You are on page 1of 40

ÚTSKRIFT VOR 2010

ORÐ FRÁ STJÓRNARFORMANNI

Áfram höldum við kvikmyndagerðarmenn að sækja fram. Caos býr til


bíómynd úr menningararfinum sem jafnast á við það besta frá Hollywood.
Sjónvarpsþættirnir um Vaktirnar hafa verið seldar til finnska sjónvarpsins.
Latibær hægir ekki á sér. Sólskinsdrengur Friðriks Þórs var sýndur PBS í
Bandaríkjunum þar sem 100 milljónir horfðu á. Fjöldi bíómynda og annarra
kvikmyndaverkefna eru í pípunum úti um allt land og mörgum er stefnt
á erlenda markaði. Þrátt fyrir samdrátt og niðurskurð kreppunnar þá eru
sóknarfærin mörg.
Það hefur alla tíð verið markmið Kvikmyndaskóla Íslands að stuðla að
stórfelldri uppbyggingu íslensks kvikmyndaiðnaðar. Árið 2007 gaf skólinn
út skýrslu í tilefni af 15 ára afmæli skólans, undir heitinum ,,3000 ný störf
í myndmiðlaiðnaðinum árið 2012”. Þrátt fyrir að hagkerfið hafi hrunið og
margvíslegar breytingar hafi orðið á þjóðfélagsgerðinni síðan skýrslan
var gefin út, þá höfum við hvergi hvikað frá þessum markmiðum okkar,
nema síður væri. Það er oft skynsamlegt að sækja fram þegar allir aðrir pakka saman í vörn.
Kvikmyndaskóli Íslands lætur sitt ekki eftir liggja í innri uppbyggingu. Skólinn sækir mjög fast að
komast á háskólastig, annað hvort á eigin vegum, eða í samvinnu við annan háskóla. Í haust er stefnt
að því að opna alþjóðlega deild við skólann með fjórum nýjum bekkjum. Samhliða er unnið að
stofnun nýrra framhaldsskólabrauta sem stefnt er á að verði reknar í heimavistum úti á landsbyg-
gðinni.
Í undirbúningi er stofnun sjónvarpsstöðvar sem rekin verður meðfram skólastarfinu. Þá hefur
skólinn stutt við undirbúning að rekstri listabíós og fleira mætti telja. Með því
að skólinn verði stór og öflugur þá getur hann best sinnt því hlutverki sínu að bjóða upp á kröftugt
nám samhliða því að standa þétt við bakið á útskrifuðum nemendum.
Í vor útskrifast 35 nemendur frá 4 deildum skólans. Þetta er mjög kraftmikill hópur sem mun á næstu
árum setja mark sitt á íslenskan kvikmyndaiðnað.

Ég óska útskriftarnemum og aðstandendum þeirra til hamingju með áfangann.

Böðvar Bjarki Pétursson


Formaður stjórnar Kvikmyndaskóla Íslands
LEIKSTJÓRNAR- OG
FRAMLEIÐSLUDEILD
LEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

Í leikstjórnar- og framleiðsludeild leggjum við aðaláherslu á að þjálfa


sterka og skapandi leikstjóra og framleiðendur. Þetta er fólkið sem á eftir
að verða leiðandi afl í myndmiðlaiðnaðinum í framtíðinni og við gerum
miklar kröfur til þess. Nemendur í deildinni eru á öllum aldri, hafa fjöl-
breyttan bakgrunn og misjafnlega mikla reynslu innan fagsins. Samnefnari
þeirra er þó að hér kemur saman spennandi blanda fólks sem einkennist af
sköpunargleði og dugnaði.

Í deildinni er unnið bæði að kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum, en


mikilvægt er að nemendur fái góða innsýn í undirstöðuþætti beggja
miðla. Undanfarin ár hefur sjónvarpið verið að ryðja sér til rúms sem enn
sterkari myndmiðill en áður með vandaðri og hnitmiðaðri dagskrárgerð,
sérstaklega hvað varðar leikið sjónvarpsefni. Kvikmyndatæknin er einnig
í stöðugri þróun og hefur aldrei verið eins aðgengileg almenningi og nú.
Þó er mikilvægt að viðhalda fagmennsku og leggjum við mikla áherslu á
að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð og dýpki þekkingu sína á
hinum ýmsum sviðum kvikmyndagerðar.

