You are on page 1of 3

Aðalfundur STÍL, 9.

maí 2023

Skýrsla stjórnar STÍL 2022

Stjórn STÍL árið 2022 skipuðu:

Hólmfríður Garðarsdóttir – formaður – Félag spænskukennara


Hulda Sif Birgisdóttir – ritari – Félag frönskukennara
Auður Lorenzo – gjaldkeri – Félag spænskukennara
Simon Cramer Larsen – vefstjóri – Félag dönskukennara
Þorbjörg Halldórsdóttir – ÍSBRÚ (Íslenska sem annað mál)
Anna Kristjana Egilsdóttir – Félag enskukennara
Veska Andrea Jónsdóttir – Félag þýskukennara

Starfsemi STÍL hefur mjög mótast af undirbúningi ráðstefnunnar Future of Languages sem
haldin verður í Veröld – húsi Vigdísar, dagana 8. og 9. júní 2023. Sjá:
https://vigdis.hi.is/events/fiplv-nbr-radstefna-framtid-tungumala/ Til hafði staðið að halda
ráðstefnuna í júní 2020 en eftir vandlega ígrundun var hún blásin af vegna Covid og frestað til
2023. Um mitt ár 2022 var endurnýjað kall eftir erindum sent út, tillögum að erindum safnað,
þær vegnar og metnar og dagskráin uppfærð. Leitað var til gestafyrirlesara um áframhaldandi
þátttöku og samþykktu þær það, auk þess sem sérstakur gestur Vigdísarstofnunar, Mr. Johan
Sandberg McGuinne, „a Swedish South Saami and Scottish Gaelic Indigenous scholar,
language rights activist and teacher“ bættist í hóp frummælenda. Endurnýja þurfti bókanir á
húsnæði, panta flug, skipuleggja móttöku gesta, finna fólk til vinnu á ráðstefnunni, afla
tilboða í veitingar, o.fl. Margir boltar hafa verið á lofti og utanumhald mikið. Þungi vinnunnar
hefur legið á formanni en félagar í stjórn leituðu til sendiráða um styrki fyrir lokahófi – í
formi „léttra veitinga“ og/eða fjármagns. Sigurborg Jónsdóttir, fráfarandi formaður NBR og
núverandi fulltrúi í stjórn FIPLV, bar hitann og þungann af samskiptum við stjórn
alþjóðasamtakanna og skipulag tveggja daga málstofu þýskumælandi kennara á ráðstefnunni.
Framlag þeirra er ómetanlegt og leggur lóð á vogarskálar farsællrar samkomu. Að auki tók
Hulda Sif að sér að halda utan um skipulag skoðunar- og gróðursetningarferðar á
laugardeginum 10. júní. Búið er að leigja 60 manna rútu og finna leiðsögumann en ekki gekk
upp að fá samstarfsaðila um gróðursetningu. Fær hún bestu þakkir fyrir umstangið.
Upplýsingar um fjárhagsáætlun ráðstefnunnar munu koma fram í umfjöllun um fjármál.

1
En í stóru fagfélagi leggst ýmislegt annað til á heilu ári:

1. Vinnustofur STÍL voru haldnar í samvinnu við Vigdísarstofnun í Veröld – húsi


Vigdísar á laugardagsmorgnum. Dagskráin var eftirfarandi:

12. febrúar = Umsjón: Kolbrún Friðriksdóttir.1


“Ways to encourage and motivate students in online learning”.
12. mars = Umsjón: Carrie Ankerstein.2
“How to Teach (English) Pronunciation and What´s Important”.
Vinnustofur á haustmisseri féllu niður (vegna rannsóknarleyfis formanns) en þrjár
voru haldnar á vormisseri 2023.

