn við veginn ekki samsíða línunni. Við merkjum alla skurðpunkta,
sem eru þannig að vegurinn sker línuna frá hægri til vinstri séð frá punktinum p, með
tölunni 1, og við merkjum hina punktana, sem eru þá þannig að vegurinn sker línuna frá
vinstri til hægri, með tölunni −1.
...
... .
... ...
... ...
........... ....
...
...
.. −1
..
..

• • .

....................................................................................................................................................
.. ...
p 1
...
...
.. ...
..
.........
.... ....
. ...
. ...
... ...
..
. ...
... ...
...
.
Mynd: Talning á skurðpunktum

Við leggjum síðan saman allar tölur á sama línustriki. Summan er vafningstala fyrir alla
punkta í samhengisþættinum, sem inniheldur upphafspunkt striksins.
3.10. EINFALDLEGA SAMANHANGANDI SVÆÐI 97

................................................................................
.......... .........
....... ........
...... .......
....... ......
. ... ......
.....
.... .....
.........
....
......
... ........... ......
.... ......
... .. .................................
.....
... .... . ......
.... . ..... ..
... ....
....... ... ......
...... ... ........... .
... .... ......
...
.....................................................................
... .....
.......
. .
... .. • ..........
........... ....
..................
...
. ..... ...
.............
....... ..
...
2 ...
...
. ..........
.........
........
. ...
.......
..... ......
... ...
..... ........... ........... ...... ......... .........
.. ...
. +1.
...

.....
1 .
... ............. .
.
... .........
. . .
............ . . . .
... ..... ..•
.........
..... ..... .. .....
.
... ...
.
. .
... ............. ....
... ..........
.......... . .. .. . . . ... .
. .
. .
.
...........
.. ..............
...
........
..... ...........
. ...
........... ... ....
..... ..
.. ..
.
+1 ....
. .
... .....

...........
.......
...
...
..
..
........
.......
...... ...... ....... .... •
...........
......... ..... ....... ..... .............
...
...
. . . .
...
.... ...........
.
.
... ..
... . .......
. . . . ... .... ..
... .. . +1 . .
.. ...
. ...
...
...
.
...
.
.
.
....
. ....
... ..
....
. .
.......
..
... ..
.
.
.
.
.........
. ..
... ..... ...
.. .
• .. . . .
.
... ....
.
................ .... .................. . ....
.... 1
...
...
. .
.
.
.
............
..
. ...
.
...
...
. ...
...
...
.
...
....
... .. ....

... ..... .... .
.
..... ...
.
......... ...
...
... ............ .
−1
. ...
..
.
.
. ...
. . ...
...
...
....
...
...
...
...
...
...
−1 ...
..

...
...
...
...
...
...
...
...
...
.
...
...
....
...

..
... ...........
..........
. .
.. . . . .
....
...
...
...
.
2
.
.
...
...
.
..
.
2 .
..
.
.
.
...
.
..
...
... ........
.. .
... .................................... ....
. . . . . .
...
0
.
...
...
...
...
...
...
... 3 ...
.
..
...
...
.
..
...
..
.
... ... ...
....... • +1
.......... ..
........ .... ....
. ... ...
..
.
.. ................................................................................... .....
...
. ..
........ ... .
.
..
..
.
..
..
.. . ..
..
...
.
..
........ ........ .. ... ... ....... ... . ... ...
.
...
........ ....... ........ .... ........................... .... ... ...... ...
..
........ . .. .... . ... ... .... ..
..... ... ...
.. ...
........ ........
........ ....
...
..................
−1 . . .. ..... ............
... ..
........ ...
.
...
...
....
..
.......... 2 ..........
... ....
... .....
...
... ..
.
...
. . ..... .
..
.....
...... ... ........... ... ........... ... ... ... ..
0 .....
... ....... ...
...
1
......
.......
......... ..... .........
. ...... ... ..
..... .... ..........
........................
.....
.....
................
...
.... ............. ............... ........ ... . .
.. .......... ......
....... ..... .....
..... .....
......... ......
... .. .......................................
...
...
... ...
.. .....
γ
... ....
...
.....
..... ........
.
...... ......
...... ......
....... ......
........... .......
................
.................. .
. .... ..............
............................

Mynd: Í samhengisþáttunum standa vafningstölurnar.

3.10 Einfaldlega samanhangandi svæði


Í setningu 3.3.3 sáum við að um stjörnusvæði X gildir að vegheildi sérhvers fágaðs falls f á
X yr sérhvern lokaðan veg er 0. Við sönnuðum þetta með því að sýna fram á að sérhvert
fágað fall f á stjörnusvæði ha stofnfall. Hægt er að alhæfa þetta yr á almennari okk
mengja:

Skilgreining 3.10.1 Opið mengi X er sagt vera einfaldlega samanhangandi ef I(γ) ⊂ X


fyrir sérhvern lokaðan veg γ í X . 

Innmengi vegarins γ samanstendur af öllum punktum p sem γ vefst utanum, þar


sem við segjum að γ vefjist utanum p ef vafningstalan I(γ, p) er frábrugðin 0. Skilyrðið í
skilgreiningunni segir því að í einfaldlega samanhangandi mengi geti lokaðir vegir einungis
vast utanum punkta í X og þar með að þeir geti ekki vast utan um punkta í fyllimenginu
C \ X . Þetta þýðir að mengið X ha engin göt. Sem dæmi má nefna að allar hringskífur
eru einfaldlega samanhangandi, en hringkragar eru það ekki.
....... ...... .......................
.......
.................. .......... ................. ................ .............. .......... ....
..... ...... .............................. ....... ................
......................................... ..... .... ..... .... ...
......... .......................... .... .... ...
.
......... ...
... ...
.
.
.... .......
........... .
. . ..
...
....
. ... ... ...
...... ..............
....... ..
....
.
....
.
.
..
. ...
..
.
..
..
..
..
...
..
.
. ..........................
.. ....
... ....
.....
...
....
.
..
.
. ....
..
.. γ
... .. ... .... ......... .... .. ....
.
.. ................ .
....
. ... .
..
... .
..........
......
...... .. ....
....
.....
..... .....
.
...
. .. .
..
. ..... ......
................................... ......
... ..
.....
.....
....... ....
. ..... .....
....
..... ..... ............................. ..... ....
.... .......
. .........
.
...... ..... ......
......
.. ............... ......
.
.
........ ..... .......
.............................
..........
...............................
.........................

Mynd: Einfaldlega og ekki einfaldlega samanhangandi svæði


Einfaldlega samanhangandi svæði einkennast af fjölbreytilegum eiginleikum:
98 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Setning 3.10.2 Látum X vera svæði í C. Þá er eftirfarandi jafngilt:


(i) X er einfaldlega samanhangandi.
(ii) Sérhvert fágað fall á X hefur stofnfall.
(iii) Fyrir sérhvert f ∈ O(X) og sérhvern lokaðan veg γ í X er
Z
(3.10.1) f (ζ) dζ = 0.
γ

(iv) Fyrir sérhvert f ∈ O(X) og sérhvern lokaðan veg γ í X er


Z
1 f (ζ)
(3.10.2) f (z)I(γ, z) = dζ.
2πi γ ζ −z

(v) Sérhvert núllstöðvalaust fágað fall á X hefur logra, þ.e. ef f ∈ O(X) og N (f ) = ∅,


þá er til g ∈ O(X) þannig að f (z) = eg(z) , z ∈ X .
(vi) Sérhvert núllstöðvalaust fágað fall á X hefur fágaða n-tu rót fyrir öll n ≥ 1, þ.e. ef
f ∈ O(X) og N (f ) = ∅, þá er til h ∈ O(X) þannig að f (z) = h(z)n , z ∈ X .
(vii) Sérhvert núllstöðvalaust fágað fall á X hefur fágaða aðra rót. 

Sönnun: (i)⇒(ii): Látum f ∈ O(X) og α vera fastan punkt í X . Fyrir sérhvert z


skilgreinum við
Z
(3.10.3) F (z) = f (ζ) dζ,
γz

þar sem γz er einfaldur vegur, sem samanstendur af línustrikum samsíða hnitaásunum,


frá α til z . Við þurfum fyrst að sýna að þessi skilgreining sé óháð valinu á veginum γz .
Til þess látum við γz1 og γz2 vera tvo svona vegi og látum γ tákna lokaða veginn, sem fæst
með því að fara fyrst eftir γz1 frá α til z og síðan til baka frá z til α eftir öfuga veginum
γz2 − við γz2 . Við höfum þá að
Z Z Z
(3.10.4) f (ζ) dζ − f (ζ) dζ = f (ζ) dζ,
γz1 γz2 γ

og við þurfum að sýna fram á að síðasta heildið sé núll.


.............. ............................
.... .... ........................ .............
.. ... ................................................ ..... ............................ .....
.....
....
..
α•
. ..... ..... .. ........ .. .
... ...... ...
. ... .... ... .....
.
...
. ... .................. ................................ .. ....
.... .
.. .. .... .
.. .. .......... ... . .
. ........... . . .
..... ... ..... ....... ...... ...
.
.. . .... .. ..... ..
. ..
. ... ....... . . ... .
. . ...
... ... .... ........ .... .. .
. ..
. . . . ..
..
. .. .. . . .......... ... ... .... .... ...
.. .. .. ... .. ... .. . ...
....
...
.... .
..
. .
. .. .
. .. . .................... ................ .... .... ....
.....
...
. . .
.............. .
............... .
.. .... . .
..... ..... ..... .. .. . .
.. ....... .
.. . . .
. .
. . .. ..... . .....
.................................. . .. .
. ..
..
... ... ... ... ... .... .
.
............................... . .
.. ... ... ....................... . .......
. . .
. .
............ . .
..... ... ... .
. .
. .. ... ...
.. .
...
. ...... ....
... ......... .. ..
.. .
...
. . .
. ..
. .
.
.. . ...... .. .. . ..... .. ..
.. ........ ..
. .. .
.. . . .
. .
... ..
.. . ....... .. ..... ... ..
.. ..... .. .... ........... ....
.
.. ..
..
... .
.... .. .
. ...... .. ....
. .. . ...
.. ....... . .. . . .
... .... ....... .... . ..
.
. . .
. ..
. .
.
... .... ........... ... ...
.. .
....
.. .... . ....
............. ...
.. .
.. .. ............ ... ............. ...
... . ...... ... .................. .. .................... . . . . .
. .
..
...
.. ... ... .. ................
.....
...... ..... ... ..
........................................................................ .. ..
... .
. .. ..
.
.
.. ..... .
...
... z•
.....
.......
... .............. ...
... ...
....
.....................

Mynd: Heildi er óháð vegi


3.10. EINFALDLEGA SAMANHANGANDI SVÆÐI 99

Við sjáum nú að vegurinn γ samanstendur af línustrikum samsíða ásunum og að það er


hægt að raða línustrikunum þannig saman að
N
[
mynd(γ) = mynd(βj ),
n=1

þar sem βj , j = 1, . . . , N eru lokaðir vegir, sem skiptast í tvo hópa. Í fyrri hópnum eru
vegir sem eru þannig að farið er fram og til baka eftir einu línustriki. Ef βj er slíkur vegur
þá er augljóst að Z
f (ζ) dζ = 0.
βj

Í síðari hópnum eru einfaldir lokaðir vegir βj , sem stika jaðar á marghyrningi Ωj . Þá er
I(βj , p) = 1 fyrir alla punkta í Ωj eða I(βj , p) = −1 fyrir alla punkta í Ωj eftir því hvort βj
vefst utan um Ωj í jákvæða eða neikvæða stefnu. Fyrst X er einfaldlega samanhangandi
og Ωj er innmengi βj , þá er Ωj ⊂ X og Cauchy-setningin gefur okkur því
Z Z
f (ζ) dζ = ± f (ζ) dζ = 0.
βj ∂Ωj

Þar með gildir


Z N Z
X
f (ζ) dζ = f (ζ) dζ = 0,
γ j=1 βj

og við höfum sannað að skilgreiningin á F (z) er óháð því hvernig vegurinn γz er valinn.
Til þess að sanna að F sé stofnfall f , þá tökum við z ∈ X og veljum ε > 0 það lítið
að S(z, ε) ⊂ X . Síðan leggjum við veg γz sem samanstendur af línustrikum samsíða
hnitaásunum frá α til z og skilgreinum síðan veginn γz+h með því að fara fyrst eftir
veginum γz frá α til z og síðan eftir línustrikunum hz, z + Re hi og hz + Re h, z + hi frá z
til z + h. Þá er

Z 
F (z + h) − F (z)
Z
1
= f (ζ) dζ + f (ζ) dζ
h h hz,z+Re hi hz+Re h,z+hi
Z Z 1
1
= f (ζ) dζ = f (z + th) dt.
h hz,z+hi 0

Við höfum hér beitt Cauchy-setningunni á heildið yr þríhyrninginn með hornpunkt-
ana z , z+Re h og z+h, til þess að sjá að summan af heildunum yr línustrikin hz, z + Re hi
og hz + Re h, z + hi sé jöfn heildinu yr línustrikið hz, z + hi. Með því að láta h → 0 í
síðasta heildinu, þá fáum við F 0 (z) = f (z).
(ii)⇒(iii): Fallið f hefur stofnfall, svo vegheildi þess yr sérhvern lokaðan veg er 0.
(iii)⇒(iv): Látum z ∈ X \ mynd(γ) og skilgreinum

 f (ζ) − f (z) , ζ 6= z,

g(ζ) = ζ −z
 0
f (z), ζ = z.
100 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

Augljóst er að g ∈ O(X \ {z}). Ef S(z, ε) ⊂ X , þá er


Z 1
g(ζ) = f 0 (z + t(ζ − z)) dt, ζ ∈ S(z, ε).
0

Heildið er greinilega fágað fall af ζ í S(z, ε), því f er fágað og þar með er g ∈ O(X).
Samkvæmt (iii) er
Z Z Z
f (ζ) dζ
0 = g(ζ) dζ = dζ − f (z)
γ γ ζ −z γ ζ −z

og þar með gildir (3.10.2).


(iv)⇒(iii): Við lítum á fallið g(ζ) = (ζ − z)f (ζ) þar sem z er einhver punktur í X . Þá er
g(z) = 0 og þar með gefur (iv) að
Z Z
g(ζ)
0 = 2πig(z)I(γ, z) = dζ = f (ζ) dζ.
γ ζ −z γ

(iii)⇒(ii): Þetta er að mestu leyti endurtekning á röksemdafærslunni í sönnuninni á


(i)⇒(ii). Við tökum fastan punkt α ∈ X , látum f ∈ O(X) og skilgreinum F (z) eins
og í (3.10.3), þar sem γz er einhver vegur frá α til z . Til þess að sanna að F (z) sé óháð
valinu á γz , þá látum við γz1 og γz2 vera tvo vegi frá α til z og skilgreinum lokaða veginn
γ með því að fara fyrst frá α til z eftir veginum γz1 og síðan til baka frá z til α eftir öfuga
veginum γz2 − við γz2 . Jafnan (3.10.4) gildir og samkvæmt (iii) er síðasta heildið 0. Þetta
segir okkur að skilgreiningin á F (z) sé óháð valinu á veginum γz . Með nákvæmlega sömu
rökum og í sönnuninni á (i)⇒(ii) leiðir nú að F er stofnfall fyrir f .
(ii)⇒(v): Fyrst f er núllstöðvalaust, þá er f 0 /f ∈ O(X). Samkvæmt (ii) hefur f 0 /f
stofnfall G ∈ O(X). Athugum nú að
 
d −G(z)
f (z)e = f 0 (z)e−G(z) − f (z)G0 (z)e−G(z)
dz
= f 0 (z) − f (z)f 0 (z)/f (z) e−G(z) = 0,


fyrir öll z ∈ X . Fyrst X er svæði, þá er f (z)e−G(z) fastafall og fastann getum við skrifað
sem ec . Við skilgreinum nú g(z) = G(z) + c og fáum f (z) = eG(z)+c = eg(z) .
(v)⇒(vi): Ef f (z) = eg(z) , þá setjum við h(z) = eg(z)/n og fáum f (z) = h(z)n .
(vi)⇒(vii): Augljóst.
(vii)⇒(i): Látum γ vera lokaðan veg í X og p ∈ C\X . Við þurfum að sanna að I(γ, p) = 0,
en það hefur í för með sér að I(γ) ⊂ X . Fallið f (z) = z − p er núllstöðvalaust í X og
samkvæmt (vii) er því til fall h1 ∈ O(X) þannig að h1 (z)2 = z − p fyrir öll z ∈ X . Með
því að beita (vii) á fallið h1 fæst að til er fall h2 ∈ O(X) þannig að h2 (z)4 = z − p fyrir öll
n
z ∈ X og með þrepun fáum við síðan að til er fall hn ∈ O(X) þannig að hn (z)2 = z − p
fyrir öll z ∈ X . Af þessari jöfnu leiðir síðan
n −1
1 = 2n hn (z)2 hn 0 (z)
3.11. ÆFINGARDÆMI 101

og þar með er
n
1 1 hn (z)2 −1 hn 0 (z) hn 0 (z)
· = = .
2n z − p hn (z)2n hn (z)
Þessi jafna gefur síðan

hn 0 (z)
Z Z
1 1 1 dz 1
I(γ, p) = · = dz
2n 2n 2πi γ z − p 2πi γ hn (z)
Z
1 dζ
= = I(hn ◦ γ, 0),
2πi hn ◦γ ζ

þar sem vegurinn hn ◦ γ er skilgreindur út frá γ : [a, b] → C með formúlunni hn ◦ γ(t) =


hn (γ(t)). Við höfum því jöfnuna

I(γ, p) = 2n I(hn ◦ γ, 0).

Þessi jafna segir okkur að heiltalan I(γ, p) sé deilanleg með 2n fyrir öll n ≥ 1. Það fær
ekki staðist nema I(γ, p) = 0 eins og sanna átti. 

3.11 Ængardæmi
1. Sýnið að
Z Z
dz
= 2πi og (z − α)n dz = 0,
∂S(α,r) z−α ∂S(α,r)

fyrir öll n ∈ Z með n 6= −1.


2. Reiknið út vegheildin γ f (z) dz þar sem
R

a) f (z) = z̄ og γ er hluti af hring með miðju í 1 og þegar farið er eftir boganum, þá


breytist hornið frá −π/2 til π/2.

b) f (z) = z 2 og γ er vegurinn sem stikar beina línu frá 0 til 1 og þaðan hringboga með
miðju í 1 + i stystu leið til 2 + i.

c) f (z) = 2z sin z 2 og γ er eygboginn gegnum punktinn −i með uγ = −1 og eγ = 1.


1
d) f (z) = z − 2 = exp(− 12 Logz) og γ er línustrikið frá −1 − i til 1 − i.

e) f (z) = Logz og γ er hringboginn sem er með miðju í 0, geislann 2 og fer frá −2i til
2i í jákvæða stefnu.

f) f (z) = |z|z̄ og γ er lokaði vegurinn sem samanstendur af línustrikinu h−1, 1i og


hringboganum frá 1 gegnum i til −1.

g) f (z) = z 2 ez og γ er einhver vegur með upphafspunkt 1 + 3i og lokapunkt 2 + i.


102 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

3. Setjum α = a + ib. Heildið fallið eατ yr bilið [0, t] og takið raunhlutann af útkomunni
til þess að sýna að

Zt
eat (a cos bt + b sin bt) − a
eaτ cos bτ dτ = .
a2 + b 2
0

Hvaða heildi fæst út ef þverhlutinn er tekinn?


4. Við höfum að sin0 z = cos z og cos0 z = − sin z og af þeim leiðir að
− cos((a + ib)x)
Z
sin((a + ib)x) dx = +C
a + ib
og Z
sin((a + ib)x)
cos((a + ib)x) dx = + C.
a + ib
Leiðið af þessu formúlurnar:
Z
a sin(ax) cosh(bx) + b cos(ax) sinh(bx)
a) cos(ax) cosh(bx) dx = + C.
a2 + b2
−a cos(ax) sinh(bx) + b sin(ax) cosh(bx)
Z
b) sin(ax) sinh(bx) dx = + C.
a2 + b 2
5. Reiknið út heildin
2
ez cos z
Z Z
z
a) dz b) 2
dz
∂S(0,2) z − i ∂S(1,2) z − 5z + 4
z2 + z + 1
Z Z
Logz
c) 2
dz d) dz
∂S(i, 21 ) (z − i) ∂S(0,2) z2 − 1
6. Látum γ tákna hringinn með miðju í 0 og geislann R. Sýnið að
Z iz Z
e sinh z 2π cosh R
|dz| ≤ 2πeR og z 2 |dz| ≤
.
γ z R

γ

7. Látum f vera fall sem er samfellt í grennd um punktinn α ∈ C og uppfyllir


lim (z − α)f (z) = A.
z→α

Látum γr tákna hringbogann sem stikaður er með γr (t) = α + reit , t ∈ [a, b]. Sýnið að
Z
lim f (z) dz = iA(b − a).
r→0 γr

8. Beitið Cauchy-formúlunni til þess að reikna út heildin:


Rπ dθ Rπ sin2 θ
a) , −1 < a < 1 b) dθ.
−π 1 + a2 − 2a cos θ −π 5 + 4 sin θ

9. Beitið Cauchy-formúlunni til þess að reikna út heildin:


3.11. ÆFINGARDÆMI 103

+∞ dx +∞ dx +∞ dx
a) , b) , c) .
R R R
−∞ 1 + x + x2 −∞ 1 + x4 −∞ 1 + x6
10. Sýnið að heildið
Z+∞
2
I(a) = e−(x+ia) dx
−∞
2
er óháð a ∈ R með því að heilda fágaða fallið e−z yr jaðar ferhyrningsins með horn-
punktana −r, r, r + ia, −r + ia og láta síðan r → +∞.
11. Látum f ∈ O(C) og gerum ráð fyrir að |f (z)| ≤ A + B|z|C , þar sem A ≥ 0, B ≥ 0
og C ≥ 0. Sýnið að f sé margliða af stigi ≤ C .
[Leiðbeining: Látið N tákna Pstærstu náttúrulega
 tölu ≤ C . Beitið setningu Liouville á
N
fallið g(z) = z −N −1
f (z) − j=0 (f (0)/j!)z .]
(j) j

12. Látum f ∈ O(C) vera fall sem uppfyllir |f (z)| ≤ M ec|z| , fyrir öll z ∈ C. Notið
Cauchy-formúluna fyrir aeiður til að sanna að |f 0 (z)| ≤ ceM ec|z| .
13. Látum f ∈ O(C) og gerum ráð fyrir að Re f (z) ≤ M fyrir öll z ∈ C. Notið setningu
Liouville til þess að sanna að f sé fastafall.
14. Ákvarðið samleitnigeisla Taylor-raðar fallsins f (z) í punktinum α án þess að reikna
út röðina: 

z + 1
a) f (z) = ez−1 , α = 1. b) sin , α = 0.
z−1
z cos z 1 π
c) ,α= . d) cot z , α =
2z + 1 2 2
15. Skrið upp Taylor-röð fallsins (1 − z)−1 í punktinum a = 0 og notið hana síðan til
þess að sýna að

1 z2 z3
= 1 + 2z + 3z 2 + · · · , Log(1 − z) = −z − − − ··· .
(1 − z)2 2 3
 
1+z
16. Sýnið að Log = Log(1 + z) − Log(1 − z) gildi ef |z| < 1. Notið síðan
1−z  
1+z
Taylor-röðina fyrir Log(1 − z) til þess að nna Taylor-röð Log .
1−z
17. Fallið sem hefur Taylor-röðina ∞ n=1 n z er rætt. Skrið það á forminu P (z)/Q(z),
2 n
P
þar sem P og Q eru margliður. [Leiðbeining: Notið röðina fyrir (1 − z)−1 og framkvæmið
aðgerðir á henni.]
18. Látum α ∈ C og skilgreinum  f á X = C \ {x ∈ R; x ≤ −1} með formúlunni
f (z) = (1 + z) = exp αLog(1 + z) . Sýnið að liðun fallsins f í Taylor-röð í punktinum
α

a = 0 sé
α α(α − 1) 2 α(α − 1)(α − 2) 3
(1 + z)α = 1 + z + z + z + ··· .
1 1·2 1·2·3
Sýnið að þetta sé ekkert annað en tvíliðureglan ef α er náttúruleg tala.
104 KAFLI 3. CAUCHY-SETNINGIN OG CAUCHY-FORMÚLAN

19. Ákvarðið ZTaylor-röð fallanna í 0. Z


2 sin ζ
a) f (z) = eζ dζ . b) f (z) = dζ .
<0,z> <0,z> ζ
20. Notið veldaraðir til þess að sanna reglu l'Hôpital fyrir fáguð föll: Ef föllin f og g eru
fáguð í grennd um punktinn α ∈ C og

f (α) = g(α) = · · · = f (m−1) (α) = g (m−1) (α) = 0 og g (m) (α) 6= 0,

þá er
f (z) f m (α)
lim = m .
z→α g(z) g (α)
Kai 4
LEIFAREIKNINGUR

Samantekt. Í þessum kaa tökum við leifasetninguna fyrir og sýnum hvernig henni er
beitt til þess að reikna út ákveðin heildi.

4.1 Samleitnar Laurent-raðir


Nú ætlum við að skoða föll sem eru ekki endilega fáguð á tiltekinni hringskífu, heldur á
svæðir þar sem búið er að skera út einn punkt eða lokaða hringskífu.

Hringkragar
Mengi af gerðinni
A(α, %1 , %2 ) = {z ∈ C; %1 < |z − α| < %2 }
þar sem 0 ≤ %1 < %2 ≤ +∞ kallast opinn hringkragi með miðju í α, innri geisla %1 , og
ytri geisla %2 , og mengi af gerðinni

Ā(α, %1 , %2 ) = {z ∈ C; %1 ≤ |z − α| ≤ %2 }

þar sem 0 < %1 < %2 ≤ +∞ kallast lokaður hringkragi með miðju í α, innri geisla %1 , og
ytri geisla %2 .
..................................................
......
.......
......... .......
......
......
ρ2
...... .
......
.. ............
... ..... ........
.
.... ..
..... ...
..
. ..... ...

...
.
...
.

.......
. ........
.
............................... ........
..........
..........
.
ρ1 ...
...
...
...
.... ... ...
............ ....
... ...
. ... ...
...
...
... ..
. .............. . ...
... .... ............
. ...
...
.......
. ...
...
...
...
... • .
...
.
.
..
..
.
.
...
..
..
...
...
...
...
...
...
...
α .......
.
..
.
...
... ..
... .....
..... ...
... .....
....... ..... ...
... .............. .................... ...
... ... .
...
... ...
.... ...
..... ....
..... .....
.....
...... .... .....
....... ....
........ ......
............. ........
....................................

Mynd: Hringkragi

105
106 KAFLI 4. LEIFAREIKNINGUR

Laurent-setningin
Fágað fall á skífu er hægt að setja fram með veldaröð. Ef fall er fágað á hringkraga þá
koma til sögunnar neikvæð veldi:

Setning 4.1.1 (Laurent). Látum X vera opið hlutmengi af C og gerum ráð fyrir að
A(α, %1 , %2 ) ⊂ X . Ef f ∈ O(X), þá er unnt að skrifa f sem
+∞
X
(4.1.1) f (z) = an (z − α)n , z ∈ A(α, %1 , %2 ).
n=−∞

Stuðlar raðarinnar an eru gefnir með formúlunni


Z
1 f (ζ)
(4.1.2) an = dζ,
2πi ∂S(α,r) (ζ − α)n+1

og r getur verið hvaða tala sem er á bilinu ]%1 , %2 [. Röðin


+∞
X
an (z − α)n
n=0

er samleitin ef |z − α| < %2 og röðin


−1
X
an (z − α)n
n=−∞

er samleitin ef |z − α| > %1 .


Sönnun: Veljum r1 og r2 þannig að %1 < r1 < r2 < %2 . Þá er Ω = A(α, r1 , r2 ) ⊂ X opið


mengi með jaðar ∂Ω = ∂S(α, r1 ) ∪ ∂S(α, r2 ). Við setjum γr (t) = α + reit , t ∈ [0, 2π] og
beitum síðan Cauchy-formúlunni,
Z Z Z
1 f (ζ) 1 f (ζ) 1 f (ζ)
f (z) = dζ = dζ − dζ,
2πi ∂Ω ζ − z 2πi γr2 ζ − z 2πi γr1 ζ − z

........................................
...........
.
.......
........ .................................... ..............
...... ...............
...
.
.......... .
....... ..........
ρ2
... ...... ...... .....
....... ........ ........ ....
..... ........
. .
. .... ..
. ...... ....
.

.. ...
.. ..
... ..........
... ... .......... r2 ..... .
.
.....
....
..... ...... .....
... ..
... ...
. ..... .... ... ... ...
... ... ..... ........................................... ... ...
.... .... ......... ....
.. ... ...
... ... ................................................ ..... ... ...
... ... .... ............ ...
. ... ... ... ...
... ...
... ... r1 ... .. ... ................ ...... ....
•ρ
.. . .
................................................. .
... ..
... ...
... ...
... ... .. ... .. ..
... ... ... ... .. . .. ....
... ... ... .....
......
. 1
...... . .
.... . . .
... .... ..
.
.
.
.
. ...
... ...
... ... ...... ......... .......... ... ....
... ... .......................... ... ..
... ... .. ..
... ... ..... .....
... ..... .. ..
... ..... ..... ...
..... ..... ..... .....
..... ...... ...... ....
..... .......
...... ......... . ........... .........
....... ... ........ .....
........ ................................... ..............
...........
...........................................
4.1. SAMLEITNAR LAURENT-RAÐIR 107

fyrir öll z ∈ A(α, r1 , r2 ). Ef |ζ − α| = r2 og |z − α| < r2 , þá gefur sami reikningur og við


notuðum í grein 3.6

1 1 1 1
= = ·
ζ −z (ζ − α) − (z − α) ζ − α 1 − (z − α)/(ζ − α)
∞ n ∞
1 X (z − α) X (z − α)n
= = .
ζ − α n=0 (ζ − α)n n=0
(ζ − α)n+1

Ef hins vegar |ζ −α| = r1 og |z−α| > r1 , þá er skiptum við á hlutverki ζ og z í veldaröðinni


og fáum

1 −1 −1 1
= = · =
ζ −z (z − α) − (ζ − α) z − α 1 − (ζ − α)/(z − α)
∞ 0
−1 X (ζ − α)n −1 X (z − α)n
= = =
z − α n=0 (z − α)n z − α n=−∞ (ζ − α)n
0 −1
X (z − α)n−1 X (z − α)n
=− n
= − n+1
.
n=−∞
(ζ − α) n=−∞
(ζ − α)

Fyrri röðin er alsamleitin í jöfnum mæli, ef ζ ∈ ∂S(α, r2 ) og |z − α| ≤ r2 − ε, og sú síðari


er alsamleitin í jöfnum mæli, ef ζ ∈ ∂S(α, r1 ) og |z − α| ≥ r1 + ε. Við megum því skipta
á heildi og óendanlegum summum í Cauchy-formúlunni, og fáum
+∞  Z 
X 1 f (ζ)
f (z) = n+1
dζ (z − α)n
n=0
2πi γr2 (ζ − α)
−1  Z 
X 1 f (ζ)
+ n+1
dζ (z − α)n .
n=−∞
2πi γr1 (ζ − α)

Við höfum því fengið framsetninguna (4.1.1) með stuðlana an gefna með (4.1.2), þar sem
r = r2 ef n ≥ 0, en r = r1 ef n < 0. Við eigum einungis eftir að sýna að heildin í (4.1.2)
séu óháð valinu á r. Til þess tökum við tvær tölur s1 og s2 , þannig að %1 < s1 < s2 < %2
og athugum að Cauchy-setningin gefur
Z Z Z
f (ζ) f (ζ) f (ζ)
n+1
dζ − n+1
dζ = n+1
dζ = 0,
γs2 (ζ − α) γs1 (ζ − α) ∂Ω (ζ − α)

þar sem Ω = A(α, s1 , s2 ). Þetta sýnir að heildið í (4.1.2) er óháð r. 

Laurent-raðir
Skilgreining 4.1.2 Röð af gerðinni
+∞
X
an (z − α)n
n=−∞
108 KAFLI 4. LEIFAREIKNINGUR

kallast Laurent-röð. Innri samleitnigeisli raðarinnar %1 er skilgreindur sem neðra mark


yr % = |z − α| þannig að
X−1
an (z − α)n
n=−∞

er samleitin, ytri samleitnigeisli raðarinnar %2 er skilgreindur sem efra mark yr öll % =
|z − α| þannig að
+∞
X
an (z − α)n
n=0

er samleitin. Ef %1 < %2 þá segjum við að Laurent-röðin sé samleitin. Stuðullinn a−1


kallast leif Laurent-raðarinnar og röðin
−1
X
an (z − α)n
n=−∞

kallast höfuðhluti hennar. 

Ef Laurent-röð +∞ n=−∞ an (z−α) er samleitin og %1 og %2 tákna innri og ytri samleitni-


n
P
geisla hennar, þá skilgreinir hún fágað fall á hringkraganum A(α, %1 , %2 ) með formúlunni
+∞
X
f (z) = an (z − α)n .
n=−∞

Hugsum okkur nú að γ sé lokaður vegur sem liggur í A(α, %1 , %2 ) og lítum á heildið


Z +∞
X Z
(4.1.3) f (z) dz = an (z − α)n dz.
γ n=−∞ γ

Hér höfum við notfært okkur að röðin er samleitin í jöfnum mæli á veginum γ til þess að
ytja heildið inn fyrir summutáknið. Nú athugum við að allir liðirnir í summunni hafa
stofnfall nema sá með númerið n = −1. Þar með er
Z Z
dz
f (z) dz = a−1 .
γ γ z −α

Ef nú γ er einfaldur lokaður vegur, sem stikar jaðarinn ∂Ω á svæðinu Ω í jákvæða stefnu, þá


segir Cauchy-formúlan að síðasta heildið sé 2πi ef α er inni í svæðinu, en Cauchy-setningin
segir að það sé 0 ef α er utan þess. Þar með er
(
2πi a−1 , α ∈ Ω,
Z
(4.1.4) f (z) dz =
γ 0, α 6∈ Ω.

Í tilfellinu að A(α, %1 , %2 ) ⊂ S(α, %2 ) ⊂ X , þ.e. þegar fallið f er fágað á svæði sem


inniheldur alla hringskífuna S(α, %2 ), þá eru föllin
f (ζ)
ζ 7→ = (ζ − α)−n−1 f (ζ),
(ζ − α)n+1
4.2. EINANGRAÐIR SÉRSTÖÐUPUNKTAR 109

fáguð í S(α, %2 ) fyrir öll n < 0. Cauchy-setninginn segir okkur þá að an = 0 ef n < 0 og


Cauchy-formúlan fyrir aeiður gefur okkur
f (n) (α)
an = , n ≥ 0.
n!
Ef A(α, %1 , %2 ) ⊂ S(α, %2 ) ⊂ X , þá þýðir þetta sem sagt að Laurent-röð fallsins f í α sé
Taylor-röð þess.

4.2 Einangraðir sérstöðupunktar


Einangraðir punktar og dreifð mengi
Látum nú A vera hlutmengi í C. Rifjum það upp að punktur α ∈ A kallast einangraður
punktur í A ef til er ε > 0 þannig að S ∗ (α, ε) ∩ A = ∅, þ.e.a.s. α er eini punkturinn í A
sem liggur í opnu skífunni S(α, ε). Við segjum að mengið A sé dreift ef sérhver punktur í
því er einangraður.

Höfuðhluti og leif
Látum X vera opið mengi, f ∈ O(X) og α vera einangraðan sérstöðupunkt fágaða fallsins
f . Samkvæmt Laurent-setningunni getum við skrifað
+∞
X
f (z) = an (z − α)n , z ∈ S ∗ (α, ε) = A(α, 0, ε),
n=−∞

þar sem stuðlarnir eru ótvírætt ákvarðaðir. Við köllum þessa röð Laurent-röð fágaða
fallsins f í punktinum α, við köllum höfuðhluta raðarinnar höfuðhluta fágaða fallsins f
í punktinum α og við köllum leif raðarinnar leif fallsins f í punktinum α og við táknum
hana með
Res(f, α).

Afmáanlegir sérstöðupunktar
Einangraður sérstöðupunktur α fágaða fallsins f er sagður vera afmáanlegur, ef til er r > 0
og g ∈ O(S(α, r)) þannig að S ∗ (α, r) ⊂ X og f (z) = g(z) fyrir öll z ∈ S ∗ (α, r).

Setning 4.2.1 (Riemann). Ef α er einangraður sérstöðupunktur fágaða fallsins f , og


limz→α (z − α)f (z) = 0, þá er α afmáanlegur sérstöðupunktur 
Sönnun: Stuðlarnir í Laurent-röð fallsins f í punktinum α eru gefnir með formúlunni
Z 2π
f (α + reit ) it
Z
1 f (ζ) 1
an = dζ = ire dt,
2πi ∂S(α,r) (ζ − α)n+1 2πi 0 rn+1 ei(n+1)t
og þar með er
|an | ≤ r−n max |f (ζ)| = r−n−1 max |(ζ − α)f (ζ)|.
ζ∈∂S(α,r) ζ∈∂S(α,r)
110 KAFLI 4. LEIFAREIKNINGUR

Ef n < 0, þá stefnir hægri hliðin á 0 ef r → 0 og því er an = 0 ef n < 0. Við höfum því


+∞
X
f (z) = an (z − α)n , z ∈ S ∗ (α, %).
n=0

Hægri hliðin skilgreinir fágað fall í grennd um α, svo α er afmáanlegur sérstöðupunktur.




Skaut
Skilgreining 4.2.2 Látum f vera fágað fall á opnu mengi X og α vera einangraðan
sérstöðupunkt fallsins f . Við segjum að α sé skaut af stigi m > 0, ef til er fágað fall
g ∈ O(U ), þar sem U er grennd um α, þannig að g(α) 6= 0 og
g(z)
f (z) = , z ∈ U \ {α}.
(z − α)m


Skautin einkennast af:

Setning 4.2.3 Fall f hefur skaut í α ef og aðeins ef |f (z)| → +∞ ef z → α.




Sönnun: Ef α er skaut fágaða fallsins f , þá er ljóst að |f (z)| → +∞ ef z → α. Gerum


nú ráð fyrir að |f (z)| → +∞ ef z → α. Þá er til grennd S(α, ε) um α þannig að f hefur
enga núllstöð í S ∗ (α, ε) og við getum skilgreint

F (z) = 1/f (z), z ∈ S ∗ (α, ε), F (α) = 0.


Setning Riemanns gefur að F hefur afmáanlegan sérstöðupunkt í α og setning 3.6.4 gefur
að við getum skrifað F (z) = (z−α)m G(z), þar sem m > 0 og G(z) 6= 0 fyrir öll z ∈ S(α, ε).
Ef við setjum nú g(z) = 1/G(z), z ∈ S(α, ε), þá fæst
1 1 g(z)
f (z) = = m
= , z ∈ S(α, ε).
F (z) (z − α) G(z) (z − α)m

Hugsum okkur nú að fallið f ha skaut í punktinum α af stigi m. Þá er fallið sett
fram með Laurent-röð af gerðinni
+∞
X
f (z) = an (z − α)n ,
n=−m

í grennd um α. Ef höfuðhlutinn er táknaður með h(z), þá er α afmáanlegur sérstöðupunkt-


ur mismunarins
−1
X ∞
X
n
f (z) − h(z) = f (z) − an (z − α) = an (z − α)n .
n=−m n=0
4.2. EINANGRAÐIR SÉRSTÖÐUPUNKTAR 111

Stofnbrotaliðun
Áður en við segjum skilið við skautin, þá skulum við víkja ögn að stofnbrotaliðun. Í
grein 1.5 gengum við út frá því sem vísum hlut, að það væri alltaf hægt að liða rætt
fall í stofnbrot. Nú skulum við sanna þetta og leiða út formúlurnar fyrir stuðlunum í
stofnbrotaliðuninni.
Látum R = P/Q vera rætt fall og gerum ráð fyrir að stigP < stigQ. Látum α1 , . . . , αk
vera ólíkar núllstöðvar Q, látum m1 , . . . , mk vera margfeldni þeirra og setjum m = stigQ =
m1 + · · · + mk . Þá er greinilegt að fallið R hefur skaut af stigi ≤ mj í αj og ef við látum

A1j Amj j
hj (z) = + ··· +
(z − αj ) (z − αj )mj

tákna höfuðhluta fallsins R í punktinum αj , þá hefur fallið

f (z) = R(z) − h1 (z) − · · · − hk (z)

afmáanlega sérstöðupunkta í α1 , . . . , αk . Við setjum f (αj ) = limz→αj f (z), og fáum að


f ∈ O(C). Fyrst stigP < stigQ, þá sjáum við að fallið sem stendur hægra megin jafnað-
armerkisins stefnir á 0 ef |z| → +∞. Setning Liouville segir okkur nú að f sé núllfallið.
Þar með er
R(z) = h1 (z) + · · · + hk (z).
Stuðlarnir í stofnbrotaliðuninni fást nú með því að reikna liðina í veldaröð fallanna (z −
αj )mj R(z) í punktunum αj , þeir eru gefnir með formúlunni
 mj −l  
1 d P (z)
Alj = ,
(mj − l)! dz qj (z)

z=αj

þar sem qj (z) = Q(z)/(z − αj )mj .

Verulegir sérstöðupunktar
Skilgreining 4.2.4 Einangraður sérstöðupunktur fágaða fallsins f kallast verulegur sér-
stöðupunktur, ef hann er hvorki afmáanlegur sérstöðupunktur né skaut.


Hegðun fágaðra falla í grennd um verulega sérstöðupunkta er lýst með:

Setning 4.2.5 (Casorati-Weierstrass ). Gerum ráð fyrir að α sé verulegur sérstöðupunkt-


ur fallsins f . Ef β ∈ C, ε > 0 og δ > 0, þá er til z ∈ S(α, δ) þannig að f (z) ∈ S(β, ε).


Við sleppum sönnuninni hér enda kemur þessi setning ekki meira við sögu.
112 KAFLI 4. LEIFAREIKNINGUR

4.3 Leifasetningin
Við sáum í síðasta kaa hvernig hægt er að hagnýta Cauchy-formúluna og Cauchy-
formúluna fyrir aeiður til þess að reikna út ákveðin heildi. Við ætlum nú að beita
Cauchy-setningunni til þess að alhæfa þessar formúlur fyrir heildi yr lokaða vegi. Við
höfum séð að það er einstaklega auðvelt að reikna út vegheildi af föllum, sem gen eru
með samleitnum Laurent-röðum yr lokaða vegi, því við getum alltaf heildað röðina lið
fyrir lið og allir liðirnir hafa stofnfall nema sá með númerið −1.

Setning 4.3.1 (Leifasetningin). Látum X vera opið hlutmengi í C og látum Ω vera


opið hlutmengi af X sem uppfyllir sömu forsendur og í Cauchy-setningunni. Látum A
vera dreift hlutmengi af X sem sker ekki jaðarinn ∂Ω á Ω. Ef f ∈ O(X \ A), þá er
Z X
(4.3.1) f (z) dz = 2πi Res(f, α).
∂Ω α∈Ω∩A

Sönnun: Fyrst Ω er lokað og takmarkað mengi og A er dreift, þá er Ω ∩ A endanlegt.


Veljum ε það lítið að S(α, ε) ⊂ Ω fyrir öll α ∈ A ∩ Ω og S(α1 , ε) ∩ S(α2 , ε) = ∅ ef
α1 6= α2 . Setjum [
Ωε = Ω \ S(α, ε).
α∈Ω∩A

Þá er jaðarinn ∂Ωε genn sem


[
∂Ωε = ∂Ω ∪ ∂S(α, ε).
α∈A∩Ω

Ω
.
..............
.................................................... ..............................................
........
.......... ............. .......
.....
........ .......... .....
.....
......... ........ .....
....
.
..........
.....
. ..............
. ...
. .............................. ................. ..
.................. ................ . ...
..
. . .
......
.. . . ... .
...... ...
... .......
. .....
.... ...
.. ...
.. ... ... . .................. ...................

α·1
. .. . . . ... ....
.... ........ ..
. .... . . . . .. ... ..... ..
... .... ............ . .... . . . . ............ ..... .. ... .. .
. .. .... ....... ..

α·3
... ....... ..... .... ..
. . . .
. . .
........ .......... ..................... .. . ..... .. ..
... . . . . . .. ........ .
..... ..
.. .... .. . .. .. .
. . .
. ................... ... .. .
.
.. ...... .....
. . .. ....
. .... ..

α·2
.. .. ... . .. ................ .
... .. .. ..
.. ...
α·4
... ... . .. ...
.. .... .. ...
... ..
... ... . .................
. ...... ........ ....................................... .....
... ... . ....... ...
..... ...
...
. ............ ..
.
.... .....
..... ................ ..... ....... ......... ........... .....
.... ....... ......... .......... .....
........
............................ ....... .......... ...........................
.....................................

Mynd: Svæði með útskornum skífum


Cauchy-setningin gefur okkur
Z Z X Z
(4.3.2) 0= f (z) dz = f (z) dz − f (z) dz.
∂Ωε ∂Ω α∈A∩Ω ∂S(α,ε)

Í sérhverri skífanna S(α, ε) höfum við framsetningu á f með Laurent-röð og samkvæmt


(4.1.4) er þá Z
f (z) dz = 2πiRes(f, α).
∂S(α,ε)
4.4. ÚTREIKNINGUR Á LEIFUM 113

Formúlan (4.3.1) leiðir því af (4.3.2). 


Leifasetningin hefur mikla hagnýta þýðingu við útreikninga á ákveðnum heildum. Við
gerum þeim hagnýtingum skil í næsta kaa, en það sem eftir er þessa kaa ætlum við að
halda áfram að fjalla um ýmsar aeiðingar af Cauchy-setningunni.

4.4 Útreikningur á leifum


Cauchy-formúla og leifasetning
Látum X vera opið hlutmengi af C og Ω vera opið hlutmengi af X , þannig að jaðarinn
∂Ω af Ω sé einnig innihaldinn í X . Við hugsum okkur jafnframt að ∂Ω sé stikaður af
endanlega mörgum vegum γ1 , . . . , γN , sem skerast aðeins í endapunktum, og að þeir stiki
∂Ω í jákvæða stefnu, sem þýðir að svæðið sé vinstra megin við snertilínuna í punkti γj (t),
ef horft er í stefnu γj 0 (t). Hér höfum við verið að telja upp hluta af forsendum Cauchy
setningarinnar. Til viðbótar gerum við ráð fyrir að A sé dreift hlutmengi af X og að
f ∈ A(X \ A). Þá eru allir punktarnir í A einangraðir sérstöðupunktar fallsins f og
leifasetningin segir okkur að
Z X
(4.4.1) f (ζ) dζ = 2πi Res(f, α).
∂Ω α∈A∩Ω

Ef A ∩ Ω = ∅, þá er summan sett 0, eins og alltaf þegar summa yr tóma mengið er


tekin. Þetta er í fullu samræmi við Cauchysetninguna, því í þessu tilfelli er f fágað í
grennd um Ω = ∂Ω ∪ Ω og þá er heildið í vinstri hliðinni jafnt 0. Cauchyformúlan er líka
sértilfelli af leifasetningunni, því ef z ∈ Ω og Ω ∩ A = ∅, þá hefur fallið ζ 7→ f (ζ)/(ζ − z)
eitt skaut z af stigi ≤ 1 í Ω og leifasetningin segir okkur að
Z  
1 f (ζ) f (ζ)
dζ = Res , z = f (z).
2πi ∂Ω ζ − z ζ −z

Leif í einföldu skauti


Áður en við snúum okkur að því að beita leifasetningunni til að leysa ákveðin dæmi, þá
skulum við huga að því, hvernig farið er að því að reikna út leif Res(f, α) fallsins f í
einangraða sérstöðupunktinum α. Samkvæmt skilgreiningu er Res(f, α) = a−1 , þar sem
+∞
X
(4.4.2) f (z) = an (z − α)n , z ∈ S ∗ (α, ε),
n=−∞

er framsetning á f með Laurentröð. Ef við höfum skaut af stigi 1 í punktinum α, þá eru


allir stuðlarnir an = 0, n < −1, í Laurentröðinnni og við fáum
+∞
X +∞
X
n+1
(z − α)f (z) = an (z − α) = an−1 (z − α)n .
n=−1 n=0

Af þessari formúlu leiðir síðan


(4.4.3) Res(f, α) = lim (z − α)f (z).
z→α
114 KAFLI 4. LEIFAREIKNINGUR

Leif í skauti af stigi m > 1


Við skulum gera ráð fyrir að f ha skaut af stigi m > 0 í punktinum α. Samkvæmt
skilgreiningu er þá til fágað fall g í grennd U um α þannig að g(α) 6= 0 og f (z) =
g(z)/(z − α)m , z ∈ U \ {α}. Við sjáum sambandið milli stuðlanna bn í Taylorröð fallsins
g í punktinum α og stuðlanna an í Laurent röð fallsins f , út frá formúlunni
+∞
X +∞
X +∞
X
−m n n−m
f (z) = (z − α) bn (z − α) = bn (z − α) = bn+m (z − α)n ,
n=0 n=0 n=−m

sem gefur okkur


g (m−1) (α)
(4.4.4) Res(f, α) = a−1 = bm−1 = .
(m − 1)!
Sértilfellið að α sé skaut af fyrsta stigi, sem við skrifuðum upp í (4.4.3), er einfaldast,

(4.4.5) Res(f, α) = g(α), m = 1.

Cauchy-formúla fyrir aeiður og leifasetning


Cauchyformúlan fyrir aeiður er einnig sértilfelli af leifasetningunni, því ef A ∩ Ω = ∅
og z ∈ Ω þá hefur fallið ζ 7→ f (ζ)/(ζ − z)n+1 skaut af stigi ≤ n + 1 og samkvæmt (4.4.4)
er Z  
n! f (ζ) f (ζ)
dζ = n!Res , z = f (n) (z).
2πi ∂Ω (ζ − z)n+1 (ζ − z)n+1

Leif af kvóta tveggja falla


Nú skulum við hugsa okkur að f ha skaut af stigi m í α og að f sé geð í grennd
um α sem f (z) = g(z)/h(z), þar sem g(α) 6= 0 og h(α) = 0. Þá getum við skrifað
h(z) = (z − α)m h1 (z) þar sem h1 (z) er fágað í grennd um α og h1 (α) = h(m) (α)/m! 6= 0.
Ef f hefur skaut af fyrsta stigi, þá er lein
(z − α)g(z) g(α)
(4.4.6) Res(f, α) = lim (z − α)f (z) = lim = 0 .
z→α z→α h(z) − h(α) h (α)
Þetta segir okkur, að formúlan sem við leiddum út í setningu 3.3.6, er ekkert annað
en sértilfelli af leifasetningunni, því þar gerðum við ráð fyrir að núllstöðvar α1 , . . . , αm
margliðunnar Q væru einfaldar og því gefur leifasetningin
Z  
f (ζ) X f (ζ) X f (αj )
dζ = 2πi Res , αj = 2πi .
∂Ω Q(ζ) α ∈Ω
Q(ζ) α ∈Ω
Q0 (αj )
j j

Ef f (z) = g(z)/h(z), þar sem g(α) 6= 0 og h hefur núllstöð af stigi m > 1 og við skrifum
h(z) = (z − α)m h1 (z), þá er
dm−1 g(z)
 
1
(4.4.7) Res(f, α) = · .
(m − 1)! dz m−1 h1 (z) z=α
4.4. ÚTREIKNINGUR Á LEIFUM 115

Stofnbrotaliðun og leifasetning
Í þessu samhengi er skemmtilegt að nefna, að formúlan fyrir stofnbrotaliðun, sem við
settum fram í grein 1.5 og leiddum út í grein 4.2, leiðir beint af leifasetninunni og formúlu
(4.4.7). Við gerðum ráð fyrir að stig P < stig Q, að Q hefði núllstöðvar α1 , . . . , αk af stigi
m1 , . . . , mk , m = stig Q = m1 + · · · + mk , og við skrifuðum Q(z) = (z − αj )mj qj (z), þar
sem qj er margliða af stigi m − mj . Við veljum nú hringinn γr , með miðju í 0 og geislann
r það stóran að α1 , . . . , αk og z liggi innan hans. Leifasetningin gefur okkur þá
Z   X k  
1 P (ζ) P (ζ) P (ζ)
dζ = Res ,z + Res , αj
2πi γr Q(ζ)(ζ − z) Q(ζ)(ζ − z) j=1
Q(ζ)(ζ − z)
k
dmj −1
 
P (z) X 1 P (ζ)
= + · mj −1 .
Q(z) j=1 (mj − 1)! dζ qj (ζ)(ζ − z) ζ=αj

Fyrst stig P < stig Q, þá er til fasti C þannig að |P (ζ)/Q(ζ)| ≤ C/r ef |ζ| = r og r er
nógu stórt. Heildið í vinstri hlið jöfnunnar er óháð tölunni r og við getum því metið það
með 2πrC/r(r − |z|) → 0, r → +∞. Heildið er því 0 og við fáum

k
dmj −1
 
P (z) X 1 P (ζ)
= · mj −1
Q(z) j=1
(mj − 1)! dζ q j (ζ)(z − ζ)
ζ=αj

k mj −1
dmj −1−l
   
X X 1 mj − 1 l! P (ζ)
= · · ·
j=1 l=0
(mj − 1)! l (z − αj )l+1 dζ mj −1−l qj (ζ) ζ=αj
k Xmj
dmj −l P (ζ)
 
X 1 1
= ·
l (m − l)!
· mj −l ,
j=1 l=1
(z − α j ) j dζ q j (ζ)
ζ=α j

og hér er komin formúlan sem stendur í grein 1.5. Athugið að hér höfum við notað
formúluna fyrir hærri aeiður af margfeldi tveggja falla
n  
(n)
X n (n−k)
(f g) (z) = f (z)g (k) (z)
k=0
k

og formúluna fyrir tvíliðustuðlana


 
n n!
= .
k k!(n − k)!

Leifar reiknaðar út frá stuðlum í veldaröðum


Höldum nú áfram með útreikning okkar á leifum, gerum ráð fyrir að f = g/h og

X ∞
X ∞
X
n n
f (z) = an (z − α) , g(z) = bn (z − α) , h(z) = cn (z − α)n ,
n=−m n=k n=l
116 KAFLI 4. LEIFAREIKNINGUR

hugsum okkur að stuðlarnir bn , cn séu gefnir, cl 6= 0, bk 6= 0 og að við viljum reikna


út leina Res(f, α) = a−1 . Taylorröð g er þá gen sem margfeldi af Laurentröð f og
Taylorröð h,

X X∞ ∞
X
an (z − α)n cn (z − α)n = bn (z − α)n .
n=−m n=l n=k

Þetta segir okkur að −m + l = k og að við fáum sambandið milli stuðlanna með því að
margfalda saman raðirnar í vinstri hliðinni

a−m cl = bk ,
a−m+1 cl + a−m cl+1 = bk+1 ,
a−m+2 cl + a−m+1 cl+1 + a−m cl+2 = bk+2 ,
.. ..
. .
a−2 cl + a−3 cl+1 + · · · + a−m cl+m−2 = bk+m−2
a−1 cl + a−2 cl+1 + · · · + a−m cl+m−1 = bk+m−1 .

Fyrst cl 6= 0, þá fáum við m skrefa rakningarformúlu fyrir a−m , a−m+1 , . . . , a−1 og í síðasta
skrenu er leif f í α fundin,

a−m = c−1
l bk ,
a−m+1 = c−1

l b k+1 − a −m c l+1 ,
a−m+2 = c−1

l bk+2 − a−m+1 cl+1 − a−m cl+2 ,
.. ..
. .
a−2 = c−1

l bk+m−2 − a−3 cl+1 − · · · − a−m cl+m−2
Res(f, α) = a−1 = c−1

l bk+m−1 − a−2 cl+1 − · · · − a−m cl+m−1 .

Ef engin af aðferðunum, sem við höfum verið að fjalla um hér, dugir til að nna leina
þá er ekkert annað að gera en að reikna hana út frá formúlunni sem við leiddum út í
Laurentsetningunni,
Z
1
Res(f, α) = f (ζ) dζ,
2πi ∂S(α,ε)

þar sem við veljum geislann ε í hringnum nógu lítinn.

4.5 Heildi yr einingarhringinn


Við skulum gera ráð fyrir að f sé fall af tveimur breytistærðum (x, y) og að f sé skilgreint
í grennd um einingarhringinn, x2 + y 2 = 1. Við fáum nú endurbót á aðferðinni, sem við
leiddum út eftir setningu 3.3.6. Eins og þar athugum við, að ef z er á einingarhringnum,
4.5. HEILDI YFIR EININGARHRINGINN 117

z = eiθ , þá er
1 1 1 z2 + 1
cos θ = (eiθ + e−iθ ) = (z + ) = ,
2 2 z 2z
1 iθ 1 1 z2 − 1
sin θ = (e − e−iθ ) = (z − ) = ,
2i 2i z 2iz
1
dz = ieiθ dθ, dθ = dz.
iz
Við getum því reiknað heildið út með leifareikningi
Z 2π
z2 + 1 z2 − 1  1
Z
f (cos θ, sin θ) dθ = f , dz
0 ∂S(0,1) 2z 2iz iz
z2 + 1 z2 − 1  1
X  
= 2πi Res f , ,α ,
2z 2iz iz
α∈A∩S(0,1)

ef til er opin grennd X um lokuðu einingarskífuna S(0, 1) og dreift mengi A þannig að


fallið z 7→ f (z + 1)/(2z), (z − 1)/(2iz) /(iz) sé fágað á X \ A.
2 2


Sýnidæmi 4.5.1
Z2π √

dθ = 2π
1 + cos2 θ
0

Lausn: Við táknum heildið með I og umritum það yr í vegheildi


Z Z
1 1 4z/i
I= 2 2 2
dz = 4 2
dz.
∂S(0,1) 1 + (z + 1) /(2z) iz ∂S(0,1) z + 6z + 1

Nefnarann í heildisstofninum skrifum við sem

h(z) = z 4 + 6z 2 + 1 = (z 2 + 3)2 − 8

og sjáum að núllstöðvar hans uppfylla z 2 = −3 ± 2 2. Þær eru því
√ √ √ √
q q q q
i 3 + 2 2, −i 3 + 2 2, i 3 − 2 2, −i 3 − 2 2.

Aðeins þær tvær síðasttöldu eru innan einingarhringsins. Skautin eru því öll einföld og
p √
leifarnar fáum við með því að stinga α = ±i 3 − 2 2 inn í
 
4z/i 4z/i −i −i
Res 4 , α = = = √ .
z + 6z 2 + 1 4z 3 + 12z z=α α2 + 3 2 2
Lein er sem sagt sú sama í báðum punktunum og svarið verður því

 
−i −i
I = 2πi √ + √ = 2π.
2 2 2 2

118 KAFLI 4. LEIFAREIKNINGUR
Z 2π
cos θ
Sýnidæmi 4.5.2 Reiknið út heildið dθ.
0 13 − 12 cos 2θ
Lausn: Við táknum heildið með I og umskrifum það yr í heildi yr einingarhringinn
γ með því að setja z = eiθ . Þá verður cos θ = 12 (z + 1/z), cos 2θ = 12 (z 2 + 1/z 2 ) og
dθ = dz/iz . Við fáum því
1

z + 1/z
Z
2 dz
I= 1

2 2
γ 13 − 12 · 2 z + 1/z iz
z2 + 1 z2 + 1
Z Z
1 1
= dz = − dz.
2i γ 13z 2 − 6z 4 − 6 2i γ 6z 4 − 13z 2 + 6
Við skilgreinum nú f (z) = (z 2 + 1)/(6z 4 − 13z 2 + 6). Skaut fallsins eru núllstöðvar nefn-
arans. Lausnarformúlan fyrir annars stigs jöfnu gefur okkur þau,

2 13 ± 132 − 4 · 6 · 6 13 ± 5
z = =
2·6 12
Við fáum að z = ± p 3/2 og z = ± 2/3. Fyrri lausnirnar tvær eru utan einingar
p p

hringsins, en hinar a = 2/3 og −a eru innan hans. Þetta eru einföld skaut og því er
a2 + 1
Res(f, a) =
24a3 − 26a
a2 + 1
Res(f, −a) = = −Res(f, a).
−24a3 + 26a
Af þessu leiðir að I = 2πi(Res(f, a) + Res(f, −a)) = 0. 
Sýnidæmi 4.5.3 Sýnið að

dθ 2π
2 = , a > 0.
a2 + sin θ a(1 + a2 )1/2
−π

Lausn: Táknum heildið með I og umskrifum það yr í vegheildi, þar sem γ táknar
einingarhringinn
Z
1 dz
I= 2 2 2 2
·
γ a + (z − 1) /(2iz) iz
−4z/i
Z
= 2 2 2 2
dz
γ (z − 1) − 4a z
−4z/i
Z
= 4 2 2
dz
γ z − 2(1 + 2a )z + 1

Nefnarinn í síðasta heildisstofninum hefur fjórar ólíkar núllstöðvar og þær uppfylla


α2 = (1 + 2a2 ) ± ((1 + 2a2 )2 − 1)1/2
= (1 + 2a2 ) ± (4a2 + 4a4 )1/2
= (1 + 2a2 ) ± 2a(1 + a2 )1/2 .
4.6. HEILDI YFIR RAUNÁSINN 119

Greinilegt er að núllstöðvarnar α, sem hafa + milli liðanna í þessari formúlu, eru utan
einingarskífunnar S(0, 1), en hinar tvær sem hafa − milli liðanna eru innan hans. Við
reiknum nú leina út
 
−4z/i −8πz
2πiRes 4 , α =
z − 2(1 + 2a2 )z 2 + 1 4z 3 − 4(1 + 2a2 )z z=α
2π 2π
= 2 2
= .
(1 + 2a ) − α 2a(1 + a2 )1/2
Lein er sem sagt sú sama í báðum punktunum, svo við fáum
 
X −4z/i 2π
I = 2πi Res 4 2 2
,α = .
z − 2(1 + 2a )z + 1 a(1 + a2 )1/2
α∈S(0,1)

4.6 Heildi yr raunásinn


Nú ætlum við að snúa okkur að heildum af gerðinni
Z +∞
(4.6.1) I= f (x) dx
−∞

þar sem fallið f er fágað í grennd um R. Hugsum okkur fyrst að f ∈ O(C \ A), þar sem
A er dreift mengi. Aðferðin byggir á því að athuga að
Z r
I = lim f (x) dx,
r→+∞ −r

ef heildið (4.6.1) er samleitið. Leifasetningin gefur okkur þá


Z r Z X
f (x) dx + f (z) dz = 2πi Res(f, α)
−r γr α∈A∩Ωr

og jafnframt Z r Z X
f (x) dx + f (z) dz = −2πi Res(f, α),
−r βr
α∈A∩Ω
er

þar sem Ωr og Ω
e r eru hálfskífurnar á myndinni.

..
γr
......................................
........ ......
...... .....
..... .....
......
. ...
...
.... ...
.
....
..
Ωr ...
...
−r
.
.
...
...
...
.
................................................................................................................
r
....................................................................................................................
... .
−r r ...
...
...
...
..
..
...
...
.....
Ω̃r ...
...
.
..
.

..... .....
......
........ ..
.........
.....................................
....

βr
Mynd: Hálfskífur í efra og neðra hálfplani
120 KAFLI 4. LEIFAREIKNINGUR

Ef unnt er að sýna fram á að önnur hvor summan í hægri hliðunum ha markgildi ef
r → +∞ og að tilsvarandi vegheildi
Z Z
f (z) dz eða f (z) dz
γr βr

stefni á núll, þá verður


Z +∞ X
I= f (x) dx = 2πi Res f, α)
−∞ α∈A∩H+

eða Z +∞ X
I= f (x) dx = −2πi Res f, α)
−∞ α∈A∩H−

þar sem H+ = {z ∈ C; Im z > 0} táknar efra hálfplanið og H− = {z ∈ C; Im z < 0} táknar


neðra hálfplanið.
Lítum nú á tilfellið að f (x) = P (x)/Q(x) sé rætt fall, að P og Q séu margliður með
stig P ≤ stig Q − 2, og að Q ha engar núllstöðvar á R. Auðvelt er að sannfæra sig um
að til er fasti C þannig að
C
|f (z)| ≤ 2 ,
r
ef |z| = r og r er það stórt að allar núllstöðvar Q liggja í S(0, r − 1). Lengd veganna γr
og βr er πr, svo við fáum
Z
| f (z) dz| ≤ πC/r → 0, r → +∞,
γr

og sama mat fæst fyrir heildið af f (z) yr βr . Niðurstaðan verður því að
Z+∞ X X
f (x) dx = 2πi Res f, α) = −2πi Res f, α),
−∞ α∈N (Q)∩H+ α∈N (Q)∩H−

þar sem N (Q) er núllstöðvamengi Q.

Sýnidæmi 4.6.1
+∞
x2 + 3
Z
dx = 5π/6
−∞ (x2 + 1)(x2 + 4)
Lausn: Stig teljarans er tveimur lægra en stig nefnarans, svo okkur dugir að reikna út
leifarnar í núllstöðvum nefnarans í efra hálfplaninu. Þær eru tvær, α1 = i og α2 = 2i.
z2 + 3 α12 + 3
 
1
Res 2 2
, α1 = 2
= ,
(z + 1)(z + 4) 2α1 (α1 + 4) 3i
2 2
 
z +3 α2 + 3 1
Res 2 2
, α2 = 2
= .
(z + 1)(z + 4) 2α2 (α2 + 1) 12i
Svarið verður því I = 2πi(1/(3i) + 1/(12i)) = 5π/6. 
4.6. HEILDI YFIR RAUNÁSINN 121

Fram til þessa höfum við einungis fengist við föll sem hafa einföld skaut. Lítum nú á
eitt dæmi, þar sem við þurfum að reikna út leif í skauti af hærra stigi en 1.

Sýnidæmi 4.6.2
Z+∞  
dx π 2n
= 2n , n ≥ 0.
(1 + x2 )n+1 2 n
−∞

Lausn: Setjum f (z) = 1/(1 + z 2 )n+1 , z 6= ±i. Fallið f hefur skaut af stigi m = n + 1 í
α = i og engin önnur skaut í efra hálfplaninu. Til þess að ákvarða leina, skrifum við

g(z) 1
f (z) = , g(z) = ,
(z − i)n+1 (z + i)n+1

og athugum að
(n + 1)(n + 2) · · · (n + k)
g (k) (z) = (−1)k .
(z + i)n+k+1
Gildi heildisins er því

g (n) (i)
I = 2πiRes(f, i) = 2πi
n!
2πi(−1)n (n + 1)(n + 2) · · · (2n)
 
π 2n
= = 2n .
(2i)2n+1 n! 2 n


122 KAFLI 4. LEIFAREIKNINGUR

4.7 Ængardæmi
1. Flokkið sérstöðupunkta fallanna í afmáanlega sérstöðupunkta, skaut og verulega
sérstöðupunkta, reiknið út leifarnar í þeim og ákvarðið stig allra skauta:
sin(πz) ez
a) f (z) = , b) f (z) = ,
(z − 1)3 (z − 2)2 (z − 3) z4
2 1
c) f (z) = e1/z , d) f (z) = ,
z(z − 1)(z − 2)
1 1
e) f (z) = 4 , f) f (z) = 6 ,
z +1 z +1
g) f (z) = tan z , h) f (z) = exp(z − 1/z),
1 z
i) f (z) = , j) f (z) = .
sinh z · sin z cot(πz)
z(z 2 − 1) sin z
k) g(z) = , l) ,
sin(πz) z
ez − 1 z(z − π)
m) , n) ,
z(z − 1) sin z
(z 2 − 1)(z − 2)3
o) sin(1/z), p) .
sin2 πz
2. Sýnið að föllin (sin z)/z , (ez − 1)/z og Log(1 + z) /z ha afmáanlegan sérstöðupunkt


í a = 0 og ákvarðið síðan Taylor-raðir eftirtalinna falla í punktinum a = 0,

eζ − 1
Z Z Z
sin ζ Log(1 + ζ)
S(z) = dζ, E(z) = dζ, L(z) = dζ.
h0,zi ζ h0,zi ζ h0,zi ζ

3. Látum γ tákna stikaferillinn sem fæst með því að fara eina umferð rangsælis (í
jákvæða stefnu) eftir jaðri rétthyrningsins með hornpunkta − 12 − i, 23 − i, 32 + i og − 21 + i.
Reiknið út heildið Z
dz
.
γ z(z − 1)(z − 2) · · · (z − 10)

Z2π √
sin2 θ 2π
4. Sýnið að dθ = 2 a − a2 − b2 , a > |b| > 0.

a + b cos θ b
0

Z2π
dθ π(2a + 1)
5. Sýnið að 2 2
= 3 , a > 0.
(a + sin θ) 2
2(a + a) 2
0

6. Sýnið að
Z2π
π · (2n)!
cos2n θ dθ =
22n−1 (n!)2
0

með því að heilda Laurent röð fallsins f ∈ O(C \ {0}),


 2n
1 1
f (z) = z+
z z
4.7. ÆFINGARDÆMI 123

í punktinum 0 yr einingarhringinn.


Z2π
dθ 2π
7. Sýnið að 2 = , a, b > 0.
a2 2 2
sin θ + b cos θ ab
0

8. Reiknið út heildin
+∞ dx +∞ x
a) , b) dx,
R R
2 2 2 (x2 − 2x + 2)2
−∞ (x + 1)(x + 2) −∞
R x3 sin 2x
+∞ +∞ x4
c) , d) dx,
R
2 2 8
−∞ (1 + x ) −∞ 1 + x
+∞
R x sin x +∞
R sin x
e) 2
dx, f) dx,
−∞ 1 + x −∞ x
R sin2 x
+∞ +∞
R x sin x
g) dx, h) dx,
−∞ x2 −∞ 1 + x
4

R x2 cos 2x
+∞ +∞ cos x
i) dx, j)
R
2 2 2 2
dx
−∞ (1 + x ) −∞ (4 + x )(9 + x )
+∞ cos ax +∞ cos x
k) dx, l) dx,
R R
2 2 2 2 2 2 3
−∞ (x + b )(x + c ) −∞ (1 + x )

9. Látum a, b og c vera rauntölur og gerum ráð fyrir að b2 − 4ac < 0. Sýnið að


Z +∞
1 4πa
dx = 3.
−∞ (ax2 + bx + c)2
2
(4ac − b ) 2

10. Heildið föllin eaz /(ez + 1) og cosh az/ cosh z yr ferhyrninginn með hornpunktana
−r, r, r + 2πi og −r + 2πi og notið niðurstöðurnar til þess að sýna að fyrir sérhvert
a ∈]0, 1[ gildi
+∞ +∞
eax
Z Z
π cosh ax π
x
dx = , dx = .
−∞ e +1 sin πa −∞ cosh x cos(πa/2)

[Leiðbeining: Athugið að bæði föllin hafa einfalt skaut í punktinum iπ og að nefnararnir


eru lotubundin föll með lotuna 2πi.]
124 KAFLI 4. LEIFAREIKNINGUR
Kai 5
ÞÝÐ FÖLL OG FÁGAÐAR
VARPANIR

5.1 Þýð föll


Laplace-virki, Laplace-jafna og þýð föll
Látum nú X tákna opið mengi í C = R2 og látum ϕ : X → R vera deildanlegt fall á X .
Munum að stigull fallsins ϕ er vigursviðið
∂ϕ ∂ϕ 
∇ϕ = , .
∂x ∂y

Munum einnig að fyrir deildanlegt vigursvið V~ = (p, q) : X → R2 er sundurleitni þess


skilgreind sem fallið
∂p ∂q
∇ · V~ = + .
∂x ∂y
Ef við tengjum saman stigul og sundurleitni, þá fáum við
∂ 2ϕ ∂ 2ϕ
∇2 ϕ = ∇ · (∇ϕ) = + 2.
∂x2 ∂y
Skilgreining 5.1.1 Látum ϕ : X → R vera tvisvar deildanlegt fall á opnu hlutmengi X
í C. Hlutaeiðuvirkinn
∂2 ∂2
∆ = ∇2 = +
∂x2 ∂y 2
nefnist Laplace-virki, óhliðraða hlutaeiðujafnan ∆ϕ = 0 nefnist Laplace-jafna og lausn
ϕ : X → R á henni er sögð vera þýtt fall á X . 

Wirtinger-aeiðuvirkjarnir
Rifjum nú upp skilgreininguna á Wirtinger-aeiðuvirkjunum:
   
∂ 1 ∂ ∂ ∂ 1 ∂ ∂
= −i og = +i
∂z 2 ∂x ∂y ∂ z̄ 2 ∂x ∂y

125
126 KAFLI 5. ÞÝÐ FÖLL OG FÁGAÐAR VARPANIR

Með smá útreikningi sjáum við að

∂ 2u ∂ 2u
∆u = 4 =4
∂z∂ z̄ ∂ z̄∂z
og þar með er fallið u er þýtt þá og því aðeins að ∂ 2 u/∂z∂ z̄ = 0. Munum einnig að fall f
er fágað þá og því aðeins að ∂f /∂ z̄ = 0.

Tengsl við fáguð föll


Látum f : X → C, f = u + iv vera fágað fall þar sem u = Re f og v = Im f tákna
raun- og þverhluta. Þá eru bæði u og v óendanlega oft deildanleg föll og þau uppfylla
Cauchy-Riemann jöfnurnar

∂u ∂v ∂u ∂v
= og =− .
∂x ∂y ∂y ∂x

Við getum nú skrifað Cauchy-Riemann jöfnurnar sem

∂v ∂v  ∂u ∂u 
∇u = ,− og ∇v = − , .
∂y ∂x ∂y ∂x

Af þessu leiðir að
∇u · ∇v = 0,
sem segir okkur að stiglar u og v eru hornréttir.
Munum að raungilt á fall á svæði X er fastafall þá og því aðeins að stigull þess sé núll
í sérhverjum punkti. Cauchy-Riemann jöfnurnar segja okkur að u sé fastafall þá og því
aðeins að v sé fastafall.
Af Cauchy-Riemann jöfnunum leiðir einnig

∂ 2u ∂ 2u ∂ 2v ∂ 2v
+ = − = 0,
∂x2 ∂y 2 ∂x∂y ∂y∂x

af því að v er óendanlega oft deildanlegt og ∂ 2 v/∂x∂y = ∂ 2 v/∂y∂x, og einnig fæst að

∂ 2v ∂ 2v ∂ 2u ∂ 2u
+ = − + = 0.
∂x2 ∂y 2 ∂x∂y ∂y∂x

Við höfum því sannað:

Setning 5.1.2 Ef f er fágað fall á opnu mengi X í C, þá eru u = Re f og v = Im f þýð


föll og stiglar þeirra eru hornréttir í sérhverjum punkti í X . Ef X er svæði og annað hvort
u eða v er fastafall, þá er hitt fallið það líka. 

Það er eðlilegt að spyrja hvort sérhvert þýtt fall á opnu mengi í C sé raunhluti af
fáguðu falli. Svarið við þessari spurningu er neikvætt:
5.1. ÞÝÐ FÖLL 127

Sýnidæmi 5.1.3 Látum X = C \ {0} og u : X → R vera fallið sem geð er með


u(z) = ln |z| = 12 ln(x2 + y 2 ), z = x + iy . Í grennd um sérhvern punkt a 6= 0 getum
við fundið logra og fallið u er raunhluti hans. Ef til væri þýtt fall þannig að u + iv væri
fágað á X , þá leiddi af þessu að v væri af gerðinni v(z) = θ(z) + c þar sem θ er samfellt
horn á X , því þverhluti sérhvers logra er samfellt horn. Þetta fær ekki staðist, því það er
ómögulegt að skilgreina samfellt horn á öllu menginu C \ {0}.
Á sérhverju hlutmengi af C \ {0} þar sem til er logri er fallið u raunhluti af þeim logra.
Til dæmis er u raunhlutinn af höfuðgrein lograns á menginu C \ R− . 

Ef geð er þýtt fall u þá er oft hægt að nna fall v þannig að u + iv verði fágað:

Sýnidæmi 5.1.4 (i) Lítum á þýða fallið u(x, y) = x2 −y 2 og leitum að falli v(x, y) þannig
að u + iv verði fágað fall. Fyrri Cauchy-Riemann-jafnan er

∂u ∂v
2x = = .
∂x ∂y

Ef við tökum stofnfall með tilliti til y , þá segir hún okkur að v(x, y) = 2xy + g(x) þar sem
g er eitthvert fall. Hin Cauchy-Riemann-jafnan segir okkur að

∂u ∂v
−2y = =− = −2y − g 0 (x).
∂y ∂x

Því er g 0 (x) = 0 fyrir öll x og þar með er g fasti. Niðurstaðan er því að u = Re f , þar sem
fallið f er geð með
f (z) = x2 − y 2 + 2xyi + ic = z 2 + ic
þar sem c ∈ R er fasti.
(ii) Lítum nú á fallið u(x, y) = sin x cosh y sem er þýtt á öllu C. Við förum eins að og hér
að framan. Fyrri Cauchy-Riemann-jafnan er

∂u ∂v
cos x cosh y = = .
∂x ∂y

Við tökum stofnfall með tilliti til y og fáum v(x, y) = cos x sinh y + g(x) þar sem g er
eitthvert fall. Hin Cauchy-Riemann-jafnan segir okkur að

∂u ∂v
sin x sinh y = =− = sin x sinh y − g 0 (x).
∂y ∂x

Þessi jafna gefur okkur að g 0 (x) = 0 fyrir öll x og þar með að g sé fasti. Niðurstaðan er
því að u = Re f , þar sem fallið f er geð með

f (z) = sin x cosh y + i cos x sinh y + ic = sin z + ic

þar sem c ∈ R er fasti. 


128 KAFLI 5. ÞÝÐ FÖLL OG FÁGAÐAR VARPANIR

Gerum nú aftur ráð fyrir að u sé þýtt fall á svæði X í C og athugum hvernig hægt er
að nna v þannig að u + iv verði fágað fall. Gerum ráð fyrir að slíkt v sé til og setjum
f = u + iv . Þá er
∂u ∂v
f 0 (z) = +i
∂x ∂x
og fyrri Cauchy-Riemann-jafnan gefur að
∂u ∂u ∂u
f 0 (z) = −i =2 .
∂x ∂y ∂z
Það er því nauðsynlegt skilyrði að aeiðan af f sé gen með þessari formúlu. Athugum
að fallið sem stendur í hægri hliðinni uppfyllir Cauchy-Riemann-jöfnurnar og er þar með
fágað, því ef við látum virkjann ∂/∂ z̄ verka á hægri hliðina þá fáum við ∂ 2 u/∂ z̄∂z = 0.
Nú sjáum við að sérhvert þýtt fall á X er raunhluti af fáguðu falli þá og því aðeins að
sérhvert fágað fall á X ha stofnfall. Í kaa 3.10 sáum við að þetta einkennir einfaldlega
samanhangandi svæði:

Setning 5.1.5 Látum X vera svæði í C. Þá er sérhvert þýtt fall á X raunhluti af fáguðu
falli þá og því aðeins að X sé einfaldlega samanhangandi. Ef a ∈ X er fastur punktur þá
er fallið f geð með formúlunni
Z
∂u
f (z) = u(a) + ic + 2 (ζ) dζ,
γz ∂ζ

þar sem γz er einhver vegur í X með upphafspunkt a og lokapunkt z og c ∈ R er fasti. 

Athugið að veginn í setningunni má velja sem línustrik, ef X er stjörnusvæði með tilliti


til a.
Gerum nú ráð fyrir að u sé þýtt fall á svæði Y og að g : X → C sé fágað fall á svæði
X ⊂ C þannig að g(X) ⊂ Y . Ef a ∈ X þá er til opin skífa með miðju í g(a) í Y þannig
að u er raunhluti fágaðs falls á f á skífunni. Þá verður samskeytingin u ◦ g raunhluti f ◦ g
sem er fágað fall í grennd um a. Þetta segir okkur að samskeyting af þýðu falli við fágað
fall er þýtt fall.

5.2 Hagnýtingar í straumfræði


Látum nú V~ vera vigursvið á opnu mengi X í R2 . Við ætlum að líta á V~ sem hraðasvið,
sem er háð tveimur breytistærðum

V~ (x, y) = (p(x, y), q(x, y)), (x, y) ∈ X.

Straumlína vigursviðsins V~ er ferill í X sem stikaður er með lausn ~z : I → R2 á

~z 0 (t) = V~ (~z(t)), t ∈ I,

á einhverju bili I á R. Þessi jafna jafngildir aeiðujöfnuhneppinu

x0 = p(x, y), y 0 = q(x, y).


5.2. HAGNÝTINGAR Í STRAUMFRÆÐI 129

Vigursviðið getur átt sér eðlisfræðilega túlkun. Við getum til dæmis litið á V ~ sem hraða-
svið fyrir streymi vökva eða lofts. Gengið er út frá því að streymið sé óháð tíma og einni
rúmbreytistærð og að það sé samsíða einhverju plani, sem við höfum valið sem (x, y)-
plan. Straumlínurnar eru þá brautir agnanna í vökvanum eða loftinu. V ~ getur einnig
verið hraðasvið rafstraums í þunnri plötu og þá er V ~ samsíða straumsviðinu í sérhverjum
punkti.
Hugsum okkur nú að Ω sé hlutsvæði í X með jaðar ∂Ω í X og gerum ráð fyrir að hægt
sé að stika ∂Ω með einföldum lokuðum ferli γ , sem er samfellt deildanlegur á köum og γ
stikar ∂Ω í jákvæða stefnu, en það þýðir að svæðið Ω er vinstra megin við snertilínuna í
γ(t), ef horft er í stefnu snertilsins γ 0 (t). Ef (x, y) = γ(t) ∈ ∂Ω er punktur, þar sem γ er
deildanlegt fall, þá skilgreinum við einingarsnertil T~ (x, y) í (x, y), sem einingarvigurinn í
stefnu γ 0 (t), T~ (x, y) = γ 0 (t)/|γ 0 (t)|, og ytri einingarþvervigur á ∂Ω sem einingarvigurinn
~n(x, y) sem er hornréttur á γ 0 (t) og vísar út úr Ω. Við látum ds tákna bogalengdarfrymið.
Með γ sem stikun á ∂Ω er það geð sem ds = |γ 0 (t)| dt.

............
.......................................................... ∂Ω
...........
......... ........
.
............. .......
.. ......
...... .....
.
........ .....
..
...
. .....
.... ....
.. ...

..
.
...
....
Ω ...
..
..
.. ......
.
......... T~ (x, y)
... .. ...
.. ....
.
..
..
..
γ(t) = (x, y)
.................................
.
......
......
.
... ....... ....
... .....
........
........ ....
...
..
... ....
....
.
...
..
• ........ .
...
............. .........................
....
.....
.........
...................................
......
......
...... ~n(x, y)
......
......
......
.......
........

Mynd: Jaðar á svæði, snertill og þvervigur


Gauss-setningin gefur nú
Z Z ZZ
(5.2.1) (V~ · ~n) ds = (V~ · ~n) ds = divV~ dxdy
∂Ω γ

ZZ

= ∂x p(x, y) + ∂y q(x, y) dxdy,

og Green-setningin gefur
Z Z ZZ
(5.2.2) (V~ · T~ ) ds = (V~ · T~ ) ds = rotV~ dxdy
∂Ω γ

ZZ

= ∂x q(x, y) − ∂y p(x, y) dxdy.

Heildið í vinstri hlið (5.2.1) nefnist æði vigursviðsins V


~ yr jaðarinn ∂Ω og vinstri hlið
(5.2.2) nefnist hringstreymi vigursviðsins V~ eftir jaðrinum ∂Ω. Við gefum okkur nú tvær
forsendur um hraðasviðið V ~:
(i) Streymið er geymið: Fyrir sérhvert Ω ⊂ X er æðið yr ∂Ω jafnt 0. Samkvæmt (5.2.1)
hefur þetta í för með sér að
∂p ∂q
(5.2.3) (x, y) + (x, y) = 0, (x, y) ∈ X.
∂x ∂y
130 KAFLI 5. ÞÝÐ FÖLL OG FÁGAÐAR VARPANIR

~ er hraðasvið fyrir vökvastreymi, en lögmálið


Þetta er lögmálið um varðveislu massans, ef V
um varðveislu hleðslunnar, ef V ~ er hraðasvið rafstraums. Jafnan (5.2.3) er oft nefnd
samfelldnijafna.
(ii) Streymið er án hvira: Fyrir sérhvert Ω er hringstreymi V~ eftir jaðrinum ∂Ω jafnt 0.
Samkvæmt (5.2.2) hefur þetta í för með sér að
∂q ∂p
(5.2.4) (x, y) − (x, y) = 0, (x, y) ∈ X.
∂x ∂y
Ein mikilvæg aeiðing þessa skilyrðis er að í streyminu geta ekki verið hvirar, en það eru
lokaðar straumlínur, sem mynda jaðar á svæði Ω ⊂ X . Hugsum okkur að ~z : [a, b] → R2
væri slík straumlína. Þá er T~ (~z(t)) = ±z 0 (t)/|z 0 (t)|, V
~ (~z(t)) = z 0 (t), ds = |z 0 (t)| dt og þar
með
Z Z b
V~ · T~ ds = ± |z 0 (t)|2 dt 6= 0.
∂Ω a

Nú skulum við skrifa V ~ sem tvinnfall, V (z) = p(z) + iq(z). Jöfnurnar (5.2.3) og
(5.2.4) segja að V = p − iq uppfylli Cauchy-Riemann-jöfnurnar og þar með er fallið V
fágað. Hugsum okkur að V ha stofnfall, sem við táknum með f . Ef ϕ = Re f og
ψ = Im f , þá leiðir af Cauchy-Riemann-jöfnunum að
f 0 (z) = ∂x ϕ(z) + i∂x ψ(z) = ∂x ϕ(z) − i∂y ϕ(z) = p(z) − iq(z).

Við höfum því gradϕ = V ~ = (p, q), svo straumlínurnar eru hornréttar á jafnhæðarlínurn-
ar {z; ϕ(z) = c}, þar sem c er fasti. Nú gefa Cauchy-Riemann-jöfnurnar hins vegar að
gradψ = (∂x ψ, ∂y ψ) er hornréttur á gradϕ = (∂x ϕ, ∂y ϕ) og þar með eru staumlínurnar
fyrir vigursviðið V ~ gefnar sem jafnhæðarlínurnar {z; ψ(z) = c}, þar sem c fasti.
Fallið f kallast tvinnmætti fyrir straumfallið V , fallið ϕ kallast raunmætti fyrir V og
fallið ψ kallast streymisfall. Niðurstaða athugana okkar er því að straumlínur vigursviðsins
V~ eru jafnhæðarlínur streymisfallsins ψ , þar sem ψ = Im f og f 0 = V . Ef við þekkjum
streymisfallið ψ og getum ákvarðað jafnhæðarlínur þess, þá höfum við ákvarðað brautir
lausna aeiðujöfnuhneppisins (5.2), án þess að leysa jöfnurnar.
Sýnidæmi 5.2.1 Lítum fyrst á hraðasviðið V sem geð er með
a eiθ
V (z) = =a , z = reiθ , z ∈ C \ {0},
z r
þar sem a ∈ R. Fallið V hefur ekkert stofnfall á öllu C \ {0}, en á menginu X = C \ R−
getum við tekið
f (z) = aLogz = a(ln |z| + iθ(z)), −π < θ(z) < π,
fyrir stofnfall, þar sem Log táknar höfuðgrein lografallsins. Straumlínurnar verða þá
jafnhæðarlínur fyrir hornið {z; θ(z) = c}, en þær eru geislar út frá 0. Heildaræði straum-
fallsins gegnum hring með geislann r er
Z Z 2π
a
hV~ , ~ni ds = rdθ = 2πa.
|z|=r 0 r
5.2. HAGNÝTINGAR Í STRAUMFRÆÐI 131

Ef a > 0 þá stefna straumlínurnar út frá 0 og þetta straumfall er til komið af uppsprettu í


punktinum 0 með styrkinn 2πa. Ef a < 0 þá er straumfallið til komið af svelg í punktinum
0 með styrkinn 2πa. 

...
....... ....
....... ... .
...... . .... ............ .... ... ............. ... ... .... ............ .... .... .....
...... .. . ..... .....
... . .... .. .... ....
. .... .....
... ....
. . ..... ... ... ....... . .... .......... ..... ....
........... ... ... ... .. ....... ... ... ........
. ......... .
. . . .. .
.... ... ............
... . ......... ..........
.
...
. .. ........
. ....
. .......... ....... ... ........ . ...
. . ... . ......... . ...
. ............. ........ ... ........ ..................
. . ... .
... ....... ... ... .. .. ................ ... ... ................. .... .. ... ............... ..
... . .
. ........ ... .. .. ........ ... .. ... ... ......... ... .. .. ........ ... . . . ...
... .. .. .
... .. ... . . .. ... . . .
. .
.... . . ... . . ..
................................................................................................................................................................. ...................................................................................................................................................................
... .. ................... . .. ... .. ............ ...... . ..
... ........... ... ... .... ........... . ... ........... ... ... .... ........... .
... . . . .... . ... . . . .... .
... ............. .......... .... ........... ............ ... ... .................... .......... .... ........... .................... ...
.
.. .. . . .
. . ............ .
.. ..
. .... .... . ........ . .
. . ...........
........
........... ..... .. ... ..... . ..... ..... ....... ...
....... ........... .... . ......
... ... ... ... ......
..
......... ...... ......
.... .... .... ... ..... .... .... .. ...
...... ...... ...... .
.. ....
.. .... .... ..... .... .... ........ .
. .
. .. . .. .... .... .... . .... ..........
.... ..... ...
......... .........
. .... ...
.
....
...
.. .

U ppspretta Svelgur
Mynd: Punktuppspretta

Sýnidæmi 5.2.2 Lítum nú á fallið V sem geð er með


ib eiθ
V (z) = = ib , z = reiθ , z ∈ X = C \ {0},
z r
þar sem b ∈ R. Hér er hraðavigurinn í stefnu ieiθ og þar með hornréttur á stöðuvigurinn.
Á menginu X = C \ R− höfum við tvinnmættið

f (z) = −ibLogz = b(θ(z) − i ln |z|).

Hér verða straumlínurnar {z; ln |z| = c} hringir með miðju í 0. Hringstreymi vigursviðsins
V~ eftir hring með geisla r er
Z Z 2π
~ ~ b
hV , T i ds = rdθ = 2πb.
|z|=r 0 r

Þetta mætti er sagt lýsa hringstreymi umhvers hvirlpunkt með styrk 2πb í 0.


..
... .. .
...................................................
... ...
....... ... .......................... ... ..........
. .
. .
.... . ....... ............ . ........
.
.....
.
........ ..... .. .................. ... ......... ........... ..
.. . ... . ... . .. .
... ...... .......... .. ......... ....... ...
.... .... ......... . ........................... . .......... ...... ...........
.. .. .. ........... . ........... ........ ....... ...
.... ............. ........ .... ........ ....................................................... ....... .... ....... ............ ....
... ... ... ........... . ............ ... .. ...
... ... ..... . ....................... . ..... .. ..
... .... .... ..... .. .. ... ..... .... .... ...
.. .. ..... ........
........ .... .. ..
....... .... .. .................. ... ......... ........... ...
... . ...... .............
. . . .
..... .. ................................... .........
........ . . .
. . ....
..
...................................................
.. .. ...
...

Mynd: Hringstreymi

Sýnidæmi 5.2.3 Lítum á enn eitt afbrigðið,


(a + ib) eiθ
V (z) = = (a + ib) , z = reiθ , z ∈ C \ {0},
z r
132 KAFLI 5. ÞÝÐ FÖLL OG FÁGAÐAR VARPANIR

þar sem a, b ∈ R. Hér tvinnmætti á menginu C \ R− geð með

f (z) = (a − ib)Logz = (a ln |z| + bθ(z)) + i(aθ(z) − b ln |z|).

Straumlínurnar eru {z; aθ(z) − b ln |z| = c}. Í pólhnitum eru þær gefnar með jöfnunni
r = e(aθ−c)/b , en þetta eru skrúínur eða iðustreymi út frá 0. Þetta mætti er myndað af
straumuppsprettu með styrkinn 2πa og hvirlpunkti með styrkinn 2πb í 0. 

.
.................................... ............
.
...................... ...... ......
...
.......................................................... ......
..... ....... ............... ...... .... ... ...
..... ..... ......... ................... ..... .... .. ..
.............. ................................................................................................ ..... ..... ....
... ... ............................................................ ... ... .. ......
... ... ... ............................................................................... ... ... ... ... ...
... ... .... .... .................................................................................... ... .... ... .... ...
.... .... ... ... ..................................................................................................... ... ... ....
. . .. . . ...... . . . . . .
... .... .... ... .............................................................................................................. ... ...
.......... .... .... ................................................................................................................ .....
.. .. ... .. ... ....................................... ..... .... ..........
... .. ... ..... ......................... ...... ..... .... .
... ... ...... ............................... ........ ......
... ...... ....... ............................ ........
..... ...... ........... ..
..... ........ .......................
.......... ................................
.

Mynd: Iðustreymi

Sýnidæmi 5.2.4 Lítum nú á dæmið þar sem tvær uppsprettur með styrk 2πa eru í
punktunum α og −α á raunásnum. Straumfallið verður þá
a a
V (z) = + ,
z+α z−α
og sem tvinnmætti á C \ {x ∈ R; x ≤ α} getum við tekið

f (z) = aLog(z + α) + aLog(z − α)


= a(ln |z + α| + ln |z − α|) + ia(θ(z + α) + θ(z − α)).

Við sjáum vð þverásinn er straumlína, því þar er θ(iy + α) + θ(iy − α) = π , ef y > 0


og θ(iy + α) + θ(iy − α) = −π , ef y < 0. Straumvigurinn er í stefnu þverássins, upp ef
y > 0 og niður ef y < 0, því
2az 2ayi
V (z) = 2 , V (iy) = .
z − α2 y2+ α2
Við getum einnig notað þetta fall til þess að lýsa streymi út frá uppsprettu í punktinum
α af styrk 2πa í hálfplaninu {z ∈ C; Re z > 0}, þar sem litið er á þverásinn sem vegg. 

..
... .... ..
.. .. .. ..
... .... .... ..... .
... ... ... .... .......
... ... ... ... ....... ...
... ... ... .... ......... ........
... ... ... .... ......... ........
... ... ... ... ...... ........ ...............
... ... ... ... ............. ...........
... ... ... ......................... ........................
... ...................................
....................................................................................................................
... ..............................................................
... ... .... .......................... ..............
... ... ... .... ...... ........ .............
... .... .... .... ...... .......... ..........
... ... .... .... ............ .........
... .... ... .... ....... .......
... ... .... .... .......
... ... ... .... ....
... .... .... ...
... ... ... .
... ... .
.

Mynd: Straumuppspretta við vegg


5.2. HAGNÝTINGAR Í STRAUMFRÆÐI 133

Sýnidæmi 5.2.5 Lítum nú á mættið sem til er komið vegna uppsprettu af styrk 2πa í
punktinum α og svelgs af styrk 2πa í punktinum −α. Straumfallið verður
a a
V (z) = − .
z−α z+α
Tvinnmættið á C \ {x ∈ R; x ≤ α} getum við valið sem
 
z − α z − α
f (z) = aLog(z − α) − aLog(z + α) = a ln + iaθ .
z + α z+α

Talan θ((z − α)/(z + α)) er hornið sem bilið [−α, α] sést undir miðað við punktinn z . Við
getum lýst straumlínu {z ∈ C; θ((z − α)/(z + α)) = c} fyrir þetta streymi, sem mengi
allra punkta sem eru þannig að bilið [−α, α] sést undir horninu c frá z . Við sjáum að

z−α αw + α w+1
w= ⇔ z= = −α .
z+α −w + 1 w−1
Straumlínurnar eru gefnar sem θ(w) = c, sem eru hálínur út frá 0 í w-planinu með
stefnuvigur eic . Við sjáum að w = 0 ⇔ z = α og w = ∞ ⇔ z = −α. Straumlínurnar eru
því hringbogar frá α til −α. Jafnmættislínurnar eru síðan gefnar með jöfnum af gerðinni

z − α 2

z + α = c,

þar sem c > 0. Ef c = 1, þá er þetta þverásinn, en fyrir c 6= 1 er þetta hringur.



. ...
... ..
. .... ........... .... ... .... ...... .... ....
. ... .......................... . ... ...
... ........ ... ...... ... ... .
... .. . . . . ..
... .. ... ... .
. ... ..
..... .... ............ ....................................... ....... .... .... ......
.
.. . . . .
. ... . . . . .
. ... . . . . . .
. ..
... ..... .... ......................... ... ..... ... ...... .....
... ...... .. .. ......... .. ........ .. .. ........ ...
...........................................................................
. .. ....... ................ .... .. ..
...............................................................................................................................................................................................................................................
.. . .. ..... ...... ... . ..
... .
. ................................................................................................................ .
... . .
... .. .. .................. . .. ..... . . . . . . . . .
.... .... .... ........... ... ... ... ......... .... ..... ... ...
......... .... ..... . ....... ... ........ .......... .... ..... .
.. ... .. .................... . .. ...
... ...... .... .. ... ...
..
.. ... ..... . ....... . ..
.... .... .... . ............................ ... .... ... ....
.... .... ..... .... .. . ..... .... .... .
... .
... ..

Mynd: Straumuppspretta í −α og svelgur í +α

Sýnidæmi 5.2.6 Lítum nú á fallið f : X → C,

f (z) = arcsin z, z ∈ X = C \ {x ∈ R; |x| ≥ 1}.

sem tvinnmætti. Við skrifum w = arcsin z , z = x + iy og w = u + iv . Þá er −π/2 < u <


π/2 og

z = x + iy = sin w = sin(u + iv)


= sin u cos(iv) + cos u sin(iv)
= sin u cosh v + i cos u sinh v.
134 KAFLI 5. ÞÝÐ FÖLL OG FÁGAÐAR VARPANIR

Straumlínurnar eru því gefnar sem ψ(z) = Im arcsin z = v = fasti og við sjáum að jöfnur
þeirra í z -planinu eru

x2 y2
+ = sin2 u + cos2 u = 1.
cosh2 v sinh2 v
Þetta eru sporbaugar með hálfásana a = cosh v og b = sinh v . Jafnmættislínurnar eru
hins vegar gefnar sem ϕ(z) = Re arcsin z = u = fasti og jöfnur þeirra í z -planinu eru

x2 y2
− = cosh2 v − sinh2 v = 1.
sin2 u cos2 u
Þetta eru jöfnur fyrir breiðboga.
.. .
.... .. ....
.... ..
.....................................
. ....
....
. . . ............. .
. .
. ....... ....
.......... . .........
. ...
..
..... ... ..... .. ... .....
... ... ......................................................... .....
.... ..... ....... ...... . ...
.... .
.. .
. . . . ...... .
.. ........... ................................................. ............. ....
.. . . .... .. . .. . ..... . .
.................................................................................................................................................
... .. .. ....... . .
. .. ..... .. . . . ..
... . ............ .............................................. ........... . ....
..
.. .. .. . . . . .. . .. . .
..
. ..
.... .... ................................ ........................... ... ..
... .... ......
..... ... .......... ..
.. . . ....
. ............... .
. .. . . . . ............
... .
........... . . . ...
.................................. ....
.... .. ..
...
... .. ...

Mynd: Tvinnmættið f (z) = arcsin z


Ef við lítum á fallið g(z) = −i arcsin z , þá skipta straumlínur og jafnmættislínur
um hlutverk og breiðbogarnir verða straumlínur. Við tökum eftir því að þverásinn er
straumlína. Við getum því túlkað þetta sem mætti fyrir streymi gegnum hlið.
... .. ...
... ... .....
.......... .......... .....
... . .. ........
.
.. .. .........
. ... .
.... .......... .... ......
... .. ........... .
... .... ... ... .................
... ........ ......... ............ .
... ...... ..... ...... .
... ....... ....... ....... ... ....
. ..
.......... .... .......... ................ .
.. ... ....... .........
.. .. .. .. . ..
.......... ......... ...... ....
... ... .......
... ... ...... ......
.. .....
.......... ......... .....
.....
.. ... ....
... ...

Mynd: Streymi gegnum hlið




5.3 Ængardæmi
1. Látum X = C \ {0} og u : X → R vera fallið sem geð er með u(z) = ln |z| =
1
2
ln(x2 + y 2 ), z = x + iy . Reiknið út ∆u og sýnið þannig að u er þýtt fall.
2. Látum X = {z = x + iy ∈ C ; x, y ∈ R, x > 0} vera hægra hálfplanið og v vera fallið
sem geð er með v(z) = Argz = arctan(y/x). Reiknið út ∆v og sýnið þannig að v er þýtt
fall.
3. Látum v : C \ R− → R vera fallið sem geð er með
 
y
v(z) = Argz = 2 arctan , z = x + iy ∈ C \ R− .
|z| + x
5.3. ÆFINGARDÆMI 135

Sýnið að v er þýtt.
4. Í sýnidæmi 5.2.5 sýndum við fram á að straum- og jafnmættislínur fyrir straumupp-
sprettu í α > 0 og svelg í −α væru gefnar með jöfnunum

z − α 2
 
z−α
θ =c og z + α = d.

z+α

Fyrir öll gildi á c og d nema eitt eru þetta hringir. Ákvarðið miðju og geisla þessara hringa
sem föll af c og d.
5. Lítum á tvinnmættið á X = {z ∈ C; Re z > 0} \ {x ∈ R; x ≤ α}

f (z) = −ia Log(z − α) − Log(z + α) , z ∈ X,

þar sem α > 0 og a > 0. Notið niðurstöðuna úr dæmi 4 til þess að túlka þetta mætti sem
mætti fyrir hringstreymi umhvers hvirlpunktinn α í hálfplani.
6. Ákvarðið straum- og jafnmættislínur fyrir tvinnmættið f (z) = z 2 á menginu X =
{z = reiθ ; 0 < θ < π/2} og túlkið það sem mætti fyrir streymi inn í horn.
........ ..... .... ..... ..... ..... .......................................
..... ... .... ... .... ........ ..... ................. .....
...... ... ... ..... ........ ..... .............. ..........
... .... ... ...... ...... .... ............................. ...
. . . . .
.............. ........... .... ....... .............. .............. .........
.. .. .. ... ... .............. .......... ...........
... ... ... .. . ..... .... . .
... ... .... .. ................. ............... ................
... .... ......... . ... ........... ....... .
. . . .. .....
.............. .... ................... . . ................ .........
.. .. . .... .......
... .... .... .................. ... ............
... ........... ... ................
..............
... .... ............................. .
. ...
.............................................................................................................

Mynd: Streymi inn í horn

7.
2
Ákvarðið straum- og jafnmættislínur fyrir tvinnmættið f (z) = z 3 á menginu X =
{z = reiθ ; 0 < θ < 3π/2} og túlkið það sem mætti fyrir streymi fyrir horn.
.
..... ...... ......... ........
..... ...... ....... ................... ....
..... ..... ...... .. ..
. ...... ............. ......... ..................................
... ....... ........ ...................... ......................
. ... ..... .......... ....... ..............
. . ... .. ... ...
... ..... ................................................................
... .. .. .... ..........................................
... ... ... ... ... ..
... .... .... .... .... ....
.. .. .. .. ..
... ... .... .. ...
... ... .. ... ..
... ... ... .. ....
... .. ... .. ...
.. .. . . ..

Mynd: Streymi fyrir horn

8. Ákvarðið straum- og jafnmættislínur fyrir tvinnmættið f (z) = eiα /z á X = C \ {0},


þar sem α ∈ R.
136 KAFLI 5. ÞÝÐ FÖLL OG FÁGAÐAR VARPANIR
Kai 6
UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM
AFLEIÐUJÖFNUR

Samantekt. Aeiðujöfnur eru ein auðugasta og fjölbreytilegasta grein stærðfræðinnar


sem snertir ótalmörg svið raunvísinda og tækni. Þær koma fyrir í stærðfræðilegum líkön-
um af fyrirbærum í umhver okkar. Það á jafnt við um náttúrleg fyrirbæri og þau sem gerð
eru af manna höndum. Margar aeiðujöfnur eru leiddar út frá eðlisfræðilegum lögmál-
um, t.d. öðru lögmáli Newtons, lögmálinu um varðveislu orku, lögmálinu um varðveislu
skriðþunga eða lögmálinu um varðveislu hleðslu. Þessi kai er inngangur að aeiðujöfnum.
Við byrjum á því að innleiða rithátt fyrir aeiðujöfnur og kynnast nokkrum stærðfræðileg-
um líkönum af eðlisfræðilegum fyrirbærum. Við fjöllum síðan um upphafsgildisverkefni,
jaðargildisverkefni og eigingildisverkefni. Við ljúkum svo kaanum með því að fjalla um
tilvist og ótvíræðni lausna á aeiðujöfnuhneppum. Við sönnum tilvistarsetningu fyrir
fyrsta stigs hneppi á staðalformi, sem kennd er við Picard.

6.1 Skilgreiningar á nokkrum hugtökum


Venjulegar aeiðujöfnur
Aeiðujafna er jafna sem lýsir sambandi milli fallgilda óþekkts falls og gilda á einstök-
um aeiðum þess. Ef óþekkta fallið er háð einni breytistærð, þá kallast jafnan venjuleg
aeiðujafna, en ef það er háð eiri en einni breytistærð, þá kallast hún hlutaeiðujafna.
Venjulega aeiðujöfnu er alltaf hægt að umrita yr í jafngilda jöfnu af gerðinni

(6.1.1) F (t, u, u0 , u00 , . . . , u(m) ) = 0


þar sem við hugsum okkur að t sé breytistærð, sem tekur gildi í einhverju hlutmengi A
af R og að u sé óþekkt fall sem skilgreint er á A og tekur gildi í R, C eða jafnvel Rm .
Úrlausn jöfnunnar felst í því að nna opið bil I ⊂ A og öll föll u þannig að vigurinn

(6.1.2) (t, u(t), u0 (t), . . . , u(m) (t))


sé í skilgreiningarmengi fallsins F og uppfylli jöfnuna

(6.1.3) F (t, u(t), u0 (t), u00 (t), . . . , u(m) (t)) = 0, t ∈ I.

137
138 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR

Við segjum þá að fallið u sé lausn á jöfnunni (6.1.1). Stig aeiðujöfnu er hæsta stig á
aeiðu, sem kemur fyrir í jöfnunni. Við segjum að m-ta stigs aeiðujafnan (6.1.1) sé á
staðalformi þegar hún hefur verið umrituð yr í jafngilda jöfnu af taginu

(6.1.4) u(m) = G(t, u, u0 , . . . , u(m−1) ).

Línulegar aeiðujöfnur
Aeiðujafna af gerðinni

(6.1.5) am (t)u(m) + am−1 (t)u(m−1) + · · · + a1 (t)u0 + a0 (t)u = f (t),

þar sem föllin a0 , . . . , am , f eru skilgreind á bili I ⊂ R, er sögð vera línuleg. Ástæðan fyrir
nafngiftinni er, að vinstri hliðin skilgreinir línulega vörpun

L : C m (I) → C(I),
Lu(t) = am (t)u(m) (t) + am−1 (t)u(m−1) (t) + · · · + a1 (t)u0 (t) + a0 (t)u(t),

ef a0 , . . . , am ∈ C(I). Hér táknar C m (I) línulegt rúm allra m sinnum samfellt deildanlegra
falla á I og C(I) táknar rúm allra samfelldra falla á I . Við segjum að línulega jafnan
(6.1.5) sé óhliðruð ef f er núllfallið. Annars segjum við að hún sé hliðruð.

Hlutaeiðujöfnur
Ertt er að lýsa hlutaeiðujöfnum með almennum hætti eins og í (6.1.1), en sem dæmi
um hlutaeiðujöfnur getum við tekið

∂x u + i∂y u = 0, (CauchyRiemannjafna ),
∂x2 u + ∂y2 u = 0, (Laplacejafna),
∂t u − κ(∂x2 u + ∂y2 u + ∂z2 u) = f (x, y, z, t), (varmaleiðnijafna),
∂t2 u − c2 (∂x2 u + ∂y2 u + ∂z2 u) = f (x, y, z, t), (bylgjujafna).

Tilvist og ótvíræðni lausna


Það eru margvíslegar spurningar sem menn leita svara við þegar aeiðujöfnur eru leystar.
Eðlilega fjallar fyrsta spurningin um tilvist á lausn. Ef henni er svarað játandi er eðlilegt að
spyrja næst með hvaða skilyrðum lausn sé ótvírætt ákvörðuð og síðan hvernig ákvarða megi
lausnir og nna nálganir á þeim. Til þess að útskýra þetta skulum við líta á einföldustu
aeiðujöfnu sem hugsast getur
u0 = 0.
Við vitum að öll fastaföll, u(t) = c, t ∈ R, uppfylla þessa jöfnu og að sérhver lausn er
fastafall. Spurningunni um tilvist er því svarað játandi, en spurningunni um ótvíræðni er
svarað neitandi, því við höfum óendanlega margar lausnir. Lítum á aðeins óknara dæmi,
nefnilega jöfnuna

(6.1.6) u0 = f,
6.1. SKILGREININGAR Á NOKKRUM HUGTÖKUM 139

þar sem við hugsum okkur að fallið f sé samfellt á bilinu I ⊂ R. Undirstöðusetning


stærðfræðigreiningarinnar segir okkur að sérhvert stofnfall f sé lausn. Jafnframt vitum
við að mismunur tveggja stofnfalla er fastafall og því er sérhver lausn af gerðinni
Z t
(6.1.7) u(t) = b + f (τ ) dτ, t, a ∈ I.
a

Ef við setjum nú það skilyrði að lausnin eigi að taka ákveðið gildi b í punktinum a ∈ I ,

(6.1.8) u0 = f (t), u(a) = b,

þá gefur undirstöðusetning stærðfræðigreiningarinnar að til er ótvírætt ákvörðuð lausn og


hún er sett fram með formúlunni (6.1.7).

Afræði
Hreyjöfnur afræðinnar gefa mörg dæmi um aeiðujöfnur. Við skulum rifja upp annað
lögmál Newtons áður en við tökum slík dæmi. Hugsum okkur að hlutur með massa m sé
á hreyngu og að staðsetning hans sem fall af tíma t í einhverju hnitaker sé gen með
staðarvigrinum ~r(t). Hraðann á tímanum t táknum við með ~v (t) = ~r 0 (t) og hröðun hans
með ~a(t) = ~v 0 (t) = ~r 00 (t). Annað lögmál Newtons segir að

(6.1.9) m~a = F~ ,

þar sem F~ táknar summu allra krafta sem verka á hlutinn. Kraftarnir geta verið háðir
tíma, staðsetningu og hraða, F~ = F~ (t, ~r, ~v ), þannig að (6.1.9) er í raun annars stigs
aeiðujöfnuhneppi,

(6.1.10) m~r 00 (t) = F~ (t, ~r(t), ~r 0 (t)),

þar sem hnitin þrjú í vigrinum ~r = (x, y, z) eru óþekkt föll af t.

Sýnidæmi 6.1.1 (Lögmál Hookes; deyfð sveia). Lítum á massa sem festur er
.....
......
k við gorm og hreyst núningslaust eftir línu. Hugsum okkur að ..........................................
... ... ... ..
.....
m ... ..
....
..... hnitakerð sé valið þannig á línunni að x tákni færslu massans frá
......................
............................................................ ................................
.........................
.
...
..
.
.
.. ....
.. ...
..
..... ... ..... ..... ....
.....
jafnvægisstöðu, x > 0 ef gormurinn er teygður og x < 0 ef honum .. ..
.......................................................................................................................................................................
.... .................... ...

x(t) x er þrýst saman. Þegar gormurinn er teygður eða honum er þrýst


Mynd: Gormur saman, þá verkar hann með krafti f á massann. Lögmál Hookes
segir að krafturinn sé í réttu hlutfalli við færsluna, en að hann ha
öfuga stefnu. Þetta þýðir að f = −kx, þar sem k > 0 nefnist fjaðurstuðull gormsins. Nú
lítum við á annað lögmál Newtons. Fyrst massinn færist eftir línu, sem við veljum sem
x-ás, þá er y(t) = z(t) = 0 fyrir öll t, svo fyrsta hnitið í vigurjöfnunni (6.1.10) verður
hreyjafna massans

(6.1.11) mx00 = −kx.

.....
..... k ... .......................................
.. ..
Nú skulum við líta á hlut með massann m sem er tengdur
................................... ......... ......... ......... ......... ...........................
.....
.....
................................................................. .. ...
.
m ...
.
...
...
f (t) við gorm og höggdey. Það er yrleitt góð nálgun að gera
.. ... . .. ................................
..... . . .. ...... . .. ...... .. . . ..... .. . ........ .
. .
. .
. ...
........................................... ........................... .
...
. .
..... ........................................... ... ... ... ..
. ......................................
.....
....
c
........................................................................................................................................................................
............................ .

x(t) x
Mynd: Gormur með högdey
140 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR

ráð fyrir því að krafturinn, sem verkar frá höggdeynum á


hlutinn sé í réttu hlutfalli við hraða hlutarins og að hann
sé í öfuga stefnu við hraðann. Þetta þýðir að krafturinn er
−cx0 (t), þar sem c > 0. Við köllum fastann c deyngarstuðul
höggdeysins. Við skulum einnig hugsa okkur að á massann
verki ytri kraftur f (t). Annað lögmál Newtons segir þá að mx00 = −kx − cx0 + f (t) og við
fáum annars stigs aeiðujöfnu fyrir x

(6.1.12) mx00 + cx0 + kx = f (t).

Rafrás
Þetta dæmi á sér hliðstæðu í rafsegulfræði:

Sýnidæmi 6.1.2 ( RLC rás). Lítum á rafrás sem samanstendur af spennugjafa með
frumspennuna e(t), viðnámi R, spólu með spanstuðul L og þétti með rýmdina C . Hlutar
rásarinnar eru tengdir saman eins og myndin sýnir.
. R Við látum i(t) tákna strauminn í rásinni og q(t) tákna hleðslu þéttisins
..................................................................................
.... . ..

sem föll af tíma t. Varðveisla orkunnar er sett fram í spennulögmáli


... .
..
... ....................
... .
.... ...
...................
............
............ .....
... ....... e(t)
. . . . . . .
..
Kirchhos, en það segir að frumspennan sé jöfn summunni af spennumuni
.. L
.............
............
....................
yr einstaka hluta rásarinnar. Spennumunurinn yr viðnámið er Ri(t),
.
.... ..
... ....................
... C ...
... ..
....................................... .......................................
... ...
.
spennumunurinn yr spóluna er Li0 (t) og spennumunurinn yr þéttinn
..
er C −1 q(t). Við höfum því
Mynd: Rafrás
Ri(t) + Li0 (t) + C −1 q(t) = e(t).

Við deildum þessa jöfnu, notfærum okkur að q 0 = i og fáum annars stigs jöfnuna

(6.1.13) Li00 + Ri0 + C −1 i = e0 (t).

Við sjáum að þetta er jafna sömu gerðar og (6.1.12). 

Sýnidæmi 6.1.3 (Pendúll). ...


Lítum á kúlu með massa m sem hangir
..

....
..
. • í stöng af lengd l og gerum ráð fyrir að massi stangarinnar sé
.. ....
.. ....
... .....
.
...
hverfandi miðað við massa kúlunnar. Stöngin er fest að ofan-
verðu þannig að massinn sveiist án núnings. Við táknum út-
. ..
.. .....................
..... ...
...
slagshornið sem fall af tíma t með θ(t) eins og myndin sýnir.
.... ...
.
...
θ(t) ...
...
...
...
Hornhraðinn er θ0 (t), brautarhraðinn er lθ0 (t) og brautarhröð-
.. ...
... ...
. ... .
. . ... .
unin er lθ00 (t). Kraftarnir sem verka á kúluna eru annars vegar
. ...
. . ... . .
. .
. .
. . .
...
.. . .......
.
.... .
......... .... •
...
. . .... . . . ..........
...
..
...
....
...
togkrafturinn í stönginni og hins vegar þyngdarkrafturinn mg
lóðrétt niður. Summa þessara krafta er −mg sin θ(t) í stefnu
...
...
...
..
........
..
snertilsins við brautina, svo annað lögmál Newtons gefur okkur
Mynd: Pendúll
hreyjöfnu pendúlsins
6.2. FYRSTA STIGS JÖFNUR 141
...
..
..

......
... ........
.
.. ......
.....
.....
(6.1.14)
...

......
.
.. ................. ........
....
.........
.....
mlθ00 = −mg sin θ.
.....
.....
.... .....
θ(t) ...
.....
.....
..... Við getum stytt út massann og fáum að lokum jöfnuna
. .....
.....
. ..
.......... ....... ....... ....... ....... .......... .
........
... • .
.
g
l − l cos θ(t) .......
....
. . . . .
. .
.
θ00 + sin θ = 0.
. ... . .
.. l
...
.

Mynd: Stöðuorka pendúls Þetta er annars stigs aeiðujafna, en hún er ekki línuleg, því
sínus er ekki línulegt fall. Ef útslagið θ(t) er lítið, þá er hægt
nálga sin θ = θ − θ /3! + · · · með fyrsta liðnum í Taylor-röðinni og þá fæst línuleg annars
3

stigs jafna
g
(6.1.15) θ00 + θ = 0.
l
Hægt er að sýna fram á að lausnir (6.1.15) séu góðar nálganir á lausnum (6.1.14) ef
útslagið er lítið. Hreyjöfnuna (6.1.14) er einnig hægt að leiða út með því að ganga út frá
varðveislu orkunnar. Eins og áður segir, þá er hraði kúlunnar á tímanum t jafn lθ0 (t) og
því er hreyorka kúlunnar 21 m(lθ0 )2 . Stöðuorkan í þyngdarsviðinu er mg(l − l cos θ). Ef
gengið er út frá því að heildarorkan
1
E = m(lθ0 )2 + mg(l − l cos θ)
2
sé fasti, þá fæst (6.1.14) með því að deilda þessa jöfnu. 

6.2 Fyrsta stigs jöfnur


Línulegar jöfnur
Fyrsta stigs línuleg aeiðujafna er af gerðinni

(6.2.1) a1 (t)u0 + a0 (t)u = f (t).

Við skulum rifja upp aðferðina til að leysa þessa jöfnu í því tilfelli að stuðlarnir eru
samfelld föll á einhverju bili I og að a1 (t) 6= 0 fyrir öll t ∈ I . Með því að deila í gegnum
jöfnuna með a1 (t), þá getum við gert ráð fyrir því að a1 sé fastafallið 1 og við ætlum því
að leysa
u0 + a0 (t)u = f (t).
Aðferðin gengur út á að skilgreina A sem eitthvert stofnfall a0 ,
Z t
A(t) = c + a0 (τ ) dτ, t, a ∈ I,
a

og athuga að ef u er lausn, þá gildir


d A(t)
(e u(t)) = eA(t) (u0 (t) + a0 (t)u(t)) = eA(t) f (t).
dt
142 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR

Af þessari jöfnu leiðir síðan að


Z t
A(t)
e u=C+ eA(τ ) f (τ ) dτ,
a

og þar með fæst almenna lausnarformúlan


Z t
−A(t)
u(t) = e (C + eA(τ ) f (τ ) dτ ),
a

þar sem C er einhver fasti. Þessi útreikningur okkar sýnir að sérhver lausn á jöfnunni
hlýtur að vera af þessari gerð. Nú er hins vegar lauétt að sýna að þetta er lausn, með
því að stinga þessari formúlu inn í aeiðujöfnuna. Verkefnið

u0 + a0 (t)u = f (t), u(a) = b,

hefur ótvírætt ákvarðaða lausn og hún er fundin með því að velja stofnfallið A þannig að
A(a) = 0 og C = b,
Z t Z t
(6.2.2) u(t) = e−A(t)
(b + eA(τ )
f (τ ) dτ ), A(t) = a0 (τ ) dτ.
a a

Fyrsta stigs jöfnur koma fyrir í einföldum líkönum í eðlisfræði og líræði:

Sýnidæmi 6.2.1 (Geislavirkni efna). Hugsum okkur að á tilteknum tíma innihaldi


ákveðið efni N (t) frumeindir af ákveðinni geislavirkri samsætu. Nú er N heiltölugilt fall,
en við hugsum okkur að við getum nálgað N með samfellt deildanlegu falli u(t). Hrörnun
geislavirku samsætunnar yr tímabilið [t, t + h] er mismunurinn N (t + h) − N (t). Hann
reynist vera í hlutfalli við N (t) og h, N (t + h) − N (t) ≈ −kN (t)h ef h er nógu lítið. Ef
við gefum okkur að sama gildi um fallið u, þá fáum við jöfnuna

u(t + h) − u(t)
u0 (t) = lim = −ku(t)
h→0 h
fyrir nálgunarfallið. Ef við setjum einfaldlega N í hlutverk u þá fáum við

N (t) = N (0)e−kt , t ≥ 0.

Venjulega reikna menn fastann k út frá helmingunartíma T fyrir samsætuna, en það er


sá tími sem það tekur N (t) að minnka frá N (0) niður í 21 N (0). Fastinn k ákvarðast þá út
úr jöfnunni N (T ) = e−kT N (0) = 21 N (0), k = (ln 2)/T . Þar með fáum við

N (t) = N (0)2−t/T , t ≥ 0.

Sýnidæmi 6.2.2 (Stofnstærð). Allra einföldustu líkön fyrir stærð dýrastofna og mann-
fjölda eru kennd við stærðfræðinginn Malthus og eru frá árinu 1798. Við gerum ráð fyrir
að P (t) tákni fjölda einstaklinga í stofninum og við hugsum okkur að P (t) sé samfellt
6.2. FYRSTA STIGS JÖFNUR 143

deildanlegt fall af tíma, enda þótt það geti ekki verið annað en heiltölugilt. Við látum
B(t) tákna fjölda fæðinga í stofninum frá tímanum t = t0 og D(t) fjölda dauðsfalla frá
t = t0 . Við skilgreinum út frá þessum stærðum fæðingartíðni með
B(t + h) − B(t) B 0 (t)
β(t) = lim =
h→0 hP (t) P (t)
og síðan dánartíðni með
D(t + h) − D(t) D0 (t)
δ(t) = lim = .
h→0 hP (t) P (t)
Ef við gerum ráð fyrir að stofninn stækki einungis við eigin fjölgun, þá fáum við
P 0 (t) = B 0 (t) − D0 (t) = (β(t) − δ(t))P (t),
en þessi jafna hefur lausnina
Z t 
P (t) = P (t0 ) exp (β(τ ) − δ(τ )) dτ , t ≥ t0 .
t0

Ef bæði β og δ eru fastaföll, þá fáum við


P (t) = P (t0 )ek(t−t0 ) , k = β − δ, t ≥ t0 .
Þar sem þessi lausn er ótakmörkuð, ef fæðingartíðnin er hærri en dánartíðnin, þá getur
hún ekki átt við nema í takmarkaðan tíma. Til þess að fá lausn sem líkir betur eftir því
sem gerist í raunveruleikanum er nauðsynlegt að setja einhverjar skorður á stofnstærðina
inn í forsendur líkansins. Við víkjum að þessu í næsta sýnidæmi. 

Aðskiljanlegar jöfnur
Við segjum að fyrsta stigs aeiðujafna u0 = f (t, u) sé aðskiljanleg ef hægt er að rita fallið
f sem kvóta af gerðinni f (t, x) = g(t)/h(x). Til þess að leysa jöfnuna, þá skrifum við
hana sem h(u)u0 = g(t) og heildum síðan
Z Z
0
h(u(t))u (t) dt = c + g(t) dt,

þar sem c er heildunarfasti. Ef við viljum síðan leysa verkefnið


u0 = f (t, u), u(a) = b,
þá veljum við stofnfall H fyrir h og heildum
Z u(t) Z t Z t
(6.2.3) H(u(t)) − H(b) = h(x) dx = 0
h(u(τ ))u (τ ) dτ = g(τ ) dτ.
b a a

Ef til er grennd um punktinn b þar sem fallið H hefur andhverfu, þá getum við skrifað
lausnina sem
Z t
(6.2.4) u(t) = H [−1]
(H(b) + G(t)) , G(t) = g(τ ) dτ.
a
144 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR

Í útreikningum á venjulegum dæmum borgar sig yrleitt ekki að reikna út formúlu fyrir
H [−1] og stinga síðan gildinu H(b) + G(t) inn í þá formúlu eins og lýst er með (6.2.4). Þess
í stað er betra að leysa u(t) úr jöfnunni (6.2.3).

Sýnidæmi 6.2.3 (Stofn af takmarkaðri stærð). Nú skulum við halda áfram með
sýnidæmi 6.2.2 og gera ráð fyrir því að fæðingartíðnin sé háð stofnstærðinni þannig að
β(t) = β0 − β1 P (t), þar sem β0 og β1 eru jákvæðir fastar en að dánartíðnin δ(t) = δ0 sé
föst. Aeiðujafnan fyrir stofnstærðina verður þá

P 0 (t) = (β(t) − δ(t))P (t) = (β0 − β1 P (t) − δ0 )P (t) = k(M − P (t))P (t),

þar sem k = β1 og M = (β0 − δ0 )/β1 . Þetta er aðskiljanleg jafna og við getum skrifað
hana sem
P0
 
1 1 1
= + P 0 = k.
P (M − P ) M P M −P
Ef við veljum upphafstímann t0 = 0, og setjum P (0) = P0 , þá fáum við með heildun

P (t) P0
ln P (t) − ln(M − P (t)) = M kt + c, = eM kt .
M − P (t) M − P0

Einfalt er að leysa P (t) út úr þessari jöfnu,

M P0 eM kt M P0
P (t) = = .
(M − P0 ) + P0 e M kt P0 + (M − P0 )e−M kt

Á þessari formúlu sjáum við að stærð stofnsins er takmörkuð, hún er alltaf á milli P0 og
M , og við höfum
lim P (t) = M.
t→+∞


...
..........
.... P (t)
P0 > M ...........
.....
......
... ....
... ....
... ....
... ....
.....
... ......
... .......
.........
... .............
.... ...............
........................................................................................................................................................................................................................................................................................
M ...
...
..............
..................
............
... ...........
... .....
...........
.
... ........
........
... ........
... ........
........
... ...................
P0 < M .........
..
...................................................................................................................................................................................................................................
....
t
Mynd: Stofnstærð

Aðskiljanleg jafna fyrir pendúl


Í þessu sýnidæmi var auðvelt að leysa út P (t) sem fall af t. Ef ekki er gerlegt að setja
lausnina fram með beinni formúlu, þá segjum við að hún sé gen sem fólgið fall af t. Í
dæminu um pendúlinn er hægt að skrifa útslagshornið sem fólgið fall af tíma:
6.3. AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI 145

Sýnidæmi 6.2.4 (Pendúll, framhald). Í sýnidæmi 6.1.3 leiddum við út hreyjöfnuna


θ + (g/l) sin θ = 0 fyrir útslagshornið θ(t). Með því að beita einföldu bragði, má umrita
00

þessa jöfnu yr í aðskiljanlega fyrsta stigs jöfnu. Þetta


 bragð er fólgið í því að margfalda
0 2
jöfnuna með θ og athuga að θ θ er aeiðan af 2 θ . Þetta gefur
0 0 00 1

d 0 2
θ = 2θ0 θ00 = −(2g/l)(sin θ)θ0 .
dt
Við veljum hnitin þannig að θ(0) = 0, θ0 (0) > 0 og táknum tímann þegar hámarksútslagi
θ0 er fyrst náð með t0 . Við höfum þá θ(t0 ) = θ0 og θ0 (t0 ) = 0. Þar með er
2
θ0 (t) = (2g/l)(cos θ(t) − cos θ0 ), t ∈ [0, t0 ].

Við getum nú skilið að breytistærðirnar θ og t


−1/2
1 = (2g/l)−1/2 cos θ − cos θ0 θ0 ,

sem gefur okkur θ(t) sem fólgið fall,


Z θ(t) −1/2
−1/2
t = (2g/l) cos ϕ − cos θ0 dϕ, t ∈ [0, t0 ].
0

Við látum T = 4t0 tákna lotu sveiunnar. Við höfum því


Z θ0
−1/2
−1/2
T = 4(2g/l) cos ϕ − cos θ0 dϕ, t ∈ [0, t0 ],
0

og sjáum að lotan og þar með sveiutíðnin er einungis háð hámarksútslagi, lengd pend-
úlsins og þyngdarhröðuninni, en ekki massanum. 

6.3 Aeiðujöfnuhneppi
Aeiðujöfnuhneppi er safn af jöfnum sem lýsa sambandi milli gilda óþekktra falla og gilda
á einstökum aeiðum þeirra. Ef óþekktu föllin eru háð einni breytistærð, þá kallast það
venjulegt aeiðujöfnuhneppi, en það kallast hlutaeiðujöfnuhneppi ef þau eru háð eiri en
einni breytistærð. Venjulegt aeiðujöfnuhneppi er alltaf hægt að umrita yr í jöfnur af
gerðinni
(m) (m)
(6.3.1) Fj (t, u1 , . . . , uk , u1 0 , . . . , uk 0 , . . . , u1 , . . . , uk ) = 0, j = 1, . . . , l,

þar sem t táknar breytistærðina, u1 , . . . , uk eru óþekktu föllin og föllin F1 , . . . , Fl taka


gildi í R eða C. Til þess að einfalda ritháttinn, þá skilgreinum við vigurgildu föllin
u = (u1 , . . . , uk ) og F = (F1 , . . . , Fl ). Þá eru jöfnurnar (6.3.1) jafngildar vigurjöfnunni
F (t, u, u0 , . . . , u(m) ) = 0, sem hefur sama útlit og (6.1.1). Úrlausn jöfnunnar felst í því að
nna opið bil I og öll vigurföll u = (u1 , . . . , uk ), þannig að vigurinn (6.1.2) sé í skilgrein-
ingarmengi fallsins F og uppfylli jöfnuna (6.1.3). Stig aeiðujöfnuhneppis er skilgreint
sem hæsta stig á aeiðu sem kemur fyrir í jöfnunni.
146 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR

Staðalform hneppa
Við segjum að hneppið sé á staðalformi , ef fjöldi jafna og fjöldi óþekktra falla er sá sami
og það er af gerðinni
u(m) = G(t, u, u0 , . . . , u(m−1) ).
Mikilvægustu hneppin sem við fáumst við eru fyrsta stigs venjuleg aeiðujöfnuhneppi á
staðalformi
u0 = G(t, u).
Ef við skrifum upp hnitaföllin fyrir þetta hneppi, þá fáum við jöfnurnar

u1 0 = G1 (t, u1 , . . . , um ),
u2 0 = G2 (t, u1 , . . . , um ),
..
.
0
um = Gm (t, u1 , . . . , um ),

þar sem Gj : Ω → R, Ω ⊂ R × Rm eða Gj : Ω → C, Ω ⊂ R × Cm eftir því hvort


við viljum að lausnin taki rauntölugildi eða tvinntölugildi. Föllin u = (u1 , . . . , um ) og
G = (G1 , . . . , Gm ) taka gildi í vigurrúminu Rm eða Cm , eftir því hvort við hugsum okkur
að lausnirnar eigi að taka rauntölugildi eða tvinntölugildi.

Línuleg aeiðujöfnuhneppi
Við segjum að fyrsta stigs jöfnuhneppi sé línulegt ef fallið G er af gerðinni

G(t, x) = A(t)x + f (t),

þar sem A(t) er m × m fylki og f (t) er mvigur. Ef við skrifum upp hnitin þá verður
hneppið

u1 0 = a11 (t)u1 + · · · + a1m (t)um + f1 (t),


u2 0 = a21 (t)u1 + · · · + a2m (t)um + f2 (t),
.. ..
. .
0
um = am1 (t)u1 + · · · + amm (t)um + fm (t).

Hér eru föllin ajk (t) stökin í fylkinu A(t). Við segjum að hneppið sé óhliðrað ef f er
núllfallið og við segjum að það sé hliðrað annars.

Jöfnur af hærri stigum og jafngild hneppi


Lítum nú á venjulega mta stigs aeiðujöfnu á staðalformi

(6.3.2) v (m) = G(t, v, v 0 , . . . , v (m−1) ).

Ef við skilgreinum vigurfallið u = (u1 , . . . , um ) með

u1 = v, u2 = v 0 , . . . , um = v (m−1) ,
6.3. AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI 147

þá uppfyllir u jöfnuhneppið

(6.3.3) u1 0 = u2 , u2 0 = u3 , ... um−1 0 = um , um 0 = G(t, u1 , . . . , um ).

Jafnan (6.3.2) og jöfnuhneppið (6.3.3) eru jafngild í þeim skilningi að sérhver lausn v
á (6.3.2) gefur lausn u = (v, v 0 , . . . , v (m−1) ) á (6.3.3) og sérhver lausn u á (6.3.3) gefur
lausnina v = u1 á (6.3.2). Þessi einfalda staðreynd er mikilvæg, því einfalt reynist að
sanna tilvist á lausnum á fyrsta stigs jöfnuhneppum á staðalformi. Þá niðurstöðu er síðan
hægt að nota til að sanna tilvist á lausnum á jöfnum af stigi stærra en 1.
Línulega aeiðujafnan

am (t)v (m) + · · · + a1 (t)v 0 + a0 (t)v = g(t)

er greinilega jafngild línulega hneppinu

(6.3.4) u1 0 = u2 , u2 0 = u3 , . . . , um−1 0 = um
um 0 = −(a0 (t)/am (t))u1 − · · · − (am−1 (t)/am (t))um + g(t)/am (t),

ef am (t) 6= 0 fyrir öll t ∈ I . Fylkið A og vigurinn f verða þá


   
0 1 ... 0 0
 0 0 ... 0   0

. . . . ..
   
(6.3.5) A=
 .
. .
. . . .
. ,

f =

.
.

   
 0 0 ... 1   0 
−a0 /am −a1 /am . . . −am−1 /am g/am

Sýnidæmi 6.3.1 Jafnan t2 v 00 − tv 0 + 2v = t3 hefur staðalformið


1 2
v 00 = v 0 − 2 v + t.
t t
Ef við setjum u1 = v og u2 = v 0 , þá fáum við jöfnuhneppið

u1 0 = u2 ,
2 1
u2 0 =− 2 u1 + u2 + t.
t t
Á fylkjaformi er þetta hneppi u0 = A(t)u + f (t), þar sem
   
0 1 0
A(t) = og f (t) = .
−2/t2 1/t t

Sýnidæmi 6.3.2 (Festi). Lítum á festi af lengd L og massa m. Hún samanstendur


af n eins kúlum sem festar eru með jöfnu millibili á streng. Við hugsum okkur að massi
strengsins sé hverfandi miðað við massa kúlnanna, að hann sé strekktur og festur niður í
148 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR

báðum endapunktum. Við gerum ráð fyrir að kúlurnar hreyst í plani og táknum frávik
kúlu númer k frá jafnvægisstöðu með uk (t) eins og myndin sýnir.
.............•
..............
............. .. .........
............. .......
............. .. .......
.
...
.
..... ..

. .
..........
...
...
... ..
..
.......
.......
.......
.......
.. u (t)
..
....... u3 (t)
...
. . .......
.....
. .
..
.. . 2 .......
.
.....
.......
.
.
...
.. .
.....
. u1 (t)
.
.
.
..
..
.
.. •......................
....... . .. .. ......
....... . .. .
.................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
...... .. ........
......
......
......
......
...... ..
.
...
..
u4 (t) ..................
........
.........
...... . ................

...........

Mynd: Festi
Ef T táknar spennuna í strengnum, þá er lóðrétti þáttur togkraftsins sem verkar á massa
númer k jafn
−T sin α + T sin β.

•k+1
........
........ .......
.......
.... .
........ .....
..
........
........ uk+1 − uk
....
...
......
........... .
. β ...
..
... ... .
...... • .
.....................................................................................................................................................................................................
.
.
α ...
...
...
... ............
.
...
.
k
uk−1 − uk ...
...
...
...
...
.......
.......
.
.......
... ........
....... ....... .
.
k−1• .....

Mynd: Togkraftar í festi


Ef útslagið er nógu lítið, þá má nálga sínus af hornunum α og β með tangens og við
fáum
uk−1 − uk uk+1 − uk
− sin α ≈ , sin β ≈ .
L/(n + 1) L/(n + 1)
Massi kúlnanna er m/n, svo annað lögmál Newtons gefur
(n + 1)T
(m/n)uk 00 =

uk+1 − 2uk + uk−1 .
L
Látum nú % = m/L tákna massa á lengdareiningu í festinni og h = L/(n + 1) tákna
fjarlægðina milli miðpunkta kúlnanna. Þá eru þessar jöfnur jafngildar
nT uk+1 − 2uk + uk−1
u00k = · , k = 1, 2, . . . , n.
(n + 1)% h2
Þar sem strengurinn er festur niður í endapunktunum, þá setjum við u0 = un+1 = 0 í
þessum jöfnum. Þetta er annars stigs jöfnuhneppi og það getum við ritað á fylkjaformi
sem
 
2 −1 0 0 ... 0 0
−1 2 −1 0 . . . 0 0
 
(6.3.6) u00 = Au, A = −ω 2  0 −1 2 −1 . . . 0 0
 
 .. .. .. .. .. .. .. 
 . . . . . . .
0 0 0 0 ... −1 2
þar sem
s s
nT p T
(6.3.7) ω= = n(n + 1) c/L, c= .
(n + 1)%h2 %

6.4. UPPHAFSGILDISVERKEFNI 149

Sýnidæmi 6.3.3 (Tengdir gormar). Lítum á n hluti sem tengdir eru saman með n + 1
gormi með fjaðurstuðla k1 , . . . , kn+1 . Við gerum ráð fyrir að þeir sveiist núningslaust
eftir sléttum eti og að á þá verki ytri kraftar f1 , . . . , fn . Við táknum færslu hlutanna frá
jafnvægisstöðu með x1 (t), . . . , xn (t).

f1 (t) f2 (t) f3 (t)


............................... ............................... ...............................
... ... ...
......... ... . . ... ... ...........
........... .
. .
. ... ...........
........... ..
. ..
. ..
. ..
. ... ...........
........... ..
. . . ..
. .
. ...........
........... ... . . ..
. ..
. ...........
........... . ............. .................
.
. ..
. . ............. ...............
.
. . ............. ...............
.
. ...........
........... ... . ... . ... .
... .
.
. . ... .
.
. ... .
.
. ...........
........... ... .
. .
. ... .
.
............................................ ....
.
.
. .... .... .... .... .... .... .... .... .... ...........
........... .................................................... ... .... .... .... .... .... .... .... .... .... .
...........
. .
. . . . . . . . . m1
..............................................................................................................................................
.
...
............... ........ ......... ........ ........ ........ ........ ........ ........ . .............
.. ......... ......... ......... ......... ......... ......... ......... ......... .......... ...
.
.
.
m2 .
.
.
. ...................................... ...
.
.
m3
........................................................................
.
...
.
............ ....... ....... ....... ....... ....... ...... ....... ....... ......................
.
.
.
. .................................................................................. ...........
.
.
.
....
........... .
. .
.
.
. .
.
.
.
. .
...
.
.
.
. ..............
........... ................................ .... ................................. ............................. ...........
........... ...........
........... . . .......
.
........... ... ... ..............
........... ...........
........... .. ................................. ...........
........... .................. .......... ...........
........ ......
x1 (t) x2 (t) x3 (t)
Mynd: Tengdir gormar

Lögmál Hookes og annað lögmál Newtons gefa okkur hreyjöfnurnar fyrir þetta ker

m1 x1 00 = −k1 x1 + k2 (x2 − x1 ) + f1 ,
mj xj 00 = −kj (xj − xj−1 ) + kj+1 (xj+1 − xj ) + fj , j = 2, . . . , n − 1,
mn xn 00 = −kn (xn − xn−1 ) − kn+1 xn + fn .

Þetta er annars stigs línulegt jöfnuhneppi og við getum ritað það á fylkjaformi sem

x00 = Ax + f,
 
(k1 + k2 )/m1 −k2 /m1 0 ... 0
 −k2 /m2 (k2 + k3 )/m2 −k3 /m2 . . . 0 
A = − .. .. .. .. .. .
 
 . . . . . 
0 0 0 . . . (kn + kn+1 )/mn

Ef við gerum ráð fyrir að allir massarnir séu eins mj = m og að allir gormarnirpha sama
fjaðurstuðul kj = k , þá fáum við sama hneppið og í sýnidæmi 6.3.2 með ω = k/m. 

6.4 Upphafsgildisverkefni
Oft hafa menn áhuga á að nna lausnir á aeiðujöfnum og aeiðujöfnuhneppum sem upp-
fylla einhverja ákveðna eiginleika. Upphafsgildisverkefni snúast um að leysa aeiðujöfnu-
hneppi með því hliðarskilyrði að lausnin og einhverjar aeiður hennar taki fyrirfram gen
gildi í ákveðnum punkti. Upphafsgildisverkefni fyrir fyrsta stigs hneppi af staðalformi er
til dæmis verkefnið

(6.4.1) u0 = f (t, u), t ∈ I, u(a) = b.

Hér er átt við að nna eigi lausn u = (u1 , . . . , um ) á jöfnunni á bilinu I , sem tekur gildið
b = (b1 , . . . , bm ) í punktinum a ∈ I . Upphafsgildisverkefni fyrir m-ta stigs línulega jöfnu
150 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR

er af gerðinni
(
am (t)v (m) + · · · + a1 (t)v 0 + a0 (t)v = g(t), t ∈ I,
(6.4.2) 0 (m−1)
v(a) = b0 , v (a) = b1 , . . . v (a) = bm−1 .

Ef am (t) 6= 0 fyrir öll t ∈ I , þá getum við deilt í gegnum jöfnuna með am (t) og umskrif-
að hana síðan yr í jafngilt m × m línulegt jöfnuhneppi með óþekkta vigurfallið u =
(v, v 0 , . . . , v (m−1) ), eins og lýst er í grein 6.3. Það að leysa upphafsgildisverkefnið (6.4.2)
er þá jafngilt því að leysa verkefni af taginu (6.4.1) með b = (b0 , . . . , bm−1 ).
Upphafsgildisverkefni koma eðlilega upp í eðlisfræði. Hugsum okkur til dæmis hlut með
massann m á hreyngu undir áhrifum kraftsviðsins F~ . Við gerum ráð fyrir að staðsetningu
hlutarins sé lýst með staðarvigrinum ~r(t), að kraftsviðið sé háð tíma t, staðsetningu ~r og
hraða ~v . Ef við hugsum okkur að staðsetningin og hraðinn séu þekkt á einhverju augnabliki
t = t0 , ~r(t0 ) = ~r0 og ~v (t0 ) = ~r 0 (t0 ) = ~v0 , þá gefur lausn upphafsgildisverkefnisins

m~r 00 = F~ (t, ~r, ~r 0 ), ~r(t0 ) = ~r0 , ~r 0 (t0 ) = ~v0 ,

staðsetningu hlutarins sem fall af tíma.

Sýnidæmi 6.4.1 (Þyngdarlögmál Newtons). Við skulum nú huga að einu dæmi


um kraftsvið eins og við vorum að fjalla um í textanum hér að framan. Þyngdarlögmál
Newtons segir að tveir hlutir dragi hvor annan að sér með krafti, sem er í hlutfalli við
margfeldi massa þeirra og í öfugu hlutfalli við fjarlægðina á milli þeirra í öðru veldi. Þegar
þessu lögmáli er beitt til þess að reikna út hreyngu himintungla, þá hugsa menn sér N
massa m1 , . . . , mN sem hafa staðarvigrana ~rj = (x1j , x2j , x3j ). Annað lögmál Newtons og
þyngdarlögmálið gefa okkur þá jöfnuhneppi með 3N óþekktum stærðum
X ~rk − ~rj
(6.4.3) mj ~rj 00 = G mk mj , j = 1, . . . , N,
j6=k
|~rk − ~rj |3

þar sem G táknar þyngdarstuðulinn. Tilsvarandi upphafsgildisverkefni snýst nú um að


leysa þessar jöfnur með því að gefa sér staðsetningu og hraða allra massanna á einhverju
augnabliki.
Hneppið (6.4.3) hefur haft geysilega mikla þýðingu fyrir rannsóknir manna á aeiðu-
jöfnum allt frá dögum Newtons. Ekki er hægt að leiða út lausnarformúlu fyrir lausnir
þess. Til þess að nna jöfnur fyrir brautir reikistjarnanna, er til einföldunar gert ráð fyrir
því að sólin sé föst í upphafspunkti hnitakersins og að þyngdarkrafturinn milli einstakra
reikistjarna sé hverfandi miðað við þyngdarkraftinn milli sólarinnar og reikistjarnanna.
Jöfnuhneppið (6.4.3) leysist þá upp í N − 1 óháð jöfnuhneppi þar sem hvert um sig er af
gerðinni
~r
(6.4.4) m~r 00 = −GM m .
|~r|3
Hér táknar M massa sólarinnar og m táknar massa reikistjörnunnar. Með þessum hætti
tókst Newton að leiða lögmál Keplers um hreyngu reikistjarnanna út frá þyngdarlögmál-
inu. 
6.5. JAÐARGILDISVERKEFNI 151

6.5 Jaðargildisverkefni
Jaðargildisverkefni snúast um að leysa jöfnu

u(m) = f (t, u, u0 , . . . , u(m−1) )

af stigi m á takmörkuðu bili I = [a, b] með skilyrðum á

u(a), u0 (a), . . . , u(m−1) (a) og u(b), u(b), . . . , u(m−1) (b).

Þessi skilyrði eru venjulega sett fram þannig að ákveðnar línulegar samantektir af þessum
fallgildum eigi að taka fyrirfram gen gildi. Fyrir annars stigs jöfnu geta jaðarskilyrðin
til dæmis verið
u(a) = 0, u0 (b) = 0.
Lotubundin jaðarskilyrði eru af gerðinni

u(a) = u(b), u0 (a) = u0 (b).

Almenn línuleg jaðarskilyrði fyrir annars stigs jöfnu eru

B1 u = α11 u(a) + α12 u0 (a) + β11 u(b) + β12 u0 (b) = c1


B2 u = α21 u(a) + α22 u0 (a) + β21 u(b) + β22 u0 (b) = c2 ,

þar sem stuðlarnir αjk , βjk , cj eru gefnir fyrir j, k = 1, 2. Almenn línuleg jaðarskilyrði
fyrir m-ta stigs jöfnu eru af gerðinni
m
X
αjl u(l−1) (a) + βjl u(l−1) (b) = cj ,

Bj u = j = 1, 2, . . . , m.
l=1

Við lítum á Bj sem línulega vörpun C m−1 [a, b] → C og skilgreinum jaðargildisvirkja


B : C m−1 [a, b] → Cm með formúlunni Bu = (B1 u, . . . , Bm u). Almennt jaðargildisverkefni
fyrir m-ta stigs línulega jöfnu er að leysa

am (t)u(m) + · · · + a1 (t)u0 + a0 (t)u = f (t), t ∈]a, b[
(6.5.1) m 
αjl u(l−1) (a) + βjl u(l−1) (b) ,
P
Bu = c, Bj u =
l=1

fyrir geð fall f ∈ C[a, b] og genn vigur c ∈ Cm . Athugið að upphafsskilyrðin í (6.4.2) eru
dæmi um almenn línuleg jaðarskilyrði, þar sem við setjum βjl = 0 fyrir öll j og l, αjl = 1
ef j = l og αjl = 0 ef j 6= l. Ef bilið I er ótakmarkað geta verið skilyrði á markgildin

lim u(x), lim u0 (x), ...


x→±∞ x→±∞

eftir því sem við á. Þessi skilyrði geta verið sams konar línulegar samantektir og við höfum
verið að lýsa.
152 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR

6.6 Tilvist og ótvíræðni lausna á aeiðujöfnum


Í þessari grein ætlum við að fjalla um tilvist á lausn á upphafsgildisverkefninu

(6.6.1) u0 = f (t, u), u(a) = b,

þar sem fallið f ∈ C(Ω, Rm ) er skilgreint á einhverju hlutmengi Ω í R × Rm , a er gen


rauntala, b er genn vigur og (a, b) ∈ Ω. Tilfellið að f taki gildi í tvinntölurúminu Cm og
að Ω sé hlutmengi í R × Cm fæst síðan með því að líta á Cm sem vigurrúmið R2m . Ef við
ætlumst til þess að lausnin u ha samfellda aeiðu, þá þurfum við auðvitað að gera ráð
fyrir því að fallið f sé samfellt.

Setning 6.6.1 (Peano). Gerum ráð fyrir að Ω sé grennd um punktinn (a, b) ∈ R × Rm


og að f ∈ C(Ω, Rm ). Þá er til opið bil I sem inniheldur punktinn a og fall u : I → Rm ,
þannig að (t, u(t)) ∈ Ω, u0 (t) = f (t, u(t)) fyrir öll t ∈ I og u(a) = b. 

Setning Peano er of erð til þess að við getum átt við að sanna hana hér, en fróðlegt er
að vita hvað hún segir. Við munum hins vegar sanna tvær tilvistarsetningar, sem kenndar
eru við Picard. Í þeim gefum við okkur meiri forsendur um fallið f , en að það sé bara
samfellt, og þær tryggja að lausnin verði ótvírætt ákvörðuð. Setning Peano segir okkur
einungis að til sé lausn en hún segir ekkert um það hvort lausnin er ótvírætt ákvörðuð.

Sýnidæmi 6.6.2 Athugum upphafsgildisverkefnið u0 = 3u2/3 , u(0) = 0. Fyrir


......
.......
.....
...
uα (t) .
... sérhvert α > 0 fáum við lausnina
.
... uα , sem skilgreind er með
.. ... ...
... .. ...
... ... ..
.
... .. ...
... ... ...

3
−α2−α1 ...
...
.. ...
...
...
.
....
...
..
(t + α) ,
 t < −α,
...........................................................................................................................................................................................................................................
.... . .... . ... . .
.
...
..
. .
...
..
. ..
.... α1 α2 t uα (t) = 0, −α ≤ t < α,
... ... ...
... ... ...

.... .... (t − α)3 , α ≤ t.
...

... ... ...
... ... ...
... ... ...
....
..
...
Þetta dæmi sýnir okkur að til þess að fá ótvírætt ákvarðaða
lausn þurfum við að setja einhver strangari skilyrði á f en
samfelldni. 

Skilgreining 6.6.3 (Lipschitzskilyrði). Látum f : Ω → Rm vera fall, þar sem Ω ⊂


R×R m
og A ⊂ Ω. Ef til er fasti C þannig að

(6.6.2) |f (t, x) − f (t, y)| ≤ C|x − y|, (t, x), (t, y) ∈ A,

þá segjum við að f uppfylli Lipschitzskilyrði í menginu A. 

Sýnidæmi 6.6.4 (i) Ef jöfnuhneppið er línulegt, f (t, x) = A(t)x + g(t), A ∈ C(I, Cm×m )
og g ∈ C(I, Cm ), þá uppfyllir f Lipschitzskilyrði í J × Cm fyrir sérhvert lokað og tak-
markað hlutbil J ⊂ I . Þetta sést á því að
m
X
|f (t, x) − f (t, y)| = |A(t)(x − y)| ≤ |ajk (t)||x − y| ≤ C|x − y|,
j,k=1
6.6. TILVIST OG ÓTVÍRÆÐNI LAUSNA Á AFLEIÐUJÖFNUM 153

m
þar sem C = sup |ajk (t)| og efra markið er tekið yr öll t ∈ J .
P
j,k=1

(ii) Látum f ∈ C 1 (Ω, Rm ) og gerum ráð fyrir að Ω sé þannig að fyrir sérhvert par
af punktum (t, x), (t, y) í Ω liggi línustrikið milli þeirra í Ω. Línustrikið samanstendur
af öllum punktum (t, τ x + (1 − τ )y), τ ∈ [0, 1]. Látum nú A vera lokað og takmarkað
hlutmengi af Ω, sem hefur þann eiginleika að fyrir sérhvert par af punktum (t, x), (t, y) í
A liggur línustrikið á milli þeirra í A. Þá er
Z 1
d
|f (t, x) − f (t, y)| = | f (t, (1 − τ )y + τ x) dτ |
0 dτ
Z 1Xm
=| ∂xj f (t, (1 − τ )y + τ x)(xj − yj ) dτ |
0 j=1
Xm
≤ sup |∂xj f (τ, ξ)||x − y|,
(τ,ξ)∈A j=1

og þar með uppfyllir f Lipschitzskilyrði í A.


(iii) Lítum nú á fallið f (t, x) = x2 , með Ω = R × R. Það uppfyllir

|f (t, x) − f (t, y)| = |x + y||x − y|,

en þetta gefur okkur að f uppfylli ekki Lipschitzskilyrði í Ω, því þátturinn x + y er


ekki takmarkaður. Ef við látum hins vegar [α, β] vera takmarkað bil og veljum A =
R × [α, β], þá uppfyllir fallið f Lipschitzskilyrði í A og við getum valið fastann C sem
C = 2(|α| + |β|).
(iv) Fallið f (t, x) = 3x2/3 , í sýnidæmi 6.6.2, er samfellt, en uppfyllir ekki Lipschitz
skilyrði í neinni grennd um 0, því |f (t, x) − f (t, 0)| = x2/3 = x−1/3 |x − 0| og x−1/3 → ∞
ef x → 0. 

Nú kemur í ljós að Lipschitzskilyrði tryggir að lausnin verður ótvírætt ákvörðuð:

Setning 6.6.5 (Picard; víðfeðm útgáfa). Látum I ⊂ R vera opið bil, a ∈ I , b ∈ Rm ,


f ∈ C(I × R , R ) og gerum ráð fyrir að f uppfylli Lipschitzskilyrði í J × Rm fyrir
m m

sérhvert lokað og takmarkað hlutbil J í I . Þá er til ótvírætt ákvörðuð lausn u ∈ C 1 (I, Rm )


á upphafsgildisverkefninu
u0 = f (t, u), u(a) = b.


Þessi setning er önnur tveggja tilvistarsetninga sem við sönnum í næstu grein. Eins
og fram hefur komið kallast hún venjulega víðfeðm útgáfa af tilvistarsetningu fyrir fyrsta
stigs hneppi. Ástæðan fyrir nafngiftinni er, að við fáum lausn á bili sem inniheldur öll
tgildi þar sem hægri hlið jöfnunnar er skilgreind. Tökum nú fyrir tvær mikilvægustu
aeiðingar setningarinnar. Í sýnidæmi 6.6.4 sáum við að forsendurnar í setningu 6.6.5 eru
uppfylltar fyrir línuleg jöfnuhneppi með samfellda stuðla. Við lítum á vigurrúmið Cm yr
tvinntölurnar sem 2m víða rúmið R2m yr rauntölurnar og fáum:
154 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR

Fylgisetning 6.6.6 Látum I ⊂ R vera opið bil, a ∈ I , b ∈ Cm , A ∈ C(I, Cm×m ) og


f ∈ C(I, Cm ). Þá er til ótvírætt ákvörðuð lausn u ∈ C 1 (I, Cm ) á upphafsgildisverkefninu

(6.6.3) u0 = A(t)u + f (t) u(a) = b.

Í grein 6.4 sáum við að það er jafngilt að leysa upphafsgildisverkefnið (6.4.2) fyrir
línulega aeiðuvirkja af stigi m og að leysa hliðstætt upphafsgildisverkefni af gerðinni
(6.6.3), þar sem fylkið A og vigurinn f eru gen með (6.3.5). Við höfum því: 

Fylgisetning 6.6.7 Látum I ⊂ R vera opið bil, a ∈ I , b0 , . . . , bm−1 ∈ C, a0 , . . . , am , g ∈


C(I) og am (t) 6= 0 fyrir öll t ∈ I . Þá er til ótvírætt ákvörðuð lausn u ∈ C m (I) á
upphafsgildisverkefninu

am (t)u(m) + · · · + a1 (t)u0 + a0 (t)u = g(t),


u(a) = b0 , u0 (a) = b1 , . . . , u(m−1) (a) = bm−1 .

Nú setjum við fram aðra útgáfu sem venjulega kallast staðbundin útgáfa af tilvistar-
setningu fyrir fyrsta stigs hneppi:

Setning 6.6.8 (Picard; staðbundin útgáfa). Látum Ω vera opið hlutmengi í R×Rm , a ∈
R, b ∈ Rm , (a, b) ∈ Ω og f ∈ C(Ω, Rm ). Gerum ráð fyrir að til sé grennd U um punktinn
(a, b) innihaldin í Ω og að fallið f uppfylli Lipschitzskilyrði í U . Þá er til opið bil I á R
sem inniheldur a og ótvírætt ákvörðuð lausn u ∈ C 1 (I, Rm ) á upphafsgildisverkefninu

u0 = f (t, u), u(a) = b.

Ástæðan fyrir því að þessi setning kallast staðbundin útgáfa af tilvistarsetningunni


fyrir fyrsta stigs aeiðujöfnuhneppi er sú, að hún segir okkur einungis að til sé bil I þar
sem lausnin er til. Í sönnuninni, sem við tökum fyrir í næstu grein, kemur fram hvernig
bilið I er háð U , Lipschitzfasta fallsins f og upphafsgildinu b.

Sýnidæmi 6.6.9 Við skulum taka eitt dæmi til þess að sjá hvernig skilgreiningarsvæði
lausnarinnar er háð upphafsgildinu b og líta á verkefnið u0 = u2 , u(a) = b, þar sem b er
jákvæð rauntala. Lausnin er fallið

b
u(t) = , t ∈ I =] − ∞, a + 1/b[.
1 − b(t − a)

Maður skyldi ætla að óreyndu, að svona einföld jafna hefði lausn, sem skilgreind er á
öllum rauntalnaásnum, en svo er greinilega ekki. Skilgreiningarsvæðið minnkar eftir því
sem upphafsgildið stækkar. Athugið að engu að síður hefur verkefnið lausn í grennd um a
fyrir sérhvert val á (a, b). Við sáum í sýnidæmi 6.6.4 (iii) uppfyllir skilyrðin í staðbundnu
útgáfu Picard setningarinnar, en ekki þeirrar víðfeðmu. 
6.6. TILVIST OG ÓTVÍRÆÐNI LAUSNA Á AFLEIÐUJÖFNUM 155

Aðferðin sem beitt er í sönnuninni á þessum setningum er kennd við franska stærðfræð-
inginn Émile Picard. Eins og áður hefur verið sagt framkvæmum við hana í smáatriðum
í næstu grein. Auðvelt er að skilja meginhugmyndina í sönnuninni á víðfeðmu útgáfunni
af Picardsetningunni og skulum við líta á hana núna.
Við athugum fyrst, að
(6.6.4) u ∈ C 1 (I, Rm ), u0 = f (t, u), t ∈ I, u(a) = b
er jafngilt því að
Z t
(6.6.5) u ∈ C(I, R ), m
u(t) = b + f (τ, u(τ )) dτ, t ∈ I.
a
Okkur dugir því að sanna að til sé ótvírætt ákvarðað fall u ∈ C(I, Rm ) sem uppfyllir
heildisjöfnuna (6.6.5). Tilvistin er fengin með því að skilgreina runu {un } af föllum í
C(I, Rm ) með formúlunni
Z t
(6.6.6) u0 (t) = b, un (t) = b + f (τ, un−1 (τ )) dτ, t ∈ I,
a
og sýna síðan að þessi fallaruna sé samleitin að markfalli u. Ekki er nóg að sýna að runan
{un (t)} stefni á u(t) í sérhverjum punkti heldur þurfum við að sanna að {un } sé samleitin
í jöfnum mæli á sérhverju lokuðu og takmörkuðu hlutbili J af I . Að því fengnu gefa
niðurstöðurnar í grein 3.5 að markfallið u er í C(I, Rm ). Lipschitz skilyrðið gefur að
|f (t, un (t)) − f (t, u(t))| ≤ C|un (t) − u(t)|, t ∈ J,
og þar með að runan f (t, un (t)) stefnir á markfallið f (t, u(t)) í jöfnum mæli á J . Þá
megum við skipta á heildi og markgildi og við fáum það sem sanna á,
Z t
u(t) = lim un (t) = b + lim f (τ, un−1 (τ )) dτ =
n→+∞ n→+∞ a
Z t Z t
=b+ lim f (τ, un−1 (τ )) dτ = b + f (τ, u(τ )) dτ.
a n→+∞ a
Tökum nú tvö dæmi, sem sýna hvers er að vænta um samleitni rununnar {un }.
Sýnidæmi 6.6.10 Fyrsta stigs aeiðujafnan u0 − αu = 0 með upphafsskilyrðið u(0) = b,
þar sem α og b eru einhverjar tvinntölur, hefur lausnina u(t) = beαt . Hér er f (t, x) = αx
og runan {un } er
u0 (t) = b,
Z t
u1 (t) = b + αb dτ = b(1 + αt),
0
Z t
u2 (t) = b + αb(1 + ατ ) dτ = b(1 + αt + (αt)2 /2),
0
Z t
u3 (t) = b + αb(1 + ατ + (ατ )2 /2) dτ = b(1 + αt + (αt)2 /2 + (αt)3 /3!), . . . ,
0
Z t
(ατ )n−1 
un (t) = b + αb 1 + ατ + · · · + dτ = b(1 + αt + · · · + (αt)n /n!).
0 (n − 1)!
Við sjáum nú að un (t) er nta stigs Taylormargliða fallsins u(t) í punktinum a = 0. 
156 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR

Sýnidæmi 6.6.11 Lítum nú á línulega jöfnuhneppið


  
0 0 −1 1
u = Au, A= , u(0) = .
1 0 0

en það hefur lausnina


   
cos t −u2,n−1 (t)
u(t) = og f (t, un−1 (t)) = Aun−1 (t) = .
sin t u1,n−1 (t)

Með þessa formúlu að vopni er einfalt að ákvarða rununa un


 
1
u0 (t) = ,
0
  Z t   
1 0 1
u1 (t) = + dτ = ,
0 0 1 t
  Z t   
1 −τ 1 − t2 /2
u2 (t) = + dτ = ,
0 0 1 t
  Z t   
1 −τ 1 − t2 /2
u3 (t) = + dτ = ,
0 0 1 − τ 2 /2 t − t3 /3!
  Z t   
1 −τ + τ 3 /3! 1 − t2 /2! + t4 /4!
u4 (t) = + dτ = , ...,
0 0 1 − τ 2 /2 t − t3 /3!
 
1 − t2 /2! + · · · + (−1)k t2k /(2k)!
u2k (t) =
t − t3 /3! + · · · + (−1)k−1 t2k−1 /(2k − 1)!
 
1 − t2 /2! + · · · + (−1)k t2k /(2k)!
u2k+1 (t) = .
t − t3 /3! + · · · + (−1)k t2k+1 /(2k + 1)!

Nú birtast hér Taylor-margliður fallanna cos t og sin t, svo við fáum


 
cos t
un (t) → u(t) = ,
sin t

eins og við var að búast. 