Verklegi þátturinn er stór hluti námsins, bæði í hópverkefnum og einstak-


lingsverkefnum. Tökur fara fram í myndverum eða á tökustöðum úti í bæ,
en samhliða eru kennd undirstöðuatriði kvikmyndagerðar, þ.á.m. handrits-
gerð, greining kvikmynda og myndefnis, myndræn frásögn, grunnkennsla
í tækjanotkun sem og leikstjórn, framleiðsla og framleiðslustjórn. Einvala
lið leiðbeinenda og kennara miðla þekkingu sinni og reynslu. Þetta eru
allt aðilar sem eru virkir kvikmyndagerðarmenn og gefa því nemendum
mikilvæga innsýn inn í hina fjölbreyttu starfsflóru iðnaðarins og tengslan-
et sem getur nýst í framtíðinni.

Þetta er krefjandi nám, en það er markmið okkar sem hér störfum að


styðja við nemendur þannig að þeir fái að blómsta í öruggu en skapandi
umhverfi. Aldrei fyrr hefur verið eins mikilvægt að kvikmyndargerðarmenn
framtíðarinnar hafi getu til að spegla samtímann okkar á faglegan hátt og
stuðli að stöðugri þróun innan fagsins.
ORÐ FRÁ DEILDARFORSETA

Hera Ólafsdóttir
Deildarforseti leikstjórnar og framleiðslu
LEIKSTJÓRNAR- OG FRAMLEIÐSLUDEILD

Rósin
Bríet Einarsdóttir
Í vestfirsku sjávarþorpi býr útgerðarsonur sem unnir stúlku úr sveitinni en í heimi þar sem pólitík
ræður ríkjum er ekki pláss fyrir sjálfstæðan vilja. Með aðalhlutverk fara Ingi Hrafn Hilmarsson og
Guðný Gígja Skjaldardóttir.

Líf
Guðmundur Garðarsson
Axel (Arne Kristinn Arnesson) er ungur maður í Reykjavík sem flæktur er í vafasaman félagsskap.
Einn daginn kemst hann yfir tösku sem gerir hann að skotmarki hættulegustu glæpamanna
borgarinnar. Axel bregst við með því að ráða sig sem vinnumann á sveitabæ fjarri höfuðborginni.
Með önnur aðalhlutverk fara Tinna Ágústsdóttir, Valdimar Flygenring, og Unnur Birna Jónsdóttir.
ÚTSKRIFT VOR 2010

Meðaljón
Hrafn Ingi Hrólfsson
Jón fæðist inn í ofurvenjulegan gráan hversdagsleika. Hann berst með straumnum og hefur litla
sem enga stjórn á atburðarásinni í sínu lífi. Á endanum þarf hann að horfast í augu við sjálfan sig
og fjölskylduna og vinnuveitandann.

Sælla er að gefa
Rútur Skæringur Sigurjónsson

Konráð, aldraður ekkill (Sigurgeir H. Friðþjófsson) hyggst færa dóttur sinni gjöf á afmælisdag-
inn en fyrst verður hann að snúa á Hermínu (Soffía Karlsdóttir), sem stjórnar elliheimilinu sem
hann dvelst á. Á sama tíma er Begga (Bylgja G. Guðnýjardóttir) að taka fyrstu vaktina ein í
nýrri vinnu.
LEIKSTJÓRNAR- OG FRAMLEIÐSLUDEILD

MISFITT
Sif Hrafnsdóttir
Bergur Einarsson (Ólafur Darri Ólafsson) er orðinn leiður á sjálfum sér og eirðarlaus. Fríða Hall-
dórsdóttir (Tinna Ágústsdóttir) kærasta Bergs hefur nóg fyrir stafni og tekur seint eftir vaxandi
sjálfsstíflu hans. Hún nýtur lífsins þar til leiðir þeirra skarast vegna aðstæðna sem skapast þegar
Bergur leitar aftur til sín sjálfs. Með önnur hlutverk fara Darren Foreman og Elína Hallgrímsdóttir.

