You are on page 1of 124

Valsblaðið

72. árgangur 2020


ENNEMM / SÍA / NM-000580
Fáðu næsta
pakka á N1

Renndu við þegar þér hentar


Nú geturðu valið að sækja sendinguna þína frá netverslunum
ELKO, ASOS o.fl. á valdar þjónustustöðvar N1 – jafnvel allan
sólarhringinn. Við tökum netverslunina alla leið svo þú getur
strax byrjað að hlakka til næsta pakka!

440 1000 n1.is

ALLA LEIÐ
ALLA LEIÐ
Vertu
framúr-
skarandi
Til að skara fram úr þarf
ástríðu, einbeitingu,
viljastyrk og útsjónarsemi.

Í rekstri líkt og í íþróttum skiptir


máli að hafa forgangsröðunina í lagi
og hugrekki til að fara nýjar leiðir
er byggja á þekkingu, reynslu og
réttum upplýsingum. Við leggjum
okkur fram svo þú skarir fram úr.

Kynntu þér þjónustuframboð


KPMG á vefsíðu félagsins eða
hafðu samband í síma 545 6000
og við verðum þér innan handar.

kpmg.is
Burðarásar
Á hvítasunnudag 1958, eftir hádegsmat,
Hugvekja á jólum 2020
heyrði ég hróp og hlátrasköll utan af
götu. Við bjuggum í risíbúð á Miklubraut.
Ég var 8 ára og þurfti stól að standa á til
að sjá út um kvistgluggann. Klambratúns-
megin við Miklubrautina var hópur stráka
með brilljantín í hárinu. Þetta voru
strákar í Val á leiðinni í KFUM til að
hylla Séra Friðrik. Hann átti 90 ára
afmæli. Ég hafði lesið allt um afmælið í
Mogganum. Ég var í Val og langaði að
fara en var ekki nógu stór. Ég sá aldrei
Séra Friðrik.
Skömmu fyrir afmælið gaf Albert Guð-
mundsson Valsblaðinu útgáfustyrk og
óskaði þess með bréfi að blaðið flytti
hverju sinni stuttan þátt úr verkum Séra
Friðriks. Pétur Sveinbjarnarson.
Séra Friðrik Friðriksson.
Í afmælisávarpi á svölum KFUM sagði
formaður Vals að félagið hefði stofnað
sjóð til að safna fyrir styttu af afmælis- Fólkið er ekki allt dáið en þau sem Dauði Péturs er kveikjan að þessari
barninu sem reist yrði að Hlíðarenda. lengst og mest þekktu til verka Séra Frið- grein. Hann dó ungur og er sárt saknað.
Séra Friðrik þakkaði í sínu ávarpi fyrir riks eru dáin. Pétur starfaði af áhuga að málefnum Séra
þann mikla heiður sem Valur sýndi Pétur Sveinbjarnarson, heiðursfélagi í Friðriks í Val. Hans helstu samstarfsmenn
honum með því að ætla að reisa honum Val og fv. formaður, var formaður fram- á þeim vettvangi eru komnir á áttræðis-
minnisvarða á Hlíðarenda. Hann hafði kvæmdanefndar um byggingu Friðriks­ aldur.
mikinn styrk og áhrif í Val. Margir Frið- kapellu. Hann var leiðtogi og foringi Hvað sem Valur reiknar með að búa
riksdrengir frá fyrstu árum Vals voru þá á framkvæmdarinnar. við í framtíðinni verður hann að búa
lífi og sjálfboðastarf í Val innblásið af Þegar Friðrikskapella var fullbyggð sig undir það í nútíðinni.
fordæmi og áhrifum Séra Friðriks. og hafði verið skipuð stjórn mæltist
Fleiri hundruð manns hylltu afmælis- Pétur til þess að efnt yrði til kyrrðar-
barnið og fyrirsögn í Morgunblaðinu var stundar einu sinni í viku. Hann hafði Jólaminning
svona: Á níræðisafmæli Sr. Friðriks sást líka fleiri góðar hugmyndir sem ekki Þegar Séra Friðrik ávarpaði alla Vals-
vel hvílíkum vinsældum hinn aldni trúar- eru tíundaðar hér. menn fyrsta sinni voru fyrstu orðin þessi:
leiðtogi á að fagna. Blaðið lætur þess líka Kyrrðarstundir í mánudagshádegi voru
getið að Séra Friðrik hafi fengið meira en fyrst allt árið en síðar gerð sumarhlé. Vakið, standið stöðugir í trúnni,
1500 vindla í afmælisgjafir og að þeir Pétur Sveinbjarnarson var fastagestur á verið karlmannlegir og styrkir.
muni líklega duga til haustsins. kyrrðarstundum í Friðrikskapellu í 26 ár, Allt sé hjá yður í kærleika gjört.
Séra Friðrik dó í mars 1961. Útför hans allt til dauða. Fyrra bréf Páls til Korintumanna – 16:13-14
fór fram á laugardegi og var geysifjöl-
menn. Bærinn var fullur af fólki. Á for- Árið sem ég gekk í Val fórum við á
síðu Morgunblaðsins stóð: Hann var aðfangadagskvöld til afa á Norðurstíg.
jafnoki þeirra sem helgir voru kallaðir. Norðurstígur er neðan Vesturgötu nærri
Á þeim 60 árum sem liðin eru frá Reykjavíkurhöfn.
dauða Séra Friðriks hafa félög hans Þegar leið á kvöldið fórum við heim.
blómgast. Burðarásar félaganna hafa Pabbi, sem þá var rúmlega þrítugur
margir verið Friðriksdrengir og stúlkur. húsasmiður, átti Fordson bíl með plássi
Vinir og samstarfsmenn í KFUM & K og fyrir fjölskylduna, mömmu og þrjú börn
öðrum Friðriks-félögum unnu ötullega að og mikið af verkfærum.
ótal verkefnum að honum látnum. Þessir Þegar við ókum Suðurgötu í átt að
vinir unnu Séra Friðriki ævi sína, allt til Hringbraut, sáum við hús brenna í Þing-
enda. holtum handan tjarnarinnar. Það var kalt í
Á Hlíðarenda reistu Valsmenn minnis- veðri og hvasst. Eldbjarmi lýsti umhverfi
varða Séra Friðriks og í samtökum um hússins og pabbi sá að Þingholtsstræti 28
byggingu Friðrikskapellu, sem stofnuð var að brenna. Í húsinu nr. 27, handan
voru fyrir 31 ári, reisti allt þetta góða fólk götunnar bjuggu hjónin Ella og Gestur,
kapellu á Hlíðarenda. vinir okkar.

4 Valsblaðið 2020
Pabbi keyrði eins hratt og hann gat

Meðal efnis:
heim á Miklubraut. Hann skipti um föt og
fór í vinnugalla. Svo kyssti hann mömmu
og sagði okkur krökkunum að hátta. Svo
þaut hann í Þingholtsstrætið á Fordson 12 Allt ég gef, mitt líf, mitt pund. T il
með verkfærin sín. minningar um Pétur Sveinbjarnarson
heiðursfélaga í Val. Þorsteinn Haraldsson
Á jólanótt 1957 var pabbi í Þingholts-
tók saman.
stræti 27 á móti húsi nr. 28 sem var að
brenna. Hann var á þakinu og varnaði því 16 Valsarar hafi góð áhrif á liðsfélaga sína.
að eldur næði þar tökum.  rein eftir Pálmar Ragnarsson þjálfara
G
Það var suðvestanafspyrnurok og gekk hjá Val, fyrirlesara og höfund bókarinnar
Samskipti.
á með dimmum éljum. Logandi tjöru­
pappaflygsur flugu um hverfið og mörg 18 Ljóti andarunginn sem varð að fallegum
hús voru í hættu. Hitinn var óskaplegur. fugli. K örfuknattleiksdeild Vals fagnaði 50
Það voru fleiri menn á þökum en pabbi ára afmæli árið 2020. Guðni Olgeirsson tók
og það var handlangað til þeirra fötum saman grein um upphaf körfuboltans í Val.
með vatni sem þeir höfðu til að slökkva 24 Ársskýrsla knattspyrnudeildar þ ar
glóðir og kæla brennheita útveggi. Þeir sem m.a. er fjallað um framtíðarsýn og
höfðu líka verkfæri til að nálgast eld sem uppbyggingaráform á Hlíðarenda.
kviknaði undir þakskeggi. 28 Vængjum þöndum Valshlaðvarpið.
Húsið nr. 28 brann en nálægum húsum Þ ríeykið Benedikt Bóas Hinriksson, Breki
var bjargað. Enginn lét lífið. Logason og Jóhann Alfreð Kristinsson fjalla
Lítil dóttir og tveir stoltir Valsstrákar um hlaðvarpið og þróun þess.
voru vöknuð þegar pabbi þeirra kom 43 Viðtal við Árna Pétur Jónsson formann
heim að morgni jóladags. Neðan við Knattspyrnufélagsins Vals, m
 .a.um
húfuder var merki um jólaguðsþjónustu framtíðarásýnd Hlíðarenda. Þorgrímur
hans: Brunnið andlit með blöðrum. Þráinsson tók saman.
Gleðileg jól! 46 „Ég er á réttum stað í lífinu.“ Ítarlegt
Þorsteinn Haraldsson viðtal við Pétur Pétursson þjálfara
kvennaliðs Vals í knattspyrnu um
knattspyrnuferilinn, Valsliðið og fleira.
Þorgrímur Þráinsson tók saman.
54 „Langbesta tímabilið mitt.“ Viðtal við
Aron Bjarnason leikmann karlaliðs Vals í
knattspyrnu um síðasta tímabil. Benedikt
Bóas Hinriksson tók saman.
56 Myndaopna með Íslandsmeisturum Vals
í knattspyrnu karla 2020. L jósmyndir
Þorsteinn Ólafs.
60 Hversu björt er framtíð Vals? G rein eftir
Brynjar Harðarson þar sem hann fjallar
ítarlega um félagið með hugmyndir að nýju
félagi á gömlum grunni.
64 Ársskýrsla handknattleiksdeildar þ ar
sem fjallað er um sérkennilegt handboltaár
á tímum heimsfaraldurs Covid-19.
76 Ætlaði aldrei að verða þjálfari. Ítarlegt
viðtal við Heimi Ríkarðsson þjálfara í
Valsblaðið • 72. árgangur 1. tbl. 2020 handknattleik hjá Val sem hefur helgað líf
Útgefandi: Knattspyrnufélagið Valur, sitt þjálfun og löggunni. Guðni Olgeirsson
Hlíðarenda við Laufásveg tók saman.
Ritstjóri: Guðni Olgeirsson
Ritnefnd: Gunnar Örn Arnarson, Óttar Felix Hauksson, 82 Balaton Cup 2020. F erðasaga frá þriðja
Svala Þormóðsdóttir, Þorgrímur Þráinsson og Þor- flokki karla í handbolta. Knútur Gauti og
steinn Ólafs Dagur Fannar tóku saman.
Auglýsingar: Sigurður Kristinn Pálsson, Jónas
Guðmundsson Forsíðumynd: Patrick Pedersen sækir 88 Við skiptum öll máli. L itlir hlutir skapa
Ljósmyndir: Þorsteinn Ólafs, Baldur Þorgilsson, að marki KR í fyrsta leiknum í Pepsí stóra sigra. Eftir Þorgrím Þráinsson.
Guðni Olgeirsson, Guðlaugur Ottesen Karlsson, Max deild karla á Origovellinum 108 Fyrstu sigrarnir í körfunni. F rá
Svali Björgvinsson o.fl. þann 13. júní 2020. Ljósmynd tók minjanefnd Vals. Margrét Bragadóttir tók
Þorsteinn Ólafs.
Prófarkalestur: Óttar Felix Hauksson
saman.
Umbrot: Eyjólfur Jónsson
Prentun og bókband: Prenttækni ehf.

Valsblaðið 2020 5
Viðurkenningar

Íþróttamenn Vals frá upphafi


2019
Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur
2018
Birkir Már Sævarsson, knattspyrna
2017
Orri Freyr Gíslason handknattleikur
2016
Bjarni Ólafur Eiríksson, knattspyrna
2015
Bjarni Ólafur Eiríksson, knattspyrna
2014
Kristín Guðmundsdóttir, handknattleikur
2013
Haukur Páll Sigurðsson, knattspyrna
2012
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, handkn.leikur
2011
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handkn.leikur

Helena
2010
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, handknattleikur
2009
Dóra María Lárusdóttir, knattspyrna
2008

Sverrisdóttir
Katrín Jónsdóttir, knattspyrna
2007
Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna
2006

íþróttamaður Vals 2019


Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna
2005
Bjarni Ólafur Eiríksson, knattspyrna
2004
Ljósmynd Þorsteinn Ólafs. Berglind Íris Hansdóttir, handknattleikur
2003
Það er árviss viðburður hjá Val að bæði Íslands- og bikarmeistaratitil. Hel- Íris Andrésdóttir, knattspyrna
útnefna íþróttamann ársins við hátíðlega ena var lykilleikmaður Vals á leiktíðinni
2002
athöfn að Hlíðarenda á gamlársdag. Árið 2018–2019 og var kjörin besti leikmaður
Sig­ur­björn Hreið­ars­son, knatt­spyrna
2019 var komið að þessari útnefningu í deildarinnar á lokahófi KKÍ. Árið 2019
28. sinn að viðstöddu fjölmenni. Val- skoraði hún að meðaltali mest allra, tók 2001
Rósa Júl­ía Stein­þórs­dótt­ir, knatt­spyrna
nefndin er skipuð formönnum allra flest fráköst og skilaði hæsta framlagi í
deilda félagsins, sitjandi formanni Vals deildinni. Hún lék einnig mjög vel með 2000
og tveimur fyrrverandi formönnum, auk íslenska landsliðinu á árinu og hefur Krist­inn Lár­us­son, knatt­spyrna
Halldórs Einarssonar sem hefur verið í verið fyrirliði og ein mikilvægasta körfu- 1999
valnefnd frá upphafi og er gefandi verð- knattleikskona íslenska landsliðsins í Ás­gerður Hild­ur Ingi­bergs­dótt­ir, knatt­spyrna
launagripanna. Samtals hafa 12 knatt- meira en áratug. Með íslenska landsliðinu 1998
spyrnumenn hlotið titilinn, 11 handknatt- hefur Helena leikið mjög vel bæði í síð- Guðmund­ur Hrafn­kels­son, hand­knatt­leik­ur
leiksmenn og tveir körfuknattleiksmenn. ustu undankeppni þar sem hún fór fyrir 1997
Fjórtán sinnum hefur leikmaður karlaliðs liðinu í helstu tölfræðiþáttum sem og í Ragnar Þór Jónsson, körfuknattleikur
verið valinn og fjórtán sinnum hefur leik- undankeppni FIBA Europe þar sem hún 1996
maður kvennaliðs orðið fyrir valinu. leiddi liðið í tölfræðiþáttum yfir stig Jón Kristjánsson, handknattleikur
Kynjaskiptingin er hnífjöfn og gott jafn- skoruð, í fráköstum og er önnur yfir flest- 1995
vægi ríkir milli knattspyrnu og hand- ar stoðsendingar. Guðrún Sæmundsdóttir, knattspyrna
knattleiks en einungis tvisvar hefur Hún hefur verið valin körfuknattleiks­ 1994
körfuknattleiksmaður verið valinn. kona ársins 12 sinnum, þ.e. ellefu sinnum Dagur Sigurðsson, handknattleikur
Fyrir valinu sem íþróttamaður Vals í röð 2005–2015 og 2019, sem er einstakt 1993
árið 2019 varð Helena Sverrisdóttir, leik- afrek. Hún hefur fjórum sinnum orðið Guðmundur Hrafnkelsson, handknattleikur
maður meistaraflokks kvenna í körfu- Íslandsmeistari og tvisvar sinnum 1992
knattleik en kvennaliðið vann alla titla meistari í Slóvakíu. Helena hóf feril sinn Valdimar Grímsson, handknattleikur
sem voru í boði árið 2019 og í fyrsta sinn með Haukum.

6 Valsblaðið 2020
Ertu að flytja?

EKKI
GLEYMA
STUÐINU!
Passaðu að gleyma ekki stuðinu
í flutningunum og mundu að taka
Orkusöluna með á nýja heimilið.

Komdu í viðskipti á orkusalan.is


Starfið er margt

Valsmenn minnast Jóns Karels Kristbjörnssonar. Það er áralöng hefð Valsmanna að hittast í Hólavallakirkjugarði fyrir fyrsta leik í
Íslandsmótinu og minnast þar Jóns Karels Kristbjörnssonar (f. 19/12 1911, d. 17/6 1933), markmanns Íslandsmeistaraliðs Vals árið
1933. Jón Karel slasaðist í leiknum við KR sem fram fór á Melavellinum 15. júní 1933. Hann lést á spítala tveimur dögur síðar. Vals-
maðurinn Hafrún Kristjánsdóttir flutti erindi. Á myndinni eru f.v. Ólafur Karl Finsen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Andri Adolphsson,
Birkir Heimisson, Halldór Eyþórsson liðsstjóri, Orri Sigurður Ómarsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Aron Bjarnason, Lasse
Petry Andersen, Einar Karl Ingvarsson, Birkir Már Sævarsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Kristinn Freyr Sigurðsson, Jóhann Emil Elías-
son styrktarþjálfari, Haukur Páll Sigurðsson, Kaj Leo í Bartalstovu, Srdjan Tufegdzic aðstoðarþjálfari, Sigurður Egill Lárusson, Val-
geir Lunddal Friðriksson, Einar Óli Þorvarðarson sjúkraþjálfari, Magnus Egilsson, Ívar Örn Jónsson, Sebastian Starke Hedlund,
Sveinn Sigurður Jóhannesson, Haraldur Árni Hróðmarsson yfirþjálfari yngri flokka, Hannes Þór Halldórsson, Torfi Geir Halldórsson,
Patrick Pedersen, Eiríkur K Þorvarðarson markvarðaþjálfari, Heimir Guðjónsson þjálfari. Ljósmynd og texti / Þorsteinn Ólafs.

21 titill árið 2020


Ársskýrsla aðalstjórnar Vals árið 2020
Sigurður K. Pálsson framkvæmdastjóri lagði fram og útskýrði
Valur varð Íslandsmeistari í knattspyrnu endurskoðaða reikninga félagsins fyrir liðið starfsár, til sam-
karla sumarið 2020 og deildarmeistari í þykktar. Hann lagði ennfremur fram rekstaráætlun fyrir árið
2020. Jón S. Helgason, frá KPMG, var kosinn löggiltur endur-
handbolta karla og körfubolta kvenna en skoðandi félagsins.
öll mótin voru blásin af vegna Covid-19.
Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals var haldinn 2. júní 2020 Íslandsmeistarar Vals
en honum var frestað vegna heimsfaraldursins, Covid-19. Karl Snemma árs var ljóst að heimsfaraldurinn Covid-19 myndi setja
Axelsson var kjörinn fundarstjóri og Hólmfríður Sigþórsdóttir mark sitt á starfsemi Vals sem og annarra íþróttafélaga, ekki
fundarritari. Fundargerð síðasta aðalfundar var lögð fram til bara á Íslandi heldur út um allan heim. Keppnistímabilið í hand-
samþykktar. Samkvæmt venju fór formaður yfir skýrslu stjórnar bolta var blásið af eftir að meistaraflokkur karla í handbolta varð
og framkvæmdastjóri yfir ársreikning og áætlun. Þorgrímur Þrá- deildarmeistari og allt stefndi í að hann yrði líka Íslandsmeistari.
insson, fyrrverandi formaður og varaformaður, gaf ekki kost á Sömu sögu var að segja um körfubolta kvenna. Valur varð
sér í stjórn en Þórhallur H. Friðjónsson kom inn í hans stað. deildarmeistari en úrslitakeppnin fór aldrei fram og því engir
Aðrir stjórnarmenn eru Kjartan Georg Gunnarsson, Hólmfríður Íslandsmeistarar krýndir.
Sigþórsdóttir, Eva Halldórsdóttir, Karl Axelsson og Jón Garðar Hátindur ársins hjá Val var Íslandsmeistaratitillinn í knatt-
Hreiðarsson. Á fyrsta fundi aðalstjórnar var Eva Halldórsdóttir spyrnu karla sem var verðskuldaður. Liðið sýndi mikla yfirburði
kjörin varaformaður. Formenn deilda eru sjálfkjörnir í aðalstjórn eftir örlítið hik í fyrstu umferðunum en þegar fjórar umferðir
Vals en þeir eru, Gísli Gunnlaugsson, Svali Björgvinsson og voru eftir af Íslandsmótinu, og Valur með 8 stiga forystu, var
Börkur Edvardsson. mótið blásið af vegna Covid-19 og Valur úrskurðaður Íslands-
Í ræðu sinni lagði formaðurinn áherslu á að arið yrði í meistari samkvæmt reglugerð sem stjórn KSÍ setti þegar stefndi
aðhaldsaðgerðir vegna Covid-19 og framkvæmdastjóri útlistaði í vandræði vegna heimsfaraldursins á miðju keppnistímabili.
það nánar. Formenn deilda gerðu stutta grein fyrir starfinu og Eftir langt æfinga- og keppnisbann komu leikmenn Vals sterkir

8 Valsblaðið 2020
Starfið er margt

til baka og héldu sínu striki þar til þriðja bylgja faraldursins batt
enda á Íslandsmótið. Þegar þetta er skrifað, í desember 2020,
hafa iðkendur sextán ára og eldri ekki enn fengið grænt ljós á að
æfa eða keppa. Í ljósi þess, ríkir enn óvissa um framvindu mála MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 29. DAGUR ÁRSINS 2020

á Íslandsmótinu í handbolta og körfubolta sem og í bikarkeppni


viðkomandi greina. En málin ættu að skýrast í upphafi árs 2021.
Frá stofnun félagsins, 11. maí 1911, hefur Valur landað 121
stórum titli í greinunum þremur; orðið Íslandsmeistari og bikar-
Valsblaðið sameinar
 Guðni Olgeirsson hefur verið ritstjóri ársritsins í 17 ár
meistari í meistaraflokki í handbolta, fótbolta og körfubolta, Steinþór Guðbjartsson

karla og kvenna.
steinthor@mbl.is

Sem fyrr átti Valur fjölda yngri landsliðsmanna í handbolta og


Nýjasta Valsblaðið er komið út og er
það stútfullt af efni í máli og myndum

körfubolta og fótbolta. Framtíðin er björt að Hlíðarenda ef við


um atburði í félaginu á nýliðnu ári.
Blaðið er 140 síður í A4-broti og má
fullyrða að það sé það glæsilegasta
höldum okkur á tánum og slökum aldrei á þeim kröfum sem við innan íþróttahreyfingarinnar. „Fé-
lagið leggur mikinn metnað í að hafa
gerum til iðkenda og þjálfara. blaðið sem veglegast,“ segir Guðni
Olgeirsson, sem tók við ritstjórninni
af Þorgrími Þráinssyni fyrir um 17
árum og hefur haft umsjón með
blaðinu síðan.

Helena Sverrisdóttir íþróttamaður Vals 2019


Knattspyrnufélagið Valur var
stofnað 11. maí 1911. Fyrsta Vals-
blaðið var átta síður og kom út í jan-
úar 1939. Útgáfan var stopul næstu
Samkvæmt venju var íþróttamaður Vals kjörinn á gamlársdag áratugina en blaðið var endurvakið
1958 með krafti. Það hefur komið út
2019 en formaður dómnefndar er Halldór Einarsson og gefur nánast árlega síðan og nú í 71. sinn.
Leiðir margra inn í íþróttahreyf-

hann ennfremur verðlaunagripina. Formenn deilda eru einnig í inguna liggja í gegnum foreldra-
starfið. Um aldamótin var Guðni

dómnefnd auk formanns Vals, formanna deilda og tveggja síð-


virkur í foreldrastarfi Vals. Hann
segir stjórnendur félagsins hafa vitað

ustu formanna Vals.


af því að hann hafi verið í stefnu-
mótunarvinnu í menntamálaráðu-
neytinu og því hafi hann verið feng-
Helena Sverrisdóttir hlaut nafnbótina íþróttamaður Vals 2019 inn til þess að hjálpa til við að móta
knattspyrnustefnu á vegum ung-
en meistaraflokkur kvenna í körfubolta landaði árið 2019 öllum lingaráðs. Þegar Þorgrímur Þráins-
son hætti sem ritstjóri Valsblaðsins

titlum sem voru í boði. Meistaraflokkur kvenna í handbolta hafi hann verið beðinn að taka við
blaðinu 2003. „Mér þótti þetta þá frá-

gerði slíkt hið sama en Helena þótti skara fram úr sem leiðtogi í
leit hugsun en ég lét samt tilleiðast og
tók að mér að sjá um eitt blað. Þau

gríðarlega öflugum leikmannahópi. Auk þess að vera í farar-


eru nú orðin sautján.“
Margra manna verk
broddi innan vallar þjálfaði hún yngri iðkendur hjá Val og er Guðni leggur áherslu á að margir
leggi hönd á plóg. Hann starfi með
Ljósmynd/Þorsteinn Ólafs

glæsileg fyrirmynd.
Viðurkenning Guðni Olgeirsson var heiðraður fyrir 15 ára samfellda rit-
öflugri ritnefnd, menn eins og Þor- stjórn Valsblaðsins árið 2017. 71. árgangur þess kom út á dögunum.
steinn Ólafs, Guðlaugur Ottesen
Karlsson og Baldur Þorgilsson gæti blaðinu. „Þetta er á ábyrgð fulltrúa- skipti miklu máli. Myndir séu af öll-
þess að mynda helstu viðburði, marg- ráðsins, minjanefnd leggur ávallt um liðum karla og kvenna og mikið sé
ir leggi til skrifað efni, prófarkalestur eitthvað til, Fálkarnir, Valkyrjurnar, lagt upp úr því að raddir unga fólks-

Valsmaður ársins 2019


sé í góðum höndum Óttars Felix Valskórinn og svo framvegis.“ ins heyrist. „Útgáfa svona blaðs er
Haukssonar og Eyjólfur Jónsson hafi Með fyrsta Valsblaðinu voru lín- besta leiðin til þess að varðveita sögu
séð um umbrotið undanfarin 13 ár. urnar lagðar. Guðni bendir á að strax hvers árs,“ segir Guðni. „Það er eftir-
„Ég hef komið mér upp ákveðnum
Ekki náðist samkomulag um hver ætti að hljóta nafnbótina Vals-
hafi verið lögð áhersla á að skrá sög- tektarvert hvað við erum með margt
vinnubrögðum, miklu tengslaneti og una og blása mönnum í brjóst kraft ungt og efnilegt fólk sem setur sér
með góðra manna hjálp hefur þetta og eldmóð og efla félagsandann. „Það skýr markmið og leggur áherslu á
maður ársins 2019 og var því enginn krýndur á gamlársdag. Hér á gengið á hverju ári. Svona blað verð-
ur aldrei eins manns verk.“ Hann
er föst hefð að fjalla um séra Friðrik
Friðriksson, fyrsta æskulýðsleiðtoga
heilbrigt líferni.“
Öll tölublöð Valsblaðsins eru að-
árum áður var Valsmaður ársins áþekk nafnbót og íþróttamaður bætir við að ákveðnir menn, ráð og
nefndir fylgist með afmörkuðum
Vals, í hverju blaði,“ bendir hann á.
Ársskýrslur séu birtar og allar deild-
gengileg á timarit.is og á heimasíðu
Vals. Þau eru líka til innbundin í

Vals í dag en árið 1992 var íþróttamaður Vals valinn í fyrsta


sviðum starfseminnar. Til dæmis ir fái sitt pláss, félagsstarfinu séu vörslu félagsins á Hlíðarenda. „Hver
fylgist Halldór Einarsson með því gerð góð skil, sjálfboðaliðar dregnir útgáfa markar alltaf ákveðin tímamót

skipti. Skiptar skoðanir eru um hvort Valsmaður ársins eigi að


hvaða Valsmenn falla frá á hverju ári fram í sviðsljósið og þess sérstaklega hjá félaginu og sameinar félagsmenn
og þeir séu kvaddir á viðeigandi hátt í gætt að ekki halli á neinn. Jafnræðið enn frekar,“ segir Guðni.

koma úr röðum sjálfboðaliða, starfsmanna eða iðkenda. Stungið


ÍÞRÓTTIR MENNING
hefur verið upp á því á fundi aðalstjórnar að hver deild fyrir sig einnig gert aðgengilegt á heimasíðu félagsins þar sem einnig er
velji einn Valsmann ársins úr sínum ranni og þeir verði því árlega hægt að nálgast eldri blöð frá 2001.
þrír sem hljóta nafnbótina á gamlársdag. Tíminn leiðir í ljós hvort
samkomulag náist um þetta en það er vitanlega hvetjandi fyrir
alla að fá þakkir fyrir vel unnin störf með mikilvægri nafnbót. Friðrikssjóður styður unga fólkið
Sjóður Séra Friðriks Friðrikssonar var stofnaður árið 2015syng-
Rúni Brattaberg en
hlutverk hans er að tryggja að allir iðkendururí Val geti staðið
í Breiðholtskirkju
Guðni Olgeirsson og Valsblaðið straum af þeim kostnaði sem fylgir því að stunda íþróttir ogá tón-
Hinn kunni færeyski bassasöngvari
Rúni Brattaberg kemur fram að
Valsblaðið kom út í lok árs og er mikill sómi af því tímariti sem ekkert barn þurfi frá að hverfa sökum fjárskorts. Fjölmörgum
leikum með Caput-hópnum í Breið-
holtskirkju í kvöld og flytur verkið
Haukar með þriggja stiga forskot á toppnum
á sér langa sögu. Ritstjóri Valsblaðsins er Guðni Olgeirsson en styrkjum var úthlutað hófst áúr
nýjansjóðnum árið 2020.skálið Upplýsingar umvið-
„Úr Egils sögu“ eftir breska tón-
Íslandsmót karla í handknattleik leik í gær eftir langt frí. Topplið Gavin Bryars sem verður
Hauka styrkti stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með tveggja marka sigri staddur. Tónleikarnir eru á dagskrá
hann hefur stýrt blaðinu af röggsemi síðastliðin 18 ár. Valsblaðið Friðrikssjóð og úthlutunarreglur er að
gegn Fram og þá unnu Valsmenn níunda sigur sinn í röð í deildinni gegn ÍBV í
Vestmannaeyjum. Hafnfirðingar gerðu síðan góða ferð í Mosfellsbæinn og
finna á valur.is en sjóður-
Myrkra músíkdaga og einnig verða
flutt tónverk eftir K.óla og Veroniqe
kom fyrst út árið 1939. Fjölmargir greinahöfundar, ljósmyndarar innlögðuerAftureldingu
rekinnað fyrir sjálfsaflafé og er hægt að Vöku,
velli að Varmá með fjögurra marka mun, 32:28. »26
eflafyrirsjóðinn með því
Unu Sveinbjarnardóttur.

og áhugamenn um Val og Valsblaðið leggja Guðna lið en hann að hafa samband við skrifstofu Vals. Farið er með allar
mun vonandi standa fremstur í stafni og leiða þetta göfuga starf umsóknir semÁskrift trúnaðarmál.
Í lausasölu 670 kr. Sími: 569 1100
7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is

innan félagsins á komandi árum.


PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is

Með honum í ritnefnd eru Gunnar Örn Arnarson íþróttafulltrúi


Vals, Óttar Felix Hauksson sem einnig er prófarkalesari blaðsins, Hvorki kvenna- né herrakvöld
Svala Þormóðsdóttir, Þorgrímur Þráinsson og Þorsteinn Ólafs. Heimsfaraldurinn var við völd árið 2020 og því var fátt um
Þorsteinn á auk þess fjölda mynda í Valsblaðinu. Auk Þorsteins mannfagnaði. Hvorki var hægt að halda herra- eða kvennakvöld
hafa meðal annarra þeir Guðlaugur Ottesen Karlsson, Baldur Vals og því þyrstir okkur Valsmenn í samkomur og ánægjulegan
Þorgilsson, Svali Björgvinsson og Torfi Magnússon tekið fjölda félagsskap árið 2021. Það er óskandi að þegar heimild fyrir
mynda undanfarin ár fyrir Valsblaðið. Eyjólfur Jónsson sér um leikjum verður gefin út muni Valsmenn hópast að Hlíðarenda, af
umbrot Valsblaðsins en blaðið er prentað hjá Prenttækni og er því maður er manns gaman.

Valsblaðið 2020 9
Starfið er margt

Handboltaskór gefins. Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari


meistaraflokks karla mætti með glæsilega handboltaskó á
Hlíðarenda.

Ásgeir Þ. Óskarsson varð 85 ára 1. júlí 2020 Hann bað gesti


sína um að gefa ekki gjöf heldur færa sér framlag í Friðrikssjóð.
Ásgeir kom á skrifstofu Vals og færði Friðrikssjóði kr. 55.000.
Bragi G. Bragason stjórnarmaður í knattspyrnudeild var á
staðnum og veitti gjöfinni viðtöku en faðir hans Bragi G.
Bjarnason heitinn og Ásgeir voru góðir vinir.

Covid-19 aðgerðir
Í ljósi heimsfaraldursins, æfinga-
banns, fárra leikja í elstu aldurs-
hópunum og áhorfendabanns var
rekstur Vals þungur árið 2020.
Félagið greip til hlutabótarleiðar-
innar eins og önnur félög og Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu fylgdu frum-
fyrirtæki gerðu og var Hlíðarendi kvæði Snorra Steins Guðjónssonar og gáfu skó og þær segja að
nánast lokaður hluta úr árinu með þeim fylgi gæði og gleði.
tilheyrandi tekjutapi. Fyrirtæki
héldu að sér höndum hvað stuðn- Íslandsmeistarar á tímum Lengi getur gott batnað og margar hendur vinna létt verk.
ing varðar enda sýnileikinn lítill kórónuveirunnar. Gríma Valur hefur ALLTAF þörf á nýjum sjálfboðaliðum og mark-
þegar engir leikir fara fram. En ársins. miðið er að virkja fleiri til lítilla starfa til að íþyngja engum um
rausnarlegur stuðningur frá Vals- of.
mönnum hf. og Hlíðarenda SES gerir Val kleift að halda úti öfl-
ugu starfi.
Á árinu 2020 var unnið að því að lækka rekstrarkostnað og Viðræður við Reykjavíkurborg
gæta aðhalds sem var nauðsynlegt vegna mikils tekjutaps. Ekki Valur hefur hvergi slegið slöku við í viðræðum við Reykjavíkur-
verður nægjanlega þakkað fyrir þann mikla stuðning og skilning borg um framtíðaruppbyggingu að Hlíðarenda og fyrir hönd
sem starfsmenn, leikmenn og þjálfarar sýndu í þeirri erfiðu aðalstjórnar tók framkvæmdastjóri saman minnisblað sem var
stöðu sem félagið var sett í vegna ástandsins. Án þeirra þátttöku sent borgarstjóra. Minnisblaðið fjallaði um alla þá samninga
í aðhaldsaðgerðum okkar hefði rekstur félagsins verið nánast sem hafa verið undirritaðir af hálfu Vals og borgarinnar varðandi
ómögulegur. uppbyggingu á svæðinu. Í kjölfar minnisblaðsins munu við-
ræður eiga sér stað að hálfu aðalstjórnar Vals og borgarstjórnar
nú í desember um heildaruppbyggingu að Hlíðarenda. Niður-
21 titill á erfiðu ári stöður þeirrar vinnu munu án efa liggja fyrir árið 2021.
Þrátt fyrir eitt furðulegasta íþróttaár Íslandssögunnar, sem ein-
kenndist af æfinga- og keppnisbanni löngum stundum, einkum
fyrir 16 ára og eldri landaði Valur 21 titli á árinu. Í ljósi þess er Strætó stoppar við Hlíðarenda
fróðlegt að rýna í tölulegar staðreyndir. Iðkendur hjá Val árið Eftir nokkurra ára viðræður við Strætó og Reykjavíkurborg um
2020 voru 1.468. Alls fóru fram 11.776 æfingar og 1.072 leikir. strætóstoppistöð við Hlíðarenda varð stöðin loksins að veruleika
Og titlarnir urðu 21 talsins. 41.253 áhorfendur mættu að Hlíðar- á Bústaðavegi sl. haust. Það munar heilmiklu að iðkendur, sem
enda til að horfa á 125 iðkendur í meistaraflokki. Þjálfarar hjá og aðrir gestir Hlíðarenda, geti stokkið út úr strætó aðeins
Val voru 73, starfsmenn 15 og sjálfboðaliðar 297. örfáum skrefum frá Hlíðarenda. Í eðlilegu árferði og á háanna-

10 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

tíma getur tekið tíma að aka iðkendum upp að húsakynnum Vals


en stoppistöðin gæti orðið þægileg „sleppistöð“ og þar með
sparað foreldrum dágóðan tíma.

Sjálfboðaliðar
Sjálfboðaliðar Vals eru ómetanlegt afl í starfsemi félagsins og
voru þeir tæplega 300 árið 2020. Án þeirra væri félagið óstarf-
hæft. Stjórnarmenn allra deilda félagsins eru sjálfboðaliðar og
starfsmenn eru líka oft sjálfboðaliðar. Fálkarnir eru ómetanlegir
með sínum fjárhagslegum stuðningi og félagsþroska en þeir,
eins og aðrir, voru vængstífðir að hluta þetta ár. Yngri flokkarnir
njóta góðs af dugnaði þeirra og hluti af tekjum þeirra fer í Frið-
rikssjóð.
Það sama má segja um Valkyrjurnar, því þær er ætíð boðnar
og búnar að hjálpa til á margvíslegan hátt. Margt smátt gerir eitt
stórt og við eigum öll að leggja okkar að mörkum til þess að efla Valsfjölskyldan. S ysturnar Hlín, Málfríður Anna og Arna
innviði Vals, halda utan um unga fólkið og léttu undir með Eiríksdætur léku allar með Val á móti Þrótti í Pepsi deildinni
starfsfólki. Þeir sem vilja bætast í hóp sjálfsboðaliða geta sent sumarið 2020. Yngsta systirin Bryndís var á börunum og
póst á netfangið valur@valur.is Guðrún Sæmundsóttir móðir þeirra vallarvörður en hún gerði
garðinn frægan með kvennaliði Vals í knattspyrnu fyrr á árum.
Mikil Valsfjölskylda þar á ferð. Þess ber að geta að Vals-
Starfsfólk Vals stelpurnar sigruðu 3-1. Ljósmynd Guðlaugur Ottesen Karlsson.
Sigurður K. Pálsson er framkvæmdastjóri Vals, Alda Ægisdóttir
aðalbókari, Theodór Hjalti Valsson mannvirkja- og viðburða-
stjóri, Gunnar Örn Arnarson íþróttafulltrúi, Sara Helga H. vörður, Sigurjón Hauksson húsvörður, Risto Izev húsvörður og
Franks fjármálafulltrúi, Jónas Guðmundsson viðburðastjóri, Halldór Eyþórsson húsvörður.
Guðrún Jóna Guðfinnsdóttir umsjónarmaður verslunarreksturs, Skrifstofa Vals er opin alla virka daga milli 09:00 og 16:00.
Jóhann Emil Elíasson styrktarþjálfari, Hlynur Morthens yfirhús- Árni Pétur Jónsson, formaður Vals

ALARK
JÓL2020
Óskum ykkur gleðilegra jóla og
arkitektar ehf. farsældar á nýju ári.
Þökkum fyrir samstarfið á árinu
sem er að líða
* Nýtt fjölnota íþróttahús í Árborg

Valsblaðið 2020 11
Allt ég gef,
mitt líf, mitt pund
Minningar um Pétur Sveinbjarnarson
Á sólbjörtu síðdegi sumarið 1959 var ég
með strákum í fótbolta á Valsvellinum við
stóra markið neðan við hitaveitustokkinn.
Ég heyrði nafnið mitt kallað og leikurinn
stöðvaðist. Ég kom auga á Pétur í spari-
fötum. Hann stóð uppá stokknum og allir Pétur 1962.
horfðum við á þegar hann sótti túkall í
buxnavasann og henti til mín í háum
boga. Peningurinn hringsnérist þar til með honum til Þýskalands í Svartaskóg.
hann lenti í flötum lófa mínum. Ég horfði Á afmæliskvöldinu fengum við veislu-
á Pétur sem sagði: „Farðu heim í Drápu- máltíð á hótelinu og á eftir matnum komu
hlíð og náðu í töskuna mína.“ Ég var Valsrjúpan. tertur og extra mikið af rjóma.
bráðum 10 ára og þaut af stað.
Öfund strákanna fylgdi mér úr hlaði. heimar hafa reist Pétri. Ég var einn á ferð
Systir Péturs rétti mér töskuna sem var á og einn í stóra nýja kaffihúsinu. Pantaði
ganginum við útihurðina. Svo þaut ég til latte og súkkulaðitertu með rjóma. Spurði
baka með fótboltaskó, Valspeysu, legg- stúlkuna hvort hún hafi þekkt Pétur.
hlífar, sokka og fleira dót í blárri tösku Sagði henni svo að ég vildi extra mikið af
með hausi hestsins Faxa og nafni Flug- rjóma á kökuna eins og Pétur.
félags Íslands. Öfund strákanna beið mín Meðan tertan var skorin og rjóminn
þegar ég kom til baka. þeyttur og hellt uppá latte skoðaði ég Sól-
Þegar ég fór í Drápuhlíðina var Eisen- heimalist í hillum. Ég mátti hafa það sem
hower valdamesti maður heims. Hann ég vildi af listgripum á borðinu hjá mér
hafði verið foringi herafla bandamanna í meðan ég mataðist og drakk kaffið. Það
heimsstyrjöldinni og var forseti Banda- tók sinn tíma að koma öllum rjómanum
ríkjanna. Eisenhower lýsti einhvern tíma niður.
eiginleikum leiðtoga með því að leggja Ég lét svo Pétur ákveða hvaða listgrip
band á borð og styðja fingri við annan ég ætti að kaupa. Meðan ég lygndi aftur
enda þess –svo dró hann að sér bandið og augum ýtti Pétur að mér rjúpu með eld-
það kom allt í beinni línu til hans. rauðan haus. Rjúpa? – spurði ég og Pétur
Ef ýtt er á bandið, sagði Eisenhower, benti á að rjúpa væri leikur Vals og uppá-
endar það í hrúgu og þeir sem ýta liði haldsfæða. Án rjúpu væru allir Valir
sínu eru ekki leiðtogar. dauðir.
Pétur var bestur allra í fótbolta. Strákar Mundu það Valsmaður að vera alltaf
í Val vissu það. En Pétur hafði fleira til að rjúpa fyrir Val. Ég keypti rjúpuna og hún
bera. Hann yrði líklega framtíðarforseti sagði:
eða frægur kvikmyndaleikari – 10 ára Allt gef ég, mitt líf, mitt pund. Og þá
strákar finna þetta á sér. rann upp fyrir mér að Pétur hafði gefið
Allir hefðum við hlaupið í Drápuhlíð- Val líf sitt og pund. Hann hafði verið
ina eftir töskunni þótt enginn hefði verið sönn Valsrjúpa.
túkallinn.

Pétursklukkan
Valsrjúpa Þegar Edda, kona Péturs, var dáin og
Um daginn fór ég á Sólheima að skoða Pétur átti 65 ára afmæli þá langaði hann í
Péturstorgið og minnismerkið sem Sól- ferðalag, frekar en að vera heima. Ég fór Pétursklukkan.

12 Valsblaðið 2020


Eftir
Þorstein Haraldsson

Um kvöldið fórum við í göngutúr um Ég hætti æfingum í Val á fermingarári Hann gekk úr Valshúsi með helgigrip til
nærliggjandi þorp. Þar mættum við full- og kom til stjórnarstarfa á Hlíðarenda 24 kapellunnar. Á eftir komu í einfaldri röð
orðnum manni sem bisaði með gamla árum síðar. Ég er ekki til frásagnar um samverkamenn hans við byggingu húss-
klukku úr sendibíl. Við réttum honum allt sem Pétur Sveinbjarnarson kom til ins og hver maður hélt á kirkjugrip eða
hjálparhendur og klukkan endaði í skúr leiðar á stjórnarárum sínum í knatt- trúartákni.
sem stóð við heimili mannsins rétt þar spyrnudeild og aðalstjórn Vals en ég Mér er til efs að Eisenhower sjálfur
hjá. Í skúrnum voru fleiri klukkur sem þekki nógu vel til að segja að hann verð- hafi haft jafn glæsilega fylgd.
hann hafði keypt til að dytta að og selja skuldar sæmdarheitið Leiðtogi –sem ann- Ég var í fyrstu kapellustjórninni. Hún
aftur. ars er ekki tengt við aðra Valsmenn en lagði á ráðin með starfið í húsinu. Pétur
Ég keypti gamla klukku af manninum Séra Friðrik. var ekki í stjórninni en hann stakk að
og sótti seinna þegar henni hafði verið okkur hugmynd um að hafa kyrrðarstund
vandlega pakkað til flugferðar. Hún gekk í hádegi, einu sinni í viku. Hann hafði
þegar heim kom en ekki lengi. Hún stóð Leiðtoginn kynnst kyrrðarstundum í Laugarneskirkju
kyrr í mörg ár. Þegar ég kom í stjórn Vals var Pétur að og í Hallgrímskirkju, en þar mætti hann í
Í vetur þegar Pétur dó, fór ég með hætta í stjórn. Ég bankaði á dyrnar hjá hádegi á fimmtudögum.
klukkuna til Boga hjá Kalla Úra á Sel- honum á Miklubraut 48. Ég sagði honum Kyrrðarstundir hafa verið í Friðriks­
fossi. Bogi og Kalli yngri tóku hana í að ég hefði ekki verið áður í stjórn hjá kapellu frá upphafi, í hádegi á mánu-
sundur og hreinsuðu verkið og stilltu. Val. Ég vildi fræðast og afla upplýsinga. dögum.
Sú gamla slær og gengur rétt sagði Við sátum saman þrjá ógleymanlega Til að byrja með voru þær allt árið, en
Bogi. Hann benti mér á að í kassa sem eftirmiðdaga. Ég lærði og vandist lyktinni síðar voru gerð sumarhlé.
lykur um úrverkið er letrað ártalið 1750. í Fjósinu. Pétur endurnýjaði Valshjarta Allt til dauða, hvern mánudag í 26 ár,
Aldrei að gefast upp er einkunnarsláttur mitt og við innsigluðum vináttu okkar. var Pétur Sveinbjarnarson fastagestur í
gömlu Pétursklukkunnar og einkunnarorð Leiðtogamyndin skýrust af Pétri tengist Friðrikskapellu.
Péturs voru: Aldrei að gefast upp. vígslu Friðrikskapellu, 25. maí 1993. Það köllum við traust og tryggð.

FJ Á R F E S T I N G A F É L A G

Valsmenn hf.
óska öllum Valsmönnum nær og
fjær gleðilegra jóla og farsældar
á komandi ári með þökk fyrir
samstarfið á árinu sem er að líða

Valsblaðið 2020 13
Framtíðarfólk

Skemmtilegast að
æfa körfubolta
Ingunn Erla Bjarnadóttir er 15 ára
og leikur körfuknattleik í 10. flokki,
stúlknaflokki og meistaraflokki
Nám? 10. bekkur í Hlíðaskóla. legur karakter en einnig er hann góð leikjum karla og á leikjum kvenna. Ég er
Hvað ætlar þú að verða? Atvinnukona í skytta, þótt hann mætti samt vera aðeins ekki viss um hvernig það væri hægt að
körfubolta og mögulega verkfræðingur. duglegri í leiknum. breyta þessu og mér finnst þetta mjög
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Í meistara- Hvernig líst þér á yngri flokkana í skrítið vandamál.
flokki Vals og vonandi í landsliðinu. körfubolta hjá Val? Það er góður fjöldi Hvað getur Valur gert til að vinna gegn
Af hverju Valur? Ég hef verið að æfa af yngri leikmönnum í minnibolta flokk- fordómum, einelti og öðru ofbeldi? Það
körfubolta í Val síðan ég var 9 ára og bý í unum eins og til dæmis stelpurnar sem ég væri til dæmis hægt að hafa kynningar
hverfinu. þjálfa í minnibolta 8 og 9 ára, þar eru eða fyrirlestra fyrir yngri flokkana varð-
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í margar stelpur sem eru duglegar að æfa andi ofbeldi og fordóma.
körfubolta? Þau hafa stutt mig mikið, sig og gætu orðið góðir leikmenn þegar Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
mæta á flesta leiki hjá mér og hjálpa mér þær verða stórar. árum? Halda áfram að vera með svona
að verða betri leikmaður með því að Fyrirmynd þín í körfubolta? Systurnar öflug lið í meistaraflokkunum og fjölga
benda á hluti sem ég gæti bætt mig í. Sverrisdætur eru miklar fyrirmyndir, og iðkendum yngri flokkanna.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- flestar í meistaraflokki Vals en einnig er Hvernig telur þú að hægt sé að fjölga
skyldunni? Fjölskyldan mín hefur mik- Sara Rún Hinriksdóttir mikil fyrirmynd iðkendum hjá Val? Hægt væri að auglýsa
inn áhuga á íþróttum, mamma og báðir mín. yngri flokka og einnig væri hægt að hafa
bræður mínir æfa fótbolta en ég og pabbi Draumur um atvinnumennsku erlendis fleiri vinaæfingar þar sem krakkarnir geta
erum í körfubolta. Ég er samt sú eina, enn í körfubolta? Það gæti verið að ég fari í tekið með sér vini af sama aldri á æfing-
þá, sem hefur komist í meistaraflokk og í háskóla erlendis og spili fyrir eitthvað lið una og þá gæti kviknað áhugi hjá þeim.
æfingahóp U15 og U16 ára landsliðsins. í útlöndum. Ég er ekki búin að ákveða Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
Af hverju körfubolti? Þegar ég var yngri neitt enn þá, en það væri frábær reynsla þú gera? Ég myndi gera klefana og sturtu­
æfði ég ballet, fimleika, handbolta og spil- að spila og æfa í útlöndum. aðstöðuna betri. Ég myndi líka bæta við
aði á píanó, en mér fannst ekkert jafn Hverjir eru landsliðsdraumar þínir í öðrum körfuboltasal og stækka ræktina.
skemmtilegt og mér finnst körfuboltinn. körfubolta? Mig langar að komast í A- Hvernig hefur Covid- 19 haft áhrif á líf
Eftirminnilegast frá körfuboltaferl- landsliðið. þitt á þessu ári, æfingar og keppni í
inum? Þegar ég spilaði fyrsta meistara- Hvað einkennir góðan þjálfara? Það eru íþróttum? Þetta er búið að vera frekar
flokksleikinn minn. margir hlutir, t.d. að vera hvetjandi og að erfitt, æfingar hætta og svo þegar regl-
Markmið fyrir þetta tímabil? Markmið geta fylgst með leikmönnum og benda á urnar breytast byrja þær aftur og svo
mitt er að verða betri liðsfélagi og verða hvað væri hægt að bæta, eins og Óli gerir. verður ástandið verra og þá megum við
ákveðnari og ákveðnari í leiknum. Uppáhalds erlenda körfuboltafélagið? ekki æfa lengur. Fyrir seinni bylgjuna af
Eftirminnilegasti þjálfarinn? Ég hef átt Houston Rockets er eitt af uppáhalds lið- Covid voru nokkrir leikir spilaðir í
marga góða þjálfara en Gugga tók á móti unum mínum vegna þess að þar spilar meistara-, stúlkna- og 10. flokki þótt að
mér þegar ég byrjaði í körfunni fyrst og James Harden. Og svo eru LA Lakers líka fáir áhorfendur hafi verið leyfðir. Ég er
var alveg æðisleg. En ég hef verið mjög ofarlega. samt búin að vera dugleg að æfa sjálf og
heppin með þjálfara og Óli og Helena eru Nokkur orð um þjálfarateymið þitt hjá mæta á zoom æfingar.
líka frábær. Val? Helena Sverris. er að þjálfa mig í Besta bíómynd? Coach Carter er ofar-
Athyglisverðasti leikmaður í meistara- 10. og stúlknaflokki og hún er æði. Og lega á listanum en ég er ekki beint með
flokki kvenna hjá Val? Þær eru allar frá- svo eru Óli og Helena að þjálfa mig í neina uppáhalds mynd.
bærar en mér finnst Dagga standa upp úr. meistaraflokki, Óli er algjörlega frábær Besta bók? Ég á tvær uppáhalds bækur
Hún er með svo góða boltameðferð og er þjálfari og ég er búin að læra mikið og og það eru bókin Eleanor og Park annars
svo góð í bæði sókn og vörn. hef náð að bæta mig síðan hann byrjaði vegar og Violet og Finch hins vegar.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara- að þjálfa mig. Einkunnarorð? Gæs. G-get Æ-ætla
flokki karla hjá Val? Mér finnst Frank Hvernig finnst þér að hægt sé að auka S-skal.
Aron Booker frekar athyglisverður vegna jafnrétti kynja hjá Val? Mér finnst Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
þess að hann er svo fyndinn og skemmti- helsti munurinn bara fjöldi áhorfenda á Friðrik, árið 1911.