6.7 Sannanir á Picardsetningunum


Í þessari grein sönnum við setningar 6.6.5 og 6.6.8. Ótvíræðnin er sönnuð á sama hátt í
þeim báðum svo við byrjum á henni.
Ótvíræðni: Gerum ráð fyrir að upphafsgildisverkefnið (6.6.4) og þar með heildunarjafnan
(6.6.5) ha tvær lausnir u(t) og v(t) og hugsum okkur fyrst að t ≥ a. Þá gefur Lipschitz
skilyrðið
Z t Z t
(6.7.1) 0 ≤ |u(t) − v(t)| = | (f (τ, u(τ )) − f (τ, v(τ )) dτ | ≤ C |u(τ ) − v(τ )| dτ.
a a
6.7. SANNANIR Á PICARDSETNINGUNUM 157
Rt
Við setjum nú w(t) = a
|u(τ ) − v(τ )| dτ og sjáum að ójafnan (6.7.1) er jafngild

w0 (t) − Cw(t) ≤ 0.

Eftir margföldun með e−Ct fæst (e−Ct w(t))0 ≤ 0, ef t ≥ a, og þar með er e−Ct w(t)
minnkandi fall af t, ef t ≥ a. Við höfum að w(a) = 0, svo af ójöfnunni

0 ≤ e−Ct w(t) ≤ e−Ca w(a) = 0, t ≥ a,

leiðir að u(t) = v(t) fyrir öll t ≥ a. Hugsum okkur nú að t ≤ a. Í stað ójöfnunnar (6.7.1)
fáum við Z a
0 ≤ |u(t) − v(t)| ≤ C |u(τ ) − v(τ )| dτ.
t
Ra
Nú setjum við w(t) = t |u(τ ) − v(τ )| dτ og fáum ójöfnuna −w0 (t) ≤ Cw(t), sem gefur
síðan að eCt w(t) sé vaxandi fall. Þar með er

0 ≤ eCt w(t) ≤ eCa w(a) = 0, t ≤ a,

og við höfum einnig sannað að u(t) = v(t) fyrir t ≤ a. 


Sönnun á tilvist í setningu 6.6.5: Við skilgreinum rununa {un } með formúlunni (6.6.5).
Samkvæmt athugun okkar í grein 6.7, þá þurfum við einungis að sanna að runan {un } sé
samleitin í jöfnum mæli á sérhverju lokuðu hlutbili J af I með a ∈ J . Við höfum
n−1
X 
un (t) = u0 (t) + uk+1 (t) − uk (t)
k=0


og því dugir að sanna röðin (uk+1 − uk ) sé samleitin í jöfnum mæli á bilinu J . Við
P
n=0
setjum M = supt∈J |f (t, b)|. Þá er
Z t
(6.7.2) |u1 (t) − u0 (t)| = | f (τ, b) dτ | ≤ M |t − a|.
a

Lipschitzskilyrðið gefur

Z t 
|u2 (t) − u1 (t)| = f (τ, u1 (τ )) − f (τ, u0 (τ )) dτ
Za t

≤ f (τ, u1 (τ )) − f (τ, u0 (τ )) dτ
Za t

≤ C u1 (τ ) − u0 (τ ) dτ
Za t
|t − a|2
≤ CM |τ − a| dτ = CM .
a 2
Í síðasta skrenu notuðum við ójöfnuna (6.7.2). Með þrepun fæst

|t − a|k+1
|uk+1 (t) − uk (t)| ≤ M C k .
(k + 1)!
158 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR

Fyrst J er takmarkað bil, þá er til T > 0 þannig að |t − a| ≤ T fyrir öll t ∈ J , og því fáum
við
T k+1
|uk+1 (t) − uk (t)| ≤ M C k .
(k + 1)!
Röðin ∞ k k+1
/(k + 1)! samleitin fyrirPsérhvert C > 0 og T > 0 og þar með gefur
P
k=0 M C T
samleitnipróf Weierstrass í grein 3.5 að röðin ∞ k=0 (uk+1 − uk ) er samleitin í jöfnum mæli
á J. 
Sönnun á tilvist í setningu 6.6.8: Í sönnuninni á setningu 6.6.5 var runan un (t) vel skil-
greind með formúlunni (6.6.6), því skilgreiningarsvæði fallsins f var I × Rm . Nú gerum
við ráð fyrir að skilgreiningarsvæðið Ω geti verið minna mengi og við þurfum að sjá til þess
að (t, un (t)) haldist innan Ω fyrir öll n og t ∈ I , ef I er valið nógu lítið. Út frá forsendum
okkar fæst að til er mengi af gerðinni

R0 = {(t, x) ∈ R × Rm ; |t − a| ≤ r0 , |x − b| ≤ %}

þar sem f uppfyllir Lipschitzskilyrði. Við látum C tákna Lipschitzfastann og setjum


M = max(t,x)∈R0 |f (t, x)|. Síðan veljum við r = min {r0 , %/M } og skilgreinum

R = {(t, x) ∈ R × Rm ; |t − a| ≤ r, |x − b| ≤ %}, og I = [a − r, a + r].


......
.......
.... ←−−− 2r −−−→
................................................................................................................................................................................................
...
......
..
...
...
...
R R0
.............
................ ...... ..
...........
...
... ↑
...
...
...
.
.....................
.. . . . ....... .
..... . . ...
....................
.
...
... |
...
...
.
..
.
..
.
..
(a, b)
.
.....................
.
.......................
.
..........................
....
.... ..
... . . . . ....
....................
..............................
...
...
...
|
... . . .
... ...
... .. ............................. ......................................
...
...
.
..
.
..
.
..
• un (t) .
... ....................................................................................................
.
................................................ ...............................................
.
............................................................. ...... . . . ....................
...
2%...
...
... . . ................. ...... ...
... .. .................................. ....... ...
...
...
.
..
.
..
u(t) .
....................
.
..................
...... . . . . . ..
...... . . . . ...
....... ..........
..... . . . .
. | ...
...
...
.
..
.
.
...............
.
..............
..... . . ...
............ . | ...
...
...
...
...
..
.
..
.
...........
...... .
.........
......................................................................................................................................................................................
. . ↓ ...

...
...
.......................................................................................................................................................................................................................................
...
.
t
Mynd: Hallatala skálínanna er ±M .
Nú er auðvelt að sanna með þrepun að (t, un (t)) ∈ R fyrir öll t ∈ I . Ef n = 0 er
þetta augljóst, því u0 (t) er fastafallið b. Ef (t, un (t)) ∈ R fyrir öll t ∈ I , þá er un+1 (t) vel
skilgreint með formúlunni (6.6.6) og við höfum
Z t
|un+1 (t) − b| ≤ | f (τ, un (τ )) dτ | ≤ M |t − a| ≤ M r ≤ %,
a

fyrir öll t ∈ I . Þar með er (t, un+1 (t)) ∈ R fyrir öll t ∈ I . Með nákvæmlega sömu rökum
og í sönnuninni á setningu 6.6.5 fæst nú að runan {un } er samleitin í jöfnum mæli á I og
að markgildi hennar uppfyllir (6.6.4). 

6.8 Ængardæmi
1. Hefur jafnan tu0 = u með skilyrðinu u(0) = 0 ótvírætt ákvarðaða lausn á R?
6.8. ÆFINGARDÆMI 159

2. Sýnið að fyrir sérhvert α > 0 sé fallið uα sem skilgreint er með



3
t ,
 t < 0,
uα (t) = 0, 0 ≤ t ≤ α,
 3
(t − α) , t > α,

í C 1 (R) og jafnframt að það sé lausn á verkefninu u0 = 3u2/3 , u(−1) = −1.


[Þetta er dæmi um upphafsgildisverkefni, sem hefur óendanlega margar lausnir.]
3. Finnið aeiðujöfnur sem föllin u uppfylla út frá eiginleikunum sem gefnir eru og leysið
þær síðan:
a) Snertilínan við grað af u í punktinum (x, u(x)) sker x-ásinn í (x/2, 0).
b) Sérhver bein lína sem sker graf u undir réttu horni inniheldur punktinn (0, 1).
c) Graf fallsins u er hornrétt á sérhvern feril af gerðinni y = k + x2 , k ∈ R.
d) Snertilínan í punktinum (x, u(x)) inniheldur punktinn (−u(x), x).
4. Finnið almennar lausnir á aeiðujöfnunum:
a) xu0 + u = 3xu, b) xu0 − 3u = x3 ,
c) (1 + x)u0 + u = cos x, d) u0 = 2xu + 3x2 exp(x2 ).
5. Finnið almenna lausn, hugsanlega sem fólgið fall, á aeiðujöfnunum.
(x − 1)u5
a) u0 = , b) u0 = 1 + x + u + xu,
x2 (2u3 − u)
c) u0 + 1 = 2u.
6. Leysið jöfnuna u0 = t tan u með upphafsskilyrðinu u(0) = π/6. Hvert er skilgreining-
armengi lausnarinnar?
7. a) Sýnið að jafna af gerðinni u0 = f (u/t) ummyndist yr í jafngilda aðskiljanlega
jöfnu fyrir v , ef v er skilgreint með v(t) = u(t)/t.
b) Látum L veru línu gegnum (0, 0). Sýnið að L skeri alla lausnarferla aeiðujöfnu af
gerðinni u0 = f (u/t) undir sama horni.
8. Notið aðferðina í dæmi 7 til þess að leysa:
a) 2tuu0 − u2 = t2 , t > 0. b) tu0 = t + u,
c) 2t2 u0 = u2 + t2 , d) t2 u0 = u2 + tu.
9. Aeiðujafnan u0 + P (t)u = Q(t)un kallast Bernoulli-jafna. Ef n = 0 eða n = 1, þá
er hún línuleg. Sýnið að innsetningin v(t) = u(t)1−n ummyndi hana yr í línulega jöfnu
v 0 + (1 − n)P (t)v = (1 − n)Q(t), n 6= 1.
10. Finnið almenna lausn á jöfnunum
a) 2tu0 + u3 e−2t = 2tu, b) 3u2 u0 + u3 = e−t ,
c) 3u0 + u = (1 − 2x)u4 , d) u0 + xu = xu−1 .
11. Sýnið að innsetningin v = ln u ummyndi aeiðujöfnuna u0 + P (t)u = Q(t)u ln u í
jöfnuna v 0 + P (t) = Q(t)v . Notið þessa aðferð til þess að nna lausn á jöfnunni tu0 −
4t2 u + 2u ln u = 0.
160 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR

12. Jafna af gerðinni u0 = A(x)u2 + B(x)u + C(x) nefnist Riccati-jafna. Gerum ráð fyrir
að u1 sé þekkt lausn á þessari jöfnu. Sýnið að fallið u = u1 +1/v sé lausn á Riccati-jöfnunni
þá og því aðeins að v uppfylli línulegu fyrsta stigs jöfnuna

v 0 + B(x) + 2A(x)u1 (x) v = −A(x).




13. Notið niðurstöðuna úr síðasta dæmi til þess að leysa:


a) u0 + u2 = 1 + x2 ,
b) u0 + 2xu = 1 + x2 + u2 ,
c) u0 = x3 + 2u/x − u2 /x, (u1 = −x2 ),
d) u0 = x3 (u − x)2 + u/x, (u1 (x) = x, x > 0).
14. Aeiðujafna af gerðinni u = xu0 + f (u0 ) nefnist Clairaut-jafna. Sýnið að sérhvert
fall af gerðinni u(x) = Cx + f (C), þar sem C er fasti, er lausn.
15. Lítum á Clairaut-jöfnuna u = xu0 − 41 u0 . Sýnið að lausnarferlarnir í (x, y)-séu
2

allir snertilínur við eygbogann y = x2 og að u(x) = x2 sé einnig lausn.


....
•............. 16. Leiðið út jöfnuhneppi fyrir hreyngu pendúla
..
.................... l
.. . .... 1
...
.
...
.. θ ..... .
.
1 .......... . af massa m1 og m2 og lengd l1 og l2 , sem tengdir eru
. . .. . . . ...• .... m1
. ....
. . .
...
. . ... ....
...............
saman eins og myndin sýnir. Finnið línulegt jöfnu-
l2.......θ ..... .
... . ...
... hneppi sem nálgar hreyjöfnurnar, þegar útslagið er
. 2.
lítið.
. ... .
• .
.. . .
. . .
m2 . . ....... . . .
17. Leiðið út jöfnuhneppi fyrir hreyngu pendúla
... ...
.. ..
....
......
. ....
• ........
.. ....
• af massa m1 og m2 og lengd l1 og l2 , sem tengdir eru
. .
.... .....
. ... .....
.
.
.
..
..
.
..
..
.
.......... . ....
...
l .. ...
........................
.
... ...
l saman með gormi eins og myndin sýnir. Við gerum
.
.... θ1 ...
...
...
...
...
.
.
...
...
...
...
θ2 ráð fyrir því að gormurinn sé slakur þegar pendúlarn-
. . ...
. .....
ir hanga lóðréttir. Finnið línulegt jöfnuhneppi sem
.... ... .. .
. .... . ........ ........ ......... ........ ........ ..... .
. .
. .
.
. . . •
. ..................... ...... ..... ...... ...... ........
. ..
. . ........ ......... ................. ...... . . •
. . .... . . .
...
m1 . . . .
... k m2 nálgar hreyjöfnurnar, þegar útslagið er lítið.
. .

L
............................................................................................................................................................. 18. Leiðið út jöfnuhneppi fyrir rafstraumana i1
.. .......... .......... .......... .......... ........... .. ..
... ... ...
... .... ...
og i2 í rafrásinni sem sýnd er á myndinni. Veljið
... .
...
....... .
...
......... . ..... ........................ ...
... ..... ... ... ..... .. ...
.... . .... ... ......... ...
..
.
. .. . . ...
............. .....
... ............ ................
e(t) ..... .........
......
i1 .
..... R i2
. .
....... ....
. ....
.
. ................
.
....
C straumstefnurnar eins og myndin sýnir.
.... ...... ... .......... ...... ... ...
........................ . ........................
... .... ...
... ... ...
... ... ..
..................................................................................................................................................

19. Leiðið út hreyjöfnur fyrir hreyngu massanna tveggja sem sýndir eru á myndinni.
Massarnir m1 og m2 hreyfast núningslaust eftir sléttum eti. Þeir eru tengdir saman með
gormi með fjaðurstuðul k2 og höggdey með deyngarstuðul c. Þeir eru einnig tengdir við
veggi með gormum með fjaðurstuðlana k1 og k3 .
....
...................
...............
k1 ........................................
... ...
k2
.... ..... .... .... .....
........................................
. ...
k3 .........
.............
.............
............... .
. ........................... ......... .......... .......... ......... ....................... ... ..............
..................................................................... ..................... ......................................... .. ... ..................................
............... ................................................
...............
m1 .
.
..
.
...
.
.
...
.
...........................................
. .
.
.
.
.
.
.
.
m2 ............................................. ....................................
...
...
...................... . . ..
.................
....................................... ...............
............... ..... . .......................................... . . .............
............... ..................................... ........................................ .............
...............
.... c ........
.
.......
6.8. ÆFINGARDÆMI 161

20. a) Sýnið að almenn lausn jöfnunnar


−κu00 = f (x), x ∈ I,
sé af gerðinni
1 x
Z
u(x) = A + Bx − (x − ξ)f (ξ) dξ,
κ a
þar sem A og B eru fastar og a ∈ I .
b) Sýnið að upphafsgildisverkefnið −κu00 = f (x), x > 0, u(0) = b0 , u0 (0) = b1 , ha
lausnina
1 x
Z
u(x) = b0 + b1 x − (x − ξ)f (ξ) dξ.
κ 0
c) Sýnið að jaðargildisverkefnið −κu00 = f (x), x ∈]0, L[, u(0) = T0 , u(L) = T1 , ha
lausnina
L−x x
Z Z L
x
u(x) = (1 − x/L)T0 + (x/L)T1 + ξf (ξ) dξ + (L − ξ)f (ξ) dξ.
κL 0 κL x

21. Leysið jaðargildisverkefnin


a) −κu00 = x, u(0) = T0 , −λu0 (L) = ku(L).
b) −κu00 = x2 , u(0) = T0 , −λu0 (L) = v0 .
c) −κu00 = x3 , u(0) = T0 , −λu0 (L) = ku(L).
22. Leysið eigingildisverkefnin
a) −u00 = λu, u0 (0) = u0 (L) = 0.
b) −u00 = λu, u(0) = u0 (L) = 0.
23. Notið niðurstöðuna úr dæmi 22 til þess að nna allar lausnir af gerðinni u(x, t) =
T (t)X(x) á verkefnunum
a) (Bylgjujafna)
∂ 2u 2
2∂ u ∂u ∂u
− c = 0, (0, t) = (L, t) = 0.
∂t2 ∂x2 ∂x ∂x
b) (Varmaleiðnijafna)
∂u ∂ 2u ∂u
− κ 2 = 0, u(0, t) = (L, t) = 0.
∂t ∂x ∂x

24. Reiknið út föllin u0 , . . . , u3 í Picard-aðferðinni fyrir upphafsgildisverkefnið u0 = 1+u2 ,


u(0) = 0 og berið saman við réttu lausnina.
25. Sýnið að upphafsgildisverkefnið tu0 = 2u, u(0) = 1 hefur enga lausn.
26. Sýnið að fallið f (x, y) = | sin y| + x fullnægi Lipschitz-skilyrði, en að ∂f /∂y sé ekki
til í y = 0.
27. a) Uppfylla föllin f (x, y) = |x| + |y| og g(x, y) = x|y| Lipschitz-skilyrði? Eru
hlutaeiðurnar ∂f /∂y og ∂g/∂y til?
b) Finnið allar lausnir jöfnunnar u0 = t|u|.
162 KAFLI 6. UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM AFLEIÐUJÖFNUR
Kai 7
LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Samantekt. Í þessum kaa ætlum við að fjalla um línulegar aeiðujöfnur með samfellda
stuðla. Við byrjum á því að kynna okkur reikning með aeiðuvirkja. Síðan skilgrein-
um við núllrúm línulegs aeiðuvirkja og gefum fullkomna lýsingu á því fyrir virkja með
fastastuðla. Það sem eftir er kaans fjöllum við um aðferðir til að ákvarða sérlausnir á
línulegum jöfnum. Við tökum nokkur dæmi um sérlausnir þar sem hægri hlið jöfnunnar
er veldisvísisfall eða fall því skylt. Við fjöllum um Green-föll, en með þeim er hægt að
reikna út sérlausnir fyrir hvaða samfellda hægri hlið í jöfnu sem er.

7.1 Línulegir aeiðuvirkjar


Kennimargliðan
Aeiðujafna af gerðinni
am (t)u(m) + am−1 (t)u(m−1) + · · · + a1 (t)u0 + a0 (t)u = f (t),
þar sem föllin a0 , . . . , am , f eru skilgreind á bili I ⊂ R, er sögð vera línuleg, því vinstri
hliðin skilgreinir línulega vörpun
L : C m (I) → C(I),
Lu(t) = am (t)u(m) (t) + am−1 (t)u(m−1) (t) + · · · + a1 (t)u0 (t) + a0 (t)u(t),
ef a0 , . . . , am ∈ C(I). Línuleg vörpun af þessari gerð kallast aeiðuvirki. Við segjum að
jafnan sé óhliðruð ef f er núllfallið. Annars segjum við að hún sé hliðruð. Fyrir sérhvern
punkt t ∈ I fáum við margliðu af einni breytistærð λ,
(7.1.1) P (t, λ) = am (t)λm + am−1 (t)λm−1 + · · · + a1 (t)λ + a0 (t).
Þessa margliðu köllum við kennimargliðu aeiðuvirkjans L.

Aeiðuvirkinn D
Til þess að geta reiknað á auðveldan hátt með aeiðuvirkjum er venja að skilgreina virkj-
ann D sem Du = u0 og síðan veldi Dk af D með
D0 u = u, D1 u = u0 , D2 u = DDu = u00 , ... Dk u = DDk−1 u = u(k) .

163
164 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Aeiðuvirkinn L er síðan skrifaður með formúlunni


(7.1.2) P (t, D) = am (t)Dm + · · · + a1 (t)D + a0 (t).
Athugið að í síðasta liðnum höfum við sleppt því að skrifa D0 , en þetta á að lesa þannig
að þegar virkinn L er látinn verka á fallið u, er margfaldað með a0 (t) í síðasta liðn-
um. Við munum framvegis nota ritháttinn (7.1.2) til að tákna aeiðuvirkjann, sem hefur
kennimargliðuna (7.1.1). Ef allir stuðlarnir aj eru fastaföll, þá segjum við að virkinn ha
fastastuðla og við skrifum þá einungis P (D) í stað P (t, D). Þegar ekki er ljóst í formúlum
með tilliti til hvaða breytistærðar er verið að deilda, þá tilgreinum við það með Dt , Dx ,
Ds , . . . , í stað D í tákninu fyrir virkjann, þar sem lágvísirinn er táknið fyrir breytistærð-
ina. Línulega samantekt tveggja aeiðuvirkja P (t, D) og Q(t, D) með tvinntölunum α
og β táknum við með αP (t, D) + βQ(t, D). Þetta er virkinn sem skilgreindur er með
formúlunni 
αP (t, D) + βQ(t, D) u = αP (t, D)u + βQ(t, D)u.
Samsetningu virkjanna P (t, D) og Q(t, D) táknum við með P (t, D)Q(t, D) og er hún
skilgreind með  
P (t, D)Q(t, D) u = P (t, D) Q(t, D)u .
Sýnidæmi 7.1.1 Ef P (t, D) = D + t og Q(D) = D, þá er
P (t, D)Q(D)u = (D + t)u0 = u00 + tu0 = (D2 + tD)u,
Q(D)P (t, D)u = D(u0 + tu) = u00 + tu0 + u = (D2 + tD + 1)u,

Þetta dæmi sýnir okkur að almennt er P (t, D)Q(t, D) 6= Q(t, D)P (t, D), með öðr-
um orðum, víxlreglan gildir ekki við samsetningu aeiðuvirkja. Hins vegar gildir hún ef
virkjarnir hafa fastastuðla:
Setning 7.1.2 Ef P (D) og Q(D) eru línulegir aeiðuvirkjar með fastastuðla, þá er
P (D)Q(D) = Q(D)P (D).

Sönnun: Ef P (D) =
Pm
j=0 aj Dj og við hugsum okkur fyrst að Q(D) = Dk , þá er

P (D)Dk u = am Dm Dk u + · · · + a1 DDk u + a0 Dk u =
= am Dm+k u + · · · + a1 D1+k u + a0 Dk u =
= Dk (am Dm u + · · · + a1 Du + a0 u) = Dk P (D)u
Pn
Ef Q(D) = k=0 bk D
k
, þá gefur þessi formúla

P (D)Q(D)u = P (D)(bn Dn u + · · · + b1 Du + b0 u) =
= bn P (D)Dn u + · · · + b1 P (D)Du + b0 P (D)u =
= bn Dn P (D)u + · · · + b1 DP (D)u + b0 P (D)u = Q(D)P (D)u.

7.1. LÍNULEGIR AFLEIÐUVIRKJAR 165

Núllrúm aeiðuvirkja
Kjarni eða núllrúm virkjans P (t, D) samanstendur af öllum lausnum u á óhliðruðu jöfn-
unni P (t, D)u = 0. Fyrst P (t, D) er línulegur virki, þá vitum við að núllrúmið er línulegt
rúm yr tvinntölurnar. Við táknum það með N (P (t, D)).

Setning 7.1.3 Ef I er bil á R, a ∈ I og P (t, D) er línulegur aeiðuvirki á I með samfellda


stuðla, sem genn er með (7.1.2) og am (t) 6= 0 fyrir öll t ∈ I , þá hefur núllrúm hans
N (P (t, D)) víddina m. 

Sönnun: Úr línulegri algebru vitum við að tvö línuleg rúm V og W yr tvinntölurnar hafa
sömu vídd, ef til er gagntæk línuleg vörpun T : V → W . Vörpunin

T : N (P (t, D)) → Cm , T (u) = (u(a), u0 (a), . . . , u(m−1) (a)),

er greinilega línuleg. Fylgisetning 6.7.7 segir að fyrir sérhvert b = (b0 , b1 , . . . , bm−1 ) í Cm


sé til u ∈ N (P (t, D)) þannig að T (u) = b, og þar með er vörpunin T átæk. Hún er einnig
eintæk, því sama setning segir að lausnin u sé ótvírætt ákvörðuð. Þar með hafa rúmin
N (P (t, D)) og Cm sömu víddina, en hún er m.

Hér er mjög mikilvægt að taka eftir því að stuðullinn við D í skilgreiningunni á
m

virkjanum er núllstöðvalaust fall. Setningin gildir almennt ekki ef þar stæði stuðull sem
hefur núllstöðvar á bilinu I .
Ef föllin u1 , . . . , um mynda grunn fyrir N (P (t, D)), þá má rita sérhvert fall u í núll-
rúminu sem línulega samantekt af þeim,

u(t) = c1 u1 (t) + · · · + cm um (t), t ∈ I,

með stuðlum c1 , . . . , cm ∈ C. Ef v og w eru tvær lausnir á hliðruðu jöfnunni P (t, D)u = f ,


þá fæst
P (t, D)(v − w) = P (t, D)v − P (t, D)w = f − f = 0,
því aeiðuvirkinn P (t, D) er línulegur. Þar með er v − w ∈ N (P (t, D)). Við höfum því:

Setning 7.1.4 Ef I er bil á R og P (t, D) er línulegur aeiðuvirki á I með samfellda


stuðla, sem genn er með (7.1.2) og am (t) 6= 0 fyrir öll t ∈ I , þá er sérhver lausn jöfnunnar
P (t, D)u = f , f ∈ C(I) af gerðinni

(7.1.3) u(t) = c1 u1 (t) + · · · + cm um (t) + v(t),

þar sem u1 , . . . , um er einhver grunnur í N (P (t, D)), c1 , . . . , cm ∈ C og v er einhver


sérlausn, sem uppfyllir P (t, D)v = f . 

Þessi setning segir okkur, að ef við viljum nna almenna lausn á jöfnunni P (t, D)u = f ,
þá getum við skipt því verkefni í tvo hluta:
(i) að nna grunn u1 , . . . , um fyrir núllrúm virkjans P (t, D) og
(ii) að ákvarða eina sérlausn v á P (t, D)v = f .
166 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Það er ekki til nein almenn lausnaraðferð á verkefni (i), nema í því tilfelli að stuðlarnir
í P (t, D) séu af sérstakri gerð. Það á til dæmis við ef þeir eru fastar eða ef hægt er að
setja þá fram með veldaröðum. Í greinum 7.5 og 7.6 munum við sjá hvernig hægt er að
leysa (ii) ef lausn á (i) er þekkt.
Samkvæmt fylgisetningu 6.7.7, hefur upphafsgildisverkefnið

(7.1.4) P (t, D)u = f (t), u(a) = b0 , u0 (a) = b1 , . . . , u(m−1) (a) = bm−1

ótvírætt ákvarðaða lausn. Ef við þekkjum grunn u1 , . . . , um fyrir núllrúmið og eina sér-
lausn v , þá vitum við að u er af gerðinni (7.1.3). Stuðlarnir c1 , . . . , cm eru því lausnin á
jöfnuhneppinu

c1 u1 (a) + · · · + cm um (a) = b0 − v(a),


c1 u1 0 (a) + · · · + cm um 0 (a) = b1 − v 0 (a),
.. .. ..
. . .
(m−1)
c1 u1 (a) + · · · + cm u(m−1)
m (a) = bm−1 − v (m−1) (a).

Á fylkjaformi verður þetta hneppi


    
u1 (a) u2 (a) ··· um (a) c1 b0 − v(a)
 u1 0 (a) u2
0
(a) · ·· um 0 (a)   c2   b1 − v 0 (a) 
(7.1.5) .. .. .. ..   ..  =  ..
    
. . . .  .   .
 
 
(m−1) (m−1) (m−1)
u1 (a) u2 (a) · · · um (a) cm bm−1 − v (m−1) (a)

Lækkun á stigi  úrlausn á annars stigs jöfnu


Sýnidæmi 7.1.5 (Lækkun á stigi). Hugsum okkur að u1 sé þekkt lausn á línulegu
annars stigs jöfnunni

(7.1.6) u00 + p(t)u0 + q(t)u = 0,

á bilinu I og að við viljum nna aðra línulega óháða lausn u2 . Til er sígild aðferð til þess
að nna u2 og nefnist hún lækkun á stigi. Í henni er gengið út frá því að u1 (t) 6= 0 fyrir
öll t ∈ I og fallið v er skilgreint með v(t) = u2 (t)/u1 (t). Ef við stingum u2 inn í jöfnuna,
þá fæst

u2 00 + p(t)u2 0 + q(t)u2 = (v 00 u1 + 2v 0 u1 0 + vu1 00 ) + p(t)(v 0 u1 + vu1 0 ) + q(t)vu1


= v u1 00 + p(t)u1 0 + q(t)u1 + u1 v 00 + 2u1 0 + p(t)u1 v 0 = 0
 

Nú notfærum við okkur að u1 er lausn á (7.1.6) og fáum að v verður að uppfylla

u1 0 (t)
 
(7.1.7) 00
v + 2 + p(t) v 0 = 0
u1 (t)
7.1. LÍNULEGIR AFLEIÐUVIRKJAR 167

til þess að u2 sé lausn á (7.1.6). Þetta er fyrsta stigs línuleg jafna í w = v 0 , w0 +a0 (t)w = 0,
þar sem stuðullinn a0 er genn með

u1 0 (t)
a0 (t) = 2 + p(t).
u1 (t)

Hér er skýringin á nafngiftinni á aðferðinni komin. Við erum búin að umskrifa það verkefni
að leysa annars stigs jöfnu yr í það að leysa fyrsta stigs jöfnu. Tökum nú a ∈ I og látum
A vera stofnfall a0 , Z t
2

A(t) = ln u1 (t) + p(τ ) dτ + c.
a

Lausnin w er þá gen með formúlunni


Rt 
−A(t) exp − a p(τ ) dτ
w(t) = C1 e = C1 ,
u1 (t)2

þar sem C1 er fasti. Að lokum fæst


t
Rτ 
exp − a p(σ) dσ
Z
v(t) = C1 dτ + C2 .
a u1 (τ )2

Heildisstofninn í þessu heildi er jákvæður og þar með er v ekki fastafall. Það segir okkur
að u1 og u2 séu línulega óháð föll, ef C1 6= 0. Við getum valið fastana C1 og C2 frjálst, til
dæmis C1 = 1 og C2 = 0 og í því tilfelli verður svarið
Z t Rτ 
exp − a p(σ) dσ
(7.1.8) u2 (t) = u1 (t) dτ
a u1 (τ )2

Nú skulum við líta á tilvist á lausnum á jaðargildisverkefnum. Í grein 6.5 skilgreindum


við almennan jaðargildisvirkja með formúlunni

B : C m−1 [a, b] → Cm , Bu = (B1 u, . . . , Bm u),
(7.1.9) m
αjl u(l−1) (a) + βjl u(l−1) (b) = cj ,
P
Bj u = j = 1, 2, . . . , m.
l=1

Við höfum fullkomna lýsingu á því hvenær lausn fæst:

Setning 7.1.6 Látum I vera opið bil sem inniheldur [a, b], P (t, D) vera línulegan aeiðu-
virkja af gerðinni (7.1.2), am (t) 6= 0 fyrir öll t ∈ I og B vera almennan jaðargildisvirkja
af gerðinni (7.1.9). Þá eru eftirfarandi skilyrði jafngild

(i) Jaðargildisverkefnið P (t, D)u = f (t), Bu = c, hefur ótvírætt ákvarðaða lausn u ∈


C m (I) fyrir sérhvert f ∈ C(I) og sérhvert c ∈ Cm .

(ii) Jaðargildisverkefnið P (t, D)u = 0, Bu = 0, hefur einungis núllfallið sem lausn.


168 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

(iii) Ef u1 , . . . , um er grunnur í N (P (t, D)), þá er



B1 u1 B1 u2
··· B1 um
B2 u1 B2 u2 ··· B2 um
.. .. .. .. 6= 0.

. . . .

Bm u1 Bm u2 ··· Bm um

Sönnun: Byrjum á því að athuga að (i) er jafngilt:


(i)0 Jaðargildisverkefnið P (t, D)u = 0, Bu = c, hefur ótvírætt ákvarðaða lausn fyrir
sérhvert c ∈ Cm .

Við sjáum að (i)0 er sértilfelli af (i). Til þess að sjá að (i)0 ha (i) í för með sér, þá
notfærum við okkur að fylgisetning 6.7.7 gefur okkur fall v sem uppfyllir P (t, D)v = f (t)
án nokkurra hliðarskilyrða. Samkvæmt (i)0 er til fall w sem uppfyllir P (t, D)w = 0 og
Bw = c − Bv . Nú er ljóst að u = v + w uppfyllir (i), því

P (t, D)u = P (t, D)v + P (t, D)w = f (t), Bu = Bv + Bw = c.

Lausnin er ótvírætt ákvörðuð, því mismunur tveggja lausna er núllfallið samkvæmt (i)0 .
Nú snúum við okkur að því að sanna að (i)0 , (ii) og (iii) séu jafngild. Til þess látum
við u1 , . . . , um vera grunn í núllrúminu og skrifum lausn u á P (t, D)u = 0 sem u =
d1 u1 + · · · + dm um , þar sem d1 , . . . , dm ∈ C. Skilyrðið Bu = c er þá jafngilt jöfnuhneppinu

B1 u1 )d1 + · · · + B1 um dm = c1 ,

B2 u1 )d1 + · · · + B2 um dm = c2 ,
.. .. ..
. . .

Bm u1 )d1 + · · · + Bm um dm = cm .

Við vitum úr línulegri algebru að það er jafngilt að hliðraða jafnan ha lausn fyrir sérhverja
hægri hlið, að óhliðraða jafnan ha aðeins núlllausnina og að ákveða stuðlafylkisins sé
frábrugðin núlli. Þetta er nákvæmlega það sem skilyrðin (i)0 , (ii) og (iii) segja. 

Sýnidæmi 7.1.7 Athugum nú hvaða skilyrði ω þarf að uppfylla til þess að jaðargildis-
verkefnið
u00 + ω 2 u = f (t), u(0) = α, u(1) = β
ha lausn fyrir öll f ∈ C[0, 1] og öll α, β ∈ C. Við höfum hér B1 u = u(0), B2 u = u(1) og
grunninn u1 (t) = cos ωt og u2 (t) = sin ωt í núllrúminu. Ákveða stuðlafylkisins í setningu
7.1.6 (iii) er
B1 u1 B1 u2 1 0
B2 u1 B2 u2 = cos ω sin ω = sin ω.

Svarið er því ω 6= nπ , n ∈ Z. 
7.2. LÍNULEGAR JÖFNUR MEÐ FASTASTUÐLA 169

Hugsum okkur nú að við þekkjum grunn u1 , . . . , um fyrir núllrúm virkjans P (t, D) og


eina sérlausn up á P (t, D)u = f . Þá er lausnin u á (i) af gerðinni u = d1 u1 +· · ·+dm um +up
þar sem stuðlarnir d1 , . . . , dm eru lausnir jöfnuhneppisins
    
B1 u1 B1 u2 ··· B1 um d1 c1 − B1 up
 B2 u1 B2 u2 ··· B2 um   d2   c2 − B2 up
    
(7.1.10)  .. .. .. ..   ..  =  .. .
 
 . . . .  .   . 
Bm u1 Bm u2 · · · Bm um dm cm − Bm up

7.2 Línulegar jöfnur með fastastuðla


Við skulum nú líta á línulega aeiðujöfnu

(7.2.1) P (D)u = (am Dm + · · · + a1 D + a0 )u = f (t), t ∈ I,

þar sem við gerum ráð fyrir því að stuðlarnir aj í virkjanum séu fastaföll, aj ∈ C, og
am 6= 0. Kennimargliðan er þá

(7.2.2) P (λ) = am λm + · · · + a1 λ + a0 .

Fyrsta viðfangsefni okkar er að nna grunn fyrir núllrúmið N (P (D)) og fá þannig fram-
setningu á almennri lausn óhliðruðu jöfnunnar P (D)u = 0. Við byrjum á því að láta
aeiðuvirkjana Dk verka á veldisvísisfallið eαt , þar sem α er einhver tvinntala. Þá fæst

Deαt = αeαt , D2 eαt = α2 eαt , ..., Dm eαt = αm eαt .

Þetta gefur okkur síðan

(7.2.3) P (D)eαt = (am Dm + · · · + a1 D + a0 )eαt


= (am αm + · · · + a1 α + a0 )eαt = P (α)eαt .

Ef við veljum α sem eina af núllstöðvum kennimargliðunnar P , þá sjáum við að eαt er


lausn á óhliðruðu jöfnunni. Undirstöðusetning algebrunnar gefur okkur, að við getum
þáttað margliðuna P fullkomlega yr tvinntölurnar og skrifað hana sem

(7.2.4) P (λ) = am (λ − λ1 )m1 · · · (λ − λ` )m` ,

þar sem λ1 , . . . , λ` ∈ C eru núllstöðvarnar og m1 , . . . , m` er margfeldni þeirra, m1 + · · · +


m` = m. Með því að nota þessa framsetningu á kennimargliðunni getum við skrifað
aeiðuvirkjann sem

(7.2.5) P (D) = am (D − λ1 )m1 · · · (D − λ` )m` .

Við fáum nú fullkomna lýsingu á núllrúmi aeiðuvirkja með fastastuðla:


170 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Setning 7.2.1 Gerum ráð fyrir að P (D) sé línulegur aeiðuvirki af stigi m með fasta-
stuðla og að kennimargliðan P (λ) ha ` ólíkar núllstöðvar λ1 , . . . , λ` ∈ C með margfeldnina
m1 , . . . , m` . Þá mynda föllin

eλ1 t , teλ1 t , . . . , tm1 −1 eλ1 t ,


eλ2 t , teλ2 t , . . . , tm2 −1 eλ2 t ,
.. .. ..
. . .
eλ` t , teλ` t , . . . , tm` −1 eλ` t ,

grunn í núllrúmi virkjans P (D) og þar með má skrifa sérhvert stak í núllrúminu sem

q1 (t)eλ1 t + · · · + q` (t)eλ` t ,

þar sem qj eru margliður af stigi < mj , 1 ≤ j ≤ `. 

Sönnunina tökum við fyrir í grein 2.9.

Sýnidæmi 7.2.2 Fyrsta stigs virkinn P (D) = D + a0 hefur kennimargliðuna P (λ) =


λ + a0 . Núllstöð hennar er λ1 = −a0 , svo núllrúmið samanstendur af öllum föllum af
gerðinni u(t) = ce−a0 t , c ∈ C. Þetta er sértilfelli af (6.2.2). 

Sýnidæmi 7.2.3 Látum P (D) = a2 D2 + a1 D + a0 vera annars stigs aeiðuvirkja með


rauntölustuðla og látum λ1 og λ2 vera núllstöðvar kennimargliðunnar. Lítum á þrjú
mismunandi tilfelli:
(i)
p Ef a1 − 4a0 a2 > 0, þá er λ1 = α + β og λ2 = α − β , með α = −a1 /2a2 og β =
2

a21 − 4a0 a2 /2a2 . Grunnur fyrir núllrúmið N (P (D)) er {eλ1 t, eλ2 t } en við getum einnig
tekið {eαt cosh βt, eαt sinh βt} fyrir grunn, því sambandið milli þessara tveggja grunna er

1 1
eαt cosh βt = e(α+β)t + e(α−β)t ,
2 2
αt 1 (α+β)t 1 (α−β)t
e sinh βt = e − e .
2 2
(ii) Ef a21 − 4a0 a2 = 0, þá hefur kennimargliðan einungis eina núllstöð λ1 = λ2 = α =
−a1 /2a2 og við fáum grunninn {eαt , teαt } fyrir núllrúmið.
(iii) p
Ef a21 − 4a0 a2 < 0, þá er λ1 = α + iβ og λ2 = α − iβ , með α = −a1 /2a2 og
β = 4a0 a2 − a21 /2a2 . Grunnur fyrir núllrúmið er þá {eλ1 t , eλ2 t }. Í mörgum tilfellum er
betra að reikna út lausnir ef gengið er út frá grunninum {eαt cos βt, eαt sin βt},

1 1
eαt cos βt = e(α+iβ)t + e(α−iβ)t ,
2 2
1 1
eαt sin βt = e(α+iβ)t − e(α−iβ)t .
2i 2i
Þessi grunnur hefur þann kost að föllin í honum eru raungild. 
7.2. LÍNULEGAR JÖFNUR MEÐ FASTASTUÐLA 171

Sýnidæmi 7.2.4 (Deyfð sveia; framhald). Í sýnidæmi 6.1.1 fjölluðum við um deyfðar
sveiur og leiddum þá út hreyjöfnuna

mx00 + cx0 + kx = f (t).

Nú skulum við líta á það tilfelli að ytri kraftarnir séu núll. Eins og í sýnidæmi 7.2.3
skulum við líta á þrjú tilfelli. Þau hafa ólíka eðlisfræðilega túlkun:
(i) (Yrdeyng), c2 − 4km > 0. Hér fást tvær ólíkar núllstöðvar

λ1 , λ2 = −c/2m ± ω, ω = c2 − 4km/2m,

á kennijöfnunni mλ2 + cλ + k = 0. Almenn lausn á jöfnunni er þá

(7.2.6) x(t) = e−(c/2m)t c1 cosh ωt + c2 sinh ωt .




Ef við gerum ráð fyrir að upphafsskilyrðin x(0) = x0 og v(0) = x0 (0) = v0 gildi, þá fæst
ótvírætt ákvörðuð lausn
 
 sinh ωt
(7.2.7) x(t) = e −(c/2m)t
x0 cosh ωt + v0 + x0 c/2m .
ω
.....
........
....
..
...
... ............
.............. ...........
........
........ ........
.......
............ .......
... ... ....... .......
........
... .... ....... ........
... ... ........ ........
.........
... .... ......
....... ..........
... .... ........ ...........
............
... ... ......... ...............
... ............
... ... . ................... ..................
..................
... . .... ...
......................
...............................................................................................................................................................................................................................................................................
... ..... .
... .....
...... .... . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .................
... ........................
....
..
........
.................................................................. t
...
....

Mynd: Yrdeyng v0 + x0 c/2m T 0.

(ii) (Markdeyng), c2 − 4km = 0. Hér fæst ein núllstöð á kennijöfnunni

λ1 = λ2 = −c/2m.

Almenn lausn er því

(7.2.8) x(t) = e−(c/2m)t c1 + c2 t .




Með sömu upphafsgildi og áður verður lausnin

(7.2.9) x(t) = e−(c/2m)t x0 + (v0 + x0 c/2m)t .




...
..........
....
..
... ...............................
... ...... ......
......
.... ......
......... ......
......
............ ......
...... ....... ......
......
... .... ....... ......
... ... ....... .......
.......
... .... ......
...... ........
... .... ....... ........
.........
... ... ........
......... ...........
... ... ............ .............
... .................
... . ..
.. ...
............ ................
................................................................................................................................................................................................................................................................................
... .... .
...
.....
. . . . . . . . . . . . .......... ..................................
...... ...
... ...................
....
..
.......
............................................................. t
...
....

Mynd: Markdeyng v0 + x0 c/2m T 0.


172 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

(iii) (Undirdeyng), c2 − 4km < 0. Hér fást tvær ólíkar núllstöðvar á kennijöfnunni

λ1 , λ2 = −c/2m ± iω, ω = 4km − c2 /2m.

Almenn lausn á jöfnunni er þá

(7.2.10) x(t) = e−(c/2m)t c1 cos ωt + c2 sin ωt .




Með sömu upphafskilyrðum og áður fæst ótvírætt ákvörðuð lausn


 
 sin ωt
(7.2.11) x(t) = e−(c/2m)t
x0 cos ωt + v0 + x0 c/2m .
ω
Oft er betra að átta sig á þessari lausn með því að umskrifa hana sem

(7.2.12) x(t) = A0 e−(c/2m)t cos(ωt − α),

þar sem sveiuvíddin A0 er gen sem A0 = x20 + (v0 + x0 c/2m)2 /ω 2 og fasahliðrunin α


p

uppfyllir cos α = x0 /A0 og sin α = (v0 + x0 c/2m)/ωA0 . 


..
.........
....
.....
... .....
...... ....
..... ......
... ......
... .... ..
... ... ..
... ... ...
... ... ..
... ..
... ... ...
... ... ...
...
... ... .......
... ... .... ................
... ... ... . ......
.............................................................................................................. ... .......
.. .... .............
....................................
.. .............. ...........................................
........
.............................
................................
... ... . ..... ..... ....
... ... .. ......... ................
....
... ... .
.
.
........
...
...
...
...
... .........
..
.
.
. . . . .. . .
t
... ... .....
... .......
.
... . .
... ..
... ..
... ..
..
... ...
... ..
... ..
......
...
...
...

Mynd: Undirdeyng.

Sýnidæmi 7.2.5 (RLC -rás; framhald). Lítum nú aftur á sýnidæmi 6.1.2 um RLC -
rásina. Við leiddum út jöfnuna (6.1.13) fyrir strauminn i(t) í henni. Jafnan er sú sama
og sýnidæmi 7.2.4, en það er fróðlegt að sjá hvernig fastarnir L, R og C ganga inn í
lausnirnar:
(i) (Yrdeyng), R2 − 4L/C > 0. Almenn lausn á jöfnunni er
p
(7.2.13) i(t) = e−(R/2L)t c1 cosh ωt + c2 sinh ωt ,

ω = R2 − 4L/C/2L.

(ii) (Markdeyng), R2 − 4L/C = 0. Almenn lausn er

(7.2.14) i(t) = e−(R/2L)t c1 + c2 t .




(iii) (Undirdeyng), R2 − 4L/C < 0. Almenn lausn er


p
(7.2.15) i(t) = e−(R/2L)t c1 cos ωt + c2 sin ωt ,

ω= 4L/C − R2 /2L.


7.3. EULER-JÖFNUR 173

Sýnidæmi 7.2.6 Við látum hér P (D) tákna aeiðuvirkjann með kennimargliðuna P (λ) =
λ3 − 5λ2 + 8λ − 4 = (λ − 1)(λ − 2)2 . Ákvörðum almenna lausn óhliðruðu jöfnunnar
P (D)u = 0.
Lausn: Við sjáum að λ1 = 1 er núllstöð kennijöfnunnar P (λ) = 0. Eftir deilingu á
P (λ) með λ − 1 fæst P (λ) = (λ − 1)(λ2 + 2λ + 5). Seinni þátturinn hefur núllstöðvarnar
λ2 = −1 + 2i og λ3 = −1 − 2i. Núllstöðvarnar eru ólíkar og því er almenn lausn óhliðruðu
jöfnunnar línuleg samantekt eλ1 x , eλ2 x og eλ3 x ,

u(x) = c1 ex + c2 e(−1+2i)x + c3 e(−1−2i)x .

Nú er e(−1+2i)x = e−x (cos 2x + i sin 2x) svo Euler-jöfnurnar gefa okkur að við megum
líka taka lausnagrunninn (ex , e−x cos 2x, e−x sin 2x) og fáum því jafngilda framsetningu á
lausninni
u(x) = b1 ex + b2 e−x cos 2x + b3 e−x sin 2x


Sýnidæmi 7.2.7 Látum P (D) vera aeiðuvirkjann P (D) = D3 − 5D2 + 8D − 4. Ákvörð-


um almenna lausn jöfnunnar P (D)u = 0.
Lausn: Kennimargliðan er P (λ) = λ3 − 5λ2 + 8λ − 4. Við sjáum strax að λ = 1 er
núllstöð. Við deilum λ − 1 upp í P (λ) og fáum þáttunina P (λ) = (λ − 1)(λ2 − 4λ + 4) =
(λ − 1)(λ − 2)2 . Við höfum því að λ = 2 er tvöföld núllstöð. Skv. setningu 7.2.1 er almenn
lausn af gerðinni
u(x) = c1 ex + c2 e2x + c3 xe2x .


7.3 Euler-jöfnur
Aeiðujafna af gerðinni

(7.3.1) P (x, Dx )u = am xm u(m) + · · · + a1 xu0 + a0 u = 0,

þar sem stuðlarnir aj eru tvinntölur, am 6= 0 og u er óþekkt fall af x, nefnist Euler-jafna.


Til þess að fá almenna lýsingu á lausnum jöfnunnar á R\{0} dugir okkur að nna almenna
lausn á jákvæða raunásnum, því auðvelt er að sannfæra sig um að v(x) = u(|x|) er lausn
á R \ {0} þá og því aðeins að u sé lausn á {x ∈ R; x > 0}. Athugið að veldið á x í hverjum
lið er það sama og stigið á aeiðunni. Ef við stingum u(x) = xr inn í aeiðuvirkjann, þá
fæst

P (x, Dx )u = am xm r(r − 1) · · · (r − m + 1)xr−m + · · · + a1 xrxr−1 + a0 xr


= am r(r − 1) · · · (r − m + 1) + · · · + a1 r + a0 xr .


Þar með er u lausn þá og því aðeins að r sé núllstöð m-ta stigs margliðunnar Q, sem
skilgreind er með formúlunni

(7.3.2) Q(r) = am r(r − 1) · · · (r − m + 1) + · · · + a1 r + a0 .


174 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Lítum fyrst á tilfellið að þessi jafna ha ólíkar núllstöðvar r1 , . . . , rm . Þá er auðvelt að


sannfæra sig um að föllin xr1 , . . . , xrm eru línulega óháð og þar með er almenn lausn á
(7.3.1) af gerðinni

(7.3.3) u(x) = c1 xr1 + · · · + cm xrm .

Nú skulum við athuga tilfellið þegar Q(r) hefur margfaldar núllstöðvar. Þá skilgreinum
við fallið v(t) = u(et ) og sýnum fram á að v uppfylli Q(D)v = 0. Við þurfum þá að þekkja
sambandið milli aeiða fallanna u og v . Við höfum

u(x) = v(ln x),


1
u0 (x) = v 0 (ln x) · ,
x
1 1 1
u00 (x) = v 00 (ln x) · 2 − v 0 (ln x) · 2 = D(D − 1)v(ln x) · 2 .
x x x
Með þrepun fæst síðan að
1
(7.3.4) u(k) (x) = D(D − 1) · · · (D − k + 1)v(ln x) · .
xk
Þetta gefur
m
X
P (x, D)u(x) = ak xk u(k) (x)
k=0
m
X
= ak D(D − 1) · · · (D − k + 1)v(ln x)
k=0
= Q(D)v(ln x).

Þar með er u lausn á Euler-jöfnunni þá og því aðeins að v sé lausn á jöfnunni Q(D)v = 0.


Nú hefur virkinn Q fastastuðla svo við getum beitt setningu 7.2.1:

Setning 7.3.1 Almenn lausn Euler-jöfnunnar (7.3.1) á jákvæða raunásnum er línuleg


samatekt fallanna
m −1
xr1 , ln x xr1 , . . . , ln x 1 xr1 ,

m −1
xr2 , ln x xr2 , . . . , ln x 2 xr2 ,


.. .. ..
. . .
m −1
xr` , ln x xr` , . . . , ln x ` xr` ,
 

þar sem r1 , . . . , r` eru ólíkar núllstöðvar margliðunnar Q, sem gen er með (7.3.2), og
margfeldni þeirra er m1 , . . . , m` . 

Sýnidæmi 7.3.2 Finnum almenna lausn jöfnunnar


x2 u00 + 2xu0 − 6u = 0.
7.4. SÉRLAUSNIR 175

Lausn: Við byrjum á því að stinga fallinu u(x) = xr inn í aeiðujöfnuna,

x2 u00 + 2xu0 − 6u = x2 r(r − 1)xr−2 + 2xrxr−1 − 6xr


= (r2 + r − 6)xr = (r + 3)(r − 2)xr = 0.

Núllstöðvarnar eru r1 = −3 og r2 = 2. Samkvæmt setningu 7.3.1 er þá almenn lausn af


gerðinni u(x) = c1 x−3 + c2 x2 . 

Sýnidæmi 7.3.3 Ákvörðum nú almenna lausn jöfnunnar

x2 u00 + 7xu0 + 13u = 0.

Lausn: Við förum eins að og í síðasta dæmi og stingum fyrst u(x) = xr inn í aeiðujöfn-
una. Þá fáum við

x2 u00 + 7xu0 + 13u = (r(r − 1) + 7r + 13)xr =


= (r2 + 6r + 13)xr = (r + 3)2 + 4 xr = 0


Núllstöðvar margliðunnar (r + 3)2 + 4 eru r1 = −3 + 2i og r2 = −3 − 2i. Við fáum því


almennu lausnina

u(x) = c1 |x|−3+2i + c2 |x|−3−2i , x ∈ R \ {0}.

Það getur verið heppilegt að skipta um grunn með því að notfæra sér Euler-jöfnurnar

|x|−3±2i = |x|−3 e±2i ln |x| = |x|−3 cos(2 ln |x|) ± i sin(2 ln |x|) .




Þá verður lausnin af gerðinni

u(x) = |x|−3 b1 cos(2 ln |x|) + b2 sin(2 ln |x|) .




7.4 Sérlausnir
Algengt er að ástandsjöfnur eðlisfræðilegra kerfa séu af gerðinni

P (D)u = f

þar sem P (D) er línulegur aeiðuvirki með fastastuðla og f er geð fall á einhverju bili.
Fallið f stendur oft fyrir ytra álag, örvun eða krafta, sem á kerð verka, en lausnin er
svörun kersins við þessu ytra álagi. Til þess að skilja kerð er nauðsynlegt að ráða yr
fjölbreytilegum aðferðum til þess að reikna út svörunina u þegar ytra álagið f er geð.
Í þessari grein ætlum við að líta á tilfellið að f sé veldisvísisfall eða hornafall og athuga
hvort hægt sé að nna sérlausn af sömu gerð. Í næstu grein munum við hins vegar fjalla
um almenna aðferð til þess að nna sérlausn fyrir hvaða hægri hlið sem er. Í (7.2.3) sáum
176 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

við að P (D)eαt = P (α)eαt . Ef α er núllstöð kennimargliðunnar P , þá er veldisvísisfallið


eαt lausn á óhliðruðu jöfnunni. Ef aftur á móti P (α) 6= 0, þá er

eαt
(7.4.1) P (D)up = eαt ef up (t) = .
P (α)

Ef α ∈ R, P (iα) 6= 0 og P (−iα) 6= 0, þá fáum við með því að nota jöfnur Eulers að

eiαt e−iαt
(7.4.2) P (D)up = cos αt ef up (t) = + ,
2P (iα) 2P (−iα)
og

eiαt e−iαt
(7.4.3) P (D)up = sin αt ef up (t) = − .
2iP (iα) 2iP (−iα)

Í því tilfelli að kennimargliðan hefur eingöngu rauntalnastuðla, þá verða lausnirnar í þess-


um tveimur dæmum
 iαt   iαt 
e e
(7.4.4) up (t) = Re , og up (t) = Im .
P (iα) P (iα)

Ef α ∈ R, P (α) 6= 0 og P (−α) 6= 0, þá fáum við að

eαt e−αt
(7.4.5) P (D)up = cosh αt ef up (t) = + ,
2P (α) 2P (−α)
og

eαt e−αt
(7.4.6) P (D)up = sinh αt ef up (t) = − .
2P (α) 2P (−α)

Sýnidæmi 7.4.1 (Deyfð sveia; framhald.). Lítum aftur á deyfðar sveiur, sem við
tókum fyrir í sýnidæmum 6.1.1 og 7.2.4. Nú skulum við gera ráð fyrir að ytri krafturinn
f (t) sé genn með fallinu f (t) = f0 cos ωf t, þar sem sveiuvíddin f0 og horntíðnin ωf eru
rauntölur. Við höfum nú áhuga á að nna sérlausn xp á jöfnunni

mx00 + cx0 + kx = f (t) = f0 cos ωf t,

með aðferðinni sem við höfum verið að skoða. Við skilgreinum því fallið F (t) = f0 eiωf t og
notfærum okkur að stuðlar jöfnunnar eru rauntölur. Það gefur okkur að við getum tekið
xp = Re Xp , þar sem Xp (t) = f0 eiωf t /P (iωf ) er sérlausn jöfnunnar

mx00 + cx0 + kx = F (t) = f0 eiωf t ,

og P (λ) = mλ2 + cλ + k táknar kennimargliðuna. Greinilega er



f0 eiωf t f0 (k − mωf2 ) − icωf eiωf t
Xp (t) = =
(k − mωf2 ) + icωf (k − mωf2 )2 + c2 ωf2
7.4. SÉRLAUSNIR 177

og þar með er

f0 (k − mωf2 ) cos ωf t + cωf sin ωf t
(7.4.7) xp (t) = .
(k − mωf2 )2 + c2 ωf2

Til þess að átta okkur á þessari lausn skulum við skrifa hana sem

f0 cos(ωf t − α)
(7.4.8) xp (t) = q ,
(k − mωf2 )2 + c2 ωf2

þar sem fasahliðrunin α uppfyllir

k − mωf2 cωf
cos α = q , sin α = q .
(k − mωf2 )2 + c2 ωf2 (k − mωf2 )2 + c2 ωf2
q
Sveiuvíddin f0 / (k − mωf2 )2 + c2 ωf2 nær hámarki ef horntíðni ytri kraftsins er ωf =
k/m. Í því tilfelli segjum við að það verði herma í sveiunni.
p

Nú skulum við breyta dæminu örlítið og líta á hreinan sveil, enp það er tilfellið c = 0.
Kennimargliðan erpþá P (λ) = mλ2 + k og núllstöðvar hennar eru ±i k/m. Ef við gerum
ráð fyrir að ωf 6= k/m, þá fáum við Xp (t) = f0 eiωf t /(k − mωf2 ) og þar með

f0 cos ωf t
(7.4.9) xp (t) = .
k − mωf2

Sýnidæmi 7.4.2 (RLC -rás; framhald). Lítum nú aftur á sýnidæmi 6.1.2 og 7.2.5. Við
viljum nú nna sérlausn á jöfnunni

Li00 + Ri0 + C −1 i = e0 (t),

þar sem við gefum okkur að frumspennan e(t) sé gen sem e(t) = E0 sin ωf t. Við eigum
þá að setja m = L, c = R, k = 1/C og f0 = ωf E0 inn í lausnarformúluna (7.4.7). Við
fáum því sérlausnina

ωf E0 cos(ωf t − α) E0 cos(ωf t − α)
ip (t) = q =p .
(1/C − Lωf2 )2 + R2 ωf2 R2 + (ωf L − 1/(ωf C))2

Þar sem fasahliðrunin α uppfyllir

cos α = (1/C − Lωf2 )/Z, og sin α = Rωf /Z,

og stærðin Z = R2 + (ωf L − 1/(ωf C))2 kallast samviðnám rásarinnar. Við sjáum að


p

sveiuvíddin er einfaldlega E0 /Z
√ og að það verður herma í sveiunni þegar Z tekur lág-
gildið R. Það gerist ef ωf = 1/ LC . 
178 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Sérlausnir fundnar með virkjareikningi


Nú skulum við láta aeiðuvirkjann D − α verka á margfeldi fallanna v og eαt . Við fáum
þá

(7.4.10) (D − α)(veαt ) = D(veαt ) − αveαt = v 0 eαt .

Af þessari formúlu fæst síðan með þrepun

(7.4.11) (D − α)m (veαt ) = v (m) eαt m ≥ 1.

Ef við veljum nú v(t) = tk , þá fáum við



0,
 k < m,
(7.4.12) m k αt αt
(D − α) (t e ) = k!e , k = m,
 k−m αt
k(k − 1) · · · (k − m + 1)t e , k > m.

Hugsum okkur nú að α sé núllstöð P af stigi k . Þá er unnt að þátta margliðuna P í


P (λ) = (λ − α)k Q(λ), þar sem Q(λ) er margliða af stigi m − k og Q(α) =
6 0. Samkvæmt
(7.4.12) er

P (D)(tk eαt ) = Q(D)(D − α)k (tk eαt ) = Q(D)(k!eαt ) = k!Q(α)eαt .

Þetta gefur okkur að

tk eαt
(7.4.13) P (D)up = eαt ef up (t) = .
k!Q(α)

Nú skulum við gera ráð fyrir því að iα sé núllstöð P af stigi k og að −iα sé núllstöð P af
stigi l. Þá getum við þáttað P á tvo mismunandi vegu í

P (λ) = (λ − iα)k Q(λ), P (λ) = (λ + iα)l R(λ),

þar sem Q og R eru margliður af stigi m − k og m − l, Q(iα) 6= 0 og R(−iα) 6= 0. Þetta


gefur að

tk eiαt tl e−iαt
(7.4.14) P (D)up = cos αt ef up (t) = + ,
2(k!)Q(iα) 2(l!)R(−iα)
og

tk eiαt tl e−iαt
(7.4.15) P (D)up = sin αt ef up (t) = − .
2i(k!)Q(iα) 2i(l!)R(−iα)

Sýnidæmi 7.4.3 (Hreinn sveill; herma). Höldum nú áfram með sýnidæmi 7.4.1 og
reiknum út sérlausn á
mx00 + kx = f0 cos ωf t.
7.4. SÉRLAUSNIR 179

þar sem við gefum okkur p að tíðnin í ytra kraftsviðinu f2(t) = f0 cos ωf t sé jöfn eigin-
tíðni sveilsins, ωf = k/m. Hér er P (iωf ) = m(iωf ) + k = 0, þar sem P táknar
kennimargliðuna
p p
P (λ) = mλ2 + k = (λ − i k/m)m(λ + i k/m)

og því Q(λ) = m(λ + i k/m) = m(λ + iωf ). Þar með er


p

f0 teiωf t
Xp (t) =
2imωf

og að lokum fáum við sérlausnina



f0 teiωf t
 
f0 t sin ωf t
(7.4.16) xp (t) = Re = .
2imωf 2mωf

Athugið að þessi lausn er ótakmörkuð, þó hægri hliðin f sé takmarkað fall. 

Sýnidæmi 7.4.4 Finnið sérlausn á u00 − 2u0 + u = cos 2t.


Lausn: Kennimargliðan er P (λ) = λ2 − 2λ + 1 = (λ − 1)2 . Talan 2i er ekki núllstöð,
P (2i) = −3 − 4i, svo við fáum sérlausnina

e2it
   
−3 + 4i
up (t) = Re = Re (cos 2t + i sin 2t)
−3 − 4i 25
3 4
= − cos 2t − sin 2t.
25 25


Sýnidæmi 7.4.5 Við látum hér P (D) tákna aeiðuvirkjann með kennimargliðuna P (λ) =
λ3 + λ2 + 3λ − 5. Notum virkjareikning til þess að nna sérlausnir P (D)u = f (x) með
f (x) = cos x, f (x) = x2 , f (x) = sinh x og f (x) = e2x .
Lausn: Þessi virki kom fyrir í sýnidæmi hér að framan og við vitum að λ = 1 er einföld
núllstöð kennimargliðurnnar og λ = 2 er tvöföld núllstöð.
f (x) = cos x: Virkinn hefur rauntalnastuðla og því er

P (D)Re (eix /P (i)) = Re (P (D)eix /P (i)) = Re eix = cos x

Þetta gefur okkur sérlausnina


 ix   ix   
e e 1 − 7i cos x + 7 sin x
u(x) = Re = Re = Re (cos x + i sin x) =
P (i) 1 + 7i 50 50

f (x) = x2 : Ef P (α) 6= 0 þá er
 αx 
e
P (D) = eαx
P (α)
180 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Ef við deildum þessa jöfnu tvisvar sinnum með tilliti til α, þá fáum við
 2  αx 
d e
P (D) 2
= x2 eαx
dα P (α)

Það með fáum við u sem uppfyllir P (D)u = x2 eαx með formúlunni

d2 P 0 (α) αx
 αx   
e d 1 αx
u(x) = = xe − e
dα2 P (α) dα P (α) P (α)2
2P 0 (α) 2(P 0 (α))2 P 00 (α)
 
1 2 αx αx
= ·x e − · xe + − · eαx .
P (α) P (α)2 P (α)3 P (α)2

Í þessu dæmi er α = 0, P (0) = −4, P 0 (0) = 8 og P 00 (0) = −10. Við stingum þessum
gildum inn í síðustu formúlu og fáum

u(x) = − 41 x2 − x − 11
8
.

f (x) = sinh x = 21 (ex − e−x ): Fallið ex er lausn óhliðruðu jöfnunar, svo við þurfum að
deila (λ − 1) út úr virkjanum P (λ) = (λ − 1)Q(λ) þar sem Q(λ) = (λ − 2)2 . Við fáum
því sérlausnina
1 xex e−x xex e−x
 
u(x) = − = + .
2 Q(1) P (−1) 2 36
f (x) = e2x : Talan 2 er núllstöð kennimargliðunnar af stigi 2 og þegar við þáttum hana
út, þá fáum við P (λ) = (λ − 2)2 Q(λ) og í þessu tilfelli er Q(λ) = λ − 1. Sérlausnin er þá

x2 e2x
u(x) = = 12 x2 e2x .
2!Q(2)

7.5 Green-föll
Í síðustu grein skoðuðum við nokkrar einfaldar aðferðir til að nna sérlausnir á línulegum
jöfnum með fastastuðla, þar sem hægri hlið jöfnunnar f (t) er veldisvísisfall eða eitthvert
skylt fall. Núna ætlum við að kynna okkur almenna aðferð til þess að nna sérlausn á

(7.5.1) P (t, D)u = (am (t)Dm + · · · + a1 (t)D + a0 (t))u = f (t), t ∈ I,

þar sem I er eitthvert bil á rauntalnaásnum, föllin a0 , . . . , am , f eru í C(I) og am (t) 6= 0


fyrir öll t ∈ I .
Ef τ ∈ I er einhver ótiltekinn punktur, þá segir fylgisetning 6.7.7 að til sé ótvírætt
ákvörðuð lausn í C m (I) á upphafsgildisverkefninu

P (t, Dt )u = 0, u(τ ) = u0 (τ ) = · · · = u(m−2) (τ ) = 0, u(m−1) (τ ) = 1/am (τ ).

Við táknum hana með G(t, τ ). Þar með ákvarðast fallið G af skilyrðunum
7.5. GREEN-FÖLL 181

(7.5.2) P (t, Dt )G(t, τ ) = 0, t, τ ∈ I,


(m−2) (m−1)
(7.5.3) G(τ, τ ) = ∂t G(τ, τ ) = · · · = ∂t G(τ, τ ) = 0, ∂t G(τ, τ ) = 1/am (τ ).
Nú tökum við a ∈ I og sýnum fram á að fallið
Z t
(7.5.4) up (t) = G(t, τ )f (τ ) dτ, t ∈ I,
a

uppfylli jöfnuna P (t, D)u = f (t), t ∈ I . Til þess að ráða við þetta þurfum við að vita að
fallið G(t, τ ) sé heildanlegt með tilliti til τ og jafnframt hvernig á að deilda fall sem geð
er með svona formúlu:

Hjálparsetning 7.5.1 Ef I er bil á raunásnum, a ∈ I , f ∈ C(I) og g ∈ C(I × I), er


samfellt deildanlegt fall af fyrri breytistærðinni, þ.e. ∂t g ∈ C(I × I), þá er fallið h, sem
geð er með formúlunni
Z t
h(t) = g(t, τ )f (τ ) dτ, t ∈ I,
a

í C 1 (I) og aeiða þess er


Z t
0
h (t) = g(t, t)f (t) + ∂t g(t, τ )f (τ ) dτ, t ∈ I.
a

Sönnun: Setjum
Z y
F (x, y) = g(x, τ )f (τ ) dτ, (x, y) ∈ I × I.
a

Þá gefur undirstöðusetning stærðfræðigreiningarinnar að F ∈ C 1 (I × I) og


Z y
∂x F (x, y) = ∂x g(x, τ )f (τ ) dτ, ∂y F (x, y) = g(x, y)f (y).
a

Nú er h(t) = F (x(t), y(t)) með x(t) = y(t) = t, svo h ∈ C 1 (I) og keðjureglan gefur okkur
h0 (t) = ∂x F (x(t), y(t)) · x0 (t) + ∂y F (x(t), y(t)) · y 0 (t), en það er nákvæmlega formúlan sem
sanna átti. 
Nú skulum við ganga út frá því að ∂tj G ∈ C(I × I) fyrir j = 0, . . . , m og líta aftur á
fallið up sem skilgreint var með (7.5.4). Með því að beita hjálparsetningu 7.5.1, fáum við
að up ∈ C 1 (I) og
Z t
0
up (t) = G(t, t)f (t) + ∂t G(t, τ )f (τ ) dτ.
a
Nú er G(t, t) = 0 fyrir öll t ∈ I samkvæmt fyrsta upphafsskilyrðinu á G, svo við fáum að
up ∈ C 2 (I) og
Z t
00
up (t) = ∂t G(t, t)f (t) + ∂t2 G(t, τ )f (τ ) dτ.
a
182 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Ef m > 2 þá er ∂t G(t, t) = 0 fyrir öll t ∈ I og við getum haldið áfram að deilda fallið up ,
þar til við fáum að up ∈ C m (I) og
Z t
(m) m−1
up (t) = ∂t G(t, t)f (t) + ∂tm G(t, τ )f (τ ) dτ.
a

Nú er ∂tm−1 G(t, t) = 1/am (t) fyrir öll t ∈ I . Við tökum saman liði og fáum
m
X Z t
P (t, Dt )up (t) = am (t)f (t)/am (t) + aj (t) ∂tj G(t, τ )f (τ ) dτ =
j=0 a
Z t
= f (t) + P (t, Dt )G(t, τ )f (τ ) dτ = f (t),
a

því P (t, Dt )G(t, τ ) = 0 fyrir öll τ ∈ I . Á jöfnunum fyrir aeiður up sjáum við að

up (a) = up 0 (a) = · · · = u(m−1)


p (a) = 0.
Við getum því tekið saman útreikninga okkar:

Setning 7.5.2 Látum I vera bil á rauntöluásnum, a ∈ I og P (t, D) vera línulegan af-
leiðuvirkja á forminu (7.5.3) með samfellda stuðla og am (t) 6= 0 fyrir öll t ∈ I . Fyrir
sérhvert f ∈ C(I) er til ótvírætt ákvörðuð lausn up ∈ C m (I) á upphafsgildisverkefninu

(7.5.5) P (t, D)u = f (t), u(a) = u0 (a) = · · · = u(m−1) (a) = 0,


og er hún gen með formúlunni
Z t
(7.5.6) up (t) = G(t, τ )f (τ ) dτ, t ∈ I,
a

þar sem G, er lausnin á upphafsgildisverkefninu

(7.5.7) P (t, Dt )G(t, τ ) = 0, t, τ ∈ I,


(m−2) (m−1)
(7.5.8) G(τ, τ ) = ∂t G(τ, τ ) = · · · = ∂t G(τ, τ ) = 0, ∂t G(τ, τ ) = 1/am (τ ).

Fallið G(t, τ ) er m-sinnum samfellt deildanlegt fall af t fyrir sérhvert τ ∈ I og ∂tj G ∈


C(I × I) fyrir j = 0, . . . , m. 

Við eigum eftir að sanna síðustu staðhænguna og það gerum við í grein 7.7.

Skilgreining 7.5.3 Fallið G(t, τ ) í síðustu setningu kallast Green-fall virkjans P (t, D).
Við tölum einnig um fall Greens. 

Mjög auðvelt er að ákvarða Green-fallið fyrir línulegan aeiðuvirkja með fastastuðla:

Fylgisetning 7.5.4 Gerum ráð fyrir að P (D) = am Dm + · · · + a1 D + a0 sé línulegur


aeiðuvirki með fastastuðla. Látum g ∈ C ∞ (R) vera fallið sem uppfyllir

(7.5.9) P (D)g = 0, g(0) = g 0 (0) = · · · = g (m−2) (0) = 0, g (m−1) (0) = 1/am .


Þá er G(t, τ ) = g(t − τ ) Green-fall virkjans P (D). 
7.5. GREEN-FÖLL 183

Sönnun: Það blasir við að G(t, τ ) = g(t − τ ) uppfyllir (7.5.7) og (7.5.8). 

Sýnidæmi 7.5.5 Við skulum byrja á því að ákvarða Green-fallið fyrir fyrsta stigs virkj-
ann P (t, D) = D + a0 (t), þar sem a0 ∈ C(I) og I er eitthvert bil. Almenn lausn á
óhliðruðu jöfnunni er af gerðinni Ce−A(t) , þar sem A(t) er stofnfall a0 (t). Við sjáum því

(7.5.10) G(t, τ ) = e−A(t)+A(τ ) , t, τ ∈ I,

uppfyllir P (t, Dt )G(t, τ ) = 0 og G(τ, τ ) = 1. Lausnin á upphafsgildisverkefninu P (t, D)u =


f (t), u(a) = b er síðan gen með gamalkunnri formúlu, sem við sjáum nú í nýju ljósi,

Z t
−A(t)+A(a)
u(t) = be + e−A(t)+A(τ ) f (τ ) dτ
a
Z t
= bG(t, a) + G(t, τ )f (τ ) dτ, t ∈ I.
a

Sýnidæmi 7.5.6 (Deyfð sveia; framhald). Lítum nú á aeiðuvirkjann

P (D) = mD2 + cD + k.

Við höfum fengist við hann í sýnidæmum 6.1.1, 7.2.4 og 7.4.1. Þetta er virki með fast-
astuðla, svo fylgisetning 6.5.4 segir okkur að Green-fall hans sé af gerðinni G(t, τ ) =
g(t − τ ), þar sem P (D)g = 0, g(0) = 0 og g 0 (0) = 1/m. Við fjölluðum um almenna lausn
óhliðruðu jöfnunnar í sýnidæmi 7.2.4 og ákvörðum því g með því að stinga x0 = 0 og
v0 = 1/m inn í lausnarformúlurnar, sem við fengum þar:
(i) Yrdeyng, c2 − 4km > 0. Hér er

1 −(c/2m)t √
(7.5.11) g(t) = e sinh(ωt), ω= c2 − 4km /2m.

(ii) Markdeyng, c2 − 4km = 0. Hér er

1 −(c/2m)t
(7.5.12) g(t) = te .
m

(iii) Undirdeyng, c2 − 4km < 0. Hér er

1 −(c/2m)t √
(7.5.13) g(t) = e sin(ωt), ω= 4km − c2 /2m.


184 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Sýnidæmi 7.5.7 Reiknum út Green-fall virkjans D2 − 4D + 3.


Lausn: Samkvæmt fylgisetningu 7.5.4 er G(t, τ ) = g(t − τ ), þar sem g uppfyllir (D2 −
4D + 3)g = 0, g(0) = 0 og g 0 (0) = 1. Kennimargliðan er

λ2 − 4λ + 3 = (λ − 1)(λ − 3)

og núllstöðvar hennar eru λ = 1 og λ = 3. Þar með er g af gerðinni

g(t) = Aet + Be3t .

Upphafsskilyrðin eru

g(0) = A + B = 0,
g 0 (0) = A + 3B = 1.

Við leysum stuðlana út úr þessu hneppi, A = − 21 og B = 12 , og svarið er þá fundið

G(t, τ ) = − 12 et−τ + 21 e3(t−τ ) .

Sýnidæmi 7.5.8 Reiknum út Green-fall virkjans sem þáttast í (D2 + 1)(D − 1)(D − 2).
Lausn: Greenfallið er G(t, τ ) = g(t − τ ) þar sem g er lausnin á óhliðruðu jöfnunni, sem
uppfyllir g(0) = g 0 (0) = g 00 (0) = 0 og g 000 (0) = 1. Núllstöðvar kennijöfnunnar eru λ1 = i,
λ2 = −i, λ3 = 1 og λ4 = 2 og þar með er g af gerðinni

g(t) = A cos t + B sin t + Cet + De2t

og upphafsskilyrðin gefa okkur jöfnuhneppið fyrir stuðlana

A + C +D = 0,
B + C+2D = 0,
−A + C+4D = 0,
−B + C+8D = 1.

Lausnin er síðan fundin með Gausseyðingu: A = 3/10, B = 1/10, C = −5/10, D = 2/10.




Sýnidæmi 7.5.9 Nú skulum við reikna út lausnina á

P (D)u = (D − 1)(D − 2)(D − 3)u = f (t),

með upphafsskilyrðunum
u(0) = 1, u0 (0) = 2, u00 (0) = 3,
þar sem f ∈ C(I) er eitthvert ótiltekið fall á bilinu I og 0 ∈ I .
7.5. GREEN-FÖLL 185

Lausn: Kennimargliða virkjans er P (λ) = (λ−1)(λ−2)(λ−3), svo grunnur fyrir núllrúmið


er {et , e2t , e3t }. Til þess að nna Green-fallið þurfum við fyrst að nna fallið g sem uppfyllir
g(t) = Aet + Be2t + Ce3t , g(0) = g 0 (0) = 0, g 00 (0) = 1.
Stuðlarnir eru leystir út úr jöfnuhneppinu
g(0) = A + B + C = 0,
g 0 (0) = A + 2B + 3C = 0,
g 00 (0) = A + 4B + 9C = 1,
og þeir eru því A = 1/2, B = −1, C = 1/2. Green-fallið er síðan geð með formúlunni
1 (t−τ )
− 2e2(t−τ ) + e3(t−τ ) ,

G(t, τ ) = e t, τ ∈ R.
2
Nú nnum við lausn v(t) = Aet + Be2t + Ce3t á óhliðruðu jöfnunni með gefnu upphafs-
skilyrðunum. Til þess þurfum við að leysa stuðlana út úr jöfnuhneppinu
v(0) = A + B + C = 1,
v 0 (0) = A + 2B + 3C = 2,
v 00 (0) = A + 4B + 9C = 3.
Þeir eru A = −1/2, B = 2, C = −1/2. Svarið er nú fundið,
Z t
1 t 2t 1 3t 1 (t−τ )
− 2e2(t−τ ) + e3(t−τ ) f (τ ) dτ.

u(t) = − e + 2e − e + e
2 2 0 2


Sýnidæmi 7.5.10 Reiknum nú út lausnina á upphafsgildisverkefninu
P (D)u = (D4 − 1)u = f (t), u(0) = 1, u0 (0) = 0, u00 (0) = −1, u000 (0) = 0,
þar sem f ∈ C(I) er eitthvert ótiltekið fall á bilinu I og 0 ∈ I .
Lausn: Kennimargliða virkjans er P (λ) = λ4 − 1 og núllstöðvar hennar eru λ1 = 1,
λ2 = −1, λ3 = i og λ4 = −i. Grunnur fyrir núllrúmið er {et , e−t , eit , e−it }, svo sérhver
lausn á óhliðruðu jöfnunni er línuleg samantekt af þessum föllum. Hér erum við að nna
lausnir með upphafsgildi í 0 og þá er miklu einfaldara að velja {sinh t, cosh t, sin t, cos t}
sem grunn í núllrúminu. Til þess að reikna út Green-fallið, þá nnum við fyrst fallið g ,
sem uppfyllir
g(t) = A sinh t + B cosh t + C sin t + D cos t, g(0) = g 0 (0) = g 00 (0) = 0, g 000 (0) = 1.
Við þurfum því að leysa hneppið
g(0) = B + D = 0,
g 0 (0) = A + C = 0,
g 00 (0) = B − D = 0,
g 000 (0) = A − C = 1.
186 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Greinilega er B = D = 0, A = 1/2 og C = −1/2. Green-fallið er þar með komið,


1 
sinh(t − τ ) − sin(t − τ ) ,
G(t, τ ) = t, τ ∈ R.
2
Nú þurfum við að nna lausn v(t) = A sinh t + B cosh t + C sin t + D cos t á óhliðruðu
jöfnunni sem uppfyllir gefnu upphafsskilyrðin,
v(0) = B + D = 1,
v 0 (0) = A + C = 0,
v 00 (0) = B − D = −1,
v 000 (0) = A − C = 0.
Stuðlarnir sem uppfylla þessar jöfnur eru A = B = C = 0, D = 1. Svarið er því
Z t
1 
u(t) = cos t + sinh(t − τ ) − sin(t − τ ) f (τ ) dτ, t ∈ I.
0 2

7.6 Wronski-fylkið og Wronski-ákveðan


Nú skulum við láta G(t, τ ) tákna Green-fallið sem lýst er í setningu 7.5.2 og jafnframt
gera ráð fyrir því að u1 , . . . , um sé grunnur í N (P (t, D)). Fyrst G(t, τ ) er lausn á óhliðruðu
jöfnunni P (t, Dt )G(t, τ ) = 0 fyrir sérhvert τ ∈ I , þá getum við skrifað G(t, τ ) sem línulega
samantekt af grunnföllunum með stuðlum sem eru háðir τ ,
G(t, τ ) = c1 (τ )u1 (t) + · · · + cm (τ )um (t), t, τ ∈ I.
Stuðlaföllin c1 , . . . , cm ákvarðast síðan af upphafsskilyrðunum (7.5.8),
G(τ, τ ) = c1 (τ )u1 (τ ) + · · · + cm (τ )um (τ ) = 0,
∂t G(τ, τ ) = c1 (τ )u1 0 (τ ) + · · · + cm (τ )um 0 (τ ) = 0,
.. .. ..
. . .
(m−2)
∂tm−2 G(τ, τ ) = c1 (τ )u1 (τ ) + · · · + cm (τ )u(m−2)
m (τ ) = 0,
(m−1)
∂tm−1 G(τ, τ ) = c1 (τ )u1 (τ ) + · · · + cm (τ )u(m−1)
m (τ ) = 1/am (τ ).
Á fylkjaformi verður þetta jöfnuhneppi
(7.6.1) V (τ )c(τ ) = am (τ )−1 em ,
þar sem V ∈ C(I, Cm×m ) er fylkjafallið
 
u1 (τ ) ... um (τ )
 u1 0 (τ ) ... um 0 (τ )

(7.6.2) V (τ ) = V (u1 , . . . , um )(τ ) =  .. .. ..
 
. . .

 
(m−1) (m−1)
u1 (τ ) . . . um (τ )
en c(τ ) = [c1 (τ ), . . . , cm (τ )]t og em = [0, . . . , 0, 1]t .
7.6. WRONSKI-FYLKIÐ OG WRONSKI-ÁKVEÐAN 187

Skilgreining 7.6.1 Látum I vera bil á R og u1 , . . . , um vera m − 1 sinnum deildanleg


föll á I . Þá nefnist fylkjagilda fallið V = V (u1 , . . . , um ), sem skilgreint er með (7.6.2),
Wronski-fylki fallanna u1 , . . . , um . Ákveða þess kallast Wronski-ákveða fallanna u1 , . . . , um
og hana táknum við með W = W (u1 , . . . , um ).

Ef við þekkjum Wronski-ákveðuna af m lausnum á aeiðujöfnu í einum punkti, þá
getum við reiknað hana út með því að leysa fyrsta stigs aeiðujöfnu:
Setning 7.6.2 Látum P (t, D) = am (t)Dm + · · · + a1 (t)D + a0 (t) vera aeiðuvirkja með
samfellda stuðla, u1 , . . . , um vera lausnir á óhliðruðu jöfnunni P (t, D)u = 0 og táknum
Wronski-ákveðu þeirra með W (t). Þá uppfyllir W fyrsta stigs aeiðujöfnuna
(7.6.3) am (t)W 0 + am−1 (t)W = 0
og þar með gildir formúlan
 Z t 
am−1 (τ )
(7.6.4) W (t) = W (a) exp − dτ
a am (τ )
fyrir öll a og t á bili J þar sem am er núllstöðvalaust. 
Sönnunin er tekin fyrir í grein 7.7. Formúluna fyrir Wronski-ákveðuna má nota á ýmsa
vegu:
Setning 7.6.3 Látum u1 , . . . , um vera lausnir á óhliðruðu jöfnunni P (t, D)u = 0, þar sem
P (t, D) er sami virkinn og í setningu 7.6.2, og gerum ráð fyrir að am sé núllstöðvalaust á
opnu bili J ⊂ I . Þá eru eftirfarandi skilyrði jafngild:
(i) Föllin u1 , . . . , um eru línulega óháð á bilinu J .
(ii) W (u1 , . . . , um )(t) 6= 0 fyrir sérhvert t ∈ J .
(iii) W (u1 , . . . , um )(a) 6= 0 fyrir eitthvert a ∈ J .
(iv) Dálkvigrarnir í Wronski-fylkinu V (u1 , . . . , um )(t) eru línulega óháðir fyrir sérhvert
t ∈ J.
(v) Dálkvigrarnir í Wronski-fylkinu V (u1 , . . . , um )(a) eru línulega óháðir fyrir eitthvert
a ∈ J. 
Sönnun: (ii)⇔(iii) gildir samkvæmt (7.6.4). (ii)⇔(iv) og (iii)⇔(v) er augljóst út frá
skilgreiningunni á W (u1 , . . . , um ). Þar með eru skilyrðin (ii)-(v) jafngild og við þurfum
að sýna að (i) sé jafngilt þeim. Til að sanna (iv)⇒(i), þá gerum við ráð fyrir að
(7.6.5) c1 u1 (t) + · · · + cm um (t) = 0, fyrir öll t ∈ J,
og við þurfum að sýna að c1 = · · · = cm = 0. Með því að deilda þessa jöfnu m − 1 sinnum,
þá fáum við
   
u1 (t) um (t)
 u1 0 (t)   um 0 (t) 
(7.6.6) c1  ..  + · · · + cm  .. =0 fyrir öll t ∈ J.
   
 .   . 
(m−1)(t) (m−1)(t)
u1 um
188 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Nú segir (iv) að þessir vigrar séu línulega óháðir, svo c1 = · · · = cm = 0 og þar með eru
föllin u1 , . . . , um línulega óháð á J .
(i)⇒(iv). Hugsum okkur nú að (7.6.6) sé uppfyllt. Við þurfum að sanna að af því leiði
c1 = · · · = cm = 0. Nú er fyrsta línan í (7.6.6) ekkert annað en (7.6.5) og föllin u1 , . . . , um
eru línulega óháð á J og þar með er c1 = · · · = cm = 0 samkvæmt (i). 
Nú skulum við rifja það upp að n × n fylki A hefur andhverfu þá og því aðeins að
det A 6= 0. Andhverfuna er hægt að reikna út á ýmsa vegu, en til er formúla fyrir henni,
1
(7.6.7) A[−1] = Bt,
det A
þar sem B = (bjk )nj,k=1 táknar fylgiþáttafylki A, sem er n × n fylkið með stökin

(7.6.8) bjk = (−1)j+k det Ajk ,

þar sem Ajk er (n − 1) × (n − 1) fylkið, sem fæst með því að fella niður línu númer j og
dálk númer k í fylkinu A, og B t er fylkið B bylt, þar sem víxlað er á línum og dálkum í
B . Við höfum nú bætt miklu við þekkingu okkar á Green-föllum:

Setning 7.6.4 Látum I vera bil á R og P (t, D) = am (t)Dm + · · · + a1 (t)D + a0 (t) vera
aeiðuvirkja með samfellda stuðla á I og u1 , . . . , um vera grunn í N (P (t, D)). Green-fallið
sem lýst er í setningu 7.5.2 er geð með formúlunni

(7.6.9) G(t, τ ) = c1 (τ )u1 (t) + · · · + cm (τ )um (t), t, τ ∈ I,

þar sem vigurinn am (τ )(c1 (τ ), . . . , cm (τ )) myndar aftasta dálkinn í andhverfu Wronski-


fylkisins V (u1 , . . . , um )(τ ),

det Vmj (u1 , . . . , um )(τ )


(7.6.10) cj (τ ) = (−1)m+j ,
am (τ )W (u1 , . . . , um )(τ )

þar sem Vmj (u1 , . . . , um )(τ ) táknar (m − 1) × (m − 1) fylkið sem fæst með því að fella
niður neðstu línuna og dálk númer j í V (u1 , . . . , um )(τ ). Ef f ∈ C(I), þá hefur upphafs-
gildisverkefnið (7.5.5) lausnina up ∈ C m (I) sem gen er með

(7.6.11) up (t) = v1 (t)u1 (t) + · · · + vm (t)um (t), t ∈ I,

þar sem stuðlaföllin vj eru gen með formúlunni


Z t
(7.6.12) vj (t) = cj (τ )f (τ ) dτ.
a

Sönnun: Við höfum am (τ )c(τ ) = V (τ )−1 em samkvæmt (7.6.1), svo (7.6.10) er ekkert
annað en beiting á (7.6.7). Allar aðrar staðhængar eru fólgnar í setningu 7.5.2. 
Við fáum nú beina formúlu fyrir Green-falli annars stigs virkja:
7.6. WRONSKI-FYLKIÐ OG WRONSKI-ÁKVEÐAN 189

Fylgisetning 7.6.5 Látum P (t, D) = a2 (t)D2 + a1 (t)D + a0 (t) vera annars stigs aeiðu-
virkja á bilinu I með samfellda stuðla og a2 (t) 6= 0 fyrir öll t ∈ I . Gerum nú ráð fyrir að
u1 og u2 séu línulega óháðar lausnir á óhliðruðu jöfnunni P (t, D)u = 0. Þá er

−1 u1 (τ ) u1 (t)
u1 (τ ) u2 (τ )
(7.6.13)

G(t, τ ) = a2 (τ ) .
u2 (τ ) u2 (t) u1 0 (τ ) u2 0 (τ )

Sönnun: Wronski-fylkið er
 
u1 (τ ) u2 (τ )
V (u1 , u2 )(τ ) = .
u1 0 (τ ) u2 0 (τ )
Formúlan fyrir andhverfunni gefur okkur
 0 
[−1] 1 u2 (τ ) −u2 (τ )
V (u1 , u2 )(τ ) = .
W (u1 , u2 )(τ ) −u1 0 (τ ) u1 (τ )
Samkvæmt setningu 7.6.4 myndar vigurinn (a2 (τ )c1 (τ ), a2 (τ )c2 (τ )) aftasta dálkinn í and-
hverfu Wronski-fylkisins, þar sem c1 (τ ) og c2 (τ ) eru stuðlarnir í skilgreiningunni á Green-
fallinu. Þar með er

−u1 (t)u2 (τ ) + u2 (t)u1 (τ )


G(t, τ ) = 
a2 (τ ) u1 (τ )u2 0 (τ ) − u2 (τ )u1 0 (τ )

−1 u1 (τ ) u1 (t)
u1 (τ ) u2 (τ )
= a2 (τ ) .
u2 (τ ) u2 (t) u1 0 (τ ) u2 0 (τ )

Sýnidæmi 7.6.6 Lítum á annars stigs virkja með fastastuðla a2 D2 + a1 D + a0 í því
tilfellipað a21 − 4a0 a2 < 0. Þá eru núllstöðvar kennijöfnunnar α ± iβ , α = −a1 /2a2 og
β = 4a0 a2 − a21 /2a2 . Við tökum u1 (t) = eαt sin βt og u2 (t) = eαt cos βt. Við höfum
u1 (0) = 0, u2 (0) = 1, u1 0 (0) = β og u2 0 (0) = α. Wronski-ákveðan uppfyllir jöfnuna
a2 W 0 + a1 W = 0
og því er
t
 Z 
0 1 −(a /a )t
W (t) = W (0) exp − a1 /a2 dτ =
e 1 2 = −βe2αt .
0 β α
Green-fallið er því
ατ
1 e sin βτ eαt sin βt
G(t, τ ) =
−a2 βe2ατ eατ cos βτ eαt cos βt
eα(t−τ )
= (sin βτ cos βt − sin βt cos βτ )
−a2 β
1 α(t−τ )
= e sin β(t − τ ).
a2 β

190 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Sýnidæmi 7.6.7 Lítum nú á virkjann (D − 1)(D − 2)(D − 3) = D3 − 6D2 + 11D − 6


úr sýnidæmi 7.5.7 og reiknum út Green-fallið fyrir hann með því að reikna stuðlana
c(τ ) = (c1 (τ ), c2 (τ ), c3 (τ )) út úr Wronski-fylkinu. Við veljum föllin u1 (t) = et , u2 (t) = e2t
og u3 (t) = e3t sem grunn fyrir núllrúm virkjans, svo
 τ 
e e2τ e3τ
V (τ ) = eτ 2e2τ 3e3τ  .
eτ 4e2τ 9e3τ

Hér höfum við a3 (t) = 1, a2 (t) = −6 og



1 1 1 1 1 1 1 1 1

W (0) = 1 2 3 = 0 1 2 = 0 1 2 = 2.
1 4 9 0 3 8 0 0 2

Þar með er  Z τ 
W (τ ) = W (0) exp − a2 (ξ)/a3 (ξ) dξ = 2e6τ .
0

Vigurinn c(τ ) er einfaldlega neðsta línan í fylgiþáttafylki V (τ ) deilt með W (τ ). Við


reiknum stökin í c(τ ) út sem ákveður
e−6τ e2τ e3τ e−τ

c1 (τ ) = = ,
2 2e2τ 3e3τ 2
e−6τ eτ e3τ

c2 (τ ) = − = −e−2τ ,
2 eτ 3e3τ
e−6τ eτ e2τ e−3τ

c3 (τ ) = =
2 eτ 2e2τ 2
Green-fallið er því
1 1
G(t, τ ) = et e−τ − e2t e−2τ + e3t e−3τ
2 2
1 (t−τ )
− 2e2(t−τ ) + e3(t−τ ) .

= e
2


Með harðfylgi og útsjónarsemi má beita formúlunum (7.6.9-11) til þess að reikna út


G(t, τ ), ef m > 3. Að jafnaði er þó miklu einfaldara að nota aðferðina sem lýst er í
setningu 6.5.2 og fylgisetningu 6.5.4:

Sýnidæmi 7.6.8 Lítum á aeiðuvirkjann D4 −1, sem við fjölluðum um í sýnidæmi 7.5.8.
Við veljum föllin u1 (t) = sinh t, u2 (t) = cosh t, u3 (t) = sin t og u4 (t) = cos t, sem grunn
fyrir núllrúmið. Wronski-fylkið er einfalt að reikna út
 
sinh t cosh t sin t cos t
cosh t sinh t cos t − sin t 
V (t) = 
 sinh t cosh t − sin t − cos t .

cosh t sinh t − cos t sin t


7.6. WRONSKI-FYLKIÐ OG WRONSKI-ÁKVEÐAN 191

Við höfum a4 (t) = 1, a3 (t) = 0 og



0 1 0 1 1 0 1 0 1 0 1 0

1 0 1 0 0 1 0 1 0 1 0 1
W (0) = = − = − =4
0 1 0 −1
0 1 0 −1
0 0 0 −2
1 0 −1 0 1 0 −1 0 0 0 −2 0
Með því að leysa aeiðujöfnuna W 0 = 0 fáum við að W (t) = 4 fyrir öll t ∈ R. Nú
þurfum við að nna aftasta dálkinn c(τ ) = (c1 (τ ), . . . , c4 (τ )) í V (τ )[−1] , en hann myndar
einnig neðstu línuna í fylgiþáttafylki V (τ ) deilt með W (τ ). Við notum nú (7.5.10) ásamt
formúlunum cosh2 τ − sinh2 τ = 1 og cos2 τ + sin2 τ = 1 og fáum

cosh τ sin τ cos τ
1
c1 (τ ) = − sinh τ cos τ − sin τ
4
cosh τ − sin τ − cos τ

cosh τ sin τ cos τ
1 1
= − sinh τ cos τ − sin τ = cosh τ
4 2
0 −2 sin τ −2 cos τ

sinh τ sin τ cos τ
1
c2 (τ ) = cosh τ cos τ − sin τ
4
sinh τ − sin τ − cos τ

sinh τ sin τ cos τ
1 1
= cosh τ cos τ − sin τ = − sinh τ
4 2
0 −2 sin τ −2 cos τ

sinh τ cosh τ cos τ
1
c3 (τ ) = − cosh τ sinh τ − sin τ
4
sinh τ cosh τ − cos τ

sinh τ cosh τ cos τ
1 1
= − cosh τ sinh τ − sin τ = − cos τ
4 2
0 0 −2 cos τ

sinh τ cosh τ sin τ
1
c4 (τ ) = cosh τ sinh τ cos τ
4
sinh τ cosh τ − sin τ

sinh τ cosh τ sin τ
1 1
= cosh τ sinh τ cos τ = sin τ
4 2
0 0 −2 sin τ

Útkoman úr þessum reikningum okkar er


1 
G(t, τ ) = sinh t cosh τ − cosh t sinh τ − sin t cos τ + cos t sin τ
2
1 
= sinh(t − τ ) − sin(t − τ ) ,
2
sem er sama svarið og við fengum í sýnidæmi 7.5.8. 
192 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

7.7 Sannanir á nokkrum niðurstöðum


Nú ætlum við að sanna þau atriði sem við skildum eftir í greinum 7.2, 7.5 og 7.6. Við
byrjum á því að undirbúa sönnun á setningu 7.2.1:

Hjálparsetning 7.7.1 Ef P(D) er aeiðuvirki með fastastuðla sem unnt er að skrifa


sem P (D) = P1 (D) · · · P` (D), þar sem Pj (D) eru aeiðuvirkjar með fastastuðla, þá er
N (Pj (D)) ⊂ N (P (D)) fyrir öll j . 

Sönnun: Ef Pj (D)u = 0, þá fæst

P (D)u = P1 (D) · · · Pj−1 (D)Pj+1 (D) · · · P` (D)Pj (D)u = 0.

Hér höfum við notfært okkur setningu 7.1.2, en hún segir að sama sé í hvaða röð virkjarnir
verka. 
Við beitum nú virkjanum D − α á margfeldi fallanna v og eαt

(D − α)(veαt ) = D(veαt ) − αveαt = v 0 eαt .

Af þessari formúlu fæst síðan með þrepun

(7.7.1) (D − α)m (veαt ) = v (m) eαt m ≥ 1.

Ef við veljum nú v(t) = tk , þá fáum við



0,
 k < m,
(7.7.2) m k αt
(D − α) (t e ) = k!e , αt
k = m,

k(k − 1) · · · (k − m + 1)tk−m eαt , k > m.

Þar með eru föllin

(7.7.3) eαt , teαt , ..., tm−1 eαt

í núllrúmi virkjans (D − α)m . Þetta er virki af stigi m, svo setning 7.1.3 gefur okkur að
víddin á núllrúmi hans er m. Þessi föll mynda grunn fyrir núllrúmið ef við getum sannað
að þau séu línulega óháð:

Hjálparsetning 7.7.2 Ef α er tvinntala, þá eru föllin eαt , teαt , t2 eαt , . . . , línulega óháð á
sérhverju opnu bili I á rauntalnaásnum. 

Sönnun: Gerum ráð fyrir að

c0 eαt + c1 teαt + · · · + cm tm eαt = 0, t ∈ I,

þar sem stuðlarnir c0 , . . . , cm eru tvinntölur. Við þurfum að sanna að allir stuðlarnir séu
núll. Ef við styttum eαt út úr jöfnunni, þá stendur eftir margliða með óendanlega margar
núllstöðvar. Hún er því núllmargliðan og þar með eru allir stuðlarnir 0. 
7.7. SANNANIR Á NOKKRUM NIÐURSTÖÐUM 193

Fylgisetning 7.7.3 Föllin eαt , teαt , . . . , tm−1 eαt , mynda grunn í N ((D − α)m ) og því er
sérhvert fall í N ((D − α)m ) af gerðinni q(t)eαt , þar sem q er margliða af stigi < m. 
Lítum nú aftur á aeiðuvirkjann P (D) sem genn er með formúlunni (7.2.1). Hjálp-
arsetning 7.7.2 og fylgisetning 7.7.3 segja okkur að öll föll af gerðinni qj (t)eλj t , þar sem qj
er margliða af stigi < mj séu í N (P (D)). Til þess að ljúka sönnuninni á setningu 7.2.1
þarf því aðeins að sýna fram á að föll af þessari gerð séu línulega óháð:
Hjálparsetning 7.7.4 Látum λ1 , . . . , λ` vera ólíkar tvinntölur, q1 , . . . , q` vera margliður,
allar frábrugðnar núllmargliðunni. Þá eru föllin q1 (t)eλ1 t , . . . , q` (t)eλ` t línulega óháð á
sérhverju opnu bili I ⊂ R. 
Sönnun: Við tökum línulega samantekt
(7.7.4) c1 q1 (t)eλ1 t + · · · + c` q` (t)eλ` t = 0, t ∈ I,
og þurfum að sanna að ck = 0, 1 ≤ k ≤ `. Við veljum M stærra en stigið á öllum
margliðunum og athugum að (7.7.1) gefur okkur að
(M )
(D − λj )M (qj (t)eλj t ) = (qj (t))eλj t = 0, t ∈ R.
Við látum nú virkjann
Y
(D − λj )M = (D − λ1 )M · · · (D − λk−1 )M (D − λk+1 )M · · · (D − λ` )M
1≤j≤`
j6=k

verka á jöfnuna (7.7.4) og notfærum okkur að sama er í hvaða röð þættirnir verka. Þá
verða allir liðirnir í summunni núll, nema sá með númerið k , og við fáum
Y
(7.7.5) ck (D − λj )M (qk (t)eλk t ) = 0.
1≤j≤`
j6=k

Nú setjum við K = stigqk og athugum að (7.7.2) gefur


(7.7.6) (D − λk )K (qk (t)eλk t ) = (Ak K!)eλk t 6= 0, t ∈ R,
þar sem Ak 6= 0 táknar forystustuðulinn í qk . Ef við látum virkjann (D − λk )K verka á
(7.7.5), víxlum röðinni og notum (7.7.6), þá fæst
Y Y
0 = ck (D − λj )M (Ak K!eλk t ) = ck (λk − λj )M (Ak K!eλk t ), t ∈ I.
1≤j≤` 1≤j≤`
j6=k j6=k

Nú eru tölurnar λ1 , . . . , λ` allar ólíkar og því er síðasta margfeldið frábrugðið 0. Þar með
er ck = 0. 
Þegar við sýndum fram á að up sem skilgreint er með (7.5.4) væri sérlausn á P (t, D),
þá gengum við út frá því að ∂tj G ∈ C(I, I) fyrir j = 0, . . . , m. Nú er komið að því að sanna
þetta. Við þurfum fyrst að huga aðeins nánar að Wronski-ákveðunni W (u1 , . . . , um ), þar
sem u1 , . . . , um eru lausnir á óhliðruðu jöfnunni P (t, D)u = 0. Við ætlum að sýna fram á
að W uppfylli fyrsta stigs aeiðujöfnu en til þess að geta það verðum við að vita hvernig
taka á aeiðu af ákveðu:
194 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

Hjálparsetning 7.7.5 Látum A = ajk


m
∈ C n (I, Cm×m ), vera fylkjafall með n sinn-
j,k=1
um samfellt deildanlega stuðla, 0 ≤ n ≤ +∞, og skrifum A = A(a1 , . . . , am ), þar sem aj
er línuvigur númer j í A, aj = (aj1 , aj2 , . . . , ajm ). Þá er det A ∈ C n (I) og

det A(a1 , . . . , am ) 0 = det A(a1 0 , a2 . . . , am )




+ det A(a1 , a2 0 , a3 . . . , am ) + · · · + det A(a1 , . . . , am−1 , am 0 )




Sönnun: Við sönnum þetta með þrepun og byrjum á m = 2. Við höfum



det A = a11 a22 − a12 a21 .
Þar með er det A ∈ C n (I) og

det A(a1 , a2 ) 0 = a11 0 a22 − a12 0 a21 + a11 a22 0 − a12 a21 0
  

= det A(a1 0 , a2 ) + det A(a1 , a2 0 ).


Gerum nú ráð fyrir m > 2 og að reglan ha verið sönnuð fyrir m − 1. Við liðum ákveðuna
eftir fyrstu línunni og fáum
m
X
det A(a1 , . . . , am ) = (−1)1+k a1k det Ak (a2 , . . . , am ),
k=1

þar sem við látum Ak (a2 , . . . , am ) tákna (m − 1) × (m − 1) fylkið sem fæst með því að
mynda línurnar úr vigrunum a2 , . . . , am , en sleppa hnitafalli númer k . Þrepunarforsendan
segir okkur nú að det A(a1 , . . . , am ) ∈ C n (I) og hún ásamt Leibniz-reglu gefa
m
X
0
A(a1 , . . . , am ) = (−1)1+k a1k 0 det Ak (a2 , . . . , am )
k=1
m
X
+ (−1)1+k a1k det Ak (a2 0 , a3 , . . . , am ) + · · ·
k=1
Xm
+ (−1)1+k a1k det Ak (a2 , . . . , am−1 , am 0 )
k=1
= det A(a1 0 , a2 , . . . , am ) + · · · + det A(a1 , . . . , am−1 , am 0 ).

Sönnun:(Sönnun á setningu 7.6.2). Við skulum nota sama rithátt og í hjálparsetningu
7.7.5 og skrifa
W (t) = det A(u, u0 , . . . , u(m−1) )(t)
þar sem vigurinn u er myndaður úr lausnunum, u = (u1 , . . . , um ). Við höfum þá sam-
kvæmt hjálparsetningu 7.7.5

W 0 = det A(u0 , u0 , u00 , . . . , u(m−1) ) + det A(u, u00 , u00 , u000 , . . . , u(m−1) ) + · · ·
+ det A(u, u0 , . . . , u(m−1) , u(m−1) ) + det A(u, u0 , . . . , u(m−2) , u(m) ).
7.8. ÆFINGARDÆMI 195

Nú eru tvær línur eins í öllum fylkjunum, sem koma fyrir í hægri hliðinni, nema í síðasta
liðnum. Þar með eru allar ákveðurnar núll nema sú síðasta og við höfum

am W 0 = am det A(u, u0 , . . . , u(m−2) , u(m) )


= det A(u, u0 , . . . , u(m−2) , am u(m) ).

Nú notfærum við okkur að hnitaföllin í vigrinum u uppfylla aeiðujöfnuna og fáum


(m) (m−1)
am (u1 , . . . , u(m)
m ) = −am−1 (u1 , . . . , u(m−1)
m )
(m−2)
− am−2 (u1 , . . . , u(m−2)
m ) − · · · − a0 (u1 , . . . , um ).

Þessi jafna segir okkur að vigurinn am u(m) sé jafn vigrinum −am−1 u(m−1) að viðbættri
línulegri samantekt af vigrunum u, u0 , . . . , u(m−2) . Ef við setjum þessa línulegu samantekt
inn fyrir neðsta línuvigurinn og notfærum okkur að ákveðan helst óbreytt ef bætt er við
eina línu línulegri samantekt af hinum línunum, þá fáum við

am W 0 = det A(u, u0 , . . . , u(m−2) , −am−1 u(m−1) )


= −am−1 det A(u, u0 , . . . , u(m−2) , u(m−1) ) = −am−1 W.

Við höfum því sannað (7.6.3). Jafnan (7.6.4) er einfaldlega lausnarformúlan fyrir fyrsta
stigs línulegar jöfnur. 
Sönnun:(Endir á sönnun á setningu 7.5.2). Af setningu 7.6.3 leiðir að V (u1 , . . . , um )(τ )
er andhverfanlegt fyrir sérhvert τ ∈ I , ef föllin u1 , . . . , um mynda grunn í núllrúmi P (t, D).
Jafnan (7.6.1) segir okkur að stuðlarnir c1 (τ ), . . . , cm (τ ) myndi aftasta dálkinn í andhverfu
fylkisins am (τ )V (u1 , . . . , um )(τ ). Samkvæmt setningu 6.7.7 eru föllin u1 , . . . , um í C m (I),
svo V (u1 , . . . , um ) ∈ C 1 (I, Cm×m ) og þar með W (u1 , . . . , um ) ∈ C 1 (I) samkvæmt hjálp-
arsetningu 7.7.5. Ef við notfærum okkur formúlurnar (7.6.10) og (7.6.11) til að skoða
V (u1 , . . . , um )(τ )[−1] , þá sjáum við að cj ∈ C(I). Formúlan
(j)
∂tj G(t, τ ) = c1 (τ )u1 (t) + · · · + cm (τ )u(j)
m (t) t, τ ∈ I,

segir okkur nú að ∂tj G ∈ C(I × I) fyrir j = 0, . . . , m. 

7.8 Ængardæmi
1. Reiknið út P (t, D)Q(t, D) og Q(t, D)P (t, D).
a) P (t, D) = D + t, Q(t, D) = D2 + t2 ,
b) P (t, D) = tD, Q(t, D) = D,
c) P (t, D) = tn , Q(t, D) = Dn ,
d) P (t, D) = D2 + tD + t2 ,Q(t, D) = D − t.
2. a) Sýnið að u(t) = 1/t sé lausn á jöfnunni u0 + u2 = 0, en að u(t) = c/t, c 6= 1, sé ekki
lausn.

b) Sýnið að u1 (t) = 1 og u2 (t) = t séu lausnir á jöfnunni uu00 + (u0 )2 = 0 en að summan
u1 + u2 sé ekki lausn.
196 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

[Þessi dæmi sýna að lausnir ólínulegra óhliðraðra jafna þur ekki að mynda línuleg rúm.]
3. Ákvarðið hvort föllin séu línulega háð eða línulega óháð á R:
a) f (x) = π , g(x) = cos2 x + sin2 x.
b) f (x) = 1 + x, g(x) = 1 + |x|.
c) f (x) = ex sin x, g(x) = ex cos x.
d) f (x) = cosh2 x, g(x) = sinh2 x, h(x) = 1.
e) f (x) = ex , g(x) = e−x , h(x) = cosh x.
f) f (x) = eix , g(x) = e−ix , h(x) = sin x.
g) f (x) = sin x, g(x) = sin(x − 1).
h) f (x) = 2 cos x + 3 sin x, g(x) = 3 cos x − 2 sin x.
4. Látum a og b vera rauntölur.
a) Sýnið að föllin {eat cos bt, eat sin bt} spanni sama undirrúm og {e(a+ib)t , e(a−ib)t }.
b) Sýnið að föllin {sinh at, cosh at} spanni sama undirrúm og {eat , e−at }.
5. Undir hvaða skilyrðum á L ∈ R eru föllin u1 og u2 línulega óháð:
a) u1 (x) = sin x, u2 (x) = sin(L − x).
b) u1 (x) = sinh x, u2 (x) = sinh(L − x).
6. Látum A vera hlutmengi af R sem inniheldur að minnsta kosti n ólíka punkta, þar
sem n er heiltala ≥ 1. Sýnið að föllin u1 (x) = 1, u2 (x) = x, . . . , un (x) = xn−1 , séu línulega
óháð sem föll á A.
7. Sýnið að fallið u1 sé lausn á jöfnunni sem gen er og notið hana til þess að nna aðra
línulega óháða lausn u2 :
a) u1 (t) = t3 , t2 u00 − 5tu0 + 9u = 0,
b) u1 (t) = t, t2 u00 − t(t + 2)u0 + (t + 2)u = 0,
c) u1 (t) = t−1 cos 3t, tu00 + 2u0 + 9tu = 0,
d) u1 (t) = t−1 cosh 2t, tu00 + 2u0 − 4tu = 0,
e) u1 (t) = √
t−1 cos(t/2), 4tu00 + 8u0 + tu = 0,
f) u1 (t) = t cosh t, t2 u00 − tu0 − (t2 − 3/4)u = 0.
8. Hvaða skilyrði þarf ω að uppfylla til þess að jaðargildisverkefnið u00 − ω 2 u = f (x),
x ∈]0, 1[, u(0) = α, u0 (1) = β , ha ótvírætt ákvarðaða lausn fyrir öll f ∈ C[0, 1] og allar
tvinntölur α og β ?
[Leiðbeining: Föllin u1 (x) = cosh ωx og u2 (x) = sinh ωx mynda grunn í núllrúmi aeiðu-
virkjans.]
9. Hvaða skilyrði þarf L að uppfylla til þess að jaðargildisverkefnið u00 + u = f (x),
x ∈]0, L[, u(0) = α, u(L) = β , ha ótvírætt ákvarðaða lausn fyrir öll f ∈ C[0, L] og allar
tvinntölur α og β ?
[Leiðbeining: Föllin u1 (x) = cos x og u2 (x) = sin x mynda grunn í núllrúmi aeiðuvirkj-
ans.]
10. Sýnið að jaðargildisverkefnið u00 +2u0 +u = f (x), x ∈]0, 1[, u(0) = α, u(1)−u0 (1) = β ,
ha ótvírætt ákvarðaða lausn fyrir öll f ∈ C[0, 1] og allar tvinntölur α og β .
7.8. ÆFINGARDÆMI 197

[Leiðbeining: Föllin u1 (x) = e−x og u2 (x) = xe−x mynda grunn í núllrúmi aeiðuvirkjans.]
11. Sýnið að verkefnið u000 = f (x), x ∈]0, L[, u(0) = c1 , u0 (L) = c2 og u00 (L) = c3 ha
ótvírætt ákvarðaða lausn fyrir sérhvert L > 0.
[Leiðbeining: Föllin u1 (x) = 1, u2 (x) = x og u3 (x) = x2 mynda grunn í núllrúmi aeiðu-
virkjans.]
12. Finnið almennar lausnir á P (D)u = 0, þar sem P (D) er:
a) D2 − 4D + 3, b) D2 + 4D + 4,
c) D2 − 3D + 3√, d) D2 − 2iD + 3,
e) D + (2 − 2i 3),
2
f) D3 + D2 − D − 1,
g) D3 + D2 + 3D − 5, h) (D2 + 1)(D − 2)2 ,
i) (D2 + 1)(D − 1)(D − 2), j) D5 − 1,
k) D4 + 6D3 + 15D2 + 18D + 9, l) D4 − D2 + 2D + 2.
13. Finnið lausn á aeiðujöfnunum í dæmi 12 a)-l) með upphafsskilyrðunum:
a) u(0) = 1, u0 (0) = 3,
b) u(0) = 3, u0 (0) = −5, √
c) u(1) = −1, u0 (1) = −(3 + 3)/2,
d) u(0) = 7, u0 (0) = 13, √
e) u(0) = 5, u0 (0) = 9 + i9 3,
f) u(0) = 7, u0 (0) = 3, u00 (0) = −5,
g)∗ u(1) = 1, u0 (1) = 0, u00 (1) = 1,
h) u(0) = 2, u0 (0) = 0, u00 (0) = −1, u000 (0) = −3,
i) u(0) = 4, u0 (0) = 6, u00 (0) = 2, u000 (0) = 6,
j) u(0) = u0 (0) = u00 (0) = u000 (0) = 0, u(4) (0) = 1,
k) u(0) = 1, u0 (0) = 2, u00 (0) = 3, u000 (0) = 4.
l) u(1) = 1, u0 (1) = 2, u00 (1) = −1, u000 (1) = −2.
14. a)-e) Látum P (D) tákna virkjana í dæmi 12 a)-e): Fyrir hvaða L > 0 hefur
jaðargildisverkefnið P (D)u = f (t), t ∈]0, L[, u(0) = u(L) = 0 ótvírætt ákvarðaða lausn?
Finnið lausnina fyrir leyleg L í tilfellinu f (t) = sin t.
f)-g) Látum P (D) tákna virkjana í dæmi 12 f)-g). Fyrir hvaða L > 0 hefur jaðargildis-
verkefnið P (D) = f (t), t ∈]0, L[, u(0) = u0 (0) = u(L) − u0 (L) = 0 ótvírætt ákvarðaða
lausn? Finnið lausnina fyrir leyleg L í tilfellinu f (t) = cos t.
15. a) Sýnið að v(x) = u(|x|) sé lausn Euler-jöfnunnar á R \ {0} þá og því aðeins að u
sé lausn á jákvæða raunásnum.
b) Sýnið að föllin xr1 , . . . , xrm séu línulega óháð ef r1 , . . . , rm eru ólíkar tvinntölur.
c) Framkvæmið þrepasönnunina á jöfnu (7.3.4).
16. Ákvarðið almennar lausnir jafnanna sem gefnar eru á jákvæða raunásnum:
a) 2x2 u00 − 3xu0 − 3u = 0 b) x2 u00 − xu0 + 2u = 0,
c) x2 u00 − 3xu0 + 4u = 0 d) x2 u000 + 3xu00 − 3u0 = 0,
e) x3 u000 + 6x2 u00 + 7xu0 + u = 0 f) x4 u(iv) + 2x2 u00 − 6xu0 + 6u = 0.
17. Finnið sérlausn á jöfnunni (D2 + 1)(D − 2)2 u = f (t) með
a) f (t) = sin t, b) f (t) = sinh t, c) f (t) = sinh 2t, d)f (t) = e−t sin 2t.
198 KAFLI 7. LÍNULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR

18. Finnið Green-föll fyrsta stigs virkjanna:


a) D + t2 , b) D + sin t,
c) D + ln t, t > 0, d) D + et .
19. Finnið Green-föll virkjanna í dæmi 12 a)-l).
20. Finnið Green-föll virkjanna í dæmi 16 a)-f).
Kai 8
VELDARAÐALAUSNIR Á
AFLEIÐUJÖFNUM

Samantekt.
P Í þessum kaa fjöllum við um aðferðir til að nna lausnir u af gerðinni u(x) =
|x − a|r ∞n=0 cn (x − a) á línulegum aeiðujöfnum með raunfágaða stuðla. Við fjöllum
n

fyrst um veldaraðalausnir umhvers reglulega punkta. Við fjöllum síðan um raðalausnir


umhvers reglulega sérstöðupunkta og setjum fram setningu Frobeniusar, en hún lýsir
þeim skilyrðum sem þurfa að vera uppfyllt til þess að lausn fáist af þessari gerð. Við
ljúkum kaanum með stuttri umfjöllun um Bessel-jöfnuna.

8.1 Raunfáguð föll


Lítum nú á línulega aeiðujöfnu

(8.1.1) P (x, D)u = (am (x)Dm + · · · + a1 (x)D + a0 (x))u = 0,

þar sem stuðlarnir aj eru samfelld föll á bili I á R. Ekki er til nein almenn aðferð til að
nna grunn fyrir núllrúmið N (P (x, D)), nema gert sé ráð fyrir því að stuðlarnir séu af
ákveðinni gerð. Við vitum hvernig þetta er gert ef stuðlarnir eru fastaföll og ætlum nú að
taka nokkur dæmi um það hvernig lausnir eru reiknaðar út ef unnt er að setja stuðlana
fram með veldaröðum.

Raunfáguð föll og fágaðar útvíkkanir


Skilgreining 8.1.1 Fall f : X → C skilgreint á opnu mengi X á raunásnum, er sagt
vera raunfágað á X ef hægt er að skrifa X sem sammengi P af opnum bilum ]a − %, a + %[
og fyrir sérhvert þessara bila er til samleitin veldaröð ∞ c
n=0 n x n
þannig að

X
(8.1.2) f (x) = cn (x − a)n , x ∈]a − %, a + %[.
n=0

199
200 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

Ef f er fall sem sett fram með veldaröð á bilinu ]a−%, a+%[, þá framlengist f sjálfkrafa
í fágað fall á skífunni opnu S(a, %) og gildi þess eru gen með


X
f (z) = cn (z − a)n , z ∈ S(a, %).
n=0

Af þessu leiðir að um sérhvert raunfágað fall f á opnu mengi X í R gildir að til er fágað
fall F á opnu mengi Y í C sem inniheldur X þannig að F (x) = f (x) fyrir öll x ∈ X .
Fallið F er þá nefnt fáguð útvíkkun eða fáguð framlenging af f yr á Y . Ef Y er svæði
og F1 og F2 eru tvær fágaðar útvíkkanir af f yr á Y , þá gefur samsemdarsetningin 3.7.3
að F1 = F2 . Þetta segir okkur að fágaðar útvíkkanir yr á svæði séu ótvírætt ákvarðaðar
og því notum við bókstann f líka fyrir útvíkkunina. Við höfum fjallað heilmikið um
fágaðar framlengingar í greinum 1.6, 2.4 og 2.5.
Ef fallið f er raunfágað á menginu X og f er geð með veldaröðinni í (8.1.2) á bilinu
I =]a − %, a + %[, þá er f ∈ C ∞ (I) og aeiður f eru reiknaðar með því að deilda röðina
lið fyrir lið,


X ∞
X
0 n−1
f (x) = ncn (x − a) = (n + 1)cn+1 (x − a)n .
n=1 n=0

Athugið að í seinni summunni hliðruðum við til númeringu liðanna með því að setja
k = n − 1 í stað n. Þá svarar n = 1 til k = 0 og n svarar til k + 1. Þetta þurfum við oft
að gera í útreikningum í þessu kaa. Hærri aeiður eru nú reiknaðar á sama hátt


X ∞
X
f 00 (x) = n(n − 1)cn (x − a)n−2 = (n + 1)(n + 2)cn+2 (x − a)n ,
n=2 n=0

X
f (k) (x) = n(n − 1) · · · (n − k + 1)cn (x − a)n−k
n=k
X∞
= (n + 1)(n + 2) · · · (n + k)cn+k (x − a)n .
n=0

Út frá þessu sést að veldaröðin (8.1.2) er Taylor-röð fallsins f í punktinum a


X f (n) (a)
(8.1.3) f (x) = (x − a)n .
n=0
n!
8.1. RAUNFÁGUÐ FÖLL 201

Við þekkjum ótal dæmi um raunfáguð föll sem gen eru með Taylor-röðum og við fengumst
við fágaðar útvíkkanir þeirra í kaa 2,

x
X 1 n x2 x3
e = x =1+x+ + + ··· ,
n=0
n! 2! 3!

X (−1)n x2 x4
cos x = x2n = 1 − + − ··· ,
n=0
(2n)! 2! 4!

X (−1)n 2n+1 x3 x5
sin x = x =x− + − ··· ,
n=0
(2n + 1)! 3! 5!

X 1 2n x2 x4
cosh x = x =1+ + + ··· ,
n=0
(2n)! 2! 4!

X 1 x3 x5
sinh x = x2n+1 = x + + + ··· ,
n=0
(2n + 1)! 3! 5!

X (−1)n+1 n x2 x3
ln(1 + x) = x =x− + − ··· ,
n=1
n 2 3

1 X
= xn = 1 + x + x2 + · · · ,
1−x n=0
α(α − 1) 2 α(α − 1)(α − 2) 3
(1 + x)α = 1 + αx + x + x + ··· .
2! 3!
Í veldaraðarframsetningum af þessu tagi setjum við alltaf 0! = 1 og x0 = 1 fyrir öll x.
Fimm fyrstu raðirnar eru samleitnar á öllu R en hinar eru samleitnar á ] − 1, 1[.

Aðgerðir á veldaröðum
Framsetning á föllum með veldaröðum er sérstaklega þægileg vegna þess að aðgerðir á
þeim eru nánast þær sömu og aðgerðir á margliðum. Gerum nú ráð fyrir því að föllin f
og g séu gen með veldaröðum á bilinu ]a − %, a + %[,

X ∞
X
n
f (x) = an (x − a) , g(x) = bn (x − a)n .
n=0 n=0

Þá er summa þeirra gen með veldaröðinni



X
(8.1.4) f (x) + g(x) = (an + bn )(x − a)n ,
n=0

og margfeldið er geð með röðinni



X
(8.1.5) f (x)g(x) = cn (x − a)n , cn = a0 bn + a1 bn−1 + · · · + an b0 .
n=0
202 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

Ef g(a) = b0 6= 0, þá er til %1 ≤ % þannig að g(x) 6= 0 fyrir öll x á bilinu ]a − %1 , a + %1 [.



Kvótinn f (x)/g(x) er þá genn með veldaröð dn (x−a)n . Til þess að reikna út stuðlana
P
n=0
dn þá beitum við (8.1.5) á margfeldið

X ∞
X ∞
X
n n
dn (x − a) bn (x − a) = an (x − a)n .
n=0 n=0 n=0

Formúlan fyrir stuðlana í margfeldinu gefur

d 0 b 0 = a0 , d0 b1 + d1 b0 = a1 , ..., d0 bn + d1 bn−1 + · · · + dn b0 = an .

Við fáum því rakningarformúlu fyrir stuðlana



X
f (x)/g(x) = dn (x − a)n
n=0
d0 = a0 /b0 ,
d1 = (a1 − d0 b1 )/b0 ,
.. ..
. .
dn = (an − d0 bn − d1 bn−1 − · · · − dn−1 b1 )/b0 .

8.2 Raðalausnir umhvers venjulega punkta


Nú skulum við snúa okkur að aeiðuvirkjanum í (8.1.1). Í kaa 9 munum við sýna fram
á að að ef öll stuðlaföllin a0 (x), . . . , am (x) eru raunfáguð á bilinu I og am (x) 6= 0 fyrir
öll x ∈ I , þá hefur aeiðujafnan (8.1.1) m línulega óháðar lausnir, sem eru fágaðar á I
og unnt er að ákvarða stuðlana í veldaraðarframsetningu þessara falla út frá stuðlunum í
veldaraðarframsetningu a0 , . . . , am−1 . Við ætlum nú að ganga út frá þessari setningu og
reikna út lausnir með veldaröðum.

Nokkur dæmi um veldaraðalausnir


Hugmyndin bakvið veldaraðalausnir á aeiðujöfnum er einföld. Við göngum út frá þeirri
lausnartilgátu að til sé lausn sem gen er með veldaröð,

X
u(x) = cn (x − a)n .
n=0

Síðan stingum við röðinni inn í jöfnuna og leiðum út formúlu fyrir stuðlana cn . Það er
best að útskýra þetta nánar með dæmum:
8.2. RAÐALAUSNIR UMHVERFIS VENJULEGA PUNKTA 203

Sýnidæmi 8.2.1 Við skulum byrja á því að líta á fyrsta stigs jöfnuna
u0 + αu = 0.
Við vitum að lausnin er u(x) = Ce−αx , en við skulum nú láta eins og við þekkjum hana
ekki og gera ráð fyrir að lausn sé gen með veldaröð,

X
u(x) = cn x n .
n=0

Aeiðuna fáum við með því að deilda röðina lið fyrir lið

X ∞
X
0 n−1
u (x) = ncn x = (n + 1)cn+1 xn .
n=1 n=0

Við stingum síðan röðunum inn í jöfnuna



X ∞
X ∞
X
0 n n
0 = u + αu = (n + 1)cn+1 x + α cn x = ((n + 1)cn+1 + αcn )xn .
n=0 n=0 n=0

Nú er hægri hliðin í jöfnunni núllveldaröðin þá og því aðeins að allir stuðlarnir í henni séu
núll, en það gefur
−α
(n + 1)cn+1 + αcn = 0, og cn+1 = cn .
n+1
Nú getum við reiknað stuðlana út hvern á fætur öðrum
−α α2 (−1)n αn
c1 = −αc0 , c2 = c1 = c0 , ..., cn = c0 .
2 2 n!
og lausnin er því

X (−1)n αn
u(x) = c0 xn = c0 e−αx , x ∈ R,
n=0
n!

eins og við var að búast. 

Sýnidæmi 8.2.2 Við skulum nú líta á annað dæmi ögn óknara. Jafnan u00 + α2 u = 0
hefur almenna lausn af gerðinni A cos αx + B sin αx. Við skulum nú sjá hvernig hún fæst
með veldaröðum. Eins og í fyrra dæminu, þá gerum við ráð fyrir að unnt sé að setja
lausnina fram með veldaröð


X ∞
X ∞
X
n 0 n−1
u(x) = cn x , u (x) = ncn x = (n + 1)cn+1 xn ,
n=0 n=1 n=0

X ∞
X
u00 (x) = n(n − 1)cn xn−2 = (n + 2)(n + 1)cn+2 xn .
n=2 n=0
204 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

Við stingum þessum röðum inn í jöfnuna og fáum



X ∞
X
00 2 n 2
0=u +α u= (n + 2)(n + 1)cn+2 x + α cn x n
n=0 n=0

X
= ((n + 2)(n + 1)cn+2 + α2 cn )xn .
n=0

Stuðlarnir verða því að uppfylla jöfnuna

α2
cn+2 = − cn ,
(n + 2)(n + 1)

og hún sýnir að við getum valið c0 og c1 frjálst. Síðan fáum við

α2 α4 (−1)k α2k
c2 = − c0 , c4 = c0 , . . . , c2k = c0
2·1 4·3·2·1 (2k)!
α2 α4 (−1)k α2k
c3 = − c1 , c5 = c1 , . . . , c2k+1 = c1 .
3·2 5·4·3·2 (2k + 1)!

Nú þekkjum við veldaraðir hornafallanna og fáum því að lausnin er


∞ ∞
X (−1)k α2k 2k
X (−1)k α2k
u(x) = c0 x + c1 x2k+1
k=0
(2k)! k=0
(2k + 1)!
= c0 cos αx + (c1 /α) sin αx.

Einangraðir sérstöðupunktar
Við rifjum nú upp þekkt hugtök fyrir fáguð föll:

Skilgreining 8.2.3 Látum f vera raunfágað fall á opnu mengi X í R, a ∈ X , gerum ráð
fyrir að punkturinn a ∈ X sé núllstöð fallsins f og

X
f (x) = cn (x − a)n .
n=0

Þá kallast minnsta gildið á n þannig að cn 6= 0 margfeldni eða stig núllstöðvarinnar a. 

Ef a er núllstöð fallsins f af stigi N og við setjum bn = cN +n , þá er b0 6= 0 og



X ∞
X ∞
X
n N n−N N
f (x) = cn (x − a) = (x − a) cn (x − a) = (x − a) bn (x − a)n .
n=N n=N n=0
8.2. RAÐALAUSNIR UMHVERFIS VENJULEGA PUNKTA 205

Það er því greinilega jafngilt að fallið f ha núllstöð af stigi N í punktinum a og að hægt
sé að skrifa f í grennd um a með formúlu af gerðinni

X
N
f (x) = (x − a) bn (x − a)n ,
n=0

þar sem b0 6= 0.

Skilgreining 8.2.4 Látum f vera raunfágað fall á opnu mengi X í R, gerum ráð fyrir
að a 6∈ X og að {x; 0 < |x − a| < r} ⊂ X fyrir eitthvert r > 0. Þá kallast punkturinn
a einangraður sérstöðupunktur raunfágaða fallsins f . Við segjum að einangraður sér-
stöðupunktur sé afmáanlegur ef til er % > 0, þannig að {x; 0 < |x − a| < %} ⊂ X og
raunfágað fall g á {x; |x − a| < %} þannig að f (x) = g(x) ef 0 < |x − a| < %. 

Skilgreiningin segir að a sé afmáanlegur sérstöðupunktur raunfágaða fallsins f þá og


því aðeins að hægt sé að bæta punktinum a við skilgreiningarsvæði f þannig að f verði
raunfágað á X ∪ {a}.

Sýnidæmi 8.2.5 a) Lítum á fallið f (x) = (sin x)/x sem er raunfágað á menginu X =
R \ {0}. Við sjáum á veldaröðinni fyrir sin að
∞ ∞
1 X (−1)n 2n+1 X (−1)n 2n
f (x) = x = x , x ∈ X.
x n=0 (2n + 1)! n=0
(2n + 1)!

Seinni veldaröðin í þessari jöfnu er samleitin á öllu R og skilgreinir því fall g sem er
raunfágað á öllu R. Þar með er punkturinn a = 0 afmáanlegur sérstöðupunktur raunfágaða
fallsins f .
b) Lítum nú á fallið f (x) = (1 − cos x)/x2 , sem er raunfágað á menginu X = R \ {0}.
Við liðum cos í veldaröð sína og fáum
∞ ∞
(−1)n 2n (−1)n
  X
1 X
f (x) = 2 1 − x = x2n ,
x n=0
(2n)! n=0
(2(n + 1))!

Eins og í a) skilgreinir seinni veldaröðin raunfágað fall g á öllu R og þar með sjáum við
að punkturinn a = 0 er afmáanlegur sérstöðupunktur raunfágaða fallsins f .
c) Lítum nú aftur á móti á fallið f (x) = (cos x)/x, sem einnig er raunfágað á menginu
R \ {0}. Punkturinn a = 0 er einangraður sérstöðupunkur fallsins f , en hann er ekki
afmáanlegur, því limx→0 |f (x)| → +∞, sem segir okkur að ekki geti verið til neitt fall g
sem er raunfágað á {x; |x| < %}, þannig að f (x) = g(x), ef 0 < |x| < %, því limx→0 |g(x)| =
|g(0)|. 
206 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

Venjulegir punktar
Nú skulum við líta á jöfnuna

(8.2.1) a2 (x)u00 + a1 (x)u0 + a0 (x)u = 0,

þar sem föllin a0 , a1 og a2 eru raunfáguð á bili I á R. Það þýðir að fyrir sérhvern punkt
a ∈ I má skrifa föllin með veldaröðum í (x − a), sem eru samleitnar í grennd um punktinn
a,

X
aj (x) = ajn (x − a)n , j = 0, 1, 2.
n=0

Við skilgreinum nú

a1 (x) a0 (x)
(8.2.2) P (x) = , Q(x) = .
a2 (x) a2 (x)

Þessi föll eru greinilega vel skilgreind í sérhverjum punkti þar sem a2 (x) 6= 0, en í núll-
stöðvunum þurfa þau ekki að vera skilgreind. Þar sem föllin P og Q eru skilgreind fáum
við jafngilda aeiðujöfnu

(8.2.3) u00 + P (x)u0 + Q(x)u = 0,

Skilgreining 8.2.6 Við segjum að punkturinn a ∈ I sé venjulegur punktur aeiðujöfn-


unnar (8.2.1), ef a2 (a) 6= 0 eða a2 (a) = 0 og a er afmáanlegur sérstöðupunktur fallanna P
og Q. Ef a er ekki venjulegur punktur, þá kallast a sérstöðupunktur jöfnunnar (8.2.1). 

Sýnidæmi 8.2.7 (i) Jafnan


d du 
(1 − x2 ) + λu = (1 − x2 )u00 − 2xu0 + λu = 0.
dx dx
er kennd við Legendre. Við sjáum að P (x) = −2x/(1 − x2 ) og Q(x) = λ/(1 − x2 ). Allir
punktar a 6= ±1 eru því venjulegir.
(ii) Jafnan
x2 u00 + xu0 + (x2 − α2 )u = 0,
þar sem α er tvinnbreyta er kennd við Bessel. Allir punktar a 6= 0 eru venjulegir punktar
hennar. 

Lítum nú á aeiðujöfnuna (8.2.1), umritum hana yr á (8.2.3) og gerum ráð fyrir að
stuðlarnir P (x) og Q(x) ha veldaraðaframsetningu
∞ ∞
a1 (x) X a0 (x) X
(8.2.4) P (x) = = Pn (x − a)n , Q(x) = = Qn (x − a)n ,
a2 (x) n=0 a2 (x) n=0
8.2. RAÐALAUSNIR UMHVERFIS VENJULEGA PUNKTA 207

Við göngum út frá þeirri lausnartilgátu að u sé geð með veldaröð umhvers punktinn a,

X ∞
X ∞
X
u(x) = cn (x−a)n , u0 (x) = (n+1)cn+1 (x−a)n , u00 (x) = (n+2)(n+1)cn+2 (x−a)n .
n=0 n=0 n=0

Ef við stingum þessu inn í jöfnuna (8.2.3), þá fáum við



X ∞
X ∞
X
n n
0= (n + 2)(n + 1)cn+2 (x − a) + P (x) (n + 1)cn+1 (x − a) + Q(x) cn (x − a)n .
n=0 n=0 n=0

Með því að margfalda saman raðirnar fyrir P og u0 annars vegar og Q og u hins vegar í
(8.2.4), þá fáum við

X ∞ X
X n 
n
P (x) (n + 1)cn+1 (x − a) = (k + 1)Pn−k ck+1 (x − a)n ,
n=0 n=0 k=0

X ∞
X X  n 
n
Q(x) cn (x − a) = Qn−k ck (x − a)n ,
n=0 n=0 k=0

svo aeiðujafnan verður


X∞  n
X 
(k + 1)Pn−k ck+1 + Qn−k ck (x − a)n .

0= (n + 2)(n + 1)cn+2 +
n=0 k=0

Val okkar á c0 og c1 er frjálst og við fáum rakningarformúluna


n
−1 X
(8.2.5)

cn+2 = (k + 1)Pn−k ck+1 + Qn−k ck ,
(n + 2)(n + 1) k=0

fyrir n = 0, 1, 2, . . . .

Setning 8.2.8 Gerum ráð fyrir að a sé venjulegur punktur aeiðujöfnunnar


(8.2.6) a2 (x)u00 + a1 (x)u0 + a0 (x)u = 0,

og látum föllin P (x) = a1 (x)/a2 (x) og Q(x) = a0 (x)/a2 (x) vera gen með veldaröðunum
(8.2.4). Þá eru sérhver lausn u á (8.2.6) gen með veldaröð

X
u(x) = cn (x − a)n
n=0

þar sem stuðlarnir cn uppfylla rakningarformúluna (8.2.5). Samleitnigeislinn er að minnsta


kosti jafn stór og minni samleitnigeisli raðanna (8.2.4). 

Útreikningar okkar hér að framan byggðu á þeirri lausnartilgátu að u væri raunfágað.


Tilvistin og matið á samleitnigeislanum verða tekin fyrir í kaa 9.
208 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

Sýnidæmi 8.2.9 (Jafna Legendre). Gerum ráð fyrir að jafnan


d du
((1 − x2 ) ) + λu = (1 − x2 )u00 − 2xu0 + λu = 0
dx dx
ha veldaraðalausn umhvers punktinn a = 0,

X ∞
X ∞
X
n 0 n−1 0
u(x) = cn x , u (x) = ncn x , xu (x) = ncn xn ,
n=0 n=1 n=0

X ∞
X
u00 (x) = n(n − 1)cn xn−2 = (n + 2)(n + 1)cn+2 xn ,
n=2 n=0

X
x2 u00 (x) = n(n − 1)cn xn .
n=0

Við stingum síðan þessum röðum inn í aeiðujöfnuna og fáum



X ∞
X
0= (n + 2)(n + 1)cn+2 xn − n(n − 1)cn xn
n=0 n=0
X∞ ∞
X
−2 ncn xn + λ cn x n
n=0 n=0

X
= ((n + 2)(n + 1)cn+2 + (λ − n(n − 1) − 2n)cn )xn .
n=0

Stuðlarnir verða því að uppfylla


λ − (n + 1)n
cn+2 = − cn .
(n + 2)(n + 1)
Valið á fyrstu tveimur stuðlunum er frjálst og við fáum
λ (λ − 3 · 2)λ
c2 = − c0 , c4 = c0 , . . . ,
2·1 4·3·2·1
(λ − (2k − 1)(2k − 2))(λ − (2k − 3)(2k − 4)) · · · (λ − 3 · 2)λ
c2k = (−1)k c0
(2k)!
λ−2·1 (λ − 4 · 3)(λ − 2 · 1)
c3 = − c1 , c5 = c1 , . . . ,
3·2 5·4·3·2
(λ − 2k(2k − 1))(λ − (2k − 2)(2k − 3)) · · · (λ − 2 · 1)
c2k+1 = (−1)k c1 .
(2k + 1)!
Ef við skrifum λ = α(α + 1) og notfærum okkur að

α(α + 1) − n(n + 1) = (α − n)(α + n + 1),

þá verður rakningarformúlan fyrir röðina


(α − n)(α + n + 1)
cn+2 = − cn
(n + 2)(n + 1)
8.2. RAÐALAUSNIR UMHVERFIS VENJULEGA PUNKTA 209

og almenn lausn jöfnunnar verður því


X ∞
X
2k
u(x) = c0 a2k x + c1 a2k+1 x2k+1 ,
k=0 k=0
a0 = a1 = 1,

α(α − 2) · · · (α − 2k + 2)(α + 1)(α + 3) · · · (α + 2k − 1)


a2k = (−1)k ,
(2k)!
(α − 1)(α − 3) · · · (α − 2k + 1)(α + 2)(α + 4) · · · (α + 2k)
a2k+1 = (−1)k .
(2k + 1)!

Nú tökum við eftir því að ef α er jöfn heiltala þá eru allir liðir í fyrri summunni með
númer 2k ≥ α + 2 jafnir núll og fyrri summan er því margliða af stigi α. Ef hins vegar
α er oddatala þá er seinni veldaröðin margliða. Við fáum því að fyrir sérhvert n er til
margliðulausn á jöfnu Legendre, ef λ er valið sem λ = n(n + 1). Venja er að skilgreina
Legendremargliðurnar sem þessar lausnir eftir að hafa valið ákveðin gildi á stuðlunum c0
og c1 . Legendremargliðurnar koma fyrir í ýmsum útreikningum, meðal annars í rafseg-
ulfræði. Við höfum ekki tök á því að gera þeim nein skil hér. 

Sýnidæmi 8.2.10 (Jafna Hermite). Við lítum nú á aeiðujöfnuna u00 − 2xu0 + λu = 0


og leysum hana með því að gera ráð fyrir að lausnin sé gen með veldaröð. Við notum
formúlurnar fyrir u00 og xu0 úr sýnidæmi 8.2.9. Til einföldunar setjum við λ = 2α. Það
gefur okkur


X ∞
X ∞
X
n n
0= (n + 2)(n + 1)cn+2 x − 2 ncn x + 2α cn x n =
n=0 n=0 n=0

X
= ((n + 2)(n + 1)cn+2 + 2(α − n)cn )xn .
n=0

Stuðlarnir verða því að uppfylla

2(α − n)
cn+2 = − cn .
(n + 2)(n + 1)

Við fáum nú formúlu fyrir lausnina


X ∞
X
2k
u(x) = c0 a2k x + c1 a2k+1 x2k+1 ,
k=0 k=0
210 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

þar sem stuðlarnir ak eru gefnir með formúlunum

a0 = a1 = 1,
α (α − 2)α
a2 = −2 , a4 = 4 , ...,
2·1 4·3·2·1
(α − 2k + 2) · · · (α − 2)α
a2k = (−1)k 2k ,
(2k)!
(α − 1) (α − 3)(α − 1)
a3 = −2 , a5 = 4 , ...,
3·2 5·4·3·2
(α − 2k + 1) · · · (α − 3)(α − 1)
a2k+1 = (−1)k 2k .
(2k + 1)!
Við sjáum nú að ef α er heiltala > 0 þá fæst lausn sem er margliða. Fyrir ákveðið val á
c0 og c1 fæst runa af margliðum, en þær nefnast Hermitemargliður. 

Sýnidæmi 8.2.11 Við skulum nna almenna lausn á jöfnunni


(x2 − 1)u00 + 4xu0 + 2u = 0,

með veldaröðum umhvers punktinn 0.


Lausn: Við notum formúlurnar í sýnidæmi 8.2.9 og stingum inn í jöfnuna

x2 u00 − u00 + 4xu0 + 2u


X ∞ ∞
X ∞
X ∞
X
= n(n − 1)cn xn − (n + 2)(n + 1)cn+2 xn + 4 ncn xn + 2 cn x n
n=0 n=0 n=0 n=0

X
− (n + 2)(n + 1)cn+2 + n(n − 1) + 4n + 2 cn xn = 0
  
=
n=0

Nú athugum við að n(n − 1) + 4n + 2 = n2 + 3n + 2 = (n + 2)(n + 1) og þar með er


rakningarformúlan
cn+2 = cn .
Stuðlarnir við öll veldin með sléttu númeri eru þeir sömu og stuðlarnir við veldin með
oddatölunúmeri eru einnig þau sömu. Svarið er því
∞ ∞ ∞
X
2n
X
2n+1
X c0 + c1 x
u(x) = c0 x + c1 x = (c0 + c1 x) x2n = .
n=0 n=0 n=0
1 − x2

Sýnidæmi 8.2.12 Oft er ertt að nna beina formúlu fyrir stuðlum á veldaraðalausnum
þótt það sé auðvelt að nna rakningarformúlur fyrir stuðlana cn . Við skulum nú líta á
jöfnuna
u00 + (1 + x)u = 0
8.3. ΓFALLIÐ 211
P∞
og líta á almenna lausn u(x) = n0 cn x . Við getum alltaf skrifað hana sem u(x) =
n

c0 u1 (x) + c1 u2 (x). Við skulum ákvarða þrjá fyrstu liðina í veldaröðum u1 og u2 , sem eru
frábrugðnir núlli.
Lausn: Við stingum veldaröð inn í jöfnuna og fáum þá

X ∞
X ∞
X
00 n n
u + u + xu = (n + 2)(n + 1)cn+2 x + cn x + cn−1 xn
n=0 n=0 n=1

X
(n + 2)(n + 1)cn+2 + cn + cn−1 xn = 0.
 
= (2c2 + c0 ) +
n=1

Rakningarformúlan verður þá

2c2 + c0 = 0, (n + 2)(n + 1)cn+2 + cn + cn−1 = 0.

Grunnfallið u1 er valið þannig að c0 = 1 og c1 = 0. Í framhaldi af því fáum við

c2 = − 21 , 3 · 2 · c3 + 0 + 1 = 0, c3 = − 61 .

Þar með er
u1 (x) = 1 − 12 x2 − 16 x3 + · · · .
Grunnfallið u2 er hins vegar valið þannig að c0 = 0 og c1 = 1. Við höfum því

2c2 + 0 = 0, c2 = 0, 3 · 2 · c3 + 1 + 0 = 0, c3 = − 61 ,
1
4 · 3 · c4 + 0 + 1 = 0, c4 = − 12 ,

og þar með er
u2 (x) = x − 61 x3 − 1 4
12
x + ··· .


8.3 Γfallið
Þegar rakningarformúlur eru notaðar til að nna beinar formúlur fyrir stuðlana í raða-
lausnum aeiðujafna koma endurtekin margfeldi oft fyrir. Þá er þægilegt að grípa til
Γfallsins, en það er skilgreint með formúlunni
Z ∞
(8.3.1) Γ(z) = e−t tz−1 dt, z ∈ C, Re z > 0.
0

Greinilegt er að fyrir þessi gildi á z er heildið alsamleitið. Athugum nú að hlutheildunin


Z ∞ Z ∞ Z ∞
−t z
 −t z ∞ −t z−1
e t dt = −e t 0 + e zt dt = z e−t tz−1 dt
0 0 0
212 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

gefur okkur formúluna

(8.3.2) Γ(z + 1) = zΓ(z),

og með þrepun fáum við síðan

(8.3.3) Γ(z + n) = z(z + 1) · · · (z + n − 1)Γ(z), n = 1, 2, 3, . . . .

Þessa formúlu getum við síðan notað til að framlengja skilgreiningarsvæði Γ yr á mengið

C \ {0, −1, −2, −3, . . . }.

Við veljum n það stórt að Re z + n > 0 og notum


Γ(z + n)
(8.3.4) Γ(z) = ,
z(z + 1) · · · (z + n − 1)
til að skilgreina Γ(z) fyrir z með Re z ≤ 0.
Við getum auðveldlega reiknað út Γ(1), því
Z ∞
∞
e−t dt = −e−t 0 = 1,

Γ(1) =
0

en formúlan (8.3.3) gefur okkur síðan

(8.3.5) Γ(n) = (n − 1)!

Niðurstaðan er því sú að Γ er framlenging á fallinu n 7→ (n − 1)! frá mengi náttúrlegra


talna {1, 2, 3, . . . } yr á mengið C \ {0, −1, −2, −3, . . . }.
Við getum líka reiknað út Γ(1/2), en það er gert með því að skipta fyrst um breytistærð
í heildinu Z ∞ Z ∞ Z ∞
−t −1/2 −x2 2
Γ(1/2) = e t dt = 2 e dx = e−x dx.
0 0 −∞

Síðan athugum við að Γ(1/2) má skrifa sem tvöfalt heildi


2

Z ∞ Z ∞ Z ∞Z ∞
−x2 −y 2 2 2
2
Γ(1/2) = e dx e dy = e−(x +y ) dxdy.
−∞ −∞ −∞ −∞

Næsta skref er að skipta yr í pólhnit


Z ∞ Z 2π Z ∞
2 ∞
h i
−r2 2
Γ(1/2) =2
e rdrdθ = π e−r 2rdr = π −e−r = π.
0 0 0 0

Við höfum því


√ √
(8.3.6) Γ(1/2) = π, Γ(−1/2) = −2 π,

og í framhaldi af því
13 1 √ (2n − 1)! √
Γ(n + 1/2) = · · · (n − ) π = 2n−1 π.
22 2 2 (n − 1)!
8.4. AÐFERÐ FROBENIUSAR 213

.....
.......
... ... .
Γ(z) ... .... ...
... ..
... ... ... ... ... .... ...
... ... ... ... ... ... ...
... .... ... .. ... .... ..
... ... .. .
.
.
. .
. .
. .
...
.. .
... .. .. ... .... .... ...
... ... ..
... ... ... .... ...
... .. .. ... ... ..
... ..
. ...
. ..
. . . ...
... . ... . . . .
... .. .... .... ...
... ... ..
... ... ... .. ... ... ...
... ... ... ... ... ... ..
..
... .... ... ..
. . ..
. ..
.
... .. ..
.. ..
.. .... ..... ...
... ... .. .. ... ... ...
... .. ... .. ... ... ...
... ..
.
... .
... .
. .
. ..
...
... . ... .... ... ....
... .. ...... .... ... ....
... ... ... ... .....
... ... ... ......
...
... .... ... ..... .
...
........
......
.. ... ........... ..........
...
... ... ... ..........................................
... .. ...
........................ . ....
....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
. . . . . .
.... ....
.........
.... ........
.
.
....
z
... ... ...
... ... ...
.... ..
.. ...
... .
.. ...
... ... ...
... ... ...
.. ... ...
... ... ..
. ...
...
... .... .....
. ..
.. .
... ... .... .... ....
... ... .
. .. ..
... .. ... ..
... .. . .. ...
.. .. ... ..
.. ..
... .. .. .. ..
.... ... ..
.
.. ..
.. ..
... .
. .. ..
... ... .
. .. ..
... ... ... .. ..
... ... ... .. ..
... ..
... ... .
. ... ...
... .. .
.
.. . ... ...
. .. ..
...

Mynd: Gammafallið.

8.4 Aðferð Frobeniusar


Reglulegir sérstöðupunktar
Í þessari grein ætlum við að líta á raðalausnir á jöfnunni

(8.4.1) a2 (x)u00 + a1 (x)u0 + a0 (x)u = 0

í grennd um sérstöðupunkta. Ef a er sérstöðupunktur, þá kemur í ljós að ekki er alltaf


hægt að skrifa lausnirnar sem veldaraðir. Hins vegar er stundum hægt að skrifa þær sem
margfeldi af veldaröð og veldisfalli

X
(8.4.2) u(x) = |x − a| r
cn (x − a)n .
n=0

Aðferð Frobeniusar gengur út á að leita að lausn af þessari gerð og ákvarða bæði veldið r
og stuðlana cn út frá veldaröðum stuðlafallanna í aeiðujöfnunni.

Skilgreining 8.4.1 Látum f vera raunfágað fall á opnu mengi X í R. Við segjum að
einangraður sérstöðupunktur a raunfágaða fallsins f sé skaut af stigi m > 0, ef til er % > 0
og raunfágað fall g á {x; |x − a| < %}, þannig að {x; 0 < |x − a| < %} ⊂ X , g(a) 6= 0 og

g(x)
f (x) = 0 < |x − a| < %.
(x − a)m


214 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

Látum a vera sérstöðupunkt fyrir jöfnuna (8.4.1) og skrifum

a1 (x) p(x) a0 (x) q(x)


(8.4.3) P (x) = = , Q(x) = = .
a2 (x) x−a a2 (x) (x − a)2

Skilgreining 8.4.2 Við segjum að a sé reglulegur sérstöðupunktur aeiðujöfnunnar (8.4.1),


ef a er sérstöðupunktur jöfnunnar, fallið P hefur annað hvort afmáanlegan sérstöðupunkt
í a eða skaut af stigi ≤ 1 og Q hefur annað hvort afmáanlegan sérstöðupunkt í a eða skaut
af stigi ≤ 2. 

Punkturinn a er reglulegur sérstöðupunktur jöfnunnar (8.4.2) þá og því aðeins að föllin


p og q , sem skilgreind eru í (8.4.3), séu bæði fáguð í grennd um a.

Sýnidæmi 8.4.3 (i) Jafna Legendre hefur sérstöðupunktana a = ±1. Við tökum a = 1
fyrir og umskrifum jöfnuna sem

2x 0 λ 2x/(1 + x) 0 λ(x − 1)/(x + 1)


u00 − 2
u − 2
u = u00 + u − u = 0.
1−x 1−x x−1 (x − 1)2

Hér er því greinilega p(x) = 2x/(x + 1) og q(x) = −λ(x − 1)/(x + 1). Bæði þessi föll
eru ræð og raunfáguð í grennd um a = 1. Þetta gefur okkur að a = 1 er reglulegur
sérstöðupunktur Legendre-jöfnunnar. Punkturinn a = −1 er einnig reglulegur.
(ii) Jafna Bessels hefur einn reglulegan sérstöðupunkt a = 0, því jafnan er

1 x2 − α 2
u00 + u0 + u=0
x x2


Útfærsla á aðferð Forbeniusar


Nú skulum við gera ráð fyrir að við höfum aeiðujöfnu með reglulegan sérstöðupunkt a
og að við umritum hana yr á formið

(x − a)2 u00 + (x − a)p(x)u0 + q(x)u = 0,

þar sem föllin p og q eru sett fram með veldaröðum



X ∞
X
n
p(x) = pn (x − a) , q(x) = qn (x − a)n .
n=0 n=0

Við gerum ráð fyrir því að unnt sé að skrifa lausnina sem



X ∞
X
(8.4.4) u(x) = (x − a) r n
an (x − a) = an (x − a)n+r , a < x < a + %.
n=0 n=0
8.4. AÐFERÐ FROBENIUSAR 215

Við stingum röðinni inn í jöfnuna og fáum



X ∞
X
n+r
(n + r)(n + r − 1)an (x − a) + p(x) (n + r)an (x − a)n+r
n=0 n=0

X
+ q(x) an (x − a)n+r = 0.
n=0

Við stingum nú röðunum fyrir p og q inn í jöfnuna og margföldum síðan raðirnar saman

X X∞ X n
n+r
p(x) (n + r)an (x − a) = (k + r)pn−k ak (x − a)n+r ,
n=0 n=0 k=0

X ∞ X
X n
q(x) an (x − a)n+r = qn−k ak (x − a)n+r .
n=0 n=0 k=0

Til þess að jafnan gildi, þá þurfa stuðlarnir við öll veldin í liðuninni að vera núll, en það
jafngildir
Xn
(8.4.5)

(n + r)(n + r − 1)an + (k + r)pn−k + qn−k ak = 0, n = 0, 1, 2, . . . .
k=0

Athugum nú sérstaklega tilfellið n = 0, en það er jafnan


(r(r − 1) + p0 r + q0 )a0 = 0.
Til þess að við getum valið stuðulinn a0 frjálst, þá þarf talan r að uppfylla annars stigs
jöfnuna
(8.4.6) r(r − 1) + p0 r + q0 = r(r − 1) + p(a)r + q(a) = 0.
Skilgreining 8.4.4 Gerum ráð fyrir að a sé reglulegur sérstöðupunktur aeiðujöfnunnar
(8.4.7) (x − a)2 u00 + (x − a)p(x)u0 + q(x)u = 0.
Þá kallast margliðan
ϕ(λ) = λ(λ − 1) + p(a)λ + q(a)
vísamargliða aeiðujöfnunnar í punktinum a, jafnan ϕ(λ) = 0 kallast vísajafna aeiðu-
jöfnunnar í punktinum a. Núllstöðvar hennar kallast vísar jöfnunnar í punktinum a. 
Við höfum sem sagt komist að því í útreikningum okkar, að til þess að fallið u(x) sem
geð er með formúlunni (8.4.4), geti verið lausn á aeiðujöfnunni (8.4.7), þá þarf talan r
að vera vísir jöfnunnar í punktinum a. Lítum nú á jöfnuna (8.4.5) aftur, og þá í tilfellinu
n > 0, en hún er
X n

(n + r)(n + r − 1)an + (k + r)pn−k + qn−k ak
k=0
n−1
X
 
= (n + r)(n + r − 1) + p0 (n + r) + q0 an + (k + r)pn−k + qn−k ak
k=0
n−1
X 
= ϕ(n + r)an + (k + r)pn−k + qn−k ak = 0.
k=0
216 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

Ef r er vísir jöfnunnar og ϕ(n + r) 6= 0 fyrir öll n > 0, þá fáum við rakningarformúluna


n−1
−1 X 
an = (k + r)pn−k + qn−k ak .
ϕ(r + n) k=0

Við erum nú komin að meginniðurstöðu kaans:

Setning 8.4.5 (Frobenius ). Gerum ráð fyrir því að a sé reglulegur sérstöðupunktur


aeiðujöfnunnar

(8.4.8) (x − a)2 u00 + (x − a)p(x)u0 + q(x)u = 0

og gerum ráð fyrir að föllin p og q séu sett fram með veldaröðunum



X ∞
X
(8.4.9) p(x) = pn (x − a)n , q(x) = qn (x − a)n ,
n=0 n=0

og að þær séu samleitnar ef |x − a| < %. Látum r1 og r2 vera núllstöðvar vísajöfnunnar

ϕ(λ) = λ(λ − 1) + p(a)λ + q(a) = 0

og gerum ráð fyrir að Re r1 ≥ Re r2 . Þá gildir:


(i) Til er lausn u1 á (8.4.8) sem gen er með

X
r1
u1 (x) = |x − a| an (x − a)n .
n=0

Röðin er samleitin fyrir öll x sem uppfylla 0 < |x − a| < %. Valið á a0 er frjálst, en hinir
stuðlar raðarinnar fást með rakningarformúlunni
n−1
−1 X
an = ((k + r1 )pn−k + qn−k )ak , n = 1, 2, 3, . . . .
ϕ(n + r1 ) k=0

(ii) Ef r1 − r2 6= 0, 1, 2, . . . , þá er til önnur línulega óháð lausn u2 á (8.4.8) sem gen er


með ∞
X
u2 (x) = |x − a|r2 bn (x − a)n .
n=0

Röðin er samleitin fyrir öll x sem uppfylla 0 < |x − a| < %. Valið á b0 er frjálst, en hinir
stuðlar raðarinnar fást með rakningarformúlunni
n−1
−1 X
bn = ((k + r2 )pn−k + qn−k )bk , n = 1, 2, 3, . . . .
ϕ(n + r2 ) k=0

(iii) Ef r1 − r2 = 0, þá er til önnur línulega óháð lausn u2 á (8.4.8) sem gen er með

X
r1 +1
u2 (x) = |x − a| bn (x − a)n + u1 (x) ln |x − a|.
n=0
8.4. AÐFERÐ FROBENIUSAR 217

Röðin er samleitin fyrir öll x sem uppfylla 0 < |x − a| < % og stuðlar raðarinnar fást með
innsetningu í jöfnuna.
(iv) Ef r1 − r2 = N , þar sem N er jákvæð heiltala, þá er til önnur línulega óháð lausn u2
á (8.4.8) sem gen er með

X
r2
u2 (x) = |x − a| bn (x − a)n + γu1 (x) ln |x − a|.
n=0

Röðin er samleitin fyrir öll x sem uppfylla 0 < |x − a| < %. Stuðlar raðarinnar og γ fást
með innsetningu í jöfnuna. 

Við höfum aðeins sannað lítið brot af setningunni, en látum það duga.

Sýnidæmi 8.4.6 Notið aðferð Frobeniusar til þess að nna almenna lausn á jöfnunni
2xu00 + (1 + x)u0 + u = 0.
Lausn: Við byrjum á því að umrita jöfnuna yr á staðlað form x2 u00 +xp(x)u0 +q(x)u =
0 fyrir aðferð Forbeniusar í þeim tilgangi að nna vísajöfnuna,

x2 u00 + x · 21 (1 + x)u0 + 12 xu = 0.

Á þessu sjáum við að p(x) = 21 (1 + x) og q(x) = 21 x og að vísajafnan er

λ(λ − 1) + p(0)λ + q(0) = λ(λ − 1) + 12 λ = λ(λ − 12 ) = 0.

Núllstöðvar hennar eru r1 = 12 og r2 = 0. Samkvæmt setningu Frobeniusar fáum við því


tvær línulega óháðar lausnir u1 og u2 af gerðinni
∞ ∞ ∞
1 X X 1 X
u1 (x) = x2 n
an x = an x n+
2 og u2 (x) = b n xn .
n=0 n=0 n=0

Nú setjum við u1 inn í jöfnuna

2xu001 + (1 + x)u01 + u1
∞ ∞
X 1 X 1
n−
=2 1 1
(n + 2 )(n − 2 )an x 2 + (n + 12 )an xn− 2
n=0 n=0
∞ ∞
X 1 X 1
+ (n + 12 )an xn+ 2 + an xn+ 2
n=0 n=0
∞ ∞
X 1 X 1
n−
= (n + 1
2
)2n an x 2 + (n + 32 ) an xn+ 2
n=1 n=0

X 1
(n + 32 )2(n + 1) an+1 + (n + 32 ) an xn+ 2 = 0

=
n=0

Rakningarformúlan sem við fáum út úr síðustu jöfnunni er


(−1)
an+1 = an
2(n + 1)
218 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

og með þrepun fáum við formúluna

(−1)n
an = a0 .
2n · n!
Við erum því komin með aðra lausnina

1 X (−1)n √
u1 (x) = a0 x 2 xn = a0 xe−x/2 .
n=0
2n · n!

Við setjum nú u2 inn í jöfnuna

2xu002 + (1 + x)u02 + u2
X∞ ∞
X ∞
X ∞
X
n−1 n−1 n
=2 n(n − 1)bn x + nbn x + nbn x + bn x n
n=0 n=0 n=0 n=0

X X∞
= n(2n − 1) bn xn−1 + (n + 1) bn xn
n=1 n=0

X
(n + 1)(2n + 1) bn+1 + (n + 1) bn xn = 0.

=
n=0

Síðasta jafnan gefur okkur rakningarformúluna

(−1)
bn+1 = bn .
2n + 1
Við getum valið b0 frjálst og með þrepun fáum við síðan

(−1)n
bn = b0 ,
1 · 3 · · · (2n − 1)

og þar með er

(−1)n
 X 
n
u2 (x) = b0 1 + x .
n=1
1 · 3 · · · (2n − 1)
Almenn lausn jöfnunnar er línuleg samantekt af u1 og u2 . 

Sýnidæmi 8.4.7 Beitum aðferð Frobeniusar til þess að nna almenna lausn

3x2 u00 + 2xu0 + x2 u = 0.