Friðhelgi
Sigríður Ramsey Kristjánsdóttir

Perla(Ásta Heiður Tómasdóttir) er fyrirmyndastúlka og hefur verið falið að passa eina kvöldstund.
Líf hennar breytist til muna það kvöld þar sem forvitnin nær tökum á henni og leiðir hana í
óvænta atburði með æskuvini sínum (Stefán Geir Jónsson).
ÚTSKRIFT VOR 2010

Taka tvö
Sigrún Kristín Gunnarsdóttir
Magga (Ingibjörg Reynisdóttir) kemur úr lítilli sveit utan af landi. Hún hefur komið sér vel fyrir
í lífinu með góða menntun. Nú er Magga komin aftur í sveitina og er á leiðinni á tuttugu ára
grunnskóla reunion. Þar vonast hún til að ganga í augun á vinsælasta stráknum úr bekknum,
Helga (Þorsteinn Gunnar Bjarnason). Með önnur hlutverk fara Finnbogi Þorkell Jónsson, Íris
Kristinsdóttir og Lilja Katrín Gunnarsdóttir.

Animal
Sigurvin Eðvarðsson
Alli(Haukur Valdimar Pálsson) er ungur óreglumaður á flótta undan raunveruleikanum. Hann fel-
lur ofan í kanínuholuna og upphefst súrrealísk ævintýraför þessa undarlega stráks. Hittir hann á
ferðum sínum kostulegar persónur sem eiga eftir að hafa áhrif á hann. Með önnur hlutverk fara
Magnús Ólafsson, Finnbogi Þorkell Jónsson, Eðvarð Falk, Joe Ritter ofl ...
LEIKSTJÓRNAR- OG FRAMLEIÐSLUDEILD

Berjasaft
Viktoría Rut Smáradóttir
Atli (Guðmundur L. Þorvaldsson) og Simmi (Jón Stefán Sigurðsson) eru æskuvinir. Saman
eru þeir að ferðast um Ísland að skoða þekkt draugasetur. Ferðin er búin að vera nokkuð
löng og Simma er farið að þykja nóg komið, enda hefur hann ekki orðið var við nokkurn
draugagang. Atli hefur hins vegar tröllatrú á draugum. Þeir eru staddir á yfirgefnum
sveitabæ á norðurlandi, þar sem ýmisleg skrítið fer að gerast.

Vampyr
Vilius Petrikas og Jakob Trausti Arnarson
Þegar áhugasviðið snýst aðeins í kringum eitt atriði getur ný vitneskja
haft afdrifaríkar afleiðingar. Nýjar spurningar vakna og ný ráðgáta sem
gæti uppfyllt hans innstu drauma. Bara ef hann gæti ráðið úr gátunni.
ÚTSKRIFT VOR 2010

Knowledgy
Kristín Bára Haraldsdóttir og Hrefna Hagalín
Knowledgy er um skiptinemann Michael (Leo Fitzpatrick) frá Nýfund-
nalandi, sem stundar nám í kvikmyndaskóla og leigir herbergi hjá pari
í Reykjavík (Ingvar E Sigurðsson og Nína Dögg Filippusdóttir). Í þeim
tilgangi að ganga í bandarískan sértrúarsöfnuð kallar íslenska parið
til hjón frá Los Angeles (Jody Flader & Noua M. Phoenix). Michael fær
leyfi til að gera heimildamynd sem skólaverkefni um innvígsluferlið, en
grunar ekki í hvað hann er flæktur. Handritið er eftir Hugleik Dagsson og
tónlistin samin af Krumma Björgvinssyni.
LEIKSTJÓRNAR- OG FRAMLEIÐSLUDEILD