14 Valsblaðið 2020


Leiðtogi

Nokkrir vinir og samferðamenn Péturs úr Val: Sigurður Lárus Hólm, Halldór Einarsson, Grímur K. Sæmundsen, Friðrik Sophusson,
Ólafur Gústafsson, Helgi Magnússon og Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Minnisvarði um Pétur
Sveinbjarnarson á
vegum Valsmanna
Í lok síðasta sumars heiðraði stjórn Sólheima í Grímsnesi Pétur
Sveinbjarnarson með því að nefna nýtt torg í hjarta Sólheima í
höfuðið á Pétri. Við hátíðlega athöfn á Sólheimum vígði félags-
málaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, PÉTURSTORG. Pétur
Sveinbjarnarson, sem lést í desember 2019, gegndi formennsku í
stjórn Sólheima um aldarþriðjungsskeið.
Eins og kunnugt er, var Pétur einnig mikill forystumaður í
Val. Hann var formaður knattspyrnudeildar á miklum uppgangs-
tíma, tók við formennsku félagsins og var útnefndur heiðurs-
félagi Vals.
Ákveðið var að reisa minnisvarða um Pétur við Péturstorg
sem var vígður um leið og torgið. Nokkrir vinir og samferðar-
menn Péturs úr Val ákváðu að láta reisa minnisvarðann og kost-
uðu gerð hans. Við athöfnina flutti Friðrik Sophusson, fyrrver-
andi ráðherra, ávarp fyrir hönd hópsins og afhenti minnisvarð-
ann. Einnig ávarpaði Sigurjón Þórsson, formaður Sólheima,
samkomuna, svo og sonur Péturs, Guðmundur Ármann Péturs-
son. Frá vinstri: Friðrik Sophusson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Ólafur
Helgi Magnússon tók saman. Gústafsson og Valgeir Ástráðsson.

Valsblaðið 2020 15
„Æfum okkur að taka vel á móti öllum liðsfélögum
okkar á æfingum,“ segir Pálmar Ragnarsson þjálfari
hjá Val, fyrirlesari og höfundur bókarinnar Samskipti.

Valsarar hafa góð


áhrif á liðsfélaga sína
Í íþróttum skiptir ekki einungis máli að æfa sig í
tækni og líkamlegum styrk. Við þurfum einnig að
æfa okkur í því að hafa góð áhrif á liðsfélagana.
Góðir þjálfarar vilja hafa leikmenn í því hvað vel gengur að byggja upp öflugt Pálmar Ragnarsson, þjálfari.
liðum sínum sem ná því besta úr liðs- yngri flokka starf á Hlíðarenda.
félögunum. Þegar tveir leikmenn eru Í atvinnumennsku eru leikmenn sem
tæknilega jafn góðir kýs þjálfari frekar að hafa jákvæð áhrif í klefanum og styðja – Æfum okkur í því að láta öllum í
hafa inni á vellinum þann leikmann sem liðsfélaga sína áfram á erfiðum stundum okkar liði líða eins og þeir skipti máli í
er góður liðsfélagi frekar en þann leik- gulls ígildi. Leikmenn sem rífa liðsfélaga liðinu. Við viljum ná því besta úr öllum
mann sem er slæmur liðsfélagi. sína í gang, kveikja neista, njóta virðingar liðsfélögum okkar og til þess að fólk gefi
Við getum æft okkur í því að vera góð- og sýna virðingu. Þetta eru eftirsóttir allt sitt í íþróttina þarf því sama fólki að
ir liðsfélagar alveg eins og við getum æft leikmenn og nauðsynlegt er að hafa slíka líða eins og þau skipta máli í liðinu.
okkur í því að sparka, rekja eða kasta einstaklinga innan liðs, ætli lið í hópíþrótt – Verum hvetjandi og styðjandi þegar
bolta. Við getum æft okkur í því að ná því sér að ná langt. Þannig getur slíkur leik- liðsfélagar okkar gera tilraunir sem bæði
besta úr liðsfélögum okkar alveg eins og maður verið verðmætari innan liðs og heppnast eða heppnast ekki. Hugsum um
við getum æft okkur í því að gera arm- fengið að spila fleiri mínútur en annar það hvernig líkamstjáning okkar er þegar
beygjur og teygjur. Þetta er eitthvað sem leikmaður sem er bæði hæfileikaríkari og liðsfélagi reynir eitthvað sem tekst ekki
allir ungir iðkendur sem vilja ná langt í betur líkamlega byggður en hefur niður- og tapar boltanum. Ranghvolfum við
íþrótt sinni ættu að hafa í huga í hvert rífandi áhrif innan hóps. augunum, hristum höfuð og horfum niður
sinn sem þið mætið á æfingar. eða getum við æft okkur í því að sýna
Mér hefur þótt einkennandi fyrir fjöl- meiri styðjandi líkamstjáningu. Til dæmis
marga Valsara hvað þeir leggja sig fram Svona geta Valsarar æft sig í því að með því að klappa, halda höfðinu uppi,
við það að hafa góð áhrif á liðsfélaga að vera góðir leiðtogar: kalla eitthvað styðjandi, rétta upp hnef-
sína. Sama með þá frábæru þjálfara sem – Æfum okkur í því að taka vel á móti ann og svo framvegis.
ég hef kynnst á Hlíðarenda. Hér byggist öllum liðsfélögum okkar á æfingum. Ekki – Hrósum liðsfélögum okkar reglulega.
andinn miklu frekar á því að byggja upp aðeins þeim sem eru bestu vinir okkar Leggjum okkur fram við það að taka eftir
en að brjóta niður. Þetta hugarfar er alger- eða flinkustu leikmennirnir heldur öllum í því þegar liðsfélagar okkar taka fram-
lega til fyrirmyndar og stór ástæða fyrir liðinu. förum, leggja sig fram eða hafa góð áhrif.

16 Valsblaðið 2020


Eftir
Pálmar Ragnarsson

Leggjum okkur einnig fram við það að


hrósa þeim liðsfélögum sem eru ekki jafn
tæknilega flinkir og aðrir í liðinu okkar.
Ef okkur tekst að láta liðsfélögum okkar
líða eins og þeir geti gert gagn í okkar
liði, þá kveikjum við á löngun hjá þeim
til þess að leggja sig enn meira fram og
taka enn meiri framförum.
– Æfum okkur í því að taka sérstaklega
vel á móti nýjum liðsfélögum í okkar liði.
Förum og heilsum í upphafi æfingar,
hjálpum þeim í gegnum æfinguna,
finnum atriði til að hrósa fyrir og munum
sérstaklega að kveðja í lok æfingar og
spyrja hvort þeir ætli ekki pottþétt að
koma aftur.
– Æfum okkur í því að bregðast við á
hvetjandi hátt þegar upp koma erfiðleikar
í keppni, erfiðar æfingar, þegar liðs-
félagar reyna eitthvað sem tekst ekki og
svo framvegis. Það getur haft mikil áhrif
á allt liðið okkar hvort við bregðumst við
á hvetjandi hátt eða á niðurrífandi hátt.
– Æfum okkur í því að hlusta á þjálfar-
ann. Gefum þjálfurum alla okkar athygli
þegar þeir tala og sýnum þeim að við
séum að hlusta með líkamstjáningu
okkar, hvernig við stöndum, snúum og
berum okkur.
– Æfum okkur því að bera virðingu Minnibolti stúlkna og drengja í körfubolta 2020.
fyrir dómurum og andstæðingum. Dóm-
arar eru í nær öllum tilvikum að leggja maður að auka líkurnar á því að ná langt í farið getur haft góð áhrif á vinnustaðinn.
sig eins mikið fram og þeir geta. Við íþróttinni. Á sama tíma erum við að auka Með því að æfa okkur í því að vera leið-
getum ekki stjórnað því hvernig dómarar líkurnar á því að ná langt í lífinu sjálfu togar eða góðir liðsfélagar á Hlíðarenda
dæma. En við getum æft okkur í því að því það sem við lærum og stundum í erum við þannig að undirbúa okkur fyrir
stjórna því hvað ákvarðanir dómara hafa íþróttunum yfirfærist síðan yfir á lífið góð áhrif út allt okkar líf.
mikil áhrif á leik okkar. Til eru leikmenn sjálft.
sem láta ákvarðanir dómara engin áhrif Það er engin tilviljun hversu algengt er Kæru Valsarar haldið áfram að hafa
hafa á það hversu vel þeir spila. En það að glæsilegt íþróttafólk sé í stjórnunar- svona góð áhrif hver á annan og fram-
eru einnig til leikmenn sem láta ákvarð- stöðum á vinnustöðum landsins. Það er tíðin er ykkar!
anir dómara hafa mikil áhrif á það engin tilviljun af hverju svona margt öfl- Kær kveðja
hvernig þeir spila. ugt íþróttafólk verður svona rosalega Pálmar Ragnarsson
Með því að mæta á hverja æfingu með færir kennarar. Margir vinnustaðir vilja Þjálfari Vals, fyrirlesari og
það í huga að maður ætli að æfa sig í því sérstaklega fá íþróttafólk til sín til starfa höfundar bókarinnar Samskipti
að verða góður liðsfélagi og leiðtogi er því stjórnendur vita hvað íþróttahugar-

„Æfum okkur á því að hlusta á þjálfarann,“


segir Pálmar Ragnarsson.

Valsblaðið 2020 17
var einn af frumkvöðlum körfuknattleiks-
ins á Íslandi en hann var ráðinn sem
erlendur þjálfari í Vestmannaeyjum árið
1947 og beitti sér fyrir ýmsum nýjungum,
reisti fyrstu körfuna í Vestmannaeyjum
1948 og kynnti þar íþróttina. Eðvald stóð
fyrir sýningarkeppni í körfuknattleik á
Hálogalandi 15. apríl 1951 og var það að
öllum líkindum fyrsta opinbera keppnin í
körfuknattleik hér á landi. Fyrsta Íslands-
mótið í körfuknattleik karla var haldið
1952 og í kvennaflokki árið 1953. Fyrsta
bikarkeppnin í karlaflokki var haldin
1970, sama ár og körfuknattleiksdeildin í
Val var stofnuð en árið 1975 í kvenna-
flokki.

Körfuknattleiksfélagið Gosi og K.F.R.


Gaman er að rekja aðdragandann að
stofnun körfuknattleiksdeildar Vals til
Sigurður Már Helgason fyrsti formaður körfuknattleiksdeildar Vals færði félaginu rósir
Körfuknattleiksfélagsins Gosa sem var
og hamingjuóskir fyrir fyrsta leik tímabilsins hjá karlaliðinu í Dominosdeildinni haustið
stofnað 1951 á jóladag af nokkrum nem-
2020 í tilefni af 50 ára afmæli körfuknattleiksdeildar Vals. Sigurður Kristinn Pálsson
endum í Menntaskólanum í Reykjavík
framkvæmdastjóri Vals tók fyrir hönd félagsins á móti þessari ánægjulegu sendingu.
sem kepptu fyrir MR í skólamótum í
körfubolta og léku einnig við ýmsa aðra

Ljóti andarunginn sem hópa. MR tók t.d. árið 1951 þátt í óopin-
beru Íslandsmóti á Keflavíkurvelli ásamt
ÍKF (Íþróttafélagi Keflavíkurflugvallar),

varð að fallegum fugli


Lögreglumönnum, Bókbindurum og
nokkrum öðrum liðum sem skrapað var
saman. Valdimar Sveinbjörnsson íþrótta-
kennari í MR þekkti til körfubolta og
kom æfingum af stað en það var engu að
Körfuknattleiksdeild Vals fagnaði síður alfarið hugmynd strákanna að
stofna Gosa og sjá um rekstur félagsins.
50 ára afmæli árið 2020 Guðmundur Árnason var einn af þeim
sem stofnuðu Gosa í þeim tilgangi að æfa
Ekki hefur fram hjá Valsmönnum að á nefnd Vals hefur í tilefni af hálfrar aldar og keppa í körfuknattleik og telur Guð-
undanförnum árum hefur verið mikill afmæli deildarinnar tekið saman fyrir mundur að Gosi séu fyrsta og eina
uppgangur hjá körfuknattleiksdeilinni hjá Valsblaðið fróðlegt yfirlit yfir ýmis afrek íþróttafélagið hér á landi sem hefur verið
félaginu. Í fyrsta lagi hefur iðkendum sem hafa unnist í körfuknattleik hjá Val. eingöngu stofnað til að leika körfuknatt-
fjölgað í yngri flokkum, meistaraflokkur Sigurður Már Helgason var fyrsti for- leik. Hann segir að þeir strákarnir hafi
karla hefur náð að festa sig í sessi í efstu maður körfuknattleiksdeildar Vals, og er pantað t.d. búninga og körfuboltaskó frá
deild og síðast en ekki síst hefur kvenna- að öðrum ólöstuðum faðir körfuboltans í Bandaríkjunum, fengið starfsmenn frá
lið félagsins sprungið út og náði árið Val. Hann færði félaginu rósir og ham- bandaríska sendiráðinu til að kenna þeim
2019 loks að landa bæðí sínum fyrsta ingjuóskir fyrir fyrsta leik tímabilsins hjá körfubolta og látið útbúa merki steypt í
Íslands- og bikarmeistaratitli. Miklar karlaliðinu í Dominosdeildinni haustið barmnælu. Það hafi verið mikið verk og
væntingar eru bundnar við áframhaldandi 2020. Í tilefni af þessum merku tíma- kostnaðarsamt að reka deild samhliða
velgengni hjá körfuknattleiksdeildinni. mótum í sögu körfuknattleiksdeildar er námi og vinnu. Auk Guðmundar komu
Körfuknattleiksdeild Vals fagnaði 50 ekki úr vegi að horfa til baka og rifja upp t.d. Marinó Sveinsson og Gunnar Torfa-
ára afmæli ári þann 3. október síðastlið- aðdraganda að stofnun deildarinnar 1970, son mikið við sögu sem brautryðjendur
inn en 1970 sameinaðist Körfuknattleiks- ári áður en Valur fagnaði sextugsafmæli. hjá félaginu.
félag Reykjavíkur (K.F.R.) Val og síðan Guðmundur segir líka að flestir í MR
hefur verið leikinn körfubolti undir liðinu hafi verið KR-ingar og því fyrst
merkjum Vals. Sigrarnir hafa verið Körfuknattleikur festir rætur á beðið um að fá að stofna körfuknattleiks-
margir á langri leið og inn á milli hefur Íslandi deild 1951 í KR en þeir hafi fengið þvert
gefið á bátinn eins og gengur. Fyrsti Körfuknattleikur er frekar ung íþrótta- nei við þeirri hugmynd. Síðan var körfu-
Íslandsmeistaratitill karla vannst þann 17. grein hér á landi og gaman er að geta knattleiksdeild formlega stofnuð í KR
mars 1980 og fyrsti titill kvenna þann 28. þess að Eðvald Hinriksson, faðir Valsar- nokkrum árum síðar eða1955. Guð-
apríl 2019. Margrét Bragadóttir í minja- anna Atla og Jóhannesar Eðvaldssonar, mundur lék handbolta og fótbolta með

18 Valsblaðið 2020


Eftir Guðna Olgeirsson

Úr fundargerðabók um stofnun Körfu-


knattleiksfélagsins Gosa.

KR og hefur alla tíð verið stuðnings-


maður KR og fjölskyldan öll.
Gosi fékk ekki við stofnun formlega
aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur
fyrst í stað en keppti engu að síður sem
gestalið á fyrsta Íslandsmótinu í körfu-
knattleik sem fram fór á árinu 1952 sem
eitt stofnfélaga efstu deildar. Félagið
vann einnig til Íslandsmeistaratitla í yngri
flokkum undir merkjum Gosa næstu árin.
Guðmundur Georgsson var formaður
félagsins flestöll fyrstu árin en hann kom
einnig mikið við sögu K.F.R. og körfu-
knattleiksdeildar Vals í upphafi. Þótt
félagið hafi í upphafi verið stofnað og
rekið af strákum í MR þá var fljótlega
opnað á inngöngu almennra iðkenda í
meistaraflokk og yngri flokka. Ólafur
Thorlacius kom þannig inn í meistara-
flokk og varð síðan spilandi þjálfari, bæði Ólafur Thorlacius þjálfari og Sigurður Már Helgason formaður körfuknattleiksdeildar
hjá K.F.R. og síðar hjá Val. Vals voru jafnframt leikmenn við stofnun deildarinnar.
Í lok árs 1957 var ákveðið að breyta
nafni félagsins í Körfuknattleiksfélag miklum vandræðum með æfingaaðstöðu gaf það út veglegt blað í tilefni af afmæli
Reykjavíkur og minnist Guðmundur og höfðu heldur ekki félagsaðstöðu. Hann sínu sem nefndist: Körfuknattleiksfélag
Árnason þess að nafnið Gosi hafi þótt segir að yngri flokka starfið í körfunni Reykjavíkur 10 ára. Þarna er einnig
heldur unggæðislegt og að erfitt hafi hafi gengið miklu betur hjá Val og að það fjallað um tímabilið frá 1952–1957 þegar
verið að afla fjár af þeim sökum. Ólafur hafi verið til mikilla bóta að sameinast félagið var nefnt Gosi. Telja má útgáfu af
Thorlacius minnist þess að stofnendur Val sem heppnaðist vel. Guðmundur þessu tagi einstaka og í raun í anda þess
félagsins hafi ekki talið Gosanafnið nægi- Árnason segist ekki hafa tekið mikinn sem Valsmenn hafa ræktað með því að
lega virðulegt. En a.m.k. var nafninu þátt í stofnun körfuknattleiksdeildar Vals skrá söguna í Valsblöðum og afmælis-
breytt. Jafnframt var tilkynnt um ráðn- en segist hafa leikið þar einn leik í 1. ritum. Í Þjóðviljanum 29. september er
ingu Eðvalds Hinrikssonar (Mikson) sem flokki í körfuknattleik. m.a. sagt um útgáfuna: „Hafa þeir Ari
aðalþjálfara félagsins. Undir hinu nýja Guðmundsson, Guðmundur Árnason,
heiti urðu liðsmenn Körfuknattleiksfélags Guðmundur Georgsson og Ingi Þor-
Reykjavíkur tvívegis Reykjavíkurmeist- Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur steinsson séð um útgáfuna. Ritið hefst á
arar, auk þess sem starf yngri flokka var (K.F.R.) gaf út veglegt 10 ára ávörpum frá forseta ÍSÍ, Benedikt G.
ætíð kraftmikið. Ólafur Thorlacius minn- afmælisrit Waage, og frá forseta KKÍ, Boga Þor-
ist þess að undir það síðasta hafi verið Það hefur greinilega verið mikill kraftur steinssyni. Guðmundur Georgsson ritar
mjög erfitt að halda úti starfi yngri og hugsjónamennska í félagsstarfinu hjá greinina KFR 10 ára, Valdimar Svein-
flokka, þar sem K.F.R. hafi verið í KFR allt frá stofnun þess en árið 1962 björnsson greinina Körfuknattleikur, Ingi

Valsblaðið 2020 19
Auglýsing sem birtist í dagblöðum
skömmu eftir stofnun körfuknatt-
leiksdeildar Vals sýnir áherslu strax í
upphafi á starf yngri flokka. Aðrir
flokkar voru með æfingar í Laugar-
dalshöll, Kennaraháskólanum og
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.

Æfingar eru nú hafnar af fullum krafti


hjá 3. og 4. fl. hjá hinni nýstofnuðu
körfuknattleiksdeild Vals og eru á eftir-
töldum dögum:
Föstudögum kl. 6 J Álftamýrarskóla
Laugardögum kl. 6.10 í Valsheimilinu
Sunnudögum kl. 5.20 i Valsheimilinu.
Og verða flokkarnir með sameigin-
legar æfingar til að byrja með. Deildin á
því láni að fagna að hafa fengið til starfa
sem þjálfara fyrir yngri flokkana, hina
þekktu og reyndu körfuknattsleikmenn:
Meistaraflokkur Vals í körfuknattleik 1972–1973. Efri röð frá vinstri: Jóhannes Þóri Arinbjarnarson, Einar Matthíasson
Magnússon, Stefán Bjarkason, Sigurður Þórarinsson, Sigurður Hjörleifsson, Hafsteinn og Þóri Magnússon. Stjórnin hefur sett
Hafsteinsson og Ólafur Thorlacius þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Jón Ingvar sér það takmark að efla yngri flokka
Ragnarsson, Kári Marísson, Þórir Magnússon og Jens Magnússon. deildarinnar.

Þorsteinsson greinarnar Mót og kapp- stjórnar Körfuknattleiksfélags Reykja- þar væri hljómgrunnur fyrir því að við
leikir í 10 ár, Kappleikir og ferðalög víkur, um þá ósk K.F.R. að gerast deild i kæmum sem félagar og þá deild í Val. Var
innanlands og önnur landsliðsferðin, Ing- Val. Mál þetta var ítarlega rætt bæði fyrir ári síðan byrjað að leita hófanna um
ólfur Örnólfsson skrifar greinina Fyrsti innan stjórnar Vals, í fulltrúaráðinu og þetta. Útlitið hjá okkur var ekki sem best.
landsleikur Íslendinga í körfuknattleik og síðan lagt fyrir auka-aðalfund, þar sem Við höfðum hvergi félagssvæði, til stóð að
Einar Matthíasson greinina Bob Cousy, það var endanlega samþykkt. Hinn 3. rífa Hálogaland, en þar höfðum við þó
„litli risinn“. Má sjá af þessu yfirliti um október 1970 var svo stofnfundur körfu- svolítinn geymslukassa fyrir knetti, en
efni ritsins, að þarna eru samankomnar knattleiksdeildar Vals haldinn að félags- það hús var okkar aðalvígi. Það var úr
ágætar heimildir um sögu körfuknatt- heimilinu að Hlíðarenda. Þar gerði for- vöndu að ráða, átti að gefast upp, eða að
leiksins hér á landi á þessu 10 ára ára- maður Vals, Þórður Þorkelsson glögga leita að nýjum grunni til að starfa á. Það
bili. Enn fremur er í ritinu fjöldi mynda grein fyrir málinu og gangi þess. Auk var almenn skoðun okkar að halda saman
frá leikjum og mótum.“ Þórðar tóku til máls m.a. Sigurður
Helgason og Guðmundur Georgsson frá
K.F.R. og lýstu ánægju sinni yfir þessum
Körfuknattleiksdeild hjá Val 1970 málavöxtum. Ýmsir fleiri töluðu þarna og
Í september 1970 rann starfsemi K.F.R. töldu ræðumenn allir, að vel hefði tekist
inn í körfuknattleiksdeild Vals eins og til í sambandi við mál þetta, þar sem fyrr
áður hefur verið rakið og K.F.R var form- eða síðar myndi þessi íþróttagrein verða
lega lagt niður. Á stofnfundinum var tekin á stefnuskrá Vals, hefði því verið
kosin stjórn sem var þannig skipuð: Sig- mjög misráðið ef lausn máls þessa hefði
urður Már Helgason formaður, Rafn Har- orðið með öðrum hætti en raun varð á.
aldsson varaformaður, Auðunn Ágústsson
gjaldkeri, Guðmundur Eiríksson bréfritari
og Örn Harðarson ritari. Í varastjórn Sigurður Már Helgason fyrsti
voru: Ólafur Thorlacius þjálfari meistara- formaður körfuknattleiksdeildar
flokks Vals í körfuknattleik, Torfi Vals
Magnússon, Þórir Magnússon, Guð- Valsblaðið ræddi árið 1970 við Sigurð
mundur Hallgrímsson, Guðmundur Árna- Helgason fyrsta formann körfuknattleiks-
son og Guðmundur Georgsson. deildar Vals en hann hafði áður verið for- Boggi blaðamaður. A  f hverju byrjaðir þú
Í október 1970 skömmu eftir stofn- maður K.F.R og hafði hann frá ýmsu að að spila körfubolta? Sigurður Már
fundinn sendi aðalstjórn Vals frá sér segja. Þar segir hann m.a. um starfsemi Helgason var stundum nefndur „risinn“
fréttatilkynningu þar sem m.a. segir: Að félagsins og stofnun deildarinnar í Val: og þessi skopmynd úr Vísi sýnir það vel
undanförnu hafa farið fram umræður „Ýmsar ástæður lágu til þess að við þar sem hann kemst ekki nema hálfur á
milli Knattspyrnufélagsins Vals og fórum að leita fyrir okkur hjá Val, hvort myndina.

20 Valsblaðið 2020


Af spjöldum sögunnar

árið 1970 sem tók við K.F.R. bæði


meistaraflokki, yngri flokkum og þjálf-
urum. Í viðtalinu er Þórir spurður nokk-
urra spurninga um komuna í Val.
„Er ekki einkennilegt að vera allt í
einu orðinn Valsmaður Þórir? – Alls ekki.
Ég hef alltaf litið á mig sem Valsmann,
því að ég æfði knattspyrnu með Val í
yngri flokkunum og dunda við knatt-
spyrnu enn þá.
Voru Valsmenn hrifnir af því að fá
körfuknattleiksdeild? – Ekki get ég sagt,
að fyrstu viðbrögðin hafi verið jákvæð.
Þeir óttuðust fyrst, að við myndum ræna
piltum úr öðrum greinum hjá Val, en það
var auðvitað aldrei ætlun okkar. Það, sem
fyrst og fremst vakti fyrir okkur, var að fá
inni hjá félagi, sem hefði trausta aðstöðu.
í staðinn ætlum við að leggja getu okkar
af mörkum, svo að Valur verði öflugt
körfuknattleiksfélag, ekki síður en knatt-
Valsmenn efndu til hraðmóts milli jóla og nýárs 1974 og flest lið úr efstu deild tóku spyrnu- og handknattleiksfélag.
þátt. Sigurður Már Helgason formaður körfuknattleiksdeildar sem gaf bikarinn Og hvernig hefur sambúðin verið? –
afhendir Torfa Magnússyni hann. Aðrir á myndinni frá vinstri: Hjörleifur Þórarinsson, Mjög góð, og það, sem er kannski meira
Ríkharður Hrafnkelsson, Hafsteinn Hafsteinsson, Sigurður Þórarinsson og Sigurður um vert, að félagaskiptin hafa haft góð
Már Helgason. áhrif. Hvort það stafar af rauðu búning-
unum, veit ég ekki, en hins vegar er um
áfram, og leita að nýjum leiðum, og þá knattspyrnumenn og ágætt handknatt- miklar framfarir að ræða, einkum og sér
kom þessi hugmynd upp. Þetta var ekki leiksfólk, mun að öllum líkindum láta að í lagi hjá yngri flokkunum. Áhuginn er
sársaukalaust, en þetta var stórt félag sér kveða á næstunni sem eitt besta mjög mikill og er ég sannfærður um, að
með mikla félagslega aðstöðu sem okkur körfuknattleiksfélag landsins, eins ótrú- körfuknattleikur á eftir að dafna vel í
hefur alltaf vantað, þó þetta hafi einhvern lega og það hljómar nú. En körfuknatt- Val.“ Athyglisvert er að heyra hvað Þórir
veginn bjargast. Ég taldi hins vegar að leikur í Val er staðreynd, jafnvel þó að Magnússon hefur haft að segja um Val
við legðum það mikið með okkur til Vals, gamlir Valsmenn eigi erfitt með að sætta strax sama haust og deildin var stofnuð.
að við stæðum á svipuðu stigi og Valur, sig við svo „framandi“ íþróttagrein
sem sagt, við legðum til fólk, en þeir innan félagsins. Má geta þess, að þegar
aðstöðuna. Fyrir okkur vakti að þetta það kom til tals að Körfuknattleiksfélag Horft til baka til upphafsins
gæti orðið til eflingar íþróttinni, og að Reykjavíkur gengi í heilu lagi inn í Val og Eins og áður hefur komið fram, þá færði
við gætum haldið áfram að vera félagar, yrði eftirleiðis sérstök körfuknattleiks- Sigurður Már Helgason Knattspyrnu-
þó nafnið væri annað. Stofnfundurinn var deild í félaginu, varð slíkur ágreiningur í félaginu Val rósir og hamingjuóskir í til-
svo haldinn í Félagsheimili Vals 3. okt. aðalstjórn Vals um málið, að tvívegis efni af hálfrar aldar afmæli körfuknatt-
eins og fyrr var getið, og þar sá körfu- varð að greiða atkvæði, áður en sam- leiks hjá félaginu. Valsblaðið hafði sam-
knattleiksdeild Vals dagsins ljós, en við þykki fékkst. En yfirleitt eru þó Valsmenn band við Sigurð til að fá hann til að rifja
kvöddum okkar kæra KFR þann sama hæstánægðir með hina nýju körfuknatt- upp nokkra eftirminnilega atburði frá
dag og geymum að sjálfsögðu margar leiksdeild sína, ekki síst fyrir þá sök, að upphafsárunum.
góðar minningar frá því félagi. … Við nú á Valur ekki aðeins landsliðsmenn í En hvernig kom það til að þú byrjaðir
munum gera okkar besta, og takist okkur knattspyrnu og handknattleik heldur að spila körfuknattleik? „Ég byrjaði að
að nýta aðstöðuna hjá Val vona ég að einnig í körfuknattleik. Og landsliðs- æfa körfubolta með Gosa 15 ára 1955
„Ljóti andarunginn“ geti orðið að fal- maður Vals í körfuknattleik er ekki af eftir að hafa séð erlend lið spila sýningar-
legum fugli er fram líða stundir.“ verri endanum. Það er Þórir Magnús- leik í körfubolta í Hálogalandi, en þarna
son.“ voru Bandaríkjamenn að kynna körfu-
Fram kemur í viðtalinu að Þórir hafi bolta fyrir Íslendingum sem dæmi um
Þórir Magnússon – Hef alltaf litið á unað hag sínum vel í K.F.R. og að félagið jákvæða kynningu á menningu Banda-
mig sem Valsmann hafi náð góðum árangri, m.a. orðið ríkjanna. Held að ég hafi þótt heppilegur
Í nóvemberhefti Íþróttablaðsins 1970 sem Reykjavíkurmeistari en einnig kemur í körfubolta þar sem ég er 2.10 m á hæð.
Íþróttasamband Íslands gaf út er m.a. við- fram að félagið hafi átt í miklum fjár- Ég spilaði með Gosa og síðar Körfuknatt-
tal við Þóri Magnússon körfuknattleiks- hagslegum erfiðleikum og að félags- leiksfélagi Reykjavíkur í 15 ár þangað til
mann sem þá var nýgenginn í Val ásamt starfið hafi verið í molum og enga K.F.R var lagt niður og gekk í heilu lagi í
félögum sínum í K.F.R. Þar segir orðrétt: aðstöðu til æfinga og því hafi verið leitað Val. Einnig var ég þjálfari yngri flokka.“
„Hið rótgróna íþróttafélag, Valur, sem að hentugu íþróttafélagi sem endaði með Hvernig kom til að K.F.R. varð að
löngum hefur verið þekkt fyrir snjalla stofnun körfuknattleiksdeildar hjá Val körfuknattleiksdeild hjá Val 1970? „Eftir

Valsblaðið 2020 21
Einar Matthíasson þjálfara og Marinó
Sveinson stjórnarmann sem öfluga og
mikilvæga liðsmenn. Síðast en ekki síst
er Sigurður Þórarinsson sem tók við af
mér sem öflugur formaður deildarinnar
sem lagði m.a. grunninn þeim árangri
sem félagið náði á næstu árum og fram
yfir 1980. Mér þótti sérstaklega vænt
um þegar Pétur Guðmundsson körfu-
knattleiksmaður í Val var heiðraður hjá
ÍSÍ fyrir nokkrum árum og valinn í heið-
urshöll ÍSÍ, þá þakkaði hann mér sérstak-
lega fyrir þjálfun og kennslu á sínum
tíma.“ segir Sigurður Már Helgason að
lokum.
Valsblaðið heyrði einnig í Torfa
Magnússyni sem hefur verið viðloðandi
körfuboltann í Val allt frá stofnun deildar-
innar 1970 fram á þennan dag. Hann
Guðmundur Hallgrímsson boðaði gamla Valsmenn í Fjósið 2018 til fundar. Aftari röð byrjaði að æfa körfubolta hjá K.F.R. 12
frá vinstri: Marinó Sveinsson, Torfi Magnússon, Guðmundur Eiríksson, Sigurður Már ára gamall og varð t.d. Íslandsmeistari
Helgason, Gísli Guðmundsson, Sigurður Þórarinsson, Kristinn Valtýsson, Jens með 4. flokki 1969, líklega fyrsti og eini
Magnússon, Hafsteinn Hafsteinsson, Helgi Kjærnested, Ágúst Óskarsson og Kjartan Íslandsmeistaratitill K.F.R. Hann varð
Jóhannesson. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Hallgrímsson, Þórir Magnússon, einnig Íslandsmeistari í 3. flokki með Val
Bjarni Bjarnason og Haraldur Haraldsson. 1971 með sama strákahópnum en það var
jafnframt fyrsti titill Vals í körfubolta.
Hann segist hafa verið mjög ánægður
að íþróttahúsið á Hálogalandi var ekki deilda á þeim tíma en ég sat fundi í aðal- þegar K.F.R. gekk í Val. „Ég hef í raun
lengur til staðar fyrir okkur í kjölfar þess stjórn. Rekstur körfuknattleiksdeildar- alltaf verið Valsari en ég bjó í Valshverf-
að Laugardalshöllin var reist, þá urðum innar var alveg sjálfstæður, við sáum um inu og var Valsari fyrir eins og margir af
við húsnæðislausir, höfðum hvorki ráðningu þjálfara yngri flokka, fjáröflun strákunum í liðinu sem komu flestir úr
æfinga- né félagsaðstöðu. Auk þess var og allt utanumhald. Við vorum með hug- Austurbæjarskóla og við vorum ánægðir
rekstur K.F.R. erfiður og félagsstarfið sjónafólk í þjálfun sem vann hljóðlaust. með að fá að spila körfubolta fyrir Val,“
ekki nægilega öflugt. Við vorum að leita Mikil sjálfboðavinna var hjá þjálfurum á segir Torfi. Hann hefur einnig gaman að
að íþróttafélagi þar sem við gætum byggt þessum árum sem keyrðu af hugsjón út rifja upp að Búbbi (Jóhannes Eðvalds-
upp körfuknattleiksdeild frá grunni, bæði um allt land í leiki en foreldrastarf þekkt- son), sonur Edvalds Hinrikssonar frum-
meistaraflokka og yngri flokka en vildum ist ekki. Einnig vorum við fyrsta deildin kvöðuls í körfuknattleik á Íslandi, hafi
ekki ganga inn í aðra deild, heldur vinna til að flytja inn erlenda körfuboltaþjálfara verið um tíma þjálfari hans í Val skömmu
sem heild áfram og byggja starfið upp. sem var mikil lyftistöng og hafði góð eftir stofnun deildarinnar, þá nýútskrif-
Við vorum að leita að húsaskjóli, félags- áhrif á útbreiðslu körfuknattleiks á aður íþróttakennari frá Laugarvatni og
aðstöðu og andlegum stuðningi frá rót- Íslandi. Þjálfararnir héldu líka námskeið leikmaður Vals í knattspyrnu og síðar
grónu íþróttafélagi og Þórður Þorkelsson fyrir aðra þjálfara og sérstök námskeð atvinnumaður.
formaður Vals reynist okkur mjög vel allt fyrir kennara sem voru á vegum mennta- Valsblaðið þakkar Sigurði Má Helga-
frá upphafi. Ég gerði mér líka grein fyrir málaráðuneytisins. Guðmundur Hall- syni, Torfa Magnússyni, Guðmundi
því að starfið myndi eflast við að ganga í grímsson var frumkvöðull á því sviði en Árnasyni og Ólafi Thorlacius fyrir að
Val. Einnig er mikilvægt að fram komi að hann hafði búið í Bandaríkjunum og veita innsýn annars vegar í starfið á upp-
bæði Bergur Guðnason og Pétur Svein- hafði þar góð sambönd. Aðkoma hans hafsárum körfuboltans í Val og hins
bjarnarson sem voru formenn Vals á upp- skipti sköpun um þróun körfuboltans hjá vegnar fyrir fróðleik um Gosa og K.F.R.
hafsárum deildarinnar, voru mjög áhuga- okkur og hefur Guðmundur einnig haft Einnig Guðmundi Hallgrímssyni og Sig-
samir um hag hennar og vöxt.“ frumkvæði að því að kalla saman þá sem urði Lárusi Hólm fyrir hvatningu og
Hvernig voru upphafsárin hjá Val? unnu saman að framgangi körfuboltans á ábendingar um viðmælendur.
„Ég var kjörinn fyrsti formaður körfu- þessum árum, bæði hjá K.F.R og Val. Ég
knattleiksdeildar og sinnti því hlutverki í var í þrjú ár formaður körfuknattleiks- Efni í þessa samantekt er fengið beint frá
þrjú ár, - þjálfaði einnig yngri flokkana deildar Vals en hætti þá afskiptum af nokkrum viðmælendum sem tengjast með
og lék einnig í byrjun í meistaraflokki en körfunni hjá Val og á margar góðar minn- beinum hætti upphafi körfuboltans í Val
hætti því fljótlega eftir komuna í Val. Við ingar frá upphafsárunum og góð sam- og einnig úr Valsblöðum frá 1970 og
fengum ekki æfingaaðstöðu hjá Val en skipti við alla þá fjölmörgu sem studdu 1972, Íþróttablaðinu frá 1970 og úr dag-
fengum hins vegar félagsaðstöðu og við starfið. Þrautseigja stofnendanna var blöðum sem eru aðgengileg á timarit.is.
aðstöðu fyrir stjórnarfundi. Við vorum mikil og vil ég sérstaklega nefna Auðunn
afar sjálfstæð eining hjá félaginu fyrstu Ágústsson sem var gjaldkeri með mér í Valsblaðið óskar körfuknattleiksdeild
árin og lítil sem engin tengsl voru á milli K.F.R og í Val, afar öflugur. Nefni einnig Vals til hamingju með fimmtugsafmælið.

22 Valsblaðið 2020


Valsstúlkur í Evrópukeppni meistaraliða á
Origo vellinum í nóvember. Valur vann HJK
Helsinki 3-0 en tapaði fyrir Glasgow City
eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni,
3-4. Ljósmyndir tók Þorsteinn Ólafs.
Starfið er margt

Meistaraflokkur Vals í knattspyrnu kvenna 2020. M  ynd tekin fyrir leik Vals og HJK Helsinki í Evrópukeppni meistaraliða þann
4. nóvember 2020. Fremri röð frá vinstri: Hallbera Guðný Gísladóttir, Elín Metta Jensen, Sandra Sigurðardóttir, Gunnhildur Yrsa
Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Bergdís Fanney Einarsdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir og Jóhann Emil Elíasson styrktarþjálfari.
Aftar röð frá vinstri: Ásta Árnadóttir sjúkraþjálfari, Aldís Guðlaugsdóttir, Hildur Björk Búadóttir, Karen Guðmundsdóttir, Diljá Ýr
Zomers, Anna Eiríksdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Mist Edvardsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Málfríður Anna
Eiríksdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir, Ída Marin Hermannsdóttir, Eiður Benedikt Eiríksson þjálfari, Kjartan Sturluson markvarða-
þjálfari og Pétur Pétursson þjálfari. Á myndina vantar Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur, Fanndísi Friðriksdóttur, Guðnýju Árnadóttur
og Maríu Hjaltalín liðsstjóra. Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs.

Íslands­meistarar karla
og fjölbreytt starf við
skrýtnar aðstæður
Árskýrsla knattspyrnudeildar Vals 2020
karla náði ekki í Evrópusæti á árinu 2019 hverfa eða minnka mikið, til að mynda
Stjórn knattspyrnudeildar og tekjumissirinn því verulegur í kjöl- viðburðir, salarleiga, vörusala, veitinga-
starfsárið 2020 farið. Árið 2021 verður áskorun fyrir sala í Fjósinu, miðasala, auglýsingar og
E. Börkur Edvardsson formaður og for- deildina rekstrarlega séð því þegar þetta svo framlög styrktaraðila. Við þessu varð
maður meistaraflokksráðs karla er skrifað þá ríkir æfinga- og keppnis- að bregðast og var því leitað til leik-
Jón Höskuldsson varaformaður og for- bann og ekki vitað hvenær því verðu manna og þjálfara um að taka þátt í að
maður meistaraflokksráðs kvenna aflétt. Í vor voru settar sóttvarnareglur komast yfir þessa erfiðleika með því að
Bragi G. Bragason ritari sem höfðu gríðarleg áhrif á fótboltann, taka á sig launalækkanir út árið 2020.
Jón Grétar Jónsson formaður markaðs- fjöldatakmarkanir voru frá 50 til 200 Samstaðan var einstök þar sem allir voru
og samfélagsmiðla manns í hólfum á einhverjum leikjum og þátttakendur í þessum aðgerðum, sem
Rósa M. Sigbjörnsdóttir meðstjórnandi svo áhorfendabann á mörgum leikjum. sýnir styrk og samstöðu félagsins. Það er
Davor Purucic v arafulltrúi og formaður Tekjur af miðasölu og sölu veitinga voru ekki sjálfgefið að leikmenn og þjálfarar
öryggisgæslu því nánast engar. Knattspyrnudeildin taki á sig launalækkanir, því ber að þakka
Íris Andrésdóttir varafulltrúi hefur í gegnum tíðina verið í öflugu sam- öllum fyrir framlag þeirra til þessara
Þorsteinn G. Hilmarsson varafulltrúi starfi við fjölmörg fyrirtæki, mörg stóðu aðgerða. Einnig var unnið að lækkun á
markaðs-og samfélagsmiðla vel með okkur en því miður þá heltust öllum rekstrarkostnaði samhliða því að
Þorsteinn Guðbjörnsson v arafulltrúi og einhver úr lestinni, þar sem ástandið reyna að sækja nýjar tekjur.
formaður heimaleikjaráðs hafði haft neikvæð áhrif á rekstur þeirra.

Erum við ekki öll í sama liði?


Áhrif Covid-19 á rekstur Aðgerðir sem gripið var til vegna Landslið Íslands í knattspyrnu kvenna og
knattspyrnudeildar Vals Covid-19 karla hafa náð frábærum árangri á undan-
Knattspyrnudeildin skilaði verulegum Í mars var vinnuhópur innan Vals settur á förnum árum. Liðin hafa verið á hverju
hagnaði árin 2018 og 2019 samtals um laggirnar til að meta áhrif Covid-19 á stórmótinu á fætur öðru og nú nýverið
100 miljónum króna. Gert var ráð fyrir rekstur félagsins. Hópurinn skilaði niður- vann landslið kvenna sér inn þátttökurétt
erfiðu rekstrarári 2020 í áætlunum sem stöðum í lok mars. Það lá fyrir að ein- í úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldin
raunin varð þar sem meistaraflokkur hverjir tekjupóstar félagsins myndu verður á Englandi og þar á undan hafði

24 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Íslandsmeistarar Vals í Pepsí Max deild karla 2020. S tjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. október 2020, að hætta keppni í
Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020 í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heims-
faraldurs kórónaveiru (Covid-19) sem samþykkt var og gefin út í júlí 2020 af stjórn KSÍ. Ákvörðunin tók gildi sama dag. Í 5. grein
reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt
mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst endanlegri
niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef
allir leikir í öllum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir. Valur er því Íslandsmeistari 2020 og myndin sem hér fylgir með var
tekin þegar tilkynning KSÍ barst félaginu síðdegis þann 30. október 2020. Myndin er hins vegar táknræn þar sem Íslandsmeistar-
arnir eru allir með grímur vegna heimsfaraldursins.
Fremstir eru f.v Einar Karl Ingvarsson, Kristinn Freyr Sigurðsson, Haukur Páll Sigurðsson, Lasse Petry Andersen og Andri
Adolphs­son. Í miðröð eru f.v. Heimir Guðjónsson þjálfari, Srdjan Tufegdzic aðstoðarþjálfari, Halldór Eyþórsson liðsstjóri, Kasper
Hogh, Aron Óskar Þorleifsson, Sigurður Egill Lárusson, Orri Sigurður Ómarsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Kaj Leo í Bar-
talsstovu, Birkir Heimisson, Haraldur Árni Hróðmarsson yfirþjálfari yngri flokka og Jóhann Emil Elíasson. Efsta röð f.v. Eiríkur K
Þorvarðarson styrktarþjálfari, Sveinn Sigurður Jóhannesson, Hannes Þór Halldórsson, Sebastian Starke Hedlund, Patrick
Pedersen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Magnus Egilsson, Birkir Már Sævarsson, Sverrir Páll Hjaltested, Aron Bjarnason og Valgeir
Lunddal Friðriksson. Ljósmynd tók Þorsteinn Ólafs.

21 árs lið karla unnið sér inn þátttökurétt þjálfara og starfsfólk. Á þennan hátt, Nú verður ríkisvaldið, sveitarfélög og
á lokamót EM sem verður í Slóveníu og ásamt því að treysta á starf sjálfboðaliða, stærri fyrirtæki að koma miklu betur að
Ungverjalandi á árinu 2021. hefur félögunum tekist að skapa jarðveg málum með beinum fjárveitingum ásamt
Árangur knattspyrnuliða okkar hefur þar sem afreksfólk okkar hefur blómstrað uppbyggingu mannvirkja til íþróttafélaga
oftar en ekki sameinað þjóðina, fyllt og mörg hver verða atvinnumenn og þar sem afleiðingar samkomu,- æfinga-
okkur stolti og veitt okkur ómælda gleði landsliðsfólk. og keppnisbanns á rekstur þeirra er
og við kyrjum gjarnan saman í kór „Ég er Hér á landi er knattspyrnan í efstu deild gríðarlegur. Það má í raun segja að sam-
kominn heim“. Við heimkomu landsliða orðin atvinnugrein sem fjöldi fólks hefur félagsleg ábyrgð þessara aðila sé mikil.
af stórmótum er slegið upp í stóra við- lífsviðurværi sitt af og starfsmenn, þjálf- Menn verða að átta sig á þvi að grunnur
burði þar sem þúsundir Íslendinga mæta arar og leikmenn, eru á launaskrá félag- landsliða eru félögin og ef engin grunnur
og fagna með leikmönnum, þjálfurum og anna. Líkt og margar atvinnugreinar hafa er þá rísa vart veggir og þak eða falla
starfsfólki landsliðanna. Ráðamenn eru íþróttafélög þurft að stöðva starfsemi sína auðveldlega niður.
oftar en ekki í fararbroddi í þessum fagn- og loka starfsstöðvum sínum með tilheyr- Knattspyrna efstu deildar er orðin
aðarlátum og tala um mikilvægi íþrótta andi tekjutapi vegna heimsfaraldurs. atvinnumennska og æfingamagn hefur
og hversu gaman er þegar „okkar“ fólk Mörg íþróttafélög hafa tekjur af því að aukist samhliða þeirri þróun sem átt hefur
stendur sig vel og hvað árangur þeirra sé leigja út hluta af aðstöðu sinni og gera sér stað undanfarin ár. Velta efstu deildar
frábær landkynning og oftar en ekki ráð fyrir þeim tekjum í sínum rekstrará- karla árið 2019 var til að mynda þrír
undanfari góðra markaðsherferða. Það ætlunum. Í ljósi þess að samkomu,- milljarðar króna og knattspyrnan orðinn
virðist hins vegar gleymast að landsliðs- æfinga- og keppnisbann og takmarkanir stór atvinnugrein. Knattspyrnumenn og
fólk okkar og flestir þjálfarar eiga rætur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega á konur æfa allt árið í kring og þessi löngu
sínar að rekja til íslenskra knattspyrnu- þeim tíma árs sem hvað mest er að gera í stopp sökum æfinga- og keppnisbanns
liða. Félögin hafa langflest sýnt metnað slíkri útleigu, t.d. vegna árshátíða og ann- geta haft afleiðingar á frammistöðu
og fagleg vinnubrögð við að skapa sem arra viðburða, eru íþróttafélög mörg hver þeirra, samkeppnishæfni og atvinnu-
besta umgjörð og aðstæður fyrir iðkendur tekjulaus eða tekjulítil og áætlanir ársins möguleika.
og hafa á sínum snærum vel menntaða 2020 löngu foknar út um gluggann. Það er í raun fráleitt að bera saman og

Valsblaðið 2020 25
Patrick Pedersen skorar fyrsta markið
í leiknum við ÍA í Mjólkurbikarnum.
Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs.

Sigurður Egill Lárusson skorar gegn


ÍA. Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs.

leggja að jöfnu afreksíþróttir og almenn- á vellinum mjög takmarkaðar og í mjög enda. Reykjavíkurborg stofnaði vinnuhóp
ingsíþróttir eins og sóttvarnayfirvöld, stuttan tíma. Það er sorglegt og til þess sem fór yfir þörf íþróttamannvirkja í
heilbrigðisráðherra og mennta- og fallið að draga kraftinn, metnaðinn og Reykjavík. Öll félögin í Reykjavík voru
íþróttamálaráðherra hafa gert enda er það viljann úr knattspyrnustarfi íþróttafélag- beðin um að senda inn upplýsingar sem
ekki gert í nágrannalöndum okkar og það anna að lesa og heyra það skilningsleysi voru í formi spurninga. Vinnuhópuirnn
má í framhaldi spyrja sig hvort keppnis- og aðgerðarleysi yfirvalda um afreks- skilaði af sé á haustmánuðum og í kjöl-
og æfingabann (þrátt fyrir undanþágu) íþróttir og það starf sem er unnið. farið var samþykkt í borgarstjórn eftirfar-
hafi haft neikvæð áhrif á þátttöku andi sem snýr að Val:
íslenskra liða í Evrópukeppnum þetta árið
og skekkt alþjóðlegan samanburð og Knatthús „Lagt er til að gengið verði til við-
valdið fjárhagslegu tjóni sem hefur áhrif Umræðan um byggingu knatthúss á ræðna við Knattspyrnufélagið Val
til lengri tíma. Hlíðarenda heldur áfram og eru fyrirhug- varðandi hugmyndir félagsins um
Smit í fótboltaleik eru fátíð eins og aðir fundir með Reykjavíkurborg um frekari uppbyggingu íþróttamanvirkja
rannsóknir sýna enda eru snertingar inni áframhaldandi uppbyggingu á Hlíðar- á svæði félagsins á Hlíðarenda. Gerð
verði ítarleg þarfagreining, kostnaður
Birkir Már bjargar á línu í leiknum og rekstraráætlun vegna hugmynda
við FH. Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs. um ný mannvirki.“

Árið 2006 var gerður samningur milli


Vals, Valsmanna hf. og Reykjavíkur-
borgar um byggingu knatthúss yfir heilan
knattspyrnuvöll að Hlíðarenda. Erfið-
leikar í þjóðfélaginu urðu til þess að
Valur og Reykjavíkurborg ákváðu að
fresta gildistöku þessa samnings árið
2008.
Knatthús yfir heilan völl hefur verið og
er krafa knattspyrnudeildar Vals. Helstu
samkeppnisfélög Vals eru með heila yfir-
byggða knattspyrnuvelli. Það er mat
knattspyrnudeildarinnar að nauðsynlegt
sé fyrir Val að eiga hús þar sem hægt sé

Halldór Eyþórsson og Örn Erlingsson. Kristinn Freyr Sigurðsson í leik við Stjörnuna.
Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs. Víti? Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs.