Lausn: Hér er p(x) = 2


3
og q(x) = 13 x2 , svo vísajafnan er

r(r − 1) + 23 r = r(r − 31 ) = 0
8.4. AÐFERÐ FROBENIUSAR 219

Núllstöðvar hennar eru r1 = 13 og r2 = 0. Við erum því með tilfelli (ii) í setningu
Frobeniusar og leitum næst að lausn á forminu

X
u(x) = cn xn+r .
n=0

Við stingum henni inn í jöfnuna,

3x2 u00 + 2xu0 + x2 u


X ∞ ∞
X ∞
X
n+r n+r
=3 (n + r)(n + r − 1)cn x +2 (n + r)cn x + cn xn+r+2
n=0
 r  n=0  n=0
= 3r(r − 1) + 2r c0 x + 3(r + 1)r + 2(r + 1) c1 xr+1


X
3(n + r)(n + r − 1) + 2(n + r) cn + cn−2 xn+r = 0
  
+
n=2

Í fyrsta liðnum í hægri hliðinni stendur vísamargliðan, svo við getum valið c0 frjálst,
ef r = r1 eða r = r2 , en c1 = 0 verður að gilda til þess að stuðullinn við xr+1 sé 0.
Rakningarformúlan verður síðan
−1
cn = cn−2 .
(n + r)(3n + 3r − 1)
Stuðlarnir við veldin með oddatölunúmer verða því 0. Í tilfellinu r = r1 = 1
3
fáum við
−1 −1
c2k = c2(k−1) = c2(k−1) .
(2k + 1/3)6k 2k(6k + 1)
Til þess að fá beina formúlu fyrir stuðlana, þá skrifum við
c2 c4 c2k
c2k = c0 · · · · ·
c0 c2 c2(k−1)
(−1) (−1) (−1)
= c0 · · ···
2 · 1 · 7 2 · 2 · 13 2 · k · (6k + 1)
k
(−1)
= k .
2 k! · 7 · 13 · · · (6k + 1)
Ef við setjum hins vegar r = 0 inn í rakningarformúluna, þá fáum við
−1
c2k = c2(k−1) .
2k(6k − 1)
og með sömu aðferð og áður fáum við
c2 c4 c2k
c2k = c0 · · · · ·
c0 c2 c2(k−1)
(−1) (−1) (−1)
= c0 · · ···
2 · 1 · 5 2 · 2 · 11 2 · k · (6k − 1)
k
(−1)
= k .
2 k! · 5 · 11 · · · (6k − 1)
220 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

Svarið er því að almenn lausn jöfnunnar er línuleg samantekt fallanna u1 og u2 sem gen
eru með formúlunum

(−1)n x2n
 X 
1/3
u1 (x) = x 1+ n · n! · 7 · 13 · · · (6n + 1)
,
n=1
2

X (−1)n x2n
u2 (x) = 1 + .
n=1
2n · n! · 5 · 11 · · · (6n − 1)

8.5 Besseljafnan
Við skulum nú taka fyrir aðferð Frobeniusar til þess að leysa Besseljöfnuna

(8.5.1) P (x, D)u = x2 u00 + xu0 + (x2 − α2 )u = 0

í grennd um reglulega sérstöðupunktinn a = 0. Hér er p(x) = 1 og q(x) = x2 − α2 , svo


vísajafnan er

(8.5.2) ϕ(λ) = λ(λ − 1) + λ − α2 = λ2 − α2 = 0

og núllstöðvar hennar eru r1 = α og r2 = −α. Við hugsum okkur að Re α ≥ 0. Setning


Frobeniusar segir okkur að við fáum lausn af gerðinni

X
α
u1 (x) = |x| an x n ,
n=0

þar sem við getum valið stuðulinn a0 frjálst og hina stuðlana út frá rakningarformúlunni

ϕ(α + 1)a1 = 0, ϕ(α + n)an = −an−2 .

Þar sem ϕ(α + 1) 6= 0 þá verður a1 = 0 og í framhaldi af því fæst 0 = a3 = a5 = · · · . Til


þess að nna formúluna fyrir a2k þá athugum við að

ϕ(α + 2k) = (α + 2k)2 − α2 = 4kα + 4k 2 = 22 k(α + k),

og þar með verður


−a0 a0
a2 = , a4 = ,...
22 (α
+ 1) 24 2(α + 1)(α + 2)
(−1)k a0
a2k = .
22k k!(α + 1) · · · (α + k)
Athugum nú að
(α + 1) · · · (α + k) = Γ(α + k + 1)/Γ(α + 1).
Það er því eðlilegt að velja
1
a0 = .
2α Γ(α + 1)
8.5. BESSELJAFNAN 221

Skilgreining 8.5.1 Lausnin á Besseljöfnunni x2 u00 + xu0 + (x2 − α2 )u = 0, sem gen er


með formúlunni

x α X (−1)k  x 2k
(8.5.3) Jα (x) =

2 k=0 k!Γ(α + k + 1) 2

er kölluð fall Bessels af fyrstu gerð með vísi α. 

Nú þurfum við að nna línulega óháða lausn og skiptum í tilfelli:

Tilfellið α 6= 0, 1, 2 . . . . Talan −α er vísir Bessel-jöfnunnar og með því að skipta á α og


−α í rakningarformúlunum hér að framan, þá fáum við aðra línulega óháða lausn

x −α X (−1)k  x 2k
(8.5.4) J−α (x) =

2 k=0
k!Γ(−α + k + 1) 2

og sérhverja lausn má síðan skrifa sem línulega samantekt af Jα og J−α .


Tilfellið α = 0. Bessel-jafnan í tilfellinu α = 0 er jafngild jöfnunni

(8.5.5) xu00 + u0 + xu = 0,

og við erum búin að nna eina lausn á henni



X (−1)k 2k
u1 (x) = J0 (x) = x .
k=0
22k (k!)2

Samkvæmt tilfelli (iii) í setningu Frobeniusar vitum við að til er önnur línulega óháð lausn
u2 , sem gen er á jákvæða raunásnum með formúlu af gerðinni

X ∞
X
(8.5.6) u2 (x) = J0 (x) ln x + x bn xn = J0 (x) ln x + Am xm .
n=0 m=1

Við reiknum út aeiðurnar af u2



0 0 J0 (x) X
u2 (x) = J0 (x) ln x + + mAm xm−1 ,
x m=1

00 00 2J0 0 (x) J0 (x) X
u2 (x) = J0 (x) ln x + − + m(m − 1)Am xm−2 ,
x x2 m=1

stingum þeim inn í aeiðujöfnuna (8.5.5) og notfærum okkur að J0 er lausn á (8.5.5). Þá


fáum við

X ∞
X ∞
X
0 m−1 m−1
2J0 (x) + m(m − 1)Am x + mAm x + Am xm+1 = 0.
m=1 m=1 m=1
222 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

Til þess að fá formúlu fyrir stuðlana Am , þá verðum við að stinga röðinni fyrir J0 0 inn í
þessa jöfnu,
∞ ∞
0
X (−1)k 2k 2k−1 X (−1)k x2k−1
J0 (x) = x =
22k (k!)2
k=1
22k−1 k!(k − 1)!
k=1

og taka summurnar þrjár saman í eina. Við fáum þá jöfnuna


∞ ∞
X X (−1)k−1 x2k−1
A1 x0 + 4A2 x + (m + 1)2 Am+1 + Am−1 xm =

2k−2 k!(k − 1)!
.
m=2 k=1
2

Nú eru allir stuðlarnir í hægri hliðinni við slétt veldi af x jafnir 0 og því fáum við

A1 = 0, (2k + 1)2 A2k+1 + A2k−1 = 0.

Þessar jöfnur gefa að Am = 0 ef m er oddatala. Snúum okkur nú að Am þar sem m er


slétt tala. Við höfum

(−1)k−1
4A2 = 1, (2k)2 A2k + A2k−2 = .
22k−2 k!(k − 1)!

Með þrepun fæst síðan formúlan

(−1)k−1
A2k = hk , k = 1, 2, 3, . . . ,
22k (k!)2

þar sem hk = 1 + 1/2 + 1/3 + · · · + 1/k . Við getum því skrifað lausnina sem

X (−1)k−1 hk
u2 (x) = J0 (x) ln x + x2k .
k=1
22k (k!)2

Það er venja að nota annað fall en u2 sem grunnfall:

Skilgreining 8.5.2 Fallið Y0 , sem skilgreint er með


" ∞
#
k−1
  X
2 |x| (−1) hk 2k
(8.5.7) Y0 (x) = J0 (x) ln +γ + x ,
π 2 k=0
22k (k!)2

þar sem hk = 1 + 1/2 + 1/3 + · · · + 1/k og γ táknar fasta Eulers

(8.5.8)

γ = lim 1 + 1/2 + · · · + 1/k − ln k
k→∞
≈ 0.577 215 644 90 . . . ,

nefnist fall Bessels af annarri gerð með vísi 0. 

Það er ljóst að föllin J0 og Y0 eru línulega óháð, svo sérhverja lausn á Bessel-jöfnunni
með vísi α = 0 er unnt að skrifa sem línulega samantekt af þeim.
8.5. BESSELJAFNAN 223

Tilfellið α = 1, 2, 3, . . . . Hér er gengið út frá lausnarformúlunni í tilfelli (iv) í setningu


Frobeniusar. Lausnaraðferðin er sú sama og í tilfellinu α = 0, en útfærslan er töluvert
snúnari og förum við ekki út í hana hér. Niðurstaðan er alla vega sú, að til sögunnar
kemur nýtt fall:

Skilgreining 8.5.3 Fallið Yα , α = 1, 2, 3, . . . sem skilgreint er með


   ∞ k−1

2 |x| X (−1) h k + hk+α
(8.5.9) Yα (x) = Jα (x) ln + γ + xα 2k+α+1 k!(k + α)!
x2k
π 2 k=0
2
α−1 
−α
X (α − k − 1)! 2k
−x x ,
k=0
22k−α+1 k!

þar sem hk = 1 + 1/2 + 1/3 + · · · + 1/k og γ táknar fasta Eulers, nefnist fall Bessels af
annarri gerð með vísi α. 

Almenn lausn á Bessel-jöfnunni með vísi α er línuleg samantekt af Jα og Yα , α =


1, 2, 3, . . . . Það er hægt að skilgreina Yα fyrir önnur gildi á α. Það er gert með formúlunni

1
Yα (x) = [Jα (x) cos απ − J−α (x)] , α ∈ C, Re α ≥ 0, α 6= 1, 2, 3, . . . .
sin απ
Þá fæst nokkuð merkileg formúla

Yα (x) = lim Yβ (x), α = 1, 2, 3, . . . .


β→α

Við höldum ekki lengra inn á þessa braut og endum kaann með gröfum fallanna J0 , Y0 ,
J1 , Y1 , J2 og Y2 .
.....
........ J0 (x), Y0 (x)
..
..
..............
... .....
... ...
... ...
...
... ...
... ...
... ...
... ... ................
... .....
... ....... ....
...
... ... ..
... .. ..... ...
.................... ..................
.
.. ... ... ...... ......... ......
... . ...
... ..... ..... .....
... ... ...
... ..... ..... ........ .....
... .... ...
...
... ....
. ....
....
..... .....
...
.
.............................................................................................................................................................................................................................................................................
... . ... ... . .
. .
. ..... .
. . .
.... .
..... ...... .........
...
... ...
.... ...
...
...
...
.... ...
........
.
......
...
.
.....
... .
..
.
. ........
.
. .. .....
..................... ..........
x
... ... ....
..... ...
.. ................. ...
... ... .....................
... ...
... ...
... ...
... ...
... ...
... ...
... ...
... ...
.. ..

....
.........
...
J1 (x), Y1 (x)
.......................
.. ..... .....
... .... ... ..............
... .... ......... ......
... ..... ...... .....
.....
... ... ... .. ..................... ......................
.......
... .... .... ..... ...
... .....
......... ......
......
... ... ... ..... ..... .........
...... . .. .. .... ..... .. .....
.
................................................................................................................................................................................................................................................................................
... .. .
... .... ..
. ... .......
.. . .... ...
...
...
...
.
...
.
..
....
.....
.....
......
....... .....
..
......
.
..
...............................
......
..
.
...
.
. ..
.......
............ x
... ... ...................
... ...
... ..
.
... ...
... ...
... ...
... ....
... ..
... ...
... ..
..
224 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM

.....
........ J2 (x), Y2 (x)
....
...
.........................
... ...... .....
... ..... ..... ........................
... ..
. .....
. ......... .....
..... ..... ..........................................
... ..... ... ..... ......
... ..
...... .... ..... ..... ..... ..........
... ............
.
. ... ... ..... ..... ..... .........
... .. .. .... ..... ..
..........................................................................................................................................................................................................................................................................
... .
. ...... .
...... ..
.. ...
...
... .
...
.
... .....
.....
......
..... .........
........
.
. .
...................... ....................
....
.......
..... x
... ...
... ...
... ...
... ....
... ...
... ...
... ...
... ...
... ...
.... ...
. ...

8.6 Ængardæmi
1. Finnið almenna lausn á jöfnunum, sem gefnar eru með veldaröðum umhvers punktinn
0. Setjið fram rakningarformúlur fyrir stuðlum raðanna og leysið þá út úr formúlunum.
Ákvarðið samleitnigeisla raðanna.
a)u0 + xu = 0, b) u00 + xu0 + u = 0,
c) (2 − x2 )u00 − xu0 + 16u = 0, d) u00 + xu = 0,
e) u00 + x2 u = 0.
2. Finnið rakningarformúlur fyrir stuðlana cn í almennri lausn u(x) = ∞ n0 cn x á
n
P
eftirtöldum jöfnum. Skrið lausnina sem u(x) = c0 u1 (x) + c1 u2 (x) og ákvarðið þrjá fyrstu
liðina í veldaröðum u1 og u2 , sem eru frábrugðnir núlli.
a)∗ u00 + (1 + x)u = 0, b) (x2 − 1)u00 + 2xu0 + 2xu = 0
c) u00 + x2 u0 + x2 u = 0, d) (1 + x3 )u00 + x4 u = 0.
3. Notið aðferð Frobeniusar til þess að nna almenna lausn á jöfnunum:
a) 3x2 u00 + 2xu0 + x2 u = 0, b) xu00 + 2u0 + 4xu = 0
c) x2 u00 − 5xu0 + 9u = 0, d) xu00 + (1 − 2x)u0 + (x − 1)u = 0,
e) 2xu00 + 3u0 − u = 0, f) 2x2 u00 + xu0 − (3 − 2x2 )u = 0,
g) 3xu00 + 2u0 + 2u = 0, h) xu00 + u0 − xu = 0.
4. Athugið hvort a = 0 er venjulegur punktur, reglulegur sérstöðupunktur eða óreglu-
legur sérstöðupunktur jafnanna, sem gefnar eru. Ef a = 0 er reglulegur sérstöðupunktur,
ákvarðið þá vísa jöfnunnar í a = 0.
a) xu00 + (x − x3 )u0 + (sin x)u = 0,
b) xu00 + x2 u0 + (ex − 1)u = 0
c) x2 u00 + (cos x)u0 + xu = 0,
d) 3x3 u00 + 2x2 u0 + (1 − x2 )u = 0,
e) x(1 + x)u00 + 2u0 + 3xu = 0,
f) x2 (1 − x2 )u00 + 2xu0 − 2u = 0,
g) x2 u00 + (6 sin x)u0 + 6u = 0,
h) (6x2 + 2x3 )u00 + 21xu0 + 9(x2 − 1)u = 0.
5. Aðferð Frobeniusar getur virkað ef a = 0 er óreglulegur sérstöðupunktur eins og þetta
dæmi sýnir: Gerum ráð fyrir að A og B séu tvinntölur frábrugðnar 0.
a) Sýnið að til sé lausn á jöfnunni x2 u00 + Au0 + Bu = 0 af gerðinni u(x) = xr ∞ n
P
n=0 cn x
sem er frábrugðin núllfallinu og að ekki séu til tvær línulega óháðar lausnir af þessari gerð.
8.6. ÆFINGARDÆMI 225

b) Sýnið að niðurstaðan í a) gildi einnig um jöfnuna x3 u00 + Axu0 + Bu = 0.


c) Sýnið að jafnan x3 u00 +Ax2 u0 +Bu = 0 ha enga lausn af gerðinni u(x) = xr ∞
n=0 cn x ,
n
P
sem er frábrugðin núllfallinu.
6. Beitið aðferð Frobeniusar til þess að sýna að u1 (x) = x sé lausn á jöfnunni x3 u00 −
xu0 + u = 0 og beitið aðferðinni um lækkun á stigi til þess að sýna að u2 (x) = xe−1/x sé
einnig lausn. Er hægt að setja u2 (x) fram með Frobeniusar-röð?
7. Sýnið að fyrir sérhvert α með Re α > 0 gildi:
d α
a) x Jα (x) = xα Jα−1 (x),

dx
d −α
b) x Jα (x) = −x−α Jα+1 (x).

dx
8. Notið niðurstöðuna úr dæmi 7 til þess að sýna að Jα ha núllstöð milli sérhverra
tveggja núllstöðva Jα+1 og að Jα+1 ha núllstöð milli sérhverra tveggja núllstöðva Jα .
[Leiðbeining: Beitið Rolle-setningunni.]
9. a) Notið niðurstöðuna úr dæmi 7 til þess að sýna að
α α
Jα (x) + Jα 0 (x) = Jα−1 (x) og Jα (x) − Jα 0 (x) = Jα+1 (x).
x x
b) Notið a)-lið til þess að sanna rakningarformúlurnar

Jα−1 (x) + Jα+1 (x) = Jα (x) og Jα−1 (x) − Jα+1 (x) = 2Jα 0 (x).
x
10. Sýnið að
r r
2 2
J1/2 (x) = sin x og J−1/2 (x) = cos x.
πx πx
11. Notið niðurstöðuna úr dæmum 9 og 10 til þess að sýna að
r   r  
2 sin x 2 cos x
J3/2 (x) = − cos x og J−3/2 (x) = − + sin x .
πx x πx x

12. Látum u og v vera tvö föll á jákvæða raunásnum, v(x) = x 2 u(x). Sýnið að
1

1 − 4α2
 
00
v + 1+ v=0
4x2
þá og því aðeins að u sé lausn á Bessel-jöfnunni með vísi α. Athugið að í tilfellinu α = ± 12 ,
þá verður þessi jafna að v 00 + v = 0 og þar með er v(x) = A sin x + B cos x. Notið þetta
til þess að leysa dæmi 10.
13.
1
Látum u og v vera tvö föll á jákvæða raunásnum, v(x) = x 2 u(axb ). Sýnið að v
uppfylli
x2 v 00 + a2 b2 x2b + 14 − α2 b2 v = 0


þá og því aðeins að u sé lausn á Bessel-jöfnunni af röð α.


14. Notið niðurstöðuna úr dæmi 13 til þess að tjá almennar lausnir á eftirtöldum jöfnum
með Bessel-föllum:
a) u00 + xu = 0, b) u00 + x2 u = 0, 
c) u00 + xm u = 0, d) x2 u00 + x4 + 18 u = 0.
226 KAFLI 8. VELDARAÐALAUSNIR Á AFLEIÐUJÖFNUM
Kai 9
LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Samantekt. Fram til þessa höfum við eingöngu fjallað um aðferðir til þess að leysa
venjulegar aeiðujöfnur. Nú er komið að því að fást við venjuleg línuleg aeiðujöfnuhneppi.
Við byrjum á því að taka fyrir tilvist á lausnum. Síðan skilgreinum við grunnfylki, en
dálkar þeirra mynda grunn í núllrúmi hneppisins. Það sem eftir er kaans fer síðan í að
reikna út grunnfylki með ýmsum aðferðum.

9.1 Tilvist og ótvíræðni lausna


Viðfangsefni þessa kaa eru línuleg aeiðujöfnuhneppi af gerðinni

(9.1.1) u0 = A(t)u + f (t),

þar sem A ∈ C(I, Cm×m ) er fylkjafall og f ∈ C(I, Cm ) er vigurfall sem er skilgreint á


opnu bili I á R. Ef við skrifum upp hnitin þá verður hneppið

u1 0 = a11 (t)u1 + · · · + a1m (t)um + f1 (t),


u2 0 = a21 (t)u1 + · · · + a2m (t)um + f2 (t),
.. ..
. .
um 0 = am1 (t)u1 + · · · + amm (t)um + fm (t).

Hneppið er sagt vera óhliðrað ef fallið f er núllfallið, en hliðrað annars. Samkvæmt


fylgisetningu 6.7.6 hefur upphafsgildisverkefnið

(9.1.2) u0 = A(t)u + f (t), u(a) = b,

ótvírætt ákvarðaða lausn, þar sem a er einhver genn punktur í I og b er einhver genn
vigur í Cm .

Skilgreining 9.1.1 Línulega rúmið, sem samanstendur af öllum lausnum á óhliðruðu


jöfnunni u0 = A(t)u, kallast núllrúm línulega jöfnuhneppisins (9.1.1). Við táknum það
með N (A). 

227
228 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Setning 9.1.2 Látum I ⊂ R vera bil og A ∈ C(I, Cm×m ). Þá hefur núllrúmið N (A)
víddina m. 
Sönnun: Sönnunin er nánast eins og sönnunin á setningu 7.1.3. Við látum a ∈ I vera
fastan punkt og skilgreinum línulegu vörpunina T með
T : N (A) → Cm , T (u) = (u1 (a), . . . , um (a))
Fylgisetning 6.7.6 gefur að T er gagntæk og þar með er vídd N (A) = vídd Cm .

Við athugum nú að ef v og w eru tvær lausnir á hliðruðu jöfnunni u = A(t)u + f (t),
0

þá er mismunurinn v − w í núllrúminu, því


(v − w)0 = v 0 − w0 = A(t)v + f (t) − A(t)w − f (t) = A(t)(v − w).
Þetta gefur okkur því:

Setning 9.1.3 Látum I vera bil á rauntalnaásnum, A ∈ C(I, Cm×m ) og f ∈ C(I, Cm ).


Þá er sérhver lausn á u0 = A(t)u + f (t) af gerðinni
u(t) = c1 u1 (t) + · · · + cm um (t) + up (t),
þar sem u1 , . . . , um er einhver grunnur í N (A), c1 , . . . , cm ∈ C og up er einhver lausn á
hliðruðu jöfnunni. 

Jöfnur af hærri stigum og jafngild hneppi


Í grein 6.3 sáum við að línuleg mta stigs aeiðujafna
(9.1.3) P (t, D)v = v (m) + am−1 (t)v (m−1) + · · · + a1 (t)v 0 + a0 (t)v = g(t), t ∈ I,
er jafngild hneppinu
(9.1.4) u1 0 = u2 , u2 0 = u3 , . . . , um−1 0 = um
um 0 = −a0 (t)u1 − a1 (t)u2 − · · · − am−1 (t)um + g(t).

í þeim skilningi að v er lausn á (9.1.3) þá og því aðeins að u = [v, v 0 , . . . , v (m−1) ]t sé lausn


á (9.1.4). Fylkið A(t) og vigurinn f (t) verða í þessu tilfelli
   
0 1 0 ... 0 0
 0 0 1 ... 0   0 
 .. . . . . .
   
(9.1.5) A(t) =  . .. .. .. .. ,

f (t) =  ..  .
 
   
 0 0 0 ... 1   0 
−a0 (t) −a1 (t) −a2 (t) . . . −am−1 (t) g(t)

Setning 9.1.4 Látum P (t, D) = Dm + am−1 (t)Dm−1 + · · · + a1 (t)D + a0 (t) vera línulegan
aeiðuvirkja og skilgreinum A(t) sem fylkið í (9.1.5). Þá er
det(λI − A(t)) = P (t, λ),
þ.e.a.s. kennimargliða fylkisins A(t) er kennimargliða virkjans P (t, D). 
9.2. HNEPPI MEÐ FASTASTUÐLA 229

Sönnun: Við sönnum þetta með þrepun á stiginu m og byrjum á tilfellinu m = 2.



λ −1
det(λI − A(t)) = = λ(λ + a1 (t)) + a0 (t) = P (t, λ).
a0 (t) λ + a1 (t)

Nú gerum við ráð fyrir því að formúlan gildi um alla virkja af stigi m − 1. Þá fáum við
með liðun eftir fyrsta dálki

λ
−1 0 . . . 0 0

0 λ −1 . . . 0 0
.. . . . . .

det(λI − A(t)) = λ . .
. .
. . . .
. .
.



0
0 0 ... λ −1

a1 (t) a2 (t) a3 (t) . . . am−2 (t) λ + am−1 (t)

−1 0 0 . . . 0 0

λ −1 0 . . . 0 0

+ (−1)m+1 a0 (t) 0
λ −1 . . . 0 0
.. .. .. .. . ..
. . . . .. .

0 0 0 . . . λ −1
= λ λm−1 + am−1 (t)λm−2 + · · · + a2 (t)λ + a1 (t)


+ (−1)m+1 a0 (t)(−1)m−1
= P (t, λ).

9.2 Hneppi með fastastuðla


Nú ætlum við að byrja á því að reikna út lausnir á línulegum aeiðujöfnuhneppum. Við
lítum á óhliðrað línulegt jöfnuhneppi u0 = Au og gerum ráð fyrir að stuðlarnir í fylkinu A
séu fastaföll.

Hjálparsetning 9.2.1 Látum A vera m × m fylki og ε vera eiginvigur þess með tilliti til
eigingildisins λ. Þá uppfyllir vigurfallið u(t) = eλt ε jöfnuna u0 = Au.


Sönnun: u0 (t) = λeλt ε = eλt (λε) = eλt Aε = A(eλt ε) = Au. 


Þessi einfalda hjálparsetning gefur okkur að í því tilfelli að hægt er að liða b og f (t)
í línulegar samantektir af eiginvigrunum, þá leysist jöfnuhneppið (9.1.1) upp í óháðar
jöfnur:

Setning 9.2.2 Látum A vera m × m fylki og gerum ráð fyrir að ε1 , . . . , ε` séu eiginvigrar
þess með tilliti til eigingildanna λ1 , . . . , λ` . Ef a ∈ I , b ∈ Cm og unnt er að skrifa
b = β1 ε1 +· · ·+β` ε` og f (t) = g1 (t)ε1 +· · ·+g` (t)ε` , þá er lausnin á upphafsgildisverkefninu

u0 = Au + f (t), u(a) = b,
230 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

gen með u(t) = v1 (t)ε1 + · · · + v` (t)ε` , þar sem stuðullinn vj uppfyllir

(9.2.1) vj 0 (t) = λj vj (t) + gj (t), vj (a) = βj ,

og er þar með
Z t
(9.2.2) vj (t) = βj e λj (t−a) λj t
+e e−λj τ gj (τ ) dτ.
a

Sönnun: Við þurfum ekki að gera neitt annað en að staðfesta að þetta gildi, en það er
beinn reikningur

u0 (t) = v1 0 (t)ε1 + · · · + v` 0 (t)ε`


 
= λ1 v1 (t) + g1 (t) ε1 + · · · + λ` v` (t) + g` (t) ε`
= (v1 (t)λ1 ε1 + · · · + v` (t)λ` ε` ) + (g1 (t)ε1 + · · · + g` (t)ε` )
= (v1 (t)Aε1 + · · · + v` (t)Aε` ) + f (t)
= A(v1 (t)ε1 + · · · + v` (t)ε` ) + f (t)
= Au(t) + f (t).

 
5 2
Sýnidæmi 9.2.3 Finnum eigingildi og eiginvigra fylkisins og notum þau til þess
2 1
að nna almenna lausn á jöfnuhneppinu u0 = Au. Ákvörðum síðan lausnina sem uppfyllir
u(0) = b, þar sem b = [1, 0]t .
Lausn: Kennimargliðan er

λ − 5 −2
det(λI − A) = = (λ − 5)(λ − 1) − 4 = λ2 − 6λ + 1.
−2 λ − 1
√ √
Eigingildin eru λ1 = 3 − 2 2 og λ2 = 3 + 2 2. Eiginvigrana reiknum við út úr


      
−2 − 2 2 −2√ ε11 0 −1√
((3 − 2 2)I − A)ε1 = = , ε1 = ,
−2 2 − 2 2 ε21 0 1+ 2


      
−2 + 2 2 −2√ ε12 0 −1√
((3 + 2 2)I − A)ε2 = = , ε1 = .
−2 2 + 2 2 ε22 0 1− 2

Samkvæmt setningu 9.2.2 er almenn lausn


√ √
   
(3−2 2)t −1√ (3+2 2)t −1√
u(t) = β1 e + β2 e .
1+ 2 1− 2
9.2. HNEPPI MEÐ FASTASTUÐLA 231

Við þurfum næst að nna hnit vigursins b = [1, 0]t miðað við eiginvigragrunninn ε1 og ε2 .
Til þess þurfum við að leysa jöfnuhneppi
    
−1√ −1√ β1 1
= ,
1+ 2 1− 2 β2 0
   √    √ 
β1 1 1 − √2 1 1 1 1 − √2
= √ = √ .
β2 2 2 −1 − 2 −1 0 2 2 −1 − 2
Svarið er því
√ √
1 − 2 (3−2√2)t 1 + 2 (3+2√2)t
   
−1√ −1√
u(t) = √ e − √ e .
2 2 1+ 2 2 2 1− 2

Sýnidæmi 9.2.4 Reiknið út sérlausn


  á hneppinu u = Au+f (t), þar sem A táknar fylkið
0

et
úr síðasta sýnidæmi og f (t) = .
0
Lausn: Samkvæmt setningu 9.2.2 er almenn lausn hliðruðu jöfnunnar u0 = Au + f (t)
gen með formúlunni u(t) = v1 (t)ε1 + v2 (t)ε2 , þar sem
Z t
λj t
vj (t) = βj e + e λj t
e−λj τ gj (τ ) dτ,
0
√ √
eigingildin
√ t eru λ1 = 3 −
√ 2 2 og λ 2 = 3 + 2 2 og tilsvarandi eiginvigrar eru ε1 = [−1, 1 +
2] og ε2 = [−1, 1 − 2]t . Hnit fallsins f miðað við eiginvigrana ε1 og ε2 táknum við
með (g1 , g2 ). Við byrjum á því að ákvarða þau,
√ 
et
    t   
−1√ −1√ g1 (t) e g1 (t) 1 − √2
= , = √ .
1 + 2 1 − 2 g2 (t) 0 g2 (t) 2 2 −1 − 2
Þar með er
√ √
Z t √ √
(3−2 2)t (3−2 2)t
v1 (t) = β1 e +e e(−3+2 2)τ
· 1−√ 2 τ
2 2
e dτ
0
√ √
Z t √ √
= β1 e (3−2 2)t
+e(3−2 2)t
e−2(1− 2)τ 1−√ 2
2 2

0
 (3−2√2)t
= 1
β1 + 4 2 e
√ − 4 2 et ,
1

√ √
Z t √ √
v2 (t) = β2 e(3+2 2)t
+e (3+2 2)t
e(−3−2 2)τ · −1−
√ 2 eτ
2 2

0
√ √
Z t √ √
= β2 e(3+2 2)t + e(3+2 2)t e−2(1+ 2)τ −1−
√ 2 dτ
2 2
0

β1 − 4√1 2 e(3+2 2)t + 4√1 2 et ,

=
232 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Sem sérlausn getum við því tekið

et et
     
−1√ −1√ 1 t 0
up (t) = − √ + √ = −2e .
4 2 1+ 2 4 2 1− 2 1

Sýnidæmi 9.2.5 Reiknum út eigingildi og eiginvigra fylkisins


 
1 2 −1
A = 1 0 1 ,
4 −4 5

nnum síðan almenna lausn hneppisins u0 = Au og að lokum lausnina sem uppfyllir


u(0) = b með b = [−1, 0, 0]t .
Lausn: Kennijafnan er:

λ − 1 −2 1

det(λI − A) = −1 λ −1
−4 4 λ − 5

λ −1 −2 1 −2 1
= (λ − 1) + − 4
4 λ − 5 4 λ − 5 λ −1
= (λ − 1)[λ(λ − 5) + 4] + [−2(λ − 5) − 4] − 4[2 − λ]
= (λ − 1)(λ2 − 5λ + 4) + 2(λ − 2)
= (λ − 1)(λ2 − 5λ + 6) = (λ − 1)(λ − 2)(λ − 3).

Eigingildin eru því λ1 = 1, λ2 = 2 og λ3 = 3. Við ákvörðum nú eiginvigrana með því að


leysa jöfnurnar
      
0 −2 1 ε11 0 −1
(I − A)ε1 = −1
 1 −1 ε21 = 0 ,
    ε1 = 1  ,

−4 4 −4 ε31 0 2
      
1 −2 1 ε12 0 −2
(2I − A)ε2 = −1 2 −1 ε22  = 0 , ε2 =  1  ,
−4 4 −3 ε32 0 4
      
2 −2 1 ε13 0 −1
(3I − A)ε3 = −1 3 −1 ε23  = 0 , ε3 =  1  .
−4 4 −2 ε33 0 4

Almenn lausn er því


     
−1 −2 −1
t 2t  3t 
u(t) = β1 e 1 + β2 e
 1 + β3 e
 1 .
2 4 4
9.2. HNEPPI MEÐ FASTASTUÐLA 233

Nú þurfum við að ákvarða hnit b miðað við eiginvigragrunninn. Við táknum þau með
(β1 , β2 , β3 ) og þurfum að leysa þau út úr hneppinu
    
−1 −2 −1 β1 −1
1 1 1   β2 = 0  .
 
2 4 4 β3 0

Með Gauss-eyðingu fáum við (β1 , β2 , β3 ) = (0, 1, −1) og svarið er því


   
−2 −1
t 3t 
u(t) = e 1 −e
 1 .
4 4

Úrlausn með genn eiginvigragrunn


Nú skulum við gera ráð fyrir því að fylkið A ha eiginvigragrunn ε1 , . . . , εm með eigingildin
λ1 , . . . , λm . Þá getum við þáttað fylkið A í

(9.2.3) A = T ΛT −1 ,

þar sem eiginvigrarnir eru dálkar fylkisins T og Λ = diag(λ1 , . . . , λm ) er hornalínufylki


með tilsvarandi eigingildi á hornalínunni,
   
ε11 ε12 . . . ε1m λ1 0 . . . 0
 ε21 ε22 . . . ε2m   0 λ2 . . . 0 
T =  .. .. .. ..  , Λ =  .. .. . . ..  .
   
 . . . .   . . . . 
εm1 εm2 . . . εmm 0 0 ... λm

Hér skrifum við εj = [ε1j , . . . , εmj ]t . Hér mikilvægt að minnast þess að ef b er vigur í Cm ,
þá eru hnit hans β = [β1 , . . . , βm ]t miðað við grunninn {ε1 , . . . , εm } gen með jöfnunni
β = T −1 b.
Nú skulum við skoða aftur lausnina á upphafsgildisverkefninu 9.1.2. Við látum v(t) =
[v1 (t), . . . , vm (t)]t vera hnit u(t), g(t) = [g1 (t), . . . , gm (t)]t vera hnit f (t) og β = [β1 , . . . , βm ]t
vera hnit b miðað við grunninn {ε1 , . . . , εm }, þ.e. v = T −1 u, g = T −1 f og β = T −1 b. Við
reiknum nú aeiðuna af v og notum (9.2.3)

v 0 = T −1 u0 = T −1 (Au + f (t)) = T −1 T ΛT −1 u + T −1 f (t) = Λv + g(t), t ∈ I,


v(a) = T −1 u(a) = T −1 b = β

Nú er Λv = (λ1 v1 , . . . , λm vm ), svo við höfum fengið upphafsgildisverkefni fyrir v , sem sett


er fram með jöfnunum (9.2.1) og þar með er lausnin gen með (9.2.2).
234 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Nú skulum við líta á þessa formúlu ögn nánar. Við skilgreinum fylkjafallið
 
e λ1 t 0 ... 0
 0 eλ2 t ... 0 
diag(eλ1 t , . . . , eλm t ) =  .. .. .. ..  ,
 
 . . . . 
0 0 ... e λm t

og athugum síðan að T diag(eλ1 t , . . . , eλm t ) hefur dálkana eλ1 t ε1 , . . . , eλm t εm og því er

β1 eλ1 (t−a) ε1 + · · · + βm eλm (t−a) εm = T diag(eλ1 (t−a) , . . . , eλm (t−a) )β,


eλ1 (t−τ ) g1 (τ )ε1 + · · · + eλm (t−τ ) gm (τ )εm = T diag(eλ1 (t−τ ) , . . . , eλm (t−τ ) )g(τ ).

Nú er β = T −1 b og g(τ ) = T −1 f (τ ), svo við fáum umritaða framsetningu á setningu 9.2.2:

Setning 9.2.6 Látum A vera m × m fylki og gerum ráð fyrir að hægt sé að þátta A í
A = T ΛT −1 þar sem Λ er hornalínufylki með hornalínustökin λ1 , . . . , λm . Látum I vera
bil á R, a ∈ I , f ∈ C(I, Cm ) og b ∈ Cm . Þá hefur upphafsgildisverkefnið

u0 = Au + f (t), u(a) = b

ótvírætt ákvarðaða lausn á I , sem gen er með formúlunni

u(t) = T diag(eλ1 (t−a) , . . . , eλm (t−a) )T −1 b


Z t
+ T diag(eλ1 (t−τ ) , . . . , eλm (t−τ ) )T −1 f (τ ) dτ.
a

Þessi setning segir ekkert meira en setning 9.2.2 og hana höfum við sannað. Við skulum
engu að síður staðfesta að þetta sé lausn á upphafsgildisverkefninu. Athugum fyrst að
 
λ 1 e λ1 t 0 ... 0
d  0 λ 2 e λ2 t . . . 0 
diag(eλ1 t , . . . , eλm t ) =  .. .. . .. 
 
dt  . . . . . 
0 0 ... λm eλm t
= Λdiag(eλ1 t , . . . , eλm t ).

Ef við notum þessa formúlu, þá fáum við

u0 (t) = T Λdiag(eλ1 (t−a) , . . . , eλm (t−a) )T −1 b


Z t
+ T Λdiag(eλ1 (t−τ ) , . . . , eλm (t−τ ) )T −1 f (τ ) dτ + T T −1 f (t).
a
9.2. HNEPPI MEÐ FASTASTUÐLA 235

Nú notum við formúluna T Λ = T ΛT −1 T = AT og fáum



u (t) = A T diag(eλ1 (t−a) , . . . , eλm (t−a) )T −1 b
0

Z t 
λ1 (t−τ ) λm (t−τ ) −1
+ T diag(e ,...,e )T f (τ ) dτ + f (t) = Au(t) + f (t).
a

Sýnidæmi 9.2.7 Leysum verkefnið


u1 0 = 4u1 + 2u2 + cos t, u1 (0) = 1,
0
u2 = 3u1 − u2 + sin t, u2 (0) = 2.
 
4 2
Stuðlafylkið er A = . Eigingildi þess reiknum við út úr kennijöfnunni
3 −1

 λ − 4 −2
det λI − A = = (λ − 4)(λ + 1) − 6 = λ2 − 3λ − 10
−3 λ + 1
= (λ + 2)(λ − 5), λ1 = −2, λ2 = 5.

Eiginvigrana reiknum við út úr jöfnunum


      
 −6 −2 ε11 0 1
− 2I − A ε1 = = , ε1 = ,
−3 −1 ε21 0 −3
      
 1 −2 ε12 0 2
5I − A ε2 = = , ε2 = .
−3 6 ε22 0 1
Hnitunum miðað við eiginvigragrunninn er lýst með
   
  1 2 −1 1 1 −2
T = ε1 , ε2 = , T = ,
−3 1 7 3 1
    
−1 1 1 −2 1 −3/7
β=T b= = ,
7 3 1 2 5/7
    
−1 1 1 −2 cos t 1 cos t − 2 sin t
g(t) = T f (t) = = .
7 3 1 sin t 7 3 cos t + sin t
Svarið verður því
 Z t  
−3 −2t −2t 2τ 1 2
 1
u(t) = +e e e cos τ − sin τ dτ
7
0
7 7 −3
 Z t  
5 5t 5t −5τ 3 1
 2
+ 7e + e e 7
cos τ + 7 sin τ dτ .
0 1

236 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Annars stigs hneppi


Aðferðinni sem við höfum verið að lýsa er oft hægt að beita á annars stigs hneppi, til að
leysa upphafsgildisverkefni af gerðinni

(9.2.4) u00 = Au + f (t), u(a) = b, u0 (a) = c,

í því tilfelli að hægt er að skrifa

b = β1 ε1 + · · · + β` ε` , c = γ1 ε1 + · · · + γ` ε` , f (t) = g1 (t)ε1 + · · · + g` (t)ε` .

Lausnin verður þá einfaldlega af gerðinni

(9.2.5) u(t) = v1 (t)ε1 + · · · + v` (t)ε` ,

þar sem vj er lausnin á upphafsgildisverkefninu

(9.2.6) vj 00 = λj vj + gj (t), vj (a) = βj , vj 0 (a) = γj .

Þessi formúla er staðfest með beinum útreikningi. Ef við gerum ráð fyrir því að öll
eigingildin séu neikvæð λj = −ωj2 , þá notfærum við okkur að cos ωj t og sin ωj t er lausn-
argrunnur fyrir óhliðruðu jöfnuna og sin(ωj (t − τ ))/ωj er Greenfall virkjans. Þar með er
lausnin
Z t
sin(ωj (t − τ ))
(9.2.7) vj (t) = βj cos(ωj (t − a)) + (γj /ωj ) sin(ωj (t − a)) + gj (τ ) dτ.
a ωj

Í því tilfelli að hneppið (9.2.4) er hreyjöfnur einhvers eðlisfræðilegs kers, þá kallast


liðirnir vj (t)εj í lausnarformúlunni (9.2.5) sveiuhættir kersins. Þeir eru innbyrðis óháðir
eins og jöfnur (9.2.6). Í því tilfelli að lausnin verður eins og í (9.2.7), þá nefnist ωj tíðni
sveiuháttarins vj (t)εj .

Sýnidæmi 9.2.8 (Festi; framhald). Í sýnidæmi 6.3.2 leiddum við út hreyjöfnur fyrir
festi með n eins kúlum. Í tilfellinu n = 2 er þetta hneppi

 
2 −1
(9.2.8) 00 2
u = Au, A = −ω B, ω = 6 c/L, B = .
−1 2

Hér höfum við skrifað c = T /% eins og í sýnidæmi 6.3.2. Eigingildi fylkisins A eru
p

λ1 = −ω 2 µ1 og λ2 = −ω 2 µ2 , þar sem µ1 og µ2 eru eigingildi fylkisins B . Kennimargliða


B er
µ − 2 1
det(µI − B) = = (µ − 2)2 − 1 = (µ − 1)(µ − 3).
1 µ − 2
Þar með eru eigingildin
µ1 = 1, µ2 = 3.
9.2. HNEPPI MEÐ FASTASTUÐLA 237

Auðvelt er að nna eiginvigrana


   
1 1
ε1 = , ε2 = .
1 −1
Tíðnir sveiuháttanna eru
√ √ √ √
ω1 = ω µ1 = 6 c/L, ω2 = ω µ2 = 3 2 c/L.
Almenn lausn hneppisins er þar með fengin
   
1 1
(9.2.9) u(t) = c1 cos(ω1 t − α1 ) + c2 cos(ω2 t − α2 ) .
1 −1
Myndin sýnir sveiuhætti festarinnar og til samanburðar höfum við teiknað upp föllin
sin(nπx/L) og sin(2nπx/L). Þegar fengist er við Fourier-raðir kemur í ljós hvers vegna
sá samanburður er áhugaverður.
... ... .•
......
.......... .......... ... ...
...•
... ............ ..............•
........ ........... ... ......... ..
... ..
. ..... ..
..... .
. ........ ........
. ....
.. ....
.. . .. ..... ... .. .. ... .....
... ..... ..... ... ...... .....
.. ........ ......
..... ... ..... .....
... ....... .... .......... ...
.
......................................................................................................................... ....................................................................................................................
... . ... ... . ..
...
... ... ... .....
... ...
.... ....
... ...
....
..... .
.......
..
... ... ..... ... .
... ... ..... ... ..
... ... ... ... .........
... ... ... ... .
...
... ..
...
• ... ...

Mynd: Sveiuhættir festar


Nú fjölgum við perlunum í festinni um eina. Þá fáum við 3 × 3 jöfnuhneppi í (9.2.8)
með  
√ 2 −1 0
ω = 2 3 c/L, B = −1 2 −1 .
0 −1 2
Nú verða eigingildi A af gerðinni λj = −ω 2 µj , þar sem µj , j = 1, 2, 3, eru eigingildi
fylkisins B . Kennimargliðan er

µ − 2 1 0

det(µI − B) = 1 µ−2 1
0 1 µ − 2

µ − 2 1 1 0
= (µ − 2) −
1 µ − 2 1 µ − 2
= (µ − 2) (µ − 2)2 − 1 − (µ − 2)

√ √
= (µ − (2 − 2))(µ − 2)(µ − (2 + 2))
Við getum nú lesið út eigingildin
√ √
µ1 = 2 − 2, µ2 = 2, µ3 = 2 + 2.
Það er auðveldur útreikningur að nna eiginvigrana
     
√1 1 1

ε1 =  2 ,
 ε2 = 0  ,
 ε3 = − 2 .
1 −1 1
238 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Tíðnir sveiuháttanna eru


q √ √ q √
ω1 = 2 3(2 − 2) c/L, ω2 = 2 6 c/L, ω3 = 2 3(2 + 2) c/L.

Almenn lausn hneppisins er þar með fengin


     
1
√ 1 1

(9.2.10) u(t) = c1 cos(ω1 t−α1 )  2 +c2 cos(ω2 t−α2 )  0  +c3 cos(ω3 t−α3 ) − 2 .
1 −1 1

Myndin sýnir sveiuhætti festarinnar í þessu tilfelli


..
.........
• ........
.........
..
......... • ..
.....
.........
..
......... • ..... • .....
... ...
........
........ ... .... ...... ... ........... ..... ... .........
........ ... .. ... ..
....
..
...
• .
......
.
.......
..... • .....
.....
.....
....
.. ......
... ......
.
.
... ....
.....
.....
.... .. ... ... ...
.. .. ... .....
... .. .... ......
.... .... ..
.
.....
... ..
... .
... ........ .....
..... ... ..... .....
.... ... ..... ..... ...... .....
... ...... ..... ... ..... ... ......... ...... ..... .....
.......... .. ....... . ....... ..... ...... ...
.................................................................................................................
.... ....

...................................................................................................................
...
.....
..
...
.....................................................................................................................
....
....
..... ....
.
...
... ... ..... ..... ... .
.... .
.
.
.. ... ..... ..... ... ..... ....
... ... ...... .... ... .. ...
... ... .....
.
..... ... .. ..
.... ... .... ....
... ... .......... ... .
......... ..
... ... ... .. ... ... ..
.... ...
• ..... ... ... ...
... ..
......
• .....

Mynd: Sveiuhættir festar með þremur mössum




Sýnidæmi 9.2.9 (Tengdir gormar; framhald). Í sýnidæmi 1.3.3 leiddum við út hrey-
jöfnur fyrir tengda gorma.
f1 (t) f2 (t)
............................... .................................
.... ..
.............. ... . ... . ........
...........
.
.
. .. ... ...........
...........
.
.
. .. ... ... ...........
... .
. .
. . ...........
..
....
.............
...........
...........
k1 ...
.. ..
.
. .
.
...............................
.
k2 .
.
...............................
... .
..
.
. k3 ...........
...........
...........
........... .. ... .... ... .... ... ...........
........... . . . . . . . . . . . . . . . .. . . . . . . . . . . . . . ......
. . . . . . .
.. .. ... .. . .. .. ... ... . . . . .. . . . . . . . .
m1
............................................................................................................................................
........... .. .. . . .. .. .. .. .. .
.
. . . .. . .
. . .
. . . . . . .. . . ... . .. . .. . . .. . .. . ...
m2
.. ....................................................................................
. .. ....... ...... ... ...... ...... ..
.
.
. . ..
. . . . .
..
. .. ... .... . . . .. ...
.
.............. ....... ....... ....... ....... ........ ........ ....... ....... ...................................
.. ......................................................................
. ..............
........... ..... .... ..... .... ...........
........... . ... ...........
.................................. ................................ .
........... ...........
........... .. .. ...........
........... .. .. ...........
........... ...........
........... ...
. ...
. ...........
........... .......... ............................... ...........
......... .........

u1 (t) u2 (t)
Mynd:Tengdir gormar.
Jöfnuhneppið sem við fengum fyrir n = 2 er
 
00 −(k1 + k2 )/m1 k2 /m1
u = Au + f (t), A= .
k2 /m2 −(k2 + k3 )/m2

Til einföldunar skulum við nú gera ráð fyrir að m1 = m2 = m og k1 = k3 = k og setjum


κ = k2 /k . Þá einfaldast fylkið verulega,
 
k 1 + κ −κ
A=− .
m −κ 1 + κ
Eigingildin eru λ1 = −(k/m)µ1 og λ2 = −(k/m)µ2 þar sem µ1 og µ2 eru eigingildi fylkisins
 
1 + κ −κ
B= .
−κ 1 + κ
9.3. GRUNNFYLKI 239

Við reiknum eigingildin út í snatri,


 
µ−1−κ κ
= (µ − 1 − κ)2 − κ2

det µI − B =
κ µ−1−κ
= (µ − 1)(µ − 1 − 2κ), µ1 = 1, µ2 = 1 + 2κ,

og síðan eiginvigrana
      
 −κ κ ε11 0 1
1I − B ε1 = = , ε1 = ,
κ −κ ε21 0 1
      
 κ κ ε12 0 1
(1 + 2κ)I − B ε2 = = , ε2 = .
κ κ ε22 0 −1

Fylkið sem lýsir hnitaskiptunum er því


   
  1 1 −1 1/2 1/2
T = ε1 , ε2 = , T = .
1 −1 1/2 −1/2

Ef nú upphafsskilyrðin eru gen með u(0) = b og u0 (0) = c, þá fáum við vigrana


     
1 b1 + b2 1 c1 + c2 1 f1 (t) + f2 (t)
β= , γ= , g(t) = .
2 b1 − b2 2 c1 − c2 2 f1 (t) − f2 (t)

Tíðnir sveiuháttanna eru


r r r
k k k1 + 2k2
ω1 = , ω2 = (1 + 2κ) = .
m m m


9.3 Grunnfylki
Lítum á óhliðrað línulegt aeiðujöfnuhneppi

u0 = A(t)u, t ∈ I,

þar sem A ∈ C(I, Cm×m ), A(t) = (ajk (t))mj,k=1 . Mengi allra lausna myndar línulegt rúm
og í setningu 9.1.2 sýndum við fram á að það hefur víddina m. Við skulum nú sanna eina
mikilvæga aeiðingu af tilvistarsetningunni 6.7.6:

Hjálparsetning 9.3.1 Látum u1 , . . . , um vera föll í N (A). Þá eru eftirfarandi skilyrði


jafngild:
(i) Vigurföllin u1 , . . . , um eru línulega óháð á bilinu I .
(ii) Vigrarnir u1 (t), . . . , um (t) eru línulega óháðir í Rm (eða Cm ) fyrir sérhvert t ∈ I .
(iii) Vigrarnir u1 (a), . . . , um (a) eru línulega óháðir í Rm (eða Cm ) fyrir eitthvert a ∈ I . 
240 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Sönnun: Við sönnum (i)⇒(ii)⇒(iii)⇒(i), og tökum strax eftir því að (ii)⇒(iii) er algerlega
augljóst. Til þess að sanna (i)⇒(ii), þá gerum ráð fyrir að α ∈ I og
c1 u1 (α) + · · · + cm um (α) = 0,
þar sem stuðlarnir c1 , . . . , cm eru tvinntölur. Athugum nú, að vigurföllin
v(t) = c1 u1 (t) + · · · + cm um (t) og w(t) = 0, t ∈ I,
eru bæði lausn á upphafsgildisverkefninu u0 = A(t)u, u(α) = 0. Fyrst lausnin er ótvírætt
ákvörðuð, þá er v = w og þar með gildir
0 = c1 u1 (t) + · · · + cm um (t), t ∈ I.
Samkvæmt (i) eru vigurföllin u1 , . . . , um línulega óháð og þar með er c1 = · · · = cm = 0.
Þar með eru vigrarnir u1 (α), . . . , um (α) línulega óháðir og (ii) gildir.
Til þess að sanna (iii)⇒(i), þá gerum ráð fyrir að 0 = c1 u1 (t) + · · · + cm um (t) fyrir öll
t ∈ I . Þá gildir sérstaklega 0 = c1 u1 (a) + · · · + cm um (a). Fyrst vigrarnir u1 (a), . . . , um (a)
eru línulega óháðir, þá er c1 = · · · = cm = 0 og við höfum sannað (i). 
Skilgreining 9.3.2 Fylki af gerðinni
Φ(t) = [u1 (t), . . . , um (t)], t ∈ I,
þar sem dálkavigrarnir u1 , . . . , um mynda grunn í núllrúminu N (A) fyrir aeiðujöfnu-
hneppið u0 = A(t)u, kallast grunnfylki fyrir aeiðujöfnuhneppið. 
Samkvæmt hjálparsetningu 9.3.1, þá eru dálkarnir í Φ(t) línulega óháðir fyrir öll t ∈ I
og þar með er andhverfan Φ(t)−1 til í sérhverjum punkti t ∈ I . Við sjáum jafnframt að
Φ0 (t) = [u1 0 (t), . . . , um 0 (t)] =
(9.3.1) = [A(t)u1 (t), . . . , A(t)um (t)] =
= A(t)Φ(t).
Af hjálparsetningu 9.3.1 leiðir einnig að ef m × m fylkjafallið Φ uppfyllir Φ0 = A(t)Φ og
Φ(a) hefur andhverfu fyrir eitthvert a ∈ I , þá er Φ(t) grunnfylki fyrir aeiðujöfnuhneppið
u0 = A(t)u.
Setning 9.3.3 Látum Φ og Ψ vera tvö grunnfylki fyrir jöfnuhneppið u0 = A(t)u. Þá er
til andhverfanlegt fylki B þannig að
(9.3.2) Ψ(t) = Φ(t)B.

Sönnun: Við getum skrifað Φ = [u1 , . . . , um ] og Ψ = [v1 , . . . , vm ], þar sem {u1 , . . . , um }
og {v1 , . . . , vm } eru grunnar í N (A). Þá er til andhverfanlegt fylki B = (bjk ) sem lýsir
hnitaskiptunum miðað við grunnana tvo, en stök þess uppfylla
m
X
vk (t) = bjk uj (t), k = 1, . . . , m, t ∈ I.
j=1

Þessar jöfnur eru greinilega jafngildar (9.3.2). 


9.3. GRUNNFYLKI 241

Upphafsgildisverkefni fyrir grunnfylki


Við fáum nú lýsingu á lausn upphafsgildisverkefnisins með grunnfylkjum:

Setning 9.3.4 Látum Φ(t) vera grunnfylki fyrir jöfnuhneppið u0 = A(t)u.


(i) Sérhvert stak í N (A) er af gerðinni u(t) = Φ(t)c, þar sem c er vigur í Cm .
(ii) Vigurfallið up , sem geð er með formúlunni
Z t
up (t) = Φ(t) Φ(τ )−1 f (τ ) dτ,
a

uppfyllir u0 = A(t)u + f (t) og u(a) = 0.


(iii) Lausnin á upphafsgildisverkefninu u0 = A(t)u+f (t), u(a) = b er gen með formúlunni
Z t
−1
u(t) = Φ(t)Φ(a) b + Φ(t) Φ(τ )−1 f (τ ) dτ.
a

Sönnun: (i) Margfeldi fylkis og dálkvigurs er einfaldlega línuleg samantekt á dálkum


fylkisins með stuðlum vigursins.
(ii) Regla Leibniz gefur okkur
Z t
0 0
up (t) = Φ (t) Φ(τ )−1 f (τ ) dτ + Φ(t)Φ(t)−1 f (t) =
a
Z t
= A(t)Φ(t) Φ(τ )−1 f (τ ) dτ + f (t) = A(t)up (t) + f (t).
a

(iii) Þetta er augljós aeiðing af (i) og (ii). 


Nú getum við beitt setningu 9.3.4 á dálkana í m × m fylkinu U (t) og fengið eftirfarandi
tilvistarsetningu:

Setning 9.3.5 Látum A, F ∈ C(I, Cm×m ) og látum Φ vera grunnfylki fyrir A. Þá hefur
m × m fylkjaaeiðujafnan

U 0 = A(t)U + F (t), U (a) = B,

ótvírætt ákvarðaða lausn U (t), sem gen er með formúlunni


Z t
−1
U (t) = Φ(t)Φ(a) B + Φ(t) Φ(τ )−1 F (τ ) dτ.
a


242 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Hneppi með fastastuðla


Gerum nú ráð fyrir því að A ha fastastuðla og að eiginvigrar þess myndi grunn í Cm .
Eins og við höfum áður sannfært okkur um, þá er það jafngilt því að unnt sé að þátta
fylkið A í
A = T ΛT −1 ,

þar sem Λ er hornalínufylki með eigingildin á hornalínunni,


 
λ1 0 . . . 0
 0 λ2 . . . 0 
Λ = diag(λ1 , . . . , λm ) =  .. .. . . ..  .
 
. . . . 
0 0 . . . λm

Lítum á fylkið
Φ(t) = T diag(etλ1 , . . . , etλm )T −1 .

Það uppfyllir

Φ0 (t) = T diag(λ1 etλ1 , . . . , λm etλm )T −1 =


= T diag(λ1 , . . . , λm )diag(etλ1 , . . . , etλm )T −1 =
= T ΛT −1 T diag(etλ1 , . . . , etλm )T −1 =
= AΦ(t),

með upphafsskilyrðinu
Φ(0) = I.

Þar með er Φ grunnfylki fyrir hneppið u0 = Au. Hér er komin grunnlausnin sem við
notuðum í útleiðslu okkar í grein 9.2.

9.4 Fylkjamargliður og fylkjaveldaraðir


Ef A er m × m fylki og p(λ) er margliða af tvinnbreytistærðinni λ,

p(λ) = a0 + a1 λ + · · · + an λn ,

þá getum við skilgreint fylkjamargliðuna p(A) með formúlunni

p(A) = a0 I + a1 A + · · · + an An ,

þar sem I táknar m × meiningarfylkið. Hér höfum við einfaldlega skipt á veldum λk af
λ og veldum Ak af A og jafnframt margfaldað fastaliðinn með einingarfylkinu I . Til þess
að geta stungið A inn í óendanlegar veldaraðir, þá þurfum við að skilgreina samleitni:
9.4. FYLKJAMARGLIÐUR OG FYLKJAVELDARAÐIR 243

Samleitnar fylkjarunur
Skilgreining 9.4.1 Runa {Cn }∞
`,m
n=0 , af ` × m fylkjum Cn = cjkn j=1,k=1
er sögð vera
samleitin ef allar stuðlarunurnar
{cjkn }∞
n=0 , j = 1, . . . , `, k = 1, . . . , m.
`,m
eru samleitnar. Fylkið C = cjk j=1,k=1 sem hefur stuðlana

cjk = lim cjkn , j = 1, . . . , `, k = 1, . . . , m,


n→∞

kallast markgildi rununnar {Cn }∞


n=0 og við táknum það með

C = lim Cn .
n→∞
P∞
Óendanleg summa n=0 Cn af `×m fylkjum er sögð vera samleitin, ef runan af hlutsumm-
∞ P∞
um { Nn=0 Cn }N =0 er samleitin. Við táknum markgildið einnig með n=0 Cn ,
P


X N
X
Cn = lim Cn .
N →∞
n=0 n=0


P∞ P∞
Ef Cn = an An og A0 = I , þá er n=0 Cn = n=0 an An veldaröð.

Fylkjastaðall
Til þess að geta skorið úr um samleitni veldaraða þá þurfum við að tengja fylkið við
samleitnigeisla raðarinnar. Til þess innleiðum við:

Skilgreining 9.4.2 (Fylkjastaðall ). Ef A er ` × m fylki, A = (ajk ), með tvinntölustök,


þá skilgreinum við staðalinn kAk af A með formúlunni
` X
X m
kAk = |ajk |.
j=1 k=1

Við köllum töluna kAk einnig lengd fylkisins A. 


Setning 9.4.3 (Reiknireglur um fylkjastaðal). (i) Ef A og B eru ` × m fylki með stök
í C og c ∈ C, þá er
kA + Bk ≤ kAk + kBk og kcAk = |c|kAk.
(ii) Ef A er ` × m fylki og B er m × n fylki, þá er
kABk ≤ kAkkBk.
(iii) Ef A er m × m fylki, þá er
kAn k ≤ kAkn .

244 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Sönnun: (i). Þetta er mjög auðvelt og er eftirlátið lesandanum.


Pm
(ii) Skrifum AB = (cjk )`,n
j=1,k=1 , cjk = p=1 ajp bpk . Þá er

X n
` X m
X ` X
X m n
X
kABk = | ajp bpk | ≤ |ajp | |bpk | ≤
j=1 k=1 p=1 j=1 p=1 k=1
` X
X m
≤ |ajp |kBk = kAkkBk
j=1 p=1

(iii) Þetta fæst með þrepun út frá (ii). 

Samleitnar fylkjaraðir
Setning 9.4.4 (Samleitnipróf fyrir fylkjaraðir). Látum {Cn } veraP∞runu af `×m fylkjum
þannig að talnaröðin ∞ sé samleitin. Þá er fylkjaröðin n=0 Cn samleitin.
P
n=0 kC n k 

Sönnun: Við skrifum P∞Cn = (cjkn ). Þá er |cjkn | ≤ kCn k fyrir öll j og k , og þar með eru
tvinntalnaraðirnar n=0 cjknP∞samleitnar fyrir öll j og k , en það er samkvæmt skilgreiningu
jafngilt því að fylkjaröðin n=0 Cn sé samleitin. 

Fylgisetning 9.4.5 Látum


P∞
vera veldaröð með tvinntölustuðla og gerum ráð
n=0 cn z
n

fyrir að samleitnigeisli hennar sé


P∞% > 0. Ef A er m × m fylki með tvinntölustuðla og
kAk < %, þá er fylkjaveldaröðin n=0 cn An samleitin. 

Sönnun: AfP∞setningu 9.4.3 (iii) leiðir að kcn An k ≤ |cn |kAkn . Fyrst kAk < %, þá er
talnaröðin n=0 |cn |kAkn samleitin og því leiðir þetta af setningu 9.4.4.

Hugsum okkur nú að f : S(0, %) → C sé fágað fall sem geð er með


X
f (z) = cn z n , z ∈ S(0, %).
n=0

Ef A er m × m fylki og kAk < %, þá getum við skilgreint m × m fylkið f (A) með því að
stinga A inn í veldaröðina fyrir fágaða fallið f ,


X
f (A) = cn An ,
n=0

því fylkjaveldaröðin í hægri hliðinni er samleitin. Við skilgreinum A0 = I . Ef við vitum


að f er fágað fall á öllu C þá þurfum við engar áhyggjur að hafa af samleitninni og við
getum sett hvaða m × m fylki sem er inn í röðina. Sem dæmi um fylkjaföll getum við
9.5. VELDISVÍSISFYLKIÐ 245

tekið

A
X 1 n 1 1
e = A = I + A + A2 + A3 + · · · ,
n=0
n! 2! 3!

X (−1)n 1 2 1 4
cos A = A2n = I − A + A − ··· ,
n=0
(2n)! 2! 4!

X (−1)n 1 1
sin A = A2n+1 = A − A3 + A5 − · · · ,
n=0
(2n + 1)! 3! 5!

X 1 1 1
cosh A = A2n = I + A2 + A4 + · · · ,
n=0
(2n)! 2! 4!

X 1 1 1
sinh A = A2n+1 = A + A3 + A5 + · · · ,
n=0
(2n + 1)! 3! 5!

X (−1)n+1 1 1
ln(I + A) = An = A − A2 + A3 − · · · ,
n=1
n 2 3
X∞
(I − A)−1 = An = I + A + A2 + · · · ,
n=0
α(α − 1) 2 α(α − 1)(α − 2) 3
(I + A)α = I + αA + A + A + ··· .
2! 3!
Fyrstu mm raðirnar eru vel skilgreindar fyrir öll m × m fylki, en hinar þrjár eru vel
skilgreindar ef kAk < 1.

9.5 Veldisvísisfylkið
Nú ætlum við að nna almenna formúlu fyrir grunnfylki fyrir línulegt jöfnuhneppi með
fastastuðla. Í grein 9.3 sáum við hvernig grunnfylkið lítur út í því tilfelli að eiginvigrar
stuðlafylkisins myndi grunn í Cm . Við byrjum á því að skoða rununa {un } sem skilgreind
var í aðferð Picards til að sanna setningu 6.7.5. Hún er

u0 (t) = b,
Z t
u1 (t) = b + Ab dτ = (I + tA)b,
0
Z t
1
u2 (t) = b + A(I + τ A)b dτ = (I + tA + (tA)2 )b,
0 2
Z t 2
τ 1 1
u3 (t) = b + A(I + τ A + A2 )b dτ = (I + tA + (tA)2 + (tA)3 )b,
0 2 2 3!
1
un (t) = (I + tA + · · · + (tA)n )b.
n!
Í sönnun okkar á tilvistarsetningunni sýndum við fram á að þessi runa er samleitin í
jöfnum mæli á sérhverju takmörkuðu bili á rauntalnaásnum R. Með því að velja vigurinn
246 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

b sem grunnvigrana

[1, 0, . . . , 0]t , [0, 1, 0, . . . , 0]t . . . , [0, . . . , 0, 1]t ,


1 P∞
þá fáum við út úr aðferð Picards að fylkjaröðin (tA)n er samleitin. Við sjáum að
n=0
n!
hér er komin veldaröðin fyrir veldisvísisfallið og sem grunnfylki fyrir jöfnuhneppið u0 = Au
fáum við síðan Φ(t) = etA .

Setning 9.5.1 Fylkjafallið Φ(t) = etA er hin ótvírætt ákvarðaða lausn upphafsgildisverk-
efnisins
Φ0 (t) = AΦ(t), t ∈ R, Φ(0) = I.


Sönnun: Við vitum að dálkarnir í Φ(t) mynda grunn í núllrúminu N (A) og Φ(0) = I , svo
þetta er alveg augljóst. 
Nú skulum við sjá hvernig unnt er að nota tilvistarsetninguna fyrir línuleg hneppi til
þess að sanna samlagningarformúluna fyrir fylkjaveldisvísisfallið :

Setning 9.5.2 Ef A og B eru m × m fylki og AB = BA, þá er


(9.5.1) eA+B = eA eB = eB eA .

Sönnun: Við byrjum á því að líta á fallið Φ(t) = BetA . Það uppfyllir

Φ0 (t) = BAetA = ABetA = AΦ(t), Φ(0) = B,

og tilvistarsetningin 9.3.5 segir okkur að Φ(t) = etA B og þar með höfum við sannað að

etA B = BetA .

Með því að skipta á hlutverkum A og B í þessar röksemdafærslu fáum við jafnframt

AetB = etB A.

Nú skulum við líta á fallið Φ(t) = etA etB . Regla Leibniz gefur okkur

Φ0 (t) = AetA etB + etA BetB = AetA etB + BetA etB =


= (A + B)Φ(t), Φ(0) = I.

Fylkjafallið Ψ(t) = et(A+B) uppfyllir Ψ0 (t) = (A + B)Ψ(t) og Ψ(0) = I . Setning 9.3.5 gefur
okkur því að Φ = Ψ. Þar með höfum við sannað et(A+B) = etA etB fyrir öll t ∈ R. Með því
að skipta aftur á hlutverkum A og B fáum við einnig að et(A+B) = etB etA . 

Fylgisetning 9.5.3 Fylkið etA hefur andhverfuna e−tA . 


9.6. CAYLEYHAMILTONSETNINGIN 247

Setningu 9.5.2 er ekki nokkur vandi að alhæfa:

Setning 9.5.4 Ef A og B eru m × m fylki og AB = BA, f og g eru fáguð föll á S(0, %),
kAk < % og kBk < %, þá er
f (A)g(B) = g(B)f (A).


Sönnun: Við eftirlátum lesandanum að útfæra sönnunina í smáatriðum. Fyrsta skreð er


að sanna með þrepun að Ak B ` = B ` Ak . Síðan er sýnt að margfalda megi raðir fallanna
saman eins og venjulegar samleitnar veldaraðir. 

Setning 9.5.5 Ef A = T BT −1 , f (z) = ∞ n=0 an z er fágað fall, geð með veldaröð sem
n
P
hefur samleitnigeisla > kAk, þá er f (A) = T f (B)T −1 . 

Sönnun: Með þrepun fáum við Ak = T B k T −1 og að því fengnu er þetta ljóst. 


Látum nú A vera m × m fylki og gerum ráð því að eiginvigrarnir ε1 , . . . , εm með tilliti
til eigingildanna λ1 , . . . , λm myndi grunn í Cm . Það er jafgilt því að unnt sé að þátta
fylkið A í
A = T ΛT −1 ,
þar sem ε1 , . . . , εm mynda dálkana í T og Λ = diag(λ1 , . . . , λm ). Setning 9.5.5 gefur nú

etA = T etΛ T −1 .

9.6 CayleyHamiltonsetningin
Veldisvísisfylkið etA af m × m fylki A, er geð með óendanlegri veldaröð, sem ekki er
árennileg við fyrstu sýn. Við ætlum nú að sýna fram á að ætíð sé unnt að skrifa etA á
forminu
etA = f0 (t)I + f1 (t)A + · · · + fm−1 (t)Am−1 ,
þar sem föllin f0 , . . . , fm−1 eru gen með samleitnum veldaröðum á R. Veldisvísisfallið
etA er sem sagt margliða í A af stigi ≤ (m − 1) með tvinntölustuðla sem eru háðir t.

Skilgreining 9.6.1 Ef A er m × m fylki með stuðla í C, þá táknum við kennimargliðu


þess með pA (λ),
pA (λ) = det(λI − A).


Við getum skrifað

pA (λ) = a0 + a1 λ + · · · + am−1 λm−1 + λm

og jafnframt myndað fylkjamargliðuna pA (A), sem er m × m fylki, með því að setja A inn
í þessa formúlu,
pA (A) = a0 I + a1 A + · · · + am−1 Am−1 + Am .
248 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Setning 9.6.2 (CayleyHamilton). Ef A er m × m fylki, þá er pA (A) = 0.



Við athugum fyrst að setningin er algerlega augljós ef eiginvigrar A mynda grunn í
Cm , því þá er unnt að þátta fylkið A í A = T ΛT −1 , þar sem Λ = diag(λ1 , . . . , λm ) er
hornalínufylkið með eigingildin á hornalínunni og
pA (A) = T pA (Λ)T −1 = T diag(pA (λ1 ), . . . , pA (λm ))T −1 = 0
því eigingildin λ1 , . . . , λm eru núllstövar kennimargliðunnar pA .
Sönnun á setningu CayleyHamilton: Við lítum á fylkið λI − A og látum adj(λI − A)
tákna fylgiþáttafylki þess. Þá gildir jafnan
(9.6.1) (λI − A)adj(λI − A)t = det(λI − A)I = pA (λ)I.
Sérhvert stak í adj(λI − A) er myndað úr (m − 1) × (m − 1) hlutákveðu úr λI − A og er
þar með margliða af stigi ≤ (m − 1) í λ. Þetta segir okkur að við getum skrifað
adj(λI − A) = B0 + λB1 + · · · + λm−1 Bm−1 ,
þar sem Bj eru m × m fylki. Ef við margföldum með λI − A, þá segir jafnan (9.6.1) okkur

(λI − A)(B0 + λB1 + · · · + λm−1 Bm−1 ) =


− AB0 + λ(B0 − AB1 ) + λ2 (B1 − AB2 ) + · · · + λm−1 (Bm−2 − ABm−1 ) + λm Bm−1
= a0 I + a1 λI + · · · + am−1 λm−1 I + λm I.
Þetta er jafna sem gildir um öll λ. Nú berum við saman stuðla og fáum −AB0 = a0 I ,
B0 − AB1 = a1 I , B1 − AB2 o.s.frv. Við margföldum fyrstu jöfnuna með A0 = I , aðra
jöfnu með A1 = A, þriðju jöfnu með A2 o.s.frv. og leggjum saman. Þá fæst jafnan

− AB0 + A(B0 − AB1 ) + A2 (B1 − AB2 ) + · · · + Am−1 (Bm−2 − ABm−1 ) + Am Bm−1


= pA (A).
Nú tökum við eftir því að liðirnir í vinstri hlið þessarar jöfnu ganga út tveir og tveir hver
á móti öðrum. Vinstri hliðin er sem sagt núllfylkið og setningin er sönnuð. 

 
0 −1
Sýnidæmi 9.6.3 Lítum á fylkið A = . Kennimargliða þess er pA (λ) = λ2 + 1,
1 0
svo setning CayleyHamilton segir að A2 = −I . En af þessari formúlu leiðir síðan
A2k = (−1)k I, A2k+1 = (−1)k A.
Veldisvísisfylkið verður
∞ ∞
tA
X (−1)k 2k
X (−1)k 2k+1  
e = t I+ t A = cos t I + sin t A.
k=0
(2k)! k=0
(2k + 1)!


9.6. CAYLEYHAMILTONSETNINGIN 249

Sýnidæmi 9.6.4 Sem framhald af síðasta dæmi getum við tekið


     
a −b 1 0 0 −1
A= = aI + bJ, I= , J= .
b a 0 1 1 0

Fylkin I og J víxlast svo

etA = etaI etbJ = eat ((cos bt)I + (sin bt)J).

Nú skulum við athuga hvaða þýðingu setning CayleyHamilton hefur. Ef við skrifum

pA (λ) = λm + am−1 λm−1 + · · · + a1 λ + a0 ,

þá gefur hún að

(9.6.2) Am = −a0 I − a1 A − · · · − am−1 Am−1 .

Með þrepun fáum við síðan að fyrir sérhvert n ≥ m eru til stuðlar cjn þannig að
1 n
A = c0n I + c1n A + · · · + cm−1,n Am−1 .
n!
Þegar við stingum þessu inn í veldaröðina fyrir etA , þá fáum við
m−1
XX ∞ 
tA n
e = cjn t Aj .
j=0 n=0

Þessi formúla er alls ekki svo fráleit til útreikninga á tölvu, því við fáum rakningarformúlur
fyrir stuðlana út frá (9.6.2) og

1 1 1
An+1 = A · An =
(n + 1)! n+1 n!
c0n c1n 2 cm−1,n m
= A+ A + ··· + A =
n+1 n+1 n+1
−cm−1,n a0 c0n − cm−1,n a1 cm−2,n − cm−1,n am−1 m−1
= I+ A + ··· + A .
n+1 n+1 n+1
Stuðlarnir með númer n = 0, . . . , m − 1 eru gefnir með

c0n c1n . . . c(m−1),n


n=0 1/0! 0 . . . 0
n=1 0 1/1! . . . 0
.. .. .. .. ..
. . . . .
n=m−1 0 0 ... 1/n!.
250 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Rakningarformúlurnar fyrir stuðlana með númer n ≥ m verða síðan

−cm−1,n a0
c0,n+1 = ,
n+1
cj−1,n − cm−1,n aj
cj,n+1 = , j = 1, . . . , m − 1.
n+1

Það er greinilega auðvelt að forrita þetta í tölvu. Lausnin á upphafsgildisverkefninu u0 =


Au, u(0) = b er síðan

X  ∞
X 
tA n n
u(t) = e b = c0n t b0 + · · · + cm−1,n t bm−1 ,
n=0 n=0

þar sem vigrarnir b0 , . . . , bm−1 eru reiknaðir út frá

b0 = b, b1 = Ab, b2 = A2 b = Ab1 , . . . , bm−1 = Am−1 b = Abm−2 .

9.7 Newton-margliður
Brúunarverkefni
Látum f ∈ O(C) vera geð fall, látum α1 , . . . , α` vera ólíka punkta í C, látum m1 , . . . , m`
vera jákvæðar heiltölur og setjum m = m1 + · · · + m` . Nú ætlum við að sýna fram á að
það verkefni að nna margliðu r af stigi < m, sem uppfyllir

(9.7.1) f (j) (αk ) = r(j) (αk ), j = 0, . . . , mk − 1, k = 1, . . . , `,

ha ótvírætt ákvarðaða lausn r og við ætlum jafnframt að nna formúlu fyrir margliðuna
r. Verkefni af þessu tagi nefnist brúunarverkefni. Síðan munum við sjá hvernig þessar
formúlur eru notaðar til þess að reikna út veldisvísisfylkið etA .

Úrlausn á brúunarverkefninu
Við skilgreinum rununa λ1 , . . . , λm með því að telja α1 , . . . , α` með margfeldni, þannig að
fyrstu m1 gildin á λj séu α1 , næstu m2 gildin á λj séu α2 o.s.frv. Við skilgreinum síðan

(9.7.2) p(z) = (z − α1 )m1 · · · (z − α` )m` = (z − λ1 ) · · · (z − λm ).

Athugum sértilfellið þegar ` = 1. Þá getum við skrifað lausnina r beint niður því hún
er Taylor-margliða fallsins f í punktinum α1 númer m − 1,

0 f (m−1) (α1 )
r(z) = f (α1 ) + f (α1 )(z − α1 ) + · · · + (z − α1 )m−1 .
(m − 1)!

Almenna niðurstaðan er:


9.7. NEWTON-MARGLIÐUR 251

Setning 9.7.1 Látum f ∈ O(C), α1 , . . . , α` vera ólíka punkta í C, m1 , . . . , m` vera já-


kvæðar heiltölur, setjum m = m1 + · · · + m` og skilgreinum p(z) með (9.7.2). Þá er til
margliða r af stigi < m og g ∈ O(C) þannig að

(9.7.3) f (z) = r(z) + p(z)g(z), z ∈ C.


Margliðan r er lausn á (9.7.1). Bæði r og g eru ótvírætt ákvörðuð og eru gen með
formúlunum

r(z) = f [λ1 ] + f [λ1 , λ2 ](z − λ1 ) + · · ·


+ f [λ1 , . . . , λm ](z − λ1 ) · · · (z − λm−1 )
og
g(z) = f [λ1 , . . . , λm , z](z − λ1 ) · · · (z − λm ),
þar sem mismunakvótarnir eru skilgreindir með
 (j)
 f (λi ) ,

 λi = · · · = λi+j ,
(9.7.4) f [λi , . . . , λi+j ] = j!
f [λ i , . . . , λi+j−1 ] − f [λi+1 , . . . , λi+j ]
, λi 6= λi+j ,


λi − λi+j

fyrir i = 1, . . . , m og j = 0, . . . , m − i. 

Sönnun: Til þess að sanna að r sé lausn á brúunarverkefninu, þá athugum við að fallið


h(z) = p(z)g(z) hefur núllstöð af stigi mk í punktinum αk og þar með er h(j) (αk ) = 0 ef
0 ≤ j < mk . Þar með leiðir (9.7.1) beint af (9.7.3).
Til þess að sanna ótvíræðnina, þá hugsum við okkur að f (z) = r1 (z) + p(z)g1 (z) =
r2 (z) + p(z)g2 (z), þar sem r1 og r2 eru margliður af stigi < m og g1 og g2 eru fáguð föll á
C. Þá fæst
r1 (z) − r2 (z) = (z − α1 )m1 · · · (z − α` )m` (g2 (z) − g1 (z))
Ef r1 6= r2 , þá stæði margliða af stigi < m í vinstri hlið jöfnunnar, en hægri hliðin segir
að samanlögð margfeldni núllstöðvanna sé að minnsta kosti m. Þetta fær ekki staðist og
því er r1 = r2 . Við styttum síðan p út jöfnunni og fáum g1 = g2 .
Nú skulum við sýna fram á að fyrir sérhvert f ∈ O(C) sé til margliða r af stigi < m
og g ∈ O(C) þannig að (9.7.3) gildi. Við byrjum á því að láta γr vera stikun á hringnum
∂S(0, r) með miðju 0 og geisla r og veljum r það stórt að punktarnir z, α1 , . . . , α` séu allir
innihaldnir í S(0, r). Cauchy-formúlan gefur okkur þá
Z
1 f (ζ)
f (z) = dζ.
2πi γr ζ − z
Við athugum nú að
1 1 (z − λ1 ) 1
= + · .
ζ −z ζ − λ1 (ζ − λ1 ) ζ − z
Ef við beitum þessari formúlu á síðasta þáttinn með λ2 í hlutverki λ1 , þá fáum við
1 1 (z − λ1 ) (z − λ1 )(z − λ2 ) 1
= + + · .
ζ −z ζ − λ1 (ζ − λ1 )(ζ − λ2 ) (ζ − λ1 )(ζ − λ2 ) ζ − z
252 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Ef við höldum þessari liðun áfram rununa λ1 , . . . , λm á enda, þá fáum við


m−1
X (z − λ1 ) · · · (z − λj )
1 1
= +
ζ −z ζ − λ1 j=1 (ζ − λ1 ) · · · (ζ − λj+1 )
(z − λ1 ) · · · (z − λm ) 1
+ · .
(ζ − λ1 ) · · · (ζ − λm ) ζ − z

Teljarinn í síðasta liðnum er p(z). Við setjum nú þessa liðun inn í Cauchy-formúluna og
fáum

(9.7.5) f (z) = c1 + c2 (z − λ1 ) + · · · + cm (z − λ1 ) · · · (z − λm−1 ) + p(z)g(z),

þar sem stuðlarnir cj og fallið g eru gen með


Z
1 f (ζ)
(9.7.6) cj = dζ,
2πi γr (ζ − λ1 ) · · · (ζ − λj )
Z
1 f (ζ) dζ
(9.7.7) g(z) = ·
2πi γr (ζ − λ1 ) · · · (ζ − λm ) (ζ − z)

Með (9.7.5) höfum við sýnt fram á að hægt er að liða f eins og lýst er í (9.7.3) og við
höfum séð að slík liðun er ótvírætt ákvörðuð.
Nú skilgreinum við f [λi , . . . , λi+j ] sem stuðulinn við veldið z j í brúunarmargliðunni
sem svarar til punktanna λi , . . . , λi+j . Nú beitum við formúlu (9.7.6) með i í hlutverki
tölunnar 1 og i+j í hlutverki m og sjáum að f [λi , . . . , λi+j ] er óháður röðinni á punktunum
λi , . . . , λi+j og

c1 = f [λi ] = f (λi ), ck = f [λi , . . . , λi+k ], g(z) = f [λi , · · · , λi+j , z].

þar sem k er notað sem stiki í summunni. Nú er einungis eftir að sýna að stuðlarnir
f [λ1 , . . . λj ] séu mismunakvótar. Við göngum út frá því að punktarnir λ1 , . . . λm séu
fengnir með því að telja punktana α1 , . . . , α` upp með margfeldni, eins og lýst var í uppha
greinarinnar. Cauchy-formúlan fyrir aeiður og (9.7.6) gefa fyrra tilfellið í (9.7.4). Við
fáum hins vegar seinna tilfellið í (9.7.4) með því að beita

1 1
(9.7.8) −
(z − λi ) · · · (z − λi+j−1 ) (z − λi+1 ) · · · (z − λi+j )
λi − λi+j
=
(z − λi ) · · · (z − λi+j )

í heildunarformúlunni (9.7.6). 
Framsetningin á brúunarmargliðunni r, sem við notum hér, er kennd við Newton. Í
þessari útleiðslu höfum við gert ráð fyrir því að f sé fágað á öllu C. En með því að huga
vel að valinu á veginum sem heildað er yr, þá er hægt að sýna fram á að þessar formúlur
gildi í hvaða svæði sem er.
9.7. NEWTON-MARGLIÐUR 253

Newton-margliður
Nú segir setning CayleyHamilton okkur að sérhvert veldi An af m × m fylkinu A með
n ≥ m megi skrifa sem línulega samantekt af I, A, . . . , Am−1 , og af því leiðir að fylkjafall
f (A), sem geð er með samleitinni veldaröð, er í raun margliða í A af stigi ≤ (m − 1).
Nú viljum við reikna út þessa margliðu og nota til þess fallgildin f (z). Í tilfellinu m = 4
þurfum við fyrst að reikna út mismuakvótatöuna

f [λ1 ]
f [λ1 , λ2 ]
f [λ2 ] f [λ1 , λ2 , λ3 ]
f [λ2 , λ3 ] f [λ1 , λ2 , λ3 , λ4 ]
f [λ3 ] f [λ2 , λ3 , λ4 ]
f [λ3 , λ4 ]
f [λ4 ]

þar sem λ1 , . . . , λ4 er upptalning með margfeldni á núllstöðvum kennimargliðu A. Marglið-


an r(z) er síðan reiknuð út frá hornalínustökunum

r(z) = f [λ1 ] + f [λ1 , λ2 ](z − λ1 ) + f [λ1 , λ2 , λ3 ](z − λ1 )(z − λ2 )


+ f [λ1 , λ2 , λ3 , λ4 ](z − λ1 )(z − λ2 )(z − λ3 ).

Fylkið f (A) fæst nú með því að stinga A inn í formúluna í stað breytunnar z og setja I
inn í stað allra fastaliða í margliðuþáttum,

f (A) = f [λ1 ]I + f [λ1 , λ2 ](A − λ1 I) + f [λ1 , λ2 , λ3 ](A − λ1 I)(A − λ2 I)


+ f [λ1 , λ2 , λ3 , λ4 ](A − λ1 I)(A − λ2 I)(A − λ3 I).

Veldisvísisfylkið
Við fórum út í þetta æntýri til þes að reikna út margliðuna etA , sem byggir á fallinu
f (z) = etz , þar sem t er raunbreytistærð. Aeiðurnar eru

f 0 (z) = tetz , f 00 (z) = t2 etz , f 000 (z) = t3 etz , ....

Margliðan p verður síðan kennimargliða fylkisins A.

Sýnidæmi 9.7.2 (i) Gerum ráð fyrir að A sé 2 × 2 fylki með ólík eigingildi α1 og α2 . Þá
er kennimargliðan pA (z) = (z − α1 )(z − α2 ) og mismunakvótataan

etα1
etα1 − etα2
α1 − α2
etα2

og við fáum
etα1 − etα2
etz = etα1 + (z − α1 ) + (z − α1 )(z − α2 )g(z),
α1 − α2
254 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

sem gefur okkur formúluna fyrir etA ,


etα1 − etα2
etA = etα1 I + (A − α1 I).
α1 − α2
(ii) Ef hins vegar A er 2×2 fylki með aðeins eitt eigingildi α1 , þá verður mismunakvótata-
an
etα1
tetα1
etα1
og við fáum
etz = etα1 + tetα1 (z − α1 ) + (z − α1 )2 g(z).
Veldisvísisfylkið verður því

etA = etα1 I + tetα1 (A − α1 I).

(iii) Ef A er 3 × 3 fylki með þrjú ólík eigingildi, α1 , α2 , α3 þá verður mismunakvótataan

etα1
etα1 − etα2
α1 − α2
etα1 − etα2 etα2 − etα3
 
1
etα2 −
α1 − α3 α1 − α2 α2 − α3
etα2 − etα3
α2 − α3
etα3

og formúlan fyrir etA verður

etα1 − etα2
etA = etα1 I + (A − α1 I)+
α1 − α2
 tα1
e − etα2 etα2 − etα3

1
+ − (A − α1 I)(A − α2 I).
α1 − α3 α1 − α2 α2 − α3
(iv) Ef A er 3 × 3 fylki með tvö ólík eigingildi, α1 tvöfalt og α2 einfalt, þá verður mis-
munakvótataan
etα1
tetα1
etα1 − etα2
 
tα1 1 tα1
e te −
α1 − α2 α1 − α2
etα1 − etα2
α1 − α2
etα2
og formúlan verður
etα1 − etα2
 
tA tα1 tα1 1 tα1
e =e I + te (A − α1 I) + te − (A − α1 I)2 .
α1 − α2 α1 − α2
9.7. NEWTON-MARGLIÐUR 255

(v) Að lokum skulum við líta á tilfellið að A sé 3 × 3 fylki með eitt eigingildi α1 . Mis-
munakvótataan verður þá einfaldlega

etα1
tetα1
t2 tα1
etα1 e
2
tetα1
tα1
e

og veldisvísisfylkið verður

t2 tα1
etA = etα1 I + tetα1 (A − α1 I) + e (A − α1 I)2 .
2


Hugsum okkur nú að við séum að nna lausn á upphafsgildisverkefninu u0 = Au,


u(0) = b, þar sem A er 3 × 3 fylki með eitt eigingildi α1 . Formúlan í sýnidæmi 9.7.2 (v)
gefur
tA tα1 tα1 t2 tα1
e b = e b0 + te b1 + e b2
2
þar sem
b0 = b, b1 = (A − α1 I)b0 , b2 = (A − α1 I)b1 .
Athugið að hér væri ákaega heimskulegt að reikna fyrst út fylkið (A−α1 I)2 og margfalda
það síðan með b til að fá b2 , því það kostar almennt margfalt meiri vinnu en við þurfum
að framkvæma í þeirri aðferð sem hér er lýst.

Sýnidæmi 9.7.3 Við skulum nú leysa verkefnið u0 = Au, u(0) = [1, 2, 3]t , þar sem A er
fylkið  
2 1 0
A = −1 0 1 .
1 3 1

Lausn: Við byrjum á því að ákvarða kennimargliðuna



λ − 2 −1 0

det(λI − A) = 1
λ −1
−1 −3 λ − 1

λ −1 1 −1
= (λ − 2)
+
−3 λ − 1 −1 λ − 1
 
= (λ − 2) λ(λ − 1) − 3 + (λ − 2)
= (λ − 2)(λ2 − λ − 2) = (λ + 1)(λ − 2)2 .
256 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Eigingildin eru því λ1 = −1, λ2 = λ3 = 2. Eiginvigrarúmið sem svarar til eigingildisins


2 er einvítt, svo eiginvigrar fylkisins A mynda ekki grunn. Við verðum því að grípa til
Newtonmargliðunnar til að nna etA og skrifum upp mismunakvótatöuna,

λ1 = −1 e−t
1 2t
3
(e − e−t )
λ1 = 2 e2t ( 3t − 19 )e2t + 91 e−t
te2t
λ1 = 2 e2t

Út úr mismunakvótatöunni lesum við síðan formúluna fyrir etA ,

etA = e−t I + 13 (e2t − e−t )(A + I) + ( 3t − 19 )e2t + 91 e−t (A + I)(A − 2I)




Lausnin u(t) er nú

u(t) = e−t b0 + 31 (e2t − e−t )b1 + ( 3t − 19 )e2t + 91 e−t )b2 ,




þar sem
      
1 3 1 0 1 5
b0 = 2 ,
 b1 = (A + I)b0 = −1 1 1 2 = 4  ,
    
3 1 3 2 3 13
    
0 1 0 5 4
b2 = (A − 2I)b1 = −1 −2 1
   4 = 0 .
 
1 3 −1 13 4

Svarið er því komið


     
1 5  4
u(t) = e−t 2 + 31 (e2t − e−t )  4  + ( 3t − 91 )e2t + 19 e−t 0
3 13 4
     
−2 11 4
1 −t  1 2t   1 2t  
= 9e 6 + 9 e 12 + 3 te 0 .

−8 35 4

Sýnidæmi 9.7.4 Talan λ = 2 er þrefalt eigingildi fylkisins


 
3 1 0
A = −1 1 0 .
1 1 2

Við skulum nota þessa staðreynd til þess að ákvarða veldisvísisfylkið etA og nna síðan
lausnina á u0 = Au með upphafsgildin u(0) = [1, 0, 1]t .
9.7. NEWTON-MARGLIÐUR 257

Lausn: Brúunarmargliðan fyrir z 7→ etz með λ = 2 sem þrefalt eigingildi er Taylor-


margliðan í λ = 2 af stigi 2. Hún er skrifuð upp í lok sýnidæmis 9.7.2(v), r(z) = e2t +
te2t (z−2)+ 21 t2 e2t (z−2)2 og því verður veldisvísisfallið etA = e2t I +te2t (A−2I)+ 21 t2 e2t (A−
2I)2 . Lausnin á upphafsgildisverkefninu verður síðan u(t) = etA b = e2t b0 + te2t b1 + 12 t2 e2t b2
þar sem
      
1 1 1 0 1 1
b0 = b = 0 , b1 = (A − 2I)b0 = −1 −1 0
     0 = −1 ,
 
1 1 1 0 1 1
 
0
b2 = (A − 2I)b1 = 0 ,

0
   
1 1
Svarið er því u(t) = e 2t   2t 
0 + te −1 . 
1 1

Sýnidæmi 9.7.5 Fylkið  


0 1 −1 −1
 0 −1 0 0
A=
−2 2

1 −2
−1 −1 1 0
hefur tvöföld eigingildi ±1. Finnið etA og reiknið síðan út lausnina á upphafsgildisverk-
efninu u0 = Au, u(0) = [1 − 1, 0, 0]t .
Lausn: Við þurfum að nna margliðu r(z) af stigi ≤ 3 sem uppfyllir r(1) = f (1),
r0 (1) = f 0 (1), r(−1) = f (−1) og r0 (−1) = f 0 (−1), þar sem f (z) = etz . Til þess reiknum
við fyrst út mismunakvótana fyrir þetta brúunarverkefni

λ1 = 1 et
tet
1
λ2 = 1 et 2
(tet − sinh t)
1
sinh t 2
(t cosh t − sinh t)
−t 1 −t
λ3 = −1 e 2
(sinh t − te )
−t
te
λ4 = −1 e−t
Margliðan er

(9.7.9) r(z) = et + tet (z − 1) + 12 (tet − sinh t)(z − 1)2


+ 12 (t cosh t − sinh t)(z − 1)2 (z + 1)
og veldisvísisfylkið

(9.7.10) etA = et I + tet (A − I) + 12 (tet − sinh t)(A − I)2


+ 21 (t cosh t − sinh t)(A − I)2 (A + I).
258 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

Lausnin er u(t) = etA b = et b0 + tet b1 + 12 (tet − sinh t)b2 + 12 (t cosh t − sinh t)b3 , það sem
vigrarnir b0 , b1 , b2 og b3 eru reiknaðir út hver á fætur öðrum
   
1 −2
−1 2
 0  , b1 = (A − I)b0 = −4 ,
b0 = b =    

0 0
  
8 0
−4 0
b2 = (A − I)b1 = 
 8 ,
 b3 = (A + I)b2 = 
0 .

−4 0
Svarið verður því
     
1 −2 8
−1 t 2 
 
−4
 
u(t) = et 
0 + te −4 2+ 1
(te t
− sinh t) 8
0 0 −4

Sýnidæmi 9.7.6 Setjum  


2 −1
A=
−2 3
og ákvörðum sin A, cos A og cos2 A + sin2 A
Lausn: PEf A er m × m fylki og f er heilt fágað fall með veldaraðarframsetninguna
f (z) = ∞
P∞
n=0 cn z , þá er m×m fylkið f (A) skilgreint með veldaröðinni f (z) =
n n
n=0 cn A
þar sem A0 = I er einingarfylkið. Ef fylkið A er hornalínugeranlegt, þá er unnt að skrifa
A = T ΛT −1 , þar sem Λ er hornalínufylkið með eigingildin λ1 , . . . , λm á hornalínunni og
T = [ε1 , . . . , εm ] hefur tilsvarandi eiginvigra fyrir dálkvigra. Í þessu tilfelli er f (A) =
T f (Λ)T −1 og f (Λ) er hornalínufylkið með f (λ1 ), . . . , f (λm ) á hornalínunni.
Snúum okkur nú að fylkinu A í dæminu. Finnum fyrst kennimarliðuna

λ − 2 1
det(λI − A) = = (λ − 2)(λ − 3) − 2 = λ2 − 5λ + 4.
2 λ − 3
 
1
Eigingildin eru λ1 = 1 og λ2 = 4. Tilsvarandi eiginvigra getum við valið ε1 = og
  1
1
ε1 = . Við setjum síðan
−2
   
1 1 1 2 1
T = [ε1 , ε2 ] = sem gefur T −1
= .
1 −2 3 1 −1
9.7. NEWTON-MARGLIÐUR 259

Um sérhvert fágað fall f gildir því


    
1 1 f (1) 0 1 2 1
f (A) =
1 −2 0 f (4) 3 1 −1
   
1 1 1 1 0 2 1
= f (1) ·
3 1 −2 0 0 1 −1
   
1 1 1 0 0 2 1
+ f (4) ·
3 1 −2 0 1 1 −1
   
1 2 1 1 1 −1
= f (1) · + f (4) · .
3 2 1 3 −2 2
Við fáum sin A og cos A með því að setja inn viðeigandi fallgildi í þessa formúlu. Ef við
táknum f (A) = f (1)A1 + f (4)A2 þar sem A1 og A2 eru tvö síðustu fylkin þá sjáum við að
A21 = A1 , A22 = A2 , A1 A2 = A2 A1 = O og A1 + A2 = I.
Þetta gefur okkur að
sin A = (sin 1)A1 + (sin 4)A2 ,
cos A = (cos 1)A1 + (cos 4)A2 ,
sin2 A = sin A · sin A = (sin2 1)A1 + (sin2 4)A2 ,
cos2 A = cos A · cos A = (cos2 1)A1 + (cos2 4)A2 .
Þar með er cos2 A + sin2 A = I . 

Sýnidæmi 9.7.7 Gilda reglurnar


cos2 A + sin2 A = I og cosh2 A − sinh2 A = I
um öll m × m fylki A?
Lausn: Svarið er já. Ef f (z) = ∞
P∞
n=0 an z og g(z) = n=0 bn z , þá
Per veldaröðin fyrir
n n
P

h(z) = f (z) + g(z) gen með summu veldaraðanna, þ.e.a.s. h(z) = n=0 (an + bn )z n og
því er h(A) = f (A) + g(A). Þessa formúlu skrifum við líka sem (f + g)(A) = f (A) + g(A).
Samlagningarmerkið vinstra megin þýðir samlagning fallanna f og g en hægra megin
þýðir það samlagning fylkjanna f (A) og g(A). Eins fæst ef við setjum h(z) = f (z)g(z) að
veldaröð fallsins h er margfeldi veldaraða f og g með stuðlana cn = a0 bn + a1 bn−1 + · · · +
an b0 . Við fáum eins h(A) = f (A)g(A), sem við skrifum einnig sem (f g)(A) = f (A)g(A).
Þetta á að lesa þannig að vinstra megin stendur margfeldi fallanna f og g en hægra megin
margfeldi fylkjanna f (A) og g(A).
Ef við táknum nú fallið sem geð er með z 7→ cos2 z + sin2 z með cos2 + sin2 , þá vitum
við að veldaröð þess er veldaröð fastafallsins 1 og af því leiðir að
I = (cos2 + sin2 )(A) = cos2 A + sin2 A = (cos A)2 + (sin A)2 .
Formúlan um samband cosh og sinh er leidd út með sama hætti. 
260 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI

9.8 Ængardæmi
1. Finnið eigingildi og eiginvigra fylkjanna sem gen eru og notið þau til þess að nna
almenna lausn á jöfnuhneppinu u0 = Au.
       
4 2 −3 4 3 −4 2 −5
a) , b) , c) , d) .
−3 −1 6 −5 4 3 4 −2
2. Finnið lausnina á upphafsgildisverkefninu u0 = Au, u(0) = b, þar sem A táknar eitt
af fylkjunum í dæmi 1 og b er geð með
a) b = [1, 0]t , b) b = [1, 2]t , c) b = [2, 1]t , d) b = [0, 1]t .
3. Reiknið út sérlausn á hneppinu u0 = Au + f (t), þar sem A táknar eitt af fylkjunum í
dæmi 1 og
 t      
e 0 sin t 0
a) f (t) = , b) f (t) = 2t , c) f (t) = , d) f (t) = .
0 e 0 cos t

4. Finnið lausn upphafsgildisverkefnisins


u01 = 2u1 + 2u2 + et , u1 (0) = 1,
u02 = 2u1 + 5u2 + t, u2 (0) = −1.

5. Finnið almenna lausn á bilinu t > 0 fyrir aeiðujöfnuhneppið


u01 = 4u1 − 2u2 + t−3 ,
u02 = 8u1 − 4u2 − t−2 .

6. Reiknið út eigingildi og eiginvigra fylkjanna og nnið síðan almenna lausn á jöfnu-


hneppinu u0 = Au.
   
0 1 1 3 −2 0
a) A = 1 2 1 , b) A = −1 3 −2 .
1 1 0 0 −1 3

7. Finnið lausnina á upphafsgildisverkefninu u0 = Au, u(0) = b, þar sem A táknar fylkin


úr dæmi 6 og
a) b = [1, 2, 3]t , b) b = [−1, 0, 0]t .
8. Finnið lausn upphafsgildisverkefnisins
u01 (x) = u1 (x) + 2u2 (x) + u3 (x), u1 (0) = 1,
u02 (x) = 2u1 (x) − 2u3 (x), u2 (0) = 2,
u03 (x) = −u1 (x) + 2u2 (x) + 3u3 (x), u3 (0) = 3.

9. Látum A vera 2 × 2 fylki með eitt eigingildi λ, látum v vera tilsvarandi eiginvigur og
gerum ráð fyrir að eiginrúmið sé einvítt. Látum w vera annan vigur, þannig að v og w
séu línulega óháðir.
9.8. ÆFINGARDÆMI 261

(a) Sýnið að ef við lítum á A sem línulega vörpun á R2 , þá sé framsetningin á A miðað


við grunninn {v, w},  
λ α
0 λ
þar sem α er einhver tala.
(b) Sýnið að almenn lausn jöfnuhneppisins u0 = Au sé af gerðinni

u(t) = eλt c1 v + c2 (αtv + w) ,




þar sem c1 og c2 eru fastar.


10. Sýnið að um sérhvert m × m fylki gildi
d d
sin(tA) = A cos(tA) og cos(tA) = −A sin(tA).
dt dt

11. Gildir ójafnan keA k ≤ ekAk fyrir öll m × m fylki A?


12. Sýnið að etA = I − A + et A ef A er ofanvarp, þ.e.a.s. A2 = A.
13. Fyrir sérhvert m×m tvinnfylki A = (ajk ) skilgreinum við A∗ = (bjk ) með formúlunni
bjk = ākj , þ.e.a.s. við byltum fylkinu A og tökum síðan samok af öllum stökunum. Ef A
er raunfylki, þá er A∗ = AT bylta fylkið. Við segjum að A sé hornrétt fylki ef A∗ A = I ,
við segjum að A sé samhverft fylki ef A∗ = A og við segjum að A sé skásamhverft fylki ef
A∗ = −A. ∗

a) Sýnið að eA = eA .
b) Sýnið að etA sé hornrétt fyrir öll t ∈ R, ef A er skásamhverft.
14. Látum Φ(t) vera grunnfylki fyrir línulega jöfnuhneppið u0 = Au, þar sem A er m × m
fylki með fastastuðla. Sýnið að etA = Φ(t)Φ(0)−1 .
15. a) Látum A vera m × m fylki og b og c vera m-dálkvigra. Sýnið að upphafsgildis-
verkefnið u0 = Au + c, u(a) = b ha lausnina
Z t−a 
(t−a)A τA
u(t) = e b+ e dτ c.
0

b) Sýnið að heildið í (a) sé jafnt e(t−a)A − I A−1 ef A er andhverfanlegt fylki.




c) Reiknið lausnina út í tilfellinu


     
−1 2 0 1
A= , b= c= , a = 0.
−2 3 0 2

16. Látum A vera m × m fylki.


a) Látum λ vera eigingildi þess og ε vera tilsvarandi eiginvigur. Sýnið að fallið v(t) = teλt ε
er lausn á jöfnunni v0 (t) = Av(t) + eλt ε.
b) Sýnið að ef λ1 og λ2 eru ólík eigingildi fylkisins A og ε1 og ε2 eru tilsvarandi eiginvigrar,
1
þá er fallið w(t) = · eλ1 t ε2 lausn á jöfnunni w0 (t) = Aw(t) + eλ1 t ε2
λ1 − λ2
262 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI


4 2
c) Látum nú A = vera geð fylki. Ákvarðið lausn á upphafsgildisverkefninu
3 −1
   
0 −2t 10 1
u (t) = Au(t) + e , u(0) = .
−2 1

 
1 t
17. Reiknið út aeiðuna af eA(t) , þar sem A(t) = og sýnið að hún sé hvorki
0 0
A0 (t)eA(t) né eA(t) A0 (t).
18. Setjum    
1 1 1 −1
A= og B=
0 0 0 0
Sýnið að fylkin eA eB , eB eA og eA+B séu ólík.
19. abcd) Notið Newton-margliður til þess að nna veldisvísisfylkið etA , þar sem A táknar
fylkin í dæmi 1. Leysið síðan upphafsgildisverkefnin í dæmi 2 með því að framkvæma
margföldunina etA b.
20. ab) Notið Newton-margliður til þess að nna veldisvísisfylkið etA , þar sem A táknar
fylkin í dæmi 6. Leysið síðan upphafsgildisverkefnin í dæmi 7.
21. Notið Newton-margliður til þess að reikna út etA , þar sem
 
1 −1 −1
A= 1 3 1 ,
−1 −1 1

og nnið lausnina á upphafsgildisverkefnunum u0 = Au, u(0) = b, þar sem b = [1, 2, 3]t .


 
15 9
22. a) Reiknið út e , þar sem A =
tA
.
−16 −9
b) Notið a)-lið til að leysa upphafsgildisverkefnið

u01 (t) = 15u1 (t) + 9u2 (t) + 3e3t , u1 (0) = 0


u02 (t) = −16u1 (t) − 9u2 (t) − 4e3t , u2 (0) = 1.

 
1 0 0
23. a) Reiknið etA , þar sem A = 1 3 0.
0 1 1
b) Notið a)-lið til að leysa upphafsgildisverkefnið

u01 (t) = u1 (t), u1 (0) = 0


u02 (t) = u1 (t) + 3u2 (t), u2 (0) = 1,
u3 (t) = u2 (t) + u3 (t), u3 (0) = 2.
9.8. ÆFINGARDÆMI 263

24. Leysið upphafsgildisverkefnið u0 = Au, u(0) = b, þar sem


   
2 −2 1 9
A =  2 −3 2 og b = −4 .
−1 2 0 5
 
1 −3 3
25. Reiknið veldisvísisfallið etA fyrir A = 3 −5 3 .
6 −6 4
 
1 0 0 0
1 2 0 0
26. Reiknið etA , þar sem A =  0 1 0 1.

0 0 −1 2
264 KAFLI 9. LÍNULEG AFLEIÐUJÖFNUHNEPPI
Kai 10
LAPLACEUMMYNDUN

Samantekt. Í þessum kaa fjöllum við um aðgerð sem nefnist Laplaceummyndun. Hún
er mikilvægt hjálpartæki við úrlausn á alls kyns verkefnum í hagnýttri stærðfræði. Við
beitum henni til þess að leysa upphafsgildisverkefni. Meginhugmyndin að baki Laplace-
ummyndun er að með henni er hægt að umbreyta aeiðujöfnum yr í algebrulegar jöfnur.

10.1 Skilgreiningar og reiknireglur


Látum f vera fall sem skilgreint er á R+ = {t ∈ R; t ≥ 0} með gildi í C og gerum ráð fyrir
að f sé heildanlegt á sérhverju lokuðu og takmörkuðu bili [0, b]. Laplacemynd f , sem við
táknum með Lf eða L{f }, er skilgreind með formúlunni
Z ∞
(10.1.1) Lf (s) = e−st f (t) dt.
0

Skilgreiningarmengi fallsins Lf samanstendur af öllum tvinntölum s þannig að heildið


í hægri hliðinni sé samleitið. Laplace-ummyndun er vörpunin L sem úthlutar falli f
Laplace-mynd sinni Lf .

Skilgreining 10.1.1 Við segjum að fallið f : R+ → C sé af veldisvísisgerð ef til eru


jákvæðir fastar M og c þannig að

(10.1.2) |f (t)| ≤ M ect , t ∈ R+ .

Ef f er heildanlegt á sérhverju takmörkuðu bili [0, b] og uppfyllir (10.1.2), þá er Lf


skilgreint fyrir öll s ∈ C með Re s > c. Við fáum að auki vaxtartakmarkanir á Lf ,
Z ∞
M
(10.1.3) |Lf (s)| ≤ e−Re st M ect dt = , Re s > c.
0 Re s − c
Það er augljóst að Laplace-ummyndun er línuleg vörpun, en það þýðir að

L{αf + βg}(s) = αL{f }(s) + βL{g}(s)

265
266 KAFLI 10. LAPLACEUMMYNDUN

ef f og g eru föll af veldisvísisgerð, α og β eru tvinntölur og s ∈ C liggur í skilgreiningar-


mengi fallanna L{f } og L{g}.
Við þurfum að leiða út nokkrar reiknireglur fyrir Laplace-ummyndun. Sú fyrsta segir
okkur að Laplace-myndir falla af veldisvísisgerð séu fáguð föll og hún segir okkur einnig
að aeiður af Laplace-myndum af slíkum föllum séu einnig Laplace myndir:

Setning 10.1.2 Látum f : R+ → C vera fall sem er heildanlegt á sérhverju bili [0, b] og
uppfyllir (10.1.2). Þá er Lf fágað á menginu {s ∈ C; Re s > c} og

dk
(10.1.4) L{f }(s) = (−1)k L{tk f (t)}(s), Re s > c.
dsk


Sönnun: Við skrifum s = ζ = ξ + iη og lítum á heildisstofninn

F (ξ, η, t) = e−(ξ+iη)t f (t),

en hann er óendanlega oft deildanlegur sem fall af ξ og η og við höfum á sérhverju hálfplani
{ζ ∈ C; Re ζ = ξ > c + ε}, þar sem ε > 0, að

|F (ξ, η, t)| ≤ e−ξt M ect ≤ M e−εt , t ∈ R+ ,

og fyrir aeiður fáum við matið

|∂ξk ∂η` F (ξ, η, t)| ≤ M tk+` e−εt , t ∈ R+ .

Í hægri hlið þessarar ójöfnu stendur fall óháð ξ og η , sem er heildanlegt á R+ . Setning sem
kennd er við franska stærðfræðinginn Lebesgue segir okkur nú að Lf (ξ +iη) sé óendanlega
oft deildanlegt og að við megum taka aeiður af Lf (s) með því að deilda með tilliti til
s undir heildið. Þar með er (10.1.4) sönnuð. Að Laplacemyndin sé fágað fall leiðir af
CauchyRiemannjöfnunum,
Z∞
(∂ξ + i∂η )L{f }(ξ + iη) = (∂ξ + i∂η )e−(ξ+iη)t f (t) dt = 0.
0


Við snúum okkur nú að því að reikna út Laplacemyndir af nokkrum föllum:

Sýnidæmi 10.1.3 Ef α ∈ R og α > −1, þá er


Z ∞ Z ∞
−st α 1
α
L{t }(s) = e t dt = α+1 e−st (st)α sdt
0 s 0
Z ∞
1 Γ(α + 1)
= α+1 e−τ τ α dτ = .
s 0 sα+1
Ef α er heiltala, þá verður þessi formúla
α!
L{tα }(s) = .
sα+1
10.1. SKILGREININGAR OG REIKNIREGLUR 267

Fyrir sérhvert α ∈ C gildir


Z ∞ ∞ ∞
−e−(s−α)t
Z 
αt −st αt −(s−α)t 1
L{e }(s) = e e dt = e dt = = ,
0 0 s−α 0 s−α

og í framhaldi af þessu fáum við

1 1
L{cos βt}(s) = L{eiβt }(s) + L{e−iβt }(s)
2 2 
1 1 1 s
= + = 2 ,
2 s − iβ s + iβ s + β2
1 1
L{sin βt}(s) = L{eiβt }(s) − L{e−iβt }(s)
2i  2i 
1 1 1 β
= − = 2 ,
2i s − iβ s + iβ s + β2
1 1
L{cosh βt}(s) = L{eβt }(s) + L{e−βt }(s)
2 2 
1 1 1 s
= + = 2 ,
2 s−β s+β s − β2
1 1
L{sinh βt}(s) = L{eβt }(s) − L{e−iβt }(s)
2 2 
1 1 1 β
= − = 2 .
2 s−β s+β s − β2


Sýnidæmi 10.1.4 Finnið Laplacemyndir fallsins f (t) = sin2 t og tilgreinið hvert er


stærsta hlutmengi af C þar sem fallið Lf er fágað.
Lausn:

L{sin2 t}(s) = L{ 21 − 21 cos(2t)}(s) = 12 L{1}(s) − L{cos(2t)}(s)



   2 2

1 1 s 1 s +4−s
=2 − =2
s s2 + 4 s(s2 + 4)
2
= .
s(s2 + 4)

Fallið Lf er fágað á menginu C \ {0, 2i, −2i}. 

Við höfum almenna reiknireglu:

Setning 10.1.5 L{eαt f }(s) = L{f }(s − α). 

Sönnun:
Z ∞ Z ∞
−st αt
αt
L{e f }(s) = e e f (t) dt = e−(s−α)t f (t) dt = L{f }(s − α).
0 0
268 KAFLI 10. LAPLACEUMMYNDUN


Útreikninga okkar í sýnidæmi 10.1.3 getum við því tekið saman í
Γ(β + 1)
L{eαt tβ }(s) = ,
(s − α)β+1
s−α
L{eαt cos βt}(s) = ,
(s − α)2 + β 2
β
L{eαt sin βt}(s) = ,
(s − α)2 + β 2
s−α
L{eαt cosh βt}(s) = ,
(s − α)2 − β 2
β
L{eαt sinh βt}(s) = .
(s − α)2 − β 2

Í grein 10.5 sýnum við hvernig hægt er að beita andhverfuformúlu Fouriers til þess að
sanna andhverfuformúlu fyrir Laplace-ummyndanir. Bein aeiðing af henni er að samfellt
fall af veldisvísisgerð er ótvírætt ákvarðað af Laplacemynd sinni:

Setning 10.1.6 Gerum ráð fyrir að föllin f, g ∈ C(R+ ) séu bæði af veldisvísisgerð og að
til sé fasti c þannig að

Lf (s) = Lg(s), s ∈ C, Re s ≥ c.

Þá er f (t) = g(t) fyrir öll t ∈ R+ . 

Þessa setningu má einnig orða þannig að Laplace-ummyndun er eintæk vörpun á mengi


allra samfelldra falla af veldisvísisgerð. Ef við sjáum að eitthvert fall F (s) er Laplace-
mynd af samfelldu falli f , þá segir setningin okkur að f er ótvírætt ákvarðað og við köllum
þá f andhverfa Laplace-mynd af fallinu F og skrifum f (t) = L−1 {F }(t).

Sýnidæmi 10.1.7 Finnið andhverfa Laplacemynd fallsins


3s + 1
F (s) = .
s2 + 4

Lausn: Við þurfum aðeins að umrita fallið F (s) yr í línulegar samantektir af föllum sem
Laplace-myndir sem við þekkjum
s 1 2
F (s) = 3 · + ·
s2 + 4 2 s2 + 4
= 3L{cos 2t}(s) + 12 L{sin 2t}(s) = L{3 cos 2t + 12 sin 2t}(s).

Samkvæmt sýnidæmi 10.1.3 og setningu 10.1.6 er því

L[−1] F (t) = 3 cos 2t + 21 sin 2t.


10.1. SKILGREININGAR OG REIKNIREGLUR 269

Fallið H : R → R, sem skilgreint er með


(
1, t ≥ 0,
(10.1.5) H(t) =
0, t < 0,
kallast Heavisidefall. Athugum að hliðrun þess Ha (t) = H(t − a) uppfyllir
(
1, t ≥ a,
(10.1.6) Ha (t) =
0, t < a,
og því er Laplace-mynd þess

e−as
Z
(10.1.7) LHa (s) = e−st dt = , a > 0.
a s
Við fáum reyndar almenna reiknireglu:
Setning 10.1.8 Látum f : R+ → C vera fall af veldisvísisgerð. Þá gildir um sérhvert
a ≥ 0 að
L{H(t − a)f (t − a)}(s) = e−as L{f }(s).
þar sem fallið t 7→ H(t − a)f (t − a) tekur gildið 0 fyrir öll t < a. 
Sönnun:
Z ∞ Z ∞
−st
L{H(t − a)f (t − a)}(s) = e f (t − a) dt = e−s(a+τ ) f (τ ) dτ
a 0
Z ∞
= e−as e−sτ f (τ ) dτ = e−as L{f }(s).
0

Ef u = (u1 , . . . , um ) : R+ → C er vigurgilt fall á jákvæða raunásnum, þá skilgreinum
m

við Laplace-mynd u með því að taka Laplace-mynd af hnitaföllunum,


Lu(s) = (Lu1 , . . . , Lum ).
Við förum eins að við að skilgreina Laplace-mynd af p × m-fylkjagildu falli U = (ujk )p,m
j,k=1 ,
þar sem við skilgreinum LU (s) sem p × m fylkjagilda fallið
LU (s) = (Lujk (s))p,m
j,k=1 .

Ef A er p × m fylki, þá er
(10.1.8) L{Au}(s) = ALu(s).
Þessa reglu sönnum við með því að líta á v = Au, vj = aj1 u1 + · · · + ajm um og notfæra
okkur að Laplace-ummyndunin er línuleg vörpun. Það gefur okkur Lvj (s) = aj1 Lu1 (s) +
· · · + ajm Lum (s). Vinstri hliðin í þessari jöfnu er þáttur númer j í vinstri hlið (10.1.8),
en hægri hliðin er þáttur númer j í hægri hlið (10.1.8). Ef hins vegar A er eitthvert q × p
fylki, þá fæst reglan
(10.1.9) L{AU }(s) = ALU (s).
270 KAFLI 10. LAPLACEUMMYNDUN

10.2 Upphafsgildisverkefni
Nú skulum við snúa okkur að kjarna málsins, en það er að taka fall f ∈ C 1 (R+ ) af
veldisvísisgerð og reikna út heildið
Z b Z b
−st 0
 −st b
e f (t) dt = e f (t) 0 + se−st f (t) dt
0 0
Z b
=s e−st f (t) dt − f (0) + e−sb f (b).
0

Ef Re s er nógu stórt, þá getum við látið b → ∞ og fáum því

(10.2.1) L{f 0 }(s) = sL{f }(s) − f (0).

Ef við gerum ráð fyrir að f ∈ C 2 (R+ ) og að bæði f og f 0 séu af veldisvísisgerð, þá fáum


við með því að beita þessari formúlu tvisvar að

(10.2.2) L{f 00 }(s) = sL{f 0 }(s) − f 0 (0) = s2 L{f }(s) − sf (0) − f 0 (0),

og með þrepun fáum við síðan:

Setning 10.2.1 Ef f ∈ C m (R+ ) og f, f 0 , f 00 , . . . , f (m−1) , eru af veldisvísisgerð, þá er


L{f (m) }(s) skilgreint fyrir öll s ∈ C með Re s nógu stórt og

(10.2.3) L{f (m) }(s) = sm L{f }(s) − sm−1 f (0) − · · · − sf (m−2) (0) − f (m−1) (0).

Sýnidæmi 10.2.2 Leysum upphafsgildisverkefnið


u00 − u0 − 6u = 0, u(0) = 2, u0 (0) = −1.

Lausn: Við setjum Lu(s) = U (s), og athugum að

L{u0 }(s) = sU (s) − u(0) = sU (s) − 2,


L{u00 }(s) = s2 U (s) − su(0) − u0 (0) = s2 U (s) − 2s + 1.

Við tökum nú Laplacemynd af báðum hliðum jöfnunnar og fáum

(s2 U (s) − 2s + 1) − (sU (s) − 2) − 6U (s) = 0,

og þar með er
2s − 3 2s − 3
U (s) = = .
s2 −s−6 (s − 3)(s + 2)
Nú þurfum við að nna stofnbrotaliðun af hægri hliðinni
2s − 3 A B
= + .
(s − 3)(s + 2) s−3 s+2
10.2. UPPHAFSGILDISVERKEFNI 271

Til þess að nna A, margföldum við gegnum jöfnuna með s − 3 og setjum síðan s = 3.
Þá hverfur seinni liðurinn í hægri hliðinni og við fáum A = 3/5. Við margföldum síðan
jöfnuna með s + 2 og setjum síðan s = −2. Það gefur B = 7/5. Þar með er
3/5 7/5 3 7
U (s) = + = L{e3t } + L{e−2t },
s−3 s+2 5 5
og svarið verður
3 7
u(t) = e3t + e−2t .
5 5


Sýnidæmi 10.2.3 Beitum Laplace-ummyndun til þess að leysa upphafsgildisverkefnið


u00 + 6u0 + 25u = 0, u(0) = 2, u0 (0) = 3.

Lausn: Við setjum U (s) = Lu(s), tökum Laplace-mynd af báðum liðum jöfnunnar og
stingum inn upphafsgildunum

L{u00 }(s) = s2 U (s) − su(0) − u0 (0) = s2 U (s) − 2s − 3,


L{u0 }(s) = sU (s) − u(0) = sU (s) − 2.

Laplace-myndin U verður þá að uppfylla jöfnuna

(s2 U (s) − 2s − 3) + 6(sU (s) − 2) + 25U (s) = 0,

en það jafngildir
2s + 15 2s + 15
U (s) = = .
s2 + 6s + 25 (s + 3)2 + 16
Nú vitum við að
s+3
L{e−3t cos 4t}(s) =
(s + 3)2 + 16
og
4
L{e−3t sin 4t}(s) = .
(s + 3)2 + 16
Við notfærum okkur þessa vitneskju og liðum U því í
s+3 9 4
U (s) = 2 · + ·
(s + 3)2 + 16 4 (s + 3)2 + 16
= 2L{e−3t cos 4t}(s) + 94 L{e−3t sin 4t}(s).

Svarið er því
u(t) = 2e−3t cos 4t + 94 e−3t sin 4t.


Áður en við snúum okkur að því að leysa aeiðujöfnuhneppi með Laplace-ummyndun,


skulum við líta á veldisvísisfylkið:
272 KAFLI 10. LAPLACEUMMYNDUN

Setning 10.2.4 Um sérhvert m × m fylki A gildir


(10.2.4) L{etA }(s) = (sI − A)−1 .

Sönnun: Setjum U (t) = etA . Þá er U lausn á upphafsgildisverkefninu

U 0 = AU, U (0) = I.

Við tökum Laplace-ummyndun af jöfnunni og fáum

sLU (s) − U (0) = ALU (s).

Þessi jafna jafngildir (sI − A)LU (s) = U (0) = I og þar með gildir (10.2.4). 

Sýnidæmi 10.2.5 Við skulum reikna út etA þar sem fylkið er


 
0 1
A= .
−2 −3

Við höfum  
s −1
(sI − A) = .
2 s+3
Ákveða fylkisins er det(sI − A) = s2 + 3s + 2 og því er andhverfan
s+3 1
 
 2 3s + 2 s2 + 3s + 2 
(sI − A)−1 =  s +−2 s 
2 2
 s + 3s + 2 s + 3s + 2
2 1 1 1

 + 1 − s + 2 s + 1 − s + 2
=  s−2 2 −1 2 .
+ +
s+1 s+2 s+1 s+2
Nú vitum við að L{e−t }(s) = 1/(s + 1) og L{e−2t }(s) = 1/(s + 2) og því verður svarið

2e−t − e−2t e−t − e−2t


 
tA
e = .
−2e−t + 2e−2t −e−t + 2e−2t

Sýnidæmi 10.2.6 Notið Laplaceummyndun til þess að nna lausn á upphafsgildisverk-


efninu

u1 0 + u2 0 = et − e−t , u1 (0) = 1,
u2 0 + u3 0 = et , u2 (0) = 1,
u3 0 + u1 0 = 2et + e−t , u3 (0) = 0.
10.2. UPPHAFSGILDISVERKEFNI 273

Lausn: Við táknum Laplacemyndir fallanna u1 , u2 , u3 með U1 , U2 , U3 og tökum Laplace-


myndir beggja vegna jafnaðarmerkisins
1 1
sU1 (s) − 1 + sU2 (s) − 1 = − ,
s−1 s+1
1
sU2 (s) − 1 + sU3 (s) = ,
s−1
2 1
sU3 (s) + sU1 (s) − 1 = + .
s−1 s+1
Jöfnuhneppið sem við þurfum að leysa er því
2 1 1 1 1
U1 (s) + U2 (s) = + − = + ,
s s(s − 1) s(s + 1) s−1 s+1
1 1 1
U2 (s) + U3 (s) = + = ,
s s(s − 1) s−1
1 2 1 2 1
U1 (s) + U3 (s) = + + = − .
s s(s − 1) s(s + 1) s−1 s+1
Með Gausseyðingu fáum við síðan
1
U1 (s) = = L{et }(s),
s−1
1
U2 (s) = = L{e−t }(s),
s+1
1 1
U3 (s) = − = L{et − e−t }(s).
s−1 s+1
Svarið er því u1 (t) = et , u2 (t) = e−t og u3 (t) = et − e−t . 

Sýnidæmi 10.2.7 Beitum Laplace-ummyndun til þess að leysa upphafsgildisverkefnið


u00 (t) + 2u(t) + v 0 (t) = 0, u(0) = u0 (0) = 0,
v 00 (t) + 2v(t) − u0 (t) = 0, v(0) = 1, v 0 (0) = 0

Lausn: Við skilgreinum U (s) = Lu(s) og V (s) = Lv(s). Við beitum síðan reiknireglunum
um Laplace-ummyndun af aeiðum og setjum inn upphafsgildin

L{u0 }(s) = sU (s) − u(0) = sU (s),


L{v 0 }(s) = sV (s) − v(0) = sV (s) − 1,
L{u00 }(s) = s2 U (s) − su(0) − u0 (0) = s2 U (s),
L{v 00 }(s) = s2 V (s) − sv(0) − v 0 (0) = s2 V (s) − s.

Nú tökum við Laplace-myndir af öllum liðum í jöfnunum og setjum gildi þeirra inn í
jöfnurnar

s2 U (s) + 2U (s) + sV (s) − 1 = 0,




s2 V (s) − s + 2V (s) − sU (s) = 0.



274 KAFLI 10. LAPLACEUMMYNDUN

Nú setjum við þetta jöfnuhneppi upp á fylkjaformi


 2    
s +2 s U (s) 1
2 = .
−s s + 2 V (s) s

Ákveða stuðlafylkisins er

(s2 + 2)(s2 + 2) + s2 = s4 + 5s2 + 4 = (s2 + 1)(s2 + 4).

Þar með er    2  
U (s) 1 s + 2 −s 1
= 2 2 .
V (s) 2
(s + 1)(s + 4) s s +2 s
Nú þurfum við að nna stofnbrotaliðun á föllunum U (s) og V (s). Við athugum að annars
stigs margliðurnar s2 + 1 og s2 + 4 eru óþáttanlegar yr rauntölurnar, svo
2 A + Bs C + Ds
U (s) = = 2 + 2 .
(s2 2
+ 1)(s + 4) s +1 s +4

Við margföldum í gegnum þessa jöfnu með s2 + 1 og setjum síðan s = i inn í hana. Það
gefur
2 2
= A + iB, A = , B = 0.
3 3
Nú margföldum við í gegn með s + 4 og setjum síðan s = 2i. Það gefur
2

2 2
− = C + 2iD, C=− , D = 0.
3 3
Þetta gefur okkur

2/3 −2/3 2 1
U (s) = + 2 = L{sin t}(s) − L{sin 2t}(s).
s2+1 s +4 3 3
Við liðum V (s) með sömu aðferð og fáum
2 s 1 s 2 1
V (s) = 2
+ 2 = L{cos t}(s) + L{cos 2t}(s).
3s +1 3s +4 3 3
Lausnin er því u(t) = 2
3
sin t − 13 sin 2t og v(t) = 32 cos t + 13 cos 2t. 

Sýnidæmi 10.2.8 Leysum annars stigs jöfnuhneppið


u1 00 = −3u1 + u2 , u1 (0) = u1 0 (0) = 0,
u2 00 = 2u1 − 2u2 + 40 sin 3t, u2 (0) = u2 0 (0) = 0.

Lausn: Hér setjum við U1 (s) = L{u1 }(s) og U2 (s) = L{u2 }(s). Fyrst upphafsgildin eru
óhliðruð, þá er

L{u1 0 } = sU1 (s), L{u1 00 } = s2 U1 (s),


L{u2 0 } = sU2 (s), L{u2 00 } = s2 U2 (s),
10.3. GREENFALLIÐ OG FÖLDUN 275

og þar með verður jöfnuhneppið eftir Laplaceummyndun að

s2 U1 (s) = −3U1 (s) + U2 (s),


120
s2 U2 (s) = 2U1 (s) − 2U2 (s) + ,
s2+9
sem jafngildir     
s2 + 3 −1 U1 (s) 0
= .
−2 s2 + 2 U2 (s) 120/(s2 + 9)
Ákveða fylkisins er (s2 + 3)(s2 + 2) − 2 = s4 + 5s2 + 4 = (s2 + 1)(s2 + 4). Við getum nú
skrifað andhverfu stuðlafylkisins beint upp og fáum
   2  
U1 (s) 1 s +2 1 0
= 2 2 .
U2 (s) 2 2
(s + 1)(s + 4)(s + 9) 2 s + 3 120

Þar með er
120 120(s2 + 3)
U1 (s) = , U2 (s) = .
(s + 1)(s + 4)(s2 + 9)
2 2 (s2 + 1)(s2 + 4)(s2 + 9)

Stofnbrotaliðun gefur síðan

5 8 3
U1 (s) = − 2 + 2
s2
+1 s +4 s +9
= 5L{sin t}(s) − 4L{sin 2t}(s) + L{sin 3t}(s),
10 8 18
U2 (s) = 2 + 2 − 2
s +1 s +4 s +9
= 10L{sin t}(s) + 4L{sin 2t}(s) − 6L{sin 3t}(s),

og svarið er

u1 (t) = 5sin t − 4sin 2t + sin 3t,


u2 (t) = 10sin t + 4sin 2t − 6sin 3t.

Við reiknuðum ekki út stofnbrotaliðunina á föllunum U1 (s) og U2 (s), en bendum á að


fallið U1 (s) var liðað í sýnidæmi 1.5.2. 

10.3 Greenfallið og földun


Lítum nú á aeiðujöfnu með fastastuðla

(10.3.1) P (D)u = (am Dm + · · · + a1 D + a0 )u = f (t),

með upphafsskilyrðunum

(10.3.2) u(a) = b0 , u0 (a) = b1 , . . . , u(m−1) (a) = bm−1 .


276 KAFLI 10. LAPLACEUMMYNDUN

Með því að hliðra til tímaásnum, þ.e. skipta á fallinu u(t) og u(t − a), þá getum við gert
ráð fyrir að a = 0.
Í grein 7.5 sýndum við fram á að fallið up sem uppfyllir (10.3.1), með óhliðruðu upp-
hafsskilyrðunum b0 = · · · = bm−1 = 0 er geð með formúlunni
Z t
(10.3.3) up (t) = G(t, τ )f (τ ) dτ,
0

þar sem G er Greenfall virkjans P (D). Við skulum nú reikna út Up (s) = L{up }(s).
Vegna þess að upphafsgildin eru öll 0, þá er

L{up 0 }(s) = sUp (s), L{up 00 }(s) = s2 Up (s), . . . ,


L{u(m) m
p }(s) = s Up (s).

Þetta gefur okkur að Laplacemynd jöfnunnar (10.3.1) er

L{P (D)up }(s) = (am sm + · · · + a1 s + a0 )Up (s) = Lf (s),

sem er greinilega jafnan


P (s)Up (s) = Lf (s),
og við fáum

Lf (s)
(10.3.4) L{up }(s) = .
P (s)

Nú er Greenfallið G(t, τ ) = g(t − τ ), þar sem g uppfyllir

1
P (D)g = 0, g(0) = g 0 (0) = · · · = g (m−2) (0) = 0, g (m−1) (0) = .
am
Ef við setjum U (s) = Lg(s), þá fáum við

L{g 0 }(s) = sL{g}(s) − g(0) = sU (s),


L{g 00 }(s) = s2 L{g}(s) − sg(0) − g 0 (0)
= s2 U (s),
.. .. ..
. . .
L{g (m−1) }(s) = sm−1 L{g}(s) − sm−2 g(0) − · · · − g (m−2) (0)
= sm−1 U (s),
L{g (m) }(s) = sm L{g}(s) − sm−1 g(0) − · · · − g (m−1) (0)
1
= sm U (s) − .
am
Við tökum nú Laplace-myndina af báðum hliðum jöfnunnar P (D)g = 0 og fáum

(am sm U (s) − 1) + am−1 sm−1 U (s) + · · · + a1 sU (s) + a0 U (s) = 0,


10.3. GREENFALLIÐ OG FÖLDUN 277

og við fáum P (s)U (s) = 1, sem jafngildir

1
(10.3.5) Lg(s) = .
P (s)

Við höfum því sýnt fram á að


Z t 
L g(t − τ )f (τ ) dτ (s) = L{up }(s) = L{g}(s)L{f }(s).
0

Þessi formúla er engin tilviljun, því við höfum:

Setning 10.3.1 Ef f og g eru föll af veldisvísisgerð og heildanleg á sérhverju bili [0, b],
þá er Z t 
L f (t − τ )g(τ ) dτ (s) = L{f }(s)L{g}(s).
0

Sönnun: Gerum ráð fyrir að bæði föllin uppfylli (10.1.2) og tökum s ∈ C með Re s > c.
Þá er
Z t  Z ∞ Z t
−st
L f (t − τ )g(τ ) dτ (s) = e f (t − τ )g(τ ) dτ dt
0 0 0
Z ∞Z t
= e−s(t−τ ) f (t − τ )e−sτ g(τ ) dτ dt.
0 0

Ef við lítum á þetta ítrekaða heildi sem tvöfalt heildi, þá er heildað yr

M = {(t, τ ) ∈ R2 ; 0 ≤ τ ≤ t, 0 ≤ t < +∞}.

Fallið e−s(t−τ ) f (t − τ ) er heildanlegt yr jákvæða tásinn og fallið e−sτ g(τ ) er heildanlegt
yr jákvæða τ ásinn. Við megum nú skrifa tvöfalda heildið yr M sem ítrekað heildi, þar
sem röðinni er snúið við. Það gefur að síðasta heildið er jafnt
Z ∞Z ∞ 
−s(t−τ )
e f (t − τ ) dt e−sτ g(τ ) dτ
0 τ
Z ∞Z ∞ 
= e f (t) dt e−sτ g(τ ) dτ
−st

Z0 ∞ 0
Z ∞
−st
= e f (t) dt e−sτ g(τ ) dτ = L{f }(s)L{g}(s).
0 0


Athugið að Z t Z t
f (t − τ )g(τ ) dτ = f (τ )g(t − τ ) dτ.
0 0

Með því að velja g(t) = 1 og nota að L{1} = 1/s, þá fæst:


278 KAFLI 10. LAPLACEUMMYNDUN

Fylgisetning 10.3.2 Ef f er af veldisvísisgerð og heildanlegt á sérhverju bili [0, b], þá er


Z t 
1
(10.3.6) L f (τ ) dτ (s) = L{f }(s).
0 s

Földun tveggja falla f, g : R → C er skilgreind með formúlunni
Z +∞
f ∗ g(t) = f (t − τ )g(τ ) dτ,
−∞

og talan t liggur í skilgreiningarmengi f ∗ g ef heildið er samleitið. Ef f er til dæmis


heildanlegt á R og g er takmarkað, þá er földunin vel skilgreind fyrir öll t ∈ R. Ef föllin f
og g eru bæði skilgreind og heildanleg á R+ , þá getum við framlengt skilgreiningarsvæði
þeirra yr í allt R með því að setja f (t) = g(t) = 0 fyrir öll t < 0. Þá er f ∗ g(t) skilgreint
fyrir öll t ∈ R og Z t
f ∗ g(t) = f (t − τ )g(τ ) dτ.
0
Við getum því umritað setningu 10.3.1 sem
(10.3.7) L{f ∗ g} = L{f }L{g}.

Sýnidæmi 10.3.3 Beitið Laplaceummyndun til þess að nna lausn á jöfnunni


Zt
u(t) = t − sin t − (t − τ )u(τ ) dτ.
0

Lausn: Við táknum Laplace-myndina með U (s) og athugum að heildið er földun fallanna
t 7→ t og u(t). Við látum Laplace-ummyndunina verka beggja vegna jafnaðarmerkisins
1 1 1
U (s) =2
− 2 − 2 · U (s).
s s +1 s
Við leysum U (s) út úr þessari jöfnu og fáum
1 1
U (s) = =
(s2 + 1) 2 (s − i) (s + i)2
2

Stofnbrotaliðun gefur
1 1 1 1
U (s) = − 2
− −
4i(s − i) 4(s − i) 4i(s + i) 4(s + i)2
1 1 1 1
= L{eit }(s) − L{teit }(s) − L{e−it }(s) − L{te−it }(s)
4i 4 4i
 4
1
= L{sin t}(s) − L{t cos t}(s) .
2
Svarið er því u(t) = 21 (sin t − t cos t). 
10.4. DEILDUN LAPLACEUMMYNDANA 279

10.4 Deildun Laplaceummyndana


Við skulum nú athuga hvernig hægt er að nota regluna um deildun Laplacemynda, sem
við sönnuðum í setningu 10.1.2, til þess að reikna út Laplacemyndir af ýmsum föllum:

Sýnidæmi 10.4.1
π
L{(sin t)/t}(s) = − arctan s, s > 0.
2
Lausn: Setjum U (s) = L{(sin t)/t}(s). Þá er

1
−U 0 (s) = L {t(sin t)/t} (s) = L{sin t}(s) = .
s2 +1
Þar með er
U (s) = C − arctan s, s > 0,
þar sem C er fasti. Nú er lims→∞ U (s) = 0, svo C = π/2. 

Sýnidæmi 10.4.2
1
L{J0 }(s) = √ , s > 0.
s2 + 1
Lausn: Fallið J0 er lausn á Besseljöfnunni af röð 0 með upphafsskilyrðum,

tu00 + u0 + tu = 0, u(0) = 1, u0 (0) = 0.

Við setjum U (s) = L{J0 }(s), og fáum

d 2
L{tu00 }(s) = − (s U (s) − s) = −s2 U 0 (s) − 2sU (s) + 1,
ds
L{u0 }(s) = sU (s) − 1,
L{tu}(s) = −U 0 (s).

Jafnan sem U uppfyllir er því

(−s2 U 0 (s) − 2sU (s) + 1) + (sU (s) − 1) − U 0 (s) = 0,

og við fáum því


s
U 0 (s) = − U (s),
s2 + 1
og þar með
C
U (s) = √ .
s2+1
280 KAFLI 10. LAPLACEUMMYNDUN

Nú þarf einungis að sýna að C = 1. Við sjáum greinilega að C = lims→∞ sU (s) og þurfum


því einungis að sýna að þetta markgildi sé 1. Við sjáum á veldaröðinni
∞ ∞
X (−1)k 2k X 1 2k
|J0 (t)| = | 2k 2
t | ≤ | t | ≤ et
k=0
2 (k!) k=0
(2k)!

að J0 er af veldisvísisgerð. Á sama hátt sést að aeiðan J0 0 er af veldisvísisgerð. Við


höfum því
sU (s) = sL{J0 }(s) = J0 (0) + L{J0 0 }(s) = 1 + L{J0 0 }(s),
en síðasti liðurinn stefnir á 0 ef s → ∞. Þar með er C = 1. 

Sýnidæmi 10.4.3
Z∞
−at2 1 2 2
L{e }(s) = √ es /4a e−σ dσ, a > 0, s > 0.
a √
s/(2 a)

Lausn: Við setjum u(t) = e−at , U (s) = Lu(s) og athugum að u er lausn á upphafsgildis-
2

verkefninu
u0 + 2atu = 0, u(0) = 1.
Við höfum
L{u0 }(s) = sU (s) − 1, L{tu}(s) = −U 0 (s),
en það gefur okkur
sU (s) − 1 − 2aU 0 (s) = 0.
Nú er √
Z ∞ Z ∞
−at2 1 −t2 π
U (0) = e dt = √ e dt = √ .
0 a 0 2 a
Við höfum því komist að því að U er lausn á upphafsgildisverkefninu

0 s 1 π
U (s) − U (s) = − , U (0) = √ .
2a 2a 2 a

Þetta er fyrsta stigs aeiðujafna og lausnin er því


√ Z s 
s2 /4a π 1 −σ 2 /4a
U (s) = e √ − e dσ .
2 a 2a 0
√ √
Við skiptum nú á breytistærðum í heildinu og setjum τ = σ/ 4a. Þá er dτ = (1/2 a)dσ
og við fáum
√ Z s/√4a !
1 s2 /4a π 2
U (s) = √ e − e−τ dτ .
a 2 0
10.5. ÆFINGARDÆMI 281

Fallið Z x
2 2
erf(x) = √ e−ξ dξ,
π 0

er nefnt skekkjufall og fallið 1 − erf(x) er táknað með erfc(x). Við getum því táknað
niðurstöðu okkar sem

−at2 π 2 √
L{e }(s) = √ es /4a erfc(s/ 4a).
2 a

10.5 Ængardæmi
1. Sýnið að fallið f (t) = sin(et ) sé af veldisvísisgerð, en að aeiða þess sé það ekki.
2

2. Finnið Laplacemyndir eftirtalinna falla og tilgreinið hvert er stærsta hlutmengi af C


þar sem fallið Lf er fágað: √
a) f (t) = cos4 t, b) f (t) = t + 3t, c) f (t) = (1 + t)3 ,
3
d) f (t) = t cos 2t, e) f (t) = tet , f) f (t) = t 2 e2t .
3. a) Reiknið út Laplace-mynd f = χ[a,b] , þar sem χ[a,b] táknar kennifallið fyrir bilið [a, b].
Kennifall χA hlutmengis A í R (eða í einhverju mengi X ) er skilgreint með χA (x) = 1 ef
x ∈ A, χA (x) = 0 ef x 6∈ A.
...
..........
1 ...
.... • •
..
...
...
...
..
................................................................................................................................................................................................
...
a b t
Mynd: Kennifall bils.
Athugið að χ]a,b] , χ]a,b[ og χ[a,b[ hafa sömu Laplace mynd.
b) Reiknið út Laplace-myndina af fallinu f sem hefur grað
.....
........
....
..
...
...
...
1 ...
..
.........................................................................................................................
...
1 t

með því að sýna að það uppfylli formúluna



X ∞
X
f (t) = nχ[n−1,n[ (t) = H(t − n).
n=1 n=0

c) Reiknið út Laplace-myndina af fallinu f sem hefur grað


282 KAFLI 10. LAPLACEUMMYNDUN

...
..........
1 ...
...
...
..
......................................................................................................................................................................
...
..
1 3 5 t

með því að sýna að það uppfylli formúluna



X ∞
X
f (t) = χ[2k,2k+1[ (t) = (−1)n H(t − n).
k=0 n=0

d) Reiknið út Laplace-myndina af fallinu f sem hefur grað


....
........
1 .........
...
.......................................................................................................................................................................
..
...
...
...
1 3 5 t
−1 ...
...
.

með því að sýna að það uppfylli formúluna



X
f (t) = (−1)[t] = (−1)n χ[n,n+1[ (t),
n=0

þar sem [t] táknar heiltöluhluta tölunnar t.


4. Gerum ráð fyrir að f sé lotubundið fall með lotuna T > 0, þ.e.a.s. f (t + T ) fyrir öll
t ≥ 0. Sýnið að þá sé
Z T
1 1
Lf (s) = e−st f (t) dt = · L{χ[0,T ] f }(s).
1 − e−T s 0 1 − e−T s

5. Notið niðurstöðuna úr dæmi 4 til þess að reikna út Laplace-myndir fallanna sem hafa
grön:
a)
......
......
1 ......... ....
.....
..... .....
.....
..
.....
.....
.....
..
.....
.....
.....
..
.....
.....
.....
..
.....
.....
.....
..
.....
...
.. ......... ..... ..... ..... ..... ..... ....
.......... .
... .... .
... .
... .... .....
......................................................................................................................................................................................
....
.
1 3 5 t

b)
...
.........
1 ......... .....
.......
..... .........
..... .....
.......
..... .........
..... .....
.......
..... .........
..... ..
...
.... ..... ........ ..... ........ ..... ...
.... ........ .
..... .... .
..... .... ..... ......
.
. .
. ...
. ..
..
. ..
..
. ..
.................................................... ........................................ ........................................ .......................
. .
...
..
1 3 5 t

6. Reiknið út Laplace-mynd fallsins


10.5. ÆFINGARDÆMI 283

f (t) = max {sin(kt), 0}.

...
..........
...
...
1 ... ...... ......
... ..
......
.. ..
........
.... .....
.. ..
........
.... .....
..
... .... ...
...
. ...
...
. ...
... ... ...
.... ... ... ... ... ..
.. ...
... ... ... ... .
... .. ...
....... ... ..
. .
... .
.. ...
. .
.............................................................................................................................................................................................................................................
.
. .
. .
. .
.
...
... π 2π 3π 4π 5π
....
k k k k k
t

7. Finnið andhverfa Laplacemynd fallanna:


3 5s + 7
a) F (s) = 4
, b) F (s) = 2 ,
s s +9
10s − 3
c) F (s) = , d) F (s) = 2s−1 e−3s ,
25 − s2
e−2s se−s + 2s2 + 9
e) F (s) = , f) F (s) = .
(s + 1)(s + 2)2 s(s2 + 9)
8. Beitið Laplace-ummyndun til þess að leysa:
a) u00 − u0 − 6u = 0, u(0) = 1, u0 (0) = −1,
b) u − 4u = t,
00
u(0) = u0 (0) = 0,
c) u00 + 4u0 + 13u = te−t , u(0) = 0, u0 (0) = 2,
d) u000 + u00 + 3u0 − 5u = 0, u(0) = 1, u0 (0) = 0, u00 (0) = 1,
e) u − 5u + 8u − 4u = 0,
000 00 0
u(0) = 1, u0 (0) = 0, u00 (0) = 1.
9. Beitið Laplace-ummyndun til þess að leysa upphafsgildisverkefnið

u1 00 = −3u1 + 2u2 0 , u1 (0) = u2 (0) = 0,


u2 00 = −u1 0 − 2u2 , u1 0 (0) = u2 0 (0) = 1.

10. Beitið Laplaceummyndun til þess að nna lausn á jöfnunum


Rt
a) cos(2(t − τ ))u(τ ) dτ = t,
0
Rt
b) u(t − τ )u(τ ) dτ = t3 et
0
284 KAFLI 10. LAPLACEUMMYNDUN
Kai 11
NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI
UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

11.1 Nokkur atriði um hlutaeiður og hlutaeiðujöfnur


Hlutaeiðujafna er jafna sem tjáir samband fallgilda og gilda á hlutaeiðum einhvers falls
sem háð er eiri en einni breytistærð. Stig jöfnunnar er hæsta stig á hlutaeiðu, sem
kemur fyrir í jöfnunni. Það er til margs konar ritháttur til þess að tákna hlutaeiður og
sem dæmi getum við tekið hlutaeiðu af fallinu u með tilliti til breytistærðarinnar xj .
Hún getur verið skrifuð sem
∂u
∂j u, , ∂xj u, u0xj eða uxj .
∂xj
Í þessum fyrirlestrum notum við þrjár fyrstu aðferðirnar til þess að tákna hlutaeiður,
en ekki fjórðu og mmtu aðferðina, því þær koma illa heim og saman við annan rithátt
hjá okkur. Ef við veljum fyrsta ritháttinn þá getum við alltaf skrifað fyrsta stigs jöfnu af
tveimur breytistærðum með jöfnu af gerðinni
(11.1.1) F (x1 , x2 , u(x1 , x2 ), ∂1 u(x1 , x2 ), ∂2 u(x1 , x2 )) = 0.
Til þess að stytta jöfnuna er sleppt að skrifa inn punktinn (x1 , x2 ) þar sem fallgildin eru
tekin og þannig fæst jafnan
(11.1.2) F (x1 , x2 , u, ∂1 u, ∂2 u) = 0.
Annars stigs jafna af tveimur breytistærðum er af gerðinni
(11.1.3) F (x1 , x2 , u, ∂1 u, ∂2 u, ∂12 u, ∂1 ∂2 u, ∂22 u) = 0.

Fjölvísar  einföldun á rithætti


Á þessu einfalda dæmi sjáum við að hlutaeiðunum fjölgar hratt um leið og breytistærð-
unum fjölgar. Til þess að geta ritað óknar hlutaeiðujöfnur með auðveldum hætti er
nauðsynlegt að velja góðan rithátt. Það er best gert með því að skilgreina fyrst virkjann
(11.1.4) ∂ = (∂1 , . . . , ∂n ) = grad = ∇,

285
286 KAFLI 11. NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

sem úthlutar falli u af n breytistærðum x = (x1 , . . . , xn ) stigli sínum,

(11.1.5) ∂u = (∂1 u, ∂2 u, . . . , ∂n u) = grad u = ∇u.

Vigur af gerðinni α = (α1 , . . . , αn ) þar sem αj eru heiltölur ≥ 0 kallast fjölvísir eða
fjölnúmer. Fyrir sérhvern fjölvísi α skilgreinum við hlutaeiðuvirkjann

(11.1.6) ∂ α = ∂1α1 . . . ∂nαn ,

en hann úthlutar fallinu u hlutaeiðunni

(11.1.7) ∂ α u = ∂1α1 ∂2α2 . . . ∂nαn u.

Til þess að átta okkur á þessum rithætti skulum við líta á fall u af þremur breytistærðum
x = (x1 , x2 , x3 ). Við höfum þá

∂ αu = u , ef α = (0, 0, 0) ,
∂ 2u
∂ αu = , ef α = (2, 0, 0) ,
∂x21
∂ 6u
∂ αu = , ef α = (1, 2, 3) ,
∂x1 ∂x22 ∂x33
∂ 8u
∂ αu = , ef α = (3, 2, 3) .
∂x31 ∂x22 ∂x33
Stig hlutaeiðunnar ∂ α u er |α| = α1 + · · · + αn .

Línulegar hlutaeiðujöfnur
Hlutaeiðujafna af stigi m er sögð vera línuleg ef hægt er að umrita hana yr í jafngilda
jöfnu af gerðinni

(11.1.8) Lu = f,

þar sem f er geð fall á einhverju opnu mengi X í Rn og L er línuleg vörpun sem úthlutar
fallinu u línulegri samantekt af u og hlutaeiðum u upp að stigi m með stuðlum sem eru
háðir x ∈ X . Línuleg vörpun af þessu tagi nefnist línulegur hlutaeiðuvirki og við getum
skrifað hana á forminu
X
(11.1.9) Lu(x) = aα (x)∂ α u(x), x ∈ X,
|α|≤m

þar sem stuðullinn aα er háður fjölvísinum α = (α1 , . . . , αn ) og punktinum x = (x1 , . . . , xn ).


Jafnan (11.1.8) er sögð vera óhliðruð ef f er núllfallið, en hliðruð annars.
Allar hlutaeiðujöfnur sem við fjöllum um eru línulegar. Ef stuðlarnir aα eru samfelld
föll, sem skilgreind eru á opnu mengi X í Rn , þá getum við litið á L sem vörpun L :
C m (X) → C(X). Vörpunin L er greinilega línuleg, því

L(u + v) = Lu + Lv og L(cu) = cLu, u, v ∈ C m (X), c ∈ C.


11.1. NOKKUR ATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUR OG HLUTAFLEIÐUJÖFNUR 287

Við gerum alltaf ráð fyrir að föllin u geti verið tvinngild. Kjarni eða núllrúm línulegs
hlutaeiðuvirkja L samanstendur af öllum lausnum u ∈ C m (X), á óhliðruðu jöfnunni
Lu = 0. Núllrúmið er línulegt rúm. Ef up er lausn á Lu = f , þá er sérhver önnur lausn u
á Lu = f af gerðinni u = v + up , þar sem v er í núllrúminu.
Í mörgum útleiðslum á lausnarformúlum fyrir hlutaeiðujöfnur munum við notfæra
okkur það sem kallað er samlagningarlögmál línulegra hlutaeiðuvirkja (e. superposition
principle), en það segir
P að ef Luj = Pfj , þar sem uj ∈ C (X) og fj ∈ C(X), j = 1, 2, 3, . . .
m

og við setjum u = j uj og f = j fj , þá er Lu = f . Hér er gert ráð fyrir að það megi


láta hlutaeiðuvirkjann L verka lið fyrir lið í summunni fyrir u. Það er að sjálfsögðu hægt
ef summan hefur endanlega marga liði. Samlagningarlögmálið er bein aeiðing af því að
virkinn L er línulegur, X X
Lu = Luj = fj = f.
j j

Kennimargliða og kennijafna
Alveg eins og fyrir venjulega aeiðuvirkja þá skilgreinum við kennimargliðu virkjans L
sem
X
(11.1.10) P (x, ξ) = aα (x)ξ α ,
|α|≤m

þar sem ξ = (ξ1 , . . . , ξn ) og ξ α = ξ1α1 ξ2α2 . . . ξnαn . Þetta er margliða af n breytistærðum af


stigi ≤ m með stuðlum sem breytast með x. Hliðstætt við ritháttinn sem við innleiddum
í grein 2.1 er síðan hlutaeiðuvirkinn (11.1.9) einnig táknaður með
X
(11.1.11) P (x, ∂) = aα (x)∂ α .
|α|≤m

Lítum nú á veldisvísisfallið u(x) = ehx,ζi , þar sem hx, ζi = x1 ζ1 + · · · + xn ζn er innfeldi


x ∈ Rn og ζ ∈ Cn . Þá er ∂xj ehx,ζi = ζj ehx,ζi og um hærri aeiður gildir ∂ α ehx,ζi = ζ α ehx,ζi .
Eftir að hafa tekið línulegar samantektir af hlutaeiðunum, þá fáum við að
X
P (x, ∂)ehx,ζi = aα (x)ζ α ehx,ζi = P (x, ζ)ehx,ζi , x ∈ Rn .
|α|≤m

Ef virkinn hefur fastastuðla, P (x, ∂) = P (∂), þá sést að u(x) = ehx,ζi er í núllrúminu


ef ζ er núllstöð kennimargliðunnar, P (ζ) = 0. Núllstöðvamengi margliðu af mörgum
breytistærðum er alltaf óendanlegt og föllin ehx,ζi , ζ ∈ Cn eru línulega óháð. Þar með
sjáum við að núllrúmið er óendanlega vítt.

Hlutaeiðujöfnur með hliðarskilyrðum


Í kaa 7 sáum við að lausn á venjulegri línulegri aeiðujöfnu af stigi m ákvarðast ótvírætt af
m skilyrðum á lausnina í einum punkti, svokölluðum upphafsskilyrðum. Einnig gátum við
fengið ótvírætt ákvarðaða lausn með því að setja m skilyrði á lausnina í tveimur punktum,
svokölluð jaðarskilyrði. Lausnir u á línulegum hlutaeiðujöfnum ákvarðast ekki ótvírætt
288 KAFLI 11. NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

af gildum u og ∂ α u, |α| ≤ m í endanlega mörgum punktum og því eru hliðarskilyrði sett


á lausnina á óendanlegum mengjum, sem oftast eru jaðrar á opnum hlutmengjum í Rn .
Þessi skilyrði nefnast ýmist upphafsskilyrði eða jaðarskilyrði og eru krafa um að lausnin
og ákveðnar aeiður hennar taki fyrirfram gen gildi á ákveðnum mengjum.
Þegar fjallað er um almenna eiginleika lausna á hlutaeiðujöfnum, er einfaldast að
nota þann rithátt sem við höfum verið að lýsa. Flestar af þeim jöfnum, sem við munum
fjalla um eru upprunnar í eðlisfræði og lausnirnar lýsa þá ástandi eðlisfræðilegra kerfa. Í
eðlisfræði ráða fastar venjur um tákn á breytistærðum. Það er hyggilegt að fylgja þeim
venjum og tákna breyturnar með x, y, z, t, . . . , í stað x1 , x2 , x3 , . . . . Þannig er t notað
til þess að tákna tíma og (x, y, z) notað til að tákna staðarvigur í rétthyrndum hnitum.
Pólhnit í plani eru táknuð með (r, θ). Kúluhnit í þrívíðu rúmi eru táknuð með (r, θ, φ).

11.2 Hlutaeiðujöfnur í eðlisfræði


Hlutaeiðujöfnur koma fyrir í ótal tilbrigðum í eðlisfræði. Lausnir þeirra lýsa ástandi
eðlisfræðilegra kerfa eða eru nálganir á ástandsstærðum. Við munum nú taka nokkur dæmi
um slíkar hlutaeiðujöfnur. Við nefnum helstu eðlisfræðilögmál, sem til grundvallar liggja,
en förum ekki út í ítarlegar útskýringar á þeim. Til þess að kafa dýpra í lögmálin, þarf
lesandinn að taka fram bækur um efnið, sem lesnar eru í eðlis- og verkfræðinámskeiðum.
Hér einbeitum við okkur að stærðfræðilega hluta útleiðslanna í þeim tilgangi að sýna
hversu fjölbreytileg þessi fræði eru.

Hitastig í föstu efni  varmaleiðnijafna


Sýnidæmi 11.2.1 (Hitastig; varmaleiðnijafna).
Varmaleiðnijafna kemur fyrir þegar fjallað er um líkön fyrir hitastig T = T (x, y, z, t)
í föstu efni en það er fall af þremur rúmbreytistærðum (x, y, z) og tíma t. Við látum
% = %(x, y, z) tákna eðlismassa efnisins og c = c(x, y, z) varmarýmd þess. Til grundvall-
ar leggjum við lögmál Fouriers, sem segir að varmaæðið ~v = ~v (x, y, z, t) sé geð með
formúlunni
 
∂T ∂T ∂T
(11.2.1) ~v = −λ ∇ T = −λ , ,
∂x ∂y ∂z

þar sem fallið λ = λ(x, y, z) > 0 kallast varmaleiðnistuðull efnisins. Þetta þýðir að ef
við lítum á lítinn atarskika dA umhvers punktinn (x, y, z) með þvervigur ~n, þá er
varmaorkan sem æðir á tímaeiningu í gegnum skikann í stefnu ~n jöfn

h~v , ~nidA = −λh∇ T, ~nidA.

Við látum F (x, y, z, t) tákna þá varmaorku sem myndast í punktinum (x, y, z) á rúm- og
tímaeiningu. Ef F (x, y, z, t) > 0 þá hitnar efnið umhvers punktinn (x, y, z) á tímanum
t, en ef F (x, y, z, t) < 0 þá kólnar það.
11.2. HLUTAFLEIÐUJÖFNUR Í EÐLISFRÆÐI 289

Nú lítum við á lítinn rúmskika D með jaðri ∂D og athugum orkuvarðveisluna í honum.


Við táknum ytri þvervigurinn á jaðarinn með ~n. Varmaorkan í D sem fall af tíma er þá
ZZZ
E(t) = c%T dV.
D

Lögmálið um varðveislu orkunnar segir okkur að breyting varmaorkunnar í D sé jöfn


summu þeirrar orku sem æðir inn gegnum jaðarinn og þeirrar orku sem myndast inni í
D. Þetta tjáum við með jöfnunni
ZZZ ZZ ZZZ

c%T dV = λh∇ T, ~ni dA + F dV.
∂t
D ∂D D

..
.......
...
~n
..
.
......................................... ..
........................................................................................................
.......... ................................... .. ...............
...... ......... .........
................................... .... . .. .
.......
... .. . .. ... ....
.
...
...... ...................................
...
................ ............ ......................... ........ .............
.......... .... .......... .........
........ .... ................... .......... ...
............ .... .... . ........ ............. .
... .
.. ... . .. . ..
. .. .... . . ..... .............. ......
. . .. .
.....
... ...
. . ......
. .
...
.. .. .
... .... ......... ...
.... .... ...... ..
..... ....... . .........
... .. .......................
.... ... ... .. ....
.
.....
.... .
.... .....
..
.....
..... dA ...
....
..................................................... ........
........
......
...
.. ... ... ... ......... ....... .
..
....... . .. ..
... ... ... .... ..... ..
. .... ..
. ...... ....... ...
.
...... ..
. ..... ...
... ... ... .. ....... ......
. ..... .. .... ..
... ... ....... ... .. . .
.......... .. .
.. .... .... ... ...
... .. ............ ... ......... ... ... .....
........ . ... .. ......
.. ........
... ...
...... .... ............... .. ...
...
..
.
............. ........ ... . .
.
.....
...
...... .. .. ...... .. ... .. .. . . ....
....... .. .. .
...... ... ..... ... . . ... .... .
.... .... ........
.. .
. ..
.
.
..... .. .... .. ... ..... ... ..
..... ... ....... ... .. .. .... ... ..
.
........
.....
........
.. ... ... .. .. .. ...
..... .... ............ .. .. ... ... ... .....
........ ..... .... .. .. .. .
.... ..
... ... ...... .. .
.
..
............. .........
... . ..
... .. .... ... ........ .....
......
.... ..... ... .................. ..........
..... ................... .... ......
..... . ..... ...............
.
....... .
.........................................................

Mynd: Varmaæði
Í þessari jöfnu táknar dV = dxdydz rúmmálsfrymið í D, en dA táknar atarmálsfrymið
á yrborðinu ∂D. Athugið að æði inn gegnum jaðarinn er í stefnu −~n. Nú beitum við
Gausssetningunni á æðið ~v = −λ ∇ T
ZZ ZZZ
h~v , ~nidA = ∇ · ~v dV.
∂D D

Við getum því skrifað jöfnuna um orkuvarðveisluna í D sem


ZZZ  
∂T 
c% − ∇ · λ ∇ T − F dV = 0.
∂t
D

Fyrst þessi jafna gildir hvernig sem rúmskikinn D er valinn, þá verður heildisstofninn að
vera 0 og við fáum jöfnuna
∂T
(11.2.2)

c% − ∇ · λ ∇ T = F (x, y, z, t).
∂t
Ef við gerum ráð fyrir að %, c og λ séu fastar og setjum κ = λ/(c%) og f = F/(c%), þá
fáum við að hitastigið T uppfyllir varmaleiðnijöfnuna
∂T  ∂T
(11.2.3) − κ∇ · ∇ T = − κ∆T = f (x, y, z, t),
∂t ∂t
290 KAFLI 11. NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

þar sem ∆ táknar Laplacevirkjann,


 ∂ 2T ∂ 2T ∂ 2T
(11.2.4) ∆T = ∇ · ∇ T = + + .
∂x2 ∂y 2 ∂z 2
Varmaleiðnijafnan nefnist einnig sveimjafna. Sú nafngift á við þegar verið er að lýsa
styrk u(x, y, z, t) á uppleystu efni í vökva. Útleiðslan á sveimjöfnunni er hliðstæð útleiðslu
okkar hér að framan. Í stað lögmáls Fouriers kemur lögmál Flicks, en það segir að æði
efnisins sé −κ∇u og í þessu samhengi er κ þá nefnt sveimstuðull. 

Samhverfa  varmaleiðnijafna í einni og tveimur rúmvíddum


Sýnidæmi 11.2.2 (Einfaldanir á varmaleiðnijöfnu ). Varmaleiðnijafnan lýsir eigin-
leikum falls T af fjórum breytistærðum. Í ýmsum verkefnum er hægt að gera ráð fyrir
samhverfu af einhverju tagi og með því fækkar óháðu rúmbreytistærðunum. Ef við ger-
um ráð fyrir því að varmaæðið sé alltaf samsíða ákveðnu plani, sem við veljum sem
(x, y)-plan, þá fáum við tvívíðu varmaleiðnijöfnuna
 2
∂ 2T

∂T ∂ T
(11.2.5) −κ + = f (x, y, t).
∂t ∂x2 ∂y 2
Ef hægt er að gera ráð fyrir því að varmaæðið sé alltaf samsíða ákveðinni línu, sem við
veljum sem x-ás, þá fæst
∂T ∂ 2T
(11.2.6) − κ 2 = f (x, t).
∂t ∂x
Þetta á við um hitastig í vegg, jarðlögum eða stöng, þar sem gert er ráð fyrir að varmaæð-
ið sé alls staðar í sömu stefnu. Ef við tökum stöng af lengd L sem dæmi og veljum hnitin
þannig að x-ásinn sé eftir stönginni, þá uppfyllir hitastigið
∂T ∂ 2T
(11.2.7) − κ 2 = f (x, t), 0 < x < L, t > 0,
∂t ∂x
og fallið c%f (t, x) gefur varmaframleiðsluna í stönginni á lengdar- og tímaeiningu. Jaðar-
skilyrðin sem sett eru í endapunktinum x = 0 gætu til dæmis verið eitt af þrennu,

(11.2.8) T (0, t) = T0 , −λ∂x T (0, t) = v0 , −λ∂x T (0, t) = kT (0, t).