KENNARAR OG LEIÐBEINENDUR
Styrmir Sigurðsson
Hera Ólafsdóttir
Vera Sölvadóttir
Kári Halldór
Maríanna Friðjónsdóttir
Halldór Þorgeirsson
Hafsteinn G. Sigurðsson
Ágúst Guðmundsson
Rut Hermannsdóttir
Jón Haukur Jensson
Steven Meyers
Þorsteinn Bachmann
Dagur Kári Pétursson
Sigrún Sól Ólafsdóttir
Arnór Pálmi Arnarson
Heiðar Mar Björnsson
Þorsteinn Bachmann
Elvar Gunnarsson
Böðvar Bjarki Pétursson
Sigtryggur Berg Sigmarsson
Andri Kristinn Heiðarsson
ÚTSKRIFT VOR 2010
TÆKNIDEILD

SKAPANDI TÆKNIVINNA
Málari þekkir penslana sína. Til þess að geta málað þá mynd sem
innsæið bauð þeim þurftu Van Gogh og Picasso að hafa mikla tilfinningu
fyrir sambandi striga, málningar, pensla og ljóss. Þessi tilfinning, byggð á
lærdómi og reynslu er ein af forsendum margra góðra málverka.
Ólíkt listmálaranum vinnur kvikmyndagerðarmaðurinn sjaldnast einn. Í
tæknideild bjóðum við nemendum að læra að þekkja striga, málningu
og pensla kvikmyndagerðar. Oftar en ekki byggist þetta ferli á samvinnu
og því er mikilvægt að öðlast innsýn í allan feril kvikmyndaverks. Á þeirri
innsýn byggir sú sérhæfing sem nemendur geta tileinkað sér á seinni
stigum námsins.
ORÐ FRÁ DEILDARFORSETA

Hálfdán Theódórsson
Deildarforseti skapandi tæknivinnu
TÆKNIDEILD

Líf
Hörður Ýmir Einarsson
Axel (Arne Kristinn Arnesson) er ungur maður í Reykjavík sem flæktur er í vafasaman félagsskap.
Einn daginn kemst hann yfir tösku sem gerir hann að skotmarki hættulegustu glæpamanna
borgarinnar. Axel bregst við með því að ráða sig sem vinnumann á sveitabæ fjarri höfuðborginni.
Með önnur aðalhlutverk fara Tinna Ágústsdóttir, Valdimar Flygenring, og Unnur Birna Jónsdóttir.

Frí áfylling
Ólafur Fannar Vigfússon
Díana (Anna Svava Knútsdóttir) er þjónustustúlka á veitingastaðnum Laugaási. Hún er nýhætt
með Hauki (Þorsteinn Gunnar Bjarnason) kærastanum sínum og er enn í sárum. Díana fer til
vinnu og á í vændum sína erfiðustu kvöldvakt til þessa þar sem hún lendir í margvíslegum
vandræðum bæði með gesti og samstarfsfólk. Með önnur hlutverk fara Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson, Ingibjörg
Reynisdóttir, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Þorvaldur Már Guðmundsson. Leikstjóri er Brynja
Valdís Gísladóttir.
ÚTSKRIFT VOR 2010

Vordagur
Matthías Hálfdánarson
Það er farið að vora og Hannes ætlar sér að hafa það gott í sólinni. Hann kemur sér vel fyrir út
í garði og slakar á. Fuglarnir tísta og hundarnir gelta, allt er fullkomið. En skjótt skipast veður í
lofti og Hannes lendir í vægast sagt furðulegri atburðarás þar sem reynir á klóksemi hans ef vel
á að fara.

Lýður
Vilhjálmur Siggeirsson
Myndin Lýður fjallar um útrásarvíkinginn Lýð Backman (Sveinn Geirsson) sem ætlar sér að stinga
af landi brott með ýmislegt í farteskinu. Á flugvellinum lendir hann í óvæntum uppákomum
sem setja áform hans úr skorðum. Með önnur hlutverk fara m.a. Steinn Ármann Magnússon og
Ingibjörg Reynisdóttir.
TÆKNIDEILD

Wie gefällst dir Island


Ólöf Guðrún Hermannsdóttir
Þýskur ferðamaður (Óttar Már Ingólfsson) er á ferðalagi um Ísland á hjóli. Þrátt fyrir misgott
veðurfar á Íslandi, nýtur hann þess að ferðast um óbyggðir landsins. Hann kynnist landinu á þann
hátt sem hann gerði ráð fyrir en nokkrir Íslendingar koma honum á óvart. Með önnur hlutverk
fara Þröstur Leó Gunnarsson, Jóhann Sigurðarson og Vilhjámur Þór Ólafsson. Áhættuleikarar eru
Ólafur Þór Jósefsson og Bjarki Bjarnason.