26 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Lasse Petry Andersen.


Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs.
Lillý Rut Hlynsdóttir í leik við
ÍBV. Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs.
að spila leiki og æfa þegar veður eru
vond. Flestir vilja leika knattspyrnu utan-
húss, en oft er það ekki hægt. Valur þarf að byggja urðu þess valdandi að leik- þess því þar voru þeir sem þekkja til
að hafa þannig aðstöðu að geta spilað menn höfðu miklar efasemdir um að fá reksturs heimaleikja og þekkja best þarfir
sína leiki á eigin forsendum. Til að Valur gervigras á keppnisvöll Vals. Fram- og kröfur ekki heldur hafðir með í ráðum.
verði áfram forystu- og afreksfélag þarf kvæmdin á gervigrasvelli Vals var undir- Bygging íþróttamannvirkja á að snúast
aðstaða Vals að vera samkeppnishæf við búin vandlega meðal annars með því að um þarfir þeirra sem þær nota og horfa
önnur félög, því ungir leikmenn leita skoða leikvelli erlendis sem vel var látið þarf fram í tímann því þarfir breytast og
gjarnan til þeirra félaga þar sem aðstaðan að. Gott undirlag, besta gras sem völ er á, kröfur aukast, byggingar eiga ekki að
er best. Öll félög sem eiga þess kost, rétt innfylliefni, upphitun og aðalatriðið snúast um lof á einstaklinga. Við megum
byggja hús yfir heilan völl. Þess vegna gott vökvunarkerfi. Niðurstaðan var fyrir- ekki gera slík mistök aftur og byggja lítið
var ekki spurning fyrir félögin í myndarvöllur þar sem allir vilja spila. knatthús, ekki fullnægjandi aðstöðu fyrir
nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur að Þeir vellir sem byggðir hafa verið undan- leikmenn og áhorfendur. Framtíðin mun
byggja knatthús yfir heilan völl. Á sam- farin ár reyna að líkja eftir Valsvellinum. dæma okkur hart.
ráðsfundi ÍBR í lok árs 2017 var lagt til Vert er að minna á að Valur hefur áður Valur fær eitt tækifæri til að byggja
að byggð yrðu í Reykjavík, á næstu 10 gert mistök. Árið 2008 var byggður knatthús. Það verður að nýta það tæki-
árum, tvö knatthús yfir heilan völl en að gervigrasvöllur. Sá völlur var ekki upp- færi. Það þarf að hugsa það til enda að
öðru leyti yrðu byggð lítil knatthús til hitaður og Valur sat eftir með töluvert byggja hálft hús og loka sig inni með for-
æfinga. Valur er eina félagið í Reykjavík lakari aðstöðu en önnur félög í Reykja- byggingu. Það er áratugalöng reynsla á
sem á landsvæði þar sem gert er ráð fyrir vík. Sama má segja um núverandi íþrótta- Íslandi af því að byggja of lítil íþróttahús.
heilu knatthúsi á deiliskipulagi. hús okkar þar sem klefar og aðstaða leik- Nú þarf Valur að sýna sama frumkvæði
Iðkendum í knattspyrnu innan Vals manna og þjálfara er ekki ásættanleg og eins og gert var 2015 þegar gervigras var
hefur fjölgað úr 350 árið 2013 í nærri 700 við byggingu þeirra voru þeir sem best til sett á aðalvöllinn. Viðhorf til knatthúsa á
í dag. Gera má ráð fyrir að iðkendur Vals þekkja ekki hafðir með í ráðum. Eins Íslandi er neikvætt vegna þess að þau
verði 2.000 innan fárra ára, þar af vel yfir væri hægt að taka okkar góða Fjós inn í knatthús sem hafa verið byggð, eru ekki
1.000 iðkendur í knattspyrnu. Æfingaað- þessa umræðu og gagnrýna uppbyggingu með nægjanlega góðum völlum. Íslensk
staða Vals hefur batnað síðustu ár eftir að
tveir nýir gervigrasvellir voru byggðir að
Hlíðarenda en er þó enn mun lakari en
hjá þeim félögum sem hafa knatthús. Þá
má færa rök fyrir því að hálft knatthús
dugi Val til æfinga í dag en innan fárra
ára með fjölgun iðkenda þarf Valur heilt
hús fyrir iðkendur sína. Flestir afreks-
menn Íslands í knattspyrnu í dag koma úr
félögum sem æfa í knatthúsum.
Valur er ekki aðeins öflugasta íþrótta-
félag á Íslandi heldur forystufélag í fram-
kvæmdum. Sem dæmi má nefna varð
Valur fyrst félaga til að spila á eigin
heimavelli árið 1983. Valur varð síðan Valsstúlkur fagna marki í leiknum við HJK
árið 2015 fyrirmynd annarra félaga varð- Helsinki. F.v. Elín Metta Jensen, Mist
andi byggingu á gervigrasvöllum. Þegar Edvardsdóttir, Dóra María Lárusdóttir,
Valur ákvað að setja gervigras á aðalvöll- Hallbera Guðný Gísladóttir. Ljósmynd /
inn var viðhorf til gervigrasvalla nei- Þorsteinn Ólafs.
kvætt. Slakir gervigrasvellir sem búið var

Valsblaðið 2020 27
knatthús eru í raun ekki annað en hand- UEFA fyrir þátttöku félaga í Meistara-
boltahús með gervigrasi. Harður og þurr deild Evrópu. Öll félög í efstu deild karla
völlur, ekkert dren, þungt loft og dimmt. þurfa að gangast undir leyfiskerfi KSÍ.
Knatthús Vals þarf að vera fyrirmynd Price Waterhouse Cooper og UEFA gerðu
annarra knatthúsa og byggt með hags- athugasemdir við tiltekin atriði í leyfis­
muni knattspyrnunnar í huga. kerfi KSÍ sumarið 2019. Beindust þær
athugasemdir helst að efnahagsreikn-
⦁ Völlurinn þarf að vera með drenkerfi ingum knattspyrnudeilda félaganna sem
þannig að hægt sé að vökva völlinn. skilað er inn árlega í leyfiskerfinu. Að
⦁ Vökvunarkerfi þarf að vera eins og á mati UEFA uppfylltu þeir reikningar ekki
utanhússvöllum. í öllum tilvikum reikningsskilakröfur
⦁ Loftræstikerfi þarf að vera í húsinu UEFA, þar sem eignir aðalstjórna félaga
sem tryggir góð loftgæði endurspeglast ekki skýrlega í fjárhags-
⦁ Náttúruleg birta þarf að berast inn í gögnum knattspyrnudeilda. Þessar
húsið. athugasemdir geta hugsanlega kallað á að
knattspyrnudeildir félaganna verði að
Knatthús sem er byggt á þessum for- vera reknar á eigin kennitölu, þar sem
sendum verður knatthús þar sem leik- eignir eru skilgreindar í efnahagsreikn-
menn vilja æfa og spila. Það er skamm- ingi.
sýni að byggja knatthús yfir hálfan völl
vegna þess að það er aðeins nægjanlegt
til skemmri tíma litið. Fjölgun leikja í efstu deild karla
Íslandsmótið er stutt og leikmenn og
Allt uppbyggingarstarf Vals þarf að stjórnendur félaganna leggja á sig gríðar- Gáfu áritaða treyju. L  eifur A. Bene-
byggja á þeim grunni sem Ólafur Sig- lega vinnu fyrir stutt keppnistímabil. diktsson dyggur stuðningsmaður Vals
urðsson, forgöngumaður kaupanna á Nauðsynlegt er að stytta undirbúnings- þurfti að leggjast inn á bráðadeild Land-
Hlíðarenda lagði til í grein í Valsblað- tímabilið og lengja Íslandsmótið með spítalans í Fossvogi í sumar. Hann náði
inu 1941: fleiri leikjum. „Þannig tel ég að við fáum bata með hjálp frábærs hóps sérfræðinga
„Við verðum að gera meiri kröfur til betri knattspyrnu og um leið fleiri og og annarra starfsmanna bráðadeildar.
staðarins Hlíðarenda en nokkurn tíma betri knattspyrnumenn.“ Þetta sagði E. Meistaraflokkur Vals í knattspyrnu karla
hafa verið gerðar hér landi í þessum Börkur formaður knattspyrnudeildar Vals sýndi honum einlægan stuðning með því
efnum, svo miklar að þær standist kröfur árið 2004 í viðtali í Morgunblaðinu.“ Nú að gefa honum treyju áritaða af leik-
tímans um næstu 100 ár a.m.k.“ 15 árum síðar á þetta enn frekar við þrátt mannahópnum og þjálfarateymi. Kristinn
fyrir að breytingar hafi verið gerðar á Freyr afhenti Leifi treyjuna fyrir utan
efstu deild á þessum tíma. Það er mat Hlíðarenda eftir stórsigur á Gróttu.
Leyfiskerfi kallar á að Vals að skoða þurfi breytingar á Íslands-
knattspyrnudeildin verði rekin á mótinu. Þróunin á undanförnum árum er
eigin kennitölu sú að nú eru þjálfurum og leikmönnum mótið að standa yfir frá 1. apríl til u.þ.b.
Á ársþingi KSÍ í febrúar 2020 var sam- greidd laun í 10 -12 mánuði á ári en á 10. október og fyrstu umferðirnar yrðu að
þykkt að innleiða leyfiskerfi kvenna sem sama tíma stendur Íslandsmótið aðeins fara fram á gervigrasvölllum þar sem
tekur að miklu leyti mið af leyfiskerfi yfir í rétt rúma 5 mánuði. Ef íslensk lið ólíklegt er að vellir með náttúrugrasi
ætla að ná betri árangri í Evrópukeppnum verði tilbúnir. Til að koma mótinu fyrir í
í framtíðinni þá þarf að gera meiri kröfur, þennan tímaramma þá þyrfti hugsanlega
fjölga gæða-leikjum og lengja tímabilið. að leika einhverja leiki í landsleikja-
Það eru nokkrir möguleikar fyrir hendi, hléum. Þessi pistill var settur inn á
má t.d. nefna að fjölga liðum um tvö og facebooksíðuna Valur fótbolti 8. septem-
leika 26 leiki, fækka liðum um tvö og ber 2019. Hann vakti strax mikla athygli
leika 3 umferðir, þannig að leikirnir verði og hefur umræðan um breytingu á
27. Annar möguleiki er að gera meira úr Íslandsmótinu verið í gangi síðan þá.
lengjubikarnum og byrja hann 1. febrúar, Hugmyndir sem komu fram í þessum
en þá þarf að færa félagskiptagluggann til pistli eru alls ekki meitlaðar í stein heldur
loka janúar. til að koma umræðunni af stað. Í kjölfarið
Það er hins vegar mat Vals að best sé stofnaði KSÍ vinnuhóp í vor sem skilaði
að halda sér við 12 liða deild þar sem af sér hlutaskýrslu og nú í haust skipaði
leiknar yrðu 22 umferðir með úrslita- KSÍ annan hóp til að fara yfir kosti og
keppni þar sem 6 efstu liðin fara í keppni galla og mun sá vinnuhópur skila af sér
um titilinn, sama á við 6 neðri liðin sem fyrir ársþing 2021. Fulltrúi Vals í vinnu-
spila þá um tvö fallsæti. Með þessu er hópnum er E. Börkur Edvardsson, for-
Eiður Aron Sigurbjörnsson. verið að fjölga leikjum um 10 hjá hverju maður knattspyrnudeildar.
Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs. liði og leiknar verða alls 32 umferðir. Til
að ná þetta mörgum umferðum þarf

28 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Krafa um breytt og bætt


Reykjavíkurmót
Reykjavíkurmótið var sett á laggirnir
1915 og var á sínum tíma glæsilegt og
mikilsvert mót en vegur þess hefur
minnkað í gegnum tíðina og sjarminn,
virðing og reisn farin. Þess má geta að
meistaraflokkur Vals kvenna hefur oftast
farið með sigur að hólmi í þessu móti og
karlalið félagsins hefur hampað Reykja-
víkurbikarnum 22 sinnum, þannig að við
þekkjum þetta mót nokkuð vel. Valur
skorar á ÍBR að stórbæta umgjörð, utan-
umhald, leikjadagskrá og bæta við verð-
launafé og hefja þetta fornfræga mót aftur
til virðingar. Þessir stóðu vaktina í sumar á heimaleikjum Vals í
knattspyrnu. F.v. Edvard Skúlason, Jón Höskuldsson og
Svanur Marteinn Gestsson. Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs.
Samfélagsmiðlar 2020
Í upphafi árs 2020 var lagt upp með að vinnu en að sitja heima iðjulausir. Sjálf-
halda áfram með starf markaðsráðs knatt- mennsku í kringum „live“ útsend- boðaliðastarf getur líka verið lærdómsríkt
spyrnudeildar og auka enn frekar upplýs- ingar frá leikjum, undirbúningi og og þroskandi. Knattspyrnudeild Vals
ingagjöf og samtal milli deildarinnar og starfi innan Vals. þakkar öllum þeim sjálfboðaliðum sem
stuðningsmanna. Jón Gretar Jónsson, ⦁ Auka sýnileika á miðlunum milli starfa fyrir félagið, störf þessa fólks er
Þorsteinn G. Hilmarsson og Hilmar Þor- leikja. Til þess að þetta geti raungerst ómetanleg auðlind Vals.
steinsson höfðu áfram umsjón með verk- er vinna hafin við að fá fleiri sjálf-
efninu. Verkefnastjórar samfélagsmiðlana boðaliða til að koma að verkefninu.
ákváðu að reyna fá fleiri sjálfboðaliða að ⦁ Stækka hóp stuðningsmanna sem Starfsfólk
verkefninu og áttu nokkra fundi þess fylgja samfélagsmiðlum Stjórn knattspyrnudeildar Vals þakkar
efnis. En þegar á reyndi gekk það ekki @valurfotbolti og vera enn meira öllu starfsfólki Vals fyrir frábært samstarf
eftir og fleiri aðilar komu ekki að þessu. áberandi en árin áður. á árinu sem er að ljúka og fyrir þeirra
Árið 2020 var litað af áhrifum fórnfúsu og gefandi vinnu sem var á
Covid-19 og breytti það skiljanlega árinu. Sérstakar þakkir fá allir þeir sem
plönum. Samfélagsmiðladeildin hélt Sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg við að gera heimaleiki
áfram hefðbundnu starfi, s.s. að auglýsa Sjálfboðavinna felur í sér ólaunað starf Vals í meistaradeild Evrópu kvenna á
leiki, birta tilkynningar um leikmenn og fyrir knattspyrnudeild Vals og félagið glæsilegan hátt í því erfiða umhverfi sem
tengda hluti ásamt því að miðla upplýs- reiðir sig á þessi störf sem í raun er var uppi.
ingum frá stjórn til stuðningsmanna, t.d. grunnurinn fyrir alla starfsemi þess. Fólk
um sóttvarnareglur í kringum knatt- fer í sjálfboðaliðastörf af ýmsum
spyrnuleikina. Tímabilið var því nokkuð ástæðum. Mörgum finnst starfið áhuga- Þjálfarar
hefðbundið hvað varðaði starf samfélags- vert og gefandi, aðrir vilja láta gott af sér Stjórn knattspyrnudeildar Vals þakkar
miðladeildar, þó var settur aukinn kraftur leiða og sækja í félagsskapinn og enn þjálfurum deildarinnar og öllum yngri
í að vera með „live“ útsendingar á miðl- aðrir kjósa frekar að vinna ólaunaða flokka þjálfurum fyrir frábært ár, gott
unum bæði Facebook og Instagram. Þær
útsendingar nutu vinsælda og var augljós
eftirspurn eftir slíku. Einnig var settur
nokkur kraftur í að gera alla grafík enn
fagmannlegri, t.d. með hreyfimyndum
fyrir markatöflu þegar skorað var o.s.frv.
Rúmlega 2600 manns fylgja
valurfotbolti á Facebook, rúmlega 2000
á Insta­gram og 750 manns á Twitter.
Þetta er aukning á öllum miðlum í sam-
ræmi við aukningu undanfarinna ára.
Helstu verkefni markaðsráðs fyrir
tímabilið 2021 eru:
Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði
⦁ Hönnun á nýjum búningi. Sú vinna Vals svífur manna hæst.
stendur yfir og er á lokametrunum. Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs.
⦁ Vinna að áætlunum um að auka fag-

Valsblaðið 2020 29
með leik Vals gegn KR á Origovellinum.
Ljóst var í þeim leik að liðin væru enn
svolítið ryðguð eftir „biðtímann“ og klár-
lega vantaði meiri leikæfingu. Leikurinn
endaði með 0-1 sigri KR. Í kjölfarið
komu sigrar gegn nýliðum Gróttu og HK
en þá kom skellurinn, 1-4 ósigur gegn ÍA
á heimavelli í leik þar sem Valur fékk
færin en ÍA skoraði. Okkar menn bitu þá í
skjaldarrendur og hófu sóknina upp stiga-
töfluna. Eftir stórsigur á Víkingum á úti-
velli í næsta leik og jafntefli gegn Stjörn-
unni á heimavelli hófst nær óslitin sigur-
ganga okkar manna, sem náði hámarki
með stórsigrum á Stjörnunni (1-5) og FH
(1-4) á heimavöllum þessara félaga.
Lið ársins í Pepsí Max deild karla 2020. V
 alsmenn með 6 leikmenn í liði ársins auk Lokaleikur Valsmanna á þessu Íslands-
þjálfarans. Ljósmynd / STOD 2 SPORT. móti reyndist 6-0 sigur gegn Gróttu á
Origovellinum. Í kjölfarið á þeirri umferð
samstarf og fyrir að standa vaktina á ráðnir í að bæta það upp hið snarasta. var Íslandsmótinu aftur frestað og að
þeim erfiðu og krefjandi tímum, í Nýtt þjálfarateymi tók við liðinu eftir lok lokum blásið af, þar sem ljóst var að ekki
umhverfi sem var uppi frá mars og til tímabilsins 2019, Heimir Guðjónsson tók tækist að klára mótið fyrir fyrirfram
dagsins í dag. við sem aðalþjálfari liðsins, Srdjan ákveðna lokadagsetningu þann 1.
Tufegdzic ráðinn aðstoðarþjálfari hans og desember. Valsmenn voru þá með yfir-
Eiríkur Þorvarðarson markmannsþjálfari. burðarstöðu á stigatöflunni og því vel að
Samstarfs- og styrktaraðilar Auk þeirra voru í teyminu þetta árið þeir Íslandsmeistaratitlinum komnir. Vals-
Knattspyrnudeild Vals þakkar þeim fjöl- Jóhann Emil Elíasson styrktarþjálfari, mönnum gekk einnig vel í Mjólkurbikar-
mörgu samstarfs- og styrktaraðilum fyrir Einar Óli Þorvarðarson sjúkraþjálfari og keppni KSÍ. Í 32ja liða úrslitum lögðu
keppnistímabilið 2020 og hlakkar til Haraldur Árni Hróðmarsson leikgreinir. okkar menn Vestra 3-0, í 16 liða úrslitum
áframhaldandi samstarfs á komandi árum. Halldór Eyþórsson var liðsstjóri og með lágu ÍA 3-1 og lögðu þeir HK 2-1 í fram-
Sérstakar þakkir fá Valsmennirnir honum var Örn Erlingsson. lengdum leik í 8 liða úrslitum. Undan­
Grímur Sæmundsen og Helgi Magnússon Strákarnir unnu fyrsta undirbúninsgmót úrslitaleikurinn átti svo að vera gegn KR
fyrir sitt ómetanlega framlag, hjálpsemi vetrarins, BOSE mótið, í byrjun desember í upphafi nóvember, en áður en til þess
og hlýhug sem þeir sýna félaginu. 2019. Reykjavíkurmótið var spilað í leiks kom var allt mótahald KSÍ blásið af
janúar og fram í febrúar. Unnust allir leik- og ljóst að engir Mjólkurbikarmeistarar
irnir í riðlakeppninni og Fjölnir 1-0 í und- yrðu krýndir í ár.
Meistaraflokkur karla – anúrslitum en lutu í svo í lægra haldi fyrir Þrátt fyrir að meistaraflokkur karla
Íslandsmeistarar 2020 KR 0-2 í úrslitaleiknum sem haldinn var fagnaði verðskulduðum Íslandsmeistara-
Meistaraflokkur karla fékk rýra uppskeru á Orgiovellinum. Lengjubikarinn fór svo titli 2020 þá voru endalok mótsins súr-
úr mótum ársins 2019 og voru menn stað- af stað seinni hluta febrúar og var leikið sæt, því margt annað var í boði þetta árið
fram í mars. Þegar mótið var flautað af heldur en bara sá titill: Valsmenn voru
vegna Covid-19 höfðu okkar menn unnið komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins
Valgeir Lunddal
2 leiki, gert eitt jafn­tefli og tapað einum og því góður möguleiki á að vinna tvö-
Friðriksson.
leik. Í kjölfarið tók svo við erfitt tímabil falt þetta árið; Valsmenn áttu góðan
Ljósmynd /
óvissu, um hvenær og hvort Íslandsmót möguleika á að setja stigamet á Íslands-
Þorsteinn Ólafs.
gæti hafist í skugga þessa heimsfaraldurs. móti auk þessi sem Patrick Pedersen var
Helsta vandamálið sem þá blasti við í harðri baráttu um Gullskó KSÍ og jafn-
öllum liðum var að halda leikmönnum í vel möguleika á nýju markameti. En
líkamlegu formi á sama tíma og takmörk fagna ber því sem vel er gert, Valur
og jafnvel bann var sett við hópæfingum ÍSLANDSMEISTARI í meistaraflokki
íþróttamanna. KSÍ ákvað loks í samráði karla sumarið 2020! Aðdáunarverður
við sóttvarnayfirvöld að Íslandsmótið viðsnúningur frá árinu áður með lítið
skyldi hefjast um miðjan júní. Einnig setti breyttan hóp, en í hópinn bættust þeir
stjórn KSÍ sérstaka reglugerð um sértækar Aron Bjarnason, Birkir Heimisson og
ráðstafanir vegna COVID-19 heimsfar- Færeyingurinn Magnús Egilsson, auk
aldursins. Í þessari reglugerð var tekið á þess sem nokkrir leikmenn 2. flokks
þeim aðstæðum sem upp gætu komið ef tóku virkari þátt í æfingum og leikjum
ekki tækist að klára Íslandsmótið og meistaraflokks á þessu sumri. Á tímabil-
bikarkeppni KSÍ á þessu ári og lokadag- inu miðju kvöddum við svo þá Ólaf Karl
setning Íslandsmótsins sett á 1. desember. Finsen og Ívar Örn Jónsson og í lok
Íslandsmótið hófst svo þann 13. júní móts bættist Einar Ingvarsson í þann

30 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

hóp. Við þökkum þeim fyrir þeirra fram-


göngu fyrir Val.
Valur lítur björtum augum á komandi
tíð ef við höldum áfram að hlúa vel að
innviðum félagsins til framtíðar.

Meistaraflokkur kvenna –
Meistaradeild Evrópu
Meistaraflokkur kvenna varð í öðru sæti í
A-riðli Reykjavíkurmótsins eftir tap gegn
Fylki í 1. umferð. Liðið vann fjóra leiki
og endaði fimm umferðir mótsins með 12
stig og flest mörk skoruð eða 23 en fékk
5 mörk á sig. Guðrún Karítas Sigurðar-
dóttir varð markadrottning mótsins með 6
mörk. Næst kom Hlín Eiríksdóttir með 4
mörk. Keppni Lengjubikarsins var aflýst
13. mars vegna Covid-19 eftir aðeins
tvær umferðir. Þá hafði Valur gert góða
ferð til Akureyrar og unnið KA/Þór 4-0
en tapað 2-3 fyrir Breiðablik á heimavelli
í annarri umferð.
Íslandsmeistarar Vals léku við bikar-
meistara Selfoss í Meistarakeppni KSÍ á Þrjár systur í byrjunarliði kvennaliðs Vals í Evrópukeppni meistaraliða. F  .v.: Arna
Origo-vellinum 6. júní. Elín Metta Jensen Eiríksdóttur, Hlín Eiríksdóttir og Málfríður Eiríksdóttir. Þær systur eru dætur Guð-
skoraði eina mark Vals í fyrri hálfleik en rúnar Sæmundsdóttur fyrrum leikmanns Vals. Menn hafa spurt sig hvort þetta sé í
liðið fékk á sig tvo mörk í seinni hálfleik fyrsta skipti í sögu kvennafótboltans á Íslandi að þrjár systur hafi verið í byrjunarliði
og tapaði leiknum 1-2. Þátttaka Vals í íslensks liðs í Evrópukeppni? Vitað er um þrenna bræður í KR sem spiluðu í Evrópu-
Pepsí Max deild kvenna hófst 12. júní keppni meistaraliða við Liverpool árið 1964 en það voru þeir Bjarni Felixson, Gunnar
með öruggum 3-0 sigri á KR. Líkt og Felixson og Hörður Felixson. En eru önnur dæmi um þetta? Ljósmynd og texti / Þor-
2019 einkenndist mótið af baráttu við steinn Ólafs.
Breiðablik. Þegar keppni var hætt hafði
Valur leikið 16 umferðir af 18 og var Í síðari leiknum 18. nóvember á móti Benedikt Eiríksson. Markmannsþjálfari
tveimur stigum á eftir Breiðabliki og Glasgow City FC var jafnt eftir fram- var Kjartan Sturluson, sjúkraþjálfari var
tókst því ekki að verja meistaratitilinn frá lengdan leiktíma. Umdeilt atvik varð á Ásta Árnadóttir og styrktarþjálfari Jóhann
fyrra ári. Stærsti sigur liðsins í sumar 117. mínútu leiksins þegar Hlín komst Emil Elíasson. Liðstjóri var María Hjalta­
kom á móti Þór/KA á Origo-vellinum 24. fram hjá varnarmanni sem sá þann eina lín. Árangur meistaraflokks kvenna var
júní, 6-0. Þá vann Valur ÍBV 4-0 í byrjun kost að rífa hana niður. Ekkert var dæmt mjög góður þegar litið er til þess að
september. Liðið vann 13 leiki af 16, og því fór fram vítaspyrnukeppni og nokkrar breytingar urðu á leikmanna-
gerði 1 jafntefli, en tapaði tveimur bráðabani sem lauk með því að Valur hópnum. Ber þar hæst að Margrét Lára
leikjum, í bæði skiptin á móti Breiðabliki. misnotaði víti og féll úr keppni. Viðarsdóttir yfirgaf sviðið og lagði skóna
Endaði Valur mótið með 40 stig og Aðalþjálfari liðsins var sem fyrr Pétur á hilluna. Það sama gerði Thelma Björk
markatöluna 43-11. Elín Metta varð Pétursson. Aðstoðarmaður hans var Eiður Einarsdóttir. Þá lék Fanndís Friðriksdóttir
markahæst með 13 mörk og Hlín Eiríks-
dóttir skoraði 11 mörk.
Í Mjólkurbikarnum vann Valur góðan Valsstúlkur jafna, 1-1 í leiknum við
3-1 sigur á ÍBV með mörkum á 5., 8. og Glasgow City. Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs.
10. mínútu leiksins. Skoraði Elín Metta
fyrstu tvö mörkin og Ída Marín Her-
mannsdóttir það þriðja. Í næstu umferð
tapaði liðið fyrir Selfossi með einu marki
og féll úr keppni sem síðar var hætt
vegna Covid-19.
Íslandsmeistarar Vals tóku þátt í
Meistaradeild UEFA og léku tvo leiki í
nóvember, báða á heimavelli. Í fyrri
leiknum 4. nóvember vann Valur góðan
3-0 sigur á finnsku meisturunum HJK
Helsinki með mörkum frá Gunnhildi
Yrsu, Elínu Mettu og Mist Edvardsdóttur.

Valsblaðið 2020 31
Knattspyrnukonurnar Dóra María Lárusdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og
Málfríður Erna Sigurðardóttir náðu allar þeim áfanga árið 2020 að leika 300
meistaraflokksleiki í knattspyrnu. Dóra María hefur leikið 310 leiki frá 2001 og alla
með Val, Ásgerður Stefanía er með 313 leiki frá 2003 fyrir Val, Stjörnuna og Breiðablik
og Málfríður Erna hefur leikið 307 leiki fyrir Val, Breiðablik og Stjörnuna frá árinu Viðurkenning. Soffía Ámundadóttir
2000. þjálfari yngri flokka Vals í fótbolta hlaut
á árinu viðurkenningu fyrir vel unnin
aðeins með liðinu framan af árinu þar keppninni sem er einungis A- liðs mót. störf í þágu yngri flokka á Íslandi. Verð-
sem hún á von á barni. Gunnhildur Yrsa Liðsheildin í flokknum var til fyrir- launin voru veitt á aðalfundi Knatt­
Jónsdóttir kom að láni til liðsins og spil- myndar, þeir voru alltaf tilbúnir að leggja spyrnu­þjálfara­félags Íslands. Sossu þarf
aði frá miðju sumri. sig alla fram á æfingum með jákvæðni að varla að kynna fyrir Völsurum enda hefur
vopni, þó svo að þeir mættu jafnvel bara líklega enginn leikmaður kvennaliðs Vals
hlaupa á æfingum eða æfa með tveggja undanfarinna ára farið í gegnum starfið
2. flokkur karla metra reglunni. Þjálfararnir reyndu að án þess að spila með Sossu eða hún
Í flokknum voru tuttugu og átta strákar. setja upp skemmtilegar og krefjandi þjálfuð.
Þjálfarar voru Matthías Guðmundsson og æfingar til að viðhalda þessari frábæru
Hallgrímur Dan Daníelsson. Flokkurinn liðsheild sem einkennir þennan flokk.
skráði tvö lið til leiks á keppnistímabilinu Markmiðin voru skýr fyrir tímabilið: ⦁ Einnig var liðs markmiðið að gera
sem tóku þátt í Reykjavíkur/Faxaflóa- betur en árið á undan.
móti, Íslandsmóti B-deild og síðan bikar- ⦁ Að hver leikmaður myndi bæta sig.
Strákarnir náðu þó aldrei að komast að
því hvort það markmið náðist, því öll mót
voru blásin af vegna Covid-19. Strákarnir
stóðu sig mjög vel og töpuðu fáum
leikjum en gerðu mörg jafntefli sem gefa
því miður ekki mörg stig. Það var samt
margt mjög jákvætt við þetta ár og erum
við mjög stoltir af flokknum þó að þetta
hafi verið mjög erfitt og þá sérstaklega
fyrir leikmennina sjálfa.

2. flokkur kvenna
Þjálfarar voru Kristján Arnar Ingason og
Nik Chamberlin (Þróttur). Ákveðið var
að sameina 2. flokk Vals og Þróttar þegar
liðið var á tímabilið þar sem meirihluti
leikmanna Vals hafði verið lánaður í
meistaraflokka hjá öðrum liðum. Vegna
Covid gengu æfingarnar þó ekki snurðu-
laust fyrir sig og gátu leikmenn Vals og
Þróttar ekki byrjað að æfa saman fyrr en
Valskonur fagna marki. stuttu fyrir Íslandsmót. Þær voru efstar í
Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs Reykjavíkur-/Faxaflóamótinu þegar það
var slegið af vegna Covid. Íslandsmótið

32 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

gekk með ágætum og enduðu stúlkurnar í


5. sæti eftir erfiða byrjun. Einnig gekk
stelpunum frábærlega vel í bikarkeppn-
inni þar sem þær fengu ekki á sig mark
og voru komnar í úrslitaleikinn þegar
mótið var flautað af vegna Covid. Í heild-
ina stóðu stúlkurnar sig virkilega vel við
sérstakar aðstæður á allan máta og mega
vera stoltar af árangrinum.
Fyrir hönd knattspyrnudeildar Vals
E. Börkur Edvardsson formaður

Skýrsla yngri flokka


knattspyrnudeildar
3. flokkur kvenna – þjálfari Arnar
Páll
Metnaðurinn í flokknum var ótrúlegur og
stelpurnar alltaf tilbúnar að gera alla þá
hluti sem þær voru beðnar um, svo eru að fara fram í júlí en því miður var sú 4. flokkur kvenna – þjálfarar Sossa
þær þokkalega skemmtilegar. Tóku þátt í keppni blásin af sökum Covid-19. Tíma- & Arnar Páll
Faxaflóamótinu, Íslandsmótinu og bikar- bilið 2019–20 var hörkuskemmtilegt, - Í flokknum voru 42 stelpur með A, B og
keppni. Faxanum var aflýst út af Covid. um 50 drengir voru í flokknum. Mikið C lið. Einnig tóku nokkrar stúlkur fæddar
Tvö lið í Íslandsmótinu og lenti A-liðið í var lagt upp úr því að vinna með hópinn 2008 þátt í verkefnum tímabilsins. Strax í
3. sæti og B-liðið í 2. sæti. Í bikarkeppn- saman sem hittist í þó nokkur skipti og upphafi setti flokkurinn sér markmið. Þær
inni fór liðið alla leið í undanúrslit. gerði sér glaðan dag utan æfinga, t.d. bjuggu til eigið fjall og ætluðu á toppinn í
Fjórar stelpur í hverjum mánuði áttu að spurningarkeppnir, horfa á leiki og borða lok tímabils. Flest öllum markmiðum var
sjá um að skipuleggja eitthvað félagslegt saman svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess náð og þjálfarar eru gríðarlega stoltir af
fyrir flokkinn. Einnig var farið í stutta voru drengirnir duglegir á æfingum og árangri og framförum leikmanna. Á leik-
ferð til Akureyrar sem var vel nýtt, þar allt skilaði þetta sér í mjög góðri liðs- mannafundi í upphafi tímabils var aug-
sem íþróttasálfræðingur var fenginn til að heild. Mjög góður stígandi var allt tíma- ljóst að flokkurinn stefndi hátt og metn-
vinna með stelpunum. bilið, bæði innan sem utan vallar. Eftir aður var mikill. Mikil áhersla var á hóp-
því sem á leið urðu strákarnir betri á vell- efli og jákvæða upplifun. Æfingar voru
3. flokkur karla – þjálfarar inum og skilaði það sér hversu duglegir 4–5 sinnum í viku. Ein til tvær í viku með
Haraldur Dan & Jóhann Páll þeir voru. Liðsheildin varð betri og betri 3. flokki kvenna og með 4. fl. karla. Einu
Markmið flokksins var að veita öllum eftir því sem á leið á tímabilið. Í þessum sinni í vetur voru þrekæfingar hjá Jóa í
liðum leik í sumar, bæta varnarleik, tap- árgöngum eru skemmtilegir og efnilegir þreki og fannst stelpunum það alltaf mjög
laus Hlíðarendi og hafa gaman af því að strákar sem hafa alla burði til þess að gaman. Markmenn æfðu einu sinni í viku
stunda fótbolta með félögum sínum. gera vel fyrir knattspyrnufélagið Val. í vetur á séræfingum og svo einu sinni í
Gekk allt upp. Skemmtilegast var þegar viku í sumar hjá Hannesi.
liðið fekk loks að spila leiki fyrir norðan,
tekin var löng helgi í það, fótbolti,
1238safnið á Sauðárkróki þar sem strák-
arnir fengu VIP meðferð hjá Hrefnu og
Ingva. Reykjavíkurmótið var blásið af en
liðið fékk óvænt boð á Rey Cup sem var
ágætis skemmtun. Á Íslandsmótinu var
liðið hársbreidd frá því að fara í úrslita-
keppnina en allt kom fyrir ekki.
Skemmtilegir strákar sem eru alltaf til-
búnir að hjálpa til innan Vals.

4. flokkur karla, þjálfarar Arnar


Steinn, Birkir Már og fl.
Strákarnir settu sér það markmið að vera
í toppbaráttu í A-riðli sumarið 2020. Það
gekk eftir, strákarnir lögðu á sig mikla
vinnu og uppskáru vel. Flokkurinn tók
þátt í Reykjavíkurmóti og Íslandsmóti, Hópmynd af 4. flokki kvenna frá
auk fjölda æfingaleikja. Flokkurinn lokahófi í Fjósinu haustið 2020.
stefndi á að fara á Helsinki Cup sem átti

Valsblaðið 2020 33
Sr. Friðriksbikar 2020. Lollabikar 2020.  Sr. Friðriksbikar 2020.
Bjarmi Kristinsson. Bele Alomerovic. Salka Mei Andrésdóttir.

Margt var gert saman félagslega s.s. til að bæta þeim upp fyrstu bylgju. Þá var sterka liðsheild og fá leikmenn til þess að
sund, ströndin, bíó, út að borða, matar- extra mikið gert félagslegt. Fóru í hjóla- setja sér lítil og stærri markmið. Leik-
boð, borðuðum í Fjósinu, jólagleði í Fjós- ferð, hlaupaferð, sund o.s.frv. Þetta fyrir- menn tóku ótrúlega flott skref fram á við
inu með 4. fl.kk. og öskudagsæfingu, komulag vakti athygli og kom flokkurinn og mega þær vera stoltar af tímabilinu.
o.s.frv. Góðverk – fyrir jólin í fyrra – fram í Sýnum karakter. Leikmenn lögðu mikið á sig til þess að
allar lögðu pening í sjóð og keyptu um 50 Stelpurnar tóku þátt í fjórum mótum á bæta sig. Þær gerðu ýmsa hluti auk þess
jólagjafir fyrir unglinga og settu undir þessu tímabili, þ.e. Jólamóti Keflavíkur, sem nokkrir viðburðir duttu upp fyrir
jólatréð í Kringunni. Það var gaman að Faxaflóamóti / Reykjavíkurmóti, Rey vegna Covid-19. Skemmtileg sundlaugar-
sjá gleðina og jólaandann sem kom með Cup og Íslandsmóti. Fimm leikmenn ferð stendur upp úr.
því að láta gott af sér leiða. fengu að fara á landsliðsæfingar og kynn-
Skyldur sem Valsarar – Tóku oft til í ast því metnaðarfulla starfi sem þar er. 5. flokkur karla – þjálfari Páll
áhaldageymslu og boltageymslu. Yfirleitt Landsliðsþjálfarinn var virkilega ánægð- Árnason
þarf tapliðið að gera það á æfingum. ur með þær og talaði um tæknilega góðar, Líklegast stærsti flokkur frá upphafi hjá
Tóku útisvæði Vals í gegn, sáu um dóm- með góðan leikskilning og mikil gæði. Val. Hressir, skemmtilegir og metnaðar-
gæslu fyrir yngri flokka og sáu um barna- fullir strákar. Foreldraráðið stóð sig
gæslu fyrir meistaraflokksleikmenn. 5. flokkur kvenna – þjálfari Bára gríðarlega vel að koma upp með alls
Meistaraflokksleikmenn kíktu í heimsókn Rúnarsdóttir konar hugmyndir fyrir flokkinn og þjappa
á tímabilinu, frábærar fyrirmyndir sem Fyrir utan Íslandsmótið var farið á Pæju- strákunum saman. Flokkurinn tók þátt í
kenndu stelpunum margt og voru dug- mótið í Vestmannaeyjum sem er þremur mótum, þ.e. Reykjavíkurmóti,
legar að svara spurningum. Valsleiðin var hápunktur í starfi 5. flokks. Það besta við Íslandsmóti og N1 mótinu á Akureyri.
vel nýtt. Mættu á alla fyrirlestra og allar flokkinn var áhugi leikmanna á að læra Það tókst vel að byggja upp ákveðinn
tækniæfingar sem í boði voru. eitthvað nýtt og metnaðurinn sem þær grunn og nokkuð vel gekk að bæta
Flokkurinn fékk Covid æfingar í sumar sýndu. Markmið flokksins var að skapa æfingamenningu.

Strákarnir á eldra ári í 6. flokki tóku þátt


N1 mótið á Akureyri var haldið í byrjun júlí. Frá Val í Orkumótinu í Vestmannaeyjum í lok
fóru 10 lið úr 5. flokki ásamt þjálfurum og foreldrum. júní. Tvö af þremur Valsliðum voru
Drengirnir og þjálfarar stóðu sig með sóma innan og nálægt því að fara í úrslitaleik en eitt lið
utan vallar með góðum stuðningi frá foreldrum. náði að hækka sig um 4 riðla í styrkleika.

34 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

6. flokkur karla – þjálfari Jóhann


Páll og fl.
Helsta markmið flokksins var að bæta sig
í tæknilega hluta leiksins og að það væri
alltaf gaman að mæta á æfingar, það gekk
bara nokkuð vel. Fullt af áhugasömum
drengjum og alltaf mikið fjör á æfingum.
Tóku þátt í Orkumótinu, SET-mótinu,
Hamarsmótinu, VÍS-móti Þróttar og
æfingaleikjum. Strákarnir hittust á nýja
sparkvellinum á Klambratúni, spiluðu
fótbolta, borðuðu pylsur og fengu ís.

6. flokkur kvenna- þjálfari Sveinn Hressar Valsstelpur á Símamótinu


Þorkell Jónsson og Páll Árnason í Kópavogi sumarið 2020.
Stelpurnar tóku þátt í dagsmótum yfir
vetur og vor, þar sem var alltaf stígandi í gaman strákarnir höfðu gaman af þessu karla. Stelpurnar tóku þátt í þremur
leik þeirra og yfir ákveðið tímabil virtust þrátt fyrir langt æfingabann og ákveðnar mótum en margar af stelpunum voru að
þær ekki getað tapað leik. Lögð var hömlur sem fylgdu þessu blessaða ári. stíga sín fyrstu skref og fara á sín fyrstu
áhersla á að bæta tækniþáttinn og send- Markmið flokksins var að bæta drengina mót og stóðu þær sig ekkert smá vel.
ingargrunn svo þær séu með góðan grunn í fótbolta sem þeir sannarlega gerðu. En Markmiðið var að fá inn fleiri stelpur í
fyrir framtíðina. Svo er alltaf lögð áhersla einnig fylgdu strákarnir gildum Vals og flokkinn, efla áhugann og búa til litla
að það sé gaman á æfingum. Gekk vel að voru prúðir og sýndu mótherjum ávallt Valsara. Stelpurnar voru duglegar á
framfylgja því og kom það fram í leik virðingu á vellinum. Það verður svo æfingum og tóku miklum framförum,
þeirra. Covid-19 setti smá strik í reikn- sannarlega gaman að fylgjast með þjálfarar voru ánægðir með að hafa
inginn en stelpurnar tóku þátt Lindexmót- þessum vormönnum Vals á komandi fengið að þjálfa þessar skemmtilegu
inu á Selfossi þar sem þær stóðu sig vel. árum. stelpur.
Var 2. og 1. sæti í þeirra riðlum niður-
staðan. Svo var það Símamótið, þar sem 7. flokkur kvenna – þjálfari Katla 8. flokkur karla – þjálfari Aðal-
stelpurnar stóðu sig einnig mjög vel og Garðarsdóttir steinn Sverrisson
spiluðu mjög skemmtilegan fótbolta. Flokkurinn samanstóð af 45 hraustum Helstu markmið voru að fara yfir helstu
Fullt af sigrum og mikið fjör. Foreldraráð stelpum sem létu ekkert stoppa sig og reglur leiksins, kenna þeim hvernig á að
hélt hitting fyrir stelpurnar eftir æfingu mættu til æfinga í öllum veðrum og haga sér í hópíþrótt, efla hreyfiþroska
þar sem þær fengu sér pizzu saman uppi í vindum. Stelpurnar eru flottar og dug- með fjölbreyttum æfingum þar sem sam-
Lollastúku og fóru í alls kyns leiki legar og alltaf skemmtilegt að vera í spil hreyfinga (samhæfing) situr i fyrir-
saman. Best við flokkinn er, hvað stelp- kringum þær og fylgjast með þeim á rúmi og um leið byrja á að kenna þeim
urnar eru tilbúnar að leggja sig fram og æfingum og dansa TikTok dansa. Mark- grunntækni fótboltans.
æfa sig, svo eru þær miklir grínistar og miðið var að fá inn fleiri stelpur í flokk- Farið var á tvö mót og má þar nefna
skemmtilegar. inn, efla áhugann og búa til litla Valsara. Krónumót HK sem fór fram í Kórnum
Fyrir utan æfingar gerði flokkurinn yfir vetrartímann og síðan á VÍS-mót
7. flokkur karla – þjálfari Arnar ýmislegt skemmtilegt saman sem styrkti Þróttar í byrjun júní. Bæði mótin
Steinn Einarsson liðsheildina, t.d. var með Halloween- heppnuðust frábærlega og sýndu strák-
Í kringum 70 drengir voru í flokknum æfingu, skreyttu piparkökur, héldu hóp- arnir frábær tilþrif inni á vellinum og
sem voru feikilega duglegir frá fyrsta efli, fóru saman á meistaraflokksleiki og voru félaginu til sóma. Því miður var ekki
degi, í fótbolta sem og félagslega þætt- gistu í Valsheimilinu. Flokkurinn fór á hægt að fara á fleiri mót vegna ástandsins
inum. Strákarnir voru duglegir að efla átta mót og lærðu stúlkurnar heilmikið af í þjóðfélaginu en strákarnir létu það ekki
liðsandann á fótboltaæfingum og skilaði þeim öllum og rosalega gaman var að sjá á sig fá og voru mjög duglegir að mæta á
það sér í mjög skemmtilegum og sam- bætingarnar frá móti til móts. æfingar. Það er því mikilvægt fyrir þjálf-
rýmdum flokki. Þátttaka á mótum var ara og foreldra að kenna þeim rétta
töluvert minni en á eðlilegu ári sökum 8. flokkur kvenna – þjálfari Katla hegðun i hópíþróttum t.d. sýna félög-
Covid- 19. En þó náði flokkurinn að taka Garðarsdóttir og Páll Árnason unum virðingu og kurteisi, vera hvetjandi
þátt í nokkrum skemmtilegum mótum, Stelpurnar eru áhugasamar og duglegar og góðir hver við annan. Þannig er hægt
þ.e. Jólamóti Hamars, Fylkismóti KÞÍ, og það kom aldrei leiðinleg æfing þar að búa til góða liðsheild sem skilar sér í
Tungubakkamóti KÞÍ, ýmsum æfinga- sem stelpurnar eru svo miklir snillingar betri árangri og áhuga krakka í íþróttum.
mótum og auk þess stærsta móti 7. flokks og alltaf fjör að vera í kringum þær. Við Það besta við flokkinn er að strákarnir
sem er Norðurálsmótið. Valur sendi 7 lið vorum með alls konar öðruvísi æfingar láta aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.
til leiks þangað og voru allir piltarnir úr eins og Halloween-æfingu, jólaæfingu, Eru gríðarlega jákvæðir og duglegir að
Val svo sannarlega til sóma og stóðu sig blöðruæfingu, öskudagsæfingu, vorum mæta á æfingar. Gaman að sjá hvað allir
frábærlega. Flokkurinn var stór og stór- með vinkonuviku þar sem þær máttu standa saman til þess að starfið gangi sem
skemmtilegur. Leikgleðin skein úr augum koma með vinkonur og vorum með best á þessum skrítnu tímum.
drengjanna og það stendur upp úr hversu æfingamót, sameiginlega með 8. flokki

Valsblaðið 2020 35
Viðurkenning

Margrét Lára heiðruð


efstu deild á Íslandi fimm sinnum í röð auk þess sem hún vann
gullskóinn í Svíþjóð. Margrét Lára var valinn Íþróttamaður ársins
2007 fjórða konan til að hljóta þá nafnbót og fyrsta knattspyrnu-
konan. Hún var fjórum sinnum valin Knattspyrnukona ársins. Árið
2007 skoraði hún 38 mörk í 16 leikjum þegar Valur varð Íslands-
meistari annað árið í röð. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk
á einu tímabili í efstu deild kvenna á Íslandi. Þá skoraði hún fjórum
sinnum þrjú mörk í leik, einu sinni fjögur mörk og tvisvar sinnum
sex mörk. Hún skoraði í 13 af 16 deildarleikjum Vals. Árið 2019 á
síðasta tímabilinu á ferlinum skoraði Margrét Lára 15 mörk í 17
leikjum fyrir Val sem þá varð Íslandsmeistari kvenna í fyrsta sinn
síðan 2010. Margrét Lára skoraði þá í síðasta deildarleik sínum á
ferlinum í 3-2 sigri á Keflavík sem tryggði Val titilinn. Alls skoraði
Margrét Lára 207 mörk í 143 leikjum í efstu deild á Íslandi og alls
255 mörk í 180 leikjum í meistaraflokki hér á landi. Landsliðsferill-
inn hennar er einnig afar glæsilegur, en alls lék hún 124 A landsleiki
og skoraði í þeim 79 mörk.
Knattspyrnudeild Vals heiðraði Margréti Láru sérstaklega fyrir
Margrét Lára Viðarsdóttir var á árinu heiðruð fyrir framlag sitt til fysta leik meistaraflokks karla í vor. Á myndinni með henni eru Jón
kvennaknattspyrnu hjá Val. Markadrottningin Margrét Lára Viðars- Höskuldsson (t.v.) varaformaður knattspyrnudeildar og E. Börkur
dóttir lagði fótboltaskóna á hilluna í árslok 2019 eftir sérlega glæsi- Edvardsson (t.h.) formaður knattspyrnudeildar. Einnig voru við-
legan feril. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val og einu staddir þessa athöfn Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og
sinni bikarmeistari með félaginu. Margrét Lára varð markahæst í Guðni Bergsson formaður KSÍ. Ljósmynd Þorsteinn Ólafs.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands setti færslu á feisbúkksíðu


sína af þesssu tilefni 12. júní og birti þessa mynd við það tækifæri.
„Ég var viðstaddur fyrsta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020
þegar Valur og KR mættust í kvennaflokki á Hlíðarenda í kvöld.
Leikurinn var líflegur og skemmtilegur og sönnun þess að við
eigum frábært íþróttafólk. En það var sérstaklega gaman að hitta
Margréti Láru Viðarsdóttur sem var heiðruð fyrir leikinn. Margrét
Lára er enn frábær íþróttamaður og fyrirmynd þótt knattspyrnu-
skórnir séu komnir á hilluna. Með á myndinni eru Guðni Bergsson
formaður KSÍ og Edvard Börkur Edvardsson formaður knattspyrnu-
deildar Vals.“
Ljósmynd Þorsteinn Ólafs.

Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár

36 Valsblaðið 2020


TIL HAMINGJU
MEISTARAR!
Viljum vinna alla
titla sem eru í boði
Orri Sigurður Ómarsson er 25 ára og
leikur knattspyrnu með meistaraflokki
Nám? Ég er hægt en stöðugt að klára Bróðir minn var að þjálfa byrjendaflokk sem eru í boði á Íslandi og ég tel okkur
menntaskólann. og dró mig með á æfingu. Mér fannst svo geta það.
Maki? Já, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir gaman að ég leit aldrei til baka. Hann hélt Besti stuðningsmaðurinn? Sá/sú sem
fyrir þá sem eru forvitnir. svo áfram að þjálfa mig upp flesta yngri mætir á alla leiki og hvetur okkur sama
Hvað ætlar þú að verða? Ekki að það sé flokkana. Svo er það bara svo ótrúlega hvernig gengur. Auðvitað eiga Vals
of seint fyrir mig að vinna mér inn fyrir gaman. Sérstaklega þegar maður kemst stuðningmenn það skilið að við séum að
einhverjum spennandi starfstitli en núna upp í 11 manna flokkana. Þá myndast spila vel í öllum leikjum en það er þunn
er ég bara að reyna að vera besta útgáfan ótrúleg vinátta og minningar. Lífið mitt lína á milli þess að vera stuðningsmaður
af sjálfum mér og læra eitthvað nýtt á hefur i raun bara snúist um fótbolta frá og áhorfandi.
hverjum degi. fjögurra ára aldri. Erfiðustu samherjarnir? Kristinn Freyr
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég geri ráð Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum? og Haukur Páll geta verið erfiðir þegar
fyrir því að það verði eitthvað íþrótta- Að vinna 17. júní hlaup í Kópavogi öll þeir eru í vondu skapi. Á sama tíma geta
tengt. Hvort sem það verður þjálfun í fót- þau ár sem ég tók þátt. Lenti í 2. sæti í þeir verið ógeðslega góðir þegar þeir eru
bolta eða ennþá spilandi. Það verður að kúluvarpi á frjálsíþróttamóti þegar ég var í vondu skapi.
koma í ljós seinna. 12 ára. Erfiðustu mótherjarnir? Ívar Örn Jóns-
Af hverju Valur? Valur sýndi mér Eftirminnilegast úr boltanum? Eski- son og Ólafur Örn Eyjólfsson.
mestan áhuga á sínum tíma og þeir sem fjörður í 5. flokki. Gothia Cup. Loka- Eftirminnilegasti þjálfarinn? Ómar Ingi
voru við stjórnvölin á þeim tíma seldu keppni EM U-17 og svo allir titlarnir í Guðmundsson og Óli Jó.
mér hugmyndina. Sé ekki eftir þeirri Val. Helst þá 2015 bikarúrslitin á móti Mesta prakkarastrik? Einu sinni i
ákvörðun í dag. KR. Fyrsti titillinn og extra sætt að vinna grunnskóla vorum við í skotbolta þar sem
Uppeldisfélag í fótbolta? HK í Kópa- KR í úrslitaleiknum. það átti að sparka boltanum, ekki kasta.
vogi. Lýstu Valsliðinu í fótbolta karla í stuttu Ég enda á því að sparka boltanum í rúðu
Frægur Valsari í fjölskyldunni? Því máli? Hvað einkennir það? Gífurlega sem mölbrotnaði. Svakalegt, ég veit.
miður eru öll mín fjölskyldutengsl inn í mikil liðsheild. Það er það sem einkennir Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
KR eða HK. Þannig að ég er sá eini í okkur. Við erum allir fáránlega miklir flokki kvenna hjá Val? Mist Edvards.
minni fjölskyldu með tengingu í Val. Það keppnismenn og gerum allt til þess að Mist er án efa ein af þeim manneskjum
mun breytast á næstu árum. vinna. Þegar við mætum á völlinn þá sem ég ber mesta virðingu fyrir í lífinu.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í gerum við það sem þarf og ef það þýðir Áföllin sem hún hefur lent í í lífinu er
fótboltanum? Ég hef fengið allan þann að bakka upp liðsfélagann þá gerum við eitthvað sem enginn á að þurfa að þola.
stuðning sem ég hefði getað óskað mér það, því við vitum að liðsfélaginn bakkar Hvernig hún hefur komið til baka eftir öll
og hann er sem betur fer enn þá til staðar. mann upp til baka. Við viljum hafa leik- þessi áföll er ekkert annað en magnað og
Foreldrarnir mínir og elsti bróðir minn gleði á vellinum og vitum að hver og einn hún á alla mína virðingu skilið.
eru þær manneskjur sem ég tala mest við er að reyna að gera sitt besta. Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
um fótbolta. Þau eru alltaf til staðar og Gengi Valsliðsins í sumar. Hvað viltu flokki karla hjá Val? Valgeir Lunddal.
það er fullkomið jafnvægi i foreldrum segja um það í stuttu máli? Ég held að Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót-
mínum. Mamma með jákvæðnina og allt- það sé ekki annað hægt en að vera bolta hjá Val? Ég held að það sé mikill
af á mínu bandi á meðan pabbi er raunsær ánægður með gengið. Við enduðum sem uppgangur í yngri flokkunum hjá Val. Ég
og ýtir mér áfram á sinn einstaka hátt. Íslandsmeistarar og í raun og veru er mér hef þjálfað tvo flokka hérna í Val og það
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- alveg sama í hvað mörgum leikjum það er klárt að það er verið að gera mjög vel.
skyldunni? Elsti bróðir minn. Ef hann er var gert. Við áttum þetta skilið og það er Bæði karla- og kvennamegin. Allt það
ekki að spila fótbolta þá er hann að þjálfa enginn sem getur mótmælt því eða tekið sem ég hef séð er flott og bara á upp leið.
krakka í fótbolta. Svo er hann að hlaupa þennan titil af okkur. Fyrirmynd þín í fótbolta? Steven Gerr-
hálfmaraþon eða meira. Bilun. Markmið fyrir næsta tímabil? Þróa ard var alltaf i miklu uppáhaldi. Svo er
Af hverju fótbolti? Ég var dreginn á fót- okkar leik áfram og gera betur í Evrópu Ronaldinho besti fótboltamaður sem ég
boltaæfingu þegar að ég var fjögurra ára. en síðustu ár. Við viljum vinna alla titla hef séð spila.

38 Valsblaðið 2020


Framtíðarfólk

Draumur um atvinnumennsku í fót- Hvernig er hægt að auka aðsókn á leiki Eftirminnilegasti viðburður eða atvik
bolta? Ég hef prófað það tvisvar að fara i hjá Val? Hreint út sagt skil ég ekki af hjá Val á árinu að þínu mati? Ætli það
atvinnumennsku og get klárlega mælt hverju það er ekki fullur völlur á öllum hafi ekki verið Breiðabliksleikurinn á
með því. Það þarf samt að velja rétt, bæði leikjum. Við spilum skemmtilegasta fót- Kópavogsvelli. Æðislegt að sjá Einar
lið og tímasetningu. Hvort ég fari aftur út boltann, við erum með besta vallarþulinn, Karl í hvítu skónum sínum koma inn á og
í framtíðinni verður bara að koma í ljós við erum með frábæra aðstöðu í Fjósinu setja hann upp í samskeytin úr auka-
Hvað einkennir góðan þjálfara? Góður og sólin er alltaf á stúkuna. Það er allt til spyrnu og tryggja okkur sigurinn.
að lesa í hópinn, skilur leikinn vel og alls. Það ætti að vera fullur völlur á Hvaða áhrif hefur Covid-19 heimsfar-
kemur því fram sem hann vill koma fram hverjum heimaleik. aldur haft á líf þitt og einnig íþrótta-
á einfaldan og góðan hátt. Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir iðkun og keppni á þessu ári? Síðan ég
Uppáhalds erlenda fótboltafélagið? þú gera? Skipta um gervigras á Origo byrjaði í fótbolta hafa aldrei verið svona
Barcelona og Liverpool. vellinum og neðsta æfingavellinum. mörg og löng útihlaup. Covid bauð upp á
Hvernig líst þér á nýja þjálfarateymið? Byggja knatthús og gefa Jóa styrktarþjálf- lítið annað en útihlaup í boði Tufa og
Mér líst mjög vel á þá. Heimir hefur ara Gym aðstöðuna sem hann á skilið. Zoom æfingar hjá Jóa. Þjálfarar jafnt sem
unnið allt sem hægt er að vinna, oft og Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu leikmenn eiga mikið hrós skilið fyrir það
mörgum sinnum. Síðan er flott jafnvægi á árum? Ég tel okkur vera á góðri leið. Í hvernig þeir/við tækluðum þetta fótbolta-
milli hans og Tufa. Þeir jafna hvorn bæði karla- og kvennaíþróttum. Við æfingaleysi. Það sýnir bara andann í
annan mjög vel upp. eigum bestu kvennaliðin í handbolta, fót- hópnum og hvað menn eru miklir
Hvað getur Valur gert til að vinna gegn bolta og körfubolta. Síðan erum við keppnismenn að nenna þessu.
fordómum, einelti og öðru ofbeldi? Ég Íslandsmeistarar karla í fótbolta, deildar- Besta bíómynd? Inception er besta mynd
held að það sé samspil af mörgum meistarar karla í handbolta og svo er allra tíma. Ég hef horft á hana oftar en 10
þáttum. Við þurfum að bjóða upp á meiri karfan að fara að gera góða hluti þetta sinnum og alltaf sé ég eitthvað nýtt.
fræðslu fyrir þá yngri. Við sem störfum tímabilið. Við erum í flottum málum. Rosaleg.
hjá félaginu verðum að sýna gott fordæmi Hvernig telur þú að hægt sé að fjölga Einkunnarorð? Ég er með tattoo sem
þannig að ef einhver sýnir fordóma eða iðkendum hjá Val í yngri flokkum? segir „lífið er núna“ og „vertu þú“. Mér
beitir ofbeldi, þá er það ekki eitthvað sem Með meiri og betri aðstöðu er hægt að finnst það mjög góð einkunnarorð.
kemur frá okkur. Þetta á við um alla. Fólk gera rosalega margt. Svo þegar að það er Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
í stúkunni, þjálfarar, starfsfólk og leik- búið að flytja í allar nýju blokkirnar þá Friðrik, árið 1911.
menn. Við þurfum öll að standa saman i hrúgast inn magn af krökkum. Sem er
þessu. frábært.

Gleðileg jól Íslenska gámafélagið óskar viðskiptavinum sínum


og landsmönnum öllum gleðilegra jóla
og farsælt komandi ár og farsældar á nýju ári. Við þökkum samstarfið
á liðnu ári og hvetjum Íslendinga áfram til stórra
afreka í endurvinnslumálum.

www.gamafelagid.is s. 577 5757


ISO ISO ÍST
9001 14001 85:2012
Quality Environmental Equal pay
Management Management management
system

FM 577752 EMS 542753 EQ 670312

Valsblaðið 2020 39
Ritstjóri fotbolti.net rekinn
Hlaðvarpið fékk fína hlustun og vakti
töluverða athygli enda viðmælendurnir
skemmtilegir og sögurnar sem sagðar
voru ansi merkilegar. Elvar Geir, ritstjóri
fótbolti.net, sagði meðal annars söguna af
því þegar hann var rekinn sem bolta­
strákur hjá Val í gamla daga. Jón Grétar
og Þorgrímur Þráins komu og sögðu
gamlar sögur af Evrópuleikjum og svona
mætti lengi telja. Sérstakt lógó var
hannað enda var myndvinnslan við hvern
þátt aðeins erfiðari en fyrstu áætlanir
gerðu ráð fyrir. Hlaðvarpið færðist svo úr
Skaftahlíð enda fór stúdíó Létt 96,7 með í
sölunni til Vodafone.

Þríeykið myndast
Þeir félagar Jóhann Alfreð Kristinsson og
Breki Logason komu svo inn með sínar
stórskemmtilegu raddir og karaktera. Jóa
þekkja flestir sem skemmtikraft og verð-
andi Gettu betur stjörnu, þar sem hann
mun verða dómari og spurningahöfundur,

Vængjum þöndum
en hann er mikill Valsari og er hafsjór af
fróðleik. Hann sér um Evrópuhliðina, auk
þess að sjá um öll lögfræðistörf sem
koma inn á borð Vængjanna enda spreng-
lærður lögfræðingur. Breki var áður
Hið eina sanna þríeyki í Toggastofu ferðaþjónustubóndi þegar það var leyfi-
legt en sinnir nú heita vatninu hjá Orku-
Hlaðvarpið Vængjum þöndum hóf göngu kallað hlaðvarp. Engin önnur lið voru að veitunni. Breki er af mikilli Valsfjöl-
sína fyrir sumarið 2018. Þá var Benedikt gera slíkt og þetta svokallaða hlaðvarp var skyldu og mæta þeir feðgar á flesta leiki
Bóas Hinriksson að vinna í Skaftahlíð og að ryðja sér til rúms hér á landi. og muna ótrúlegustu smáatriði varðandi
gat stolist í stúdíó Létt 96,7 til að taka upp Val. Breki er uppalinn í Njarðvík og er
alls konar vitleysu. Eftir að hafa lært á því körfubolti í blóð borinn. Hann stefnir
takkana ákvað hann að prófa að taka upp Dr. Football og Valur á að koma með nokkra körfuboltaþætti í
Valspodcast, léttan prufuþátt og athuga Eftir örlitla byrjunaröðuleika fór boltinn vetur. Þá hefur fréttahaukurinn Stígur
hvort það væri ekki áhugi á að búa til svo- að rúlla og var uppleggið að fá einn leik- Helgason reglulega litið við til Vængj-
mann, eina gamla stjörnu og svokallaða anna sem sérstakur álitsgjafi.
sérfræðinga til að rýna í stöðuna og skoða
næstu leiki. Árið 2018 var gríðarlega
skemmtilegt og mættu margir góðir menn Valsfjölskyldan kemur til bjargar
í stúdíó Léttbylgjunnar. Önnur lið á Einn af okkar dáðustu sonum, Ásmundur
Íslandi eltu svo, enda var hlaðvarp Vals í Sveinsson, Ási eigandi Session, bjargaði
öllum veitum. Eitthvað sem aðra dreymdi hlaðvarpinu með því að fjárfesta í færan-
um og höfðu því samband til að fá að legri podcast stöð og þeir þremenniningar
vita, hvernig í ósköpunum við gerðum léku sér að reyna að búa til efni á erfiðu
þetta. Úr varð að Blikar og KA menn ári. Meðal annars var þáttur tekinn upp í
fengu leiðbeiningar hvernig svona væri bröns með öll börnin. Það var áhugavert.
gert. Fleiri fylgdu í kjölfarið og nú eru Færanleikinn var þó góður því þeir hittu
nánast öll liðin með sitt eigið hlaðvarp. landsliðsdrengina okkar, Rúnar Má
Einn gamall samstarfsmaður Benedikts Sigurjónsson og Ara Frey Skúlason, eitt
kom að máli við hann og vildi vita sinn í einni landsleikjapásunni. Það var
hvernig svona hlaðvörp væru búin til því góður þáttur. Eftir heimilisleysið leituðu
hann hefði gengið með það í maganum drengirnir eftir nýju heimili og fundu það
Sigurður Egill Lárusson í viðtali lengi að búa til fótboltahlaðvarp. Úr varð í Valsheimilinu. Græjumálin voru að
hjá Vængjum þöndum. að takkakennsla fór fram og Hlaðvarpið stríða þeim í upphafi enda snúrurnar ekki
Dr. Football fæddist. þeirra sterkasta hlið. Allir hafa þeir verið

40 Valsblaðið 2020


Vængjum þöndum

Jóhann Alfreð, Breki


og Benedikt Bóas.

meiri „content“ menn ef svo má að orði vetur. Eftirminnilegur er þáttur sem tek- skrifaði undir í körfunni og hafa jafn-
komast. En Valsfjölskyldan er aldrei langt inn var upp í þremur póstnúmerum og framt reynt að fjalla um kvennaboltann
undan og hafa þeir leitað inn á við í leit svo var tekinn upp útgáfa í bílnum við þegar stórir leikir hafa farið fram.
sinni að hinu fullkomna hljóði. Sóttvarna- Gróttuvita í blíðskaparveðri. Guffi bíla- Þríeykið í Toggastofu horfir björtum á
fulltrúi okkar Valsmanna, Theódór Hjalti sali var ánægður með þá útgáfu. Sá háttur komandi tíma. Það svífa ferskir og góðir
Valsson (Sótti), hefur verið þeim stoð og hefur verið hafður á að fá leikmenn í við- vindar yfir öllu starfi og það er gaman að
stytta ásamt Jónasi Guðmundssyni sem tal beint eftir leiki þegar því hefur verið vera Valsari þessa dagana enda öflugt fólk
reddar því sem þarf að redda. komið við og hefur það reynst vel. Djúp sem keyrir starfið áfram. Vængirnir munu
og áhugaverð viðtöl þar sem menn hafa halda áfram að leggja sitt af mörkum og
mætt vel heitir í settið. Óhætt er að segja hafa umfjöllunina létta og skemmtilega en
Viðhafnarútgáfa með Geitinni að Vængirnir hafi tekið á flug svo um á sama tíma áhugaverða og óvænta.
Vængirnir hafa ekki farið varhluta af munar, sótthreinsaðir og með tveggja Þríeykið Benedikt Bóas Hinriksson,
þeim fordæmalausu tímum sem hér hafa metra regluna í Toggastofu. Þeir hlóðu í Breki Logason og Jóhann Alfreð
ríkt og gripu til ýmissa ráða í sumar og sérstaka viðhafnarútgáfu þegar Geitin Kristinsson tóku saman fyrir Valsblaðið.

óskar Valsmönnum
gleðilegrar hátíðar
og velfarnarnaðar
á nýju ári
Faxafeni 11, Reykjavík, s. 534 0534

Valsblaðið 2020 41
Framtíðarfólk

Heiður að halda á
Lollabikarnum
Bele Alomerovic er 16 ára og leikur knattspyrnu
með 2. flokki og fékk Lollabikarinn 2020
Nám? Afrekssvið-viðskiptabraut í Besiktas sumarið 2019. Þar æfði ég með íþróttum og lífinu almennt? Borða,
Menntaskólanum í Kópavogi. félaginu og keppti leiki. sofa, æfa vel og vera þolinmóð/ur.
Hvað ætlar þú að verða? Ég stefni á að Hvenig gekk ykkur á þessu ári í fót- Hvað getur Valur gert til að vinna gegn
fara alla leið í atvinnumennsku. bolta? Við strákarnir í 2. flokki byrjuðum fordómum, einelti og öðru ofbeldi?
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég sé sjálfan á hægu nótunum á Íslandsmótinu í sumar Valur getur kynnt efnið betur fyrir yngri
mig í atvinnuliði í einhverri af fimm en náðum okkar á strik og gerðum gott úr flokkana og útskýrt að svona hegðun á
hæstu deildunum í Evrópu. Ásamt fót- þessu. Ég tel að ef við hefðum byrjað að ekki heima í íþróttaheiminum.
boltanum er stefnan mín að klára spila jafn vel í byrjun eins og í lokin þá Hvernig er hægt að auka aðsókn á leiki
háskólamenntun. hefðum við 100% verið í toppbaráttu. hjá Val? Auglýsa leiki betur og hafa betri
Af hverju Valur? Faðir minn er fyrrver- Markmið fyrir næsta tímabil? Mark- aðstæður á neðri vellinum, t.d. sæti fyrir
andi Valsari og það er markmið mitt að miðið fyrir næsta tímabil er að komast áhorfendur.
fylgja í fótspor hans. Þrátt fyrir það er upp úr B-deild yfir í A-deild. Persónulegt Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
Valur fyrirmyndarlið. markmið er vonandi byrja að æfa með þú gera? Fyrsta sem ég myndi gera er að
Uppeldisfélag í fótbolta? Valur. meistaraflokki. lækka verð í sjoppunni án efa.
Frægur Valsari í fjölskyldunni? Fikret Besti stuðningsmaðurinn? Ábyggilega Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
Alomerovic faðir minn. pabbi. árum? Ég vil sjá fleiri leikmenn í yngri
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í Erfiðustu samherjarnir? Gabríel Öldu- flokkunum og fleiri bikara.
fótboltanum? Foreldrarnir mínir hafa son, hann er alltaf eitthvað að stíga og Hvernig telur þú að hægt sé að fjölga
alltaf verið til staðar. Þau skutla mér allt- meiða mann. iðkendum hjá Val í yngri flokkum? Ég
af á leiki og æfingar og styðja mig frá Erfiðustu mótherjarnir? Þórsarar. tel að það sé hægt að fjölga iðkendum í
áhorfendastúkunni og veita mér þann Eftirminnilegasti þjálfarinn? Haraldur Val með því að kynna félagið í grunn-
andlega stuðning og þráhyggju þegar ég Árni, Hallgrímur Dan og Matthías. skólum, með því að halda kynningar um
þarf á að halda. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- hverning félagið starfar.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- flokki kvenna hjá Val? Elín Metta. Eftirminnilegasti viðburður eða atvik
skyldunni? Sá titill tilheyrir sundkapp- Athyglisverðasti leikmaður í meistara- hjá Val á árinu að þínu mati? Að
anum, systur minni. flokki karla hjá Val? Birkir Már Sæv- meistaraflokkur karla varð Íslands-
Hvernig tilfinning var að fá Lolla- arsson. meistari og að meistaraflokkur kvenna
bikarinn og hvaða þýðingu hefur það Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót- komst næstum því í riðlakeppni meistara-
fyrir þig? Ég var mjög hamingjusamur bolta hjá Val? Mjög spennandi hópur deildarinnar.
að verða þess heiðurs aðnjótandi að halda með marga áhugaverða leikmann. Hvaða áhrif hefur Covid-19 heimsfar-
á þessum bikar. Þetta gefur mér ástæðu Fyrirmynd þín í fótbolta? Eden Hazard. aldur haft á líf þitt og einnig íþrótta-
að halda áfram að æfa og sýna það á vell- Draumur um atvinnumennsku í fót- iðkun og keppni á þessu ári? Þetta er
inum. bolta? Draumurinn væri að spila fyrir búið að vera vel böggandi. Ég geri mitt
Af hverju fótbolti? Faðir minn var fót- uppáhalds liðið mitt Manchester City eða besta úr þessu. Ég fékk mér bara litla
boltamaður og feta í fótspor hans. Ég Real Madrid. ræktarstöð heima og fer út í fótbolta á
byrjaði sem lítill krakki og núna er það Landsliðsdraumar þínir? Komast á HM hverjum degi til að halda upp á formið.
ekkert á dagskrá hjá mér að hætta. fyrir A-landsliðið. Besta bíómynd? 2 guns, með Mark
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum? Hvað einkennir góðan þjálfara? Góður Wahlberg og Denzel Washington.
Fékk verðlaun fyrir mestu framfarir þjálfari þarf að vera fyrirmynd, metnaðar- Besta bók? Playlist for the dead.
Ármanns í sundi þegar ég var minni. fullur, krefjandi og kunna góð samskipti Einkunnarorð? Trust the process.
Eftirminnilegast úr boltanum? Var val- við leikmenn. Hver stofnaði Val og hvenær? Séra Frið-
inn til þess að fara á fótboltaprufu til Hvað er mikilvægast til að ná árangri í rik Friðriksson, þann 11. maí, árið 1911.

42 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Valur verði leiðandi


félag í jafnrétti kynja
Arna Eiríksdóttir er 18 ára og leikur
knattspyrnu með meistaraflokki koma upp, auka fræðslu og passa að þeir
Nám? Er á þriðja ári á náttúrúfræðibraut Hvernig skýrir þú einstakan árangur sem eldri eru setji ungum iðkendum gott
í Verzló. meistaraflokka kvenna hjá Val í fót- fordæmi.
Hvað ætlar þú að verða? Eins og er hef bolta, handbolta og körfubolta árið Hvernig er hægt að auka samstarf
ég mestan áhuga á læknisfræði. 2019? Geggjuð umgjörð og miklar deilda í Val? Mér dettur helst í hug að
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Vonandi kröfur. Valur gerir alltaf kröfur um titla hægt væri að hafa einhverskonar sam-
búin með eða að klára nám og að spila í en svo held ég líka að það hvetji hin liðin eiginlega viðburði til að efla tengsl og fá
sterkri deild í útlöndum. áfram að sjá að öðrum gangi vel. stuðningsmenn þannig til að mæta á leiki
Af hverju Valur? Mér fannst kominn Markmið fyrir næsta tímabil? Að vinna hjá öllum deildum.
tími fyrir mig að taka næsta skref og taldi mig inn í byrjunarlið Vals og hjálpa lið- Hvernig er hægt að auka aðsókn á leiki
Val vera besta staðinn til að gera það. inu að verða Íslandsmeistarar. hjá Val? Kvennamegin held ég að það sé
Uppeldisfélag í fótbolta? Víkingur Besti stuðningsmaðurinn? Mamma. fyrst og fremst mikilvægt að hvetja unga
Reykjavík. Erfiðustu samherjarnir? Það er ómögu- iðkendur, bæði stelpur og stráka til að
Frægur Valsari í fjölskyldunni? legt að eiga við Hlín og Elínu Mettu. mæta á leiki og draga foreldra sína með.
Mamma, Guðrún Sæmundsdóttir og Hlín Erfiðustu mótherjarnir? Agla María. Svo er alltaf hægt að gera betur í að aug-
systir mín. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- lýsa leiki.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í flokki kvenna hjá Val? Málfríður Anna, Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
fótboltanum? Mamma veit mjög mikið mjög fjölhæfur leikmaður og frábrugðinn þú gera? Stækka klefann okkar og kaupa
um fótbolta og kenndi mér nánast allt flestum öðrum. fleiri bolta fyrir 5. flokk kvenna.
sem ég kann, leikfræðilega. Þau pabbi Athyglisverðasti leikmaður í meistara- Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
mæta svo á alla leiki og styðja þannig við flokki karla hjá Val? Aron Bjarnason. árum? Ég myndi vilja sjá Val verða leið-
bakið á mér. Fyrirmynd þín í fótbolta? Glódís Perla. andi félag í jafnrétti kynjanna.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- Draumur um atvinnumennsku í fót- Hvernig telur þú að hægt sé að fjölga
skyldunni? Mamma vill meina að hún bolta? Það heillar mig mjög mikið að iðkendum hjá Val í yngri flokkum?
hafi verið mögnuð knattspyrnukona hér á prófa að spila í sterkari deild og geta ein- Fyrsta skrefið tel ég að sé að kynna félag-
árum áður og ætla ég ekki að rengja hana beitt mér 100% að fótboltanum. ið á skemmtilegan hátt í grunnskólum en
um það. Landsliðsdraumar þínir? Líkt og flestar svo held ég að það sé mikilvægt að bjóða
Hvernig tilfinning var að spila með fótboltastelpur hefur mig dreymt um að upp á fjölbreyttar og skemmtilegar
systrum þínum með Val? Að hafa systur komast í landsliðið frá því að ég byrjaði í æfingar sem höfða til allra iðkenda, sama
mínar með mér þegar ég kom fyrst í Val fótbolta og vonast ég til að sá draumur hversu langt þeir eru komnir.
veitti mér ákveðið öryggi og það var gott rætist í náinni framtíð. Eftirminnilegasti viðburður eða atvik
að hafa einhvern til að „passa“ upp á Uppáhalds erlenda fótboltafélagið? hjá Val á árinu að þínu mati? Vegna
mann. Innan vallar er tilfinningin mjög Arsenal. Covid hefur svo sem lítið verið um stóra
svipuð. Ég þori frekar að prófa mig áfram Hvernig líst þér á þjálfarateymið? viðburði í ár en fernan hjá Mist á móti
og gera mistök því ég veit að þær bakka Pétur og Eiður eru hin fullkomna blanda. Fylki er klárlega eitt það magnaðasta sem
mig upp. Pétur er pínu eins og pabbi Eiðs og ég hef séð lengi.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum? leggur honum og liðinu línurnar á meðan Hvaða áhrif hefur Covid-19 heimsfar-
Ég hef nokkrum sinnum unnið Andrésar Eiður kemur með nýjar og ferskar hug- aldur haft á líf þitt og einnig íþrótta-
Andarleikana á gönguskíðum og svo var myndir. Adda er svo gríðarlega mikill iðkun og keppni á þessu ári? Ég tel mig
ég einu sinni Íslandsmeistari í 800m leiðtogi og hefur verið mjög mikilvæg nú bara hafa verið nokkuð heppna hingað
hlaupi. fyrir liðið. Það er því frábært að hún geti til hvað varðar Covid. Ég hef enn ekki
Eftirminnilegast úr boltanum? Fyrsti enn lagt sitt af mörkum þó svo að hún lent í sóttkví og fáir í kringum mig veikst.
leikurinn minn með U-17 er mjög eftir- verði ekki inni á vellinum. Helstu áhrifin eru lokun skóla og æfinga-
minnilegur. Hvað er mikilvægast til að ná árangri í bann.
Gengi Valsliðsins í sumar. Hvað viltu íþróttum og lífinu almennt? Ég held að Besta bíómynd? Hunger games mynd-
segja um það í stuttu máli? Lokastaðan það sé að vera heiðarlegur og leggja irnar eru mjög góðar.
mikil vonbrigði þar sem við ætluðum meira á sig en allir aðrir. Besta bók? Með lífið að veði.
okkur klárlega að verða Íslandsmeistarar. Hvað getur Valur gert til að vinna gegn Einkunnarorð? Luck is for loosers.
Hins vegar fannst mér spilamennskan oft fordómum, einelti og öðru ofbeldi? Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
mjög góð. Tekið strax á öllum þeim málum sem Friðrik, 11. maí 1911.

Valsblaðið 2020 43
Markmið að heildarásýnd
Hlíðarenda verði klár árið 2021
Bolvíkingurinn Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, er á sínu
öðru ári sem formaður Knattspyrnufélagsins Vals. Hann lítur
björtum augum á framtíðina þrátt fyrir stórfurðurlegt ár.
Vodafonevöllurinn verður að veruleika
Fyrstu stóru tengsl Árna Péturs við Val var þegar Gummi Ben,
þá leikmaður Vals, kom til Árna Péturs þegar hann var forstjóri
Vodafone og bað um auglýsingu aftan á stuttbuxur meistara-
flokks karla í knattspyrnu. „Ég sagði við Gumma að við hefðum
háleitari hugmyndir um samskipti við Val en að vera á rassi leik-
manna. Þetta varð til þess að Grímur Sæmundsen, þáverandi for-
maður Vals, hafði samband og úr varð samastarf um Vodafone-
völlinn og Vodafone-höllina. Þetta var í fyrsta skipti sem ég
studdi félagið með einhverjum hætti.
Mér þykir gaman að segja frá því að þegar aðalvöllurinn var
vígður, þar sem nú er gervigras, þá var strákurinn minn fenginn
til að taka þátt í vígslunni með því að skora fyrsta markið ásamt
Inga Birni Albertssyni, fyrrum markaskorara Vals. Fyrir fyrsta
leikinn á vellinum byrjuðu þeir á miðjunni, sendu boltann sín á
milli og strákurinn minn skoraði. Ég á því tilfinningatengdar
minningar við félagið þótt ég hafi ekki verið leikmaður þess.“
Síðan leiddi eitt af öðru hjá Bolvíkingnum. „Ég var í stjórn
knattspyrnudeildar á tímabili, síðan eitt ár í aðalstjórn, fór þaðan
„Persónulega finnst mér framtíð Vals einstaklega björt,“ segir í fjárhagsráð Vals, var tengiliður milli Híðarenda SES og aðal-
Árni Pétur Jónsson formaður félagins. stjórnar. Og svo tók ég við formennsku í félaginu fyrir tæpum

„Ég er fæddur og uppalinn í Bolungarvík og bjó þar til tvítugs,“


segir Árni Pétur Jónsson sem var kjörinn formaður Vals vorið
2019. „Ég átti afa og ömmu sem bjuggu í Miðtúni 6 í Reykjavík
en í Miðtúni 8, sem var parhús, bjuggu Jóhannes og Atli
Eðvaldssynir, ásamt foreldrum sínum, þeim Siggu og Mixon.
Þegar ég var í heimsókn hjá ömmu og afa sá ég bræðurna reglu-
lega og fygdist með þeim enda urðu þeir fljótlega þekktir fót-
boltamenn. Ég fylgdist vel með Búbba (Jóhannesi) þegar hann
fór í atvinnumennsku og hann sendi trefla og áritaðar myndir og
fleira heim og foreldrar hans gáfu mér alltaf eitthvað frá honum.
Atli heitinn Eðvaldsson þreyttist aldrei á því að segja mér að
Valur væri besta félagið og ég ætti að halda með Val og hann
sýndi mér hvernig ég ætti að æfa mig úti í garði, skalla bolta og
fleira. Þannig að segja má að Valsblóðið byrji snemma að renna
í mér vegna þessara tengsla við Valsfjölskylduna. Það er ágætt
fyrir okkur Valsmenn að muna að við eigum dygga stuðnings-
menn í hverju einasta bæjarfélagi og hverri einustu sveit.“
Þegar Árni hóf háskólanám var hann tíður gestur á leikjum
Vals. „Ég fylgdist vel með en tók sjálfur aldrei þátt í íþróttastarfi
með Val. Í Bolungarvík var íþróttastarfið ekki burðugt en við
æfðum á malarvelli og metnaðurinn var ekki mikill. Ég get ekki
sagt að ég hafi verið efnilegur en hafði bara gaman af að leika
mér í fótbolta. Íþróttaiðkun hefur alltaf heillað mig og það mun Árni Pétur formaður með Helenu Sverrisdóttur íþróttamanni
ekkert breytast.“ Vals 2019. Ljósmynd Þorsteinn Ólafs.

44 Valsblaðið 2020


Eftir
Þorgrím Þráinsson

Bikarmeistarar Vals í 3. flokki karla og kvenna í handknattleik


tveimur árum. Þá með það að markmiði að einbeita mér að því 2020. Ljósmynd Baldur Þorgilsson.
horfa á reksturinn því það að reka Val er eins og að reka stórt
fyrirtæki. Við erum að velta tæpum milljarði á ári og það þarf að Pétur þetta að segja: „Ég hef þá tilfinningu að Valur sé með
huga vel að öllu. Mitt hlutverk var að horfa á ferlana, stýringu bestu reknu íþróttafélögum landsins og það felst enginn hroki í
og stjórnun á félaginu og gerði ég samning við Þorgrím Þráins- að halda því fram. Ég hefði viljað sjá meiri uppbyggingu á
son, sem var formaður en varð varaformaður, um að hann sinnti barna- og unglingastarfinu og það hefur verið margrætt innan
íþróttastarfinu, innviðum og uppbyggingu. Mín hugmynd var að félagsins. Barnastarf er göfugt og í anda Séra Friðriks Friðriks-
vera ekki lengi í formannsstóli en vegna Covid-19 og aðstæðna í sonar, stofnanda Vals og ætti að vera í kjarnanum. Auk þess er
þjóðfélaginu var talið æskilegt að skipta ekki um stjórn sl. vor öflugt barna- og unglingastarf grunnur að framtíðinni, hvort sem
því það væri ósanngjarnt að láta einhverja nýja koma að stjórnun iðkendur verða afreksmenn eða öflugir stuðningsmenn. En ég fæ
félagsins á þessum erfiðu tímum. Stjórnin var því endurkjörin, ekki betur séð en að þetta starf sé sífellt tekið fastari tökum sem
þó með einni breytingu. Það hefur því verið hlutverk okkar að er frábært.“
koma félaginu í gegnum þetta erfiða og skrítna ár.“
Aðspurður um uppbyggingu og stöðu félagsins hafði Árni
Heildarásýnd Hlíðarenda liggi fyrir vorið 2021
Árni Pétur metur framtíð Vals mjög sterka. „Við erum almennt
með góða aðstöðu og framundan eru stórar ákvarðanir varðandi
uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu; fjölnota íþróttahús, knatt-
hús, heilt eða hálft og allar þessar vangaveltur en sitt sýnist
hverjum. Þetta er allt í réttum farvegi þannig að heildarásýnd
Hlíðarenda ætti að liggja fyrir vorið 2021. Við erum í viðræðum
við Reykjavíkurborg um allt svæðið og eigum mikilvægan fund
með borgarstjóra og hans teymi fyrir jól. Persónulega finnst mér
framtíð Vals einstaklega björt en við megum hvergi sofna á
verðinum og þurfum sífellt að rýna í hvað við getum gert betur,
auk þess að þakka fyrir það sem vel er gert.
Við erum með aukningu iðkenda í barna- og unglingastarfi,
höfum verið mjög sigursæl í meistaraflokkum allra greina og
fólkið okkar er í fremstu röð, karla og kvenna. Það er sérstak-
lega gaman hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu á
kvennastarfinu og við erum í fararbroddi hvað það varðar. Mér
finnst Valur hafa alla burði til að ná mjög góðum árangri næstu
árin. Svo má ekki gleyma þeim fjölda sjálfboðaliða sem stýra
deildunum í sínum frítíma og leggja nótt við dag til að standa
Fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í hreinsunar-, tiltektar- og lag- við skuldbindingar og skara fram úr. Þessu fólki er of sjaldan
færingardegi hjá Val vorið 2020 og margar hendur unnu létt hrósað og störf þeirra vanmetin en gríðarlega mikilvæg. Það
verk. Á myndinni er María Hjaltalín sjálfboðaliði, Sigurjón væri ekki hægt að halda úti íþróttastarfi í Val nema fyrir tilstilli
Hauksson húsvörður og Jónas Guðmundsson viðburðastjóri sjálfboðaliða. Ég er ekki viss um að foreldrar iðkenda og aðrir
Vals. geri sér grein fyrir þessu.“

Valsblaðið 2020 45
Viðtal:
Þorgrímur Þráinsson

„Ég er á réttum
stað í lífinu“
Pétur Pétursson er að leggja upp í sitt
fjórða ár sem þjálfari meistaraflokks
kvenna í knattspyrnu. Hann á glæstan feril
að baki sem atvinnumaður og þjálfari.
Þegar Pétur Pétursson kom að Hlíðarenda
fyrir rúmum þremur árum fylgdi honum Við notuðum steina sem
hlýr og notalegur andvari. Sjálfur líður mörk
hann áfram eins og léttur sunnanvindur Pétur er Skagamaður í húð og
en í gamla daga var hann hvirfilbylur hár, einn af betri sonum ÍA en
innan vallar og martröð flestra varnar- lék með KR eftir að atvinnu-
manna. Þegar hann lék með Feyenoord mannaferlinum lauk, þjálfaði þar
1979–1980 var hann markahæsti leik- í rúman áratug yngri flokkana og Pétur Pétursson þjálfari meistaraflokks
maður í Evrópu fram að síðustu umferð- meistaraflokk og hefur víða kvenna. Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs.
unum. Það segir allt um það hversu hratt komið við sem þjálfari. Hann var
hann fór yfir og hversu hættulegur hann aðstoðarlandsliðsþjálfari Óla
var í vítateig andstæðinganna. okkar Jó, árin 2007 til 2011 og saman ingar og öflugt félagsstarf en við vorum
Í dag er Pétur algjörlega laus við að gáfu þeir þeim leikmönnum tækifæri sem sífellt að keppa við Kára. Ég hafði miklu
vilja athygli en hann fékk sinn skerf af eru lykilmenn í landsliði Íslands í dag. En meiri áhuga á þessu en að æfa og leika
henni þegar hann var á hátindi ferilsins; hvað ætli hafi gert það að verkum að með ÍA.“
feitleitraðar fyrirsagnir í Hollandi, Belg- Pétur heillaðist af fótbolta sem barn.
íu, á Spáni og á Íslandi. Núna vill hann „Gullaldarliðið á Akranesi, með ­
láta verkin tala en hefur engu að síður Ríkharð Jónsson í broddi fylkingar, var Við slógumst eftir leiki
sterkar skoðanir og veit hvað þarf til til risastórt fyrir alla uppi á Skaga. Hver ein- Á þessum árum var Guðbjörn Tryggva-
að ná árangri. Það er tímabært að kynna asti garður var fullur af krökkum að leika son, æskuvinur Péturs, í Kára og það var
hann fyrir Valsmönnum, sem eru fæddir sér í fótbolta og ég var vitanlega í þeim ekkert gefið eftir þegar liðin öttu kappi.
eftir 1990! hópi. Við bjuggum til okkar eigin völl og „Við Gussi slógust oft eftir leiki af því
Pétur er einn af bestu knattspyrnu- notuðum steina sem mörk og áhugi minn við þoldum ekki að tapa. Æfingarnar hjá
mönnum Íslandssögunnar, léttur í lund, var bundinn við þetta leiksvæði. Við ÍA voru ekki merkilegar, með fullri virð-
eins og við Valsmenn viljum hafa okkar spörkuðum í bolta frá morgni til kvölds ingu fyrir þjálfaranum, því við fórum á
félagsmenn, og mikill húmoristi. Yfirleitt og ég fór ekki að sofa fyrr en mamma mölina, á stóran völl og þjálfarinn skipti
þegar ég lít við á æfingum segir hann kallaði á mig.“ á tvö, henti bolta inn á völlinn, opnaði
upphátt að þarna komi herra Ísland Pétur segist ekki hafa haft neinn áhuga svo Moggann og fékk sér vindil. Við
’1982, ’83 og ’84. Þetta segir hann fyrst á að fara á hefbundnar fótboltaæfingar. sáum um rest. Þetta voru mínar fyrstu
og fremst til að kalla fram bros á leik- „Ég bjó á Efstabæ í miðbæ Akraness og í minningar um æfingar hjá ÍA í fótbolta.
mönnum. Hann sleppir reyndar árunum mínum huga sem barn var svo langt á fót- Pétur segir að æfingarnar hafi ekki
’85, ’86 og ’87 en ég kippi mér ekki upp boltavöllinn að ég fór aldrei þangað. Ég breyst fyrr en George Kirby kom upp á
við það! Og svo fylgir yfirleitt í kjölfarið vildi frekar stjórna því sjálfur hvar ég lék Skaga árið 1974 en þá var Pétur 15 ára.
að hann hafi klobbað mig í hverjum ein- mér og valdi garðinn heima (Hákots- „Ég var í 3. flokki og við töpuðum öllum
asta leik þegar Valur og KR öttu kappi í garður). Liðin á Akranesi á þessum tíma leikjum fyrir liðunum í Reykjavík en í 2.
lok 9. áratugarins. Það er reyndar hauga- voru KA, Knattspyrnufélag Akraness, og flokki urðum við að sigurliði. Ég var
lygi enda var ég alltaf með kappann í vas- Knattspyrnufélagið Kári sem var í raun- reyndar sá eini úr ’59 árgangnum sem fór
anum og minnist þess ekki að hafa tapað inni ÍA. Krakkarnir sem bjuggu í „neðri- upp í meistaraflokk.“
einvígi gegn Pétri. Hann getur altént ekki Skaga“ voru í KA en krakkarnir í „efri- Pétur varð Íslandsmeistari með
sannað að hafa leikið mig grátt. Annað Skaga“ í Kára. Í KA var mjög öflugt meistaraflokki ÍA árið 1977 og bikar-
slagið vorum við samherjar í landsliðinu félagsstarf á stað sem hét Rein, rétt hjá meistari 1978 en í kjölfar þess hélt hann á
og það er heldur betur saga að segja frá mínu heimili, og því starfi stjórnaði Edv- vit ævintýranna, hugsanlega fyrir hreina
því, sem verður ekki sögð að sinni! ard sem var formaður KA. Hann sýndi tilviljun. „Útsendarar frá Lokeren komu
leiki á tjaldi, var með verðlaunaafhend- til Íslands til að skoða James Bett, sem

46 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Þjálfarinn tolleraður eftir sigur á Íslandsmótinu


2019. Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs.

spilaði með Val 1978 og líka til að skoða Ég fékk tilboð frá Feyenoord en ég gat harða heim, þökk sé nöglunum uppi á
Arnór Guðjohnsen sem lék með Víkingi. ekki farið nema foreldrar mínir kvittuðu Skaga. Ég lét engan vaða yfir mig og var
Kalli Þórðar var að blómstra á þessum undir það af því ég var ekki orðinn sjálf- heppinn að komast snemma í lið Feyen­
tíma með ÍA, einn besti fótboltamaður ráða.“ oord. Ég nýtti tækifærið og skoraði og
Íslands, að mínu mati. Við höfðum gert eftir það var ekki litið til baka.“
1:1 jafntefli við Köln uppi á Skaga í Var keppnistímabilið 1979–’80 þitt Mörgum er það minnisstætt að Pétri
undankeppni meistaradeildar Evrópu og besta í ljósi þess hversu mikið þú skor- var líkt við senterinn Mario Kempes sem
áttum útileikinn eftir. Áður en við fórum aðir? varð heimsmeistari með Argentínu 1978,
út fengum við Kalli boð um að skoða „Markalega séð var þetta besta tímabilið skoraði tvö mörk í úrslitaleik HM gegn
aðstæður hjá La Louviere í Belgíu, eftir en ég skoraði reyndar mikið öll árin hjá Hollandi, varð markahæsti maður móts-
leikinn í Þýskalandi. Feyenoord. Ég var betri í fótbolta enda ins og valinn besti leikmaðurinn. „Jú, mér
Strax eftir leikinn gegn Köln komu þroskaðri árin sem ég var hjá Antwerpen var líkt við hann af því við vorum með
framkvæmastjóri Feyenoord, Peter Steph- þótt ég hafi ekki skorað jafn mikið. Á því svipaðan leikstíl og hlaupastíl. Ég hafði
an og Jezek þjálfari liðsins, til mín og tímabili sem ég skoraði í næstum í reyndar ekki hugmynd um hver hann var
buðu mér að koma til Feyenoord. Að hverjum einasta leik með Feyenoord fékk þar til hann sló í gegn á HM. Árið 1985
sama skapi sögðu þeir að ef ég myndi ég slæma flensu eins og flestir leikmenn, lékum við svo saman með Hercules.“
skoða aðstæður hjá La Louviere hefðu og missti 6–8 kíló á rúmri viku og var
þeir ekki áhuga á að fá mig. Ég vissi allt algjörlega orkulaus. Ég var lengi að koma Fara leikmenn frá Íslandi of ungir í
um standardinn á boltanum í Hollandi og mér af stað aftur og er nokkuð viss um að atvinnumennsku, að þínu mati?
þekkti Ajax og Feyenoord en vandamálið ég hefði orðið markahæstur í Evrópu „Það er án efa persónubundið, sumir eru
var að La Louviere sagði við mig að ef ég þetta tímabil, hefði ég ekki veikst.“ tilbúnir aðrir ekki. Í það minnsta slá mjög
kíkti á aðstæður hjá Feyenoord og gerði fáir almennilega í gegn. Það kemur
hugsanlega samning fengi Kalli Þórðar Hvernig var að fara skyndilega í reyndar ekki á óvart því samkvæmt hol-
ekki að fara til þeirra. Ég sem unglings- þennan harða heim atvinnumennsk- lenskri úttekt, sem ég skoðaði um daginn,
piltur var því settur í mjög erfiða aðstöðu. unnar þar sem allir eiga í innbyrðis nær einn af hverjum 1000 strákum að slá
Gunnar Sigurðsson, formaður knatt- samkeppni? í gegn þótt þeir fari í gegnum alvöru aka-
spyrnudeildar ÍA, blandaðist í málið og „Ég tel að það hafi hjálpað mér gríðar- demíu. Það kemur á óvart hversu fáir ná
vildi fá mig heim af því þá væri eflaust lega að hafa spilað með Skaganum ’76, að fylgja því eftir að vera efnilegir því í
hægt að semja þannig að Skaginn kæmi ’77 og ’78 með öllum þeim karakterum akademíu fá leikmenn heildræna þjálfun
vel út úr því. Það varð niðurstaðan. Kalli sem gáfu mér aldrei neinn afslátt af og það er hugsað vel um þá frá morgni til
fór því miður ekki til La Louviere þetta neinu. Þeir drulluðu yfir mig ef ég átti kvölds. Þeir sem ná lengst í atvinnu-
haust en 1982 samdi hann við liðið og lék það skilið og skóluðu mig almennilega mennsku eru alvöru karakterar og
svo seinna í Frakklandi við góðan orðstír. til. Ég var því alveg tilbúinn í þennan naglar.“

Valsblaðið 2020 47
48 Valsblaðið 2020
Íslandsmeistarar Vals í Pepsí Max deild kvenna 2019. E  fri röð frá vinstri: Eiður Benedikt Eiríksson þjálfari, Málfríður Anna
Eiríksdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Davor Purusic stjórnarmaður, Dóra María Lárusdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Sandra
Sigurðardóttir, Mist Edvardsdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir, Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Stefanía Ragnarsdóttir, Guðrún
Karítas Sigurðardóttir, Rajko Stanisic markvarðaþjálfari, Karen Guðmundsdóttir, Thelma Guðrún Jónsdóttir, Pétur Pétursson
þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Málfríður Erna Sigurðardóttir, Vesna Elísa Smiljkovic, Hlín Eiríksdóttir, Guðný Árnadóttir, Margrét
Lára Viðarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Elín Metta Jensen, Fanndís Friðriksdóttir, Elísa Viðarsdóttir, (barnið á endanum,
Guðmunda Hanne Christiansen, dóttir Elísu) . Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs.