Fyrsta skilyrðið er að hitastigið sé fast í enda stangarinnnar, annað skilyrðið segir að


varmaæðið gegnum enda stangarinnar sé fast og það þriðja segir að varmaæðið gegn-
um enda stangarinnar sé í hlutfalli við hitastigið þar. Hliðstæð skilyrði má hugsa sér í
punktinum x = L. Dæmigert upphafs- og jaðargildisverkefni gæti síðan verið að leysa

 ∂T ∂ 2T
− κ 2 = f (x, t), 0 < x < L, t > 0,
(11.2.9) ∂t ∂ x
T (0, t) = T ,
0 −λ∂ T (L, t) = kT (L, t).
x

Hugsum okkur nú að fallið f sem lýsir varmamynduninni í stönginni sé einungis háð x


en ekki háð tíma t, f = f (x) og að við vitum að markgildin limt→+∞ ∂t T (x, t) = 0,
11.2. HLUTAFLEIÐUJÖFNUR Í EÐLISFRÆÐI 291

limt→+∞ T (x, t) = u(x), limt→+∞ ∂x T (x, t) = u0 (x), limt→+∞ ∂x2 T (x, t) = u00 (x) séu öll til.
Þá segjum við að u lýsi æstæðu hitaástandi í stönginni. Til þess að nna u þurfum við þá
að leysa jaðargildisverkefnið

(11.2.10) −κu00 = f (x), 0 < x < L, u(0) = T0 , −λu0 (L) = ku(L).

Varmajafnvægi  Laplace-jafna og Poisson-jafna


Sýnidæmi 11.2.3 (Varmajafnvægi ). Oft er áhugavert að líta á tímaóháð ástand eða
æstætt ástand. Þá er einfaldlega gert ráð fyrir því að tímaaeiðan sé 0 og að ytri áhrif á
kerð séu tímaóháð. Hliðraða varmaleiðnijafnan einfaldast þá í Poisson-jöfnuna

(11.2.11) −κ∆u = f (x, y, z),

Ef engin varmamyndun er í svæðinu, þá einfaldast varmaleiðnijafnan í Laplace-jöfnu,


∆u = 0. 

Sveiandi strengur  bylgjujafna í einni rúmvídd


Sýnidæmi 11.2.4 (Strengur; bylgjujafna). Í sýnidæmi 6.3.2 leiddum við út hreyjöfnur
fyrir festi. Nú skulum við líta á skylt dæmi. Það er strengur af lengd L og massa m.
Við gerum ráð fyrir að hann sé strekktur, festur niður í báðum endapunktum og að hann
sveiist í plani. Við veljum hnit þannig að stengurinn sé á x-ás þegar hann er í kyrrstöðu
og látum u(x, t) tákna færslu strengsins frá punktinum x.
......
........... ................
......... .....
....... .....
............ ....
..
......... ...... ....
....
..... .
.............
. ..... .
.
.
.
.
.
.
.
u(x, t) .....
.....
.....
.....
. .
.
............................................................................................................................................................................................................................................................................................
. .
..........
. . .............................................. .

0 x L
Mynd: Strengur
Til þess að leiða út jöfnu fyrir hreyngu strengsins, þá skoðum við lítinn bút af honum á
einhverju augnabliki t yr bilinu [x, x + h].
T .....
..............
.................
.................
..
.. .
.......... ..
.... •
............... ..
...
................
. .
. β
........
....... ..
....... ..
..
..
....... ..
..
..
.... ..
...
..... ...
...
.... ..
...
.......... ...................
...
... ....
. .
.. . .
.
• .
..
. ..
..
..
... .
...... .. ..
α ... .........
..
........
...
.
.
.
.
.
.
..
..
. ... . .
. ..
... . ..
...
.... .
. ..
.
.
......
.
..
....
T .
.
...
..
..
.. ..
.. ..
.. ..
... .
............................................................................................................................................................................................................................................................

x x+h
Mynd: Kraftar í streng
292 KAFLI 11. NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

Ef T táknar spennuna í strengnum, þá er lóðrétti þáttur togkraftsins, sem verkar á bútinn,

−T sin α + T sin β.

Við athugum að bogalengdarfrymið á strengnum er


q 2
ds = 1 + ∂x u(x, t) dx

og
∂x u(x, t) ∂x u(x + h, t)
sin α = q 2 , sin β = q 2 .
1 + ∂x u(x, t) 1 + ∂x u(x + h, t)
Annað lögmál Newtons gefur okkur því
Z x+h q 2
%∂t2 u(ξ, t) 1 + ∂x u(ξ, t) dξ
x
 
∂x u(x + h, t) ∂x u(x, t)
=T q 2 − q 2 ,
1 + ∂x u(x + h, t) 1 + ∂x u(x, t)

þar sem % = m/L táknar massa á lengdareiningu í strengnum. Nú gerum við til einföld-
unar ráð fyrir því að útslagið sé það lítið að
q 2
1 + ∂x u(x, t) ≈ 1

og þar með að það megi fella niður kvaðratræturnar í þessum jöfnum. Þá fáum við
x+h
∂ 2u
Z  
∂u ∂u
% 2 (ξ, t) dξ = T (x + h, t) − (x, t) .
∂t ∂x ∂x
x

Nú deilum við í gegnum jöfnuna með h og látum síðan h stefna á núll. Þá fáum við
bylgjujöfnuna
∂ 2u 2
2∂ u
p
(11.2.12) − c = 0, c= T /%.
∂t2 ∂x2
Strengurinn er festur niður í báðum endapunktum, svo við fáum náttúrleg jaðarskilyrði

(11.2.13) u(0, t) = u(L, t) = 0.

Þetta líkan má bæta á ýmsa vegu. Ef gert er ráð fyrir að ytri kraftur verki á strenginn
og að F (x, t) sé kraftur á lengdareiningu, sem verkar á strenginn í punkti x við tímann t,
þá uppfyllir færslan u(x, t) hliðruðu bylgjujöfnuna

∂ 2u 2
2∂ u
(11.2.14) − c = f (x, t),
∂t2 ∂x2
þar sem f (x, t) = F (x, t)/%. Ef tekið er tillit til loftmótstöðu eða núnings í strengnum
og gert er ráð fyrir að þau séu í hlutfalli við hraðann, þá kemur til sögunnar kraftliður
11.2. HLUTAFLEIÐUJÖFNUR Í EÐLISFRÆÐI 293

af gerðinni −a∂t u(x, t), þar sem a er fasti. Ef tekið er tillit til fjöðrunar í strengnum og
gengið er út frá lögmáli Hookes, þá bætist við kraftliður af gerðinni −bu(x, t), þar sem b
er fasti. Ef gengið er út frá öllum þessum kraftáhrifum, þá gefur annað lögmál Newtons
eins og í útleiðslunni hér að framan að færslan uppfyllir

∂ 2u 2
2∂ u ∂u
(11.2.15) 2
− c 2
+r + ku = f (x, t),
∂t ∂x ∂t
þar sem r = a/% og k = b/%. 

Tromma  bylgjujafna í tveimur rúmvíddum


Sýnidæmi 11.2.5 (Tromma; tvívíða bylgjujafnan). Hugsum okkur að teygjanleg þunn
himna sé strengd yr ramma og gerum ráð fyrir að spenna í henni T sé alls staðar sú sama.
Hugsum okkur einnig að himnan hreyst í lóðrétta stefnu og látum u(x, y, t) tákna færslu
hennar frá jafnvægisstöðu. Látum X tákna svæðið í xy -plani, sem himnan afmarkar
þegar hún er kyrr og lítum á atarskika D ⊂ X með sléttan jaðar ∂D. Við látum
∇u = (∂x u, ∂y u) tákna stigulinn af u með tilliti til (x, y) og ∂n u = ∂u/∂n = h∇u, ~ni vera
stefnuaeiðu af u í stefnu ytri þvervigursins í punkti (x, y) á jaðrinum ∂D.
... ...
y ............... ~n
.....
z ...............z = u(x, y, t)
.... ........ .... .............................
... ..
......... ........ .......
... ... .......... ... ...... ......
......... ............. ..... .....
..
... .. . . . ........ ..........
....... ~n ..
... ....
....
.....
...
..
.....
T~
... ..... ... .... .......................................... .
...
... ... ... ........... .............................
......
....
...
......
D ..
...
.. ...
...
...........
........
... ......... ..
.. .......... ...
.................................... .
... ...
... ... ....
.. .. ...
............................................................................................................................. ..............................................................................................................................................................
.. ...
....
... x .
....
... ....
... ...
. ..................................
y
..... ....... .......
..... ...... ......
..... ..... .....
..... .... ...
.
...
.
.
.. .
...
.
.. ..
..
.
.... D .....
................................
...
.
........
.
.
.
...
.
.
. ... .........
. ...
.. .............................. ...... .
. ... .
..
~n
...... x

Mynd: Sveiur himnu

Nú lítum við á þann bút af himnunni sem er yr svæðinu D, en það er graf fallsins u með
tilliti til (x, y). Ef við tökum síðan örsmæðarbút ds á jaðrinum á himnunni yr D, þá er
lóðrétti þáttur togkraftsins sem verkar á hann jafn
∂n u ∂u
Tq 2 ds ≈ T ∂n ds,
1 + ∂n u

ef við gefum okkur að ∂n u sé það lítið að nálga megi kvaðratrótina með tölunni 1. Ef %
táknar massa á atareiningu í himnunni, þá gefur annað lögmál Newtons

∂ 2u
ZZ Z
∂u
% 2 dxdy = T ds.
D ∂t ∂D ∂n
Með því að beita Gauss-setningunni á seinna heildið, þá fáum við

∂ 2u
ZZ ZZ
% 2 dxdy = T ∆u dxdy,
D ∂t D
294 KAFLI 11. NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

þar sem ∆ táknar Laplace-virkjann í breytistærðunum (x, y). Fyrst þessi jafna gildir um
hvaða skika sem er, þá fáum við að u uppfyllir bylgjujöfnuna í tvívíðu rúmi,
∂ 2u ∂ 2u
 2
∂ 2u

2 ∂ u
(11.2.16) 2
− c ∆u = 2 − c + = 0,
∂t2 ∂t ∂x2 ∂y 2

þar sem c = T /%.


p


Sveiur í bitum  bitajafna


Sýnidæmi 11.2.6 (Sveiur í bitum). Í burðarþolsfræðinni koma fyrir margar mik-
ilvægar hlutaeiðujöfnur. Meðal þeirra er bylgjujafnan, sem kemur fram þegar verið er
að lýsa sveium í bitum. Við skulum nú líta á bita af lengd L sem liggur láréttur og
leggja hnitakerð þannig að x-ásinn liggi eftir honum endilöngum með endapunktana í
x = 0 og x = L. Við skulum láta %(x) vera massa á lengdareiningu í bitanum og A(x)
vera þversniðsatarmál hans í punktinum x. Gerum einnig ráð fyrir að í punktinum x
verki kraftur í stefnu x-ássins og að F (x, t) sé kraftur á lengdareiningu í punkti x við
tímann t. Við verkun kraftsins verður teygja í stönginni og við látum u(x, t) tákna færslu
efnispunkts í x frá jafnvægisstöðu. Við gefum okkur að færslurnar sé smáar og að lögmál
Hookes gildi. Það segir að spennan σ í efninu sé í hlutfalli við þensluna , σ = E, þar sem
E = E(x) er efnisfasti óháður tíma og í punktinum x er  = ∂x u(x, t). Fallið E nefnist
Young-stuðull. Þar með er spennukrafturinn sem verkar í þversniðinu við x við tímann t
jafn
S(x, t) = A(x)σ(x, t) = A(x)E(x)∂x u(x, t).

....
...
.. ...............................................................................................................
................................................................... .......................................................
... ...
... F (x, t)
.................................. ...
................................................................................................................................................................................................................................................................
... .. ... ..
...
... x u(x, t)
..
................. ..
.....
x
............................................................................................................... .......... .
... .... ..........................................................................................................
....
..
.

Mynd: Langsveiur í bita

Nú lítum við á bút af bitanum sem afmarkast af bilinu [x, x + h]. Spennukrafturinn sem
verkar á bútinn er þá S(x + h, t) − S(x, t) og því fáum við að annað lögmál Newtons gefur
Z x+h Z x+h
2

%(ξ)∂t u(ξ, t)A(ξ) dξ = S(x + h) − S(x) + F (ξ, t) dξ.
x x

Með því að deila í gegnum þessa jöfnu með h og láta síðan h → 0, þá fáum við
∂ 2u
 
∂ ∂u
(11.2.17) %A 2 − AE = F (x, t).
∂t ∂x ∂x

Í þessari útleiðslu var hægt að gefa sér að %, A og E væru föll af x. Í sértilfellinu þegar
þetta eru fastar, þá er hreyngunni lýst með hliðruðu bylgjujöfnunni
∂ 2u 2
2∂ u
(11.2.18) −c = f (x, t),
∂t2 ∂x2
11.2. HLUTAFLEIÐUJÖFNUR Í EÐLISFRÆÐI 295

þar sem c = E/% og f = F/(%A) er kraftur á massaeiningu í bitanum.


p

....
...
F (x, t)
.
....
........
.. ..
................................................................................................................
................................................................... ... .......................................................
...
... v(x, t)
... ...
........
...
..
......................................................................................................................................................................................................................................................................
... ..... ... ..
...
... x ... ..
.....
x
............................................................................................................... .......... .
... .... ..........................................................................................................
....
..
.

Mynd: Þversveiur í bita.

Nú skulum við gera ráð fyrir því að krafturinn F (x, t) verki þvert á ás bitans í stefnu
y -ássins. Nú er nauðsynlegt að taka tillit til spennunnar sem myndast í bitanum við það
að hann svignar. Við látum v(x, t) tákna færslu punktanna á x-ásnum frá jafnvægisstöðu,
M (x, t) tákna beygjuvægið og S(x, t) tákna skerkraftinn í stefnu færslunnar. Skerkraftur
er einnig nefndur skúfkraftur. Ef við lítum á kraftjafnvægið í litlum bút á bitanum [x, x+h].
Þá gefur annað lögmál Newtons
Z x+h Z x+h
2
%(ξ)∂t v(ξ, t)A(ξ) dξ = −(S(x + h) − S(x)) + F (ξ, t) dξ.
x x

Við deilum í gegnum jöfnuna með h og látum síðan h → 0, þá fáum við jöfnuna
∂ 2v ∂S
(11.2.19) %A 2
=− + F.
∂t ∂x
Til þess að skilja sambandið milli skerkraftsins S og færslunnar v er nauðsynlegt að hafa
góða innsýn í fjaðurmagnsfræði. Til þess að gera langa sögu stutta, þá nefnum við fyrst
að beygjuvægið uppfyllir M (x, t) = E(x)I(x)κ(x, t), þar sem E er Young-stuðullinn, I er
tregðuvægi og κ(x, t) er krappinn sem ferillinn x 7→ v(x, t) myndar við tímann t. Ef gert er
ráð fyrir því að færslurnar séu smáar, þá má gefa sér nálgunina κ(x, t) ≈ ∂x2 v(x, t). Næst
er að nefna að sambandið milli skerkraftsins og beygjuvægisins er S(x, t) = ∂x M (x, t).
Ef við notum þessar upplýsingar í (11.2.19), þá fáum við að færslan verður að uppfylla
hlutaeiðujöfnuna,
∂ 2v ∂2 ∂ 2v
 
(11.2.20) %A 2 + 2 EI 2 = F (x, t).
∂t ∂x ∂x

Í burðarþolsfræðinni er þessi jafna nefnd bitajafna. Í henni má gera ráð fyrir að stærðirnar
%, A, E og I séu föll af x. Ef þetta eru fastar þá fáum við sértilfellið
∂ 2v 4
4∂ v
(11.2.21) + a = f (x, t),
∂t2 ∂x4
þar sem a = EI/%A og f (x, t) = F (x, t)/%A er ytri kraftur á massaeiningu í bitanum.
p
4

Sveiur í plötum
Sýnidæmi 11.2.7 (Sveiur í plötum). Annað mikilvægt viðfangsefni í burðarþolsfræði
er athugun á sveium í plötum. Hugsum okkur að plata afmarki svæði X í xy -plani,
296 KAFLI 11. NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

að hún sé af þykkt h og ha eðlismassann %. Við gerum ráð fyrir að ytri kraftur verki
hornrétt á plötuna, að F (x, y, t) tákni kraft á atareiningu í punkti (x, y) við tímann t og
að w(x, y, t) sér færsla efnispunkts í (x, y) frá jafnvægisstöðu við tímann t.
z ...............
..
..
..
.
......................................................................................................................................
.. . ...
.. ... ......................

.
...
...
....
.....
. .
.
... ...
... ...
........
y
. . . .

...
...
...
..
F (x, y, t)
......
....
.. ..
... ...
... ...
... ...
... ... ........
.. .
. ..
.. .. .. ..
... ... ...
... ... ...
... ... ...
.
.... ..........
... ... ...
... ... ...
... ... ...
... ... ...
.....................................................................................................................................
. ...
.................................................................................................................................
...
........
.....
x
Mynd: Þversveiur í plötu.

Útleiðslan á hreyjöfnu w er svipuð og fyrir v í sýnidæmi 11.2.6, en töluvert snúnari.


Niðurstaðan er að
∂ 2w
%h 2 + D∆2 w = F,
∂t
þar sem D = Eh /12(1 − ν ), E er Young-stuðull, ν er Poisson-stuðull og ∆2 er Laplace-
3 2

virkinn í öðru veldi


 2 2
2 ∂ ∂2 ∂4 ∂4 ∂4
∆ = + = + 2 + .
∂x2 ∂y 2 ∂x4 ∂x2 ∂y 2 ∂y 4
Í burðarþolsfræðinni er þessi virki nefndur tvíþýður virki (e. biharmonic operator). Ef við
deilum nú í gegnum jöfnuna með %h, þá fáum við
∂ 2w
+ a4 ∆2 w = f,
∂t2
þar sem a = D/%h og f = F/%h er kraftur á massaeiningu.
p
4


Rafsegulfræði  Maxwell-jöfnur
Sýnidæmi 11.2.8 (Maxwell-jöfnurnar). Öllum raf- og segulfyrirbærum í náttúrunni,
þar sem ekki þarf að taka tillit til skammtaáfhrifa, má lýsa sem lausnum á fjórum hlutaf-
leiðujöfnum. Þær eru kenndar við Maxwell,
∂D ∂B
(11.2.22) ∇ · D = %, ∇×H− = J, ∇ · B = 0, ∇×E+ = 0.
∂t ∂t
Hér er ∇ = (∂x , ∂y , ∂z ) stigullinn með tilliti til rúmbreytistærðanna, ∇· = div er sundur-
leitnivirkinn og ∇× = rot er rótvirkinn. Stærðirnar B, D, E, H og J eru þrívíð vigursvið,
en % er skalarsvið og þau eru öll háð staðsetningu (x, y, z) í rúminu og tíma t. Stærðin E
er rafsvið, D er raærslusvið, B er segulsvið, H er segulæði, J er straumþéttleiki og % er
hleðsluþéttleiki. Stærðirnar, sem hér eru upp taldar ákvarðast ekki af Maxwell-jöfnunum
einum saman. Til viðbótar koma einnig hliðarskilyrði og svokallaðar gerðarjöfnur sem
tengja stærðirnar saman. Athugið að framsetningin á Maxwell-jöfnunum er háð einingar-
kernu sem unnið er í. Hér eru þær settar fram í SI-kernu. 
11.2. HLUTAFLEIÐUJÖFNUR Í EÐLISFRÆÐI 297

Rafstöðufræði  Laplace-jafna og Poisson-jafna


Sýnidæmi 11.2.9 (Rafstöðufræði; Laplace-jafna og Poisson-jafna). Mikilvægi Laplace-
virkjans kemur skýrt fram í rafstöðufræðinni, þegar gert er ráð fyrir því að sviðin í jöfnum
Maxwells séu tímaóháð. Þá fáum við

(11.2.23) ∇ · D = %, ∇ × E = 0.

Ef svæðið, þar sem sviðin eru skilgreind, er einfaldlega samanhangandi, þá gefur síðari
jafnan okkur tilvist á rafmætti V og það uppfyllir

(11.2.24) E = −∇V.

Sambandið milli D og E getur verið mjög ókið og er það háð efninu sem verið er að
skoða, en einfaldasta sértilfellið er einsátta línulegt efni, en í því er gerðarjafnan

(11.2.25) D = E.

Talan  er rafsvörunarstuðull efnisins. Rafmættið V verður því að uppfylla Poisson-


jöfnuna,

(11.2.26) ∆V = ∇2 V = −∇ · D/ = −%/.

Í sértilfellinu þegar % = 0 þá nefnist jafnan Laplace-jafna. Tvívíðu Laplace- og Poisson-


jöfnurnar eru einnig mikilvægar í rafstöðufræði, því lausnir þeirra geta lýst rafstöðumætti
þar sem sívalningssamhverfa er til staðar eða rafstöðumætti í þunnri plötu, þar sem rafsvið-
ið er alls staðar samsíða plötunni. Þá hugsum við okkur að hnitakerð sé valið þannig að
skilgreining á svæðinu sé í (x, y)-plani og að hún sé óháð þriðja hnitinu z . Hleðsludreingin
er þá einungis háð (x, y), % = %(x, y). 

Rafsegulbylgjur  bylgjujafna í þremur rúmvíddum


Sýnidæmi 11.2.10 (Rafsegulbylgjur; þrívíða bylgjujafnan). Nú skulum við líta aftur á
Maxwell-jöfnurnar í einsátta línulegu efni, þar sem við höfum gerðarjöfnurnar
1
D = E, H= B,
µ
 táknar rafsvörunarstuðul efnisins og µ táknar segulsvörunarstuðul þess. Þær eru
∂E ∂B
(11.2.27) ∇ · E = %, ∇ × B − µ = µJ, ∇ · B = 0, ∇×E+ = 0.
∂t ∂t
Ef A er þrívítt vigursvið, þá gildir jafnan

(11.2.28) ∇ × (∇ × A) = ∇(∇ · A) − ∇2 A.

Ef við látum virkjann ∇× verka á síðustu jöfnuna í (11.2.27), þá fáum við


∂B
∇ × (∇ × E) = ∇(∇ · E) − ∇2 E = −∇ × ,
∂t
298 KAFLI 11. NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

og ef við látum ∂/∂t verka á aðra jöfnuna í (11.2.27), þá fáum við

∂ 2E ∂J ∂B
µ 2
+µ =∇× .
∂t ∂t ∂t
Nú notfærum við okkur að ∇(∇ · E) = ∇%/ og fáum síðan með því að leggja saman tvær
síðustu jöfnurnar að

∂ 2E 1 1 ∂J
(11.2.29) − c 2 2
∇ E = − ∇% − ,
∂t2 µ2  ∂t

þar sem c = 1/ µ. Athugið að í vinstri hliðinni stendur bylgjuvirkinn í þrívíðu rúmi
∂ 2 /∂t2 − c2 ∆, því ∇2 = ∆. Hann verkar á hvert hnit fyrir sig í rafsviðinu E. Til þess að
fá hliðstæða jöfnu fyrir segulsviðið, þá látum við ∇× verka á aðra jöfnuna í (11.2.27)

∂E
∇ × (∇ × B) = ∇(∇ · B) − ∇2 B = µ∇ × + µ∇ × J.
∂t
Ef við látum ∂/∂t verka á fjórðu jöfnuna í (11.2.27), þá fáum við

∂ 2B ∂E
= −∇ × .
∂t2 ∂t
Nú notfærum við okkur að ∇(∇ · B) = 0, leggjum saman tvær síðustu jöfnur og fáum þá

∂ 2B 1
(11.2.30) 2
− c2 ∇2 B = ∇ × J.
∂t 
Niðurstaða þessara útreikninga okkar er að ef u táknar eitt af hnitaföllum rafsegulsviðsins
(E, B) í einsátta línulegu efni, þá uppfyllir u þrívíðu bylgjujöfnuna

∂ 2u ∂ 2u
 2
∂ 2u ∂ 2u

2 ∂ u
(11.2.31) 2
− c ∆u = 2 − c + + = f (x, y, z, t),
∂t2 ∂t ∂x2 ∂y 2 ∂z 2

þar sem fallið f er háð hleðslu- og straumþéttleikanum í efninu og er lesið út úr jöfnunum


(11.2.29) og (11.2.30). 

Skammtafræði Schrödinger-jafna
Sýnidæmi 11.2.11 (Schrödinger-jafna). Undirstöðujafna skammtafræðinnar er kennd
við Schrödinger,

∂u ~2
i~ =− ∆u + V (x)u, x = (x1 , x2 , x3 ) ∈ R3 .
∂t 2m
Lausn u á jöfnunni, sem er stöðluð þannig að
ZZZ
|u(x, t)|2 dV (x) = 1,
R3
11.3. HLIÐARSKILYRÐI OG VEL FRAMSETT VERKEFNI 299

er bylgjufall fyrir ögn með massa m sem hreyst í mætti V . Fastinn ~ er kenndur við
Planck. Fallið x 7→ |u(x, t)|2 er þá líkindaþéttleikafall á R3 , sem er túlkað þannig að heildi
yr rúmskika X , ZZZ
|u(x, t)|2 dV
X

eru líkindi þess að ögnin sé í skikanum X við tímann t. Í tengslum við Schrödinger-
jöfnuna fæst eigingildisverkefnið

~2
− ∆u + V (x)u = Eu,
2m
en möguleg eigingildi E eru túlkuð sem hugsanleg orkustig agnarinnar. 

11.3 Hliðarskilyrði og vel framsett verkefni


Í síðustu grein sáum við nokkur dæmi um línulegar hlutaeiðujöfnur, sem lýsa ástandi
eðlisfræðilegra kerfa. Þær eru estar háðar einni, tveimur eða þremur rúmbreytistærðum
og tíma. Lausnin ákvarðast ekki ótvírætt af jöfnunni einni saman, en ef sett eru eðlileg
hliðarskilyrði á lausnina, þá fæst ótvírætt ákvörðuð lausn.

Upphafsskilyrði
Hugsum okkur að u sé fall á menginu

X × I = {(x, t); x = (x1 , . . . , xn ) ∈ X, t ∈ I},

þar sem X er opið mengi í Rn , I er opið bil í R og X og I tákna lokanir þeirra og að u


uppfylli einhverja hlutaeiðujöfnu á X × I . Ef lausnin er tímaháð, þá er eðlilegt að setja
upphafsskilyrði á hana með því að tilgreina gildi hennar og einhverra tímaaeiða hennar
∂t u, ∂t2 u, . . . , fyrir eitthvert ákveðið gildi t0 á tímanum t,

u(x, t0 ) = ϕ0 (x), ∂t u(x, t0 ) = ϕ1 (x), ..., x ∈ X.

Ef m er hæsta stig á aeiðu, sem fyrir kemur í jöfnunni, þá dugir oft að tilgreina gildi á
u og tímaaeiðum ∂tk u af stigi k ≤ m − 1.

Jaðarskilyrði
Jaðarskilyrði eru sett á lausnina með því að tilgreina gildi u og einhverra hlutaeiða af u
í punktum (x, t), þar sem x er á jaðrinum ∂X og t er í I . Skilyrði af gerðinni

u(x, t) = h(x, t), x ∈ ∂X, t ∈ I,

þar sem h er geð fall á ∂X × I , nefnist fallsjaðarskilyrði. Skilyrði af gerðinni

∂u
(x, t) = h(x, t), x ∈ ∂X, t ∈ I,
∂n
300 KAFLI 11. NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

nefnist æðisskilyrði og skilyrði af gerðinni

∂u
a(x, t) (x, t) + b(x, t)u(x, t) = h(x, t), x ∈ ∂X, t ∈ I,
∂n
nefnist blandað jaðarskilyrði. Nokkrar tegundir af skilyrðum, sem sett eru á lausnir hlutaf-
leiðujafna, bera nöfn sem vert er að leggja á minnið:

(i) Cauchy-skilyrði: Lausnin u og einhverjar tímaaeiður hennar ∂t u, ∂t2 u, . . . , eru


tilgreindar á einhverjum tíma t = t0 . Samheiti er upphafsskilyrði.

(ii) Dirichlet-skilyrði: Lausnin u er tilgreind á jaðri svæðis. Samheiti er fallsjaðarskil-


yrði.

(iii) Neumann-skilyrði: Þveraeiðan ∂u/∂n er tilgreind á jaðri svæðis. Samheiti er æð-


isskilyrði.

(iv) Robin-skilyrði: Línuleg samantekt af þveraeiðu og falli, ∂u/∂n + au, er tilgreind á


jaðri svæðis. Samheiti er blandað jaðarskilyrði.

Oft er jaðri svæðis skipt í parta og ólík skilyrði sett á lausnina á hinum ýmsu pörtum.
Til dæmis getur verið eðlilegt að hugsa sér að á hluta jaðarsins sé sett fallsjaðarskilyrði
en annars staðar æðisskilyrði. Jaðarskilyrðið verður þá

 ∂u
(x, t) = g(x, t), x ∈ A, t ∈ I,
∂n
u(x, t) = h(x, t), x ∈ B, t ∈ I,

þar sem ∂X = A ∪ B er skipting á jaðrinum í tvö sundurlæg mengi.

Upphafs- og jaðarskilyrði fyrir streng og himnu


Sýnidæmi 11.3.1 (Strengur og himna). Í sýnidæmi 11.2.4 fjölluðum við um streng
sem ytri kraftur verkar á og sáum að með vissum nálgunum væri fráviki strengsins frá
jafnvægisstöðu u(x, t) lýst með einvíðu bylgjujöfnunni

∂ 2u 2
2∂ u
(11.3.1) − c = f (x, t), 0 < x < L, t > 0.
∂t2 ∂x2
Eðlilegt er að staða og hraði strengsins séu gen á einhverju augnabliki, segjum t = 0.
Með því er sett upphafsskilyrði

(11.3.2) u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x), 0 < x < L,

þar sem litið er á ϕ og ψ sem þekkt föll. Ef strengurinn er festur niður í báðum enda-
punktum, þá fáum við fallsjaðarskilyrðin

(11.3.3) u(0, t) = u(L, t) = 0, t > 0.


11.3. HLIÐARSKILYRÐI OG VEL FRAMSETT VERKEFNI 301

Ef við hugsum okkur að hægt sé að stjórna stöðu endapunkta strengsins, þá fáum við
hliðruð jaðarskilyrði,

(11.3.4) u(0, t) = g(t), u(L, t) = h(t), t > 0,

þar sem g og h eru gen föll af tíma. Við getum alhæft þessi skilyrði með því að setja
almenn aðskilin jaðarskilyrði,

(11.3.5) α1 u(0, t) − α2 ∂x u(0, t) = g(t), β1 u(L, t) + β2 ∂x u(L, t) = h(t).

Í sýnidæmi 11.2.5 fjölluðum við um hreyngu himnu, sem ytri kraftur verkar á og
sáum þar að með ákveðnum nálgunum uppfyllir færsla u(x, y, t) efnispunkts (x, y) frá
jafnvægisstöðu tvívíðu bylgjujöfnuna

∂ 2u ∂ 2u
 2
∂ 2u

2 ∂ u
(11.3.6) 2
− c ∆u = 2 − c + = 0, (x, y) ∈ X,
∂t2 ∂t ∂x2 ∂y 2

þar sem X táknar svæðið í xy -plani sem himnan afmarkar í kyrrstöðu. Eðlileg upphafs-
skilyrði á lausnina eru þá

u(x, y, 0) = ϕ(x, y), ∂t u(x, y, 0) = ψ(x, y), (x, y) ∈ X,

þar sem ϕ og ψ eru nú gen föll á menginu X , sem lýsa stöðu og hraða himnunnar við
tímann t = 0. Þar sem himnan er fest niður á jaðrinum, þá fáum við jaðarskilyrðið

(11.3.7) u(x, y, t) = 0, (x, y) ∈ ∂X, t > 0.

Upphafs- og jaðargildisverkefni
Sýnidæmi 11.3.2 (Varmaleiðni). Við skulum nú kynna okkur hvernig hliðarskilyrði
eru sett á lausnir varmaleiðnijöfnunnar

∂u
(11.3.8) − κ∆u = f (x, y, z, t),
∂t
þar sem ∆ stendur fyrir Laplace-virkjann í þrívíðu rúmi. Hún lýsir hitastigi u á einhverju
svæði X í þrívíðu rúmi, eins og við höfum þegar séð. Þar sem aðeins fyrsta stigs tímaaf-
leiður koma fyrir í jöfnunni, þá er upphafsskilyrði aðeins sett á lausnina sjálfa með því að
tilgreina hitastigið u á ákveðnum tíma t = t0 ,

u(x, y, z, t0 ) = ϕ(x, y, z), (x, y, z) ∈ X,

þar sem ϕ er eitthvert fall á X . Jaðarskilyrði er sett á lausnina í jaðarpunktum X . Sem


dæmi getum við tekið fallsjaðarskilyrði, þar sem hitastigið er tilgreint á jaðrinum ∂X á
svæðinu X ,
u(x, y, z, t) = h(x, y, z, t), (x, y, z) ∈ ∂X.
302 KAFLI 11. NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

Flæðisskilyrði tilgreinir varmaæðið í gegnum jaðarinn,

∂u
−λ (x, y, z, t) = h(x, y, z, t), (x, y, z) ∈ ∂X,
∂n
þar sem ∂u/∂n = h∇u, ~ni táknar ytri þveraeiðuna af u á jaðrinum. Hér táknar ~n(x, y, z)
ytri þvervigurinn á jaðarinn í punktinum (x, y, z) og λ er varmaleiðnistuðullinn. Stund-
um er gert ráð fyrir því að kælingarlögmál Newtons gildi, en það segir að varmaæðið í
jaðarpunktunum sé í hlutfalli við mismuninn á hitastiginu þar og umhvershitastiginu,

∂u
−λ (x, y, z, t) = k(u(x, y, z, t) − u0 ), (x, y, z) ∈ ∂X.
∂n
Hér er þá gert ráð fyrir því að X sé heitur hlutur í köldu umhver og að hitastig umhverf-
isins u0 hækki nánast ekkert þegar hluturinn kólnar. 

Vel framsett verkefni


Úrlausn á hlutaeiðujöfnu með hliðarskilyrðum nefnist vel framsett verkefni, ef eftirfarandi
þrjú skilyrði eru uppfyllt:

(i) Tilvist: Til er lausn sem uppfyllir jöfnuna og öll hliðarskilyrðin.

(ii) Ótvíræðni: Aðeins ein lausn er til.

(iii) Stöðugleiki: Lausnin er stöðug í þeim skilningi að lítilsháttar frávik frá hliðarskil-
yrðum kemur fram í lítilsháttar fráviki frá lausninni. Í hverju verkefni um sig þarf
að skigreina hvaða mælikvarði er lagður á frávik í hliðarskilyrðum og í lausn.

Þegar verið er að sýna fram á að ákveðið verkefni sé vel framsett, þá er venjulega


byrjað á að ganga út frá því að til sé lausn og síðan er formúla fyrir lausnina leidd út. Þá
þarf að staðfesta að sérhvert fall sem skilgreint er með lausnarformúlunni uppfylli bæði
hlutaeiðujöfnuna og öll hliðarskilyrðin. Þá er tilvistin sönnuð.
Í næsta skre er gengið út frá því að verkefnið ha tvær lausnir u1 og u2 og síðan er
sýnt fram á að í raun sé u1 = u2 . Sannanir af þessu tagi eru mjög fjölbreytilegar. Til
grundvallar eru stundum lögð varðveislulögmál, en þau geta til dæmis sagt að ákveðin
orkuheildi séu minnkandi sem föll af tíma eða breytist ekki með tíma. Einnig getur verið
að lausnir uppfylli há- og lággildislögmál. Með þessu er ótvíræðnin sönnuð.
Í síðasta skrenu þarf fyrst að ákveða einhvern mælikvarða á frávik. Þá eru oft skil-
greindir staðlar (norm) á línulegu fallarúmin þar sem hliðarskilyrðin og lausnirnar eru
skilgreindar. Sem dæmi um slíka staðla getum við tekið
Z Z  12
2
kuk∞,X = max |u(x)|, kuk1,X = |u(x)| dx, kuk2,X = |u(x)| dx .
x∈X X X

Frávik u1 frá u2 , eða öllu heldur fjarlægðin milli u1 og u2 , er þá ku1 − u2 k. Til þess að
útskýra þetta nánar skulum við líta á:
11.4. FLOKKUN Á ANNARS STIGS JÖFNUM 303

Stöðugleiki Dirichlet-verkefnisins
Sýnidæmi 11.3.3 (Dirichlet-verkefnið fyrir Laplace-jöfnuna). Látum X vera takmark-
að svæði í þrívíðu rúmi með sléttan jaðar ∂X og lítum á verkefnið

(11.3.9) ∆u = 0 á X, u=ϕ á ∂X.

Við höfum þegar séð tvenns konar eðlisfræðilega túlkun á þessu verkefni. Lausnin u getur
verið rafstöðumætti í X sem geð er á jaðrinum ∂X með fallinu ϕ eða æstætt hitastig í
X sem geð er á jaðrinum með ϕ.
Lausn á Laplace-jöfnunni þýtt fall. Einn af undirstöðueiginleikum þýðra falla er að
þau taka há- og lággildi á jaðri takmarkaðra svæða. Ef u1 og u2 eru lausnir á (11.3.9)
með jaðargildin ϕ1 og ϕ2 þá er u = u1 − u2 lausn á (11.3.9) með jaðargildin ϕ = ϕ1 − ϕ2 .
Hágildislögmálið segir okkur þá að

(11.3.10) ku1 − u2 k∞,X = max |u1 (x) − u2 (x)| ≤ max |ϕ1 (x) − ϕ2 (x)| = kϕ1 − ϕ2 k∞,∂X .
x∈X x∈∂X

Þessi ójafna segir okkur að frávik í lausninni geti ekki verið meira en frávikið í jaðar-
gildunum. Þar með er lausn verkefnisins (11.3.9) stöðug. 

11.4 Flokkun á annars stigs jöfnum


Eins og við höfum séð, þá eru annars stigs hlutaeiðujöfnur með fastastuðla mjög mik-
ilvægar í eðlisfræði. Í tveimur breytistærðum er línuleg óhliðruð annars stigs jafna með
fastastuðla af gerðinni

(11.4.1) a11 ∂x21 u + 2a12 ∂x21 x2 u + a22 ∂x22 u + a1 ∂x1 u + a2 ∂x2 u + a0 u = 0.

Skilgreining 11.4.1 Hlutaeiðuvirkinn og hlutaeiðujafnan (11.4.1) eru sögð vera spor-


ger eða elliptísk ef a212 < a11 a22 , þau eru sögð vera breiðger eða hýperbólsk ef a212 > a11 a22 ,
og þau eru sögð vera eygger eða parabólsk ef a212 = a11 a22 .


Þessar nafngiftir tengjast keilusniðunum í tveimur breytistærðum. Við lítum þannig


á ferningsjöfnuna

(11.4.2) a11 ξ12 + 2a12 ξ1 ξ2 + a22 ξ22 = 1.

Hún skilgreinir sporbaug ef a212 < a11 a22 , breiðboga ef a212 > a11 a22 og eygboga ef a212 =
a11 a22 . Athugið að með þessum rithætti er Laplace-jafnan ∂x21 u + ∂x22 u = 0 sporger,
bylgjujafnan ∂x21 u − ∂x22 u = 0, (c = 1), breiðger og varmaleiðnijafnan ∂x21 u − ∂x2 u = 0,
(κ = 1), er eygger. Þegar fram í sækir munum við sjá að eiginleikar lausna þessara
þriggja jafna eru mjög ólíkir. Hins vegar eru eiginleikar hverrar um sig einkennandi fyrir
okkinn sem hún tilheyrir. Það liggur í þeirri staðreynd að hægt er að framkvæma línuleg
hnitaskipti y = Bx, v(y) = u(B −1 y) = u(x), þannig að sporger jafna (11.4.1) jafngildi

∂y21 v + ∂y22 v + α1 ∂y1 v + α2 ∂y2 v + α0 v = 0,


304 KAFLI 11. NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

breiðger jafna jafngildi


∂y21 v − ∂y22 v + α1 ∂y1 v + α2 ∂y2 v + α0 v = 0,
og eygger jafna jafngildi
∂y21 v + α1 ∂y1 v + α2 ∂y2 v + α0 v = 0.
Þetta má alhæfa yr á annars stigs línulegar jöfnur með fastastuðla í n breytistærðum
x = (x1 , . . . , xn ),
n
X n
X
(11.4.3) ajk ∂xj ∂xk u + aj ∂xj u + a0 u = 0.
j,k=1 j=1
n
Hér táknum við stuðlafylkið við annars stigs liðina með A = ajk j,k=1 . Ef við innleiðum
n
nú línuleg hnitaskipti y = Bx, yl = nj=1 blj xj , þar sem B = bjk j,k=1 er n × n fylki og
P

setjum v(y) = u(B −1 y) = u(x), þá gefur keðjureglan okkur


n n
∂u X ∂v ∂yl X ∂v
= = blj .
∂xj l=1
∂y l ∂xj
l=1
∂y l

Af þessari formúlu leiðir síðan að


n
X n  X
X n 
(11.4.4) ajk ∂xj ∂xk u = blj ajk bmk ∂yl ∂ym v,
j,k=1 l,m=1 j,k=1

þar sem vinstri hliðin er fall af x en hægri hliðin er fall af y . Nú segir rófsetningin
úr línulegri algebru okkur að koma megi sérhverju samhverfu fylki yr á hornalínuform,
A = T ΛT t , þar sem T er hornrétt fylki, en það þýðir að T T t = I , og Λ = diag λ1 , . . . , λn
er hornalínufylki, þar sem eigingildin talin með margfeldni standa á hornalínunni. Ef öll
eigingildin eru jákvæð og við skilgreinum B sem
1 p p 
B = Λ− 2 T t = diag 1/ λ1 , . . . , 1/ λn T t ,
þá er greinilegt að BAB t = I , þar sem I táknar n × n einingarfylkið. Athugið að
n
j,k=1 blj ajk bmk er stak í sæti (l, m) í fylkinu BAB og þar með fæst með þessu vali
t
P
á B að
Xn n
X
(11.4.5) ajk ∂xj ∂xk u = ∂y2l v = ∆v.
j,k=1 l=1

Ef öll eigingildin eru neikvæð, þá getum við margfaldað í gegnum jöfnuna (11.4.3) með
−1 og litið á −A í stað A.
Lítum nú á sértilfellið n = 2 aftur. Kennijafna fylkisins A er

λ − a11 −a12 2 2
−a12 λ − a22 = λ − (a11 + a22 )λ + a11 a22 − a12 = 0,

og λ1 λ2 = a11 a22 − a212 . Virkinn er því sporger þá og því aðeins að bæði eigingildin ha
sama formerki, hann er breiðger þá og því aðeins að eigingildin ha ólík formerki og hann
er eygger þá og því aðeins að annað eigingildið sé 0. Við getum nú alhæft hugtökin
sporger, breiðger og eygger yr á n breytistærðir.
11.4. FLOKKUN Á ANNARS STIGS JÖFNUM 305

Skilgreining 11.4.2 Hlutaeiðuvirkinn og hlutaeiðujafnan (11.4.3) eru sögð vera spor-


ger ef öll eigingildi stuðlafylkisins A eru jákvæð eða ef þau eru öll neikvæð. Þau eru sögð
vera breiðger ef öll eigingildin eru frábrugðin 0 og eitt þeirra hefur öfugt formerki við hin
n − 1. Þau eru sögð vera eygger ef nákvæmlega eitt eigingildi er 0 og öll hin hafa sama
formerki. 

Við höfum séð að sporger jafna af gerðinni (11.4.3) ummyndast með hnitaskiptunum
y = Bx og v(y) = u(x) í
n
X
(11.4.6) ∆v + αj ∂yj v + α0 v = 0.
j=1

Ef við lítum á breiðgera jöfnu og númerum eigingildin þannig að λ1 , . . . , λn−1 > 0 og


λn < 0, þá fæst með sama hætti og hér að framan að hún varpast í
n
X
(11.4.7) ∂y21 v + ··· + ∂y2n−1 v − ∂y2n v + αj ∂yj v + α0 v = 0.
j=1

Að lokum, ef við lítum á eyggera jöfnu með λ1 , . . . , λn−1 > 0 og λn = 0, þá sést með
sama hætti og hér að framan að hún varpast yr í
n
X
(11.4.8) ∂y21 v + · · · + ∂y2n−1 v + αj ∂yj v + α0 v = 0.
j=1

Af þessu sést að hægt er að alhæfa ýmsa eiginleika lausna á Laplace-jöfnunni yr á lausnir
á sporgerum jöfnum, eiginleika lausna á bylgjujöfnunni yr á lausnir á breiðgerum jöfnum
og eiginleika lausna varmaleiðnijöfnunnar yr á lausnir á eyggerum jöfnum. Það er því
eðlilegt að leggja höfuðáherslu á þessar þrjár tilteknu jöfnur og tilsvarandi virkja.
Við munum fjalla um fjölbreytileg verkefni um hlutaeiðujöfnur. Þau eru nánast öll
vel framsett og við munum einbeita okkur að því að sýna fram á tilvist á lausnum með
því að leiða út lausnarformúlur fyrir verkefnin. Við leggjum hins vegar litla áherslu á að
sýna fram á að verkefnin ha ótvírætt ákvarðaða lausn og að lausnin sé stöðug. Fourier-
greiningin er helsta hjálpartæki okkar við úrlausn á verkefnunum. Við byrjum á því að
líta á verkefni þar sem lausnin er skilgreind á takmörkuðu bili í einni rúmvídd og rétthyrn-
ingum í tveimur rúmvíddum. Þá er hægt að beita Fourier-röðum og eiginfallaröðum til
þess að setja lausnirnar fram. Ef lausnin er skilgreind á hálfás með tilliti til tíma, þá er oft
hægt að nota Laplace-ummyndun til þess að leiða út lausnarformúlur. Ef lausnin er skil-
greind á öllu rúminu, þá er oft hægt að nna lausn með því að beita Fourier-ummyndun.
Við útskýrum lausnaraðferðirnar að verulegu leyti í reiknuðum sýnidæmum og þau eru
est upprunin úr eðlisfræði.
306 KAFLI 11. NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

11.5 Ængardæmi
1. Símajafnan: Hugsum okkur að i(x, t) og u(x, t) tákni straum og spennu í rafstreng, til
dæmis símalínu, þar sem x táknar fjarlægð frá einhverjum viðmiðunarpunkti á strengnum
og t táknar tíma. Út frá Maxwell-jöfnunum er leitt sambandið

L∂t i + Ri + ∂x u = 0, ∂x i + C∂t u + Gu = 0,

þar sem C táknar rýmd strengsins á lengdareiningu, G táknar lekaleiðni á lengdareiningu,


R táknar viðnám á lengdareiningu og L táknar sjálfspan á lengdareiningu. Sýnið að bæði
u og i uppfylli símajöfnuna

LC∂t2 v − ∂x2 v + (RC + LG)∂t v + RGv = 0.

2. Skrið upp Laplace-virkjann í pólhnitum (x, y) = (r cos θ, r sin θ) og ákvarðið síðan


allar lausnir Laplace jöfnunnar ∆u = 0 af gerðinni u(x, y) = f (r) og allar lausnir af
gerðinni u(x, y) = g(θ). (Sjá viðauka D.)
3. Skrið upp Laplace-virkjann í kúluhnitum (r, θ, φ), þar sem r táknar lengd, θ pól-
horn og φ áttarhorn. Ákvarðið síðan allar lausnir Laplace-jöfnunnar ∆u = 0 af gerðinni
u(x, y, z) = f (r) og allar lausnir af gerðinni u(x, y, z) = g(φ). (Sjá viðauka D.)
4. Notið pólhnitaframsetningu á Laplace-virkjanum í tveimur víddum til þess að ákvarða
allar lausnir tvíþýðu jöfnunnar ∆2 u = 0 af gerðinni u(x, y) = f (r). Leysið sams konar
verkefni í þremur víddum.
5. Æstæða bitajafnan: Ef við gerum ráð fyrir því að ytri krafturinn sem verkar á bitann
í sýnidæmi 12.2.3 sé tímaóháður og að bitinn sé í kyrrstöðu við þetta álag, þá fáum við
æstæðu bitajöfnuna EIv (4) (x) = F (x).
(i) Ef gert er ráð fyrir því að bæði færslan og beygjuvægið í endapunktunum sé núll, þá
fást jaðarskilyrðin
v(0) = v(L) = v 00 (0) = v 00 (L) = 0,
en þetta tilfelli er nefnt einfaldlega undirstuddur biti. Ákvarðið Green-fallið fyrir jaðar-
gildisverkefnið sem hér fæst og skrið færsluna v sem
Z L
v(x) = GB (x, ξ)F (ξ) dξ, 0 ≤ x ≤ L.
0

(ii) Ef gert er ráð fyrir því að færslan sé núll í öðrum endapunktinum og að bitinn sé
láréttur þar, þá er sagt að bitinn sé innspenntur í þeim punkti. Ef punkturinn er x = 0,
þá fæst þar jaðarskilyrðið v(0) = v 0 (0). Ef ekki eru settar neinar skorður á færslu og
halla bitans í endapunkti, þá er hann sagður vera frjáls í þeim punkti. Þá gildir sjálfkrafa
að beygjuvægið og skerkrafturinn þar eru núll. Ef punkturinn er x = L, þá fáum við
jaðarskilyrðið v 00 (L) = v 000 (L) = 0. Ákvarðið lausnina fyrir jaðargildisverkefnið sem hér
fæst með sama hætti og í (i).
11.5. ÆFINGARDÆMI 307

6. Varmajafnvægi: Látum T tákna hitastig í rúmskika X og gerum ráð fyrir að T sé


lausn á æstæðu varmaleiðnijöfnunni −λ∆T = F á X með æðisskilyrðinu −λ∂T /∂n = g
á jaðrinum ∂X . Sýnið að þá gildi
ZZZ ZZ
F dV = g dA,
X ∂X

þar sem dV er rúmmálsfrymi í R3 og dA er atarmálsfrymið á jaðrinum ∂X . Hver er


eðlisfræðileg merking þessarar jöfnu.
7. Kannið hvort eftirfarandi virkjar eru sporgerir, breiðgerir eða eyggerir og innleiðið
hnitaskipti þannig að þeir verði að Laplace-virkja, bylgjuvirkja eða varmaleiðnivirkja að
viðbættum fyrsta stigs liðum,

∂x1 ∂x2 , ∂x21 − 2∂x1 ∂x2 + ∂x21 , ∂x21 + ∂x1 ∂x2 + ∂x21 .
308 KAFLI 11. NOKKUR UNDIRSTÖÐUATRIÐI UM HLUTAFLEIÐUJÖFNUR
Kai 12
FYRSTA STIGS
HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

12.1 Inngangur
Þessi örstutti kai inniheldur tvær aðferðir til úrlausnar á línulegum fyrsta stigs jöfnum.
Kennilínuaðferðin byggir á þeirri staðreynd að lausnir á jöfnum af gerðinni a(x, y)∂x u +
b(x, y)∂y u = 0 taka fast gildi á ákveðnum ferlum, sem nefndir eru kennilínur og ákvarðast
af stuðlunum a og b. Í kaa 7 sáum við hvernig hægt er að beita Laplace-ummyndun til
þess að nna lausnir á venjulegum aeiðujöfnum og aeiðujöfnuhneppum. Hún kemur oft
að góðu gangi við úrlausn á tímaháðum hlutaeiðujöfnum með upphafsskilyrðum, þar sem
hægt er að taka Laplace-mynd með tilliti til tíma. Þá fæst oft fram venjuleg aeiðujafna
eða hlutaeiðujafna í rúmbreytistærðunum, sem auðveldara er að leysa en upphaegu
jöfnuna.

12.2 Kennilínuaðferðin fyrir línulegar fyrsta stigs jöfnur


Línuleg fyrsta stigs jafna af tveimur breytistærðum (x, y) er af gerðinni
∂u ∂u
(12.2.1) a(x, y) + b(x, y) + c(x, y)u = f (x, y).
∂x ∂y
Byrjum á því að skoða einfalt dæmi:

Sýnidæmi 12.2.1 (Einfaldur massautningur). Lítum á vatnslögn með fast þversnið


og hugsum okkur að vatnið í henni renni með föstum hraða c. Gerum einnig ráð fyrir að
í vatninu sé uppleyst efni og að styrkur þess á lengdareiningu í þversniðinu x við tímann
t sé genn með fallinu u(x, t), [g/cm].
..... ......... ......... ...........
... ... .. ... .. ... ....
..... ..... . ..... . ..... ..
... ... .. ... .. ... ...
...... .......... .......... ............

x x + ch
Mynd 14.1. Einfaldur massautningur

309
310 KAFLI 12. FYRSTA STIGS HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

Ef við hugsum okkur að uppleysta efnið ytjist með straumnum en dreist ekki í vatninu,
þá gildir jafnan
u(x + ch, t + h) = u(x, t),
þ.e. efnisagnirnar sem voru í þversniðinu x við tímann t eru í þversniðinu x+ct við tímann
t + h. Þessi jafna hefur síðan í för með sér að
u((x, t) + h(c, 1)) − u(x, t)
lim = 0,
h→0 h
og þar með er stefnuaeiða fallsins u í stefnuna (c, 1) í punktinum (x, t) jöfn 0. Samkvæmt
keðjureglunni er þetta jafngilt því að
∂u ∂u
c + =0
∂x ∂t
gildi í sérhverjum punkti. Nú er augljóst að fall af gerðinni u(x, t) = f (x − ct) er lausn á
þessari jöfnu. Við tímann t er gildi lausnarinnar u(x, t) einfaldlega hliðrun á fallinu f um
ct. 

t =....0........................................................... t = t1 .....
......
............................
......... ....
.....
.....
.
....
.....
..... ........ .....
...... ..... .....
. .....
....... ..
.. ......
f (x) ...
..
.
......
.....
......
......
.......
........ .
...
........
....... ......
....... f (x − ct1 )
.......
...... ......... ........... ........
....... ............... .........
........ ... ................. ...........
......... ......... ...................... ...............
............... ............... ...................

x=0 x = ct1

Mynd 14.2. Einvíð bylgja.


Það er auðvelt að nna lausn á fyrsta stigs línulegum jöfnum með fastastuðla á öllu
rúminu:

Setning 12.2.2 Fall u ∈ C 1 (R2 ) er lausn á jöfnunni


∂u ∂u
(12.2.2) a +b = 0,
∂x ∂y
þar sem (a, b) ∈ R2 og (a, b) 6= (0, 0), þá og því aðeins að u sé af gerðinni

(12.2.3) u(x, y) = f (bx − ay),

með f ∈ C 1 (R). 

Sönnun: Gerum ráð fyrir að u ∈ C 1 (R2 ) sé lausn. Jafnan segir okkur að stefnuaeiðan af
u í stefnu vigursins (a, b) sé 0 í sérhverjum punkti og þar með er takmörkun u við sérhverja
línu með stefnuvigurinn (a, b) fastafall. Slík lína hefur jöfnuna bx − ay = c og því er u
einungis háð breytunni c á þessari línu. Þar með er til fall f á R þannig að u(x, y) = f (c)
og þar með gildir (12.2.3). Með því að setja y = 0, eða x = 0 í tilfellinu b = 0, inn í
(12.2.3), þá sjáum við að f ∈ C 1 (R).
Ef f ∈ C 1 (R) og við skilgreinum u með (12.2.3), þá leiðir (12.2.2) beint af keðjuregl-
unni. 
12.2. KENNILÍNUAÐFERÐIN FYRIR LÍNULEGAR FYRSTA STIGS JÖFNUR 311

Lítum nú á tilfellið b 6= 0 og tökum punkt (x, y) í (ξ, η)-plani. Línan gegnum punktinn
(x, y) með stefnuvigurinn (a, b) hefur jöfnuna bξ − aη = bx − ay . Skurðpunktur hennar
við ξ -ásinn er (x − ay/b, 0). Nú vitum við að gildi lausnarinnar u á aeiðujöfunni (12.2.2)
er það sama í öllum punktunum á þessari línu og þar með gildir:

Setning 12.2.3 Upphafsgildisverkefnið


a ∂u + b ∂u = 0, (x, y) ∈ R2 ,

(12.2.4) ∂x ∂y
u(x, 0) = ϕ(x), x ∈ R,

þar sem ϕ ∈ C 1 (R) er geð fall og b 6= 0, hefur ótvírætt ákvarðaða lausn

(12.2.5) u(x, y) = ϕ(x − ay/b).

Skilgreining 12.2.4 Lína sem hefur stefnuvigur samsíða (a, b) nefnist kennilína aeiðu-
virkjans a∂x + b∂y . 

Hugtakið kennilínu og aðferðina, sem við höfum verið að fjalla um er auðvelt að alhæfa
yr á jöfnu af gerðinni
∂u ∂u
(12.2.6) a(x, y) + b(x, y) = 0.
∂x ∂y
Í því tilfelli að a og b eru fastar og við stikum kennilínuna gegnum (x, y) með t 7→
(ξ(t), η(t)), þar sem ξ(t) = x + at og η(t) = y + bt, þá sjáum við að (ξ(t), η(t)) er lausn á
upphafsgildisverkefninu

ξ 0 (t) = a, η 0 (t) = b, ξ(0) = x, η(0) = y.

Skilgreining 12.2.5 Sérhver lausn t 7→ (ξ(t), η(t)) á aeiðujöfnuhneppinu


(12.2.7) ξ 0 = a(ξ, η), η 0 = b(ξ, η),

nefnist kenniferill eða kennilína aeiðuvirkjans


∂ ∂
(12.2.8) a(x, y) + b(x, y) .
∂x ∂y


Gerum nú ráð fyrir að u sé lausn á (12.2.6) og að t 7→ (ξ(t), η(t)) sé kenniferill. Þá


gefur keðjureglan
 
d ∂u ∂u
u(ξ(t), η(t)) = (ξ(t), η(t))ξ 0 (t) + (ξ(t), η(t))η 0 (t)
dt ∂x ∂y
∂u ∂u
= a(ξ(t), η(t)) (ξ(t), η(t)) + b(ξ(t), η(t)) (ξ(t), η(t)) = 0.
∂x ∂y
312 KAFLI 12. FYRSTA STIGS HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

Þetta segir okkur að gildi lausnarinnar sé fast á sérhverjum kenniferli. Nú skulum við líta
á upphafsgildisverkefnið

a(x, y) ∂u + b(x, y) ∂u = 0, (x, y) ∈ R2 ,


(12.2.9) ∂x ∂y
u(x, 0) = ϕ(x), x ∈ R.

Við byrjum á því að taka punkt (x, y) í (ξ, η)-plani. Síðan leysum við verkefnið

(12.2.10) ξ 0 = a(ξ, η), η 0 = b(ξ, η), ξ(0) = x, η(0) = y.

Ef til er ótvírætt ákvörðuð lausn t 7→ (ξ(t), η(t)) á einhverju opnu bili fyrir sérhvert (x, y)
og ferillinn sker ξ -ásinn í nákvæmlega einum punkti (s(x, y), 0), þá er lausnin gen með
formúlunni

(12.2.11) u(x, y) = ϕ(s(x, y)).

Sýnidæmi 12.2.6 Leysum verkefnið


∂u ∂u
x + = 0, u(x, 0) = ϕ(x),
∂x ∂y
þar sem ϕ er eitthvert fall á R. Við höfum hér a(x, y) = x og b(x, y) = 1, svo fyrir genn
punkt (x, y) þurfum við að leysa

ξ 0 = ξ, η 0 = 1, ξ(0) = x, η(0) = y.

Lausnin er greinilega

ξ(t) = xet , η(t) = t + y, t ∈ R,

og skurðpunkturinn við ξ -ásinn svarar til t = −y . Þar með er s(x, y) = ξ(−y) = xe−y og
lausnin er fundin,
u(x, y) = ϕ(xe−y ).


Sýnidæmi 12.2.7 Lítum einnig á verkefnið


∂u ∂u
+ x2 = 0, x ∈ R, y > 0, u(x, 0) = sin x, x ∈ R.
∂x ∂y
Við ákvörðum kennilínu virkjans gegnum (x, y) í (ξ, η)-plani. Ef hún sker ξ -ásinn í
nákvæmlega  einum punkti (s(x, y), 0), þá er lausnin gen með formúlunni u(x, y) =
sin s(x, y) . Kennilínan í gegnum (x, y) er stikuð með (ξ(t), η(t)), þar sem
2
ξ 0 (t) = 1, η 0 (t) = ξ(t) , ξ(0) = x, η(0) = y.

Með heildun fáum við

ξ(t) = x + t, η 0 (t) = (x + t)2 , η(t) = y − 13 x3 + 13 (x + t)3 .


12.3. ÚRLAUSN Á FYRSTA STIGS JÖFNUM MEÐ LAPLACE-UMMYNDUN 313

Til þess að nna skurðpunkt kennilínunnar við ξ -ásinn, þá þurfum við aðeins að leysa t
út úr jöfnunni η(t) = 0 og stinga útkomunni inn í ξ(t),
 31
y − 31 x3 + 13 (x + t)3 = 0, t = x3 − 3y − x.

Hér á að taka þriðju rót af neikvæðri tölu þannig að út komi neikvæð tala. Fyrir þetta
1
gildi á t er ξ = ξ(t) = s(x, y) = x3 − 3y 3 . Þar með er lausnin fundin,
 13
u(x, y) = sin x3 − 3y , x ∈ R, y > 0.

12.3 Úrlausn á fyrsta stigs jöfnum með Laplace-ummyndun


Laplace-ummyndunin er mikilvægt hjálpartæki við úrlausn á línulegum aeiðujöfnum og
þá einkum til þess að leysa upphafsgildisverkefni. Hugsum okkur að u(x, t) sé fall af
tveimur breytistærðum og látum U (x, s) vera Laplace-myndina af u með tilliti til tíma t,
Z ∞
U (x, s) = L{u(x, ·)}(s) = e−st u(x, t) dt.
0

Reiknireglan (10.2.3) gefur okkur að

L{∂tm u(x, ·)}(s) = sm U (x, s) − sm−1 u(x, 0) − · · · − s∂tm−2 u(x, 0) − ∂tm−1 u(x, 0),

ef við gefum okkur að u sé m sinnum samfellt deildanlegt með tilliti til t fyrir fast x og að
allar aeiður séu af veldisvísisgerð. Við gefur okkur einnig að það megi taka allar aeiður
af u með tilliti til x fram fyrir Laplace-heildið,
Z ∞ Z ∞
−st k
k
L{∂x u(x, ·)}(s) = k
e ∂x u(x, t) dt = ∂x e−st u(x, t) dt = ∂xk U (x, s).
0 0

Nú skulum við sjá hvernig þessum reglum er beitt til þess að leiða út lausnarformúlur á
upphafsgildisverkefnum.

Sýnidæmi 12.3.1 Við skulum ákvarða formúlu fyrir lausn verkefnisins



 ∂u ∂u
+x + u = f (x, t), x > 0, t > 0,
∂t ∂x
u(x, 0) = u(0, t) = 0, x > 0, t > 0,

þar sem f er fall á R+ × R+ . Við látum U (x, s) og F (x, s) tákna Laplace-myndir fallanna
u og f með tilliti til t. Við notum upphafsskilyrðið u(x, 0) = 0 og fáum þá að Laplace-
ummyndun af verkefninu gefur okkur

sU (x, s) + x∂x U (x, s) + U (x, s) = F (x, s), U (0, s) = 0.


314 KAFLI 12. FYRSTA STIGS HLUTAFLEIÐUJÖFNUR

Þetta er fyrsta stigs aeiðujafna í x


s+1
∂x U (x, s) + U (x, s) = x−1 F (x, s), U (0, s) = 0.
x
Rx
Ef við setjum a(x) = (s + 1)/x, þá er A(x) = 1 a(ξ) dξ = (s + 1) ln x og eA(x) = xs+1 .
Við höfum því jafngilda jöfnu
 

x U (x, s) = xs F (x, s),
s+1
U (0, s) = 0.
∂x

Við heildum og fáum Z x


s+1
x U (x, s) = ξ s F (ξ, s) dξ.
0
Þar með er Laplace-myndin fundin,
Z x Z x
−1 −s s −1
U (x, s) = x x ξ F (ξ, s) dξ = x e−s ln(x/ξ) F (ξ, s) dξ.
0 0

Reiknireglan í setningu 7.1.5 segir okkur nú að

e−s ln(x/ξ) F (ξ, s) = L{H(t − ln(x/ξ))f (ξ, t − ln(x/ξ))}(s)

og þar með er lausnarformúlan fundin


Z x
−1
u(x, t) = x H(t − ln(x/ξ))f (ξ, t − ln(x/ξ)) dξ.
0

12.4 Ængardæmi
1. Ákvarðið kennilínur virkjanna sem gefnir eru og kannið hvort jaðargildisverkefnin
( (
Lu = 0 (x, y) ∈ R2 , Lu = 0 (x, y) ∈ R2 ,
og
u(x, 0) = ϕ(x), x ∈ R, u(0, y) = ϕ(y), y ∈ R,

ha ótvírætt ákvarðaða lausn fyrir sérhvert geð fall ϕ ∈ C 1 (R).


(a) Lu = 2∂x u + 3∂y u, (b) Lu = ∂x u + y∂y u,
(c) Lu = y∂x u − x∂y u, (d) Lu = y∂x u + x∂y u.

2. Sýnið að sérhver lausn u ∈ C 1 (R2 ) á jöfnunni a∂x u + b∂y u + cu = 0, þar sem a 6= 0,


sé af gerðinni u(x, y) = e−cx/a f (bx − ay), þar sem f ∈ C 1 (R).
3. Sýnið að almenn lausn hliðruðu jöfnunnar a∂x u + b∂y u = f (x, y), (x, y) ∈ R2 sé gen
með formúlunni Z
2 2 − 12
u(x, y) = (a + b ) f ds + g(bx − ay),
L
12.4. ÆFINGARDÆMI 315

þar sem L táknar línustrikið á kennilínunni gegnum (x, y) með endapunktana (x, y) og
skurðpunktinn við y -ásinn og g er fall af einni breytistærð.
4. Beitið Laplace-ummyndun til þess að ákvarða formúlu fyrir lausn verkefnisins

 ∂u ∂u
+ (x2 + 1) − u = 0, x > 0, t > 0,
∂t ∂x
u(x, 0) = 0, u(0, t) = g(t), x > 0, t > 0,

þar sem g ∈ C 1 (R+ ), g(0) = 0 og g 0 (0) = 0.


5. Beitið Laplace-ummyndun til þess að ákvarða formúlu fyrir lausn verkefnisins

 ∂u ∂u
+x = 0, x > 0, t > 0,
∂x ∂t
u(x, 0) = 0, u(0, t) = t, x > 0, t > 0.

6. Beitið Laplace-ummyndun til þess að ákvarða formúlu fyrir lausn verkefnisins



 ∂u ∂u
+ 2x = 2x, x > 0, t > 0,
∂x ∂t
u(x, 0) = u(0, t) = 1, x > 0, t > 0.

7. Beitið Laplace-ummyndun til þess að ákvarða formúlu fyrir lausn verkefnisins


 2
∂ u ∂ 2u ∂ 2u
+ − 2 = 0, x ∈ R, t > 0,
∂x2 ∂x∂t ∂t2
u(x, 0) = ∂ u(x, 0) = lim
t x→+∞ u(x, t) = 0, u(0, t) = f (t), x > 0, t > 0,

þar sem f er geð fall á R+ .


8. Beitið Laplace-ummyndun til þess að ákvarða formúlu fyrir lausn verkefnisins
 2
∂ u ∂ 2u ∂ 2u


 2 − 2 + = 0, 0 < x < 1, t > 0,
∂x ∂x∂t ∂t2
 u(x, 0) = ∂t u(x, 0) = 0, 0 < x < 1,

u(0, t) = 0, u(1, t) = f (t), x > 0, t > 0,

þar sem f er geð fall á R+ .


316 KAFLI 12. FYRSTA STIGS HLUTAFLEIÐUJÖFNUR
Kai 13
FOURIERRAÐIR

13.1 Inngangur
Lítum nú enn einu sinni á það verkefni að nna sérlausn á aeiðujöfnu
(13.1.1) P (D)u = (am Dm + am−1 Dm−1 + · · · + a1 D + a0 )u = f (x),
með fastastuðla. Fallið f : R → C er sagt vera lotubundið með lotuna T 6= 0 eða T -
lotubundið, ef f (x + T ) = f (x) fyrir öll x ∈ R. Það er einmitt mjög algengt að það
sé áhugavert að leysa jöfnuna með T -lotubundið fall f fyrir eitthvert T > 0. Fallið
f (x) = einωx með ω = 2π/T er dæmi um slíkt fall og við vitum að sérlausn er auðfundin,
ef P (inω) 6= 0, en hún er
einωx
(13.1.2) un (x) = .
P (inω)
Ef við gerum ráð fyrir að hægt sé að setja fallið f fram með óendanlegri röð
+∞
X N
X
(13.1.3) f (x) = cn e inωx
= lim cn einωx
N →+∞
n=−∞ n=−N

og P (inω) 6= 0 fyrir öll n = 0, ±1, ±2, . . . , þá getum við tekið sams konar óendanlega
línulega samantekt á sérlausnunum un og fengið sérlausn á (13.1.1)
+∞
X cn
(13.1.4) u(x) = einωx .
n=−∞
P (inω)

Ef þessi röð er það vel samleitin að það megi deilda hana lið fyrir lið, þá fáum við
+∞
X cn
(13.1.5) P (D)u(x) = P (D)einωx
n=−∞
P (inω)
+∞
X
= cn einωx = f (x),
n=−∞

svo (13.1.4) er sérlausn á jöfnunni (13.1.1). Viðfangsefni þessa kaa er að nna skilyrði á
lotubundið fall f sem tryggir að til sé framsetning á f af gerðinni (13.1.3).

317
318 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

13.2 Fourierraðir af 2π -lotubundnum föllum


Athugið að um sérhvert T lotubundið fall f gildir

f (x) = f (x ± T ) = f (x ± 2T ) = · · · .

Ef f er T -lotubundið og S > 0 þá er fallið g(x) = f (T x/S) S -lotubundið, því

g(x + S) = f (T (x + S)/S) = f (T x/S + T ) = f (T x/S) = g(x).

Þessi einfalda staðreynd segir okkur að allar upplýsingar, sem við getum fundið um T 
lotubundin föll, sé hægt að yrfæra á S lotubundin föll með því að setja T x/S sem nýja
breytu í stað x.

2π -lotubundin föll
Við ætlum fyrst að líta á föll með lotuna T = 2π og horntíðnina ω = 2π/T = 1 og nota
formúlurnar hér að framan til þess að yrfæra þekkingu okkar á almenn T -lotubundin
föll. Föllin

1, cos x, sin x, cos 2x, sin 2x, cos 3x, sin 3x, ...
ix −ix 2ix −2ix 3ix −3ix
e , e , e , e , e , e , ...,

eru öll 2π lotubundin. Sama er að segja um föll f sem eru línulegar samantektir af þeim
og föll f sem eru sett fram með samleitnum röðum af gerðinni

X
(13.2.1) f (x) = 12 a0 +

an cos nx + bn sin nx
n=1
+∞
X N
X
inx
= cn e = lim cn einx .
N →∞
n=−∞ n=−N

Athugum nú að

Z π π Z 2π,

 i(m−n)x π
m = n,
(13.2.2) imx −inx
e e dx = ei(m−n)x
dx = e
−π −π 
 i(m − n) 6 n.
= 0, m =
−π

Ef fallið f er geð með óendanlegum röðum eins og í (13.2.1) og raðirnar eru samleitnar
í jöfnum mæli, þá getum við víxlað á heildi og óendanlegri summu, og það gefur okkur
Z π +∞
X Z π
−inx
f (x)e dx = cm eimx e−inx dx = 2πcn .
−π m=−∞ −π

Þetta segir okkur að stuðullinn cn sé ótvírætt ákvarðaður af formúlunni


Z π
1
(13.2.3) cn = f (x)e−inx dx.
2π −π
13.2. FOURIERRAÐIR AF 2π -LOTUBUNDNUM FÖLLUM 319

Formúlurnar
1

cos(mx) cos(nx) = 2
cos((m − n)x) + cos((m + n)x) ,
1

sin(mx) sin(nx) = 2
cos((m − n)x) − cos((m + n)x) ,
1

sin(mx) cos(nx) = 2
sin((m − n)x) + sin((m + n)x) ,

gefa okkur
Z π Z π
cos nx dx =
sin nx dx = 0, n = 1, 2, . . . ,
−π −π
Z π Z π (
π, m = n,
cos mx cos nx dx = sin mx sin nx dx = , n, m = 1, 2, . . . ,
−π −π 0, m 6= n,
Z π
cos mx sin nx dx = 0, n, m = 1, 2, . . . .
−π

Með því að heilda fyrri röðina í (13.2.1) lið fyrir lið og notfæra okkur þessar formúlur, þá
fáum við að stuðlarnir an og bn eru einnig ótvírætt ákvarðaðir

1 π
Z
(13.2.4) an = f (x) cos nx dx, n = 0, 1, 2, . . .
π −π
1 π
Z
(13.2.5) bn = f (x) sin nx dx, n = 1, 2, 3, . . . .
π −π

Skilgreining á Fourier-stuðlum og Fourier-röðum


Skilgreining 13.2.1 Ef f ∈ L1 ([−π, π]) er 2π lotubundið, þá skilgreinum við Fourier
stuðla fallsins f með
Z π
1
(13.2.6) cn = cn (f ) = e−inx f (x) dx, n = 0, ±1, ±2, . . . ,
2π −π

Fourierkósínusstuðla f með
Z π
1
(13.2.7) an = an (f ) = f (x) cos nx dx, n = 0, 1, 2, . . . ,
π −π

og Fouriersínusstuðla f með
Z π
1
(13.2.8) bn = bn (f ) = f (x) sin nx dx, n = 1, 2, . . . .
π −π

Raðirnar
+∞
X ∞
X
inx
og 1

cn e a
2 0
+ an cos nx + bn sin nx
n=−∞ n=1

kallast Fourierraðir fallsins f . Til aðgreiningar köllum við síðari röðina hornafallaröð.

320 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

Athugið að fyrir T lotubundið fall f þá er sama yr hvaða bil af lengdinni T heildað
er,
Z T /2 Z T Z α+T
f (x) dx = f (x) dx = f (x) dx, fyrir öll α ∈ R.
−T /2 0 α

..... .....
........ ........
.....
... ....
...
.... .......
... ...
......
... ...
.......
... ...
.....
... ....
... .
............ ... ...
.......
... ...
...... .......
... ...
..................
... ...
.
... ....
. ... .. .... .. .... .. ....
.
... ....
. ... .... .. . .... ... .. ....
.
...
...
.. .
...
...
.
.
.... ....
.........
..
.
. .
.
...
...
.
..
..
..
. ...
...
... ..
.
..
..
. ...
...
... ...
.
...
.. .
...
...
.
.
.......... .........
...... ....
.
.
.... .... .... .....
. ....... ....
.
.. .. ..
.. .. ..... ..
.
..
..
. ...
...
...
.
.......
... ...
.
...
..........
... ....
....................................
.
. .
..
...
.
... .
........
..
.... ...
.
... . .
..
....
. ...
... .
.......
... ...
.
...
..........
.
. ............ ............
... .... ...
.
.. .
.
....
...
.
... .
........
..
.... ....
.
....
...
... .
..
....
. ...
...
...
... ...
............................ ..
...
... ....
...
.
... .. .
.
.
..
.
.. ...
...
...
... ... ............ ................
...
...
... .. .
.
..
...
.
... .. .
.
.
..
.
..
. ...
...
... .....
... .....
... ................................... ..
... ....
... ......
... ......
... ..
... .
.
.
...
...
... .....
... .....
... ......
.............. ................
.
.
..
.
..
... ..
... ...
... ...
.
..
.
..
... ..
... .
.
.
...
...
... ....
...................................
.
.. .. .. .
... .....
.
... .. ..
.
... ..
... ..
.
.
.
...
... ...
... ..
... ....
.
.. .. .. . ............... .................
.
.
.
.
..
... ..
... .. .
.
.
.
.
.
.
... ..
... ..
.
.
.
...
... ...
... ..
.. . ..
..... ..
.................. ..
.
..... .. .
.
. .
.....
.
......
..
.. . ..
..... .. ...................................
.
..
. ..
.
..... .
.
..
.
. .
.....
.
......
..
..
.
..
..
.
........................................................................................................................................................................................................
..
..
.
.. ..................
..
.
..
..
.
.........................................................................................................................................................................................................
..
... ...
...
.. T α α+T
...
..

Mynd: Heildi yr eina lotu


Þessa staðhængu er mjög auðvelt að sanna ef við gefum okkur að fallið f sé samfellt
 Z T +α   Z T +α Z α 
d d
f (x) dx = f (x) dx − f (x) dx = f (T + α) − f (α) = 0.
dα α dα 0 0

Þetta segir okkur að í skilgreiningunni á Fourierstuðlunum má heilda yr hvaða bil sem
er af lengdinni 2π .

Reiknireglur fyrir Fourierstuðla


Setning 13.2.2 Látum f, g ∈ L1 ([−π, π]) vera 2π lotubundin föll.
(i) Fourierstuðlarnir eru línulegar varpanir á L1 ([−π, π]),

an (αf + βg) = αan (f ) + βan (g), bn (αf + βg) = αbn (f ) + βbn (g),
cn (αf + βg) = αcn (f ) + βcn (g).

(ii) Sambandið milli stuðlanna an (f ), bn (f ) og cn (f ) er geð með

a0 = 2c0 , an = cn + c−n , bn = i(cn − c−n ),


c0 = 21 a0 , cn = 12 (an − ibn ), c−n = 12 (an + ibn ).

(iii) Ef g(x) = f (x+α), þar sem α ∈ R, þá er cn (g) = einα cn (f ) fyrir öll n = 0, ±1, ±2, . . . .
(iv) Ef f er raungilt fall, þá eru an (f ) og bn (f ) rauntölur og c−n (f ) = cn (f ).
(v) Ef f er jafnstætt fall, þá er bn (f ) = 0 fyrir öll n = 1, 2, 3, . . . , og

2 π
Z
an (f ) = f (x) cos nx dx.
π 0

(vi) Ef f er oddstætt fall, þá er an (f ) = 0 fyrir öll n = 0, 1, 2, . . . og


Z π
2
bn (f ) = f (x) sin nx dx
π 0
13.2. FOURIERRAÐIR AF 2π -LOTUBUNDNUM FÖLLUM 321

(vii) Ef f og f 0 eru í L1 ([−π, π]), þá er

cn (f 0 ) = incn (f ), n ∈ Z.

Ef f, f 0 , . . . , f (m) eru í L1 ([−π, π]), þá er

cn (f (k) ) = (in)k cn (f ), 0 ≤ k ≤ m, n ∈ Z,

og um sérhvern aeiðuvirkja P (D) = am Dm + · · · + a1 D + a0 með fastastuðla gildir

cn (P (D)f ) = P (in)cn (f ), n ∈ Z.

Sönnun: Allar þessar reglur leiða beint af skilgreiningunni, til dæmis (iii),
Z π Z π+α
1 −inx 1
cn (g) = f (x + α)e f (t)e−in(t−α) dt dx =
2π −π −π+α 2π
Z π
1
= einα f (t)e−int dt = einα cn (f ).
2π −π

Regla (vii) er hlutheildun


Z π
0 1 1
c0 (f ) = f 0 (x) dx = (f (π) − f (−π)) = 0 = i0c0 (f ),
2π −π 2π
Z π Z π
0 1 0 −inx 1  −inx π 1
f (x)(−in)e−inx dx

cn (f ) = f (x)e dx = f (x)e −π

2π −π 2π 2π −π
= incn (f ).

Reglan fyrir hærri aeiður leiðir nú af þessu tilfelli með þrepun og síðasta staðhængin er
augljós aeiðing af henni. 

Nokkur sýnidæmi
Sýnidæmi 13.2.3 Lítum á 2π lotubundna fallið f sem skilgreint er með

−1, −π < x < 0,

f (x) = 1, 0 < x < π,

0, x = 0, π.

.....
........
........................................ ........................................
... f (x)
.......................................... ........................................ ........................................
...
...
.................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
.
..

........................................ ........................................ ...........................................


...
.
........................................ ........................................
x
..

Mynd: Kassabylgja
322 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

Þetta er oddstætt fall, svo an (f ) = 0 fyrir öll n = 0, 1, 2, . . . og við höfum



2 π 2((−1)n+1 + 1)

2 − cos nx
Z
bn (f ) = sin(nx) dx = =
π π n πn
 0 0
 4 , ef n er oddatala,
= πn
0, ef n er slétt tala.

Nú er cn = 21 (an − ibn ) = −ibn /2 ef n > 0 og c−n = cn , svo við getum skrifað Fourierröð
fallsins sem
+∞ ∞
X −i((−1)n+1 + 1) inx X 4
e og sin(2k + 1)x.
n=−∞
πn k=0
(2k + 1)π
n6=0

Á eftirfarandi mynd sjáum við nokkrar hlutsummur Fourierraðarinnar:


....
.........
.. .......
................................. ................................. .....
... ... ................ ....
..... .....
... ................. ....
..... .....
... ................. ....
... ... .. ... ... ...
N =3 ....
...
... .
.
... ...
...
... ...
......
.
...
...
...
..
..
...
...
...
..
..
...
...
.
................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
.
. . .
. . .. .
. .
.
... .
. ... .
. ... .
.... . ... .. ... ..
. . . . .
...
... .
.... ................... .....
.. ..
.
.. ...
.
... ........... ..
......... .........
.
... ...
.
... ........... .. ..
......... ......... ...
.
.
.
. ..
.
...
.
... ........... ..
......... .........
.
.
.
. ...
.
... ........... ..
......... .........
.
.
.
. x
.

...
..........
..... .... .... ..... ..... .... .... ..... ... ...... ....... ....... ...... ..... .... .... ..... ..... .... .....
.... ...... ......... ....... .... .... ...... ......... ....... .... ...... ..... ..... ..... .... ... ...... ......... ....... .... ... ...... ................... ....
N =7 ..
....
...
...
..
..
.
...
...
......
...
.
...
... .
...
..
...
...
...
..
.
...
...
............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
... ... ... ... ... ..... ... ... ... ...
...
... .... ..... ... ..
...
....... ....... ........ ........
...
... .... ..... ... ..
...
....... ....... ........ ........
...
... .... ..... ... ....
......
....... ....... ........ ........ ...
...
... .. . ... ...
............................ ........
.
. .
...
... ...... ......... ....... ....
..... .... .... .....
..
x
..

...
..........
...
................................................... .......... . . . ......... ...................................................... ................................................... ...................................................
.... ... .... .............................. ..... ... ... ... ...
N = 25 ..
...
.
...
... ..
.
.
.
.. ...
... ...
.
.
...
...
.
. .
.
..
..
...
... .
.
..
..
...
..
.......................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
... ..
. ... ..
. ... ..
. ... ..
. ... ..
.
...
.... .
..
.
..
................................................
...
.... .
..
.
..
................................................
...
.... .
..
.
...
....................................................
...
.... .
..
.
..
................................................
...
.... .
..
.
..
................................................
x
..

Mynd: Hlutsummur kassabylgju




Sýnidæmi 13.2.4 Lítum nú á fallið f sem er 2π lotubundið og skilgreint er með formúl-


unni (
x, −π < x < π,
f (x) =
0, x = π.
...
..........
........ ........
..
.... .......
f (x) ........
.. ..
........
.
........
... .
........
... ........ ........ ........
........ ........ ... ............... ........ ........
.... .... . .... ........ ........
• ........
..
..
.
• ........
..
...
.. .
........ ....
• ..
........
• ........
.. •
...................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... •
........
........
........
........
........
........
........
........
........ ..
... ........
........
........
........
........
........ x
...

Mynd: Sög
Þetta er oddstætt fall, svo við fáum an = 0 og

2 π
Z π
2(−1)n+1
Z 
2 x(− cos nx) 2
bn = x sin nx dx = + cos nx dx = .
π 0 π n 0 πn 0 n
13.3. INNFELDI OG BESSELÓJAFNAN 323

Við getum skrifað Fourierröð fallsins sem


+∞ ∞
X i(−1)n inx X 2(−1)n+1
e og sin nx.
n=−∞
n n=1
n
n6=0

Á eftirfarandi mynd sjáum við nokkrar hlutsummur Fourierraðarinnar:


...
.........
....
..... .
.... ... ........ ......... ........
N =2 .......
.
..
. ..
..... ......
..
.. ..
......
..
. . .
..... ......
.
... ...
. .....
..... .......
.... ... .....
..... .......
.... ... .....
..... .......
.... ...
...............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
.
... . ... . ... ..... .... ... ..... ....
..... ..... .... ... .....
...
....
... .... ...
..... .........
.......
...
...
............
.. ... .
.............
. .
.
....
..
.............
... ...
.. .
..............
.
x
..

....
.........
..
.
... ... ... ...... ...... ........
.... ... .... ... ... ..... ... ... ... ...
N =4 ..
.
..............
..... ....
...
... .
..............
.... ....
...
....
.. ..................
. .
.
...
. ..
.... ..... .....
...... .... . ..
.... ...... ....
...... ... .
....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
.
. . .. . . .
. . .. . ..
... ... ... ... ... .. ... .. ... ..
... ................. ... ................. ... .................. .... ... ................. ... ..................
... ....
.....
... ....
.....
... ...
......
.
.
....
... ....
.......
.
... ...
...
.. x
..

....
........
.... ... .. ....
....
. . ... ...... ....
... .
........... ...
.. .
........... ...
.
........ .. ............ ..........
N = 20 .......
.
.
.............. ..
.. ........
............
. .
.
...
... ......... ....
... ................. ... ..........
........ . ....
......... ...
..........
........ . ....
......... ...
..........................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
.
.... . ..
.... . .
. .
...
. . ..
... .
. ..
...
... ... .. .. ... .
........
..
... ......... ... ......... .. .......... .... ..
. ......... ..
.......
..
.
.. . ...............
... .
.. ........
............
....
.
..... .
.
.. ............
..........
..
.....
....
...
.
..........
..
.
... .............
... .
... ........
...........
....
.
...
..
x
.

Mynd: Hlutsummur sagarinnar




Þessi tvö sýnidæmi gefa okkur vísbendingar um að hlutsummur Fourier-raðar fallsins


f stefni á f (x) í estum punktum x. Nú snúum við okkur að því að rannsaka samleitni
Fourier-raða.

13.3 Innfeldi og Besselójafnan


Innfeldi á L2 [−π, π]
Rifjum upp að L2 [−π, π] samanstendur af öllum föllum u á [−π, π] þannig að
Z π
|u(x)|2 dx < +∞.
−π

Cauchy-Schwarz-ójafna segir að fyrir föllin u, v ∈ L2 [−π, π] gildi


Z π Z π  12  Z π  21
2 2
|u(x)v(x)| dx ≤ |u(x)| dx |v(x)| dx
−π −π −π

Ef u, v ∈ L2 [−π, π], þá skilgreinum við innfeldið af u og v með formúlunni


Z π
1
hu, vi = u(x)v(x) dx.
2π −π
324 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

Við segjum að u og v séu hornrétt ef hu, vi = 0. Helstu reiknireglur fyrir innfeldi eru

hαu + βv, wi = αhu, wi + βhv, wi,


hu, αv + βwi = αhu, vi + βhu, wi,
hu, vi = hv, ui,
hu, ui ≥ 0.

Síðasta reglan leyr okkur að skilgreina lengd eða staðal fallsins u sem
p
kuk = hu, ui.

Af Cauchy-Schwarz-ójöfnunni leiðir

|hu, vi| ≤ kukkvk.

Regla Pýþagórasar á L2 [−π, π] og Bessel-ójafna


Setning 13.3.1 (Pýþagóras). Ef u, v ∈ L2 [−π, π] eru hornrétt, þá er

ku + vk2 = kuk2 + kvk2 .

Sönnun: Þetta leiðir beint af reiknireglunum fyrir innfeldi

ku + vk2 = hu + v, u + vi = hu, ui + hu, vi + hv, ui + hv, vi = kuk2 + kvk2 ,

því hu, vi = hv, ui = 0. 


Fjölskylda F af innbyrðis hornréttum föllum á [−π, π] er sögð vera einingarrétt ef
kuk = 1 fyrir öll u ∈ F . Sem dæmi getum við tekið

F = {en (x) = einx ; n ∈ Z} og F = {1} ∪ { 12 cos(nx), 21 sin(nx) ; n = 1, 2, 3, . . . }.

Athugum að fyrir 2π lotubundið fall f ∈ L1 ([−π, π]) gildir


Z π
1
cn (f ) = f (x)e−inx dx = hf, en i.
2π −π

Nú ætlum við að kanna samleitni á Fourierröðum og byrjum á því að líta á hlutsummuna


N
X
sN (x) = cn einx , cn = cn (f ).
n=−N

Ef −N ≤ n ≤ N , þá er
N
X
hf − sN , en i = hf, en i − cm hem , en i = cn − cn = 0,
m=−N
13.3. INNFELDI OG BESSELÓJAFNAN 325

og af þessu leiðir síðan að


N
X
hf − sN , sN i = cn hf − sN , en i = 0.
n=−N

Athugum einnig að
N
X N
X
ksN k2 = h cn einx , cm eimx i
n=−N m=−N
N
X N
X N
X
inx imx
= cn cm he ,e i= |cn |2 .
n=−N m=−N n=−N

Fyrst sN og f − sN eru innbyrðis hornrétt, þá gefur setning Pýþagórasar


N Z π
X 1
(13.3.1) 2 2 2
|cn | = ksN k ≤ ksN k + kf − sN k = kf k = 2 2
|f (x)|2 dx.
n=−N
2π −π

Með því að láta N → +∞, þá fæst

Setning 13.3.2 (Besselójafnan). Ef f ∈ L2 ([−π, π]) er 2π lotubundið og hefur


Fourier-stuðla cn = cn (f ), þá er
+∞ Z π
X
2 1
|cn | ≤ |f (x)|2 dx.
n=−∞
2π −π

Fourier-raðir af föllum í P C 1 (R) ∩ C(R)


Nú skulum við gera ráð fyrir því að f ∈ P C 1 (R) ∩ C(R), þ.e. að f sé samfellt deildanlegt
á köum og samfellt á R, og að fallið f sé einnig 2π lotubundið. Þá er til skipting

−π = a0 < a1 < · · · < am = π

á bilinu [−π, π] þannig að f er samfellt deildanlegt á opnu bilunum (aj−1 , aj ) og hefur


aeiðu frá hægri og vinstri í punktunum aj . Með hlutheildun fáum við
Z π m Z aj
0 1 0 −inx
X 1
cn (f ) = f (x)e dx = f 0 (x)e−inx dx
2π −π j=1
2π aj−1
m
in aj
X 1    Z 
−inaj −inaj−1 −inx
= f (aj )e − f (aj−1 )e + f (x)e dx
j=1
2π 2π aj−1
 
1 n n
= f (π)(−1) − f (−π)(−1) + incn (f ) = incn (f ).

Af þessum útreikningi leiðir síðan:
326 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

Setning 13.3.3 Ef f ∈ P C 1 (R) ∩ C(R) er 2π lotubundið, þá er cn (f 0 ) = incn (f ),


+∞
X
(13.3.2) |cn (f )| < +∞,
n=−∞
P+∞
og þar með er Fourierröðin −∞ cn (f )e
inx
samleitin í jöfnum mæli á R. 
Sönnun: Við erum búin að staðfesta formúluna cn (f 0 ) = incn (f ). CauchySchwarz
ójafnan gefur
N N
X X 1
|cn (f )| = |c0 (f )| + |cn (f 0 )| ·
n=−N n=−N
|n|
n6=0
N
 X 1/2  XN 1/2
0 2 1
≤ |c0 (f )| + |cn (f )|
n=−N n=−N
n2
n6=0 n6=0
+∞
 X 1/2  X ∞ 1/2
0 2 1
≤ |c0 (f )| + |cn (f )| 2 .
n=−∞ n=1
n2
P+∞
Í hægri hliðinni standa samleitnar raðir, svo n=−∞ |cn (f )| < +∞. Við höfum
+∞ N
X inx
X X
cn (f )e − cn (f )einx ≤ |cn (f )|.
−∞ −N |n|≥N

Hægri hliðin stefnir á 0 ef N → ∞ og því gildir síðasta staðhængin. 

13.4 Andhverfuformúla Fouriers


Nú erum við komin að meginniðurstöðu kaans:
Setning 13.4.1 (Andhverfuformúla Fouriers). Ef f ∈ P C 1 (R) er 2π lotubundið fall
með Fourierstuðla cn = cn (f ), Fourier-kósínusstuðla an = an (f ) og Fouriersínusstuðla
bn = bn (f ), þá gildir
+∞
X N
X
1
cn einx = lim cn einx

2
f (x+) + f (x−) =
N →+∞
n=−∞ n=−N

X
= 21 a0 +

an cos nx + bn sin nx .
n=1

Í punktum x þar sem f er samfellt gildir f (x) = 1


f (x+) + f (x−) og þar með er

2
+∞
X ∞
X
cn einx = 12 a0 +

f (x) = an cos nx + bn sin nx .
n=−∞ n=1

Ef f ∈ P C 1 (R) ∩ C(R), þá eru raðirnar samleitnar í jöfnum mæli á R. 


13.4. ANDHVERFUFORMÚLA FOURIERS 327

Sönnun: Við sönnum þetta í fjórum skrefum:


Skref (i): Gerum fyrst ráð fyrir því að x = 0, f sé samfellt í x og f (0) = 0. Þá þurfum
við að sanna að
N
X
(13.4.1) lim cn (f ) = 0.
N →+∞
n=−N

Við skilgreinum g(x) = f (x)/(1 − eix ), x ∈ R, x 6= 2πk og g(2πk) = 0, k ∈ Z. Greinilegt


er að g er 2π lotubundið fall. Ef x → 2πk , þá stefna bæði teljari og nefnari á 0, því
f (0) = 0 og f er 2π lotubundið. Til þess að sanna að g ∈ L1 ([−π, π]), þá dugir að sanna
að g ha markgildi bæði frá hægri og vinstri í x = 0. Það er auðvelt, því f er samfellt
deildanlegt á köum, samfellt í x = 0 og f (0) = 0, svo markgildin

f (x) − f (0) f (x)


f 0 (0±) = lim = lim
x→0± x x→0± x

eru bæði til og það hefur í för með sér að

f (x) f (x) − f (0) x


g(0±) = lim ix
= lim ix
= if 0 (0±)
x→0± 1−e x→0± x 1−e
eru bæði til. Nú er
Z π
1
cn (f ) = (1 − eix )g(x)e−inx dx
2π −π
Z π Z π
1 −inx 1
= g(x)e dx − g(x)e−i(n−1)x dx = cn (g) − cn−1 (g).
2π −π 2π −π

Þar með er
N
X N
X 
cn (f ) = cn (g) − cn−1 (g) = cN (g) − c−N −1 (g).
n=−N n=−N

Nú segir ójafna Bessels okkur að cn (g) → 0 ef |n| → +∞ og þar með gildir (13.4.1).
Skref (ii): Gerum ráð fyrir því að x = 0 og 21 (f (0+) + f (0−)) = 0. Við setjum α = f (0+)
og h(x) = f (x) − αϕ(x), þar sem ϕ er kassabylgjan í sýnidæmi 13.2.3. Þá er

lim h(x) = lim (f (x) − αϕ(x)) = α − α = 0


x→0+ x→0+

lim h(x) = lim (f (x) − αϕ(x)) = −α + α = 0


x→0− x→0−

PN
svo h uppfyllir skilyrðin í skre (i). Greinilega er n=−N cn (ϕ) = 0, svo

N N
1 X X
(f (0+) + f (0−)) = 0 = h(0) = lim cn (f ) − αcn (ϕ) = lim cn (f ).
2 N →+∞
n=−N
N →+∞
n=−N
328 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

Skref (iii): Gerum ráð fyrir að x = 0 setjum α = 12 (f (0+) + f (0−)) og skilgreinum


j(x) = f (x) − α. Fallið j uppfyllir skilyrðin í skre (ii) og við höfum cn (j) = cn (f ), ef
n 6= 0, og c0 (j) = c0 (f ) − α. Því er
N
X N
X
0 = lim cn (j) = lim cn (f ) − α.
N →+∞ N →+∞
n=−N n=−N

og niðurstaðan verður
N
1 X
(f (0+) + f (0−)) = α = lim cn (f ).
2 N →+∞
n=−N

Skref (iv): Látum nú α vera einhvern punkt í R og setjum k(x) = f (x + α). Samkvæmt
reiknireglu (iii) er cn (k) = einα cn (f ) og skref (iii) gefur því

1 1
(f (α+) + f (α−)) = (k(0+) + k(0−))
2 2
XN N
X
= lim cn (k) = lim einα cn (f ).
N →+∞ N →+∞
n=−N n=−N

Síðasta staðhængin leiðir beint af setningu 13.3.3. 

13.5 Fourier-raðir T -lotubundinna falla


Gerum nú ráð fyrir að T > 0 og að fallið f sé T lotubundið og heildanlegt á sérhverju
lokuðu og takmörkuðu bili. Þá er fallið g(x) = f (T x/2π) lotubundið með lotuna 2π og
Fourierstuðlar þess verða

Zπ ZT /2
1 1
cn = f ((T /2π)x)e−inx dx = f (x)e−i(2π/T )nx dx.
2π T
−π −T /2

Út frá þessari formúlu skilgreinum við Fourierstuðla fyrir f :

Skilgreining 13.5.1 Látum T > 0 og setjum ω = 2π/T . Ef f ∈ L1 ([−T /2, T /2]) er


T lotubundið, þá skilgreinum við Fourierstuðla fallsins f með
Z T /2
1
cn = cn (f ) = f (x)e−inωx dx, n = 0, ±1, ±2, . . . ,
T −T /2

Fourierkósínusstuðla f með
Z T /2
2 
an = an (f ) = f (x) cos nωx dx, n = 0, 1, 2, . . . ,
T −T /2
13.5. FOURIER-RAÐIR T -LOTUBUNDINNA FALLA 329

og Fouriersínusstuðla f með
Z T /2
2 
bn = bn (f ) = f (x) sin nωx dx, n = 1, 2, . . . .
T −T /2

Raðirnar
+∞
X ∞
X
inωx
og 1
 
cn e a
2 0
+ an cos nωx + bn sin nωx
n=−∞ n=1

kallast Fourierraðir fallsins f og til aðgreiningar köllum við þá síðari hornafallaröð. 

Nú beitum við andhverfusetningu Fouriers á fallið g reiknað í punktinum ωx, f (x) =


g(ωx), og fáum þá að fyrir f ∈ P C 1 (R) gildir
+∞
X ∞
X
1 inωx 1
  
2
f (x+) + f (x−) = cn e = 2 a0 + an cos nωx + bn sin nωx ,
n=−∞ n=1

ef f er samfellt í x, þá er
+∞
X ∞
X
inωx 1
 
f (x) = cn e = a
2 0
+ an cos nωx + bn sin nωx
n=−∞ n=1

og fyrir f ∈ P C 1 (R)∩C(R), þá eru raðirnar samleitnar í jöfnum mæli á R. Reiknireglurnar


eru nánast eins of fyrir 2π lotubundin föll í setningu 13.2.2. Þær sem breytast eru:

Setning 13.5.2 Látum f, g ∈ L1 ([−T /2, T /2]) vera T lotubundin föll og ω = 2π/T .
(iii)0 Ef g(x) = f (x + α), þar sem α ∈ R, þá er cn (g) = eiαnω cn (f ).
(v)0 Ef f er jafnstætt fall, þá er bn (f ) = 0 fyrir öll n = 1, 2, 3, . . . og

4 T /2
Z
an (f ) = f (x) cos(nωx) dx.
T 0

(vi)0 Ef f er oddstætt fall, þá er an (f ) = 0 fyrir öll n = 0, 1, 2, . . . og

4 T /2
Z
bn (f ) = f (x) sin(nωx) dx.
T 0

(vii)0 Ef f og f 0 eru í L1 ([−T /2, T /2]), þá er

cn (f 0 ) = (inω)cn (f ).
Ef f, f 0 , . . . , f (m) eru í L1 ([−T /2, T /2]), þá er
k
cn (f (k) ) = inω cn (f )
og um sérhvern aeiðuvirkja P (D) = am Dm + · · · + a1 D + a0 með fastastuðla gildir

cn (P (D)f ) = P (inω)cn (f ).

330 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

13.6 Parsevaljafnan
Látum nú f vera T lotubundið fall í L1 [− 12 T, 12 T ]. Við höfum séð að Fourierröðin er
samleitin og hefur markfallið f , ef f ∈ P C 1 (R) ∩ C(R). Ef f er ekki samfellt í x, þá er
ekki víst að Fourierröðin stefni á f (x). Í framhaldi af þessu er hægt að spyrja sig hvort
engu að síður geti gilt
+∞
X
f (x) = cn (f )einωx ,
n=−∞

í einhverjum öðrum skilningi, en að


N
X
f (x) = lim cn (f )einωx , fyrir öll x ∈ R.
N →+∞
n=−N

Í grein 13.3 skilgreindum við innfeldi og lengd af föllum í L2 ([−π, π]) og við sáum að
setning Pýþagórasar segir okkur að

N Z π
X
2 1
|cn (f )| + |f (x) − sN (x)|2 dx
n=−N
2π −π
Z π
2 2 1 2
= ksN k + kf − sN k = kf k = |f (x)|2 dx,
2π −π

þar sem við skilgreindum hlutsummuna með formúlunni


N
X
sN (x) = cn einx , cn = cn (f ).
n=−N

Nú ætlum við að sýna að kf − sN k → 0 ef N → +∞. Til þess þurfum við:

Hjálparsetning 13.6.1 Látum V vera vigurrúm með tvinntalnamargföldun og innfeldi


sem við táknum með hu, vi, u, v ∈ V , gerum ráð fyrir að M sé endanlegt mengi og
að fjölskyldan F = {ek ; k ∈ M } sé einingarrétt. Fyrir sérhvert u ∈ V eru til ótvírætt
ákvarðaðir vigrar u1 og u2 , þannig að u1 sé línuleg samantekt af vigrunum í F , u = u1 +u2
og u2 sé hornréttur á alla vigrana í F . Vigurinn u1 er genn með formúlunni
X
(13.6.1) u1 = hu, ek iek .
k∈M

Sönnun: Við skilgreinum u1 með formúlunni (13.6.1) og setjum u2 = u − u1 . Þá er


augljóslega u = u1 + u2 og
X
hu2 , em i = hu, em i − hu, ek ihek , em i = hu, em i − hu, em i = 0,
k∈M
13.6. PARSEVALJAFNAN 331

sem segir okkur að u2 sé hornréttur á em .PHugsum okkur nú að við höfum einhverja aðra
framsetningu u = v1 + v2 , þar sem v1 = k∈M ak ek og v2 er hornréttur á em fyrir öll m.
Þá er X
hu, em i = hv1 , em i = ak hek , em i = am .
k∈M

Þetta segir okkur að u1 = v1 og af því leiðir u2 = v2 . 

Hjálparsetning 13.6.2 Ef V er vigurrúm með tvinntalnamargföldun og innfeldi, M er


endanlegt mengi og F = {ek ; k ∈ M } er einingarrétt fjölskylda af vigrum í V , þá tekur
fallið X
ku − ak e k k
k∈M

lægsta hugsanlega gildi þegar stuðlarnir eru valdir sem ak = hu, ek i, k ∈ M . 

Sönnun: Við setjum v = k∈M ak ek og skrifum u = u1 + u2 eins og í hjálparsetningu


P
13.6.1. Þá er u2 hornréttur á u1 − v og þar með gefur setning Pýþagórasar
X
ku − vk2 = ku1 − vk2 + ku2 k2 ≥ ku2 k2 = ku − hu, ek iek k2 .
k∈M


Í því tilfelli að V samanstendur af öllum heildanlegum föllum á bilinu [−π, π], með
innfeldið Z π
1
hu, vi = u(x)v(x) dx,
2π −π
mengið M er valið sem M = {n ∈ Z; −N ≤ n ≤ N } og en (x) = einx , þá segir hjálparsetn-
ing 13.6.2, að heildið
Z π N
1 X
|f (x) − an einx |2 dx
2π −π n=−N

taki lægsta gildi ef stuðlarnir an eru valdir sem Fourierstuðlar fallsins f ,


Z π
1
an = cn (f ) = f (x)e−inx dx.
2π −π
Nú vitum við að í því tilfelli að f ∈ P C 1 (R) ∩ C(R), þá er Fourierröð fallsins f samleitin
í jöfnum mæli á R með markgildið f (x). Fyrir almennt fall f í L1 ([−π, π]) þurfum við að
gera nálgun með föllum, sem eru samfellt deildanleg á köum:

Hjálparsetning 13.6.3 Ef f ∈ L2 ([−π, π]) er 2π lotubundið og ε > 0, þá er til fε ∈


P C 1 (R) ∩ C(R) þannig að
Z π
1
(13.6.2) |f (x) − fε (x)|2 dx < ε.
2π −π

Við eftirlátum lesandanum sönnunina, en hún felst í því að nálga grað af f með
samfelldum ferli sem samanstendur af línustrikum.
332 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

Parseval-jafnan
Setning 13.6.4 Látum T > 0 og ω = 2π/T . Ef f ∈ L2 [−T /2, T /2] er T lotubundið, þá
gildir
Z T /2 N
1 X
(13.6.3) kf − sN k = 2
|f (x) − cn (f )einωx |2 dx → 0, N → +∞.
T −T /2 n=−N

og af þessu leiðir Parsevaljafna


+∞ Z T /2
X 1
(13.6.4) |cn (f )| = 2
|f (x)|2 dx.
n=−∞
T −T /2

Sönnun: Það dugir að sanna setninguna fyrir 2π -lotubundin föll. Látum ε > 0 vera geð
og veljum fε ∈ P C 1 (R) ∩ C(R) þannig að (13.6.2) gildi og veljum Nε það stórt að
Z π N
1 X
|fε (x) − cn (fε )einx |2 dx < ε, N ≥ Nε .
2π −π n=−N

Þá gefur hjálparsetning 13.6.2 að


N
X N
X
inx 2
kf (x) − cn (f )e k ≤ kf (x) − cn (fε )einx k2
n=−N n=−N
N
X
2
≤ kf − fε k + kfε (x) − cn (fε )einx k2 ≤ 2ε.
n=−N

Þegar samleitnin er komin þá leiðir Parseval-formúlan af


N Z π
X
2 2 2 1 2 2
|cn | + kf − sN k = ksN k + kf − sN k = kf k = |f (x)|2 dx
n=−N
2π −π

13.7 Kósínus og sínusraðir á endanlegum bilum


Jafnstæð lotubundin framlenging
Nú ætlum við líta á fall f : [0, L] → C á takmörkuðu bili og fjalla um það hvernig hægt er
að setja f fram með Fourierröðum. Það er gert með því að framlengja skilgreiningarsvæði
f yr á allan rauntalnaásinn, þannig að út komi 2Llotubundið fall. Við skilgreinum
(
f (x), x ∈ [0, L],
fJ (x) =
f (−x), x ∈ [−L, 0],
13.7. KÓSÍNUS OG SÍNUSRAÐIR Á ENDANLEGUM BILUM 333

og setjum fJ (x) = fJ (x − 2nL) ef x ∈ [(2n − 1)L, (2n + 1)L]. Þá er fJ greinilega jafnstætt


fall og T lotubundið með T = 2L.
......... f (x)
.... ....
.........
.. .. ....
............. ............. ....................................................
..... .... ..... ..... ....
... .... ....
....
... ... ... ...
... ... ... ... ...
... ... ... .
. ...
... ...
... ...
. ..
. ...
...
... ... ....
.
. . . .
. .
....................................................................................... ....................................................................................................................................
.
.... ....
L x −L L x
....
.........
.
fJ (x)
...................... .
..................... .... ....................... ...................... .......................... ......................
...
..
. .... .
... ....... ..... ..... .... .... ..... ..
.... .... .. .... .... .... ....
... .... ... ... ... ... ...
... ... . ... .
... .. .
...
... .. .
. ... .. ... ..
... .. . .
. ... .. . ... .. .
..... .... ..... .....
.. ... .. ..
. .
..........................................................................................................................................................................................................................................................................................
..

−L L x ..

Mynd: Jafnstæð 2L-lotubundin framlenging f .


Fourier-stuðlar fJ eru gefnir með
1 L
Z

an (fJ ) = fJ (x) cos x dx
L −L L
2 L
Z

= fJ (x) cos x dx
L 0 L
2 L
Z

= f (x) cos x dx, n = 0, 1, 2, . . . ,
L 0 L
bn (fJ ) = 0 n = 1, 2, 3, . . . .

Oddstæð lotubundin framlenging


Við getum einnig skilgreint oddstætt T lotubundið fall fO með formúlunni

f (x),
 x ∈]0, L[,
fO (x) = −f (−x), x ∈] − L, 0[,

0, x = nL, n ∈ Z.

og fO (x) = fO (x−2nL) ef x ∈ [(2n−1)L, (2n+1)L]. Þá er fO oddstætt og T lotubundið.


......... f (x)
.... ....
.........
.. .. . ................. . .................
........ ..... ............ .....
...... ....
... .. ....
...
... ... ... ...
... ... ... ...
... ... ... ...
...
...
...
...
.
−L ..
...
.
.
.
...
...
.
.......................................................................................
. .......................................................................................................................................
.
.
.. . ..

L x L x
... ... ..
... ...
... ....
... ... ...
... ... ...
... .... ...
... ....
..... .. .
... .........................
.. ..

......
....... fO (x)
.. ..........
............ .. ...... ....... .....................
...... .......... .. ..... .... ....
... ....
... ...... .... ... ....
... ...
... .... ... ...
... .
. .... ...
... .
.
. . ...
...
..
.
.
.
.
.
.
.
.
...
..
.
L ...
.
.......................................................................................................................................................................................................................................................................................
.
.
−L
...
...
...
...
.
.
.
....
...
...
...
...
...
...
...
...
...
x
... ... ... ...
.... .
. .... ....
.... ..... .... ..
. .... ...
..... . . . .....
.................... ... ......
.................. .....................
..

Mynd:Oddstæð 2L-lotubundin framlenging f


334 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

Fourierstuðlarnir eru

an (fO ) = 0 n = 0, 1, 2, . . . ,
Z L
1 nπ
bn (fO ) = fO (x) sin x dx
L −L L
2 L
Z

= fO (x) sin x dx
L 0 L
2 L
Z

= f (x) sin x dx, n = 1, 2, . . . .
L 0 L

Skilgreining á Fourier-stuðlum
Skilgreining 13.7.1 Látum f : [0, L] → C vera heildanlegt fall. Við skilgreinum Fourier
kósínusstuðla fallsins f með
Z L
2 nπ
an = an (f ) = f (x) cos x dx
L 0 L

og Fouriersínusstuðla f með
Z L
2 nπ
bn = bn (f ) = f (x) sin x dx.
L 0 L

Röðin

1
X nπ
a
2 0
+ an cos x
n=1
L
kallast Fourierkósínusröð fallsins f og röðin

X nπ
bn sin x
n=1
L

kallast Fouriersínusröð fallsins f . 

Andhverfuformúla Fouriers
Með því að beita andhverfusetningu Fouriers annars vegar á fallið fJ og hins vegar á fallið
fO , þá fáum við:

Setning 13.7.2 (Andhverfuformúla Fouriers). Ef f ∈ P C 1 ([0, L]) hefur Fourier


kósínusstuðla an = an (f ) og Fouriersínusstuðla bn = bn (f ), þá er
∞ ∞
1 1
X nπ X nπ
2
(f (x+) + f (x−)) = a
2 0
+ an cos x= bn sin x, x ∈]0, L[.
n=1
L n=1
L
13.7. KÓSÍNUS OG SÍNUSRAÐIR Á ENDANLEGUM BILUM 335

Ef x ∈]0, L[ og f er samfellt í x, þá er
∞ ∞
1 nπ X X nπ
f (x) = a
2 0
+ an cos x= bn sin x.
n=1
L n=1
L

Ef f ∈ P C 1 ([0, L]) ∩ C([0, L]), þá er Fourierkósínusröðin samleitin í jöfnum mæli á


[0, L]. Ef að auki gildir f (0) = f (L) = 0, þá er Fouriersínusröðin einnig samleitin í
jöfnum mæli á [0, L]. 

Sýnidæmi um lotubundnar framlengingar


Sýnidæmi 13.7.3 Lítum á fallið f (x) = x, x ∈ [0, L]. Kósínus-stuðlar þess eru
Z L
2
a0 = x dx = L,
L 0
Z L  L Z L
2 nπ 2 xL nπ 2 nπ
an = x cos x dx = sin x − sin x dx
L 0 L L nπ L 0 nπ 0 L
L
2L((−1)n − 1)

2 L nπ 2L(cos nπ − 1)
=0− − cos x = = .
nπ nπ L 0 n2 π 2 n2 π 2
Niðurstaðan verður því að

L 2L X (−1)n − 1 nπ
x= + 2 2
cos x, x ∈]0, L[.
2 π n=1 n L
Fourierkósínusröðin í hægri hlið jöfnunnar stefnir síðan á 2Llotubundnu framlenging-
una fJ á fallinu f .
......... f (x)
.... ....
.........
.. .. . .
.... ..
.....
.....
..... .... ..
.....
... ..... ..... ... .....
.. ..... ..... ... .....
... ..
......
. .....
..... ... ..
......
.
... ... .....
..... .....
..... .... ........
.
... .........
... .......
. .. .
−L .
..... .. .....
..... .. .....
........... .
........................................................................................
. .. ......................................................................................................................................
.
.. ..

L x L x
... ...
... ..
... .....
... ..
... ...
... ...
... ...
.. ..

...
.......... fJ (x)
............ ....
.
. ... .......... ..........
.
..... ........ .... ........ .... ........
..... ... ..... ..... ..... .....
..
. .....
... ..... ..... ..... .....
.... .
... .....
.. .
. ..
......
. .....
..
....... .....
...
. ..... .
. .... ..... .... .....
... ..
..... . .... . .
.. ..
..... ..
. .....
.
.... .
........
.
.
..
..... . ....
..
.. .
.
.
.
. .
..
.
..
L .
..
.....
.. .
.. ..
.. .
...
.
..... .....
.....
...
.............................................................................................................................................................................................................................................................................................................
...
−L ...
... x
....
..
...
...
...
.

Mynd: Jafnstæð 2L-lotubundin framlenging


Lítum nú á sínusstuðlana
L
2 L
Z  Z L
nπ 2 xL nπ 2 nπ
bn = x sin x dx = − cos x + cos x dx
L 0 L L nπ L 0 nπ 0 L
2L(−1)n+1 2L h nπ iL 2L(−1)n+1
= + 2 2 sin x = .
nπ nπ L 0 nπ
336 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

Andhverfuformúlan gefur nú

X 2L(−1)n+1 nπ
x= sin x, x ∈]0, L[,
n=1
nπ L

og Fouriersínusröðin stefnir á oddstæðu 2Llotubundnu framlenginguna fO á f .



.....
.......
..
...
...
fO (x)
.
..... ... .
.....
.
.....
..
.. ... ..... .....
..
..... ... ..... .....
..
....
. .
. ..
.....
. ..
.....
.
.... .... ...
.....
...
.....
..... ... ......... .....
.....
.
.....
..... ... .......
.L ..
.....
.....
• ....
.....
...
• .
.... .
..... ..
.
. ..
.
• .
....
.....
.
..

.................................................................................................................................................................................................................................................................................................

.....
.....
..... −L ..... ....
.....
..... ...
.....
.....
.....
x
..
.. ..
.. .
. ..
..
.... .... .... ....
..... ..... .....
..... ..... ... .....
.... .... ... ....
.... .... ....
...
...
..
Mynd: Sögin: Oddstæð 2L-lotubundin framlenging

13.8 Fourierraðir og aeiðujöfnur


Nú skulum við líta aftur á verkefnið að nna sérlausn á jöfnunni (13.1.1), þar sem fallið
f er T lotubundið. Til einföldunar skulum við setja ω = 2π/T og jafnframt gera ráð
fyrir því að í punktum x þar sem f er ósamfellt gildi f (x) = 12 (f (x+) + f (x−)). Ef
f ∈ P C 1 (R), þá gefur andhverfuformúla Fouriers
+∞
X
f (x) = cn (f )einωx , x∈R
n=−∞

Ef til er T lotubundin sérlausn u á (8.1.1), þá fæst sambandið milli Fourierstuðla fallanna


f og u úr formúlunni
cn (f ) = cn (P (D)u) = P (inω)cn (u).
Þetta segir okkur að til þess að T lotubundin lausn sé til, þá verði P (inω) 6= 0 að gilda,
ef cn (f ) 6= 0.

Setning 13.8.1 Látum P vera margliðu af stigi m og lítum á jöfnuna


(13.8.1) P (D)u = (am Dm + am−1 Dm−1 + · · · + a1 D + a0 )u = f (x),

þar sem f ∈ P C 1 (R) ∩ C(R) er T lotubundið fall og setjum ω = 2π/T . Ef cn (f ) = 0 fyrir


öll n þannig að P (inω) = 0, þá fæst T lotubundin lausn af gerðinni
+∞
X cn (f ) inωx
(13.8.2) u(x) = e , x ∈ R.
n=−∞
P (inω)
P (inω)6=0


13.8. FOURIERRAÐIR OG AFLEIÐUJÖFNUR 337

Sönnun: Fyrst P er margliða af stigi m, þá er til fasti C > 0 þannig að

|cn (f )| |cn (f )|
≤C ,
|P (inω)| |n|m

ef n er nógu stórt. Samkvæmt (13.3.2), þá er +∞ n=−∞ |cn (f )| < +∞ og með því að nota
P
Weierstrasspróð, þá sjáum við að það má taka aeiður af u upp að stigi m með því að
deilda röðina lið fyrir lið. Við fáum því
+∞ +∞
X cn (f ) X
P (D)u = P (D)einωx = cn (f )einωx = f (x).
n=−∞
P (inω) n=−∞
P (inω)6=0 P (inω)6=0


Við sáum í síðustu setningu að í því tilfelli þegar f er T lotubundið, samfellt deild-
anlegt á köum og samfellt, þá fáum við sérlausn á jöfnunni (13.8.1) með formúlunni
(13.8.2). Þessi formúla er stundum mikilvæg, þó svo að samleitni Fourierraðar f geti
verið það hæg að getum ekki tekið aeiður undir summuna í (13.8.2):

Skilgreining 13.8.2 Látum f ∈ L1 ([−T /2, T /2]) vera T lotubundið fall og setjum ω =
2π/T . Ef cn (f ) = 0 fyrir öll n þannig að P (inω) = 0, þá kallast fallið u, sem geð er með
formúlunni (13.8.2) formlega lotubundna lausnin á (13.8.1). 

Sýnidæmi: Deyfðar sveifur með lotubundnum krafti


Sýnidæmi 13.8.3 (Deyfð sveia; framhald). Lítum nú á hreykerð, þar sem massi
m er tengdur við gorm með fjaðurstuðulinn k og höggdey með deyngarstuðulinn c, og
gerum ráð fyrir að á massann verki T lotubundinn kraftur sem genn er með fallinu f .
. .
............
.........
.
k ... .........................................................
... ...
......... ........ ....... ....... ....... ....... ..... .... ..... ...
.............................................. .... .... .... .... .... .... .... ....
.........
.........
..... ....... ...... ...... ...... ...........................................
............ ........................ ............ ............ .. ...
.
m .
.
..
.
f (t) ...
...
...
......... .. .
. ... . . ..........................................
........ .............................................................. .
. . .
. ...
.................................................................. ......................................... .. ...
........ .
. . . .
. . ...
......... ................................................................ .. .... .. .
.........
. .........................................................
.
.........
......... c ..
.
.
.
..
.
.
..............................................................................................................................................................................................................................................................
...... .........................................

u(t) u
Mynd: Deyfð sveia með ytri krafti
Hreyjöfnan fyrir deifðan sveil er

mu00 + cu0 + ku = f (t),

þar sem u(t) er færsla massans frá jafnvægisstöðu. Kennimargliða aeiðuvirkjans er

P (λ) = mλ2 + cλ + k,

og þar með er

P (inω) = −mn2 ω 2 + cinω + k = m ω02 − n2 ω 2 + i(c/m)nω ,



338 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

þar sem ω02 = k/m. Við höfum að c > 0, svo P (inω) 6= 0 fyrir öll n ∈ Z. Setning
13.8.1 segir okkur að til sé T lotubundin lausn. Nú skulum við gera ráð fyrir því að f sé
jafnstætt fall

X
1

f (t) = 2 a0 + an cos nωt .
n=1

Við höfum þá samkvæmt reiknireglu (ii) í setningu 13.2.2 að cn = c−n = 12 an og því er

an (f ) an (f )
cn (u) = = 2

2P (inω) 2m (ω0 − n ω 2 ) + i(c/m)nω
2

(ω 2 − n2 ω 2 )an (f ) − i(cnω/m)an (f )
= 0  .
2m (ω02 − n2 ω 2 )2 + (cnω/m)2 )

Hornafallaröðin fyrir u er því lesin út úr formúlunni cn (u) = 21 (an (u) − ibn (u))

a0 X (ω02 − n2 ω 2 )an (f ) 
u(t) = +  cos nωt
2k n=1 2m (ω02 − n2 ω 2 )2 + (cnω/m)2

X (cnω/m)an (f ) 
+  sin nωt .
n=1
2m (ω02 − n2 ω 2 )2 + (cnω/m)2

Í því tilfelli að við höfum enga deyngu, c = 0, þá verður þessi formúla



a0 1 X an (f ) 
u(t) = + cos nωt ,
2k 2m n=1 ω02 − n2 ω 2

og hún hefur aðeins merkingu ef aN (f ) = 0 þegar ω0 = N ω fyrir eitthvert N . Hugsum


okkur nú að ω0 = N ω og að aN (f ) 6= 0. Þá eru allar lausnir á óhliðruðu jöfnunni P (D)u =
0 línulegar samantektir fallanna cos ω0 t og sin ω0 t. Hliðraða jafnan P (D)u = cos ω0 t getur
því ekki haft lausn af þessari gerð. Í grein 7.4 sáum við hvernig hægt er að nna sérlausn
af svona jöfnu þegar iω0 er núllstöð kennijöfnunnar af fyrsta stigi,
teiω0 t te−iω0 t
 
t iω0 t −iω0 t t sin ω0 t
up (t) = 0
+ 0
= e −e = .
2P (iω0 ) 2P (−iω0 ) 4iω0 2ω0
Við fáum nú sérlausn á P (D)u = f , með því að nna sérlausnir á P (D)un = an (f ) cos nωt
liðunum í Fourierröð f og leggja þær saman. Það gefur lausnina
+∞
aN (f )  1 X an (f ) 
u(t) = t sin N ωt + cos nωt .
2mN ω 2m n=1 ω02 − n2 ω 2
n6=N

Liðurinn aN (f ) cos N ωt í Fourierröð kraftsins f (t) veldur því að útstlagið u(t) verður


ótakmarkað. 

Sýnidæmi 13.8.4 Lítum nú á jaðargildisverkefnið


u00 + ω 2 u = f (x), u(0) = u(1) = 0.
13.8. FOURIERRAÐIR OG AFLEIÐUJÖFNUR 339

Í sýnidæmi 2.1.7 sýndum við fram á að það ha ótvírætt ákvarðaða lausn fyrir sérhvert
f ef og aðeins ef ω er ekki heiltölumargfeldi af π . Hægt er að setja lausnina fram með
sínusröð

X Z 1
u(x) = un sin(nπx), un = bn (u) = 2 u(x) sin(nπx) dx.
n=1 0

Ljóst er að jaðarskilyrðin eru uppfyllt. Við skulum nú ganga út frá því að sínusröð
fallsins f sé þekkt fn = bn (f ). Þá fáum við sambandið milli un og fn með því að stinga
röðinni fyrir u inn í aeiðujöfnuna

X
00 2
un − n2 π 2 + ω 2 sin(nπx)

u (x) + ω u(x) =
n=1

X
= fn sin(nπx) = f (x).
n=1

Stuðlarnir eru því un = fn /(ω 2 − n2 π 2 ) og svarið verður



X fn
u(x) = sin(nπx).
n=1
ω 2 − n2 π 2

Sveiandi strengur
Sýnidæmi 13.8.5 (Sveiandi strengur; framhald). Í sýnidæmi 11.2.1 leiddum við út
einvíðu bylgjujöfnuna, sem lýsir hreyngu sveiandi strengs sem festur er niður í báðum
endapunktum. Við skulum nú leysa hana með náttúrulegu jaðarskilyrðunum

∂ 2u 2
2∂ u
(13.8.3) − c = 0, u(0, t) = u(L, t) = 0,
∂t2 ∂x2
og gera jafnframt ráð fyrir því að upphafsstaðan og hraðinn séu þekkt

(13.8.4) u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x), x ∈]0, L[.

Aðferðin byggir á því að skrifa upp liðun á u(x, t) í sínusröð með tilliti til x
∞ Z L
X 2
(13.8.5) u(x, t) = un (t) sin(nπx/L), un (t) = u(x, t) sin(nπx/L) dx,
n=1
L 0

og ganga út frá því að sínusstuðlar fallanna ϕ og ψ séu þekktir



X ∞
X
(13.8.6) ϕ(x) = ϕn sin(nπx/L), ψ(x) = ψn sin(nπx/L).
n=1 n=1
340 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

Jaðarskilyrðin í (13.8.3) eru greinilega uppfyllt. Til þess að ákvarða óþekktu föllin un (t),
þá stingum við röðinni (13.8.5) inn í jöfnuna 13.8.3 og notum upphafsskilyrðin (13.8.4),

X
∂t2 u(x, t) − c2 ∂x2 u(x, t) = un 00 (t) + (cnπ/L)2 un (t) sin(nπx/L) = 0,

n=1

X ∞
X
u(x, 0) = un (0) sin(nπx/L) = ϕn sin(nπx/L) = ϕ(x),
n=1 n=1

X X∞
∂t u(x, 0) = un 0 (0) sin(nπx/L) = ψn sin(nπx/L) = ψ(x).
n=1 n=1

Af þessum þremur jöfnum drögum við þá ályktun að fallið un sé lausnin á upphafsgildis-


verkefninu 2
un 00 + nπc/L un = 0, un (0) = ϕn , un 0 (0) = ψn .
Svarið verður því
∞  
X  ψn L
(13.8.7)

u(x, t) = ϕn cos nπct/L + sin nπct/L sin(nπx/L).
n=1
nπc
Ef við skilgreinum nú sveiuvíddina
p
Cn = ϕ2n + (ψn L/nπc)2
og veljum fasahliðrunina αn þannig að
cos αn = ϕn /Cn , sin αn = (ψn L)/(nπcCn ),
þá verður lausnin

X
(13.8.8)

u(x, t) = Cn cos nπct/L − αn sin(nπx/L).
n=1

Sveiandi festi
Sýnidæmi 13.8.6 (Festi; framhald). Í sýnidæmi 5.2.5 reiknuðum við út hreyngu
perlufestar með n perlum í tilfellinu n = 2 og n = 3. Við sáum þá að sveia festarinnar
er samsett úr n óháðum liðum sem við nefndum sveiuhætti hennar. Tíðnir þessara
sveiuhátta eru gefnar með formúlunni
p √
ωj = n(n + 1) µj c/L, j = 1, 2, . . . , n,
þar sem µj eru eigingildi fylkisins
 
2 −1 0 . . . 0 0
−1 2 −1 . . . 0 0
 
B =  0 −1 2 . . . 0 0 .

 .. .. .. .. .. .. 
 . . . . . .
0 0 0 . . . −1 2
13.8. FOURIERRAÐIR OG AFLEIÐUJÖFNUR 341

Við getum einnig túlkað (13.8.8)


 þannig að útslag strengsins u(x, t) samanstandi af óháð-
um liðum Cj cos jπct/L−αj sin(jπx/L), sem við nefnum sveiuhætti. Tíðni sveiuhátt-

arins er jπc/L. Í eftirfarandi töu berum við saman tölurnar jπ og þáttinn n(n + 1) µj
p

í sveiutíðni festarinnar fyrir mismunandi gildi á n.

n = 2 n = 3 n = 4 n = 8 n = 12 jπ
2.45 2.65 2.76 2.95 3.01 3.14
4.24 4.90 5.26 5.80 5.98 6.28
6.40 7.24 8.49 8.86 9.42
8.51 10.91 11.61 12.57
13.00 14.19 15.71
14.70 16.56 18.85
15.95 18.70 21.99
16.71 20.56 25.13
22.12 28.27
23.36 31.42
24.25 34.56
24.80 37.70

Á eftirfarandi myndum sjáum við fjóra fyrstu sveiuhættina í festi með 4, 8 og 12 perlum
borna saman við föllin sin(jπx/L). Útslagið er valið þannig í öllum tilfellum að fallið ϕ
sem samanstendur af brotnu línustrikunum ha Fourierstuðulinn bj (ϕ) = 1. 
• .
.......
......
..
........
..
........ •
..
........ ........
• .... • ....
.......
.... .... ....
...
...
• • .....
.......
.......
.....
...........
.....
.....
... .........
... .... ..........
....
...... ... ...........
... ..... ......
..........
...... .......
...... . .

... .. ........
... .. .........
.. ...
.........
..... .....
...

... .....
... .....
.....
• .....
...
...
...
... ..
... ......
... ....
• ....
.....
...
.. ... ..
.... .......
........
...
...
..
.. ......
... .....
....
... .. ... .....
... .. ... .....
........ ......
....... .......
... ...
... .......
... ... .....
... .... .... ....... .. ......... ... ..... ........ ..... ... ....
....... ... ...... .. ..... ... .... ... ....... ..... ..
. ....
.............................................................................................. .............................................................................................. .............................................................................................. ........................................................................................................
.... ... .... ..... .... .... ...... ...
.... ... ... ..... .
... ... .....
..... ......
... ... .. ... . ... .....
... .. ..... ...
..... .....
. ..... .. ..
.. ... .... ... ... .... ..... ... .... ... ..
... ... ... ... ... ...... .....
...
...
...
...
• ....
....
....... .....
........
.
.. ...
... • •
.....
.. ..
....
...................... ...
...
..... .....
.... .....
.
.... . .. .
........ .
....... ..
...
...
.
...
.... • .........
. ...
....
... ...
....
........
... ...
... ..
.
• .. ..
.....
.
.....
• ...

Sveiuhættir festar með 4 perlum


......
.......
......
.......
•• ......
....... ..
...... .•
....... ........

•••• •• ••
.......
..... .......... ....
.... .. . .......
.... ....... ..... .... ..... ....... .... ................ .............. .... .... ...... ...........
...
.. • ...
.....
....

.....
....
... •... ...
.. ...
...
...
...
.. ... ...
... ... ...
... .....
..
..
...
.. .. ....
... .. ...
• ..... ...
.... ....
... .....
• ... ....
...... •
...
...
...
...
... ...
.... ...
......
• ..
...
..
... ....
......
.....
...
...
...
.
.
.
..
.
.
...
...
...
.
.....
.......•
.....
..
..
..
. ...
..
...
...
...
...
.................................................................................................. ..................................................................................................... .....................................................................................................
...................................................................................................
...
...
...
...
...
...
..
...
...
...
• ...
..
• .
.
.
. ...
...
..
..
...
...
...
...
..
...
...
...
...
...
• ...
... .
..
..
.
...
...
..
..
... ..
.
.... ...
...
...
.. ...
.
• ...
... ....
..
...
...
...
...
...
...
... .....• ... ...
...
..
... ....
.. ...
... •
... ...
... ....
... ...
.... ...
...
...
... •• ....... ..
..
... ... •• .... ...
.........

...
..... .......
........
..... ...
.....
..
...
..
...
..
...
.. • ....

Lægstu sveiuhættir festar með 8 perlum


. . . .
..... ..... ..... .....
• •
•••• ••• ••
....... ....... ....... .... ....... ....
•••••••
.. ......... ...... ....
......
....... .......... .......
...... .... .......
••
.. .. .. ... ..
... ...... ..... ... ..... ..... ... .. .... ... .... ... ... ... .. ....
•... .....
....
.....
.... ... ..
... ....
... .. .. ..
.... ...
. ... ... ....
.. •
... .... ... .. ..
.... ...
• ...

... .....
.
..
. ....
....
... • ... ...
...
... ......
...
...
.
...
...
..
... •
... ... ....
...... ... .. ...
• •
... .....
........
...
...
..............................................................................................
• ......
.......
...
...
.
.................................................................................................
• ......
.......
...
... • .
.
..
.. ...
...................................................................................................
.. • .....
....
...
..
...
...
...
...
........................................................................................................
... ... ... .. ... ... ... ... .. . ... ..
... • ... ... ...
..
... ... .
.
...
• ...
..
..
.
.... ...
...
..
..

• ••
...
...
...
...
...
...
...
.
...
... • • ...
... ..
.. • ...
...
...
... ....
.
... ....
.
... ...
...
...
... ......
... ...
...
... .... • ...
... ...
... ..
.. ..
... ..

••
... ... ... ... ... ..
...
...
•• ...
...
......
...... ....
.. •• ... ..
......
• ...
...
... ..
......
.
.......
. . . .

Lægstu sveiuhættir festar með 12 perlum


342 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

Varmaleiðni
Sýnidæmi 13.8.7 (Varmaleiðni). Við skulum nú líta á hliðruðu varmaleiðnijöfnuna
og reikna út hitastig í stöng af lengd L, sem er einangruð í báðum endapunktunum.
Það þýðir að varmaæðið er núll í báðum endapunktunum og við þurfum því að leysa
jaðargildisverkefnið

 ∂u ∂ 2u
− κ 2 = f (x, t), 0 < x < L, t > 0,
(13.8.9) ∂t ∂x
∂ u(0, t) = ∂ u(L, t) = 0, t > 0
x x

með upphafsskilyrðinu

(13.8.10) u(x, 0) = ϕ(x), x ∈]0, L[.


Úrlausnaraðferðin sem við beitum er sú sama og í sýnidæmi 13.8.5, en við liðum u nú í
kósínusröð til þess að rétt jaðarskilyrði verði uppfyllt,

X
(13.8.11) u(x, t) = un (t) cos(nπx/L),
n=0
Z L Z L
2 1
un (t) = u(x, t) cos(nπx/L) dx, n > 0, u0 (t) = u(x, t) dx,
L 0 L 0

og við göngum út frá því að kósínusraðir fallanna f og ϕ séu þekktar



X ∞
X
(13.8.12) f (x, t) = fn (t) cos(nπx/L), ϕ(x) = ϕn cos(nπx/L).
n=0 n=0

Við stingum nú röðinni (13.8.12) inn í jöfnuna (13.8.9) og setjum inn upphafsskilyrðin


X
κ∂x2 u un 0 (t) + κ(nπ/L)2 un (t) cos(nπx/L)

∂t u − =
n=0
X∞
= fn (t) cos(nπx/L) = f (x, t),
n=0


X ∞
X
u(x, 0) = un (0) cos(nπx/L) = ϕn cos(nπx/L) = ϕ(x).
n=0 n=0

Út úr þessum jöfnum lesum við að stuðullinn un (t) er lausnin á upphafsgildisverkefninu

un 0 (t) + κ(nπ/L)2 un (t) = fn (t), un (0) = ϕn .


og svarið verður því
∞  Z t 
−κ(nπ/L)2 t −κ(nπ/L)2 (t−τ )
X
u(x, t) = ϕn e + e fn (τ ) dτ cos(nπx/L).
n=0 0


13.9. ÆFINGARDÆMI 343

13.9 Ængardæmi
1. Ákvarðið Fourier-stuðla fallanna:
a) f (x) = cos2 x, b) f (x) = sin x, c) f (x) = cos4 x,
d) f (x) = sin2 x cos2 x e) f (x) = cos20 x.
2. Ákvarðið 2π -lotubundna fallið sem hefur Fourier-stuðlana
(
ne−n , n ≥ 0,
cn =
0, n < 0.

3. Ákvarðið öll tvisvar samfelld deildanleg föll, sem eru 2π -lotubundin og uppfylla
u00 (x) = u(x + π), x ∈ R.

4. Sýnið að:
∞ (−1)k
a) x sin x = 1 − 12 cos x − 2 cos kx, |x| ≤ π .
P
2
k=2 k − 1
 
2
b) | sin x| = 1 + 13 − 1 cos 2x + 51 − 13 cos 4x + 1 1
cos 6x + · · · .
  
7
− 5
π
5. Látum u tákna 2π -lotubundna fallið, sem geð er með formúlunni
1 x
e + e−x = cosh x,

u(x) = |x| ≤ π.
2
Liðið fallið u í Fourier-röð og notið hana til þess að reikna út summuna

X 1
.
k=1
k2 +1

6. Látum u tákna 2π -lotubundna fallið, sem geð er með formúlunni


u(x) = x2 , |x| ≤ π.

Liðið u í Fourier-röð og setjið inn heppilegt gildi á x inn röðina til þess að sanna að

X (−1)n+1 1 1 1 1 π2
=1− + − + − ··· = .
n=1
n2 4 9 16 25 12

7. Látum α vera jákvæða rauntölu α 6= 1, 2, 3, . . . , og lítum á 2π -lotubundna fallið


f (x) = cos αx, |x| ≤ π.

Liðið f í Fourier-röð og notið röðina til þess að sýna að



X 1 1 − πα cot πα
= .
n=1
n2 −α 2 2α2
344 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR

8. Liðið fallið
f (x) = max {cos x, 0}, x ∈ R,
í Fourier-röð og notið röðina til þess að reikna út
∞ ∞
X (−1)k X 1
og .
k=1
4k 2 − 1 k=1
4k 2−1

9. Beitið Parseval-jöfnunni á 2π -lotubundna fallið, sem geð er með formúlunni


f (x) = x2 , |x| ≤ π,

og notið niðurstöðuna til þess að ákvarða



X 1
4
.
n=1
n

10. Liðið 2π -lotubundna fallið f , sem geð er með


f (x) = x(x2 − π 2 ), |x| ≤ π,

í Fourier-röð og ákvarðið síðan



X 1
.
n=1
n6

11. Látum α vera jákvæða rauntölu, α 6= 1, 2, 3, . . . , og f vera 2π -lotubundna fallið,


sem geð er með
f (x) = eiαx , 0 ≤ x ≤ 2π.
Ákvarðið Fourier-stuðla f og notið þá til þess að sýna fram á að
+∞ +∞
X (−1)n π X 1 π2
= og = .
−∞
α−n sin πα −∞
(α − n)2 sin2 πα

12. Í hægri hliðum jafnanna standa lotubundin föll. Liðið þau í Fourier-raðir og notið
raðirnar til þess að nna sérlausnir með sömu lotu:
a) u00 + u = cos4 t.
b) u00 − u = sin 2πt .


c) u00 − 2u0 + u = f (t), f (t) = |t|, ef |t| ≤ 1 og f hefur lotu 2.


d) u000 + u00 − u0 − u = f (t), f (t) = 2t, ef 0 ≤ t ≤ 21 , f (t) = 2 − 2t, ef 1
2
≤ t ≤ 1, f er
oddstætt og 2-lotubundið.
13. Fyrir hvaða gildi á ω hefur jafnan
u00 + ω 2 u = sin2 t cos2 t, t ∈ R,

2π -lotubundna sérlausn?
13.9. ÆFINGARDÆMI 345

14. Liðið föllin f , sem gen eru í Fourier-sínus-röð eða Fourier-kósínus-röð, eftir því sem
við á, og nnið síðan lausn á jaðargildisverkefnunum.
a) u00 + u = f (x), u(0) = u(1) = 0, f (x) = 4x(1 − x), 0 ≤ x ≤ 1,
b) u(4) + u00 + u = f (x), u(0) = u00 (0) = u(1) = u00 (1) = 0, f (x) = sin(πx), 0 ≤ x ≤ 1,
c) u00 + u = f (x), u0 (0) = u0 (1) = 0, f (x) = 1 − x2 , 0 ≤ x ≤ 1,
d) u(4) − u00 + u = f (x), u0 (0) = u000 (0) = u0 (1) = u000 (1) = 0, f (x) = cos2 (πx), 0 ≤ x ≤ 1.
15. Látum P vera fjórða stigs margliðu og f ∈ P C 1 ([0, L]) ∩ C([0, L]) vera fall sem
uppfyllir f (0) = f (L) = 0. Finnið skilyrði á P , L og bn (f ), sem tryggja að jaðargildis-
verkefnið

P (D)u = f (x), x ∈]0, L[, u(0) = u00 (0) = u(L) = u00 (L) = 0,

ha ótvírætt ákvarðaða lausn sem hægt er að setja fram með Fourier-sínus-röð.
16. Liðið fallið (
2x, 0 ≤ x ≤ 1/2,
ϕ(x) =
2 − 2x, 1/2 ≤ x ≤ 1,
í sínusröð og notið röðina til þess að nna lausn á verkefninu

2 2
∂t u + 2∂t u − ∂x u = 0,
 0 < x < 1, t > 0,
u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = 0, 0 < x < 1,

u(0, t) = u(1, t) = 0, t > 0.

17. Leysið verkefnið


∂ 2u

∂u

 − κ 2 = 0, 0 < x < L,
∂t ∂x

∂x u(0, t) = ∂x u(L, t) = 0,

t > 0,
u(x, 0) = T0 + (T1 − T0 )x/L, 0 < x < L.

með Fourier-röð. Leysið sama verkefni með upphafsskilyrðin



u(x, 0) = T0 + (T1 − T0 ) 1 − |1 − 2x/L| .
346 KAFLI 13. FOURIERRAÐIR
Kai 14
EIGINGILDISVERKEFNI

14.1 Eigingildi og eiginföll


Upprifjun úr línulegri algebru
Við skulum byrja á því að rifja upp nokkur hugtök úr línulegri algebru. Látum V vera
vigurrúm með tvinntalanmargföldun og T : V → V vera línulegan virkja. Tvinntalan λ
er sögð vera eigingildi virkjans T er til er v 6= 0 í V þannig að

T v = λv.

Ef þessi jafna gildir, þá segjum við að v sé eiginvigur, sem svarar til eigingildisins λ.
Einnig segjum við að v sé eiginvigur með eigingildið λ.
Fyrir sérhvert λ ∈ C er mengið Eλ = {v ∈ V ; T v = λv} hlutrúm í V . Talan λ er
eigingildi ef og aðeins ef þetta hlutrúm samanstendur af eiri stökum en núllvigrinum
einum saman. Ef λ er eigingildi, þá nefnist Eλ eiginrúmið sem svarar til eigingildisins λ.
Ef V er rúm sem samanstendur af föllum, þá segjum við að v sé eiginfall sem svarar til
eigingildisins λ.

Mikilvægi eigingilda
Eigingildi og eiginvigrar skipta miklu málið þegar verið að leysa alls konar jöfnur. Hugsum
okkur að við þurfum að leysa jöfnuna PT u = f þar sem hægt er að liða hægri hlið jöfnunnar
í línulega samatekt eiginvigra f = j cj vj , þar sem T vj = λj vj og λj 6= 0 fyrir öll j . Þá
fæst lausnin u með formúlunni X cj
u= vj .
j
λj

Þetta sést einfaldlega með því að nýta það að T er línulegur virki og hann getur því verkað
á summuna lið fyrir lið,
X cj X cj X
Tu = T vj = λj vj = cj vj = f.
j
λj j
λj j

347
348 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI

Mikilvægi veldisvísisfallsins
Nú skulum við taka V = C ∞ (R) og setja u(x) = eαx með α ∈ C. Ef við látum deilda-
virkjana D, D2 , . . . verka á u(x), þá fáum við

Du(x) = u0 (x) = αeαx = αu(x),


D2 u(x) = u00 (x) = α2 eαx = α2 u(x),
.. .. ..
. . .
Dk u(x) = u(k) (x) = αk eαx = αk u(x),

sem segir okkur að u(x) sé eiginfall virkjanna D, D2 , . . . , Dk með eigingildin α, α2 , . . . , αk .


Ef við tökum almennan aeiðuvirkja með fastastuðla P (D) = am Dm + · · · + a1 D + a0 ,
þá fáum við
P (D)u(x) = (am αm + · · · + a1 α + a0 )eαx = P (α)u(x),
sem segir okkur að fallið u sé eiginfall virkjans P (D) með eigingildið λ = P (α).
Þetta notuðum við í kaa 6 til þess að nna sérlausnir á aeiðujöfnum, en hugmyndin
er að nna lausn á jöfnunni P (D)u = f , þar sem fallið f er af gerðinni
X
f (x) = cj e α j x
j

og P (αj ) 6= 0 fyrir öll j , með því að taka eins summu


X cj
u(x) = eαj x
j
P (α j )

14.2 Eigingildisverkefni fyrir aeiðuvirkja


Það verkefni að leysa aeiðujöfnu af taginu

(14.2.1) am (x)u(m) + · · · + a1 (x)u0 + a0 (x)u = λu, x ∈ I,

þar sem λ er tvinntala og I er eitthvert bil á rauntalnaásnum, með skilyrðum á lausnina


í endapunktum bilsins I , kallast eigingildisverkefni. Verkefnið er fólgið í því að nna öll
λ ∈ C þannig að (14.2.1) ha lausn uλ , sem er ekki núllfallið. Slík gildi λ kallast eigingildi
verkefnisins (14.2.1) og lausnir uλ 6= 0 á jöfnunni kallast eiginföll.

Nú ætlum við að leysa nokkur eigingildisverkefni með virkjann P (D)u = −u00 með
mismunandi jaðarskilyrðum:

Fallsjaðarskilyrði í báðum endapunktum


Sýnidæmi 14.2.1 Byrjum á verkefninu
(
−X 00 (x) = λX(x), x ∈]0, L[
X(0) = X(L) = 0.
14.2. EIGINGILDISVERKEFNI FYRIR AFLEIÐUVIRKJA 349

Kennijafna aeiðujöfnunnar er z 2 + λ = 0. Ef λ 6= 0 þá fáum við tvær tvinnlausnir


z = ±iβ , þar sem β 2 = λ og við getum valið Re β ≥ 0. Því er almenn lausn jöfnunnar

X(x) = Aeiβx + Be−iβx .

Fyrra jaðarskilyrðið 0 = X(0) = A + B gefur að B = −A, svo við getum skrifað

X(x) = A(eiβx − e−iβx ) = 2iA sin(βx).

Seinna skilyrðið 0 = X(L) = 2iA sin(βL) segir að λ = β 2 sé eigingildi ef og aðeins ef β


uppfyllir jöfnuna sin(βL) = 0. Lausnir þessarar jöfnu eru βn = nπ/L með n = 1, 2, 3, . . . .
Í tilfellinu λ = 0 fáum við almenna lausn aeiðujöfnunnar

X(x) = A + Bx.

Jaðarskilyrðin 0 = X(0) = A og 0 = X(L) = BL segja að A = B = 0 og að λ = 0 sé ekki


eigingildi.
Niðurstaða útreikninga er því að eigingildin eru λn = (nπ/L)2 og tilsvarandi eiginföll

X(x) = Cn sin((nπ/L)x), n = 1, 2, 3, . . . ,

þar sem fastinn Cn 6= 0 getur verið hvaða tala sem er. Línulegar samantektir eiginfallanna,

X 
u(x) = Bn sin nπx/L ,
n=1

eru Fourier-sínusraðir á bilinu [0,L]. 

Aeiðujaðarskilyrði í báðum endapunktum


Sýnidæmi 14.2.2 Nú breytum við verkefninu í
(
−X 00 (x) = λX(x), x ∈]0, L[
0 0
X (0) = X (L) = 0.

Afgreiðum fyrst tilfellið λ = 0. Almenn lausn jöfnunnar er

X(x) = C + Dx

Fyrra jaðarskilyrðið segir að 0 = X 0 (0) = D. Þar með er X(x) = C sem uppfyllir bæði
jaðarskilyrðin. Þar með er λ = 0 eigingildi og tilsvarandi eiginföll eru X0 (x) = C0 með
C0 6= 0.
Við sáum í sýnidæmi 14.2.1 að kennijafna aeiðujöfnunnar er z 2 + λ = 0. Í stað þess
að velja eiβx og e−iβx sem lausnagrunn, þá skulum við velja cos(βx) og sin(βx). Almenn
lausn er þá
X(x) = C cos(βx) + D sin(βx).
350 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI

Fyrra jaðarskilyrðið 0 = X 0 (0) = Dβ gefur að D = 0, svo við getum skrifað X(x) =


C cos(βx). og seinna jaðarskilyrðið segir að 0 = X 0 (L) = −Cβ sin(βL). Þar með fæst
eigingildi ef og aðeins ef βL = nπ , n = 1, 2, 3, . . . .
Niðurstaða er því að verkefnið hefur eigingildin λn = (nπ/L)2 með eiginföllin
X(x) = Cn cos(nπx/L), n = 0, 1, 2, . . . ,
þar sem Cn 6= 0. Línulegar samantektir eiginfallanna

X 
u(x) = Cn cos nπx/L
n=0

eru Fourier-kósínus-raðir á bilinu [0,L]. 

Fallsjaðarskilyrði í öðrum endapunkti og aeiðuskilyrði í hinum


Sýnidæmi 14.2.3 Næsta afbrigði jaðargildisverkefnisins er
(
−X 00 (x) = λX(x), x ∈]0, L[
X(0) = X 0 (L) = 0.

Lítum fyrst á tilfellið λ = 0. Almenn lausn aeiðujöfnunnar er X(x) = C + Dx og


jaðarskilyrðin gefa 0 = X(0) = C og 0 = X 0 (L) = D, svo λ = 0 er ekki eigingildi.
Tökum nú λ 6= 0 og skrifum λ = β 2 6= 0 með Re β ≥ 0. Þá er Almenn lausn X(x) =
C cos(βx)+D sin(βx). Fyrra skilyrðið 0 = X(0) = C og hið síðara er 0 = Dβ cos(βL) sem
segir að λ er eigingildi ef og aðeins ef cos(βL) = 0. Þetta gefur lausnirnar βn = (n− 12 )π/L
með n = 1, 2, 3, . . . .
2
Eigingildin eru því λn = (n − 12 )π/L og tilsvarandi eiginföll
Xn (x) = Dn sin (n − 12 )πx/L


þar sem Dn 6= 0. 

Blönduð jaðarskilyrði í báðum endapunktum


Sýnidæmi 14.2.4 Nú skulum við takast á við eigingildisverkefnið
(14.2.2) −u00 = λu, á [0, L], u0 (0) − a0 u(0) = 0, u0 (L) + aL u(L) = 0.

Jákvæð eigingildi: Nú lítum við á eigingildisverkefnið (14.2.2) og leitum að skilyrði þess


að λ = β 2 , β > 0 sé eigingildi. Almenn lausn jöfnunnar er
u(x) = C cos βx + D sin βx
og jaðarskilyrðin segja að
u0 (0) − a0 u(0) = βD − a0 C = 0,
u0 (L) + aL u(L) = −βC sin βL + βD cos βL + aL C cos βL + D sin βL

 
= aL C + βD cos βL + − βC + aL D sin βL = 0.
14.2. EIGINGILDISVERKEFNI FYRIR AFLEIÐUVIRKJA 351

Við beitum fyrri jöfnunni til þess að leysa D út úr þeirri síðari og fáum

C (a0 + aL ) cos βL − (β − a0 aL /β) sin βL = 0.

Til þess að eiginfall fáist, þá þarf C 6= 0 að gilda, og við fáum því jöfnuna

(a0 + aL )β
(14.2.3) tan βL = .
β 2 − a0 aL

Það er ekki til nein bein formúla fyrir lausnir þessarar jöfnu, en með aðferð Newtons
og Raphsons er auðvelt að nna tölulegar nálganir á þeim. Með því að teikna upp gröf
fallanna í báðum hliðum (14.2.3) í tilfellinu a0 > 0 og aL > 0, þá sjáum við að til eru
óendanlega margar lausnir... α2 < β2 < · · · → +∞, βn ≈ (n − 1/2)π ef n → +∞:
.
..........
....
.. . . .. . . .
... .. .. ... .. .. .. ..
... .. .. .. .... .. .. ..
... .. .. ... .. .. ..
.. .. .. .. ..
... .... .... .... ..... .... .... ....
... . . . . . .
... .. .. . ... .. .. ..
... ... ... ... ... ... ... ...
... ... . .. ... ... ...
... ... ... . .... ... ... ...
... .. .. .. . .. .. ..
... .. .. . ..... ... ... ...
... .. .. ... .. .. ..
.. .. .. .. .. ..
... ..
. .. ...
.
...
... .
. .
. .
.
... . . .. . .
... ... .....
... ... ...
... .. .. .... ......
........ ... .. ..
.. .. .. ..
...
... β1 .
...
..
. β2 ...
.
... .
.•
...
.............
...
.
.

.................... .
...
................................................ ...
.
............................................
... ....... ....... ....... ......
..................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... •
...
...
...
• ......................
.
... ................
. ......
. .........
β3....
.. .
.
β4 .
..
......
....
.
β5 β .
..
......
....
.

... ..... ... ... ... ...


... ... ....
... .. . . .
... .. ... .. .. ... ...
... ... ... ... ... ... ...
... ... ... .. ... ...
... .... ... ... ..
..... ..
..
. ..
.
... . .. ..
... .. .... .. ..
.. ... .. .. ..
...
...
... ..
...
.... • √ .... ..
.......
..... ..
. ...
....
..
...
....
..
... ..... .. ... ...
...
...
...
..
..
...
a0 aL ....
..... ..
....... ...
..
..
...
..
..
...
... . .. . .
. .. .. ... . .. ..
Mynd 14.1: Runan (βn ). Stuðlarnir a0 og aL hafa sama formerki.
Í tilfellinu að a0 og aL ha .. ólík formerki og 0 < (a0 + aL )/|a0 aL | < L, þá fáum við grön:
...
.........
...
..
... ... ... ... ... ...
... .. .. .. .. ..
... .. .. .. .. ..
.. .. .. .. ..
... ..
. ..
. ..
. ..
. ..
.
... . .. .. .. ..
.. .. .. .. ..
... .. .. .. .. ..
.. .. .. .. ..
...
...
... ....
.
..
..
........
......
...
... •
............................................................................................. ....
.. ..
• ............................
..................................
.
...

... ...
... ... .........
......
.....
...
..
..
..
..
...
..
...
.. ..
..
. ....... •
... ... ....... ... ... ... ...
.............. ..
. ..
. ... ..
.
...........................................................................................................................................................................................................................................................................................................
... . .. . .. . .. . .. .
... .. .. .. ..
.. .. .. ..
...
... .
...
.. β1 .
...
.. β2 .
...
.. .
...
.. β3 β4 β
... .. .. .. ..
... .. .. .. ..
.. .. .. ..
... ... ... ... ...
... ... ... ... ...
... . . . .
.. .. .. ..
... .. .. .. ..
... .. .. .. ..
.. .. .. ..
... ... ... ... ...
... .. .. .. ..
... .. .. .. ..
.. .. .. ..
Mynd 14.2: Runan (βn ). Stuðlarnir a0 og aL hafa ólík formerki.
Í öllum öðrum tilfellum er hægt að teikna upp gröf og sjá út frá þeim að við höfum
óendanlega mörg jákvæð eigingildi λn = βn2 , n = 1, 2, . . . . Tilsvarandi eiginföll verða
 
a0
(14.2.4) un (x) = Cn cos βn x + sin βn x x ∈ [0, L].
βn

Eigingildið λ = 0: Nú er almenn lausn jöfnunnar

u(x) = C + Dx
352 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI

og jaðarskilyrðin segja að

u0 (0) − a0 u(0) = D − a0 C = 0,
u0 (L) + aL u(L) = D + aL C + DL = 0,


Ef við beitum fyrri jöfnunni til þess að eyða D úr þeirri síðari, þá fæst

C (a0 + aL ) + a0 aL L = 0

og skilyrði þess að λ = 0 sé eigingildi er að

L = −(a0 + aL )/a0 aL .

Tilsvarandi eiginfall verður þá

u0 (x) = C0 1 + a0 x), x ∈ [0, L].

Neikvæð eigingildi: Við skrifum nú λ = −γ 2 , γ > 0. Almenn lausn á jöfnunni er

u(x) = C cosh γx + D sinh γx

og jaðarskilyrðin segja okkur að

u0 (0) − a0 u(0) = γD − a0 C = 0,
u0 (L) + aL u(L) = γC sinh γL + γD cosh γL + aL C cosh γL + D sinh γL

 
= aL C + γD cosh γL + γC + aL D sinh γL = 0.

Við leysum D út úr fyrri jöfnunni og stingum inn í þá síðari



C (a0 + aL ) cosh γL + (γ + a0 aL /γ) sinh γL = 0.

Nú þarf C 6= 0 að gilda og því fáum við

−(a0 + aL )γ
(14.2.5) tanh γL = .
γ 2 + a0 aL

Samfelldi ferillinn á mynd 14.3 er graf fallsins tanh γL sem fall af γ . Ef a0 > 0 og
aL > 0, þá fæst ekkert neikvætt eigingildi, því í vinstri hlið (14.2.5) stendur jákvætt fall,
en neikvætt í hægri hliðinni. Ef a0 og aL hafa ólík formerki og L < (a0 + aL )/|a0 aL |, þá
er punktaferillinn á mynd 14.3 graf fallsins í hægri hlið (14.2.5). Tilfellið að a0 og aL ha
ólík formerki og L > (a0 + aL )/|a0 aL | er strikaferillinn á mynd hér að framan. Þá fæst
eitt neikvætt eigingildi λ0 = −γ02 .
14.3. AÐSKILNAÐUR BREYTISTÆRÐA 353
...
..........
....
.. . .
... ..
... .. ..
... .. ...
... .
.
... ..
... .. ..
... .. .
.. ..
... . .
... .. .
... .. ...
... ..
... ... ..
.
... . .
... .. ..
..

...
... . .
.. .. ..
.. .............................................................................................................................................................................................................
.. ........................
... .......... . ..
... ....... ......
... ..... ....
... ... ...
.......................................................................................................................................................................................................................................................................................
... . .
γ0 ...
...
...
γ
... ....... .
... ...... .......
... ... .......
... ....... ....
... .......
... .......
.
... ......
... .
....
.
.
... .....
... ..
... ....
... ....
... ... . . ....
.. ..
... ...
... .. ...
... .. ...
... . . ...
.
... ... ..
. ..
Mynd 14.3: Neikvæð eigingildi.
Í öðrum tilfellum fást ýmist ekkert, eitt eða tvö eigingildi. Í öllum tilfellum er eiginfallið
af gerðinni
 
a0
(14.2.6) u0 (x) = C0 cosh γ0 x + sinh γ0 x
γ0


14.3 Aðskilnaður breytistærða


Algengt er að eigingildisverkefni komi upp þegar verið er að leysa hlutaeiðujöfnur með
aðferð, sem kallast aðskilnaður breytistærða. Það er lang best að skoða hana með dæmum:
Sýnidæmi 14.3.1 Lítum á sýnidæmi 13.8.5 sem fjallar um sveiandi streng og leysum
það með aðskilnaði breytistærða. Við byrjum á því að nna allar lausnir á jöfnunni af
gerðinni T (t)X(x). Við stingum þessu falli inn í jöfnuna (13.8.3) og fáum
T 00 (t)X(x) − c2 T (t)X 00 (x) = 0.
Með því að deila í gegnum þessa jöfnu með c2 T (t)X(x), þá sjáum við að hún jafngildir
T 00 (t) X 00 (x)
(14.3.1) = .
c2 T (t) X(x)
Vinstra megin jafnaðarmerkisins stendur fall, sem er aðeins háð t, en hægra megin stendur
fall, sem er aðeins háð x. Þessi stærð hlýtur því að vera fasti. Við skulum tákna hann
með −λ, þar sem λ er rauntala. Nú segir jaðarskilyrðið (13.8.4) að X(0) = X(L) = 0
verði að gilda. Þar með verður X að vera lausn á eigingildisverkefninu
−X 00 = λX, X(0) = X(L) = 0.
2
Við fundum lausnina á þessu verkefni í sýnidæmi 14.2.1. Eigingildin eru λn = nπ/L
og tilsvarandi eiginföll má taka Xn (x) = sin nπx/L , n = 1, 2, 3, . . . . Víkjum nú aftur að


(14.3.1) til þess að ákvarða fallið T . Fyrir eigingildið λn þarf T að uppfylla


−T 00 = c2 λn T.
354 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI

Almenn lausn þessarar jöfnu er Tn (t) = An cos nπct/L + Bn sin nπct/L . Niðurstaðan
 

er nú að allar lausnir af gerðinni T (t)X(x) á (13.8.3) með jaðarskilyrðinu (13.8.4) eru


  
Tn (t)Xn (x) = An cos nπct/L + Bn sin nπct/L sin nπx/L ,

n = 1, 2, . . . , þar sem velja má fastana An og Bn frjálst. Það er ljóst að summa endanlega


margra lausna á (13.8.3) og (13.8.4) er lausn og sama gildir um óendanlegar raðir

X   
u(x, t) = An cos nπct/L + Bn sin nπct/L sin nπx/L ,
n=1

að því gefnu að þær séu nógu hratt samleitnar. Hér er Fourierröðin úr 13.8.5 komin.
Stuðlarnir An og Bn ákvarðast síðan af upphafsskilyrðum,

u(x, 0) = f (x), ∂t u(x, 0) = g(x),

þar sem f og g eru gen föll á bilinu ]0, L[. 