Handrit er byggt á sannsögulegum atburðum.

Sundlaugarvörðurinn
Ólafur Þór Jósefsson
Natan (Jón Svavar Jósefsson) er sundlaugarvörður sem kemst í kynni við sundballerínur. Hann
verður hugfanginn af þeim og sækja þær alltaf meir og meir á huga hans. Því nær sem hann
dregst inní heim þeirra því hugfangnari verður hann. Með önnur hlutverk fara Gunnar Jónsson,
Hildur Jakobína Tryggvadóttir, Þórunn Guðlaugsdóttir, Ásta Júlía Elíasdóttir, Inga María Eyjólfs-
dóttir og Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
ÚTSKRIFT VOR 2010

Himinn hins hreina ljóss


Styrkár Snorrason
Eymd, efi, einmannaleiki, ótti, ofsi, hræðsla, fíkn. Tvístígandi hugur í tómleikanum. Uppljómandi
lífsreynsla sem skilur “hvað var þetta?” eftir á vörum. Ég vona að eithvað hér skilji eftir fræ í huga
þinum sem einn daginn verður að fallegu tréi og síðan að fallegum ávexti, því að af ávöxtum
trjánna þekkjum við þau. Lífið þitt gæti verið meira virði en þig grunar.
TÆKNIDEILD

KENNARAR OG LEIÐBEINENDUR

Sindri Þórarinsson
Pétur Einarsson
Kjartan Kjartansson (fyrirlestur)
Sigurður Kristinn Ómarsson
Steingrímur Karlsson
Þuríður Einarsdóttir
Sigtryggur Berg Sigmarsson
Andri Kristinn Heiðarsson
Viðar Víkingsson
Hálfdán Theodórsson
Guðmundur Bjartmarsson
Bergsteinn Björgúlfsson
Víðir Sigurðsson
Jonathan Dev.
Guðmundur Sverrisson
Maríanna Friðjónsdóttir
Hálfdán Pedersen
Rebekka Ingimundardóttir
Árni Páll Jóhannsson
Garðar Finnsson
Elvar Gunnarsson
Þóra Þórisdóttir
Hermann Karlsson
Böðvar Bjarki Péursson
ÚTSKRIFT VOR 2010
HANDRITS- OG
LEIKSTJÓRNARDEILD

HANDRIT / LEIKSTJÓRN

Í deildinni eru nemendur menntaðir í handritsskrifum fyrir bíómyndir,


leikið sjónvarpsefni, heimildarmyndir, skemmtiþætti og fleira. Nemendur
eru jafnframt menntaðir í kvikmyndaleikstjórn og leikstýra þeir fjölda
stuttmynda í náminu. Nemendur fá því tækifæri til þess að starfa náið með
rit- og handritshöfundum í kraftmiklum skapandi skrifum og undir leiðsögn
reyndra leikstjóra að sinni kvikmyndagerð. Starfsvettvangur er kvikmynda-
og sjónvarpsiðnaðurinn, auglýsingastofur og allir þeir staðir þar sem unnið
er með texta og myndmiðla.
ORÐ FRÁ DEILDARFORSETA

Einar Kárason
Deildarforseti handrit / leikstjórn
HANDRITS- OG LEIKSTJÓRNARDEILD

Vampyr
Vilius Petrikas og Jakob Trausti Arnarson
Þegar áhugasviðið snýst aðeins í kringum eitt atriði getur ný vitneskja
haft afdrifaríkar afleiðingar. Nýjar spurningar vakna og ný ráðgáta sem
gæti uppfyllt hans innstu drauma. Bara ef hann gæti ráðið úr gátunni.