Pétur segir að keppnistímabilið með hrópuðu ókvæðisorðum að honum allan


Anderlecht hafi verið sérlega eftirminni- Illa farið með Ruud Gullit leikinn. Áhorfendur héldu á spjöldum
legt. „Þar hitti ég fyrir leikmenn eins og „Ég fór aftur til Herkúles ’85-’86 og hitti með rasistaummælum og í stað þess að
Ludo Coeck sem var frábær miðjumaður. þar fyrir Mario Kempes. Hann er eftir- gefa einhverjum áhorfenda treyjuna sína,
Lausanno var líka í Anderlect en hann minnilegur karakter. Yfirleitt fórum við í eins og tíðkaðist þegar menn spiluðu sinn
spilaði síðan með Real Madrid. Ég var útileiki í rútum eða með næturlestum, síðasta leik fyrir félagið, þá gaf hann mér
heppinn að hafa spilað með mörgum frá- sem gat tekið 24 tíma, og Kempes sat treyjuna. Þessi treyja fór á uppboð hjá
bærum fótboltamönnum.“ alltaf aftast með kaffibrúsa. Ég skildi Gulla Jóns þegar hann stóð fyrir söfnun
Frá Anderlect hélt Pétur til Antwerpen aldrei í því hversu mikið kaffi hann fyrir góðu málefni uppi á Skaga.“
en þegar samningnum þar lauk langaði þambaði eftir leiki í stað þess að hvíla Johnny Repp lék líka með Pétri hjá
hann að spila með Benfica. En þar sem sig. Einhvern tímann spurði ég hann út Feyenoord. „Hann var algjör snillingur
Bosman-reglan var ekki orðin að veru- þetta en þá rétti hann mér kaffibrúsann og lék líka í Frakklandi. Simon Tahamata
leika (fyrr en 1995) gat hann ekki haft sem var með koníaki blandað í kaffið. var líka þarna, Wim Jansen sem var
félagaskipti nema Antwerpen samþykkti Þrátt fyrir þetta var hann alltaf fyrstur á áþekkur Johan Cruyff en lék hægra
samninginn. Félagið krafðist hárrar upp- æfingar og gaf sjálfum sér engan afslátt megin á miðjunni.“
hæðar fyrir Pétur, þótt samningur væri af neinu.“ Þegar Pétur sneri heim fyrir fullt og
útrunninn. Á þessum tíma „áttu“ liðin allt, kvæntur tveggja barna faðir, fór hann
leikmennina þar til þeir voru seldir. Hefurðu verið í sambandi við ein- að læra ljósmyndun í Reykjavík og lék
„Mér þótti Benfica mjög spennandi hverja af þeim leikmönnum sem þú með KR frá 1987 til 1991. Ári seinna var
kostur, enda stórlið í Evrópu, og Ericsson lékst með ytra? hann spilandi þjálfari Tindastóls en eftir
var að taka við liðinu. Ég fór til Portúgals „Við Ruud Gullit höfum alltaf verið í það þjálfaði hann yngri flokka KR, síðan
og mér var boðin samningur en þá hækk- sambandi en við lékum saman hjá Feyen- meistaraflokk hjá KR, Keflavík, Víkingi
aði Antwerpen verðmiðann upp úr öllu oord. Það er ógleymanlegt og verulega og Fram auk þess að vera aðstoðarlands-
valdi þannig að ekkert varð úr því ævin- sorglegt hvernig stuðningsmenn Feyen- liðsþjálfari með Ólafi Jóhannessyni frá
týri. Ég var síðan lánaður til Hercules á oord komu fram við Gullit þegar hann 2007–2011. Og eins og fram hefur kemur
Spáni en endaði síðan uppi á Skaga og spilaði sinn síðasta leik áður en hann mun hann stjórna meistaraflokki kvenna
spilaði 5 leiki með liðinu sem varð bikar- skipti yfir í PSV en þaðan fór hann síðan hjá Val fjórða árið í röð 2021.
meistari 1986, eftir sigur gegn Fram.“ til AC Milan. Völlurinn var smekkfullur „Fljótlega eftir að ég hafði ákveðið að
Eftir stutt stopp á Akranesi fór Pétur og þessi dýrlingur félagsins, sem ákvað hætta þjálfun fyrir fullt og allt fékk ég
aftur til Hollands og lék eitt keppnistíma- að feta sig upp í betra lið, var niður- símtal hjá Val og síðan hef ég verið hér
bil með Feyenoord áður en hann hélt á vit lægður af stuðningsmönnum sem hentu að Hlíðarenda. Ég held að Óli Jó, sem
ævintýranna á Spáni. nánast svínshöfðum inn á völlinn og þjálfaði meistaraflokk karla, hafi átt stór-

Valsblaðið 2020 49
Knattspyrnuferill Péturs
Péturssonar:
Ár Félag Leikir Mörk
1976–1978 ÍA 49 39
1978–1981 Feyenoord 69 42
1981–1982 Anderlecht 15 4
1982–1984 Antwerpen 56 13
1984–1985 Feyenoord 19 7
1985–1986 Hércules 27 5
Þjálfarateymi meistaraflokks kvenna í knattspyrnu 2020. F.v. 1986 ÍA 5 3
Kjartan Sturluson markvarðaþjálfari, Eiður Benedikt 1987 Hércules 13 5
Eiríksson þjálfari, Pétur Pétursson þjálfari, Hallur Freyr 1987–1991 KR 75 31
Sigurbjörnsson, styrktarþjálfari. Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs. 1992–1993 Tindastóll 12 1
(spilandi þjálfari)

an þátt í því að ég var ráðinn til Vals af frá 2007 til 2011. „Þetta er eftirminni- Landsliðsferillinn:
því við unnum saman hjá landsliðinu.“ legur tími en stundum velti ég því fyrir 1978–1990 Ísland 41 11
mér hvort ég hafi verið tilbúinn í þetta
verkefni. Óli hafði mikinn metnað fyrir Þjálfaraferillinn:
Það vantaði breidd í landsliðið því að bæta alla umgjörð í kringum liðið 1994–1995 Keflavík
Þeir sem hafa fylgst lengi með fótbolta en fékk það ekki í gegn. Næsta landsliðs- 1995–1996 Víkingur
gera sér grein fyrir því að Pétur spilaði þjálfara tókst það hins vegar. Óli vildi 2000–2001 KR
með kynslóð leikmanna sem var alls ekki gefa það út að markmiðið væri að Ísland 2007–2011 Ísland
síðri en þeir leikmenn sem léku á EM í færi á EM 2016 en honum var meinað að (aðstoðarþjálfari)
Frakklandi 2016 og á HM 2018. Reyndar tala um það. Óli hugsaði stórt og vildi 2008–2014 KR
var landsliðið á 9. áratugnum stutt frá því fara alla leið. Ég á eingöngu góðar minn- (aðstoðarþjálfari)
að tryggja sér sæti á lokamóti EM. ingar frá þessum tíma og við spiluðum 2015 Fram
„Já, það er rétt að í landsliðinu á marga góða leiki en því miður voru þessi 2017– Valur
þessum tíma voru nokkrir leikmenn sem ár oftar en ekki stöngin út. Það vantaði
hefðu sómt sér vel í landsliðinu í dag. herslumuninn en á þessum árum var
Nægir þar að nefna Ásgeir Sigurvinsson, kjarninn í gullaldarliðinu að stíga sín
Arnór Guðjohnsen, Atla Eðvaldsson, Sig- fyrstu skref með landsliðinu og það hefur tilfinningu og það er ástæða þess að ég sló
urð Grétarsson og nokkra fleiri. Gullkyn- heldur betur skilað árangri.“ til. Húsakynnin eru þannig að maður hittir
slóðin okkar, sem hefur gert frábæra hluti Pétur telur að næsta kynslóð sé ekki til- alla þjálfara og leikmenn í öllum greinum
undanfarin ár, er samansafn af liðlega tíu, búin að taka við keflinu af þeim sem eru í og við spjöllum. Ég kem niður að Hlíðar-
fimmtán leikmanna hópi sem hefur verið fararbroddi í landsliðinu í dag. „Þessi enda á hverjum einasta degi, þótt það sé
saman allt frá því þeir voru valdir í U-16 kynslóð er búin að taka sér gott pláss og ekki æfing, af því mér líður svo vel þar.
ára landsliðið. Þeir hafa gengið saman í það var þess virði að þeir fengu tækifærið Samgangurinn milli þjálfara, karla og
gegnum súrt og sætt, sumir hverjir nánast á sínum tíma og hafa haldið sæti sínu í kvenna í handbolta, fótbolta og körfubolta
alist upp saman og eru góðir vinir sem liðinu. Endurnýjunin hefur þar af leiðandi er svo mikill að ég læri eitthvað nýtt á
skiptir miklu máli. Þegar ég var að spila ekki verið mikil og því gætu liðið einhver hverjum einasta degi. Þetta er öðruvísi en
vorum við svo fáir á þeim standard sem ár þar til að nýr, öflugur kjarni verður til í í þeim félögum þar sem ég hef verið hjá,
gullkynslóðin hefur verið á. Á 9. ára- landsliðinu. Þeir leikmenn sem hafa gerst mun meiri tenging milli greina en gengur
tugnum voru nokkrir leikmenn hreinlega atvinnumenn ungir mættu sýna meiri og gerist. Ég hitti líka alla leikmenn
áhugamenn á Íslandi og hópurinn í heild þolinmæði, verða aðeins öflugri hér félagsins í hverri einustu viku.“
því aldrei nógu sterkur. Íslandsmótið heima til þess að komast í stærri lið
byrjaði í júní og oftar en ekki voru lands- erlendis. Nokkrir af minni kynslóð voru í Ertu sáttur við tímabilin þrjú, Íslands-
leikir nokkrum dögum síðar þannig að toppliðum í Evrópu. Margir af landsliðs- meistaratitill á öðru ári og svo þetta
það að búast við frábærum úrslitum var mönnum okkar í dag eru betri tæknilega skrítna sumar, 2020?
óraunhæft. Engu að síður náðum við séð en við vorum en það er eins og það „Já, ég er sáttur við þróun mála. Fyrsta
nokkrum góðum úrslitum. Ef breiddin vanti eitthvað upp á hjá þeim til að kom- árið hjá mér fór í að setja mig inn í
hefði verið örlítið meiri og umgjörð ast í liðin sem ég er að skírskota til. Von- kvennaboltann. Þótt þetta sé bara fótbolti
landsliðsins betri og agaðri hefðum við andi breytist það í framtíðinni.“ þá eru hlutirnir ekki eins í karlabolta og
getað gert mun betri hluti.“ kvennabolta. Ég vildi læra inn á kvenna-
Þegar Ólafur Jóhannesson var ráðinn Hvernig fannst þér að koma til Vals, boltann og það tók sinn tíma. Við höfum
landsliðsþjálfari, eftir frábært gengi sem sem uppalinn Skagamaður og öll þessi misst sterka pósta á þessum árum og það
þjálfari FH, kippti hann Pétri Péturssyni ár hjá KR? er alltaf ákveðin endurnýjun í gangi. Þar
með sér sem aðstoðarþjálfara, þótt þeir „Ég verð að viðurkenna að þegar ég kom af leiðandi er erfitt að segja til um hver
þekktust lítið. Þeir voru saman með liðið fyrst inn í Valsheimilið fékk ég mjög góða þróunin verður en markmiðið er skýrt við

50 Valsblaðið 2020


viljum vera meistarar. Ég er ávallt bjart- Saudi Arabíu með Feyenoord og Johan hann eiga sig í eitt skipti. Þá fékk ég alla
sýnn hvað árangur varðar.“ Cruyff, spilaði ég með honum. Það var gömlu leikmennina yfir mig og þeir hót-
rosaleg upplifun. Allar sendingar frá uðu að senda mig aftur heim til mömmu
Hvaða leikmenn sem þú spilaðir með honum voru réttar hvort sem ég kom á ef ég sleppti því að elta hann einu sinni
eru eftirminnilegastir? móti boltanum eða fékk hann inn í enn. Ef bakvörðurinn hefði skorað og við
„Þótt ég hafi ekki verið með Johan Cruyff hlaupaleiðir. Það var vitanlega líka tapað þá hefðu þessi karlar ekki fengið
í félagsliði náði ég að spila með honum áhugavert að spila með Gullit og Mario bónusinn sinn. Þetta snerist því svo mikið
einn leik. Wim Jansen var herra Feyen- Kempes, risanöfn. Síðan horfi ég líka til um peninga en ég hafði aldrei velt því
oord og Cruyff var herra Ajax á þessum leikmanna eins og Arnórs Guðjohnsen, fyrir mér. Ég hafði bara gaman af að spila
árum. Á ákveðnum tímapunkti skiptu þeir sem ég elskaði að spila með. Hann var fótbolta og þegar mér bauðst að spila
meðvitað um lið þannig að Jansen fór í svipaður og Cruyff því við náðum svo vel með Feyenoord sagði ég já af því ég
Ajax en Cruyff í Feyenoord og hann varð saman. Kalli Þórðar og Árni Sveins uppi elska að spila. Á þessu eina augnabliki
meistari með Feyenoord. Þegar ég kom á Skaga voru líka draumaleikmenn að fattaði ég hvað atvinnumennskan gekk út
aftur til Feyenoord var Cruyff oft að spila með og ógleymanlegir. Atli á hjá sumum.“
fylgjast með æfingum. Svo sátu hann og Eðvaldsson var einstakur. Allt þetta voru Pétur tók stundum strætó á æfingar og í
Wim Van Haneken inni eftir æfingar og miklir karakterar sem finnast varla lengur leiki með aðdáendum liðsins af því hann
ræddu fótbolta af mikilli ástríðu, við hlið- í boltanum. Þessir leikmenn stigu upp vildi ekki fara á bílnum. „Á þennan hátt
ina á kaffivélinni. Hollendingar hafa þegar á þurfti að halda.“ kynntist ég kjarna aðdáenda liðsins og
mjög sterkar skoðanir á boltanum. Við Pétur segir að atvinnumennska í fót- varð vinsæll fyrir bragðið. Sérðu þetta
settumst stundum hjá þeim til að hlusta á bolta sé ekkert grín, því samkeppnin sé gerast í dag?“
þá skiptast á skoðunum. Það var upplifun svo svakaleg og kröfurnar miklar. „Ég Pétur Pétursson segist vera á réttum
sem ég gleymi aldrei enda voru þetta man eftir atviki hjá Feyenoord þar sem ég stað í lífinu og vilji enda sinn feril sem
bestu fótboltamenn heims og aldrei sam- sleppti því að elta bakvörð upp kantinn þjálfari að Hlíðarenda „Vissulega vil ég
mála. sem var óþolandi duglegur. Ég var búinn halda áfram að þjálfa næstu árin en
Þegar settur var upp sýningarleikur í að elta hann til baka aftur og aftur en lét hvergi annars staðar en hér.“

Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár


Anthony Karl Gregory Árni Huldar Sveinbjörnsson

Ari Reynir Halldórsson Árni Pétur Jónsson

Arna og Hera Grímsdætur Ásmundur Indriðason

Arnar Friðgeirsson Baldur Þorgilsson

Arnar Guðjónsson Baldvin Jónsson

Atli Sigurðsson Battar-einkaþjálfun í knattspyrnu

Ágúst Björgvinsson Bára Bjarnadóttir

Ágúst Fannar Einþórsson Benedikt Sigurjónsson

Ágúst Ögmundsson Benedikt Steinþórsson Kroknes

Ágústa Edda Björnsdóttir Bergþór Valur Þórisson

Valsblaðið 2020 51
Félagsstarf

Valkyrjur á
Covid-tímum
Ástand heimsins í Covid-19 þar sem
fjöldatakmarkanir og fjarlægðarreglur eru við líði
hefur haft mikil áhrif á skipulagt íþróttastarf
Stór þáttur í öllu félagsstarfi er að njóta fall úr íþróttum töluvert og stelpur eru
samvista við félagana og m.a. vinna fleiri sem hætta og er það áhyggjuefni.
saman að nýjum og gömlum verkefnum. Á þessum tímum sem blasa við í dag þá
Valkyrjur er félag kvenna í Val sem hefur aldrei verið eins mikilvægt að börn
leggja sérstaka áherslu á Jafnréttisstefnu og ungmenni taki þátt í skipulögðu íþrótta-
Vals, bæði hvað iðkendur og stjórnun starfi þegar allt opnast á ný. Það er því til
félagsins varðar. mikils að vinna að halda í þann hóp ung-
Vegna ástandsins hafa hvorki verið menna sem er við störf og leik á Hlíðar-
fundir, fræðslukvöld né Valkyrjukvöld. Á enda og auka þann fjölda enn frekar.
síðasta Kvennakvöldi Vals (2019) var frá-
bær mæting eða um 160 kátar konur en
félagskonur eru um 140 talsins. Það hefur Margvísleg áhrif kórónuveirunnar
verið hvatning til kvenna úr Val og nær- Áhyggjur og erfiðar tilfinningar svo sem
liggjandi hverfum við Hlíðarenda að kvíði, einmanaleiki og þunglyndi eru m.a.
koma saman og kynnast. Vonandi sjáum afleiðingar Covid. Því eru upplýsingar á
við stóran hóp kvenna mæta á skemmtun vef Embættis landlæknis til foreldra eða
á komandi ári. forsjáraðila mikilvægar og þarfar; svo
Valkyrjur hafa komið að ýmsu á sem samverustundir með börnum, halda í
Hlíðarenda, s.s. tengt þjónustu á leikjum jákvæðnina, daglegt skipulag, fjalla um
en að sjálfsögðu hefur þá verið tekið tillit krefjandi hegðun og halda ró sinni sem
til aðstæðna hverju sinni á Covid tímum. og að takast á við streitu og að tala um
Aðgerðir þurfa að byggja á tilmælum Covid. Það reynir á barnafjölskyldur á
sóttvarnalæknis sem allir þurfa að fylgja þessum tímum, áhyggjur ýmiss konar
því við erum jú öll Almannavarnir. koma upp á yfirborðið en það sem við
Það hefur reynt á íþróttahreyfinguna á trúum á er að þetta ástand taki allt enda ⦁ Vera sýnilegt afl í innra starfi Vals
undanförnum mánuðum, þannig að lokun og lífið færist í eðlilegra horf aftur þó að ⦁ Beita sér fyrir því unnið sé í sam-
og takmörkun á íþróttastarfi er staðreynd það breytist. Því þarf að undirbúa komu ræmi við jafnréttisstefnu Vals
nú á lokamánuðum þessa árs. Áhyggju- barna og ungmenn í íþrótta- og félags- ⦁ Auka sýnileika kvenna og stuðla að
efni er að börn og ungmenni hafi ekki starfið á Hlíðarenda og taka vel á móti fjölgun þeirra í stjórnum félagsins
getað stundað skipulagt íþróttastarf því iðkendum. ⦁ Styrkja uppeldis- og forvarnarþátt
hreyfing gegnir mikilvægu hlutverki íþróttanna meðal iðkenda innan
þegar bæta á líkamlega heilsu fólks. Þau félagsins
börn og ungmenni sem stunda íþróttir eru Endurnýjun í forystu Valkyrja
betur undir lífið búin og þau krefjandi Einhverjar af okkur í stjórn Valkyrja hafa Höfum velt því fyrir okkur hver ein-
verkefni sem lífið býður upp á. hug á að stíga til hliðar til að hleypa kunnarorð Séra Friðriks Friðrikssonar
nýjum stjórnendum að. Því hvetjum við hefðu verið á þessum tímum varðandi
konur að taka við keflinu, kynnast starf- þátttöku kvenna í íþróttastarfi Vals og að
Breytum leiknum inu og Val og halda áfram að velta fyrir stuðla að íþróttastarfi stúlkna.
Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) fór sér jafnrétti kynjanna, hvað varðar m.a. Hann hefði kannski bara sagt: Stelpur
af stað á árinu með átakið #Breytum- aðstöðu, þjálfun og fjármagn. En við Val- komið og verið með framtíðin er ykkar,
leiknum. Markmið með átakinu er að kyrjur vinnum að markmiðum okkar með eða á bisaya (filippeyska) ; dali, mga
skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegri því að: amiga og apil namo. Inyoha na ang
í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar panahon.
og mikilvægar fyrirmyndir. Frábært fram- ⦁ Vera vettvangur fyrir konur til að Með bestu kveðjum
tak og fyrirmynd annarra sérsambanda. eiga samskipti sín á milli um málefni Magdalena Kjartansdóttir
Því þegar kemur á unglingsár þá er brott- félagsins f.h. stjórnar Valkyrja

52 Valsblaðið 2020


Viðtal:
Benedikt Bóas Hinriksson

Þeirra nálgun er mjög góð. Æfingarnar þeirra eru mjög góðar


og krefjandi sem er gott því þá er maður í góðu standi í leikjum.
Þetta er tvíeyki sem virkar vel saman,“ segir Aron.

Það var bras í byrjun sumars


Opnunarleikurinn tapaðist gegn KR, síðan komu sigrar gegn
nýliðum Gróttu og svo HK áður en skellurinn gegn ÍA leit dags-
ins ljós í byrjun júlí. Honum var svarað með sigri á vængbrotnu
liði Víkings og svo kom markalaust jafntefli gegn Stjörnunni á
heimavelli. Þann 19. júlí var komið að útileik gegn Blikum sem
margir leikmenn hafa lýst sem ákveðnum vendipunkti á tímabil-
inu. Einar Karl Ingvarsson skoraði sigurmark úr aukaspyrnu og
eftir leik var ósvikin gleði í leikmannahópnum sem og þeim sem
máttu mæta í stúkunni. Heimir Guðjónsson og Birkir Már Sæv-

„Langbesta
arsson sögðu báðir frá því í Hlaðvarpi Vals, Vængjum þöndum,
að þetta hefði verið leikurinn sem setti Valsvélina af stað. Aron
tekur undir þau orð. „Mér leið allavega svolítið þannig. Það var
skemmtileg stund þegar Einar skoraði. Í leikjunum á eftir fórum

tímabilið mitt“
við að vinna þó við værum ekkert endilega að spila vel. Fljót-
lega leið manni eins og enginn gæti stoppað okkur, sérstaklega í
september,“ segir hann.
Í þeim mánuði unnust sigrar gegn Víkingi og ÍA áður en kom
að einhverri ótrúlegustu frammistöðu sem sést hefur á íslenskum
Aron Bjarnason kom eins og stormsveipur inn í Valsliðið og átti fótboltavelli þegar stórsigur gegn Stjörnunni vannst 1-5. Honum
sitt besta tímabil á ferlinum. Hann segir það aldrei hafa verið var fylgt eftir með stórsigri á FH. Alls skoraði liðið 16 mörk í
spurning að þegar Valur kom inn í myndina þá var hann ákveð- september mánuði. „Ég fann það fyrir leikinn gegn Stjörnunni
inn að spila fyrir þá Heimi og Túfa. Ógleymanlegur september- hvað allir voru klárir. Ég fann það í upphituninni. Við skorum
mánuður stendur upp úr. snemma og héldum áfram að hamra járnið. Svo erum við
„Fyrst þegar ég fer að hugsa um að skipta um félag þá vildi ég komnir í 5-0 eftir einhverjar 35 mínútur og það var hálf hlægi-
skoða möguleikana á Norðurlöndunum. Svo kom upp Covid-19 legt þegar Birkir skoraði fimmta markið,“ segir hann og hlær við
og þá áttaði ég mig að möguleikarnir væru farnir út um glugg- upprifjunina.
ann. Þá fór ég að skoða Ísland og Valsarar heyrðu snemma í mér Það var ekki aðeins þessi Stjörnuleikur sem var eftirminni-
og ég varð strax mjög spenntur,“ segir Aron Bjarnason sem kom legur. Valsliðið spilaði merkilega marga eftirminnilega leiki í
til Vals frá ungverska liðinu Ujpest að láni í sumar og sló í gegn. sumar. Engan eftirminnilegri en þó útisigur gegn KR sem flestir
Hann spilaði alla leiki Vals, eins og fjórir aðrir leikmenn, skor- eru sammála um að sé einn af leikjum sumarsins. Engir áhorf-
aði sjö mörk og kom að ógrynni marka. Sóknarleikur Íslands- endur voru þá í stúkunni og fylgdist þjóðin með mörkunum
meistaranna fékk líka mikið hrós enda ekki á hverjum degi sem hreinlega rigna inn en hann fór 4-5. „Ég held að allir leikmenn
lið skora 50 mörk á stuttu tímabili. sem voru inn á vellinum botni ekkert í þessu. Sérstaklega ekki í
„Valur hefur verið besta liðið undanfarin ár fyrir utan 2019 og fyrri hálfleik þegar staðan var 3-3. Ég held að þegar það var
þetta var frábær hópur að koma í. Ég þurfti auðvitað að sanna flautað til leikhlés þá voru allir steinhissa. En þegar við kom-
mig fyrir þeim eins og gengur og gerist. Svo eru það þjálfar- umst í 5-3, sem var mjög mikilvægt, þá fann ég að við værum að
arnir, Heimir og Túfa. Þeir eru þannig að það er spennandi að fara sigla sigrinum heim, þó að við höfum hleypt leiknum upp í
spila fyrir þá. spennu með því að fá á okkur fjórða markið.“

Besta tímabilið á ferlinum


Aron segir að tímabilið sem fékk snubbóttan endi sé sitt besta á
ferlinum. „Þetta var langbesta tímabilið mitt heilt yfir. Ég er
auðvitað mjög þakklátur Heimi fyrir traustið sem hann gaf mér.
Ég byrjaði ekkert frábærlega en síðan náði ég að vinna mig inn í
hlutina og þegar ég horfi til baka er ég mjög ánægður með tíma-
bilið mitt, get ekki verið annað.“
Hann segir að hann hafi ekki mikið verið að hlusta á frekar
neikvæða umræðu um sig enda voru það gamlir Blikar sem töl-
uðu óvarlega. Breiðablik hafi sín ítök í fótboltaumræðunni hér á
Íslandi. Gunnar Birgisson, einn af sérfræðingum fótbolta.net um
íslenska boltann er jú að þjálfa í græna hlutanum í Kópavogi og
reynir með ráðum og dáð að planta einhverju neikvæðu um Val.
Doktor Football er auðvitað skipað einnig fyrrum grænum
hetjum úr Kópavoginum. Aron spilaði áður með Blikum áður en

54 Valsblaðið 2020


Ljósmyndir:
Þorsteinn Ólafs

hann fór í atvinnumennsku. „Ég kom auðvitað heim og fór ekki


í sama félag. Blikar eru með sína menn í fjölmiðlum en það var
eiginlega bara KR leikurinn heima sem ég er ósáttur með. Þar
var ég bara ekki góður og ekki sáttur við frammistöðuna þar en í
framhaldinu voru ekkert margir slæmir leikir.
Það er auðvelt að spila með framherja eins og Patrick Peder-
sen. Hann er frábær og kom okkur stundum yfir línuna þegar
leikirnir voru tæpir. Birkir Már var svo fyrir aftan mig á kant-
inum sem er helvíti sterkt enda frábær leikmaður. Kristinn Freyr
byrjar á bekknum en kom mjög vel inn í þetta og mér fannst
sóknarlínan verða betri eftir því sem leið á mótið.“
Framhaldið segir Aron sé óráðið. Hann fari til Ungverjalands
og ætli að láta reyna á drauminn um atvinnumennsku en félag
hans, Ujpest, skipti nýverið um þjálfara. Heimir Guðjónsson,
þjálfari, sagði í Hlaðvarpi Vals að hann vonaðist eftir að sá hefði
jafn litla trú og sá fyrri á Aroni. Heimir ætlaði allavega ekki að
senda þeim nein myndbönd af kappanum vera þeysast upp og
niður kantinn. „Ég mun láta reyna á Ujpest. Ég fer út í janúar og Aron skorar fimmta mark Vals gegn KR
deildin fer á stað eftir hlé skömmu síðar. Maður sér nú fljótt á Meistaravöllum sumar.
hvort ég sé að fara fá tækifæri og þá mun ég reyna að nýta það
en maður þarf að sjá aðeins til. Félagið skipti bara um aðal-
þjálfarann, þjálfaraliðið og annað er enn það sama og ég mun
alveg þekkja öll andlitin þarna úti en ég mun meta stöðuna þegar
líður á árið 2021 hvað gerist,“ segir Aron Bjarnason sem heillaði
okkur Valsmenn upp úr skónum í sumar og vona trúlega flestir
að hann verði kominn í rauðu treyjuna að nýju næsta sumar.

Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár


Birgir Róbertsson Björn Haaker

Birgir Örn Friðjónsson Björn Ingi Sverrisson

Bílasala Guðfinns Björn Zoëga

Bjarni Ákason Borgar Erlendsson

Bjarni Harðar Bragi G Bragason

Bjarni Sigurðsson Brynjar Harðarson

Björgvin Kristbergsson Brynjar Þór Níelsson

Björn Amby Lárusson Böðvar Bergsson

Björn Bragason Dagur Sigurðsson

Valsblaðið 2020 55
Íslandsmeistarar
2020
Nokkur minnistæð augnablik úr leikjum
Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu karla á
árinu 2020. Ljósmyndir tók Þorsteinn Ólafs.
Framtíðarfólk

Ætla að verða
atvinnumaður
í handbolta
Benedikt Gunnar Óskarsson er 18 ára og leikur
handknattleik með 3. flokki og meistaraflokki
Nám? Er að klára menntaskóla núna í Markmið fyrir þetta tímabil? Vinna allt ted í fótboltanum en í handboltanum er
sumar. í 3. flokki og fá einhverjar mínútur í Olís það Barcelona.
Hvað ætlar þú að verða? Ég ætla að deildinni. Nokkur orð um núverandi þjálfara-
verða atvinnumaður í handbolta. Besti stuðningsmaðurinn? Mamma og teymi? Snorri er mjög góður þjálfari og
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Vonandi á systur mínar, þær missa ekki af leik hjá hefur kennt mér mikið.
Spáni að „chilla“ í sólinni og spila með mér. Hvað er mikilvægast til að ná árangri í
Barcelona. Erfiðustu samherjarnir? Magnús Óli íþróttum og lífinu almennt? Æfa meira
Af hverju Valur? Pabbi var að þjálfa Magnússon er svindl á æfingum. en aðrir og borða hollt.
hérna og ég vildi ekkert annað. Erfiðustu mótherjarnir? Arnór Viðars- Hvað getur Valur gert til að vinna gegn
Uppeldisfélag í handbolta? Valur. son í ÍBV hann meiðir mig í hverjum leik fordómum, einelti og öðru ofbeldi?
Frægur Valsari í fjölskyldunni? Valdi- sem ég spila við hann. Hafa fyrirlestra um þessa hluti.
mar Grímsson frændi minn. Eftirminnilegasti þjálfarinn? Hef verið Hvernig er hægt að auka samstarf
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í með marga mjög góða í gegnum tíðina en deilda í Val? Hafa atburði fyrir allar
handboltanum? Þau hafa alltaf nennt að held ég verði að segja pabbi minn svo deildir saman.
skutla mér á allar æfingar eða leiki og hann verði ekki reiður út í mig. Hvernig er hægt að auka aðsókn á leiki
mæta nánast alltaf að horfa líka. Mesta prakkarastrik? Örugglega bara hjá Val? Það væri hægt að auglýsa þá
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- að kasta snjóboltum í bíla. betur eins og að setja auglýsingar hjá
skyldunni? Ég myndi segja að það væri Vandræðalegasta atvik? Þegar ég labb- götum og jafnvel á strætóskýli.
ég sjálfur. aði á glerhurð í skólanum. Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
Af hverju handbolti? Var alltaf í hand- Athyglisverðasti leikmaður í meistara- þú gera? Fyrst myndi ég gefa Risto
bolta og fótbolta þegar ég var yngri en flokki kvenna hjá Val? Lovísa Thomp- launahækkun, síðan laga alla klefana og
endaði á að velja handboltann því að mér son. svo kannski stækka gamla sal í eðlilegan
fannst ég betri þar og það var skemmti- Athyglisverðasti leikmaður í meistara- handboltavöll.
legra en síðan er ég líka algjör kulda- flokki karla hjá Val? Hárbands- og Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
skræfa. sendingafélaginn minn hann Þorgils Jón árum? Ég vil sjá Val halda áfram að vera
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum? Svölu Baldursson. með öll meistaraflokksliðin sín í efstu
Þegar ég var valinn í landsliðið í fótbolta Hvernig líst þér á yngri flokkana í deild og að þau keppi öll um titla.
en var samt hættur. handbolta hjá Val? Mér líst vel á yngri Eftirminnilegasti viðburður eða atvik
Eftirminnilegast úr boltanum? Það er flokkana, ég var að þjálfa í handbolta- hjá Val á árinu að þínu mati? Þegar við
fyrsti Íslandsmeistaratitillinn árið 2017 skólanum núna í ágúst og það var mjög urðum bikarmeistarar í 3. flokki og síðan
þegar við fórum í framlengingu og síðan mikið af metnaðarfullum krökkum þar þrautseigjuferðin sem Snorri sendi okkur í.
vító. sem lofa góðu. Hvaða áhrif hefur Covid-19 heimsfar-
Lýstu Valsliðinu í handbolta karla í Fyrirmynd þín í handbolta? Kentin aldur haft á líf þitt og einnig íþrótta-
stuttu máli? Hvað einkennir það? Á Mahe frá Frakklandi. iðkun og keppni á þessu ári? Ég hef
þessu tímabili er held ég bara eitt orð Draumur um atvinnumennsku í hand- fengið að fara einu sinni í skólann síðan í
„þrautseigja“. bolta? Veszprem og Barcelona er mars, hætt var að leika í deildinni og það
Hvernig skýrir þú gengi Valsliðsins á draumur en síðan væri geggjað að spila í var hætt við EM sem við áttum að fara á í
síðasta tímabili? Það lögðu allir meira á Þýskalandi held ég. sumar.
sig eftir lélega byrjun og þá fóru að koma Landsliðsdraumar þínir? Að spila fyrir Besta bíómynd? Woodlawn.
sigrar sem stoppuðu síðan ekkert. A-landsliðið. Einkunnarorð? Það er betra að vera
Mestu vonbrigðin á síðasta tímabili? Að Hvað einkennir góðan þjálfara? Metn- seinn og sætur heldur en fljótur og ljótur.
hafa tapað á móti Þýskalandi í úrslitaleik á aður og að geta þjálfað bæði lið og ein- Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
Sparkassen Cup og að hafa ekki fengið að staklinga vel. Friðrik 1911.
klára tímabilið með 3. flokki þar sem við Uppáhalds erlenda fótbolta- og hand- ,
vorum á góðri leið að vinna allt. boltafélagið? Því miður Manchester Uni-

58 Valsblaðið 2020


Framtíðarfólk

Stefni alltaf hærra


Elín Rósa Magnúsdóttir er 18 ára og leikur
handknattleik með 3. flokki og meistaraflokki
Nám? Ég er á þriðja og síðasta ári í inu, gefur mér góð ráð og peppar mig
Verzló. þegar ég þarf á því að halda. Er og verð
Maki? Kári Tómas Hauksson. alltaf ótrúlega þakklát fyrir hana.
Hvað ætlar þú að verða? Það er nú ekki Erfiðustu samherjarnir? Íris Björk
ákveðið en líklegast vinna með börnum. Símonardóttir en jafnframt sú besta líka.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Vonandi Erfiðustu mótherjarnir? Það hefur allt-
búin að prófa atvinnumennsku og ljúka af verið erfitt að mæta ÍBV.
háskólanámi, komin með fjölskyldu og Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
enn í boltanum. flokki kvenna hjá Val? Ásdís Þóra
Af hverju Valur? Það var erfitt að segja Ágústsdóttir er frábær leikmaður. Með
nei við Gústa Jó, Skara Skrípó, starfs- rosalega skothönd og góðan leikskilning. 
mann C og frábært umhverfi sem Valur Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
býður upp á. flokki karla hjá Val? Magnús Óli
Uppeldisfélag í handbolta? Ég tók Magnússon. 
fyrstu skrefin í ÍR en flutti svo í Árbæinn Fyrirmynd þín í handbolta? Stine Bre-
og fór í Fylki. dal Oftedal. hjá Val? Með því að auglýsa leikina
Frægur Valsari í fjölskyldunni? Líkleg- Draumur um atvinnumennsku í hand- meira, láta yngri flokkana hafa meira
ast frændi minn, hann Pálmar Ragnars- bolta? Það væri frábært tækifæri að kom- hlutverk á leikjum, s.s. leiða inn á völlinn
son. ast út og fá að upplifa atvinnumennsku og vera með trommur í stúkunni. Um leið
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- og vonandi kemur það tækifæri einhvern og yngri iðkendur mæta á leiki fylgja for-
skyldunni? Bróðir minn Ingvar Andri er tímann.  eldrar með sem eykur aðsókn. 
frábær golfari og hann á flestu afrekin, Landsliðsdraumar þínir? Draumurinn Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
fór m.a. á Ólympíuleika ungmenna í Arg- er að komast í A-landsliðið og fara á stór- þú gera? Ég veit aldrei hvað klukkan er
entínu 2018 og svo verð ég að nefna mót.  inni í sal þannig ég myndi klárlega setja
pabba sem á Íslandsmeistaratitil í sam- Hvað einkennir góðan þjálfara? Hann upp klukku, stækka lyftingaraðstöðuna,
kvæmisdönsum.  þarf að vera ákveðinn, með góðan aga, setja hlaupabraut úti og hafa sjúkra-
Af hverju handbolti? Mamma og eldri gott skipulag og dass af góðum húmor.  þjálfunaraðstöðu.
bróðir minn æfðu handbolta svo það var Uppáhalds erlenda fótbolta- og hand- Eftirminnilegasti viðburður eða atvik
lítið annað í stöðunni en að prófa sjálf. boltafélagið? Manchester United og hjá Val á árinu að þínu mati? Þegar
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum? norska kvennalandsliðið í handbolta. báðir 3. flokkarnir urðu bikarmeistarar.
Ég hef sett 15 Íslandsmet í Ólympískum Nokkur orð um núverandi þjálfara- Hvaða áhrif hefur Covid-19 heimsfar-
lyftingum. teymi? Léttir, ljúfir og kátir en líka aldur haft á líf þitt og einnig íþrótta-
Eftirminnilegast úr boltanum? Þegar agaðir, skipulagðir og kröfuharðir.  iðkun og keppni á þessu ári? Eins og
við mamma spiluðum saman leik í Grill Hvað er mikilvægast til að ná árangri í fyrir flesta hefur hann margvísleg áhrif,
66 deildinni 2019 með Fylki, hún lokaði íþróttum og lífinu almennt? Góður ég er nú alfarið í fjarnámi, æfi mikið til
rammanum á móti ÍR og við komumst í svefn og gott mataræði, vera skipulagður ein sem krefst mikils aga. Það urðu breyt-
umspil við HK um sæti í Olís. Svo var og setja sér markmið, æfa aukalega og ingar á leikjum yngri landsliða í sumar og
líka geggjað að fara á EM á Ítalíu með hafa gaman af því sem maður er að gera. var ekki hægt að halda upphaflegu plani
U17 ára landsliðinu.  Hvernig finnst þér að hægt sé að auka en í staðinn fórum við í frábæra æfinga-
Hvernig skýrir þú gengi Valsliðsins á jafnrétti kynja hjá Val? Hafa jafna ferð til frænda okkar í Færeyjum. Þó að
síðasta tímabili? Árangurinn var góður umfjöllun og umgjörð. Tryggja að annað heimsfaraldurinn hafi tekið margt af
þar sem miklar breytingar voru á liðinu liðið fái ekki alltaf betri æfingatíma og að manni hefur hann líka kennt manni
frá því árinu áður. Ungt og vaxandi lið. liðin fái jafn stóra klefa. Valur hefur margt.
Mestu vonbrigðin á síðasta tímabili? staðið sig frekar vel en alltaf hægt að gera Besta bíómynd? Mamma mia og Stikk-
Klárlega þegar tímabilið var flautað af.  betur. frí.
Markmið fyrir þetta tímabil? Að bæta Hvað getur Valur gert til að vinna gegn Besta bók? Bróðir minn Ljónshjarta.
mig á sem flestum sviðum. fordómum, einelti og öðru ofbeldi? Einkunnarorð? Okkar besta stund er
Besti stuðningsmaðurinn? Mamma mín Vera með fræðslu og gott forvarnarstarf, ekki að tapa aldrei, heldur rísa upp eftir
er minn helsti og besti stuðningsmaður. fá eldri leikmenn með í lið og vera fyrir- hvern ósigur. 
Hún mætir á alla leiki í 3. flokki, myndir þeirra yngri.  Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
meistaraflokki og með unglingalandslið- Hvernig er hægt að auka aðsókn á leiki Friðrik Friðriksson, þann 11. maí, 1911. 

Valsblaðið 2020 59
Hversu björt er framtíð Vals?
Það kann að hljóma öfugsnúið nú á Covid-19 Knattspyrnufélagið Valur, þar sem stundaðar eru þrjár íþrótta-
greinar. Skiptir það einhverju máli? Ætti að breyta nafni félags-
tímum, sem gert hafa allt íþróttastarf og þar ins í BF Valur, þ.e.a.s. Boltafélagið Valur? Um þetta myndu
með rekstur íþróttafélaga erfiðari en áður hefur örugglega verða mjög skiptar skoðanir sem er hið eðlilegasta
mál, reyndar nauðsynlegt í öllum félögum og samfélögum sem
þekkst, að möguleikar Knattspyrnufélagsins kenna sig við lýðræði og jafnrétti. 
Vals séu nánast takmarkalausir. En hvernig er þessum málum háttað innan Vals? Er félagið lif-
andi fjöldahreyfing þar sem gengi félagsins, þróun þess og
vöxtur er stöðugt í umræðunni? Það er mín skoðun að á því sé
Þróun og aðstæður síðustu ára hafa fært félaginu tækifæri og töluverður misbrestur. Umræður félagsmanna snúast eins og
möguleika sem það hefur aldrei séð í 109 ára sögu sinni. Tveir kannski eðlilegt er, að mestu leyti um hvernig gengur á íþrótta-
mikilvægustu þættirnir í þessari þróun eru; vellinum, hverjir eru þjálfarar og hvaða leikmenn eru keyptir og
seldir. Umræður foreldra snúast fyrst og fremst um þann flokk
1. Gerbreytt fjárhagslegt umhverfi sem þeirra barn æfir með og hver þjálfar hann. Umræður leik-
2. Þétting byggðar og áhrif þess á upptökusvæði félagsins manna og þjálfara snúast stöðugt meira um kaup og kjör.
Umræður um stöðu félagsins og stefnu, markmið þess og áætl-
anir, eru hverfandi litlar. Þessi staða eða ástand endurspeglar
Fjárhagslegt umhverfi kúltur félagsins. Eins og svo mörg álíka félög einkennist kúltur
Árið 2016 var orðið ljóst að markmið Reykjavíkurborgar og okkar af mörgum ólíkum þáttum. Einn þeirra eru átök. Það er
Vals, um breytta nýtingu Hlíðarendareits sem römmuð voru inn í viss átakakúltur í Val en hann er dulinn og ekki hávær því það á
samningi aðila þann 11. maí 2002, höfðu ekki aðeins gengið enginn félagið og því ræður því enginn með beinum hætti að
eftir heldur yrði árangur þess fyrir báða aðila margfaldur á við minnsta kosti ekki til lengri tíma. 
það sem upp var lagt með.  Annar þáttur sem er ríkur í kúltúr Vals er metnaður til að ná
Eigna- og fjárhagsstaða Vals bíður því upp á tækifæri til árangri, til að sigra. Það á jafnt við karlamegin og kvenna að
vaxtar og þróunar sem eru fordæmalausar fyrir íþróttafélög á minnsta kosti hin síðari ár og áratugi. Einn af hápunktunum í
Íslandi. En vandi fylgir vegsemd hverri og tækifæri nýta sig ekki sögu félagsins var þrennan í kvennagreinum félagsins árið 2019.
sjálf heldur þvert á móti skapa kröfur um að nýta þau til fulln- Það voru ekki bara íþróttalegir sigrar og titlar sem einkenndu
ustu. Til þess að slíkt sé mögulegt getur margt þurft að breytast. þennan hápunkt heldur ekki síður sú mikla eining sem lýsti upp
Breytingar eru hins vegar ekki auðvelt ferli, allra síst síst hjá þennan stórkostlega árangur. Eitt það fallegasta við starfsemi
gömlum og rótgrónum félögum líkt og Val. Vals er jafnréttið í kynjamálum þótt ekki sé það fullkomið hjá
okkar frekar en annars staðar. Það er hins vegar til staðar metn-
aður til að tefla fram jafnt karla- sem kvennaliðum. Við erum
Þétting byggðar stolt af sigrum beggja kynja og höfum valið jafn oft konur og
Fyrir nokkrum árum stóð í alvöru til að sameina félagið Fjölni í karla sem íþróttamenn Vals. Hvorki félagið í heild né einstakar
Grafarvogi þar sem iðkendum Vals fór stöðugt fækkandi og deildir hafa hins vegar notið forystu konu. Konur í framvarða-
menn sáu ekki félagið geta dafnað í þáverandi umhverfi þess. sveit félagsins eru mjög fáar og þó að öflugar konur hafi tekið
Breyttar pólitískar áherslur með þéttingu byggðar hafa gerbreytt sæti í stjórnum félagsins hafa þær aldrei látið að sér kveða með
umhverfi Vals. Iðkendum fjölgar stöðugt í takt við aukna upp- áhrifamiklum hætti. Það má því draga þá ályktun að sé ríkjandi
byggingu bæði á félagssvæði Vals og svo auðvitað í Vatnsmýr- karlakúltur í félaginu.
inni sem nú bætist við félagssvæðið og mun í framtíðinni Saga Vals, líkt og margra íþróttafélaga, einkennist af hæðum
umbylta umgjörð félagsins. Að mörgu leyti er þessi þróun rétt að og lægðum, þar sem viðvarandi erfiður fjárhagur hefur verið
byrja og á meðan ekki eru áform um að byggja ný úthverfi ráðandi þáttur. Starfsemin hefur verið stöðug glíma við að halda
heldur mæta vexti borgarinnar með innri uppbyggingu munu rekstrinum gangandi og viðhalda mannvirkjum sem og íþrótta-
innviðir Vals halda áfram að styrkjast. Þetta skapar hins vegar og félagsaðstöðu. Það er því kannski ekki að undra að sjálfboða-
kröfur til félagsins um að byggja hratt og örugglega upp íþrótta- liðar og áhugafólk sem situr í stjórnum félagsins hafi ekki mik-
og félagsaðstöðu sína á Hlíðarenda. inn tíma til annarra hluta en þeirra sem halda þokkalegu lífs-
marki í starfseminni. 
Á síðustu árum hafa hins vegar orðið miklar breytingar á
Knattspyrnufélagið Valur umhverfi félagsins. Launuðu starfsfólki hefur fjölgað, fjárhagur-
Áður en lengra er haldið langar mig að fjalla aðeins um félagið inn hefur styrkst umtalsvert, leikmenn meistaraflokka eru meira
eins og það horfir við mér í dag og byrja einfaldlega á þessari og minna launaðir og meirihluti af þjálfaraliðinu hefur þjálfun
grunnspurningu: að aðalstarfi. Eftir stendur stjórnun félagsins sem er meira og
minna óbreytt. Með fullri virðingu fyrir þeim sem leggja á sig
Hvað er Knattspyrnufélagið Valur?  mikla og óeigingjarna vinnu við setu í stjórnum félagsins, er
félagið að mörgu leyti stjórnlaust eða í það minnsta stefnulaust. 
Er til einhver almenn skilgreining sem mikill meirihluti félags- Umfang daglegs reksturs er slíkt, að önnur mál komast hrein-
manna er einhuga um? Strax í nafni félagsins er mótsögn - lega ekki á dagskrá. Í kjölfar einnar stærstu lægðar í sögu félags-

60 Valsblaðið 2020


Eftir
Brynjar Harðarson

ins var Valsmenn hf. stofnað árið 1999 með það að markmiði að fyrirkomulagi brautargengi. Því má ætla að fáir innan félagsins
vera fjárhagslegur bakhjarl félagsins. Flestir eru sammála um að þekki til mismunandi hlutverka félaganna, hvernig þau eiga að
vel hafi til tekist og að núverandi staða félagsins byggi að veru- vinna saman og hvaða tækifæri og framfaraskref eru möguleg ef
legu leyti á þessum bakhjarli. Þegar ljóst var árið 2013 að vel liti tekst að stilla kúrsinn í sameiginlega átt.
út með afkomu Valsmanna hf., af umsvifum þess á Hlíðarenda- Af því sem hér hefur verið rakið má glögglega sjá að Valur er
reit, var sjálfseignarstofnuninni Hlíðarenda ses. komið á lagg- ekki lengur lítið hverfafélag heldur töluvert umfangsmikið félag/
irnar. Markmiðið var að vernda fjárhagslegar eignir félagsins og fyrirtæki. Er m.a. með u.þ.b. 200 einstaklinga á launaskrá,
mannvirki. Á þessum tímapunkti voru orðnar til þrjár megin- umtalsverð mannvirki og útisvæði í rekstri, spilar heimaleik í
stoðir sem ég hef allt frá þessum tíma nefnt Valsheildina. Eigna- efstu deildum á u.þ.b. 3ja daga fresti og er með fjárhagslega
og fjárhagsstaða félagsins var fordæmalaus og tækifæri til upp- veltu sem innan fárra ára mun geta farið yfir 1.000 milljónir
byggingar og framfara einstök.  árlega. Bara mannauðsmál eru gríðarlega umfangsmikill því
starfsmannavelta er umtalsvert meiri en í sambærilegu fyrirtæki
að stærð. Þrátt fyrir þessa umbyltingu á starfs- og rekstrar­
Forsaga Valsheildarinnar umhverfinu er yfirstjórn félagsins nánast með sama sniði og
Valsmenn hf. voru stofnaðir árið 1999, í einni af djúpu lægð- fyrir 50 árum. Stjórnir eru kosnar á aðalfundi félagsins og þá oft
unum. Stofnfélagar voru 421 og greiddu inn hlutafé frá kr. að undangenginni leit að einstaklingum til að manna þær. 
10.000 til kr. 1.000.000. Markmið félagsins var að vera fjár- Starfsemi og starfshættir stjórna fara oftar en ekki alfarið eftir
hagslegur bakhjarl Knattspyrnufélagsins Vals. Félaginu er stýrt
af 7 manna stjórn. Straumhvörf verða þegar félagið kaupir bygg-
ingaréttindi á Hlíðarendareit árið 2005 sem endanlega ber
árangur tíu árum seinna þegar sala þessara byggingarréttinda
hefst. Árið 2013, eftir langan undirbúning, þar sem reynslan af
endurteknum fjárhagserfiðleikum Vals liggur að baki, er sjálf-
eignarstofnunin Hlíðarendi ses. stofnuð. Tilgangurinn er að
vernda bæði skuldlausar eignir Knattspyrnufélagsins Vals og
væntanlegan arð af starfsemi Valsmanna hf. Félaginu er stýrt af
stjórn og 26 manna fulltrúaráði sem skipað er af Knattspyrnu-
félaginu Val sem er í raun 100% eigandi félagsins.

Núverandi staða
Valur hefur síðustu ár notið sterkrar fjárhagsstöðu Valsmanna hf
og Hlíðarenda ses. Um það vitnar árangur félagsins og titla-
söfnun. Rekstrar- og stjórnunarlega hefur tilkoma Valsheildar-
innar hins vegar ekki borið þann árangur sem lagt var upp með.
Svo virðist sem hvorki hafi tekist að skapa traust og einhug um
þetta fyrirkomulag né heldur fá þessi félög til að vinna saman
sem eina heild að sameiginlegu markmiði - vexti og framgangi
félagsins. Einnig virðist hafa mistekist að kynna og vinna þessu

Valsblaðið 2020 61
fjárhagur sem nú er fyrir hendi eigi ekki að fara forgörðum.
Einnig að það þurfi að skoða alla innri uppbyggingu félagsins
og hugmyndafræði. Það er metnaðarfullt verkefni að vera með 6
meistaraflokka í fremstu röð. Það þarf mjög umfangsmikla starf-
semi til að halda úti tugum yngri flokka þar sem bara ráðning
þjálfara og utanumhald er stórt og erfitt verkefni. Hér að neðan
eru nokkrar hugmyndir um mikilvæg framfaraskref og skýr-
ingar, í stuttu máli, hvers vegna þau eru mikilvæg.

1. Uppstokkun á rekstrarfyrirkomulagi Vals


Félagið hafi tvö meginsvið sem eru annars vegar knatt-
spyrna og hins vegar hand- og körfuknattleikur. Hvort svið
um sig hafi sérstakan framkvæmdastjóra og fjárhag. Þessi
svið yrðu hlutfallslega lík að stærð. Þau hafa aðskilda
hápunkta í starfi (sumar og vetur). Æfinga- og keppnisað-
staða inniíþróttanna fer mjög vel saman á meðan sömu
dug eða dugleysi þeirra sem veita stjórnum formennsku. Vöxtur þættir knattspyrnunnar eru gerólíkir. Hægt er að hafa mikil-
félagsins hefur einnig lagt meiri ábyrgð á herðar stjórnarmanna vægt samstarf um marga þætti og þá sér í lagi ýmis tækni-
og þá sér í lagi formanna þeirra. Taka þarf fleiri stórar ákvarð- leg mál sem snúa t.d. að fjölbreyttum samningamálum,
anir sem geta haft víðtæk áhrif og skapað mikla persónulega mannauðsmálum, styrk- og þrekþjálfun og menntunar-
ábyrgð. Það getur því verið betra að taka færri ákvarðanir en málum. 
fleiri. Það segir sig síðan sjálft að þetta fyrirkomulag gefur lítið Núverandi fyrirkomulag stjórna deilda og félagsins hefur
andrými til mikilvægra þátta eins og markmiðssetningar og runnið sitt skeið og umgjörð félagsins gerir kröfur til miklu
mótun framtíðarstefnu.  sérhæfðari vinnu við aðskilin verkefni og úrlausnarefni.
Uppbygging, viðhald og þróun mannvirkja félagsins, er síðan
enn einn þátturinn sem ekki fær þann tíma sem nauðsynlegt er. 2. Valsheildin
Valur er eitt fárra félaga sem eiga sín mannvirki og reka þau Virkni Valsheildarinnar, þ.e. starfsemi Valsmanna hf. og
fyrir eigin reikning á meðan mannvirki flestra annarra félaga eru Hlíðarenda ses. í tengslum við rekstur Vals verði endur-
rekin af Reykjavíkurborg eða viðkomandi bæjarfélagi. Álag á skoðuð. Með því verði tryggt að upphafleg markmið þess-
mannvirkin er mjög mikið og rekstrar- og viðhaldskostnaður ara félaga náist og að öll hjól starfseminnar vinni sem ein
umtalsverður í samræmi við það. Kröfur til aukinnar og bættrar heild að hagsmunum, framgangi og vexti Vals. Tilgangur
aðstöðu eru miklar og engin leið að mæta þeim nema með stöð- og hlutverk félaganna eru í grunninn mjög ólík. Hlutverk
ugri endurskoðun og framkvæmdaáætlunum. Hér tel ég að Vals sem íþróttafélags er þekkt og hefur þann tilgang að
mikið skorti og hættan sem því fylgir margþætt. Til skamms drífa áfram íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. Valsmenn hf.
tíma líður dagleg starfsemi fyrir þetta en til langs tíma er hætta á og Hlíðarendi ses. hafa hins vegar ekki beint sjálfstæð
að framkvæmdir sem ráðist er í verði lakari en ella, á margan hlutverk heldur er hlutverk þeirra og tilgangur að styðja
hátt. og styrkja starfsemi Vals. Öll starfsemin þarf því að miða
að þessu. Í dag eru Valsmenn hf. almenningshlutafélag
sem þarf að breyta enda er Valur langstærsti eigandi
Nýtt félag á gömlum grunni félagsins.
Af öllu framansögðu er það skoðun mín að stokka þurfi upp allt Milli félaganna og forsvarsmanna þeirra þarf að ríkja
stjórnkerfi félagsins og það megi í raun engan tíma missa ef sá mikið samstarf og fullkomið og gagnkvæmt traust. Ef
fyrirkomulagið á að skila tilætluðum árangri, þarf einnig
að ríkja almennt traust innan félagsins og meðal félags-
manna á starfsemi félaganna, tilgangi þeirra og hlut-
verkum.