Sýnidæmi 14.3.2 Til þess að sjá annað afbrigði af aðskilnaði breytistærða, skulum við
líta á jöfnuna

(14.3.2) a∂t2 u + b∂t u + cu − ∆u = 0,

þar sem ∆ = ∂x2 + ∂y2 + ∂z2 táknar Laplacevirkjann og u er fall af tíma t og þremur
rúmbreytistærðum (x, y, z), u = u(t, x, y, z). Við leitum fyrst að öllum lausnum á jöfnunni
af gerðinni u(x, y, z, t) = T (t)X(x)Y (y)Z(z), þar sem föllin T , X , Y og Z eru hvert um
sig háð einni breytistærð. Við sjáum að
 
1 2 2 2 2
a∂t u + b∂t u + cu − ∂x u − ∂y u − ∂z u
u
aT 00 (t) + bT (t)0 + cT (t) X 00 (x) Y 00 (y) Z 00 (z)
= − − − = 0.
T (t) X(x) Y (y) Z(z)
Þessi jafna er jafngild

aT 00 (t) + bT (t)0 + cT (t) X 00 (x) Y 00 (y) Z 00 (z)


(14.3.3) − − = .
T (t) X(x) Y (y) Z(z)
Nú sjáum við að í hægri hlið jöfnunnar stendur fall sem er einungis háð z , en í vinstri
hliðinni stendur fall sem er háð (x, y, t). Þar með hlýtur Z 00 (z)/Z(z) að vera fastafall.
Með nákvæmlega sömu rökum fáum við síðan að hinir liðirnir í (14.3.3) eru fastaföll og
við fáum því

(14.3.4) −X 00 (x) = λX(x), −Y 00 (y) = µY (y), −Z 00 (z) = νZ(z),


(14.3.5) aT 00 (t) + bT 0 (t) + (c + λ + µ + ν)T = 0,

þar sem λ, µ og ν eru raun- eða tvinntölur eftir því hvort við gerum ráð fyrir raun- eða
tvinntölugildum lausnum.
14.4. VIRKJAR AF STURMLIOUVILLEGERÐ 355

Hugsum okkur nú að við viljum leysa hlutaeiðujöfnuna (14.3.2) á menginu

Ω = {(x, y, z, t); 0 < x < 1, 0 < y < 1, 0 < z < 1}

með því jaðarskilyrði að u(x, y, z, t) = 0 ef (x, y, z, t) er punktur á jaðri Ω, en það þýðir


að eitt hnitanna x, y eða z taki gildið 0 eða 1. Ef við beitum aðskilnaði breytistærða eins
og áður var lýst, þá sjáum við að föllin X , Y og Z verða öll að vera lausnir á eigingild-
isverkefninu í sýnidæmi 14.2.1. Þar með sjáum við að sérhver lausn á hlutaeiðujöfnunni
(14.3.2) af gerðinni u(x, y, z, t) = T (t)X(x)Y (y)Z(z) með þessum jaðarkilyrðum er af
gerðinni

u(x, y, z, t) = T`,m,n (t) sin(`πx) sin(mπy) sin(nπz), `, m, n = 1, 2, 3, . . . ,

þar sem T`,m,n er lausn jöfnunnar

aT 00 + bT 0 + c + π 2 (`2 + m2 + n2 ) T = 0.


14.4 Virkjar af SturmLiouvillegerð


Við ætlum nú að fjalla um eigingildisverkefni fyrir annars stigs línulega aeiðuvirkja L =
P (x, D) á lokuðu og takmörkuðu bili [a, b]

(14.4.1) Lu = P (x, D)u = a2 (x)u00 + a1 (x)u0 + a0 (x)u,

þar sem a0 , a1 , a2 ∈ C[a, b] og a2 (x) 6= 0 fyrir öll x ∈ [a, b]. Í útreikningum okkar hentar
betur að setja virkjann fram með öðrum hætti,
   
1 d du
(14.4.2) Lu = − p + qu .
% dx dx

Sambandið milli (14.4.1) og (14.4.2) er einfalt. Við tökum


 Z x 
a1 (ξ) −a0 (x)p(x) −p(x)
(14.4.3) p(x) = exp C + dξ , q(x) = , %(x) = ,
a a2 (ξ) a2 (x) a2 (x)

þar sem C er einhver ótiltekinn fasti. Það er rétt að rifja það upp á þessu stigi að formúlan
(7.6.4) segir okkur að fallið

(14.4.4) [a, b] 3 x 7→ p(x)W (u1 , u2 )(x)

er fasti, ef u1 og u2 eru í núllrúmi virkjans L.

Skilgreining 14.4.1 Við segjum að virkinn L sé af SturmLiouvillegerð ef hann er


settur fram með formúlunni (14.4.2). 
356 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI

Við ætlum að takmarka okkur við að stuðlarnir séu raungildir. Fyrst a2 (x) 6= 0 fyrir
öll x ∈ [a, b], þá má gera ráð fyrir að a2 (x) < 0. Það segir okkur að
(14.4.5) p ∈ C 1 [a, b], p(x) > 0, q, % ∈ C[a, b], q(x) ∈ R, %(x) > 0, x ∈ [a, b].
Skilgreining 14.4.2 Við segjum að virki L af SturmLiouvillegerð sé reglulegur ef föllin
p, q og % uppfylla (14.4.5). 
Á rúmið C[a, b] skilgreinum við formið
Z b
(14.4.6) hu, vi = u(x)v(x)%(x) dx, u, v ∈ C[a, b],
a

og á rúmið C 1 [a, b] skilgreinum við formið


Z b 
(14.4.7) hu, viL = 0 0
p(x)u (x)v (x) + q(x)u(x)v(x) dx, u, v ∈ C 1 [a, b].
a

Bæði eru þessi form línuleg í fyrri breytistærðinni, en andlínuleg í þeirri síðari. Það þýðir

hαu + βv, wi = αhu, vi + βhu, wi,
hu, αv + βwi = ᾱhu, vi + β̄hu, wi,
fyrir öll u, v ∈ C[a, b], α, β ∈ C. Fyrst % > 0, þá er formið h·, ·i innfeldi og tilheyrandi
staðal táknum við með k · k,
1
(14.4.8) kuk = hu, ui 2 , u ∈ C[a, b].
Nú skulum við líta á sambandið á milli þessara tveggja forma. Með hlutheildun fáum við
Z b    
1 d du
(14.4.9) hLu, vi = − p(x) (x) + q(x)u(x) v(x)%(x) dx
a %(x) dx dx
 b Z b  
0 0 0
= − p(x)u (x)v(x) + p(x)u (x)v (x) + q(x)u(x)v(x) dx
a a

= − p(b)u0 (b)v(b) − p(a)u0 (a)v(a) + hu, viL ,




Z b    
1
d dv̄
(14.4.10) hu, Lvi = −
u(x) p(x) (x) + q(x)v̄(x) %(x) dx
a %(x)
dx dx
 b Z b  
0
= − p(x)u(x)v 0 (x) + p(x)u (x)v 0 (x) + q(x)u(x)v(x) dx
a a

= − p(b)u(b)v 0 (b) − p(a)u(a)v 0 (a) + hu, viL .
Við tökum nú mismuninn af þessum tveimur jöfnum og fáum formúlu Greens
h ib
(14.4.11) 0 0
hLu, vi − hu, Lvi = p(x) u(x)v (x) − u (x)v(x)
a

u(b) u0 (b) u(a) u0 (a)
= p(b)
− p(a)
.
v̄(b) v̄ 0 (b) v̄(a) v̄ 0 (a)
14.4. VIRKJAR AF STURMLIOUVILLEGERÐ 357

Jaðargildisvirkinn B er af gerðinni
(
B : C 1 [a, b] → C2 , Bu = (B1 u, B2 u),
(14.4.12)
Bj u = αj1 u(a) + αj2 u (a) + βj1 u(b) + βj2 u0 (b),
0
j = 1, 2,

þar sem stuðlarnir αjk og βjk eru rauntölur. Við gerum ráð fyrir að þetta séu eiginleg skil-
yrði þannig að í hvorum virkja sé að minnsta kosti einn stuðull frábrugðinn núlli. Rúmið
CB2 [a, b] er skilgreint sem mengi allra u ∈ C 2 [a, b] sem uppfylla óhliðruðu jaðarskilyrðin
Bu = 0.

Skilgreining 14.4.3 Við segjum að virkinn L sé samhverfur á CB2 [a, b] eða samhverfur
með tilliti til jaðarskilyrðanna Bu = 0 ef

(14.4.13) hLu, vi = hu, Lvi, u, v ∈ CB2 [a, b].

Út frá formúlu Greens (14.4.11) sjáum við að L er samhverfur á CB2 [a, b] þá og því
aðeins að

u(b) u0 (b) u(a) u0 (a)
(14.4.14) p(b)
= p(a)

v̄(b) v̄ 0 (b) v̄(a) v̄ 0 (a)

fyrir öll u, v ∈ CB2 [a, b]. Það eru einkum tvö tilfelli sem við höfum áhuga á:

Setning 14.4.4 (i) Ef jaðarskilyrðin eru aðskilin , þ.e.a.s.

(14.4.15) B1 u = α1 u(a) − β1 u0 (a), B2 u = α2 u(b) + β2 u0 (b),

þar sem α1 , β1 , α2 , β2 ∈ R, (α1 , β1 ) 6= (0, 0) og (α2 , β2 ) 6= (0, 0), þá er L samhverfur á


CB2 [a, b].
(ii) Ef p(a) = p(b) og jaðarskilyrðin eru lotubundin, þ.e.a.s.

(14.4.16) B1 u = u(a) − u(b), B2 u = u0 (a) − u0 (b),

þá er L samhverfur á CB2 [a, b]. 

Sönnun: (ii) er augljós aeiðing af (14.4.14) og til þess að sanna (i) þá tökum við u, v ∈
CB2 [a, b]. Jöfnurnar Bu = 0 og Bv = 0 jafngilda því að vigrarnir (α1 , β1 ) og (α2 , β2 )
uppfylli
u(a) u0 (a) u(b) u0 (b) α2
         
α1 0 0
0 = , 0 = .
v̄(a) v̄ (a) −β1 0 v̄(b) v̄ (b) β2 0
Hvorugur vigranna er núllvigurinn, svo ákveður fylkjanna verða að vera 0. Þar með gildir
(14.4.14) og virkinn L er samhverfur. 
358 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI

14.5 Eigingildisverkefni af SturmLiouvillegerð


Nú tökum við fyrir eigingildisverkefnið
(14.5.1) Lu = λu, Bu = 0,
þar sem L er virki af SturmLiouvillegerð (14.4.2) og B er almennur jaðargildisvirki af
gerðinni (14.4.12). Talan λ ∈ C kallast eigingildi virkjans L á CB2 [a, b] ef til er lausn á
(14.5.1) sem er ekki núllfallið og sérhver slík lausn kallast eiginfall. Línulega rúmið sem
spannað er af öllum eiginföllum með tilliti til eigingildisins λ köllum við eiginrúmið með
tilliti til eigingildisins λ og við táknum það með Eλ .
Skilgreining 14.5.1 Ef L er reglulegur virki af SturmLiouvillegerð, þá segjum við að
verkefnið (14.5.1) sé reglulegt. 
Setning 14.5.2 Gerum ráð fyrir að virkinn L af SturmLiouvillegerð sé samhverfur á
CB2 [a, b]. Þá eru öll eigingildin rauntölur og eiginföllin sem svara til ólíkra eigingilda eru
innbyrðis hornrétt. 
Sönnun: Ef Lu = λu og u er ekki núllfallið, þá er
λhu, ui = hLu, ui = hu, Lui = hu, λui = λ̄hu, ui.
Við getum nú stytt út hu, ui og fáum λ = λ̄, sem segir að λ sé rauntala. Ef Lu = λu og
Lv = µv þá er
λhu, vi = hLu, vi = hu, Lvi = hu, µvi = µ̄hu, vi.
Ef λ 6= µ, þá fær þessi jafna ekki staðist nema hu, vi = 0. 
Athugum nú að fyrir samhverfan virkja L með eigingildi λ og eiginfall u = v +iw gildir
Lv + iLw = Lu = λu = λv + iλw.
Þetta segir okkur að bæði raunhluti og þverhluti u séu eiginföll ef þeir eru báðir frábrugðnir
núllfallinu. Við getum því alltaf tekið raungild föll sem grunn fyrir eiginrúmið Eλ . Gerum
nú ráð fyrir að u sé raungilt eiginfall sem svarar til eigingildisins λ og gerum ráð fyrir að
kuk = 1. Þá gefur (14.4.9)
 b
(14.5.2) 0
λ = λhu, ui = hLu, ui = − p(x)u(x)u (x) + hu, uiL
a
0 0
= p(a)u(a)u (a) − p(b)u(b)u (b) + hu, uiL
Ef jaðarskilyrðin eru aðskilin eins og í setningu 9.1.4, þá uppfyllir u jöfnurnar
α1 u(a) − β1 u0 (a) = 0, og α2 u(b) + β2 u0 (b) = 0,
og þar með er
Z b 
(14.5.3) 2
λ = αp(a)u(a) + βp(b)u(b) + 2 0 2
p(x)u (x) + q(x)u(x) 2
dx,
a

þar sem við höfum sett α = α1 /β1 ef β1 6= 0, α = 0 ef β1 = 0, β = α2 /β2 ef β2 6= 0 og


β = 0 ef β2 = 0. Athugið að β1 = 0 hefur í för með sér að u(a) = 0 og β2 = 0 hefur í för
með sér að u(b) = 0. Þessi útreikningur gefur:
14.5. EIGINGILDISVERKEFNI AF STURMLIOUVILLEGERÐ 359

Setning 14.5.3 Öll eigingildin eru ≥ 0 í tilfellunum:


(i) q(x) ≥ 0 fyrir öll x ∈ [a, b], jaðarskilyrðin eru aðskilin, B1 u = α1 u(a) − β1 u0 (a) = 0,
B2 u = α2 u(b) + β2 u0 (b) = 0, α1 ≥ 0, β1 ≥ 0, α2 ≥ 0 og β2 ≥ 0.
(ii) q(x) ≥ 0 fyrir öll x ∈ [a, b], p(a) = p(b) og jaðarskilyrðin eru lotubundin, B1 u =
u(a) − u(b) = 0 og B2 u = u0 (a) − u0 (b) = 0. 

Meginniðurstaða kaans er:

Setning 14.5.4 Gerum ráð fyrir að


(14.5.4) Lu = λu, Bu = 0,

sé reglulegt SturmLiouvilleeigingildisverkefni og að L sé samhverfur með tilliti til jað-


arskilyrðanna Bu = 0. Þá er til óendanleg runa λ0 < λ1 < λ2 · · · → +∞ af eigingildum
og tilsvarandi raungildum eiginföllum u0 , u1 , u2 , . . . , sem uppfylla
(
1, j = k,
(14.5.5) huj , uk i =
0, j 6= k,

og sérhvert fall u ∈ CB2 [a, b] er unnt að liða í eiginfallaröð



X
(14.5.6) u(x) = cn (u)un (x), x ∈ [a, b],
n=0

sem er samleitin í jöfnum mæli á [a, b] og stuðlarnir eru gefnir með formúlunni
Z b
(14.5.7) cn (u) = hu, un i = u(x)un (x)%(x) dx.
a

Þetta er erð setning að sanna og við höfum engin tök á að gera það.

Sýnidæmi 14.5.5 Í sýnidæmi 1.6.2 sáum við að eigingildisverkefnið


−u00 = λu, u(0) = u(L) = 0,

hefur eigingildin λn = (nπ/L)2 , n = 1, 2, 3, . . . , og tilsvarandi eiginföll eru margfeldi af


un (x) = sin(nπx/L). Með því að velja p(x) = %(x) = 2/L, þá fáum við að (14.5.5) er
uppfyllt og cn (u) eru ekkert annað en Fouriersínusstuðlar fallsins u.
Ef við breytum randskilyrðunum og lítum á verkefnið

−u00 = λu, u0 (0) = u0 (L) = 0,

þá fást eigingildin λn = (nπ/L)2 , n = 0, 1, 2, . . . , og tilsvarandi eiginföll eru un (x) =


cos(nπx/L). Með sama vali á p og % þá verða stuðlarnir cn (u) Fourierkósínusstuðlar
fallsins u, ef n > 0 og c0 (u) = 21 a0 (u). 
360 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI

Skilgreining 14.5.6 Fyrir sérhvert heildanlegt fall f á [a, b], þá skilgreinum við Fourier
stuðul fallsins f með tilliti til eiginfallsins un með
Z b
(14.5.8) cn (f ) = hf, un i = f (x)un (x)%(x) dx
a

og eiginfallaröðina af f með tilliti til eiginfallanna (un )∞


n=0 með

X
(14.5.9) cn (f )un (x).
n=0


Sýnidæmi 14.5.7 Við skulum nú líta á jaðargildisverkefni fyrir varmaleiðnijöfnuna með
almennu jaðarskilyrði og upphafsskilyrði,

2
∂t T − κ∂x T = f (x, t),
 a < x < b, t > 0,
(14.5.10) B1 T (·, t) = B2 T (·, t) = 0, t > 0,

T (x, 0) = ϕ(x), a < x < b.

Til þess að leysa þetta, skulum við gera ráð fyrir því að λn , n = 1, 2, 3, . . . séu eigingildin
og að un séu tilsvarandi eiginföll með kun k = 1 fyrir verkefnið
−κu00 = λu, B1 u = B2 u = 0.
Við göngum út frá liðun fallsins T í eiginfallaröð

X Z b
(14.5.11) T (x, t) = Tn (t)un (x), Tn (t) = T (x, t)un (x)%(x) dx
n=1 a

og að hægri hlið jöfnunnar og upphafsgildin ha hliðstæða liðun



X ∞
X
(14.5.12) f (x, t) = fn (t)un (x), ϕ(x) = ϕn un (x).
n=1 n=1

Greinilegt er að jaðarskilyrðin eru uppfyllt, því allir liðir í summunni (14.5.11) uppfylla
þau. Við stingum röðinni (14.5.11) inn í jöfnuna (14.5.10) og notum upphafsskilyrðin og
jöfnuna −κun 00 = λn u

X ∞
X
∂t T (x, t) − κ∂x2 T (x, t) = Tn 0 (t) + λn Tn (t) un (x) =

fn (t)un (x) = f (x, t),
n=1 n=1
X∞ ∞
X
T (x, 0) = Tn (0)un (x) = ϕn un (x) = ϕ(x).
n=1 n=1

Svarið verður því


∞ 
X Z t 
(14.5.13) T (x, t) = ϕn e−λn t
+ e−λn (t−τ )
fn (τ ) dτ un (x).
n=1 0


14.6. GREEN-FÖLL FYRIR JAÐARGILDISVERKEFNI 361

14.6 Green-föll fyrir jaðargildisverkefni


Látum nú P (x, D) vera línulegan aeiðuvirkja af gerðinni
(14.6.1) P (x, D) = am (x)Dm + · · · + a1 (x)D + a0 (x)
með a0 , . . . , am ∈ C[a, b] og am (x) 6= 0 fyrir öll x ∈ [a, b]. Við athugum að það er
alltaf hægt að stækka skilgreiningarsvæði fallanna a0 , . . . , am , f ∈ C[a, b] þannig að þau
verði samfelld á opnu bili I sem inniheldur [a, b] og am (x) 6= 0 fyrir öll x ∈ I . Þá gefa
setningar 1.7.7 og 2.1.4 okkur að sérhver lausn á P (x, D)u = f á opna bilinu ]a, b[ er í
raun tvisvar samfellt deildanleg á grennd um lokaða bilið [a, b] og þar með eru gildin u(a),
u0 (a), . . . , u(m−1) (a), u(b), u0 (b), . . . , u(m−1) (b) vel skilgreind og óháð því hvernig föllin eru
skilgreind á I \ [a, b].
Við látum B vera línulegan jaðargildisvirkja á [a, b] af gerðinni

B : C m−1 [a, b] → Cm , Bu = (B1 u, . . . , Bm u),
(14.6.2) m
αjl u(l−1) (a) + βjl u(l−1) (b).
P
Bj u =
l=1

Við gerum ráð fyrir því að fyrir sérhvert j sé að minnsta kosti ein talnanna αjl , βjl ,
l = 1, . . . , m frábrugðin 0. Við látum CBm [a, b] tákna rúm allra u ∈ C m [a, b] sem uppfylla
óhliðruðu jaðarskilyrðin Bu = 0. Í setningu 2.1.6 gáfum við fullkonma lýsingu á því
hvenær jaðargildisverkefnið P (x, D)u = f , Bu = c hefur ótvírætt ákvarðaða lausn fyrir
sérhvert f ∈ C[a, b] og sérhvert c ∈ C. Athugið að skilyrðið (ii) í setningu 2.1.6 segir að
λ = 0 sé ekki eigingildi virkjans P (x, D) á rúminu CBm [a, b].
Nú ætlum við að ákvarða lausnarformúlu fyrir lausn P (x, D)u = f með óhliðruðum
jaðarskilyrðum Bu = 0. Við beitum hliðstæðum aðferðum og í greinum 2.5 og 2.6, þegar
við reiknuðum út lausnarformúluna fyrir lausn upphafsgildisverkefnisins P (x, D)u = f ,
u(a) = u0 (a) = · · · = u(m−1) (a) = 0. Við byrjum á tveimur léttum sýnidæmum:
Sýnidæmi 14.6.1 Við skulum taka fyrir verkefnið
(14.6.3) −u00 = f (x), B1 u = u(0) = B2 u = u(1) = 0,
þar sem f ∈ C[0, 1]. Almenn lausn fyrir óhliðruðu jöfnuna er línuleg samantekt u1 (x) = 1
og u2 (x) = x, Green-fall virkjans er G(x, ξ) = −(x − ξ) og

B1 u1 B1 u2 1 0
B2 u1 B2 u2 = 1 1 = 1,

svo við höfum ótvírætt ákvarðaða lausn sem gen er með formúlu af gerðinni
Z x
u(x) = c1 + c2 x − (x − ξ)f (ξ) dξ.
0

Jaðarskilyrðin gefa okkur


0 = u(0) = c1 ,
Z 1
0 = u(1) = c1 + c2 − (1 − ξ)f (ξ) dξ,
0
362 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI

og því er
Z 1 Z x
u(x) = x (1 − ξ)f (ξ) dξ − (x − ξ)f (ξ) dξ
0 0
Z x Z 1
= (x(1 − ξ) − (x − ξ))f (ξ) dξ + x(1 − ξ)f (ξ) dξ
0 x
Z x Z 1
= ξ(1 − x)f (ξ) dξ + x(1 − ξ)f (ξ) dξ
0 x
Z 1
= GB (x, ξ)f (ξ) dξ,
0

þar sem fallið GB ∈ C([0, 1] × [0, 1]) er geð með formúlunni


(
ξ(1 − x), 0 ≤ ξ ≤ x ≤ 1,
GB (x, ξ) =
x(1 − ξ), 0 ≤ x ≤ ξ ≤ 1.

Fallið GB kallast Green-fallið fyrir jaðargildisverkefnið (14.6.3). 

Sýnidæmi 14.6.2 Áþekkt verkefni er


(14.6.4) −u00 − ω 2 u = f (x), B1 u = u(0) = B2 u = u(1) = 0.
Almenn lausn fyrir óhliðruðu jöfnuna er línuleg samantekt af u1 (x) = cos ωx og u2 (x) =
sin ωx, Green-fall virkjans er G(x, ξ) = − sin ω(x − ξ) /ω og



B1 u1 B1 u2 1 0
B2 u1 B2 u2 cos ω sin ω = sin ω.
=

Við fáum ótvírætt ákvarðaða lausn þá og því aðeins að ω sé ekki heiltölumargfeldi af π .


Lausn á (14.6.4) er því af gerðinni
Z x
sin(ω(x − ξ))
u(x) = c1 cos ωx + c2 sin ωx − f (ξ) dξ.
0 ω
Jaðarskilyrðin gefa okkur

0 = u(0) = c1 ,
1
sin(ω(1 − ξ))
Z
0 = u(1) = c1 cos ω + c2 sin ω − f (ξ) dξ.
0 ω
Við leysum út stuðlana og fáum
sin ωx 1 sin ω(1 − ξ)
Z x
sin ω(x − ξ)
Z
u(x) = f (ξ) dξ − f (ξ) dξ
sin ω 0 ω 0 ω
Z x 
sin ωx sin ω(1 − ξ) sin ω(x − ξ)
= − f (ξ) dξ
0 ω sin ω ω
Z 1
sin ωx sin ω(1 − ξ)
+ f (ξ) dξ.
x ω sin ω
14.6. GREEN-FÖLL FYRIR JAÐARGILDISVERKEFNI 363

Samlagningarformúlan fyrir sínus gefur okkur nú að

sin(ωx) sin(ω(1 − ξ))/ sin ω − sin(ω(x − ξ)) = sin(ωξ) sin(ω(1 − x))/ sin ω.

og þar með fáum við

x 1
sin ωξ sin ω(1 − x) sin ωx sin ω(1 − ξ)
Z Z
u(x) = f (ξ) dξ + f (ξ) dξ
ω sin ω ω sin ω
Z0 1 x

= GB (x, ξ)f (ξ) dξ,


0

þar sem fallið GB ∈ C([0, 1] × [0, 1]) er geð með formúlunni



 sin ωξ sin ω(1 − x) , 0 ≤ ξ ≤ x ≤ 1,

GB (x, ξ) = sin ωxωsinsin ω
ω(1 − ξ)
, 0 ≤ x ≤ ξ ≤ 1.


ω sin ω

Fallið GB kallast Green-fallið fyrir jaðargildisverkefnið (14.6.4). 

Nú skulum við gera ráð fyir því að λ = 0 sé ekki eigingildi virkjans P (x, D) á CB [a, b].
Þá gefur setning 2.1.6 að jaðargildisverkefnið P (x, D)u = f , Bu = 0 hefur ótvírætt
ákvarðaða lausn. Samkvæmt setningu 2.5.2 getum við skrifað hana á forminu
Z x
(14.6.5) u(x) = c1 u1 (x) + · · · + cm um (x) + G(x, ξ)f (ξ) dξ,
a

þar sem u1 , . . . , um er grunnur í N (P (x, D)) og G táknar Green-fall virkjans. Útreikningar


okkar fyrir framan setningu 2.5.2 gefa
Z x
(k)
(14.6.6) (k)
u (x) = c1 u1 (x) + ··· + cm u(k)
m (x) + ∂xk G(x, ξ)f (ξ) dξ,
a

fyrir öll k = 0, . . . , m − 1. Nú látum við jaðargildisvirkjana B1 , . . . , Bm verka á u og fáum

m
Z bX
(14.6.7) Bj u = c1 Bj u1 + · · · + cm Bj um + βjl ∂xl−1 G(b, ξ)f (ξ) dξ = 0.
a l=1

Nú er hyggilegt að innleiða fallið


(
G(x, ξ), a ≤ ξ ≤ x ≤ b,
(14.6.8) F (x, ξ) =
0, a ≤ x ≤ ξ ≤ b.
364 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI
...
..........
....
ξ ..
...
...
.
.....
.....
.....
.. .....
............ .........................................................................................................................................................
b ....
...
...
...
.. .
..... ...
..... ....
... .....
..
... .
. .
..
...... ...
...
.
... .... ..... ...
... .
. ..
.....
. ...
...
...
...
...
F (x, ξ) = 0 ..
.
..
.
..
. ..
.. .
...
.
.. .
...
.
.. ...
...
...
... ..
. ..
....
. ...
.. .... ...
... . .
...
.
. ...
... ..
. ..
.. ...
... ..
. ..
....
. ...
... ..
. ..
....
. ...
... ..
. ..
....
. ...
... ..
. ..
..... ...
... ..
. ..
....
. ...
... ..
. ..
....
. ...
.. ... ...
... . .
...
.
.. ...
... ..
. ..
.. ...
.. ....
...
...
...
F (x, ξ) = G(x, ξ) .
..
.
..
. ..
.. .
...
.
..
.
...
.
. ...
...
...
... ..
. ..
....
. ...
... ..
. .
..
.... ...
... .. .........
.
...
...
... .. .......
. ...
......
a ........ .
.
...
.. ...
.
.
...
.
..
.
...............................................................................................................................................
.

... ...
....
... ....
....
... .........
... ........
...................................................................................................................................................................................................................................
. .
a b x
Mynd:
Þá er greinilegt að ∂xl−1 F (a, ξ) = 0 fyrir öll l = 1, . . . , m og ξ ∈]a, b[, svo (14.6.7)
jafngildir jöfnuhneppinu
Z b
(14.6.9)
 
Bj u1 c1 + · · · + Bj um cm = − Bj F (·, ξ)f (ξ) dξ,
a

þar sem Bj F (·, ξ) táknar að Bj verki á fallið F með tilliti til fyrri breytistærðarinnar. Af
setningu 2.5.2 leiðir nú:

Hjálparsetning 14.6.3 Fallið F sem skilgreint er með (14.6.8) uppfyllir:


(i) Hlutaeiðurnar ∂xk F (x, ξ), k = 0, . . . , m − 2 eru til í sérhverjum punkti á [a, b] × [a, b]
og þær eru samfelldar.
(ii) Hlutaeiðan ∂xm−1 F (x, ξ) er til í öllum punktum á [a, b] × [a, b] utan línunnar x = ξ . Í
punktum á línunni x = ξ tekur aeiðan stökkið 1/am (ξ). Nánar tiltekið, þá eru markgildin
∂xm−1 F (ξ±, ξ) = lim ∂xm−1 F (x, ξ) til og
x→ξ±

(14.6.10) ∂xm−1 F (ξ+, ξ) − ∂xm−1 F (ξ−, ξ) = 1/am (ξ).

(iii) P (x, Dx )F (x, ξ) = 0 ef x 6= ξ . 

Samkvæmt setningu 2.1.6 hefur jöfnuhneppið


    
B1 u1 B1 u2 · · · B1 um d1 (ξ) −B1 F (·, ξ)
 B2 u1 B2 u2 · · · B2 um   d2 (ξ)   −B2 F (·, ξ) 
(14.6.11)  .. .. . ..   ..  =  ..
    
 . . . . .  .   .


Bm u1 Bm u2 · · · Bm um dm (ξ) −Bm F (·, ξ)

ótvírætt ákvarðaða lausn d(ξ) = (d1 (ξ), . . . , dm (ξ)). Hún er samfellt fall af ξ á [a, b], því
m
X
Bj F (·, ξ) = βjl ∂xl−1 G(b, ξ) ξ ∈]a, b[
l=1
14.6. GREEN-FÖLL FYRIR JAÐARGILDISVERKEFNI 365

og við höfum markgildi af þessari stærð ef ξ → a og ξ → b. Ef við setjum nú


Z b
(14.6.12) cj = dj (ξ)f (ξ) dξ,
a

og skilgreinum GB með formúlunni

(14.6.13) GB (x, ξ) = u1 (x)d1 (ξ) + · · · + um (x)dm (ξ) + F (x, ξ).

Þá er lausnin fundin:

Setning 14.6.4 Látum P (x, D) = am (x)Dm + · · · + a1 (x)D + a0 (x) vera aeiðuvirkja


á [a, b] með samfellda stuðla, gerum ráð fyrir að am (x) 6= 0 fyrir öll x ∈ [a, b], látum
B : C m−1 [a, b] → Cm vera jaðargildisvirkja og gerum ráð fyrir að λ = 0 sé ekki eigingildi
P (x, D) á CBm [a, b]. Þá hefur jaðargildisverkefnið

(14.6.14) P (x, D)u = f (x), Bu = 0,

ótvírætt ákvarðaða lausn sem uppfyllir


Z b
(14.6.15) u(x) = GB (x, ξ)f (ξ) dξ,
a

þar sem fallið GB hefur eftirtalda eiginleika:


(i) ∂xk GB (x, ξ) er samfellt á [a, b] × [a, b] fyrir k = 0, . . . , m − 2.
(ii)∂xm−1 GB (x, ξ) er samfellt í öllum punktum á [a, b] × [a, b] fyrir utan línuna x = ξ og
tekur stökkið 1/am (ξ) yr hana.
(iii) P (x, Dx )GB (x, ξ) = 0 ef x 6= ξ .
(iv) BGB (·, ξ) = 0 ef ξ ∈]a, b[, þ.e. GB uppfyllir óhliðruð jaðarskilyrði, sem fall af fyrri
breytistærðinni.
Skilyrðin (i)-(iv) ákvarða fallið GB ótvírætt. 

Sönnun: Í útreikningum okkar hér að framan sýndum við fram á að fallið GB sem geð
er með (14.6.13) ge okkur lausn á verkefninu (14.6.14) með formúlunni (14.6.15) og að
(iv) sé uppfyllt. Skilyrðin (i)-(iii) leiða nú beint af hjálparsetningu 14.6.3.
Til þess að sanna að GB sé ótvírætt ákvarðað, þá látum við G1B og G2B vera tvö föll sem
uppfylla (i)-(iv), setjum H = G1B − G2B og sýnum fram á að H sé núllfallið. Þá uppfyllir
H greinilega (i), (iii) og (iv). Samkvæmt (ii) er hlutaeiðan ∂xm−1 H(x, ξ) alls staðar til á
[a, b] × [a, b] fyrir utan línuna x = ξ og

∂xm−1 H(ξ+, ξ) − ∂xm−1 H(ξ−, ξ)


= ∂xm−1 G1B (ξ+, ξ) − ∂xm−1 G1B (ξ−, ξ) − ∂xm−1 G2B (ξ+, ξ) − ∂xm−1 G2B (ξ−, ξ)
 

= 1/am (ξ) − 1/am (ξ) = 0.


366 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI

Þar með er ∂xm−1 H(x, ξ) samfellt á öllu [a, b] × [a, b]. Nú segir (iii) okkur að
 
m 1 m−1
∂x H(x, ξ) = − ∂x H(x, ξ) − · · · − a1 (x)∂x H(x, ξ) − a0 (x)H(x, ξ)
am (x)

ef x 6= ξ . Í hægri hliðinni stendur fall, sem er samfellt á öllu menginu [a, b] × [a, b],
svo ∂xm H(x, ξ) er til í öllum punktum í [a, b] × [a, b] og er samfellt þar. Þar með er
P (x, Dx )H(x, ξ) = 0 og BH(·, ξ) = 0 fyrir öll ξ ∈]a, b[ og setning 2.1.6 gefur að H(x, ξ) = 0
fyrir öll x ∈ [a, b] og öll ξ ∈]a, b[. Fyrst H er samfellt, þá fáum við einnig H(x, a) =
H(x, b) = 0. 

Sýnidæmi 14.6.5 Nú skulum við líta aftur á sýnidæmi 2.7.2 og reikna út Green-fallið
með því að beita skilyrðunum (i)-(iv), sem einkenna það. Við byrjum á því að nna
tvær lausnir sem uppfylla jaðarskilyrðin í sitt hvorum endapunkti. Þær eru sin ωx og
sin ω(1 − x). Þá gefa skilyrðin (iii) og (iv)
(
C(ξ) sin ω(1 − x), 0 ≤ ξ < x ≤ 1,
GB (x, ξ) =
D(ξ) sin ωx, 0 ≤ x < ξ ≤ 1.

Skilyrðið (i) segir að GB sé samfellt, svo

C(ξ) sin ω(1 − ξ) = D(ξ) sin ωξ

og (ii) segir að ∂x GB taki stökkið −1 í punktum þar sem x = ξ og því er

−ωC(ξ) cos ω(1 − ξ) − ωD(ξ) cos ωξ = −1.

Stuðlarnir C(ξ) og D(ξ) uppfylla því jöfnuhneppið


    
sin ω(1 − ξ) − sin ωξ C(ξ) 0
= .
cos ω(1 − ξ) cos ωξ D(ξ) 1/ω

Ákveða fylkisins er sin ω(1 − ξ) cos ωξ + sin ωξ cos ω(1 − ξ) = sin ω og lausnin er því
    
C(ξ) 1 cos ωξ sin ωξ 0
= .
D(ξ) sin ω cos ω(1 − ξ) sin ω(1 − ξ) 1/ω

Svarið er því fundið



 sin ωξ sin ω(1 − x) , 0 ≤ ξ ≤ x ≤ 1,

GB (x, ξ) = ω sin ω
sin ωx sin ω(1 − ξ)
, 0 ≤ x ≤ ξ ≤ 1.


ω sin ω


Þetta dæmi er einfalt að alhæfa:


14.6. GREEN-FÖLL FYRIR JAÐARGILDISVERKEFNI 367

Setning 14.6.6 Látum P (x, D) = a2 (x)D2 + a1 (x)D + a0 (x) vera annars stigs aeiðu-
virkja, þar sem a2 (x) 6= 0 fyrir öll x ∈ [a, b], og gerum ráð fyrir að jaðarskilyrðin séu
aðskilin , þ.e.a.s.

(14.6.16) B1 u = α1 u(a) − β1 u0 (a), B2 u = α2 u(b) + β2 u0 (b),

og (α1 , β1 ) 6= (0, 0), (α2 , β2 ) 6= (0, 0). Gerum ráð fyrir að u1 og u2 myndi grunn í núllrúmi
virkjans og

(14.6.17) B1 u1 = 0, B2 u2 = 0.

Þá er Green-fallið fyrir jaðargildisverkefnið

P (x, D)u = f (x), Bu = 0,

geð með formúlunni



u1 (ξ)u2 (x)
, a ≤ ξ ≤ x ≤ b,


a 2 (ξ)W (u1 , u2 )(ξ)

(14.6.18) GB (x, ξ) =
u1 (x)u2 (ξ)
, a ≤ x ≤ ξ ≤ b,


a2 (ξ)W (u1 , u2 )(ξ)

þar sem W (u1 , u2 ) er Wronski-ákveða fallanna u1 og u2 . 

Sönnun: (iii) og (iv) gefa að


(
C(ξ)u2 (x), a ≤ ξ < x ≤ b,
GB (x, ξ) =
D(ξ)u1 (x), a ≤ x < ξ ≤ b.

Skilyrðið (i) að GB sé samfellt á línunni x = ξ gefur

C(ξ)u2 (ξ) = D(ξ)u1 (ξ).

og skilyrðið (ii) að aeiðan ∂x GB (x, ξ) taki stökkið 1/a2 (ξ) yr línuna x = ξ gefur

C(ξ)u2 0 (ξ) − D(ξ)u1 0 (ξ) = 1/a2 (ξ).

Við getum nú sett þessi tvö skilyrði upp sem jöfnuhneppi


    
u2 (ξ) −u1 (ξ) C(ξ) 0
= .
u2 0 (ξ) −u1 0 (ξ) D(ξ) 1/a2 (ξ)
Svarið verður því

−u1 0 (ξ) u1 (ξ)


    
C(ξ) 1 0
=
D(ξ) −u2 (ξ)u1 0 (ξ) + u1 (ξ)u2 0 (ξ) −u2 0 (ξ) u2 (ξ) 1/a2 (ξ)
 
1 u1 (ξ)
= .
a2 (ξ)W (u1 , u2 )(ξ) u2 (ξ)

368 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI

14.7 Eiginfallaliðun og Greenföll


Í setningu 9.2.4 sáum við að eiginfallaröð fallsins f er samleitin í jöfnum mæli á [a, b] ef
f ∈ CB2 [a, b]. Við höfum einnig andhverfuformúlu fyrir eiginfallaraðir af föllum sem eru
samfellt deildanleg á köum:

Setning 14.7.1 Ef f ∈ P C 1 [a, b], þá er



1  X
(14.7.1) f (x+) + f (x−) = cn (f )un (x), x ∈]a, b[
2 n=0

og í punktum x þar sem f er samfellt gildir



X
(14.7.2) f (x) = cn (f )un (x), x ∈]a, b[.
n=0


Með því að hliðra punktinum a í 0, þá getum við alltaf gert ráð fyrir að bilið sé [0, L].
Þá fæst

Setning 14.7.2 (Samleitnisetning Sturms). Látum f vera heildanlegt fall á bilinu


[0, L], látum cn (f ) vera Fourier-stuðla f með tilliti til eiginfallarununnar (un ) og an (f )
tákna Fourierkósínusstuðla f . Þá eru raðirnar

X ∞
X
cn (f )un (x) og an (f ) cos(nπx/L)
n=0 n=0

samleitnar í sömu punktum og í sérhverjum samleitnipunkti eru markgildi þeirra þau


sömu. 
Það er mjög ertt að sanna þessa setningu og við getum ekki fengist við það hér.
Lesandanum er bent á hina sígildu bók Ince [21].
Lítum nú aftur á jaðargildisverkefnið
(14.7.3) Lu = f (x), x ∈]a, b[, Bu = 0,
þar sem L er virki af SturmLiouvillegerð og gerum ráð fyrir að hann sé reglulegur og
samhverfur með tilliti til jaðarskilyrðanna Bu = 0. Í því tilfelli að λ = 0 er eigingildi, þá
gerum við ráð fyrir að f sé hornrétt á eiginrúmið E0 . Við athugum nú að lausnin u er
gen með formúlunni

X cn (f )
(14.7.4) u(x) = un (x)
n=0
λn

ef þessi röð er nógu hratt samleitin til þess að við megum láta virkjann L verka lið fyrir
lið í summunni. Þetta sjáum við með
∞ ∞
X cn (f ) X
(14.7.5) Lu(x) = Lun (x) = cn (f )un (x) = f (x).
n=0
λn n=0
14.8. ÆFINGARDÆMI 369

Í því tilfelli að λn = 0 fyrir eitthvert n, þá setjum við inn 0 í stað cn (f )/λn í (14.7.4). Nú
stingum við inn formúlunni fyrir stuðlana cn (f ) og skiptum á óendanlegu summunni og
heildinu
∞ Z b 
X 1
(14.7.6) u(x) = f (ξ)un (ξ)%(ξ) dξ un (x)
λ
n=0 n a
Z b X ∞ 
un (x)un (ξ)
= %(ξ) f (ξ) dξ.
a n=0
λn

Við vitum að Greenfallið fyrir randgildisverkefnið (14.7.3) er ótvírætt ákvarðað, svo við
höfum

X un (x)un (ξ)
(14.7.7) G(x, ξ) = %(ξ) .
n=0
λn

14.8 Ængardæmi
1. Umritið eftirfarandi aeiðuvirkja yr á SturmLiouvillegerð:
d2 u 1 du n2
 
(Bessel) P (x, Dx )u = − 2 − − 1− 2 u
dx x dx x
2
du du
(Chebychev ) P (x, Dx )u = −(1 − x2 ) 2 + x − n2 u
dx dx
2
du du
(Hermite ) P (x, Dx )u = − 2 + 2x − 2nu
dx dx
d2 u du
(Laguerre ) P (x, Dx )u = −x 2 − (1 − x) − nu
dx dx
2
d u du
(Legendre) P (x, Dx )u = −(1 − x2 ) 2 + 2x − n(n + 1)u
dx dx

2. Látum L vera virkja af Sturm-Liouville-gerð með p(a) = p(b). Ákvarðið skilyrði,


sem stuðlarnir α, β , γ og δ þurfa að uppfylla, til þess að L sé samhverfur með tilliti til
jaðarskilyrðanna

B1 u = αu(a) + βu0 (a) + u(b) = 0,


B2 u = γu(a) + δu0 (a) + u0 (b) = 0.

3. Látum L tákna aeiðuvirkjann


Lu = P (x, D)u = −x−2 u00 + x−3 u0 .
2 2
Sýnið að Leiβx = 4β 2 eiβx gildi um sérhverja tvinntölu β . Notið þetta til þess að nna
almenna lausn á jöfnunni Lu = λu og leysið síðan eigingildisverkefnið

Lu = λu, u(1) = u(2) = 0.


370 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI

Í hvaða innfeldi eru eiginföllin innbyrðis hornrétt?


4. ∗
Leysið eigingildisverkefnið

−u00 = λu, u0 (0) + u(0) = 0, u0 (1) − u(1) = 0.

[Það dugir að sýna fram á tilvist eigingilda með því að teikna mynd.]
5. (i) Leysið eigingildisverkefnið
(
−(1 + x)2 u00 = λu, 0 < x < 1,
u(0) = u(1) = 0.

(ii) Notið lausnina úr (i) til þess að nna lausnarformúlu fyrir jaðargildisverkefnið

2 2 2
∂t w(x, t) − (1 + x) ∂x w(x, t) = f (x, t), 0 < x < 1, t > 0,

w(x, 0) = ϕ(x), ∂t w(x, 0) = ψ(x), 0 < x < 1,

w(0, t) = w(1, t) = 0, t > 0.

6. (i) Leysið eigingildisverkefnið


 
− d (1 + x)2 du = λu, 0 < x < 1,

dx dx
 0
u (0) = u(1) = 0.

(ii) Notið lausnina úr (i) til þess að nna lausnarformúlu fyrir jaðargildisverkefnið
 
2
∂t w(x, t) − ∂x (1 + x) ∂x w(x, t) = f (x, t),
 0 < x < 1, t > 0,
w(x, 0) = ϕ(x), 0 < x < 1,

∂x w(0, t) = w(1, t) = 0, t > 0.

7. Sýnið að jaðargildisverkefnin:
(i) −u00 = λu, B1 u = u(0) − u(π) = 0, B2 u = u0 (0) + u0 (π) = 0,
(ii) −u00 = λu, B1 u = 2u(0) − u(π) = 0, B2 u = 2u0 (0) + u0 (π) = 0,
séu ekki samhverf, að allar tvinntölur séu eigingildi í (i) og að (ii) ha engin eigingildi.
8. Látum L = P (x, D) vera aeiðuvirkja af Sturm-Liouville-gerð, sem er samhverfur
með tilliti til jaðarskilyrðanna Bu = 0, þar sem B er almennur jaðargildisvirki á bilinu
[a, b]. Notið eiginfallaliðun til þess að nna lausnarformúlu fyrir eftirfarandi verkefni, ef
geð er fall w(x, t), sem uppfyllir hliðruðu jaðarskilyrðin,
∂u

 ∂t + P (x, Dx )u = 0, a < x < b, t > 0,

 u(x, 0) = 0, a < x < b,



B1 u(·, t) = g(t), B2 u(·, t) = h(t).

Hér táknar Bj u(·, t) að jaðargildisvirkinn Bj eigi að verka á u sem fall af x fyrir fast t.
14.8. ÆFINGARDÆMI 371

9. Beitið eiginfallaliðun til þess að nna lausn á jaðargildisverkefninu


∂ 2u

∂u

 − κ = 0, 0 < x < L, t > 0,
∂t ∂x2

 u(x, 0) = ϕ(x), 0 < x < L,

∂x u(0, t) = hu(L, t) + ∂x u(L, t) = 0, t > 0, h > 0.

10. Beitið eiginfallaliðun til þess að nna lausn á jaðargildisverkefninu



∂ 2u ∂ 2u
∆u = + = 0, 0 < x < L, 0 < y < L,



 ∂x2 ∂y 2

 ∂y u(x, 0) = hu(x, L) + ∂y u(x, L) = 0, 0 < x < L,

u(L, y) = 0, u(0, y) = g(y), 0 < y < L.

11. Ákvarðið Green-föllin til úrlausnar á jaðargildisverkefnunum:


(i)∗ −u00 = f (x), x ∈ [0, 1], u(0) = u0 (1) = 0.
(ii) −u00 = f (x), x ∈ [0, 1], u(0) = u0 (1) + hu(1) = 0, h > 0.
(iii) −u00 − ω 2 u = f (x), x ∈ [0, 1], u(0) = u0 (1) = 0.
(iv) −u00 + ω 2 u = f (x), x ∈ [0, 1], u(0) = u(1) = 0.
(v) −u00 + ω 2 u = f (x), x ∈ [0, 1], u(0) = u0 (1) + hu(1) = 0, h > 0.

12. Ákvarðið Green-fallið fyrir jaðargildisverkefnið


u000 = f (x), x ∈ [0, 1], u(0) = u00 (0) = u0 (1) = 0.

13. Ákvarðið Green-fallið fyrir jaðargildisverkefnið


2 2
u00 − u0 + 2 u = f (x), x ∈ [1, 2], u(1) = u(2) = 0.
x x

14. (Tvöfaldar eiginfallaraðir.) Látum P (x, Dx ) og Q(y, Dy ) vera tvo aeiðuvirkja af


Sturm-Liouville gerð og lítum á jaðargildisverkefnið
 ∂u

 + P (x, ∂x )u + Q(y, ∂y )u = 0, 0 < x < L, 0 < y < M, t > 0,
 ∂t1


B1 u(·, y, t) = B21 u(·, y, t) = 0, 0 < y < M, t > 0,



 B12 u(x, ·, t) = B22 u(x, ·, t) = 0, 0 < x < L, t > 0,

u(x, y, 0) = ϕ(x, y), 0 < x < L, 0 < y < M,

þar sem B 1 = (B11 , B21 ) og B 2 = (B12 , B22 ) eru aðskildir jaðargildisvirkjar á bilunum [0, L]
og [0, M ]. Finnið lausnarformúlu fyrir þetta verkefni með þeirri lausnartilgátu að hægt sé
að liða u í tvöfalda eiginfallaröð með stuðlum sem eru háðir t.
372 KAFLI 14. EIGINGILDISVERKEFNI
Kai 15
RAÐALAUSNIR Á
HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

15.1 Inngangur
Í þessum kaa kynnumst við ýmsum aðferðum til þess að leiða út formúlur fyrir lausnir
á hlutaeiðujöfnum með hliðarskilyrðum. Aðferðirnar eiga það sammerkt að gengið er
út frá lausnartilgátum sem segja að hægt sé að liða lausnina í eiginfallaröð með tilliti til
einnar breytistærðar með stuðlum sem eru háðir öðrum breytistærðum. Eiginfallaröðin
ákvarðast af hliðarskilyrðunum, sem oftast eru jaðarskilyrði, en gildin á stuðlum raðarinn-
ar ákvarðast af hlutaeiðujöfnunni og einhverjum hliðarskilyrðum, sem ýmist eru upphafs-
eða jaðarskilyrði.
Hugmyndin að baki þessara lausnaraðferða hefur þegar komið fram í nokkrum sýni-
dæmum í kaa 13. Í sýnidæmi 13.8.5 fjölluðum við um sveiur strengs, þar sem frávikið
frá jafnvægisstöðu u(x, t) uppfyllir bylgjujöfnuna,

∂ 2u 2
2∂ u
(15.1.1) − c = 0, 0 < x < L, t > 0.
∂t2 ∂x2
Ef strengurinn er festur niður í báðum endapunktum, þá fáum við jaðarskilyrðið

(15.1.2) u(0, t) = u(L, t) = 0, t ≥ 0.

Þetta segir okkur að eðlileg lausnartilgáta sé að hægt sé að liða u(x, t) í Fourier-sínusröð


með tilliti til x með stuðlum sem eru háðir tíma,
∞ Z L
X 2
(15.1.3) u(x, t) = un (t) sin(nπx/L), un (t) = u(x, t) sin(nπx/L) dx.
n=1
L 0

Með því að láta bylgjuvirkjann ∂t2 − c2 ∂x2 verka lið fyrir lið summunni (15.1.3) og setja
ákveðin upphafsskilyrði um stöðu og hraða strengsins við tímann t = 0, sáum við að
Fourier-stuðullinn un (t) væri lausn á ákveðnu upphafsgildisverkefni sem auðvelt var að
leysa.

373
374 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Í sýnidæmi 13.8.7 fjölluðum við um hitastig u(x, t) í stöng af lengd L, þar sem varma-
myndun á massa- og lengdareiningu er f (x, t), en u(x, t) uppfyllir þá varmaleiðnijöfnuna

∂u ∂ 2u
(15.1.4) − κ 2 = f (x, t), 0 < x < L, t > 0.
∂t ∂x
Ef gert er ráð fyrir að endar stangarinnar séu einangraðir, þá fáum við jaðarskilyrðið

(15.1.5) ∂x u(0, t) = ∂x u(L, t) = 0, t > 0.

Á því sjáum við að eðlilegt er að setja fram þá lausnartilgátu að hægt sé að liða u(x, t) í
Fourier-kósínusröð með tilliti til x

X
(15.1.6) u(x, t) = un (t) cos(nπx/L),
n=0

og gefa sér að Fourier-kósínusstuðlar fallsins f séu þekktir



X
(15.1.7) f (x, t) = fn (t) cos(nπx/L).
n=0

Með því að beita varmaleiðnivirkjanum ∂t − κ∂x2 lið fyrir lið í summunni (15.1.6), þá
fengum við að un verður að uppfylla jöfnuna un 0 (t) + κ(nπ/L)2 un (t) = fn (t) og út frá
henni ákvarðast un (t).
Við ætlum nú að útfæra þessa hugmynd í mörgum afbrigðum til þess að leiða út
lausnarformúlur fyrir ýmsar hlutaeiðujöfnur eins og bylgjujöfnuna, varmaleiðnijöfnuna
og Laplace-jöfnuna með hliðarskilyrðum.

15.2 Laplace-virkinn í rétthyrndum hnitum


Í grein 12.3 nefndum við að Dirichlet-verkefni fyrir Laplace-virkjann í plani er:
 2 2
∆u = ∂ u + ∂ u = 0, (x, y) ∈ X,
(15.2.1) ∂x2 ∂y 2
u(x, y) = ϕ(x, y), (x, y) ∈ ∂X,

þar sem X er opið svæði í R2 með jaðar ∂X og ϕ er geð fall á ∂X . Í eðlisfræðinni er þetta
verkefni mjög mikilvægt. Lausnin getur til dæmis verið hitastig í þunnri plötu, sem er í
varmajafnvægi, (∂u/∂t = 0). Fallið u getur einnig verið rafstöðumætti í þunnri leiðandi
plötu. Nú skulum við líta á tilfellið þegar X er rétthyrnd plata:

∆u = 0,
 0 < x < L, 0 < y < M,
(15.2.2) u(x, 0) = ϕ1 (x), u(x, M ) = ϕ2 (x), 0 < x < L,

u(0, y) = ψ1 (y), u(L, y) = ψ2 (y), 0 < y < M.

15.2. LAPLACE-VIRKINN Í RÉTTHYRNDUM HNITUM 375

y ...
..........
....
...
.
u = ϕ2
.....................................................................................................................................
M ...
...
...
....
... ...
... ...
... ...
... .....
u = ψ1 ...
...
...
∆u = 0 u = ψ2
...
...
...
... ...
... ....
... ...
... ...
...................................................................................................................................................................................
.
.
... .
.
u = ϕ1 L x

Mynd 13.1. Dirichlet verkefnið á ferhyrningi.

Við skiptum verkefninu í fjóra hluta


 
∆u1 = 0,
 ∆u2 = 0,

u1 (x, 0) = ϕ1 (x), u1 (x, M ) = 0, u2 (x, 0) = 0, u2 (x, M ) = ϕ2 (x),
 
u1 (0, y) = u1 (L, y) = 0, u2 (0, y) = u2 (L, y) = 0,
 
 
∆u3 = 0,
 ∆u4 = 0,

u3 (x, 0) = u3 (x, M ) = 0, u4 (x, 0) = u4 (x, M ) = 0,
 
u3 (0, y) = ψ1 (y), u3 (L, y) = 0, u4 (0, y) = 0, u4 (L, y) = ψ2 (y).
 

y ............. u1 = 0 y ............. u2 = ϕ2
. .
M .......................................................................................... M ..........................................................................................
. . . .
u1 = 0 ......... ∆u1 = 0 .......... u1 = 0 u2 = 0 ......... ∆u2 = 0 .......... u2 = 0
.. ... .. ...
........................................................................................................... ...........................................................................................................
. .
.... ....
u1 = ϕ1 L x u2 = 0 L x

y ............... u3 = 0 y ............... u4 = 0
. .
M .......................................................................................... M ..........................................................................................
. .
u3 = ψ1 ......... ∆u3 = 0 .......... u3 = 0 u4 = 0 ......... ∆u4 = 0 .......... u4 = ψ2
. .. ... . .. ...
.......................................................................................................... ..........................................................................................................
.... . .... .

u3 = 0 L x u4 = 0 L x

Mynd 13.2. Liðun á Dirichlet verkefninu í fernt.

Ef við getum sýnt fram á að lausnirnar u1 , u2 , u3 og u4 á þessum verkefnunum eru til


og leitt út formúlur fyrir þeim, þá segir samlagningarlögmálið að lausnin u á (15.2.2) sé
u(x, y) = u1 (x, y) + u2 (x, y) + u3 (x, y) + u4 (x, y).
Nú snúum við okkur að verkefnunum fjórum. Skilyrðin u1 (0, y) = u1 (L, y) = 0 segja
okkur að eðlilegt sé að ganga út frá þeirri lausnartilgátu að hægt sé að liða u1 (x, y) í
Fourier-sínusröð,

X 
u1 (x, y) = u1n (y) sin nπx/L ,
n=1
Z L
2 
u1n (y) = bn (u1 (·, y)) = u1 (x, y) sin nπx/L dx.
L 0
376 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Til þess að ákvarða stuðlana u1n (y), þá látum við Laplace-virkjann verka lið fyrir lið í
summunni og stingum inn jaðarskilyrðunum,

∞  2
∂2

X ∂ 
∆u1 (x, y) = + u 1n (y) sin nπx/L
n=1
∂x2 ∂y 2

X
− (nπ/L)2 u1n (y) + u1n 00 (y) sin nπx/L = 0,
 
=
n=1

X 
u1 (x, 0) = u1n (0) sin nπx/L
n=1
X∞

= bn (ϕ1 ) sin nπx/L = ϕ1 (x),
n=1

X 
u1 (x, M ) = u1n (M ) sin nπx/L = 0.
n=1

Út úr þessum jöfnum lesum við nú að u1n verður að vera lausn á jaðargildisverkefninu


(
u1n 00 (y) − (nπ/L)2 u1n (y) = 0, 0 < y < M,
u1n (0) = bn (ϕ1 ), u1n (M ) = 0.

Almenn lausn á þessari aeiðujöfnu er


 
u1n (y) = An cosh nπy/L + Bn sinh nπy/L ,

og jaðarskilyrðin gefa

u1n (0) = An = bn (ϕ1 ),


 
u1n (M ) = An cosh nπM/L + Bn sinh nπM/L = 0.

Þar með er

 cosh nπM/L 
u1n (y) = bn (ϕ1 ) cosh nπy/L − bn (ϕ1 )  sinh nπy/L
sinh nπM/L
   
sinh nπM/L cosh nπy/L − cosh nπM/L sinh nπy/L
= bn (ϕ1 ) 
sinh nπM/L

sinh nπ(M − y)/L
= bn (ϕ1 )  .
sinh nπM/L

Við höfum því ákvarðað fyrsta liðinn u1 í framsetningu okkar á u. Til þess að nna
u2 skiptum við einungis á y og M − y og til þess að ákvarða u3 og u4 , þá skiptum við
15.3. LAPLACE-VIRKINN Í PÓLHNITUM 377

einfaldlega á hlutverkum x og y . Útkoman verður því


∞ 
X sinh nπ(M − y)/L
(15.2.3)

u(x, y) = bn (ϕ1 )  sin nπx/L
n=1
sinh nπM/L
∞ 
X sinh nπy/L 
+ bn (ϕ2 )  sin nπx/L
n=1
sinh nπM/L
∞ 
X sinh nπ(L − x)/M 
+ bn (ψ1 )  sin nπy/M
n=1
sinh nπL/M
∞ 
X sinh nπx/M 
+ bn (ψ2 )  sin nπy/M .
n=1
sinh nπL/M
Hér er rétt að lesandinn staldri við og sannfæri sig um að föllin, sem summurnar fjórar
skilgreina séu lausnirnar á jaðargildisverkefnunum fjórum hér að ofan.
Í þessari úrlausn sáum við að það er mikilvægt að föllin x 7→ sin(nπx/L) uppfylla gefnu
jaðarskilyrðin í x = 0 og x = L og jafnframt að það er lykilatriði að þau eru eiginföll fyrri
liðarins í Laplace-virkjanum, þ.e.
d2 2
− sin(nπx/L) = nπ/L sin(nπx/L).
dx2

15.3 Laplace-virkinn í pólhnitum


Í þessari grein höldum við áfram með Dirichlet-verkefnið fyrir Laplace-virkjann, en nú
leysum við það á hringskífu
 2 2
∆u = ∂ u + ∂ u = 0, x2 + y 2 < a2 ,
(15.3.1) ∂x2 ∂y 2
u(x, y) = ϕ(x, y), x 2 + y 2 = a2 .

Hér er ϕ geð fall á jaðri hringskífunnar Da = {(x, y); x2 + y 2 < a2 }. Til þess að leysa
verkefnið skiptum við yr í pólhnit og setjum v(r, θ) = u(r cos θ, r sin θ) og ψ(θ) =
ϕ(a cos θ, a sin θ). Í viðauka D er leidd út formúla fyrir Laplace-virkjann í pólhnitum,
1 ∂2
 
1 ∂ ∂
∆= r + 2 2,
r ∂r ∂r r ∂θ
svo verkefnið (15.3.1) verður
2
  
 1 ∂ r ∂v + 1 ∂ v = 0, r < a, θ ∈ R,
(15.3.2) r ∂r ∂r r2 ∂θ2
v(a, θ) = ψ(θ), θ ∈ R.

Nú er ljóst að bæði v og ψ eru 2π -lotubundin föll af θ og því er eðlileg lausnartilgáta að


setja þau fram með Fourier-röðum með tilliti til θ
+∞
X +∞
X
inθ
v(r, θ) = vn (r)e , ψ(θ) = ψn einθ ,
n=−∞ n=−∞
378 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

þar sem vn (r) = cn (v(r, ·)) er Fourier-stuðull v , þar sem litið er á v sem fall af θ fyrir fast
r og ψn = cn (ψ). Nú látum við Laplace-virkjann verka lið fyrir lið í röðinni fyrir v og
lítum einnig á jaðarskilyrðin:

+∞  
1 X
r∂r r∂r + ∂θ vn (r)einθ
2

∆v(r, θ) = 2
r n=−∞
+∞  
1 X 0
0
= 2 r rvn (r) − n vn (r) einθ = 0,
2
r n=−∞
+∞
X +∞
X
inθ
v(a, θ) = vn (a)e = ψn einθ = ψ(θ).
n=−∞ n=−∞

Af þessum tveimur jöfnum sjáum við að stuðlafallið vn verður að vera lausn á jaðargild-
isverkefninu
 
r d r dvn − n2 v = 0,

n r < a,
(15.3.3) dr dr
vn (a) = ψn , vn (r) takmarkað ef r → 0.

Þetta er Euler-jafna, sem við fjölluðum um í grein 7.3, og því leitum við að lausn af
gerðinni vn (r) = rα og sjáum að α verður þá að uppfylla
 
d d α
r r r = α2 rα = n2 rα .
dr dr

Þetta segir okkur að α = ±n og að almenn lausn á (15.3.3) sé


(
An r|n| + Bn r−|n| , n 6= 0
vn (r) =
A0 + B0 ln r, n = 0.

Til þess að lausnin geti verið takmörkuð í r = 0, þá verðum við að útiloka liðina með
neikvæðum veldisvísi og logrann. Skilyrðið vn (a) = ψn gefur að An = ψn /a|n| . Þar með er
lausnin fundin
+∞  |n|
X r
(15.3.4) v(r, θ) = cn (ψ) einθ .
n=−∞
a

Það er auðveld æng að sannfæra sig um að þetta sé lausn á Laplace-jöfnunni með gefnum
jaðarskilyrðum. Hér er mikilvægt að taka eftir því að ástæðan fyrir því að þessi lausn-
araðferð virkar svona vel er að fallið einθ er eiginfall seinni liðarins í Laplace-virkjanum,
þ.e.
d2
− 2 einθ = n2 einθ , θ ∈ R.

15.4. VARMALEIÐNIVERKEFNI OG FOURIER-RAÐIR 379

15.4 Varmaleiðniverkefni og Fourier-raðir


Við skulum nú reikna út hitastig í jarðvegi sem fall af tíma t og dýpi x með hitastigið á
yrborði geð sem fall af tíma f (t). Það er eðlilegt að gefa sér að f sé T -lotubundið fall,
þar sem lotan T getur til dæmis verið 1 ár. Við þurfum þá að leysa jaðargildisverkefnið
∂ 2u

∂u

 − κ 2 = 0, x > 0, t ∈ R,
∂t ∂x

(15.4.1) u(0, t) = f (t), t ∈ R,


u(x, t) takmarkað ef x → +∞.

Það er eðlileg lausnartilgáta að gefa sér að u(x, t) sé T -lotubundið fall af t fyrir fast x.
Við liðum því u í Fourier-röð
+∞
X
u(x, t) = un (x)einωt , ω = 2π/T,
n=−∞

því f er af sömu gerð


+∞
X
f (t) = cn (f )einωt .
n=−∞

Til þess að ákvarða stuðlana un (x), þá stingum við röðinni fyrir u inn í varmaleiðnijöfnuna
og setjum fram jaðarskilyrðið með röðum,
+∞ 
∂ 2u ∂2

∂u X ∂
−κ 2 = − κ 2 un (x)einωt
∂t ∂x n=−∞
∂t ∂x
+∞ 
X 
00
= inωun (x) − κun (x) einωt = 0,
n=−∞
+∞
X +∞
X
inωt
u(0, t) = un (0)e = cn (f )einωt = f (t).
n=−∞ n=−∞

Þar með verður un að uppfylla


inω

00
un (x) − κ un (x) = 0,

 un (0) = cn (f ),
un (x) er takmarkað ef x → +∞.

Kennijafna aeiðujöfnunnar er
inω
λ2 −=0
κ
og núllstöðvar hennar eru λ = ±kn , þar sem
 
1 i p

 √ +√ nω/κ, n > 0,
2 2



kn = 0, n = 0,
 
1 i

 p
 √ −√ |n|ω/κ, n < 0.


2 2
380 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Lausnin er því (
An e−kn x + Bn ekn x , n 6= 0
un (x) =
A0 + B0 x, n = 0.
Til þess að lausnin haldist takmörkuð ef x → +∞, þá verður Bn = 0 að gilda fyrir öll n.
Jaðarskilyrðið un (0) = cn (f ) gefur að An = cn (f ). Við höfum því að
√ √
un (x) = cn (f )e− |n|ω/2κ x −isign(n)
e |n|ω/2κ x
,

og þar með er lausnin fundin


+∞
X √ √
(15.4.2) u(x, t) = cn (f )e− |n|ω/2κ x ei(nωt−sign(n) |n|ω/2κ x) .
n=−∞

Við sjáum að sveiuvíddin og fasahliðrunin í liðnum un (x)einωt í lausninni eru háð dýpi
og tíðninni nω .

15.5 Aðskilnaður breytistærða


Í öllum þeim sýnidæmum sem við höfum fjallað um í þessum kaa höfum við gengið út frá
lausnartilgátum sem segja að hægt sé að liða lausn á hlutaeiðujöfnu með hliðarskilyrðum
í einhvers konar röð. Annað sjónarhorn á þessar lausnaraðferðir er oft nefnt aðskilnaður
breytistærða. Við skulum nú leysa nokkur verkefni með þeirri aðferð.

Sýnidæmi 15.5.1 (Strengur; framhald). Í sýnidæmi 13.8.5 leiddum við út formúlu


fyrir sveiandi streng en frávik hans u(x, t) frá jafnvægisstöðu uppfyllir bylgjujöfnuna

∂ 2u 2
2∂ u
p
(15.5.1) − c = 0, c= T /%,
∂t2 ∂x2
þar sem T táknar spennuna í strengnum og % táknar massa á lengdareiningu. Ef við
gefum okkur að strengurinn sé festur niður í báðum endapunktum, þá fáum við náttúruleg
jaðarskilyrði

(15.5.2) u(0, t) = u(L, t) = 0.

Þegar aðskilnaði breytistærða er beitt, er byrjað á að ákvarða allar lausnir á jöfnunni af


gerðinni v(x, t) = T (t)X(x). Við stingum þessu falli inn í jöfnuna (15.5.1) og fáum

∂ 2v 2
2∂ v
2
−c 2
= T 00 (t)X(x) − c2 T (t)X 00 (x) = 0.
∂t ∂x
Með því að deila í gegnum þessa jöfnu með c2 T (t)X(x), þá sjáum við að hún jafngildir

T 00 (t) X 00 (x)
(15.5.3) = .
c2 T (t) X(x)
15.5. AÐSKILNAÐUR BREYTISTÆRÐA 381

Vinstra megin jafnaðarmerkisins stendur fall, sem er aðeins háð t, en hægra megin stendur
fall, sem er aðeins háð x. Þessi stærð hlýtur því að vera fasti. Við skulum tákna hann
með −λ. Nú segir jaðarskilyrðið (15.5.2) að X(0) = X(L) = 0 verði að gilda. Þar með
verður X að vera lausn á eigingildisverkefninu
−X 00 = λX, X(0) = X(L) = 0.
2
Við fundum lausnina á þessu verkefni í sýnidæmi 1.6.2. Eigingildin eru λ n = nπ/L og
tilsvarandi eiginföll má taka Xn (x) = sin nπx/L , n = 1, 2, 3, . . . . Víkjum nú aftur að


(15.5.3) til þess að ákvarða fallið T . Fyrir hin ólíku eigingildi þarf T að uppfylla
−T 00 = c2 λn T.
Almenn lausn þessarar jöfnu er Tn (t) = An cos nπct/L + Bn sin nπct/L . Niðurstaðan
 

er nú að allar lausnir af gerðinni T (t)X(x) á (15.5.1) með jaðarskilyrðinu (15.5.2) eru


  
Tn (t)Xn (x) = An cos nπct/L + Bn sin nπct/L sin nπx/L , n = 1, 2, . . . ,
þar sem velja má fastana An og Bn frjálst. Það er ljóst að summa endanlega margra lausna
á (15.5.1) og (15.5.2) er lausn og sama gildir um hratt samleitnar óendanlegar raðir

X   
u(x, t) = An cos nπct/L + Bn sin nπct/L sin nπx/L .
n=1

Við fáum því Fourier-sínusröð sem við fjölluðum um í kaa 8. Til þess að ákvarða stuðlana
An og Bn þarf að bæta við eiri hliðarskilyrðum. Eðlilegt er að það séu upphafsskilyrði
af gerðinni
u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x),
þar sem ϕ og ψ eru gen föll á bilinu (0, L). Ef við göngum út frá því að sínusstuðlar
fallanna ϕ og ψ séu þekktir

X ∞
X
(15.5.4) ϕ(x) = ϕn sin(nπx/L), ψ(x) = ψn sin(nπx/L),
n=1 n=1

þá gefa upphafsskilyrðin

X ∞
X
u(x, 0) = An sin(nπx/L) = ϕn sin(nπx/L) = ϕ(x),
n=1 n=1

X ∞
X
∂t u(x, 0) = Bn (nπc/L) sin(nπx/L) = ψn sin(nπx/L) = ψ(x).
n=1 n=1

Af þessum þremur jöfnum drögum við þá ályktun að


An = ϕn og Bn = ψn L/(nπc).
Lausnin u(x, t) er þá fundin
∞  
X  ψn L
(15.5.5)

u(x, t) = ϕn cos nπct/L + sin nπct/L sin(nπx/L).
n=1
nπc
Þetta er að sjálfsögðu sama lausnarformúla og við leiddum út í sýnidæmi 8.7.5.

382 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Sýnidæmi 15.5.2 (Dirichlet-verkefnið á ferhyrningi). Tökum nú aftur fyrir verkefni


númer 2 á mynd 13.2 og leysum það út frá sjónarhóli aðskilnaðar breytistærða.

2 2
∆u = ∂x u + ∂y u = 0,
 0 < x < L, 0 < y < M,
(15.5.6) u(0, y) = u(L, y) = 0, 0 < y < M,

u(x, 0) = 0, u(x, M ) = ϕ(x), 0 < x < L,

þar sem ϕ er geð fall á [0, L]. Við byrjum samkvæmt forskrift í aðskilnaði breytistærða
á því að nna allar lausnir v af gerðinni v(x, y) = X(x)Y (y) sem uppfylla jöfnuna og
óhliðruðu jaðarskilyrðin. Fyrst stingum við v inn í jöfnuna og fáum

X 00 (x)Y (y) + X(x)Y 00 (y) = 0.

Nú deilum við í gegnum þessa jöfnu með X(x)Y (y) og sjáum að

X 00 (x) Y 00 (y)
− = .
X(x) Y (y)

Fallið sem stendur vinstra megin jafnaðarmerkisins er einungis háð x, en það sem stendur
hægra megin er einungis háð y . Við höfum því

(15.5.7) −X 00 (x) = λX(x) og Y 00 (y) = λY (y),

þar sem λ er fasti. Nú lítum við á óhliðruðu jaðarskilyrðin

(15.5.8) X(0)Y (y) = X(L)Y (y) = 0, X(x)Y (0) = 0,

og sjáum að X verður að vera lausn á eigingildisverkefninu

−X 00 = λX, X(0) = X(L) = 0.

Þetta verkefni leystum


2 við í sýnidæmi 1.6.2 og komumst að þeirri niðurstöðu að eigingildin
eru λ = λn = nπ/L , n = 1, 2, 3, . . . , og tilsvarandi eiginföll

Xn (x) = Cn sin nπx/L , n = 1, 2, 3, . . . .

Nú snúum við okkur að seinni jöfnunni í (15.5.7) og leysum hana með seinna jaðarskil-
yrðinu í (15.5.8),
2
Y 00 (y) = nπ/L Y (y), Y (0) = 0.
Þessi jafna hefur greinilega lausnina

Yn (y) = Dn sinh nπy/L , n = 1, 2, 3, . . . .

Nú eru allar lausnir á (15.5.6) af gerðinni v(x, y) = X(x)Y (y) með óhliðruðu jaðarskil-
yrðunum af gerðinni
 
v(x, y) = Cn Dn sin nπx/L sinh nπy/L , n = 1, 2, 3, . . . .
15.5. AÐSKILNAÐUR BREYTISTÆRÐA 383

Hér höfum við tvo frjálsa fasta sem við margföldum saman og því er greinilegt að við
getum valið Dn = 1. Nú myndum við óendanlega línulega samatekt af þessum lausnum

X  
u(x, y) = Cn sin nπx/L sinh nπy/L .
n=1

Þetta er fall sem uppfyllir jöfnuna (15.5.6) með óhliðruðum jaðarskilyrðum. Nú er eitt
jaðarskilyrði eftir, u(x, M ) = ϕ(x). Til þess að það verði uppfyllt þurfum við að hafa

X  
u(x, M ) = Cn sin nπx/L sinh nπM/L
n=1

X 
= bn (ϕ) sin nπx/L = ϕ(x),
n=1

þar sem bn (ϕ) er Fourier-sínusstuðull fallsins ϕ,

2 L
Z

bn (ϕ) = ϕ(x) sin nπx/L dx
L 0
Með því að bera saman stuðlana í summunum tveimur, þá fáum við lausnina,
∞ 
X sinh nπy/L 
u(x, y) = bn (ϕ)  sin nπx/L .
n=1
sinh nπM/L

Athugið að þetta er önnur óendanlega summan í formúlunni (15.2.3). 

Sýnidæmi 15.5.3 (Dirichlet-verkefnið á hringskífu). Við skulum nú leysa aftur verk-


efnið sem við tókum fyrir í grein 13.3,
2
  
 1 ∂ r ∂v + 1 ∂ v = 0, r < a, θ ∈ R,
(15.5.9) r ∂r ∂r r2 ∂θ2
v(a, θ) = ψ(θ), θ ∈ R,

þar sem föllin v og ψ eru 2π -lotubundin í θ. Við beitum aðskilnaði breytistærða og leitum
fyrst að öllum lausnum af gerðinni w(r, θ) = R(r)Θ(θ). Ef við stingum þessu falli inn í
aeiðujöfnuna, þá fáum við að

r rR0 (r) 0 Θ(θ) + R(r)Θ00 (θ) = 0.




Nú deilum við í gegnum jöfnuna með R(r)Θ(θ) og fáum þá jafngilda jöfnu

r rR0 (r) 0 /R(r) = −Θ00 (θ)/Θ(θ).




Vinstri hlið þessarar jöfnu er aðeins háð r en hægri hliðin er aðeins háð θ. Þar með sjáum
við að þessi föll eru jöfn sama fastanum λ. Við getum þá skrifað jöfnurnar upp aftur
 
d dR
(15.5.10) 00
−Θ (θ) = λΘ(θ), r r (r) = λR(r).
dr dr
384 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Almenn lausn á fyrri jöfnunni er


(
Aeiβθ + Be−iβθ , λ = β 2 6= 0,
Θ(θ) =
A0 + B0 θ, λ = 0.

Fallið Θ á að vera 2π -lotubundið og því fáum við að einu gildin sem λ getur tekið eru
λ = λn = n2 , n = 0, 1, 2, . . . , og B0 = 0. Þar með er
(
An einθ + Bn e−inθ , n = 1, 2, 3, . . . ,
Θ(θ) =
A0 , λ = 0.

Nú ráðumst við á seinni jöfnuna í (15.5.10) með λ = n2 . Þetta er Euler-jafna, sem við
fjölluðum um í grein 2.3. Með því að leita að lausn af gerðinni R(r) = rα sjáum við að
α = ±n. Almenn lausn á seinni jöfnunni í (15.5.10) með λ = n2 er því
(
Cn rn + Dn r−n , n = 1, 2, 3, . . . ,
R(r) =
C0 + D0 ln r, n = 0.

Við erum að leysa (15.5.9) og jafnan á að gilda í r = 0. Því verður hún að vera takmörkuð
og við ályktum að Dn = 0, n = 0, 1, 2, . . . . Þar með er
(
Cn rn , n = 1, 2, 3, . . . ,
R(r) =
C0 , n = 0.

Við erum nú búin að ákvarða allar lausnir á (15.5.9) af gerðinni w(r, θ) = R(r)Θ(θ) og
þær eru
w(r, θ) = Cn rn An einθ + Bn e−inθ ,

n = 0, 1, 2, . . . ,
þar sem An , Bn og Cn eru frjálsir fastar. Það er greinilegt að við megum alltaf velja
Cn = 1. Nú er jafnan (15.5.9) línuleg og óhliðruð, svo línuleg samantekt af lausnum er
lausn og sama gildir um hratt samleitnar óendanlegar summur. Ef við tökum lausnirnar
saman, þá er greinilegt að við getum skrifað óendanlegar línulegar samantektir sem
+∞
X
v(r, θ) = An r|n| einθ ,
−∞

þar sem við höfum sett An = B−n ef n < 0. Hér er Fourier-röðin komin. Við eigum eftir
að notfæra okkur jaðarskilyrðið í r = a, en það segir
+∞
X +∞
X
|n| inθ
v(a, θ) = An a e = cn (ψ)a|n| einθ = ψ(θ).
−∞ −∞

Með samanburði á stuðlum fáum við nú að An = cn (ψ)/a|n| og við endum á sömu lausn-
arformúlu og áður
+∞  |n|
X r
v(r, θ) = cn (ψ) einθ .
−∞
a

15.6. TVÖFALDAR FOURIER-RAÐIR 385

15.6 Tvöfaldar Fourier-raðir


Látum ϕ : D → C vera samfellt deildanlegt á D = {(x, y); 0 < x < L, 0 < y < M } og
samfellt á lokuninni D. Ef ϕ er jafnt 0 á jaðrinum ∂D, þá getum við liðað ϕ í Fourier-
sínusröð með tilliti til y

X 
ϕ(x, y) = ϕm (x) sin mπy/M ,
m=1

þar sem ϕm er m-ti Fourierstuðull fallsins y 7→ ϕ(x, y),


Z M
2 
ϕm (x) = ϕ(x, y) sin mπy/M dy.
M 0
Nú er fallið ϕm samfellt deildanlegt og tekur gildið 0 í x = 0 og x = L, svo við getum
liðað það í Fourier-sínusröð. Ef við látum bn,m tákna n-ta Fourier-sínusstuðul fallsins ϕm ,
Z LZ M
4
(15.6.1)
 
bn,m (ϕ) = ϕ(x, y) sin nπx/L sin mπy/M dxdy,
LM 0 0
þá fáum við framsetningu á ϕ með tvöfaldri Fourier-röð,
∞ X
X ∞
(15.6.2)
 
ϕ(x, y) = bn,m (ϕ) sin nπx/L sin mπy/M .
n=1 m=1

Sýnidæmi 15.6.1 (Poisson-jafnan á ferhyrningi). Leysum nú Poisson-jöfnuna á rétt-


hyrningi með óhliðruðum jaðarskilyrðum

∆u = f (x, y),
 0 < x < L, 0 < y < M,
u(0, y) = u(L, y) = 0, 0 < y < M,

u(x, 0) = u(x, M ) = 0, 0 < x < L.

Vegna jaðarskilyrðanna göngum við út frá liðun á lausninni í tvöfalda Fourier-sínusröð,


∞ X
X ∞
(15.6.3)
 
u(x, y) = un,m sin nπx/L sin mπy/M .
m=1 n=1

Við gefum okkur einnig að við þekkjum Fourier-stuðla fallsins f ,


∞ X
X ∞
(15.6.4)
 
f (x, y) = fn,m sin nπx/L sin mπy/M .
m=1 n=1

Nú látum við Laplace-virkjann verka lið fyrir lið í summunni (15.6.3)


∞ X ∞  2
∂ u ∂ 2u
X 
 
∆u = un,m 2
+ 2 sin nπx/L sin mπy/M
m=1 n=1
∂x ∂y
∞ X
X ∞
un,m − n2 π 2 /L2 − m2 π 2 /M 2 sin nπx/L sin mπy/M
  
=
m=1 n=1
X∞ X ∞
 
= fn,m sin nπx/L sin mπy/M = f (x, y).
m=1 n=1
386 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Með því að bera saman stuðlana í þessum tveimur röðum, þá fáum við lausnarformúluna
∞ ∞
−1 X X fn,m
(15.6.5)
 
u(x, y) = 2 sin nπx/L sin mπy/M .
π m=1 n=1 n2 /L2 + m2 /M 2

Ef við breytum jaðarskilyrðinu þannig að ∂ϕ/∂n = 0 á öllum jaðrinum nema í horn-


punktunum, þá er hægt með nákvæmlega sömu röksemdafærslu og hér að framan að liða
ϕ í tvöfalda Fourier-kósínusröð,
∞ X
X ∞
(15.6.6)
 
ϕ(x, y) = an,m (ϕ) cos nπx/L cos mπy/M ,
n=0 m=0

þar sem
Z L Z M
αn,m
(15.6.7)
 
an,m (ϕ) = ϕ(x, y) cos nπx/L cos mπy/M dxdy.
LM 0 0

og α0,0 = 1, α0,m = αn,0 = 2, αn,m = 4, n, m = 1, 2, 3, . . . .

Sýnidæmi 15.6.2 (Varmaleiðni í plötu). Við skulum nú leysa varmaleiðnijöfnuna á


ferhyrningi með Neumann-skilyrði á jaðrinum, en þau segja að jaðarinn sé einangraður,
  2 2

∂u ∂ u ∂ u

 −κ + = 0, 0 < x < L, 0 < y < M, t > 0,
 ∂t ∂x2 ∂y 2



∂x u(0, y, t) = ∂x u(L, y, t) = 0, 0 < y < M, t > 0,
∂y u(x, 0, t) = ∂y u(x, M, t) = 0, 0 < x < L, t > 0,





u(x, y, 0) = ϕ(x, y), 0 < x < L, 0 < y < M,

þar sem ϕ er geð fall á D = {(x, y); 0 < x < L, 0 < y < M }. Við úrlausn á þessu verkefni
göngum við út frá liðun á fallinu u í Fourier-kósínusröð með stuðlum sem eru háðir tíma,
∞ X
X ∞
(15.6.8)
 
u(x, y, t) = un,m (t) cos nπx/L cos mπy/M ,
n=0 m=0

og setjum upphafsskilyrðin einnig fram með sams konar Fourier-röð. Til einföldun-
ar skulum við skrifa vn,m (x, y) = cos nπx/L cos mπy/M . Við sjáum nú strax að


un,m (0) = an,m (ϕ). Við látum varmaleiðnivirkjann verka lið fyrir lið í röðinni fyrir u og
fáum þá
∞ X
X ∞
∂t − κ∂x2 − κ∂y2 un,m (t)vn,m (x, y)
 
∂t − κ∆ u =
n=0 m=0
∞ X
X ∞
un,m 0 (t) + κ(n2 π 2 /L2 + m2 π 2 /M 2 ) un,m (t)vn,m (x, y) = 0.

=
n=0 m=0
15.6. TVÖFALDAR FOURIER-RAÐIR 387

Fourier-stuðlar fallsins u verða því að uppfylla


un,m 0 (t) + κ(n2 π 2 /L2 + m2 π 2 /M 2 )un,m (t) = 0, og un,m (0) = an,m (ϕ).
Lausnin verður því
∞ X

2 (n2 /L2 +m2 /M 2 )t
X
(15.6.9) an,m (ϕ)e−κπ
 
u(x, y, t) = cos nπx/L cos mπy/M .
n=0 m=0


Sýnidæmi 15.6.3 (Rétthyrnd tromma). Nú hugsum við okkur að himna sé strekkt
á rétthyrndan ramma D = {(x, y); 0 < x < L, 0 < y < M } og að hún sveiist þar. Í
sýnidæmi 12.2.2 sáum við að færsla efnispunkts (x, y) frá jafnvægisstöðu u(x, y, t) uppfyllir
tvívíðu bylgjujöfnuna. Ef staða og hraði trommunnar er genn við tímann t = 0, þá er u
lausn verkefnisins
 2  2
∂ 2u

∂ u 2 ∂ u


2
−c + = 0, 0 < x < L, 0 < y < M, t > 0,
 ∂t ∂x2 ∂y 2



u(0, y, t) = u(L, y, t) = 0, 0 < y < M, t > 0,
u(x, 0, t) = u(x, M, t) = 0, 0 < x < L, t > 0,





u(x, y, 0) = ϕ(x, y), ∂t u(x, y, 0) = ψ(x, y), 0 < x < L, 0 < y < M.

Við liðum lausnina í tvöfalda Fourier-röð


∞ X
X ∞
(15.6.10)
 
u(x, y, t) = un,m (t) sin nπx/L sin mπy/M .
n=1 m=1

Við látum bylgjuvirkjann verka lið fyrir lið í summunni og sjáum þá að un,m verður að
uppfylla annars stigs jöfnuna
un,m 00 (t) + c2 π 2 (n2 /L2 + m2 /M 2 )un,m = 0,
en almenn lausn hennar er
p  p 
un,m (t) = An,m cos n2 /L2 + m2 /M 2 πct + Bn,m sin n2 /L2 + m2 /M 2 πct .
Út frá upphafsskilyrðunum sjáum við síðan að
bn,m (ψ)
An,m = bn,m (ϕ) og Bn,m = p .
n2 /L2 + m2 /M 2 πc
Leylegar tíðnir í sveiunni eru því
p
{ 21 n2 /L2 + m2 /M 2 c; n, m = 1, 2, 3, . . . }.

Lægsta tíðnin 21 1/L2 + 1/M 2 c nefnist grunntíðni og hinar tíðnirnar nefnast yrtíðnir.
p

Greinilegt er að yrtíðnirnar eru ekki heiltölumargfeldi af grunntíðninni eins og við sáum


í hliðstæðu verkefni fyrir sveiandi streng. Þetta fyrirbæri er einnig eiginleiki hringlaga
tromma, en það er miklu erðara að sýna fram á það. Þetta er skýringin á því hvers vegna
trommur gefa ekki frá sér hreinan tón eins og strengir. 
388 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

15.7 Eiginfallaraðir
Gerum ráð fyrir að P (x, Dx ) sé venjulegur aeiðuvirki af Sturm-Liouville-gerð á bilinu
[a, b],
   
1 d dv
(15.7.1) P (x, Dx )v = − p(x) + q(x)v , x ∈ [a, b],
%(x) dx dx

að B = (B1 , B2 ) sé almennur jaðargildisvirki á [a, b],

Bj v = αj1 v(a) + αj2 v 0 (a) + βj1 v(b) + βj2 v 0 (b), j = 1, 2,

að P (x, Dx ) sé samhverfur með tilliti til jaðarskilyrðanna Bv = 0 og að P (x, Dx ) sé


reglulegur virki, samkvæmt skilgreiningum okkar í kaa 9. Þá segir setning 9.2.4 okkur
að eigingildisverkefnið
P (x, Dx )v = λv, Bv = 0,
ha óendanlega runu af eigingildum

λ0 < λ1 < λ2 · · · → +∞

og tilsvarandi runu af raungildum eiginföllum

u0 , u1 , u2 , . . . .

Eiginföllin eru innbyrðis hornrétt í þeim skilningi að


Z b
huj , uk i = uj (x)uk (x)%(x) dx = 0, j 6= k.
a

Ef v er tvisvar samfellt deildanlegt og uppfyllir óhliðruðu jaðarskilyrðin Bv = 0, þá er



X
v(x) = cn un (x),
n=0

þar sem Fourier-stuðlar v með tilliti til eiginfallanna eru


Z b Z b
cn = v(x)un (x)%(x) dx un (x)2 %(x) dx.
a a

Oft er hægt að leysa hlutaeiðujöfnur með jaðarskilyrðum með því að gefa sér liðun á
lausninni í eiginfallaröð með tilliti til einnar breytistærðar með stuðlum sem eru háðir
hinum.

Sýnidæmi 15.7.1 (Varmaleiðni). Við skulum nú líta á alhæft varmaleiðniverkefni


∂u


 + P (x, ∂x )u = f (x, t), x ∈]a, b[, t > 0,
 ∂t
(15.7.2) u(x, 0) = ϕ(x), x ∈]a, b[,


B1 u(·, t) = B2 u(·, t) = 0, t > 0.

15.7. EIGINFALLARAÐIR 389

Hér er u fall af tveimur breytistærðum (x, t) og Bj u(·, t) táknar að jaðargildisvirkinn


Bj verki með tilliti til fyrri breytistærðarinnar x. Við ákvörðum lausnina u með þeirri
lausnartilgátu að hægt sé að liða hana í eiginfallaröð

X
(15.7.3) u(x, t) = cn (t)un (x),
n=0

þar sem Fourier-stuðlarnir með tilliti til eiginfallanna eru tímaháðir og gefnir með formúl-
unni
Z b Z b
(15.7.4) cn (t) = u(x, t)un (x)%(x) dx un (x)2 %(x) dx.
a a

Fyrst öll eiginföllin uppfylla jaðarskilyrðin, þá er augljóst að fallið u uppfyllir þau einnig,
því við megum láta jaðargildisvirkjana verka lið fyrir lið í summunni fyrir u. Nú hugsum
við okkur einnig að föllin f og ϕ séu sett fram með eiginfallaröðum

X ∞
X
(15.7.5) f (x, t) = fn (t)un (x), ϕ(x) = ϕn un (x).
n=0 n=0

Ef við látum síðan hlutaeiðuvirkjann verka lið fyrir lið í eiginfallaröð u, notum upphafs-
skilyrðin og jöfnuna P (x, Dx )un = λn un , þá fáum við
∞  
∂u X ∂
(15.7.6) (x, t) + P (x, ∂x )u(x, t) = + P (x, ∂x ) cn (t)un (x)
∂t n=0
∂t
X∞  
0
= cn (t)un (x) + cn (t)P (x, Dx )un (x)
n=0
∞ 
X 
0
= cn (t) + λn cn (t) un (x)
n=0
X∞
= fn (t)un (x) = f (x, t),
n=0
X∞ ∞
X
u(x, 0) = cn (0)un (x) = ϕn un (x) = ϕ(x).
n=0 n=0

Með því að bera saman stuðlana í jöfnunum, þá fáum við upphafsgildisverkefni fyrir cn (t),
(
cn 0 (t) + λn cn (t) = fn (t),
cn (0) = ϕn .

Þetta er fyrsta stigs jafna með fastastuðla, svo


Z t
(15.7.7) cn (t) = ϕn e −λn t
+e −λn t
eλn τ fn (τ ) dτ.
0


390 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Sýnidæmi 15.7.2 (Bylgjujafna). Nú skulum við líta á hliðstætt dæmi fyrir alhæfða
bylgjujöfnu
 2
∂ u
 2 + P (x, ∂x )u = f (x, t),

 x ∈]a, b[, t > 0,
∂t
(15.7.8) u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x), x ∈]a, b[,


B1 u(·, t) = B2 u(·, t) = 0, t > 0.

Við hugsum okkur nákvæmlega sams konar framsetningu á u, f og ϕ og í sýnidæmi 15.7.1


og bætum við liðun á ψ ,
X∞
ψ(x) = ψn un (x).
n=0

Við látum hlutaeiðuvirkjann verka lið fyrir lið í eiginfallasummunni


∞  2
∂ 2u

X ∂
(15.7.9) (x, t) + P (x, ∂x )u(x, t) = + P (x, ∂x ) cn (t)un (x)
∂t2 n=0
∂t2
X∞  
00
= cn (t)un (x) + cn (t)P (x, Dx )un (x)
n=0
∞ 
X 
00
= cn (t) + λn cn (t) un (x)
n=0

X
= fn (t)un (x) = f (x, t),
n=0
X∞ ∞
X
u(x, 0) = cn (0)un (x) = ϕn un (x) = ϕ(x),
n=0 n=0
X∞ X∞
∂t u(x, 0) = cn 0 (0)un (x) = ψn un (x) = ψ(x).
n=0 n=0

Eftir stuðlasamanburð fáum við að cn (t) verður að uppfylla


(
cn 00 (t) + λn cn (t) = fn (t),
cn (0) = ϕn , cn 0 (0) = ψn .

Nú er lausnarformúlan fyrir cn háð því hvert formerkið er á eigingildinu λn :


(i) λn > 0, λn = βn2 , βn > 0. Hér mynda cos βn t og sin βn t lausnagrunn fyrir óhliðruðu
jöfnuna og Green-fall virkjans er sin(βn (t − τ ))/βn . Þar með er
Z t
ψn sin(βn (t − τ ))
cn (t) = ϕn cos(βn t) + sin(βn t) + fn (τ ) dτ.
βn 0 βn

(ii) λn = 0. Í þessu tilfelli mynda 1 og t lausnagrunn fyrir óhliðruðu jöfnuna og Green-fallið


er t − τ . Þar með er Z t
cn (t) = ϕn + ψn t + (t − τ )fn (τ ) dτ.
0
15.7. EIGINFALLARAÐIR 391

(iii) λn < 0, λn = −γn2 , γn > 0. Hér fáum við lausnagrunninn cosh(γn t) og sinh(γn t) og
Green-fallið sinh(γn (t − τ ))/γn . Lausnin er því
Z t
ψn sinh(γn (t − τ ))
cn (t) = ϕn cosh(γn t) + sinh(γn t) + fn (τ ) dτ.
γn 0 γn


Sýnidæmi 15.7.3 (Laplace-jafna). Með eiginfallaliðun er oft hægt að leysa Laplace-


og Poisson-jöfnurnar með almennum jaðarskilyrðum á ferhyrningi. Við tökum eitt dæmi
til þess að útskýra þetta,

∆u = 0,
 a < x < b, 0 < y < L,
B1 u(·, y) = B2 u(·, y) = 0, 0 < y < L,

u(x, 0) = 0, u(x, L) = ϕ(x), a < x < b,

þar sem B1 og B2 eru almennir jaðargildisvirkjar á [a, b] og ϕ er geð fall á [a, b]. Við gefum
okkur nú sömu forsendur og rithátt og í sýnidæmum 15.7.1 og 15.7.2 með P (x, Dx ) = −Dx2
og göngum út frá þeirri lausnartilgátu að hægt sé að liða lausnina u(x, y) í eiginfallaröð

X
(15.7.10) u(x, y) = cn (y)un (x).
n=0

Þá er greinilegt að jaðarskilyrðin B1 u(·, y) = B2 u(·, y) = 0 eru uppfylllt. Ef við látum nú


−∆ verka lið fyrir lið í summunni og setjum inn hin jaðarskilyrðin, þá fáum við
∞ 
∂2 ∂2
X 
−∆u(x, y) = − 2 − 2 cn (y)un (x)
n=0
∂x ∂y

X
− cn (y)un 00 (x) − cn 00 (y)un (x)

=
n=0

X
λn cn (y) − cn 00 (y) un (x) = 0,

=
n=0

X
u(x, 0) = cn (0)un (x) = 0,
n=0
X∞ ∞
X
u(x, L) = cn (L)un (x) = ϕn un (x) = ϕ(x).
n=0 n=0

Út úr þessum jöfnum lesum við að stuðlarnir þurfa að uppfylla

cn 00 (y) = λn cn (y), cn (0) = 0, cn (L) = ϕn .

Ef öll eigingildin eru jákvæð og við skrifum λn = βn2 , þá er cn geð með formúlunni
sinh(βn y)
cn (y) = ϕn
sinh(βn L)
392 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

og lausnarformúlan verður

X sinh(βn y)
u(x, y) = ϕn un (x) .
n=0
sinh(βn L)

Látum P (x, Dx ), x ∈ [a, b], og Q(y, Dy ), y ∈ [c, d], vera tvo aeiðuvirkja af Sturm-
Liouville gerð og B 1 = (B11 , B21 ) og B 2 = (B12 , B22 ) vera almenna jaðargildisvirkja á bilun-
um [a, b] og [c, d]. Gerum ráð fyrir að virkjarnir séu reglulegir og samhverr með tilliti til
jaðarskilyrðanna. Lítum síðan á eigingildisverkefnin

P (x, Dx )u = λu, x ∈ [a, b], B11 u = B21 u = 0,


Q(y, Dy )v = µv, y ∈ [c, d], B12 v = B22 v = 0.

Við táknum eigingildin og eiginföllin úr þeim með (λn , un ) og (µn , vn ) og gerum ráð fyrir
að þeir myndi einingarréttan grunn með tilliti til innfeldanna sem virkjarnir skilgreina og
lýst er í kaa 9. Táknum vægisföllin í þessum innfeldum með % og σ . Látum nú ϕ vera
tvisvar samfellt deildanlegt á rétthyrningnum D = {(x, y); a < x < b, c < y < d}, samfellt
deildanlegt á lokuninni D og gerum ráð fyrir að ϕ uppfylli jaðarskilyrðin

B11 ϕ(·, y) = B21 ϕ(·, y) = 0, y ∈ [c, d],


B12 ϕ(x, ·) = B22 ϕ(x, ·) = 0, x ∈ [a, b].

Þá gefur setning 9.2.4 og sama röksemdafærsla og við beittum á tvöföldu Fourier- raðirnar
að hægt er að liða ϕ í tvöfalda eiginfallröð
∞ X
X ∞
ϕ(x, y) = cn,m (ϕ)un (x)vm (y),
n=1 m=1

þar sem stuðlarnir eru gefnir með formúlunni


Z bZ d
cn,m (ϕ) = ϕ(x, y)un (x)vm (y)%(x)σ(y) dxdy.
a c

Sýnidæmi 15.7.4 (Varmaleiðni). Lítum nú á verkefnið


 ∂u

 + P (x, ∂x )u + Q(y, ∂y )u = 0, a < x < b, c < y < d, t > 0,
 ∂t1


B1 u(·, y, t) = B21 u(·, y, t) = 0, c < y < d, t > 0,



 B12 u(x, ·, t) = B22 u(x, ·, t) = 0, a < x < b, t > 0,

u(x, y, 0) = ϕ(x, y), a < x < b, c < y < d,

þar sem forsendurnar eru þær sömu og lýst er hér að framan. Við nnum lausnarformúlu
fyrir þetta verkefni með því að liða u í tvöfalda eiginfallaröð með stuðlum wn,m sem
eru háðir tíma. Með því að láta virkjann verka lið fyrir lið í eiginfallaröðinni, þá fáum
15.8. ÆFINGARDÆMI 393

við að wn,m verður að uppfylla wn,m 0 (t) + (λn + µm )wn,m (t) = 0 með upphafsskilyrðinu
wn,m (t) = cn,m (ϕ). Svarið verður því
∞ X
X ∞
u(x, y, t) = cn,m (ϕ)e−(λn +µm )t un (x)vn (y).
n=1 m=1

15.8 Ængardæmi
1. Leysið hliðruðu bylgjujöfnuna með óhliðruðum hliðarskilyrðum,
∂t2 u − c2 ∂x2 u = f (x, t), u(0, t) = u(L, t) = 0, u(x, 0) = ∂t u(x, 0) = 0,

0 < x < L, t > 0, með því að liða fallið f í Fourier-sínusröð með tilliti til x og ganga út
frá sams konar liðun á lausninni u. [Leiðbeining: Skoðið sýnidæmi 8.7.5 og 8.7.7.]
2. Leysið bylgjujöfnuna með hliðruðum jaðarskilyrðum og óhliðruðum upphafsskilyrðum
∂t2 u − c2 ∂x2 u = 0, u(0, t) = g(t), u(L, t) = h(t), u(x, 0) = ∂t u(x, 0) = 0,

0 < x < L, t > 0, þar sem föllin g og h eru tvisvar samfellt deildanleg á R+ . Gangið
út frá því að geð sé fall w(x, t), sem uppfyllir jaðarskilyrðin, þ.e. w(0, t) = g(t) og
w(L, t) = h(t). Skrið u(x, t) = w(x, t) + v(x, t) og sýnið fram á að þá uppfylli v hliðraða
bylgjujöfnu með hliðruðum upphafsskilyrðum, en óhliðruðum jaðarskilyrðum. Notið síðan
niðurstöðuna úr dæmi 1 og sýnidæmi 8.7.5 til þess að skrifa upp lausnarformúlu fyrir u.
3. (i) Skrið upp lausnarformúluna í síðasta dæmi í því sértilfelli að w(x, t) = g(t)(L −
x)/L + h(t)x/L. Reiknið út Fourier-sínusraðir fallanna x 7→ x/L og x 7→ (L − x)/L.
(ii) Skoðið sértilfellið þegar föllin g og h eru fastar.
4. Leysið dæmi 2 í því sértilfelli að g(t) = 0 og h(t) = sin(ωt). Fyrir hvaða gildi á ω
fæst herma í sveiunni?
5. Leysið verkefnið í dæmi 1 í því sértilfelli að f er einungis háð x en ekki t með
eftirfarandi aðferð: Finnið fyrst lausnina w sem uppfyllir −c2 w00 (x) = f (x), w(0) = 0 og
w(L) = 0. Skrið u(x, t) = w(x) + v(x, t) og sýnið að v sé þá lausn á verkefni, sem leyst
var í sýnidæmi 8.7.5. Notið þá lausnarformúlu til þess að ákvarða u.
6. Ákvarðið lausnarformúlu fyrir varmaleiðniverkefni með hliðruðum jaðarskilyrðum
∂t u − κ∂x2 u = 0, ∂x u(0, t) = g(t), ∂x u(L, t) = h(t), u(x, 0) = 0,

0 < x < L, t > 0, þar sem föllin g og h eru samfellt deildanleg á R+ . Gangið út frá því
að geð sé fallið w(x, t) sem uppfylli jaðarskilyrðin ∂x w(0, t) = g(t) og ∂x w(L, t) = h(t).
Skrið u(x, t) = w(x, t) + v(x, t) og sýnið fram á að v uppfylli hliðraða varmaleiðnijöfnu
394 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

með hliðruðum upphafsgildum en óhliðruðum jaðargildum. Notið niðurstöðuna úr sýni-


dæmi 8.7.7 til þess að skrifa upp lausnarformúlu fyrir u.
7. (i) Skrið upp lausnarformúluna í síðasta dæmi í því sértilfelli að w(x, t) = g(t)x(L −
x)2 /L2 − h(t)(L − x)x2 /L2 . Reiknið út Fourier-kósínusraðir fallanna x 7→ x(L − x)2 /L2
og x 7→ (L − x)x2 /L2 .
(ii) Skoðið sértilfellið þegar föllin g og h eru fastar.
8. Liðið fallið ϕ sem skilgreint er með ϕ(x) = 2x, ef 0 ≤ x ≤ 1/2, og ϕ(x) = 2 − 2x, ef

1/2 ≤ x ≤ 1, í sínusröð og notið röðina til þess að nna lausn á verkefninu

∂t2 u + 2∂t u − ∂x2 u = 0, u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = 0, u(0, t) = u(1, t) = 0,

þar sem 0 < x < 1, t > 0.


9. Leysið jaðargildisverkefnið
∂x2 u + ∂y2 u = 0, u(0, y) = u(L, y) = 0, u(x, 0) = 0, u(x, M ) = x(L − x),

þar sem 0 < x < L, 0 < y < M , L > 0 og M > 0.


10. Notið Fourier-raðir til þess að leysa verkefnið
∂x2 u + ∂y2 u + u = 0, u(0, y) = 0, u(π, y) = y(π − y), u(x, 0) = 0, u(x, π) = 0,

þar sem 0 < x < π og 0 < y < π .


11. Leysið jaðargildisverkefnið
∆u = 0, u(0, y) = u(L, y) = 0, lim u(x, y) = 0, u(x, 0) = ϕ(x),
y→+∞

þar sem 0 < x < L, y > 0 og ϕ er geð fall á [0, L].


12. Leysið Dirichlet-verkefnið í hringkraga með því að skipta yr í pólhnit og setja
lausnina fram með Fourier-röð:

∆u = 0,
 0 < a2 < x2 + y 2 < b2 ,
u(x, y) = ϕ(x, y), x2 + y 2 = a2 ,

u(x, y) = ψ(x, y), x2 + y 2 = b2 .

13. Leysið Dirichlet-verkefnið utanvert við hring og setjið lausnina fram með Fourier-röð:

∆u = 0,
 x2 + y 2 > a2 > 0,
u(x, y) = ϕ(x, y), x 2 + y 2 = a2 ,
u(x, y) takmarkað í ∞.

14. Finnið lausnina á Robin-verkefninu


∂u
∆u = 0, á Da , + αu = h, á ∂Da ,
∂n
15.8. ÆFINGARDÆMI 395

þar sem Da = {(x, y); x2 + y 2 < a2 }, α er fasti og h er geð samfellt fall á jaðri skífunnar.
15. Ákvarðið lausn á jaðargildisverkefninu

1 ∂ 2u
 
1 ∂ ∂u
∆u = r + = 0, 1 < r < 2, 0 < θ < π/4,


r2 ∂θ2

 r ∂r ∂r

 u(1, θ) = 0, u(2, θ) = θ(π/4 − θ), 0 ≤ θ ≤ π/4,

u(r, 0) = u(r, π/4) = 0, 1 ≤ r ≤ 2,

með því að ganga út frá þeirri lausnartilgátu að hægt sé að setja lausnina fram með
Fourier-sínusröð í θ með stuðlum sem eru háðir r.
16. Látum fallið f vera geð með formúlunni
f (t) = 21 (T0 + T1 ) + 12 (T1 − T0 ) cos ωt ,

t ∈ R,

þar sem ω = 2π/T , T1 > T0 . Reiknið út lausnina u(x, t) á (15.4.1) í þessu tilfelli.
17. Látum f vera geð með formúlunni í síðasta dæmi og gefum okkur gildin T = 1ár ≈
3 · 107 s, κ = 106 fyrir klöpp og κ = 1.5 · 106 fyrir sand, T1 = 11◦ C , T0 = −1◦ C . Teiknið
upp lausnina u(x, t) á verkefninu (15.4.1) yr eina lotu með tilliti til tíma fyrir nokkur
gildi á x. Fyrir hvaða gildi á x er fasahliðrunin 21 ár? Fyrir hvaða gildi á x er árssveian í
hitastiginu orðin 1% af árssveiunni á yrborðinu?
18. Beitið aðskilnaði breytistærða til þess að ákvarða sveiur strengs, þar sem tekið er
tillit til núnings,

∂t2 u − c2 ∂x2 u + a∂t u = 0, u(0, t) = u(L, t) = 0, u(x, 0) = ϕ(x),

0 < x < L og t > 0.


19. Beitið aðskilnaði breytistærða til þess að ákvarða sveiur strengs, þar sem tekið er
tillit til fjöðrunar,

∂t2 u − c2 ∂x2 u + ku = 0, u(0, t) = u(L, t) = 0, u(x, 0) = ϕ(x),

0 < x < L og t > 0.


20. Beitið aðskilnaði breytistærða til þess að leysa bitajöfnuna með einfaldlega undir-
studdum endum, en það er verkefnið

∂t2 u + a4 ∂x4 u = 0, u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x),


u(0, t) = ∂x2 u(0, t) = u(L, t) = ∂x2 u(L, t) = 0,

þar sem 0 < x < L, t > 0 og a = 4 EI/%A og stærðirnar eru skilgreindar í sýnidæmi
p

12.2.2. Hver er grunntíðni sveiunnar?


21. Leysið bitajöfnuna í dæmi 3, en gerið ráð fyrir því að bitinn sé einfaldlega undir-
studdur í punktinum x = 0 en innspenntur í x = L. Það þýðir að jaðarskilyrðin breytast
í
u(0, t) = ∂x2 u(0, t) = u(L, t) = ∂x u(L, t) = 0.
396 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Athugið að hér fæst eigingildisverkefni þar sem aeiðujafnan er af stigi 4. Geð ykkur að
eiginföllin myndi grunn þannig að hægt sé að liða sérhvert fall, sem er samfellt deildanlegt
á köum og samfellt, í eiginfallaröð.
22. Leysið bitajöfnuna í dæmi 3, en gerið ráð fyrir því að bitinn sé einfaldlega und-
irstuddur í punktinum x = 0 en frjáls í punktinum x = L. Það þýðir að jaðarskilyrðin
breytast í
u(0, t) = ∂x2 u(0, t) = ∂x2 u(L, t) = ∂x3 u(L, t) = 0.

23. Leysið hliðruðu bylgjujöfnuna á ferhyrningi


 2  2 2

∂ u 2 ∂ u ∂ u


2
−c + = f (x, y, t), 0 < x < L, 0 < y < M, t > 0,
 ∂t ∂x2 ∂y 2



u(0, y, t) = u(L, y, t) = 0, 0 < y < M, t > 0,
u(x, 0, t) = u(x, M, t) = 0, 0 < x < L, t > 0,




u(x, y, 0) = ∂t u(x, y, 0) = 0, 0 < x < L, 0 < y < M.

24. Færsla efnispunkta í rétthyrndri þunnri plötu, sem er einfaldlega undirstudd á


jaðrinum uppfyllir jaðargildisverkefnið
 2
∂ w
 2 + a4 ∆2 w = 0,


 ∂t


w(0, y, t) = w(L, y, t) = ∂x2 w(0, y, t) = ∂x2 w(L, y, t) = 0,
w(x, 0, t) = w(x, M, t) = ∂y2 w(x, 0, t) = ∂y2 w(x, M, t) = 0,




w(x, y, 0) = ϕ(x, y), ∂ w(x, y, 0) = ψ(x, y),
t

þar sem 0 < x < L, 0 < y < M og t > 0. Athugið að jaðarskilyrðin segja að færslan og
beygjuvægið séu núll á jaðrinum. Finnið formúlu fyrir lausn þessa verkefnis.
25. (Dirichlet-verkefni á teningi.) Setjum D = {(x, y); 0 < x < L, 0 < y < M } og látum
T vera teninginn {(x, y, z); 0 < x < L, 0 < y < M, 0 < z < N }. Finnið formúlu fyrir lausn
verkefnisins

2 2 2
∆u = ∂ u + ∂ u + ∂ u = 0

 (x, y, z) ∈ T,
 ∂x2 ∂y 2 ∂z 2

 u(x, y, 0) = 0, u(x, y, N ) = ϕ(x, y), (x, y) ∈ D,
(x, y) ∈ ∂D, 0 < z < N.

u(x, y, z) = 0,

með því að ganga út frá þeirri lausnartilgátu að hægt sé að liða u í tvöfalda Fourier-röð
með Fourier-stuðla, sem eru háðir z . Hvernig verður lausnarformúlan ef sett eru almenn
Dirichlet skilyrði á allan jaðarinn?
26. (Þrefaldar Fourier-raðir.) Látum T vera teninginn {(x, y, z); 0 < x < L, 0 < y < M, 0 < z < N }
og ϕ : T → C vera fall sem er samfellt deildanlegt á T . Sýnið að ef ϕ tekur gildið 0 á
∂T , þá sé hægt að liða ϕ í þrefalda Fourier-sínusröð. Ákvarðið formúlu fyrir stuðlana í
röðinni.
15.8. ÆFINGARDÆMI 397

27. (Poisson-jafnan á teningi.) Látum T vera teninginn {(x, y, z); 0 < x < L, 0 < y < M, 0 < z < N }.
Finnið formúlu fyrir lausn verkefnisins
 2 2 2
∆u = ∂ u + ∂ u + ∂ u = f (x, y, z) (x, y, z) ∈ T,
∂x2 ∂y 2 ∂z 2
u(x, y, z) = 0, (x, y, z) ∈ ∂T,

með því að ganga út frá þeirri lausnartilgátu að hægt sé að liða u í þrefalda Fourier-
sínusröð.
28. ∗
Leysið bylgjujöfnuna með hliðarskilyrðum
 2 2
∂ u 2∂ u
 2 −c = f (x, t), 0 < x < L, t > 0,


∂t ∂x2
u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x), 0 < x < L,

u(0, t) = ∂x u(L, t) = 0, t > 0.

29. Leysið verkefnið


∂ 2u

∂u

 − κ 2 = f (x, t), x ∈]0, L[, t > 0,
∂t ∂x

 u(x, 0) = ϕ(x), x ∈]0, L[,

u(0, t) = ∂x u(0, t) = 0, t > 0.

30. Leysið jaðargildisverkefnið



2 2
∂x u + ∂y u = 0,
 0 < x < L, 0 < y < M,
u(0, y) = ∂x u(L, y) = 0, 0 < y < M,

u(x, 0) = 0, u(x, M ) = x(2L − x), 0 < x < L,

þar sem L og M eru jákvæðar rauntölur.


31. Látum L = P (x, Dx ) vera aeiðuvirkja af Sturm-Liouville-gerð, sem er samhverfur
með tilliti til jaðarskilyrðanna Bu = 0, þar sem B er almennur jaðargildisvirki á bilinu
[a, b]. Notið eiginfallaliðun til þess að nna lausnarformúlu fyrir eftirfarandi verkefni, ef
geð er fall w(x, t), sem uppfyllir hliðruðu jaðarskilyrðin,
∂u

 ∂t + P (x, Dx )u = 0, a < x < b, t > 0,

 u(x, 0) = 0, a < x < b,



B1 u(·, t) = g(t), B2 (·, t) = h(t).

Hér táknar Bj u(·, t) að jaðargildisvirkinn Bj eigi að verka á u sem fall af x fyrir fast t.
32. Beitið eiginfallaliðun til þess að nna lausn á jaðargildisverkefninu
∂ 2u

∂u

 − κ 2 = 0, 0 < x < L, t > 0,
∂t ∂x

 u(x, 0) = ϕ(x), 0 < x < L,

∂x u(0, t) = hu(L, t) + ∂x u(L, t) = 0, t > 0.

398 KAFLI 15. RAÐALAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

33. ∗
Leysið eigingildisverkefnið
(
−(1 + x)2 v 00 = λv, 0 < x < 1,
(15.8.1)
v(0) = v(1) = 0,

og notið lausnina til þess að nna formúlu fyrir lausn verkefnisins


 2 2
∂ u 2∂ u


 2 − (1 + x) = 0, 0 < x < 1, t > 0,
∂t ∂x2
(15.8.2) u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x), 0 < x < 1,


u(0, t) = u(1, t) = 0, t > 0.

34. Látum L tákna aeiðuvirkjann, sem skilgreindur er með


 
2d 2 du
Lu = P (x, D)u = −(1 + x ) (1 + x ) .
dx dx

Sýnið að Leiβ arctan x = β 2 eiβ arctan x og notið niðurstöðuna til þess að ákvarða lausn á
eiginigildisverkefninu
Lu = λu, u(0) = 0, u0 (1) = 0.
Notið síðan eiginföllin til þess að ákvarða formúlu fyrir lausnina á verkefninu
 2
∂ w
+ P (x, ∂x )w = 0, 0 < x < 1, t > 0,


 ∂t2



w(0, t) = ∂x w(1, t) = 0, t > 0,



 w(x, 0) = ϕ(x), 0 < x < 1,

∂ w(x, 0) = ψ(x),
t 0 < x < 1.

35. Leysið æstæðu varmaleiðnijöfnuna −κ∆u = f á D = {(x, y); 0 < x < L, 0 < y < M }
þar sem hitastigið u(x, y) er T0 , ef x = 0, og sá hluti jaðarsins, sem genn er með jöfnunum
x = L, y = 0 og y = M , er varmaeinangraður.
36. Leysið varmaleiðnijöfnuna ∂t u − κ∆u = 0 á D = {(x, y); 0 < x < L, 0 < y < M } og
fyrir t > 0 með upphafsgildunum ϕ(x, y) og þeim jaðarskilyrðum að hitastigið u(x, y) sé
T0 , ef x = 0 eða y = 0, og að sá hluti jaðarsins, sem genn er með jöfnunum x = L og
y = M , sé varmaeinangraður.
Kai 16
FOURIERUMMYNDUN

Samantekt. Í þessum kaa fjöllum við um frumatriði um Fourierummyndun, en hagnýt-


ingar hennar í eðlisfræði og verkfræði eru ótalmargar, til dæmis í rafsegulfræði, skammta-
fræði, tímaraðagreiningu og upplýsinga- og merkjafræði. Við tökum fyrir það verkefni
að nna sérlausnir á aeiðujöfnum með fastastuðla, þar sem hægri hliðin er heildanlegt
fall á öllu R. Við sjáum hvernig Fourier-ummyndun tengist Laplace-ummyndun og leið-
um út formúlu fyrir andhverfa Laplace-ummyndun. Við tengjum Fourier-ummyndun við
leifareikning og sjáum hvernig andhverf Laplace-ummyndun á sér einfalda formúlu þegar
Laplace-mynd falls er fágað fall utan við endanlegt mengi.

16.1 Inngangur
Byrjum á því að líta enn einu sinni á vandamálið að að nna sérlausn á venjulegri aeiðu-
jöfnu með fastastuðla
(16.1.1) P (D)u = (am Dm + · · · + a1 D + a0 )u = f (x).
Við sáum í 13. kaa hvernig hægt er að fá lausn u(x) sem gen er með Fourier-röð ef fallið
f er lotubundið og geð með Fourier-röð. Nú ætlum við að gefa okkur að fallið f sé geð
með heildi,
Z+∞
(16.1.2) f (x) = eixξ F (ξ) dξ,
−∞

þar sem |F | er heildanlegt á R. Þá er eðlilegt að leita að lausn af sömu gerð


Z+∞
(16.1.3) u(x) = eixξ U (ξ) dξ.
−∞

Ef við gefum okkur að við megum taka aeiður af u með því að deilda undir heildið, þá
fáum við
Z+∞ Z+∞ Z+∞
0 ixξ 00 2 ixξ (k)
u (x) = (iξ)e U (ξ) dξ, u (x) = (iξ) e U (ξ) dξ, . . . , u (x) = (iξ)k eixξ U (ξ) dξ.
−∞ −∞ −∞

399
400 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

Þar með

P (D)u(x) = am u(m) (x) + · · · + a1 u0 (x) + a0 u(x)


Z+∞
am (iξ)m + · · · + a1 (iξ) + a0 eixξ U (ξ) dξ

=
−∞
Z+∞ Z+∞
ixξ
= e P (iξ)U (ξ) dξ = eixξ F (ξ) dξ = f (x).
−∞ −∞

Af þessu er ljóst að við eigum að taka

F (ξ)
(16.1.4) U (ξ) = , ξ ∈ R.
P (iξ)

Þessi formúla hefur merkingu í sérhverjum punkti ξ þar sem P (iξ) 6= 0 og einnig í punktum
ξ = α þar sem P (iα) = 0, P (iξ) = (ξ − α)k Q(ξ), Q(α) 6= 0 og markgildið

F (ξ)
lim
ξ→α (ξ − α)k

er til. Hér höfum við fundið samband milli fallanna F og U og formúlu fyrir lausninni

Z+∞
F (ξ)
u(x) = eixξ dξ, x ∈ R.
P (iξ)
−∞

Viðfangsefni kaans er að nna samband milli fallanna f og F og jafnframt að kanna


skilyrði á f sem gefa okkur framsetningu af gerðinni (16.1.2).

16.2 Skilgreiningar og nokkrar reiknireglur


Rúm heildanlegra falla L1 (R)
Við látum L1 (R) tákna mengi allra falla f þannig að |f | er heildanlegt á R. Af formúlunum
Z +∞ Z +∞ Z +∞
|f (x) + g(x)| dx ≤ |f (x)| dx + |g(x)| dx
−∞ −∞ −∞

og
Z +∞ Z +∞
|αf (x)| dx = |α| |f (x)| dx
−∞ −∞

leiðir að L1 (R) er vigurrúm.


16.2. SKILGREININGAR OG NOKKRAR REIKNIREGLUR 401

Skilgreining á Fourier-ummyndun
Fyrir sérhvert fall f ∈ L1 (R) skilgreinum við fallið
Z +∞
Ff (ξ) = e−ixξ f (x) dx, ξ ∈ R.
−∞

Fallið Ff köllum við Fouriermynd fallsins f og táknum hana einnig með fb og F{f }.
Vörpunina F sem skilgreind er á L1 (R) og úthlutar fallinu f Fourier-mynd sinni Ff
köllum við Fourierummyndun. Hún er einnig kölluð Fourierfærsla og Fouriervörpun.
Því miður er skilgreiningin á Fourierummyndun ekki stöðluð. Ef lesandinn opnar
einhverja bók um efnið getur hann átt von á því að sjá hana skilgreinda með einni af
formúlunum
Z +∞ Z +∞ Z +∞
ixξ 1 −ixξ 1
e f (x) dx, e f (x) dx, eixξ f (x) dx,
−∞ 2π −∞ −∞ 2π
Z +∞ Z +∞
1 −ixξ
√ e f (x) dx, e−2πixξ f (x) dx,
2π −∞ −∞

eða jafnvel á einhvern enn annan hátt. Ef tekin er önnur skilgreining á Fourier-mynd
en sú sem við höfum, þá verða reiknireglur og setningar að sjálfsögðu að einhverju leyti
öðruvísi en hjá okkur. Auðvelt er að átta sig á því í hverju munurinn liggur.

Nokkur sýnidæmi
Sýnidæmi 16.2.1 Við skulum byrja á því að reikna út nokkrar Fourier-myndir sem eiga
eftir að koma fyrir í útreikningum okkar síðar. Við látum H tákna Heaviside-fallið, sem
skilgreint er með (
1, x ≥ 0,
H(x) =
0, x < 0.

(i) Lítum fyrst á fallið f (x) = H(x)eαx , þar sem α ∈ C og Re α < 0. Þá er f heildanlegt
og
Z ∞  −ixξ+αx ∞
αx −ixξ+αx e 1
F{H(x)e }(ξ) = e dx = = .
0 −iξ + α 0 iξ − α

.... ....
......... .........
... ...
αx
....
.............
... ........
f (x) = H(x)e ...
........
........
......... .... ...............
... ......
......
...
... ....... ....... ... .......
....... ....................... ........
...
...
...
.........
...........
...............
.........................
............................
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
........................................... ................
.................... ...... ..
.
.
...
.
.
.
Re fb(ξ) .........
............
...................
............................
. ........................... ..... ..
..........................................................................................................................................................................................................................................................................................
.
. ..
..................................................................................................................................................................................................................................................................
.
.. .. .....
.. ... ........
....
...
x ...
...
.......
........................................................................ ξ
................
... ...
...
...
...
...
Im fb(ξ)
... ...
... ...
... ...
. .

Mynd: Fourier-mynd af veldisvísisfalli á R+ .


402 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

(ii) Lítum nú á fallið f (x) = H(−x)eαx , þar sem α ∈ C og Re α > 0. Það er heildanlegt
og
Z 0  −ixξ+αx 0
αx −ixξ+αx e −1
F{H(−x)e }(ξ) = e dx = = .
−∞ −iξ + α −∞ iξ − α

..... .....
....... ......
.... αx ....

...
.......
..... ....
...
f (x) = H(−x)e ...
.......
.. ........
.. . .
........ .... ..............
... ......
......
........
.
......
.
....
... Re fb(ξ) .........
......
.......
.....
...
...
.......
.........
... Im fb(ξ)
...............................................................
.......... ... .....
. . .
... ........... ..
................ ............................
..
........................... ... ................................... .
. .......
.
.
.
.
...............................
................... .................... . .. ....
...................
................................................................................................................................................................................................................................................................. ......................................................................................................................................................................................................................................................................
... ..
.. .
.
..... ..
...
...
...
x .................................
........................... .
....................................... ....
....
ξ
... ...
... ...
... ...
... ...
... ...
... ...
. .

Mynd: Fourier-mynd af veldisvísisfalli á R− .


(iii) Fallið f (x) = e−α|x| , þar sem Re α > 0, er heildanlegt og það má skrifa sem

e−α|x| = H(x)e−αx + H(−x)eαx , x 6= 0,


Fourier-ummyndunin er augljóslega línuleg vörpun, svo við fáum

F{e−α|x| }(ξ) = F{H(x)e−αx }(ξ) + F{H(−x)eαx }(ξ)


1 1 2α
= − = 2 .
iξ + α iξ − α α + ξ2

.. ..
......... .........
... ...
.... ..
.. ..................
... ....... .... .........
.
... .....
. ....
.....
...
.
... ... ...
...
... ...
.
...
... ...
.
.
...
...
.....
.....
fb(ξ)
... .
.... −α|x| ..
.. .
. .....

.. ....
.. .
... .............
.
.... ... ..........
..
f (x) = e .
......
......
.
.
...... .
.
.
.
.
.
.
.
.....
.....
......
......
..
. ... . .......
.....
..... .
.
.
.......
........ ....
....... .
.
. .........
..... .... ......... ....... . ...........
......... ............ ...............
... .
. ...............
............ ... ................. .......... .
. ...............
...................................
. . ................... .......... .
..
....................................................................................................................................................................................................................................................................................................
............ . .
...............................................................................................................................................................................................................................................................
... ....
....
..
x ..
...
ξ

Mynd: Fourier-mynd e−α|x| .


(iv) Fallið f (x) = sign(x)e−α|x| , þar sem Re α > 0 og sign táknar formerkisfallið

1,
 x > 0,
sign(x) = 0, x = 0,

−1, x < 0,

er unnt að skrifa sem

sign(x)e−α|x| = H(x)e−αx − H(−x)eαx .


Nú notfærum við okkur að F er línuleg vörpun og fáum
1 1 −2iξ
F{sign(x)e−α|x| }(ξ) = + = 2 .
iξ + α iξ − α α + ξ2
16.2. SKILGREININGAR OG NOKKRAR REIKNIREGLUR 403

... ...
.......... .........
.... −α|x| ....
......
f (x) = sign(x)e
.... ..........
... ......... .....................
.
..............
...................
........
.....
.....
...
... Im fb(ξ)
.......
.
.................
....... ... ....
... ........ ... ..
... ..
... .......... ... ..
... ............. ... ...
...................
.... .............. ..
............................................................................................................................................................................................................................................................................................................... .....................................................................................................................................................................................................................................................................
......................... .
. .......
...............
...........
.........
.......
.......
...
....
.
x ... ....
... ....
... ....
ξ
...... .... ... ..... ..................
..... .. ...............
..... .. ... .....
....... ..............
...... ... ..................................
.... ...
... ...
... ...

Mynd: Fourier-mynd sign(x)e−α|x|




Fourier-mynd þéttifalls stöðluðu normaldreingarinnar


Í grein 8.3 kom Γ-fallið við sögu hjá okkur og við reiknuðum út ákveðið heildi

Z+∞
2 √
e−x dx = Γ(1/2) = π.
−∞


Með skipti á breytistærðum y = αx fáum við síðan að

q Z+∞ 2
α
π
e−αx dx = 1
−∞

fyrir öll α > 0. Rifjum upp að fallið ϕ0,1 sem geð er með
1 2
e− 2 x
ϕ0,1 (x) = √ , x ∈ R,

er þéttifall stöðluðu normaldreingarinnar og
1 2 2
e− 2 (x−µ) /σ
ϕµ,σ (x) = √ , x ∈ R,
2π σ
er þéttifall normaldreingar með væntigildi µ og staðalfrávik σ .

Sýnidæmi 16.2.2 F{ϕ0,1 }(ξ) = F{ √12π e− 2 x }(ξ) = e− 2 ξ , ξ ∈ R.


1 2 1 2


Lausn: Við höfum


Z +∞ Z +∞
1 2 1 −ixξ − 12 x2 1 1 2
F{ √12π e− 2 x }(ξ) =√ e e dx = √ e− 2 x −ixξ dx
2π −∞ 2π −∞
Z +∞  Z +∞ 
1 − 12 (x+iξ)2 − 12 ξ 2 1 − 12 (x+iξ)2 1 2
=√ e dx = √ e dx e− 2 ξ .
2π −∞ 2π −∞
404 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

1 2
Til þess að staðfesta formúluna fyrir F{ √12π e− 2 x } þurfum við einungis að sýna að heildið

Z+∞
1 2
I(y) = e− 2 (x+iy) dx
−∞

sé óháð y og þar með I(y) = I(0) = 2π . Við metum fyrst aeiðuna af heildisstofninum
2 2 2 2 2
p
|∂y e−(x+iy) | = | − 2i(x + iy)e−x +y −2ixy | = 2 x2 + y 2 e−x +y .

Ef y liggur í takmörkuðu bili [−a, a] á R þá sjáum við að


2 √ 2 2
|∂y e−(x+iy) | ≤ 2 x2 + a2 e−x +a .

Hægri hliðin er heildanlegt fall og setning Lebesgue í viðauka C segir okkur að við getum
tekið aeiðu af I með því að deilda með tilliti til y undir heildið. Þá fæst
Z +∞ Z +∞
2 +∞
h i
0 −(x+iy)2 2
I (y) = ∂y e dx = i∂x e−(x+iy) dx = ie−(x+iy) = 0.
−∞ −∞ −∞


Þar með er I(y) = I(0) = 2π fyrir öll y ∈ R. 

Regla (i): Fourier-ummyndun er línuleg vörpun


Tökum tvö föll f, g ∈ L1 (R) og tvær tölur α, β ∈ C. Heildun er línuleg aðgerð og því
fáum við
Z +∞ Z +∞ Z +∞
−ixξ −ixξ
e−ixξ g(x) dx.

e αf (x) + βg(x) dx = α e f (x) dx + β
−∞ −∞ −∞

Samkvæmt skilgreiningunni á Fourier-myndum falla er þetta formúlan

F{αf + βg}(ξ) = αF{f }(ξ) + βF{g}(ξ), f, g ∈ L1 (R), α, β ∈ C,

og hún segir að Fourier-ummyndun F sé línuleg vörpun frá L1 (R) með gildi í rúmi allra
tvinngildra falla á R.

Regla (ii): F{f (αx)}(ξ) = (1/|α|)F{f }(ξ/α), α ∈ R α 6= 0, ξ ∈ R.


Tökum nú α ∈ R, α 6= 0. Breytistærðaskiptin y = αx í heildinu fyrir Fourier-mynd
fallsins f (αx) eru
Z +∞ Z +∞ Z +∞
ixξ i(y/α)ξ
e f (αx) dx = e 1
f (y) |α| dx = eiy(ξ/α) f (y) |α|
1
dy
−∞ −∞ −∞

sem er ekkert annað en formúlan

F{f (αx)}(ξ) = (1/|α|)F{f }(ξ/α), ξ ∈ R.


16.2. SKILGREININGAR OG NOKKRAR REIKNIREGLUR 405
r
π −ξ2 /(4ε)
Sýnidæmi 16.2.3 F{e −εx2
e }= .
ε
Lausn: Í sýnidæmi 16.2.2 reiknuðum við út Fourier-mynd þéttifallsins fyrir stöðluðu
normaldreinguna. Af þeirri formúlu leiðir nú

√ √ √ 2
r
2 1 2 2π 1 π −ξ2 /(4ε)
F{e−εx }(ξ) = 2πF{ √12π e− 2 ( 2εx) }(ξ) = √ e− 2 (ξ/ 2ε) = e .
2ε ε


Regla (iii): F{f (x − α)}(ξ) = e−iαξ F{f }(ξ), α ∈ R, ξ ∈ R.


Tökum α ∈ R, hliðrum fallinu f um α og reiknum síðan út Fourier-mynd,
Z +∞ Z +∞ Z +∞
−ixξ −i(y+α)ξ −iαξ
e f (x − α) dx = e f (y) dy = e e−iyξ f (y) dy.
−∞ −∞ −∞

Hér stendur formúlan

F{f (x − α)}(ξ) = e−iαξ F{f }(ξ), ξ ∈ R.

Sýnidæmi 16.2.4 Þéttifall normaldreingar með væntigildi µ og staðalfrávik σ er


1 2 1
ϕµ,σ (x) = √ 1 e− 2 ((x−µ)/σ) = ϕ0,1 ((x − µ)/σ)
2π σ σ
Reiknireglur (ii), (iii) og sýnidæmi 16.2.2 gefa okkur að Fourier-mynd þess er
1 1
F{ϕµ,σ (x)}(ξ) = F{ϕ0,1 ((x − µ)/σ)}(ξ) = e−iµξ F{ϕ0,1 (x/σ)}(ξ)
σ σ
−iµξ −iµξ− 21 σ 2 ξ 2
=e F{ϕ0,1 (x)}(σξ) = e .

Regla (iv): F{eiαx f (x)}(ξ) = F{f }(ξ − α), α ∈ R, ξ ∈ R.


Tökum α ∈ R og lítum á Fourier-mynd fallsins eiαx f (x),
Z +∞ Z +∞
−ixξ iαx
iαx
F{e f (x)}(ξ) = e e f (x) dx = e−ix(ξ−α) f (x) dx = F{f }(ξ − α).
−∞ −∞

Regla (v): F{f (x)}(ξ) = F{f }(−ξ), ξ ∈ R


Nú tökum við Fourier-myndina af f (x),
Z +∞ Z +∞ Z +∞
−ixξ
F{f (x)}(ξ) = e f (x) dx = eixξ f (x) dx = eixξ f (x) dx = F{f }(−ξ).
−∞ −∞ −∞
406 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

Regla (vi): Ff (ξ) = Ff (−ξ), ξ ∈ R, ef f er raungilt.


Fall f er raungilt þá og því aðeins að f (x) = f (x) gildi um öll x ∈ R. Við fáum því sem
sértilfelli af reglu (v) að
Ff (ξ) = Ff (−ξ), ξ ∈ R.

Z +∞
Regla (vii): Ff (ξ) = 2 cos(xξ)f (x) dx, ξ ∈ R, ef f er jafnstætt.
0
Við höfum
Z +∞ Z +∞
(16.2.1) Ff (ξ) = fb(ξ) = cos(xξ)f (x) dx − i sin(xξ)f (x) dx.
−∞ −∞

Ef f er jafnstætt, þá er seinni heildisstofninn oddstætt fall af x, því sin er oddstætt. Þar


með er seinna heildið 0. Fyrri heildisstofninn er hins vegar jafnstætt fall og því er heildið
yr R tvöfalt heildið yr R+ ,
Z +∞
Ff (ξ) = 2 cos(xξ)f (x) dx, ξ ∈ R.
0

Z +∞
Regla (viii): Ff (ξ) = −2i sin(xξ)f (x) dx, ef f er oddstætt.
0
Ef við gerum ráð fyrir að f sé oddstætt og lítum aftur á heildin í (16.2.1), þá sjáum við
að fyrri heildistofninn er oddstætt fall af x en sá seinni jafnstætt fall. Fyrra heildið er því
0 og seinna heildið er tvöfalt heildið yr R+ ,
Z +∞
Ff (ξ) = −2i sin(xξ)f (x) dx, ξ ∈ R.
0

Regla (ix): F{f (k) }(ξ) = (iξ)k F{f }(ξ)


Gerum nú ráð fyrir að f sé samfellt deildanlegt og að bæði f og f 0 séu í L1 (R). Við
þurfum þá að draga þá ályktun að lim|x|→+∞ f (x) = 0. Við athugum að til er fasti
Z x
f (x) = C + f 0 (y) dy,
−∞

þar sem C er fasti, því föllin sitt hvoru megin jafnaðarmerkisins hafa sömu aeiðu. Fastinn
getur ekki verið neitt annað en 0, því fyrst f 0 er heildanlegt, þá stefnir heildið í hægri
hliðinni á 0 ef x → −∞ og þar með er limx→−∞ f (x) = C . Ef C 6= 0, þá er til R0 þannig
að |f (x)| ≥ 21 |C| ef x ≤ R0 . Þar með er
Z R0 Z R0
1
|f (x)| dx ≥ 2
|C| dx = 12 |C|(R0 + R)
−R −R
16.2. SKILGREININGAR OG NOKKRAR REIKNIREGLUR 407

Ef til látum R → +∞, þá stefnir vinstri hliðin á heildið af |f | yr ] − ∞, R0 ], en hægri


hliðin á +∞. Það er mótsögn við það að f er heildanlegt og því verður C = 0 að gilda.
Niðurstaðan verður síðan að limx→−∞ f (x) = 0.
Við höfum einnig að Z +∞
f (x) = C − f 0 (y) dy.
x

og með sömu rökum og hér að framan ályktum við að C = 0 og limx→+∞ f (x) = 0.


Við beitum nú hlutheildun
Z +∞  +∞ Z +∞
−ixξ 0 −ixξ
e f (x) dx = e f (x) − (−iξ)e−ixξ f (x) dx.
−∞ −∞ −∞

Fyrst limx→±∞ f (x) = 0, þá leiðir af þessu að

F{f 0 }(ξ) = iξF{f }(ξ), ξ ∈ R.

Ef f ∈ C m (R) og f, f 0 , . . . , f (m) ∈ L1 (R), þá fæst að fyrir k = 0, 1, 2, . . . , m

F{f (k) }(ξ) = (iξ)F{f (k−1) }(ξ) = · · · = (iξ)k F{f }(ξ), ξ ∈ R,

Af þessari formúlu leiðir síðan að um sérhvern aeiðuvirkja P (D) = am Dm +· · ·+a1 D +a0


með fastastuðla gildir

F{P (D)f }(ξ) = P (iξ)F{f }(ξ), ξ ∈ R.

dj
Regla (x): F{x f (x)}(ξ) = i j F{f }(ξ), ξ ∈ R.
j j

Gerum nú ráð fyrir að föllin f og xf séu í L1 (R) og lítum á fallið ϕ(x, ξ) = e−ixξ f (x).
Aeiða þess með tilliti til ξ uppfyllir
(
|f (x)|, |x| ≤ 1,
|∂ξ ϕ(x, ξ)| = |xf (x)| ≤
|x||f (x)|, |x| ≥ 1.

Hægri hliðin er í L1 (R) og því gefur Lebesguesetningin í viðauka C að Ff (ξ) er deildan-


legt og
Z +∞ Z +∞
d −ixξ
i F{f }(ξ) = i∂ξ e f (x) dx = e−ixξ xf (x) dx = F{xf (x)}(ξ).
dξ −∞ −∞

Við getum ítrekað þessa jöfnu, því ef við gefum okkur að f og xj f séu heildanleg föll, þá
eru öll föllin f, xf, . . . , xj f heildanleg og
+∞ +∞
dj
Z Z
j
i j F{f }(ξ) = ij ∂ξj e−ixξ f (x) dx = e−ixξ xj f (x) dx = F{xj f (x)}(ξ).
dξ −∞ −∞
408 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

Sýnidæmi 16.2.5 Við skulum nú reikna aftur út Fouriermynd þéttifallsins fyrir stöðl-
1 2
uðu normaldreinguna f (x) = √12π e− 2 x , sem við tókum fyrir í sýnidæmi 16.2.2. Við
tökum eftir því að f uppfyllir fyrsta stigs aeiðujöfnuna

f 0 (x) + xf (x) = 0, x ∈ R.

Nú tökum við Fouriermyndina af liðunum í þessari jöfnu og notum reiknireglur (ix) og


(x). Þá fáum við jöfnuna

d b
iξ fb(ξ) + i f (ξ) = 0, ξ ∈ R,

og þar með uppfyllir fb fyrsta stigs jöfnuna

d b
f (ξ) + ξ fb(ξ) = 0, ξ ∈ R.

Almenn lausn hennar er gen með


1 2
fb(ξ) = Ce− 2 ξ , ξ ∈ R,
R +∞
og fastinn C ákvarðast af C = fb(0) = −∞
f (x) dx = 1. Við höfum því sýnt aftur fram á
1 2
að fb(ξ) = e− 2 ξ 

Sýnidæmi 16.2.6 Við getum beitt reiknireglu (x) til þess að reikna út Fourier-mynd
2
fallsins f (x) = x2 e−x , því

2 d2 −x2
√ d2 − 1 ξ 2
Ff (ξ) = F{x2 e−x }(ξ) = i2 F{e }(ξ) = − π 2e 4
dξ 2 dξ
√ d 1 2 √ 1 2
= 12 π ξe− 4 ξ = 12 π 1 − 12 ξ 2 )e− 4 ξ .

Sýnidæmi 16.2.7 (i) Við skulum reikna út Fourier-mynd f (x) = H(x)xk eαx , Re α < 0.
Samkvæmt sýnidæmi 16.2.1 (i) og reiknireglu (x) er

dk k d
k
1 k k
k i (−1) k! k!
F{H(x)xk eαx }(ξ) = ik k
F{H(x)eαx
}(ξ) = i k
= i k+1
= .
dξ dξ iξ − α (iξ − α) (iξ − α)k+1

(ii) Með sama hætti reiknum við út fyrir Re α > 0 að

k!
F{H(−x)xk eαx }(ξ) = − .
(iξ − α)k+1


16.3. ANDHVERF FOURIERUMMYNDUN 409

16.3 Andhverf Fourierummyndun


Fram til þessa höfum við aðeins sagt að Fourier mynd falls f í L1 (R) er fall á R en ekkert
sagt nánar um hvaða eiginleika hún hefur. Hér kemur niðurstaða sem bætir úr þessu:

Hjálparsetning 16.3.1 (RiemannLebesgue). Ef f ∈ L1 (R), þá er Ff ∈ C(R) og

lim Ff (ξ) = 0.
ξ→±∞

Sönnun: Til þess að sanna að Ff sé samfellt, þá þurfum við að beita setningu Lebesgues.
Við skrifum
Z +∞
fb(ξ + h) − fb(ξ) = (e−ihx − 1)e−ixξ f (x) dx.
−∞

Greinilegt er að heildisstofninn stefnir á núll í sérhverjum punkti, ef h → 0, og að hann er


takmarkaður af fallinu 2|f (x)|, sem er heildanlegt. Við megum því taka markgildi undir
heildið og fáum limh→0 (fb(ξ + h) − fb(ξ)) = 0 og þar með er fb samfellt. Reikniregla (ix),
fb(ξ) = fb0 (ξ)/(iξ), gefur að limξ→±∞ fb(ξ) = 0 ef f er samfellt deildanlegt og f 0 ∈ L1 (R).
Við eftirlátum stærðfræðingunum að sýna, að um sérhvert fall f ∈ L 1
R +∞(R) og sérhvert ε > 0
gildi að til er fall fε ∈ C (R)∩L (R) með aeiðu í L (R) þannig að −∞ |f (x)−fε (x)| dx <
1 1 1

ε, og að setningin leiði almennt af þessari staðreynd. 

Setjum nú C0 (R) = {F ∈ C(R) ; lim|ξ|→+∞ F (ξ) = 0}. Þá er ljóst að C0 (R) er hlutrúm


í C(R). Riemann-Lebesgue-hjálparsetningin segir okkur að Fourier-ummyndun F varpi
rúminu L1 (R) inn í C0 (R). Hægt er að sýna fram á að til eru föll F ∈ C0 (R) sem ekki eru
Fourier-myndir af föllum í L1 (R), en það er jafngilt því að segja að Fourier-ummyndunin
F : L1 (R) → C0 (R) sé ekki átæk vörpun.

Nú skulum við gera ráð fyrir því að bæði föllin f og Ff séu í L1 (R) ∩ C(R) og reikna
út Fouriermyndina af Ff . Þetta fall er geð með formúlunni
Z +∞ Z +∞ 
−ixξ −iyξ
(FFf )(x) = e e
f (y) dy dξ
−∞ −∞
Z +∞ +∞
Z 
−i(x+y)ξ
= e f (y) dy dξ
−∞ −∞
Z +∞  Z +∞ 
−itξ
= e f (t − x) dt dξ.
−∞ −∞

R +∞
Nú viljum við skipta á röð heildanna, en það getum við ekki, því −∞ e−itξ dξ er ósamleitið.
Við snúum okkur út úr þeim vandræðum með því að smeygja fallinu e−ε|x| undir heildið
410 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

og láta síðan ε → 0+. Við fáum þá,


Z +∞  Z +∞ 
−ε|ξ| −itξ
(FFf )(x) = lim e e f (t − x) dt dξ
ε→0 −∞ −∞
Z +∞  Z +∞ 
−itξ −ε|ξ|
= lim f (t − x) e e dξ dt
ε→0 −∞ −∞
Z +∞
= lim f (t − x)F{e−ε|ξ| }(t) dt
ε→0 −∞
Z +∞
= lim f (t − x)F{e−|ξ| }(t/ε)ε−1 dt
ε→0 −∞
Z +∞
= lim f (εt − x)F{e−|ξ| }(t) dt
ε→0 −∞
Z +∞
2
= f (−x) 2
dt = 2πf (−x).
−∞ 1 + t

Hér skulum við staldra ögn við og huga að því hvaða reiknireglum við höfum beitt. Fyrst
skiptum við á röð heildanna og við réttlætum það með setningu Fubinis í viðauka C. Í
næsta skre tökum við eftir því að innra heildið er Fouriermynd. Þar á eftir beitum við
reiknireglu (ii) og skiptum síðan á breytistærðum. Í síðasta skrenu notfærum við okkur
sýnidæmi 16.2.1 og tökum markgildi undir heildið. Til þess að réttlæta að það megi, þá
athugum við að fallið f er takmarkað, |f (x)| ≤ C , x ∈ R. Þar með er
2C
|f (εt − x)F{e−|ξ| }(t)| ≤ , t ∈ R.
1 + t2
Í hægri hlið þessarar ójöfnu stendur fall í L1 (R) sem er óháð ε og því segir setning
Lebesgues að það megi taka markgildi þegar ε → 0 undir heildið.
Niðurstaðan sem við höfum sannað er:

Setning 16.3.2 (Andhverfuformúla Fouriers). Látum f ∈ L1 (R) ∩ C(R) og gerum ráð


fyrir að Ff = fb ∈ L1 (R). Þá er
Z +∞
1 1
f (x) = eixξ fb(ξ) dξ = (FFf )(−x), x ∈ R.
2π −∞ 2π


Andhverfuformúla Fouriers hefur geysimikla þýðingu. Hún segir okkur að fallið f (x) sé
samantekt, sem gen er með óendanlegu heildi, af hreintóna sveium. Þessum hreintóna
sveium er lýst með föllunum

R 3 x 7→ eixξ = cos(xξ) + i sin(xξ), ξ ∈ R,

sveiuhæðin er (2π)−1 |fb(ξ)| og fasahornið er arg fb(ξ).


Við stöndum hér við upphað að mikilli fræðigrein, sem kennd er við upphafsmann sinn
Jean Baptiste Joseph Fourier (17681830), og kölluð er Fouriergreining. Í örfáum orðum
16.3. ANDHVERF FOURIERUMMYNDUN 411

sagt, þá snýst hún um að rannsaka eiginleika fallsins f (x) út frá eiginleikum Fourier
myndarinnar fb(ξ).
Í sönnun okkar á andhverfuformúlu Fouriers, gengum við út frá því að Fouriermyndin
væri heildanleg. Það gildir ekki almennt. Það eina sem við vitum almennt um Fourier-
myndina er það sem Riemann-Lebesgue-hjálparsetningin segir, fb ∈ C0 (R).
Í sumum tilfellum er hægt að draga þá ályktun að Fouriermyndin sé heildanleg út
frá ýmsum eiginleikum fallanna f og fb.

Setning 16.3.3 Gerum ráð fyrir því að f sé takmarkað fall í L1 (R) og að fb(ξ) ≥ 0 fyrir
öll ξ ∈ R. Þá er fb ∈ L1 (R). 

Sönnun: Lítum á heildið


Z +∞ Z +∞  Z +∞ 
−ε|ξ| b −ε|ξ| −ixξ
e f (ξ) dξ = e e f (x) dx dξ
−∞ −∞ −∞
Z +∞  Z +∞ 
−ixξ −ε|ξ|
= e e dξ f (x) dx
−∞ −∞
Z +∞

= 2 2
f (x) dx
−∞ ε + x

Hér höfum við notað niðurstöðuna úr sýnidæmi 16.2.1(iii). Fyrst fallið f takmarkað,
segjum |f (x)| ≤ C fyrir öll x ∈ R, þá fáum við ójöfnuna
Z +∞ Z +∞
−ε|ξ| b 2ε
e f (ξ) dξ ≤ C 2 2
dx = 2πC.
−∞ −∞ ε + x

Nú notfærum við okkur að lægsta gildi fallsins e−ε|ξ| á bilinu [−R, R] er e−εR til þess að
fá matið
ZR ZR Z+∞
e−εR fb(ξ) dξ ≤ e−ε|ξ| fb(ξ) dξ ≤ e−ε|ξ| fb(ξ) dξ ≤ 2πC.
−R −R −∞

Nú látum við ε → 0 í vinstri hliðinni og fáum


ZR
fb(ξ) dξ ≤ 2πC.
−R

Að lokum látum við R → +∞. Það gefur


Z+∞
fb(ξ) dξ ≤ 2πC,
−∞

og við höfum sannað að fb ∈ L1 (R). 


Við getum nú sannað aðra útgáfu af andhverfuformúlu Fouriers, þar sem við setjum
einungis skilyrði á fallið f en engin skilyrði á fb:
412 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

Setning 16.3.4 (Andhverfuformúla Fouriers). Gerum ráð fyrir að f ∈ P C 1 (R)∩L1 (R),


þ.e. að fallið f sé samfellt deildanlegt á köum og að |f | sé heildanlegt. Þá er
Z R
1
(16.3.1) (f (x+) + f (x−)) = lim 2π 1
eixξ fb(ξ) dξ, x ∈ R.
2 R→+∞ −R

Ef f er samfellt í punktinum x, þá er
Z R
1
(16.3.2) f (x) = lim eixξ fb(ξ) dξ, x ∈ R.
R→+∞ 2π −R

... ..............
.......... ...... .........
... .... ...
... ...
f (x+) .
.
..... . . . . . . .
....
..
◦ .
. ...
...
..
... ..
...
... ...
1

2
f (x+) + f (x−) .
.
...... . . . . . . .
..
...
• ...
...
..
..
... ..
... ..
..
... ..
f (x−) ....... . . . . . . . ...
... .
.....

.
...
..
.
... .
..
. ...
......
....................................................................................................................................................................................................................................................................
. .
.. .........
. ..
............. ...........
.......................................................................... ....
.
x

Mynd: Meðalgildi af markgildum frá hægri og vinstri.

Sönnun: Við sönnum setninguna í fjórum skrefum:


Skref (i): Gerum fyrst ráð fyrir að x = 0, f sé samfellt í x = 0 og f (0) = 0. Setjum
g(x) = f (x)/x. Fyrst f er samfellt deildanlegt á köum, samfellt í x = 0 og f (0) = 0, þá
eru markgildin
f (x) − f (0)
g(0+) = lim g(x) = lim ,
x→0+ x→0+ x
f (x) − f (0)
g(0−) = lim g(x) = lim
x→0− x→0− x
bæði til og fallið g er því heildanlegt á [−1, 1]. Nú er |g(x)| ≤ |f (x)| ef |x| ≥ 1, og þar
með er g ∈ L1 (R). Reikniregla (x) segir okkur síðan að
Z +∞ Z +∞
−ixξ d d
fb(ξ) = e xg(x) dx = i e−ixξ g(x) dx = i gb(ξ).
−∞ dξ −∞ dξ
Riemann-Lebesgue-hjálparsetning gefur að limξ→±∞ gb(ξ) = 0, og þar með er
Z R Z R
1 i d i
lim fb(ξ) dξ = lim gb(ξ) dξ = lim g (R) − gb(−R)) = 0 = f (0).
(b
R→+∞ 2π −R R→+∞ 2π −R dξ R→+∞ 2π

Skref (ii): Gerum ráð fyrir því að x = 0 og 21 (f (0+) + f (0−)) = 0. Við setjum α = f (0+)
og skilgreinum h(x) = f (x) − αsign(x)e−|x| . Þá er
h(0+) = lim h(x) = lim (f (x) − αsign(x)e−|x| ) = α − α = 0
x→0+ x→0+

h(0−) = lim h(x) = lim (f (x) − αsign(x)e−|x| ) = −α + α = 0


x→0− x→0−
16.4. FÖLDUN OG FOURIERUMMYNDUN 413

svo h uppfyllir skilyrðin í skre (i). Í sýnidæmi 16.2.1(iv) sýndum við að

−2iξ
F{sign(x)e−|x| }(ξ) = ,
1 + ξ2
sem er oddstætt, og því er heildi þess yr [−R, R] jafnt 0. Þar með er
Z R
1 1
2
(f (0+) + f (0−)) = 0 = h(0) = lim h(ξ) dξ
b
R→+∞ 2π −R
Z R 
1 2iαξ
= lim f (ξ) +
b dξ
R→+∞ 2π −R 1 + ξ2
Z R
1
= lim fb(ξ) dξ.
R→+∞ 2π −R

Skref (iii): Gerum ráð fyrir að x = 0 setjum α = 21 (f (0+) + f (0−)) og skilgreinum


j(x) = f (x) − αe−|x| . Fallið j uppfyllir skilyrðin í skre (ii). Samkvæmt sýnidæmi 16.2.1
er F{e−|x| }(ξ) = 2/(1 + ξ 2 ) og þar með fáum við
Z R
1
0 = lim j(ξ) dξ
b
R→+∞ 2π −R
 Z R Z R  Z R
1 α dξ 1
= lim fb(ξ) dξ − = lim fb(ξ) dξ − α.
R→+∞ 2π −R π −R 1 + ξ 2 R→+∞ 2π −R

Niðurstaðan verður
Z R
1 1
2
(f (0+) + f (0−)) = α = lim fb(ξ) dξ.
R→+∞ 2π −R

Skref (iv): Látum nú α vera einhvern punkt í R og setjum k(x) = f (x + α). Samkvæmt
reiknireglu (iii) er b
k(ξ) = eiαξ fb(ξ) og skref (iii) gefur því
Z R
1 1 1
2
(f (α+) + f (α−)) = 2 (k(0+) + k(0−)) = lim k(ξ) dξ
b
R→+∞ 2π −R
Z R
1
= lim eiαξ fb(ξ) dξ.
R→+∞ 2π −R

16.4 Földun og Fourierummyndun


Földun
Látum f og g vera tvö föll á R og lítum á földun þeirra f ∗ g , sem skilgreind er með
Z +∞
(16.4.1) f ∗ g(x) = f (x − t)g(t) dt
−∞
414 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

fyrir öll x ∈ R þannig að heildið sé samleitið. Með því að innleiða breytuskiptin τ = x − t,


þá sjáum við að
Z +∞ Z +∞
(16.4.2) f ∗ g(x) = f (x − t)g(t) dt = f (τ )g(x − τ ) dτ = g ∗ f (x).
−∞ −∞

Ef annað fallið er í L (R) og hitt fallið er takmarkað, þá er földunin skilgreind fyrir öll
1

x ∈ R. Ef bæði föllin eru í L1 (R), þá er f ∗ g ∈ L1 (R), því setning Fubinis gefur okkur
Z +∞ Z +∞ Z +∞
|f ∗ g(x)| dx = | f (x − t)g(t) dt| dx
−∞ −∞ −∞
Z +∞  Z +∞ 
≤ |f (x − t)| dx |g(t)| dt
−∞ −∞
Z +∞ Z +∞
= |f (x)| dx |g(t)| dt < +∞.
−∞ −∞

Lítum nú aftur á formúlu (16.4.1) og gerum ráð fyrir að f ∈ C 1 (R) og að bæði f


og f 0 séu takmörkuð föll. Þá megum við deilda undir heildið og fáum að f ∗ g ∈ C 1 (R)
með (f ∗ g)0 (x) = (f 0 ∗ g)(x). Með þrepun fáum við síðan að fyrir f ∈ C m (R) með föllin
f, f 0 , . . . , f (m) takmörkuð, er f ∗ g ∈ C m (R) og
(16.4.3) (f ∗ g)(k) (x) = (f (k) ∗ g)(x), x ∈ R, k = 0, . . . , m.

Regla (xi): F{f ∗ g}(ξ) = Ff (ξ)Fg(ξ), ξ ∈ R, f, g ∈ L1 (R)


Fouriermyndin af f ∗ g er auðreiknanleg, því setnig Fubinis í viðauka C leyr okkur að
skipta á röð heildanna
Z +∞ Z +∞  Z +∞ 
−ixξ −ixξ
e (f ∗ g)(x) dx = e f (x − t)g(t) dt dx
−∞ −∞ −∞
Z +∞  Z +∞ 
−i(x−t)ξ −itξ
= e f (x − t)e g(t) dt dx
−∞ −∞
Z +∞  Z +∞ 
−i(x−t)ξ
= e f (x − t) dx e−itξ g(t) dt
−∞ −∞
Z +∞ Z +∞
−ixξ
= e f (x) dx e−itξ g(t) dt.
−∞ −∞

Niðurstaðan er því
F{f ∗ g}(ξ) = Ff (ξ)Fg(ξ), ξ ∈ R, f, g ∈ L1 (R)

16.5 Aeiðujöfnur og Fourierummyndun


Sérlausnir á aeiðujöfnum reiknaðar með Fourier-ummyndun
Nú skulum við víkja aftur að því verkefni að nna sérlausn á jöfnunni
(16.5.1) P (D)u = (am Dm + · · · + a1 D + a0 )u = f (x),
16.5. AFLEIÐUJÖFNUR OG FOURIERUMMYNDUN 415

sem við fjölluðum um í uppha kaans. Við göngum út frá því að f ∈ L1 (R) og sömuleiðis
að u, u0 , . . . , u(m) ∈ L1 (R). Nú tökum við Fouriermyndina af föllunum sem standa beggja
vegna jafnaðarmerkisins og notum reiknireglu (ix). Þá fæst

P (iξ)b
u(ξ) = fb(ξ), ξ ∈ R.

Þessi jafna gefur okkur sambandið milli u


b og fb,

fb(ξ)
(16.5.2) u
b(ξ) = , ξ ∈ R.
P (iξ)

Hægri hliðin í þessari jöfnu skilgreinir samfellt fall í grennd um sérhvern punkt α þar
sem P (iα) 6= 0. Ef hins vegar P (iα) = 0, P (iξ) = (ξ − α)k Q(ξ), þar sem Q er margliða
Q(α) 6= 0, þá skilgreinir hægri hliðin í jöfnunni fall sem er samfellt í α ef markgildið

fb(ξ)
lim
ξ→α (ξ − α)k

er til. Niðurstaðan er því:

Setning 16.5.1 Gerum ráð fyrir því að f ∈ L1 (R) ∩ C(R) og fb ∈ L1 (R) og jafnframt
að fb(ξ)/P (iξ) skilgreini samfellt fall á R. Þá hefur aeiðujafnan P (D)u = f lausn u ∈
L1 (R) ∩ C m (R) sem gen er með formúlunni
Z +∞
1 fb(ξ)
(16.5.3) u(x) = eixξ dξ, x ∈ R.
2π −∞ P (iξ)

Sönnun: Við sjáum að fallið (iξ)k fb(ξ)/P (iξ) er í L1 (R) fyrir öll k ≤ m, svo setning
Lebesgues segir okkur að við megum taka aeiður af u með því að deilda veldisvísisfallið
undir heildinu. Þar með er
Z +∞ Z +∞
1 ixξ f (ξ)
b 1 fb(ξ)
P (D)u(x) = P (Dx )e dξ = P (iξ)eixξ dξ
2π −∞ P (iξ) 2π −∞ P (iξ)
Z +∞
1
= eixξ fb(ξ) dξ = f (x).
2π −∞

Í sumum dæmum er auðvelt að reikna út andhverfu Fourier-myndina af fallinu fb(ξ)/P (iξ):

Sýnidæmi 16.5.2 Leysum jöfnuna


−u00 + ω 2 u = e−|x| = f (x), ω 2 6= 1, x ∈ R,

með því að beita Fourier-ummyndun.


416 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

Við athugum að kennimargliða jöfnunnar er P (z) = −z 2 + ω 2 og P (iξ) = ξ 2 + ω 2 . Við


tökum Fouriermynd af öllum liðum beggja vegna jafnaðarmerkisins,
2
ξ2u
b(ξ) + ω 2 u
b(ξ) = , ξ ∈ R.
1 + ξ2
Fouriermynd u er því
 
2 1 2 2
u
b(ξ) = 2 = −
(ω + ξ 2 )(1 + ξ 2 ) 1 − ω2 ω2 + ξ 2 1 + ξ 2
 
1 1 −ω|x| −|x|
= F{e }(ξ) − F{e }(ξ) .
1 − ω2 ω
Athugið að hér höfum við notað niðurstöðuna úr sýnidæmi 16.2.1 (iii) og reiknireglu (ii).
Niðurstaðan er því  
1 1 −ω|x| −|x|
u(x) = e −e .
1 − ω2 ω


Stofnbrotaliðun ræðra falla og andhverf Fourier-ummyndun


Nú skulum við hugsa okkur að stigP ≥ 2 og að fallið P (iξ) sé núllstöðvalaust á öllum
rauntalnaásnum. Þá er fallið 1/P (iξ) í L1 (R) og við getum skilgreint andhverfu Fourier
mynd þess,
Z +∞
1 dξ
(16.5.4) E(x) = eixξ , x ∈ R.
2π −∞ P (iξ)
Fallið E er samfellt samkvæmt Riemann-Lebesgue-hjálparsetningu og formúlan fyrir lausn-
inni í síðustu setningu er einfaldlega

u
b(ξ) = E(ξ)
b fb(ξ), ξ ∈ R.

Nú getum við notfært okkur reiknireglu (xi) og fáum framsetningu á lausninni sem föld-
unarheildi,
Z +∞ Z +∞
(16.5.5) u(x) = E ∗ f (x) = E(x − t)f (t) dt = E(t)f (x − t) dt.
−∞ −∞

Það reynist vera auðvelt að reikna út fallið E ef við þekkjum stofnbrotaliðun ræða
fallsins ζ 7→ 1/P (ζ):

Setning 16.5.3 Gerum ráð fyrir að P sé margliða af stigi m með ólíkar núllstöðvar
λ1 , . . . , λ` með margfeldni m1 , . . . , m` , að P (iξ) ha enga núllstöð á R, að Q sé margliða
af stigi ≤ m − 1 og að stofnbrotaliðun á ræða fallinu Q/P sé gen með
`k m
Q(ζ) X X Ajk
(16.5.6) = .
P (ζ) k=1 j=1 (ζ − λk )j
16.5. AFLEIÐUJÖFNUR OG FOURIERUMMYNDUN 417

Þá er andhverfa Fourier-mynd fallsins ξ 7→ Q(iξ)/P (iξ) gen með formúlunni


mk
X X
(16.5.7) f (x) = 1
Ajk (j−1)! H(x)xj−1 eλk x
Re λk <0 j=1
X X mk
− 1
Ajk (j−1)! H(−x)xj−1 eλk x , x 6= 0.
Re λk >0 j=1

Sönnun: Forsendan um núllstöðvar P (iξ) jafngildir því að P (ζ) ha enga núllstöð, sem
er hrein þvertala, en það þýðir að Re λk 6= 0 fyrir öll k . Stofnbrotaliðunin gefur
k` m
Q(iξ) X X Ajk
= .
P (iξ) k=1 j=1 (iξ − λk )j

Samkvæmt sýnidæmi 16.2.7 er


1
1
F{ (j−1)! H(x)xj−1 eλk x }(ξ) = , Re λk < 0,
(iξ − λk )j
−1
1
F{ (j−1)! H(−x)xj−1 eλk x }(ξ) = , Re λk > 0.
(iξ − λk )j

Formúlan (16.5.7) leiðir því beint af andhverfuformúlu Fouriers. 

Deyfðar sveiur
Sýnidæmi 16.5.4 (Deyfð sveia; framhald). Við skulum nú halda áfram með sýnidæmi
7.5.6 um deyfðar sveiur og reikna út fallið E í því tilfelli að

P (D) = mD2 + cD + k.