Kennitölur
Hallur Örn Árnason
Guðrún er tíu ára stelpa. Einn skóladag er hún kölluð inn á skrifstofu skólastjórans. Skólastjórinn
tilkynnir henni að jeppabifreið í hennar eigu hafi brunnið til kaldra kola fyrr um morguninn. Á
meðan að Guðrún eyðir frímínútunum í að reyna að átta sig á því hvað skólastjórinn hafi átt við
fer af stað rannsókn á brunanum sem beinist að Guðrúnu sjálfri. Helstu leikendur eru Halldóra
Líney Finnsdóttir, Vignir Daði Valtýsson, Þórey Sigþórsdóttir, Sigurður Skúlason og Guðmundur
Lúðvík Þorvaldsson.
ÚTSKRIFT VOR 2010

Viktoría
Vilhjálmur Þór
Sérvitur sundlaugarvörður á norðurhjara veraldar fær óvænta heimsókn sveipaðri rauðbleikum
kynþokka. En reglur eru reglur, og reykingar eru ekki liðnar við sundlaugina . Eftir stendur sund-
laugarvörðurinn andspænis ögrandi órum í brjósti sér vopnaður íslenskum verkvilja og hugviti.

Regína
Guðrún Sóley Sigurðardóttir
Magnús er einmana maður. Hann lifir tilbreytingalausu lífi en óskar þess heitast að finna sér
maka. Leitin að hinni fullkomnu konu gengur erfiðlega, eða þangað til Regína kemur óvænt inn
í líf Magnúsar. Regína er þó ekki eins og fólk er flest og fyrr en varir situr Magnús uppi með
ósjálfbjarga ófullkominn kvenmann. Eða hvað?
HANDRITS- OG LEIKSTJÓRNARDEILD

KENNARAR OG LEIÐBEINENDUR

Einar Kárason
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Elvar Gunnarsson
Sigtryggur Berg Sigmarsson
Andri Kristinn Heiðarsson
Huldar Breiðfjörð
Maríanna Friðjónsdóttir
Ragnar Bragason
Jón Atli Jónasson
Ágúst Guðmundsson
Davíð Stefánsson
Sveinn M. Sveinsson
Hera Ólafsdóttir
Guðný Halldórsdóttir
Grímur Hákonarson
Ásgrímur Sverrisson
Rut Hermannsdóttir
Börkur Gunnarsson
Kári Halldór
Hlín Agnarsdóttir
Ari Eldjárn
Hilmar Oddsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Böðvar Bjarki Pétursson
ÚTSKRIFT VOR 2010
LEIKLISTARDEILD

LEIKLIST FYRIR KVIKMYNDIR


Kvikmyndaskóli Íslands útskrifar nemendur frá leiklistardeild í þriðja skiptið
nú í vor og er óhætt að segja að deildin sé vinsælasta deild skólans ef tekið
er mið af fjölda umsækjenda. Leiklistarnám er krefjandi list- og fagnám sem
þjálfar öguð vinnubrögð og næmni nemandans. Sérstaða þessarar leiklistar-
deildar er að nemendur hljóta mikla þjálfun í að leika í kvikmyndum og öðrum
myndmiðlum. Einnig fá nemendur að leika á sviði og kynnast muninum á
tæknivinnu leikarans, annarsvegar fyrir kvikmyndir og hinsvegar leiksvið.
Nemendur þjálfa grunntækni í listsköpun leikarans og einnig undirstöðuatriði
kvikmyndagerðar í hópvinnu með öðrum deildum skólans - á það við um
allar fjórar annirnar. Lögð er mikil áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð
og að leikarinn þekki vel hvernig er að vinna í kvikmyndaumhverfi. Kennarar
deildarinnar koma úr öllum áttum, eru með ólíkan leiklistarbakgrunn og afar
fjölbreytta reynslu. Leikarar, leikstjórar, söngvarar, dansarar og kvikmynd-
agerðarmenn sem starfa við list sína og tengja nemendur við listasamfélagið.
Kennarar Kvikmyndaskólans vinna saman að því að undirbúa nemendur fyrir
það sem þeir taka sér fyrir hendur eftir að námi lýkur, hvort sem er að fara
strax út í kvikmyndagerð, í framhaldsnám eða sérhæfa sig á einhverju sviði
greinarinnar. Tengslanet nemandans byrjar að myndast í Kvikmyndaskólanum
því allar deildir vinna saman að ótal verkefnum, stórum sem smáum og undir
leiðsögn skapandi listamanna. Leiklistardeildin er öflug deild og miklar kröfur
eru gerðar til nemenda.
ORÐ FRÁ DEILDARFORSETA