3. Fjárhagsleg sjálfbærni
Rekstur íþróttafélags á Íslandi verður seint eða aldrei
sjálfbær út frá rekstri og umsvifum einum saman. Valur
er hins vegar í þeirri einstöku stöðu að hafa, með þróun á
eignarhaldi sínu á Hlíðarendajörðinni sem keypt var
1939, skapað þá fjármuni og eignir sem mynda mikil-
vægu fjórðu stoðina undir rekstur félagsins. Hinar þrjár
eru eigið sjálfsaflafé, styrkir hins opinbera og styrkir ein-
staklinga og fyrirtækja. Áframhaldandi uppbygging
Hlíðarenda og nýting þeirra tækifæra sem þar eru ónýtt,
er að mínu mati besta og öruggast leið félagsins til að
tryggja þessa fjárhagslegu sjálfbærni. Í því verkefni ættu
Valsmenn hf. og Hlíðarendi ses. að vera í aðalhlut-
verkum. 

62 Valsblaðið 2020


4. Valsleiðin  þess að það gerist þarf félagslegan drifkraft. Félagslegur
Valsleiðin hefur verið skilgreind innan félagsins í sam- drifkraftur skapast þegar fjöldi fólks finnur sameiginlegan
bandi við afreksstarfsemi í yngri flokkum félagsins. Það farveg fyrir tíma sinn og áhuga. Það velur að eyða tíma
þarf ekki langa skoðun til að sjá að Valur getur ekki sínum og kröftum innan félagsins vegna þess að það veitir
mannað meistaraflokka félagsins eins og gert hefur verið því ánægju og innblástur en ekki aðeins vegna þess að það
síðustu 20-30 árin. Fjármunum verður best varið með því fæddist í Hlíðunum eða æfði einhverju sinni og keppti með
að hefja nú þegar markvissa starfsemi til að skapa framtíð- félaginu.
arleikmenn félagsins. Afreksstarfsemi Vals verður aldrei
sjálfbær til lengri tíma litið með yfirgnæfandi hlutfalli Þau sex atriði sem hér eru nefnd standa ekki ein og afmörkuð
aðkeyptra leikmanna. Að sama skapi verður hámarksár- heldur þvert á móti mynda eina samstæða heild. Gerð íþrótta-
angri ekki náð án aðkeyptra leikmanna. Hér þarf að ríkja mannvirkja og almenn félagsstarfsemi eru gott dæmi um slíkt.
ákveðið jafnvægi sem sjá má svo mörg dæmi um hjá bestu Það er hægt að byggja glæsilega keppnisaðstöðu sem enga
íþróttafélögum í heiminum. ánægju veitir nema kannski á keppnisdegi. Það þarf því að
leggja alúð í hönnun og skipulag mannvirkja sem ekki verða
5. Framkvæmdaáætlun um uppbyggingu mannvirkja byggð án trausts fjárhags af forsvarsmönnum sem vinna sem ein
Á grunni þeirra tveggja vaxtarbrodda sem nefndir voru heild að vel skilgreindum markmiðum með hag félagsins og
hér í byrjun, þarf uppbygging íþróttamannvirkja að vera í félagsmanna þess að leiðarljósi.
stöðugri vinnslu og þróun. Það er óumflýjanlegt að iðk- Valur getur starfað áfram að mestu í óbreyttri mynd. Starf-
endum mun fjölga til muna á næstu árum nema félagið vilji semin mun örugglega ganga ágætlega eins og hingað til;
ekki þann vöxt eða verði ekki í stakk búið að vaxa. Upp- stundum með góðum og stundum verri árangri. Valur getur líka
byggingin er mjög vandasamt verk og dæmi um mis- ákveðið að skoða starfsemi sína á gagnrýnin hátt og af meiri
heppnuð íþróttamannvirki á Íslandi eru allt of mörg. Val metnaði en nú er. Valur getur stefnt hærra, líkt og keppnis-
hefur gengið vel á síðustu árum að byggja upp mannvirki íþróttamaðurinn sem tileinkar sér allt það besta í umhverfi sínu
sín en betur má ef duga skal. Fyrirliggjandi er þörf fyrir og sættir sig ekki við annað en það besta sem völ er á til að ná
aukin mannvirki, annars vegar fyrir handbolta og körfu- árangri. 
bolta og hins vegar fyrir knattspyrnuna. Þessi mannvirki Svarið við spurningunni sem sett er fram í fyrirsögn þessar
verða að vera allt í senn, notendavæn, rekstrarlega hag- greinar er því einfalt, félagið ræður birtustiginu og er í bíl-
kvæm, falleg og þannig úr garði gerð að hægt sé að þróa stjórasætinu varðandi framtíð sína. Félagið stendur á sterkum
og aðlaga starfsemina innan þeirra. grunni langrar sögu, stórra sigra og ríkra hefða. Valsheildin
hefur yfir að ráða öllum þeim þáttum sem til þarf til að ná
6. Félagsstarfsemin hámarks árangri. Það er ekki síst hægt með þeim fjármunum
Vinna þarf að markvissri áætlun um stóraukna þátttöku og eignum sem hún hefur yfir að ráða. Valur getur á næstu
almennra félagsmanna. Þetta er mikilvægari þáttur en árum skapað sér mikið samkeppnisforskot með því að styrkja
marga grunar. Hlutfallslega er þátttaka þeirra sem styðja innviði sína og stjórnskipulag, haldið áfram markvissri upp-
Val mjög slök. Hér eru fjölmörg tækifæri þar sem öll upp- byggingu mannvirkja og aðstöðu, stefnt og stuðlað að auk-
bygging og stefnumörkun þarf að miða að slíkri áætlun. inni félagslegri þátttöku og skapað í yngri flokka starfsemi
Bætt félagsleg aðstaða og félagsleg hugsun sem leiða til sinni traustar undirstöður fyrir sjálfbært afreksstarf í framtíð-
aukinnar félagslegrar þátttöku er að mínu mati jafn mikil- inni.
væg og íþróttalegur árangur sem mældur er í titlum. Valur Með Valskveðju
þarf að verða mun öflugri fjöldahreyfing en nú er og til Brynjar Harðarson

Valsblaðið 2020 63
Starfið er margt

Meistaraflokkur kvenna í handknattleik 2020–2021. F  remsta röð frá vinstri: Elín Helga Lárusdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Margrét
Einarsdóttir, Saga Sif Gísladóttir, Andrea Gunnlaugsdóttir, Auður Ester Gestsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir. Miðröð frá vinstri:
Björg Elín Guðmundsdóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Mariam Eradze, Hanna Karen Ólafsdóttir, Karlotta
Óskarsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir. Aftasta röð frá vinstri: Hlynur Morthens markmannsþjálfari, Hulda Þrastardóttir, Ásdís Þóra
Ágústsdóttir, Ída Margrét Stefánsdóttir, Lovísa Thompson, Ragnheiður Edda Þórðardóttir, Hildur Björnsdóttir, Óskar Bjarni
Óskarsson aðstoðarþjálfari og Ágúst Jóhannsson þjálfari. Ljósmynd Baldur Þorgilsson.

Meistaraflokkur karla deildarmeistari
á Covid-19 árinu 2020
Ársskýrsla handknattleiksdeildar 2020
Þegar litið verður til baka eftir mörg ár þá reynslu og þekkingu sem nýttist vel til
verður ársins 2020 minnst sem Covid árs- Meistaraflokkur kvenna þess að hjálpa og styðja ungt og efnilegt
ins og því miður má segja að ekki hafi Tímabilinu 2019–2020 hjá meistaraflokki lið sem á framtíðina fyrir sér.
verið spilaður mikill handbolti á þessu kvenna lauk snögglega og voru þær í 2. Fyrir tímabilið 2020–2021 urðu
tímabili. Kepnnistímabilinu 2019–2020 sæti þegar keppnin var blásin af. Liðið nokkrar breytingar á meistaraflokki
lauk um miðjan mars 2020 vegna Covid endaði sem lang besta liðið í 2. sæti en kvenna en Ágúst þjálfari skrifaði undir
sem stöðvaði alla íþróttastarfsemi í land- Fram var klárlega sterkasta liðið í fyrra. þriggja ára samning við félagið og var
inu í sjö vikur. Keppnistímabilið 2020– Engin úrslitakeppni var spiluð. Liðið það mikilvægt upp á næstu skref. Sama
2021 var rétt hafið þegar mótið var komst í undanúrslit í Coca-Cola bik- teymi er í kringum liðið en þar eru Óskar
stöðvað vegna þriðju bylgju Covid í arnum þar sem þær féllu úr leik á móti Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari, Hlynur
byrjun október og síðan þá hefur ekkert Fram og þegar litið var yfir þetta tímabil Morthens markmannsþjálfari og svo
verið hægt að spila og ljóst að ekkert þá var margt jákvætt í spilamennsku og miklu meira en það og er í raun hægri
verður spilað meira á árinu. Þó svo að árangri liðsins. Meiðsli höfðu þó áhrif á hönd Gústa við stjórnvöllinn, Björg Guð-
árið hafi litast að miklu leyti af Covid, þá liðið en Arna Sif, hinn öflugi línumaður, mundsdóttir sér um liðsstjórn og er
náðist góður árangur í meistaraflokkum sem kom til okkar fyrir tímabilið, gat lítið ómetanleg fyrir félagið. Þá er Veigur
og þó nokkur fjölgun var í yngri flokkum leikið með liðinu vegna meiðsla og hafa Sveinsson sjúkraþjálfari og Jóhann Emil
fram að þeim tíma sem æfingar voru sömu meiðsli einnig verið að trufla hana styrktarþjálfari og hefur hann á þessu
stöðvaðar. á þessu tímabili. Margar ungar stelpur Covid tímabili verið algjör lykilmaður í
fengu tækifærið hjá Ágústi Jóhannssyni
þjálfara liðsins, leikmenn eins og Ásdís
Þóra, Elín Rósa og Lilja Ágústdóttir, sem
fengu góðar og mikilvægar mínútur
ástamt því að Lovísa, Díana Dögg,
Sandra og Ragnhildur Edda tóku gott
skref fram á við. Leiðtogar liðsins Íris
Ásta, Íris Björk, og Hildur fyrirliði voru
ómetanlegar fyrir liðið með sína miklu

64
Elín Rósa Magnúsdóttir brýst í gegnum
vörnina. Ljósmynd Baldur Þorgilsson.
Lovísa Thompson í dauðafæri.
Valsblaðið 2020
Ljósmynd Baldur Þorgilsson.
Starfið er margt

Meistaraflokkur karla í handknattleik 2020–2021. F  remsta röð frá vinstri: Arnór Snær Óskarsson, Magnús Óli Magnússon, Martin
Nagy, Jón Sigfús Jónsson, Einar Baldvin Einarsson, Þorgeir Bjarki Davíðsson og Benedikt Gunnar Óskarsson. Miðröð frá vinstri:
Finnur Ingi Stefánsson, Jóel Bernburg, Einar Þorsteinn Ólafsson, Tryggvi Garðar Jónsson, Anton Rúnarsson, Stiven Tobar Valencia
og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Aftasta röð frá vinstri: Tumi Steinn Rúnarsson, Agnar Smári Jónsson, Vignir Stefánsson, Alexander
Júlíusson, Róbert Arnon Hostert og Tjörvi Týr Gíslason. Ljósmynd Baldur Þorgilsson.

æfingaskipulagi liðsins. Tveir leikmenn sæti eftir þrjá leiki. Það verður því spenn- vegna Covid en liðið átti að mæta Halden
fóru í atvinnumennsku, þær Sandra andi að fylgjast með liðinu þegar íþrótta- frá Noregi. Liðinu var boðið í æfingaferð
Erlingsdóttir (Danmörk) og Díana Dögg starfsemi getur farið aftur af stað með til Japan en ferðasaga mfl. karla er að
(Þýskaland) auk þess fór Vigdís Birna til hefðbundnum hætti. finna á öðrum stað hér í blaðinu, þetta var
Danmerkur í nám. Valur færir þeim Tvær drottningar og miklir sigurveg- hin eftirminnilegasta ferð í alla staði og
þakkir fyrir frábæran tíma í félaginu. arar, Íris Ásta og Íris Björk, lögðu skóna þétti hún hópinn mikið félagslega. Það
Ragnheiður Sveinsdóttir sleit kross- á hilluna eftir tímabilið í vor (í bili alla- sem gerir árangur liðsins enn merkilegri
bönd á haustmánuðum og spilar ekki vega). Írís Ásta hefur unnið marga titla var að Ýmir Örn var seldur í febrúar til
meira þetta tímabil, Hildur fyrirliði er með Val og er mikilvægur liðsfélagi utan Löwen í Þýskalandi og Finnur Ingi
ófrísk og Arna Sif er spurningamerki eftir sem innan vallar. Írís Björk lék með Val í meiddist fyrir lokaátökin en það hafði
áramót vegna meiðsla. Það munar mikið tvö tímabil og sannaði sig sem einn besti ekki áhrif á sigurhrinu liðsins, sem verður
um þær en þær eru allar línumenn og því markvörður í kvennahandboltanum, mik- að teljast mjög gott og frábært að sjá aðra
var Sigrún Ása Ásgrímsdóttir fengin að ill keppnismaður og leiðtogi. Valur færir leikmenn liðsins stíga upp þegar á reyndi.
láni frá Stjörnunni til að spila með okkur þeim þakkir þeirra frábært framlag fyrir Fyrir tímabilið 2020–2021 urðu breyt-
á þessu tímabili. Fyrir veturinn fengum félagið. ingar á meistaraflokki karla en Daníel
við nýja góða leikmenn til liðs við okkur Freyr Andrésson fór til GUIF (Svíþjóð),
en markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir Hreiðar Levy Guðmundsson lagði skóna
kom úr Haukum, Þórey Anna Ásgeirs- Meistaraflokkur karla á hilluna frægu en báðir voru þeir alveg
dóttir frá Stjörnunni, Margrét Einarsdóttir Eftir þunga byrjun um haustið 2019 þá frábærir með Val og var Valur klárlega
frá Fylki, Hulda Dís Þrastardóttir frá Sel- fór Valsvélin í gang og á árinu 2020 tap- með sterkasta markmannsparið í deild-
fossi og Mariam Eradze (dóttir Rolands aði liðið ekki leik en gerði eitt jafntefli
Vals Eradze) frá Frakklandi en liðið virð- við UMFA. Þegar mótið var blásið af var
ist ná vel saman og er góð orka og mikill Valur sanngjarnt á toppnum, sem er ótrú-
jákvæður kraftur í liðinu sem er í 2.–4. legt miðað við að vera í fallsæti í október
og endaði liðið sem deildarmeistari. Að
sjálfsögðu hefðu leikmenn viljað klára
mótið og spila úrslitakeppni. Leikmenn
geta verið enn stoltari af þeim áskorunum
sem þeir fóru í gegnum á tímabilinu en
meiðsli og brottfall gerði hópinn þéttari
og sterk liðsheild endaði á toppnum.
Liðið var einnig komið í 8-liða úrslit í
Challenge Cup, sem var svo fellt niður
Ásgeir Snær Vignisson í skotstöðu og
Ágúst Jóhannsson þjálfari
Valsblaðið 2020
kvennaliðs Vals í handknattleik. Ljósmynd Baldur Þorgilsson. 65
Þorgils Jón Svölu Baldursson beygir sig.
Uppskeruhátíð meistaraflokka 2020
Í maímánuði er orðin hefð að ljúka vetr-
inum með uppskeruhátíð vetrarins þar
sem leikmenn eru verðlaunaðir fyrir
fjölda leikja hjá Val, bestu, efnilegustu og
mikilvægastu leikmenn valdir sem og
bestu leikmenn U-liða félagsins. Þetta
árið fékk meistaraflokkur karla bikarinn
Þorgils Jón Svölu Baldursson í kunnuglegri afhentan af formanni HSÍ og Theódór
stöðu. Ljósmynd Baldur Þorgilsson. Hjalti Valsson sló upp súper veislu með
hjálp frá góðu stjórnarfólki. Mikilvægasti
þáttur kvöldsins var hins vegar þegar
inni, Daníel átti tvö mjög góð ár í Val og þjálfari og hinn ástsæli húmoristi Guðni sjálfboðaliðum handknattleiksdeildar
stóð sig líka frábærlega í að þjálfa yngri Jónsson er liðsstjóri. Fagmaðurinn Val- Vals var þakkað óeigingjarnt starf fyrir
markmenn félagsins og Hreiðar sýndi að geir Viðarsson er sjúkraþjálfari liðsins og Val en þetta er lykilfólk félagsins og
hann hafði engu gleymt og kláraði nokkra lykilmaður teymisins þetta tímabilið er erum við ansi heppin með að eiga marga
leiki fyrir liðið upp á sitt einsdæmi, enn styrktarþjálfarinn Jóhann Emil sem að sem hafa starfað lengi og vel fyrir
sá allra besti í Olís. Ásgeir Snær Vignis- heldur öllu gangandi þegar ekkert má félagið.
son fór í ÍBV en hann er einn af mörgum hittast og æfa en hann hefur unnið ótrú-
efnilegum leikmönnum sem hafa komið legt starf fyrir félagið á þessu furðulega Meistaraflokkur kvenna
upp í gegnum yngri flokka starf félagsins. tímabili. Leikmaður flokksins: Lovísa Thompson
Hann mun klárlega þroskast vel þar og Mikilvægasti leikmaður: Írís Björk
koma aftur seinna í uppeldisfélagið. Við Símonardóttir
fengum Einar Baldvin aftur til baka en Ungmennalið Vals Efnilegasti leikmaður: Elín Rósa
hann var á láni á Selfossi og hefur byrjað Valur teflir fram liðum í Grill deildum Magnúsdóttir
mjög vel í deildinni og með honum er karla og kvenna en þar fá ungir leikmenn Besti leikmaður U-liðs kvenna: Lilja
ungur Ungverji, Martin Nagy sem er að tækifæri til að spila og öðlast dýrmæta Ágústsdóttir
láni frá Pick Szeged, Ungverjalandi. Þor- reynslu fyrir framtíðina. Þarna spila leik-
geir Bjarki Davíðsson kom til okkar frá menn úr 3. flokki og einnig leikmenn sem Meistaraflokkur karla
HK og Tumi Steinn Rúnarsson sneri heim eru á landamærum við meistaraflokkinn. Leikmaður flokksins: Anton Rúnarsson
í Val en hann fór í UMFA og blómstraði Þarna eru efnilegir og frábærir krakkar Mikilvægasti leikmaður: Vignir Stef-
þar, gaman að ungu strákarnir vilji koma sem ekki bara eru framtíðin í boltanum ánsson
aftur og stefna á titla með Val. Allir hafa heldur gera margt annað gott starf fyrir Efnilegasti leikmaður:; Þorgils Jón
þessir drengir komið sterkir inn í breiðan félagið, s.s. að dæma, þjálfa, sjá um HB Svölu Baldursson
hóp af frábærum leikmönnum en liðið er statz (tölfræði) í Olís deildinni, grilla Besti leikmaður U-liðs karla: Benedikt
í 2.-4. sæti eftir fjóra leiki í Olís deild- hamborgara svo fátt eitt sé nefnt. Það er Gunnar Óskarsson
inni. Snorri Steinn skrifaði undir nýjan félaginu gríðarlega mikilvægt að halda
samning til þriggja ára við félagið og góðu starfi í þessum deildum. Heimir Leikjaverðlaun 2020
heldur áfram sinni góðu vegferð með Ríkarðsson og Anton Rúnarsson eru við 50 leikir+:Arnór Snær Óskarsson, Róbert
strákana og er klárlega einn af efnilegustu stjórnvöllinn karlamegin og kvennamegin Aron Hostert, Daníel Freyr Andrésson,
þjálfurum landsins. Teymið í ár er það er Dagur Snær Steingrímsson þjálfari. Írís Björk Símonardóttir, Lovísa
sama og í fyrra, Óskar Bjarni er aðstoðar- Þessir þjálfarar sjá einnig um 3. flokkinn Thompson og Sandra Erlingsdóttir
þjálfari, Hlynur Morthens markmanns- og vinna faglegt og frábært starf fyrir Val. 100 leikir+: Díana Dögg Magnúsdóttir
150 leikir+: Vigdís Birna Þorsteinsdóttir

Landsliðsfólk Vals
Ýmir Örn Gíslason spilaði á sínu þriðja
stórmóti með A-landsliði karla á EM í
janúar 2020 en nú lék hann stórt hlutverk
með liðinu og spilaði varnarleikinn frá-
bærlega allt mótið. Svo vel spilaði
drengurinn að Löwen keypti hann í
febrúar til að koma strax til Þýskalanda.
Við erum stolt af Ými og hann er kominn
til að vera í landsliðinu og mun ná fleiri
mótum þar og leikur mjög vel í sterkustu
deild handboltans. Annars gerði Covid
það að verkum að öllum verkefnum yngri
landsliða var frestað en þar eigum við
Hart barist. Frá vinstri sést Elín Rósa
Magnúsdóttir, Ólöf María Stefánsdóttir og

66 lengst til hægri er Hanna Karen Ólafs-


dóttir. Ljósmynd Baldur Þorgilsson. Valsblaðið 2020
Starfið er margt

nú á haustmánuðum en Covid stöðvaði starf á þessu furðulega ári. Tveir þjálfarar


þær áætlanir en þar voru Lovísa Thomp- þurftu að skipta um vettvang og að mörgu
son, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Mariam leyti vegna veirunnar en það voru þær
Eradze og Saga Sif Gísladóttir í liðinu. Herdís Hallsdóttir, sem kom eins og
Vonandi að þær fái leiki sem fyrst á árinu stormsveipur inn í Val og nánast kom að
2021. Það sama á við um önnur landslið öllum flokkum og Ágústa Edda Björns-
því það er mikilvægur þáttur í þroska dóttir, sem hefur spilað og þjálfað í mörg
leikmanna að fá að æfa og spila með ár í Val við góðan orðstír. Þeim báðum er
landsliðum Íslands. þakkað fyrir þeirra góðu störf og áhrif
sem þau höfðu á komandi kynslóðir Vals.

Yngri flokkar Vals


Fagleg og góð vinna er það sem Valur er Stjórn handknattleiksdeildar Vals
Yngri landslið í handknattleik í þekkt fyrir og við erum stolt af starfi Að venju var kosin stjórn deildarinnar á
Færeyjum. U-16 og U-18 ára landslið yngri flokka félagsins. Á undanförnum aðalfundi Vals og er Gísli Gunnlaugsson
kvenna fóru til Færeyja og léku bæði tvo árum hafa leikmenn verið að skila sér í formaður, Jón Halldórsson varaformaður.
æfingaleiki við heimastúlkur. U-18 vann meistaraflokka félagsins sem er megin Aðrir í stjórn eru Eva Gunnlaugsdóttir,
báða leikina þar sem Valsararnir Andrea markmið yngri flokkanna. Það, ásamt því Friðrik Hjörleifsson, Gunnar F. Sverris-
Gunnlaugsdóttir, Ásdís Þóra, Elín Rósa að ala upp góða Valsmenn sem skila sér í son, Guðrún Gísladóttir, Harald Péturs-
og Hanna Karen léku lykilhlutverk í ýmis störf félagsins, er mikilvægt, ásamt son, Páll Grétar Steingrímsson, Svala
liðinu. Ásdís var markahæst í báðum því að krakkarnir hafi góðar minningar Þormóðsdóttir og Theódór Hjalti Valsson.
leikjum með samanlagt 15 mörk, Elín frá árunum í Val. Covid hefur að sjálf-
skoraði 7, Hanna skoraði 2 og Andrea sögðu spilað stórt hlutverk hjá krökk-
unum á þessu ári en mikið var gaman að Lokaorð
markmaður skoraði eitt mark ásamt því
að loka rammanum á stórum köflum. fá þau aftur inn á æfingar nú í nóvember Þetta ár hefur verið krefjandi og óvenju-
U-16 tapaði einum og vann einn leik og hafa fengið aftur líf í Valshöllina. legt. Næstu vikur og mánuðir verða það
gegn Færeyjum, þar sem Valsarinn Lilja Gaman að segja frá því að fjölgunin er væntanlega líka. Hvað tekur við eftir ára-
Ágústsdóttir stjórnaði leik liðsins á jöfn og þétt í Val og nú á haustmánuðum mótin er ekki enn vitað á þessari stundu.
stórum köflum. Lilja skoraði 10 mörk og eru stelpurnar orðnar jafn margar og Íþróttahreyfingin, og þeir sem stjórna
var markahæsti leikmaður liðsins í þessu strákarnir. Það er sannarlega ánægjulegur aðgerðum vegna Covid á Íslandi, þurfa
verkefni. Þjálfari liðsins er Ágúst árangur. Leikmenn 3. flokks kvenna og að hugsa hvernig á að hafa hlutina þegar
Jóhannsson. Meðfylgjandi er mynd af karla urðu bikar- og deildarmeistarar og ef fjórða bylgjan af Covid kemur upp
þessum glæsilegu fulltrúum Vals í yngri 2020 en það sem vakti meiri áhuga hér á landi. Aðgerðarplan vegna íþrótta
landsliðum kvenna. Frá vinstri: Lilja margra var að strákamegin átti Valur tvö þarf að taka tillit til mismunandi þátta og
Ágústsdóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, lið í efstu tveimur sætunum í 1. deildinni, mæta þörfum mismunandi hópa, t.d.
Hanna Karen Ólafsdóttir. Andrea Gunn- hreint ótrúleg breidd af jöfnum og afreksiðkenda. Það er hins vegar ljóst að
laugsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir. flottum drengjum. Þjálfarar flokksins handbolti hefur nánast bara verið spilaður
voru þeir Heimir Ríkarðsson og Anton í þrjá mánuði á þessu ári, janúar, febrúar
Rúnarsson. Hjá stelpunum eru margar í og september en annars hafa þjálfarar og
flokknum farnar að spila hlutverk í leikmenn þurft að gera alls konar hluti og
marga efnilega leikmenn í flestum liðum, meistaraflokknum og liðið teflir fram gera breytingar til að viðhalda líkamlegri,
karla og kvennamegin. nánast sama hópi og frá því í fyrra og er andlegri og félagslegri heilsu.
18 og 16 ára lið kvenna náðu þó að fara því ógnarsterkt. Dagur Snær Steingríms- Handknattleiksdeild Vals er þeirrar
til Færeyja um verslunarmannahelgina og son var og er þjálfari 3. flokks kvenna. gæfu aðnjótandi að eiga marga trygga og
spila við heimamenn. Í 16 ára liðinu spil- Félagið eignaðist einnig Íslandsmeistara í öfluga sjálfboðaliða sem vinna ómetan-
aði Lilja Ágústsdóttir sína fyrstu leiki, 5. flokki kvenna yngri (2007) og 6. flokki legt starf fyrir deildina. Þeim, ásamt
stóð sig mjög vel og var fyrirliði en þjálf- kvenna eldri og yngri (2008 og 2009) og styrktaraðilum, starfsmönnum félagsins,
ari liðsins er Ágúst Jóhannsson, hann því greinilega að koma upp sterkir foreldrum, leikmönnum meistaraflokka
einnig orðinn aðstoðarþjálfari A-liðs árgangar af stúlkum í Val. Sigríður Unnur og yngri flokka eru færðar þakkir fyrir
kvenna. Það er mikill styrkur fyrir Arnar og Björn Ingi, sem eru þjálfarar þessara stuðninginn á árinu, vinnuna fyrir deild-
Pétursson landsliðsþjálfara að hafa svona flokka, eru að ná þeirri góðu jöfnu að ina og félagið í heild sinni. Bak við góð
reynslumikinn og góðan þjálfara með sér. vera með mikinn fjölda og sterka liðs- lið eru oftast mjög öflugir sjálfboðaliðar
Í 18 ára liðinu átti Valur fjóra leikmenn, heild. Strákarnir á eldra ári í 6. flokki og stjórnarmenn og við í Val eigum
Andreu, Ásdísi Þóru, Elínu Rósu, og voru einnig efstir í stigasöfnun þegar marga slíka snillinga. Bestu þakkir til
Hönnu Karen. Þær léku stórt hlutverk Covid stoppaði mótið. Valur hefur ávallt allra sem að starfinu hafa komið. Við
eins og þær gera alltaf með þessu liði. Ída lagt mikið uppúr því að hafa góða og vonumst að sjálfsögðu til þess að árið
Margrét var meidd og gat ekki farið í reynda þjálfara í yngri flokkunum og 2021 beri í skauti sér bjartari tíma og
þessa ferð og þess ber að geta að Ásdís reyna að tengja þá vel við meistaraflokka meiri handbolta, okkar allra vegna.
Þóra var fyrirliði og átti Valur því fyrir- félagsins. Áfram, hærra!
liða í báðum landsliðunum. Þjálfurum yngri flokkanna er þakkað Gísli Gunnlaugsson, formað-
A-landslið kvenna átti að æfa og spila sérstaklega fyrir frábært og óeigingjarnt ur handknattleiksdeildar Vals

Valsblaðið 2020 67
Elín Rósa Benedikt Gunnar
Magnúsdóttir Óskarsson
Bikarmeistarar í 3. flokki kvenna í handknattleik 2020. E  fri röð f. vinstri: Dagur Snær
Steingrímsson, Nina Remic, Karlotta Óskarsdóttir, Hafdís Hera Arnþórsdóttir, Vaka Sig- Valur 1 og Valur 2 í 1. deild og enduðu í
ríður Ingólfsdóttir, Sunna Thoroddsen Friðriksdóttir, Hildur Ýr Jóhannsdóttir, Herdís tveimur efstu sætum deildarinnar.
Hallsdóttir, Harpa Dögg Jóhannsdóttir og Þórunn Jóhanna Þórisdóttir. Neðri röð f. Reykjavíkurmeistarar, bikarmeistarar og
vinstri: Elín Rósa Magnúsdóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Andrea Gunnlaugsdóttir, Lilja deildarmeistarar. Valur 3 í 2. deild.
Ágústsdóttir, Ída Margrét Stefánsdóttir, Signý Pála Pálsdóttir, Guðlaug Embla Hjartar- Besta við flokkinn: Samheldinn hópur
dóttir og Hanna Karen Ólafsdóttir. Ljósmynd Guðlaugur Ottesen Karlsson. með mikinn metnað og leikmenn sem
ætla sér langt.
Helstu markmið: Gera góða leikmenna
að enn betri leikmönnum og einstakling-
um. Búa til framtíðarmenn Vals sem gera
Val að enn betra félagi, innan sem utan
vallar.
Annað: Búið að vera frábært tímabil sem
hófst reyndar á 10 daga ferð til Þýska-
lands þar sem farið var á úrslitaleiki
meistaradeildarinnar, Final4. Árangri
flokksins má að miklu leyti þakka frá-
bærri samheldni, góðum anda innan
hópsins og góðrar æfingasóknar auk mik-
ils hæfileika leikmanna. Leikmenn hafa
sýnt það að þeir eiga framtíðina fyrir sér.

Bikarmeistarar í 3 flokki karla í handknattleik 2020. V  alur vann Coca Cola bikarinn í Viðurkenningar:
3. flokki karla er liðið lagði HK, 29:25, í hörkuleik í Laugardalshöll. Valsliðið var með Andri Finnsson – Leikmaður Vals 1
tögl og hagldir í úrslitaleiknum í Laugardalshöll sem fór fram í frábærri umgjörð og Einar Þorsteinn Ólafsson – Leikmaður
stemningu meðal a.m.k. sex hundruð áhorfenda sem settu skemmtilegan svip á leikinn. Vals 2
Mikill hraði var í leiknum og spennustig leikmanna hátt enda mikið í húfi. Þrátt fyrir Knútur Eymarsson Kruger – Leik-
að vera í eltingaleik frá upphafi þá lögðu HK-ingar aldrei árar í bát og skömmu fyrir maður Vals 3
leikslok var munurinn tvö mörk. HK fékk vítakast og gat minnkað muninn í eitt mark en Jóel Bernburg – Mestu framfarir
Jón Sigfús Jónsson, annar markvörður Vals, varði og fór þar með langt með að tryggja Þorgeir Arnarsson – Áhugi og ástundun
liðinu sínu sigurinn. Aftari röð frá vinstri. Óskar Bjarni Óskarsson, Anton Rúnarsson,
Heimir Ríkarðsson, Tómas Sigurðarson, Óðinn Ágústsson, Sigurður Bjarni Thorodd- 4. flokkur karla
sen, Jóel Bernburg, Einar Þorsteinn Ólafsson, Breki Hrafn Valdimarsson, Finnborgi Fjöldi iðkenda 11.
Steingrímsson, Áki Hlynur Andrason, Jónas Hákon Kjartansson, Ísak Logi Einarsson, Þjálfari: Ólafur Stefánsson.
Dagur Fannar Möller, Tryggvi Garðar Jónsson, Ásgeir Theodór Jónsson, Daníel Freyr Þættir sem auka liðsheild: Samvinna,
Andrésson. Neðri röð frá vinstri: Óttar Ómarsson, Arnór Ingi Jónsson, Þorgeir leikgleði, samheldni og njóta þess að æfa
Arnarsson, Jón Sigfús Jónsson, Erlendur Guðmundsson, Stefán Pétursson, Benedikt og spila handbolta.
Gunnar Óskarsson, Andri Finnsson, Bjartur Ingvason og Kristófer Valgarð Guð- Þátttaka í mótum: Hópurinn samanstóð
rúnarson. Ljósmynd Guðlaugur Ottesen Karlsson. í vetur af leikmönnum fæddum 2004 og
því var einungis eitt lið sent til keppni í
3. flokkur karla bikarkeppni HSÍ, Reykjavíkur- og
Um yngri flokka Fjöldi iðkenda 36. Íslandsmóti 2020. Flokkurinn þurfti oft
handknattleiksdeildar Þjálfarar: Heimir Ríkarðsson og Anton að fá stuðning frá öðrum flokkum, s.s.
Efnilegasti leikmaður karla í yngri Rúnarsson. æfa með 3. flokki, sameina æfingar með
flokkum Vals: Benedikt Gunnar Óskars- Þættir sem auka liðsheild: Samvinna, 4. flokki kvenna o.s.frv. til að fá fjölda í
son leikgleði, samheldni og njóta þess að æfa æfingarnar og gæði. Mikið var tekið af
Efnilegasti leikmaður í yngri flokkum og spila handbolta. valæfingum og mikil kennsla var þetta
Vals: Elín Rósa Magnúsdóttir Þátttaka í mótum: Þrjú lið í Íslandsmóti. árið. Drengirnir þroskuðust mikið við

68 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Andri Finnsson Einar Þorsteinn


Ólafsson Íslandsmeistarar í 5. flokki kvenna yngri í handknattleik 2020. 5 . flokkur kvenna
yngri með verðlaun sín fyrir að hafa sigrað Íslandsmótið 2020 en þetta eru stelpur
fæddar árið 2007. Frábær vetur hjá þessum efnilegu stelpum sem eiga framtíðina fyrir
sér. Valur leggur mikinn metnað í þjálfun yngri flokkanna sinna og hafa stelpurnar í 5.
og 6. flokki í vetur náð eftirtektarverðum árangri, þar sem þær eru nú Íslandsmeistarar
í þremur árgöngum, 2007, 2008 og 2009. Efri röð frá vinstri: Björn Ingi Jónsson
þjálfari, Jóhanna Rún Steingrímsdóttir, Arna Karítas Eiríksdóttir, Erla Sif Leósdóttir,
Katla Margrét Óskarsdóttir, Benedikta Björk Þrastardóttir, Rebekka Rún Örvarsdóttir,
Ester Elísabet Guðbjartsdóttir, Katrín Björg Svavarsdóttir, Hrafnhildur Markúsdóttir
og Sigríður Unnur Jónsdóttir, þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Oddný Mínervudóttir,
Þórunn Mínervudóttir, Kristína Phuong Anh Nguygen og Laufey Helga Óskarsdóttir.
Knútur Eymarsson Jóel Bernburg
Kruger

ýmis konar mótlæti og meiðsli yfir vetur-


inn og stóðu sig vel í að gera þetta að
góðum vetri.
Besta við flokkinn: Hópur sem varð mun
samheldnari þegar leið á veturinn og efni-
legir drengir sem margir geta náð langt.
Helstu markmið: Gera góða leikmenna
að enn betri leikmönnum og einstakling-
um. Búa til framtíðarmenn Vals sem gera Hlynur Freyr Daníel Örn Guð- Hafdís Hera Karlotta Kjerúlf
Val að enn betra félagi, innan sem utan Geirmundsson mundsson Arnþórsdóttir Óskarsdóttir
vallar.
Annað: Flottur hópur sem beið spenntur deildar- og bikarmeistari og unnu alla
að komast í 3. flokkinn og fá að komast í leiki sem þær spiluðu á tímabilinu.
stærri hóp til að eiga auðveldara með að Besta við flokkinn: Samheldinn hópur
spila og gera aðra hluti á æfingunum. stúlkna sem eru tilbúnar að fórna sér hver
Þroskuðust afar vel yfir veturinn og aðdá- fyrir aðra, sama hvað bjátar á. Helstu
unarvert hve hvernig þeir tókust á við markmið að vinna leiki, bæta sig sem
ýmis meiðsli og mótlæti sem kom upp handboltamenn og styrkja félagslega þátt-
þennan vetur. Flottir strákar tilbúnir að inn. Fóru t.d. í hláturjóga, út að borða og
bæta sig sem leikmenn og persónur. í ýmsa leiki, duglegar að hvetja hverja
aðra heima frá sér á covid tímanum. Vaka Sigríður Salka Sól
Viðurkenningar í 4. flokki karla Ingólfsdóttir Traustadóttir
Hlynur Freyr Geirmundsson – Leik- Viðurkenningar í 3. flokki kvenna
maður flokksins Hafdís Hera Arnþórsdóttir – ástundun
Þorvaldur Örn Þorvaldsson – Mestu Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir – mestar
framfarir framfarir
Daníel Örn Guðmundsson – Ástundun Elín Rósa Magnúsdóttir – Leikmaður
og áhugi flokksins
Signý Pála Pálsdóttir – Besti liðsfélaginn
3. og 4. flokkur kvenna
Þessir tveir kvennaflokkar æfðu að mestu Viðurkenningar í 4. flokki kvenna
leyti saman í ljósi þess hve stór hópurinn Vaka Sigríður Ingólfsdóttir – ástundun
var. og áhugi
Þátttaka í mótum: 3. og 4. fl. tóku þátt í Salka Sól Traustadóttir – Mestu fram- Sunna Thoroddsen Bárður Kjart­
Íslandsmóti og bikarkeppni. 4. fl. tapaði farir Friðriksdóttir ansson fékk
með einu marki í bikarnum gegn liði sem Sunna Thoroddsen Friðriksdóttir – Maggabikarinn.
fór í úrslitaleikinn og 3. fl. varð bæði Leikmaður flokksins

Valsblaðið 2020 69
5. flokkur kvenna og ótrúlega gaman að sjá hvað þær eru 6. flokkur karla
Fjöldi iðkenda: 28. orðnar miklir Valsarar. Fjöldi iðkenda: 44.
Þjálfari: Sigríður Unnur og Björn Ingi. Þjálfarar: Snorri Steinn Guðjónsson,
Á æfingum var unnið með ýmsa þætti 5. flokkur karla Díana Dögg Magnúsdóttir og Áki Hlynur
og var hópnum ýmist skipt eftir getu, Fjöldi iðkenda: 19. Andrason.
aldri, stöðum, skólum/búsetu en einnig Þjálfari: Herdís Hallsdóttir, Óskar Bjarni Þættir sem auka liðsheild: Hrósa,
blandað í ólíka og mismunandi hópa. Var og Arnór Snær Óskarsson. hvetja, læra að vera leiðtogar, kunna að
þessa skipting gerð til að þjálfa sem best Þættir sem auka liðsheild: Jákvæðni, vinna og tapa og bera virðingu fyrir
hvern og einn einstakling auk liðanna þolinmæði og hrós. öðrum.
sjálfra en einnig til að blanda stelpunum Þátttaka í mótum: Báðir árgangar tóku Þátttaka í mótum: Bæði eldra og yngra
betur saman og láta þær kynnast sem þátt í öllum þremur mótum HSÍ, Reykja- árið spiluðu á 3 mótum þar sem eldra árið
best. Einnig voru stelpurnar duglegar að víkurmóti og enduðu síðan á sumarmóti var með 3 lið og yngra árið með 4 lið.
mæta saman á leiki hjá meistaraflokki, HSÍ 5.–7. og 12.–14. júní. Yngra árið varð Reykjavíkurmeistari og
hjálpa til við umgjörð á heimaleikjum Besta við flokkinn: Jákvæðir og áhuga- stóð sig vel á mótum vetrarins. Eldra árið
með því að vera á kústunum og vera rit- samir, ótrúlega duglegur 15 manna kjarni spilaði til úrslita á Reykjavíkurmóti og
arar í leikjum hjá 4.fl. kvenna og í sem kemur 100% á allar æfingar og voru í harðri toppbaráttu á mótum vetrar-
mótum/túrneringum, þar sem allir hjálp- hrikalega gaman að þjálfa. ins.
uðu til við að ná fram betri liðsheild. Það Helstu markmið: Bæta sig sem einstakl- Besta við flokkinn: Skemmtilegir og
sem hafði einnig mikinn sameiningar- ingar, bæði innan sem utan vallar. Dreng- orkumiklir strákar þar sem blanda af
kraft, var að koma eins fram við alla leik- irnir orðnir miklu betri. Að gera leikmenn húmor, miklum metnaði og keppnisskapi
menn og tala aldrei um lið 1, 2 eða 3 betri með réttri nálgun og betra viðhorfi. skilaði skemmtilegum vetri.
heldur væru allar í sama liðinu og værum Annað: Skemmtilegur hópur með ólíkum Helstu markmið: Læra að spila sem lið,
að stefna að sama marki. týpum og frábærum einstaklingum. auka þekkingu og áhuga á handbolta,
Á Reykjavíkurmótinu var ekki skipt bera virðingu fyrir samherjum, andstæð-
eftir árgöngum eins og venjan er, heldur 6. flokkur kvenna ingum, dómurum og þjálfurum. Lang-
var 2007 og 2006 skellt saman í einn hóp Fjöldi iðkenda: 38. tímamarkmið er svo að hætta að tuða í
og því skiptist flokkurinn í tvennt. Lið 1 Þjálfari: Björn Ingi Jónsson og Sigríður dómurum.
vann sinn riðil og komst í úrslit en tapaði Unnur Jónsdóttir. Annað: Metnaðarfullir, skemmtilegir og
fyrir Fram 1 í úrslitaleik og lentu því í 2. Þátttaka í mótum: Eldra ár, 1. sæti á góðir strákar sem vilja stefna hátt. Ef þeir
sæti. Íslandsmótið í 5. fl. er venjulega 5 Reykjavíkurmóti og 1. sæti á Íslandsmóti. halda rétt á spilunum, þá eru þeim allir
mót þar sem safnað er stigum í 1. deild en Yngra ár, 1. sæti á Reykjavíkurmóti og vegir færir.
í ár náðist bara að spila á 3 mótum. 1. sæti á Íslandsmóti.
Eldra árið hóf leikinn brösuglega og Helstu markmið: Halda áfram að æfa 7. flokkur kvenna
féll úr 1. deild á fyrsta mótinu sínu. Vann vel og gera sitt besta. Fjöldi iðkenda: 19.
svo næsta móti örugglega í 2. deild og Besta við flokkinn: Þær hafa lagt mikið Þjálfari: Ágústa Edda Björnsdóttir.
endaði síðasta mótið með 2. sæti í 1. á sig í vetur og er klárlega um framtíðar- Þátttaka í mótum: Flokkurinn tók þátt í
deild. Heildarstigafjöldi til Íslandsmóts leikmenn meistaraflokks að ræða. Í vetur fjórum mótum, lokamótið var sumar-
nægði til að enda í 4. sæti samanlagt sem sendum við þrjú lið til leiks í Íslandsmót- mótið á Selfossi.
verður að teljast ásættanlegur árangur inu í hvorum árgangi og árangurinn var Þættir sem auka liðsheild: Á milli 10 til
miðað við að hafa fallið niður um deild á hreint út sagt frábær. Allar stelpurnar 15 stelpur mættu til leiks síðasta haust hjá
fyrsta móti. Yngra árið tefldi fram nutu þess að spila og gleðin skein úr 7. flokki kvenna en nú í lok vetrar eru þær
tveimur liðum til leiks. Lið 1 endaði sem hverju andliti. Yngra árið endaði svo orðnar yfir 20. 7. flokkur kvenna er ein-
sigurvegari í öllum þremur mótum vetrar- tímabilið sem Íslandsmeistarar en þær staklega ljúfur og góður hópur með kraft-
ins í 1. deild og eru því Íslandsmeistarar. unnu öll þrjú mótin sem haldin voru. miklum stelpum sem hafa tekið ótrúlegum
Þess má þó geta að framfarir hjá hópnum Eldra árið endaði líka sem Íslandsmeist- framförum í vetur. Til að byrja með vildu
voru góðar á milli móta og unnu þær síð- arar eftir að hafa unnið öll þrjú mótin. stelpurnar helst alltaf vera í leikjum en
asta mótið nokkuð sannfærandi en fyrstu Það er sérstaklega gaman að segja frá því smátt og smátt hefur handboltametnaður-
tvö mótin voru mun jafnari og margir erf- að á seinni tveimur Íslandsmótunum var inn aukist og þær njóta þess í botn að
iðir leikir þrátt fyrir að þær hafi unnið Valur með tvö lið í fyrstu deild. Það er leggja sig allar fram við að ná betri tækni
þau bæði. Lið 2 bætti sig einnig heilmikið því ljóst að um virkilega öflugar stelpur og læra nýja hluti. Flokkurinn tók þátt í
á milli móta en þess má geta að þær spil- er að ræða. Aðaláherslan hjá okkur var öllum fjórum mótum vetrarins og stóð sig
uðu í 2. deild í allan vetur.  samt að hafa gaman, vera góður liðsfélagi mjög vel. Eitt af markmiðum vetrarins var
Það besta við flokkinn er hvað hann er og að bæta sig í handbolta. Stelpurnar að allar fengju keppnisreynslu, allar
ótrúlega æfingaglaður, metnaðarfullur og skiptust á að vera fánaberar á leikjum hjá fengju að prófa þær stöður á vellinum sem
fullur af efnilegum stelpum. Leikmenn meistaraflokki kvenna sem var alltaf jafn þær langaði til og að liðin myndu spila
koma til að æfa og vilja bæta sig og það eftirsóknarvert enda alltaf gaman að sjá jafna leiki, þ.e. við álíka sterka andstæð-
er rosa skemmtileg stemming á meðal fyrirmyndirnar. Þótt Covid-19 hafi sett inga, því þannig lærir maður mest. Annað
leikmanna. Hópurinn er samheldinn og strik í reikninginn voru stelpurnar dug- af helstu markmiðunum var að allir
allar vinkonur sem gerir hann enn þá öfl- legar að æfa heima og þegar æfingar myndu taka framförum og að það væri
ugri fyrir vikið. Það er öruggt að margar byrjuðu aftur var ekki að sjá að það hefði gaman á æfingum, sem sagt hæfileg
af þessum stelpum eiga eftir að ná langt verið eitthvað frí. blanda af æfingum, spili og leikjum.

70 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

7. flokkur karla
Fjöldi iðkenda: 35.
Þjálfari: Ágústa Edda Björnsdóttir og
Ólöf María Stefánsdóttir.
Fjöldi móta: Fjögur mót og endað á
sumarmóti á Selfossi.
Í lok vetrar voru um 40 strákar að æfa
með flokknum en tæplega 20 nýir drengir
bættust í hópinn yfir tímabilið aðallega á
yngra ári. 7. flokkur karla er kraftmikill
hópur sem þarf að halda vel við efnið
hverja einustu mínútu. Heilt yfir er
hópurinn mjög metnaðarfullur með mikið
keppnisskap sem er það besta við flokk-
inn en stundum líka það erfiðasta.
Flokkurinn tók þátt í öllum fjórum
mótum vetrarins og stóð sig mjög vel.
Eitt af markmiðum vetrarins var að allir
fengju keppnisreynslu, allir fengju að
prófa þær stöður á vellinum sem þá lang-
aði til og að liðin myndu spila jafna leiki, Íslandsmeistarar i 6. flokki kvenna eldri í handknattleik 2020. E  fri röð frá vinstri: Sig-
þ.e. við álíka sterka andstæðinga, því ríður Unnur Jónsdóttir þjálfari, Svanborg Soffía Hjaltadóttir, Ester Elísabet Guðbjarts-
þannig lærir maður mest. Annað af helstu dóttir, Hrafnhildur Markúsdóttir, Ingibjörg Svaladóttir, Sigrún Erla Þórarinsdóttir,
markmiðunum var að allir myndu taka Hekla Hrund Andradóttir, Björn Ingi Jónsson, þjálfari, Tinna Sigurjónsdóttir og Gerður
framförum og að það væri gaman á Sveinsdóttir. Neðri röð frá vinstri: María Ævarsdóttir, Laufey Helga Óskarsdóttir, Snæ-
æfingum sem sagt hæfileg blanda af fríður Sól Ingvarsdóttir, Ísold Hallfríðar Þórisdóttir og Þura Bryndís Bragadóttir.
æfingum, spili og leikjum.

8. flokkur kvenna
Fjöldi iðkenda: 27.
Þjálfarar: Herdís Hallsdóttir og Lilja
Ágústsdóttir.
Þættir sem auka liðsheild: Fara í alls
konar leiki þar sem þarf að nota sam-
vinnu, æfa sig að spila boltanum og finna
þann sem er í besta færinu, leiða
meistaraflokksleikmenn inn á fyrir leiki,
koma á Hlíðarenda og vera Valsarar, jóla-
æfing með jólahlaðborði í lokin og nýta
góða veðrið í maí og taka útiæfingar.
Þátttaka í mótum: Fjögur mót, enduðu á
sumarmóti á Selfossi 31. maí.
Besta við flokkinn: Hressar og skemmti-
legar stelpur, alltaf gaman og þær dug-
legar að læra.
Helstu markmið: Kynnast betur hand-
bolta og reglunum í gegnum alls konar
leiki og með því að spila.

