You are on page 1of 2

Aðildarfélag STÍL

Nafn félags Félag frönskukennara á Íslandi

Nafn/nöfn stjórnarmanna
Formaður Margrét Helga Hjartardóttir (formaður)
Gjaldkeri Emmanuelle Sólveig Simha (gjaldkeri)
Ritari Sigrún Halla Halldórsdóttir (ritari)
Meðstjórnandi Eva Leplat Sigurðsson (meðstjórnandi)

Veffang heimasíðu www.franska.is

um 30 (auk kennara á eftirlaunum) – 26 greiddu


Fjöldi félagsmanna
félagsgjöld á árinu 2018

4 félagsfundir (þ.m.t. aðalfundur, haldinn 15. mars 2019


og fundir haldnir í samstarfi við HÍ og sendiráð
Fjöldi funda haldinn á starfsárinu
Frakklands á Íslandi) og 1 námskeiðsdagur í Alliance
française

Efni námskeiða og fræðslufunda


Sumarnámskeið FFÍ, haldið í í EHÍ í júní í samstarfi við
CAVILAM í Vichy í Frakklandi. Aðalumfjöllunarefnið voru
kennsluaðferðir og leiðir til að brjóta niður veggi
kennslustofunnar, t.d. senda nemendur út í ratleiki og
láta þau gera verkefni um nærumhverfi sitt.
Fræðslufyrirlestur í samvinnu við Alliance française í
Reykjavík, haldinn í nóvember 2018. Jean-François
Rochard, framkvæmdastjóri AF, fjallaði um flókna stöðu
Emmanuel Macron Frakklandsforseta með áherslu á
sérstaka orðræðu forsetans.

Helstu áskoranir í starfi félagsins Félagið hefur haldið áfram öflugu fræðslustarfi með
árlegu sumarnámskeiði og fyrirlestrahaldi. Einnig var
beint framhald á samstarfi við HÍ og franska sendiráðið
frá starfsárinu á undan.
Félagið hefur ennfremur haldið áfram samstarfi við
Vestur-Evrópuarm Alþjóðasamtaka frönskukennara,
CEO og sótti formaður og meðstjórnandi félagsins fund
þeirra í október 2018.
Haustið 2018 hafði Rauði krossinn á Íslandi samband
við FFÍ, franska sendiráðið og Alliance Française og
óskaði eftir fundi um skort á frönskumælandi fulltrúum
fyrir hjálparstarf víða um heim, einkum í Afríku. Lítil
nefnd hefur hist nokkrum sinnum og rætt hvernig kynna
1
megi þessa þörf fyrir ungum Íslendingum. Stefnt er að
einhvers konar ráðstefnu eða málstofum haustið 2019
um mikilvægi frönsku í hjálparstarfi.
Félagið stóð sem fyrr fyrir árlegri keppni frönskunema í
mars 2019 og var hún þá í þriðja skipti tvískipt, keppni
grunn- og framhaldsskólanema (var áður engöngu fyrir
framhaldsskóla). Hefur þótt takast vel að fá einnig
framlög frá grunnskólunum og verður vafalaust
framhald þar á. Keppnin felst í gerð myndbands og nú í
mars 2019 var keppninni breytt úr einstaklingskeppni
yfir í liða- eða hópakeppni.
Félagið hefur miklar áhyggjur af stöðu frönskunnar í
skólum landsins. Aðaláherslan á síðustu starfsárum
hefur verið lögð á að kynna frönskuna betur fyrir
grunnskólanemum, m.a. með útgáfu dreifildis sem
dreift hefur verið á framhaldsskólakynningum og víðar.
Félagið leitar einnig leiða til að efla frönskukennslu í
grunnskólum því þar er sóknarfæri. Dregið hefur úr
frönskukennslu á framhaldsskólastigi eins og við á um
flest ef ekki öll önnur tungumál og er það mikil áskorun
fyrir félagið að snúa vörn í sókn. Félagið fagnar því að fá
Rauða krossinn í lið með okkur í þessari baráttu.

Á aðalfundi 15. mars 2019 varð sú breyting á stjórn


félagsins að Ásrún Lára Jóhannsdóttir hætti í stjórn, Eva
Annað
Leplat, fráfarandi ritari tók sæti hennar sem
meðstjórnandi og Sigrún Halla Halldórsdóttir kom ný í
stjórn og tók við embætti ritara. Því miður hefur enn
enginn fengist sem fulltrúi FFÍ í stjórn STÍL í stað
Sigrúnar Höllu en vonandi leysist það á næstu vikum.

Reykjavík, 7. maí 2019,


Margrét Helga Hjartardóttir, formaður FFÍ

You might also like