Sigrún Gylfadóttir
Deildarforseti leiklistardeildar
LEIKLISTARDEILD

Skilnaður
Alexandra Ósk Sigurðardóttir
Anna Jónsdóttir (Alexandra Ósk Sigurðardóttir) gerir sig til fyrir árshátíð hjá vinnunni
sinni sem hún og Skúli maðurinn hennar eru að fara á. Skúli er greinilega ekki í stuði til
að fara og Anna reynir að fá hann til að hressa sig við, en þolinmæðin tekur senn enda.

Skál Pabbi
Alexander Briem
Skál pabbi! fjallar um ungan mann, Stefán, sem fær óvænta heimsókn frá sex ára strák, Huldari.
Drengurinn heldur því fram að Stefán sé pabbi hans. Stefán á bágt með að trúa orðum stráksins
en einhver ónotatilfinning vekur forvitni hans.
ÚTSKRIFT VOR 2010

Drottning
Arne Kristinn Arneson
Áki, Baldur, Alex og Hjálmar hafa spilað saman póker öll fimmtudagskvöld í tvö ár. Það er
komin smá gremja í hópinn, þá aðallega í Alex vegna þess hve sigurviss Áki er. Alex reynir að fá
hópinn til að breyta örlítið til en ekkert gengur. Átök koma upp innan hópsins, en er þetta hópur?

Jess sunnudagsmatarboð
Elína Hallgrímsdóttir
Ástu er iðulega, með góðum ásettningi, ýtt af sínum nánustu í þá átt sem þykir siðferðis- og
samfélagslega rétt. Lífið er stutt, sunnudagsmatarboð eru löng.
LEIKLISTARDEILD

Breki
Haraldur Ari Karlsson
Ungur maður (Haraldur A. Karlsson) hefur bælt niður allar minningar úr æsku sinni og fer því til
sálfræðings til þess að rifja upp sár æsku sína. Hann er dáleiddur og í dáleiðsluni opnast gömul
sár sem hann hefur ekki kunnað að græða. En nú finnst honum kominn tími til að takast á við
raunveruleikann.

Með önnur hlutverk fara Valdimar Örn Flygenring, Karl Jóhann örlygsson, Þórunn Guðlaugsdóttir,
Arne Kristinn Arnesson, Lana Íris Dungal og margir fleirri.

Ómissandi fólk
Lana Íris Guðmundsdóttir

Í dag er venjulegur dagur í lífi Sigríðar (Lana Íris Dungal) og Indriða (Sindri Birgisson). Venjulegur
dagur, venjuleg orðaskipti, venjulegar hindranir. Við fáum að skyggnast inn í líf þessa fólks í
nokkrar mínútur. Þessa ómissandi fólks. Með önnur hlutverk fara Lana Björk Kristinsdóttir og
Hrafndís Bára Einarsdóttir.
ÚTSKRIFT VOR 2010

MeDía
Hrafndís Bára Einarsdóttir
Hrafndís (Hrafndís Bára Einarsdóttir) er sjónvarpsgerðarkona, sem er ekki bara þreytt á lífinu
og tilverunni, heldur er hún handviss um að hún eigi mun glæstari feril og framtíð skilið en í
raun ber. Að þessu sinni er henni og tökumanninum Garðari (Garðar Finnsson) falið að taka upp
heimildarmynd um fjölfatlaða stelpu sem heitir Rakel (Rakel Árnadóttir). Sjálfhverfa og fávísi
Hrafndísar verður þess þó valdandi að hlutirnir taka lengri tíma en áætlað var. Með allt á hornum
sér og vinnuveitandann síhringjandi þvælist Hrafndís í gegnum verkefnið með misgóðum
árangri. Ná þau að skila í tæka tíð?