√ Yrdeyng, c − 4km > 0. Núllstöðvar kennimargliðunnar eru −c/2m ± ω , ω =


(i) 2

c2 − 4km /2m. Þær eru báðar neikvæðar. Við höfum stofnbrotaliðunina


1 1 1
= 2
=
P (ζ) mζ + cζ + k m(ζ + c/2m − ω)(ζ + c/2m + ω)
 
1 1 1
= −
2mω (ζ + c/2m − ω) (ζ + c/2m + ω)

Nú lesum við út úr jöfnu (16.5.7) að


 
1 −(c/2m)x+ωx −(c/2m)x−ωx
E(x) = H(x)e − H(x)e
2mω
1 −(c/2m)x
= H(x) e sinh(ωx) = H(x)g(x), x ∈ R,

418 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

þar sem fallið g skilgreinir Green-fall virkjans, G(t, τ ) = g(t − τ ) samkvæmt fylgisetningu
7.5.4.
(ii) Markdeyng, c2 − 4km = 0. Hér höfum við tvöfalda núllstöð á kennimargliðunni
−c/2m. Stofnbrotaliðun 1/P er
1 1
=
P (ζ) m(ζ + c/2m)2
og við fáum því
1 −(c/2m)x
E(x) = H(x) ·xe = H(x)g(x).
m

(iii) Undirdeyng, c2 −4km < 0. Hér eru núllstöðvarnar −c/2m±iω , ω = 4km − c2 /2m.
Með samskonar útreikningi og í (i) fáum við
1 −(c/2m)x
E(x) = H(x) · e sin(ωx) = H(x)g(x).



16.6 Planchereljafnan
Nú höldum við áfram að bæta við reiknireglum í safnið okkar:

Z+∞ Z+∞
Regla (xii): fb(x)g(x) dx = g (x) dx, f, g ∈ L1 (R).
f (x)b
−∞ −∞

Athugum að Riemann-Lebesgues-hjálparsetning gefur okkur að fb og gb eru samfelld föll


sem stefna á 0 í ±∞. Því eru bæði föllin f gb og fbg heildanleg og setning Fubinis í viðauka
C gefur að við megum skipta á röð ítrekaðra heilda með tilliti til tveggja breytistærða
Z +∞ Z +∞ Z +∞ Z +∞
−ixξ
fb(ξ)g(ξ) dξ = e f (x)g(ξ) dxdξ = f (x)b
g (x) dx.
−∞ −∞ −∞ −∞

Við sönnuðum reglur Plancherel og Parseval fyrir Fourier-raðir í 13. kaa og fáum nú
hliðstæðar reglur fyrir Fourier-ummyndun. Fyrst kemur Plancherel-jafna:
Z +∞ Z +∞
1
Regla (xiii): 2
|f (x)| dx = |fb(ξ)|2 dξ , f ∈ L1 (R), |f | ≤ C .
−∞ 2π −∞

Gerum nú ráð fyrir að f ∈ L1 (R) og að f sé takmarkað. Þá gildir |f (x)|2 ≤ C|f (x)| fyrir
öll x ∈ R, þar sem C er fasti og fallið |f |2 er því heildanlegt Til þess að sýna að jákvæða
fallið |fb|2 = fbfb sé heildanlegt, þá dugir samkvæmt setningu 16.3.3 að sanna að það sé
Fouriermyndin af falli g ∈ L1 (R) sem er bæði samfellt og takmarkað. Við sjáum að
Z +∞ Z +∞
f (ξ) =
b ixξ
e f (x) dx = e−iyξ f (−y) dy,
−∞ −∞
16.6. PLANCHERELJAFNAN 419

og þetta segir okkur að fb(ξ) = F{f (−x)}(ξ). Ef við setjum nú


Z +∞
g(x) = f (x − y)f (−y) dy,
−∞

þá er g ∈ L1 (R) ∩ C(R) og

gb(ξ) = Fg(ξ) = Ff (ξ)F{f (−x)}(ξ) = |fb(ξ)|2 .

Ef við setjum nú x = 0 inn í andhverfuformúluna, þá fæst


Z +∞ Z +∞ Z +∞
2 1 1
|f (y)| dy = g(0) = g(ξ) dξ = |fb(ξ)|2 dξ.
−∞ 2π −∞ 2π −∞

Þetta er Plancherel-jafna.

Z+∞ Z+∞
1
Regla (xiv) f (x)g(x) dx = g (ξ) dξ .
fb(ξ)b

−∞ −∞

Tökum nú tvö föll f, g ∈ L1 (R) og gerum ráð fyrir að þau séu takmörkuð. Þá er |f + αg|2
heildanlegt fyrir sérhverja tvinntölu α samkvæmt reglu (xiii). Ef við tökum hvaða tvær
tvinntölur a og b sem er, þá gildir

1
|a + b|2 − |a − b|2 + i|a + ib|2 − i|a − ib|2 .

ab̄ =
4

Til þess að sanna að fallið fbgb sé heildanlegt, þá athugum við fyrst að

1
fbgb = |fb + gb|2 − |fb − gb|2 + i|fb + ib
g |2 − i|fb − ib
g |2 ,

4
og síðan að samkvæmt reglu (xiii) eru allir liðirnir í hægri hlið þessarar jöfnu heildanleg
föll. Nú skiptum við á hlutverki fb, gb og f, g í þessari jöfnu

1
|f + g|2 − |f − g|2 + i|f + ig|2 − i|f − ig|2 .

fg =
4
Nú fáum við Parseval-jöfnu

Z+∞ Z+∞
1
f (x)g(x) dx = fb(ξ)b
g (ξ) dξ

−∞ −∞

með því að bera saman hægri hliðar þessara tveggja jafna og beita reglu (xiii) á hvern lið.

Setning 16.6.1 Ef f, f 0 ∈ L1 (R), þá er fb ∈ L1 (R). 


420 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

Sönnun: Samkvæmt reglu (ix) er fallið iξ fb(ξ) Fourier-myndin af aeiðunni f 0 . Samkvæmt


setningu er |iξ fb(ξ)|2 = |ξ|2 |fb(ξ)|2 heildanlegt á R. Nú er fallið |ξ|−2 heildanlegt á menginu
{ξ ∈ R; |ξ| ≥ 1} og ójafnan ab ≤ 21 (a2 + b2 ) gefur

|fb(ξ)| = |ξ fb(ξ)ξ −1 | ≤ 12 (|ξ|2 |fb(ξ)|2 + |ξ|−2 ).

Fallið í hægri hlið ójöfnunnar er heildanlegt og því gefur hún okkur að |fb(ξ)| er heildanlegt
yr mengið {ξ ∈ R; |ξ| ≥ 1}. Nú er |fb(ξ)| samfellt fall og þar með heildanlegt yr [−1, 1].
Við höfum því sýnt fram á að fb ∈ L1 (R). 

16.7 Leifareikningur og Fourierummyndun


Fourier-myndir reiknaðar með leifareikningi.
Hugsum okkur nú að f ∈ O(C \ A), þar sem A er dreift mengi og skilgreinum vegina γr
og βr eins og í 4. kaa, γr (θ) = reiθ , βr (θ) = re−iθ , θ ∈ [0, π].

..
γr
......................................
........ ......
...... .....
..
...... .....
...
.
... ...
... ...
.
.... Ωr ...
...
−r
...
....
...
.
...................................................................................................................
r
...................................................................................................................
... ..
−r r ...
...
...
...
..
..
...
... Ω̃r .
...
.
.
.....
..... .....
...... .....
........ .....
.......
...................................
..
βr
Mynd: Hálfskífur í efra og neðra hálfplani
Ef A sker ekki hringinn {z ∈ C ; |z| = r}, þá fáum við
Z r Z X
(16.7.1) e −ixξ
f (x) dx + e−izξ f (z) dz = 2πi Res(e−izξ f (z), α),
−r γr α∈A∩Ωr
Z r Z X
(16.7.2) e−ixξ f (x) dx + e−izξ f (z) dz = −2πi Res(e−izξ f (z), α),
−r βr
α∈A∩Ω
er

Athugum nú að

(16.7.3) |e−izξ | = eRe (−izξ) = eyξ ≤ 1, ef y ≥ 0 og ξ ≤ 0 eða y ≤ 0 og ξ ≥ 0.

Z Z
(16.7.4) −izξ
|e−izξ | |dz|,

e f (z) dz ≤ max |f (z)| ξ < 0,
γr |z|=r γr
Z Z
(16.7.5) −izξ
|e−izξ | |dz|,

e f (z) dz ≤ max |f (z)| ξ > 0.
βr |z|=r βr
16.7. LEIFAREIKNINGUR OG FOURIERUMMYNDUN 421

Hjálparsetning 16.7.1 (Jordan). Við höfum að


Z Z π
−izξ π
|e | |dz| = eξr sin θ rdθ < , ξ < 0,
γr 0 −ξ
Z Z π
−izξ π
|e | |dz| = e−ξr sin θ rdθ < , ξ > 0.
βr 0 ξ

Sönnun: Athugum fyrst að sin θ ≥ 2θ/π ef θ ∈ [0, π/2].


......
.......
....
..........
sin θ
1 ...
.... ........ ......
......................
.......... ......
...................
..
...
..
..
.
..... ....
..... ......
... .....................
2θ/π
.. ..............
......................................................................................................
.

π/2 θ

Ef z = γr (θ) = reiθ , þá er dz = ireiθ dθ og því


Z Z π Z π/2
−izξ ξr sin θ
|e | |dz| = e r dθ = 2r eξr sin θ dθ
γr 0 0
Z π/2
π  −2ξrθ/π π/2 π π
e2ξrθ/π dθ = ξr

≤ 2r e 0
= 1 − e < .
0 ξ −ξ −ξ
Seinni ójafnan er sönnuð á nákvæmlega sama hátt. 

Hjálparsetning Jordan og jöfnurnar (16.7.1), (16.7.2), (16.7.4) og (16.7.5):

Setning 16.7.2 Látum f ∈ L1 (R) ∩ O(C \ A), þar sem A er endanlegt mengi og gerum
ráð fyrir að max|z|=r |f (z)| → 0 ef r → +∞. Þá er
(
2πi α∈A∩H+ Res(e−izξ f (z), α),
P
ξ < 0,
(16.7.6) f (ξ) =
b
−2πi α∈A∩H− Res(e−izξ f (z), α),
P
ξ > 0,

þar sem H+ = {z ∈ C; Im z > 0} táknar efra hálfplanið og H− = {z ∈ C; Im z < 0} táknar


neðra hálfplanið. 

Áður en við byrjum að beita leifaformúlunni til þess að reikna út Fourier-myndir þá


skulum við staldra við og rifja það upp að Fourier-mynd af jafnstæðu fallið er jafnstætt
fall. Hugsum okkur að f sé jafnstætt og að við höfum komist að því að fb(ξ) = g(ξ) þar
sem g er fall á jákvæða ásnum R+ . Þá þurfum við ekki að reikna neitt meira því við
höfum fb(ξ) = g(|ξ|) fyrir öll ξ ∈ R. Ef við höfum reiknað út fb(ξ) = h(ξ) þar sem h er
fall á neikvæða ásnum R− , þá fáum við að fb(ξ) = h(−|ξ|) fyrir öll ξ ∈ R.
Við vitum líka að Fourier-mynd af oddstæðu falli er oddstæð. Hugsum okkur því að
f sé oddstætt og að við höfum að fb(ξ) = g(ξ) þar sem g er fall á jákvæða ásnum R+ . Þá
gildir fb(ξ) = sign(ξ)g(|ξ|) fyrir öll ξ ∈ R. Ef við höfum reiknað út fb(ξ) = h(ξ) þar sem h
er fall á neikvæða ásnum R− , þá fáum við að fb(ξ) = sign(ξ)h(−|ξ|) fyrir öll ξ ∈ R.
422 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

Sýnidæmi 16.7.3 Ef f (x) = 1/(1 + x2 ), x ∈ R, þá er


Z+∞
e−ixξ
fb(ξ) = dx = πe−|ξ| , ξ ∈ R.
1 + x2
−∞

Lausn: Fallið er jafnstætt, svo við það dugir að reikna heildið út fyrir ξ < 0. Fallið f hefur
aðeins eitt skaut i í efra hálfplaninu sem er einfalt og max|z|=r |f (z)| ≤ 1/(r2 − 1) → 0 ef
r → +∞. Við höfum því
 −izξ 
e e−i(iξ)
fb(ξ) = 2πiRes , i = 2πi = πeξ , ξ < 0,
1 + z2 2i
og niðurstaðan verður
fb(ξ) = πe−|ξ| , ξ ∈ R.
Við vorum reyndar búin að reikna út Fourier-mynd fallsins e−|x| og getum því staðfest
þessa formúlu með því að beita andhverfuformúlunni. 

Sýnidæmi 16.7.4 Ef f (x) = 1/(1 + x4 ), x ∈ R, þá er



+∞
e−ixξ πe−|ξ|/ 2 √ √
Z  
fb(ξ) = dx = √ cos(ξ/ 2) + sin(|ξ|/ 2) , ξ ∈ R.
−∞ 1 + x4 2


Lausn: Fallið f er jafnstætt og þar með fb einnig, svo okkur dugir að reikna heildið út
fyrir ξ ≤ 0. Fallið f hefur tvö einföld skaut í efra
√hálfplaninu. Þau eru√fjórðu rætur af −1
og eru því gen með formúlunum α1 = (1 + i)/ 2 og α2 = (−1 + i)/ 2. Við höfum

max |f (z)| ≤ 1/(r4 − 1) → 0, r → +∞.


|z|=r

og þar með gildir um öll ξ < 0,

e−izξ e−izξ
 −iα1 ξ
e−iα2 ξ
  
  e
f (ξ) = 2πi Res
b , α1 + Res , α2 = 2πi + .
1 + z4 1 + z4 4α13 4α23

Nú notfærum við okkur að fjórðu rætur α af −1 uppfylla √ α = −1 og þar með 1/α = −α.
4 3

Við athugum jafnframt að −iα1 = (−iα2 ) = (1 − i)/ 2. Þetta gefur okkur


   
−πi −iα1 ξ −iα2 ξ π −iα1 ξ −iα2 ξ
f (ξ) =
b α1 e + α2 e = − iα1 e − iα2 e
2 2

π √  πeξ/ 2 √ √ 
= √ Re (1 − i)e(1−i)ξ/ 2 = √ cos(ξ/ 2) − sin(ξ/ 2) .
2 2
Nú notum við að ξ = −|ξ| ef ξ ≤ 0 og þar með er niðurstaðan fengin. 
16.7. LEIFAREIKNINGUR OG FOURIERUMMYNDUN 423

Andhverfar Fourier-myndir reiknaðar með leifareikningi.


Hugsum okkur nú að f ∈ L1 (R) og að við getum sýnt fram á að Fourier-myndin fb eigi
sér fágaða framlengingu yr í fall fb ∈ O(C \ A), þar sem A er dreift mengi og skilgreinum
vegina γr og βr eins og áður.

.
γr
......................................
........ ......
...... .....
..
...... .....
.. ....
... ...
...
. ...
..
.
....
Ωr ...
...
−r
...
.
. ... .. . .
...
.
...................................................... .....................................................
r
....................................................................................................................
... .
−r r ...
...
...
...
..
..
...
...
.....
Ω̃r ....
.
...
..

..... .....
......
........ ...........
.....................................
..
βr
Mynd: Hálfskífur í efra og neðra hálfplani
Ef A sker ekki hringinn {z ∈ C ; |z| = r}, þá fáum við
Z r Z
1 1 X
(16.7.7) ixξ b
e f (ξ) dξ + eixζ fb(ζ) dζ = i Res(eixζ fb(ζ), α),
2π −r 2π γr α∈A∩Ωr
Z r Z
1 1 X
(16.7.8) eixξ fb(ξ) dξ + eixζ fb(ζ) dζ = −i Res(eixζ fb(ζ), α),
2π −r 2π βr
α∈A∩Ω
er

Matið á veldisvísisfallinu verður nú fyrir ζ = ξ + iη ,


(16.7.9) |eixζ | = eRe (ixζ) = e−xη ≤ 1, ef η ≥ 0 og x ≥ 0 eða η ≤ 0 og x ≤ 0.
Hjálparsetning Jordan gefur
Z Z
π π
|eixζ | |dζ| < , x > 0, og |eixζ | |dζ| < , x < 0,
γr x βr −x
og við fáum matið
Z
π
(16.7.10)

eixζ fb(ζ) dζ ≤ max |fb(ζ)|, x > 0,
γr x |ζ|=r
Z
π
(16.7.11)

eixζ fb(ζ) dζ ≤ max |fb(ζ)|, x < 0.
βr (−x) |ζ|=r

Niðurstaðan verðu því:


Setning 16.7.5 Gerum ráð fyrir því að f ∈ L1 (R) ∩ P C 1 (R), að það sé hægt að fram-
lengja skilgreiningarsvæði Fouriermyndarinnar fb, þannig að fb ∈ O(C \ A), þar sem
mengið A er endanlegt, og max|ζ|=r |fb(ζ)| → 0, r → +∞. Þá er
 P 
i
 Res eixζ fb(ζ), α , x>0
1 α∈A∩H+
2
(f (x+) + f (x−)) = 
Res eixζ fb(ζ), α , x < 0.
P
−i

α∈A∩H−


424 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

Sýnidæmi 16.7.6 Andhverfa Fouriermynd fallsins F (ξ) = ξ/(ξ 2 + 4ξ + 5) uppfyllir


ZR
1 ξ  −|x|−2ix
f (x) = lim eixξ dξ = − 1 − 1
2
isign(x) e , x ∈ R.
R→+∞ 2π ξ 2 + 4ξ + 5
−R

Fallið í hægri hliðinni er samfellt alls staðar, nema í x = 0. 

Lausn: Fallið F hefur tvö einföld skaut −2 + i ∈ H+ og −2 − i ∈ H− , og


eixζ ζ ieix(−2+i) (−2 + i)
 
iRes 2 , −2 + i = = (−1 + i/2)e−x−2ix ,
ζ + 4ζ + 5 2(−2 + i) + 4
eixζ ζ −ieix(−2−i) (−2 − i)
 
−iRes 2 , −2 − i = = (−1 − i/2)ex−2ix .
ζ + 4ζ + 5 2(−2 − i) + 4
Ef við tökum fallið í fyrri línunni þegar x > 0 og fallið í seinni línunni ef x < 0, þá getum
við greinilega skrifað
f (x) = −(1 − isign(x)/2)e−|x|−2ix .


16.8 Andhverf Laplaceummyndun


Nú skulum við sjá samhengið milli Fourier- og Laplace-ummynda. Látum f vera fall á
R+ = {t ∈ R; t ≥ 0} af veldisvísisgerð, en samkvæmt skilgreiningu 10.1.1 þýðir það að til
eru jákvæðir fastar M og c þannig að

|f (t)| ≤ M ect , t ∈ R+ .
Í setningu 10.1.2 sönnuðum við að Laplacemyndin Lf (ζ) er fágað fall á hálfplaninu
{ζ ∈ C; Re ζ > c}. Við framlengjum skilgreiningarsvæði fallsins f yr á allan ásinn með
því að setja f (t) = 0 fyrir öll t < 0 og sjáum þá að
Z +∞ Z +∞
(16.8.1) Lf (ζ) = e−(ξ+iη)x
f (x) dx = e−ixη e−ξx f (x) dx
−∞ −∞
−ξx
= F{e f (x)}(η).
Nú festum við gildið á ξ og lítum á þetta sem fall af η og fáum þá sem beina aeiðingu
af andhverfuformúlu Fouriers:

Setning 16.8.1 (Andhverfuformúla FourierMellin). Ef f : R+ → C er samfellt


deildanlegt á köum og uppfyllir |f (t)| ≤ M e , t ∈ R+ , þar sem M og c eru jákvæðir
ct

fastar, þá gildir um sérhvert ξ > c og sérhvert t > 0 að


Z +R
1
(16.8.2) 1
2
(f (t+) + f (t−)) = lim e(ξ+iη)t Lf (ξ + iη) dη
R→+∞ 2π −R
Z ξ+iR
1
= lim eζt Lf (ζ) dζ,
R→+∞ 2πi ξ−iR
16.9. ANDHVERF LAPLACE-UMMYNDUN OG LEIFAREIKNINGUR 425
R ξ+iR
þar sem ξ−iR táknar að heildað sé eftir línustrikinu með upphafspunktinn ξ − iR og
lokapunktinn ξ + iR. Ef Lf (ξ + iη) er í L1 (R) sem fall af η , þá er f samfellt í t og
Z +∞
1
(16.8.3) f (t) = e(ξ+iη)t Lf (ξ + iη) dη
2π −∞
Zξ+i∞
1
= eζt Lf (ζ) dζ,
2πi ξ−i∞

R ξ+i∞
þar sem ξ−i∞
táknar að heildað sé eftir línunni {ξ + iη; η ∈ R} í stefnu vaxandi η . 

Sönnun: Samkvæmt (16.8.1) og andhverfuformúlu Fouriers gildir


Z +R
1
e−ξt 21 (f (t+) + f (t−)) = lim eiηt Lf (ξ + iη) dη,
R→+∞ 2π −R

svo (16.8.2) fæst með því að margfalda þessa jöfnu með etξ . Ef Lf (ξ + iη) er í L1 (R) sem
fall af η , þá er hægri hliðin í (16.8.3) er samfellt fall af t og þar með einnig vinstri hliðin.
Fyrst f er samfellt deildanlegt á köum, þá gefur (16.8.2) að f er samfellt á R+ . 
Sem beina aeiðingu af andhverfuformúlunni fáum við nú að setning 10.1.6 gildir, en
hún segir okkur að samfellt fall er ótvírætt ákvarðað af Laplacemynd sinni. Við athugum
að setningin gildir ekki ef sleppt er þeirri forsendu að föllin f og g séu samfelld. Ástæðan
er einfaldlega sú að Laplace mynd falls breytist ekki við það að gildum þess sé breytt í
einstökum punktum.
Sem eitt dæmi um gildi samsemdarsetningarinnar skulum við taka:

Setning 16.8.2 Látum f og g vera tvö samfelld föll af veldisvísisgerð á R, sem uppfylla
|f (t)| ≤ M ect og |g(t)| ≤ M ect fyrir t ∈ R+ , og gerum ráð fyrir að Lf (αj ) = Lg(αj ), þar
sem {αj } er runa af ólíkum punktum, αj → α, Re αj > c og Re α > c. Þá er f (t) = g(t)
fyrir öll t ∈ R+ . 

Sönnun: Föllin Lf og Lg eru fáguð á menginu {ζ ∈ C; Re ζ > c} og því segir samsemdar-


setningin 3.7.3 okkur að Lf (ζ) = Lg(ζ) gildi um alla punkta í þessu mengi. Nú gefur
formúla Fourier-Mellin okkur að f (t) = g(t) fyrir öll t > 0. Fyrst bæði föllin eru samfelld
á R+ , þá gildir jafnaðarmerki einnig ef t = 0. 

16.9 Andhverf Laplace-ummyndun og leifareikningur


Í útreikningum okkar höfum við oft séð dæmi þess að unnt er að útvíkka skilgreiningar-
mengi Lf (ζ) frá hálfplaninu Hc yr á allt planið utan við dreift mengi A af sérstöðupunkt-
um. Sem dæmi getum við nefnt

ζ β
L{cos βt}(ζ) = , L{sin βt}(ζ) = ,
ζ2 + β2 ζ2 + β2
426 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

en báðar þessar Laplace-myndir eru skilgreindar á C \ {±iβ}. Sjálfsagt er að beita leifa-


reikningi til að reikna út andhverfar Laplacemyndir með formúlunum (16.8.2) og (16.8.3).
Við skulum nú sjá hvernig þetta er framkvæmt.

........
......
ξ + ir
....................
....
..... ...
...... ...
...
. ...
γr ...
........
..
. ...
...
..
...

......................................................................................................................
... ...
...
...
...
...
ξ ...
...
...
..... ...
..... ...
......
........ ...
....................
ξ − ir

Mynd: Hálfhringur með upphafspunkt ξ + ir og lokapunkt ξ − ir.


Við látum Mr vera hálfhringinn sem stikaður er með γr (θ) = ξ + ireiθ , θ ∈ [0, π] og
Ar = {z ∈ C; |z − ξ| < r, Re z < ξ} vera mengið sem hann afmarkar ásamt línustrikinu
milli endapunkta hans. Ef engir sérstöðupunktar liggja á Mr , þá gefur leifasetningin
okkur
Z ξ+ir Z
1 ζt 1 X
e Lf (ζ) dζ + eζt Lf (ζ) dζ = Res(eζt Lf (ζ), α).
2πi ξ−ir 2πi γr α∈A r

Nú viljum við vita hvenær heildið yr hálfhringinn stefnir á núll ef r → +∞. Í þessu
tilfelli gefur hjálparsetning Jordan matið
πeξt
Z
|eζt ||dζ| ≤ , t > 0,
γr t
og af því leiðir
πeξt
Z Z
ζt
| e Lf (ζ) dζ| ≤ |eζt ||dζ| max |Lf (ζ)| ≤ max |Lf (ζ)|
γr γr ζ∈Mr t ζ∈Mr
Út frá andhverfuformúlu FourierMellin fáum við:
Setning 16.9.1 Látum f : R+ → C vera samfellt deildanlegt á köum og af veldisvís-
isgerð, með |f (t)| ≤ M ect , t > 0, og gerum ráð fyrir að hægt sé að framlengja Lf yr í
fágað fall á C \ A, þar sem A er endanlegt mengi. Ef ξ > c, Mr táknar hálfhringinn sem
stikaður er með γr (θ) = ξ + ireiθ , θ ∈ [0, π] og
max |Lf (ζ)| → 0, r → +∞,
ζ∈Mr

þá er
1 X
(f (t+) + f (t−)) = Res(eζt Lf (ζ), α) t > 0.
2 α∈A
Ef f er samfellt í t, þá gildir
X
f (t) = Res(eζt Lf (ζ), α).
α∈A


16.9. ANDHVERF LAPLACE-UMMYNDUN OG LEIFAREIKNINGUR 427

Í grein 7.4 sáum við að unnt er að skrifa Greenfallið G(t, τ ), til þess að leysa jöfnuna

P (D)u = (Dm + am−1 Dm−1 + · · · + a1 D + a0 )u = f (t),

með upphafsskilyrðum, á forminu G(t, τ ) = g(t − τ ), þar sem Laplacemynd fallsins g er


gen með
1
Lg(ζ) = .
P (ζ)
Setning 16.9.1 gefur okkur þá að

etζ
X  
(16.9.1) g(t) = Res ,α .
P (ζ)
α∈N (P )

Sýnidæmi 16.9.2 Í sýnidæmi 7.5.9 reiknuðum við út Greenfallið fyrir virkjann P (D) =
(D − 1)(D − 2)(D − 3). Við skulum nú beita setningu 16.9.1 til þess að framkvæma þetta
á nýjan leik. Við höfum

etζ et
 
1
Res ,1 = = et ,
(ζ − 1)(ζ − 2)(ζ − 3) (1 − 2)(1 − 3) 2
tζ 2t
 
e e
Res ,2 = = −e2t ,
(ζ − 1)(ζ − 2)(ζ − 3) (2 − 1)(2 − 3)
etζ e3t
 
1
Res ,3 = = e3t .
(ζ − 1)(ζ − 2)(ζ − 3) (3 − 1)(3 − 2) 2

Eins og vænta mátti fáum við sömu niðurstöðu og áður


1
et − 2e2t + e3t

g(t) = 2

og þar með
1
e(t−τ ) − 2e2(t−τ ) + e3(t−τ ) .

G(t, τ ) = 2

Sýnidæmi 16.9.3 Notið Laplaceummyndun og leifareikning til þess að nna Greenfall


virkjans D4 − 2D3 + 2D2 − 2D + 1.
Lausn: Green-fallið er geð sem G(t, τ ) = g(t − τ ), þar sem fallið g uppfyllir L{g}(ζ) =
1/P (ζ) og P er kennimargliða virkjans

P (ζ) = ζ 4 − 2ζ 3 + 2ζ 2 − 2ζ + 1 = (ζ − 1)2 (ζ − i)(ζ + i).


428 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

Við getum nú notað leifaformúluna

eζt
X  
g(t) = Res ,α
α=1,i,−i
(ζ − 1)2 (ζ − i)(ζ + i)
eζt eit e−it

d
= + +
dζ (ζ − i)(ζ + i) ζ=1 (i − 1)2 (2i) (−i − 1)2 (−2i)
teζt eζt (−2ζ) eit e−it

= 2 + + +
ζ + 1 ζ=1 (ζ 2 + 1)2 ζ=1 4 4
1 t 1 t
= 2
te − 2
e + 21 cos t.

Sýnidæmi 16.9.4 Flokkið sérstöðupunkta fallsins


ζ 2 − (2 + i)ζ + (1 + i)
F (ζ) =
(ζ 3 − 5ζ 2 + 8ζ − 4)(ζ 2 − 2ζ + 2)

og reiknið út andhverfa Laplacemynd þess leifareikningi.


Lausn: Við nnum fullkomna þáttun nefnarans og teljarans í brotinu

(ζ − 1)(ζ − (1 + i))
F (ζ) = .
(ζ − 1)(ζ − 2)2 (ζ − (1 + i))(ζ − (1 − i))

Við sjáum að sérstöðupunktarnir eru α = 1, α = 2, α = 1+i og α = 1−i. Við fullstyttum


brotið og þá stendur eftir

1
F (ζ) = .
(ζ − 2)2 (ζ − (1 − i))

Þetta segir okkur að sérstöðupunktarnir α = 1 og α = 1 + i séu afmáanlegir, α = 1 − i sé


skaut af stigi 1 og α = 2 sé skaut af stigi 2. Andhverfa Laplace-myndin er

eζt eζt
   
f (t) = Res , 1 − i + Res ,2
(ζ − 2)2 (ζ − (1 − i)) (ζ − 2)2 (ζ − (1 − i))
e(1−i)t eζt
 
d
= +
(1 − i − 2)2 dζ (ζ − (1 − i)) ζ=2
e(1−i)t te2t e2t
= + −
2i 1 + i (1 + i)2
(1−i) 2t
= − 2i e(1−i)t + 2
te − 2i e2t .


16.10. SÍNUS OG KÓSÍNUSUMMYNDANIR 429

16.10 Sínus og kósínusummyndanir


Í reiknireglum (vii) og (viii) sáum við að
Z +∞
Ff (ξ) = 2 cos(xξ)f (x) dx,
0
ef fallið f er jafnstætt og
Z +∞
Ff (ξ) = −2i sin(xξ)f (x) dx,
0
ef fallið f er oddstætt. Ef fallið f er ekki skilgreint á öllum ásnum R heldur einungis
á R+ = {x ∈ R; x ≥ 0}, þá eru heildin í hægri hliðinni notuð til að skilgreina nýjar
ummyndanir:
Skilgreining 16.10.1 Ef f ∈ L1 (R+ ), þá kallast föllin
Z +∞ Z +∞
Fc f (ξ) = cos(xξ)f (x) dx og Fs f (ξ) = sin(xξ)f (x) dx, ξ ∈ R
0 0
kósínusmynd og sínus-mynd fallsins f og varpanirnar Fc og Fs sem úthluta sérhverju
falli f ∈ L1 (R+ ) samfelldu föllunum Fc f og Fs f kallast kósínusummyndun og sínus
ummyndun. 
Við fáum hér enn eitt afbrigðið af andhverfuformúlunni:
Setning 16.10.2 (Andhverfuformúla Fouriers ). Gerum ráð fyrir að f ∈ L1 (R+ ) og að
Fc f, Fs f ∈ L (R+ ). Þá er
1

2 +∞
Z
f (x) = cos(xξ)Fc f (ξ) dξ, x > 0,
π 0
2 +∞
Z
f (x) = sin(xξ)Fs f (ξ) dξ, x > 0.
π 0
Ef f ∈ L1 (R+ ) ∩ P C 1 (R+ ), þá gildir
2 R
Z
1
2
(f (x+) + f (x−)) = lim cos(xξ)Fc f (ξ) dξ, x > 0,
R→+∞ π 0

2 R
Z
1
2
(f (x+) + f (x−)) = lim sin(xξ)Fs f (ξ) dξ, x > 0.
R→+∞ π 0


Sönnun: Við framlengjum f yr í jafnstætt fall f˜ ∈ L1 (R), en það þýðir að f˜(x) = f (−x)
ef x < 0. Þá er F f˜ jafnstætt fall og þar með gefu gefur setning 16.3.2 í fyrra tilfellinu að
Z +∞
1 +∞
Z
1 ˜
f (x) = ixξ
e F f (ξ) dξ = cos(xξ)F f˜(ξ) dξ
2π −∞ π 0
2 +∞
Z
= cos(xξ)Fc f (ξ) dξ.
π 0
Seinni andhverfuformúlan fyrir Fc f er sönnuð út frá setningu 16.3.4. Formúlurnar fyrir
Fs f eru sannaðar með því að framlengja f yr í oddstætt fall á R.

430 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

16.11 Ængardæmi
1. Teiknið upp gröf eftirfarandi falla og reiknið út Fourier-myndir þeirra:
( (
1, |x| ≤ 1, x, 0 ≤ x ≤ 1,
a) f (x) = b) f (x) =
0, |x| > 1, 0, annars,
( (
1 − x, 0 ≤ x ≤ 1, 1 − |x|, |x| ≤ 1,
c) f (x) = d) f (x) =
0, annars, 0, |x| > 1,
( (
1 − x2 , |x| ≤ 1, c, x ∈ [a, b],
e) f (x) = f) f (x) =
0, |x| > 1. 0, x 6∈ [a, b],

(x − a)/(c − a), x ∈ [a, c],

g) f (x) = (b − x)/(b − c), x ∈ [c, b],

0, x 6∈ [a, b].

2. Sannið reiknireglur (i)(vi) og (viii).


3. Notið niðurstöðuna úr dæmi 16.2.1 og andhverfuformúluna til þess að sýna að:
a)
Z+∞ (
2 1 − cos ξ 1 − |x|, |x| ≤ 1,
cos(xξ) dξ =
π ξ2 0, |x| > 1.
0

b) 
Z+∞ 1,
 |x| < 1,
2 sin ξ
cos(xξ) dξ = 1/2, |x| = 1,
π ξ 
0, |x| > 1.

0

c)
+∞
sin2 ξ
Z
π
2
dξ = .
0 ξ 2
d) Z +∞
cos(xξ) π −|x|
dξ = e .
0 1 + ξ2 2
4. Notið niðurstöðurnar úr sýnidæmunum í grein 16.2, reiknireglurnar og andhverfu-
formúluna til þess að reikna út Fourier-myndir fallanna:
eix 2
a) f (x) = 2
, b) f (x) = x4 e−x ,
1 + 2x
2
c) f (x) = e−αx −βx , α, β ∈ R, α > 0, d) f (x) = xe−|x| ,
x x2
e) f (x) = , f) f (x) = ,
1 + x2 (1 + x2 )2
1
g) f (x) = , h) f (x) = e−|x| cos x,
(1 + x2 )2
i) f (x) = e−|x| sin |x|, j) f (x) = 1/(x4 + 4).
16.11. ÆFINGARDÆMI 431

5. Beitið andhverfuformúlunni og reiknireglunum til þess að ákvarða fallið f , þar sem:


2
a) fb(ξ) = e2iξ−4|ξ| , b) fb(ξ) = ξe−(ξ−3) , c) fb(ξ) = |ξ|e−|ξ| .
6. Ljúkið við sönnunina á hjálparsetningu Riemanns og Lebesgues með því að sanna:
(i) Fyrir sérhvert a, b ∈ R, a < b, gildir
Z b
e−ixξ dx → 0, ξ → ±∞.
a

(ii) Fyrir sérhvert þrepafall v á bilinu [−a, a], a > 0, gildir


Z a
e−ixξ v(x) dx → 0, ξ → ±∞,
−a

(iii) Ef f ∈ L1 (R) og ε > 0, þá er til a > 0 og þrepafall v þannig að


Z Z a
|f (x)| dx < ε og |f (x) − v(x)| dx < ε.
|x|≥a −a

Notið þessar niðurstöður til þess að ljúka sönnuninni.


7. Er til fall f ∈ L1 (R) þannig að fb(ξ) = 1 − sin ξ ?
8. Látum fn , f ∈ L1 (R), n = 1, 2, 3, . . . , og gerum ráð fyrir að
Z +∞
|fn (x) − f (x)| dx → 0, n → +∞.
−∞

Sýnið að fbn → fb í jöfnum mæli á R.


9. Beitið leifareikningi til þess að ákvarða Fouriermyndir:
1 1
a) f (x) = 2 3
, b) f (x) = ,
(1 + x ) 1 + x6
x 1 + x2
c) f (x) = 2 , d) f (x) = ,
(x − 2x + 2)2 1 + x4
x3 1
e) f (x) = , f) f (x) = .
1 + x6 1 + x + x2 + x3 + x4
[Leiðbeining: Í f)-lið eru skautin mmtu rætur af 1.]
10. Reiknið út andhverfar Fourier-myndir fallanna:
ξ ξ3
a) F (ξ) = 2 , b) F (ξ) = 2 .
ξ + 2ξ + 2 (ξ + 4ξ + 5)2
11. Leysið földunarjöfnurnar:
Z +∞ Z +∞
−2y 2 −x2 2
a) u(x − y)e dy = e , b) u(x − t)u(t) dt = e−x .
−∞ −∞
Z +∞
c) u(x) + e−|x−y| u(y) dy = xe−|x| .
−∞
432 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN

12. Setjum f (x) = 1/(1 + x2 ).


a) Reiknið út f ∗ f með því að beita Fourierummyndun.
b) Reiknið út f ∗ · · · ∗ f , þar sem þættirnir eru n talsins.
13. Reiknið út heildið Z +∞
dy
.
−∞ (1 + 4(x − y)2 )(1 + y 2 )

14. Látum f ∈ L1 (R) ∩ C(R) og gerum ráð fyrir að fb(ξ) = 0 ef |ξ| ≥ 1. Sýnið að f sé
eiginfall földunarvirkjans T , sem skilgreindur er með formúlunni
Z +∞
sin(x − y)
T u(x) = u(y) dy
−∞ x−y
Hvert er eigingildið?
15. Látum f vera fallið sem hefur Fourier-myndina
(p
1 − ξ 2 , |ξ| ≤ 1,
fb(ξ) =
0, |ξ| > 1.

Sýnið að f uppfyllið aeiðujöfnuna

tf 00 + 3f 0 + tf = 0.
Setjið f fram með veldaröð.
16. Jafnan
1
f 0 (x) + f (x) + f (x + 2) = , x ∈ R,
1 + x2
hefur heildanlega lausn. Ákvarðið Fourier-mynd hennar.
17. Reiknið út andhverfu Fourier-myndina E af fallinu ξ 7→ 1/P (iξ), skrið lausnina u á
jöfnunni P (D)u = f sem földunarheildi og reiknið það út í sértilfellinu f (x) = H(x)xe−x .
a) P (ζ) = ζ 2 + 2ζ + 1, b) P (ζ) = ζ 2 − 1,
c) P (ζ) = ζ 3 + ζ 2 − ζ − 1, d) P (ζ) = ζ 2 + 2ζ + 5.
18. Skrið upp Plancherel-formúluna fyrir fallið f (x) = 1/(1 + x2 ) og notið hana til þess
að ákvarða heildið Z +∞
dx
.
−∞ (1 + x2 )2
19. Notið niðurstöðuna úr dæmi 6.2.1, andhverfuformúlu Fouriers og Planchereljöfnuna
til þess sýna að
Z +∞ +∞ +∞
sin2 x sin4 x
Z Z
sin x π π π
dx = , dx = , dx = .
0 x 2 0 x2 2 0 x4 3

20. Notið formúlu Parsevals til þess að reikna út heildið


Z +∞
sin x −|x|
e dx.
−∞ x
16.11. ÆFINGARDÆMI 433

21. Flokkið sérstöðupunkta fallanna sem gen eru og reiknið út andhverfa Laplacemynd
þeirra með leifareikningi:
1 2 1
a) F (ζ) = − 2
+ ,
(ζ + 3) (ζ + 3) (ζ + 3)3
1
b) F (ζ) = 3 2 ,
ζ (ζ + 1)
ζ −2
c) F (ζ) = 2 ,
(ζ − 3ζ + 2)(ζ − 1)(ζ 2 + 1)
22. Notið Laplaceummyndun og leifareikning til þess að nna Greenföll virkjanna:
a) D2 + ω 2 , b) (D2 + 4)(D2 + 9),
c) D3 + D2 + 3D − 5, d) D4 − D2 + 2D + 2,
e) (D2 + 1)(D − 1)(D − 2), f) D4 − 2D3 + 2D2 − 2D + 1.
g) D2 + 4D + 8, h) D3 − 4D2 + 5D − 2,
i) D4 − D2 + 2D + 2.
434 KAFLI 16. FOURIERUMMYNDUN
Kai 17
LAPLACE-VIRKINN

17.1 Inngangur
Hlutaeiðuvirkinn
∂2 ∂2
∆= + · · · +
∂x21 ∂x2n
á Rn nefnist Laplace-virki. Óhliðraða jafnan ∆u = 0 nefnist Laplace-jafna og lausn u á
henni á einhverju opnu mengi X ⊂ Rn er sögð vera þýtt eða harmónískt fall. Hliðraða
jafnan ∆u = f , þar sem f er geð fall á X nefnist Poisson-jafna. Í einni vídd er Laplace-
jafnan einfaldlega u00 = 0 og þýðu föllin á opnum bilum á R eru því öll af gerðinni
u(x) = Ax + B , þar sem A og B eru fastar. Green-fall virkjans ∆ = d2 /dx2 er fallið
G(x, ξ) = x − ξ .
Í þessum kaa ætlum við að fjalla um aðferðir til þess að leysa Laplace- og Poisson-
jöfnurnar með jaðarskilyrðum á nokkrum tegundum mengja í tví- og þrívíðu rúmi. Mik-
ilvægi Laplace- og Poisson-jafnanna hefur komið skýrt fram í sýnidæmum hjá okkur, þar
sem við fjölluðum um rafstöðufræði og æstæð varmaleiðniverkefni.
Í tveimur víddum munum við stundum tákna óháðu breyturnar með (x, y) í stað
(x1 , x2 ) og skrifa þær á tvinntalnaformi z = x + iy og á pólformi z = reiθ . Í tveimur
víddum koma fram sterk tengsl við fáguð föll. Það byggir á þeirri staðreynd að raun- og
þverhluti fágaðs falls eru þýð föll og samskeyting á þýðu og fáguðu falli er þýtt fall. Í
grein 4.7 sáum við fyrst þessi tengsl, þegar við fjölluðum um hagnýtingar í straumfræði
og reiknuðum út straumlínur fyrir tvívíð streymi.
Meginverkefnið í þessum kaa er að leiða út heildunarframsetningu á lausn Poisson-
jöfnunnar ∆u = f á opnu mengi X með Dirichlet-jaðarskilyrði u = ϕ á ∂X , en hún
er Z Z
u(x) = PX (x, ξ)ϕ(ξ) dS(ξ) + GX (x, ξ)f (ξ) dξ,
∂X X

þar sem PX nefnist Poisson-kjarni fyrir svæðið X og GX nefnist Green-fall eða Green-
kjarni fyrir svæðið X . Fyrra heildið gefur þýtt fall sem uppfyllir jaðarskilyrðin og það
síðara gefur lausn á Poisson-jöfnunni með óhliðruðum jaðarskilyrðum. Þessi lausnaraðferð
er hliðstæð þeirri sem við beittum við úrlausn á jaðargildisverkefnunum í grein 2.7.

435
436 KAFLI 17. LAPLACE-VIRKINN

17.2 Þýð föll og fágaðar varpanir


Það er mikill skyldleiki með fáguðum og þýðum föllum. Til þess að sjá hver hann er,
skulum við láta f vera fágað fall á opnu hlutmengi X í C = R2 og skrifa u = Re f og
v = Im f . Þá eru föllin u og v í C ∞ (X) og þau uppfylla Cauchy-Riemann-jöfnurnar
∂x u = ∂y v og ∂y u = −∂x v . Þar með fáum við að
(17.2.1) ∆u = ∂x2 u + ∂y2 u = ∂x ∂y v + ∂y (−∂x v) = 0
og
(17.2.2) ∆v = ∂x2 v + ∂y2 v = ∂x (−∂y u) + ∂y ∂x u = 0.
Hér höfum við notfært okkur að blönduðu aeiðurnar uppfylla ∂x ∂y u = ∂y ∂x u og ∂x ∂y v =
∂y ∂x v . Þar með eru bæði föllin u og v þýð.
Virkjarnir ∂z = ∂/∂z og ∂z = ∂/∂z komu við sögu hjá okkur þegar við vorum að
rannsaka skilgreininguna á fáguðum föllum í setningu 4.2.10,
∂ ∂
= 12 ∂x − i∂y og 1
 
∂z = ∂z = = 2
∂x + i∂y .
∂z ∂z
Með beinum útreikningi fáum við að
∂2 ∂2
(17.2.3) ∆=4 =4 .
∂z∂ z̄ ∂ z̄∂z
Hugsum okkur nú að u sé þýtt fall á X og að við viljum kanna hvort til sé f ∈ A(X)
þannig að u = Re f . Þá gildir u = 12 f +f . Nú er fall f fágað þá og því aðeins að ∂z f = 0
og þar með segir jafnan ∂z ∂z u = 14 ∆u = 0 okkur að fallið ∂z u sé fágað. Við höfum að

(17.2.4) ∂z u = 21 ∂z f + ∂z f = 12 ∂z f + ∂z f = 12 f 0 .
 

(Hér höfum við notað reikniregluna ∂z f = (∂z f ), sem sönnuð er í dæmi 17.2.4, og að fyrir
fágað fall f er ∂z f = f 0 .) Út úr þessari jöfnu lesum við að f er stofnfall 2∂z u. Nú er tilvist
á stofnfalli háð því hvernig svæðið X lítur út. Í setningu 10.2.3 sáum við að sérhvert fágað
fall á stjörnusvæði hefur stofnfall og í setningu 10.11.2 sáum við að svæði X er einfaldlega
samanhangandi þá og því aðeins að sérhvert fall í A(X) ha stofnfall:
Setning 17.2.1 Ef X er opið mengi í C og f ∈ A(X), þá eru Re f og Im f þýð föll á X .
Ef u : X → R er þýtt fall á einfaldlega samanhangandi svæði, þá er til f ∈ A(X) þannig
að u = Re f . 
Sönnun: Fyrstu staðhænguna höfum við sannað. Fyrst ∂z ∂z u = 0, þá er 2∂z u fágað.
Látum g vera stofnfall 2∂z u og skrifum g = ϕ + iψ , þar sem ϕ og ψ eru raun- og þverhluti
g . Þá gildir
∂u ∂u ∂ϕ ∂ψ ∂ϕ ∂ϕ
2∂z u = −i = g0 = +i = −i .
∂x ∂y ∂x ∂x ∂x ∂y
Þessi jafna segir okkur að gradu = gradϕ og þar með er u = ϕ + c, þar sem c ∈ R er fasti.
Við setjum nú f = g + c. 
Ef u er þýtt fall á svæði X og X er ekki einfaldlega samanhangandi, þá er alls ekki
víst að 2∂z u ha stofnfall. Sem dæmi getum við tekið:
17.2. ÞÝÐ FÖLL OG FÁGAÐAR VARPANIR 437

Sýnidæmi 17.2.2 Fallið u(z) = ln |z| = ln r, r = x2 + y 2 , er þýtt á C \ {0}. Það er


p

ekki til neitt fágað fall f á öllu C \ {0} þannig að u = Re f , því slíkt fall væri þá fágaður
logri, en enginn slíkur er til á þessu mengi. Hins vegar er ljóst að við getum skilgreint
logra á hlutmengjum af C \ {0}, til dæmis f (z) = Logz , f ∈ A(C \ R− ), þar sem Log
táknar höfuðgrein lograns. 

Gerum nú ráð fyrir að v sé eitthvert deildanlegt fall á opnu mengi Y í C, að F : X → Y


sé deildanleg vörpun og setjum u(z) = v(F (z)). Við táknum breytuna í Y með ζ og
skrifum ζ = F (z). Keðjureglan í tvinnbreytunum z og ζ verður þá

∂u ∂v ∂F ∂v ∂F
(17.2.5) (z) = (ζ) (z) + (ζ) (z),
∂z ∂ζ ∂z ∂ζ ∂z
∂u ∂v ∂F ∂v ∂F
(17.2.6) (z) = (ζ) (z) + (ζ) (z).
∂z ∂ζ ∂z ∂ζ ∂z

Ef F er fágað fall, þá er ∂F/∂z = 0 og ∂F /∂z = ∂F/∂z = 0 og þessar jöfnur einfaldast í

∂u ∂v ∂F ∂u ∂v ∂F
(z) = (ζ) (z) og (z) = (ζ) (z)
∂z ∂ζ ∂z ∂z ∂ζ ∂z
og Leibniz-reglan gefur okkur

∂ 2u
 2
∂ 2v ∂ 2F

1 ∂ v ∂F ∂F ∂F ∂v
4
∆u(z) = (z) = (ζ) (z) + (ζ) (z) (z) + (ζ) (z).
∂ z̄∂z ∂ζ 2 ∂ z̄ ∂ ζ̄∂ζ ∂ z̄ ∂z ∂ζ ∂ z̄∂z

Nú notfærum við okkur að ∂F/∂z = ∂ 2 F/∂z∂z = 0 og ∂F /∂z = ∂F/∂z = F 0 og höfum


því
2
(17.2.7) ∆z u(z) = ∆ζ v(ζ) F 0 (z) .

Af þessari jöfnu leiðir síðan:

Setning 17.2.3 Látum X og Y vera svæði í C = R2 , F : X → Y vera fágaða vörpun


sem er ekki föst, v : Y → C og u = v(F ). Fallið u er þýtt þá og því aðeins að v sé þýtt.


Með þessa setningu að vopni er oft hægt að ytja upplýsingar um þýð föll á Y yr
á þýð föll á svæðinu X með vörpuninni F . Til þess að útskýra þetta skulum við hugsa
okkur að við viljum leysa Dirichlet-verkefnið

(17.2.8) ∆u = 0 á X og u=ϕ á ∂X,

þar sem ϕ er geð samfellt fall á jaðrinum ∂X og gefum okkur einnig að hægt sé að
framlengja fallið F þannig að það verði samfellt og gagntækt frá lokuninni X = X ∪ ∂X
yr á lokunina Y = Y ∪ ∂Y og táknum andhverfuna með F [−1] , z = F [−1] (ζ). Gefum
okkur einnig að við getum alltaf leyst verkefnið

(17.2.9) ∆v = 0 á Y og v=ψ á ∂Y,


438 KAFLI 17. LAPLACE-VIRKINN

þar sem ψ er geð samfellt fall á jaðrinum ∂Y . Ef við setjum einfaldlega ψ(ζ) =
ϕ(F [−1] (ζ)), fyrir ζ ∈ ∂Y . Þá leiðir beint af (17.2.7) að lausn u á (17.2.8) er gen með
u(z) = v(F (z)), þar sem v er lausnin á (17.2.9).
Af tilvist á vörpuninni F er það að segja, að til er setning, sem nefnist vörpunarsetning
Riemanns og hún segir að um sérhvert einfaldlega samanhangandi svæði X 6= C gildir
að til er gagntæk fáguð vörpun F : X → E, þar sem E táknar opnu einingarskífuna.
Ef X hefur samfellt deildanlegan jaðar, þá fæst jafnframt að hægt er að framlengja F
yr í samfellda gagntæka vörpun F : X → E. Það er ertt að sanna vörpunarsetningu
Riemanns. Sönnunin er hrein tilvistarsönnun og gefur ekki neina formúlu fyrir F . Fyrir
viss svæði er hins vegar auðvelt að ákvarða vörpunina F :

Sýnidæmi 17.2.4 Brotna línulega vörpunin ζ = F (z) = (z − i)/(z + i) varpar efra


hálfplaninu H+ = {z; Im z > 0} á einingarhringinn E. Til þess að sjá það, þá athugum
við fyrst að hún uppfyllir

F (∞) = 1, F (0) = −1, og F (1) = −i.

Punktarnir 0 og 1 ákvarða línuna R ótvírætt og við vitum að F varpar línu á hring eða
línu, samkvæmt setningu 4.1.1. Fyrst hún varpar ∞ á 1, þá varpast R á hring. Nú eru
punktarnir 1, −1 og −i á einingarhringnum, svo F (R ∪ {∞}) = ∂E. Nú er F (i) = 0 og
því varpast efra hálfplanið á opnu skífuna E. 

17.3 Poisson-formúlan á hringskífu


Í þessari grein höldum við áfram með Dirichlet-verkefnið fyrir Laplace-virkjann á skífunni
Da = {(x, y); x2 + y 2 < a2 },

(17.3.1) ∆u = 0 á Da og u=ϕ á ∂Da .

Hér er ϕ geð fall á jaðri hringskífunnar ∂Da . Lausnina fundum við í grein 13.3 með því
að innleiða pólhnit og skilgreina v(r, θ) = u(r cos θ, r sin θ) og ψ(θ) = ϕ(a cos θ, a sin θ).
Lausnin er gen með formúlunni
+∞  |n|
X r
(17.3.2) v(r, θ) = cn (ψ) einθ .
n=−∞
a

Við stingum nú skilgreiningunni á Fourier-stuðlum fallsins ψ inn í óendanlegu summuna


og skiptum á röð heildis og summu,
+∞  Z π  |n|
X 1 −int r
v(r, θ) = ψ(t)e dt einθ
n=−∞
2π −π a
Z π +∞  |n| 
1 X r in(θ−t)
= e ψ(t) dt.
−π 2π n=−∞ a
17.3. POISSON-FORMÚLAN Á HRINGSKÍFU 439

Við skilgreinum Poisson-kjarnann fyrir skífuna Da = {x + iy = reiθ ; r < a} með

+∞  |n|
1 X r
(17.3.3) PDa (r, θ) = einθ
2π n=−∞ a
 ∞  n ∞  n 
1 X r inθ
X r −inθ
= 1+ e + e
2π n=1
a n=1
a
r/a e−iθ
  iθ  
1 r/a e
= 1+  + 
2π 1 − r/a eiθ 1 − r/a e−iθ
reiθ re−iθ
 
1
= 1+ +
2π a − reiθ a − re−iθ
a2 − r 2
= .
2π(a2 − 2ar cos θ + r2 )

Við getum því sett lausnina fram sem heildi,


Z π
(17.3.4) v(r, θ) = PDa (r, θ − t)ψ(t) dt
−π
a − r2 π
2 Z
ψ(t)
= 2 2
dt.
2π −π a − 2ar cos(θ − t) + r

Þessi formúla nefnist Poisson-formúla fyrir hringskífuna Da . Ef við stingum inn rétt-
hyrndum hnitum z = (x, y) = x + iy = reiθ , þá verður lausnarformúlan fyrir (17.3.1),

π
a2 − |z|2 ϕ(aeit )
Z
(17.3.5) u(z) = dt.
2π −π |z − aeit |2

Nú athugum við að bogalengdarfrymið á hringnum ∂Da er ds = a dt, þegar hann er


stikaður með t 7→ ζ = aeit og því getum við umritað (17.3.5) yr í heildi yr ∂Da með
tilliti til bogalengdarinnar,

a2 − |z|2
Z
ϕ(ζ)
(17.3.6) u(z) = ds(ζ).
2πa ∂Da |z − ζ|2

Sýnidæmi 17.3.1 Látum nú X tákna svæðið, sem takmarkast af hjartaferlinum r =


2(1 + cos θ), þ.e. X = {z = reiθ ; r < 2(1 + cos θ), −π ≤ θ ≤ π}, og hugsum okkur að við
viljum leysa verkefnið

(17.3.7) ∆u = 0 á X og u=ϕ á ∂X,

þar sem ϕ er geð samfellt fall á jaðrinum ∂X . Til þess að beita aðferðinni, sem lýst er í
grein 17.2, þá þurfum við að nna fágaða vörpun F , sem varpar X gagntækt á E.
440 KAFLI 17. LAPLACE-VIRKINN

...
y ................. ...........................................
........ .......
... ........... ......
... .....
..
........ .....
.....
. ... ... ...
...
... ... ...
.
.... ... ...
... ....... ...
...1 r = 2(1 + cos θ)
... ..
... ...
...
...
... ... ...
... ... ..
..... ..
......................................................................................................................................................
.
.. . . . .
.
..
... ....
.
... ...
.
1 x .
...
..
.

.... ... ..
.
...
... ....
. ...
..
... ... ..
... .. .....
... .. . .
...
... ..
...... .....
.. .....
.............. ......
... .............. ..
. .........
.
.... .....................................
..
..

Mynd 17.1. Hjartaferill.

1 1
Slík vörpun reynist vera ζ = F (z) = z 2 − 1, þar sem z 7→ z 2 táknar höfuðgrein kvaðr-
atrótarinnar. Vörpunin F er gagntæk og andhverfa hennar er z = F [−1] (ζ) = (ζ + 1)2 . Til
þess að sjá að ∂X varpist á einingarhringinn ∂E, þá tökum við punkt á jaðrinum z = reiθ
með r = 2(1 + cos θ) = 4 cos2 (θ/2). Hann uppfyllir
1
z 2 − 1 = 2 cos(θ/2)eiθ/2 − 1

og því er
1
|z 2 − 1|2 = 4 cos2 (θ/2) + 1 − 2Re 2 cos(θ/2)eiθ/2


= 4 cos2 (θ/2) + 1 − 4 cos2 (θ/2) = 1.

Þar með sjáum við að F varpar ∂X gagntækt á ∂E. Nú lítum við á verkefnið

(17.3.8) ∆v = 0 á E og v(ζ) = ϕ((ζ + 1)2 ), ζ ∈ ∂E.

Lausn þess er gen með Poisson-formúlunni,

1 − |ζ|2 π ϕ((eit + 1)2 )


Z
v(ζ) = dt,
2π −π |ζ − eit |2

og þar með er lausnin u á (17.3.7) gen með


1 π
1 − |z 2 − 1|2 ϕ((eit + 1)2 )
Z
u(z) = 1 dt.
2π −π |z 2 − 1 − eit |2

Ef við stingum z = 0 inn í (17.3.6) og notfærum okkur að |ζ| = a ef ζ ∈ ∂Da , þá fáum


við
Z
1
(17.3.9) u(0) = ϕ(ζ) ds(ζ).
2πa ∂Da

Bein aeiðing af þessari formúlu er:


17.4. POISSON-FORMÚLAN Á HÁLFPLANI 441

Setning 17.3.2 (Meðalgildissetning). Látum u vera þýtt fall á opinni hringskífu S(α, %)
og gerum ráð fyrir að u sé samfellt á lokuninni S(α, %). Þá er
Z Z 2π
1 1
(17.3.10) u(α) = u(ζ) ds(ζ) = u(α + %eit ) dt,
2π% ∂S(α,%) 2π 0

þ.e. gildi fallsins u í miðpunkti skífunnar er jafnt meðalgildi þess yr jaðarinn.


Sönnun: Við beitum (17.3.9) á fallið v(z) = u(α + z) með ϕ(z) = u(α + z). 

17.4 Poisson-formúlan á hálfplani


Nú skulum við láta H+ tákna efra hálfplanið, H+ = {(x, y); x ∈ R, y > 0}, og lítum á
Dirichlet-verkefnið

(17.4.1) ∆u = 0 á H+ og u=ϕ á R,

þar sem ϕ er geð fall á R. Við skulum leiða út lausnarformúlu fyrir þetta verkefni með
því að beita Fourier-ummyndun. Til þess þurfum við að gera ráð fyrir að ϕ sé heildanlegt
og að u(x, y) sé heildanlegt sem fall af x fyrir sérhvert y > 0. Við látum þá u
b(ξ, y) tákna
Fourier-mynd u með tilliti til x,
Z +∞
ub(ξ, y) = F{u(·, y)}(ξ) = e−ixξ u(x, y) dx
−∞

og gefum okkur að allar forsendur í helstu reiknireglum um Fourier-ummyndunina séu


uppfylltar, þannig að

F{∂xk u(·, y)}(ξ) = (iξ)k u


b(ξ, y) og F{∂yk u(·, y)}(ξ) = ∂yk u
b(ξ, y).

Eftir Fourier-ummyndun af öllum liðum verkefnisins (17.4.1) fæst að u


b(ξ, y) þarf að upp-
fylla 
2
−ξ u
 b(ξ, y) + ∂y2 u
b(ξ, y) = 0, ξ ∈ R, y > 0,
u
b(ξ, y) = ϕ(ξ),
b ξ ∈ R,
b(ξ, y) er takmarkað,

u y → +∞.

Fyrir fast ξ er þetta annars stigs jafna í y . Almenn lausn hennar er af gerðinni
(
A(ξ)e−|ξ|y + B(ξ)e|ξ|y , ξ 6= 0,
ub(ξ, y) =
A(0) + B(0)y, ξ = 0.

Til þess að u
b(ξ, y) haldist takmarkað ef y → +∞, þá verður B(ξ) = 0 að gilda um öll
ξ ∈ R. Þar með er A(ξ) = ϕ(ξ)
b og við höfum formúluna

b(ξ, y) = e−|ξ|y ϕ(ξ).


u b
442 KAFLI 17. LAPLACE-VIRKINN

Hægri hliðin í þessari jöfnu er margfeldi tveggja Fourier-mynda og því getum við skrifað
u(x, y) sem földun tveggja falla ef við getum reiknað út andhverfu Fourier-mynd fallsins
ξ 7→ e−|ξ|y . Það er auðvelt, því í sýnidæmi 6.2.1 sýndum við fram á að F{e−|ξ|y }(x) =
2y/(x2 + y 2 ) og þar með gefur andhverfuformúlan að F{PH+ (·, y)}(ξ) = e−|ξ|y þar sem
PH+ er Poisson-kjarninn fyrir efra hálfplanið,
y
(17.4.2) PH+ (x, y) = , (x, y) ∈ R2 \ {(0, 0)}.
π(x2 + y2)
Földunarreglan í setningu 6.4.1 gefur okkur nú lausnarformúluna
y +∞
Z
ϕ(t)
(17.4.3) u(x, y) = PH+ (·, y) ∗ ϕ(x) = dt.
π −∞ (x − t)2 + y 2
Þessi formúla nefnist Poisson-formúla á efra hálfplaninu. Í útleiðslu okkar á (17.4.3)
gengum við út frá því að fallið ϕ væri heildanlegt, en Poisson-formúlan gildir ef við gerum
ráð fyrir að ϕ sé samfellt og takmarkað á R.

Sýnidæmi 17.4.1 (Dirichlet-verkefnið á fjórðungi). Nú þegar við þekkjum lausnar-


formúluna fyrir Dirichlet-verkefnið á hálfplani, þá er auðvelt að beita aðferðinni sem lýst
er í lok greinar 17.2 til þess að leysa hliðstætt verkefni á fjórðungi af planinu,

∆u = 0,
 x > 0, y > 0,
(17.4.4) u(x, 0) = ϕ1 (x), x ≥ 0,

u(0, y) = ϕ2 (y), y ≥ 0,

þar sem föllin ϕ1 og ϕ2 eru samfelld á R+ og ϕ1 (0) = ϕ2 (0). Við látum X = {z = x + iy; x > 0, y > 0}
tákna fjórðunginn og Y = {ζ = ξ + iη; η > 0} tákna efra hálfplanið. Fallið F , sem geð
er með

(17.4.5) ζ = ξ + iη = F (z) = z 2 = x2 − y 2 + 2ixy,


skilgreinir gagntæka vörpun frá X á Y . Við skilgreinum nú samfellda fallið ψ á R með
( √
ϕ1 ( ξ), ξ ≥ 0,
ψ(ξ) = √
ϕ2 ( −ξ), ξ < 0.

Nú látum við v tákna lausnina á ∆v = 0 á Y með jaðargildin v(ξ, 0) = ψ(ξ) ef ξ ∈ R.


Samkvæmt Poisson-formúlunni (17.4.3) er
η +∞
Z
ψ(t) dt
v(ζ) = , ζ = ξ + iη ∈ Y.
π −∞ (ξ − t)2 + η 2
Nú setjum við inn ξ = x2 − y 2 og η = 2xy samkvæmt (17.4.5 og fáum þá lausnarformúlu
fyrir (17.4.4),
√ √
2xy +∞
Z  
ϕ1 ( t) ϕ2 ( t)
(17.4.6) u(z) = + dt.
π 0 (x2 − y 2 − t)2 + 4x2 y 2 (x2 − y 2 + t)2 + 4x2 y 2

17.5. GREEN-FORMÚLURNAR 443

17.5 Green-formúlurnar
Látum nú X vera opið hlutmengi í R2 og látum D vera takmarkað hlutsvæði í X með
jaðar ∂D, sem er samfellt deildanlegur á köum og innihaldinn í X . Ef F~ : X → R2 er
samfellt deildanlegt vigursvið á X , þá gefur Gauss-setningin
ZZ Z
∇ · F~ dA = F~ · ~n ds,
D ∂D

þar sem ∇· = div er sundurleitnivirkinn, dA er atarmálsfrymið á R2 , ~n táknar ytri


þvervigurinn á jaðrinum og ds er bogalengdarfrymið á jaðrinum. Með því að beita Gauss-
setningunni á sértilfellið F~ = v∇u þar sem u, v ∈ C 2 (X) og ∇ = grad er stigullinn, þá
fáum við fyrstu formúlu Greens,
Z ZZ ZZ
∂u
(17.5.1) v ds = ∇v · ∇u dA + v∆u dA.
∂D ∂n D D

Hér er ∂u/∂n = ∇u · ~n stefnuaeiða u í stefnu ytri þvervigursins á jaðrinum. Ef við


skiptum á hlutverkum u og v , þá fáum við
Z ZZ ZZ
∂v
(17.5.2) u ds = ∇u · ∇v dA + u∆v dA.
∂D ∂n D D

Tökum nú mismuninn af þessum tveimur jöfnum. Þá fáum við aðra formúlu Greens,
Z   ZZ
∂v ∂u
(17.5.3)

u −v ds = u∆v − v∆u dA.
∂D ∂n ∂n D

Þessar formúlur eiga sér hliðstæður í þremur víddum. Þá látum við X vera opið hlutmengi
í R3 og látum D vera takmarkað hlutsvæði í X með jaðar ∂D innihaldinn í X . Við gefum
okkur að jaðarinn sé samfellt deildanlegur ötur. Ef F~ : X → R3 er samfellt deildanlegt
vigursvið á X , þá gefur Gauss-setningin
ZZZ ZZ
~
∇ · F dV = F~ · ~n dS,
D ∂D

þar sem dV er rúmmálsfrymið í R3 , ~n táknar ytri þvervigurinn á jaðrinum og dS er


atarmálsfrymið á jaðrinum. Með því að beita Gauss-setningunni á sértilfellið F~ = v∇u
eins og áður þar sem u, v ∈ C 2 (X), þá fáum við fyrstu formúlu Greens,
ZZ ZZZ ZZZ
∂u
(17.5.4) v dS = ∇v · ∇u dV + v∆u dV.
∂D ∂n D D

Með sama hætti og áður fáum við aðra formúlu Greens,


ZZ   ZZZ
∂v ∂u
(17.5.5)

u −v dS = u∆v − v∆u dV.
∂D ∂n ∂n D

Nú er nauðsynlegt að samhæfa ritháttinn fyrir heildi í öllum víddum, til þess að þurfa ekki
að endurtaka röksemdafærslur, sem eru óháðar víddinni á rúminu. Við hættum því að
444 KAFLI 17. LAPLACE-VIRKINN

skrifa margföld heildi og táknum óháðu breyturnar með x = (x1 , . . . , xn ), ξ = (ξ1 , . . . , ξn )


o.s.frv. Ef fall u er geð á einhverju opnu mengi D í Rn sem hefur samfellt deildanlegan
jaðar ∂D, þá táknum við rúmheildið af u yr D og atarheildið af u yr ∂D með
Z Z
u dx og u dS.
D ∂D

Ef víddin er 2, þá er dS bogalengdarfrymi, en ef víddin er 3, þá er dS atarmálsfrymi.


Gauss-formúlurnar gilda raunar þó svo að jaðarinn sé ekki samfellt deildanlegur í öllum
punktum. Í tveimur víddum dugir að hann sé samfellt deildanlegur á köum og í þremur
víddum mega vera horn og brot í jaðrinum. Sem dæmi getum við tekið tening eða einhvern
annan margötung. Við munum segja að jaðar á svæði X í Rn sé sléttur, ef hægt er að
beita Gauss-setningunni á samfelld vigursvið F~ : X → Rn sem eru samfellt deildanleg á
X.
Við eigum eftir að sjá Green-formúlurnar notaðar á margvíslegan hátt. Ein skemmtileg
beiting á þeim er sönnun á meðalgildissetningunni. Gerum nú ráð fyrir að X sé opið
hlutmengi í R3 og að X innihaldi D þar sem D er eitthvert takmarkað svæði með sléttan
jaðar. Ef u ∈ C 2 (X) ∩ C(X), þá gefur önnur formúla Greens að
Z Z
∂u
(17.5.6) dS = ∆u dx.
∂D ∂n D

Ef u er þýtt fall, þá fáum við


Z
∂u
(17.5.7) dS = 0.
∂D ∂n

Nú skulum við láta D = B(0, r) vera lokuðu kúluna með miðju í 0 og geislann r. Athugum
að ytri þvervigurinn á ∂B(0, r) í punktinum x = (x1 , x2 , x3 ) er ~n = ~er = (x1 /r, x2 /r, x3 /r).
Þar með er
∂u x1 ∂u x2 ∂u x3 ∂u ∂v
= + + = ,
∂n r ∂x1 r ∂x2 r ∂x3 ∂r
þar sem fallið v er framsetning á u í kúluhnitum,

v(r, θ, φ) = u(r sin θ cos φ, r sin θ sin φ, r cos θ).

Nú stikum við yrborð kúlunnar og fáum


Z Z π Z 2π
∂u ∂v
(17.5.8) dS = (r, θ, φ) r2 sin θ dθdφ.
∂B(0,r) ∂n 0 0 ∂r

Flatarmál kúluyrborðsins er a(∂B(0, r)) = 4πr2 svo meðalgildi fallsins u yr ∂B(0, r) er
Z Z π Z 2π
1 1
u dS = 2
v(r, θ, φ) r2 sin θ dθdφ
a(∂B(0, r)) ∂B(0,r) 4πr 0 0
Z π Z 2π
1
= v(r, θ, φ) sin θ dθdφ.
4π 0 0
17.6. HÁ- OG LÁGGILDISLÖGMÁL FYRIR ÞÝÐ FÖLL 445

Ef við gefum okkur að u sé þýtt fall, þá gefa (17.5.7) og (17.5.8) að


 Z  Z π Z 2π
∂ 1 1 ∂v
u dS = (r, θ, φ) sin θ dθdφ = 0.
∂r a(∂B(0, r)) ∂B(0,r) 4π 0 0 ∂r

Þetta meðalgildi er því óháð geislanum r á kúlunni. Greinilegt er að


 Z  Z π Z 2π
1 1
lim u dS = v(0, θ, φ) sin θ dθdφ = u(0).
r→0 a(∂B(0, r)) ∂B(0,r) 4π 0 0

Þar með höfum við:

Setning 17.5.1 (Meðalgildissetning). Látum u vera þýtt fall á opnu mengi X í R3 og


gerum ráð fyrir að lokaða kúlan B(α, r) með miðju í α og geislann r sé innihaldin í X .
Þá er Z
1
u(α) = u dS.
4πr2 ∂B(α,r)


Sönnun: Við höfum sannað þessa reglu í sértilfellinu α = 0 hér að framan og fáum almenna
tilfellið með því að hliðra upphafspunktinum í α. 
Með nákvæmlega sömu aðferð er hægt að sanna meðalgildissetninguna í öllum rúm-
víddum n.

17.6 Há- og lággildislögmál fyrir þýð föll


Mikilvægasta aeiðing meðalgildissetningarinnar er:

Setning 17.6.1 (Há- og lággildislögmál). Látum X vera takmarkað svæði í Rn , n = 2, 3


og látum u : X → R vera fall sem er þýtt á X og samfellt á lokuninni X . Þá tekur u
hæsta og lægsta gildi sitt á jaðrinum ∂X . Ef hæsta eða lægsta gildi er tekið í innri punkti,
þá er u fastafall. 

Sönnun: Fyrri staðhængin leiðir beint af þeirri síðari. Fyrst u er samfellt á X , þá tekur
u hæsta gildi sem við táknum með M . Við setjum A = {z; u(z) = M }. Ef A 6= X ,
þá hefur A jaðarpunkt α ∈ X . Sérhver lokuð kúla B(α, r) ⊂ X sker bæði A og X \ A
og þar með er hægt að velja r þannig að einhver opinn ötur í jaðrinum ∂B(α, r) skeri
X \ A. Á þessum opna eti er u < M og þar með er meðalgildi u yr allan jaðarinn
< M . Gildið í miðpunktinum α er M , svo þetta er mótsögn við meðalgildisregluna. Við
höfum þar með sannað að hágildi er ekki tekið í innri punkti nema u sé fastafall. Við
fáum lággildislögmálið með því að beita hágildislögmálinu á −u. 
Af hágildislögmálinu leiðir síðan ótvíræðni í lausn Dirichlet-verkefnisins fyrir Poisson-
jöfnuna:
446 KAFLI 17. LAPLACE-VIRKINN

Setning 17.6.2 Látum X vera takmarkað svæði í Rn , n = 2, 3, og gerum ráð fyrir að til
sé u ∈ C 2 (X) ∩ C(X) sem uppfyllir

∆u = f á X og u=ϕ á ∂X,

þar sem f ∈ C(X) og ϕ ∈ C(∂X) eru gen föll. Þá er u ótvírætt ákvarðað. 

Sönnun: Ef u1 og u2 eru tvær lausnir á verkefninu, þá uppfyllir mismunurinn v = u1 − u2


Laplace-jöfnuna ∆v = 0 á X og v = 0 á ∂X . Með því að beita há- og lággildislögmálinu
á föllin Re v og Im v , þá fáum við að v er núllfallið og þar með að u1 = u2 . 

17.7 Green-föll
Í þessari grein ætlum við að fást við úrlausn á Poisson-jöfnunni með Dirichlet-jaðarskilyrðum
á svæðum X ⊂ Rn , þar sem n getur verið 2 eða 3,

(17.7.1) ∆u = f á X og u=ϕ á ∂X,

og við sýnum fram á að oft sé hægt að setja lausnina fram með heildum af gerðinni
Z Z
(17.7.2) u(x) = PX (x, ξ)ϕ(ξ) dS(ξ) + GX (x, ξ)f (ξ) dξ x ∈ X,
∂X X

þar sem PX og GX nefnast Poisson-kjarni og Green-fall fyrir Laplace-virkjann á svæðinu


X . Byrjum á því að gera ráð fyrir að X sé opið takmarkað hlutmengi í Rn með sléttan
jaðar. Við skilgreinum fallið E með

1

 ln |x|, x ∈ Rn \ {0}, n = 2,

E(x) = 2π −1

 , x ∈ Rn \ {0}, n = 3.
4π|x|

Munið að |x| táknar lengd vigurs í Rn . Athugið að fallið E er þýtt á Rn \ {0}. Við festum
nú einn punkt x ∈ X og lítum á fallið

ξ 7→ E(x − ξ) = E(ξ − x).

Þetta fall er þýtt á C \ {x} og tekur gildið −∞ í x, svo við skerum litla kúlu B(x, ε)
umhvers x úr X og lítum á Xε = X \ B(x, ε) eins og sýnt er á myndinni.
................................
.................................... .............
........ ............ ........ ......
..... ............ ....... .....
...
. ....................................... ...
...
...
.... ..
........................
. ..
............... ................ ... .....
... .
.. ....... ...
... .... .. .
∂Xε
..

x•ε
... ........ .. . ... ...
. ....
..
... ......
..
. .
..
... .... . ...
................ . ..
... . ..... .... ..
.. ..
.
.. ....... ...... .. ... ... ... ..
.. ........... .
. .. ... .. . . .
.. ..... ... ...
...
....
.....
......
Xε ....................
................
.............................................................................
.....
...

........ .......
.............................................

Mynd 17.2. Svæðið Xε .


17.7. GREEN-FÖLL 447

Önnur formúla Greens gefur okkur þá


Z   Z
∂E ∂u
(17.7.3) u(ξ) (x − ξ) − E(x − ξ) (ξ) dS(ξ) = − E(x − ξ)∆u(ξ) dξ.
∂Xε ∂n ∂n Xε

Jaðarinn ∂Xε samanstendur af tveimur hlutum, ∂X og ∂B(x, ε). Í punkti ξ á hringnum


∂B(x, ε) er stefna ytri þvervigursins inn í kúluna og því er
  
∂ 1 1
− ln r =− , n = 2,


∂E 
∂r  2π  r=ε 2πε
(x − ξ) =
∂n ∂ −1 −1
− = , n = 3.


∂r 4πr r=ε 4πε2

Þar með er
Z Z
∂E 1
(17.7.4) lim u(ξ) (x − ξ) dS(ξ) = − lim u dS = −u(x).
ε→0 ∂B(x,ε) ∂n ε→0 a(∂B(x, ε)) ∂B(x,ε)

Athugið að síðasta markgildið er tekið af meðalgildi u á ∂B(x, ε) og vegna samfelldni u


stefnir það á u(x). Ef n = 2, þá er seinni liðurinn í vinstri hlið (17.7.3) jafn
Z Z
∂u 1 ∂u
(17.7.5) lim E(x − ξ) (ξ) dS(ξ) = lim εln ε dS = 0.
ε→0 ∂B(x,ε) ∂n ε→0 a(∂B(x, ε)) ∂B(x,ε) ∂n
Ef n = 3, fæst sams konar markgildi með ε í stað ε ln ε. Fyrst fallið ξ 7→ E(x − ξ) er
heildanlegt í grennd um x, þá fáum við að
Z Z
(17.7.6) lim E(x − ξ)∆u(ξ) dξ = E(x − ξ)∆u(ξ) dξ.
ε→0 Xε X

Nú getum við látið ε → 0 í (17.7.3) og notfært okkur (17.7.4), (17.7.5) og (17.7.6). Við
fáum þá
Z  
∂E ∂u
(17.7.7) u(x) = u(ξ) (x − ξ) − E(x − ξ) (ξ) dS(ξ)
∂X ∂n ∂n
Z
+ E(x − ξ)∆u(ξ) dξ.
X

Látum nú v vera þýtt fall á X sem er samfellt á lokuninni og beitum annarri formúlu
Greens,
Z   Z
∂v ∂u
(17.7.8) 0= u(ξ) (ξ) − v(ξ) (ξ) dS(ξ) + v(ξ)∆u(ξ) dξ.
∂X ∂n ∂n X

Nú leggjum við saman (17.7.7) og (17.7.8) og fáum þá


Z  
∂E ∂v
(17.7.9) u(x) = u(ξ) (x − ξ) + (ξ) dS(ξ)
∂X ∂n ∂n
Z  
∂u
− E(x − ξ) + v(ξ) (ξ) dS(ξ)
∂X ∂n
Z  
+ E(x − ξ) + v(ξ) ∆u(ξ) dξ.
X
448 KAFLI 17. LAPLACE-VIRKINN

Hugsum okkur nú að við gætum ákvarðað fall v sem er háð x og ξ þannig að ξ 7→ v(x, ξ)
er þýtt og E(x − ξ) + v(x, ξ) = 0, ef x ∈ ∂X og ξ ∈ X . Þá verður miðliðurinn í (17.7.9)
að núlli.

Skilgreining 17.7.1 Green-fall á svæðinu X er fall GX : X × X → C, þannig að fyrir


sérhvert ξ ∈ X er x 7→ GX (x, ξ) tvisvar samfellt deildanlegt í X \ {ξ} og
(i) ∆x GX (x, ξ) = 0 á X \ {ξ}.
(ii) GX (x, ξ) = 0 ef x ∈ ∂X og ξ ∈ X . Ef X er ótakmarkað, þá er

lim GX (x, ξ) = 0.
bz→∞
z∈X

(iii) Unnt er að skrifa GX (x, ξ) = E(x − ξ) + w(x, ξ), þar sem fallið x 7→ w(x, ξ) er þýtt
á öllu X . 

Það eru einkum tveir eiginleikar Green-fallsins sem við þurfum að nota, ótvíræðni og
samhverfa:

Setning 17.7.2 Látum X vera takmarkað svæði með sléttan jaðar og gerum ráð fyrir að
til sé Green-fall GX á X . Þá er GX ótvírætt ákvarðað og GX (x, ξ) = GX (ξ, x) fyrir öll
x, ξ ∈ X . 

Sönnun: Hugsum okkur að við höfum tvö Green-föll Gj (x, ξ) = E(x−ξ)+wj (x, ξ), j = 1, 2
á X . Skilyrðið (iii) segir okkur að fyrir sérhvert ξ ∈ X er fallið x 7→ G1 (x, ξ) − G2 (x, ξ) =
w1 (x, ξ) − w2 (x, ξ) þýtt og það tekur gildið 0 á jaðrinum. Þar með er þetta núllfallið og
við höfum G1 = G2 .
Til þess að sanna samhverfuna, þá veljum við tvo punkta x0 og ξ0 . Við ætlum síðan
að beita annarri formúlu Greens á föllin u(x) = GX (x, x0 ) og v(x) = GX (x, ξ0 ) til þess
að sanna að GX (ξ0 , x0 ) = u(ξ0 ) = v(x0 ) = GX (x0 , ξ0 ). Ef x0 = ξ0 , þá er ekkert að
sanna, svo við megum gera ráð fyrir að x0 6= ξ0 . Við látum ε vera svo lítið að skífurnar
B(x0 , ε) og B(ξ0 , ε) séu sundurlægar og innihaldnar í X . Við lítum síðan á mengið Xε =
X \ B(x0 , ε) ∪ B(ξ0 , ε) .
..................................
........................................ ..............
......... ......... .......
.....
............ ....... .....
...
.
.........
........... ............ ....
...
.. ...................
... ...... .
.... .... .... ...
. ........... .
...................... ..
.... . .....
. .................... .
....... ..... ...
... . . . . .
x0•ε
...
........................ . . . .
... ..
..
..
... .
....
.....
.
.
.... ......
.... ..........................
.... .
..
.
.
.
... . ......... ...
... ..
.
.
... ..
. .
.
.
. ....................
.
..
.
. ..
..
.. ∂Xε
ξ0•ε
.
. .
. . . .. .... .
.
... ..... ..
... .
. ... ... .
. .... ..... ..
... .......................... .... . . ....... .
. ......... .
..
...
...
................... ................... ..
..
... .... ... ....
... ....... .......... ....
.... .......... .
.......
.....
......
....... Xε
......... ......
.......
.............
................................................................................................. ....

.............................................

Mynd 17.3. Svæðið Xε .

Nú er ∆u = ∆v = 0 á Xε og u = v = 0 á ∂X . Jaðarinn á Xε er ∂Xε = ∂X ∪ ∂B(x0 , ε) ∪


∂B(ξ0 , ε). Ef við beitum annarri formúlu Greens, þá fáum við
Z   Z  
∂v ∂u ∂v ∂u
(17.7.10) 0= u −v dS + u −v dS.
∂B(x0 ,ε) ∂n ∂n ∂B(ξ0 ,ε) ∂n ∂n
17.7. GREEN-FÖLL 449

Hér er ytri þveraeiðan tekin út úr svæðinu Xε . Athugum síðan að í tilfellinu n = 2 er

1 1
u(x) = ln |x − x0 | + w(x, x0 ) og v(x) = ln |x − ξ0 | + w(x, ξ0 ).
2π 2π
Í punkti x = x0 + iεeit ∈ ∂B(x0 , ε) er

1 ∂u −1 ∂
u(x) = ln ε + w(x0 + εeit , x0 ) og (x) = − w(x0 + εeit , x0 ),
2π ∂n 2πε ∂r
og í punkti x = ξ0 + iεeit ∈ ∂B(ξ0 , ε) er

1 ∂v −1 ∂
v(x) = ln ε + w(ξ0 + εeit , ξ0 ) og (x) = − w(ξ0 + εeit , ξ0 ).
2π ∂n 2πε ∂r
Með nákvæmlega sömu röksemdafærslu og leiddi til (17.7.4) og (17.7.5) fáum við að hægt
er að taka markgildi í (17.7.10) og að það er 0 = v(x0 ) − u(ξ0 ), sem jafngildir því að
GX (x0 , ξ0 ) = GX (ξ0 , x0 ). Tilfellið n = 3 er meðhöndlað á nákvæmlega sama hátt. 
Niðurstaðan úr þessum erðu útreikningum er, að ef GX er Green-fall takmarkaðs
svæðis X og við gerum ráð fyrir að ytri þveraeiðan ∂GX (x, ξ)/∂n af GX með tilliti til ξ
sé til ef x ∈ X og ξ ∈ ∂X , þar sem ekki er brot á jaðrinum ∂X , þá gefur (17.7.9) okkur
Z Z
∂GX
(17.7.11) u(x) = (x, ξ)u(ξ) dS(ξ) + GX (x, ξ)∆u(ξ) dξ.
∂X ∂n X

Einnig fáum við lausnarformúlu fyrir verkefnið ∆u = f á X með u = ϕ á ∂X , þar sem f


er geð samfellt fall á X og ϕ er geð samfellt fall á ∂X , því
Z Z
∂GX
(17.7.12) u(x) = (x, ξ)ϕ(ξ) dS(ξ) + GX (x, ξ)f (ξ) dξ.
∂X ∂n X

Sýnidæmi 17.7.3 (Green-fall skífu og kúlu). Látum nú Da = {x ∈ Rn ; |x| < a} vera


skífu/kúlu í R með miðpunkt 0 og geisla a. Til þess að ákvarða Green-fall Da , þá
n

þurfum við að nna fall wa þannig að GDa (x, ξ) = E(x − ξ) + wa (x, ξ) uppfylli skilyrðin
í skilgreiningu 17.7.1. Þetta er hægt að gera með svokallaðri speglunaraðferð. Hún er
hugsuð þannig að fyrst tökum við ξ ∈ Da , ξ 6= 0. Við lítum síðan á spegilpunkt ξ um
hringinn/kúluötinn ∂Da , sem táknaður er með ξ ∗ . Hann liggur á geislanum frá 0 gegnum
ξ utanvert við ∂Da og uppfyllir |ξ||ξ ∗ | = a2 . Þar með er ξ ∗ = ξa2 /|ξ|2 .

......................... . ......................... .
............ ....... ....... ............ ....... .......
....... ...... ....... ....... ...... .......
......
....
.....
.....
..... •
... ............
.......
....... ....
.....
...... .....
.....
... ............
.......
.......
.
...
.. .....
.......... ξ∗ .
...
..
ξ • .....
...........

....
...
...
..

.......
.......
....... ....
...
... ....
...
...
• aξ/|ξ|
..
....... ... ..
......... .. ...
....... .... .... ....
.....
0• ......
.
......
...
ξ ...
...
.....
0•
......
............
.
.
.......
.. .....
..
.....
...
.
...
...
... ... ...
... ....... ... ..... ...
.. ....... ... .. ..
...
...
.
..
.
...
... • ....... ... .
....... .. ..
.
...
...
.....
.....
...
.....
...
. ...
...
.....
.....
|ξ|x/a x• ..........
.....
. ..
... .............
.......
...... .......... ...... ... ...... .......
........ .. ........ . . .......
......................................... ......................................... .......
.

Mynd 17.3. Speglun um hring og kúluöt.


450 KAFLI 17. LAPLACE-VIRKINN

Í ljós kemur að hægt er að velja wa (x, ξ) = −E((x − ξ ∗ )|ξ|/a). Fyrst ξ ∗ er utanvert við
hringinn og E er þýtt á Rn \ {0}, þá er ljóst að fallið x 7→ wa (x, ξ) er þýtt á Da , svo
skilyrði (i) og (iii) í skilgreiningu 17.7.1 eru uppfyllt. Til þess að sanna að (ii) sé uppfyllt
þá athugum við, að ef x ∈ ∂Da , þá eru þríhyrningarnir með hornpunktana 0, x, ξ og
0, aξ/|ξ|, |ξ|x/a einslaga og þar með er
|x − ξ| = |ξ|x/a − aξ/|ξ| = |x − a2 ξ/|ξ|2 ||ξ|/a = |x − ξ ∗ ||ξ|/a.

Þetta segir okkur að GDa (x, ξ) = E(x − ξ) − E((x − ξ ∗ )|ξ|/a) = 0 ef x ∈ ∂Da . Niðurstaðan
er nú að
(17.7.13) GDa (x, ξ) = E(x − ξ) − E((x − a2 ξ/|ξ|2 )|ξ|/a)
1 1
 
 ln |x − ξ| −
 ln |x − a2 ξ/|ξ|2 ||ξ|/a , n = 2,
= 2π −1 2π
1
 + , n = 3.
4π|x − ξ| 4π|x − a2 ξ/|ξ|2 ||ξ|/a


Sýnidæmi 17.7.4 (Green-fall hálfplans og hálfrúms.). Skoðum nú H+ = {x ∈ Rn ; xn > 0},
sem er efra hálfplanið/hálfrúmið. Jaðar þess ∂H+ er rauntalnalínan R í C = R2 , ef n = 2,
en x1 x2 -planið, ef n = 3. Eftir að hafa séð speglunaraðferðina í sýnidæmi 17.7.3, þá sjáum
við í hendi okkar að skilyrðin í skilgreiningu 17.7.1 eru uppfyllt fyrir
GH+ (x, ξ) = E(x − ξ) − E(x − ξ ∗ ),
þar sem ξ ∗ táknar núna spegilpunkt ξ um línuna/planið ∂H+ , ξ ∗ = (ξ1 , −ξ2 ) ef n = 2 og
ξ ∗ = (ξ1 , ξ2 , −ξ3 ) ef n = 3.
...
xn .................
...
...
..
ξ• .......
..
... .......
.......
... .......
... ...
..........
.....
.. •
..................................................................................................................................
x .......
...
...
.......
.......
.......
.......
x1 , . . . , xn−1
... .......
∗•
... .......
...
...
...
ξ
...
..

Mynd 17.4. Speglun um línu og plan.

Niðurstaðan er því
1 1

 ln |x − ξ| −
 ln |x − ξ ∗ |, n = 2, ξ ∗ = (ξ1 , −ξ2 ),
(17.7.14) GH+ (x, ξ) = 2π 2π
−1 1
 + , n = 3, ξ ∗ = (ξ1 , ξ2 , −ξ3 ).
4π|x − ξ| 4π|x − ξ ∗ |


Nú skulum við innleiða ritháttinn z og ζ fyrir punkta í R2 = C eins og venja er í
tvinnfallagreiningu og láta E = {z ∈ C; |z| < 1} tákna einingarskífuna í C. Auðvelt er að
sannfæra sig út frá (17.7.13) um að
 
1 1 x−ξ
GE (z, ζ) = ln |x − ξ| − ln |1 − ζz| = ln .
2π 2π 1 − ζz
17.8. POISSON-KJARNAR 451

Gerum nú ráð fyrir að X og Y séu opin mengi í C, að F : X → Y sé samfelld og


gangtæk vörpun, sem er fáguð á X . Gerum einnig ráð fyrir að við þekkjum Green-fall
mengisins Y og að við viljum ákvarða Green-fall X . Þetta reynist vera auðvelt, því

(17.7.15) GX (z, ζ) = GY (F (z), F (ζ)), z, ζ ∈ X.

Til þess að sjá að þessi formúla gildir, þá athugum við að hægt er að skrifa
1
GY (z1 , ζ1 ) = ln |z1 − ζ1 | + wY (z1 , ζ1 ),

og því uppfyllir
1 1
GX (z, ζ) = ln |z − ζ| + ln |(F (z) − F (ζ))/(z − ζ)| + wY (F (z), F (ζ)),
2π 2π
skilyrðin (i)-(iii) í skilgreiningu 17.7.3, því fallið
1
z 7→ wX (z, ζ) = ln |(F (z) − F (ζ))/(z − ζ)| + wY (F (z), F (ζ))

er þýtt, því samskeyting af þýðu og fáguðu falli er þýtt samkvæmt setningu 17.2.3.

Sýnidæmi 17.7.5 Í sýnidæmi 17.3.1 skoðuðum við svæðið sem takmarkast af hjartaferl-
inum r = 2(1 + cos θ), þ.e.

X = {z = reiθ ; r < 2(1 + cos θ)}.


1
Við sáum þá að vörpunin z 7→ z 2 − 1 varpar X á E og því er
 
1 1 1 1 1
GX (z, ζ) = ln |z 2 − ζ 2 | − ln |1 − (z 2 − 1)(ζ − 1)| ,
2
z, ζ ∈ X.



17.8 Poisson-kjarnar
Í grein 17.3 leystum við Dirichlet-verkefnið fyrir hringskífu og í grein 17.4 leystum við
Dirichlet-verkefnið fyrir hálfplan. Í báðum tilfellunum leiddum við út lausnarformúlu,
sem er heildi yr jaðarinn á svæðinu og hægt er að líta á það sem földun á jaðargildunum
og kjarna, sem við nefndum Poisson-kjarna. Nú ætlum við að alhæfa þessar formúlur, en
við sáum í (17.7.12) að lausnarformúla fyrir verkefnið

(17.8.1) ∆u = 0 á X og u=ϕ á ∂X,

er gen með heildinu


Z
∂GX
(17.8.2) u(z) = (z, ζ)ϕ(ζ) dS(ζ).
∂X ∂n
452 KAFLI 17. LAPLACE-VIRKINN

Skilgreining 17.8.1 Látum X vera svæði í C og látum GX vera Green-fall á X . Gerum


ráð fyrir að jaðarinn ∂X sé samfellt deildanlegur á köum og skilgreinum
∂GX
PX (z, ζ) =(z, ζ),
∂n
ef z ∈ X og ζ ∈ ∂X er punktur, þar sem ytri þvervigurinn ~n(ζ) er vel skilgreindur og
∂GX GX (z, ζ − ε~n(ζ)) − GX (z, ζ)
(z, ζ) = lim .
∂n ε→0+ −ε

Auðvelt er að sannfæra sig um að
1 − |z|2

it ∂GE
it
PE (z, e ) = (z, re ) = ,
∂r r=1 2π|z − eit |2
í samræmi við útreikningana í grein 17.3, og að

∂GH+ (z, ζ + iη) ζ
PH+ (z, ζ) = − = ,
∂η
η=0 π(z + ζ 2 )
2

í samræmi við útkomuna í grein 17.4.


Gerum nú ráð fyrir að við höfum gagntæka vörpun F : X → Y sem varpar jaðrinum
∂X gagntækt á ∂Y og er fáguð á X . Til einföldunar skulum við gera ráð fyrir að ζ 7→
GX (z, ζ) sé samfellt deildanlegt í grennd um X fyrir öll z ∈ X og að ζ 7→ GY (z, ζ)
sé samfellt deildanlegt í grennd um Y fyrir öll z ∈ Y . Ef ζ ∈ ∂X og γ(s) er stikun
á ∂X í grennd um ζ með tilliti til bogalengdarinnar s, γ(0) = ζ og umferðarstefnan
er jákvæð miðað við svæðið X , þá er einingarsnertill í ζ genn sem T~ (ζ) = γ 0 (0) og
einingarþvervigurinn er því ~n(ζ) = −iT~ (ζ) = −iγ 0 (0).
Ef u er samfellt deildanlegt fall í grennd um ζ , þá er
∂u
(ζ) = gradu(ζ) · ~n(ζ)
∂n   
∂u ∂u 0
= Re (ζ) − i (ζ) (−i)γ (0)
∂ξ ∂η
 
∂u 0
= 2Im (ζ)γ (0) .
∂ζ
Nú er F (γ(s)) stikun á jaðrinum ∂Y umhvers punktinn F (ζ) og snertill er F (γ) 0 (0) =


F 0 (ζ)γ 0 (0). Einingarsnertill er síðan F 0 (ζ)γ 0 (0)/|F 0 (ζ)|. Nú skrifum við u = v(F ), þar
sem v er samfellt deildanlegt í grennd um F (ζ). Þá sjáum við að
 
∂u ∂v 0 0
(ζ) = 2Im (F (ζ))F (ζ)γ (0)
∂n ∂ζ
∂v
= (F (ζ))|F 0 (ζ)|.
∂n
Nú beitum við þessari formúlu á fallið z 7→ GX (z, ζ) = GY (F (z), F (ζ)) og fáum samband
milli Poisson-kjarnanna á X og Y ,
(17.8.3) PX (z, ζ) = PY (F (z), F (ζ))|F 0 (ζ)|, z ∈ X, ζ ∈ ∂X.
17.9. HNIKAREIKNINGUR OG JAÐARGILDISVERKEFNI 453

17.9 Hnikareikningur og jaðargildisverkefni


Oft eru jaðargildisverkefni jafngild ákveðnum útgildisverkefnum, sem snúast um að há-
marka eða lágmarka ákveðin orkuheildi. Gott dæmi er Dirichlet-verkefnið fyir Poisson-
jöfnuna,
(17.9.1) −∆u = f á X og u=g á ∂X.
Það tengist orkuheildinu
Z Z
(17.9.2) E[w] = 1
2
2
|∇w| dx − f w dx,
X X

þar sem við gerum ráð fyrir að X sé takmarkað svæði í Rn með sléttan jaðar og f og g
eru gen samfelld föll á X og ∂X . Við hugsum okkur að vörpunin w 7→ E[w] sé skilgreind
á Vg , mengi allra falla w ∈ C 2 (X) ∩ C(X) sem uppfylla jaðarskilyrðið u = g á ∂X . Fall
v ∈ C 2 (X) ∩ C(X), sem uppfyllir óhliðruðu jaðarskilyrðin, nefnist leyleg hnikun á föllum
í Vg . Athugið að fyrir slík föll er w + sv ∈ Vg fyrir öll w ∈ Vg og öll s ∈ R og við fáum að
orkuheildið er
Z Z
1 2
|∇v|2 dx.

E[w + sv] = E[w] + s ∇w · ∇v − f v dx + 2 s
X X

Ef við beitum fyrstu formúlu Greens og notfærum okkur að v = 0, á ∂X , þá fáum við


Z Z
(17.9.3) 1 2
|∇v|2 dx.

E[w + sv] = E[w] − s ∆w + f v dx + 2 s
X X

Af þessu sjáum við að


Z
d
(17.9.4)

E[w + sv]
=− ∆w + f v dx
ds s=0 X

og
d2
Z
(17.9.5)

E[w + sv] = |∇v|2 dx.
ds2 s=0 X

Setning 17.9.1 (Lögmál Dirichlets). Fallið u ∈ C 2 (X) ∩ C(X) er lausn á Dirichlet-


verkefninu (17.9.1) þá og því aðeins að E[w] ≥ E[u] fyrir öll w ∈ C 2 (X) ∩ C(X) sem
uppfylla w = g á ∂X . 
Sönnun: Ef u er lausn á (17.9.1) og w ∈ C 2 (X) ∩ C(X) uppfyllir w = g á ∂X , þá er
v = w − u leyleg hnikun á föllum í Vg . Þar með gefur (17.9.3) að
Z
E[w] = E[u + v] = E[u] + 21
|∇v|2 dx ≥ E[u].
X

Öfugt, ef u er fall í Vg sem lágmarkar orkuheildið og v er leyleg hnikun á föllum í Vg ,


þá er aeiðan af fallinu s 7→ E[u + sv] í punktinum s = 0 jöfn 0. Þar með gefur (17.9.4)
okkur að Z

∆w + f v dx = 0.
X
454 KAFLI 17. LAPLACE-VIRKINN

Fyrst v er ótiltekin leyleg hnikun á föllum í Vg , þá gefur þetta að −∆u = f á X . Við


höfum því sýnt að u er lausn á (17.9.1). 
Dirichlet-lögmálið og aðrar hliðstæðar lágmörkunarsetningar fyrir önnur jaðargildis-
verkefni, eru ákaega mikilvægar í tölulegri greiningu, þegar verið er að nna nálgunar-
lausnir á jaðargildisverkefnum. Aðferðin er kennd við Rayleigh og Ritz. Hún snýst um
að velja fyrst fall v0 á X , sem uppfyllir hliðraða jaðarskilyrðið v0 = g á ∂X eða er nálgun
á þessu skilyrði. Síðan eru valin föll v1 , . . . , vN á X sem uppfylla óhliðruð jaðarskilyrði.
Þvínæst er vörpunin

RN 3 c = (c1 , . . . , cN ) 7→ E[v0 + c1 v1 + · · · + cN vN ]

lágmörkuð. Út frá skilyrðinu



E[v0 + c1 v1 + · · · + cN vN ] = 0, j = 1, . . . , N,
∂cj
sést með beinum reikningi að lágmarkið er tekið í falli v = v0 + c1 v1 + · · · + cN vN , þar
sem c uppfyllir línulegt jöfnuhneppi Ac = b. Stuðlafylkið A = ajk og hægri hliðin
b = (b1 , . . . , bN ) eru gen með
Z Z Z
ajk = ∇vj · ∇vk dx, bj = f vj dx − ∇v0 · ∇vj dx.
X X X

Grunnföllin v0 , v1 , . . . , vN er hægt að velja á marga mismunandi vegu og með skynsamlegu


vali á þeim er hægt að sýna fram á að skekkjan |u − v| verði lítil á öllu svæðinu X .

17.10 Ængardæmi
1. Sýnið að í pólhnitum séu virkjarnir ∂z og ∂z gefnir með formúlunum
e−iθ ∂ eiθ ∂
   
∂ i ∂ ∂ i ∂
= − og = + .
∂z 2 ∂r r ∂θ ∂z 2 ∂r r ∂θ

Hér er átt við að ef v(r, θ) = u(reiθ ) = u(r cos θ, r sin θ), þá er

e−iθ ∂v eiθ ∂v
   
∂u i ∂v ∂u i ∂v
(z) = (r, θ) − (r, θ) , (z) = (r, θ) + (r, θ) .
∂z 2 ∂r r ∂θ ∂z 2 ∂r r ∂θ

2. Notið formúlurnar í síðasta dæmi til þess að leiða út formúluna fyrir Laplace-virkjann
í pólhnitum.
3. Sýnið að ∆ = 4∂ 2 /∂z∂ z̄ = 4∂ 2 /∂ z̄∂z .
4. Sýnið að ∂z f = ∂z f og ∂z f = ∂z f .
5. Sannið keðjuregluna á forminu (17.2.5) og (17.2.6).
6. Sýnið að Poisson-kjarninn sé þýtt fall á efra hálfplaninu og staðfestið að taka megi
aeiður af fallinu u í (17.4.3) með því að deilda undir heildið í hægri hliðinni.
17.10. ÆFINGARDÆMI 455

7. Sýnið að PH+ (·, y) → δ0 í veikum skilningi og síðan að PH+ (·, y) ∗ ϕ(x) → ϕ(x), ef
y → 0, fyrir sérhvert x ∈ R og sérhvert samfellt takmarkað fall ϕ.
8. Notið niðurstöðurnar úr dæmi 1 og 2 til þess að sanna að (17.4.3) sé lausnarformúla
fyrir verkefnið (17.4.1).
9. Notið speglunaraðferð og Green-fallið fyrir efra hálfplanið til þess að nna Green-fallið
fyrir fjórðunginn D = {(x, y); x > 0, y > 0}.
10. Sýnið að vörpunin z 7→ z + 1/z varpi X = {z ∈ C; Im z > 0, |z| > 1} gagntækt á
efra hálfplanið og ákvarðið síðan GX .
11. Notið niðurstöðuna úr dæmi 2 til þess að nna GX , þar sem
X = {z = x + iy ∈ C; |z| > 1, 0 < y < x}.
12. Notið speglun og formúluna fyrir Green-fallið á hring til þess að nna Green-fall á
hálfhring X = {z; |z| < 1, Im z > 0} og fjórðung úr hring Y = {z; |z| < 1, Re z > 0, Im z > 0}.
13. Notið formúluna (17.8.3) til þess að reikna út Poisson-kjarnann fyrir svæðið sem
afmarkast af hjartaferlinum.
14. Sýnið að Poisson-kjarninn fyrir kúluna Da í R3 er
a2 − |x|2
PDa (x, ξ) = .
4π|x − ξ|3

15. Sýnið að Poisson-kjarninn fyrir hálfrúmið H+ í R3 sé


x3
PH+ (x, ξ) = 3/2 .
2π (x1 − ξ1 )2 + (x2 − ξ2 )2 + x23

16. Látum X vera takmarkað svæði í Rn , F ∈ C(X) og gerum ráð fyrir að


Z
F v dx = 0, v ∈ C(X), v = 0 á ∂X.
X

Sýnið að F sé núllfallið. Gerum ráð fyrir að jaðarinn ∂X á X sé sléttur og að


Z
F v dS = 0, v ∈ C(X).
∂X

Sýnið að F = 0 á ∂X .
17. Látum X vera takmarkað svæði í Rn með sléttan jaðar og gerum ráð fyrir að
Neumann-verkefnið: ∆u = f á X og ∂u/∂n = g á ∂X , ha lausn. Sýnið að
Z Z
f dx = g dS.
X ∂X

Skilgreinum orkuheildið fyrir Neumann-verkefnið með


Z Z
1 2
E[w] = 2 |∇w| dx − gw dS,
X ∂X
456 KAFLI 17. LAPLACE-VIRKINN

þar sem w ∈ C 2 (X) ∩ C(X). Sýnið að orkuheildið taki lággildi í lausninni á Neumann-
verkefninu.
18. Látum X vera takmarkað svæði í Rn og gefum okkur að til sé lausn á Robin-
verkefninu
∂u
∆u = f á X og + αu = h á ∂X,
∂n
þar sem f er samfellt fall á X , α og h eru samfelld föll á jaðrinum ∂X og α ≥ 0 er
ekki núllfallið. Sýnið að lausnin er ótvírætt ákvörðuð. Setjið fram orkuheildi sem hefur
lausnina sem lággildi.
Kai 18
BYLGJUJAFNAN

18.1 Inngangur
Við höfum séð í ýmsum sýnidæmum að bylgjujafnan er ákaega mikilvæg í eðlisfræðinni. Í
einni rúmvídd geta lausnir hennar lýst sveium strengs og langsveium í bitum, í tveimur
rúmvíddum geta lausnirnar lýst sveium himnu og í þremur víddum geta lausnir hennar
verið rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur í lofti og þrýstibylgjur í vökvum. Við höfum fram
til þessa mest fengist við að reikna út lausnir á bylgjujöfnunni, sem eru skilgreindar á
takmörkuðum svæðum í rúminu, og beittum Fourier-röðum og eiginfallaröðum til þess.
Nú ætlum við að fjalla um formúlur sem gilda um lausnir á öllu rúminu.

18.2 Einvíða bylgjujafnan á öllu rúminu


Við tökum nú fyrir einvíðu bylgjujöfnuna,

∂ 2u 2
2∂ u
(18.2.1) − c = 0,
∂t2 ∂x2
og byrjum á því að nna almenna lausn á henni sem er skilgreind fyrir öll x ∈ R og öll
t ∈ R. Aðferðin byggir á þeirri einföldu staðreynd að hægt er að þátta hlutaeiðuvirkjann
í samskeytingu tveggja línulegra fyrsta stigs virkja

(18.2.2) ∂t2 − c2 ∂x2 = (∂t + c∂x )(∂t − c∂x ) = (∂t − c∂x )(∂t + c∂x ).

Við sjáum nú að sérhvert fall af gerðinni

(18.2.3) u(x, t) = f (x + ct) + g(x − ct),

þar sem f, g ∈ C 2 (R) er lausn á bylgjujöfnunni (18.2.1), því (∂t − c∂x )f (x + ct) = 0 og
(∂t + c∂x )g(x − ct) = 0. Til þess að sýna fram á að sérhver lausn sé af gerðinni (18.2.3),
þá skiptum við yr í svokölluð kennihnit, en það felst í því að innleiða hnit þannig að
hnitaásarnir verði kennilínur fyrsta stigs virkjanna í þáttuninni (18.2.2). Við skilgreinum

(18.2.4) ξ = x + ct, η = x − ct,

457
458 KAFLI 18. BYLGJUJAFNAN

leysum síðan x og t út úr þessum jöfnum

(18.2.5) x = (ξ + η)/2, t = (ξ − η)/2c

og skilgreinum fallið v(ξ, η) = u((ξ + η)/2, (ξ − η)/2c) = u(x, t). Keðjureglan gefur

1 1
∂ξ v(ξ, η) = ∂x u(x, t) + ∂t u(x, t)
2 2c
1 
= ∂t u(x, t) + c∂x u(x, t) ,
2c
1 1
∂η v(ξ, η) = ∂x u(x, t) − ∂t u(x, t)
2 2c
1 
=− ∂t u(x, t) − c∂x u(x, t) .
2c

Þessi útreikningur segir okkur að ∂t + c∂x = 2c∂ξ og ∂t − c∂x = −2c∂η . Þar með er

(18.2.6) ∂t2 − c2 ∂x2 u(x, t) = −4c2 ∂ξ ∂η v(ξ, η).




Nú sjáum við að u er lausn á bylgjujöfnunni þá og því aðeins að ∂ξ ∂η v = 0. Þetta segir


okkur að ∂η v sé óháð ξ , ∂η v(ξ, η) = h(η). Við heildum nú þessa jöfnu,
Z η
v(ξ, η) = f (ξ) + h(τ ) dτ = f (ξ) + g(η).
0

Hér er heildunarfastinn f (ξ) háður ξ og g(η) er stofnfall af h. Með því að skipta aftur yr
í (x, t)-hnitin, þá fæst niðurstaðan:

Setning 18.2.1 Sérhver lausn u ∈ C 2 (R2 ) á bylgjujöfnunni ∂t2 u−c2 ∂x2 u = 0 er af gerðinni
u(x, t) = f (x + ct) + g(x − ct), þar sem f, g ∈ C 2 (R). Ef u(x, t) = f1 (x + ct) + g1 (x − ct)
er önnur slík framsetning á lausninni, þá er til fasti A þannig að f1 (x) = f (x) + A og
g1 (x) = g(x) − A. 

Sönnun: Við eigum aðeins eftir að sanna síðustu staðhænguna. Athugum að ∂x u(x, 0) =
f 0 (x) + g 0 (x) = f1 0 (x) + g1 0 (x) og ∂t u(x, 0)/c = f 0 (x) − g 0 (x) = f1 0 (x) − g1 0 (x). Út úr þessu
lesum við að f1 (x) = f (x) + A og g1 (x) = g(x) + B þar sem A og B eru heildunarfastar.
Að lokum, þá gefur jafnan u(x, 0) = f1 (x) + g1 (x) = f (x) + g(x) + A + B = f (x) + g(x)
okkur að A + B = 0. 
Lausnin u í 18.2.1 samanstendur af tveimur bylgjum, sem hreyfast eftir x-ásnum sem
föll af tíma. Graf fallsins x 7→ f (x + ct) er hliðrum á gra fallsins f um −ct og sú færsla
með tíma er lýsing á bylgju, sem berst til vinstri á ásnum með hraðanum −c. Graf fallsins
x 7→ g(x − ct) er hliðrun á gra fallsins g um ct og því lítum við á það sem bylgju, sem
berst til hægri á ásnum með hraðanum c.
18.3. BYLGJUJAFNAN MEÐ UPPHAFSSKILYRÐUM 459

18.3 Bylgjujafnan með upphafsskilyrðum


Nú skulum við snúa okkur að upphafsgildisverkefninu
 2 2
∂ u 2∂ u
− c = 0, x ∈ R, t > 0,
(18.3.1) ∂t2 ∂x2
u(x, 0) = ϕ(x), ∂ u(x, 0) = ψ(x),
t x ∈ R.

Hér á að túlka upphafsgildin þannig að

lim u(x, t) = ϕ(x) og lim ∂t u(x, t) = ψ(x).


t→0+ t→0+

Sérhverja lausn u á bylgjujöfnunni má rita sem u(x, t) = f (x + ct) + g(x − ct) og því segja
upphafskilyrðin að

u(x, 0) = f (x) + g(x) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = cf 0 (x) − cg 0 (x) = ψ(x).

Þessar jöfnur gefa síðan

f 0 (x) + g 0 (x) = ϕ0 (x), f 0 (x) − g 0 (x) = ψ(x)/c.

Við leysum þær og fáum


1 1 1 1
f 0 (x) = ϕ0 (x) + ψ(x), g 0 (x) = ϕ0 (x) − ψ(x).
2 2c 2 2c
Að lokum fáum við með heildun
1 x
Z
1
f (x) = ϕ(x) + ψ(y) dy + A,
2 2c 0
1 x
Z
1
g(x) = ϕ(x) − ψ(y) dy + B,
2 2c 0

þar sem A og B eru heildunarfastar. Skilyrðið u(x, 0) = f (x) + g(x) = ϕ(x) + A + B segir
okkur að A + B = 0 og þar með er niðurstaðan fengin:

Setning 18.3.1 Upphafsgildisverkefnið (18.3.1) hefur ótvírætt ákvarðaða lausn


Z x+ct
1 1
(18.3.2)

u(x, t) = ϕ(x + ct) + ϕ(x − ct) + ψ(ξ) dξ.
2 2c x−ct

Athugum að fyrri liðurinn í (18.3.2) er meðaltalið af gildum fallsins ϕ í punktunum


x + ct og x − ct og síðari liðurinn er margfeldið af t og meðaltalinu af gildum ψ á bilinu
[x − ct, x + ct]. Heildið í (18.3.2) er unnt að rita sem földun
Z x+ct Z +∞
1 
ψ(y) dy = Et (x − y)ψ(y) dy = Et ∗ ψ (x),
2c x−ct −∞
460 KAFLI 18. BYLGJUJAFNAN

þar sem fallið E er skilgreint með


(
1/2c, |x| ≤ ct,
(18.3.3) Et (x) = E(x, t) =
0, |x| > ct.

Í útreikningum okkar þurfum við ýmist að líta á E sem fall af tveimur breytistærðum
(x, t) eða sem fall af einni breytistærð x fyrir fast t. Í fyrra tilfellinu skrifum við E(x, t),
en í því síðara skrifum við Et (x). Við sjáum einnig að fyrri liðurinn í hægri hlið (18.3.2)
er
∂ 1 x+ct
 Z 
1  ∂
ϕ(x + ct) + ϕ(x − ct) = ϕ(y) dy = Et ∗ ϕ(x).
2 ∂t 2c x−ct ∂t
Þar með er hægt að umskrifa (18.3.2) sem


(18.3.4)

u(x, t) = Et ∗ ϕ (x) + Et ∗ ψ(x).
∂t

....
........
.......ϕ(x)
..................
-c ...
.................... ........
.
.... .. ....
..... ... .........
..
c ..... ....................
.. ... .....
......... ... .....
.....
. .
.
.....
.
............................................................................................................................................................................................
.
.
............
-c .....
...................
..... .... .........
.
.................... .............. .... ............ .... .............. ....................
c
.. .
.. ...... .. ..
......
. .... . ... . .... .... . ............
......... . .... .... .
. ... .....
...............................................................................................................................................................................................
. . .. .
.

-c
..
.......
.....................................
.................... ................. .... ... .... .... .... ................ ....................
. . .......
c
... .. ..... .
.
....... ... .. .. ... ..
.......
....... ....
.......................................................................................................................................................................................................
.

-c ..
.................... .............. ..............
...
.........
... ........
....... .............. ....................
c
... .................................... .......
....... .......... .......
........ . . .
........................... .............................................................................................................................................................
.. . .. . . .. .
. .
. .
.

-c .
.................... ............................
....
.........
... .........
....... .............. ....................
c
.... ........... .. ....... .......
....... ....... ... .............. .......
.......
............................................................................................................................................................................................................
.

-c ..
.................... ...........................
...
..........
... ........ c
....... .............. ....................
..... .... ... ....... .......
.
..... ........ ....... .......
....... ...... .. ....... .
..........................................................................................................................................................................................................
.
1
2
(ϕ(x + ct) + ϕ(x − ct))

Mynd 15.1. Lausn bylgjujöfnunnar með ψ = 0.


Nú er tilvalið að líta aftur á upphafsgildisverkefnið (18.3.1) og leiða (18.3.2) út með
því að beita Fourier-ummyndun. Athugum fyrst að
Z +∞ Z ct
−ixξ 1
Ebt (ξ) = e Et (x) dx = e−ixξ dx
−∞ 2c −ct
 −ixξ ct
1 e sin(ctξ)
= = .
2c −iξ −ct cξ

Nú gerum við ráð fyrir því að bæði föllin ϕ og ψ séu heildanleg og að lausnin u sé
heildanlegt fall af x fyrir fast t. Við látum u
b(ξ, t) tákna Fourier-myndina af u með tilliti
18.4. HLIÐRAÐA BYLGJUJAFNAN 461

til x fyrir fast t. Við gerum einnig ráð fyrir að ytja megi aeiður af u með tilliti til t
fram fyrir Fourier-heildið,
Z+∞ Z+∞
F{∂tj u}(ξ, t) = e−ixξ j j
∂t u(x, t) dx = ∂t e−ixξ u(x, t) dx = ∂tj u
b(ξ, t).
−∞ −∞

Reikniregla (ix) í setningu 6.2.3 gefur okkur

Z+∞
F{∂x2 u}(ξ, t) = e−ixξ ∂x2 u(x, t) dx = (iξ)2 u
b(ξ, t) = −ξ 2 u
b(ξ, t).
−∞

Ef vil tökum nú Fourier-mynd af öllum liðunum í (18.3.1), þá fáum við að u b(ξ, t) verður
að uppfylla
(
∂t2 u
b(ξ, t) + c2 ξ 2 u
b(ξ, t) = 0, ξ ∈ R, t > 0,
(18.3.5)
ub(ξ, 0) = ϕ(ξ),
b ∂t u
b(ξ, t) = ψ(ξ),
b ξ ∈ R.

Þetta er annars stigs venjuleg aeiðujafna í t, fyrir fast ξ með upphafsskilyrðum. Aeiðu-
virkinn er Dt2 + c2 ξ 2 og því er lausnin

sin(ctξ) b
u
b(ξ, t) = cos(ctξ)ϕ(ξ)
b + ψ(ξ)

∂ b
= Et (ξ)ϕ(ξ)
b +E bt (ξ)ψ(ξ).
b
∂t
Nú beitum við andhverfuformúlu Fouriers og földunarreglunni (xi) í setningu 6.4.1, og
fáum formúluna (18.3.4) aftur
Z +∞
1
u(x, t) = eixξ u
b(ξ, t) dξ
2π −∞
Z +∞ Z +∞
1 ixξ ∂ b 1
= e Et (ξ)ϕ(ξ)
b dξ + eixξ E
bt (ξ)ψ(ξ)
b dξ
2π −∞ ∂t 2π −∞
 Z +∞  Z +∞
∂ 1 ixξ b 1
= e Et (ξ)ϕ(ξ)
b dξ + eixξ E
bt (ξ)ψ(ξ)
b dξ
∂t 2π −∞ 2π −∞

= ∂t Et ∗ ϕ (x) + Et ∗ ψ(x).

18.4 Hliðraða bylgjujafnan


Nú skulum við ákvarða lausn á hliðruðu bylgjujöfnunni með óhliðruðum upphafsskilyrð-
um,
 2 2
∂ u 2∂ u
− c = f (x, t), x ∈ R, t > 0,
(18.4.1) ∂t2 ∂x2
u(x, 0) = ∂ u(x, 0) = 0, x ∈ R,
t
462 KAFLI 18. BYLGJUJAFNAN

og beita til þess Fourier-ummyndun. Með nákvæmlega sömu rökum og leiddu til (18.3.5)
fáum við nú að
(
∂t2 u
b(ξ, t) + c2 ξ 2 u
b(ξ, t) = fb(ξ, t), ξ ∈ R, t > 0,
(18.4.2)
u
b(ξ, 0) = ∂t ub(ξ, 0) = 0, ξ ∈ R.

Green-fall aeiðuvirkjans Dt2 +c2 ξ 2 er Gξ (t, τ ) = g(ξ, t−τ ), þar sem g(ξ, t) = sin(ctξ)/cξ =
E b t). Lausnin á (18.4.2) er því
bt (ξ) = E(ξ,

Z t Z t
u
b(ξ, t) = g(ξ, t − τ )fb(ξ, τ ) dτ = b t − τ )fb(ξ, τ ) dτ
E(ξ,
0 0

og andhverfuformúla Fouriers og földunarreglan segja okkur að


Z +∞ Z t 
1
(18.4.3) u(x, t) = eixξ b t − τ )fb(ξ, τ ) dτ dξ
E(ξ,
2π −∞ 0
Z t  Z +∞ 
1 ixξ b
= e E(ξ, t − τ )fb(ξ, τ ) dξ dτ
0 2π −∞
Z t Z +∞
= E(x − y, t − τ )f (y, τ ) dy dτ.
0 −∞

Földun tveggja falla F og G á Rn er skilgreind með heildinu


Z
F ∗ G(ξ) = F (ξ − η)G(η) dη, ξ ∈ Rn .
Rn

Nú er E(x, t) = 0 ef t < 0 og ef við skilgreinum f (x, t) = 0 fyrir t < 0, þá fáum við


formúluna

(18.4.4) u(x, t) = E ∗ f (x, t), x ∈ R, t > 0.

Lítum nú aftur á formúluna (18.4.3) og stingum inn skilgreiningunni á E ,


Z tZ +∞
(18.4.5) u(x, t) = E(x − y, t − τ )f (y, τ ) dy dτ
0 −∞
Z t Z x+c(t−τ )
1
= f (y, τ ) dydτ
2c 0 x−c(t−τ )
ZZ
1
= f (y, τ ) dydτ,
2c
T (x,t)

þar sem T (x, t) táknar þríhyrninginn í (y, τ )-planinu með hornpunktana (x, t), (x − ct, 0)
og (x + ct, 0).
18.5. FORMÚLUR D'ALEMBERTS, POISSONS OG KIRCHHOFFS 463

18.5 Formúlur d'Alemberts, Poissons og Kirchhos


Niðurstaðan úr útreikningum okkar í síðustu tveimur greinum er mun víðtækari en for-
sendur okkar sögðu til um. Við gerðum ráð fyrir því að föllin u, f , ϕ og ψ væru heildanleg
með tilliti til x á öllum ásnum R og gátum leitt út formúlu fyrir u. Nú kemur í ljós að
formúlan gildir fyrir miklu stærri okk af föllum:
Setning 18.5.1 (d'Alembert-formúlan). Látum f vera samfellt deildanlegt fall á
{(x, t); t > 0}, samfellt á {(x, t); t ≥ 0} og f (x, t) = 0 ef t < 0, látum ϕ vera tvisvar
samfellt deildanlegt fall á R og ψ vera samfellt deildanlegt á R. Þá hefur upphafsgildis-
verkefnið
 2 2
∂ u 2∂ u
− c = f (x, t), x ∈ R, t > 0,
(18.5.1) ∂t2 ∂x2
u(x, 0) = ϕ(x), ∂ u(x, 0) = ψ(x), x ∈ R,
t

ótvírætt ákvarðaða lausn, sem gen er með formúlunni


Z x+ct
1  1
u(x, t) = ϕ(x + ct) + ϕ(x − ct) + ψ(ξ) dξ
2 2c x−ct
ZZ
1
(18.5.2) + f (ξ, τ ) dξdτ,
2c
T (x,t)
∂ 
= Et ∗ ϕ (x) + Et ∗ ψ(x) + E ∗ f (x, t),
∂t
þar sem fallið E er skilgreint í (18.3.3) og T (x, t) táknar þríhyrninginn með hornpunktana
(x, t), (x − ct, 0) og (x + ct, 0). 
Sönnun: Við byrjum á ótvíræðninni. Látum u1 og u2 vera tvær lausnir á (18.5.1). Þá er
mismunurinn u lausn á óhliðruðu jöfnunni með ϕ = ψ = 0. Samkvæmt setningu 15.3.1
er u núllfallið og þar með er u1 = u2 . Þetta segir okkur að lausnin á (18.5.1) er ótvírætt
ákvörðuð ef við getum sýnt fram á að fallið sem geð er með (18.5.2) er lausn.
Setning 15.3.1 segir okkur að summan af tveimur fyrstu liðunum í lausnarformúl-
unni leysi óhliðruðu jöfnuna með hliðruðum upphafsskilyrðum. Við eigum aðeins eftir að
staðfesta að tvöfalda heildið skilgreini lausn á hliðruðu jöfnunni með óhliðruðum upphafs-
skilyrðum. Þessi liður er genn með
1 t
Z  Z x+c(t−τ ) 
v(x, t) = f (y, τ ) dy dτ
2c 0 x−c(t−τ )

og út frá þessari framsetningu er auðvelt að reikna út hlutaeiðurnar,

Z x+c(t−t)
1
∂t v(x, t) = f (y, t) dy
2c x−c(t−t)
Z t 
1
+ c · f (x + c(t − τ ), τ ) − (−c) · f (x − c(t − τ ), τ ) dτ
2c 0
1 t
Z  
= f (x + c(t − τ ), τ ) + f (x − c(t − τ ), τ ) dτ,
2 0
464 KAFLI 18. BYLGJUJAFNAN

 
1
∂t2 v(x, t) = f (x + c(t − t), t) + f (x − c(t − t), t)
2
1 t
Z  
+ c∂x f (x + c(t − τ ), τ ) + (−c)∂x f (x − c(t − τ ), τ ) dτ
2 0
c t
Z  
= f (x, t) + ∂x f (x + c(t − τ ), τ ) − ∂x f (x − c(t − τ ), τ ) dτ,
2 0

Z t 
1
∂x v(x, t) = f (x + c(t − τ ), τ ) − f (x − c(t − τ ), τ ) dτ,
2c 0

Z t 
1
∂x2 v(x, t) = ∂x f (x + c(t − τ ), τ ) − ∂x f (x − c(t − τ ), τ ) dτ.
2c 0

Af þessum formúlum sést greinilega að v uppfyllir hliðruðu bylgjujöfnuna með óhliðruðum


upphafsskilyrðum. 
Þríhyrningurinn T (x, t) nefnist ákvörðunarsvæði punktins (x, t). Þessi nafngift er til
komin vegna þess að gildi lausnarinnar ákvarðast af gildum ϕ í tveimur hornpunktum
þríhyrningsins, (x − ct, 0) og (x + ct, 0), af gildum ψ á hliðinni á milli þessara punkta og
gildum hægri hliðar bylgjujöfnunnar f á þríhyrningnum.
.
t ................ (x, t)
..
...
.. ..........
... ....... ............
... ....... . . ...
... .
............. . . . . . . . .............
. .
... ...... . . . . . . . . ......
... ........ . . . . . . . . . . . . . . . . . .............
...
... ..
..
..
.
.
..
..
....... . . . . . T (x, t) . . . . . .......
....... . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ..............
.
... ....... . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ............
...... . . . . . . . . . .
... ...... . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ......
. ....... . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ........
.....................................................................................................................................................................................................................................................................
..
(x − ct, 0) (x + ct, 0) x
Mynd 15.2. Ákvörðunarsvæði punktsins (x, t).

Ef (x0 , t0 ) er punktur í (x, t)-planinu, þá nefnist svæðið milli línanna x + ct = x0 + ct0


og x − ct = x0 − ct0 þar sem t ≥ t0 , áhrifasvæði punktsins (x0 , t0 ). Gildi lausnarinnar u
í sérhverjum punkti (x, t) í áhrifasvæði punktsins (x0 , t0 ) verður þannig fyrir áhrifum af
gildi fallsins f í punktinum (x0 , t0 ). Ef t0 = 0 og x − ct ≤ x0 ≤ x + ct = x0 , þá verður
u(x, t) fyrir áhrifum af gildi ψ í x0 . Ef t0 = 0 og x + ct = x0 eða x − ct = x0 , þá verður
gildi lausnarinnar einnig fyrir áhrifum af gildum ϕ í x0 .
.
t ................ ....... . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .......
....... . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .....
...... . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ......
.. ...... . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ......
... ...... . . . . . . . . . . . . . . . . . ......
....... . . . . . . . . . . . . . . . ......
.. ....... . . . . . . . . . . . . . . ......
... ..... . . . . . . . . . . . . . ....
... ................ . . . . . . . . . . . ................
... ...... ............. . . . . . . . . . . . . . . . . ............ ...........
... ...
...... ...... . . . . . . .......
...... . . . . . ...... .....
... .... ....... . . . ...... .....
..... ...... . ....... ....
x + ct = x0 + ct0 x − ct = x0 − ct0
...
...
...
...... .......
....

(x0 , t0 )
...
..
............................................................................................................................................................................................................................................................
...
x
Mynd 15.3. Áhrifasvæði punktsins (x0 , t0 ).
18.5. FORMÚLUR D'ALEMBERTS, POISSONS OG KIRCHHOFFS 465

Formúla d'Alemberts á sér hliðstæðu í tveimur og þremur rúmvíddum. Þá lítum við


á verkefnið
(
∂t2 u − c2 ∆u = f (x, t), x ∈ Rn , t > 0,
(18.5.3)
u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x), x ∈ Rn ,
þar sem við táknum hnit punktanna með x = (x1 , . . . , xn ) og látum ∆ tákna Laplace-
virkjann á Rn . Ef víddin n er 2, þá hefur verkefnið ótvírætt ákvarðaða lausn, sem gen
er með Poisson-formúlunni,
 ZZ 
∂ 1 ϕ(ξ)
u(x, t) = p dA(ξ)
∂t 2πc S(x,ct) c2 t2 − |x − ξ|2
ZZ
1 ψ(ξ)
(18.5.4) + p dA(ξ)
2πc S(x,ct) c2 t2 − |x − ξ|2
Z t ZZ
1 f (ξ, τ )
+ p dA(ξ)dτ,
2πc 0 S(x,c(t−τ )) c2 (t − τ )2 − |x − ξ|2
þar sem S(x, r) táknar opnu skífuna með miðju í x og geislann r, |x| táknar lengd x
og dA táknar atarmálsfrymið. Ef víddin n er 3, þá er lausnin hins vegar gen með
Kirchho-formúlunni,
 ZZ 
∂ 1
u(x, t) = ϕ(ξ) dS(ξ)
∂t 4πc2 t ∂B(x,ct)
ZZ
1
(18.5.5) + ψ(ξ)dS(ξ)
4πc2 t ∂B(x,ct)
f (ξ, t − |x − ξ|/c)
ZZZ
1
+ 2
dV (ξ),
4πc B(x,ct) |x − ξ|
þar sem B(x, r) táknar kúlu með miðju í x og geislann r, ∂B(x, r) táknar yrborð hennar,
dS táknar atarmálsfrymið á yrborðinu og dV táknar rúmmálsfrymið.
...... ......
t ............. .............
...........................................
.......
t .............
....... ....
.... ...... . ....
... ........ ...... ...
... ........................................................................ ..
... ... .. ...
... ... .... ...
... ..
... ... ... ...
... ... ... ...
... ... ... ...
...
...
... ..... ...
...
...
... ....
... ...
......
...
... (x, t)
...
... (x, t) ..
... ...
... .....
...
...
...
.....
... ...
... .....
... .
..
. ... ... ...
... ..
. ... ... ..
. ...
... .. ... ... ... . ... ...
.. ... .. . .. ... .
...................................................................................................................... ......................................................................................................................
... ...
.
.....
.
.
.
...
.
.
..
... .
....
... ..............
..... .
. ...... .... .
..
x2 ...
..
.......................
..........
.
.....
.
.. .
...
.
..... ...
. .
...
...
...... ....... .... ........
... ............... . . . . . . ...................
x2 ...
...
..
......
. .. ........ ..... ......
. .. ....................................................................................
.
..
.......
.
.....
. . .
....
...... x
.
ct.......
.......
.......
....
....
.
.........
.
..
.
.
.... . .
x ct
....................................................
......................... ........................
...................................................
..
....
.
.
x1 .. ................. ..
.
....................................... ...... x1 .............................................

Mynd 15.4. Ljóskeila og ákvörðunarsvæði.

Ef (x, t) ∈ Rn × R, þá nefnast mengin


V (x, t) = {(ξ, τ ); |x − ξ| ≤ c|t − τ |},
V (x, t)+ = {(ξ, τ ) ∈ V (x, t); τ ≥ t},
V (x, t)− = {(ξ, τ ) ∈ V (x, t); τ ≤ t},
466 KAFLI 18. BYLGJUJAFNAN

ljóskeila, framtíðarljóskeila og fortíðarljóskeila í punktinum (x, t) í tímarúminu. Á formúl-


um Poissons og Kirchhos sjáum við að það er mikill eðlismunur á bylgjuútbreiðslu í
tveimur og þremur víddum. Í tveimur víddum ákvarðast lausnin u(x, t) af gildum f í for-
tíðarljóskeilunni á tímabilinu [0, t] og af gildum ϕ og ψ í skurðplani fortíðarljóskeilunnar
í (x, t) við planið t = 0. (Athugið að við hugsum okkur að punktarnir x ∈ Rn liggi í
tímarúminu við tímann t = 0.) Því er eðlilegt að skilgreina ákvörðunarsvæði punktsins
(x, t) sem mengið T (x, t) = {(ξ, τ ) ∈ V − (x, t); 0 ≤ τ ≤ t} fyrir öll x ∈ R2 og t > 0. Í
þremur rúmvíddum ákvarðast u(x, t) af gildum f á yrborði fortíðarljóskeilunnar á tíma-
bilinu [0, t] og af gildum ϕ og ψ í skurðplani yrborðs fortíðarljóskeilunnar ∂V − (x, t) og
plansins t = 0. Í þremur víddum er því eðlilegt að skilgreina ákvörðunarsvæði punktsins
(x, t), sem mengið T (x, t) = {(ξ, τ ) ∈ ∂V − (x, t); 0 ≤ τ ≤ t}. Áhrifasvæði punktsins (x, t)
er eðlilegt að skilgreina sem framtíðarljóskeiluna, ef rúmvíddin er 2, en yrborð fram-
tíðarljóskeilunnar ef rúmvíddin er 3. Sá eiginleiki bylgjuvirkjans í þremur víddum, að
gildi lausnar á hliðruðu bylgjujöfnunni í punkti (x, t) skuli eingöngu ráðast af gildunum á
yrborði fortíðarljóskeilunnar, er nefnt lögmál Huygens.
Yrborðsbylgjur á vatni uppfylla tvívíða jöfnu, sem er áþekk bylgjujöfnunni, en miklu
óknari í úrlausn. Fyrir litlar bylgjur er hægt að gefa sér að lausnir bylgjujöfnunnar séu
góð nálgun á yrborðsbylgjum. Ef steini er kastað í vatn í punktinum x0 við tímann t0 , þá
fer yrborðsbylgja eftir vatninu og við getum gert ráð fyrir því að frávik efnispunkts u(x, t)
í x við tímann t sé geð sem lausn á (18.5.3), þar sem ϕ = 0, ψ = 0 og f er alls staðar 0
nema í lítilli grennd um (x0 , t0 ). Bylgjan kemur í punktinn x við tímann t = |x − x0 |/c.
Poisson-formúlan segir nú að áhrif bylgjunnar muni vara áfram í punktinum x fyrir öll
t ≥ t0 + |x − x0 |/c.
Lítum nú á ljósgjafa í punktinum x0 ∈ R3 sem gefur frá sér merki sem varir örstutta
stund við tímann t0 . Bylgjan u sem berst frá honum er lausn á (18.5.3) með ϕ = 0, ψ = 0
og f er alls staðar 0 nema í lítilli grennd um (x0 , t0 ). Nú sjáum við á Kirchho-formúlunni
að þegar t er orðið það stórt að yrborð ljóskeilunnar í (x, t) sker ekki svæðið þar sem f
er frábrugðið 0, þá eru engin áhrif af ljósmerkinu í punktinum x. Ljósið er horð.

18.6 Kúlubylgjur
Lausn á bylgjujöfnunni í þremur rúmvíddum, sem er einungis háð (r, t), þar sem r = |x|
er lengd vigursins x = (x1 , x2 , x3 ), nefnist kúlubylgja. Með því að nota formúluna fyrir
Laplace-virkjann í kúluhnitum í viðauka D, fáum við að u(r, t) er lausn á jöfnunni

∂ 2u ∂ 2u
   2 
2 1 ∂ 2 ∂u 2 ∂ u 2 ∂u
(18.6.1) −c 2 r = 2 −c + = 0.
∂t2 r ∂r ∂r ∂t ∂r2 r ∂r

Nú skilgreinum við fallið v(r, t) = ru(r, t) og sjáum að

∂ 2v 2
 2  2 
2∂ v ∂ u 2 ∂ u 2 ∂u
(18.6.2) −c =r −c + .
∂t2 ∂r2 ∂t2 ∂r2 r ∂r

Þar með er u kúlubylgja þá og því aðeins að v sé lausn á bylgjujöfnunni í einni rúmvídd.


18.7. SPEGLANIR Á BYLGJUM 467

Nú skulum við líta á bylgjujöfnuna í þremur víddum með kúlusamhverfri hægri hlið
og kúlusamhverfum upphafsgildum. Lausnin u uppfyllir
 2  2 
 ∂ u − c2 ∂ u + 2 ∂u = f (r, t), r > 0, t > 0,
(18.6.3) ∂t2 ∂r2 r ∂r
u(r, 0) = ϕ(r), ∂t u(r, 0) = ψ(r), r > 0.

Við gerum ráð fyrir því að f sé samfellt á {(r, t); r ≥ 0, t ≥ 0} og að ϕ og ψ séu samfelld
á {r; r ≥ 0}. Hliðstætt verkefni fyrir fallið v er þá
 2 2
∂ v 2∂ v
 2 −c = rf (r, t), r > 0, t > 0,


∂t ∂r2
(18.6.4) v(r, 0) = rϕ(r), ∂t v(r, 0) = rψ(r), r ≥ 0,


v(0, t) = 0, t > 0.

Við munum leysa þessi verkefni þegar við höfum fjallað um speglanir á bylgjum.

18.7 Speglanir á bylgjum


Formúla d'Alemberts lýsir lausnum einvíðu bylgjujöfnunnar á öllum raunásnum. Með því
að beita svokallaðri speglunaraðferð getum við notað hana til þess að leysa bylgjujöfnuna
með jaðarskilyrðum. Þetta er auðvelt að útskýra í:

Sýnidæmi 18.7.1 Lítum á verkefnið


 2 2
∂ u 2∂ u
 2 −c = f (x, t), x > 0, t > 0,


∂t ∂x2
(18.7.1)
u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x), x > 0,

u(0, t) = 0, t > 0,

þar sem f er geð fall á {(x, t) ∈ R2 ; x > 0, t > 0} og ϕ og ψ eru föll á jákvæða ásnum. Við
byrjum á því að framlengja skilgreiningarsvæði f , ϕ og ψ þannig að þau verði oddstæð
föll af x,
  
f
 O
 (x, t) = f (x, t), ϕ
 O
 (x) = ϕ(x), ψO (x) = ψ(x),
 x > 0,
fO (0, t) = 0, ϕO (0) = 0, ψO (0) = 0, x = 0,
  
fO (x, t) = −f (−x, t), ϕO (x) = −ϕ(−x), ψO (x) = −ψ(−x), x < 0.
  

Síðan skrifum við d'Alembert-formúluna upp


Z x+ct ZZ
1  1 1
u(x, t) = ϕO (x + ct) + ϕO (x − ct) + ψO (y) dy + fO (y, τ ) dydτ.
2 2c x−ct 2c
T (x,t)

Ef ϕO er tvisvar samfellt deildanlegt, ψO er samfellt deildanlegt og fO er samfellt deild-


anlegt, þá er bylgjujafnan uppfyllt með réttum upphafsskilyrðum. Í kaa 18 munum við
468 KAFLI 18. BYLGJUJAFNAN

sjá hvernig hægt er að gefa bylgjujöfnunni merkingu, ef föllin eru ekki tvisvar samfellt
deildanleg. Nú kemur einnig í ljós að jaðarskilyrðið er uppfyllt, því

1 ct
Z
1 
u(0, t) = ϕO (ct) + ϕO (−ct) + ψO (y) dy
2 2c −ct
1 t c(t−τ )
Z Z
+ fO (y, τ ) dy dτ,
2c 0 −c(t−τ )

öll föllin eru oddstæð og þar með eru allir liðirnir 0. Tilfellinu ψ = 0 og f = 0 eru auðvelt
að lýsa sem speglun á bylgjutoppi, sem kemur inn í punktinn x = 0 á hraðanum −c,
speglast þannig að hann kemur öfugur til baka og fer frá punktinum x = 0 með hraðanum
c. Af þessum eiginleika er nafnið á lausnaraðferðinni dregið.
....
......... ..
... ... ...
.. ... .....
...
...
-c
...
...
...
... ← ...
c

...
.
.
...
...
...
...
... .
.
..
. ... ...
........................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
.
... . ..
.
..

-c... ....

c
...
....
-c
.. .. ...
...
.. ...
.. ...
... ←
.
............ c

.
............
...... ................................ ...........
. ... ...... ......
. .
....... ...
...............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
. ...
.... . ..
.. .

......

-c
.
....... .......
....... ..
..... .... ..
...
..

c
.
...
....
...
...
...
-c
← ......
...
...... ............ c

......
.
..................
......
... ...... ...... ...... ......
....... ......
. . ......
. ..
................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
.
. .... .... ....
...... . ...... . ..
. .. . .
. .

-c
...... . .. ...
...... . .. ...
→ .
.
.
-c
. ..... . ..... .
c ← ....
...
.... c ....
...
... .........
.......
...... ...........
......
......
......
......
......

......
...... ...........
......
......
.
.................................................................................................................................................................................................................................................................................................... ......................................................................... ................................................................................................................................
.
. . . .
. .
. ..
...... . .... ....
. .. .

-c
...... .. .
. .....
.... .......
....... . .
.... ...

.
.
....
c ...
...
...
c

......
...
...... ...........
......
...... ......
.. ...... ..
..................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
...... . .
.
. ... .

-c
...... ..
. .....
.... .
.
.....

-c
..

.
....... .
← ...... ...
...
. c

......
...
...... ...........
...... .. ......
......
......
... .... ...... ..
...........................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
...... . .
. ... . .
. ..
.
. ... . ...... ...

-c
...... .
. .....
....

c
.
.
....
...... .....
............
.
. ...
.

......
. -c
← ......
.
....
..
.
. ......
c
→ ....
...... ...........
. ...... .... ......
......
...... .
. . ......
......
.
................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
...... . . ...... ......
. .
.. ....... .....

-c
...... . ....
. ..... →
c
......
...............
..
....
.

Mynd 15.5. Speglun bylgju.

Ef x−ct > 0, þá nær ákvörðunarsvæði punktsins (x, t) ekki inn á hálfplanið {(x, t); x ≤ 0}
og lausnarformúlan hefur sama form og áður,
Z x+ct ZZ
1  1 1
u(x, t) = ϕ(x + ct) + ϕ(x − ct) + ψ(y) dy + f (y, τ ) dydτ.
2 2c x−ct 2c
T (x,t)

Ef hins vegar x − ct < 0, þá notfærum við okkur að


Z ct−x Z c(t−τ )−x
ψO (y) dy = 0, fO (y, τ ) dy = 0,
x−ct x−c(t−τ )
18.7. SPEGLANIR Á BYLGJUM 469

og fáum formúluna
Z x+ct ZZ
1  1 1
u(x, t) = ϕ(x + ct) − ϕ(ct − x) + ψ(y) dy + f (y, τ ) dydτ.
2 2c ct−x 2c
S(x,t)

þar sem S(x, t) táknar ferhyrninginn með hornpunktana (x, t), (x + ct, 0), (ct − x, 0) og
(0, t − x/c). Við getum því litið svo á að ákvörðunarsvæðið sé S(x, t) í tilfellinu x − ct < 0.

.
t ................
....
...
(x, t)
.. .........
...... . ......
... ...... . . ......
... ....... . . . .......
... ..
..
........ . . . . . . . . . . . .............
.... . . . . . . . . ...
... ...... . . . . . . . . . ........
(0, t − xc ) ... .............. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ............
.......... . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ..........
...
.
. ... .
. ...
... S(x, t)
. . . . . . . . . . . . . . . ........
. .... ............ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .............
...... ....... . . . . . . . . . . . . . . . .......
.. .. . . . . . . . . . . . . . . . ..
.........................................................................................................................................................................................................................................................................
..
....
(x − ct, 0) (ct − x, 0) ...
..
(x + ct, 0) x
Mynd 15.6. Ákvörðunarsvæði punktsins (x, t), x − ct < 0.

Sýnidæmi 18.7.2 Nú skulum við sjá hvernig hliðruð jaðarskilyrði eru meðhöndluð, með
því að líta á verkefnið
 2 2
∂ u 2∂ u
 2 −c = 0, x > 0, t > 0,


∂t ∂x2
(18.7.2) u(x, 0) = 0, ∂t u(x, 0) = 0, x > 0,


u(0, t) = g(t), t > 0,

þar sem fallið g er skilgreint á jákvæða ásnum. Við byrjum á því að nna fall w(x, t), sem
uppfyllir hliðraða jaðarskilyrðið, og skrifum u(x, t) = w(x, t) + v(x, t). Hér er einfaldast
að setja w(x, t) = g(t). Þá verður v að vera lausn á verkefninu
 2 2
∂ v 2∂ v
 2 −c

 = −g 00 (t), x > 0, t > 0,
∂t ∂x2
0
v(x, 0) = −g(0), ∂t v(x, 0) = −g (0), x > 0

v(0, t) = 0, t > 0,

en þetta verkefni leystum við í sýnidæmi 18.7.1, með f (x, t) = −g 00 (t), ϕ(x) = −g(0) og
ψ(x) = −g 0 (0). Oddstæðar framlengingar á þessum föllum eru fO (x, t) = −g 00 (t)sign(x),
ϕO (x) = −g(0)sign(x), ψO (x) = −g 0 (0)sign(x). Ef við stingum þessum föllum inn í
d'Alembert-formúluna, þá fáum við

 g 0 (0)
Z x+ct
g(0)
u(x, t) = g(t) − sign(x + ct) + sign(x − ct) − sign(y) dy
2 2c x−ct
Z t Z x+c(t−τ )
1
− g 00 (τ ) sign(y) dydτ.
2c 0 x−c(t−τ )


470 KAFLI 18. BYLGJUJAFNAN

Sýnidæmi 18.7.3 Nú skulum við breyta verkefninu 18.7.1 og setja inn æðisskilyrði í
stað fallsjaðarskilyrðis,
 2 2
∂ u 2∂ u
 2 −c = f (x, t), x > 0, t > 0,


∂t ∂x2
(18.7.3) u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x), x > 0,


∂x u(0, t) = 0, t > 0,

Nú byrjum við á því að framlengja skilgreiningarsvæði f , ϕ og ψ þannig að þau verði


jafnstæð föll af x,
( ( (
fJ (x, t) = f (x, t), ϕJ (x) = ϕ(x), ψJ (x) = ψ(x), x > 0,
fJ (x, t) = f (−x, t), ϕJ (x) = ϕ(−x), ψJ (x) = ψ(−x), x < 0,
og fJ (0, t) = limx→0+ f (x, t), ϕJ (0) = limx→0+ ϕ(x) og ψJ (0) = limx→0+ ψ(x). Síðan
skrifum við d'Alembert-formúluna upp
1 x+ct
Z ZZ
1  1
u(x, t) = ϕJ (x + ct) + ϕJ (x − ct) + ψJ (y) dy + fJ (y, τ ) dydτ.
2 2c x−ct 2c
T (x,t)

Nú kemur í ljós að jaðarskilyrðið er uppfyllt, því


1 1
∂x u(0, t) = ϕJ 0 (ct) + ϕJ 0 (−ct) +
 
ψJ (ct) − ψJ (−ct)
2 Z 2c
t
1 
+ fJ (c(t − τ ), τ ) − fJ (−c(t − τ ), τ ) dτ.
2c 0
Fallið ϕJ 0 er oddstætt, svo það er greinilegt að ∂x u(0, t) = 0. Mynd okkar af speglun
bylgjunnar í tilfellinu ψ = 0 og f = 0 er:
...
.......... .
.. ...
. ... ......
.. ... ... .....
. ...
-c -c
... ... ...
...
.
. ← .... ..
...
..
c

.
.
....
. ← ....
c

.
...
. ...
...
...
...
. . . ... ...
... ...
. .
........................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
.
....
...
...
-c
← .
...... .
.
..... ....... . ....
.
......
. c

...
...
...
-c
← ........... c
→ ...........
...... .................................. ...........
...... ...... ... ...... ......
....
.
..... . ........
. ....
..
.........................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
. ..
....
..
....
-c
← . .....
...... .. ....
. .....
...... .. ....
c

...
...
...
-c
← ......
..
.................
......
c
→ ..
.................
...... ......
.. ... .. ... ... ...... ...... ...... ......
.... ..... .
... . ....... ...... ....... ..
...........................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
... .
. ..
.. ....
.
....
..

-c . ..... → -c
c ← ....
...
. ...... c ..

......
.
...... .. ....
.
..
...... .......
...... ....... .... ........... ...........
................
..
......
...... ......
......
.

......
.................
......
......
..
....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
. .
. .. .
. ..
..
. .....
..
. ..
............
. .. ...
-c
← . .....
...... .. .... ...
. -c
... .... ......
← c
→ ...
...
...
...
c

......
...
...... ...........
......
......
. ... ...
... ...... ......
. .. ... ...... ..
....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
...
...
...
...
-c
← . .....
...... .. ....
-c
←.
...... ....... .... ........... ...........
c

...
.....
...... ......
c
→ ...
...... ............
......
. ... ..... ................. ......
...... . . . ......
. ...... ......
.
.........................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
..
...
...

-c -c
...

← . .....
...... .. ....
. .....

...... .. ....
...
... c
→ ......
....
...... ...........
...... ......
c
→ ....
...... ...........
......
. ... ... ... ... ...... ......
...... . ...
. . .. ......
......
. ......
......
.
................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
.

Mynd 15.7. Speglun bylgju.


18.7. SPEGLANIR Á BYLGJUM 471

Sýnidæmi 18.7.4 Við getum einnig leyst hliðstætt verkefni og í síðasta sýnidæmi með
hliðruðum jaðarskilyrðum
 2 2
∂ u 2∂ u
 2 −c = 0, x > 0, t > 0,


∂t ∂x2
(18.7.4) u(x, 0) = ∂t u(x, 0) = 0, x > 0,


∂x u(0, t) = g(t), t > 0.

Alveg eins og í sýnidæmi 18.7.2 þá byrjum við á því að nna fall w sem uppfyllir hliðraða
jaðarskilyrðið. Í þessu tilfelli er heppilegt að velja w(x, t) = xg(t). Við ritum síðan
lausnina á forminu u(x, t) = w(x, t) + v(x, t). Þá verður v að vera lausn á verkefninu
 2 2
∂ v 2∂ v


 2 − c = −xg 00 (t), x > 0, t > 0,
∂t ∂x2
(18.7.5) v(x, 0) = −xg(0), ∂t v(x, 0) = −xg 0 (0), x > 0,


∂x v(0, t) = 0, t > 0.

Jafnstæðar framlengingar á þessum föllum eru fJ (x, t) = −|x|g 00 (t), ϕJ (x) = −|x|g(0) og
ψJ (x) = −|x|g 0 (0). Því verður niðurstaðan,

 g 0 (0)
Z x+ct
g(0)
u(x, t) = xg(t) − |x + ct| + |x − ct| − |y| dy
2 2c x−ct
ZZ
1
− |y|g(τ ) dydτ.
2c T (x,t)


Sýnidæmi 18.7.5 (Sveiandi strengur; framhald). Í sýnidæmi 8.7.5 litum við á einvíðu
bylgjujöfnuna og fundum formúlu fyrir sveiur strengs sem festur er niður í báðum enda-
punktum með gefnum upphafsskilyrðum. Útslag strengsins er lausn verkefnisins
 2 2
∂ u 2∂ u


 2 − c = 0, 0 < x < L, t > 0,
∂t ∂x2
(18.7.6) u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x), 0 < x < L,


u(0, t) = u(L, t) = 0, t > 0.

Lausnina fundum við með því að liða föllin ϕ og ψ í Fourier-raðir,



X ∞
X
(18.7.7)
 
ϕ(x) = ϕn sin nπx/L , ψ(x) = ψn sin nπx/L ,
n=1 n=1

og ganga út frá þeirri lausnartilgátu að u væri af sams konar gerð,



X 
u(x, t) = un (t) sin nπx/L .
n=1
472 KAFLI 18. BYLGJUJAFNAN

Niðurstaðan var síðan að


∞  
X  ψn L
(18.7.8)
 
u(x, t) = ϕn cos nπct/L + sin nπct/L sin nπx/L .
n=1
nπc

Verkefnið (18.7.6) er einnig hægt að leysa með speglunaraðferð. Það er einfaldlega gert
þannig að skilgreiningarsvæði fallanna φ og ψ er framlengt yr á allan raunásinn, þannig
að út komi oddstæð 2L-lotubundin föll ϕO og ψO . Síðan er d'Alembert formúlan skrifuð
upp,
Z x+ct
1 1
(18.7.9)

u(x, t) = ϕO (x + ct) + ϕO (x − ct) + ψO (y) dy,
2 2c x−ct

og það er auðvelt að sannfæra sig um að þessi formúla ge einnig `lausn. Það er líka
auðvelt að sýna fram á að (18.7.9) leiði beint af (18.7.8). Til þess athugum við fyrst að
Fourier-raðirnar í (18.7.7) eru 2L-lotubundin oddstæð föll á öllu R og því er

X ∞
X
 
ϕO (x) = ϕn sin nπx/L , ψO (x) = ψn sin nπx/L , x ∈ R.
n=1 n=1

Samlagningarformúlurnar fyrir kósínus og sínus gefa okkur


  1  
cos nπct/L sin nπx/L = sin nπ(x + ct)/L + sin nπ(x − ct)/L
2
L   −L  
sin nπct/L sin nπx/L = cos nπ(x + ct)/L − cos nπ(x − ct)/L
nπc 2nπc
1 x+ct
Z

= sin nπy/L dy.
2c x−ct

Nú smeygjum við þessum formúlum inn í (18.7.8) og fáum


∞  
X 1  
u(x, t) = ϕn sin nπ(x + ct)/L + sin nπ(x − ct)/L
n=1
2

1 x+ct
X Z

+ ψn sin nπy/L dy
n=1
2c x−ct
 ∞ ∞ 
1 X  X 
= ϕn sin nπ(x + ct)/L + ϕn sin nπ(x − ct)/L
2 n=1 n=1
Z x+ct  X∞ 
1 
+ ψn sin nπy/L dy
2c x−ct n=1
1 x+ct
Z
1 
= ϕO (x + ct) + ϕO (x − ct) + ψO (y) dy.
2 2c x−ct

Við höfum því fengið nýja framsetningu á d'Alembert formúlunni með Fourier-röðum. 
18.8. ÚRLAUSN Á BYLGJUJÖFNUM MEÐ LAPLACE-UMMYNDUN 473

18.8 Úrlausn á bylgjujöfnum með Laplace-ummyndun


Við höfum nú séð hvernig hægt er að beita Fourier-ummyndun til þess að nna formúlur
fyrir lausnir á bylgjujöfnunni sem skilgreindar eru á öllum rauntalnaásnum. Ef lausnin er
gen á hálfás, til dæmis jákvæða tímaásnum, þá er oft snjallt að beita Laplace-ummyndun
til þess að ákvarða lausnarformúlu. Við lítum á tvö dæmi:

Sýnidæmi 18.8.1 (Bylgjujafnan á hálínu). Við skulum ákvarða formúlu fyrir lausn
bylgjujöfnunnar í einni rúmvídd á hálínu með óhliðruðum upphafsskilyrðum og hliðruðu
jaðarskilyrði,
 2 2
∂ u 2∂ u


2
− c = 0, x > 0, t > 0,
 ∂t ∂x2



(18.8.1)
u(x, 0) = ∂t u(x, 0) = 0, x > 0,


 u(0, t) = g(t), t > 0,

 lim u(x, t) = 0,

t > 0.
x→+∞

Við látum U (x, s) og G(s) tákna Laplace-myndir u og g með tilliti til t,


Z ∞ Z ∞
−st
U (x, s) = e u(x, t) dt, G(s) = e−st g(t) dt.
0 0

Samkvæmt reiknireglu (7.3.3) er


Z ∞
2
L{∂t u}(x, s) = e−st ∂t2 u(x, t) dt
0
= s2 U (x, s) − su(x, 0) − ∂t u(x, 0) = s2 U (x, s).

Við gerum ráð fyrir að hægt sé að taka aeiður með tilliti til x fram fyrir Laplace-heildið
og fáum því
Z ∞ Z ∞
−st 2
2
L{∂x u}(x, s) = 2
e ∂x u(x, t) dt = ∂x e−st u(x, t) dt = ∂x2 U (x, s).
0 0

Eftir Laplace-ummyndun verður því verkefnið (18.8.1) að



2 2 2
s U (x, s) − c ∂x U (x, s) = 0,


U (0, s) = G(s),

 lim U (x, s) = 0.

x→+∞

Hér höfum við venjulega aeiðujöfnu í x og lausn hennar er af gerðinni

U (x, s) = A(s)e−(s/c)x + B(s)e(s/c)x .

Jaðarskilyrðið að U (x, s) → 0 ef x → +∞ segir okkur að B(s) = 0 fyrir öll s > 0.


Skilyrðið U (0, s) = G(s) segir okkur að A(s) = G(s). Þar með er

U (x, s) = G(s)e−(s/c)x = e−(x/c)s L{g}(s).


474 KAFLI 18. BYLGJUJAFNAN

Nú gefur reikniregla (ii) í setningu 7.1.5 okkur að

U (x, s) = L{H(t − x/c)g(t − x/c)}(s),

þar sem H táknar Heaviside-fallið. Lausnin er þar með fundin

u(x, t) = H(t − x/c)g(t − x/c), t > 0, x > 0.

Það er auðvelt að túlka þessa formúlu. Við lítum á punktinn (x, t) í (ξ, τ )-plani. Önnur
kennilína bylgjuvirkjans í gegnum hann er gen með jöfnunni ξ − cτ = x − ct. Ef hún
sker jákvæða τ -ásinn, þá er það í punktinum (0, t − x/c). Gildið á u í (x, t) er jafnt gildi
g í skurðpunktinum. Ef þessi kennilína í gegnum (x, t) sker ekki jákvæða τ -ásinn, þá er
gildi u í (x, t) jafnt 0.
τ ...
..........
....
...
u(x, t) = g(t − x/c)
.......
.......
....
... .......
... .
......
... .......
... ....... ....
... ....... ......
... ...... ......
... ......
.
.
.
. ......
....
... ....... ......
τ = t − x/c .........
.. .......
.... .....
.......
......
.......
.......
....

... ......
.
..
.. .......
...
..
... ....... .......
.........
.. .......
.......
....... ξ = cτ ........
........
.........
..

.... ....... .........


.. ......
. .
...
..........
.
...... ...
... .. . .........
.. ..... ........
......... ........
.........
.... .
...
. ..........
.........
...
... u(ξ, τ ) = 0
. ...........
.........
........
........................................................................................................................................................................................................
....
u(ξ, 0) = ∂t u(ξ, 0) = 0 ξ

Mynd 15.8 Skurðpunktur kennilínu við τ -ás.


Nú skulum við líta á u(x, t) sem styrk merkis, sem berst til hægri á x-ásnum með hraðanum
c. Styrknum er stýrt í punktinum x = 0 þannig að u(x, t) = g(t) er geð fall og stykurinn
er 0 í uppha við tímann t = 0. Ef t < x/c, þá er tíminn of skammur til þess að
merkið nái að berast frá 0 til x og því er u(x, t) = 0 í þessu tilfelli. Ef t ≥ x/c, þá er
u(x, t) = g(t − x/c), því það tekur tímann x/c fyrir merkið að berast frá 0 til x. 

Sýnidæmi 18.8.2 (Bylgjujafnan á takmörkuðu bili). Við ákvörðum hér formúlu fyrir
lausn bylgjujöfnunnar á takmörkuðu bili með óhliðruðum upphafsskilyrðum og hliðruðu
jaðarskilyrði í öðrum endapunktinum,
 2 2
∂ u 2∂ u

 − c = 0, x > 0, t > 0,
∂t2 ∂x2

(18.8.2) u(x, 0) = ∂t u(x, 0) = 0, x > 0,


u(0, t) = 0, u(L, t) = b(t), t > 0.

Við látum U (x, s) og B(s) tákna Laplace-myndir fallanna u og b með tilliti til t. Á
hliðstæðan hátt og í síðasta sýnidæmi fáum við jaðargildisverkefni fyrir U (x, s),
(
s2 U (x, s) − c2 ∂x2 U (x, s) = 0,
U (0, s) = 0, U (L, s) = B(s).
18.8. ÚRLAUSN Á BYLGJUJÖFNUM MEÐ LAPLACE-UMMYNDUN 475

Þetta er sama jafna og í síðasta sýnidæmi, en hér hentar best að setja lausnina fram sem
 
U (x, s) = C(s) cosh (s/c)x + D(s) sinh (s/c)x .

Stuðlarnir C(s) og D(s) ákvarðast nú út frá jaðarskilyrðunum, C(s) = 0 og D(s) =


B(s)/ sinh (s/c)L . Þar með er

sinh (s/c)x
U (x, s) = B(s) .
sinh (s/c)L

Nú athugum við að

sinh (s/c)x e(s/c)x − e−(s/c)x
= 
sinh (s/c)L e(s/c)L 1 − e−(2s/c)L

X
= e−sL/c esx/c − e−sx/c e−s(2nL)/c
n=0
∞ 
X 
−s((2n+1)L−x)/c −s((2n+1)L+x)/c
= e −e .
n=0

Þar með er
∞ 
X 
−s((2n+1)L−x)/c −s((2n+1)L+x)/c
U (x, s) = e −e B(s).
n=0

Nú segir regla (ii) í setningu 7.1.3 okkur að L{H(t − α)b(t − α)}(s) = e−sα B(s). Við
beitum þessari reglu á sérhvern lið í summunni og fáum formúlu fyrir lausnina
∞ 
X  
u(x, t) = H t − ((2n + 1)L − x)/c b t − ((2n + 1)L − x)/c
n=0

 
−H t − ((2n + 1)L + x)/c b t − ((2n + 1)L + x)/c .

Það er auðvelt að túlka þess formúlu líkt og í síðasta sýnidæmi. Eins og þar hugsum við
okkur að u(x, t) sé styrkur merkis, sem berst eftir bilinu [0, L] á x-ásnum með hraðanum c.
Styrknum er stýrt í punktinum x = L þannig að u(L, t) = b(t) er geð fall og í punktinum
x = 0 er því stýrt þannig að u(0, t) = 0. Merkið er þá bylgja, sem berst fram og aftur
eftir bilinu [0, L]. Í hvert skipti sem hún kemur að öðrum hvorum endapunkti bilsins,
þá speglast hún og kemur öfug til baka. Nú skulum við rýna í lausnarformúluna og sjá
hvernig hún breytist með tíma:
τ ............... (i) Ef 0 ≤ t < (L − x)/c, þá er
..
...
..
...
(x, t)
... ....... .
..........
.. ....... ......
.......
.......
u(x, t) = 0.
...
........................................................................................................
....