2. 11. – 12. ágúst 2022


Styrkur fékkst frá SEF/Rannís fyrir sumarnámskeiði á vegum STÍL og var það haldið í
samvinnu við og hjá Endurmenntun HÍ, dagana 11. og 12. ágúst. Yfirskrift
námskeiðsins var „Ígrundun og þróun eigin kennsluhátta“. Gestafyrirlesarar, þær
Angela Gallagher-Brett frá University of London og Larisa Kasumagic-Kafedzic frá
University of Sarajevo, komu frá EMCL í Graz, en því miður sáu fáir
tungumálakennara ástæðu til að nýta sér tækifærið. Sjá:
https://endurmenntun.is/namskeid/517V22

3. 26. september 2022


Evrópski tungumáladagurinn var haldinn hátíðlegur í samvinnu við Stofnun Vigdísar
með dagskrá í Veröld. Birgit Henriksen, frá Kaupmannahafnarháskóla kynnti bók sína
Hvorfor gør jeg det, jeg gør? (2020) og ræddi hvers vegna kennarar gera það sem þeir
gera. Í kjölfarið fylgdu dæmisögur af góðum reynslusögum frá Ármanni Halldórssyni
(MH) og Ragnheiði Kristinsdóttur (Versló/MH). Til frekari upplýsinga sjá:
https://www.hi.is/vidburdir/evropski_tungumaladagurinn_1

4. Ýmislegt
- Pistlar ( x 3) voru sendir til birtingar í fréttablaði NBR þar sem sagt var frá aðstæðum
kennara á Íslandi og starfsemi STÍL.
- Virku sambandi var haldið við Kennarasamband Íslands. Formaður átti fund með
nýjum formanni og var í virku og góðu sambandi við Dagnýju Jónsdóttur
kynningarstjóra.
- Að auki var ræktað samstarf við fagfélög utan STÍL, þar með talin Tungumálamiðstöð
H.Í., Móðurmál og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Auk
þess voru skrifleg samskipti við formenn erlendra samstarfsaðila.
- Hvað fjármál varðar hefur fátt gerst. Þáttökugjöld í FIPLV hafa verið greidd, rukkanir
hafa verið sendar á fagfélögin (þótt enn eigi einhver félög eftir að ganga frá greiðslu)
og tryggt að styrkir verði til staðar þegar kemur að ráðstefnunni góðu.
- Formaður sótti (á eigin kostnað) ráðstefnu heimssamtaka tungumálakennara sem
haldin var í Varsjá, Póllandi, dagana 27.-29. júní 2022. Yfirskrift hennar var Language
education in the times of global change: The need for collaboration and new
perspectives.

1
https://vigdis.hi.is/events/vinnustofa-kennara-leidir-til-ad-hvetja-og-virkja-nemendur-i-netnami/
2
https://vigdis.hi.is/events/vinnustofa-kennara-how-to-teach-english-pronunciation-and-whats-
important/var/ri-0.l-L2/
2
Í lokin
Fyrir hönd stjórnar eru formönnum félaga færðar hugheilar þakkir fyrir ánægjulegt og virkt
samstarf og fyrir framlag sitt til framgangs tungumálanáms og kennslu á Íslandi. Starfskonum
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Valgerði og Halldóru, ásamt
Ásdísi Rósu Magnúsdóttur, forstöðumanni, eru færðar sérstakar þakkir fyrir hugmyndir og
vinnuframlag ekki hvað síst vegna undirbúnings Future of Languages ráðstefnunnar.
Sérstakar þakkir fær Faustyna Gonka, ungur þýsk-/pólskur sjálfboðaliði, sem kom til liðs við
SVF og hefur setið löngum stundum við undirbúning ráðstefnunnar með bréfaskrifum við
fyrirlesara og gesti, uppfærslu dagskrár, undirbúning útgáfu bæklings með útdráttum erinda
o.fl. Hún hefur einnig tekið þátt í umsjón vinnustofa á laugardagsmorgnum.

Þar sem nýr formaður mun taka við formennsku stjórnar STÍL nú á aðalfundi vil ég þakka
samstarfsfólki mínu í stjórn félagsins frábært samstarf síðustu fjögur ár. Samskiptin hafa verið
notaleg, samstarfsandinn góður og umburðarlyndi ríkt á um margt undarlegum tímum þegar
aftur og aftur þurfti að breyta áætlunum og endurskipuleggja starfið. Árabilið 2019 – 2023
hefur um margt verið ákaflega óvenjulegt en afar lærdómsríkt. Takk fyrir mig!

Samantekt
Hólmfríður Garðarsdóttir

You might also like