8. flokkur karla Íslandsmeistarar í 6. flokki kvenna yngri í handknattleik 2020. E  fri röð frá vinstri:
Fjöldi iðkenda: 23. Sigríður Unnur Jónsdóttir þjálfari, Laufey Helga Óskarsdóttir, Hekla Hrund Andra-
Þjálfarar: Anton Rúnarsson og Þor- dóttir, Sólrún Una Einarsdóttir, Mílena Lilja Piech, Kristín Ósk Halldórsdóttir, Björn
valdur Örn Þorvaldsson. Ingi Jónsson þjálfari og Björk Grímsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Gabríela Sif Ívars-
Þættir sem auka liðsheild: Samvinna, dóttir, Ylfa Björg Jóhannsdóttir, Hildur Helga Benediktsdóttir, Lára Daníela Kristjáns-
leikgleði, samheldni og njóta þess að æfa dóttir, Heiða Margrét Erlingsdóttir og Eydís Anna Hannesdóttir.
og spila handbolta.
Þátttaka í mótum: Fjögur mót, Grótta-
Stjarnan-Afturelding-Selfoss. grunnatriði í handknattleik, hafa gaman Ljósmyndir á uppskeruhátíð hand-
Besta við flokkinn: Samheldinn hópur og njóta þess að spila handbolta. knattleiksdeildar tók Baldur Þorgils-
og miklir vinir. Annað: Frábærir strákar sem eiga fram- son.
Helstu markmið: Kenna strákunum tíðina fyrir sér.

Valsblaðið 2020 71
Af spjöldum sögunnar

Mulningsvélin í úrslitaleik
Evrópukeppni meistaraliða 1980
Einstakt afrek í íþróttasögu Íslands
Þann 29. mars árið 1980 eða fyrir 40 árum lék Valur
úrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða í handbolta
við þýska liðið Grosswallstadt í München. Vals-
menn höfðu þá lagt sterkt lið Drott frá Svíþjóð í
8-liða úrslitum og stórlið Atlético Madrid frá Spáni
í undanúrslitum eftir æsispennandi heimaleik í
Laugardalshöllinni sem var m.a. nefndur leikur
aldarinnar í Dagblaðinu. Hvorki fyrr né síðar hefur
íslenskt lið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni, líkt
og Valsmenn, undir stjórn þjálfarans Hilmars
Björnssonar, gerðu þetta ár. Liðið byggði leik sinn
upp á góðum varnarleik og var Valsvörnin gjarnan
kölluð mulningsvélin á þessum árum. Ekki gekk
það þó sem skyldi í úrslitunum þar sem gríðarsterkt
lið Grosswallstadt vann 21-12 sigur í M ­ ünchen og
varði þar með Evróputitil sinn frá árinu áður. Ólík-
legt er að íslenskt félagslið í handknattleik, knatt-
spyrnu eða körfuknattleik eigi eftir að ná sambæri-
legum árangri á stóra sviðinu, hvorki karla- né
kvennalið en það má samt láta sig dreyma. Mikil-
vægt að rifja afrek af þessu tagi reglulega upp.
Silfurlið Vals í Evrópukeppni meistaraliða 1980. Standandi f.v. Brynjar
Harðarson, Stefán Gunnarsson, Ólafur Benediktsson, Brynjar Kvaran og
Björn Björnsson. Miðröð f.v. Hilmar Björnsson þjálfari, Þorbjörn Guð-
mundsson og Þorbjörn Jensson. Fremst f.v. Bjarni Guðmundsson, Stefán
Halldórsson Steindór Gunnarsson, Gunnar Lúðvíksson, Jón H. Karlsson og
Gunnsteinn Skúlason aðstoðarþjálfari.

Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár

72 Valsblaðið 2020


Ferðasaga

Heimsókn til Japan


Í janúar 2020 hélt meistaraflokkur karla í handbolta
í æfinga- og ævintýraferð til Japan
Við erum svo heppnir að hafa góða teng- með svínum, köttum og dúfum svo eitt-
ingu inn í japanska landsliðið í handbolta hvað sé nefnt. Hópnum var skipt upp í
sem bauð okkur til æfinga sem hluta af fjögur lið og fengum við stig fyrir hvert
undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana atriði. Markmið leiksins var að fá sem
2020 en til stóð að halda þá í Tokyo flest stig ásamt því auðvitað að sjá og
seinna um sumarið. Grunlausir um kom- gera sem mest meðan við heimsóttum
andi tíma og heimsfaraldur þáðum við þennan stað sem er mjög svo ólíkur því
boðið um að koma til Japan og æfa í sem við erum vanir hér heima. Bæði hvað
vikutíma með landsliði þeirra undir hand- varðar matarvenjur og siði sem snúa helst
leiðslu Dags Sigurðssonar, landsliðsþjálf- að umgengni og kurteisi sem er til fyrir-
ara Japan. Ferðalagið var spennandi enda myndar. Ratleikurinn var vel heppnaður
fáir okkar sem höfuð komið áður til Jap- en hafði misjöfn áhrif á menn. Sumir
an. Fyrsti áfangastaður var Kaupmanna- voru rólegir í tíðinni og söfnuðu fáum
höfn þar sem við millilentum og fengum stigum á meðan aðrir fóru hratt yfir,
okkur hressingu fyrir næsta flug sem var gerðu margt og sáu nánast allt, en það
þægilegt rúmlega 10 tíma flug. Þetta varð þeim að falli. Svo greinilega að einn
hafðist nú að lokum og við komuna til okkar féll í gólfið við komu inn á eitt
Japan tók Dagur á móti okkur ásamt flottasta listasafnið í Tokyo á fimmtug-
teyminu sínu og fylgdi okkur á hótel og ustu og þriðju hæð, Mori art museum.
sýndi okkur æfingaaðstöðuna. Öll Hann var sendur heim í sjúkrabíl og sagt
aðstaðan var til fyrirmyndar, hótelið sér- að taka því rólega. Svo mikið lögðu menn
hannað fyrir íþróttafólk og innangengt frá á sig í þessum frábæra leik. Allt fór þetta
herbergjum á æfingasvæðið, sem og í þó vel og skemmtilegur leikur sem ýtti
mötuneyti og spa. Á þessum tímapunkti okkur aðeins út fyrir þægindarammann í
bjuggu leikmenn Japan á hótelinu, ásamt því t.d. að reyna að tala við heimafólkið
íþróttafólki hvaðanæva úr heiminum sem og taka leigubíl, sem er ekkert einfalt mál
var í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana. í Japan.
Glæsileg aðstaða og allt til alls, bæði í
æfinga- og gistiaðstöðu.
Við tókum vel á því á krefjandi Vel heppnuð æfingaferð
æfingum þar sem okkur var blandað Frábær ferð á enda og flestir ef ekki allir
saman og þjálfarar beggja liða stýrðu betur á sig komnir eftir vel heppnaða
æfingum í sameiningu. Þessar æfingar æfingaferð nema kannski Óskar Bjarni,
vöktu okkur til umhugsunar að við gæt- flugið situr enn í honum. Ferðalagið heim
um gert betur en við höfðum verið að var hins vegar ekki alveg eins spennandi
gera heima á Íslandi. Við spiluðum tvo og út enda komin þreyta í hópinn og við
æfingaleiki við Japan og í bæði skiptin loksins búnir að venjast 9 klst. tímamis-
skildi á milli liðanna síðustu mínúturnar. mun eftir 7 daga í Tokyo.
Þegar heim var komið var ákveðið að Sérstakar þakkir til Dags og allra þeirra
spýta í lófana og halda sama krafti og sem komu að skipulagningu þessarar
hafði verið á æfingunum úti sem við ferðar. Hún gerði okkur mjög gott og
gerðum og töpuðum ekki leik eftir það. stóðum við uppi sem deildarmeistarar
þegar þetta undarlega tímabil var blásið
af vegna heimsfaraldurs COVID-19 eins
Gaman að skoða Tokyo í Japan og allir vita.
En við gerðum meira en að æfa í Tokyo, Fyrir hönd meistaraflokks
Jón Halldórsson yfirfararstjóri og Bjarki karla í handbolta, Arigato!
Sigurðsson fararstjóri höfðu sett upp Vignir Stefánsson
skemmtilegan leik sem fólst í því að við
fórum um alla borg í leit að ýmsum
kennileitum og vinsælum kaffihúsum

Valsblaðið 2020 73
Framtíðarfólk

Framtíðin er björt
Tryggvi Garðar Jónsson er 17 ára og leikur
handknattleik í 3. flokki og meistaraflokki
Nám? Tvö ár í Verzlunarskóla Íslands. úr meiðslum og byrja spila almennilega Hvað er mikilvægast til að ná árangri í
Hvað ætlar þú að verða? Handbolta- með meistaraflokki. íþróttum og lífinu almennt? Metnaður
maður. Besti stuðningsmaðurinn? Pabbi og og vilji.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Í atvinnu- mamma. Hvernig finnst þér að hægt sé að auka
mennskunni. Erfiðustu samherjarnir? Getur verið jafnrétti kynja hjá Val? Auglýsa leikina
Af hverju Valur? Því það er besta liðið. erfitt að lenda á móti Magga á æfingum. hjá báðum liðum jafn mikið.
Uppeldisfélag í handbolta? Valur. Erfiðustu mótherjarnir? Selfoss hafa Hvað getur Valur gert til að vinna gegn
Frægur Valsari í fjölskyldunni? verið erfiðir í gegnum tíðina. fordómum, einelti og öðru ofbeldi?
Frænkur mínar, Hildigunnur og Sunneva, Eftirminnilegasti þjálfarinn? Maxim og Láta þjálfara fylgjast vel með fyrir og
spiluðu handbolta með Val fyrir nokkrum Óli Finnboga. eftir æfingar og foreldra í yngri flokk-
árum. Mesta prakkarastrik? Plataði Benna að unum, hvort að allt sé ekki í lagi.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í drekka piss. Hvernig er hægt að auka samstarf
handboltanum? Þau hafa stutt mig alla Vandræðalegasta atvik? Skaut úr auka- deilda í Val? Skipuleggja einhverja sam-
leið. kasti í lok fyrri hálfleiks í minnsta gæjann eiginlega viðburði
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- í veggnum og fékk rautt. Hvernig er hægt að auka aðsókn á leiki
skyldunni? Pabbi var hrikalegur í gamla Athyglisverðasti leikmaður í meistara- hjá Val? Bæta umgjörð enn þá frekar
daga. flokki kvenna hjá Val? Lovísa. Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
Af hverju handbolti? Skemmtileg íþrótt Athyglisverðasti leikmaður í meistara- þú gera? Segja Snorra að hætta láta leik-
og síðan hef ég alltaf haft þörf á kontakt flokki karla hjá Val? Einar Ó. og menn klífa fjöll og hjóla þvert yfir landið.
íþrótt og þá átti handboltinn vel við. Bennotelli. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum? Hvernig líst þér á yngri flokkana í árum? Stíga upp í næsta þrep og ná góðu
Vann Skagamótið og Reykjavíkurmótið í handbolta hjá Val? Framtíðin er björt. gengi í Evrópu.
fótbolta. Fyrirmynd þín í handbolta? Dunvjak. Hvernig telur þú að hægt sé að fjölga
Eftirminnilegast úr boltanum? Íslands- Draumur um atvinnumennsku í hand- iðkendum hjá Val í yngri flokkum?
meistaratitlar í yngri flokkunum. bolta? Spila í meistaradeildinni. Ekkert sem kemur upp, finnst alltaf verið
Lýstu Valsliðinu í handbolta karla í Landsliðsdraumar þínir? Komast í að fjölga núna í yngri flokkunum eftir að
stuttu máli? Frábær hópur með sterka landsliðið og vinna stórmót. blokkirnar komu upp hjá Hlíðarenda.
breidd, samheldni. Hvað einkennir góðan þjálfara? Klók- Eftirminnilegasti viðburður eða atvik
Hvernig skýrir þú gengi Valsliðsins á indi og agi. hjá Val á árinu að þínu mati? Deildar-
síðasta tímabili? Ekki nógu góð byrjun Uppáhalds erlenda fótbolta- og hand- meistarar og Japansferðin.
en toppuðum á réttum tíma í deildinni. boltafélagið? Manchester United í fót- Hvaða áhrif hefur Covid-19 heimsfar-
Mestu vonbrigðin á síðasta tímabili? bolta og Kiel í handbolta. aldur haft á líf þitt og einnig íþrótta-
Fá ekki að halda áfram í Evrópukeppn- Nokkur orð um núverandi þjálfara- iðkun og keppni á þessu ári? Hann
inni. teymi? Frábærir þjálfarar sem eiga eftir hefur haft mikil áhrif á mig eins og á líf
Markmið fyrir þetta tímabil? Ná mér að vinna fullt af titlum á næstu árum. allra og það er leiðinlegt að það þurfi að
vera gera þessar covid pásur á deildinni.
Besta bíómynd? Django Unchained.
Besta bók? Tár, bros og takkaskór.
Einkunnarorð? „Winning isn’t everyt-
hing, it’s the only thing“.
Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
Friðrik, 11. maí 1911.

74 Valsblaðið 2020


DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345
Ætlaði aldrei að
verða þjálfari
Heimir Ríkarðsson þjálfari í handknattleik hjá
Val og yngri landsliðum í viðtali við Valsblaðið en
hann hefur helgað líf sitt þjálfun og löggunni
Hjá Val starfa á hverjum tíma fjölmargir og ungmenna, mikilvægu uppeldisstarfi,
þjálfarar og aðstoðarþjálfarar hjá yngri bæði á sviði íþrótta, heilsueflingar og Heimir hefur nýlokið Master Coach
flokkum félagsins í öllum deildum sem félagsþroska. Íþróttafélög leggja jafnan þjálfaranámi sem er æðsta
sinna, á viðkvæmum mótunarárum barna áherslu á að framtíðarleikmenn þeirra í þjálfarastig eftir EHF staðli.
meistaraflokki komi upp úr yngri
flokkum félagsins og að iðkendur verði hitta krakkana eftir Covid-19 og þjálfa,
jafnframt stoltir stuðningsmenn og en við höfum reynt að halda starfinu
félagsmenn. Margir þjálfarar koma tíma- gangandi með heimaæfingum, Zoom fjar-
bundið til starfa, ætla ekki að leggja fyrir æfingum með áherslu á líkamlegan styrk.
sig þjálfun og hverfa til annarra starfa Við höfum fengið góða aðstoð frá
eins og gengur. Heimir Ríkarðsson, þjálf- Jóhanni Emil styrktarþjálfara en þetta er
ari 3. flokks karla hjá Val, hefur vakið langt frá því að vera fullnægjandi en samt
athygli fyrir frábæran árangur, bæði hjá það besta sem við getum gert, höfum
Val til margra ára og einnig hjá yngri einnig samband á samfélagsmiðlum. Mér
Heimir með Þorbirni Jenssyni landsliðum í handknattleik. En hvaðan leiðist ástandið,“ segir Heimir, greinilega
á góðum degi. kemur þessi trausti, staðfasti og dagfars- ósáttur við stöðuna.
prúði maður sem hefur verið samfellt
þjálfari hjá Val í 15 ár og er öllum Vals-
mönnum að góðu kunnur? Heimir tók Með Fram í yngri flokkum
strax vel í að koma í viðtal við Valsblaðið í handbolta og einn
og við ákváðum að hittast í Valsheimilinu Reykjavíkurmeistaratitill
á köldu nóvembersíðdegi skömmu eftir Blaðamaður Valsblaðsins og Heimir
að heimilt var að hefja að nýju æfingar í bjuggu um tíma í sömu blokkinni í Skip-
yngri flokkum fyrir börn á grunnskóla- holtinu, þar sem Heimir var virkur í hús-
aldri og gættum vitaskuld að öllum sótt- félaginu og lét til sín taka í stjórn hús-
varnaráðstöfunum. Þetta var í fyrsta sinn félagsins. Heimir segir að foreldrar hans
í 7 vikur sem Heimir kom í Valsheimilið hafi flutt 1963 inn í nýbyggða blokkina í
vegna æfingabanns sökum Covid-19 Skipholti, hann þá eins árs gamall. Hann
heimsfaraldurs. Hann þarf að bíða lengur gekk í Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ
eftir því að fá að hitta strákana í 3. flokki allan grunnskólann en flutti með fjöl-
sem hafa þó verið í eins góðum tengslum skyldunni í Breiðholt en keypti 1993
og mögulegt er með aðstoð tækninnar. aftur íbúð foreldranna í Skipholt 45.
Honum finnst árið 2020 vera mjög sér- Heimir æfði handbolta alla yngri flokk-
stakt en hann hefur aldrei upplifað það ana hjá Fram í Álftamýrarskóla, þar var
frá 1982 að hafa ekki getað þjálfað. „Ég afar þröngt, allir flokkar æfðu þarna.
veit að þessi tími hefur verið erfiður fyrir Hann man eftir flottum þjálfurum en
marga unga leikmenn sem hafa ekki Sigurbergur Sigsteinsson, sem þjálfaði
komist á æfingar og tekið þátt í eðlilegu hann lengst, stendur upp úr. Ekki margir
félagslífi og skólastarfi í langan tíma og á hans aldri náðu langt í handbolta og
ég hef áhyggjur af því að þetta geti leitt engin afrek standa upp úr í eigin íþrótta-
til aukins brottfalls úr íþróttum og vanlíð- iðkun en Atli Hilmarsson og Hermann
unar. Það er hins vegar okkar þjálfaranna Björnsson voru á svipuðum aldri og hann
Heimir Ríkarðsson og Anton að reyna að fá krakkana aftur á æfingar hjá Fram. „Einn leikur stendur upp úr hjá
Rúnarsson þjálfarar 3. flokks karla. og keyra starfið áfram þegar það verður mér í 1. flokki þegar ég var enn í 2. flokki
leyft. Það er mikil tilhlökkun að fá að og var beðinn að leika úrslitaleik um

76 Valsblaðið 2020


Viðtal:
Guðni Olgeirsson

Reykjavíkurmeistaratitil á móti eldri


refum úr Val sem voru á seinni hluta fer-
ilsins eða hættir. Hart var tekist á og í
minningunni var þetta mjög skemmti-
legur leikur, jafn, mikil læti og barátta,
þar sem leikmenn fórnuðu sér fyrir titil.
Ég held að Fram hafi unnið með einu
marki en er þó ekki viss,“ segir Heimir
og glottir.

Formaður unglinganefndar Fram í


handbolta frá 1982 og þjálfari
Heimir segist reyndar hafa verið einn
vetur í Val í 3. flokki sem kom til vegna
óánægju með starfið hjá Fram. Æfði í
gamla salnum í Valsheimilinu og man
sérstaklega eftir Brynjari Harðarsyni sem
var mjög lunkinn og flottur og einnig
fleiri strákar. Hann fór svo aftur í Fram
og æfði þar áfram en var um það bil að
hætta í handbolta þegar hann var beðinn
að taka að sér formennsku í unglinga-
nefndinni. Hann var viðloðandi það starf
í Fram alveg til 2000 samhliða þjálfun
hjá þeim. „Ég ætlaði reyndar aldrei að Heimir er afar sigursæll þjálfari og
þjálfa en þegar ég var búinn að ráða þjálf- hefur 18 sinnum frá 2005 farið með
ara á alla flokka haustið 1982 sem for- lið í úrslitaleik í Laugardalshöll.
maður unglingadeildar fór ég og fylgdist
með æfingum hjá öllum flokkum. Nýráð- hann á vöktum, en á árunum 2000–2005 Sem Framari til margra ára fannst
inn þjálfari 3. flokks kvenna skrópaði á vann hann í forvarnardeild lögreglunnar honum skrýtið að fara á fyrstu Valsæfing-
fyrstu tveimur æfingum sem ég þurfti að sem rannsóknarlögreglumaður í tengslum una en sér hafi strax verið vel tekið af
sjá um og eftir það hringdi ég í þjálfarann við afbrot og fræðslu barna og ungmenna gömlu andstæðingunum og ávallt liðið
og rak hann. Ég tók sjálfur við þjálfun í Mosfellsbæ. Á árunum 2005–2009 var vel í Val. Hann segir að þangað til nýja
flokksins ásamt Lárusi H Lárussyni og hann aðalvarðstjóri í lögreglustöðinni í húsið hafi verið tekið í notkun 2007 hafi
náðum við góðum árangri með stelpurnar. Breiðholti en frá 2009 sem lögreglufull- félagið verið á hrakhólum með æfingar
Ég hef þjálfað óslitið síðan í tæplega 40 trúi rannsóknadeildar sem sinnir Breið- sem fóru t.d. fram í Austurbergi og
ár, þökk sé skrópagemlingnum hjá Fram holti og Kópavogi. Heimir segir að vel Laugardalshöll en það hafi ekki komið
en ég hafði aldrei hugleitt að fara út í fari saman að vera þjálfari og lögga. niður á starfinu eða stemningu. „Ég fann
þjálfun,“ segir Heimir sem sá ekkert eftir fljótt samstöðuna og jákvæðan félagsanda
því að hætta að æfa handbolta og snúa sér í Val, gott samtarf deildanna sem er einn
að þjálfun. „Þessum þriðja flokki stúlkna Þjálfari í Val frá 2005 og er mikill meginstyrkur félagsins, allir þjálfarar
í Fram hafði gengið mjög illa árið áður, Valsari þekkjast og vinna jafnvel saman og styðja
fékk aðeins sárafá stig í Íslandsmótinu en Heimir hefur verið þjálfari í handbolta hvern annan. Sérstaklega gaman hversu
endaði meðal efstu liða fyrsta árið sem ég samfellt síðan 1982 eða í tæp 40 ár, til mikill samgangur eru á milli deilda og
þjálfaði með 30 stig. Við lögðum mjög ársins 2000 hjá Fram sem yngri flokka góður andi í húsinu. Það var vel tekið á
mikla áherslu á alla umgjörð í flokknum, þjálfari og aðstoðarþjálfari meistara- móti mér í upphafi, hér hef ég kynnst
félagsstarfið og æfingar. Þetta var reyndar flokks og síðan aðalþjálfari meistara- fullt af frábæru fólki og þykir vænt um
fyrsta og eina árið sem ég hef þjálfað flokks í Fram 2000–2005. Hann var árið Val. Það er t.d. frábært að vinna með
stelpur,“ segir Heimir. 2005 ráðinn sem þjálfari með Óskari Óskari Bjarna sem er vakinn og sofinn
Bjarna Óskarssyni á meistaraflokk félags- yfir velferð félagsins, mikill hugsjóna-
ins 2005 en einnig líka sem þjálfari 2. og maður og félagsmaður þar á ferð,“ segir
Helgað líf og starf löggunni og 3. flokks. Heimir var viðloðandi Heimir.
þjálfun meistaraflokkinn til 2013 þegar Ólafur
Heimir hefur starfað í lögreglunni jafn Stefánsson tók við en hefur öll árin
lengi og við þjálfun en ætlaði heldur þjálfað yngri flokka Vals, bæði 2. og 3. Þjálfari unglingalandsliða frá 1998
aldrei að verða lögga. Hann byrjaði sem flokk og síðustu þrjú árin 3. flokk og Heimir byrjaði að þjálfa unglingalandslið
sumarstarfsmaður hjá lögreglunni 1983 ungmennalið Vals sem spilar í Grilldeild- U-16 árið 1988 og var aðstoðarþjálfari
en ákvað að sækja um áframhaldandi inni. Hann hefur alltaf þjálfað karlaflokka fyrstu árin meðal annars með bræðrunum
starf um haustið, hefur verið í löggunni utan fyrsta árið með Fram þegar hann var Jóhanni Inga Gunnarssyni og Steindóri
síðan og líkar vel. Fyrstu 17 árin vann með 3. flokk kvenna. Gunnarssyni en einnig Þorbergi Aðal-

Valsblaðið 2020 77
skiptir miklu máli, einnig skiptir gríðar-
miklu máli að eiga góð samskipti við leik-
menn, búa yfir hæfni til að móta liðsheild
og að láta öllum líða vel. Metnaður er líka
mikilvægur. Þetta gildir um alla þjálfun en
sérstaklega í yngri flokkum þar sem
tvinna þarf saman að rækta áhuga, metnað
og liðsheild. Setja sanngjarnar reglur og
stuðla að góðum aga og búa til góðan
félagsmann.“ Heimir segist einnig hafa
getað nýtt sér margt í þjálfaramenntum og
Hluti Valsstrákanna sem fóru í Finalfour
reynslu í lögreglustörfum og öfugt.
ferðina 2018 eftir æfingaleik við Koblenz.

steinssyni og Þorbirni Jenssyni. Árið 1995 Jóhannsson. Þetta var mjög gagnlegt og Sigursæll og farsæll þjálfari
tók Heimir við sem aðalþjálfari U-16 og það veitir heimild til að stýra landsliðum Heimir hefur verið afar sigursæll þjálfari
hefur síðan verið með U-16, U-18 eða og félagsliðum í Evrópukeppni. HSÍ gerir hjá Val og til fróðleiks þá varð 3. flokkur
U-19. „Það er mjög gefandi og skemmti- kröfu um að allir þjálfarar á þeirra vegum karla á þessu ári bæði Reykjavíkur-,
legt starf að þjálfa yngri landslið og séu með þessa þjálfaragráðu í sínum deildar- og bikarmeistari. Valur 1 og
gaman að kynnast krökkum úr ýmsum landsliðum,“ segir Heimir. En þegar Valur 2 enduðu í tveimur efstu sætum 1.
liðum. Ég hef upplifað margar stórar Heimir er spurður um hvað einkenni góð- deildar en vegna Covid voru Íslands-
stundir með yngri landsliðunum en ætli an þjálfara hugsar hann sig um og meistarar ekki krýndir þetta árið. Magn-
mér finnist ekki vænst um að hafa unnið ígrundar svarið og segir síðan, „Staðgóð aður árangur en þegar litið er yfir þjálf-
til gull-, silfur- og bronsverðlauna á Evr- þekking og geta til að miðla þekkingu araferil Heimis hjá Val, þá er slíkur
ópumeistaramóti. Gullverðlaun í Slóvakíu
2003 með U-18, bronsverðlaun á Opna
Evrópumótinu í Svíþjóð 2017 og silfur-
verðlaun í Króatíu 2018. Ég held fyrir víst
að U-18 landslið Íslands í handknattleik
2003 sé eina íslenska landsiðið í bolta-
íþrótt sem hefur orðið Evrópumeistari og
ég er afar stoltur af þeim góða árangri,“
segir Heimir en margir úr þeim hópi fóru í
A-landsliðið, m.a. Arnór Atlason, Ásgeir
Örn Hallgrímsson og Björgvin Páll Gúst-
afsson. Tveir leikmenna frá Val voru í
Evrópumeistaraliðinu, þeir Pálmar Péturs-
son og Ingvar Árnason. „Við lékum til
úrslita við Þýskaland og unnum með
fimm marka mun. Það vakti mikla athygli
og vel var tekið á móti liðinu við komuna
til landsins. Ríkisstjórnin hélt til dæmis
tvær móttökur fyrir hópinn en bæði Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra og
Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra
voru með móttökur fyrir okkur,“

Með æðstu þjálfaragráðu


Þegar Heimi var kippt tvítugum inn í
handboltaþjálfun hjá Fram hafði hann
enga menntun á því sviði. Á löngum
þjálfaraferli hefur hann reglulega sótt sér
menntun og fræðslu og segist hafa tekið
ótal þjálfaranámskeið hér á landi og
erlendis. Nýlega lauk hann Master Coach
þjálfaranámi sem er æðsta þjálfarastigið
eftir EHF staðli. „HSÍ fékk tækifæri til að
halda það nám í fyrsta skipti hér á landi
og fóru þrír þjálfarar frá Val á námskeiði
en auk mín fóru Óskar Bjarni og Ágúst

78 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar Vals í 3. flokki karla í handknattleik 2020. E


 fri röð frá vinstri: Heimir Ríkarðsson
þjálfari, Benedikt Gunnar Óskarsson, Ísak Logi Einarsson, Óðinn Ágústsson, Jóel Bernburg, Tómas Sigurðarson, Einar Ólafs-
son, Andri Finnsson, Áki Hlynur Andrason, Gunnar Möller, Bjartur Ingvason, Anton Rúnarsson aðstoðar þjálfari. Neðri röð
frá vinstri: Ásgeir Theodór Jónsson, Stefán Árni Arnarsson, Knútur Gauti Eymarsson Krüger, Jónas Hákon Kjartansson,
Haraldur Helgi Agnarsson, Jón Sigfús Jónsson, Stefán Pétursson, Þorgeir Sólveigar Gunnarsson, Arnór Ingi Jónsson. Á
myndina vantar Breka Hrafn Valdimarsson, Erlend Guðmundsson, Sigurð Bjarna Thorodssen, Tryggva Garðar Jónsson, Óttar
Ómarsson og Þorgeir Arnarsson.

Áletrun á styttu: Heillaóskir til Evrópu-


meistara 2003. Tómas Ingi Olrich
menntamálaráðherra.

árangur ekki einsdæmi. Hann hefur frá


2005 t.d. farið 18 sinnum með lið frá Val
Silfurverðlaunahafar á Evrópumeistara-
í bikarúrslit, þ.e. með meistaraflokki, 2.
mótinu 2018, 18 ára landsliðið. Efri röð
og 3. flokki og þar af unnið níu sinnum. hefur meðal annars verið farið með 3.
frá vinstri: Andrés Kristjánsson sjúkra-
Heimi finnst erfitt að nefna stærstu stund- flokk til Þýskalands í æfinga- og keppnis-
þjálfari, Heimir Ríkarðsson þjálfari,
irnar með Val en staldrar þó við árið 2007 ferð. „Þetta er um 10–12 daga ferð sem
Haukur Þrastarson, Viktor Andri
þegar meistaraflokkur varð Íslands- endar í Köln á úrslitahelginni í meistara-
Jónsson, Tjörvi Týr Gíslason, Hafsteinn
meistari og það ár hafi líka verið ákveð- deildinni í handknattleik, sem kallast
Óli Ramos Rocha, Jón Bald Freysson,
inn hápunktur með 2. flokki. Bikarmeist- Final four. Við förum yfirleitt annað
Eiríkur Þórarinsson, Einar Örn
aratitlarnir þrír hjá meistaraflokki 2008, hvert ár og hafa þessar ferðir verið sann-
Sindrason, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson,
2009 og 2011 eru líka eftirminnilegir sem kallaðar ævintýraferðir, heppnast einstak-
Magnús Jónsson aðst. þjálfari, Björn
og nokkrir titlar með 2. og 3.flokki. „Það lega vel og skilað okkur miklu. Þá höfum
Eiríksson liðsstjóri og Óskar Bjarni
hefur yfirleitt gengið mjög vel í 2. og 3. við undanfarin þrjú ár fengið boð um að
Óskarsson fararstjóri. Neðri röð frá
flokki frá því að ég kom til Vals, alltaf koma með 3. flokk á Balaton mótið í
vinstri: Tumi Steinn Rúnarsson, Dagur
áhugasamir strákar með mikinn metnað Ungverjalandi. Er það til merkis um styrk
Gautason, Stiven Tobar Valencia, Viktor
og gott hugarfar. Árangurinn í 3. flokki á handboltans í Val að fá að keppa á því
Gísli Hallgrímsson, Sigurður Dan
þessu skrýtna ári er líka frábær og ein- móti sem er gríðarlega sterkt. Þátttaka á
Óskarsson, Arnar Rúnarsson, Goði
stakt að enda með tvö lið í efstu sætum þessu móti hefur verið mikil reynsla fyrir
Ingvar Sveinsson, Arnór Snær Óskarsson.
1. deildar til viðbótar við að vinna þrefalt strákana og upplifun. Strákarnir hafa náð
í ár. Ég sé marga efnilega stráka í ung- ótrúlega góðum árangri á mótinu en
mennaliðinu og 3. flokki sem eiga eftir að þarna eru bara öflug lið frá frægustu
fara alla leið og þegar eru nokkrir komnir klúbbum handboltaheimsins. Það er mik- ingar og finnst mjög gaman að þjálfa
í æfingahóp með meistaraflokki,“ segir ill heiður sem og reynsla fyrir strákana að unga og metnaðarfulla leikmenn, bæði
Heimir stoltur. fá að etja kappi við t.d. Barcelona, ­ hjá Val og yngri landsliðunum.
Zagreb, Veszprém og ungverska ung­
lingalandsliðinu,“ segir Heimir. Valsblaðið þakkar Heimi fyrir skemmti-
Félagslegi þátturinn mikilvægur Heimir segist vera mjög sáttur í Val en legt viðtal og óskar honum farsældar í
Heimir hefur í áranna rás reynt að sinna honum líði vel á Hlíðarenda og á þar áframhaldandi störfum fyrir Val, HSÍ og
vel félagslega þættinum og undanfarin ár góða vini. Hann horfir áfram til uppbygg- handboltahreyfinguna hér á landi.

Valsblaðið 2020 79
Framtíðarfólk

Þjálfarar duglegir
að skipuleggja
heimaæfingar
Dagur Fannar Möller er 17 ára og
leikur handbolta með 3. flokki
mátt ganga betur. Vorum að tapa flestum Hvað getur Valur gert til að vinna
Nám? Ég er á öðru ári á viðskiptabraut í leikjunum með 1–2 mörkum og þetta gegn fordómum, einelti og öðru
Versló. voru svona svekkjandi töp. Samt alltaf ofbeldi? Það er mjög sterkt að vera með
Hvað ætlar þú að verða? Mig langar gaman að fá að spila við lið eins og fyrirlestra og þá leggja áherslu á það að
mikið að fara í verkfræðinám og vinna Veszprem, Barcelona og Zagreb. flytjandinn sé einhver sem iðkendurnir
með hátækni tengda rafmagnsbílum. Erfiðustu samherjarnir? Það verður að líta upp til.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Vonandi að vera Breki Hrafn. Hann getur verið erf- Hvernig er hægt að auka aðsókn á leiki
ljúka námi og tilbúinn í næstu áskoranir. iður á æfingum. hjá Val? Auglýsingar á netinu skipta
Af hverju Valur? Ég æfði upprunalega Erfiðustu mótherjarnir? Það eru Sel- miklu máli og mér finnst félagið standa
handbolta með Fram, en flutti síðan í fyssingarnir sem við höfum mætt í fullt af sig vel í að auglýsa leiki á samfélags-
Grafarvoginn þegar ég var 8 ára. Ég var leikjum síðan við vorum yngri. miðlum.
einnig í fótbolta þegar ég var yngri og Eftirminnilegasti þjálfarinn? Óskar Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
kom það í ljós að handbolta- og fótbolta- Bjarni klárlega. Hann rífur alla upp á þú gera? Eitt væri kannski að uppfæra
æfingar í Fjölni voru á sama tíma. Pabbi tærnar. klefana í húsinu.
minn var í stjórn Vals í nokkur ár svo að Athyglisverðasti leikmaður í meistara- Eftirminnilegasti viðburður eða atvik
hann lagði það til að ég færi í Val. flokki kvenna hjá Val? Mér finnst Lov- hjá Val á árinu að þínu mati? Það var
Uppeldisfélag í handbolta? Myndi alltaf ísa Thompson alltaf koma á óvart. mjög skemmtilegt þegar við í 3. flokki
segja Valur frekar en Fram. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- karla og kvenna komum saman og grill-
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í flokki karla hjá Val? Magnús Óli lítur uðum eftir seinustu æfinguna fyrir sumar-
handboltanum? Þeir hafa alltaf mætt á vel út þessa dagana, valinn í landsliðshóp frí.
leiki og stutt mig. Ekki má gleyma og fleira. Hvaða áhrif hefur Covid-19 heimsfar-
æfingagjöldunum. Hvernig líst þér á yngri flokkana í aldur haft á líf þitt og einnig íþrótta-
Af hverju handbolti? Mikill hraði og handbolta hjá Val? Mér finnst þeir, heilt iðkun og keppni á þessu ári? Líf mitt
alltaf gaman að fá að henda einhverjum yfir, ágætir. Mér sýnist nú vera fleiri iðk- hefur kannski ekki breyst voða mikið en
leiðinlegum gæjum í jörðina. endur en þegar ég var yngri. þegar það kemur að æfingum og skóla þá
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum? Fyrirmynd þín í handbolta? Líklegast er að annað mál. Skólinn er núna alfarið
Það er nú voða lítið. Vann Norðuráls- Mikkel Hansen. heima en ég þekki það síðan í vor. Hann
mótið á Akranesi þegar ég var 7 ára ef Hvað einkennir góðan þjálfara? Það er er samt ekki í pásu, við erum enn þá að
það telst með. einhver sem er alltaf tilbúinn að hjálpa læra og að klára önnina. Handboltinn
Eftirminnilegast úr boltanum? Þegar þér að verða betri og sýnir öllum leik- hins vegar er bara stopp. Engar hand-
við urðum Íslandsmeistarar aftur 2018 mönnum jafna athygli. boltaæfingar og engir leikir. Þjálfararnir
eftir að hafa verið sigraðir af Selfossi Uppáhalds erlenda fótbolta- og hand- eru samt duglegir að skipuleggja heima-
fjögur ár í röð. boltafélagið? Manchester United og æfingar, bæði fyrir okkur sjálfa og á
Hvernig skýrir þú gengi Valsliðsins á Kielce. Zoom.
síðasta tímabili? Það komu margir nýir Nokkur orð um núverandi þjálfara- Besta bíómynd? Allan daginn „The Wolf
inn á sama tíma fyrir ekki svo löngu og teymi? Mér finnst flestir ef ekki allir of Wall Street„
mér fannst ekki ganga jafn vel og var gert þjálfarar innan Vals að vera að ná sínum Besta bók? Ég er ekki mikill lestrar-
ráð fyrir. Síðan tímabilið fyrir veiruna þá markmiðum og gera það vel. hestur en ég hafði gaman af bók sem
byrjaði liðið að spila mjög vel og hefði Hvað er mikilvægast til að ná árangri í heitir Bráð eftir Magnús Þór Helgason.
örugglega tekið Íslandsmeistaratitilinn. íþróttum og lífinu almennt? Snýst rosa- Einkunnarorð? „Don’t focus on the
Mestu vonbrigðin á síðasta tímabili? lega mikið um að halda alltaf áfram þótt things you don’t want.“
Það voru nú eiginlega engin mikil von- erfitt sé og ef maður tekur sér eitthvað Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
brigði. Við fórum til Ungverjalands að fyrir hendur þá klárar maður það af Friðrik, þann 11. maí 1911.
spila á Balaton Cup og það hefði alveg fullum krafti.

80 Valsblaðið 2020


bauhaus.is

ALLT Á EINUM STAÐ


– Í BAUHAUS!
Við erum með allt fyrir garðinn,
pallinn, heimilið og öll þau verkefni
sem bíða þín inni sem úti!

MIKIÐ ÚRVAL, GÆÐI OG LÁGT VERÐ, ALLTAF!

OPNUNARTÍMAR: VIRKA DAGA 8-19 / UM HELGAR 10-18


BAUHAUS REYKJAVÍK – Lambhagavegur 2-4 – 113 Reykjavík – 515-0800 – upplysingar@bauhaus.is – www.bauhaus.is
Ferðasaga

Benedikt Gunnar Óskarsson var


valinn maður leiksins í einum leik á
3. flokkur drengja í Ungverjalandi. E
 fst f.v. Tómas Sigurðarson, Áki Hlynur Andrason, Balaton Cup.
Knútur Gauti Krüger, Benedikt Gunnar Óskarsson, Breki Hrafn Valdimarsson. Í
miðröð f.v. Stefán Pétursson, Haraldur Helgi Arnarson, Ísak Logi Einarsson, Kristófer
Valgarð Guðlaugsson, Dagur Fannar Möller, Ísak Máni Hlynsson, Andri Finnsson.
ustu sekúndunni. Næsti leikur var gegn
Neðsta röð f.v. Stefán Árni Arnarson, Þorgeir Gunnarsson, Ásgeir Theodór Jónsson og
erfiðu liði Barcelona og sigruðu þeir
fremstur er Tryggvi Garðar Jónsson.
okkur með 8 mörkum. Þriðji leikurinn
var á móti Zagreb frá Króatíu og þar

Balaton Cup 2020


gerðum við jafntefli. Eftir sveiflukennda
riðlakeppni spiluðum við um sæti og
höfnuðum í því áttunda. Fyrsti leikurinn
um sæti var gegn Porto. Leikurinn spilað-
ist mjög jafnt allan tímann en réðst síðan
Í byrjun árs héldum við drengirnir í 3. flokki á seinasta skotinu í leiknum og Porto
vann með einu marki. Þá var ljóst að við
karla í handbolta til Ungverjalands til að spila á myndum spila við Zagreb aftur um 7.
sætið en því miður voru þeir sterkari aðil-
alþjóðlegu móti gegn nokkrum af bestu liðum heims inn og enduðum við því í 8. sæti á mót-
inu. Þrátt fyrir að hafa ekki náð því sæti
Mótið var haldið í handboltaborginni sem við vildum þá voru þetta allir
Veszprém en var það þó nefnt í höfuðið á skemmtilegir og jafnir leikir og auðvitað
Balaton Lake sem er rétt fyrir utan borg- fáránlega góð reynsla að fá að spila við
ina. nokkur bestu lið heims.
Lagt var í hann snemma á þriðjudags-
morgni þann 14. janúar. Menn voru mis-
ferskir og var mikið sofið í flugvélinni Vel heppnuð ferð
enda langt flug fyrir höndum. Þegar við Heilt yfir var ferðin mjög góð og erfitt að
lentum í Búdapest beið okkar rúta og sjá annað en það að menn hefðu haft
vorum við í einn og hálfan tíma að keyra gaman í Ungverjalandi. Það var nú lítið
að smábænum Balatonalmádi. Hótelið um að vera í Balatonalmádi, bænum þar
sem við gistum á var til fyrirmyndar fyrir Tryggvi Garðar Jónsson var valinn sem við gistum, en einhver meistari tók
utan túbusjónvörpin inni á hótelherbergj- maður leiksins í einum leik á Playstation tölvuna sína með í ferðina og
unum. Þarna gistum við með flestum Balaton Cup. reyndist hún mjög vel. Á leiðinni heim
hinum liðunum og fengum við því aðeins millilentum við í London og fengum þar
að sjá mótherja okkar. Mjög áhugavert þrjá tíma til þess að versla og skoða
var að sjá hversu ódýrt allt var þarna í Flestir leikir jafnir og spennandi okkur um. Góð ferð í nánast alla staði
Ungverjalandi. Við gætum lýst þessu Við kepptum þrjá leiki í riðlakeppninni. sem gaf okkur mikla reynslu og
þannig að þú verslar í matinn á Íslandi og Fyrst mættum við heimamönnum í skemmtun.
deilir því með þremur og fengir þá verðið Veszprem og unnum þá með einu marki Knútur Gauti og Dagur
úti. þar sem úrslitamarkið var skorað á sein- Fannar í 3. flokki.

82 Valsblaðið 2020


Eftir Berglindi Steinsdóttur
frá skokkhópi Vals

Engin kófita
hjá okkur!
Árið 2020 byrjaði með stæl hjá skokkhópi Vals. Þjálfarinn
okkar, Rúna Rut Ragnarsdóttir, lagði línurnar með langtímaplani
og svo vikuplani fyrir hverja viku. Veðurofsi sem öllum er
væntanlega í fersku minni setti að vísu strik í reikninginn í
janúar en þá munaði aldeilis um að hafa aðgang að Frjálsíþrótta-
höllinni á miðvikudagskvöldum. Hópurinn ætlaði til Riga í maí
og hlaupa allar vegalengdir. Við miðum við að fara í hlaupaferð
til útlanda annað hvert ár og eftir spennandi rannsóknir á áfanga-
stöðum og svo val hópsins milli nokkurra staða varð höfuðborg
Lettlands fyrir valinu að þessu sinni. Það óvenjulega var að við
höfðum valið vorferð og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að
þurfa ekki að æfa allt sumarið fyrir keppni.
Fyrstu vikur ársins leiddum við hjá okkur hvimleiðar fréttir af
einhverri Wuhan-veiru sem okkur óraði þá ekki fyrir að myndi
setja öll okkar göfugu ferðaplön í uppnám. Í byrjun mars var Þegar hlaupinu um Vesturgötuna hafði verið frestað vegna
lokað fyrir nýskráningar í maraþonið í Riga og okkur varð ljóst skriðuhættu eftir óveður var fátt annað í stöðunni en að að
að hugsanlega yrði það slegið af eða því frestað. Eftir japl, jaml reima á sig skóna og virða fyrir sér botn Önundarfjarðar.
og fuður kom það líka á daginn og við urðum dálítið stúrin þótt
við gerðum okkur jafnframt grein fyrir því að vandi heimsins standa. Það var svo hvasst að rollur flúðu inn í Vestfjarðagöngin
væri stærri en vandi okkar. og röðuðu sér þar upp við veggina. Það endaði með því að
Vesturgötuhlaupinu var frestað vegna skriðuhættu. Um 10 Vals-
skokkarar ætluðu ýmsar vegalengdir í Vesturgötunni og voru
Riga-maraþon-Reykjavík sumir lagðir af stað þegar ákvörðun var tekin um að blása hana
En þá trompaði Rúna Rut og setti upp áætlun um Riga-maraþon af. Í staðinn fyrir keppnishlaupið tóku þau samskokk í Önundar-
í Reykjavík á keppnisdegi í maí og hvatti okkur með ráðum og firði og Hugrún og Jón, nánast heimamenn, Ragna og Guð-
dáð. Við æfðum á eigin vegum en eftir plani frá henni, tileink- mundur og Gísli og Rannveig höfðu samgrill í dýrindisveðri
uðum okkur jóga, hlupum og skokkuðum, teygðum og styrktum sama dag og hlaupið átti að vera.
og svo hlupum við sóló eða í litlum hópum alls kyns keppnis-
vegalengdir stútfull af metnaði á þeim tíma sem keppnin átti að
vera í Riga. Og Rúna gerði gott betur, hún setti upp opið plan á Reykjavíkurmaraþon í brakandi blíðu
Facebook um sólóhlaup sem allir gátu tekið þátt í. Það er engin Rúna sannaði enn úr hverju hún er gerð þegar hún hannaði plan
lygi þegar ég segi að hún hafi með mikilli elju lágmarkað skað- um æfingar fyrir sólókeppni á Reykjavíkurmaraþondeginum 22.
ann fyrir metnaðarfulla hlaupara í Reykjavík í vor. Hlaup.is tók ágúst. Í skokkhópi Vals eru um 40 virkir iðkendur og rúmlega
þátt í gleðinni með því að halda skrá yfir þá hlaupara sem vildu helmingur þess hóps hljóp brosandi út að eyrum í yndislegu
vera með í þessari sýndarkeppni. veðri og lét eftir sér að sleikja sólina í miðborginni að hlaupinu
Þegar hér var komið sögu vorum við þeirrar trúar að með loknu. Engir tímar voru færðir inn í bókhald Reykjavíkurmara-
haustinu myndi rætast úr og vorum jafnvel farin að hittast í þons en einhverjir bættu tíma sína og skáluðu sérstaklega fyrir
mýflugumynd þótt við héldum mun meiri fjarlægð á æfingum en því. Svo er líka í tísku að hlaupa stundum hægt og njóta leiðar-
við eigum vanda til. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu tók sér stöðu innar … en það hentar reyndar betur okkur sem erum hæg að
með okkur og við undum bærilega við okkar hag. Við vonuð- upplagi.
umst jafnvel til að komast í útlandasprikl á haustmánuðum eftir
allt saman. En kórónuveiran sló þau plön út af borðinu og við
vorum áfram kyrrsett á landinu bláa. Lærdómsríkt ár
Í baksýnisspeglinum sést ár sem hefði getað verið markað von-
brigðum og uppgjöf en með góðum vilja hópsins og óbilandi
Veðrið brást – og þó ekki metnaði og þrautseigju þjálfarans varð það bara öðruvísi. Við
Covid-veiran sem allir vissu með vorinu öll deili á setti líka urðum af félagsskap hópsins í heild en styrktum ponsulitla hópa,
marga innanlandshlaupakeppnina í uppnám á árinu. Veðrið var tókum jógaáskorunum, brydduðum upp á nýjum hlaupaleiðum,
hlaupurum vissulega hliðhollt – þangað til Vestfjarðarigningin einhverjir bættu kannski á sig kílói eða svo en við lofum okkur
mikla skall á í júlí þegar hlaupahátíðin átti að vera fyrir vestan. því að kófitan er lítil og verður alls ekki varanleg.
Brast á mikið óveður og rigning þá daga sem hátíðin átti að Komi árið 2021 fagnandi með nýjum áskorunum!

Valsblaðið 2020 83
Framtíðarfólk

Stefni á atvinnu-
mennsku í fótbolta
Kristófer André Kjeld Cardoso er 18 ára og
leikur knattspyrnu með meistaraflokki
Nám? Ég er á þriðja ári í Kvennaskól- hvetja okkur áfram. Það sást greinilega Landsliðsdraumar þínir? Vinna HM og
anum í Reykjavík, á náttúruvísindabraut. hvað liðsandinn í Liverpool er góður og EM fyrir annaðhvort Ísland eða Portúgal.
Hvað ætlar þú að verða? Ég stefni á það skiptir miklu máli.. Hvað einkennir góðan þjálfara? Að
atvinnumennsku í fótbolta. Lýstu Valsliðinu í fótbolta karla í mínu mati er góður þjálfari skipulagður,
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Vonandi í stuttu máli? Hvað einkennir það? Mikil agaður, kennir þér nýja hluti, leiðréttir
atvinnumennsku að spila í meistaradeild- liðsheild, metnaðarfullt og vill alltaf þig og einhver sem þú getur talað við.
inni og á EM. meira. Heilt yfir, góður vinur.
Af hverju Valur? Byrjaði í Íþrótta og Gengi Valsliðsins í sumar. Hvað viltu Uppáhalds erlenda fótboltafélagið?
boltaskóla Vals fjögurra ára og fór svo að segja um það í stuttu máli? Yfirhöfuð Benfica.
æfa fótbolta í framhaldinu með Val vegna frábært. Byrjaði ekki mjög vel en það Hvernig líst þér á þjálfarateymið? Mér
þess að það var félagið sem tilheyrði gerir það að verkum að framhaldið varð líst mjög vel á þjálfarateymið.
sskólanum mínum(Ísaksskóla). miklu skemmtilegra. Hvað er mikilvægast til að ná árangri í
Uppeldisfélag í fótbolta? Uppeldis- Hvernig skýrir þú einstakan árangur íþróttum og lífinu almennt? Metnaður,
félögin eru nokkur, á Íslandi er það Valur meistaraflokka kvenna hjá Val í fót- leggja sig 100% fram í öllu sem þú gerir
en úti í Portúgal æfði ég m.a. með félög- bolta, handbolta og körfubolta árið en líka hafa gaman. Fara snemma að sofa
um eins og Sport Lisboae, Benfica og 2019? Valur, heilt yfir, er bara frábært og borða rétt. Aukaæfing skilar sér.
Académica. félag og stefnir alltaf að því að vinna. Hvað getur Valur gert til að vinna gegn
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í Þetta gerist að sjálfsögðu bara við góðar fordómum, einelti og öðru ofbeldi?
fótboltanum? Ég fæ góðan stuðning frá aðstæður og með efnilegu fólki. Góð og öflug fræðsla.
foreldrum mínum í sambandi við fótbolt- Markmið fyrir næsta tímabil? Að skora Hvernig er hægt að auka samstarf
ann og það er frábært. Það er gott að vita og leggja upp mörk í Pepsí Max. deilda í Val? Bingó- kvöld.
af mömmu og pabba í stúkunni. Besti stuðningsmaðurinn? Fjölskyldan Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- mín. þú gera? Byggja innivöll.
skyldunni? Pabbi vann held ég alveg Erfiðustu samherjarnir? Alls ekki Eftirminnilegasti viðburður eða atvik
nokkrar medalíur í frjálsum. gaman að dekka Aron Bjarna á æfingum. hjá Val á árinu að þínu mati? Íslands-
Af hverju fótbolti? Frá því ég var lítill Eftirminnilegasti þjálfarinn? Allir meistaratitillinn.
hef ég alltaf haft mjög mikinn áhuga á og þjálfarar sem ég hef haft hafa kennt mér Hvaða áhrif hefur Covid-19 heimsfar-
verið virkur í íþróttum almennt.Ég byrj- ólíka hluti og það er mjög jákvætt. aldur haft á líf þitt og einnig íþrótta-
aði snemma að æfa fótbolta, fann mig Athyglisverðasti leikmaður í meistara- iðkun og keppni á þessu ári?
mjög fljótt og eftir það kom í raun engin flokki kvenna hjá Val? Dóra María. Æfingarútínan breyttist stundum og þá
önnur íþrótt til greina. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- var meiri áhersla á einstaklingsæfingar/
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum? flokki karla hjá Val? Andri Adolphsson. heimaæfingar.
Vann nokkrar medalíur í kanóróðri. Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót- Besta bíómynd? Into the Wild.
Eftirminnilegast úr boltanum? Mótið bolta hjá Val? Gott starf í vinnslu. Besta bók? Bróðir minn ljónshjarta.
sem ég fór á í Portúgal árið 2015. Þar Fyrirmynd þín í fótbolta? Andrés Einkunnarorð? „Hakuna Matata“.
keppti liðið mitt m.a. á móti PSG, Liver- Iniesta. Hver stofnaði Val og hvenær? Það var
pool, Hertha og Porto. Við unnum Liver- Draumur um atvinnumennsku í fót- séra Friðrik Friðriksson, árið 1911.
pool og þegar við spiluðum gegn PSG, bolta? Vinna Meistaradeildina. Spila í
voru liðsmenn Liverpool í stúkunni að topp fimm deildum í Evrópu.