Tíminn er of skammur til þess að merki nái að berast frá L til
Mynd 15.9.
x.
476 KAFLI 18. BYLGJUJAFNAN

τ ............... (x, t) (ii) Ef (L − x)/c ≤ t < (L + x)/c, þá er


....
.... ..
....... .
......
.. .....
..........
...
.......
....... L−x
...
...
.....
t− L−x u(x, t) = b(t − ).
...
...
.......................................................................................................
c c
....
Lξ Merki hefur náð að berast frá L til x.
Mynd 15.10.
τ ............... (iii) Ef (L + x)/c ≤ t < (3L − x)/c, þá er
.... (x, t)
... ..
.... .... ..... .......
.... ...
...... .
....... L−x L+x
... ......
... .......
.......
.......
t− L−x u(x, t) = b(t − ) − b(t − ).
...
...
.......
....... c c c
... .......
... L+x
t− Hér hefur bæst við merki, sem borist hefur frá L til 0, þar sem
.......
...
........................................................................................................... c
...
Lξ það speglast, og þaðan til x.
.

Mynd 15.11.
τ .............. (iv) Ef (3L − x)/c ≤ t < (3L + x)/c, þá er
... (x, t)
...
.... ....... .......
... ......
.......
....... L−x L+x 3L − x
... .......
... .......
.......

t− ....... L−x u(x, t) = b(t − ) − b(t − ) + b(t − ).


...
...
.......
... ....
. ..
.......
c c c c
... ......... ....
... ...... ...
Hér hefur bæst við merki, sem borist hefur frá L til 0, til baka
... .......
.......
... ....... L+x
........
... ...... t−
...
...
...
. .
......
.......
c frá 0 til L og þaðan til x. Í báðum endapunktum hefur merk-
ið speglast. Á þennan hátt fjölgar liðunum í summunni með
... .......
... .......
3L−x
...
... t− ......
.
.
.......................................................................................................
..
..
c
tímanum.


Mynd 15.12.

18.9 Ængardæmi
1. Reiknið út Fourier-mynd lausnarinnar á símajöfnunni með upphafsskilyrðum,
(
∂x2 u = α∂t2 u + β∂t u + γu,
u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x), x ∈ R,

þar sem við gefum okkur að ϕ og ψ séu heildanleg föll á R. Sýnið að í tilfellinu ϕ = 0 og
γ = 0 sé til lausnarformúla af gerðinni
Z +∞
u(x, t) = E(x − y, t)ψ(y) dy,
−∞

án þess að reyna að reikna fallið E út.


2. Reiknið út Fourier-myndina af lausninni á upphafsgildisverkefninu:
∂ 2u 2
2∂ u ∂u
2
− c 2
+α + βu = f (x, t), u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = ψ(x).
∂t ∂x ∂t

3. ∗
Beitið Fourier-ummyndun til þess að ákvarða formúlu fyrir lausn verkefnisins
 2 2 2
 ∂ u + 2 ∂ u + ∂ u = f (x, y), x ∈ R, y > 0,
∂x2 ∂x∂y ∂y 2
u(x, 0) = g(x), ∂y u(x, 0) = h(x),

18.9. ÆFINGARDÆMI 477

þar sem f , g og h eru heildanleg föll af x á R.


4. Skrið upp lausnarformúluna fyrir kúlubylgjur, með því að leysa verkefnið (18.6.3).
5. Beitið speglunaraðferð og d'Alembert formúlunni til þess að reikna út u( 21 , 2), þar
sem u er lausnin á bylgjujöfnunni
 2
∂ u ∂ 2u
 2 − 2 = 0, 0 < x < 1, t > 0,


∂t ∂x
 u(0, t) = 0, ∂x u(1, t) = 0, t > 0,

u(x, 0) = 4x(1 − x), ∂t u(x, 0) = x, 0 < x < 1.

6. Lítum á föllin u(x, t) og v(x, t), sem eru lausnir


2 2
∂t u − ∂x u = 0,
 0 < x < 1, t > 0,
u(x, 0) = ϕ(x), ∂t u(x, 0) = 0, 0 < x < 1,

u(0, t) = u(1, t) = 0, t > 0,


2 2
∂t v − ∂x v = 0,
 0 < x < 1, t > 0,
v(x, 0) = 0, ∂t v(x, 0) = ψ(x), 0 < x < 1,

∂x v(0, t) = ∂x v(1, t) = 0, t > 0,

þar sem ϕ og ψ eru 2-lotubundin föll, ϕ er oddstætt ψ er jafnstætt og þau uppfylla


ϕ(x) = ψ(x) = 2x, ef 0 ≤ x ≤ 1/2, og ϕ(x) = ψ(x) = 2 − 2x, ef 1/2 ≤ x ≤ 1. Beitið
d'Alembert formúlunni til þess að reikna út u( 31 , 2), u( 45 , 2), v( 12 , 3) og v( 74 , 3).
7. (Símajafnan). Ef u táknar straum eða spennu í rafstreng, til dæmis símalínu, þá gefa
Maxwell-jöfnurnar
∂x2 u = α∂t2 u + β∂t u + γu.
þar sem α = LC , β = (RC + LG), γ = RG, C táknar rýmd strengsins á lengdareiningu,
G táknar lekaleiðni á lengdareiningu, R táknar viðnám á lengdareiningu og L táknar
sjálfspan á lengdareiningu. Nú viljum við ákvarða spennu í löngum streng, þar sem merki
er geð í öðrum endapunktinum. Við hugsum okkur því að strengurinn sé óendanlega
langur og leysum því símajöfnuna á {(x, t); x > 0, t > 0} með hliðarskilyrðunum

u(x, 0) = ∂t u(x, 0) = 0, lim u(x, t) = 0, u(0, t) = f (t).


x→+∞

(i) Geð ykkur að lausn sé til og reiknið út Laplace-mynd hennar með tilliti til tíma.
(ii) Reiknið út u í sértilfellinu, þegar β 2 = 4αγ . Sýnið að þá fáist einföld deyfð bylgja,
sem berst eftir x ásnum. Ákvarðið hraða og deyngarstuðul bylgjunnar.
478 KAFLI 18. BYLGJUJAFNAN
Kai 19
VARMALEIÐNIJAFNAN

19.1 Hitakjarninn
Í þessum kaa ætlum við að fjalla um úrlausn á varmaleiðnijöfnunni á öllu rúminu. Við
skulum byrja á því að leiða út formúlu fyrir lausn á einvíðu varmaleiðnijöfnunni með
upphafsskilyrðum

 ∂u ∂ 2u
− κ 2 = 0, x ∈ R, t > 0,
(19.1.1) ∂t ∂x
u(x, 0) = ϕ(x), x ∈ R,
og beita Fourier-ummyndun til þess. Við gerum ráð fyrir að u sé heildanlegt fall af x fyrir
fast t, að ϕ sé heildanlegt og látum u b(ξ, t) og ϕ(ξ)
b vera Fourier-myndir u(x, t) og ϕ(x)
með tilliti til x. Við gefum okkur einnig að
Z +∞ Z +∞
−ixξ
F{∂t u}(ξ, t) = e ∂t u(x, t) dx = ∂t e−ixξ u(x, t) dx = ∂t u
b(ξ, t).
−∞ −∞

Samkvæmt setningu 6.2.3 (ix) er


Z +∞
2
F{∂x u}(ξ, t) = e−ixξ ∂x2 u(x, t) dx = (iξ)2 u
b(ξ, t) = −ξ 2 u
b(ξ, t).
−∞

Við tökum nú Fourier-mynd af öllum liðunum í (19.1.1) og fáum að u b verður að uppfylla


(
b(ξ, t) + κξ 2 u
∂t u b(ξ, t) = 0, ξ ∈ R, t > 0,
(19.1.2)
ub(ξ, 0) = ϕ(ξ),
b ξ ∈ R.
Þetta er fyrsta stigs aeiðujafna í t, þar sem virkinn er Dt + κξ 2 . Lausnin er því ótvírætt
ákvörðuð
2
(19.1.3) ub(ξ, t) = e−κtξ ϕ(ξ).
b
2 √ 2
Í sýnidæmi 6.2.2 sáum við að F{e−x }(ξ) = πe−ξ /4 . Samkvæmt setningu 6.2.3 (iv) er
r r
a a √
−ax2 2
F{e }(ξ) = F{e−( ax) }(ξ)
π π

a)2 /4 2 /4a
= e−(ξ/ = e−ξ .

479
480 KAFLI 19. VARMALEIÐNIJAFNAN

2
Ef við veljum a = 1/4κt í þessari formúlu, þá sjáum við að e−κtξ er Fourier-myndin af
fallinu E sem geð er með formúlunni
 √ 1 e−x2 /4κt , x ∈ R, t > 0,

(19.1.4) E(x, t) = Et (x) = 4πκt


0, x ∈ R, t ≤ 0.

Skilgreining 19.1.1 Fallið E nefnist hitakjarni eða varmaleiðnikjarni. 

..
.........
E ...
....
..
...
...
.....
.........
.........
t lítið .......
.........
.........
............
........
... ... ...
... ... ....
.... ... ....
.. .. ..
... ... ....
... ... ...
.... .... ....
.. .. ...
... ... ...
... ... ...
.... .... .....
.. .... ..
...................
.... ... ....
..... ... ........
. .
... .. ... ... ....
... ... ... ... ...
.. .. .. ... ..

................
...... . .................................................................
.
.............. ........ .... .... .... ....... .............................
. .. ......
.
t stórt
........................................................................................................................................................................................................................................................................................
..
..
x
Mynd: Varmaleiðnikjarninn.
Formúlan (19.1.3) segir okkur nú að u b(ξ, t) = E b , og því gefur andhverfuformúla
bt (ξ)ϕ(ξ)
Fouriers og földunarreglan okkur að
Z +∞
1 2
(19.1.5) u(x, t) = Et ∗ ϕ(x) = √ e−(x−y) /4κt ϕ(y) dy, t > 0.
−∞ 4πκt
Áður en lengra er haldið skulum við rannsaka nokkra eiginleika hitakjarnans. Athugum
fyrst að
(
+∞, x = 0,
(19.1.6) lim Et (x) =
t→0+ 0, x 6= 0,
og
Z +∞ Z +∞ Z +∞
1 2 1 2
(19.1.7) Et (x) dx = √ e−x /4κt dx = √ e−y dy = 1.
−∞ −∞ 4πκt −∞ π
Af (19.1.6) leiðir síðan að fyrir samfelld takmörkuð föll ϕ gildir
Z +∞
1 2
lim Et ∗ ϕ(x) = lim √ e−(x−y) /4κt ϕ(y) dy
t→0+ t→0+ −∞ 4πκt
Z +∞
1 2 √
= lim √ e−y ϕ(x − 4κty) dy
t→0+ −∞ π
Z +∞
1 2 √
= √ e−y lim ϕ(x − 4κty) dy
−∞ π t→0+
Z +∞
1 2
= ϕ(x) √ e−y dy = ϕ(x).
−∞ π
19.2. HLIÐRAÐA VARMALEIÐNIJAFNAN 481

Þessi formúla segir okkur að Et stefni á δ0 í veikum skilningi ef t → 0+. Það er auðveldur
reikningur að sannfæra sig um að E uppfylli varmaleiðnijöfnuna
(19.1.8) (∂t − κ∂x2 )E(x, t) = 0, t > 0,
því
1 x2
∂t E(x, t) = − E(x, t) + E(x, t),
2t 4κt2
x
∂x E(x, t) = − E(x, t),
2κt
1 x
∂x2 E(x, t) = − E(x, t) − ∂x E(x, t),
2κt 2κt
1 x2
=− E(x, t) + 2 2 E(x, t).
2κt 4κ t
Af (19.1.8) leiðir nú að fallið u sem geð er með (19.1.5) er lausn á varmaleiðnijöfnunni,
því
Z +∞
(19.1.9) 2
(∂t − κ∂x )u(x, t) = (∂t − κ∂x2 )E(x − y, t)ϕ(y) dy = 0.
−∞

Hér þarf lesandinn aðeins að staldra við og sannfæra sig um að setning Lebesgues í viðauka
C ge að það megi taka aeiður með tilliti til x og t undir földunarheildið. Niðurstaða
þessara útreikninga okkar er:
Setning 19.1.2 Upphafsgildisverkefnið

 ∂u ∂ 2u
− κ 2 = 0, x ∈ R, t > 0,
(19.1.10) ∂t ∂x
t→0+ u(x, t) = ϕ(x), x ∈ R,
u(x, 0) = lim

þar sem ϕ er geð samfellt og takmarkað fall á R, hefur lausn u sem gen er með formúl-
unni
Z +∞
(19.1.11) u(x, t) = Et ∗ ϕ(x) = Et (x − ξ)ϕ(ξ) dξ, x ∈ R, t > 0,
−∞

þar sem hitakjarninn er genn með formúlunni


1 2
(19.1.12) E(x, t) = Et (x) = H(t) √ e−x /4κt , (x, t) 6= (0, 0).
4πκt


19.2 Hliðraða varmaleiðnijafnan


Þá snúum við okkur að hliðruðu varmaleiðnijöfnunni og leysum hana með óhliðruðu upp-
hafsskilyrði

 ∂u ∂ 2u
− κ 2 = f (x, t), x ∈ R, t > 0,
(19.2.1) ∂t ∂x
u(x, 0) = 0, x ∈ R.
482 KAFLI 19. VARMALEIÐNIJAFNAN

Með því að beita Fourier-ummyndun eins og áður, þá fáum við verkefnið


(
b(ξ, t) + κξ 2 u
∂t u b(ξ, t) = fb(ξ, t), ξ ∈ R, t > 0,
(19.2.2)
u
b(ξ, 0) = 0, ξ ∈ R.

Þetta er fyrsta stigs hliðruð aeiðujafna í t með óhliðruð upphafsskilyrði. Virkinn er


2
Dt + κξ 2 og Green-fall hans er Gξ (t, τ ) = e−κ(t−τ )ξ = E bt−τ (ξ). Lausnin er því
Z t Z t
−κ(t−τ )x2 b
(19.2.3) u
b(ξ, t) = e f (ξ, t) dτ = E
bt−τ (ξ)fb(ξ, t) dτ.
0 0

Nú beitum við andhverfuformúlu Fouriers og földunarreglunni og fáum


Z +∞ Z t 
1 ixξ
u(x, t) = e E
bt−τ (ξ)fb(ξ, τ ) dτ dξ
2π −∞ 0
Z t  Z +∞ 
1 ixξ b
= e Et−τ (ξ)f (ξ, τ ) dξ dτ
b
0 2π −∞
Z t Z +∞
= Et−τ (x − y)f (y, τ ) dydτ
0 −∞
Z t Z +∞
= E(x − y, t − τ )f (y, τ ) dydτ.
0 −∞

Ef við framlengjum skilgreiningarsvæði fallsins f þannig að f (x, t) = 0 ef t ≤ 0, þá sjáum


við að
u(x, t) = E ∗ f (x, t), t > 0.
Við skulum nú taka saman útreikninga okkar:

Setning 19.2.1 Látum f vera samfellt fall á opna efra hálfplaninu {(x, t); t > 0}, sem er
takmarkað á lokuninni {(x, t); t ≥ 0} og tekur gildið 0 á neðra hálfplaninu {(x, t); t < 0}
og látum ϕ vera samfellt takmarkað fall á R. Þá hefur upphafsgildisverkefnið
2
 ∂u − κ ∂ u = f (x, t),

x ∈ R, t > 0,
(19.2.4) ∂t ∂x2
u(x, 0) = lim u(x, t) = ϕ(x), x ∈ R,
t→0+

ótvírætt ákvarðaða lausn u, sem gen er með formúlunni

(19.2.5) u(x, t) = Et ∗ ϕ(x) + E ∗ f (x, t), x ∈ R, t > 0,


þar sem E táknar hitakjarnann, sem skilgreindur er með formúlunni (19.1.12).


Það er einfalt að alhæfa þetta verkefni fyrir varmaleiðnijöfnuna í hvaða rúmvídd sem
er,

 ∂u − κ∆u = f (x, t),



x ∈ Rn , t > 0,
(19.2.6) ∂t
u(x, 0) = lim u(x, t) = ϕ(x), x ∈ Rn ,
t→0+
19.3. ÚRLAUSN Á VARMALEIÐNIJÖFNUM MEÐ LAPLACE-UMMYNDUN 483

þar sem f er samfellt fall á {(x, t) ∈ Rn × R; t ≥ 0}, ϕ er samfellt fall á Rn og bæði f og


ϕ eru takmörkuð. Hitakjarninn verður
1 −x2 /4κt
(19.2.7) E(x, t) = Et (x) = H(t) n/2 e , x ∈ Rn , (x, t) 6= (0, 0),
4πκt

og lausnarformúlan alhæst í

(19.2.8) u(x, t) = Et ∗ ϕ(x) + E ∗ f (x, t), x ∈ Rn , t > 0.

Við eftirlátum lesandanum að staðfesta að (19.2.8) ge lausn á (19.2.6).

19.3 Úrlausn á varmaleiðnijöfnum með Laplace-ummyndun


Við höfum áður séð hvernig hægt er að beita Laplace-ummyndun til þess að leysa bylgju-
jöfnuna með óhliðruðum upphafsskilyrðum og hliðruðum jaðarskilyrðum á hálfás. Við
byrjum á hliðstæðu verkefni fyrir varmaleiðnijöfnuna:

Sýnidæmi 19.3.1 (Varmaleiðni á hálínu). Nú tökum við varmaleiðnijöfnuna á


hálínu fyrir og leysum hana með óhliðruðum upphafsskilyrðum og hliðruðu jaðarskil-
yrði,

∂ 2u

∂u

 − κ = 0, x > 0, t > 0,
 ∂t ∂x2



(19.3.1)
u(x, 0) = 0, x > 0,


u(0, t) = f (t), t > 0,

 lim u(x, t) = 0, t > 0.

x→+∞

Við látum U (x, s) og F (s) tákna Laplace-myndir u(x, t) og f (t) með tilliti til t eins og
áður. Við fáum þá verkefnið

2
sU (x, s) − κ∂x U (x, s) = 0,


U (0, s) = F (s),

 lim U (x, s) = 0.

x→+∞

Almenn lausn þessarar jöfnu er


√ √
U (x, s) = A(s)e− s/κ x
+ B(s)e s/κ x .

Síðara jaðarskilyrðið gefur B(s) = 0 og hið fyrra að A(s) = F (s). Þar með er

− s/κ x
U (x, s) = e F (s).

Ef við getum fundið fall g(x, t), þannig að



L{g}(x, s) = e− s/κ x
,
484 KAFLI 19. VARMALEIÐNIJAFNAN

þá gefur földunarreglan í setningu 10.3.1 okkur að


Z t
u(x, t) = g(x, t − τ )f (τ ) dτ.
0

Í næsta sýnidæmi sýnum við fram á að


x x −x2 /4κt
g(x, t) = E(x, t) = √ 3 e ,
t 4πκ t 2
þar sem E(x, t) táknar varmaleiðnikjarnann. Svarið er því
Z t
x 3 2
u(x, t) = √ (t − τ )− 2 e−x /4κ(t−τ ) f (τ ) dτ, x > 0, t > 0.
4πκ 0


Sýnidæmi 19.3.2 (Laplace-mynd varmaleiðnikjarnans). Við höfum


+∞ −x2 /4κt
1 −√s/κ x
Z
−st e
(19.3.2) L{E}(x, s) = e √ dt = √ e .
0 4πκt 4κs
Til þess að staðfesta þessa formúlu á nefnum við fyrst að í grein 16.1 sýndum við fram á
að E uppfyllir 
∂E ∂ 2E
− κ = 0, x > 0, t > 0,


 2x


 ∂t ∂
E(x, 0) = 0,

x > 0,
1

 E(0, t) = √ , t > 0,


 4πκt
 lim E(x, t) = 0, t > 0.


x→+∞

Þetta er sértilfelli af (19.3.1). Samkvæmt sýnidæmi 6.1.3 og formúlu (3.7.6) er



1 − 12 Γ(− 12 + 1) π 1
L{E}(0, s) = √ L{t }(s) = √ − 1
+1
=√ =√ .
4πκ 4πκs 2 4πκs 4κs
Með nákvæmlega sömu röksemdafærslu og í síðasta sýnidæmi fáum við því
1 −√s/κx
L{E}(x, s) = √ e .
4κs
Nú er auðvelt að staðfesta lausnarformúluna í síðasta sýnidæmi, því
 x
−2κ∂x E(x, t) = −2κ − 2x/4κt E(x, t) = E(x, t)
t
og
1 −√s/κ x √
 
∂ − s/κ x
L{−2κ∂x E}(x, s) = −2κ∂x L{E}(x, s) = −2κ √ e =e .
∂x 4κs

19.4. ÆFINGARDÆMI 485

19.4 Ængardæmi
1. Beitið Fourier-ummyndun til þess að reikna út lausn á upphafsgildisverkefninu:
∂u ∂ 2u ∂u
−κ 2 +r = f (x, t), u(x, 0) = ϕ(x).
∂t ∂x ∂x

2. Beitið Fourier-ummyndun til þess að reikna út lausn á upphafsgildisverkefninu:


∂u ∂ 2u
− κ 2 + au = f (x, t), u(x, 0) = ϕ(x).
∂t ∂x

3. Beitið speglunaraðferð til þess að nna formúlu fyrir lausn verkefnisins



2
∂t u − κ∂x u = 0, x > 0, t > 0,

u(x, 0) = ϕ(x), x > 0,

u(0, t) = 0, t > 0,

þar sem ϕ er takmarkað fall á R og sýnið fram á að hægt sé að skrifa hana sem
Z +∞
u(x, t) = (Et (x − y) − Et (x + y))ϕ(y) dy,
0

þar sem Et táknar hitakjarnann. Finnið einnig formúlu fyrir lausn verkefnisins, þar sem
jaðarskilyrðinu u(0, t) = 0 er breytt í ∂x u(0, t) = 0 og sýnið hvernig þetta heildi breytist.
4. Beitið speglunaraðferð til þess að nna formúlu fyrir lausn verkefnisins

2
∂t u − κ∂x u = f (x, t), x > 0, t > 0,

u(x, 0) = 0, x > 0,

u(0, t) = 0, t > 0,

þar sem f er takmarkað samfellt fall á R × R+ .


5. Finnið formúlu fyrir lausnina á verkefninu

2
∂t u − κ∂x u = 0, x > 0, t > 0,

u(x, 0) = 0, x > 0,

u(0, t) = h(t), t > 0,

þar sem h er samfellt deildanlegt á jákvæða raunásnum.


[Leiðbeining: Setjið v(x, t) = u(x, t) − h(t) og sýnið að v sé lausn á hliðruðu varmaleiðni-
jöfnunni með hliðruðu upphafsskilyrði.]
6. Beitið speglunaraðferð til þess að nna formúlu fyrir lausn verkefnisins

2
∂t u − κ∂x u = f (x, t), x > 0, t > 0,

u(x, 0) = 0, x > 0,

∂x u(0, t) = 0, t > 0,

486 KAFLI 19. VARMALEIÐNIJAFNAN

þar sem f er takmarkað samfellt fall á R × R+ .


7. Finnið formúlu fyrir lausnina á verkefninu

2
∂t u − κ∂x u = 0, x > 0, t > 0,

u(x, 0) = 0, x > 0,

∂x u(0, t) = h(t), t > 0,

þar sem h er samfellt deildanlegt á jákvæða raunásnum.


[Leiðbeining: Setjið v(x, t) = u(x, t) − xh(t) og sýnið að v sé lausn á hliðruðu varmaleiðni-
jöfnunni með hliðruðu upphafsskilyrði.]
8. Takið saman niðurstöður dæmanna 3-7 og skrið upp lausnarformúlur fyrir lausnir
verkefnanna
 
2 2
∂t u − κ∂x u = f (x, t),
 ∂t u − κ∂x u = f (x, t), x > 0, t > 0,
x > 0, t > 0, 
u(x, 0) = ϕ(x), x > 0, u(x, 0) = ϕ(x), x > 0,
 
u(0, t) = h(t), t > 0, ∂x u(0, t) = h(t), t > 0,
 

með sömu forsendum og áður um föllin f , ϕ og h.


9. Leysið verkefnið
∂t u − κ∂x2 u = 0, u(x, 0) = 0, u(0, t) = f (t), x > 0, t > 0.

10. Notið niðurstöðuna úr sýnidæmi 16.3.1 til þess að sýna að


√  1 √
L{erfc α/(2 t) }(s) = e−α s ,
s
þar sem erfc = 1 − erf og erf táknar skekkjufallið,
Z x
2 2
erf(x) = √ e−ξ dξ.
π 0
11. Varmaleiðni í stöng af lengd L, með upphafshitastig 0, annan endann við hitastig 0
og hinn við f (t) er lausn á verkefninu
∂t u − κ∂x2 u = 0, u(x, 0) = 0, u(0, t) = 0, u(L, t) = f (t), x > 0, t > 0.
(i) Sýnið að Laplace-mynd lausnarinnar u með tilliti til t sé
p 
sinh x s/κ
U (x, s) = F (s) p ,
sinh L s/κ
þar sem F er Laplace-mynd f .
(ii) Látum v(x, t) tákna lausn í sértifellinu þegar f er fastafallið 1. Sannið formúlu
Duhamels, Z t 

u(x, t) = v(x, t − τ )f (τ ) dτ .
∂t 0
(iii) Notið niðurstöðuna úr dæmi 2 og sömu tækni og í sýnidæmi 15.8.2 til þess að sýna
að ∞     
X (2n + 1)L + x (2n + 1)L − x
v(x, t) = erf √ − erf √ .
n=0
4κt 4κt
Kai 20

DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR


Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

20.1 Inngangur
Í greinum 2.8, 6.9 og 7.6 kynntumst við nokkrum undirstöðuhugtökum um dreiföll á
rauntalnalínunni R = R1 . Auðvelt er að alhæfa þau hugtök yr á rúmið Rn í hærri
víddum. Reyndar eru dreiföllin mun mikilvægari við úrlausn á hlutaeiðujöfnum en við
úrlausn á venjulegum aeiðujöfnum. Í þessum stutta kaa kynnumst við örlítið veikum
hlutaeiðum, veikum lausnum á hlutaeiðujöfnum og grunnlausnum á hlutaeiðujöfnum.
Einnig sjáum við eðlisfræðilega túlkun á Green-föllum fyrir Laplace-virkjann.

20.2 Veik markgildi, veikar aeiður og föll Diracs


Í setningu 2.5.2 og fylgisetningu 2.5.4 sáum við að lausnin á verkefninu

(
P (D)u = (am Dm + · · · + a1 D + a0 )u = f (t), t ∈ R,
(20.2.1)
u(0) = u0 (0) = · · · = u(m−1) (0) = 0,

er gen með formúlunni

Z t
(20.2.2) u(t) = g(t − τ )f (τ ) dτ,
0

þar sem fallið g uppfyllir P (D)g = 0, g(0) = g 0 (0) = · · · = g (m−2) (0) = 0, og g (m−1) (0) =
1/am . Nú skulum við athuga hvernig lausnin breytist með f . Látum því fj vera runu af
samfelldum föllum á R og uj vera lausnina á (20.2.1), sem gen er með (20.2.2) með fj í
hlutverki f . Ef fj stefnir á f í jöfnum mæli á sérhverju takmörkuðu bili á R, þá fáum við

487
488 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

með því að skipta á heildi og markgildi að


Z t
lim uj (t) = lim g(t − τ )fj (τ ) dτ
j→+∞ j→+∞ 0
Z t
= g(t − τ ) lim fj (τ ) dτ
0 j→+∞
Z t
= g(t − τ )f (τ ) dτ = u(t).
0

Það er raunar auðvelt að sannfæra sig um að u(k) → u(k) í jöfnum mæli á sérhverju
takmörkuðu bili á R ef 0 ≤ k ≤ m.
Nú ætlum við að sjá hvað gerist ef við stingum ósamfelldu falli f inn í lausnarformúluna
20.2.2. Til þess að einfalda útreikninga okkar þá skilgreinum við fallið E með
(
g(t), t ≥ 0,
(20.2.3) E(t) = H(t)g(t) =
0, t < 0,

þar sem H táknar Heaviside-fallið


(
1, t ≥ 0,
(20.2.4) H(t) =
0, t < 0,

.....
........
....
...
...
...
H(t)
1• ...
...
...
...
...
...
...
◦ .
.........................................................................................................................................................................................
..
...
..
.. t

Mynd 2.5. Heaviside-fallið.


Í því tilfelli að f (t) = 0 ef t < 0, þá er lausnarformúlan (20.2.2) ekkert annað en

(20.2.5) u = E ∗ f,

þar sem ϕ ∗ ψ táknar földun tveggja falla ϕ og ψ ,


Z +∞
(20.2.6) ϕ ∗ ψ(x) = ϕ(x − y)ψ(y) dy.
−∞

Földun er ein af undirstöðuaðgerðunum í fallafræði og hún mun oft koma fyrir hjá okkur.
Í útleiðslu okkar á lausnarformúlunni (20.2.2) gengum við út frá því að hægri hlið jöfn-
unnar f væri samfellt fall. Í margs konar útreikningum vilja menn setja inn föll sem eru
ósamfelld. Lítum á eitt slíkt dæmi:
20.2. VEIK MARKGILDI, VEIKAR AFLEIÐUR OG FÖLL DIRACS 489

Sýnidæmi 20.2.1 (Deyfð sveia; framhald). Lítum nú enn einu sinni á deyfðan sveil
úr sýnidæmi 1.1.1 og látum nú u(t) tákna færslu hans frá jafnvægisstöðu og f (t) tákna
summu ytri krafta sem á hann verka. Atlag kraftsviðsins f á tímabilinu [α, β] er skilgreint
sem heildið Z β
f (t) dt,
α

þar sem −∞ ≤ α ≤ β ≤ +∞. Við skulum nú skilgreina kraftsvið fε sem líkir eftir því að
sveiinum
...
sé komið af stað með því að slá snöggt í hann af miklum krafti,
...
.......
..
...
...

(
1/ε ...
...
... 1/ε, t ∈ [0, ε],
...
... (20.2.7) fε (t) =
...
...
...
fε (t) 0, t∈/ [0, ε].
...
...
...
...
...
...
..
Atlag þessa kraftsviðs er

................................................................................................
...
ε ...
t (
Mynd 2.6. +∞
Z
+∞, t = 0,
(20.2.8) fε (t) dt = 1, og lim fε (t) =
−∞ ε→0 0, t=6 0.

Ef uε táknar útslag sveilsins, þá gefur lausnarformúlan (20.2.5) okkur að


Z +∞
(20.2.9) uε (t) = E ∗ fε (t) = E(t − τ )fε (τ ) dτ
−∞
1 ε
Z Z 1
= E(t − τ ) dτ = E(t − εσ) dσ
ε 0 0
→ E(t), ε → 0.

Nú er eðlilegt að spyrja, hvort hægt sé að taka markgildi af kraftsviðinu fε ef ε → 0 og fá


út kraftsvið sem hefur eðlisfræðilega merkingu. Samkvæmt (20.2.8) þarf markfallið δ þá
að uppfylla
Z +∞ (
+∞, t = 0,
(20.2.10) δ(t) dt = 1, og δ(t) =
−∞ 0, t 6= 0.

Nú er okkur mikill vandi á höndum, því seinna skilyrðið skilgreinir fall, sem hefur heildið
0 og því stangast þessi tvö skilyrði á. Til þess að komast út úr þessum vandræðum þurfum
við að líta á markgildið í (20.2.8) í nýju ljósi og jafnframt að alhæfa fallshugtakið. 

Áður en við getum alhæft fallshugtakið þurfum við að innleiða nokkur ný hugtök. Ef ϕ
er samfellt fall á opnu hlutmengi X af R, þá nefnist minnsta lokaða mengi sem inniheldur
{x ∈ X; ϕ(x) 6= 0} stoð fallsins ϕ og hún er táknuð með supp ϕ. Hlutmengi af R sem er
bæði lokað og takmarkað er sagt vera þjappað. Við látum C0k (X), þar sem 0 ≤ k ≤ ∞,
tákna mengi allra k sinnum samfellt deildanlegra falla á R sem hafa þjappaða stoð í X .
Þetta er línulegt hlutrúm í C k (R). Rúmið C0∞ (X) er oft táknað með D(X) og stök þess
eru oft nefnd prófunarföll.
490 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Nú skulum við líta á fall f sem er heildanlegt á sérhverju þjöppuðu hlutmengi af X .


Það skilgreinir á eðlilegan hátt línulega vörpun
Z
(20.2.11) ∞
uf : C0 (X) → C, uf (ϕ) = f (x)ϕ(x) dx.
X

Athugið að einungis er heildað yr þjappað hlutmengi af X , því sérhvert fall ϕ í C0∞ (X)
er 0 alls staðar nema á þjöppuðu hlutmengi. Ef við skilgreinum
R +∞ margfeldið f (x)ϕ(x) sem
0 fyrir utan supp ϕ, þá breytist heildið ekki þó við skrifum −∞ í stað X . Það er einmitt
R

með því að líta á þessar línulegu varpanir, sem okkur tekst að alhæfa fallshugtakið og þar
með að gefa föllum eins og δ í (20.2.10) merkingu.

Skilgreining 20.2.2 Látum X vera opið hlutmengi af R. Línuleg vörpun


u : C0∞ (X) → C

nefnist dreifall á X ef hún er samfelld í þeim skilningi að

(20.2.12) u(ϕj ) → u(ϕ), j → +∞,


(k)
þar sem föllin ϕj hafa öll stoð í sama þjappaða hlutmenginu K í X og ϕj → ϕ(k) í jöfnum
mæli á R fyrir öll k = 0, 1, 2 . . . . Mengi allra dreifalla á X táknum við með D0 (X). 

Þessi skilgreining kann að virðast erð við fyrstu sýn, en í estum dæmum sem við
tökum er auðvelt að staðfesta að (20.2.12) gildi. Þannig er línulega vörpunin uf í (20.2.11)
dreifall, því
Z +∞
lim uf (ϕj ) = lim f (x)ϕj (x) dx
j→+∞ j→+∞ −∞
Z +∞
= f (x) lim ϕj (x) dx
−∞ j→+∞
Z +∞
= f (x)ϕ(x) dx = uf (ϕ),
−∞

því við megum skipta á heildi og markgildi, þegar við höfum samleitni í jöfnum mæli.
Athugum að tvö föll f og g skilgreina sama dreifallið, uf = ug , ef
Z +∞ Z +∞
uf (ϕ) = f (x)ϕ(x) dx = g(x)ϕ(x) dx = ug (ϕ), ϕ ∈ C0∞ (X).
−∞ −∞

Þetta þýðir samt ekki að f (x) = g(x) í sérhverjum punkti x ∈ X , því þessi heildi breytast
ekki, þó gildum fallanna f og g sé breytt í einstaka punktum.
D0 (X) er greinilega línulegt rúm, þar sem summa tveggja dreifalla u og v er skilgreind
með 
u + v (ϕ) = u(ϕ) + v(ϕ),
og margfeldi tölunnar α ∈ C og u er skilgreint með

αu (ϕ) = αu(ϕ).
20.2. VEIK MARKGILDI, VEIKAR AFLEIÐUR OG FÖLL DIRACS 491

Ef ψ ∈ C ∞ (X), þá skilgreinum við margfeldi ψ og u með

ψu)(ϕ) = u(ψϕ).

Þetta er eðlileg alhæng á margföldun fallanna f og ψ , því


Z +∞

ψuf (ϕ) = uf (ψϕ) = f (x)ψ(x)ϕ(x) dx = uf ψ (ϕ).
−∞

Skilgreining 20.2.3 Látum a ∈ R og skilgreinum δa með


(20.2.13) δa (ϕ) = ϕ(a),

þar sem ϕ er samfellt í einhverri grennd um a. Greinilega er δa dreifall á sérhverju opnu


mengi sem inniheldur a og það nefnist δ -fall Diracs í punktinum a eða Dirac-delta-fall í
punktinum a. Ef a = 0, þá skrifum við aðeins δ í stað δ0 . 

Í mörgum bókum er δ -fall Diracs skilgreint, sem fallið sem uppfyllir skilyrðin
Z +∞ (
+∞, t = a,
(20.2.14) δa (t) dt = 1, og δa (t) =
−∞ 0, t 6= a.

Eins og við gátum um í sýnidæmi 20.2.1, þá fá þessi skilyrði ekki staðist saman, því síðara
skilyrðið hefur í för með að heildið er 0. Hins vegar er rétt að muna eftir þessum tveimur
skilyrðum, þegar verið er að túlka niðurstöður útreikninga með dreiföllum, þar sem δ -föll
koma fyrir.

Skilgreining 20.2.4 Látum uj vera runu í D0 (X). Við segjum að uj stefni á u ∈ D0 (X)
og táknum það með uj → u og limj→+∞ uj = u, ef

(20.2.15) lim uj (ϕ) = u(ϕ), ϕ ∈ C0∞ (X).


j→+∞

Ef öll dreiföllin uj eru af gerðinni ufj , þar sem fj eru heildanlegt á sérhverju þjöppuðu
hlutmengi af X , þá segjum við að fj stefni á u í veikum skilningi eða að fj stefni á u í
skilningi dreifalla. Þetta þýðir að
Z +∞
(20.2.16) fj (x)ϕ(x) dx → u(ϕ), ϕ ∈ C0∞ (X),
−∞

og við táknum þessa samleitni einnig með fj → u og limj→+∞ fj = u. 

Ef uε eru dreiföll sem háð eru breytunni ε ∈ R þá skilgreinum við limε→0 uε með
hliðstæðum hætti. Sama er að segja um limt→+∞ ut ef ut eru dreiföll sem háð eru
samfelldu breytunni t og t stefnir á +∞. Það er enginn vandi að nna runur af föllum
sem stefna á δa :

Setning 20.2.5 Gerum ráð fyrir að f sé heildanlegt fall á R, að −∞


R +∞
f (x) dx = 1 og
skilgreinum fε (x) = ε f ((x − a)/ε). Þá stefnir fε á δa í skilningi dreifalla ef ε → 0. 
−1
492 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Sönnun: Við höfum


Z +∞ Z +∞
ufε (ϕ) = fε (x)ϕ(x) dx =ε−1 f ((x − a)/ε)ϕ(x) dx
−∞ −∞
Z +∞ Z +∞
= f (y)ϕ(a + εy) dy → ϕ(a) f (y) dy
−∞ −∞
= ϕ(a) = δa (ϕ).

Hér eru breytuskiptin í heilduninni y = (x − a)/ε, x = a + εy , dy = ε−1 dx. Lebesgue-


setningin í viðauka C gefur okkur að það megi taka markgildi undir heildið. 

Setning 20.2.6 Ef fε er fjölskylda af föllum á R, 0 < ε < ε0 , og fε → δ í veikum


skilningi, þá gildir

lim fε ∗ ϕ(x) = ϕ(x), ϕ ∈ C0∞ (R), x ∈ R.


ε→0

Sönnun: Við tökum ϕ ∈ C0∞ (R) og skilgreinum ψx (y) = ϕ(x − y). Þá gildir

Z +∞ Z +∞
fε ∗ ϕ(x) = fε (x − y)ϕ(y) dy = fε (y)ϕ(x − y) dy
−∞ −∞
Z +∞
= fε (y)ψx (y) dy → ψx (0) = ϕ(x).
−∞

Setning 20.2.7 Ef a er punktur í opna menginu X ⊂ R og ψ ∈ C ∞ (X), þá er ψδa =


ψ(a)δa , þ.e. aðgerðin að margfalda δa með fallinu ψ er sú sama og að margfalda δa með
tvinntölunni ψ(a). 

Sönnun: ψδa (ϕ) = δa (ψϕ) = ψ(a)ϕ(a) = ψ(a)δa (ϕ).





Sýnidæmi 20.2.8 (Deyfð sveia; framhald). Í sýnidæmi 2.8.1 litum við á kraftsvið
sem verkaði á sveilinn örskamma stund. Við skulum nú líta aftur á þetta dæmi en
hafa almennt kraftsvið f með atlag 1, f (t) = 0 ef t ∈/ [0, 1] og skilgreina kraftsviðið
fε (t) = ε f (t/ε). Þá hefur fε atlagið 1 og fε (t) = 0 ef t ∈
−1
/ [0, ε]. Frávikið uε frá
jafnvægisstöðunni uppfyllir

(20.2.17) mu00 ε + cuε 0 + kuε = fε , uε (0) = u0 ε (0) = 0,

og er þá geð með földunarheildinu

(20.2.18) uε = E ∗ fε .
20.2. VEIK MARKGILDI, VEIKAR AFLEIÐUR OG FÖLL DIRACS 493

Í setningu 20.2.5 sýndum við fram á að fε → δ og því er eðlilegt að túlka δ sem kraftsvið
með atlag 1, sem verkar einungis við tímann t = 0. Við fáum nú
Z +∞
uε (t) = E ∗ fε (t) = E(t − τ )fε (τ ) dτ
−∞
Z 1 Z 1
= E(t − ετ )f (τ ) dτ → E(t) f (τ ) dτ = E(t)
0 0

og því er eðlilegt að túlka fallið E sem svörun sveilsins við kraftsviðinu δ . Það er greinilegt
að E uppfyllir óhliðruðu jöfnuna mE 00 + cE 0 + kE = 0 á menginu R \ {0}, en E er ekki
tvisvar deildanlegt í punktinum t = 0, því

lim E 0 (t) = 0, lim E 0 (t) = g 0 (0) = 1/m 6= 0.


t→0− t→0+

Ef við skiptum nú á uε og og markgildinu E í (20.2.17) og á fε og δ , þá fáum við jöfnuna

(20.2.19) mE 00 + cE 0 + kE = δ.

Þessi jafna hefði merkingu ef δ væri samfellt fall, en til þess að gefa henni merkingu verðum
við að alhæfa hugtakið aeiða. 

Látum nú f ∈ C 1 (R) og lítum á dreifallið uf 0 . Það uppfyllir


Z +∞
uf 0 (ϕ) = f 0 (x)ϕ(x) dx
−∞
 +∞ Z +∞
= f (x)ϕ(x) − f (x)ϕ0 (x) dx
−∞ −∞
Z +∞
=− f (x)ϕ0 (x) dx = −uf (ϕ0 ).
−∞

Nú er ljóst að ϕ 7→ −uf (ϕ0 ) er línuleg vörpun og að hún skilgreinir dreifall. Ef f ∈ C k (R),


þá fáum við með ítrekaðri hlutheildun að

(20.2.20) uf (k) (ϕ) = (−1)k uf (ϕ(k) ).

Þessa formúlu leggjum við til grundvallar á skilgreiningu á aeiðum dreifalla:

Skilgreining 20.2.9 Látum u ∈ D0 (X) vera dreifall á opnu hlutmengi X í R. Þá er


aeiða þess u0 skilgreind sem dreifallið

(20.2.21) u0 (ϕ) = −u(ϕ0 ), ϕ ∈ C0∞ (X),

og fyrir sérhverja heiltölu k > 0 skilgreinum við k -tu aeiðuna u(k) af u sem dreifallið

u(k) (ϕ) = (−1)k u(ϕ(k) ), ϕ ∈ C0∞ (X).

Ef u = uf , þar sem fallið f er heildanlegt á sérhverju þjöppuðu hlutmengi af X , þá nefnist


(uf )0 veika aeiðan af f eða aeiða f í skilningi dreifalla og við skrifum þá f 0 í stað
(uf )0 , þegar ekki er um að villast að átt er við veiku aeiðuna. 
494 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Eins og fram hefur komið, þá er veika k -ta aeiðan af f ∈ C k (X) ekkert annað en
dreifallið sem f (k) skilgreinir, þ.e.a.s.

(uf )(k) = uf (k) ,

og því getum við litið á aeiður dreifalla sem alhængu á aeiðum venjulegra falla.

Sýnidæmi 20.2.10 Við skulum nú reikna út veiku aeiðuna af Heaviside-fallinu,


0
Z +∞ Z +∞
0
uH (ϕ) = − H(x)ϕ (x) dx = − ϕ0 (x) dx
−∞ 0
 +∞
= − ϕ(x) = ϕ(0) = δ(ϕ)
0

Niðurstaðan er því formúlan

(20.2.22) H 0 = δ.

Heaviside-fallið er deildanlegt í venjulegum skilningi og hefur aeiðuna H 0 (x) = 0 í sér-


hverjum punkti x 6= 0. Í punktinum x = 0 er H ósamfellt og tekur stökkið 1 þegar farið
er yr ósamfelluna frá vinstri til hægri, H(0+) − H(0−) = 1. Við getum því litið svo á
að hallatala H sé +∞ í þessum eina punkti, en að hún sé 0 alls staðar annars staðar. Í
þessu samhengi er því eðlilegt að túlka δ sem fallið sem uppfyllir δ(x) = +∞ ef x = 0 og
δ(x) = 0 ef x 6= 0.

.. ..
......... .........
...
....
..
Ha (x) ...
....
.. δa (x)
... ...
.. ..
1 ............
..
...
• 1 ............
..
...
...
.........
... ...
... ...
... ...
.. ..
... ◦
.................................................................................................................................................. ....................................................................................................................................................
...
...
...
a x ...
...
a x

Mynd 2.7. Heaviside fallið Ha og aeiðan δa .


Ef við lítum á hliðraða Heaviside-fallið Ha (x) = H(x − a), þá fæst með sama hætti og
hér að ofan að H 0 a = δa . Mjög algengt er að δa sé táknað með δ(x − a) og þá er einnig
algengt að graf δa sé táknað með lóðréttri ör eins og sýnt er á myndinni. 

Setning 20.2.11 Ef u ∈ D0 (X) og ψ ∈ C ∞ (X) þá gildir regla Leibniz

(20.2.23) ψu)0 = ψ 0 u + ψu0

Sönnun: Ef ϕ ∈ C0∞ (X), þá er


20.2. VEIK MARKGILDI, VEIKAR AFLEIÐUR OG FÖLL DIRACS 495

ψu 0 (ϕ) = − ψu)(ϕ0 ) = −u(ψϕ0 ) = −u((ψϕ)0 − ψ 0 ϕ)




= u(ψ 0 ϕ) − u((ψϕ)0 ) = ψ 0 u (ϕ) + u0 (ψϕ)




= ψ 0 u (ϕ) + ψu0 (ϕ) = ψ 0 u + ψu0 (ϕ).


  


Setning 20.2.12 Látum f ∈ P C 1 (X), þar sem X er opið hlutmengi í R og gerum ráð
fyrir að f sé deildanlegt alls staðar á X nema í punktunum a1 , a2 , . . . , aN . Látum f 0 (x)
vera skilgreint sem aeiðuna af f í punktum, þar sem f er deildanlegt, og gerum ráð fyrir
að f 0 taki einhver önnur gildi í punktunum aj . Þá er
X
(20.2.24) uf 0 = uf 0 +
 
f (aj +) − f (aj −) δaj .
j

Ef f ∈ P C 1 (X) ∩ C(X), þá er
(20.2.25)
0
uf = uf 0 .

Sönnun: Látum ϕ ∈ C0∞ (X) með supp ϕ ⊂ [α, β] og veljum bilið [α, β] það stórt að
a1 , . . . , aN ∈ [α, β]. Samkvæmt skilgreiningu er
Z β
0 0
uf (ϕ) = −uf (ϕ ) = − f (x)ϕ0 (x) dx
α

Nú þurfum við að framkvæma hlutheildun, en til þess að geta það þurfum við að skipta
[α, β] í hlutbil, þar sem f er samfellt deildanlegt. Ef við setjum a0 = α og aN +1 = β , þá
er
XN Z aj+1
0
uf (ϕ) = − f (x)ϕ0 (x) dx
j=0 aj

N 
X  aj+1 Z aj+1 
0
= − f (x)ϕ(x) + f (x)ϕ(x) dx
j=0 aj aj

N 
X Z aj+1 
0

= f (aj +)ϕ(aj ) − f (aj+1 −)ϕ(aj+1 ) + f (x)ϕ(x) dx
j=0 aj

Nú notfærum við okkur að ϕ(a0 ) = ϕ(aN +1 ) = 0 og fáum


N
X Z β
0
f 0 (x)ϕ(x) dx

uf (ϕ) = f (aj +) − f (aj −) ϕ(aj ) +
j=1 α

N
X 
= f (aj +) − f (aj −) δaj (ϕ) + uf 0 (ϕ).
j=1

Síðasta staðhængin er augljós, því f (aj +) − f (aj −) = 0 ef f er samfellt í aj .



496 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Sýnidæmi 20.2.13 Fallið f (x) = |x| er samfellt á R, óendanlega oft samfellt


...
..........
deildanlegt á R \ {0} og hefur aeiðuna f 0 (x) = sign(x) ef
....
... sign(x) x 6= 0, þar sem sign táknar formerkisfallið
1◦ ...
...
...
...
...


......................................................................................................................................................
... 1, x > 0,
x
...

...
...
◦−1 ...
...
sign(x) = 0, x = 0,
... 
...
−1, x < 0.
...

..

Mynd 2.8. Formerkisfallið Fallið sign er því veika aeiðan af f . Nú hefur fallið sign
aeiðuna 0 á R \ {0} og tekur stökkið 2 í punktinum 0. Þar
með er f 00 = 2δ í merkingu dreifalla. 

Sýnidæmi 20.2.14 Látum χ[a,b] tákna kennifallið fyrir lokaða bilið [a, b] á R,
(
1, x ∈ [a, b],
χ[a,b] (x) =
0, x ∈
/ [a, b].

Þetta fall er óendanlega oft samfellt deildanlegt á R \ {a, b} með aeiðuna 0 og tekur
stökkið 1 í x = a og −1 í b. þar með er veika aeiðan

χ[a,b] 0 = δa − δb .

... ...
.......... ..........
... ...
....
..
...
χ[a,b] ....
..
...
χ0[a,b]
... ...
1 •
...
... • 1 ...
...
...
.........
... ...
... ...
...
...
δa
...
... b
.. ..
◦ ... ◦
...................................................................................................................................................................... ......................................................................................................................................................................
...
a ...
...
b x a ...
...
-δ b x
.......
.....

Mynd 2.9. Kennifall bilsins [a, b].


Nú þegar við höfum skilgreint aeiður af dreiföllum, þá getum við skilgreint aeiðu-
virkjann Dk sem úthlutar dreifallinu u aeiðunni u(k) , Dk u = u(k) . Í framhaldi af því
getum við síðan skilgreint línulega aeiðuvirkja

(20.2.26) P (D)u = am Dm + · · · + a1 D + a0 u


= am u(m) + · · · + a1 u0 + a0 u

og myndað aeiðujöfnur fyrir dreiföll

(20.2.27) P (D)u = f,

þar sem f er geð dreifall. Stuðlarnir aj geta staðið fyrir tvinntölur eða jafnvel föll í
C ∞ (X). Dreifallalausn er síðan u ∈ D0 (X) sem uppfyllir jöfnuna.
20.2. VEIK MARKGILDI, VEIKAR AFLEIÐUR OG FÖLL DIRACS 497

Skilgreining 20.2.15 Látum P (D) vera aeiðuvirkja með fastastuðla. Dreifall u sem
uppfyllir jöfnuna
(20.2.28) P (D)u = δ
nefnist grunnlausn aeiðuvirkjans P (D). 
Sýnidæmi 20.2.16 (RLC-rás; framhald). Í sýnidæmi 1.1.2 sáum við að straumurinn
i(t) í lokaðri straumrás með viðnámi R, spólu með spanstuðul L og þétti með rýmd C
uppfyllir

Li00 (t) + Ri0 (t) + C −1 i(t) = e0 (t),


þar sem e(t) táknar frumspennu spennugjafans. Ef við hugsum okkur að i(t) = e(t) = 0
ef t < 0, að spennan vaxi á örskömmu tímabili [0, ε] frá 0 og upp í 1 og e(t) = 1 ef t ≥ ε,
þá er e mjög nálægt því að vera Heaviside-fallið.
..... .....
........ ........
....
...
... e(t) .... ....
... .....
... .... ....
e0 (t)
... ... ... ...
........... ... ... ...
1 ..
.... ...
...................................
.... ... ... ....
... ... ...
.. ... ... ... ....
... .. . . .
. ........... ... ....
... ....
... ...
1 .
.... ....
...
..
............................................................................................. ...............................................................................................
.. . .. .
.. ε t ..
ε t
Mynd 2.10.
Nú er H 0 = δ í veikum skilningi og því má búast við því að straumurinn i sé nálægt því
að vera grunnlausnin
Lu00 + Ru0 + C −1 u = δ.

Setning 20.2.17 Látum P (λ) = am λm +· · ·+a1 λ+a0 vera margliðu með tvinntölustuðla
og am 6= 0. Látum G tákna Green-fall virkjans P (D), G(t, τ ) = g(t − τ ), þar sem g er
fallið sem uppfyllir P (D)g = 0, g(0) = g 0 (0) = · · · = g (m−2) (0) = 0 og g (m−1) (0) = 1/am .
Þá er fallið E = H · g grunnlausn virkjans P (D). 
Sönnun: Fallið g er óendanlega oft deildanlegt svo við getum tekið veikar aeiður af E
sem margfeldi af g og dreifallinu sem H skilgreinir. Til einföldunar skrifum við E og H
í stað uE og uH og tökum veikar aeiður. Regla Leibniz og reglan ψδ = ψ(0)δ gefa okkur
þá
E 0 = g 0 H + gH 0 = g 0 H + gδ
= g 0 H + g(0)δ = g 0 H,
E 00 = g 00 H + g 0 H 0 = g 00 H + g 0 δ
= g 00 H + g 0 (0)δ = g 00 H,
.. .. ..
. . .
E (m−1) = g (m−1) H + g (m−2) H 0 = g (m−1) H + g (m−2) δ
= g (m−1) H + g (m−2) (0)δ = g (m−1) H,
E (m) = g (m) H + g (m−1) H 0 = g (m) H + g (m−1) δ
= g (m) H + g (m−1) (0)δ = g (m) H + (1/am )δ.
498 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Tökum nú saman liðina

P (D)E = am Dm + am−1 Dm−1 + · · · + a1 D + a0 )E


= am ((1/am )δ + g (m) H) + am−1 g (m−1) H + · · · + a1 g 0 H + a0 gH

= δ + P (D)g H = δ.


Í setningu 2.7.4 voru sett fram fjögur skilyrði, sem einkenna Green-fallið fyrir jaðar-
gildisverkefnið
P (x, D)u = f, Bu = 0.
Með samskonar útreikningum og í sönnuninni á 20.2.17 fáum við að skilyrðin (i)-(iii) gefa

P (x, Dx )GB (x, ξ) = δξ , ξ ∈]a, b[,

og skilyrðið (iv) gefur síðan að GB (x, ξ) sem fall af x er lausnin á jaðargildisverkefninu

P (x, D)u = δξ , Bu = 0.

20.3 Veik markgildi og δ -föll Diracs


Í grein 2.8 sáum við fyrst skilgreiningu og túlkun á Dirac-fallinu δa . Það á sér hliðstæða
skilgreiningu í hærri víddum.

Skilgreining 20.3.1 Látum a ∈ Rn og skilgreinum δa með


(20.3.1) δa (ϕ) = ϕ(a),

þar sem ϕ er samfellt í einhverri grennd um a. Við getum litið á δa sem línulega vörpun
C(X) → C á sérhverju opnu hlutmengi X í Rn sem inniheldur a. Vörpunin δa nefnist
δ -fall Diracs í punktinum a eða Dirac-delta-fall í punktinum a. Ef a = 0, þá skrifum við
aðeins δ í stað δ0 . 

Dirac-fallið δa er oft skilgreint í bókum, sem fallið á Rn sem uppfyllir


( Z
+∞, x = a,
(20.3.2) δa (x) = og δa (x) dx = 1.
0, x 6= a, Rn

Alveg eins og í einvíða tilfellinu fá þessi skilyrði ekki staðist stærðfræðilega, því fall sem
skilgreint er með fyrri formúlunni hefur heildi jafnt 0, sem stangast á við síðara skilyrðið.
Þess vegna er δ -fall ekki fall í venjulegum skilningi og við verðum að notast við skilgrein-
inguna 20.3.1. Hins vegar er gott að muna eftir skilyrðunum (20.3.2) þegar verið er að
framkvæma og túlka útreikninga.
Hugtakið dreifall er skilgreint eins og í einvíða tilfellinu, en áður en við getum sett
skilgreininguna fram þurfum við að innleiða nokkur ný hugtök. Ef ϕ er samfellt fall á opnu
hlutmengi X í Rn , þá nefnist minnsta lokaða mengi sem inniheldur {x ∈ X; ϕ(x) 6= 0} stoð
fallsins ϕ og hún er táknuð með supp ϕ. Hlutmengi af Rn sem er bæði lokað og takmarkað
20.3. VEIK MARKGILDI OG δ -FÖLL DIRACS 499

er sagt vera þjappað. Við látum C0k (X), þar sem 0 ≤ k ≤ ∞, tákna mengi allra k sinnum
samfellt deildanlegra falla á Rn sem hafa þjappaða stoð í X . Þetta er línulegt hlutrúm í
C k (Rn ). Rúmið C0∞ (X) er oft táknað með D(X) og stök þess eru oft nefnd prófunarföll.
Nú skulum við líta á fall f sem er heildanlegt á sérhverju þjöppuðu hlutmengi af X .
Það skilgreinir á eðlilegan hátt línulega vörpun
Z
(20.3.3) ∞
uf : C0 (X) → C, uf (ϕ) = f (x)ϕ(x) dx.
X

Athugið að einungis er heildað yr þjappað hlutmengi af X , því sérhvert fall ϕ í C0∞ (X)
er 0 alls staðar nema á þjöppuðu hlutmengi. Ef við skilgreinumR margfeldiðR f (x)ϕ(x) sem
0 fyrir utan supp ϕ, þá breytist heildið ekki þó við skrifum Rn í stað X . Nú kemur
skilgreiningin óbreytt frá einvíða tilfellinu:

Skilgreining 20.3.2 Látum X vera opið hlutmengi af Rn . Línuleg vörpun


u : C0∞ (X) → C

nefnist dreifall á X ef hún er samfelld í þeim skilningi að

(20.3.4) u(ϕj ) → u(ϕ), j → +∞,

fyrir sérhverja runu ϕj í C0∞ (X), þar sem föllin ϕj hafa öll stoð í sama þjappaða hlut-
menginu K í X og um sérhvern hlutaeiðuvirkja ∂ α gildir að ∂ α ϕj → ∂ α ϕ í jöfnum mæli
á Rn . Mengi allra dreifalla á X táknum við með D0 (X). Við skrifum einnig hu, ϕi í
staðinn fyrir u(ϕ). 

Dirac-föll koma oft fyrir sem veik markgildi af föllum, þar sem hugtakið veik samleitni
er skilgreint eins og í einni vídd:

Skilgreining 20.3.3 Látum uj vera runu í D0 (X). Við segjum að uj stefni á u ∈ D0 (X),
og táknum það með uj → u og limj→+∞ uj = u, ef

(20.3.5) lim uj (ϕ) = u(ϕ), ϕ ∈ C0∞ (X).


j→+∞

Ef öll dreiföllin uj eru af gerðinni ufj , þar sem fj er heildanlegt á sérhverju þjöppuðu
hlutmengi af X , þá segjum við að fj stefni á u í veikum skilningi eða að fj stefni á u í
skilningi dreifalla. Þetta þýðir að
Z
(20.3.6) fj (x)ϕ(x) dx → u(ϕ), ϕ ∈ C0∞ (X),
Rn

og við táknum þessa samleitni einnig með fj → u og limj→+∞ fj = u. 

Ef uε eru dreiföll sem háð eru breytunni ε ∈ R þá skilgreinum við limε→0 uε með
hliðstæðum hætti. Sama er að segja um limt→+∞ ut ef ut eru dreiföll sem háð eru
samfelldu breytunni t.
500 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Setning 20.3.4 Ef fε → δ0 , þá gildir


lim fε ∗ ϕ(x) = ϕ(x), ϕ ∈ C0∞ (Rn ), x ∈ Rn .
ε→0


Sönnun: Við tökum ϕ ∈ C0∞ (Rn ) og skilgreinum ψx (y) = ϕ(x − y). Þá gildir
Z Z
fε ∗ ϕ(x) = fε (x − y)ϕ(y) dy = fε (y)ϕ(x − y) dy
Rn R n
Z
= fε (y)ψx (y) dy → ψx (0) = ϕ(x).
Rn


Auðvelt er að nna föll sem stefna á δ -föll í veikum skilningi:
Setning 20.3.5 Látum f vera heildanlegt fall á Rn með heildi jafnt 1 og setjum fε (x) =
ε−n f (x/ε). Þá stefnir fε á δ0 í veikum skilningi ef ε → 0. 
Sönnun: Ef ϕ er takmarkað samfellt fall á Rn , þá er
Z Z Z
−n
fε (x)ϕ(x) dx = ε f (x/ε)ϕ(x) dx = f (y)ϕ(εy) dy
Rn Rn Z Rn

→ ϕ(0) f (y) dy = ϕ(0) = δ0 (ϕ).


Rn


Sýnidæmi 20.3.6 (Varmaleiðnikjarninn). Í grein 16.2 sáum við hvernig varmaleiðni-
jafnan ∂t u − κ∆u = f er leyst á R × R+ með upphafsgildum u(x, 0) = ϕ(x) fyrir x ∈ Rn .
n

Þar fengum við að lausnin er gen með földun u(x, t) = Et ∗ ϕ + E ∗ f , þar sem E táknar
varmaleiðnikjarnann.
−n/2 −x2 /4κt
E(x, t) = Et (x) = H(t) 4πκt e , x ∈ Rn , (x, t) 6= (0, 0).
−n/2 −x2 /4 √
Við sjáum nú að ef við tökum f (x) = 4π e og setjum ε = κt, þá gefur setning
20.3.5 að
Et → δ0 , t→0+.

Sýnidæmi 20.3.7 (Poisson-kjarninn á efra hálfplaninu). Annað áhugavert val á föll-
um sem stefna á δ -fallið er Poisson-kjarninn fyrir efra hálfplanið, sem kom fyrir í lausn-
arformúlunni fyrir Dirichlet-verkefnið á efra hálfplaninu í grein 17.4,
y
PH+ (x, y) = , (x, y) ∈ R2 \ {(0, 0)}.
π(x + y 2 )
2

Ef við setjum nú f (x) = 1/π(x2 + 1), þá uppfyllir f skilyrðin í setningu 20.3.5 og fε (x) =
PH+ (x, ε). Þar með fáum við
PH+ (·, y) → δ0 , y →0+.

20.3. VEIK MARKGILDI OG δ -FÖLL DIRACS 501

Snúum okkur nú að eðlisfræðilegum líkönum, þar sem δ -föll koma fyrir á náttúrulegan
hátt:

Sýnidæmi 20.3.8 (Massaþéttleiki, þyngdarmætti). Lítum á hlut með massa M í


þrívíðu rúmi á takmörkuðu svæði K og látum % vera massaþéttleika hans. Þá er %(x) = 0
ef x = (x1 , x2 , x3 ) 6∈ K og massi hlutarins er
Z
M= %(x) dx.
K

Hugsum okkur nú að a sé punktur í K og að massinn skreppi saman þannig að ögn í


punkti x yst yr í punktinn y = Tε (x) = a + ε(x − a).
............................
......... ....
....... .....
....... ......
..
...
....... .......
.... ..........
..
....
.
.. ...........................................................
......
.....
Tε...
. ... ..........................
.. ... ............... ......... ....................... ...................
..
.
... ......... ....... ....... .......
.
... ....... . ...... ............................
.... ... ... ....
... ... .
... .... ..
....
a· a·
.... .. ....
.....
.
.
......... ......
... .................... ...
.........
... ............ ... ....
........ ....
...
...
...
...
.
..
.....
..
.........
...
.....
.......
....................
...
... Kε
....
...
...
... ...
....
.... K
..... .
..... ...
...... ...
....... ....
........ .....
.......................................
..

Mynd 18.1. Vörpunin Tε .


Massaþéttleiki hinnar nýju massadreingar í Kε = {y = a + ε(x − a); x ∈ K} er

%ε (y) = ε−3 %(a + (y − a)/ε).

Athugið að stuðullinn ε−3 er til kominn vegna þess að vörpunin Tε breytir rúmmáli í
hlutfallinu ε3 og andhvefa hennar breytir rúmmáli í hlutfallinu ε−3 . Nú fáum við að
Z Z Z
−3
%ε (y) dy = ε %(a + (y − a)/ε) dy = %(x) dx = M,
Z R3 ZR
3 R3

%ε (y)ϕ(y) dy = ε−3 %(a + (y − a)/ε)ϕ(y) dy


R3 ZR
3
Z
= %(x)ϕ(a + ε(x − a)) dx → ϕ(a) %(x) dx = M δa (ϕ).
R3 R3

Þessi útreikningur segir okkur að massaþéttleikinn %ε stefni á M δa í veikum skilningi. Við


túlkum því δa sem massaþéttleika einingarpunktmassa í punktinum a.
Lítum nú á þyngdarmættið uε sem massinn skapar í rúminu. Samkvæmt þyngdarlög-
máli Newtons er það geð með formúlunni
Z
%ε (y)
(20.3.7) uε (x) = −G dy,
Kε 4π|x − y|

þar sem G táknar þyngdarfastann. Við getum skrifað þessa formúlu sem földunarheildi

(20.3.8)

uε (x) = G E ∗ %ε (x),
502 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

þar sem

−1
(20.3.9) E(x) = , x ∈ R3 \ {(0, 0, 0)},
4π|x|

táknar Newton-mættið. Ef við látum ε → 0, þá fáum við

−GM
(20.3.10) uε (x) → = GM E(x − a).
4π|x − a|

Við getum því litið á Newton-mættið sem þyngdarmættið, sem punktmassi M = 1/G í
upphafspunkti skapar í rúminu. 

Sýnidæmi 20.3.9 (Hleðsluþéttleiki, rafstöðumætti). Nú skulum við líta á fallið % í


síðasta dæmi sem hleðsluþéttleika í K með heildarhleðsluna Q. Með nákvæmlega sömu
rökum og áður fáum við þá að %ε → Qδa . Við túlkum því δa sem hleðsluþéttleika ein-
ingarpunkthleðslu í punktinum a.
Mætti rafstöðusviðsins sem hleðsludreingin skapar í rúminu er gen með
Z
1 %ε (y) 1
(20.3.11) uε (x) = dy = − E ∗ %ε (x),
0 Kε 4π|x − y| 0

þar sem E táknar Newton-mættið eins og áður og 0 er rafsvörunarstuðullinn í tómarúmi.


Ef við látum ε → 0, þá fáum við

Q 1 Q
uε (x) → · = − E(x − a).
0 4π|x − a| 0

Við sjáum því að E er rafstöðumættið sem neikvæð hleðsla með styrk 0 í upphafspunkti
hnitakersins skapar í rúminu. Í rafstöðufræði kallast −E(x) = 1/4π|x| Coulomb-mætti.


20.4 Veikar aeiður og grunnlausnir


Látum nú f ∈ C 1 (Rn ) og lítum á dreifallið u∂j f . Með því að hlutheilda með tilliti til
breytistærðarinnar xj , þá fáum við
Z Z
u∂j f (ϕ) = ∂j f (x)ϕ(x) dx = − f (x)∂j ϕ(x) dx = −uf (∂j ϕ).
Rn Rn

Nú er ljóst að ϕ 7→ −uf (∂j ϕ) er línuleg vörpun og að hún skilgreinir dreifall. Ef f ∈


C k (Rn ), þá fáum við með ítrekaðri hlutheildun að

(20.4.1) u∂ α f (ϕ) = (−1)|α| uf (∂ α ϕ).

Þessa formúlu leggjum við til grundvallar á skilgreiningu á aeiðum dreifalla:


20.4. VEIKAR AFLEIÐUR OG GRUNNLAUSNIR 503

Skilgreining 20.4.1 Látum u vera dreifall á opnu hlutmengi X í Rn . Þá er hlutaeiða


þess ∂j u skilgreind með

(20.4.2) ∂j u(ϕ) = −u(∂j ϕ), ϕ ∈ C0∞ (X),

og fyrir sérhvert fjölnúmer α skilgreinum við aeiðuna ∂ α u af u sem dreifallið

∂ α u(ϕ) = (−1)|α| u(∂ α ϕ), ϕ ∈ C0∞ (X).

Ef u = uf , þar sem fallið f er heildanlegt á sérhverju þjöppuðu hlutmengi af X , þá nefnist


∂ α (uf ) veika α hlutaeiðan af f eða α hlutaeiða f í skilningi dreifalla og við skrifum
þá ∂ α f í stað ∂ α (uf ), þegar ekki er um að villast að átt er við veiku hlutaeiðuna. 

Eins og fram hefur komið, þá er veika α hlutaeiðan af f ∈ C k (X) ekkert annað en


dreifallið sem ∂ α f skilgreinir, þ.e.a.s.

∂ α (uf ) = u∂ α f ,

og því getum við litið á hlutaeiður dreifalla sem alhængu á aeiðum venjulegra falla.
Við skilgreinum síðan hlutaeiðuvirkjann ∂ α , en hann úthlutar dreifallinu u hlutaf-
leiðunni ∂ α u. Í framhaldi af því getum við síðan skilgreint línulega hlutaeiðuvirkja
X
(20.4.3) P (∂) = aα ∂ α
|α|≤m

og myndað aeiðujöfnur fyrir dreiföll

(20.4.4) P (∂)u = f,

þar sem f er geð dreifall. Stuðlarnir aα geta staðið fyrir tvinntölur eða jafnvel föll í
C ∞ (X). Dreifallalausn eða veik lausn er síðan u ∈ D0 (X) sem uppfyllir jöfnuna.

Sýnidæmi 20.4.2 (Veikar lausnir bylgjujöfnunnar). Í grein 15.2 sáum við að lausn á
bylgjujöfnunni ∂t2 − c2 ∂x2 u = 0 á R er af gerðinni
2

(20.4.5) u(x, t) = f (x + ct) + g(x − ct)

og til þess að staðfesta að þetta sé lausn þá þarf að gera ráð fyrir að föllin f og g séu
tvisvar samfellt deildanleg. Það kemur í ljós að bylgjujafnan er uppfyllt í veikum skilningi
fyrir u af gerðinni (20.4.5), ef við gerum einungis ráð fyrir að föllin f og g séu heildanleg
á takmörkuðum bilum. Við skulum nú staðfesta að þetta sé rétt.
Veika aeiðan af u er gen með

h ∂t2 − c2 ∂x2 u, ϕi = hu, ∂t2 − c2 ∂x2 ϕi


 
Z +∞ Z +∞
f (x + ct) + g(x − ct) ∂t2 − c2 ∂x2 ϕ(x, t) dxdt,
 
=
−∞ −∞
504 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

þar sem ϕ ∈ C0∞ (R2 ). Nú skiptum við yr  í kennihnit 2eins og í (18.2.4) og (18.2.5) og
setjum ψ(ξ, η) = ϕ(x, t). Þá er ∂t − c ∂x ϕ(x, t) = −4c ∂ξ ∂η ψ(ξ, η) samkvæmt (18.2.6).
2 2 2

Jacobi-ákveða hnitaskiptanna (ξ, η) 7→ (x, t) er −1/2c og þar með er


Z +∞ Z +∞
2 2 2
 1
f (ξ) + g(η) − 4c2 ∂ξ ∂η ψ(ξ, η)
 
h ∂t − c ∂x u, ϕi = dξdη
−∞ −∞ 2c
Z +∞ Z +∞
= −2c f (ξ) ∂η ∂ξ ψ(ξ, η) dη dξ
−∞ −∞
Z +∞ Z +∞
− 2c g(η) ∂ξ ∂η ψ(ξ, η) dξ dη = 0.
−∞ −∞

Athugið að hér höfum við notfært okkur að ψ er 0 fyrir utan takmarkað mengi og því er
Z +∞  η→+∞
∂η ∂ξ ψ(ξ, η) dη = ∂ξ ψ(ξ, η) = 0,
−∞ η→−∞
Z +∞  ξ→+∞
∂ξ ∂η ψ(ξ, η) dξ = ∂η ψ(ξ, η) = 0.
−∞ ξ→−∞

Á mynd 15.1 er útbreiðslu bylgju lýst. Það eru brot í ferlinum, en það kemur ekki að sök,
því við tökum lausn í veikum skilningi. 
Skilgreining 20.4.3 Látum P (∂) vera aeiðuvirkja með fastastuðla. Dreifall E sem
uppfyllir jöfnuna
(20.4.6) P (∂)E = δ
nefnist grunnlausn aeiðuvirkjans P (∂). 
Grunnlausnir hlutaeiðuvirkja eru mjög mikilvægar vegna þess að með þeim er hægt
að ákvarða sérlausnir. Til þess að sjá það skulum við athuga að ef ϕ ∈ C0∞ (Rn ), þá er
∂ α u(ϕ) = h∂ α u, ϕi = (−1)|α| hu, ∂ α ϕi = hu, (−∂)α ϕi
og þar með er
X X α
hP (∂)u, ϕi = h aα ∂ α u, ϕi = hu, aα − ∂ ϕi = hu, P (−∂)ϕi.
Athugum nú að fyrir fall F , sem er heildanlegt á þjöppuðum hlutmengjum í Rn er földunin
F ∗ ϕ vel skilgreind ef ϕ ∈ C0∞ (Rn ) með formúlunni
Z
F ∗ ϕ(x) = F (y)ϕ(x − y) dy
Rn
og greinilegt er að F ∗ ϕ ∈ C ∞ (Rn ), því við megum taka aeiður með tilliti til x undir
heildið. Við fáum þá
Z
P (∂) F ∗ ϕ(x) = F (y)P (∂x )ϕ(x − y) dy
n
ZR
= F (y)P (−∂y )ϕ(x − y) dy
Rn
= huF , P (−∂)ϕ(x − ·)i
= hP (∂)uF , ϕ(x − ·)i.
20.5. GRUNNLAUSN BYLGJUVIRKJANS 505

Hér táknar P (−∂)ϕ(x − ·) að hlutaeiðuvirkinn P (−∂) er látinn verka á ϕ(x − y) með


tilliti til y . Ef dreifallið E = uF er grunnlausn hlutaeiðuvirkjans P (∂), þá fáum við
P (∂) F ∗ ϕ(x) = hP (∂)uF , ϕ(x − ·)i = hδ, ϕ(x − ·)i = ϕ(x).
Þar með er u = F ∗ ϕ lausn á hliðruðu jöfnunni P (∂)u = ϕ.

Skilgreining 20.4.4 Ef u ∈ D0 (Rn ) og ϕ ∈ C0∞ (Rn ), þá skilgreinum við földun u og ϕ


með formúlunni
(20.4.7) u ∗ ϕ(x) = u(ϕ(x − ·)) = hu, ϕ(x − ·)i.


Það er ekki ertt að sýna fram á að u ∗ ϕ ∈ C ∞ (Rn ). Ef E ∈ D0 (Rn ) er grunnlausn


hlutaeiðuvirkjans P (∂), þá er u = E ∗ ϕ sérlausn jöfnunnar P (∂)u = ϕ. Þegar eiginleikar
grunnlausnarinnar E eru þekktir þá er oft hægt að skipta á fallinu ϕ og falli f sem er ekki
eins oft deildanlegt og ϕ og jafnvel ekki með þjappaða stoð, þannig að u = E ∗ f sé vel
skilgreind lausn á P (∂)u = f .

20.5 Grunnlausn bylgjuvirkjans


Í setningu 15.5.1 er að nna lausn einvíðu bylgjujöfnunnar ∂t2 − c2 ∂x2 u = f með upphafs-
skilyrðum u(x, 0) = ϕ(x) og ∂t u(x, 0) = ψ(x). Hún er gen með d'Alembert-formúlunni

u(x, t) = ∂t Et ∗ ϕ (x) + Et ∗ ψ(x) + E ∗ f (x, t),
þar sem fallið E er geð með
(
1 1/2c, |x| ≤ ct,
(20.5.1) E(x, t) = H(ct − x)H(ct + x) =
2c 0, |x| > ct.

Þetta fall reynist vera grunnlausn bylgjuvirkjans. Til þess að staðfesta það, þurfum við
að sýna að
h ∂t2 − c2 ∂x2 E, ϕi = hE, ∂t2 − c2 ∂x2 ϕi = ϕ(0, 0), ϕ ∈ C0∞ (R2 ).
 

Við notum nú sama rithátt og í grein 15.2, skiptum yr í kennihnit og fáum þá á sama
hátt og í sýnidæmi 18.3.2
Z +∞ Z +∞
2 2 2 1
H(ct − x)H(ct + x) ∂t2 − c2 ∂x2 ϕ(x, t) dxdt
 
h ∂t − c ∂x E, ϕi =
−∞ −∞ 2c
Z +∞ Z +∞
1 1
= H(−η)H(ξ)(−4c2 ∂ξ ∂η ψ(ξ, η)) dξdη
−∞ −∞ 2c 2c
Z 0  Z +∞ 
=− ∂ξ ∂η ψ(ξ, η) dξ dη
−∞ 0
Z 0
= ∂η ψ(0, η) dη = ψ(0, 0) = ϕ(0, 0).
−∞
506 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

20.6 Grunnlausn varmaleiðnivirkjans


Varmaleiðnikjarninn E reynist vera grunnlausn varmaleiðnijöfnunnar. Við skulum sýna
fram á það í tilfellinu n = 1. Tilfellið n > 1 gengur nánast eins fyrir sig. Til þess þurfum
við að sýna að

(20.6.1) h ∂t − κ∂x2 E, ϕi = hE, − ∂t − κ∂x2 ϕi = ϕ(0, 0), ϕ ∈ C0∞ (R2 ).


 

Við athugum að E(x, t) = 0 ef t < 0, svo


Z +∞ Z +∞
(20.6.2) h ∂t − κ∂x E, ϕi = lim
2
E(x, t) − ∂t ϕ(x, t) − κ∂x2 ϕ(x, t) dxdt.
 
ε→0+ ε −∞

Ef x er haldið föstu og heildað er með tilliti til t, þá fæst


Z +∞  +∞ Z +∞
(20.6.3)

E(x, t) − ∂t ϕ(x, t) dt = − E(x, t)ϕ(x, t) + ∂t E(x, t)ϕ(x, t) dt.
ε ε ε

Nú skulum við halda t föstu og hlutheilda með tilliti til x tvisvar sinnum. Fyrst ϕ = 0
fyrir utan takmarkað mengi, þá er
Z +∞ Z +∞
(20.6.4) 2
E(x, t)∂x ϕ(x, t) dx = ∂x2 E(x, t)ϕ(x, t) dx.
−∞ −∞

Nú notfærum við okkur (20.6.3) og (20.6.4) í (20.6.2) og fáum þá


 Z +∞
2

h ∂t − κ∂x E, ϕi = lim E(x, ε)ϕ(x, ε) dx
ε→0+ −∞
Z +∞ Z +∞ 
2

+ ∂t − κ∂x E(x, t)ϕ(x, t) dxdt
ε −∞
 Z +∞ 
1 −x2 /4κε
= lim √ e ϕ(x, ε) dx .
ε→0+ −∞ 4πκε
Hér höfum við notfært okkur að E er lausn á varmaleiðnijöfnunni ef t > 0. Nú skiptum
við um breytistærð og fáum að lokum
Z +∞
1 2 √
2
√ e−y ϕ( 4κε y, ε) dy = ϕ(0, 0).

h ∂t − κ∂x E, ϕi = lim
ε→0+ −∞ π

20.7 Grunnlausn Laplace-virkjans


Nú snúum við okkur að Laplace-virkjanum. Í útreikningum okkar á Green-föllum í grein
17.7, gegndi fallið E , sem skilgreint er með
1

 ln |x|, x ∈ Rn \ {0}, n = 2,

(20.7.1) E(x) = 2π −1

 , x ∈ Rn \ {0}, n = 3,
4π|x|
20.7. GRUNNLAUSN LAPLACE-VIRKJANS 507

lykilhlutverki. Það reynist vera grunnlausn Laplace-virkjans. Við byrjum á tilfellinu


n = 2. Athugum að formúlan yr Laplace-virkjann í pólhnitum í viðauka D gefur að fyrir
föll v af gerðinni v(x1 , x2 ) = g(r) er
 
1 1
∆v = 2 r∂r r∂r + ∂θ g(r) = rg 0 (r) 0 ,
2
 
r r

svo það er greinilegt að ∆E = 0 á R2 \ {(0, 0)}. Til þess að staðfesta að E sé grunnlausn,


þá þurfum við að sanna að

(20.7.2) h∆E, ϕi = hE, ∆ϕi = δ(ϕ) = ϕ(0, 0), ϕ ∈ C0∞ (R2 ).

Við snúum þessari formúlu yr í pólhnit og setjum ψ(r, θ) = ϕ(r cos θ, r sin θ). Þá fáum
við að Z 2π Z ∞  
1 1  1 2
h∆E, ϕi = hE, ∆ϕi = ln r ∂r r∂r ψ + 2 ∂θ ψ r drdθ.
2π 0 0 r r
Fallið ψ er 2π -lotubundið í θ og því er heildið af seinni liðnum 0. Við höfum einnig að
ψ(r, θ) = 0, ef r er nógu stórt, og því fáum við með hlutheildun
Z 2π Z ∞
1  
hE, ∆ϕi = ln r ∂r r∂r ψ drdθ
2π 0 0
Z 2π  ∞ Z ∞ 
1 
= ln r r∂r ψ − ∂r ψ dr dθ
2π 0 0 0
Z 2π Z 2π
1 1
= ψ(0, θ) dθ = ϕ(0, 0) dθ = ϕ(0, 0).
2π 0 2π 0

Í tilfellinu n = 3 er E geð með formúlunni

−1
(20.7.3) E(x) = , r = |x|, x ∈ R3 \ {0}.
4πr

Til þess að sýna fram á að þetta sé grunnlausn, þá snúum við yr í kúluhnit og setjum
ψ(r, θ, φ) = ϕ(r sin θ cos φ, r sin θ sin φ, r cos θ). Laplace-virkinn í kúluhnitum er genn í
viðauka D. Þar með er

∞ π 2π
−1
Z Z Z
hE, ∆ϕi =
4π 0
 0 0 
1 1 2 1 1
∂θ sin θ∂θ ψ + 2 2 ∂φ ψ r2 sin θ drdθdφ.
2
 
∂r r ∂r ψ + 2
r r2 r sin θ r sin θ

Nú er ψ 2π -lotubundið sem fall af φ og því er heildið af síðasta liðnum 0. Við höfum


einnig að
Z π  π
1  2
2
∂θ sin θ∂θ ψ r sin θ dθ = sin θ∂θ ψ = 0.
0 r sin θ 0
508 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Eftir stendur því


Z ∞ Z π Z 2π
1 1
∂r r2 ∂r ψ sin θ drdθdφ

h∆E, ϕi = −
4π 0 r
Z π Z 02π 
0
∞ Z ∞ 
1 1 2
=− r ∂r ψ + ∂r ψ dr sin θ dθdφ
4π 0 0 r 0 0
Z π Z 2π
1
= ψ(0, θ, φ) sin θ dθdφ = ϕ(0).
4π 0 0
Sýnidæmi 20.7.1 (Hleðsluþéttleiki á línu og grunnlausn Laplace-virkjans). Í sýnidæmi
18.2.9 sáum við að Coulomb-mættið er rafmætti sem hleðsla Q = 0 í upphafspunktinum
skapar í rúminu R3 . Hugsum okkur nú jafna hleðsludreingu %` [C/m] á línu ` í þrívíðu
rúmi og veljum hnitakerð þannig að línan fari gegnum punktinn (ξ, η) í planinu R2 og
standi hornrétt á það. Með svipuðum rökum og í sýnidæmi 18.2.9 getum við sýnt fram á
að þessi hleðsludreing sé veikt markgildi af samfelldri hleðsludreingu í sívalningi Sr með
geislann r umhvers línuna `, sem skreppur saman í hleðsludreingu á línunni ef r → 0+.
Við fáum þá að hleðsluþéttleikinn er dreifallið %` δζ og að rafmættið er lausn á tvívíðu
Laplace-jöfnunni
∆V = −(%` /0 )δζ .
Mættið er þar með geð með
−%` −%`
V (z) = E(z − ζ) = ln |z − ζ|,
0 2π0
þar sem z = x + iy, ζ = ξ + iη ∈ R2 = C. Grunnlausnin E(z) = ln |z| /2π er því sjálf


rafstöðumættið sem línuhleðslan af styrk −0 á línunni gegnum ζ = 0 skapar í rúminu. 


Sýnidæmi 20.7.2 (Green-föll í rafstöðufræði). Látum X vera takmarkað svæði í
þrívíðu rúmi og gerum ráð fyrir að jaðar þess sé úr leiðandi efni. Ef punkthleðsla Q er
staðsett í punktinum ξ í X þá skapast rafmætti u í svæðinu X sem uppfyllir −∆u = Qδξ ,
því hleðsluþéttleikinn er Qδξ , og u er núll á jaðrinum. Ef við gefum okkur að til sé Green-
fall á svæðinu X , þá uppfyllir fallið
x 7→ v(x) = G(x, ξ) = E(x − ξ) + wX (x, ξ)
jöfnuna ∆v = δξ og v er núll á jaðrinum. Þar með segir ótvíræðnisetningin fyrir Dirichlet-
verkefnið að
Q
u(x) = − G(x, ξ), x ∈ X.



20.8 Fourier-ummyndun af dreiföllum og grunnlausn-


ir
Við ætlum nú að reifa mjög lauslega hvernig Fourier-ummyndun er alhæfð yr á dreiföll.
Við skulum byrja á því að taka f ∈ L1 (R) og ϕ ∈ C0∞ (R). Þá segir reikniregla (xii) að
Z +∞ Z +∞
(20.8.1) ufb(ϕ) = f (x)ϕ(x) dx =
b f (x)ϕ(x)
b dx = uf (ϕ).
b
−∞ −∞
20.8. FOURIER-UMMYNDUN AF DREIFIFÖLLUM OG GRUNNLAUSNIR 509

Út frá þessari formúlu gæti maður í jótheitum ályktað að hægt sé að skilgreina Fourier-
mynd u b af hvaða dreifalli u ∈ D0 (R) sem er með formúlunni u b . Það er rangt,
b(ϕ) = u(ϕ)
því ϕ
b∈/ C0∞ (R) og þar með er u(ϕ)b ekki skilgreint. Við skilgreinum nú nýtt fallarúm sem
inniheldur C0∞ (R):

Skilgreining 20.8.1 Rúm allra falla ϕ ∈ C ∞ (R), sem uppfylla

(20.8.2) max |xµ ϕ(ν) (x)| < +∞, µ, ν = 0, 1, 2, . . . ,


x∈R

nefnist fallarúm Schwartz eða Schwartz-fallarúmið. Við táknum það með S(R).


Athugið að C0∞ (R) ⊂ S(R) og að skilyrðið (20.8.2) segir að sérhver aeiða af falli
í S(R) stefni hraðar á 0 í ±∞ en hvaða neikvætt veldi af x sem er. Dæmi um fall
2
ϕ ∈ S(R) \ C0∞ (R) er ϕ(x) = e−x .

Skilgreining 20.8.2 Línuleg vörpun u : S(R) → C, nefnist Schwartz-dreifall , ef hún


er samfelld í þeim skilningi að

(20.8.3) u(ϕj ) → u(ϕ), j → +∞,

þar sem ϕj → ϕ í S(R), en með því er átt við að

(ν)
(20.8.4) max |xµ (ϕj (x) − ϕ(ν) (x))| → 0, j → +∞,
x∈R

fyrir öll µ, ν = 0, 1, 2, . . . . Rúm allra Schwartz-dreifalla nefnum við dreifallrúm Schwartz


eða Schwartz-dreifallarúmið og við táknum það með S 0 (R).


Sérhvert stak í S 0 (R) skilgreinir sjálfkrafa stak í D0 (R) og því getum við litið á S 0 (R)
sem hlutrúm í D0 (R). Reiknireglurnar (ix) og (x) segja okkur að Fourier-ummyndunin sé
gagntæk vörpun á S(R) og jafnframt að ϕ bj → ϕ b í S(R) ef ϕj → ϕ í S(R). Þess vegna
fæst eðlileg alhæng á Fourier-ummyndun frá L1 (R) yr á S 0 (R):

Skilgreining 20.8.3 Ef u ∈ S 0 (R), þá skilgreinum við Fourier-myndina ub = Fu ∈ S 0 (R)


með formúlunni

(20.8.5) u
b(ϕ) = u(ϕ).
b

Það er ljóst að sérhvert fall f ∈ L1 (R) skilgreinir Schwartz-dreifall, uf ∈ S 0 (R), og


að (20.8.5) er alhæng á (20.8.1).
510 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM

Sýnidæmi 20.8.4 Dirac-fallið δa er greinilega í S 0 (R) og


Z +∞
(20.8.6) δba (ϕ) = ϕ(a)
b = e−ixa ϕ(x) dx.
−∞

Þar með er δba geð sem uf með f (ξ) = e −iaξ


. Við skrifum því
(20.8.7) δba (ξ) = e−iaξ .
Við getum einnig litið svo á að hér ha δ -fallið í punktinum a verkað á fallið x 7→ e−ixξ ,
en samkvæmt skilgreiningu úthlutar δa fallinu ϕ gildi sínu ϕ(a) í punktinum a. 
Sýnidæmi 20.8.5 Lítum nú á dreifallið uf ∈ S 0 (R) með f (x) = cos x,
Z +∞
uf (ϕ) = cos x ϕ(x) dx.
−∞
Við notum nú andhverfuformúlu Fouriers og fáum
Z +∞
u
bf (ϕ) = uf (ϕ)
b = cos x ϕ(x)
b dx
−∞
Z +∞ Z +∞
=21 ix
e ϕ(x)
b dx + 2 1
e−ix ϕ(x)
b dx
−∞ −∞
 
= π ϕ(1) + ϕ(−1) = π δ1 (ϕ) + δ−1 (ϕ) .
Formúlan verður því
(20.8.8)

cos
c = π δ1 + δ−1 .

Reiknireglurnar (ix) og (x) eru óbreyttar fyrir Fourier-myndir Schwartz-dreifalla, því
(20.8.9) F{u0 } = iξFu, F{xu} = i Fu 0 ,


með þrepun fæst,


(k)
(20.8.10) F{u(k) } = (iξ)k Fu, F{xk u} = ik Fu ,
og að lokum
F{P (D)u} = P (iξ)Fu,
ef P (D) er aeiðuvirki með fastastuðla. Látum nú E vera grunnlausn virkjans P (D) og
gerum ráð fyrir að E ∈ S 0 (R). Þá uppfyllir E jöfnuna P (D)E = δ . Ef við tökum Fourier-
mynd beggja vegna jafnaðarmerkisins og gefum okkur að ξ 7→ P (iξ) ha enga núllstöð á
raunásnum, þá fáum við
1
(20.8.11) E(ξ)
b = .
P (iξ)
Við reiknuðum út andhverfu Fourier-myndina af þessu falli í setningu 6.5.2. Niðurstaðan
verður því:
Setning 20.8.6 Látum P vera margliðu af stigi ≥ 2, gerum ráð fyrir að P ha engar
núllstöðvar á þverásnum og látum E vera andhverfu Fourier-myndina af fallinu ξ 7→
1/P (iξ), sem geð er með formúlunni (16.5.7). Þá er E grunnlausn aeiðuvirkjans P (D).

20.9. ÆFINGARDÆMI 511

20.9 Ængardæmi
.....
.......
1............... e−1/x
1. Látum ϕ : R → R vera fallið, sem skilgreint er með ϕ(x) = x−a e−1/x
..
.. ....
........... .
ef x > 0 og ϕ(x) = 0 ef x ≤ 0, þar sem a ∈ R. Sýnið að ϕ ∈ C ∞ (R).
.... ........
......
...
..
... .
.....
.....
..... [Leiðbeining: Sýnið með þrepun að ϕ(n) (x) = x−a Pn (1/x)e−1/x , x > 0,
... .....
... ....
....................................................................................... þar sem Pn er margliða og að af því leiði að ϕ(n) (0) er til fyrir öll n.]
..
...
1 x
1. Látum a og b vera tvær rauntölur, a < b. Notið niðurstöðuna úr dæmi 1 til þess að
.

sýna
R +∞ að til sé fall ϕ ∈ C (R) þannig að ϕ(x) > 0, ef x ∈]a, b[, ϕ(x) = 0, ef x 6∈]a, b[ og

−∞
ϕ(x) dx = 1.

...
..........
3. Látum a, b ∈ R, a < b og ε > 0. Sýnið að til sé fall
ψ(x)
1 .........
...
....
.........................................................................
... . ....
ψ ∈ C0∞ ([a − ε, b + ε]) þannig að ψ(x) = 1 ef x ∈ [a, b].
... .
[Leiðbeining: Látum ϕ vera fallið í dæmi 2, þar sem skipt
..
... ... . . ....
... .. .
. . .....
... ..
. . . ...

er á a og −ε/2 og b og ε/2 og látum fallið χ vera skilgreint


... ..
. ...
. .. .. . .
. .
................................... ....................................................................................................................................
. .
..
... . . . .
a−ε a .
b b+ε sem χ(x) = 1 ef x ∈ [a − ε/2, b + ε/2] og χ(x) = 0 ef
x∈/ [a − ε/2, b + ε/2]. Setjið síðan ψ(x) = χ ∗ ϕ(x).]
2. Látum f, g ∈ C(X), þar sem X er opið mengi á R og gerum ráð fyrir að uf = ug .
Sýnið að f = g .
3. Fyrir sérhvert t ∈ R skilgreinum við ft (x) = tN eitx , þar sem N er jákvæð heiltala.
Sýnið að ft → 0 í veikum skilningi ef t → ±∞.
[Leiðbeining: Hlutheildið þar til veldið á t hefur lækkað niður í −1.]
4. Látum ft vera fallið ft (x) = tH(x)eitx , x ∈ R, þar sem H er Heaviside-fallið. Sýnið

að ft → iδ í veikum skilningi ef t → +∞.


5. Sýnið að ft (x) = t2 |x| cos(tx) → −2δ í veikum skilningi ef t → +∞.
6. Reiknið út xj δ0(k) fyrir allar heilar tölur j ≥ 0 og k ≥ 0.
7. Ákvarðið allar veikar lausnir á R á jöfnunum:
(i) xu0 = δ0 , (ii) xu0 = δ1 − δ−1 , (iii) u00 = δ0 0 − 2δ1 .
8. Reiknið út Fourier-myndir dreifallanna uf þar sem f (x) er geð með formúlunum
a) sin x, b) xk , c) (1 + x)6 .
9. Reiknið út Fourier-myndir dreifallanna u, sem gen eru og skrið u
b(ξ) = F (ξ) ef
Fourier-myndin er á forminu uF , þar sem F er fall:
(k)
a) δa , b) δa − δ−a , c) δa + δ−a .
10. abcd) Sýnið með beinum reikningum að föllin E , sem fengust í dæmi 6.5.3 séu
grunnlausnir aeiðuvirkjanna P (D).
512 KAFLI 20. DREIFIFÖLL OG VEIKAR LAUSNIR Á HLUTAFLEIÐUJÖFNUM
Kai 21
MISMUNAAÐFERÐIR

21.1 Inngangur
Nú snúum við okkur að tölulegum aðferðum til þess að nálga lausnir á upphafs- og
jaðargildisverkefnum fyrir venjulegar aeiðujöfnur og hlutaeiðujöfnur, en fram til þessa
höfum við einungis fengist við fræðilegar lausnir. Það er undantekning frekar en regla
að hægt sé að nna lausnarformúlu fyrir verkefnin, þannig að við þurfum að geta fundið
nálganir á lausnum. Það er sjálfsagt að reyna að hafa aðferðirnar eins almennar og kostur
er. Í þessum kaa fjöllum við um mismunaaðferðir (e. nite dierence methods) og í
næsta kaa fjöllum við um bútaaðferðir (e. nite element methods).
Mismunaaðferðirnar hafa marga góða þann kosti og einkum þann að auðvelt er að út-
færa þær. Þær hafa hins vegar þann ókost að snúið er að útfæra þær fyrir hlutaeiðujöfnur
á öðrum svæðum en rétthyrningum. Bútaaðferðirnar eru aftur á móti óknari í útfærslu,
en hafa þann kost að hægt er að útfærða þær á alls kyns svæðum í planinu.
Við lítum fyrst á jaðargildisverkefni fyrir almenna annars stigs aeiðujöfnu á bili [a, b]
með raungildum stuðlum a0 , a1 , a2 ∈ C[a, b],

00 0
Lu = a2 u + a1 u + a0 u = f,
 á ]a, b[
(21.1.1) 0
B1 u = α1 u(a) − β1 u (a) = γ1 , (α1 , β1 ) 6= (0, 0),

B2 u = α2 u(b) + β2 u0 (b) = γ2 , (α2 , β2 ) 6= (0, 0).

og raungildri hægri hlið f . Við munum eftir því að tilvistarsetningarnar fyrir annars
stigs jöfnur gerðu ráð fyrir því að a2 hefði enga núllstöð á bilinu og þess vegna er engin
takmörkun að gera ráð fyrir að a2 (x) < 0 í öllum punktum x ∈ [a, b].
Í kaa 14 umrituðum við virkjann yr á Sturm-Liouville form,

Lu = %−1 − (pu0 )0 + qu = f,


með Z
q = −a0 p/a2 og % = −p/a2 .

p = exp a1 (x)/a2 (x) dx + C ,

Aeiðujafnan Lu = f jafngildir því −(pu0 )0 + qu = %f . Með því að skipta út %f fyrir f í


þessari jöfnu, þá sjáum við að það er engin takmörkun að gera ráð fyrir að % = 1 og því

513
514 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

ætlum við að takmarka okkur við verkefnið



0 0 00 0 0
Lu = −(pu ) + qu = −pu − p u + qu = f,
 á ]a, b[
(21.1.2) B1 u = α1 u(a) − β1 u0 (a) = γ1 , (α1 , β1 ) 6= (0, 0),

B2 u = α2 u(b) + β2 u0 (b) = γ2 , (α2 , β2 ) 6= (0, 0),

þar sem við gerum ráð fyrir að p ∈ C 1 [a, b], p(x) > 0, q ∈ C[a, b] og q(x) ∈ R fyrir öll
x ∈ [a, b].
Kosturinn við þessa framsetningu er að aðferðirnar alhæfast yr á jaðargildisverkefni
fyrir hlutaeiðujöfnur af gerðinni

Lu = −∇ · (p∇u) + qu = −p∇2 u − ∇p · ∇u + qu = f, áD
(21.1.3) ∂u
αu + β = γ, á ∂D,
∂n
þar sem D svæði í planinu R2 , ∂D táknar jaðar þess, p ∈ C 1 (D), q, f ∈ C(D) eru gen
föll á D og α, β og γ eru gen föll á jaðrinum.
Við gerum ráð fyrir að í sérhverjum punkti (x, y) á ∂D sé (α(x, y), β(x, y)) 6= (0, 0).
Athugið að í öllum punktum (x, y) á ∂D þar sem β(x, y) = 0 er gildi lausnarinnar
geð, u(x, y) = γ(x, y)/α(x, y). Munið að ∂u/∂n = ∇u · n og n táknar ytri þvervigurinn
á jaðarinn. Ef svæðið hefur horn, þá er ytri þvervigurinn ekki vel skilgreindur þar, svo
við verðum að túlka jaðargildin þannig að jafnan gildi í öllum punktum þar sem β er núll
og í öllum punktum þar sem þvervigurinn er til.
Eðlilega er miklu óknara að fást við nálganir á hlutaeiðujöfnum á almennum svæðum
miðað við nálganir á venjulegum aeiðujöfnum á bili, en aðferðirnar sem við fáumst við
hér eins hugsaðar og bera sömu nöfn, mismunaaðferðir.

21.2 Mismunaaðferð fyrir venjulegar aeiðujöfnur


Mismunaaðferðir eru til í mörgum afbrigðum og við skulum lýsa einfaldasta afbrigðinu í
fyrstu umferð. Við byrjum á því að velja okkur skiptingu
a = x0 < x1 < x2 < · · · < xN = b
á bilinu [a, b]. Einfaldast er að taka jafna skiptingu. Látum h = (b − a)/N tákna lengd
hlutbilanna. Þá er xj = a + jh, j = 0, . . . , N , og þar með xj−1 = xj − h og xj+1 = xj + h.
Í punktunum xj uppfyllir lausnin u á (21.1.1) jöfnurnar

0
α1 u(x0 ) − β1 u (x0 ) = γ1 ,

(21.2.1) a2 (xj )u00 (xj ) + a1 (xj )u0 (xj ) + a0 (xj )u(xj ) = f (xj ), j = 1, . . . , N − 1,
 0
α2 u(xN ) + β2 u (xN ) = γ2 .

Til einföldunar skrifum við uj = u(xj ) og fj = f (xj ). Við ætlum nú að setja fram
(N +1)×(N +1) línulegt jöfnuhneppi Ac = b fyrir nálgunargildi þar sem hnit lausnarinnar
c eru nálgunargildi cj ≈ uj . Hugmyndin er nú að skipta út gildunum á aeiðunum u0 (xj )
og u00 (xj ) fyrir mismunakvóta í þessum jöfnum, stinga síðan cj inn í mismunakvótana og
setja fram línulegt jöfnuhneppi sem nálgunargildin eiga að uppfylla.
21.2. MISMUNAAÐFERÐ FYRIR VENJULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR 515

Mismunajafna í vinstri endapunkti


Í endapunktinum a = x0 notum við nálgum við aeiðu með mismunakvóta

u(x + h) − u(x)
u0 (x) ≈ ,
h
skiptum á aeiðunni og mismunakvótanum í fyrstu jöfnu (21.2.1)

u1 − u0
α1 u0 − β1 ≈ γ1
h
og stingum að lokum inn c0 og c1 inn í hana í stað u0 og u1 til þess að fá mismunajöfnu
c1 − c0
α1 c0 − β1 = γ1 .
h

Mismunajafna í innri punktum bilsins


Í innri punktum bilsins xj , j = 1, . . . , N − 1, nálgum við aeiður með miðsettum mis-
munakvótum
u(x + h) − u(x − h) u(x − h) − 2u(x) + u(x + h)
u0 (x) ≈ og u00 (x) ≈ ,
2h h2
skiptum á aeiðum og mismunakvótum í miðjöfnu (21.2.1)

uj−1 − 2uj + uj+1 uj+1 − uj−1


a2 (xj ) 2
+ a1 (xj ) + a0 (xj )uj ≈ fj ,
h 2h
og stingum inn cj−1 , cj og cj+1 fyrir uj−1 , uj og uj+1 til þess að fá jöfnur fyrir nálgunargildin

cj−1 − 2cj + cj+1 cj+1 − cj−1


a2 (xj ) + a 1 (x j ) + a0 (xj )cj = fj .
h2 2h

Mismunajafna í hægri endapunkti


Í hægri endapunktinum b = xN notum við nálgunarformúluna

u(x) − u(x − h)
u0 (x) ≈ ,
h
skiptum á aeiðu og mismunakvóta í síðustu jöfnu (21.2.1)

uN − uN −1
α 2 u N + β2 ≈ γ2
h
og stingum síðan inn cN −1 og cN fyrir uN −1 og uN til þess að fá nálgunarjöfnuna

cN − cN −1
α 2 cN + β 2 = γ2 .
h
516 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

Heppið
Nú drögum við nálgunarjöfnurnar saman í eitt línulegt (N + 1) × (N + 1) hneppi,
 c1 − c0
 α 1 c0 − β 1 = γ1 ,
h


cj−1 − 2cj + cj+1 cj+1 − cj−1


(21.2.2) a2 (xj ) 2
+ a1 (xj ) + a0 (xj )cj = fj ,
h 2h
c − cN −1


α2 cN + β2 N

 = γ2 .
h
Það er betra að skoða þetta hneppi eftir að búið er að raða breytunum í rétta röð,

β1 β1

 α1 + h c0 − h c1 = γ1 ,

a2 (xj ) a (x ) 2a (x ) a (x ) a (x ) 
(21.2.3)

h 2 − 12hj cj−1 + − 2h2 j + a0 (xj ) cj + 2h2 j + 12hj cj+1 = fj ,
 β2
− h cN −1 + α2 + βh2 cN = γ2 ,
 

þar sem j = 1, . . . , N − 1 í miðjöfnunni.


Það er auðvelt að búa til forrit sem les inn öll gögnin sem gen eru í jaðargildisverkefn-
inu (21.1.1) auk tölunnar N og reiknar út nálgunargildin. Fyrstu dæmin í dæmakaanum
fjalla um þetta viðfangsefni.
Það er fróðlegt að glöggva sig á útleiðslunni með því að fara í gegnum hana í ákveðnu
dæmi:

Sýnidæmi 21.2.1 Reiknum út nálgunargildi fyrir jaðargildisverkefnið


(
−(1 + x)u00 − u0 + 2u = −((1 + x)u0 )0 + 2u = f, á ]0, 1[,
u(0) = 1, u(1) + u0 (1) = 0,

í punktunum 31 , 2
3
og 1.
Lausn: Skiptingin er x0 = 0, x1 = 13 , x2 = 23 og x3 = 1 og billengdin h = 31 . Við getum að
sjálfsögðu stungið viðeigandi gildum inn í jöfnuhneppið hér fyrir framan, en það er bæði
einfaldara og lærdómsríkara að leiða jöfnurnar út.
Punktur x0 = 0: Hér er gildið á u geð, u(0) = 1. Nálgunarjafnan segir ekkert meira en
að nálgunargildið á að vera rétta gildið,

c0 = 1.

Punktur x1 = 13 : Við setjum mismunakvótana inn fyrir aeiðurnar og fáum


u0 − 2u1 + u2 u2 − u0
−(1 + x1 ) − + 2u1 ≈ f1 .
h2 2h
Nú gerum við jöfnu úr þessu sem nálgunargildin eiga að uppfylla,
c0 − 2c1 + c2 c2 − c0
−(1 + 13 ) − + 2c1 = 1
⇔ − 21
2 0
c + 26c1 − 27
2 2
c = 31 .
( 13 )2 2 · 13 3
21.2. MISMUNAAÐFERÐ FYRIR VENJULEGAR AFLEIÐUJÖFNUR 517

Punktur x2 = 23 : Við endurtökum þessa reikninga en hækkum númerið um 1 á öllum


liðum
u1 − 2u2 + u3 u3 − u1
−(1 + x2 ) − + 2u2 ≈ f2 .
h2 2h
Tilsvarandi jafna fyrir nálgunargildin er því
c1 − 2c2 + c3 c3 − c1
−(1 + 32 ) − + 2c2 = 2
⇔ − 27
2 1
c + 32c2 − 33
2 2
c = 32 .
( 13 )2 2 · 31 3

Punktur x3 = 1: Nú líkjum við eftir jaðarskilyrðinu


u3 − u2
u3 + ≈ 0.
h
Jafnan fyrir nálgunargildin er
c3 − c2
c3 + 1 =0 ⇔ −3c2 + 4c3 = 0.
3

Nú eru allar jöfnurnar komnar og við setjum þær fram á fylkjaformi Ac = b,


    
1 0 0 0 c0 1
− 21 26 − 27 0  c1   31 
   
 2 2
 c2  =  2 
27

 0 −
2
32 − 33 2 3
0 0 −3 4 c3 0
Niðurstaðan er c0 = 1.0000, c1 = 0.6756, c2 = 0.4987 og c3 = 0.3740. 

Skekkjumat
Áður en við segjum skilið við þetta jöfnuhneppi, þá skulum við leggja mat á stigið í
nálgunarformúlunum sem við höfum notað Það gerum við með því að taka fall ϕ ∈ C 4 (I)
á bili I sem inniheldur punktinn og nota formúlu Taylors, sem segir að

ϕ(x + h) = ϕ(x) + ϕ0 (x)h + 12 ϕ00 (x)h2 + 16 ϕ000 (x)h3 + 1 (4)


24
ϕ (ξ)h4 ,
ϕ(x − h) = ϕ(x) − ϕ0 (x)h + 21 ϕ00 (x)h2 − 16 ϕ000 (x)h3 + 1 (4)
24
ϕ (η)h4 .

þar sem ξ er á milli x og x + h og η er á milli x og x − h. Skekkjurnar í nálgununum sem


við höfum notað eru
ϕ(x + h) − ϕ(x)
ϕ0 (x) − = − 12 ϕ00 (x)h − 16 ϕ000 (x)h2 − 24 1 (4)
ϕ (ξ)h3 ,
h
ϕ(x) − ϕ(x − h)
ϕ0 (x) − = 21 ϕ00 (x)h − 16 ϕ000 (x)h2 + 24 1 (4)
ϕ (η)h3 ,
h
ϕ(x + h) − ϕ(x − h)
ϕ0 (x) − 1 000
ϕ (x)h2 − 48 1
ϕ(4) (ξ) − ϕ(4) (η) h3 ,

= − 12
2h
ϕ(x − h) − 2ϕ(x) + ϕ(x + h)
ϕ00 (x) − 1
ϕ(4) (ξ) + ϕ(4) (η) h2 .

2
= − 24
h
518 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

Hér sjáum við að fyrstu tvær formúlurnar gefa okkur skekkju af fyrsta stigi í h, sem þýðir
að hægt er að meta skekkjuna minni en Ch ar sem C er fasti, en hinar gefa okkur skekkju
af öðru stigi sem þýðir að hægt er að meta skekkjuna með Ch2 , sem er að sjálfsögðu miklu
betra.
Þegar við leiðum út nálgunarjöfnur fyrir jaðargildisverkefni, þá reynum við að haga
því þannig að allar nálganir sem við gerum séu af sama stigi. Í þessu fyrsta afbrigði er
þessu ekki þannig háttað, því við notuðum aðeins fyrsta stigs nálgun í jaðarskilyrðunum
en annars stigs nálgun á aeiðunum í innri punktum. Næst ætlum við að bæta úr þessu.

21.3 Heildun yr hlutbil


Það eru margar leiðir til þess að setja fram nálgunarjöfnuhneppi fyrir jaðargildisverkefnið
okkar. Nú ætlum við að kynna til sögunnar aðra aðferð fyrir sama verkefni, en nota
Sturm-Liouville-gerð þess,

Lu = −(pu ) + qu = f, á ]a, b[
 0 0

(21.3.1) α1 u(a) − β1 u0 (a) = γ1 ,



α2 u(b) + β2 u0 (b) = γ2 .

Ef [c, d] ⊂ [a, b] er hlutbil og við heildum alla liði aeiðujöfnunnar Lu = f yr þetta bil,
þá fáum við jöfnuna
Z d Z d
(21.3.2) 0 0
p(c)u (c) − p(d)u (d) + q(x)u(x) dx = f (x) dx.
c c

Nú ætlum við að setja fram nálgunarjöfnu fyrir þessa jöfnu með því að skipta út aeiðunum
fyrir mismunakvóta og heildunum fyrir nálganir byggðar á einu fallgildi í [c, d].
Við gerum áfram ráð fyrir að skiptingin á bilinu sé jöfn xj = a + jh, látum mj =
j +xj+1 ) = xj + 2 h tákna miðpunkta hlutbilanna j = 0, 1, 2, . . . , N −1 og til einföldunar
1 1
2
(x
setjum við uj = u(xj ), fj = f (xj ), pj = p(xj ), p(mj ) = pj+ 1 og qj = q(xj ) fyrir öll j .
2
Athugið að við skrifum 1 21 = 23 , 2 12 = 25 o.s.frv..

Mismunajafna í vinstri endapunkti bilsins


Við nýtum okkur að u er lausn á aeiðujöfnunnar og heildum alla liði hennar yr bilið
[x0 , m0 ], Z m0 Z m0
0 0
p(x0 )u (x0 ) − p(m0 )u (m0 ) + qu dx = f dx,
x0 x0

leysum síðan u (x0 ) = u (a) út úr þessari jöfnu


0 0

 Z m0 Z m0 
0 1 0
u (x0 ) = p(m0 )u (m0 ) − q(x)u(x) dx + f (x) dx
p(x0 ) x0 x0

og setjum inn í jaðarskilyrðið í x0 . Það gefur okkur jöfnuna


 Z m0 Z m0 
β1 0
α1 u(x0 ) − p(m0 )u (m0 ) − qu dx + f dx = γ1 .
p(x0 ) x0 x0
21.3. HEILDUN YFIR HLUTBIL 519

Nú er m0 − x0 = 12 h, svo við fáum nálgunarjöfnu með því að skipta á aeiðu og mismuna-


kvóta og nálga heildin með margfeldi af billengd og gildi í vinstri endapunkti hlutbilsins,
 
β1 u1 − u0 1 1
α1 u0 − p1 − 2 hq0 u0 + 2 hf0 ≈ γ1 .
p0 2 h
Næst setjum við inn nálgunargildin c0 og c1 í stað u0 og u1 og búum til nálgunarjöfnu
 
β1 c1 − c0 1 1
α 1 c0 − p1 − 2 hq0 c0 + 2 hf0 = γ1 .
p0 2 h

Mismunajöfnur í innri punktum skiptingarinnar


Tökum nú j = 1, . . . , N − 1. Þá er xj miðpunktur bilsins [mj−1 , mj ], sem hefur lengdina
h og (21.3.2) gefur
Z mj Z mj
0 0
p(mj−1 )u (mj−1 ) − p(mj )u (mj ) + q(x)u(x) dx = f (x) dx.
mj−1 mj−1

Við nálgum aeiðugildin með mismunakvótum


uj+1 − uj uj − uj−1
u0 (mj ) ≈ og u0 (mj−1 ) ≈ ,
h h
heildin með miðpunktsnálgun
Z mj Z mj
q(x)u(x) dx ≈ hqj uj og f (x) dx ≈ hfj
mj−1 mj−1

og búum til nálgunarjöfnu með því að skipta út aeiðugildunum fyrir mismunakvótana


og heildunum fyrir miðpunktsnálganirnar,
uj − uj−1 uj+1 − uj
pj− 1 − pj+ 1 + hqj uj ≈ hfj .
2 h 2 h
Við breytum þessari nálgunarjöfnu í venjulega jöfnu með því að setja inn nálgunargildin
cj−1 , cj og cj+1 fyrir réttu fallgildin uj−1 , uj og uj+1 og deila öllum liðum með h
cj − cj−1 cj+1 − cj
pj− 1 2
− pj+ 1 + q j cj = f j .
2 h 2 h2

Mismunajafna í hægri endapunkti


Nú þurfum við að nna nálgunarjöfnu fyrir jaðarskilyrðið í punktinum b = xN ,

α2 u(xN ) + β2 u0 (xN ) = γ2 .

Við heildum alla liði aeiðujöfnunnar yr bilið [mN −1 , xN ] og fáum


Z xN Z xN
0 0
−p(xN )u (xN ) + p(mN −1 )u (mN −1 ) + q(x)u(x) dx = f (x) dx,
mN −1 mN −1
520 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

leysum u0 (xN ) út úr þessari jöfnu


 Z xN Z xN 
0 1 0
u (xN ) = p(mN −1 )u (xN −1 ) + q(x)u(x) dx − f (x) dx
p(xN ) xN −1 xN −1

og stingum inn í jaðarskilyrðið


 Z xN Z xN 
β2 0
α2 u(xN ) + p(mN −1 )u (mN −1 ) + qu dx − f dx = γ2 .
p(xN ) mN −1 mN −1

Síðan skiptum við á aeiðu og mismunakvóta og nálgum heildin með margfeldi af billengd
og gildi í hægri endapunkti hlutbilsins,
 
β2 uN − uN −1 1 1
α2 uN + p 1 + 2 hqN uN − 2 hfN ≈ γ2 .
pN N − 2 h
Við setjum að lokum cN −1 og cN í stað uN −1 og uN og erum þá komin með síðustu jöfnuna
fyrir nálgunargildin
 
β2 cN − cN −1 1 1
α2 cN + p 1 + 2 hqN cN − 2 hfN = γ2 .
pN N − 2 h

Nálgunarjöfnuhneppið
Línulega jöfnuhneppið fyrir nálgunargildin, sem við leiddum út hér að framan er
 
1 − c0

β 1 c 1 1

 α 1 c0 − p1 − 2 hq0 c0 + 2 hf0 = γ1 .
p h
 2
0


cj − cj−1 cj+1 − cj

(21.3.3) pj− 1 2
− pj+ 1 + q j cj = f j .
 2 h  2 h2 
β2 cN − cN −1 1


1
α 2 c N + p 1 + 2 hqN cN − 2 hfN = γ2 .


pN N − 2 h
Nú röðum við óþekktu stærðunum í rétta röð og fáum (N +1)×(N +1) línulegt jöfnuheppi
fyrir gildin cj ,
p β1 p 1
  1 
β1 1 1 β1 hf0
α + 2
+ hq c − 2
c = γ + ,

1 0 0 1 1

2 2
p0 h  p0 h p0



 p 1

pj− 1 + pj+ 1 pj+ 1
j−
(21.3.4) − 2 2 cj−1 + 2
2
2
+ q j c j − 2
2
cj+1 = fj ,

 h h h
β2 pN − 1 β2 pN − 21
  
β2 h


+ 12 hqN cN = γ2 + 21

−
 2
cN −1 + α2 + fN .
pN h pN h pN

Sýnidæmi 21.3.1 Reiknum út nálgunargildi fyrir jaðargildisverkefnið


(
−(1 + x)u00 − u0 + 2u = −((1 + x)u0 )0 + 2u = f, á ]0, 1[,
u(0) = 1, u(1) + u0 (1) = 0,
21.3. HEILDUN YFIR HLUTBIL 521

í punktunum 13 , 2
3
og 1 með því að beita heildun yr hlutbil.
Lausn: Þetta er endurtekning á sýnidæmi 21.2.1. Skiptingin er x0 = 0, x1 = 13 , x2 = 23
og x3 = 1 og billengdin h = 31 . Miðpunktarnir eru m0 = 16 , m1 = 12 og m2 = 56 . Við förum
líkt að og í úrlausn okkar á sýnidæmi 21.2.1 og útfærum heildunina yr hlutbilin.
Punktur x0 = 0: Hér er gildið á u geð og nálgunarjafnan er c0 = 1.
Punktur x1 = 31 : Heildum yr hlutbilið [ 61 , 12 ],
m1 1 1
 Z m1 Z Z
2 2
− (1 + x)u0 (x) +2 u(x) dx = 76 u0 ( 16 ) − 32 u0 ( 12 ) + 2 u(x) dx = x dx = 19 .
1 1
m0 m0
6 6

Við skiptum út aeiðum fyrir mismunakvóta og miðpunktsnálgun fyrir heildið í þessari


jöfnu,
7 u1 − u0 u2 − u1
6
− 32 + 2hu1 ≈ 19 ,
h h
búum til nálgunarjöfnur og deilum að lokum öllum liðum með h = 13

7 c1 − c0 3 c2 − c1
6 1 − 2 1 + 2 · 31 c1 = 1
9
⇔ − 21
2 0
c + 26c1 − 27
2 2
c = 13 .
3 3

Punktur x2 = 23 : Við heildum yr hlutbilið [ 21 , 56 ] og endurtökum reikningana, en það


þýðir hækkum á númerinu um 1 á öllum liðum
m 2 5 5
 Z m2 Z Z
6 6
0 3 0 1 11 0 5
− (1 + x)u (x) +2 u(x) dx = 2
u (2) − 6
u (6) +2 u(x) dx = x dx = 29 .
1 1
m1 m1
2 2

Við skiptum út aeiðum fyrir mismunakvóta og miðpunktsnálgun fyrir heildið

3 u2 − u1 11 u3 − u2
2
− 6
+ 2hu2 ≈ 92 .
h h
Nú setjum við nálgunargildin í stað réttu gildanna, deilum einnig öllum liðum með h = 1
3
og búum til nálgunarjöfnur

3 c2 − c1 11 c3 − c2
2 1 − 6 1 + 2 · 13 c2 = 2
9
⇔ − 27
2 1
c + 32c2 − 33
2 3
c = 23 .
3 3

Punktur x3 = 1: Við heildum yr hlutbilið [ 56 , 1] og fáum


 x 3 Z x3 Z 1 Z 1
0 11 0 5
− (1+x)u (x) +2 u(x) dx = 6
u ( 6 )−2u0 (1)+2 u(x) dx = x dx = 16 · 11
12
= 11
72
.
5 5
m2 m2
6 6

Í útleiðslunni hér að framan, leystum við u0 (1) úr úr þessari jöfnu og stungum inn í
jöfnuna fyrir jaðargildin. Við getum eins snúið því við leyst u0 (1) = −u(1) = −u3 út úr
jaðargildunum og stungið inn í þessa jöfnu. Það gefur

11 u3 − u2
6
+ 2u3 + 2 · 16 u3 ≈ 11
72
.
h
522 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

Þetta gefur okkur síðustu nálgunarjöfnuna og við deilum í alla liði hennar með h = 1
3

11 c3 − c2
6 1 + 2c3 + 31 c3 = 11
72
⇔ − 33
2 2
c + 47
2 3
c = 11
24
.
3

Þrjár fyrstu línur jöfnuhneppisins Ac = b eru þær sömu og í jöfnuhneppinu í 21.5.1,


    
1 0 0 0 c0 1
− 21 26 − 27 0  c1   1 
 2 2    3 
 0 − 27 32 − 33  c2  =  2 
2 2 3
0 0 − 33
2
47
2
c 3
11
24

Niðurstaðan er c0 = 1.0000, c1 = 0.7119, c2 = 0.5192 og c3 = 0.3840. 

Nálgunarjöfnur fyrir almennar skiptingar


Í útleiðslu okkar hér að framan gerðum við ráð fyrir að skiptingin væri jöfn. Ef við höfum
almenna skiptingu, látum hj = xj+1 − xj tákna lengdina á hlutbilinu [xj , xj+1 ] og heildum
yr hlutbil eins og hér að framan, þá fáum við nýtt jöfnuhneppi fyrir nálgunargildin,
(21.3.5)
 p β1 p 1
 1 
β 1 1 1 β1 h0 f0

 α 1 + 2
+ 2
h0 q 0 c 0 − 2
c 1 = γ 1 + 2
,
p0 h0 p h p


 0 0 0
2pj− 1 2pj− 1 2pj+ 1 2pj+ 1

  
− 2
cj−1 + 2
+ 2
+ q j cj − 2
cj+1 = fj ,

 (h j−1 + h j )h j (h j−1 + h j )h j−1 (hj−1 + h j )h j (h j−1 + h j )hj
β2 pN − 1 β2 pN − 12
   
 β2 hN −1
+ 12 hN −1 qN cN = γ2 + 21

−
 2
cN −1 + α2 + fN .
pN hN −1 pN hN −1 pN

Línuleg brúun og þúfugrunnföll


Þegar nálgunargildin cj ≈ uj hafa verið ákvörðuð út frá mismunajöfnunum, er eðlilegt að
nota línulega brúun á milli þeirra til þess að nna fall v sem nálgar u í öllum punktum
bilsins [a, b]
Þess vegna skilgreinum við nálgunarfall v ∈ C[a, b], sem tekur gildið cj í punktinum
xj og er þannig að graf þess á bilinu [xj , xj+1 ] er línustrik. Þá er auðvelt að sjá að

(21.3.6) v = c0 ϕ0 + · · · + cN ϕN ,
N N
Þar sem ϕj j=0 tákna þúfugrunnföllin sem skiptingin xj j=0 skilgreinir, en ϕj er sam-
fellda fallið sem tekur gildið 1 í xj , tekur gildið 0 í öllum hinum skiptingarpunktunum og
hefur graf sem er línustrik á sérhverju hlutbilanna [xj , xj+1 ], j = 0, . . . , N − 1. Við getum
21.4. STAÐARSKEKKJUR Í MISMUNASAMBÖNDUM 523

skrifað upp formúlur fyrir föllunum ϕj og aeiðum þeirra,


( (
x1 −x −1
, x ∈ [x 0 , x1 ], , x ∈]x0 , x1 [,
ϕ0 (x) = h0
ϕ00 (x) = h0
0, annars, 0, x ∈ R \ [x0 , x1 ],
 x−xj−1  1
 hj−1 , x ∈ [xj−1 , xj ],
  hj−1 , x ∈]xj−1 , xj [,

xj+1 −x
(21.3.7) ϕj (x) = hj
0
, x ∈ [xj , xj+1 ], ϕj (x) = −1 h
, x ∈ [xj , xj+1 ],
  j

0, annars. 0, x ∈ R \ [xj−1 , xj+1 ].

( (
x−xm−1 1
hm−1
, x ∈ [xm−1 , xm ], 0 hm−1
, x ∈ [xm−1 , xm ],
ϕm (x) = ϕm (x) =
0, annars. 0, annars.

21.4 Staðarskekkjur í mismunasamböndum


Lítum nú aftur á jafna skiptingu á [a, b] með billengd h = (b − a)/N ,

a = x0 < x1 < · · · < xN = b, xj = x0 + jh, mj = xj + 12 h.

Í þessum punktum uppfyllir lausnin u á jaðargildisverkefninu jöfnuhneppið



0
B1 u = α1 u0 − β1 u (x0 ) = γ1

(21.4.1) Lu(xj ) = −p(xj )u00 (xj ) − p0 (xj )u0 (xj ) + qj uj = fj ,

B2 u = α2 uN + β2 u0 (xN ) = γ2 ,

þar sem j = 1, . . . , N − 1. Samkvæmt (21.3.3) uppfyllir nálgunarlausnin


N
X
v(x) = cj ϕj (x) = c0 ϕ0 (x) + · · · + cN ϕN (x),
j=0

jöfnuhneppið
(21.4.2)  
β1 v(x1 ) − v(x0 ) 1 1


 M0 v = α1 v(x0 ) − p1 − 2 hq0 v(x0 ) + hf0 = γ1 ,


 p0 2 h 2
v(xj+1 ) − v(xj ) v(xj ) − v(xj−1 )

Mj v = −pj+ 1 2
+ pj− 1 2
+ qj v(xj ) = fj ,
 2 h 2 h 
β2 v(xN ) − v(xN −1 ) 1


1
+ 2 hqN v(xN ) − 2 hfN = γ2 ,

MN v = α2 v(xN ) +
 p 1
pN N − 2 h
þar sem j = 1, . . . , N − 1. Athugið að við getum reiknað út M0 ϕ, . . . , Mn ϕ fyrir hvaða
ϕ ∈ C[a, b] sem er og þá sérstaklega lausnina u á jaðargildisverkefninu. Við köllum
Mj mismunavirkja (e. dierence operator) vegna þess að Mj er vörpun sem úthlutar
falli ϕ gildi Mj ϕ sem er skilgreint út frá mismunakvótum fallsins ϕ. Til þess að kanna
samræmið milli jöfnuhneppanna (21.4.1) og (21.4.2) stingum við u(x) í stað v(x) inn í
síðara jöfnuhneppið og tökum mismuninn,

S0 u = B1 u − M0 u, Sj u = Lu(xj ) − Mj u, j = 1, . . . , N − 1, SN u = B2 u − MN u.
524 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

Þessar stærðir nefnast staðarskekkjur (e. local truncation error) mismunavirkjanna Mj í


punktunum xj . Við segjum að mismunasamböndin M0 u, . . . , MN u samræmist jaðargildis-
verkefninu (21.1.2) ef allar staðarskekkjurnar Sj u stefna á 0 þegar fínleiki skiptingarinnar
h stefnir á 0. Þetta þýðir að fyrir sérhvert ε > 0 er til δ > 0 þannig að

|Sj u| < ε, fyrir öll j = 0, . . . , N og h = (b − a)/N < δ.

Setning Taylors
Áður en við hefjum glímuna við að meta staðarskekkjur í mismunasamböndum, skulum við
rifja upp setningu Taylors sem er helsta tólið sem við höfum til þess að gera staðbundnar
nálganir á föllum. Hún segir að fyrir sérhvert fall ϕ ∈ C m (I), þar sem I er bil og sérhvern
punkt x ∈ I , gildir

ϕ(x + h) = ϕ(x) + ϕ0 (x)h + 21 ϕ00 (x)h2 + · · · + 1 (m)


m!
ϕ (x)hm + εm (x, h)

þar sem skekkjan εm (x, h) í nálgun á ϕ(x+h) með Taylor-margliðu ϕ í hægri hlið jöfnunnar
uppfyllir
εm (x, h)
→ 0, h → 0.
hm
Ef ϕ ∈ C m+1 (I), þá er til punktur ξ milli x og x + h þannig að

εm (x, h) = 1
(m+1)!
ϕ(m+1) (ξ)hm+1

og við fáum betra mat,


|εm (x, h)| ≤ Chm+1 ,
með C ≥ maxt∈I 1
(m+1)!
|ϕ(m+1) (t)|.

Stig og óvera
Við þurfum oft að meta stærðir χ(h) og viljum gefa til kynna hversu hratt þær stefna á 0
ef h stefnir á 0. Þá er eðlilegt að bera χ(h) saman við veldi hk með veldisvísinn k ∈ R+ ,
(k ≥ 0). Við segjum að χ(h) sé af stigi k eða k -ta stigi eða að χ(h) sé stórt o af hk og
táknum það með χ(h) = O(hk ), ef til eru fastar C > 0 og c > 0, þannig að

|χ(h)| ≤ Chk , h ∈]0, c].

Við segjum að χ(h) sé óvera af hk eða að χ(h) sé lítið o af hk og táknum það χ(h) = o(hk ),
ef
χ(h)
→ 0, h → 0.
hk
Ef 0 ≤ j < k og χ(h) = O(hk ) (eða χ(h) = o(hk )), þá er χ(h)/hj = O(hk−j ) (eða
χ(h)/hj = o(hk−j )).
Ef við stillum upp jöfnum

χ(h) = O(1), χ(h) = o(1), χ(h) = O(h), χ(h) = o(h), χ(h) = O(h2 ), χ(h) = o(h2 ), . . . .
21.4. STAÐARSKEKKJUR Í MISMUNASAMBÖNDUM 525

og lítum á þær sem skekkjumat, þá fer matið á χ(h) sem við lesum út úr þessum jöfnum
batnandi þegar við lesum línuna frá vinstri til hægri.
Sem dæmi er eðlilegt að taka Taylor-nálgunina sem við nefndum hér að framan, en
setning Taylors segir að

εm (x, h) = o(hm ) ef ϕ ∈ C m [a, b] og εm (x, h) = O(hm+1 ) ef ϕ ∈ C m+1 [a, b].

Hugsum okkur að við séum með tvö föll χ1 og χ2 og að við höfum skekkjumatið χ1 (h) =
O(hk1 ) og χ2 (h) = O(hk2 ). Þá er

|χ1 (h)χ2 (h)| ≤ C1 hk1 C2 hk2 = C1 C2 hk1 +k2

sem segir okkur að χ1 (h)χ2 (h) = hk1 +k2 . Fyrir summuna höfum við hins vegar

|χ1 (h) + χ2 (h)| ≤ C1 hk1 + C2 hk2 ≤ (C1 + C2 )hmin{k1 ,k2 } , h ≤ 1,

og það segir okkur að χ1 (h) + χ2 (h) = O(hmin{k1 ,k2 } ).


Athugið að þegar skrifað er χ1 (h) = χ2 (h) + O(hk ), þá er átt við að nálgunin á χ1 (h)
með χ2 (h) ha skekkju af stigi k , sem jafngildir því að segja að χ1 (h) − χ2 (h) = O(hk ).

Mat á staðarskekkju
Þegar við metum staðarskekkju í mismunasamböndunum, þá skrifum við punktana xj−1 =
xj −h og xj+1 = xj +h og lítum á Sj u sem fall af h. Síðan viljum við nna hæsta mögulega
veldi á k þannig að Sj u(h) = O(hk ) eða Sj u(h) = o(hk ).

Staðarskekkja í vinstri endapunkti


Við lítum nú á vinstri endapunktinn x0 = a og könnum staðarskekkju nálgunarlausnarinnar
í honum. Til einföldunar skulum við skrifa x í stað x0 ,

S0 u(h) = α1 u(x) − β1 u0 (x)


 
β1 1 u(x + h) − u(x) 1 1
− α1 u(x) + p(x + 2 h) − 2 hq(x)u(x) + 2 hf (x)
p(x) h
 
β1 0 1 u(x + h) − u(x) 1 1
=− p(x)u (x) − p(x + 2 h) + 2 hq(x)u(x) − 2 hf (x)
p(x) h

Samkvæmt forsendu er p ∈ C 1 [a, b] og af því leiðir að u ∈ C 2 [a, b]. Af Taylor-setningunni


leiðir því að

p(x + 12 h) = p(x) + 12 hp0 (x) + o(h)


u(x + h) − u(x)
= u0 (x) + 21 hu00 (x) + o(h).
h
526 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

Nú margföldum við saman alla liði og fáum


u(x + h) − u(x)
p(x + 12 h) = p(x) + 21 hp0 (x) + o(h) u0 (x) + 21 hu00 (x) + o(h)
 
h
= p(x)u0 (x) + 12 h p(x)u00 (x) + p0 (x)u0 (x) + o(h).


Með því að setja þessar nálganir inn í formúluna hér að framan og notfæra okkur að u
uppfyllir aeiðujöfnuna í punktinum x fáum við
 
β1 h 00 0 0
S0 u(h) = − − p(x)u (x) − p (x)u (x) + q(x)u(x) − f (x) + o(h) = o(h).
2p(x)

Annar en síðri möguleiki á nálgun jaðarskilyrðisins


Nú er tækifæri til þess að útskýra hvers vegna við völdum ekki nálgunina
u1 − u0
α1 u0 − β1 ≈ γ1 ,
h
en hún gefur af sér mismunajöfnuna

f0 v = α1 v(x0 ) − β1 v(x1 ) − v(x0 ) = γ1 ,


M
h
og staðarskekkjuna (hér er x = x0 ),
 
0 u(x + h) − u(x)
= β1 − 12 hu00 (x)+o(h) = O(h).

f0 u = −β1 u (x)−
Se0 u(h) = B1 u−M
h
Fyrri nálgunaraðferðin er betri því hún hefur staðarskekkju S0 u(h) = o(h), sem er betra
mat en O(h).

Staðarskekkja í innri punktum


Tökum nú innri punkt í skiptingunni xj með j = 1, . . . , N − 1. Fyrir hann er
Sj u(h) =Lu(xj ) − Mj u
= − p(xj )u00 (xj ) − p0 (xj )u0 (xj )
u(xj + h) − u(xj ) u(xj − h) − u(xj )
+ p(mj ) 2
+ p(mj−1 )
h h2
Nú þurfum við fjórar Taylor-liðanir. Til einföldunar setjum við x í stað xj og fáum
p(mj ) = p(x + 12 h) = p(x) + 12 p0 (x)h + o(h),
p(mj−1 ) = p(x − 21 h) = p(x) − 21 p0 (x)h + o(h),
u(x + h) − u(x) 1
2
= u0 (x) + 12 u00 (x) + o(1),
h h
u(x − h) − u(x) 1 0
= − u (x) + 12 u00 (x) + o(1),
h2 h
21.4. STAÐARSKEKKJUR Í MISMUNASAMBÖNDUM 527

Þetta gefur
u(x + h) − u(x) u(x − h) − u(x)
p(mj ) 2
+ p(mj−1 )
h h2
 1 0
= p(x) + 12 p0 (x)h + o(h) u (x) + 12 u00 (x) + o(1)

h
1
+ p(x) − 12 p0 (x)h + o(h) − u0 (x) + 12 u00 (x) + o(1)
 
h
00 0 0
= p(x)u (x) + p (x)u (x) + o(1)
Af þessu leiðir að
Sj u(h) = o(1) → 0, h → 0.
Þetta segir okkur að það er samræmi milli aeiðujöfnunnar og mismunajöfnunnar í punkt-
inum xj .

Staðarskekkja í innri punktum með betri forsendum


Þegar við fengumst við veldaraðalausnir á aeiðujöfnum, þá sáum við að lausn u á jöfnunni
Lu = f er gen með veldaröð í grennd um sérhvern punkt, ef föllin p, q og f eru gen
með veldaröðum í grennd um sérhvern punkt. Fallið u er þá óendanlega oft deildanlegt
og við getum tekið eins marga liði í Taylor-nálgun og við viljum. Setjum til einföldunar
x í stað xj og lítum aftur á Taylor-liðanir okkar,
p(mj ) = p(x + 12 h) = p(x) + 12 p0 (x)h + O(h2 ),
p(mj−1 ) = p(x − 21 h) = p(x) − 12 p0 (x)h + O(h2 ),
u(x + h) − u(x) 1 0
= u (x) + 12 u00 (x) + 16 u000 (x)h + O(h2 ),
h2 h
u(x − h) − u(x) 1
2
= − u0 (x) + 21 u00 (x) − 16 u000 (x)h + O(h2 ).
h h

Við fáum nú endurbót á reikningi okkar hér að framan því þriðja stigs aeiðan fellur út
u(x + h) − u(x) u(x − h) − u(x)
p(mj ) + p(m j−1 )
h2 h2
1
= p(x) + 12 p0 (x)h + O(h2 ) u0 (x) + 12 u00 (x) + 61 u000 (x)h + O(h2 )
 
h
1
+ p(x) − 2 p (x)h + O(h ) − u0 (x) + 21 u00 (x) − 61 u000 (x)h + O(h2 )
1 0 2
 
h
= p(x)u00 (x) + p0 (x)u0 (x) + O(h2 )
Af þessu leiðir að skekkjumatið verður miklu betra,
Sj u(h) = O(h2 ).
miðað við Sj u(h) = o(1) sem fæst þegar aðeins má gera ráð fyrir að p ∈ C 1 [a, b] og
u ∈ C 2 [a, b]. Athugið að við getum ekki fengið skekkumat með hærra stigi en 2, þótt við
tækjum eiri liðið því fjórða stigs liðurinn hverfur ekki eins og þriðja stigs liðurinn gerir
hér.
528 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

Staðarskekkja í hægri endapunkti xN = b


Nú gefum við okkur aftur að p ∈ C 1 [a, b] og u ∈ C 2 [a, b] og lítum á hægri endapunkt
xN = b. Til einföldunar skrifum við x í stað xN . Þá er
 
β2 0 1 u(x − h) − u(x) 1 1
SN u(h) = − − p(x)u (x) − p(x − 2 h) + 2 hq(x)u(x) − 2 hf (x)
p(x) h

Með Taylor-liðun fáum við

u(x − h) − u(x)
p(x − 12 h) = p(x) − 12 hp0 (x) + o(h) − u0 (x) + 12 hu00 (x) + o(h)
 
h
= −p(x)u0 (x) + 12 h p(x)u00 (x) + p0 (x)u0 (x) + o(h)


Við smeygjum hægri hliðinni inn í jöfnuna hér að framan, notfærum okkur að u er lausn
á aeiðujöfnunni og fáum
 
β2 h 00 0 0
SN u(h) = − − p(x)u (x) − p (x)u (x) + q(x)u(x) − f (x) + o(h) = o(h).
2p(x)

Ef við getum rökstutt að p ∈ C 2 [a, b] og u ∈ C 3 [a, b], eins og í tilfellinu þegar p, q og f eru
gen með veldaröðum í grennd um sérhvern punkt, þá höfum við betri Taylor-nálganir

u(x − h) − u(x)
p(x − 21 h) = p(x) − 12 hp0 (x) + O(h2 ) − u0 (x) + 12 hu00 (x) + O(h2 )
 
h
= −p(x)u0 (x) + 12 h p(x)u00 (x) + p0 (x)u0 (x) + O(h2 ).


Það gefur skekkjumatið SN u(h) = O(h2 ) sem bætir o(h)-matið hér að framan.

Samantekt á mismunaaðferð með heildun yr hlutbil


Við höfum nú farið í gegnum útfærslu á mismunaaðferð með heildun yr hlutbil til þess að
nna nálgun á lausn u(x) á (21.1.2). Við reiknum út nálgunarfall v = c0 ϕ0 + · · · + cN ϕN ,
þar sem ϕ0 , . . . , ϕN eru þúfugrunnföll fyrir skiptingu a = x0 < x1 < · · · < xN = b á bilinu
[a, b], sem má velja hvernig sem er, og stuðlarnir cj eru lausn á ákveðnu línulegu jöfnu-
hneppi, sem við leiddum út frá aeiðujöfnunni og jaðarskilyrðunum. Útleiðslan miðast við
að við fengjum góða nálgun á u(xj ) með cj . Þetta gerðum við með því að heilda jöfnuna
sem lausnin u uppfyllir yr bil milli miðpunkta bilanna sitt hvorum megin við xj , skipta
út aeiðum fyrir mismunakvóta og heildum fyrir eins punkts nálganir og bjuggum þannig
til nálgunarjöfnuhneppi. Við höfum ekki sannað að nálgunarlausnin v(x) stefni á u(x) ef
fínleiki skiptingarinnar stefnir á 0, en við höfum sýnt að það er samræmi milli u og v í
þeim skilningi að staðarskekkjurnar mismunasambandanna sem úrlausnin byggir á stefna
allar á 0.
21.5. MISMUNAAÐFERÐ FYRIR HLUTAFLEIÐUJÖFNUR 529

21.5 Mismunaaðferð fyrir hlutaeiðujöfnur


Nú tökum við fyrir jaðargildisverkefnið (21.1.3) og leiðum út nálgunarjöfnur í punktum í
rétthyrndu neti í plani. Við köllum aðferðina heildun yr hlutsvæði, en hún er alhæng á
heildun yr hlutbil sem við sáum hér fyrr í kaanum. Það er ákveðin hagræðing í því til
þess að byrja með að skipta jaðrinum í tvö sundurlæg mengi ∂D = ∂1 D ∪ ∂2 D, þar sem
∂1 D = {(x, y) ∈ ∂D ; β(x, y) = 0} og ∂2 D = {(x, y) ∈ ∂D ; β(x, y) 6= 0}.
Í punktum (x, y) ∈ ∂1 D eru gildi lausnarinnar gen u(x, y) = γ(x, y)/α(x, y), svo við
getum eins skipt út γ fyrir γ/α á þessum hluta jaðarsins. Við skulum því gera ráð fyrir
að jaðargildisverkefnið sé


 Lu = −∇ · (p∇u) + qu = f, áD
á ∂1 D,

(21.5.1) u = γ,
 ∂u
αu + β = γ, á ∂2 D,

∂n
Ef ∂1 D = ∂D, þá erum við með Dirichlet jaðarskilyrði, sem þýðir að lausnin er þekkt á
öllum jaðrinum.

Net
Hugsum okkur að svæðið D sé innihaldið í rétthyrningnum
R = {(x, y) ; a ≤ x ≤ b, c ≤ y ≤ d}.
Tökum nú h > 0 og lítum á rétthyrnda netið með möskvastærðina h gegnum hornpunktinn
(a, c), en það hefur hnútpunktana
x = a + mh og y = c + nh, m, n ∈ Z.
Línurnar gegnum hnútpunktana eru stikaðar með
R 3 t 7→ (a + mh, t) og R 3 s 7→ (s, c + nh).
Línurnar skera D = D ∪ ∂D í punktum (xj , yj ), j = 1, . . . , M , sem er raðað þannig að
punktar númer 1 til N ≤ M eru í D ∪ ∂2 D, þar sem fallgildi u eru óþekkt, en (xj , yj ) fyrir
j = N + 1, . . . , M eru þá punktarnir í ∂1 D, þar sem fallgildi u eru þekkt.

∂D
.............................................
................. ........... ...................................................
......... ........ ...........
...... ......... ......... ......
.
........ .......... ....
........... .....
....
. ........... .
.... ................. ............................................. ...
... .....
................ ...
..
...
...
... ..
..... ....
..
..
.... .... .. ................................
..... ..
... .. ......................... .... .
. ... ..
..
..
.... ..... .......... .. .. .
... ....... .....
....... ... ..
... .... ..
.. .......................... ..
.
..
...
...
D .
...
.
..

... ...
... ....
................................................
......................... . ....
... .
... .......
. ..
..
..... . ....... ... ...........
.....
...... ..... ....... ......... ..........
.....
................................. ....... .......... ..........
.................
..........................................

Mynd: Svæðið D. Teiknið inn netið og merkið punktana (xj , yj )!


530 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

Heildun yr hlutsvæði


Sundurleitnisetningin, sem einnig er nefnd Gauss-setning, segir að
ZZ Z
(21.5.2) ∇ · V dA = V · n ds,
Ω ∂Ω

fyrir sérhvert samfellt deildanlegt vigursvið V sem skilgreint er í grennd um Ω. Gera þarf
ráð fyrir að jaðarinn ∂Ω ha samfelldan ytri þvervigur alls staðar nema í endanlega mörg-
um punktum. Sundurleitnisetningin gildir þannig á öllum þríhyrningum og ferhyrningum,
en það eru svæðin sem við heildum einkum yr. Hér táknar dA = dxdy atarmálsfrymið
í R2 og ds bogalengdarfrymið á jaðrinum ∂Ω.
Í sértilfellinu V = p∇u er
   
 ∂ ∂u ∂ ∂u
∇ · p∇u = p + p
∂x ∂x ∂y ∂y
og þá gildir ZZ Z
∂u 
ds ∇ · p∇u dxdy = p
Ω ∂Ω ∂n
um sérhvert tvisvar samfellt deildanlegt fall u. Lausn hlutaeiðujöfnunnar uppfyllir því
Z ZZ ZZ
∂u
(21.5.3) − p ds + qu dxdy = f dxdy
∂Ω ∂n Ω Ω

ef við gerum ráð fyrir að Ω ⊂ D.


Nú skiptum við svæðinu D skipulega í hlutsvæði og notum þessi heildi til þess að
leiða út nálgunarjöfnur fyrir gildi lausnarinnar u(xj , yj ) í punktunum (xj , yj ). Tilsvarandi
nálgunargildi táknum við með cj , j = 1, . . . , N og við setjum
cj = u(xj , yj ) = γ(xj , yj ) = γj , j = N + 1, . . . , M,
í punktunum þar sem gildi lausnarinnar eru gen.

Nálgunarjafna í innri punkti


◦...... t
Gerum nú ráð fyrir að (xj , yj ) sé innri punktur í D og að grannar hans
...
eftir netlínunum séu allir hnútpunktar í netinu. Látum Ωj vera ferning-
...
..
...................................................
... ...
... ...
r inn með miðju í (x , y ) og kantlengdina h. Látum granna (x , y ) eftir
...
l j .. .. ..
◦ ◦ ◦
...............................................................................................
...
j j ...
j j
...
Ωj netlínunum vera (xl , yl ), (xr , yr ), (xs , ys ) og (xt , yt ), eins og myndin sýnir,
...
...
...
...
................................................
...
...
.
...
mj,k vera miðpunkt striksins milli (xj , yj ) og (xk , yk ) og Sj,k vera þann
..
.....
◦s ...

kant á Ωj sem næstur er (xk , yk ) fyrir k = l, r, s, t. Þá er


Innri punktur Z
∂u X Z ∂u
p ds = p ds.
∂Ωj ∂n Sj,k ∂n k=l,r,s,t

Heildið yr strikið Sj,k er nálgað með margfeldi af gildi heildisstofnsins í miðpunkti striks-
ins og lengd þess,
u(xk , yk ) − u(xj , yj )
Z
∂u ∂u
p ds ≈ p(mj,k ) (mj,k )h ≈ p(mj,k ) h.
Sj,k ∂n ∂n h
21.5. MISMUNAAÐFERÐ FYRIR HLUTAFLEIÐUJÖFNUR 531

Flatarheildin í jöfnu (21.5.3) með Ωj í hlutverki Ω eru nálguð með miðpunktsreglu þannig
að gildi heildisins er nálgað með margfeldi af gildi heildisstofnsins í miðpunktinum (xj , yj )
og atarmáli Ωj ,
ZZ ZZ
qu dxdy ≈ q(xj , yj )u(xj , yj ) h2
og f dxdy ≈ f (xj , yj ) h2 .
Ωj Ωj

Til styttingar á formúlunum setjum við nú uk = u(xk , yk ), qk = q(xk , yk ), fk = f (xk , yk )


og pj,k = p(mj,k ). Nálgunarjafnan fyrir (21.5.3) með Ω = Ωj verður því

−pj,l (ul − uj ) − pj,r (ur − uj ) − pj,s (us − uj ) − pj,t (ut − uj ) + qj uj h2 ≈ fj h2 .

Nú deilum við öllum liðum með h2 , setjum við nálgunargildin ck inn í stað uk fyrir k =
j, l, r, s, t og setjum þetta samband fram með línulegri jöfnu sem nálgunargildin eiga að
uppfylla,

(21.5.4) h−2 pj,l + pj,r + pj,s + pj,t + qj cj


 

− h−2 pj,l cl − h−2 pj,r cr − h−2 pj,s cs − h−2 pj,t ct = fj .

Í tilfellinu þegar p er fasti, segjum p = 1, þá fáum við einfaldari jöfnu

(21.5.5) 4h−2 + qj cj − h−2 cl − h−2 cr − h−2 cs − h−2 ct = fj .




Punktuppsprettur
Í útleiðslunni hér að framan gerum við alltaf ráð fyrir að f sé samfellt fall á D = D ∪ ∂D.
Aðferðin
Pµ sem við notum, heildun yr hlutsvæði, leyr okkur að bæta punktuppsprettum

s=1 s Ps við fallið f og líta á hægri hliðina í hlutaeiðujöfnunni sem f +
Q δ s=1 Qs δPs .
Hér er δPs (x, y) Dirac-fall í punktinum Ps = (ξs , ηs ). Við gerum ráð fyrir að þetta séu
ólíkir punktar og að skipting okkar í hlutsvæði sé það fín að í mesta lagi einn punktur Ps
geti verið í hverjum rétthyrningi Ωj . Í kaa 20 eru Dirac-föllin útskýrð sem veik markgildi
af föllum, en það eina sem við þurfum að vita um þau í þessu samhengi er að
(
1, Ps ∈ Ω,
ZZ
δPs (x, y) dxdy =
Ω 0, Ps 6∈ Ω.

Þegar verið er að útfæra aðferðina með þessu afbrigði af hægri hlið er athugað hvort
einhver punktanna Ps liggur í Ωj . Ef Pt gerir það, þá er
ZZ µ
X
Qs δPs (x, y) dxdy ≈ f (xj , yj ) h2 + Qt .

f+
Ωj s=1

Síðan er jafnan stöðluð með því að deila með h2 og þá kemur bj = f (xj , yj )+Qt /h2 í hægri
hlið nálgunarjöfnunnar. Í forritum fyrir aðferðina á rétthyrningi er best að framkvæma
þessa aðgerð í blálokin þegar allt annað í nálgunarjöfnuhneppinu hefur verið reiknað.
532 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

Dirichlet verkefni á rétthyrningi


Sýnidæmi 21.5.1 Lítum nú á D = {(x, y) ; 0 < x < 1, 0 < y < 1} og Dirichlet verkefnið
(
−∇2 u + qu = f, í D,
u(x, y) = γ(x, y), (x, y) ∈ ∂D,

Athugið að þetta er tilfellið p = 1. Ákvörðum línulegt jöfnuhneppi með mismunaaðferð


fyrir gildi lausnarinnar í punktunum ( 31 , 31 ), ( 23 , 13 ), ( 13 , 23 ), ( 23 , 23 ).
Lausn: Við númerum þessa punkta í sömu röð (xj , yj ) með j = 1, 2, 3, 4 og númerum
aðra punkta netsins (xj , yj ) með j = 5, 6, . . . , 16 eins og myndin sýnir

.
.....
.......
..
...
u=γ •14
............................................................................................................... •15
...............................................................................................................
•...........13 14 15 16 ... ...
.. .. .............................•
...................................•
....................................•
... ... ...
... ... ... ... ...
... ... ... . .. .... ................................................................................. ...
... ... ... ... .... ... .
. .
. ...
... .. ..
•11 ◦3 ◦4 •12
... ... ... ... ... . . ...
... ... ... ... ... ... ..
. ..
. ...
... ... ... ... ... .
. .
. ...
•11 ◦3 ◦4 •12
... ... ... .
. .
.
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
Ω3 Ω4 ... .
.
.
.
.
.............................................................................
.
.
.
.
.
...
...
...
u = γ −∇2 u + qu = f ...
... u=γ
... ... ... ...
...
...
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
...

•9 ◦1 ◦2 •10
.... ... ... ... ... .
. .
. ...
... .. ... ... ... ... .
. .
. ...
... ... ... ... .... .... ...
•9 ◦1 ◦2 •10
... ... ...
... ... ... ... ... ...
...
...
...
...
...
... ...
...
...
...
...
Ω1 Ω2 ...
... ..
.
.......................................................................
..
. ...
...
...
... ... ... ... ... ...
... ... ... ..
•6 •7
... ...
... ... ... ... .............................................................................................................
. . ... ..
....................................................................................................................................................
•5 •6 •7 •8
.
..............................................................................................................
....
u=γ .

Mynd: Dirichlet-verkefni, númering á punktum og skipting í hlutsvæði

Nálgunargildin í þeim síðarnefndu eru réttu gildin á jaðrinum, cj = γ(xj , yj ) = γj , j =


5, 6, . . . , 16 og h−2 = 9. Samkvæmt jöfnu (21.5.5) eru jöfnurnar fjórar

(36 + q1 )c1 − 9c2 − 9c3 − 9c6 − 9c9 = f1 ,


(36 + q2 )c2 − 9c1 − 9c4 − 9c7 − 9c10 = f2 ,
(36 + q3 )c3 − 9c1 − 9c4 − 9c11 − 9c14 = f3 ,
(36 + q4 )c4 − 9c2 − 9c3 − 9c12 − 9c15 = f4 .

Við fáum nálgunargildin með því að leysa jafngilt hneppi,


    
36 + q1 −9 −9 0 c1 f1 + 9γ6 + 9γ9 ,
 −9 36 + q2 0 −9   c2  =  f2 + 9γ7 + 9γ10 ,  .
   

 −9 0 36 + q3 −9  c3  f3 + 9γ11 + 9γ14 ,
0 −9 −9 36 + q4 c4 f4 + 9γ12 + 9γ15 .


21.5. MISMUNAAÐFERÐ FYRIR HLUTAFLEIÐUJÖFNUR 533

Blandað jaðarskilyrði
Látum nú (xj , yj ) ∈ ∂2 D vera jaðarpunkt, þar sem við höfum blandað
t
...
...
◦ jaðarskilyrði og gerum ráð fyrir að strikið Sj milli miðpunktanna mj,s og
..
..........................
...
..
...
mj,t liggi allt í ∂2 D. Við táknum strikin milli (xj , yj ) og hinna punktanna
...
með Sj,l , Sj,s og Sj,t . Þá er
..
.. ... j
◦l
.................................................
... ... ◦
...
... Ωj
...........................
...
.. Z
.... ∂u X Z ∂u
Z
∂u
..
... p ds = p ds + p ds.
◦s ....
∂Ωj ∂n Sj,k ∂n
k=l,s,t Sj ∂n
Jaðarpunktur
Nálgunin á vegheildinu á vinstri kantinum verður sú sama og áður,
ul − uj
Z
∂u
p ds ≈ pj,l h
Sj,l ∂n h

Efri og neðri kantarnir á Ωj hafa lengdina 12 h, svo nálganir á heildunum yr þá verða
us − uj 1 ut − uj 1
Z Z
∂u ∂u
p ds ≈ pj,s 2
h og p ds ≈ pj,t h.
Sj,s ∂n h Sj,t ∂n h 2

Í punktinum (xj , yj ) höfum við jaðarskilyrði


∂u α(xj , yj )u(xj , yj ) − γ(xj , yj ) αj uj − γj
− (xj , yj ) = = ,
∂n β(xj , yj ) βj
sem gefur nálgunina
αj uj − γj
Z
∂u
− p ds ≈ pj h.
Sj ∂n βj
Flatarmál Ωj er Nú er (xj , yj ) ekki miðpunktur Ωj heldur jaðarpunktur, en það h.
1 2
2
breytir því ekki að eðlilegt er að nálga atarheildin í (21.5.3) fyrir Ω = Ωj með
ZZ ZZ
1 2
qu dxdy ≈ qj uj 2 h og f dxdy ≈ fj 21 h2 .
Ωj Ωj

Nú röðum við þessu saman í nálgunarjöfnu fyrir (21.5.3) með Ωj í hlutverki Ω,


αj uj − γj
−pj,l (ul − uj ) − 21 pj,s (us − uj ) − 21 pj,t (ut − uj ) + pj h + 12 h2 qj uj ≈ 12 h2 fj .
βj

Nú skiptum við út uk í staðinn fyrir ck fyrir k = j, l, s, t, deilum öllum liðum með 21 h2 og


fáum jöfnu fyrir nálgunargildin
αj cj − γj
−2h−2 pj,l (cl − cj ) − h−2 pj,s (cs − cj ) − h−2 pj,t (ct − cj ) + 2h−1 pj + q j cj = f j .
βj
Að lokum tökum við saman liðina í jöfnuna
α
(21.5.6) 2h−2 pj,l + h−2 pj,s + h−2 pj,t + 2h−1 pj βjj + qj cj


γ
− 2h−2 pj,l cl − h−2 pj,s cs − h−2 pj,t ct = fj + 2h−1 pj βjj .
534 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

Það er þess virði að skrifa sérstaklega upp tilfellið þegar p = 1,


α  γ
(21.5.7) 4h−2 + qj + 2h−1 βjj cj − 2h−2 cl − h−2 cs − h−2 ct = fj + 2h−1 βjj

Sýnidæmi 21.5.2 Breytum nú jaðargildisverkefninu í sýnidæmi 21.5.1 þannig að við


höfum blandað jaðarskilyrði á hægri kantinum,


 −∇2 u + qu = f, í D,

u(x, y) = γ(x, y), (x, y) ∈ ∂1 D,
 ∂u
α(x, y)u(x, y) + (x, y) = γ(x, y), (x, y) ∈ ∂2 D,

∂n
Þar sem ∂1 D er sammengi þriggja kanta á rétthyrningnum D, þar sem y = 0, x = 0 og
y = 1, og ∂2 D er hægri kanturinn þar sem x = 1. Ákvörðum línulegt jöfnuhneppi með
mismunaaðferð fyrir gildi lausnarinnar í ( 13 , 31 ), ( 23 , 13 ), (1, 31 ), ( 31 , 23 ), ( 23 , 23 ) og (1, 32 ),

..
.........
...
u=γ
....
.............................................................................................................
...
...
...
...
•...........13
.............................•
14
...................................•
15
....................................•
...
..
..
16
•14
..............................................................................................................
... •15 ..
...
•16
... .....
... ... ... .... ..
... ... ... ... .... .................................................................................................
... ... ... ... ... ... ... ... ...
... ... ... ... ... ... .
. .
. ...
•12 ◦4 ◦5 ◦6 •12 ◦4 ....
◦5 ....
◦6
... ... ... ... ... ... ...
...
...
....
..
∂u ...
... ...
...
...
...
...
...
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
...
...
u = γ −∇2 u + qu = f
...
...
αu +
...
...
=γ ...
... ...
...
... Ω4 ...
. Ω5 .
.
. .
.
.
.....................................................................................................
Ω6 ..
...
...
...∂n
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
....
.
.
....
.
.
....
...
...
11 1 2 3 11 1 2
...
...
...
...
...
...
• ...
...
...
◦ ◦ ...
...
...
◦ • ...
...
...
◦ ...
...
....
...
◦ .
.
....
...
.
.
....
◦3
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
Ω1 ... Ω2 ... ... Ω3
..............................................................................................
...
... ... ... ... ... ...
... ... ... ... ... ..
7 8 9 10 8 9
.................................................................................................................
•10
. . .
..................................................................................................................................................
.
..
...
• • •
.............................................................................................................. • • •
u=γ
Mynd: Blandað jaðarskilyrði á hægri kanti, númering á punktum og skipting í hlutsvæði.

Lausn: Hér erum við aðeins að einfalda okkur líð með því að setja β = 1 á ∂2 D. Við
erum með 6 punkta (xj , yj ) með j = 1, 2, . . . , 6, þar sem gildin eru óþekkt. Nálgunargildin
í hinum punktunum (xj , yj ) með j = 7, 8, . . . , 16 eru gen
cj = u(xj , yj ) = γ(xj , yj ) = γj , j = 7, 8, . . . , 16.
Við fylgjum jöfnu (21.5.5) fyrir punkta númer j = 1, 2, 4, 5 en jöfnu (21.5.7) fyrir punkta
j = 3, 6. Þá er línulega jöfnuhneppið
(36 + q1 )c1 − 9c2 − 9c4 − 9c8 − 9c11 = f1 ,
(36 + q2 )c2 − 9c1 − 9c3 − 9c5 − 9c9 = f2 ,
(36 + q3 + 6α3 )c3 − 18c2 − 9c6 − 9c10 = f3 + 6γ3 ,
(36 + q4 )c4 − 9c1 − 9c5 − 9c12 − 9c14 = f4 .
(36 + q5 )c5 − 9c2 − 9c4 − 9c6 − 9c15 = f5 .
(36 + q6 + 6α6 )c6 − 9c3 − 18c5 − 9c16 = f6 + 6γ6 .
21.5. MISMUNAAÐFERÐ FYRIR HLUTAFLEIÐUJÖFNUR 535

Við fáum nálgunargildin með því að leysa jafngilt hneppi,


  
36 + q1 −9 0 −9 0 0 c1
 −9 36 + q −9 0 −9 0
2  c2 
  

 0
 −18 36 + q3 + 6α3 0 0 −9  c3 
  
 −9 0 0 36 + q4 −9 0  c4 
  
 0 −9 0 −9 36 + q5 −9  c5 
0 0 −9 0 −18 36 + q6 + 6α6 c6
 
f1 + 9γ8 + 9γ11

 f2 + 9γ9 

 f3 + 9γ10 + 6γ3 
=
f4 + 9γ12 + 9γ14  .

 
 f5 + 9γ15 
f6 + 9γ16 + 6γ6

Mismunaaðferðin hentar lang best þegar hlutaeiðujafnan er leyst á rétthyrningi og
allir punktarnir (xj , yj ), j = 1, 2, . . . , M , eru hnútpunktar netsins. Það er alveg vand-
ræðalaust að setja upp nálgunarjöfnuhneppi á svæðum sem hafa aðra lögun, til dæmis á
marghyrningum.

Jaðargildisverkefni á þríhyrningi
Sýnidæmi 21.5.3 Breytum nú svæðinu í sýnidæmi 21.5.2 í þríhyrning,
D = {(x, y) ; 0 < y < 1 − x}
og setjum blandað jaðarskilyrði á langhliðina. Þá er ∂1 D sammengi skammhliða þríhyrn-
ingsins og ∂2 D er langhliðin,


 −∇2 u + qu = f, í D,

u(x, y) = γ(x, y), (x, y) ∈ ∂1 D,
α(x, y)u(x, y) + ∂u (x, y) = γ(x, y), (x, y) ∈ ∂2 D,


∂n
Nú ætlum við að setja upp nálgunarjöfnuhneppi fyrir þrjá punkta ( 31 , 31 ), ( 23 , 13 ) og ( 13 , 23 ).

