You are on page 1of 5

Náttúruvísindi-NÁTT1UN05

Haustönn 2022
Kennari: Eva María Jónsdóttir

Rosalind Franklin og vísindin

Svea María Bergsteinsdóttir

081006-2370
1. Inngangur
Vísindi er víðtækt orð og nær yfir ansi margt. Þau flokkast í ýmsa flokka, s.s. félagsvísindi,
hugvísindi og náttúruvísindi. Það er því áhugavert að velta þeirri spurning upp hvað vísindi
merkja í mínum huga og er ætlunin að gera stutta grein fyrir því. Í framhaldi mun ég fjalla um
vísindakonuna Rosalind Franklin sem rannsakaði m.a. kol og vírusa og átti líklega lykilgagn í
uppgötvun á DNA sameindinni.

2. Hvað eru vísindi fyrir mér?


Mér finnst vísindi vera alls staðar í kringum okkur. Ef ekki væri fyrir vísindin ættum við ekki
fötin sem við klæðumst, húsin sem við búum í, bílana okkar og rafmagn væri ekki til, svo dæmi
séu tekin.

Vísindi hjálpa okkur líka að skilja það sem var hér fyrir, þ.e. náttúruna. Með vísindum getum við
lært á náttúruna, skilið hana og hvers er að vænta frá henni, eins og t.d. veðurfar,
loftslagsbreytingar, eldgos og flóðbylgjur. Vísindin gera okkur kleift að sjá fyrir veðurlag og
ýmsa vá þannig að við getum brugðist við og fyrirbyggt óhöpp og slys.

Læknavísindin eru mögnuð og hafa gert það að verkum að í dag er hægt að lækna margt sem
ekki var hægt að lækna áður og þá eru grunnþarfir eins og skjól, fatnaður, matur, mannleg
samskipti, tungumál o.fl. allt háð vísindalegum uppgötvunum sem hafa stuðlað að framþróun svo
lengi sem menn muna.

3. Rosalind Franklin
Vísindamenn í sögunni eru margir hverjir þekktir fyrir stórkostlegar uppgötvanir en á fyrri hluta
20. aldar var meiri hluti þeirra karlmenn. Rosalind Franklin var vísindakona á þeim tíma og það
vakti áhuga minn. Hún gerði stórkostlegar uppgötvanir en var hlunnfarin af vísindamönnum sem
nýttu sér gögn hennar án hennar vitundar.

Rosalind Elsie Franklin var fædd árið 1920 í London, Bretlandi. Foreldar hennar voru Muriel og
Ellis Franklin og var hún elst fjögurra systkina. Hún þótti snemma bráðger eins og eftirfarandi
tilvitnun ber vott um:
,,…Her Aunt Mamie Bentwich, on holiday with the Franklin family on the Cornish coast in 1926,
wrote to her husband that ‘Rosalind is alarmingly clever – she spends all her time doing arithmetic
for pleasure and invariably gets her sums right’ (Garman, 2020).”

Það kemur ekki á óvart að Rosalind skyldi ganga menntaveginn. Hún fór í heimavistaskóla níu
ára gömul og í framhaldi í stúlknaskóla sem hafði það að markmiði að undirbúa stúlkur fyrir
starfsframa. Það voru vísindin sem heilluðu hana alla tíð en eftirfarandi tilvitnun í orð móður
hennar sýna fram á það;

,, ‘All her life, Rosalind knew exactly where she was going, and at 16 she took science
as her subject’ (Garman, 2020).”

Rosalind fór í Cambridge háskóla árið 1938-1941 þar sem hún lagði stund á nátturufræði með
áherslu á efna- og kristalfræði. Hún útskrifaðist ekki formlega fyrr en árið 1948 þar sem konur
útkrifuðust ekki með prófgráðu frá Cambridge háskóla fyrr en árið 1947. Hún lauk doktorsnámi í
eðlisefnafræði frá sama háskóla árið 1945 (Garman, 2020).

Fyrstu ár eftir útskrift starfaði Rosalind í París, Frakklandi við rannsóknir á kolum og notaði hún
röntgentækni við það. Síðar meir fékk hún stöðu við King’s háskóla og rannsakaði þá DNA
kjarnasýru og notaði röntgentækni til að ná myndum af sameindinni, þ.á.m. mynd sem fékk
fræga heitið Mynd 51 (Garman, 2020).

Tíminn hennar við King’s háskóla var e.t.v. ekki dans á rósum því henni og samstarfsmanni
hennar Maurice Wilkins kom ekki vel saman. Wilkins deildi óbirtum rannsóknargögnum, þ.á.m.
Mynd 51, með James Watson og Francis Crick án vitundar Rosalind. Þeir störfuðu á
rannsóknarstofu við Cambridge háskóla við að búa til módel af DNA sameindinni. Mynd 51 var
lykilgagn í vinnu Watson og Crick við gerð DNA módelsins, án hennar hefði þeim líklega ekki
tekist að búa það til. Framlag Rosalind til DNA módelsins var varla viðurkennt og tóku Watson,
Crick og Wilkins allan heiðurinn þótt Crick hafi viðurkennt eftir dauða Rosalind að framlag
hennar hafði verið grundvallarþáttur (Chial, H., Drovdlic, C., 2014). Enn í dag eru menn ekki
sammála um framlag Rosalind við að leysa ráðgátuna um leyndarmál lífsins sem DNA svo
sannarlega er (Garman, 2020).
Rosalind hóf síðar mikilvægar rannsóknir á byggingu veirutegunda sem að var besta og
mikilvægasta starf hennar á lífsleiðinni. Rannsóknir hennar á veirutegundum hefur gagnast
mannkyninu og telst hennar mikilvægasta arfleifð ( Chial, H., Drovdlic, C., 2014).

Rosalind lést úr krabbameini árið 1958 án þess að hafa nokkur tímann vitað að Mynd 51 var
lykilgagn í DNA kortlagningunni.

4. Lokaorð
Vísindin eru lykillinn að framþróun þegar kemur að svo mörgu og framlag Rosalind Franklin til
vísinda og þá framþróunar er ómetanlegt. Hún virtist eiga erfitt uppdráttar einungis vegna þess
að hún var kona. Hún fékk ekki að útskrifast strax með prófgráðu eftir að námi lauk og hún fékk
ekki þá viðurkenningu sem hún átti skilið fyrir vinnu sína við DNA kjarnasýru og virtist sjálfsagt
að karlkyns kollegar hennar tæku vinnu hennar og gerðu að sinni. Hún átti þó eftir að ná sér á
strik við rannsóknir á vírusum en það var þó í of stuttan tíma því hún lést fyrir aldur fram.
5. Heimildaskrá

Chial, H., Drovdlic, C., Koopman, M., Nelson, S.C., Spivey, A., Smith, R. (2014). Rosalind Franklin: A Crucial
Contribution, Unti 3.1. Nature Education.
Sótt 28. ágúst af https://www.nature.com/scitable/topicpage/rosalind-franklin-a-crucial-
contribution6538012/#:~:text=Rosalind%20Franklin%20made%20a%20crucial,by%20one%20of
%20her%20coworkers.

Garman, Elspeth F. (2020). Rosalind Franklin 1920-1958. Structural Biology, 7 (76), 698-701.
Sótt 27. ágúst af https://doi.org/101107/S2059798320008827

You might also like