Haltur Leiðir Blindan


Óttar M. P. S. Ingólfsson
!""#$%&'(')'%*+,-./001+ 234-51$%)6.78%2319#001+
Hann er mjög misþroska og þjáist einnig af mjög alvarlegri heilaskemmd eða Severe Cerebral
Palsy. Hann á einn besta vin sem heitir Raggi (Theódor Thomasson) sem er blindur og misþroska.
Drifnir áfram af forvitni og hvötum lenda þeir félagar í undarlegum ævintýrum. Hugljúf, falleg
og barnslega einlæg saga. Með önnur hlutverk fara Ingólfur Arnarson og Jórunn Sigurðardóttir.
LEIKLISTARDEILD

Urður Tanja
Rósa Björg Ásgeirsdóttir
Urður Tanja er 27 ára listamaður. Hún hefur einnig einstakan áhuga á gullkornum og stjörnuspám
og á hverjum morgni les hún gullkorn dagsins úr bókinni sinni. Hún lætur sér þó ekki alltaf
nægja að lesa þau og hugleiða. Hún á það til að framkvæma þau í ljósi þess að hún getur fundið
út frá þeim allskonar skemmtilegar gjörðir sem henni hefur alltaf langað til að gera og hefur þá
gullkornið til að réttlæta ranglætið.

RjómaSæla
Theódór Sölvi Thomasson Egg og sykur þeytt saman
4 egg Smjörlíki brætt og kælt
6 dl. sykur eða 510 gr. Öllu bætt saman
3 dl. mjólk
9 dl. hveiti eða 450 gr. Kakan bökuð við 225 gráður í c.a. 20
6 tsk. lyftiduft mínútur.
250 gr. smjörlíki
2 tsk. Vanilludropar Sjálfum finnst mér bezt að þekja hana
5 stk. gler með rjóma og setja kökuskraut og
2 msk. kakó niðurbrotið suðusúkkulaði strax á kökuna
4 dl. rjómi þegar hún kemur úr ofninum.
ÚTSKRIFT VOR 2010

Líf
Tinna Ágústsdóttir
Axel (Arne Kristinn Arnesson) er ungur maður í Reykjavík sem flæktur er í vafasaman félagsskap.
Einn daginn kemst hann yfir tösku sem gerir hann að skotmarki hættulegustu glæpamanna
borgarinnar. Axel bregst við með því að ráða sig sem vinnumann á sveitabæ fjarri höfuðborginni.
Með önnur aðalhlutverk fara Tinna Ágústsdóttir, Valdimar Flygenring, og Unnur Birna Jónsdóttir.
LEIKLISTARDEILD

KENNARAR OG LEIÐBEINENDUR

Sigrún Gylfadóttir
Darren Foreman
Sigrún Sól Ólafsdóttir
Þór Tulinius
Þorsteinn Bachmann
Þorsteinn Gunnar Bjarnason
Kári Halldór
Helena Jónsdóttir
Steinunn Ketilsdóttir
Tinna Grétarsdóttir
Sandra Erlingsdóttir
Eva Rún Þorgeirsdóttir
Hera Björk Þórhallsdóttir
Ágústa Ósk Óskarsdóttir
Þórhildur Örvarsdóttir
Hlín Agnarsdóttir
Vigdís Gunnarsdóttir
Hilde Helgason
Hilmar Oddsson
Grímur Hákonarsson
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Elvar Gunnarsson
Andri Heiðar Kristinsson
Sigtryggur Berg Sigmarsson
Böðvar Bjarki Pétursson
ÚTSKRIFT VOR 2010
KVIKMYNDASKÓLI ÍSLANDS
VÍKURHVARF 1
203 KÓPAVOGUR
S: 444 3300
www.kvikmyndaskoli.is

You might also like