.....
........
...
...
...
....
........
... .......
... ........ ........
...
•.............10
..... ... ......
... ..... ..
...
.....
..... .....
.. ..... .........
... ..... ... ..... .... ......
...
.....
..... ... .....
..... ... ...........
... ..... ∂u ... ..... ... ... .........
•9 ◦3
..... ... ..... ... ... .....
...
...
...
αu + .....
.....
..... =γ •9
...
...
◦3
.....
.....
.....
...
...
...
...
.....
.....
.....
...
...
..... ∂n
.....
.....
...
...
...
.....
.....
.....
...
... Ω3 ...
...........................................
.
...
...
u=γ ...
...
.....
.....
.....
...
...
.....
.....
.....
.....
..
.....
...
..... ........
... .......
8
◦1 ◦2
... ..... ... ..... .... .....
..... ... .....
• ... ... .....
•8 ◦1 ◦2
... ..... ... ..... .... ... ... .....
... ..... ... ..... ... ... ... .....
...
...
.....
.....
.....
...
...
.....
.....
..... Ω1 ...
...
.... Ω2 .... .....
.
...............................................................................
−∇2 u + qu = f ... ..... ... ..... ... .....
..... ..... ... .....
... ..... ... ..... .....
5
•6
... ..... ... ..... ... ...
..... .. .....

..............................................................................................................
•4 •5 •6 •7
... ..... . ...
..
....................................................................................................................................................................................
. . ................................................................................................................
....
u=γ
Mynd: Jaðargildisverkefni á þríhyrningi, númering á punktum og skipting í hlutsvæði.
536 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

Lausn: Myndin sýnir uppröðun punktanna og hlutsvæðin sem við notum við að leiða út
jöfnurnar. Við setjum cj = γ(xj , yj ) = γj , j = 4, . . . , 10. Fyrsti punkturinn er innri
punktur og við vitum hvernig nálgunarjafnan sem svarar til hans er leidd út,

(36 + q1 )c1 − 9c2 − 9c3 = f1 + 9γ5 + 9γ8 .



Fyrir j = 2, 3 er lengd skástriksins Sj í ∂Ωj jöfn 2 h og jaðarskilyrðið er
∂u
− (xj , yj ) = α(xj , yj )u(xj , yj ) − γ(xj , yj ) = αj uj − γj ,
∂n
og því gefur miðpunktsnálgun á heildinu yr Sj
√
Z
∂u
− p ds ≈ αj uj − γj 2 h.
Sj ∂n

Flatarmál þríhyrninganna Ωj er 12 h2 og því er eðlilegt að nálga atarheildin


ZZ ZZ
1 2
qu dxdy ≈ qj uj 2 h og f dxdy ≈ fj 12 h2
Ωj Ωj

Eftir að hafa deilt öllum liðum í nálgunarjöfnunum með 12 h2 og sett cj í stað uj fáum við

2 2h−1 α2 c2 − γ2 − 2h−2 (c1 − c2 ) − 2h−2 (c6 − c2 ) + q2 c2 = f2 ,


2 2h−1 α3 c3 − γ3 − 2h−2 (c1 − c3 ) − 2h−2 (c9 − c3 ) + q3 c3 = f3 .


Nú setjum við inn h = 31 og röðum liðunum jöfnuhneppi sem við setjum


    
36 + q1 −9 √ −9 c1 f1 + 9γ5 + 9γ
√8
 −18 36 + q2 + 6 2α2 0 √  c2  = f2 + 18γ6 + 6 2γ2  .

−18 0 36 + q3 + 6 2α3 c3 f3 + 18γ9 + 6 2γ3


21.6 Almenn mismunaaðferð á rétthyrningi


Við látum nú D = ]a, b[×]c, d[ = {(x, y) ; a < x < b, c < y < d} tákna rétthyrning í
planinu R2 með hliðar samsíða ásunum. Við ætlum að líta á almennt jaðargildisverkefni

−∇ · p∇u + qu = f, í D,

(21.6.1) ∂u
αu + β = γ, á ∂D,
∂n
hugsa okkur að föllin α, β og γ séu gen á öllum jaðrinum, þannig að í þeim felist
bæði Dirichlet-jaðarskilyrði og blönduð jaðarskilyrði. Við gerum því ráð fyrir að í jaðar-
punktum (x, y), þar sem β(x, y) = 0 gildi α(x, y) 6= 0 og að þar með sé gildið u(x, y) =
γ(x, y)/α(x, y).
21.6. ALMENN MISMUNAAÐFERÐ Á RÉTTHYRNINGI 537

Á hornunum er ytri þvervigurinn n ekki skilgreindur. Þar má leyfa föllunum α, β og γ


að vera ósamfelldum. Til þess að nálga vegheildi yr tvö línustrik sem liggja að hornunum
þá tökum við bara gildi á α, β og γ í miðpunktum strikanna sitt hvorum megin.
Við verðum að velja tölurnar a, b, c og d þannig að hægt sé að skipta D í reglulegt net
með kantlengdina h. Þetta þýðir að N = (b − a)/h og M = (d − c)/h verði heilar tölur.
Til þess að leysa þetta verkefni verðum við að hafa þrjú hnitaker í kollinum samtímis og
við verðum að hafa rithátt yr þau öll:

(1) Hnit netpunkta í (x, y)-plani: Við erum bundin af því að matlab leyr okkur
ekki að númera stök vigra frá 0, svo við skulum láta ` = N + 1 tákna fjölda punkta
í hverri línu og skilgreina skiptinguna a = x1 < x2 < · · · < x` = b, þannig að
xj = a + (j − 1)h, j = 1, . . . , `. Ef við látum m = M + 1 tákna fjölda lína þá
er skiptingin c = y1 < y2 < · · · < ym = d með yk = c + (k − 1)h, k = 1, . . . , m.
Heildarfjöldi netpunkta er n = ` · m = (N + 1)(M + 1).

(2) Tvívíð númering netpunkta (j, k): Hér eru j og k heiltölur með 1 ≤ j ≤ ` og
1 ≤ k ≤ m.

(3) Einföld númering netpunkta i: Við setjum einfalda númeringu á alla punkta
netsins þannig að tvívíða númerið (j, k) ge i = j + (k − 1)`, þ.e.a.s. við númerum
punktana eftir láréttu línunum frá vinstri til hægri, byrjum neðst og förum upp.
Öfugt, ef gen er talan i, þá þurfum við að geta reiknað út (j, k). Ef ` = N + 1
gengur upp í i, þá er j = ` og k = i/`. Ef hins vegar ` gengur ekki upp í i þá er j
afgangurinn af i eftir deilingu með `, j = i mod `, og k = 1 + bi/`c, þar sem btc
er stærsta heiltala ≤ t. Ég mæli með því að þið notið matlab skipanirnar floor,
sem gefur heiltöluhlutann af rauntölu og mod sem gefur afgang við heiltöludeilingu,
til þess að búa til fall fyrir þennan útreikning, því þið þurð oft á honum að halda.

Uppbygging forrits
Veigmesti hluti forrits til þess að nna nálgun á (21.6.1) er úrreikningur á n×n jöfnuhneppi
Ac = b þar sem stakið ci í lausnarvigrinum c er nálgunargildi fyrir u(xj , yk ). Það er margt
sem þarf að skoða:

Innri punktar:

i+`
Lítum fyrst á punkt (xj , yj ) í netinu með númerið i þar sem 1 < j < `
◦....... og 1 < k < m. Einu stökin í A í línu i sem eru frábrugðin 0 eru mm
....

....
...
.
...............................................
..
...
...
.
talsins ai,i−` , ai,i−1 , ai,i+1 , ai,i+` og ai,i og gildi þeirra eru lesin út úr
....
jöfnu (21.5.6). Í hægri hliðinni stendur bi = fi = f (xj , yk ).
i−1 ... ... i+1
◦ ..
.
....
◦i .
....
.
............................................................................................◦
...
Ωi ...
...
...
..
..............................................
....
...

....
....
i−` ..
◦ ..

Innri punktar á jöðrum: Við lítum nú á punktana á jaðrinum ∂D sem eru ekki horn-
punktar, segjum að við tökum punkt á hægri jaðri eins og myndin sýnir. Ef β(xj , yk ) = 0,
þá er fallsjaðarskilyrði og jafnan í punktinum i verður
538 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

i+`
◦....... ci = γ(xj , yk )/α(xj , yk ).
..
..
..........................

i−1
...
...
....
...
...
...
Eina stakið í línu i í A sem er frábrugðið 0 er ai,i = 1 og í hægri hliðinni
◦...............................................
.
..
...
..
...
◦i stendur bi = γ(xj , yk )/α(xj , yk ). Ef hins vegar β(xj , yk )) 6= 0, þá er það
... Ωi ...
..........................
....
.. jafna (21.5.6) sem gildir með (α2 = α, β2 = β og γ2 = γ ). Eins er farið
...
◦ ...
.
i−`
að við punktana á hinum köntunum.

Hornpunktar: Byrja þarf á því að athuga hvort β(xj , yk ) = 0 til þess að sjá út hvort
fallgildið er geð í punktinum. Ef svo er þá eru stuðlarnir settir inn í fylkið eins og í
síðasta lið. Ef hins vegar β(xj , yk ) 6= 0, þá þarf að skrifa upp mismunajöfnur og taka
tillit til þess að þarna geta föllin α, β og γ verið ósamfelld. Gerið grein fyrir því hvernig
jöfnurnar eru leiddar út í öllum fjórum hornpunktunum með skýringarmyndum.
Punktuppsprettur: Við viljum leyfa að hægri hlið jöfnunnar ha Pµ punktuppsprettur í
nokkrum punktum. Það gerum við með því að skipta á f og f + s=1 Qs δ(ξs ,ηs ) , þar sem
δ(ξs ,ηs ) táknar Dirac-delta-fall í punktinum (ξs , ηs ). Allir þessir punktar þurfa að vera innri
netpunktar, segjum (xj , yk ). Ef númer hans er i, þá á að setja bi = f (xj , yk ) + h−2 Qs .
Gen gildi í einstaka netpunktum: Auðvelt er að lausnina til þess að taka ákveðin
gildi í nokkrum völdum innri punktum í rétthyrningnum R. Segjum að við höfum ein-
hverja punkta (zs , ws ), s = 1, . . . , µ og að við viljum að fallið u takið gildið Us í næsta
netpunkti við (zs , ws ). Segjum að hann sé (xj , yk ) og að númerið sé i. Þá setjum við öll
stökin í línu i í A jöfn 0 nema ai,i = 1. Í hægri hliðina setjum við bi = Us .
Útreikningur á lausn: Þegar fylkið A hefur verið reiknað út er rétt að gefa skipununa
sparse í Matlab til þess að nýta sér að fylkið er rýrt (e. sparse) og ýta fyrir úrlausn
jöfnuhneppisins: S=sparse(A); c=S\b; Það þarf að ganga á nágunargildin i nna núm-
eringuna (j, k) og stinga nálgunarlausninni inn í fylkið W þannig að Wjk = ci . Hér lýkur
úrlausnarferlinu.
Teikning á nálgunarlausn: Graf lausninarinnar er teiknað með surf(x,y,W') og jafn-
hæðarlínur hennar með contour(x,y,W') (Athugið að hér hefur fylkinu verið bylt til þess
að teikningarnar komi rétt út í xy -hnitunum.)
21.7. ÆFINGARDÆMI 539

21.7 Ængardæmi
1. Lítum á fjögur jaðargildisverkefni af gerðinni (21.1.2):
a) [a, b] = [0, 1], p(x) = 1 + x, q(x) = x, f (x) = (x + 1)( 12 x2 + 12 x − 2), u(a) = 12 , u0 (b) = 2.
b) [a, b] = [−1, 1], p(x) = 1 + e−x , q(x) = 1 + x, f (x) = xex , u(a) − u0 (a) = 0, u0 (b) = e.
c) [a, b] = [1, 2], p(x) = x, q(x) = 1/x, f (x) = −2, u0 (a) = 0, u(b) − 2u0 (b) = −2.

d) [a, b] = [1, 2], p(x) = 1/x, q(x) = x, f (x) = 0, u(a) = 1/ e, u(b) + 2u0 (b) = 0.
Staðfestið að jafnan Lu = −(pu0 )0 + qu = f sé uppfyllt á [a, b] fyrir gefnu föllin p, q , f og
að jaðarskilyrðin séu uppfyllt í tilfellunum:
a) u(x) = 21 (1 + x)2 , b) u(x) = ex , c) u(x) = x ln x − x, d) u(x) = e− 2 x .
1 2

2. abcd) Útfærið mismunaaðferðina í grein 21.2 fyrir dæmi 1abcd) með N = 3, og


nnð hámarksskekkjuna maxj=0,...,N |u(xj ) − cj |.
3. abcd) Útfærið mismunaaðferðina í grein 21.3, heildun yr hlutbil, fyrir dæmi 1abcd)
með N = 3, og nnð hámarksskekkjuna maxj=0,...,N |u(xj ) − cj |.
4. Búið til Matlab forrit sem les inn öll gögnin í jaðargildisverkefninu (21.1.1) ásamt
tölunni N og ákvarðar nálgunarlausn samkvæmt jöfnu (21.2.3).
abcd) Próð forritið á jaðargildisverkefnið í dæmi 1abcd) fyrir N = 2, 4, 8, 16.
(i) Teiknið upp nálgunina og réttu lausnina.
(ii) Reiknið út hámarksskekkjuna maxj=0,...,N |u(xj ) − cj | fyrir N = 2, 4, 8, 16.
(iii) Ef hámarksskekkjan er O(h), þá á að helmingast hún ef N tvöfaldast. Gerist það?
5. Búið til Matlab forrit sem les inn öll gögnin í jaðargildisverkefninu (21.1.2) ásamt
tölunni N og ákvarðar nálgunarlausn samkvæmt jöfnu (21.3.4).
abcd) Próð forritið á jaðargildisverkefnið í dæmi 1abcd) fyrir N = 2, 4, 8, 16.
(i) Teiknið upp nálgunina og réttu lausnina.
(ii) Reiknið út hámarksskekkjuna maxj=0,...,N |u(xj ) − cj | fyrir N = 2, 4, 8, 16.
(iii) Ef hámarksskekkjan er O(h2 ), þá á fjórðungast hún nokkurn veginn ef N tvöfaldast.
Gerist það?
6. Látum χ vera fall á ]0, δ[, δ > 0, 0 < j < k. Sýnið:
(i) Ef χ(h) = O(hk ), þá er χ(h) = o(hj ).
(ii) Ef χ(h) = O(hk ), þá er χ(h)/hj = O(hk−j ).
(iii) Ef χ(h) = o(hk ), þá er χ(h)/hj = o(hk−j ).
7. Látum χ1 og χ2 vera föll á ]0, δ[, δ > 0, k1 > 0 og k2 > 0. Sýnið:
(i) Ef χ1 (h) = o(hk1 ) og χ2 (h) = O(hk2 ), þá er χ1 (h)χ2 (h) = o(hk1 +k2 ).
(ii) Ef χ1 (h) = o(hk1 ) og χ2 (h) = o(hk2 ), þá er χ1 (h) + χ2 (h) = o(hmin{k1 ,k2 } ).
8. Sýnið: Ef p ∈ C 2 [a, b] og u ∈ C 3 [a, b], þá er S0 u = O(h2 ).
9. Sýnið síðan að ekki fáist betri staðarskekkja en Sj u(h) = O(h2 ), þótt við gefum okkur
að p ∈ C 3 [a, b] og u ∈ C 5 [a, b] og liðum þessi föll í Taylor-liðanir
u(x + h) = u(x) + u0 (x)h + 21 u00 (x)h2 + 16 u000 (x)h3 + 1 (iv)
24
u (x)h4 + O(h5 ),
p(x + h) = p(x) + p0 (x)h + 12 p00 (x)h2 + O(h3 ).
540 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR

10. Látum D = {(x, y) ; a < x < b, c < y < d} og lítum á Dirichlet-verkefnið


(
á D,

−∇ · p∇u + qu = f
u = γ, á ∂D.

a) a = c = 0, b = d = 1, p = 1, q = 0, f = 0, γ(0, y) = y/(1 + y 2 ), γ(1, y) = y/(4 + y 2 ),


γ(x, 0) = 0 og γ(x, 1) = 1/(2 + 2x + x2 ).
b) a = c = 0, b = d = 1, p = 1, q = 0, f = x2 + y 2 , γ(0, y) = γ(x, 0) = 0, γ(1, y) = − 21 y 2
og γ(x, 1) = − 12 x2 .
c) a = 1 b = 2, c = 0, d = 1, p = 1, q = 0, f = 0, γ(1, y) = ln(y 2 +1), γ(2, y) = ln(y 2 +4),
γ(x, 0) = 2 ln x og γ(x, 1) = ln(x2 + 1).
d) a = c = −1, b = d = 1, p = 1, q = −52, f = 0, γ(−1, y) = cos(6y − 4), γ(1, y) =
cos(6y + 4), γ(x, −1) = cos(4x − 6) og γ(x, 1) = cos(4x + 6).
Staðfestið að fallið u sé lausnir verkefnisins: a) u(x, y) = (x+1)y2 +y2 , b) u(x, y) = − 12 (xy)2 ,
c) u(x, y) = ln(x2 + y 2 ), d) u(x, y) = cos(4x + 6y).
11. abcd) Lítum á Dirichlet-verkefnin í síðasta dæmi.
(i) Beitið aðferðinni heildun yr hlutbil til þess að leiða út nálgunarjöfnur fyrir nálgunar-
gildi c1 , . . . , c4 í fjórum innri punktum rétthyrningsins, eins og gert er í grein 21.5.
(ii) Leysið jöfnurnar og berið nálgunina saman við réttu lausnina.
12. Búið til matlab-forrit sem les inn gögnin sem gen eru í almenna Dirichlet-verkefninu
í dæmi 10 ásamt kantlengdinni h og skilar út nálgunarlausn. Athugið að talan h þarf að
vera valin þannig að hún sé sameiginleg billengd í skiptingum á bilunum [a, b] og [c, d].
Hér er átt við að það þarf að sjá til þess að til séu náttúrlegar tölur m og n þannig að
h = (b − a)/m = (d − c)/n.
abcd) Próð forritið á gögnunum í næst síðasta dæmi. Notið réttu lausnirnar til þess að
reikna út hámarksskekkju með m = n = 3.
13. Notið forritið úr síðasta dæmi til þess að kanna hvort skekkjan í reikningunum
í síðasta dæmi er O(h2 ) með því að keyra nokkrar keyrslur og helminga kantlengdina í
hvert skipti.
14. abcd) (i) Sýnið að föllin u(x, y) í dæmi 10 séu lausnir á jaðargildisverkefnunum.
(ii) Lesið út hvernig föllin α, β og γ eru skilgreind í hverju tilfelli fyrir sig.

∇ u = 0, á D = {(x, y) ; 0 < x < 1, 0 < y < 1},
2

a) u(x, 0) = 0, 2u(x, 1) + (x2 + 2x + 2)∂y u(x, 1) = 1, 0 < x < 1,
u(0, y) = y2y+1 , ∂x u(1, y) = − (y24y

, 0 < y < 1.

+4)2

−∇ u = x + y , á D = {(x, y) ; 0 < x < 1, 0 < y < 1},
 2 2 2

b) ∂y u(x, 0) = 0, −2u(x, 1) + ∂y u(x, 1) = 0, 0 < x < 1,


 1 2
u(0, y) = 0, u(1, y) = − 2 y , 0 < y < 1.


∇ u = 0, á D = {(x, y) ; 1 < x < 2, 0 < y < 1},
2

c) ∂y u(x, 0) = 0, u(x, 1) = ln(x2 + 1), 1 < x < 2,
y
 2
∂x u(1, y) = y2 +1 , u(2, y) = ln(y + 4), 0 < y < 1.

21.7. ÆFINGARDÆMI 541

−∇ u − 52u = 0, á D = {(x, y) ; −1 < x < 1, −1 < y < 1},
 2

d) ∂y u(x, −1) = −6 sin(4x − 6), u(x, 1) = cos(4x + 6), −1 < x < 1,



u(−1, y) = cos(6y − 4), u(1, y) = cos(6x + 4), −1 < y < 1.

15. (i) Beitið heildun yr hlutbil til þess leiða út nálgunarjöfnuhneppi fyrir jaðargildis-
verkefnin sem gen eru í síðasta dæmi í punktunum sem gefnir eru.
(ii) Reiknið út nálgunargildin og berið þau saman við rétta lausn.
a) ( 21 , 21 ), (1, 12 ), ( 12 , 1) og (1, 1).
b) ( 21 , 0), ( 12 , 21 ) og ( 12 , 1).
c) (1, 0), ( 32 , 0), (1, 12 ) og ( 32 , 21 ).
d) (− 31 , −1), ( 13 , −1), (− 13 , 13 ), ( 13 , 13 ), (− 31 , 1) og ( 13 , 1).
16. Við lítum á þríhyrningssvæðið D = {(x, y) ; 0 < y < 1−x, 0 < x < 1} og eftirfarandi
jaðargildisverkefni á því:
•.............10 á D,

... .........
....
.....
−∇2 u + u = 1,
... 
... ......... 
... ... ...... .
u(x, 0) = 1 − x,
 0 < x < 1,
•........ 9 ......... ...◦..........3.......
. . ...

...
...
...
...

................3
.....
.
............................. u(0, y) = 1 − y, 0 < y < 1,
... ... ... ...... 
... 8 .... 1 ...... .............. 2 ∂u

•...... ...... ◦ ...... ◦............ .
. .


(1 + x)u(x, 1 − x) + (x, 1 − x) = xy, 0 < x < 1.
....Ω .........................Ω
... ... .. .....
.
..........1 ..........2
...........................
...
... .....
..... ∂n
•.......4...........................•......5...........................•.......6............................•..... 7(i) Veljið punkta (x1 , y1 ), . . . , (x10 , y10 ) og hlutsvæði Ω1 , Ω2 og Ω3 eins
...
. ....

og sýnt eru á myndinni. Leiðið út 3 × 3 jöfnuhneppi fyrir c1 ≈ u(x1 , y1 ),


c2 ≈ u(x2 , y2 ) og c3 ≈ u(x3 , y3 ) með mismunaaðferð sem byggir á heild-
un yr hlutsvæðin þrjú.
(ii) Reiknið út nálgunargildin.
542 KAFLI 21. MISMUNAAÐFERÐIR
Kai 22
BÚTAAÐFERÐIR

22.1 Inngangur
Nú ætlum við að líta á sömu jaðargildisverkefnin og í síðasta kaa, en kynna til sög-
unnar nýjar nálgunaraðferðir. Verkefnin eru annars vegar venjuleg aeiðujafna af Sturm-
Liouville-gerð með almennum jaðarskilyrðum

0 0
Lu = −(pu ) + qu = f,
 á ]a, b[,
(22.1.1) B1 u = α1 u(a) − β1 u0 (a) = γ1 , (α1 , β1 ) 6= (0, 0),

B2 u = α2 u(b) + β2 u0 (b) = γ2 , (α2 , β2 ) 6= (0, 0),

og hins vegar hlutaeiðujafna í tveimur rúmvíddum af sundurleitnigerð á svæði D ⊂ R2


með jaðri ∂D með almennum jaðarskilyrðum

Lu = −∇ · (p∇u) + qu = f, á D,
(22.1.2) ∂u
αu + β = γ, á ∂D.
∂n
Forsendur okkar um stuðlana í virkjunum og stuðlana í jaðarskilyrðunum eru þær sömu
og í síðasta kaa.
Nálgunaraðferðin sem við ætlum að fást við er mjög almenn. Hún er kennd við rúss-
neskan stærðfræðing, Boris Galerkin. Það er auðveldast að lýsa henni fyrir Dirichlet-
verkefnið, þegar lausnin u(x) í fyrra verkefninu og u(x, y) í seinna verkefninu er gen á
jaðrinum. Það verður fyrsta takmark okkar og að því loknu fjöllum við um almenn jað-
arskilyrði. Aðferð Galerkins í ákveðnu sértilfelli er kölluð bútaaðferð (e. nite element
method) og hana útfærum við í smáatriðum. Þótt almenna nálgunaraðferðin beri nafn
Galerkins, þá ber þess að geta að svisslendingurinn Walther Ritz hafði áður sýnt hvernig
lágmörkunarverke leiði af sér jaðargildisverkefni fyrir hlutaeiðujöfnur. Ritz er því stund-
um nefndur sem höfundur aðferðarinnar.

22.2 Hlutheildun, innfeldi og tvílínulegt form


Við ætlum nú að bera saman hlutheildun í einni og tveimur víddum. Hún byggir á
undirstöðusetningu stærðfræðigreiningarinnar og sundurleitnisetningu Gauss. Með því að

543
544 KAFLI 22. BÚTAAÐFERÐIR

beita hlutheildun getum við sett fram svokallaða veika framsetningu jaðargildisverkefn-
anna (22.1.1) og (22.1.2), en Galerkin-aðferð byggir á henni.

Um hlutheildun
Látum nú V tákna rúm allra raungildra falla ϕ sem eru samfelld á [a, b] og samfellt
deildanleg á köum. Með táknmáli okkar er

V = {ϕ ∈ C[a, b] ∩ P C 1 [a, b] ; ϕ(x) ∈ R, x ∈ [a, b]}.


Ef ϕ ∈ V , þá gildir samkvæmt skilgreiningu að til er skipting a = x0 < x1 < · · · < xN = b
á bilinu [a, b] og föll χj ∈ C 1 [xj , xj+1 ] þannig að einskorðun ϕ við bilið [xj , xj+1 ] er jöfn χj .
Þetta þýðir að aeiður fallsins ϕ frá vinstri og hægri eru til í öllum innri skiptipunktum.
Athugið að fallið ϕ er samfellt deildanlegt í grennd um alla nema endanlega marga punkta
í bilinu [a, b] og þessir punktar eru allir innri punktar í skiptingunni sem tekin er. Ef aeiða
ϕ er ekki til í punkti xj , þá skilgreinum við
ϕ0 (xj ) = 12 ϕ0 (xj +) + ϕ0 (xj −) .


Með þessu verður ϕ0 heildanlegt fall á [a, b] og undirstöðusetningin gefur


Z x
ϕ(x) = ϕ(c) + ϕ0 (t) dt, x, c ∈ [a, b].
c

Formúlan fyrir hlutheildun gildir einnig, ef við veljum tvö föll ϕ og ψ í V ,


Z d Z d
0
d
ψ(x)ϕ0 (x) dx − ψ(x)ϕ(x) c

− ψ (x)ϕ(x) dx = c, d ∈ [a, b].
c c

Ef ψ = pv 0 , þar sem v ∈ C 2 [a, b], þá verður þessi formúla


Z b Z b
b
(22.2.1) 0 0
p(x)v 0 (x)ϕ0 (x) dx − p(x)v 0 (x)ϕ(x) a .

− (p(x)v (x)) ϕ(x) dx =
a a

Sundurleitnisetning og hlutheildun
Nú skulum við sjá hvernig sundurleitnisetning Gauss gefur okkur formúlu sem er hliðstæða
hlutheildunar. Látum V = (v, w) vera vigursvið af tveimur rúmbreytistærðum (x, y) og
ϕ ∈ C 1 (R2 ) vera samfellt deildanlegt fall. Þá gefur Leibniz-reglan
   
∂(vϕ) ∂(wϕ) ∂v ∂w ∂ϕ ∂ϕ
∇ · (ϕV) = + = + ϕ+ v +w = (∇ · V)ϕ + V · ∇ϕ.
∂x ∂y ∂x ∂y ∂x ∂y
Í sértilfellinu V = p∇u er þessi formúla
 
∇ · ϕp∇u = ∇ · (p∇u) ϕ + p∇u · ∇ϕ.
Sundurleitnisetnig Gauss gefur
ZZ Z
∂u
∇ · (ϕp∇u) dA = p ϕ ds
D ∂D ∂n
22.2. HLUTHEILDUN, INNFELDI OG TVÍLÍNULEGT FORM 545

og af síðustu tveimur formúlum leiðir


ZZ Z ZZ
∂u
(22.2.2)

− ∇ · p∇u ϕ dA = − p ϕ ds + p∇u · ∇ϕ dA.
∂n
D ∂D D

Þessi formúla er hliðstæða hlutheildunar í tveimur rúmvíddum.

Innfeldi
Ef ϕ og ψ eru tvö raungild heildanleg föll á bilinu [a, b], þá skilgreinum við innfeldi þeirra
með formúlunni
Z b Z b
(22.2.3) hϕ, ψi = ϕ(x)ψ(x) dx = ϕψ dx.
a a

Ef hins vegar ϕ og ψ eru tvö raungild heildanleg föll á lokuninni D = D ∪ ∂D, þá


skilgreinum við innfeldi þeirra með
ZZ ZZ
(22.2.4) hϕ, ψi = ϕ(x, y)ψ(x, y) dxdy = ϕψ dA.
D D

Tvílínulegt form sem L gefur af sér


Ef L táknar aeiðuvirkjann í (22.1.1), þá notum við stuðlana p og q til þess að skilgreina
tvílínulega formið sem L gefur af sér með
Z b
(22.2.5) pϕ0 ψ 0 + qϕψ dx,

hϕ, ψiL = ϕ, ψ ∈ V,
a

Ef hins vegar L táknar hlutaeiðuvirkjann (22.1.2), þá skilgreinum við á hliðstæðan máta


ZZ
(22.2.6)

hϕ, ψiL = p ∇ϕ · ∇ψ + q ϕψ dA.
D

Hér þurfum við að gera ráð fyrir því að fyrsta stigs hlutaeiður ϕ og ψ séu skilgreindar
og takmarkaðar á D til þess að heildin séu til.

Sambandið við jaðargildisverkefnin


Nú getum við tengt innfeldið og tvílínulega formið við jaðargildisverkefnin. Látum fyrst
L vera virkjann í (22.1.1) og v ∈ C 2 [a, b]. Hlutheildunin (22.2.1) gefur okkur
Z b
b b
(22.2.7) pv 0 ϕ0 + qvϕ dx − pv 0 ϕ a = hv, ϕiL − pv 0 ϕ a .
  
hLv, ϕi =
a

Í sértilfellinu þegar ϕ(a) = ϕ(b) = 0 og v = u er lausnin á Lu = f fáum við

(22.2.8) hu, ϕiL = hf, ϕi, ϕ ∈ V, ϕ(a) = ϕ(b) = 0.


546 KAFLI 22. BÚTAAÐFERÐIR

Nú lítum við á virkjann L í seinna verkefninu (22.1.2) og v ∈ C 2 (D). Þá gefur (22.2.2)


að fyrir sérhvert v ∈ C 2 (D) gildir
ZZ ZZ Z
∂v
(22.2.9)
 
Lv ϕ dA = p ∇v · ∇ϕ + qvϕ dA − p ϕ ds
D D ∂D ∂n
Z
∂v
= hv, ϕiL − p ϕ ds.
∂D ∂n

Í sértilfellinu þegar v = u er lausn Lu = f og ϕ = 0 á jaðrinum ∂D fáum við

(22.2.10) hu, ϕiL = hf, ϕi, ϕ ∈ C 1 (D), ϕ = 0 á ∂D.

22.3 Aðferð Galerkins fyrir Dirichlet-verkefnið


Nú getum við útskýrt aðferð Galerkins í því tilfelli þegar við höfum Dirichlet-jaðarskilyrði
á öllum jaðrinum.

Galerkin-aðferð í einni vídd fyrir Dirichlet-verkefni


Í þessu sértilfelli er fyrra verkefnið jafngilt
(
Lu = −(pu0 )0 + qu = f, á ]a, b[,
(22.3.1)
u(a) = γ1 /α1 , u(b) = γ2 /α2 .

Jafnan (22.2.8) nefnist veikt framsetning á þessu jaðargildisverkefni. Athugið að hér gæt-
um við einfaldað okkur líð aðeins með því að taka α1 = α2 = 1, en vegna alhænganna
sem á eftir koma skulum við hafa þetta svona.
Í aðferð Galerkins er byrjað á að nna eitthvert fall ψ0 (x) sem uppfyllir jaðarskilyrðin
ψ0 (a) = γ1 /α1 og ψ0 (b) = γ2 /α2 . Síðan eru valin línulega óháð föll ϕ1 , . . . , ϕN sem
uppfylla óhliðruðu jaðarskilyrðin í endapunktunum, ϕj (a) = ϕj (b) = 0. Nálgunarfall v(x)
fyrir lausnina u(x) er síðan valið af gerðinni

(22.3.2) v = ψ0 + c1 ϕ1 + · · · + cN ϕN ,

þar sem stuðlarnir cj í línulegu samantektinni eiga að uppfylla

(22.3.3) hv, ϕj iL = hf, ϕj i, j = 1, 2, . . . , N.

Eins og áður var getið, þá segir formúla (22.2.8) að lausnin u uppfylli þessa jöfnu, með u
í hlutverki v og ϕ í hlutverki ϕj fyrir sérhvert fall ϕ ∈ V með ϕ(a) = ϕ(b) = 0.
Nú athugum við að (22.3.3) er línulegt jöfnuhneppi

N
X
hψ0 , ϕj iL + ck hϕk , ϕj iL = hf, ϕj i, j = 1, . . . , N.
k=1
22.4. AÐFERÐ GALERKINS MEÐ ALMENNUM JAÐARSKILYRÐUM 547
N
Við getum sett það fram á fylkjaformi Ac = b, þar sem A = ajk j,k=1
er samhverft
N × N fylki með

(22.3.4) ajk = hϕk , ϕj iL = hϕj , ϕk iL , j, k = 1, . . . , N.

Stuðlarnir í hægri hliðinni eru gefnir með

(22.3.5) bj = hf, ϕj i − hψ0 , ϕj iL , j = 1, . . . , N.

Til þess að reikna út nálgunina v þurfum við að reikna út alla stuðla hneppisins og leysa
það síðan, til þess að komast að því hver gildin cj í línulegu samantektinni (22.3.2) eru.

Galerkin-aðferð í tveimur víddum fyrir Dirichlet-verkefni


Lítum nú á Dirichlet-verkefnið í tveimur rúmvíddum,
(
Lu = −∇ · (p∇u) + qu = f, á D,
(22.3.6)
u = γ/α, á ∂D.

Aðferð Galerkins er alveg eins fyrir þetta verkefni. Við byrjum á að velja ψ0 (x, y) á
D, sem tekur réttu gildin γ(x, y)/α(x, y) í öllum punktum (x, y) ∈ ∂D. Síðan veljum
við línulega óháð föll ϕ1 (x, y), . . . , ϕN (x, y) sem eru núll á ∂D. Nálgunarfallið v(x, y)
fyrir lausnina u(x, y) er geð með (22.3.2) og stuðlarnir c1 , . . . , cN eru eiga að uppfylla
línulega jöfnuheppið (22.3.3). Jöfnuheppið Ac = b er alveg eins og í einvíða tilfellinu, en
skilgreiningarnar á innfeldi og tvílínulegu formi eru samkvæmt jöfnum (22.2.4) og (22.2.6).

22.4 Aðferð Galerkins með almennum jaðarskilyrðum


Nú ætlum við að halda áfram athugun okkar á jaðargildisverkefnunum (22.1.1) og (22.1.2)
og sýna hvernig aðferð Galerkins er útfærð fyrir þau í öllum tilfellum. Fyrst þurfum við
að leiða út það sem kallað er veik framsetning á jaðargildisverkefnunum, en það er formúla

(22.4.1) hu, ϕiL,B = hf, ϕi + TB (ϕ), ϕ ∈ VB ,

þar sem (ψ, ϕ) 7→ hψ, ϕiL,B er tvílínulegt form sem er bæði háð virkjanum L og jaðarskil-
yrðunum B , ϕ 7→ TB (ϕ) er línulegt form sem er háð jaðarskilyrðunum og VB er rúm af
föllum, sem skilgreint er út frá jaðarskilyrðunum, þannig að öll föllin í VB taka gildið 0 í
punktunum á jaðrinum, þar sem gildi réttu lausnarinnar eru gen.
Þegar veika formið liggur fyrir er auðvelt að útskýra hvernig aðferðin er útfærð. Nálg-
unarlausnin v á alltaf að taka sömu gildi og rétta lausnin u í þeim punktum jaðarsins þar
sem réttu gildin eru þekkt. Fyrst þarf að nna fall ψ0 sem skilgreint er á [a, b] fyrir einvíða
verkefnið og á D fyrir tvívíða verkefnið sem tekur sömu gildi og rétta lausnin u í öllum
punktum jaðarsins þar sem u er þekkt.
Í einvíða tilfellinu er jaðarinn einungis tveir punktar a og b. Ef jaðarskilyrðin segja
að lausnin u(x) sé gen í öðrum eða báðum endapunktum bilsins, þá skilgreinum við fall
548 KAFLI 22. BÚTAAÐFERÐIR

ψ0 (x) í V sem tekur þessi gildi, ψ0 (a) = γ1 /α1 ef β1 = 0 og ψ0 (b) = γ2 /α2 ef β2 = 0. Ef


β1 6= 0 og β2 6= 0, þá er ψ0 núllfallið.
Í tvívíða tilfellinu skilgreinum við ∂1 D = {(x, y) ∈ ∂D ; β(x, y) = 0} og veljum okkur
fall ψ0 (x, y) á D sem tekur sömu gildi og lausnin u(x, y) á ∂1 D, ψ0 (x, y) = γ(x, y)/α(x, y).
Ef ∂1 D er tóma mengið, þá er ψ0 núllfallið.
Þegar það er klárt hvað ψ0 á að vera, þá veljum við föll ϕ1 , . . . , ϕN ∈ VB og látum
nálgunarfallið v = ψ0 + c1 ϕ1 + · · · + ϕN uppfylla línulega jöfnuhneppið

(22.4.2) hv, ϕj iL,B = hf, ϕj i + TB (ϕj ), j = 1, . . . , N.

Alveg eins og í síðustu grein athugum við að (22.4.2) er línulegt jöfnuhneppi

N
X
hψ0 , ϕj iL,B + ck hϕk , ϕj iL,B = hf, ϕj i + TB (ϕj ), j = 1, . . . , N.
k=1

N
Við getum sett það fram á fylkjaformi Ac = b, þar sem A = ajk j,k=1
er samhverft
N × N fylki með

(22.4.3) ajk = hϕk , ϕj iL,B = hϕj , ϕk iL,B , j, k = 1, . . . , N.

Stuðlarnir í hægri hliðinni eru gefnir með

(22.4.4) bj = hf, ϕj i + TB (ϕj ) − hψ0 , ϕj iL,B , j = 1, . . . , N.

Til þess að reikna út nálgunina v þurfum við að reikna út alla stuðla hneppisins og leysa
það síðan, til þess að komast að því hver gildin cj í línulegu samantektinni (22.4.2) eru.
Nú þurfum við að ganga skipulega á öll tilfellin í (22.1.1) og (22.1.2) og leiða út veika
framsetningu og skilgreina hϕ, ψiL,B og TB (ϕ) þannig að (22.4.1) gildi fyrir þau öll.

Almenn jaðarskilyrði í einni vídd


Við byggjum á formúlunni (22.2.7) sem við getum ritað

(22.4.5) hu, ϕiL + p(a)u0 (a)ϕ(a) − p(b)u0 (b)ϕ(b) = hf, ϕi, ϕ ∈ V.

Við þurfum að skipta jaðarskilyrðunum í fjögur tilvik.

Blönduð jaðarskilyrði í báðum endapunktum:


Við lítum fyrst á verkefnið

0 0
Lu = −(pu ) + qu = f,

(22.4.6) B1 u = α1 u(a) − β1 u0 (a) = γ1 , β1 6= 0,

B2 u = α2 u(b) + β2 u0 (b) = γ2 , β2 6= 0.

22.4. AÐFERÐ GALERKINS MEÐ ALMENNUM JAÐARSKILYRÐUM 549

Jaðarskilyrðin jafngilda u0 (a) = (α1 u(a) − γ1 )/β1 og −u0 (b) = (α2 u(b) − γ2 )/β2 . Við
stingum þeim inn í (22.4.5) og fáum

p(a) p(b)
hu, ϕiL + (α1 u(a) − γ1 )ϕ(a) + (α2 u(b) − γ2 )ϕ(b) = hf, ϕi.
β1 β2
Jafngild jafna

p(a)α1 p(b)α2 p(a)γ1 p(b)γ2


(22.4.7) hu, ϕiL + u(a)ϕ(a) + u(b)ϕ(b) = hf, ϕi + ϕ(a) + ϕ(b)
β1 β2 β1 β2

nefnist veik framsetning jaðargildisverkefnisins (22.4.6). Við skilgreinum VB = V , tvílínu-


lega formið með

p(a)α1 p(b)α2
hϕ, ψiL,B = hϕ, ψiL + ϕ(a)ψ(a) + ϕ(b)ψ(b), ϕ, ψ ∈ VB ,
β1 β2
og línulega formið TB með

p(a)γ1 p(b)γ2
TB (ϕ) = ϕ(a) + ϕ(b), ϕ ∈ VB .
β1 β2

Fallsjaðarskilyrði í vinstri endapunkti


Nú breytum við jaðarskilyrðunum og gerum ráð fyrir að u ∈ C 2 [a, b] sé lausn á verkefninu

0 0
Lu = −(pu ) + qu = f,

(22.4.8) B1 u = α1 u(a) = γ1 ,

B2 u = α2 u(b) + β2 u0 (b) = γ2 , β2 6= 0.

Við skilgreinum VB = {ϕ ∈ V ; ϕ(a) = 0}. Seinna jaðarskilyrðið jafngildir −u0 (b) =


(α2 u(b) − γ2 )/β2 og við sjáum að fyrir ϕ ∈ VB er (22.4.5) jafngilt

p(b)α2 p(b)γ2
(22.4.9) hu, ϕiL + u(b)ϕ(b) = hf, ϕi + ϕ(b).
β2 β2

Þetta er veik framsetning á (22.4.8). Við skilgreinum því

p(b)α2 p(b)γ2
hϕ, ψiL,B = hϕ, ψiL + ϕ(b)ψ(b), og TB (ϕ) = ϕ(b), ϕ, ψ ∈ VB .
β2 β2

Fallsjaðarskilyrði í hægri endapunkti


Nú breytum við jaðarskilyrðinu aftur og gerum ráð fyrir að u ∈ C 2 [a, b] sé lausn á

0 0
Lu = −(pu ) + qu = f,

(22.4.10) B1 u = α1 u(a) − β1 u0 (a) = γ1 , β1 =
6 0

B2 u = α2 u(b) = γ2 .

550 KAFLI 22. BÚTAAÐFERÐIR

Við skilgreinum VB = {ϕ ∈ V ; ϕ(b) = 0} og athugum að fyrra jaðarskilyrðið jafngildir


u0 (a) = (α1 u(a) − γ1 )/β1 . Þetta notum við í (22.4.5) og fáum með sama hætti og hér að
framan að
p(a)α1 p(a)γ1
hu, ϕiL + u(a)ϕ(a) = hf, ϕi + ϕ(a), ϕ ∈ VB .
β1 β1
Þetta er veik framsetning jaðargildisverkefnisins (22.4.10). Við skilgreinum
p(a)α1 p(a)γ1
hϕ, ψiL,B = hϕ, ψiL + ϕ(a)ψ(a) og TB (ϕ) = ϕ(a), ϕ, ψ ∈ VB .
β1 α2

Fallsjaðarskilyrði í báðum endapunktum


Nú erum við komin að Dirichlet-verkefninu, sem við lýstum í síðustu grein,

0 0
Lu = −(pu ) + qu = f,

(22.4.11) B1 u = α1 u(a) = γ1 ,

B2 u = α2 u(b) = γ2 .

Við vitum að í þessu tilfelli gildir um öll ϕ ∈ V með ϕ(a) = ϕ(b) = 0 að

hu, ϕiL = hf, ϕi,

og því skilgreinum við rúmið VB = {ϕ ∈ V ; ϕ(a) = ϕ(b) = 0}, hϕ, ψiL,B = hϕ, ψiL og
TB (ϕ) = 0 fyrir öll ϕ, ψ ∈ VB .

Almenn jaðarskilyrði í tveimur víddum


Nú snúum við okkur að því að nna veika framsetningu á jaðargildisverkefninu (22.1.2).
Við höfum að ∂1 D = {(x, y) ; β(x, y) = 0}, skilgreinum ∂2 D = {(x, y) ; β(x, y) 6= 0}
og látum VB tákna rúm allra falla ϕ ∈ C 2 (D) þannig að ϕ(x, y) = 0 í öllum punktum
(x, y) ∈ ∂1 D. Við höfum
∂u αu − γ
− = , á ∂2 D,
∂n β
og því segir formúla (22.2.9) að rétta lausnin uppfylli
Z Z
pα pγ
hu, ϕiL + uϕ ds = hf, ϕi + ϕ ds, ϕ ∈ VB .
∂2 D β ∂2 D β

Þetta er veikt form jaðargildisverkefnisins (22.1.2). Nú skilgreinum við


Z Z
pα pγ
hϕ, ψiL,B = hϕ, ψiL + ϕψ ds og TB (ϕ) = ϕ ds, ϕ, ψ ∈ VB .
∂2 D β ∂2 D β

Með þessum rithætti er veik framsetning (22.1.1) og (22.1.2) í öllum tilfellunum gen með
(22.4.1). Nú skulum við taka fyrir tvö sýnidæmi um útleiðslu á veikri framsetningu og
nálgun með annars stigs margliðu með aðferð Galerkins.
22.4. AÐFERÐ GALERKINS MEÐ ALMENNUM JAÐARSKILYRÐUM 551

Sýnidæmi 22.4.1 Lítum á jaðargildisverkefnið


−((1 + x)u0 )0 + x2 u = 1 − x, x ∈]0, 1[, u(0) − u0 (0) = 1, u(1) = 2.

Við skulum leiða út veikt form jaðargildisverkefnisins og útskýra hvernig grunnföll eru
valin þegar nálgunarlausn á að vera margliða af stigi ≤ 2.
Lausn: Í þessu verkefni er blandað jaðarskilyrði í x = 0 og fallsjaðarskilyrði í x = 1. Við
eigum því að taka grunnfall ϕ ∈ V , sem uppfyllir ϕ(1) = 0, margfalda það við Lu(x) og
hlutheilda. Þá fæst jafnan
Z 1 Z 1 Z 1
− ((1 + x)u0 (x))0 + x2 u(x) ϕ(x) dx

(1 − x)ϕ(x) dx = Lu(x)ϕ(x) dx =
0 0 0
Z 1  1
0 0 2 0

= (1 + x)u (x)ϕ (x) + x u(x)ϕ(x) dx − (1 + x)u (x)ϕ(x)
0 0
Z 1
(1 + x)u0 (x)ϕ0 (x) + x2 u(x)ϕ(x) dx + u0 (0)ϕ(0)

=
Z0 1
(1 + x)u0 (x)ϕ0 (x) + x2 u(x)ϕ(x) dx + (u(0) − 1)ϕ(0).

=
0

Í síðasta liðnum notuðum við að rétta lausnin uppfyllir jaðarskilyrðið u0 (0) = u(0) − 1.
Veika formið er því jafngilda jafnan
Z 1 Z 1
0 0 2

(1 + x)u (x)ϕ (x) + x u(x)ϕ(x) dx + u(0)ϕ(0) = (1 − x)ϕ(x) dx + ϕ(0).
0 0

sem segir okkur jafnframt að hu, ϕiL,B er það sem stendur vinstra megin jafnaðarmerkisins
og hf, ϕi + TB (ϕ) er það sem stendur hægra megin.
Nálgunarfallið er annars stigs margliða v(x) sem uppfyllir rétt jaðarskilyrði v(1) = 2.
Við getum því tekið ψ0 (x) = 2 og við þurfum að velja tvær línulega óháðar margliður af
stigi ≤ 2 sem taka gildið 0 í x = 1. Við veljum ϕ1 (x) = 1 − x, ϕ2 (x) = 1 − x2 . Þá er
v(x) = 2 + c1 (1 − x) + c2 (1 − x2 ), þar sem c1 og c2 eru rauntölur. Línulega jöfnuhneppið
sem stuðlarnir c1 og c2 uppfylla er
    
a11 a12 c1 b
= 1
a21 a22 c2 b2
Þar sem
Z 1
(1 + x)ϕ0j (x)ϕ0k (x) + x2 ϕj (x)ϕk (x) dx + ϕj (0)ϕk (0)

ajk = hϕj , ϕk iL,B =
0

og

bj = hf, ϕj i + TB (ϕj ) − hψ0 , ϕj iL,B


Z 1 Z 1
= (1 − x)ϕj (x) dx + ϕj (0) − 2 x2 ϕj (x) dx − 2ϕj (0).
0 0

Nú er lesandanum eftirlátið að reikna út alla stuðlana og leysa hneppið. 


552 KAFLI 22. BÚTAAÐFERÐIR

Sýnidæmi 22.4.2 Látum D vera opna þríhyrninginn sem afmarkast af línunum sem hafa
jöfnurnar y = 0, x = 0 og x + y = 1, D = {(x, y) ; 0 < x < 1, 0 < y < 1 − x} og lítum á
verkefnið.
...
... .........
...
2 2 ....

∂ u ∂ u ..........
−∇ 2
u = − − = 1 á D, ... .......
 ... .......
∂u
 ... .....

 ∂x 2 ∂y 2 ... .....
.....

 ∂u ...
.
.
.....
..... u+ =0
u(x, 0) = 1 − x,

0 < x < 1, = 1 − y ..... .
.
.
.....
......
..... ∂n
∂n .
....
.....
.....
.....
∂u ...
...
.....
.....
.....

 (0, y) = 1 − y, 0 < y < 1, .
.
.
2
.−∇ u = 1 .........
. .
.....

 ∂n .
.
.
..
.....
...
........................................................................................................................
.

 ∂u ...
 (x, 1 − x) + u(x, 1 − x) = 0, 0 < x < 1. u=1−x

∂n
Við skulum beita Galerkins til þess að ákvarða nálgunarlausn af gerðinni

v(x, y) = a + bx + cy + dxy.

Lausn: Jaðarinn ∂1 D er lárétta línustrikið {(x, 0) ; 0 ≤ x ≤ 1} og ∂2 D sammengi lóðrétta


striksins {(0, y) ; 0 < y ≤ 1} og skástriksins {(x, 1 − x) ; 0 ≤ x < 1}.
Fyrst þurfum við að leiða út veikt form jaðargildisverkefnisins. Við tökum því ϕ sem
er 0 á ∂1 D margföldum báðar hliðar aeiðujöfnunnar með ϕ og heildum síðan yr D. Þá
fæst ZZ Z ZZ
∂u
∇u · ∇ϕ dA − ϕ ds = ϕ dA.
D ∂2 D ∂n D

Nú setjum við inn gildin fyrir ∂u/∂n á ∂2 D og fáum


ZZ Z 1 Z 1 √ ZZ
∇u · ∇ϕ dA − (1 − y)ϕ(0, y) dy + u(x, 1 − x)ϕ(x, 1 − x) 2 dx = ϕ dA.
D 0 0 D

Veikt form jaðargildisverkefnisins er því


ZZ Z 1 √ ZZ Z 1
∇u · ∇ϕ dA + u(x, 1 − x)ϕ(x, 1 − x) 2 dx = ϕ dA + (1 − y)ϕ(0, y) dy.
D 0 D 0

Athugið að hu, ϕiL,B stendur vinstra megin jafnaðarmerkisins og hf, ϕi + TB (ϕ) stendur
hægra mengin.
Nú er komið að því að skoða nálgnarfallið. Við verðum að velja ψ0 (x, y) = 1 − x sem
jafngildir því að setja a = 1 og b = −1. Hinir liðirnir cy og dxy eru báðir 0 á ∂1 D og
því er eðlilegt að velja grunnföllin ϕ1 (x, y) = y og ϕ2 (x, y) = xy . Nálgunarlausnin er því
v(x, y) = ψ0 (x, y) + c1 ϕ1 (x, y) + c2 ϕ2 (x, y) þar sem stuðlarnir c1 og c2 eru leystir út úr
Ac = b, þar sem
Z 1 Z 1−x  Z 1 √

∂ϕj ∂ϕk ∂ϕj ∂ϕk
ajk = + dydx + ϕj (x, 1 − x)ϕk (x, 1 − x) 2 dx
0 0 ∂x ∂x ∂y ∂y 0
Z 1 Z 1−x Z 1
bj = ϕj dydx + (1 − y)ϕj (0, y) dy
0 0 0
Z 1 Z 1−x  Z 1 √

∂ϕ0 ∂ϕj ∂ϕ0 ∂ϕj
− + dydx − ϕ0 (x, 1 − x)ϕj (x, 1 − x) 2 dx.
0 0 ∂x ∂x ∂y ∂y 0
22.5. BÚTAAÐFERÐ Í EINNI VÍDD 553

Nú er ekkert annað í boði en reikna út öll heildin


Z 1 Z 1−x
2 2
√ Z 1 2 √
1 − x dx = 21 + 32 ,

a11 = 0 + 1 dydx + 2
Z0 1 Z0 1−x 0
√ Z 1 √
x(1 − x)(1 − x) dx = 16 + 122 ,
 
a12 = a21 = y · 0 + x · 1 dydx + 2
Z0 1 Z0 1−x √ Z 1 0 √
2
y 2 + x2 dydx + 2 x(1 − x) dx = 16 + 302 ,

a22 =
Z0 1 Z0 1−x Z 1 0
Z 1 Z 1−x

b1 = y dydx + (1 − y)y dy − (−1) · 0 + 0 · 1 dydx
0 0 0 0 0
√ Z 1 √
− 2 (1 − x)(1 − x) dx = 13 − 32
Z 1 Z0 1−x Z 1 Z 1 Z 1−x

b2 = xy dydx + (1 − y) · 0 dy − (−1) · y + 0 · x dydx
0 0 0 0 0
√ Z 1 √
− 2 (1 − x)x(1 − x) dx = 24 5
− 122
0

Hneppið sem við þurfum að leysa er


" √ √ #  " √ #
1 2 1 2 1 2
2
+ √3 6
+ 12
c1 −
2

2
= 35 3

1
6
1
+ 12 6 + 30
c2
24
− 122
Svarið er c1 = −0.4360 og c2 = 1.0034 og því er nálgunarlausnin
v(x, y) = 1 − x − 0.4360 · y + 1.0034 · xy.


22.5 Bútaaðferð í einni vídd


Við höfum nú lýst aðferð Galerkins mjög almennt, en til þess að hún verði nothæf sem
nálgunaraðferð þurfum við að velja góð grunnföll þannig að auðvelt sé að ákvarða heildin
sem koma fyrir í stuðlunum ajk og bj og að úrlausn jöfnuheppisins verði þægileg.
Lang auðveldast er að velja þúfugrunnföll á [a, b] fyrir ótiltekna skiptingu
a = x0 < x1 < · · · < xN = b.
Munið að fyrir sérhvert j = 0, . . . , N er ϕj fallið sem tekur gildið 1 í xj , 0 í öllum öðrum
punktum skiptingarinnar og hefur graf sem er línustrik yr sérhverju hlutbilanna [xj , xj+1 ].
(Nú þarf lesandinn að teikna sér þrjár myndir. Sú fyrsta sýnir gröf fallanna ϕ0 og ϕ1 ,
önnur sýnir gröf fallanna ϕj−1 , ϕj og ϕj+1 fyrir ótiltekinn innri punkt xj í skiptingunni
og sú þriðja sýnir gröf fallanna ϕN −1 og ϕN .) Við höfum formúlur (21.3.7) fyrir ϕj og ϕ0j ,
en við getum komist að mestu af án þeirra þegar við reiknum út heildin. Athugið að hér
látum við j hlaupa frá 0 til N en ekki frá 1 til N eins og gert er hér að framan.
Kostirnir við þetta val á grunnföllum eru einkum tveir:
554 KAFLI 22. BÚTAAÐFERÐIR

(i) Ef |j − k| > 1, þá er ajk = 0 og því er A sé þríhornalínufylki. Við þurfum því í mesta


lagi að reikna út þrjú stök í hverri línu fylkisins og úrlausn línulega jöfnuhneppisins
er hraðvirk fyrir stór hneppi.

(ii) Auðvelt er að taka góðar nálganir á heildunum sem koma fyrir í ajk og bj .

Blönduð jaðarskilyrði í báðum endapunktum


Nálgunarlausnin v(x) er af gerðinni

v(x) = c0 ϕ0 (x) + · · · + cN ϕN (x).

þar sem c = [c0 , . . . , cN ]T er lausn á línulegu jöfnuhneppi Ac = b þar sem stuðlarnir


fylkisins eru

p(a)α1 p(b)α2
ajk = hϕj , ϕk iL,B = hϕj , ϕk iL + ϕj (a)ϕk (a) + ϕj (b)ϕk (b)
β1 β2

og stuðlar hægri hliðarinnar eru

p(a)γ1 p(b)γ2
bj = hf, ϕj i + TB (ϕj ) = hf, ϕj i + ϕj (a) + ϕj (b).
β1 β2

Athugum nú að ϕ0 (a) = 1, ϕj (a) = ϕj (b) = 0, fyrir j = 1, . . . , N − 1, og ϕN (b) = 1. Þetta


segir okkur að áhrif jaðarskilyrðanna gætir aðeins í 0-tu jöfnu og N -tu jöfnu.
Í 0-tu línu jöfnuhneppins höfum við aðeins tvö stök frábrugðin núlli í fylkinu og stakið
í hægri hliðinni,
Z x1
p(a)α1 p(m0 ) h0 q(m0 ) p(a)α1
p(ϕ00 )2 + qϕ20 dx +

a00 = ≈ + +
x0 β1 h0 3 β1
Z x1
p(m0 ) h0 q(m0 )
pϕ00 ϕ01 + qϕ0 ϕ1 dx ≈ −

a01 = + .
x0 h0 6
Z x1
p(a)γ1 h0 (2f (x0 ) + f (x1 )) p(a)γ1
b0 = f ϕ0 dx + ≈ + .
x0 β1 6 β1

Hér höfum við nálgað fallgildin p(x) og q(x) á bilinu [x0 , x1 ] með gildunum p(m0 ) og q(m0 )
í miðpunktinum og reiknað heildin síðan nákvæmlega, en það er hægt að gera með reglu
Simpsons. Skýringin á nálgunarformúlunum sem notaðar eru til þess að reikna stuðlana
bj er að við nálgum fallið f með línulegri brúun á hverju hlutbilanna [xj , xj+1 ],

f (x) ≈ f (x0 )ϕ0 (x) + f (x1 )ϕ1 (x) + · · · + f (xN )ϕN (x),

margföldum summuna með grunnföllunum og heildum síðan. Í línum jöfnuhneppisins


númer j = 1, . . . , N − 1 eru í mesta lagi þrjú stök í fylkinu A frábrugðin 0 og síðan höfum
22.5. BÚTAAÐFERÐ Í EINNI VÍDD 555

við stakið í hægri hliðinni,


Z xj
p(mj−1 ) hj−1 q(mj−1 )
pϕ0j−1 ϕ0j + qϕj−1 ϕj dx ≈ −

aj,j−1 = + ,
xj−1 hj−1 6
Z xj+1
p(mj−1 ) p(mj ) hj−1 q(mj−1 ) + hj q(mj )
p(ϕ0j )2 + qϕ2j dx ≈

aj,j = + + ,
xj−1 hj−1 hj 3
Z xj+1
p(mj ) hj q(mj )
pϕ0j ϕ0j+1 + qϕj ϕj+1 dx ≈ −

aj,j+1 = + ,
xj hj 6
Z xj+1
hj−1 (f (xj−1 ) + 2f (xj )) + hj (2f (xj ) + f (xj+1 ))
bj = f ϕj dx ≈ .
xj−1 6
Hér höfum við nálgað fallgildin p(x) og q(x) á bilinu [xj−1 , xj ] með gildunum p(mj−1 )
og q(mj−1 ) í miðpunktinum og fallgildin á bilinu [xj , xj+1 ] með p(mj ) og q(mj ). Síðan
reiknum við heildin yr bilin nákvæmlega.
Í síðustu línunni númer N verða tvö stök frábrugðin 0 í fylkinu og svo hægri hliðin
Z xN
p(mN −1 ) hN −1 q(mN −1 )
pϕ0N −1 ϕ0N + qϕN −1 ϕN dx ≈ −

aN,N −1 = + ,
xN −1 hN −1 6
Z xN
2 p(b)α2 p(mN −1 ) hN −1 q(mN −1 ) p(b)α2
p ϕ0N + qϕ2N dx +

aN N = ≈ + + ,
xN −1 β2 hN −1 3 β2
Z xN
p(b)γ2 hN −1 (f (xN −1 ) + 2f (xN )) p(b)γ2
bN = f ϕN dx + ≈ + .
xN −1 β2 6 β2
Nákvæmnin nálguninni ræðst af stærstu billengdinni max1≤i≤N −1 hi . Auðvitað hefði
mátt nálga p, q og f með einhverjum öðrum hætti í heildunum til þess að fá meiri ná-
kvæmni. Ef við hefðum til dæmis notað reglu Simpsons á aj,j−1 , þá hefðum við fengið
p(xj−1 ) + 4p(mj−1 ) + p(xj ) hj−1 (q(xj−1 ) · 0 + 4q(mj−1 ) · 41 + q(xj ) · 0)
aj,j−1 ≈ − +
6hj−1 6
p(xj−1 ) + 4p(mj−1 ) + p(xj ) hj−1 q(mj−1 )
=− + .
6hj−1 6

Fallsjaðarskilyrði
Athugum nú aftur að ϕ0 (a) = 1, ϕj (a) = ϕj (b) = 0, fyrir j = 1, . . . , N − 1, og ϕN (b) = 0.
Þetta segir okkur að nálgunarfallið v uppfyllir v(a) = c0 og v(b) = cN . Ef β1 = 0, þá er
u(a) = γ1 /α1 og við verðum að sjá til þess að c0 = γ1 /α1 . Við höldum í jöfnuhneppið hér
að framan en breytum 0-tu jöfnunni, þannig að stuðlarnir verði
a00 = 1, a0j = 0, j = 1, . . . , N, b0 = γ1 /α1 .
Ef β2 = 0, þá er u(b) = γ2 /α2 og við verðum að sjá til þess að cN = γ2 /α2 . Breytingin
sem við þurfum að gera á jöfnuhneppinu hér að framan er að í síðustu línunni verður
aN j = 0, j = 0, . . . , N − 1, aN N = 1, bN = γ2 /α2 .
Nú er auðvelt að sannfæra sig um að við fáum rétta nálgun með aðferð í tilfellunum
þremur þegar lausnin er þekkt í öðrum eða báðum endapunktum.
556 KAFLI 22. BÚTAAÐFERÐIR

Punktuppsprettur
Við gerum alltaf ráð fyrir því að P
fallið f sé samfellt, en Galerkin aðferðin leyr okkur að
bæta við það punktuppsprettum νk=1 Qk δrk í nokkrum ólíkum punktum rk á bilinu [a, b].
Það eina sem við þurfum að vita er að
ν
X ν
X Z b ν
X
hf + Qk δrk , ϕj i = hf, ϕj i + Qk δrk (x)ϕj (x) dx = hf, ϕj i + Qk ϕj (rk ).
k=1 k=1 a k=1

Ef við sjáum til þess að allir punktarnir séu hluti af skiptingunni, rk = xjk , þá er summan
alltaf núll nema þegar j er einn talnanna jk og þá er gildi summunnar jafnt Qk .
Þessi viðbót er mikilvæg og hún gefur okkur kost á meiri sveigjanleika í aðferðinni. Í
útfærslu hennar er ekkert annað gert en að hún er fyrst útfærð fyrir samfellda fallið f eins
og lýst er hér að framan. Síðan er framlagi punktuppsprettanna Qk bætt við stökin bjk
sem áður voru reiknuð. Að lokum er jafnan Ac = b leyst og nálgunarlausnin v(x) er þar
með fundin.

22.6 Bútaaðferð í tveimur víddum


Nú ætlum við að lýsa þeirri útfærslu á aðferð Galerkins sem algengast er að nota við nálgun
á lausnum á (22.1.2). Fyrst er svæðinu D skipt í sammengi lokaðra þríhyrninga, eða öllu
heldur er D nálgað með sammengi lokaðra þríhyrninga. Hornpunktar þríhyrninganna
eru allir í D og þeir eru númeraðir þannig að (xj , yj ) ∈ D ∩ ∂2 D fyrir j = 1, . . . , M og
(xj , yj ) ∈ ∂1 D fyrir j = N + 1, . . . , M .

Ritháttur fyrir þríhyrningana


Við þurfum að innleiða rithátt fyrir þríhyrningana. Við táknum þá með T (m) , með m =
1, . . . , L og sammengi þeirra með S . Við viljum einnig geta tilgreint ákveðinn þríhyrning í
netinu með því að gefa upp hornpunkta hans. Ef þeir hafa númer A, B , og C , þá skrifum
við T (m) = TA,B,C . Hér skiptir röð punktanna miklu máli og við gefum hana alltaf upp
þannig að farið er rangsælis eftir jaðri þríhyrningsins þegar punktarnir eru taldir upp. (Því
miður er bókstafurinn A ofnotaður í þessari grein, því hann stendur fyrir númer punkts í
þríhyrningi, fylkið A og kemur auk þess fyrir í atarheildunum. Við verðum bara að lifa
með þessari ónákvæmni.)
Myndin hér fyrir neðan sýnir svæði sem er sammengi rétthyrnings og tveggja hálfskífa.
Við getum lýst því sem mengi punkta með hnit sem uppfylla ójöfnur,
p p
D = {(x, y) ; −1 − 1 − y 2 < x < 1 + 1 − y 2 , −1 < y < 1}.

Það er nálgað með sammengi af lokuðum þríhyrningum sem eru 24 talsins. Þeir eru
númeraðir og eru númer þeirra eru sýnd innan sviga. Í netinu eru 19 hornpunktar. Í
punktum sem markaðir eru með opnum hring eru gildi lausnarinnar óþekkt en í punktum
sem markaðir eru með fylltri skífu eru gildin þekkt. Hér er N = 10 og M = 19. Athugið
að þríhyrningar nr. 1-16 eru allir einslaga og þríhyrningar nr. 17-24 eru allir einslaga.
22.6. BÚTAAÐFERÐ Í TVEIMUR VÍDDUM 557

........ ......... .... .........


....... .........
•14 •15
...................................................................................................................................................................................................
..................... ....... . .
..... .. .....
•16
.. . ........... ..........
.... .. ......... ........
...................... .. ..... ..... .... ........ ..... ... ......... ......
13 ..... (6) ..... ..... (10) .....
•17
... ... ... ... ..............
. ..... .....

...
.. .
...... ........
...........
..............
.
.
.
.
.
..
.....
......
9 ....... ..... .
.......
... .
.
.
.
.
.
.
.....
......
10 ....... ..... .
.......
... ...
.
.
.
.
........
....
..... ........
..... .........
. . .
. .
. . .
. .
. . ....
.
.. ...
.
... ...
.....
(20)
.....
.....
.
.
.
..
.
(5) ◦ .....
.
..
..........
.
..
...........
.....
(7) (9) .
.
.
.
.
. ◦
.....
.
..
..........
.
..
...........
.....
(11) .
.
.
.
.
.
(21)
.....
..
.......... ... ...
... ...
... ...
... ... .....
..... .... ..... ..... .... ..... ..... .... ..... ... ...
.... .... ..... ... ....... ..
....... .
. ....... ..
....... .
. .
...... ... ...
... ... (19) .....
..... ... ......
.
. ....
(8) ....... .. .....
.
.
. ....
(12) ....... .. .....
.
.
. .
... (22) ... ...
... ...
...... ..... .. .... 6 . .. 7
..... .. .... . .
. ....... .. ....8 . .
. ......
........ ..... . ..... ..... . ..... ..... .. ..... ..
12 • ...... ..◦
..
... ... .......
.
. ..
. ◦ ... .
.
... ... .......
..
. ◦
.............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
. . . ....
... ... .......
.
. .
.. •18..
......
....... .
... . ... .... .
.
... ... ...
.... ... ....... (2) ....... ... ....... (14) ....... ... ....... ..
. ...
... ... .... . ..... ... . ..... ... . .....
... ... (18) ....
... .
. .......
.....
..... .
. .......
.....
..... .
. .
. (23)
..... ... ..
.
... ... ..... .... .....
..... ........ .... .....
..... ........ .... ..... ... ...
... ... .....
.....
... 4 ..... ..... ... 5 ..... ..... ... .....
..... ... ...
... ...
... ...
..... ...... ... ...... (17) (1) ...
.
.
....
◦ .
.. ............
..... ........
. (3) (13) ...
.
.
....
◦ .
.. ............
..... ........
. (15) ...
(24)
.
.
....
.....
. .. ...... .. .. .
.. ........
. .
....... .... .... .... ..... ......

11
• ..........
..............
...... ........
...... .........
...
...
.
. ..
......
.
.....
.....
(4)
.....
.....
.....
..... .... .........
...
. .....
.....
(16)
.....
.....
.....
..... ....
...
.
.. ... .
..
•19
...................
.......
............
........ ......... .
. ..
..
... ..... .. .....
.. ..
..... ..
.. .
.... ........ ...........
.......... ......... . .... . . .
....................................................................................................................................................................................................................................
◦1 ◦2 ◦3

Nálgun á svæði með þríhyrningum

Með rithætti okkar er

T (1) = T1,4,6 = T4,6,1 = T6,1,4 , T (2) = T4,7,6 = T7,6,4 = T6,4,7 , T (3) = . . . .

Þríhyrningunum er lýst sem mengi

TA,B,C = {(x, y) = (1 − s − t)(xA , yA ) + s(xB , yB ) + t(xC , yC ) ; s, t ∈ [0, 1], s + t ≤ 1}.

Þríhyrninginn með hornpunktana (0, 0), (1, 0) og (0, 1) táknum við með E og köllum hann
einingarþríhyrning,
E = {(s, t) ; s, t ∈ [0, 1], s + t ≤ 1}.
Athugum að við höfum gagntæka vörpun

tA,B,C : E → TA,B,C , (s, t) 7→ (1 − s − t)(xA , yA ) + s(xB , yB ) + t(xC , yC )


= (xA , yA ) + s(xB − xA , yB − yA ) + t(xC − xA , yC − yA ).

Það er betra að lýsa þessu með fylkjamargföldun


      
x xA xB − xA xC − xA s
(22.6.1) = +
y yA yB − yA yC − yA t

Andhverfa tA,B,C er (x, y) 7→ (s, t), þar sem hnitin s og t eru leyst út úr jöfnuhneppinu
   −1  
s xB − xA xC − xA x − xA
=
t yB − yA yC − yA y − yA

Flatarmál þríhyrningsins T (m) = TA,B,C er


 
(m) 1 xB − xA xC − xA
|T | = |TA,B,C | = | det |
2 yB − yA yC − yA
og massamiðja hans er
1

Mm = 3
(xA , yA ) + (xB , yB ) + (xC , yC ) .
558 KAFLI 22. BÚTAAÐFERÐIR

Við skilgreinum hliðarvigrana lA , lB og lC þannig að þeir liggi mótlægum hliðum TA,B,C


við hornpunkta númer A, B og C miðað við rangsælis umferðarstefnu eftir jaðrinum

lA = (xC − xB , yC − yB ), lB = (xA − xC , yA − yC ) og lC = (xB − xA , yB − yA ).

Munið að snúningur um 90◦ réttsælis er genn með vörpuninni (x, y) 7→ (y, −x) og því
eru vigrarnir

lR
A = (yC −yB , −xC +xB , ), lR
B = (yA −yC , −xA +xC , ) og lR
C = (yB −yA , −xB +xA , ),

hornréttir á hliðarnar á móti hornunum númer A, B og C og snúa í stefnu ytri þvervigurs.

Þúfugrunnföll
Á sammengi þríhyrninganna S skilgreinum við nú samfellt föll ϕj , j = 1, . . . , M , sem
taka gildi á bilinu [0, 1], þannig að ϕj (x, y) = 0 ef punkturinn (x, y) er ekki í neinum
þríhyrninganna með hornpunkt númer j ,
(
1, j = k,
ϕj (xk , yk ) =
0, j 6= k,

og graf fallsins ϕj yr sérhverjum þríhyrningi Tj,k,` er planið í R3 gegnum punktana

(xj , yj , 1), (xk , yk , 0) og (x` , y` , 0).

Lítum nú á allra einfaldasta tilfellið sem hægt er að hugsa sér og það er þegar D er
einingarþríhyrningurinn E og við veljum einn þríhyrning E fyrir S . Táknum með ϕE
grunnfallið á E sem tekur gildið 1 í (0, 0). Formúlan fyrir ϕE er

ϕE (s, t) = 1 − s − t, (s, t) ∈ E,

því það er augljóst að graf ϕE yr E er plan, ϕE (0, 0) = 1 og ϕE (1, 0) = ϕE (0, 1) = 0.


Ef við viljum reikna út gildi fallsins ϕj í punktinum (x, y) þá þurfum við fyrst að nna
út hvort (x, y) liggur í einhverjum þríhyrningi Tj,k,` sem hefur (xj , yj ) fyrir hornpunkt. Ef
svo er, þá gildir formúlan
ϕj (x, y) = ϕE (t−1
j,k,` (x, y)).

Jaðargildisverkefni á S
Nálgunarlausnin v(x, y) fyrir jaðargildisverkefnið (22.1.1) á að vera af gerðinni
N
X
v(x, y) = ψ0 (x, y) + cj ϕj (x, y), (x, y) ∈ S.
j=1

þar sem fallið ψ0 (x, y) hefur það hlutverk að nálga gefnu jaðargildin á ∂1 D,
M
X γ(xk , yk )
ψ0 (x, y) = ϕk (x, y), (x, y) ∈ S.
k=N +1
α(xk , yk )
22.6. BÚTAAÐFERÐ Í TVEIMUR VÍDDUM 559

Það tekur gildið γ(xk , yk )/α(xk , yk ) í punktunum (xk , yk ) ∈ ∂1 D, fyrir k = N + 1, . . . , M


og brúar línulega gildin á þeim strikum á jaðri S sem tengja saman punkta á ∂1 D. Við
táknum sammengi þessara línustrika með ∂1 S og látum α̃, β̃ og γ̃ tákna föllin á ∂S sem
fást með því að brúa gildi α, β og γ milli viðeigandi endapunkta. Sammengi línustrikanna
sem nálga ∂2 D táknum við með ∂2 S .
Nálgunarfallið v fyrir úrlausn á jaðargildisverkefninu (22.1.1) er nálgunarfallið fyrir
jaðargildisverkefni á S , sem lýst er með

á innmengi S,



 Lu = −∇ · p∇u + qu = f,

 γ̃(x, y)
(22.6.2) u(x, y) = , (x, y) ∈ ∂1 S,
 α̃(x, y)

 ∂u
α̃(x, y)u(x, y) + β̃(x, y) (x, y) = γ̃(x, y), (x, y) ∈ ∂2 S.

∂n
Athugið að við gætum þurft að stækka skilgreiningarmengi fallanna p, q og f þannig
að þau nái yr allt S . Nú snýst nálgun okkar á lausn verkefnisins (22.1.2) um að nota
þúfugrunnföllin á S til þess að nálga lausnina á (22.6.2).

Nálgun á lausn jaðargildisverkefnisins á S


Samkvæmt umfjöllun okkar hér að framan eigum við að leysa Ac = b, þar sem jafna (??)
segir að
ZZ Z
pα̃
(22.6.3)

ajk = p∇ϕj · ∇ϕk + qϕj ϕk dA + ϕj ϕk ds
S ∂2 S β̃

og
ZZ Z
pγ̃
(22.6.4) bj = f ϕj dA + ϕj ds
S ∂2 S β̃
M  ZZ Z 
X γ(xk , yk )  pα̃
− p∇ϕj · ∇ϕk + qϕj ϕk dA + ϕj ϕk ds
k=N +1
β(x k , yk ) S ∂ 2 S β̃

Þessar formúlur fyrir ajk og bj eru heldur ófrýnilegar við fyrstu sýn, en þær eru miklu
auðveldari að fást við en maður gæti haldið. Til dæmis er ajk = 0 ef punktur j og punktur
k eru ekki grannar í þríhyrninganetinu og því eru fá stök í hverri línu fylkisins A frábrugðin
0.

Bútun  Flatarheildin
Það er hyggilegt að líta á framlög bútanna T (m) hvers fyrir sig í heildunum sem koma fyrir
í formúlunum fyrir hverjum stuðli ajk og bj og gera eðlilegar nálganir. Byrjum á því að
athuga að fyrra atarheildið sem kemur fyrir formúlunni fyrir bj er
ZZ X ZZ
f ϕj dA = f ϕj dA.
S T (m)
(xj ,yj )∈T (m)
560 KAFLI 22. BÚTAAÐFERÐIR

Hér er átt við að summan er aðeins tekin yr þá þríhyrninga sem hafa punkt j fyrir
hornpunkt. Rifjum upp að Mm táknar massamiðju þríhyrnings T (m) . Við setjum fm =
f (Mm ), pm = p(Mm ) og qm = q(Mm ). Ef j er einn horpunkta T (m) , þá afmarkar graf ϕj
yr T (m) píramíta með hæð 1 og því er heildi ϕj yr T (m) jafnt 31 af margfeldi atarmáls
grunnatar og hæð píramítans,
ZZ
ϕj dA = 13 |T (m) |.
T (m)

Við leyfum okkur að gera nálgunina


ZZ ZZ
(22.6.5) f ϕj dA ≈ fm ϕj dA = 31 fm |T (m) |
T (m) T (m)

og fáum því nálgunina


ZZ X
(22.6.6) f ϕj dA ≈ 1
f |T (m) |.
3 m
S
(xj ,yj )∈T (m)

Lítum næst á atarheildin


ZZ X ZZ
 
p∇ϕj · ∇ϕk + qϕj ϕk dA = p∇ϕj · ∇ϕk + qϕj ϕk dA
S T (m)
(xj ,yj ),(xk ,yk )∈T (m)

sem koma bæði fyrir í stuðlum fylkisins ajk og hægri hliðarinnar bj . Hér er átt við að
summan sé tekin yr alla þríhyrninga sem innihalda (xj , yj ) og (xk , yk ). Þegar j 6= k , þá
eru í mesta lagi tveir þríhyrningar sem um ræðir. Ef j = k , þá er átt við að summan sé
tekin yr alla þríhyrninga með hornpunkt j , eins og hér að framan.
Nú skulum við snúa okkur að því að nálga þessi heildi. Fyrst graf ϕj yr T (m) er plan,
þá tekur stigullinn ∇ϕj (x, y) sama gildi í sérhverjum innri punkti í T (m) . Fallið ϕj tekur
gildið 0 á hliðinni á móti punktinm j og því er stigullinn í stefnu vigursins lR j . Hæðin
hj yr á mótlæga hlið er fjarlægð punkts j yr á hliðina og því er stefnuaeiða fallsins
ϕj í stefnuna frá fótpunkti hæðarinnar í áttina að punkti j jöfn 1/hj . Þetta gefur okkur
formúlu fyrir ∇ϕj á innmengi T (m) ,

−1 lRj
∇ϕj (x, y) = .
hj klR
j k

Nú er |T (m) | = 12 klR
j khj og við höfum

1
(22.6.7) ∇ϕj (x, y) = − lR .
2|T (m) | j

Ef j og k eru tveir hornpunktar T (m) , þá gefur þessi formúla að

1 1
(22.6.8) ∇ϕj · ∇ϕk = lR · lR
k = lj · lk
4|T (m) |2 j 4|T (m) |2
22.6. BÚTAAÐFERÐ Í TVEIMUR VÍDDUM 561

gildir í innmengi T (m) og af henni leiðum við síðan


ZZ ZZ
pm
p∇ϕj · ∇ϕk dA ≈ pm ∇ϕj · ∇ϕk dA = lj · lk .
T (m) T (m) 4|T (m) |
Næst notfærum við okkur þekkta nálgunarformúlu fyrir tvöföld heildi yr þríhyrning sem
segir að fyrir T (m) = TA,B,C og samfellt fall ψ(x, y) á honum gildi
ZZ
ψ(x, y) dA ≈ 13 ψA,B + ψB,C + ψC,A |T (m) |,

T (m)
þar sem ψA,B , ψB,C og ψC,A tákna gildi fallsins ψ í miðpunktum hliðanna AB , BC og CA
og að formúlan er nákvæm ef heildisstofninn ψ er margliða í (x, y) af stigi ≤ 2. Af þessu
leiðir að
(
1 1 1 1 1
|T | = 61 |T (m) |, j = k,
 (m)
· · ·
ZZ
+ + 0 0
ϕj ϕk dA = 31 12 21 12 2 1
· + 2 · 0 + 0 · 12 |T (m) | = 12

T (m) 3 2 2
|T (m) |, j 6= k.
Við notum nálgunarformúluna
(
1
q |T (m) |,
ZZ
6 m
j = k,
q ϕj ϕk dA ≈ 1
T (m) q |T (m) |,
12 m
j 6= k.
Niðurstaðan er því að nálgun okkar á seinna atarheildinu er
(
1
q |T (m) |, j = k,
ZZ
pm 6 m
(22.6.9)

p∇ϕj · ∇ϕk + qϕj ϕk dA ≈ l j · l k + 1
T (m) 4|T (m) | q |T (m) |, j =
12 m
6 k.

Bútun  jaðarheildin
Við eigum eftir að nna nálganir á vegheildunum yr ∂2 S ,
Z Z
pα̃ pγ̃
ϕj ϕk ds og ϕj ds.
∂2 S β̃ ∂2 S β̃

Þá kemur regla Simpsons að góðu gagni. Munið að hún segir að


Z b
f (t) dt ≈ 16 f (a) + 4f ( 21 (a + b)) + f (b) (b − a)

a
og að hún er nákvæm ef fallið f er margliða af stigi ≤ 3. Hugsum okkur nú að opna
línustrikið milli punkta A og B liggi í ∂2 S , táknum miðpunkt þess með mA,B og lengd
þess með |SA,B |. Föllin ϕA og ϕB uppfylla ϕA (xA , yA ) = ϕB (xB , yB ) = 1, ϕA (mA,B ) =
ϕB (mA,B ) = 21 og ϕA (xB , yB ) = ϕB (xA , yA ) = 0, og því gefur regla Simpsons okkur þrjár
nálganir
Z
ψ ϕ2j ds ≈ 16 ψ(xj , yj ) + ψ(mA,B ) |SA,B |,

j = A, B,
SA,B
Z
ψ ϕA ϕB ds ≈ 16 ψ(mA,B )|SA,B |,
SA,B
Z
ψ ϕj ds ≈ 61 ψ(xj , yj ) + 2ψ(mA,B ) |SA,B |

j = A, B.
SA,B
562 KAFLI 22. BÚTAAÐFERÐIR

Munið nú að á línustrikinu SA,B eru föllin α̃, β̃ og γ̃ fengin með línulegri brún á gildum
fallanna α, β og γ í punktum A og B . Nálganir okkar verða því

(22.6.10)  
Z
pα̃ 2 1 α(xj , yj ) α(xA , yA ) + α(xB , yB )
ϕj ds ≈ p(xj , yj ) + p(mA,B ) |SA,B |, j = A, B.
SA,B β̃ 6 β(xj , yj ) β(xA , yA ) + β(xB , yB )
Z
pα̃ 1 α(xA , yA ) + α(xB , yB )
(22.6.11) ϕA ϕB ds ≈ p(mA,B ) |SA,B |
SA,B β̃ 6 β(xA , yA ) + β(xB , yB )
(22.6.12)  
Z
pγ̃ 1 γ(xj , yj ) γ(xA , yA ) + γ(xB , yB )
ϕj ds ≈ p(xj , yj ) + 2p(mA,B ) |SA,B |, j = A, B.
SA,B β̃ 6 β(xj , yj ) β(xA , yA ) + β(xB , yB )

Nálgun á stuðlum hneppisins Ac = b


Nú höfum við lýst því hvernig allir liðir í formúlunum (22.6.3) og (22.6.4) eru nálgaðir
og komið er að því að lýsa því hvernig staðið er að reikningunum. Við byrjum á því að
núllstilla, aj,k = 0 og bj = 0 fyrir öll j, k = 1, . . . N . Síðan tökum við bútana T (m) hvern
á fætur öðrum og reiknum út
b(m) = 31 fm |T (m) |
og tölurnar í 3 × 3 fylkinu
    
lA · lA lA · lB lA · lC (m) 2 1 1
(22.6.13) A(m) =
pm 
l B · l A l B · l B l B · l C
 + qm |T | 1 2 1
4|T (m) | 12
lC · lA lC · lB lC · lC 1 1 2

Þessar stærðir köllum við framlag bútsins T (m) = TA,B,C til stuðla jöfnuhneppisins. Sam-
kvæmt (22.6.5) er b(m) nálgunargildi okkar fyrir heildin þrjú,
ZZ
f ϕj dA, j = A, B, C,
T (m)

og samkvæmt (22.6.9) eru stökin í fylkinu A(m) nálgunargildi okkar á heildunum


ZZ

p∇ϕj · ∇ϕk + qϕj ϕk dA, j, k = A, B, C.
T (m)

Nú þarf að skoða gildin A, B og C og bæta b(m) og stökum fylkisins A(m) við viðeigandi
stuðla aj,k og bj þar sem j og k einskorðast við mengið {A, B, C}.
Við skoðum númerin A, B og C á hornpunktunum og uppfærum b-gildin, bj ← bj +b(m) ,
fyrir þau j = A, B, C sem eru ≤ N .
Nú lítum við á fylkið A(m) .
Ef A > N , þá gefur fyrsta línan A(m) ekkert framlag til stuðlanna.
(m)
Ef A ≤ N , þá setjum við j = A og uppfærum: aj,j ← aj,j + A1,1 .
Til þess að klára stökin í fyrstu línu A(m) , þá þurfum við að skoða gildin á B og síðan C :
22.6. BÚTAAÐFERÐ Í TVEIMUR VÍDDUM 563

(m)
Ef B ≤ N , þá setjum við k = B og uppfærum: aj,k ← aj,k + A1,2 .
(m)
Ef B > N , þá setjum við k = B og uppfærum: bj ← bj − γ(xk , yk )A1,2 .
(m)
Ef C ≤ N , þá setjum við k = C og uppfærum: aj,k ← aj,k + A1,3 .
(m)
Ef C > N , þá setjum við k = C og uppfærum: bj ← bj − γ(xk , yk )A1,3 .
Nú hefur fyrsta línan í bútaframlaginu A(m) afgreidd og komið að næstu línu. Ef B > N ,
þá gefur hún ekkert framlag til jöfnuhneppisins.
(m)
Ef B ≤ N , þá setjum við j = B og uppfærum: aj,j ← aj,j + A2,2 .
Skoðum síðan gildin á A og C :
(m)
Ef A ≤ N , þá setjum við k = A og uppfærum: aj,k ← aj,k + A2,1 .
(m)
Ef A > N , þá setjum við k = A og uppfærum: bj ← bj − γ(xk , yk )A2,1 .
(m)
Ef C ≤ N , þá setjum við k = C og uppfærum: aj,k ← aj,k + A2,3 .
(m)
Ef C > N , þá setjum við k = C og uppfærum: bj ← bj − γ(xk , yk )A2,3 .
Nú sér lesandinn í hendi sér hvernig þriðja línan er afgreidd.
Þegar þríhyrningalistinn er á enda, þá höfum við nálgað öll atarheildin yr S sem
koma fyrir í formúlunum (22.6.3) og (22.6.4) og sett þau gildi inn í aj,k og bj . Nú þurfum
við að uppfæra aj,k ogh bj með framlögum jaðarsins. Til þess þurfum við lista yr öll
línustrikin í jaðrinum ∂2 S . Hugsum okkur að SA,B sé eitt slíkt strik.
Lítum fyrst á nálgunina
Z  
pα̃ 2 1 α(xj , yj ) α(xA , yA ) + α(xB , yB )
ϕj ds ≈ p(xj , yj ) + p(mA,B ) ) |SA,B |,
SA,B β̃ 6 β(xj , yj ) β(xA , yA ) + β(xB , yB )

Þessi liður kemur fyrir í (22.6.3). Ef A ≤ N , þá setjum við j = A og uppfærum


 
1 α(xj , yj ) α(xA , yA ) + α(xB , yB )
aj,j ← aj,j + p(xj , yj ) + p(mA,B ) ) |SA,B |.
6 β(xj , yj ) β(xA , yA ) + β(xB , yB )

Ef B ≤ N , þá setjum við j = B og uppfærum aj,j með sömu formúlu.


Horfum næst á liðinn
Z  
pγ̃ 1 γ(xj , yj ) γ(xA , yA ) + γ(xB , yB )
ϕj ds ≈ p(xj , yj ) + 2p(mA,B ) ) |SA,B |
SA,B β̃ 6 β(xj , yj ) β(xA , yA ) + β(xB , yB )

í formúlunni (22.6.4). Ef A ≤ N , þá setjum við j = A og uppfærum:


 
1 γ(xj , yj ) γ(xA , yA ) + γ(xB , yB )
bj ← bj + p(xj , yj ) + 2p(mA,B ) ) |SA,B |.
6 β(xj , yj ) β(xA , yA ) + β(xB , yB )

Ef B ≤ N , þá setjum við j = B og uppfærum með sömu formúlu.


Horfum að lokum á liðinn
Z
pα̃ 1 α(xA , yA ) + α(xB , yB )
ϕA ϕB ds ≈ p(mA,B ) |SA,B |
SA,B β̃ 6 β(xA , yA ) + β(xB , yB )
564 KAFLI 22. BÚTAAÐFERÐIR

sem kemur bæði fyrir í (22.6.3) og (22.6.4). Ef A ≤ N og B ≤ N , þá setjum við j = A


og k = B og uppfærum:

1 α(xA , yA ) + α(xB , yB )
aj,k ← aj,k + p(mA,B ) |SA,B | og ak,j ← aj,k .
6 β(xA , yA ) + β(xB , yB )

Ef A ≤ N og B > N , þá setjum við j = A og k = B og uppfærum:

1 α(xA , yA ) + α(xB , yB )
bj ← bj − γ(xk , yk ) · p(mA,B ) |SA,B |
6 β(xA , yA ) + β(xB , yB )

Ef hins vegar A > N og B ≤ N , þá setjum við j = B og k = A og uppfærum bj með


þessari sömu formúlu. Ef bæði A > N og B > N , þá eru báðir punktarnir á jaðrinum
∂1 D og strikið á milli þeirra því í ∂1 S en ekki í ∂2 S .
Þegar listinn yr strikin SA,B í jaðrinum ∂2 S er á enda, þá hefur nálgunarjöfnuhneppið
verið ákvarðað. Stuðlafylkið er rýrt (e. sparse), sem þýðir að fá stök í hverri línu eru
frábrugðin núlli. Fyrir þríhyrninganetið sem sýnt er á myndinni hér að framan eru í
mesta lagi 4 stök frábrugðin 0 í fyrstu línunni, 5 í annari línu, 4 í þriðju o.s.frv. Línuleg
jöfnuhneppi með rýrum fylkjum eru leyst með sérsniðnum reikniritum fyrir LU -þáttun,
for- og endurinnsetningu og þau eru miklu hraðvirkari en venjulega aðferðin fyrir Gauss-
eyðingu. Upp á þetta er boðið í Matlab og það er sjálfsagt að nýta sér það.
Þegar hneppið Ac = b hefur verið leyst, þá höfum við nálgunargildin cj í punktunum
(xj , yj ) fyrir j = 1, . . . , N .
22.7. ÆFINGARDÆMI 565

22.7 Ængardæmi
1. abcd) Lítið á jaðargildisverkefnin dæmi 21.7.1.
(i) Umritið verkeð yr á veikt form.
(ii) Setjið upp línulegt jöfnuhneppi fyrir Galerkin-aðferð til nálgunar á lausninni u(x) með
annars stigs margliðu v(x) = A + Bx + Cx2 .
(iii)Setjið upp línulegt jöfnuhneppi fyrir Galerkin-aðferð til nálgunar á lausninni u(x) með
nálgunarfalli v(x) sem er línuleg samatekt þúfugrunnfalla með þriggja bila skiptingu.
2. abcdabcd) Lítið á jaðargildisverkefnin dæmi 21.7.10 og 14.
(i) Umritið verkeð yr á veikt form.
(ii) Setjið upp línulegt jöfnuhneppi fyrir Galerkin-aðferð til nálgunar á lausninni u(x, y)
með annars stigs margliðu v(x) = A + Bx + Cy + Dx2 + Exy + F y 2 .
3. Umritið jaðargildisverkefnið
 2
∂ u ∂ 2u
− − 2 + u = 0, 0 < x < 1.0, 0 < y < 0.6,


2
 ∂x ∂y



∂u
u(x, 0) = x, u(x, 0.6) + (x, 0.6) = 0, 0 < x < 1.0,

 ∂y
 ∂u (0, y) = y, u(1, y) = 1,


0 < y < 0.6,

∂x
á veikt form og setjið upp jöfnuhneppi fyrir aðferð Galerkins með nálgunarfall á forminu

v(x, y) = A + Bx + Cy + Dx2 + Exy + F y 2 .

4. Finnið veikt form jaðargildisverkefnisins


 2
∂ u ∂ 2u
− − 2 = 1, 0 < x < 1, 0 < y < 1,


2
 ∂x ∂y



∂u ∂u
(x, 0) = 0, (x, 1) = 0, 0 < x < 1,

 ∂y ∂y
 ∂u (0, y) = 0, ∂u (1, y) = 2y, 0 < y < 1,



∂x ∂x
og ákvarðið síðan nálgunarlausnarfall á forminu A + Bxy aðferð Galerkins.
5. Finnið veikt form jaðargildisverkefnisins
 2
∂ u ∂ 2u
− − = x, 0 < x < 1, 0 < y < 2 − x,



 ∂x2 ∂y 2


∂u
u(0, y) = y, 0 < y < 2, (1, y) + u(1, y) = 0, 0 < y < 1,

 ∂n

 ∂u ∂u
 (x, 0) = −1, 0 < x < 1,
 (x, 2 − x) = 0, 0 < x < 1,
∂n ∂n

og ákvarðið síðan nálgunarlausn á forminu A + Bx + Cy + Dxy með aðferð Galerkins.


566 KAFLI 22. BÚTAAÐFERÐIR

6. Lítum á jaðargildisverkefni á þríhyrningnum D = {(x, y) ∈ R2 ; 0 < x < y < 1}:


∂u ∂u
−∆u = xy á D, (x, x) = 0, (x, 1) = x, 0 < x < 1, u(0, y) = y, 0 < y < 1.
∂n ∂n
Umritið þetta verkefni yr á veikt form og setjið síðan fram heildin fyrir stuðlana í línulegu
jöfnuhneppi til ákvörðunar á nálgunarlausn af gerðinni v(x, y) = A + Bx + Cy + Dxy sem
byggir á aðferð Galerkins.
7. Lítum á jaðargildisverkefni á þríhyrningnum D = {(x, y) ∈ R2 ; 0 < y < x < 1}:
∂u 1 ∂u
−∆u = 1, á D, u(x, 0) = x, (x, x) = √ , 0 < x < 1, (1, y) = 0, 0 < y < 1.
∂n 2 ∂n

Umritið þetta verkefni yr á veikt form og reiknið út stuðlana í línulegu jöfnuhneppi til
ákvörðunar á nálgunarlausn af gerðinni v(x, y) = A + Bx + Cy + Dxy sem byggir á aðferð
Galerkins.
8. Lítum á jaðargildisverkefni á svæðinu D = {(x, y) ∈ R2 ; 0 < y < 1 + x, 0 < x < 1}:

−∆u = x, á D,



 ∂u
 ∂u
(x, 1 + x) − (x, 1 + x) = 0, u(x, 0) = 0, 0 < x < 1,
∂x ∂y
u(0, y) = y, 0 < y < 1, ∂u (1, y) = y 2 , 0 < y < 2.



∂x
Umritið jaðargildisverkefnið yr á veikt form og setjið fram heildin fyrir stuðlana í línulegu
jöfnuhneppi til ákvörðunar á nálgunarlausn af gerðinni v(x, y) = A + Bx + Cy + Dxy sem
byggir á aðferð Galerkins.
Viðauki A
RITHÁTTUR

Samantekt. Í þessum viðauka höfum við tekið saman skilgreiningar á rithættinum, sem
notaður er í fyrirlestrunum. Við förum ekki út í skilgreiningar á hugtökunum sem koma
við sögu og því þarf lesandinn að hafa bækur um línulega algebru og stærðfræðigreiningu
við hendina, til þess að rifja þau upp.

A.1 Rúmin Rn og Cn
Táknin sem við notum fyrir talnamengin eru
N = {1, 2, 3, . . . } fyrir náttúrulegar tölur,
Z = {0, ±1, ±2, ±3, . . . } fyrir heilar tölur,
Q = {r = p/q; p, q ∈ Z, q 6= 0} fyrir ræðar tölur,
R fyrir rauntölur,
C fyrir tvinntölur,
R+ = {x ∈ R; x ≥ 0} fyrir lokunina á jákvæða raunásnum og
R− = {x ∈ R; x ≤ 0} fyrir lokunina á neikvæða raunásnum.
Við látum Rn tákna vigurrúmið sem samanstendur af öllum x = (x1 , . . . , xn ) með xj ∈ R
og Cn tákna vigurrúmið sem samanstendur af öllum z = (z1 , . . . , zn ) með zj ∈ C. Sérhvert
hnit zj má skrifa sem zj = xj + iyj , þar sem xj , yj ∈ R. Vigurinn x = (x1 , . . . , xm ) nefnist
raunhluti vigursins z og vigurinn y = (y1 , . . . , yn ) nefnist þverhluti vigursins z . Við táknum
þá með Re z og Im z . Þetta leyr okkur að gera ekki greinarmun á mengjunum Cn og R2n
með því að líta á vigrana

(x1 + iy1 , . . . , xn + iyn ) ∈ Cn og (x1 , y1 , . . . , xn , yn ) ∈ R2n

sem sama stakið. Við lítum hins vegar á Cn sem línulegt rúm yr tvinntölurnar, sem þýðir
að þar er skilgreind margföldun á c ∈ C og z = (z1 , . . . , zn ) ∈ Cn með cz = (cz1 , . . . , czn ),
meðan R2n er línulegt rúm yr rauntölurnar, þar sem skilgreind er margföldun á c ∈ R og
x = (x1 , . . . , x2n ) ∈ R2n með cx = (cx1 , . . . , cx2n ).

567
568 VIÐAUKI A. RITHÁTTUR

A.2 Samfellt deildanleg föll


Við fjöllum mikið um samfelld og deildanleg föll bæði af einni og mörgum breytistærð-
um. Þess vegna er mjög hagkvæmt að innleiða rithátt fyrir mengi allra falla sem eru
samfelld á einhverju mengi. Ef U er hlutmengi af Rn þá látum við C(U ) tákna mengi
allra samfelldra falla u : U → C. Það er til mikilla þæginda að gera frá byrjun ráð
fyrir að föllin séu tvinntölugild. Við látum C m (U ) tákna mengi allra m sinnum samfellt
deildanlegra falla. Hér er átt við að allar hlutaeiður fallsins u af stigi ≤ m eru til og
þar að auki samfelldar. Við skrifum C 0 (U ) = C(U ) og táknum mengi óendanlega oft
deildanlegra falla með C ∞ (U ).
Þegar við fáumst við aeiðujöfnuhneppi, þá þurfum við að reikna með föllum sem taka
gildi í vigurrúmunum RN og CN , u : U → RN og u : U → CN . Þessi föll getum við
ritað sem u = (u1 , . . . , uN ), þar sem öll föllin uj taka gildi í R eða C. Þá er u samfellt þá
og því aðeins að öll hnitaföllin uj séu samfelld. Við segjum að u sé m sinnum samfellt
deildanlegt, 0 ≤ m ≤ +∞, ef öll hnitaföllin uj eru í C m (U ). Við látum C m (U, RN ) tákna
mengi allra m sinnum samfellt deildanlegra varpana með gildi í RN og C m (U, CN ) tákna
mengi allra m sinnum samfellt deildanlegra varpana með gildi í CN . Við þurfum einnig
að nota p × n fylkjagild föll A(t) = (ajk (t)), þar sem t ∈ I og hnitaföllin ajk eru skilgreind
á I með gildi í R eða C, fyrir j = 1, . . . , p og k = 1, . . . , n,
 
a11 (t) a12 (t) . . . a1n (t)
a21 (t) a22 (t) . . . a2n (t)
A(t) =  .. .. . ..  .
 
 . . . . . 
ap1 (t) ap2 (t) . . . apn (t)

Við látum C m (I, Cp×n ), 0 ≤ m ≤ ∞, tákna mengi allra falla með gildi í p × n tvinntölu-
fylkjum með öll stuðlaföllin ajk í C m (I).
Aðgerðirnar deildun og heildun vigurfalla eru teknar á hnitin hvert um sig,

u0 (t) = (u1 0 (t), . . . , um 0 (t)),


Z b Z b Z b
u(t) dt = ( u1 (t) dt, . . . , um (t) dt).
a a a

Ef f : U → C er fall á hlutmengi U í Rn , þá getum við skrifað f = u + iv þar sem u og


v eru raun- og þverhluti fallsins f , u = Re f og v = Im f . Hlutaeiður f með tilliti til
breytistærðarinnar xj eru
∂f ∂u ∂v
= +i .
∂xj ∂xj ∂xj
Oft þurfum við að einfalda ritháttinn fyrir hlutaeiður og losna við að skrifa þær sem
brot. Þá skrifum við
∂f
∂j f = ∂xj f = .
∂xj
Í mörgum bókum eru hlutaeiður skrifaðar sem fxj . Þessi ritháttur hentar okkur illa,
því við notum lágvísinn til þess að tákna ýmislegt annað en hlutaeiður. Mun skýrari
A.3. SAMFELLDNI Á KÖFLUM 569

ritháttur er að tákna hlutaeiður með fxj 0 . Ef f er skrifað sem fall af breytistærðunum


x, y, z, . . . , þá skrifum við
∂f ∂f ∂f
∂x f = , ∂y f = , ∂z f = , ...
∂x ∂y ∂z
og hærri aeiður táknum við með
∂ 2f ∂ 2f ∂ 3f
∂x2 f = , 2
∂xy f= , 3
∂xxy f= , ....
∂x2 ∂x∂y ∂x2 ∂y
Athugið að hávísirinn í teljaranum táknar alltaf stig aeiðunnar. Hlutaeiður af vigur-
gildum föllum af mörgum breytistærðum eru einnig teknar á hnitin hvert um sig,
∂xj f (x) = (∂xj f1 (x), . . . , ∂xj fm (x)).

A.3 Samfelldni á köum


Nú skulum við láta I vera lokað takmarkað bil á rauntöluásnum I = [a, b] ⊂ R. Við
segjum að fallið u sé samfellt á köum á bilinu I , ef til er skipting á bilinu I , a = a0 <
a1 < · · · < an = b, og föll uj ∈ C([aj−1 , aj ]) þannig að
u(t) = uj (t), t ∈ (aj−1 , aj ).
Við getum líka orðað skilgreininguna á þá leið að fallið u sé samfellt í sérhverjum punkti
í I nema hugsanlega í punktunum a0 , . . . , an , en að í þessum punktum séu markgildin af
u frá hægri og vinstri bæði til. Við látum P C(I) tákna mengi allra falla á I sem eru
samfelld á köum. Við minnumst þess að fall u : [a, b] → C er sagt vera deildanlegt í
endapunktum bilsins a og b ef markgildin
u(a + h) − u(a) u(b + h) − u(b)
u0 (a) = lim og u0 (b) = lim
h→0+ h h→0− h
eru til. Við látum C 1 ([a, b]) tákna mengi allra falla sem eru deildanleg á [a, b] með
samfellda aeiðu. Með þrepun skilgreinum við síðan C m ([a, b]) sem mengi allra falla
u ∈ C m−1 ([a, b]) þannig að u(m−1) ∈ C 1 ([a, b]). Við segjum að fall sé óendanlega oft sam-
fellt deildanlegt ef það er í C m ([a, b]) fyrir öll m og við táknum rúm allra óendanlega oft
deildanlegra falla á [a, b] með C ∞ ([a, b]).
Við segjum að fall u sé m sinnum samfellt deildanlegt á köum á [a, b] ef til er skipting
á [a, b], a = a0 < a1 < · · · < an = b, og föll uj ∈ C m ([aj−1 , aj ]) þannig að
u(t) = uj (t), t ∈ (aj−1 , aj ).
...
...
.....
.....
..........
......
............................ ..............
.....
..
◦ ◦...............................................
.....
.......

....................

.................
• .....
.....
........
......
.
.....
.....
.....
.......... ...............
..... ...
. .
..................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
.
. ..
. ...
.
.
........ ................... .
a ◦
.....
.......
...........
.
b
Mynd A.1
570 VIÐAUKI A. RITHÁTTUR

Þetta þýðir að u er m sinnum samfellt deildanlegt á opnu bilunum (aj , aj+1 ) og allar
aeiður u(j) af stigi j ≤ m hafa markgildi bæði frá hægri og vinstri í punktunum aj .
Við látum P C m ([a, b]) tákna mengi allra falla sem eru msinnum samfellt deildanleg á
köum, P C 0 ([a, b]) = P C([a, b]) og P C ∞ ([a, b]) = ∩∞ m=0 P C ([a, b]). Athugið að þessi
m

ritháttur P C ([a, b]) er ekki viðtekinn í stærðfræði, svo þið getið ekki búist við að sjá
m

hann í bókum.
Ef I er ótakmarkað bil á rauntalnaásnum, þá segjum við að fallið u sé m sinnnum
samfellt deildanlegt á köum á I ef takmörkun þess við sérhvert lokað takmarkað hlutbil
[a, b] ⊂ I er m sinnum samfellt deildanleg á köum. Við látum P C m (I) tákna mengi allra
falla sem eru m sinnum samfellt deildanleg á köum.
Öll þessi fallamengi sem við höfum verið að skilgreina hér eru línuleg rúm, þar sem
margföldun með tvinntölum er skilgreind. Slík rúm eru kölluð línuleg rúm yr tvinntöl-
urnar, til aðgreiningar frá línulegum rúmum yr rauntölurnar, þar sem margföldun með
rauntölum er skilgreind. Við munum óspart nota hugtök úr línulegri algebru, en rifjum
ekki upp skilgreiningarnar á þeim hér. Þær eiga allir að kunna. Eitt atriði er þó rétt að
minnast á. Föllin u1 , . . . , um : U → C eru sögð vera línulega óháð á U , ef

c1 u1 (t) + · · · + cm um (t) = 0 fyrir öll t ∈ U,

hefur í för með sér að c1 = · · · cm = 0. Ef föllin u1 , . . . , um eru ekki línulega óháð á U þá


eru þau sögð vera línulega háð á U . Að föllin séu línulega háð má líka orða þannig, að
unnt sé að taka eitt fallanna og skrifa það sem línulega samantekt af hinum föllunum.
Við notum táknin  og  á sérstakan hátt til þess að tákna greinaskil. Í lok setninga,
skilgreininga og sýnidæma skrifum við  og í lok sannana skrifum við . Ef útleiðsla á
setningu kemur áður en hún er sett fram, þá skrifum við . Sama er gert ef staðhæng
setningar er augljós aeiðing af því sem á undan er komið.
Viðauki B
SAMLEITNI Í JÖFNUM MÆLI

Samantekt. Í útreikningum okkar þurfum við oft að vita hvort formúlur eins og
lim lim fn (t) = lim lim fn (t),
t→α n→+∞ n→+∞ t→α
Z b Z b
lim fn (t) dt = lim fn (t) dt,
n→∞ a a n→∞
d d
lim fn (t) = lim fn (t),
dt n→∞ n→∞ dt

gildi, þar sem {fn } er runa af föllum sem skilgreind eru á bilinu [a, b]. Eins getum við
þurft að vita hvort markfall samleitinnar fallarunu sé samfellt eða deildanlegt. Við ætlum
nú að fjalla almennt um skilyrði á rununa {fn } sem tryggja að þessar formúlur gildi.

B.1 Skilgreiningar og einfaldar aeiðingar þeirra


Við byrjum á því að rifja upp skilgreininguna á samleitni fallaruna. Látum A vera mengi
og {fn } vera runu af föllum fn : A → C. Við segjum að runan {fn } stefni á fallið f , og
táknum það með
lim fn = f og fn → f,
n→∞

ef talnarunan {fn (a)} stefnir á f (a) fyrir öll a ∈ A. Þetta þýðir að fyrir sérhvert a ∈ A
og sérhvert ε > 0 er til N > 0 þannig að

|fn (a) − f (a)| < ε, fyrir öll n ≥ N.

Talan N getur verið háð bæði a og ε, N = N (a, ε). Ef hægt er að velja töluna N óháð a,
þá segjum við að fallarunan {fn } stefni á fallið f í jöfnum mæli á A:

Skilgreining B.1.1 Látum A vera mengi og {fn } vera runu af föllum á A með gildi í C.
Við segjum að {fn } stefni á fallið f í jöfnum mæli á A, ef fyrir sérhvert ε > 0 er til N
þannig að
|fn (a) − f (a)| < ε, fyrir öll n ≥ N og öll a ∈ A.
Við segjum að {fn } sé samleitin í jöfnum mæli á A
P, ∞
ef til er fall f þannig að {fn } stefni
á f í jöfnum mæli á A. Við segjum að fallaröðin k=0 fk sé samleitin í jöfnum mæli ef

571
572 VIÐAUKI B. SAMLEITNI Í JÖFNUM MÆLI

runan af hlutsummum { nk=0 fk } er samleitin í P jöfnum mæli. Ef fallaröðin ∞ k=0 |fk | er


P P

samleitin í jöfnum mæli á A, þá segjum við að k=0 fk sé alsamleitin í jöfnum mæli á
menginu A.
Í því tilfelli að f er raungilt fall má einnig orða skilgreininguna svo, að fyrir sérhvert ε >
0 sé til N = N (ε), þannig að graf fallsins fn sé innihaldið í menginu {(a, y); a ∈ A, f (a) − ε < y < f (a) + ε}
ef n ≥ N . 

Sýnidæmi B.1.2 Myndin sýnir runu {fn }, fn : R → R, sem stefnir á núllfallið f , en


gerir það ekki í jöfnum mæli, því |fn (1/n) − f (1/n)| = 1 fyrir öll n.
.....
........
... ... ...
.
...........
1 ....
...
.
......
... ...
... .....
... ....
. ...
. ...
... ... ...
... ... ...
... ....
. ...
... ..... ...
...
... ..... ...
...
...... . ..
..............................................................................................................
. . ......

1/n 2/n
Mynd B.1


Við höfum samanburðarpróf fyrir samleitni í jöfnum mæli:

Setning B.1.3
P∞
P (Weierstrasspróf).

Gerum ráð fyrir að k=0 fk sé röð af föllum á
menginu A, k=0 Mk sé samleitin röð af jákvæðum rauntölum og

0 ≤ |fk (a)| ≤ Mk fyrir öll k ≥ 1 og öll a ∈ A.


P∞
Þá er röðin k=0 fk samleitin í jöfnum mæli á A. 
P∞
Sönnun: Samanburðarpróð gefur að röðin
P∞ k=0 fk er alsamleitin í sérhverjum punkti og
þar með samleitin. Við setjum f (a) = k=0 fk (a), a ∈ A. Þá er
n
X ∞
X ∞
X
|f (a) − fk (a)| ≤ |fk (a)| ≤ Mk .
k=0 k=n+1 k=n+1
P∞
Fyrst talnarunan k=0 Mk er samleitin, þá gildir um sérhvert ε > 0 að til er N þannig að

X
Mk < ε.
k=N +1

Þetta sýnir að
n
X
|f (a) − fk (a)| < ε, fyrir öll n ≥ N og öll a ∈ A.
k=0

Þar með stefnir röðin ∞k=0 fk á f í jöfnum mæli á A.


P

Við skulum nú sjá hvernig setningu Weierstrass er beitt:
B.2. SAMLEITNI Í JÖFNUM MÆLI OG SAMFELLDNI 573

Setning B.1.4 (Abel).


P∞
Ef n=0 an z er veldaröð með samleitnigeisla %, þá er hún
n

samleitin í jöfnum mæli á sérhverri hringskífu með miðju í 0 og geisla r < %. 


Sönnun:
P∞ Við skilgreinum fn (z) = an z n og tökum s ∈ R, þannig að r < s < %. Þá er röðin
n=0 an s samleitin og því eru liðir hennar takmarkaðir. Það þýðir að til er fasti C > 0,
n

þannig að |an sn | ≤ C . Ef nú |z| ≤ r, þá gildir


r n
|fn (z)| = |an z n | ≤ |an |rn ≤ C , n ≥ 0.
s
P∞
Ef við skilgreinum Mn = C(r/s)n , þá er n=0 Mn samleitin, því þetta er einfaldlega
kvótaröð með kvótann r/s < 1. Weierstrasssetningin gefur okkur nú að veldaröðin er
samleitin í jöfnum mæli á hringskífunni {z ∈ C; |z| ≤ r}. 

B.2 Samleitni í jöfnum mæli og samfelldni


Við byrjum á því að kanna formúluna
(B.2.1) lim lim fn (t) = lim lim fn (t).
t→α n→+∞ n→+∞ t→α

Setning B.2.1 Látum A vera hlutmengi af Rm og {fn } vera runu af samfelldum föllum
sem stefnir á fallið f í jöfnum mæli á A. Þá er f samfellt.

Sönnun: Látum a ∈ A og ε > 0. Við þurfum að sýna að til sé δ > 0 þannig að
|f (x) − f (a)| < ε, ef |x − a| < δ.
Fyrst fn → f í jöfnum mæli, þá er til N þannig að
|f (x) − fn (x)| < ε/3, fyrir öll n ≥ N og x ∈ A.
Nú er fallið fN samfellt, svo til er δ > 0 þannig að |fN (x) − fN (a)| < ε/3 fyrir öll x sem
uppfylla |x − a| < δ . Við fáum því
|f (x) − f (a)| ≤ |f (x) − fN (x)| + |fN (x) − fN (a)| + |fN (a) − f (a)|
< ε/3 + ε/3 + ε/3 = ε,
fyrir öll x sem uppfylla |x − a| < δ . Þar með er fallið f samfellt í a. 
Af setningunni leiðir að (B.2.1) gildir og jafnframt:
Fylgisetning B.2.2 Látum A vera hlutmengi af Rm og ∞ k=0 fk vera röð af samfelldum
P
föllum sem er samleitin í jöfnum mæli á A. Þá er
X∞ X∞
lim fk (x) = lim fk (x), fyrir öll a ∈ A.
x→a x→a
k=0 k=0


Þegar verið er að sýna fram á að markfall f samleitinnar fallarunu {fn } í C(A) sé
samfellt, þá dugir að sýna fram á að fyrir sérhvert a ∈ A megi velja opna kúlu B(a, εa ) =
{x ∈ A; |x − a| < εa } þannig að fn → f í jöfnum mæli á B(a, εa ). Þetta gildir vegna þess
að setning B.2.1 segir okkur að f sé samfellt í B(a, εa ) fyrir öll a ∈ A og þar með er f
samfellt á öllu menginu A.
574 VIÐAUKI B. SAMLEITNI Í JÖFNUM MÆLI

B.3 Samleitni í jöfnum mæli og heildun


Næsta viðfangsefni er formúlan
Z b Z b
(B.3.1) lim fn (t) dt = lim fn (t) dt.
n→+∞ a a n→+∞

Setning B.3.1 Gerum ráð fyrir að {fn } sé runa af heildanlegum föllum á [a, b], að fn → f
í jöfnum mæli á bilinu [a, b]. Setjum
Z x Z x
gn (x) = fn (t) dt, og g(x) = f (t) dt.
a a

Þá stefnir gn á g í jöfnum mæli á [a, b]. 

Sönnun: Látum ε > 0. Þá er til N þannig að

|fn (t) − f (t)| < ε/(b − a), fyrir öll n ≥ N og öll t ∈ [a, b].

Þar með gildir fyrir sérhvert x ∈ [a, b]


Z x Z b Z b
ε
|gn (x) − g(x)| = | (fn (t) − f (t)) dt| ≤ |fn (t) − f (t)| dt < dt < ε,
a a a b−a

og þar með stefnir {gn } á g í jöfnum mæli á [a, b]. 


Hliðstæða þessarar setningar fyrir raðir er:

Fylgisetning B.3.2
P Gerum ráð fyrir að {fk } sé runa af heildanlegum föllum á bilinu

[a, b] og að röðin k=0 fk sé samleitin í jöfnum mæli á bilinu [a, b]. Þá er
Z ∞
xX ∞ Z
X x
fk (t) dt = fk (t) dt, x ∈ [a, b].
a k=0 k=0 a

Með því að skipta á stærðinni (b − a) og rúmmáli mengisins A ⊂ Rm í sönnuninni á


setningu B.3.1, þá fáum við með sömu röksemdarfærslu:

Setning B.3.3 Látum A vera takmarkað hlutmengi í Rm og {fn } vera runu af heildan-
legum föllum á A. Ef fn → f í jöfnum mæli á A, þá er
Z Z
lim fn (x) dx = f (x) dx.
n→+∞ A A

Hliðstæðar setningar gilda einnig um vegheildi yr vegi með endanlega boglengd og
heildi yr eti með endanlegt atarmál.
B.4. SAMLEITNI Í JÖFNUM MÆLI OG DEILDUN 575

B.4 Samleitni í jöfnum mæli og deildun


Nú snúum við okkur að formúlunni
d d
(B.4.1) lim fn (t) = lim fn (t).
dt n→∞ n→∞ dt

Setning B.4.1 Látum {fn } vera runu af föllum í C 1 ([a, b]), gerum ráð fyrir að runan
{fn 0 } sé samleitin í jöfnum mæli á [a, b] og að til sé c ∈ [a, b] þannig runan {fn (c)} sé
samleitin. Þá er stefnir {fn } á fall f ∈ C 1 ([a, b]) í jöfnum mæli á [a, b] og
f 0 (x) = lim fn 0 (x), x ∈ [a, b].
n→∞


Sönnun: Ef við setjum g(x) = limn→∞ fn 0 (x) og α = limn→∞ fn (c), þá gefur setning B.2.1
okkur að g ∈ C([a, b]) og setning B.3.1 gefur okkur að
Z x Z x
0
fn (x) = fn (c) + fn (t) dt → α + g(t) dt = f (x),
c c
þar sem síðasta jafnan er skilgreining á fallinu f . Auk þess vitum við að samleitnin er í
jöfnum mæli á [a, b]. Undirstöðusetning stærðfræðigreiningarinnar gefur að f ∈ C 1 [a, b]
og f 0 = g . 
Með þrepun fáum við hliðstæða setningu fyrir hærri aeiður:
Fylgisetning B.4.2 Látum {fn } vera runu af föllum í C m ([a, b]) og gerum ráð fyrir því
að runurnar {f (k) }, 0 ≤ k ≤ m, séu samleitnar í jöfnum mæli á [a, b] og táknum markgildi
{fn } með f . Þá er f ∈ C m ([a, b]) og
f (k) (t) = lim fn(k) (t), t ∈ [a, b].
n→+∞


Þessa fylgisetningu er létt að alhæfa fyrir hærri víddir:
Setning B.4.3 Látum A vera opið hlutmengi í Rm , {fn } vera runu af föllum í C k (A), f
vera fall á A og gα vera fall á A, þar sem α = (α1 , . . . , αm ) er fjölnúmer sem svarar til
hlutaeiðunnar ∂ α = ∂1α1 · · · ∂m
αm
af stigi |α| = α1 + · · · + αm ≤ k . Gerum ráð fyrir, að
fyrir sérhvert a ∈ A sé til opin kúla B(a, εa ) þannig að
fn → f, ∂ α fn → gα , í jöfnum mæli á B(a, εa ),
fyrir allar hlutaeiður ∂ α af stigi ≤ k . Þá er f ∈ C k (A) og ∂ α f = gα ; þ.e.
lim ∂ α fn = ∂ α f.
n→+∞


Við getum alhæft allar setningarnar í þessum viðauka þannig að þær gildi fyrir vig-
urgild föll. Í skilgreiningunni á samleitni í jöfnum mæli þurfum við einungis að skipta
á tölugildi og lengd vigra í Rm . Þá er augljóst að runa {fn } af vigurgildum föllum
fn = (f1n , . . . , fmn ) : A → Rm er samleitin í jöfnum mæli á A, þá og því aðeins að
allar runurnar af hnitaföllunum {fjn }, j = 1, . . . , m, séu samleitnar í jöfnum mæli á A.
Við getum síðan framkvæmt allar aðgerðirnar á hverju hnitafalli fyrir sig.
576 VIÐAUKI B. SAMLEITNI Í JÖFNUM MÆLI
Viðauki C
HEILDUN

Samantekt. Í útreikningum okkar þurfum við oft að vita hvort formúlur eins og
Z +∞ Z +∞
lim fn (x) dx = lim fn (x) dx,
n→+∞ −∞ −∞ n→+∞
Z +∞ Z +∞
d ∂
f (x, y) dy = f (x, y) dy
dx −∞ −∞ ∂x

gilda. Auk þess þurfum við að vita, hvenær skipta má á heildunarröð í tvöföldu heildi
Z +∞  Z +∞  Z +∞  Z +∞ 
f (x, y) dx dy = f (x, y) dy dx.
−∞ −∞ −∞ −∞

Þessu er svarað í setningum sem kenndar eru við stærðfræðingana Lebesgue og Fubini.

C.1 Heildanleg föll


Hin hefðbundna aðferð við að skilgreina heildi er kennd við Riemann. Hún gengur þannig
fyrir sig að fyrst eru heildi af þrepaföllum ϕ á takmörkuðu bili [a, b] skilgreind með
Z b N
X
ϕ(x) dx = ϕj · (aj − aj−1 ),
a j=1

þar sem ϕ(x) = ϕj , ef aj−1 < x < aj og a = a0 < a1 < · · · < aN = b er skipting á bilinu
[a, b]. Til þess að skilgreina heildi takmarkaðs falls f : [a, b] → R er síðan litið á tölurnar
Z b Z b
M = inf ϕ(x) dx, m = sup ψ(x) dx,
ϕ≥f a ψ≤f a

þar sem neðra markið er tekið yr öll þrepaföll ϕ ≥ f og efra markið er tekið yr öll
þrepaföll ψ ≤ f . Ef þessar tölur eru jafnar, M = m, þá er fallið f sagt vera heildanlegt
og heildi þess er skilgreint sem Z b
f (x) dx = M.
a

577
578 VIÐAUKI C. HEILDUN

Þessi aðferð er ófullkomin og í nútíma stærðfræði er heildi skilgreint með aðferð, sem
kennd er við Lebesgue. Hún er miklu víðtækari og gefur mun stærri okk af heildanlegum
föllum þannig að sérhvert Riemannheildanlegt fall er Lebesgueheildanlegt. Ekki er
hægt að fara út í aðferð Lebesgues hér, en við höfum sett fram nokkrar setningar hans
í takmarkaðri útgáfu fyrir Riemannheildanleg föll í næstu grein. Þar er einnig að nna
setningu sem kennd er við Fubini.
Tvinntölugilt fall f : [a, b] → C á lokuðu takmörkuðu bili er sagt vera heildanlegt ef
raunhlutinn u = Re f og þverhlutinn v = Im f eru heildanleg föll og við skilgreinum
Z b Z b Z b
f (x) dx = u(x) dx + i v(x) dx.
a a a

Við vitum að föllin |u|


√ og |v| eru heildanleg, ef u og v eru heildanleg og í framhaldi af því
fæst að fallið |f | = u2 + v 2 er heildanlegt á [a, b]. Við látum L1 (R) tákna mengi allra
falla f : R → C, þannig að f er heildanlegt yr sérhvert lokað og takmarkað bil [a, b] og
óeiginlegu heildin
Z +∞ Z b Z b Z b
|f (x)| dx = lim |f (x)| dx og |f (x)| dx = lim |f (x)| dx
a b→+∞ a −∞ a→−∞ a

eru til. Þríhyrningsójafnan gefur okkur


Z b Z b Z b
|αf (x) + βg(x)| dx ≤ |α| |f (x)| dx + |β| |g(x)| dx,
a a a

og með því að láta a → −∞ og b → +∞, þá sjáum við að L1 (R) er línulegt rúm. Ef I er


bil á R, þá látum við L1 (I) tákna mengi allra falla f : I → C þannig að fallið f˜ : R → C,
sem skilgreint er með f˜(x) = f (x) fyrir x ∈ I og f˜(x) = 0 fyrir x ∈ R \ I , er í L1 (R).
Þessi skilgreining okkar á rúminu L1 (R) er ekki sú sem tíðkast í nútíma stærðfræði.
Heildunarhugtakið sem við notum er ófullkomið, en venja er að skilgreina L1 (R) út frá
fullkomnara heildunarhugtaki, sem kennt er við Lebesgue. Þá fæst stærra rúm en hér
hefur verið lýst.

C.2 Setningar Lebesgues og Fubinis


Niðurstöðurnar sem við þurfum á að halda eru:

Setning C.2.1 (Lebesgue). (i) Látum {fn } vera runu af föllum í L1 (R) sem stefnir á
fallið f ∈ L (R). Gerum ráð fyrir að til sé fall g í L1 (R), þannig að |fn (x)| ≤ g(x) fyrir
1

öll x ∈ R. Þá er Z Z +∞ +∞
lim fn (x) dx = f (x) dx.
n→+∞ −∞ −∞

(ii) Látum f (x, y) vera fall á I × R, þar sem I er bil á R og gerum ráð fyrir að f sé í
L1 (R) sem fall af y fyrir sérhvert x ∈ I , og að f sé samfellt fall af x fyrir sérhvert y ∈ R.
C.2. SETNINGAR LEBESGUES OG FUBINIS 579

Ef tilR er fall g í L1 (R) þannig að |f (x, y)| ≤ g(y) fyrir öll (x, y) ∈ I × R, þá er fallið
+∞
x 7→ −∞ f (x, y) dy samfellt og
Z +∞ Z +∞
lim f (x, y) dy = lim f (x, y) dy α ∈ I.
x→α −∞ −∞ x→α

(iii) Látum f (x, y) vera fall á I × R, þar sem I er bil á R og gerum ráð fyrir að f (x, y)
sé í L1 (R) sem fall af y fyrir öll x ∈ I , og að f sé deildanlegt fall af x fyrir öll y ∈ R.
Ef tilR er fall g í L1 (R) þannig að |∂x f (x, y)| ≤ g(y) fyrir öll (x, y) ∈ I × R, þá er fallið
+∞
x 7→ −∞ f (x, y) dy deildanlegt og
Z +∞ Z +∞
d ∂
f (x, y) dy = f (x, y) dy, x ∈ I.
dx −∞ −∞ ∂x

Setning C.2.2 (Fubini). Gerum ráð fyrir að f (x, y) sé fall á R2 og að föllin

R 3 x 7→ f (x, y), y fasti, R 3 y 7→ f (x, y), x fasti,


Z +∞ Z +∞
R 3 x 7→ f (x, y) dy, R 3 y 7→ f (x, y) dx,
−∞ −∞

séu öll í L1 (R). Þá er f heildanlegt sem fall af tveimur breytistærðum og


Z +∞  Z +∞  Z +∞  Z +∞ 
f (x, y) dx dy = f (x, y) dy dx
−∞ −∞ −∞ −∞
Z +∞ Z +∞
= f (x, y) dxdy.
−∞ −∞

Við tökum sannanirnar ekki fyrir hér, en áhugasömum lesendum er bent á bækur um
mál- og heildunarfræði.
580 VIÐAUKI C. HEILDUN
Viðauki D
HNITASKIPTI

D.1 Hornrétt hnitaskipti


Oft er mikilvægt að sjá hvernig hlutaeiðuvirkjar breytast þegar skipt er um hnit. Við
ætlum nú að athuga hvernig virkjarnir grad, div, rot og ∆ breytast við hnitaskipti. Þessir
virkjar eru skrifaðir með ýmsum rithætti,

grad = ∇ = ∂, div = ∇·, rot = curl = ∇×, ∆ = ∇ · ∇ = ∇2 .


Í þessum kaa skulum við nota táknin ∇, ∇·, ∇× og ∇2 eins og viðtekið er í eðlisfræði.
Hugsum okkur að U sé opið mengi í (x, y, z)-rúmi, að vörpunin

~r : V → U, (ξ, η, ζ) 7→ (x, y, z) = (x(ξ, η, ζ), y(ξ, η, ζ), z(ξ, η, ζ))


sé tvisvar samfellt deildanleg og lítum á (ξ, η, ζ) sem ný hnit á U . Við gerum ráð fyrir að
þau séu hornrétt, en það þýðir að vigrarnir
 
∂~r ∂x ∂y ∂z ∂~r ∂~r
~a = = , , , ~b = og ~c =
∂ξ ∂ξ ∂ξ ∂ξ ∂η ∂ζ
eru hornréttir í sérhverjum punkti (ξ, η, ζ). Við táknum lengdir þeirra með a, b og c og
einingarvigra í stefnu þeirra með ~eξ , ~eη og ~eζ . Við skulum einnig gefa okkur að áttun ~eξ ,
~eη og ~eζ í þessari röð sé þannig, að þeir myndi hægri handar ker.
...
~eζ ...............
..
...
..
...
...
...
...
...
...
.
.........
..................................................................................
............... ..
..
.
..
.
...
... ~eη
...
...
...
.
....
.
........
...... ~eξ
Mynd D.1. Hægri handar ker.

Ferill sem stikaður er með ξ 7→ ~r(ξ, η0 , ζ0 ) nefnist ξ -hnitaferill og það er ljóst að ∂ξ ~r(ξ, η0 , ζ0 )
er snetill við hann. Við skilgreinum η - og ζ -hnitaferla með hliðstæðum hætti og sjáum

581
582 VIÐAUKI D. HNITASKIPTI

að ∂η ~r(ξ0 , η, ζ0 ) og ∂ζ ~r(ξ0 , η0 , ζ) eru snertlar við þá. Bogalengdarfrymin á ξ -, η - og ζ -


hnitaferlunum eru því

dsξ = a dξ, dsη = b dη og dsζ = c dζ.

...
.....
... ................. ~eη
...........
...........
... .......
.. ......
..... .....
.....
...
. • .....
...
. ...........
........... ...
...
. ..

... ... ..•


....
.
.. ..
....
.
.
.
.
~eζ ...
...
...
...
...
.... .
.
. .
........ ....... ....
...
.........
.. .
.
~eξ .........
-~eξ
.. . .. • . ..
. . . ...
...
...
...... ..
.................
..... ..
............
...... ......
............. .....
.......
......
...... ζ = ζ0 .
...
.. .....
...•
.......... .........
.....
..... ......
.....
-~eη
• .....
...... . ....
......... ..
......... ...
......... .....
... ...
... ...
...

(x0 , y0 , z0 )
Mynd D.2. Snertlar við hnitaferla.

Hnitaötur gegnum punktinn (x0 , y0 , z0 ) er myndmengi af plani í gegnum ξ0 , η0 , ζ0 ) þar


sem einu hniti er haldið föstu. Til dæmis er ζ -hnitaaötur stikaður með (ξ, η) 7→ ~r(ξ, η, ζ0 ).
Flatarmálsfrymið á þessum hnitaeti er
∂~r ∂~r
dSζ = × dξdη.
∂ξ ∂η
Fyrst vigrarnir ∂ξ ~r, ∂η ~r og ∂ζ ~r eru hornréttir, þá er lengdin af krossfeldi þeirra jöfn
margfeldi lengdanna ab. Á hliðstæðan hátt fást formúlur fyrir atarmálsfrymin á ξ - og
η -hnitaötunum og niðurstaðan verður

dSξ = bc dηdζ, dSη = ac dξdζ og dSζ = ab dξdη.

Vigrarnir ∂ξ ~r, ∂η ~r og ∂ζ ~r mynda dálkana í Jacobi-fylki vörpunarinnar ~r. Fyrst þeir eru
hornréttir, þá er tölugildið af Jacobi-ákveðu hnitaskiptanna jafnt abc og rúmmálsfrymið
verður,
dV = dxdydz = abc dξdηdζ.
~eζ
.
.........
..
..................................................... ........................................................
....... .......... ....... ..........
...... .. ......... ... ..... .
. .
. .........
...... .. ........ ...... .. ... ........
..
...... .. ........ ..... .. .. ........
. ..
.
.
... .
...
............ . ..
...... . ...
. ...
............
.. ... . .......... ..... .
.... . ... .......... .....
.
. .... ......
.
.. .
. . • .... ......
.
..
.. ....
.
..........................
... ..
ζ = ζ0 + ε
.............
.......... ..
.
.
.
. ...........
. .....
...... .. ....
.
..........................
... .
..............
.......... ..
.
.
. ...........
. .....
......
..... ... ..... ...... .............................
...
...
...
...
........ .
.......
.. ........... ........
.....
.....
..
...
...
-~eξ
...
..
.................. .........•
...
.
........ .
.......
.. ........... ........
..... •
.....
..
.
...
~eη
. .
ζ ...
........
.
..
......
.
...
...
. ...
...
.
..
......
...
.
.
•.........................
................
...
... ..
.
.
..
.
..
..
. .
..
...
...
...
... ............
.
.......•
.
.
.
..
.. ..
..
.
. ..
...
...
. .. ~eξ
...
. . . ...
...... .. ... .. ..
.. ... ... ... ... ....... . .
.
-~eη
... . . .. . . . .
... ....... ..
... .... . .. .. ... ... ... .....
... .
.......... ... ... . . . ... ... ... .....
... ...... . η
.............
....................................
...
.. ............
......... .. ......
... ...
................................
•.
..
...
.. ........
........
................. .
. ... ................. .. ...........
.......... ............. . .. ..
... .....................
(x0 , y0 , z0 ) ξ ζ = ζ0
......
.
........
..

-~eζ

Mynd D.3. Rúmskiki í (x, y, z)-rúmi.


D.2. STIGULL Í PÓLHNITUM OG KÚLUHNITUM 583

D.2 Stigull í pólhnitum og kúluhnitum


Nú skulum við líta á fall f : U → R. Í rétthyrndu hnitaker er stigullinn af f settur fram
sem  
∂f ∂f ∂f ∂f ∂f ∂f
∇f = , , = ~ex + ~ey + ~ez ,
∂x ∂y ∂z ∂x ∂y ∂z
þar sem ~ex = (1, 0, 0), ~ey = (0, 1, 0) og ~ez = (0, 0, 1). Nú setjum við ϕ(ξ, η, ζ) =
f (x(ξ, η, ζ), y(ξ, η, ζ), z(ξ, η, ζ)). Keðjureglan gefur okkur formúluna

1 ∂ϕ 1 ∂ϕ 1 ∂ϕ
(D.2.1) ∇f = ~eξ + ~eη + ~eζ ,
a ∂ξ b ∂η c ∂ζ

þar sem litið er á vinstri hliðina sem fall af (x, y, z) og hægri hliðina sem fall af (ξ, η, ζ).
Í sértilfellinu þegar f er fall af tveimur breytistærðum og hnitaskiptin eru þannig að z
hnitið er óbreytt við hnitaskiptin,

(ξ, η, ζ) 7→ (x, y, z) = (x(ξ, η), y(ξ, η), ζ),

þá verður þessi formúla

1 ∂ϕ 1 ∂ϕ
(D.2.2) ∇f = ~eξ + ~eη .
a ∂ξ b ∂η

Sýnidæmi D.2.1 (Stigull í pólhnitum). Við skulum nú innleiða pólhnit, (x, y) =


(r cos θ, r sin θ). Þá er
 
∂x ∂y  
~a = , = cos θ, sin θ , a = 1, ~er = cos θ, sin θ ,
∂r ∂r
 
~b = ∂x , ∂y = − r sin θ, r cos θ ,
 
b = r, ~eθ = − sin θ, cos θ .
∂θ ∂θ

y .....
........ ..
~eθ . ......
.... .......... ....
..
....... . ........................... .....
..
........
. ....... .........

...
....
.....
.. .
....
...
..~er
........
..... ...
.... .....
... ... ......... ...
.... ... .......
.. θ
.. ... ..
...
..
.................................................................................................................
..
...
...
...
.
..
.
....
rx ..
.
.
.
..
...
.... ... ....
..... .. ...
...... .....
......... ..... .............
....................
....

Mynd D.4. Pólhnit.

Stigullinn í pólhnitum er því

∂ϕ 1 ∂ϕ
(D.2.3) ∇f = ~er + ~eθ .
∂r r ∂θ

584 VIÐAUKI D. HNITASKIPTI

Sýnidæmi D.2.2 Stigull í kúluhnitum Við skulum nú innleiða kúluhnit,


(x, y, z) = (r sin θ cos φ, r sin θ sin φ, r cos θ).

z ................
...
....
..............................................
.... ... ..... .........
... ... .... ........
... ... ... .........
... ......
.... .... ... ......
...
...
...
...
...
..
..
.....
..... ~er
.....
..... ..
.........
... ... .. .... .......... .
... ... .. .
.......... ....
... ... .. . ..
.
.. ... .. ........ .........................
... . ........... ...
... .............
...
....
...
... .......
............
...... .......
....
~eφ
...
...
...
... ... ... ...
θ r .....
. .
..... ...
... ... ..
..
..... .. ... ...
... ... ....... .
.. ........ ...
... .......... .
...
... ... ........
.
.... ...... ..........
...
..
~eθ
.. .
..
..
.. ...
...
...
... ........... .. ...
... .
... .. ... ... ... ...
.
..
.
.. ......
...
........... ..
........... .
... .
. ...
.. .
..... .. .... ... ..... ... .. . .
.. .... .
. .. .. . ..
.....
. .
. . .. ... . . ..................................
... ..
.
... .................................... ... ... ... ... ...
... ......
.
.
.
... ... ... .. .............. ..... . ..... .. . .
y
... .....
.....
...... .........................
φ ............................................
... ...
...................
..
.....
...
....
........
.......
x
Mynd D.5. Kúluhnit.
Þá er
 
∂x ∂y ∂z 
~a = , , = sin θ cos φ, sin θ sin φ, cos θ , a = 1,
∂r ∂r ∂r
 
~b = ∂x ∂y ∂z 
, , = r cos θ cos φ, r cos θ sin φ, −r sin θ , b = r,
∂θ ∂θ ∂θ
 
∂x ∂y ∂z
~c = , , = − r sin θ sin φ, r sin θ cos φ, 0), c = r sin θ.
∂φ ∂φ ∂φ
Grunnurinn í kúluhnitum er því


~er = sin θ cos φ, sin θ sin φ, cos θ ,

~eθ = cos θ cos φ, cos θ sin φ, − sin θ ,
~eφ = − sin φ, cos φ, 0).

Stigullinn í kúluhnitum er þar með fundinn

∂ϕ 1 ∂ϕ 1 ∂ϕ
(D.2.4) ∇f = ~er + ~eθ + ~eφ .
∂r r ∂θ r sin θ ∂φ


D.3 Sundurleitni í pólhnitum og kúluhnitum


Nú skulum við líta á sundurleitni vigursviðsins ~v : U → R3 . Hún er sett fram í rétthyrnd-
um hnitum sem
∂vx ∂vy ∂vz
∇ · ~v = + + ef ~v = ~vx~ex + vy~ey + vz~ez .
∂x ∂y ∂z
D.3. SUNDURLEITNI Í PÓLHNITUM OG KÚLUHNITUM 585

Ef D~v (~r) táknar aeiðu vigursviðsins í punktinum ~r = (x, y, z), þá er fylki D~v (~r) miðað
við grunninn (~ex , ~ey , ~ez ) geð með formúlunni
 
∂x vx ∂y vx ∂z vx
∂x vy ∂y vy ∂z vy  .
∂x vz ∂y vz ∂z vz
og ∇ · ~v er summa hornalínustakanna í fylkinu. Fyrir n × n fylki A er summa hornalín-
ustakanna nefnd spor A og er táknuð með traceA. Það er auðvelt að sannfæra sig um að
trace(B −1 AB) = traceA fyrir sérhvert andhverfanlegt fylki. Af því leiðir að sundurleitnin
∇ · ~v er óháð því hvaða fylkjaframsetning er tekin á D~v (~r).
Nú setjum við w(ξ,
~ η, ζ) = ~v (~r(ξ, η, ζ)) og skrifum w
~ = vξ~eξ + vη~eη + vζ ~eζ . Keðjureglan
gefur okkur að
1 1 1
D~v (~r)~eξ = ∂ξ w,
~ D~v (~r)~eη = ∂η w,
~ D~v (~r)~eζ = ∂ζ w,
~
a b c
og þar með er
1  1  1 
∇ · ~v = ~ · ~eξ + ∂η w
∂ξ w ~ · ~eη + ∂ζ w ~ · ~eζ .
a b c
Tökum nú fyrir sértilfellið w ~ = ~eξ . Fyrst ~eξ er einingarvigur, þá er 0 = ∂ξ ~eξ · ~eξ =


2 ∂ξ~eξ · ~eξ og því


1    
∇ · ~v = ac ∂η~eξ · ~eη + ab ∂ζ ~eξ · ~eζ
abc
Nú athugum við að
   
a ∂η~eξ · ~eη = ∂η (a~eξ ) · ~eη = ∂η ∂ξ ~r · ~eη = ∂ξ ∂η ~r · ~eη

= ∂ξ (b~eη ) · ~eη = ∂ξ b

Í síðasta
 skrenu notfærðum við okkur að ~eη er einingarvigur og þar með er 0 = ∂ξ ~eη ·~eη =


2 ∂ξ~eη · ~eη . Á nákvæmlega sama hátt fáum við síðan að



a ∂ζ ~eξ · ~eζ = ∂ξ c.
Við höfum því formúluna
1    1 
div~v = ∂ξ b c + b ∂ξ c = ∂ξ bc .
abc abc
Þetta var sértilfellið w ~ = vξ~eξ og notfærum okkur formúluna ∇·(f F~ ) =
~ = ~eξ . Lítum nú á w
∇f · F~ + f ∇ · F~ . Hún gefur ásamt D.2.1 að
1 1  1 
div~v = ∂ξ vξ + vξ ∂ξ bc = ∂ξ vξ bc .
a abc abc
Með því að skipta á hlutverkum breytistærðanna í þessari formúlu fáum  við sams konar
formúlur fyrir í tilfellunum og , en þær eru

∇·v ~
v = v ~e
η η ~
v = v ~
e
ζ ζ ∇· v η η = ∂η vη ac /abc
~
e
og ∇ · vζ ~eζ = ∂ζ vζ ab /abc Almenna formúlan er þar með fundin
 

 
1 ∂ ∂ ∂
(D.3.1)
  
∇ · ~v = bcvξ + acvη + abvζ .
abc ∂ξ ∂η ∂ζ
586 VIÐAUKI D. HNITASKIPTI

Ef vigursviðið ~v er aðeins háð tveimur breytistærðum (x, y) og við veljum z = ζ , þá er


c = 1 og við fáum sértilfellið
 
1 ∂ ∂
(D.3.2)
 
∇ · ~v = bvξ + avη .
ab ∂ξ ∂η
Sýnidæmi D.3.1 (Sundurleitni í pólhnitum). Nú skulum við skrifa ~v = vr~er + vθ~eθ
með sama rithætti og í sýnidæmi D.2.1. Þá er ξ = r, η = θ, a = 1 og b = r. Þar með er
 
1 ∂ ∂
(D.3.3)

∇ · ~v = rvr + vθ .
r ∂r ∂θ

Sýnidæmi D.3.2 Sundurleitni í kúluhnitum Við skrifum ~v = vr~er + vθ~eθ + vφ~eφ og
stingum ξ = r, η = θ, ζ = φ, a = 1, b = r og c = r sin θ inn í (D.3.2). Þá fáum við
 
1 ∂ 2 ∂ ∂
(D.3.4)
  
∇ · ~v = 2 r sin θvr + r sin θvθ + rvφ
r sin θ ∂r ∂θ ∂φ
1 ∂ 2  1 ∂  1 ∂vφ
= 2 r vr + sin θvθ + .
r ∂r r sin θ ∂θ r sin θ ∂φ


D.4 Laplace-virki í pólhnitum og kúluhnitum


Nú lítum við aftur á almenn hornrétt hnit og gerum ráð fyrir að ~v sé stigulsvið ~v = ∇f .
Við skrifum f (x, y, z) = ϕ(ξ, η, ζ) og höfum því
1 ∂ϕ 1 ∂ϕ 1 ∂ϕ
~v = ~eξ + ~eη + ~eζ .
a ∂ξ b ∂η c ∂ζ
og þar með verður formúlan fyrir Laplace-virkjann
      
1 ∂ bc ∂ϕ ∂ ac ∂ϕ ∂ ab ∂ϕ
(D.4.1) 2
∇f= + + .
abc ∂ξ a ∂ξ ∂η b ∂η ∂ζ c ∂ζ
Í sértifellinu þegar f er aðeins háð tveimur breytistærðum (x, y) og við veljum z = ζ , þá
er c = 1 og við fáum sértilfellið

    
1 ∂ b ∂ϕ ∂ a ∂ϕ
(D.4.2) 2
∇f= + .
ab ∂ξ a ∂ξ ∂η b ∂η
Sýnidæmi D.4.1 Laplace-virki í pólhnitum Lítum á fall f ∈ C 2 (U ) og innleiðum pólhnit
eins og í sýnidæmum D.2.1 og D.3.1. Þá fáum við með því að stinga a = 1 og b = r inn í
(D.4.2) að
1 ∂ 2ϕ
      
1 ∂ ∂ϕ ∂ 1 ∂ϕ 1 ∂ ∂ϕ
(D.4.3) 2
∇f= r + = r + 2 2.
r ∂r ∂r ∂θ r ∂θ r ∂r ∂r r ∂θ

D.5. RÓT Í SÍVALNINGS- OG KÚLUHNITUM 587

Sýnidæmi D.4.2 Laplace-virki í kúluhnitum Með sama rithætti og í sýnidæmum D.2.2


og D.3.2 fáum við nú
      
1 ∂ ∂ϕ ∂ ∂ϕ ∂ 1 ∂ϕ
(D.4.4) 2
∇f= 2 2
r sin θ + r sin θ +
r sin θ ∂r ∂r ∂θ ∂θ ∂φ sin θ ∂φ
∂ 2ϕ
   
1 ∂ ∂ϕ 1 ∂ ∂ϕ 1
= 2 r2 + 2 sin θ + 2 2 .
r ∂r ∂r r sin θ ∂θ ∂θ r sin θ ∂φ2


D.5 Rót í sívalnings- og kúluhnitum


Nú tökum við fyrir rót vigursviðsins ~v , en það er táknað með
(D.5.1) rot~v , curl~v eða ∇ × ~v .
Í rétthyrndum hnitum er rótið geð með formúlunni
     
∂vz ∂vy ∂vx ∂vz ∂vy ∂vx
(D.5.2) ∇ × ~v = − ~ex + − ~ey + − ~ez .
∂y ∂z ∂z ∂x ∂x ∂y
Þessi formúla er oft skrifuð upp á fylkjaformi

~ex ~ey ~ez
(D.5.3)

∇ × ~v = ∂x ∂y ∂z .
vx vy vz
Nú ætlum við að snúa þessari formúlu yr í hnitin (ξ, η, ζ). Við skrifum því
~v = vξ~eξ + vη~eη + vζ ~eζ .
Við lítum á ~eξ , ~eη og ~eζ sem vigra í (x, y, z)-rúmi. Þeir eru snertlar við ξ -, η - og ζ -
hnitaferlana í stefnu vaxandi gildis á hnitinu. Við getum líka lítið á þá sem einingarvigra
í stefnu stigla af hnitaföllunum (x, y, x) 7→ (ξ, η, ζ). Þar með er
~v = avξ ∇ξ + bvη ∇η + cvζ ∇ζ,
þar sem við lítum á ∇ξ , ∇η og ∇ζ sem föll af (x, y, z) og stuðlana avξ , bvη og cvζ , sem
föll af (ξ(x, y, z), η(x, y, z), ζ(x, y, z)). Nú gildir formúlan ∇ × (F ∇G) = ∇F × ∇G um
öll föll F og G af þremur breytistærðum. Hún gefur
1  1  1 
∇ × ~v = ∇ avξ × ~eξ + ∇ bvη × ~eη + ∇ cvζ × ~eζ .
a b c
Nú er ~eξ × ~eη = ~eζ , ~eη × ~eζ = ~eξ og ~eζ × ~eξ = ~eη , og með því að nota formúluna fyrir
stigulinn í (ξ, η, ζ)-hnitunum, þá fáum við
 
1 1 1
∇ × ~v = − ∂η (avξ )~eζ + ∂ζ (avξ )~eη
a b c
 
1 1 1
+ ∂ξ (bvη )~eζ − ∂ζ (bvη )~eξ
b a c
 
1 1 1
+ − ∂ξ (cvζ )~eη + ∂η (cvζ )~eξ .
c a b
588 VIÐAUKI D. HNITASKIPTI

Með því að raða liðunum upp á nýtt fáum við


 
1 ∂ ∂
(D.5.4)
 
∇ × ~v = cvζ − bvη ~eξ
bc ∂η ∂ζ
 
1 ∂  ∂ 
+ avξ − cvζ ~eη
ac ∂ζ ∂ξ
 
1 ∂  ∂ 
+ bvη − avξ ~eζ .
ab ∂ξ ∂η

Þeir sem hafa gaman af ákveðum skrifa þessa formúlu sem



a~eξ b~eη c~eζ
1
(D.5.5)

∇ × ~v = ∂ ξ ∂ η ∂ ζ
.
abc
avξ bvη cvζ

Sýnidæmi D.5.1 Rót í sívalningshnitum Sértilfellið af (D.5.5) fyrir sívalningshnit,


(x, y, z) = (r cos θ, r sin θ, z),

er geð með

~er r~eθ ~ez
1
(D.5.6)

∇ × ~v = ∂r ∂θ ∂z .
r
vr rvθ vz

Sýnidæmi D.5.2 Rót í kúluhnitum



~er r~eθ r sin θ~eφ
1
(D.5.7)

∇ × ~v = 2 ∂ r ∂ θ ∂ φ
.
r sin θ
vr rvθ r sin θvφ

Lítum nú aftur á vigurssvið ~v = vx~ex + vy~ey í tveimur víddum. Þá er w(x,


~ y, z) =
(vx (x, y), vy (x, y), 0) vigursvið sem er óháð hnitinu z . Þar með er

(D.5.8) ∇×w
~ = (0, 0, ∂x vy − ∂y vx ).

Ef við látum ~v = vr~er + vθ~eθ vera framsetningu á vigursviðinu u í pólhnitum, þá fáum við
með því að líta á formúluna fyrir rótið í sívalningshnitum að
1
(D.5.9)

∂x vy − ∂y vx = ∂r rvθ ) − ∂θ vr .
r
Atriðisorðaskrá
aðferð Frobeniusar, 213, 216 alsamleitinn í jöfnu mæli, 85, 290
aðskiljanleg aeiðujafna, 143
Abel-setningin, 86, 291 bein lína í C, 11
aeiðujöfnuhneppi, 139, 145, 227 Bessel-fall, 221, 222
óhliðrað, 146, 227, 229 af annarri gerð, 222
af fyrstu gerð, 221
hliðrað, 146, 227
Bessel-jafnan, 206, 214, 220, 279
línulegt, 146, 227
bogalengd, 70
með fastastuðla, 229
bogalengdarfrymi, 129
staðalform, 146
brotin línuleg færsla, 28, 34
stig, 145
brotin línuleg vörpun, 28, 34
venjulegt, 145
bylgjujafna, 138, 161
aeiðujafna, 137
óhliðruð, 138, 163, 169 C-aeiða, 44
aðskiljanleg, 143 C-deildanlegur, 44
almenn lausn, 169 C-línuleg vörpun, 26
hliðruð, 138, 163 Casorati-Weierstrass-setningin, 111
línuleg, 138, 163, 169 Cauchy, 75, 77, 82
línuleg fyrsta stigs, 141, 167 ójöfnur, 82
raðalausn, 202 formúlan, 77
sérlausn, 165, 175, 179 formúlan fyrir aeiður, 82
sérstöðupunktur, 206 setningin, 75
staðalform, 138 CauchyRiemann
stig, 138 jöfnur, 46
vísajafna, 215 jafna, 46, 138
vísamargliða, 215 virki, 48
vísir, 215 Cayley-Hamilton-setningin, 247, 248
veldaraðalausn, 202 Clairaut-jafna, 160
venjuleg, 137
dánartíðni, 143
venjulegur punktur, 206
deyngarstuðull, 140
aeiðuvirki, 163
dreift mengi, 92, 109
kennimargliða, 163
kjarni, 165 eigingildi, 229
línulegur, 164 fylkis, 229
með fastastuðla, 164, 169 eiginvigragrunnur, 233
núllrúm, 165 eiginvigur, 229
afmáanlegur sérstöðupunktur, 109, 205 einangraður punktur, 92, 109
almenn lausn, 169 einangraður sérstöðupunktur, 109, 205

589
590 ATRIÐISORÐASKRÁ

afmáanlegur, 109, 205 geislavirkni efna, 142


skaut, 110, 213 Green-fall, 180, 182, 275
verulegur, 111 fyrir upphafsgildisverkefni, 182, 276
einfaldrelga samhangandi mengi, 97 Green-setningin, 73, 129
einfaldur ferill, 69
einingarþverhringur, 129 höfuðgrein, 58
einingarsnertill, 129 horns, 58
endapunktur ferils, 70 lografallsins, 58
Euler, 56, 173 veldisfallsins með veldisvísi α, 58
fasti, 222 höfuðhluti
jöfnur, 56 fágaðs falls, 109
jafna, 173 Laurent-raðar, 108
hágildislögmál, 94
földun, 278 Heaviside-fall, 269
fágað fall, 44 heildi, 69
fáguð útvíkkun, 54 m.t.t. bogalengdar, 70
fáguð framlenging, 54 vegheildi, 69
fólgið fall, 144 helmingunartími, 142
fæðingartíðni, 143 herma, 177
fall Bessels, 221 Hermite-jafna, 209
fasahliðrun, 172 Hermite-margliður, 210
fastastuðlar, 164, 229
herping, 28
fasti Eulers, 222
hliðraður, 138, 163
ferill, 69, 128
hliðrun, 27, 29, 32
einfaldur, 69, 128
hlutaeiðujöfnuhneppi, 145
endapunktur, 70
hlutaeiðujafna, 137
lokaður, 69, 128
horn, 56
lokapunktur, 69
fyrir feril, 95
upphafspunktur, 69
hornauki ferils, 95
vafningstala, 95
horngildi, 25
vegur, 70
hornhraði, 140
festi, 147, 236
hornrétt
fjaðurstuðull, 139, 149
fylki, 261
æði, 129
hrörnun, 142
Frobenius, 213, 216
hraðasvið, 128
Fubini-setningin, 297
hreinn sveill, 177, 178
fylkjaaeiðujafna, 241
hringbogi, 72
tilvistarsetning, 241
hringkragi, 105
fylkjafall, 246
innri geisli, 105
fylkjamargliða, 242
fylkjastaðall, 243 lokaður, 105
fylkjaveldaröð, 242 opinn, 105
ytri geisli, 105
götuð opin skífa, 41 hringstreymi, 129, 131
Gamma-fall, 211 hringur í C, 11
Gauss-setningin, 129 hvirll, 130
ATRIÐISORÐASKRÁ 591

iðustrymi, 132 línulegt rúm yr rauntölurnar, 288


innfeldi, 10 línulegt rúm yr tvinntölurnar, 288
vigra, 10 línustrik, 72
innmengi ferils, 95 lækkun á stigi, 166, 225
innri geisli hringkraga, 105 Laplace
innri samleitnigeisli Laurent-raðar, 108 deildun mynda, 279
jafna, 67, 125, 138
jöfnur Eulers, 56 mynd, 266
jákvæð stefna, 73 ummyndun, 266
jaðargildisskilyrði, 151 virki, 67, 125
lotubundin, 151 Laurent-röð
jaðargildisverkefni, 151 fágaðs falls, 109
jaðargildisvirki, 151 höfuðhluti, 108
Jacobi-fylki, 47 innri samleitnigeisli, 108
jafna leif, 108, 109
Bessel, 206, 279 samleitni, 108
CauchyRiemann, 46, 138 ytri samleitnigeisli, 108
Clairaut, 160 laurent-röð, 108
Euler, 173
Laurent-setningin, 106
Hermite, 209
Lebesgue-setningin, 296
Laplace, 67, 125, 138
Legendre
Legendre, 206, 208, 214
jafa, 214
Riccati, 160
jafna, 206, 208
jafnhæðarlína, 130
margliður, 209
keðjuregla fyrir fáguð föll, 45 Leibniz, 44
kennimargliða, 163, 169, 228 leif, 108
fylkis, 228, 253 falls, 109
virkja, 169, 228 Laurent-raðar, 108
Kirchho, 140 leifasetningin, 112
kjarni, 165 lengd, 25, 243
krossfeldi, 10 fylkis, 243
tvinntölu, 25
lögmál vegs, 70
Hookes, 139 Liouville setningin, 84
Kirchhos, 140 Lipschitzskilyrði, 152
Newtons, 139, 140, 150 logri, 56
línuleg aeiðujafna, 138 höfuðgrein, 58
línuleg fyrsta stigs aeiðujafna, 141 lokaður ferill, 69
línuleg vörpun, 25 lokaður hringkragi, 105
línulega óháð, 288 lokapunktur ferils, 69
línulega háðir, 288 lokuð skífa, 41
línulegt aeiðujöfnuhneppi, 146 lota, 38, 145
óhliðrað, 146 lotubundin jaðarskilyrði, 151
hliðrað, 146
núllrúm, 227 Möbiusarvörpun, 28
592 ATRIÐISORÐASKRÁ

Maclaurin-röð, 91 rót, 56
Malthus, 142 raunfágaður, 199
margfeldni, 169, 204 raunhluti, 25, 285
núllstöðvar, 169, 204 raunmætti, 130
margliða regla Leibniz, 44
fylkjamargliða, 242 fyrir tvinnföll, 44
Hermite, 210 reglulegur sérstöðupunktur, 214
kennimargliða, 163, 169, 228, 253 Riccati-jafna, 160
Legendre, 209 Riemann-setningin, 109
Newton, 250 RLC-rás, 140, 172, 177
vísamargliða, 215
meðalgildissetning, 78 sérlausn, 165, 175, 179
mismunakvóti, 251 sérstöðupunktur, 205, 206
Morera-setningin, 83 afmáanlegur, 109, 205
einangraður, 109, 205
nta rót, 56 reglulegur, 214
núllrúm, 165, 169, 227 skaut, 110, 213
aeiðujöfnuhneppis, 227 verulegur, 111
margfeldni, 169 samfelldnijafna, 130
núllstöð, 92, 169, 204 samfellt á köum, 287
margfeldni, 204 samfellt deilanlegur, 43, 286
mengi, 92
m sinnum, 43, 286
stig, 204
óendanlega oft, 287
núllstöðvamengi, 92
samhengisþáttur, 96
Newton, 103, 139, 140, 150, 252
samhverft fylki, 261
lögmál, 139, 140, 150
samlagningarformúla
margliða, 252
veldisvísisfallsins, 55
tvíliðuregla, 103
samlagnngarformúla
opin skífa, 41 fylkjaveldisvísisfallsins, 246
opinn hringkragi, 105 samleitin Laurent-röð, 108
samleitni
óendanlega oft samfellt deilanlegur, 287 í jöfnum mæli, 155, 289
óendanlegt stig, 92 fylkjaraða, 244
óendanleikapunktur, 28 samleitnipróf fyrir fylkjaraðir, 244
óhliðraður, 138, 163, 227 samsæta, 142
samsemdarsetning, 52, 93
pólhnit, 25
fyrir samleitnar veldaraðir, 52
Peano, 152
samviðnám, 177
pendúll, 140, 145
Picardsetningin, 153, 154 setning
staðbundin útgáfa, 154 Abel, 86, 291
víðfeðm útgáfa, 153 Casorati-Weierstrass, 111
Cauchy, 75
R-línuleg vörpun, 26 Caylay-Hamilton, 248
rás, 140, 172, 177 Cayley-Hamilton, 247
rétthyrnd hnit, 25 Frobenius, 216
ATRIÐISORÐASKRÁ 593

Fubini, 297 fasahliðrun, 172


Gauss, 129 herma, 178
Green, 73, 129 lota, 145
Laurent, 106 markdeyfð, 171, 183
Lebesgue, 296 tíðni, 145
Liouville, 84 sveiuháttur, 236
Morera, 83 sveiutíðni, 145
Peano, 152 sveiuvídd, 172, 176
Picard, 153, 154 svelgur, 131
Riemann, 109
skífa tölugildi, 10
götuð opin, 41 tvinntölu, 10
lokuð, 41 tíðni, 145
opin, 41 sveiuháttar, 236
skásamhverft fylki, 261 Taylor-röð, 54, 91
skaut, 213 falls í punkti, 54
skekkjufall, 281 Taylor-röðun, 200
skrúína, 132 falls í punkti, 200
snúningur, 27 tvíliðuregla, 55
snústríkkun, 28, 32 tvíliðuregla Newtons, 103
spennulögmál Kirchhos, 140 tvinnmætti, 130
staðalform, 138, 146 tvinntöluplan, 25
staðall, 243 tvinntala, 25, 43
fylkjastaðall, 243 þverhluti, 25
stig, 92, 138, 145, 204 horngildi, 25
óendanlegt, 92 lengd, 25
aeiðujöfnu, 138 raunhluti, 25
lækkun á, 166 tölugildi, 10
núllstöðvar, 92, 204 umhverng, 28, 33
stjörnusvæði, 75 undirstöðusetning algebrunnar, 84
stofnbrot, 19, 111 upphafsgildisverkefni, 149, 229
stofnbrotaliðun, 18, 111 upphafspunktur ferils, 69
stofnfall, 73, 130 upphafsskilyrði, 155
stofnstærð, 142, 144 uppspretta, 131
stríkun, 27
straumlína, 128 vörpun, 25
streymi C-línuleg, 26
fyrir horn, 135 R-línuleg, 26
gegnum hlið, 134 brotin línuleg, 28
streymisfall, 130 herping, 28
svæði, 92 hliðrun, 27, 29
sveill, 177, 178 línuleg, 25
hreinn, 177, 178 snúningur, 27
sveia, 139, 145, 171, 176, 178, 183 snústríkkun, 28, 32
deyfð, 139, 171, 176, 183 stríkkun, 27
594 ATRIÐISORÐASKRÁ

umhverng, 28, 33
vísajafna aeiðujöfnu, 215
vísamargliða aeiðujöfnu, 215
vísir aðleiðujöfnu, 215
vafningstala ferils, 95
varmaleiðnijafna, 138, 161
vefjast utan um, 95
vegheildun, 69
vegur, 70
öfugur, 71
ferill, 70
lengd, 70
veldaröð, 199
fylkjaveldaröð, 242
veldisfall, 58
höfuðgrein, 58
veldisvísisfallið
núllstöð, 23, 55
samlagningarformúla, 55
veldisvísisfylki, 245
veldisvísisgerð, 265
venjuleg aeiðujafna, 137
venjulegur punktur, 202, 206
verulegur sérstöðupunktur, 111
virki, 151
aeiðuvirki, 163
CauchyRiemann, 48
jaðargildis, 151
Laplace, 67, 125

Wirtinger-aeiður, 48
Wronski-ákveða, 186
Wronski-fylki, 186

ytri einingarþverhringur, 129


ytri geisli hringkraga, 105
ytri samleitnigeisli Laurent-raðar, 108

þýtt fall, 67, 125


þverhluti, 25, 285
þyngdarlögmál, 150
þyngdarstuðull, 150

öfugur vegur, 71

You might also like