84 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Knattspyrnufélagið Hlíðarendi 2020. E fri röð frá vinstri: Haukur Metúsalem, Fannar Bergmann, Sigfús Kjalar, Jón Örn
Ingólfsson, Elvar Óli Marinósson og Sveinn Þorkell Jónsson. Neðri röð frá vinstri: Patrik Santos, Breki Bjarnason, Sveinn
Ingi (með hanska) Sturla Ármansson og Alexander Lúðvígsson. Ljósmynd Jóhann Helgi Gunnarsson.

Bjartir tímar
framundan hjá KH
Skýrsla Knattspyrnufélagsins Hlíðarenda
Eftir mikinn uppgang Knattspyrnufélags- lega sætt í ljósi umræddra spáa og einnig
ins Hlíðarenda á árunum 2015–2018 þar Ný kynslóð að taka við keflinu í KH þeirrar staðreyndar að ljóst var þegar
sem liðinu tókst að tryggja sér sæti í Óhætt er að segja að áhyggjur þess efnis dregið var í riðlana að KH væru í langerf-
þriðju deildinni og vera í kjölfarið í bar- að KH myndi slá slöku við voru algjör- iðasta riðlinum. Í úrslitakeppninni
áttunni um það að fara upp í 2. deild var lega byggðar á sandi. Upp er að koma mættum við Hamri frá Hveragerði og
það hlutskipti okkar að falla niður í hlýj- kynslóð af Völsurum sem hafa fylgst með duttum naumlega út þar sem svekkjandi
una í gömlu góðu 4. deildina eftir sum- uppgangi KH með öðru auganu síðustu ár tap á heimavelli gerði liðinu erfitt fyrir.
arið 2019. Í liðinu hafa verið mikil kyn- og fengið mínútur með liðinu þrátt fyrir Ef marka má sumarið 2020 er framtíð
slóðarskipti og eru fáir leikmenn eftir úr að vera enn þá í 2. eða jafnvel 3. flokki félagsins gríðarlega björt. Von er á fleiri
þeim kjarna sem höfðu verið með liðinu Vals. Það er ekkert minna en stórkostlegt Valsmönnum sem eru að ganga upp úr 2.
nánast frá fyrsta sumri þess í Íslandsmót- fyrir okkur stjórnarmenn sem höfum allir flokki sem hafa mikinn metnað og áhuga
inu 2011 og því var erfitt að lesa í hvaða tekið þátt í því að halda utan um félagið á starfi félagsins og ekkert því til fyrir-
áhrif fall í 4. deildina myndi hafa. Hall- og spilað með því tugi leikja að sjá nýja stöðu en að stökkva fram af húsþakinu
grímur Dan Daníelsson, oftast kallaður kynslóð taka við keflinu hjá þessu mikil- með ástríðuna að vopni og aim for the
geitin af stuðningsmönnum félagsins, hélt væga félagi á Hlíðarenda. Niðurstaða bushes.
áfram þjálfun liðsins og honum til halds sumarsins var öruggt sæti í úrslitakeppn- f.h. KH, með Valskveðju
og traust var einn af dyggustu sonum inni, 9 sigrar, tvö jafntefli og þrjú töp sem #Play2Inspire,
félagsins, Sveinn Ingi Einarsson, sem var þvert á spár misgáfaðra fjölmiðla- Jóhann Skúli Jónsson
spilandi aðstoðarþjálfari. manna fyrir sumarið. Var þetta sérstak- Yfirmaður knattspyrnumála hjá KH.

Valsblaðið 2020 85
Framtíðarfólk

Vil sjá fleiri uppaldna


leikmenn í sumum
greinum hjá Val
Sigurður Dagsson er 18 ára og leikur
knattspyrnu með meistaraflokki
mínútur með meistaraflokki, bæta mig og Hvernig er hægt að auka samstarf
stíga hærra. deilda í Val? Hvetja alla flokkana í öllum
Nám? Borgarholtsskóli, afreksbraut. Besti stuðningsmaðurinn? Luis Carlos greinum til að mæta og styðja hvert
Hvað ætlar þú að verða? Atvinnumaður Cabrera Hidalgo. annað.
í fótbolta. Erfiðustu samherjarnir? Kristinn Freyr Hvernig er hægt að auka aðsókn á leiki
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Erlendis að og Patrik hjá Val? Strætóskíltið þarf að koma með
spila fótbolta. Erfiðustu mótherjarnir? Lazar Sam- comeback til að vera með alvöru stemn-
Af hverju Valur? Kem úr mjög mikilli ardžić og Marton Dardai. ingu þá verður líka skemmtilegra að
Valsfjölskyldu. Eftirminnilegasti þjálfarinn? Franko mæta á leiki.
Uppeldisfélag í fótbolta? Tennis Baran og Sertac Öter eru stór þáttur í því Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
Borussia Berlin og Valur. að ég spili enn þá fótbolta. þú gera? Láta byggja knatthús þar sem
Frægur Valsari í fjölskyldunni? Dagur Athyglisverðasti leikmaður í meistara- bæði eru handbolta-, körfubolta- og fót-
Sigurðsson pabbi minn, Sigurður H flokki kvenna hjá Val? Mist. boltavellir svo það væri hægt að gera
Dagsson afi minn, Ragnheiður Lárus- Athyglisverðasti leikmaður í meistara- styrktarsal inn í gamla sal.
dóttir amma mín og Larus Blöndal Sig- flokki karla hjá Val? Valgeir Lundal. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
urðsson frændi minn. Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót- árum? Ég vil sjá fleiri uppalda leikmenn
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í bolta hjá Val? Ég hef nú verið að þjálfa í sumum greinum, stefna hærra og verða
fótboltanum? Mamma hugsar alltaf um á sumrin og það eru gæði á leiðinni. enn betra félag en það er nú þegar.
að næra mig og pabbi gefur mér góð ráð. Fyrirmynd þín í fótbolta? Ronaldinho, Hvernig telur þú að hægt sé að fjölga
Af hverju fótbolti? Hef mjög gaman af Thierry Henry, Puyol, Vidic. iðkendum hjá Val í yngri flokkum? Það
honum og gengur vel, elska samt hand- Draumur um atvinnumennsku í fót- er nú verið að byggja íbúðir upp við
boltann og almennt flestar hreyfingar. bolta? Það er auðvitað draumur að kom- Hlíðarenda svo ég held að með árunum
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum? ast út í atvinnumennsku og þá sérstaklega fari tölurnar að hækka.
Spilaði tveim árum upp fyrir mig í hand- eitthvað gott lið. Eftirminnilegasti viðburður eða atvik
bolta í Þýskalandi. Landsliðsdraumar þínir? Að spila fleiri hjá Val á árinu að þínu mati? 1:5 sigur-
Eftirminnilegast úr boltanum? Fyrsti landsleiki en pabbi. inn á Stjörnunni.
pepsi max leikurinn, fyrsti yngri lands- Hvað einkennir góðan þjálfara? Ein- Hvaða áhrif hefur Covid-19 heimsfar-
leikurinn og vinna deildina í Berlín. hver sem veit hvenær það á að vera alvar- aldur haft á líf þitt og einnig íþrótta-
Lýstu Valsliðinu í fótbolta karla í legur og hvenær maður getur verið létt/ur iðkun og keppni á þessu ári? Þetta er
stuttu máli? Hvað einkennir það? Geggj- og kát/ur. klárlega ömurlegt að geta ekki spilað fót-
aður hópur með góða breidd af hæfileika- Uppáhalds erlenda fótboltafélagið? bolta og æft að venjulegum hætti en það
ríkum strákum. Allir metnaðarfullir og Manchester United. þarf bara að gera það besta úr þessu og er
vilja leggja sig 100% fram. Hvernig líst þér á þjálfarateymið? ég með fína aðstöðu heima til þess að
Gengi Valsliðsins í sumar. Þetta kom Ótrúlega vel. Tufa og Halli hafa hjálpað styrkja mig og hreyfa. Tímabilið kláraðist
mér persónulega ekki á óvart miðað við mér mjög mikið tæknilega og hugarfars- ekkert eins og búist var við en frábær
gæði, keyrslu á æfingu og vilja til að lega. Heimir er alltaf með plan og veit úrslit samt sem áður. Mér finnst hins
vinna í öllum leikjum og keppnum, sama um öll vopnin sem hann getur notað í vegar allt í lagi að vera heima í skólanum
hvaða, og sýndu það svo sannarlega inni hverjum leik. í fjarnámi.
á vellinum í sumar. Hvað er mikilvægast til að ná árangri í Besta bíómynd? Trainspotting og Usual
Hvernig skýrir þú einstakan árangur íþróttum og lífinu almennt? Hafa Suspect eru geggjaðar. En svo finnst mér
meistaraflokka kvenna hjá Val í fót- gaman að því sem maður er að gera og flestar Tarantino myndir frábærar.
bolta, handbolta og körfubolta árið sinna því á hverjum degi. Besta bók? Náðarstund.
2019? Góð kaup í öllum greinum og Hvað getur Valur gert til að vinna gegn Einkunnarorð: Hard work pays off.
einnig að þær buðu ekki upp, á né sættu fordómum, einelti og öðru ofbeldi? Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
sig við, að tapa. Boðið upp á einhverskonar fyrirlestra Friðrik, 11. maí 1911.
Markmið fyrir næsta tímabil? Fá fleiri varðandi slík mál.

86 Valsblaðið 2020


LÆGSTA
VERÐ ÓB
ARNARSMÁRI
BÆJARLIND
FJARÐARKAUP
ENGIN SKILYRÐI. ÞÚ ÞARFT HVORKI LYKIL NÉ KORT.
ÖNNUR VILDARKJÖR GILDA EKKI MEÐ LÆGSTA VERÐI ÓB.

ob.is
Eftir
Þorgrím Þráinsson

Við skiptum öll máli!


– litlir hlutir skapa stóra sigra
Valsmenn eru einhuga um að félagið eigi
að vera í fremstu röð á öllum sviðum;
ávallt stefna á titla í meistaraflokki og í
yngri flokkunum þegar ástæða þykir til
en ekki síst sinna félagslega þættinum af
alúð. Það að eiga vináttu við Val og liðs-
félagana árum saman, í gegnum súrt og
sætt, markar okkur fyrir lífstíð og varðar
veginn. Hann getur verið grýttur, bæði
innan vallar og utan en í því felst mesti
þroskinn því lífið er og verður aldrei
eilífur dans á rósum. Hæfilegt mótlæti er
olía á þann sigureld sem brennur í iðk-
endum sem ætla sér langt.
Við stöndum í þakkarskuld við þá sem
stofnuðu Val, keyptu Hlíðarenda, lögðu
grunn að félaginu og sinntu sjálfboðaliða-
starfi áratugum saman. En við, sem erum
í Val í dag, erum líka að skrifa söguna.
Við berum ábyrgð á því veganesti sem Kennarar geta breytt lífi nemenda
yngri iðkendur taka með sér frá Hlíðar- eins og dæmin sanna og öll eigum við Fótbolti er hlaupaíþrótt
enda, út í lífið. Hver einasta æfing skiptir eftirlætiskennara sem snerti hjarta okkar Ég hef litla reynslu af þjálfun en eftir 3 ár
máli, hver einasti dagur. af því hann/hún sýndi okkur áhuga og í meistaraflokki Víkings Ólafsvíkur, 12 ár
Þegar vel gengur, eins og hjá Val í dag, hafði skilning á þörfum okkar. Þjálfari í með Val, 12 Evrópuleiki, 17 landsleiki og
er mikilvægt að halda vöku sinni. Við yngri flokkunum er jafn mikilvægur. eftir að hafa verið á hverri einustu æfingu
fögnum sigrum, hoppum hæð okkar í loft Hann getur mótað afstöðu einstaklings og fundum með landsliðsþjálfurum
upp yfir titlum en VERÐUM ávallt að til lífsins á skömmum tíma, hjálpað Íslands í 14 ár, verið með á EM 2016 og
hafa fæturna á jörðinni því næsta kynslóð honum til að þroskast innan vallar sem HM 2018 hef ég lært ýmislegt sem vert
stólar á okkur, án þess að vera meðvituð utan. er að viðra. Kannski geta þjálfarar gripið
um það. Hvert einasta augnablik skiptir Ég vitna oft í orð Youri Ilitchev, sem einhverja punkta?
miklu máli, hver einasta æfing. þjálfaði meistaraflokk Vals í knattspyrnu Við í Val getum spurt okkur fyrir hvað
á 8. áratugnum með frábærum árangri. við viljum standa. Hvað á að einkenna
Hann sagði: „Bestu þjálfararnir eiga að knattspyrnuna í Val eða öllu heldur
vera í yngri flokkunum.“ þjálfun yngri iðkenda? Eflaust eru skoð-
Við í Val getum gert betur á þeim vett- anir þeirra sem starfa á þessum vettvangi
vangi eins og dæmin sanna undanfarin ár ólíkar en við gætum lært hvert af öðru af
og áratugi. Sumir þjálfarar hafa staðið sig því reynsla okkar er mismunandi.
frábærlega, afrekslega og uppeldis- og Það þarf ekki að finna upp fótboltann
félagslega. En við þurfum að manna allar aftur en fótbolti er hlaupaíþrótt og þeir
stöður með þannig þjálfurum. Og við sem eru ekki í standi á þeim vettvangi
eigum ekki að gefa neinn afslátt af því. munu dragast aftur úr. Í þjálfun skipta
Við getum alltaf bætt yngri flokka LITLU HLUTIRNIR miklu máli og
starfið í Val og alið af okkur fleiri afreks- verða enn mikilvægari þegar fram líða
menn þótt það sé ekki endilega mark- stundir, skila árangri. Hvaða áherslur
miðið en fjölmarga yngri iðkendur eigum við að hafa að leiðarljósi til að
dreymir um að komast í meistaraflokk og auka líkur á því að iðkandi í 6. flokki nái
jafnvel í atvinnumennsku. Í ljósi þess upp í meistaraflokk? Eða spjari sig í líf-
hversu margir ungir leikmenn frá Íslandi inu?
halda í atvinnumennsku þá getur öflugt Við þurfum ekki endilega að spila eitt-
yngri flokka starf verið gullkista fyrir hvert ákveðið leikkerfi í yngri flokkunum
félagið og félagsmenn. Það liggur í til að undirbúa leikmenn fyrir meistara-
augum uppi. Hver aur mun verða að flokk því þjálfarar vilja eflaust spila það
krónum! „kerfi“ sem hæfir getu leikmanna í

88 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

flokknum og andstæðingum hverju sinni.


En við getum skólað iðkendur til með því
að kenna þeim það sem mun hjálpa þeim
í hverjum einasta leik.

⦁ Um 95% sendinga á hæsta stigi eru


innanfótar. Ætli innanfótarsendingar
séu æfðar í réttu hlutfalli við þá stað-
reynd? Það þarf að kenna börnum að
ganga áður en þau byrja að hlaupa.
Steypuveggurinn á Friðriksvelli var
settur upp til þess að iðkendur gætu
sparkað í vegginn - til að æfa send-
ingar og móttöku. Lars Lagerbäck,
fyrrum landsliðsþjálfari, var sífellt
að brýna fyrir leikmönnum að sparka
fastar í boltann og þruma boltanum halda „réttri“ fjarlægð er grundvall- okkur þótt ég hafi ekki orðið var við
fyrir markið, ekki send’ann. aratriði sem lærist smátt og smátt – þær.
⦁ Það sem ég lærði á löngum ferli sem ef það er kennt! ⦁ Talandi getur verið tólfti leikmaður-
varnarmaður var að snerta EKKI ⦁ Í öllum leikjum er annað slagið inn. Það ætti að þjálfa iðkendur í því
mótherjann þegar hann sneri baki í matsatriði hver á innkastið. Heims- að tala með hverri sendingu. Þetta
mig og beið eftir að fá boltann í klassa leikmenn og nánast allir leik- eykur sjálfstraust þeirra og þeir finna
fætur. Þetta gerði það að verkum að menn á Íslandi lyfta upp handlegg og betur til sín, gætu orðið leiðtogar.
hann vissi aldrei hvar ég var stað- líta á dómarann í von um að hafa ⦁ KENNSLA á að vera lykilatriði hjá
settur. Ótrúlega oft sé ég varnarmann áhrif á dómgæsluna. Dettur ykkur í yngri flokkunum. Ég hef horft upp á
keyra í bakið á leikmanni sem snýr hug að það virki? Ef dómarar vita fjölmargar æfingar þar sem iðkendur
baki í markið og ógnar því engan ekki hver á innkastið fær sá leik- njóta ekki leiðsagnar, hvernig á að
veginn. Varnarmaður þarf ekki alltaf maður innkastið sem sækir boltann, standa, sparka, beita líkamanum,
að vinna boltann, heldur einvígið. ákveðinn, án þess að líta upp eða vera á tánum og svo framvegis.
Framlínumenn vilja geta gripið í lyfta handleggnum. Með þessum
varnarmann til að snúa hann af sér. hætti gætum við fengið nokkur Að lokum er ég og hef lengi verið þeirrar
Þess vegna er heppilegast að vera óvænt innköst í hverjum leik. skoðunar að við ættum að hafa einn yfir-
„ósýnilegur“. ⦁ Enginn iðkandi ætti að yfirgefa þjálfara yngri flokkanna sem gerir ekkert
⦁ Hver leikmaður er með boltann í æfingasvæðið fyrr en búið er safna annað en að hafa yfirsýn, leggja línur,
tæpa mínútu og sumir töluvert ÖLLUM boltum saman og tína upp móta stefnu, veita aðhald, hjálpa til,
minna. Þess vegna skipta staðsetn- keilur. Leikmenn verða að bera þjálfa þjálfarana, vera með séræfingar og
ingar, hlaupageta, leikskilningur, ábyrgð og sýna öllu og öllum virð- svo framvegis.
stuðningur og slíkt gríðarlega miklu ingu. Ég er líka þeirrar skoðunar að Ég er sannfærður um að árið 2021
máli. þjálfarar eigi að þakka iðkendum verði okkur farsælt en við verðum öll að
⦁ Eric Hamrén, fyrrum landsliðsþjálf- yngri flokkanna fyrir æfinguna (helst halda vöku okkar, sífellt að rýna í hvað
ari, hamraði sífellt á því að hvert með handabandi) og horfa í augun á við getum gert betur. Og kunna að taka
sinn sem leikmaður tapaði boltanum þeim á meðan. Virðing, agi og traust gagnrýni!
ætti hann að reyna að vinna hann til skiptir máli. Við erum að ala upp
baka með því að taka nokkur skref unga einstaklinga og lengi býr að
fram á við í stað þess að hörfa strax. fyrstu gerð.
Þetta gerir það að verkum að and- ⦁ Þjálfarar í yngri flokkunum eiga að
stæðingurinn nær ekki að líta upp og vera með félagslega uppákomu að
getur síður hafið skyndisókn. minnsta kosti einu sinni í mánuði til
að efla liðsandann, kynna sögu Vals,
bjóða upp á fyrirlestra, vera með
Aldrei tapa einn á móti einum leiki svo að leikmenn kynnist utan
⦁ Lars Lagerbäck sagði á hverjum ein- vallar betur. Það þarf að byggja upp
asta fundi hjá landsliðinu, „Aldrei TRAUST svo að leikmenn hafi
tapa einn á móti einum.“ Ef við gæt- áhuga á að berjast hver fyrir annan.
um stimplað þetta inn í höfuðið á ⦁ Fremstu fótboltamenn heims plata
okkar yngri iðkendum kæmi ávinn- leikmenn upp úr skónum án þess að
ingurinn í ljós smám saman því eldri snerta boltann. Sumar æfingar ættu
sem þeir verða. Leikmenn meistar- að vera þannig að það mætti ekki
flokks, út um allan heim, „selja sig“ senda boltann fyrir en búið er að taka
aftur og aftur og koma meðspilur- eina eða fleiri gabbhreyfingar.
unum þar af leiðandi í vandræði. Að Eflaust tíðkast þannig æfingar hjá

Valsblaðið 2020 89
Framtíðarfólk

Ég er umvafin
miklu íþróttafólki
Katla Tryggvadóttir er 15 ára og
leikur knattspyrnu með 3. flokki
Nám? Ég er í 10. bekk Hlíðaskóla. verið erfitt skora fram hjá Fanneyju og Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
Hvað ætlar þú að verða? Atvinnukona í Aldísi. árum? Hlúa áfram vel að yngri flokkum
fótbolta. Erfiðustu mótherjarnir? Blikar hafa og búa til fleiri Valsara.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég sé mig reynst okkur erfiðar. Hvernig telur þú að hægt sé að fjölga
spila erlendis með góðu liði og í íslenska Athyglisverðasti leikmaður í meistara- iðkendum hjá Val í yngri flokkum?
landsliðinu. flokki kvenna hjá Val? Elín Metta. Kynna starfið í hverfisskólum.
Af hverju Valur? Bý í hverfinu. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- Eftirminnilegasti viðburður eða atvik
Uppeldisfélag í fótbolta? Valur. flokki karla hjá Val? Birkir Már. hjá Val á árinu að þínu mati? Íslands-
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót- meistaratitillinn hjá körlunum og kapp-
fótboltanum? Þau hafa veitt mér ótrú- bolta hjá Val? Mér líst vel á þá. Fullt af hlaup Vals og Breiðabliks kvennamegin.
lega mikinn stuðning og alltaf haft mikla flottum iðkendum og þjálfurum. Hvaða áhrif hefur Covid-19 heimsfar-
trú á mér. Fyrirmynd þín í fótbolta? Margrét Lára, aldur haft á líf þitt og einnig íþrótta-
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- Steven Gerrard og Sara Björk. iðkun og keppni á þessu ári? Covid
skyldunni? Ég er umvafin miklu íþrótta- Draumur um atvinnumennsku í fót- hefur haft heilmikil áhrif á æfingar og
fólki. Það erfitt að gera upp á milli enda bolta? Já, ég ætla að verða atvinnukona í keppnir hjá mér eins og örðum. Flokkur-
eru þau frábærar fyrirmyndir. fótbolta. inn minn átti til dæmis að fljúga til Sví-
Af hverju fótbolti? Ég fann mig alltaf Landsliðsdraumar þínir? Markmiðið er þjóðar á Gothia Cup en það var hætt við
lang best í fótbolta. Að spila fótbolta er klárlega að spila A-landsleiki. það. Ég hef æft mikið ein til að halda
það skemmtilegasta sem ég geri. Hvað einkennir góðan þjálfara? Metn- áfram að styrkja mig og bæta mig sem
Helstu afrek í öðrum íþrótta- aðarfullur, skipulagður og peppandi. leikmann.
greinum? Fókusinn hefur alltaf verið á Uppáhalds erlenda fótboltafélagið? Besta bíómynd? Five feet apart.
fótboltann en ég hef teflt fyrir skólalið Liverpool. Besta bók? Vetrarfrí.
Hlíðaskóla og unnið Reykjavíkurmótið Hvað er mikilvægast til að ná árangri í Einkunnarorð/Mottó? Work hard
með því. íþróttum og lífinu almennt? Setja sér Dream big.
Eftirminnilegast úr boltanum? Þegar markmið og gera allt sem þú getur til Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
ég spilaði fyrstu mínúturnar í Pepsídeild- þess að ná þeim. Friðrik Friðriksson, 11. maí 1911.
inni í sumar. Hvað getur Valur gert til að vinna gegn
Lýstu Valsliðinu í fótbolta karla í fordómum, einelti og öðru ofbeldi? Það
stuttu máli? Hvað einkennir það? Flott væri hægt að halda fyrirlestra fyrir iðk-
lið með mikinn metnað, svo sannarlega endur og aðstandendur Vals.
verðskuldaðir meistarar. Hvernig er hægt að auka samstarf
Gengi Valsliðsins í sumar. Hvað viltu deilda í Val? Mér fannst t.d. gaman
segja um það í stuttu máli? Covid setti þegar haldinn var stelpudagur, þar sem
sinn lit á sumarið en það var hörku bar- stelpur úr öllum greinum fóru saman í
átta um titilinn. leiki og á fyrirlestur. Mætti gera meira af
Markmið fyrir næsta tímabil? Æfa með því.
meistaraflokknum og vonandi spila fleiri Hvernig er hægt að auka aðsókn á leiki
leiki. Vil líka spila með yngri landsliðum hjá Val? Biðja þjálfara yngri flokka að
Íslands. hvetja iðkendur að mæta á leiki.
Besti stuðningsmaðurinn? Foreldrar Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
mínir. þú gera? Nýtt gervigras á neðsta völlinn
Erfiðustu samherjarnir? Það getur og hafa mörkin opin í Covid.

90 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Krefjandi íþróttaár hjá yngri undanfarin ár. Þess ber þó að geta að


milli ára hefur stúlkum fjölgað töluvert
sem æfa minnibolta í körfu.

flokkum með skapandi lausnum Öflugt starfsfólk


Starfandi þjálfarar í yngri flokkum Vals
Ársskýrsla barna- og unglingasviðs 2020 (BUS) eru 52 talsins, þar af 31 í knattspyrnu, 17
í handbolta og 15 í körfubolta. Yfirþjálf-
Á aðalfundi Vals var ný stjórn barna- og Mikil röskun á félagsstarfi arar eru sem fyrr Ágúst Björgvinsson í
unglingasviðs fyrir árið 2020 skipuð. Þór- Því miður hafa fallið niður stórir sem körfubolta, Óskar Bjarni Óskarsson í
hallur H. Friðjónsson tók við af Hólm- smáir félagslegir viðburðir eins og haust- handbolta og Eiður Ben Eiríksson og
fríði Sigþórsdóttur sem formaður, Einar fjáröflun BUS, Stelpudagurinn og liðs- Haraldur Árni Hróðmarsson í knatt-
Jón Ásbjörnsson, Einar Sveinn Þórðarson myndatökur en stefnt er að viðburðum spyrnu. Barna- og unglingasvið þakkar
og Páll Steingrímsson sitja áfram og eftir áramót, háð því hvort og hvaða sótt- þeim kærlega fyrir vel unnin störf á mjög
Anna Gestsdóttir, Guðrún Wium Guð- varnaráðstafanir verða í gildi. Þá hefur krefjandi ári.
björnsdóttir og Helga Þórunn Gunnlaugs- einnig jólamót Vals í körfu, Norðuráls- BUS þakkar öllu starfsfólki Vals sam-
dóttir koma inn í stað Dagnýjar Björns- mótið, fallið niður. Eins hefur verið stefnt starfið á þessu annasama ári og sérstakar
dóttur og Katrínar Bessadóttur sem eru að því að undanförnu að Valur haldi stór- þakkir fær Eiður Ben yfirþjálfari knatt-
þökkuð stjórnarsetan. í stjórn BUS situr mót fyrir 5. fl. karla og kvenna í knatt- spyrnu og aðstoðarþjálfari meistaraflokks
einnig Gunnar Örn Arnarson íþróttafull- spyrnu sem ber vinnuheitið Hemmamótið kvenna í knattspyrnu fyrir að stíga inn í
trúi og starfsmaður Vals. Markmið barna- og hefur sú vinna verið sett á ís í bili. starf íþróttafulltrúa meðan Gunnar var í
og unglingasviðs er að skapa bestu mögu- Eins hafa leikskólaheimsóknir, Skólaleik- fæðingarorlofi snemma á árinu.
legu aðstæður fyrir unga iðkendur til að arnir og árlega Páskabingóið þurft að f.h. Barna- og unglingasviðs
stunda íþróttir hjá félaginu. Enn fremur bíða betri tíma og hlakkar Gunni íþrótta- Þórhallur H. Friðjónsson
að skapa félagslega umgjörð fyrir þá, fulltrúi til að lesa upp bingótölurnar á Formaður BUS
ekki síður foreldra og forráðamenn, sjálf- næsta ári.
boðaliða og þjálfara. Stjórn BUS er Það er ljóst að Valur og samfélagið í
einnig tengiliður við deildarráð og leggur heild mun áfram takast á við þessa Tölfræði yngri iðkenda Vals
mikla áherslu á að í hverjum flokki sé röskun fram á næsta ár og þökkum við Haust 2020
virkt foreldraráð því það bætir umgjörð því foreldrum og forráðamönnum og Fótbolti KK Fótbolti KV
starfsins og upplifun iðkenda. Stjórn BUS þjálfurum fyrir þolinmæðina, jákvæðnina 8. fl. 25 8. fl. 23
stendur einnig að gæðahandbók þjálfara, og úthaldið og hvetjum við ykkur til að 7. fl. 75 7. fl. 33
iðkenda og foreldra sem er ætlað að hlúa áfram að okkar ungu Völsurum, 6. fl. 87 6. fl. 24
tryggja verkferla og stefna að einu sam- jafnt innan sem utan vallar. 5. fl. 91 5. fl. 37
eiginlegu markmiði. 4. fl. 68 4. fl. 28
3. fl. 31 3. fl. 40
Fjölgun iðkenda í yngri flokkum Vals 2. fl. 23 2. fl. 16
Krefjandi íþróttaár fyrir iðkendur Skráðir iðkendur í yngri flokkum Vals í
Samtals: 400 Samtals: 201
yngri flokka öllum greinum eru 1158 talsins. Er það
Samtals iðkendur: 601

Árið 2020 hefur vissulega verið krefjandi aukning frá fyrri árum þegar skráðir iðk- Handbolti KK Handbolti KV
í starfi Barna- og unglingasviðs Vals. endur 2019 voru 1063 talsins og 2018 8. fl. 15 8. fl. 16
Engan óraði fyrir því hversu mikilli voru þeir skráðir 1067. 7. fl. 36 7. fl. 29
röskun okkar ungu iðkendur yrðu fyrir á Þar af æfa 601 knattspyrnu, 273 æfa 6. fl. 29 6. fl. 31
þessu ári og þeim takmörkunum í leik og handbolta og 284 körfubolta. Hlutfall 5. fl. 27 5. fl. 23
4. fl. 5 4. fl. 10
starfi sem á þá yrðu lagðar. Í tvennum kynja í knattspyrnu er 67% drengir á móti
3. fl. 29 3. fl. 23
allsherjarlokunum, á æfingum, mótum og 33% stúlkna. Í handbolta eru hlutföllin 2. fl. - 2. fl. -
öðru félagslegu starfi hafa þjálfarar og nokkuð jöfn, 48% stúlkur á móti 52% Samtals: 141 Samtals: 132
iðkendur sem og allt starfsfólk Vals drengja. Þó nokkuð fleiri drengir æfa svo Samtals iðkendur 273
staðið frammi fyrir krefjandi verkefni körfu eða 62% iðkenda. Á milli ára hefur
sem þau hafa leyst af miklum sóma eins iðkendafjöldi í knattspyrnu og körfu auk- Karfa KK Karfa KV
og Völsurum sæmir. ist en staðið í stað hjá handboltanum. Hér MB 5-6-7 44 MB 5-6-7 31
Þjálfarar hafa sett upp margvíslegar að neðan má sjá nánari skiptingu á iðk- MB 8-9 25 MB 8-9 22
æfingar í gegnum SportAbler, nýtt fjar- endafjölda árið 2020. MB 10-11 25 MB 10-11 15
7. fl. 27 7-8-9 .fl 22
fundabúnað og samfélagsmiðla til sam- Nokkuð ljóst er að auka þarf þátttöku
8. -9. fl. 28 10. og stú 18
skipta við iðkendur, sett á laggirnar stúlkna í öllum greinum og hefur tíðkast 10. og dr. 27
Meistaraskóla Vals og hvatt iðkendur í að undanförnu að halda vinavikur þar
sífellu. Nú í seinni lokun fengu svo sem iðkendur fá að bjóða vinkonum úr
yngstu iðkendurnir send heim hvatningar- skóla og vinahópum til æfinga. Einnig
bréf frá barna- og unglingasviði ásamt þarf að koma í veg fyrir brottfall og ná til Samtals: 176 Samtals: 108
spilastokk að gjöf frá Fálkum Vals. baka árgöngum sem hafa helst úr lestinni Samtals iðkendur í körfu: 284

Valsblaðið 2020 91
Framtíðarfólk

Covid-19 reynir
á sjálfsagann
Lilja Ágústsdóttir er 16 ára og leikur
handkattleik með 3. flokki og meistaraflokki
leikina mína með U-16 landsliðinu í Fær- árangri í íþróttum er mikilvægt að mæta á
eyjum. allar æfingar og gera alltaf aðeins meira
Nám? Afreksbraut í Menntaskólanum í Markmið fyrir þetta tímabil? Komast í en hinir, t.d. að mæta á allar aukaæfingar
Kópavogi. byrjunarliðið og verða dýrmætur liðs- og lyfta, einnig er gott að hugsa um svefn
Hvað ætlar þú að verða? Ég hef háleit félagi. og mataræði, þar skilur á milli þeirra
markmið og stóra drauma og mig langar Besti stuðningsmaðurinn? Afarnir þrír góðu og bestu.
að verða ein af bestu handboltakonum í sem mæta á alla leiki hjá mér. Hvernig finnst þér að hægt sé að auka
heimi. Erfiðustu samherjarnir? Ragnhildur jafnrétti kynja hjá Val? Mér finnst að 3.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Erlendis að Edda og Hanna Karen. fl. kvenna og U-kvennaliðið ætti líka að
spila handbolta með stóru systur minni, Erfiðustu mótherjarnir? Erfitt að keppa fá sinn eigin klefa og ekki þurfa að kaupa
annaðhvort í Danmörku, Þýskalandi eða á móti Fram. sér harpix eins og 3. fl. karla og U-karla-
Frakklandi (og ætli pabbi verði ekki Athyglisverðasti leikmaður í meistara- liðið. Annars fyrir utan það finnst mér
þjálfarinn þar líka…). flokki kvenna hjá Val? Lovísa er og mikið jafnrétti í Val.
Af hverju Valur? Ég var svo heppin að verður alltaf mikil fyrirmynd í handbolt- Hvernig er hægt að auka samstarf
mamma fór með mig á æfingar í Val anum og svo er hún líka frábær vinkona. deilda í Val? Gera meira af félagslegu
þegar ég var fjögurra ára og eftir það var Athyglisverðasti leikmaður í meistara- milli deildanna.
ekki aftur snúið, því Valur er einfaldlega flokki karla hjá Val? Einar Baldvin á Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
besti klúbburinn á landinu. framtíðina fyrir sér. þú gera? Ég myndi byggja nýtt og stórt
Uppeldisfélag í handbolta? Valur. Hvernig líst þér á yngri flokkana í íþróttahús þar sem allar íþróttagreinarnar
Frægur Valsari í fjölskyldunni? Ásdís handbolta hjá Val? Það er ótrúlega vel gætu æft á fullum krafti.
Þóra, litla vítaskyttan. staðið að yngri flokkunum í Val, margir Hvernig telur þú að hægt sé að fjölga
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í frábærir og reynslumiklir þjálfarar sem iðkendum hjá Val í yngri flokkum?
handboltanum? Foreldrar mínir hafa eru hjá okkur sem gera starfið framúr- Bjóða iðkendum í 1.–4.bekk upp á að æfa
stutt mig ótrúlega mikið og verið fasta- skarandi. Það er mjög mikið í boði fyrir allir íþróttir hjá Val en borga bara ein
gestir í stúkunni alveg frá fyrsta mótinu í leikmenn, t.d. aukaæfingar, styrktar- æfingagjöld til að leyfa þeim að kynnast
8. flokki. þjálfun og svo fullt af fyrirlestrum til að öllum íþróttum og starfinu í Val. Bjóða
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- bæta okkur sem leikmenn. Ég myndi alltaf uppá frían prufumánuð í byrjun
skyldunni? Mamma mín er ofurkona, segja að starfið sé eitt það besta á land- tímabils fyrir nýja leikmenn.
hún æfir eins og hún fái borgað fyrir það. inu. Eftirminnilegasti viðburður eða atvik
Af hverju handbolti? Það var erfitt að Fyrirmynd þín í handbolta? Camilla hjá Val á árinu að þínu mati? Þegar ég
velja milli handboltans og fótboltans en Herrem og Guðmundur Hólmar. var valin besti leikmaður U-liðsins á
þegar kom að því að velja var handbolt- Draumur um atvinnumennsku í hand- lokahófinu.
inn fyrir valinu, og sé ég ekki eftir því. bolta? Mig dreymir um að fara út í Hvaða áhrif hefur Covid-19 heimsfar-
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum? atvinnumennsku og spila fyrir Győri aldur haft á líf þitt og einnig íþrótta-
Vann Pæjumótið í fótbolta og svo var ég Audi ETO KC eða Vipers Kristiansand. iðkun og keppni á þessu ári? Covid-19
einu sinni í 3. sæti í Subway Surfers Landsliðsdraumar þínir? Komast í heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif
leiknum á Íslandi. A-landsliðið og halda mér þar. bæði í handboltanum og skólanum, í
Eftirminnilegast úr boltanum? Ég á Hvað einkennir góðan þjálfara? Góður rauninni má segja að ég læri og æfi heima
ótrúlega margar minningar úr boltanum þjálfari hefur mikinn metnað fyrir liðinu hjá mér, og þetta reynir á sjálfsagann að
og á erfitt með að gera uppá milli. T.d. sínu og leikmönnum og er mjög skipu- halda sér við efnið.
þegar við unnu úrslitaleikinn á Gener­ lagður. Hann hefur trú á leikmönnunum Besta bíómynd? Er mikill Harry Potter
ation Handball cup, þegar danska liðið sínum og finnur leiðir þegar koma upp aðdáandi en besta Harry Potter myndin er
mitt varð bikarmeistari er við bjuggum í vandamál. Harry Potter and the goblet of fire.
Danmörku og ég var valin maður leiks- Uppáhalds erlenda fótbolta- og hand- Besta bók? Rökkurhæðir.
ins. Það var líka geggjað þegar við boltafélagið? Tottenham Hotspur FC. og Einkunnarorð? Að hika er það sama og
unnum Íslandsmeistaratitilinn með 3. Paris Saint-Germain. að tapa.
flokki á móti Fram sem hafði ekki tapað Hvað er mikilvægast til að ná árangri í Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
leik það árið og þegar ég spilaði fyrstu íþróttum og lífinu almennt? Til að ná Friðrik Friðriksson, 11. maí árið 1911.

92 Valsblaðið 2020


Ljósmyndir:
Þorsteinn Ólafs

Dómgæsla í knattspyrnu
í höndum KH
Skortur á kvenkyns dómurum
Yfirumsjón dómgæslu hjá Val var í sem Valur þarf að standa skil á dómurum er til að mynda á kvenkyns dómurum á
höndum KH þetta sumarið líkt og önnur og er þessi vettvangur algjörlega tilvalinn Íslandi. Að dæma fyrir félagið sitt getur
sumur. Sumarið var eins og það var með til þess að aðstoða félagið. verið frábær byrjun ef fólk hefur áhuga á
fullt af áskorunum, á endanum verður að Kröfur til dómgæslu eru sáralitlar dómgæslu og ef vilji og geta er til staðar
telja að þetta hafi gengið þokkalega þegar kemur að leikjum hjá til að mynda er mjög auðvelt að finna verkefni við
snurðulaust fyrir sig og ekki var mikið 4. flokki. Viðkomandi þarf að geta hæfi. Þá hefur Valur verið með ágætis
um stóra skandala. Á tímum sem þessum flautað hátt í flautuna og kunna knatt- umbunarkerfi fyrir þá aðila sem hafa
er gríðarlega mikilvægt að félagsmenn spyrnureglurnar, fleira er það í rauninni dæmt í formi árskorta og annarra gjafa.
standi þétt við bakið á félagi sínu og oft á ekki. Þess utan er þetta frábær og Við hvetjum því alla til þess að hafa
tíðum hefur skapast þónokkur umræða skemmtileg hreyfing og ég hvet alla ein- samband við okkur sé áhugi fyrir því að
um það á samfélagsmiðlum félagsins dregið sem hafa áhuga á starfi félagsins taka þátt í dómgæslustarfi hjá Val sum-
hvernig félagsmenn geti lagt hönd á plóg. að hafa samband við mig eða aðra inn á arið 2021.
Það er gríðarlegt magn af leikjum yfir skrifstofu Vals ef þeir hafa áhuga á að Áfram, hærra!
sumartímann á Hlíðarendasvæðinu þar dæma, karla sem konur, en mikill skortur Jóhann Skúli Jónsson

94 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Fagurlimaðir Fálkar og
dósaguðinn Diego
Fálkar fögnuðu tíu ára afmæli sínu í fyrrahaust og hugðu sér gott Val, þá er um að gera að slást í hópinn, upplýsingar um okkur
til grillglóðarinnar á þessu ellefta starfsári. Útaf svolitlu fóru má finna á falkar.is og Facebook. Á falkar.is er líka að finna
hinar miklu ráðagerðir eiginlega í hundrað þúsund hrokkin- upplýsingar um hvernig sækja á um styrk úr styrktarsjóði Fálka.
hærðar hámerar frá Hornafirði svo vitnað sé i Kolbeinn kaftein. Árlega fara um 4–5 milljónir frá Fálkum til barna- og unglinga-
En það var grillað þegar sóttvarnareglur leyfðu, og ekki vantaði starfsins í gegnum styrki og dósasöfnunina.
Fálkana í fjörið þegar beljunum var loks hleypt út í grillvorið.
Fálkarnir löguðu sig að aðstæðum og reyndu að gera stemning-
una eins skemmtilega og kostur var miðað við aðstæður. Hugmyndir að nýjungum vel þegnar
Stundum þurfti að skipta mannskapnum í tvö sóttvarnahólf, á Þótt aðalmarkmið félagsins sé að styðja fjárhagslega við bakið á
nokkrum leikjum þurftum við að vera með söluaðstöðu á þremur barna- og unglingastarfi Vals, þá þiggjum við allar góðar og
mismunandi stöðum. En allt gekk þetta upp. Við grilluðum á 16 frískar hugmyndir um nýjungar, um uppákomur, um verkefni
leikjum, 7 kvennaleikjum og 9 karlaleikjum en á venjulegu sem gaman væri að ráðast í og bara allt sem gæti gert lífið
sumri eru leikirnir hátt í 30. skemmtilegra fyrir krakkana í Val.
Laugardaginn 9. janúar verður vonandi hin árlega dósa- og
jólatréssöfnun Fálka, ef guð og Þórólfur lofa (Diego, dio mio,
Fálkar tilbúnir í stuðning við uppbyggingu eftir beittu nú hönd guðs til góðra verka fyrir okkur ránfuglana …).
veirutíma Söfnunin gæti orðið í breyttri mynd, eftir þeim sóttvarnareglum
Innkoman af grillinu var, eðli málsins samkvæmt, mun minni en sem í gildi verða. En við vonum hið besta því þetta er með
í venjulegu ári eða aðeins um þriðjungur af því sem hún var í skemmtilegri viðburðum árins sem á annað hundrað krakka og
fyrra. Fálkarnir hafa hins vegar byggt sig upp undanfarin ár til foreldra taka þátt í.
að geta mætt tekjufalli, félagsmenn greiða meðal annars mán- Um 2021 segjum við eins og kafteinninn: Fari það í fimmtán
aðarlega félagsgjöld sem rennur í sérstakan varasjóð. Félagið er fagurlimaðar flyðrumeyjar frá Fáskrúðsfirði og trilljón trítilóða
því tilbúið að taka þátt í uppbyggingunni eftir veiruna og styðja trjónukrabba frá Trékyllisvík … hvað það verður gott ár!
við bakið á barna- og unglingastarfi Vals af krafti. Einar Logi Vignisson, formaður Fálka.

Grill- og smíðaklúbbur!
Við brydduðum upp á þeirri nýjung í haust að bjóða upp á kjöt-
súpu auk Fálkaborgara og það mæltist svo vel fyrir að það er
ekki spurning að það verður boðið upp á súpu næsta sumar. Von-
andi verðum við líka komnir með pall við hliðina á Fjósinu fyrir
næstu leiktíð en jarðvegsframkvæmdir eru hafnar og þá er næsta
verk að koma niður undirstöðum og smíða svo gullfallegan pall.

Feður iðkenda í Val hvattir til að taka þátt í starfi


Fálkanna
Af þessari upptalningu allri mætti álykta að Fálkarnir væru grill-
og smíðaklúbbur. Og já, já, það er kannski bara svolítið þannig!
En við reynum nú að gera ýmislegt annað, stöndum fyrir félags-
fundum yfir veturinn, sinnum gæslu og ýmsum snúningum í
kringum leiki og freistum þess að láta gott af okkur leiða í starfi
Vals. Ef svona lagað hljómar vel í eyrum feðra sem eiga krakka í

Valsblaðið 2020 95
Framtíðarfólk

Líst rosa vel á


krakkana í yngri
flokkunum í körfubolta
Sunna Hauksdóttir er 14 ára og leikur
körfuknattleik með 9. flokki
irnar og fá viðurkenningu sem efnileg- starfsfólk fylgist vel með á æfingum og
asti leikmaðurinn þegar ég var samskiptum í húsinu. Það þarf að taka á
nýbyrjuð. svoleiðis strax.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum? Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar-
Nám? Er í 9. bekk í Snælandsskóla. Vann á Símamótinu (b-riðlil samt). enda? Mér finnst hún mjög skemmtileg
Hvað ætlar þú að verða? Góð spurning, Markmið fyrir þetta tímabil? Mark- að mörgu leyti, t.d. fyrir áhorfendur en
ég hef áhuga á mörgu og langar að vinna miðið fyrir liðið er að komast í A-riðil en æfingaaðstaða gæti verið miklu betri.
við margt. Vonandi verð ég bara ham- persónulega markmiðið er að komast í Hvernig telur þú að hægt sé að fjölga
ingjusöm. U15. iðkendum hjá Val í yngri flokkum?
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég myndi Athyglisverðasti leikmaður í meistara- Þegar ég var nýbyrjuð í Blikum var svona
vilja ferðast eða vera í námi einhvers flokki kvenna hjá Val? Myndi segja að vinaæfing sem mér finnst mjög sniðug
staðar úti í heimi. Sara Líf Boama sé mjög efnileg. hugmynd. Þá mega allir taka með einn
Af hverju Valur? Ég byrjaði í Breiðablik Athyglisverðasti leikmaður í meistara- vin á æfingu og það er farið í skemmti-
en því miður voru svo fáar stelpur og ég flokki karla hjá Val? Ástþór Atli. lega leiki.
ákvað því að prófa æfingu hjá Stjörnunni Hvernig líst þér á yngri flokkana í Hvernig er hægt að auka aðsókn á leiki
og Val. Þetta var mjög erfið ákvörðun en körfubolta hjá Val? Ég er að þjálfa og hjá Val? Nota samfélagsmiðla ennþá
ég sé alls ekki eftir henni. mér líst rosalega vel á þessa krakka. Held meira til að auglýsa viðburði.
Með hvaða liðum hefur þú leikið að það sé mjög stutt þar til sum þeirra Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
körfubolta? Hef spilað með Breiðablik verði komin í meistaraflokk. þú gera? Hafa boost og samlokustað inni
og Val. Fyrirmynd þín í körfubolta? Helena í Hlíðarenda og hafa opið í gym-ið fyrir
Frægur Valsari í fjölskyldunni? Finnur Sverrisdóttir og Joel Embiid. fleiri en 16 ára og eldri.
Atli Magnússon er frændi minn og síðan Hverjir eru landsliðsdraumar þínir í Eftirminnilegasta atvikið á þessu ári
er kærasta bróðir míns, Elín Rósa körfubolta? Mig langar að komast í hjá Val að þínu mati? Hvað það er búið
Magnúsdóttir, í meistaraflokki í hand- A-landsliðið einn daginn og í atvinnu- að gera flotta hluti í Covid eins og heima-
bolta. mennsku erlendis. æfingarnar í Meistaraskóla Vals.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í Hvað einkennir góðan þjálfara? Metn- Hvernig hefur Covid- 19 haft áhrif á líf
körfuboltanum? Pabbi og bróðir minn aður, skipulag, að vera hvetjandi og góð þitt á þessu ári, æfingar og keppni í
spila oft við mig fyrir utan húsið okkar. fyrirmynd. íþróttum? Það var mjög svekkjandi að
Mamma og pabbi mæta á alla leiki og eru Uppáhalds erlenda körfuboltafélagið? geta ekki farið í keppnisferð til Svíþjóðar
rosa dugleg við að skutla mér á æfingar Philadelphia 76ers. og í æfingaferð til Englands sem við
því ég bý í Kópavogi. Nokkur orð um þjálfarateymið þitt hjá vorum búnar að safna fyrir lengi. Ég er
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- Val? Ég hef verið ótrúlega heppin með samt heppin að hafa körfu út garði sem
skyldunni? Það eru mjög margir góðir í þjálfara. David þjálfarinn minn í fyrra var ég get notað flesta daga og er með fína
fjölskyldunni en á heimilinu myndi ég frábær og kenndi mér margt. Núna er aðstöðu heima til að gera styrktaræfingar
segja Kári bróðir minn sem spilar hand- Helena Sverrisdóttir að þjálfa okkur sem og þannig.
bolta. er auðvitað alveg magnað. Besta bíómynd? Ég horfi alltaf á Love
Af hverju körfubolti? Ég hafði alltaf Hvernig finnst þér að hægt sé að auka Actually í desember. Það kemur mér í
verið í fótbolta en þegar ég var 12 ára var jafnrétti kynja hjá Val? Mér finnst jólaskapið.
ég í körfubolta í skólaíþróttum með vini Valur á góðri leið en t.d. þarf að passa að Besta bók? Var að lesa ævisögu Trevor
mínum sem sagði að ég yrði örugglega hafa jafn langa æfingatíma og jöfn laun Noah sem var bæði fyndin og athyglis-
góð og ætti að prófa æfingu. hjá leikmönnum. verð.
Eftirminnilegast frá körfuboltaferl- Hvað getur Valur gert til að vinna gegn Einkunnarorð/Mottó? Carpe Diem.
inum? Hef bara æft í tvö ár en stærsta, fordómum, einelti og öðru ofbeldi? Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
hingað til, er að vera valin í afreksbúð- Fræða iðkendur og passa að þjálfarar og Friðrik stofnaði Val árið 1911.

96 Valsblaðið 2020


NordiC spirit NaturaL oak/foCus

shaker white

NeXT GreY

NÚTÍMA LÍFSTÍLL
teNdeNs CharCoaL
teNdeNs bLaCk oak veNeer

GERIR KRÖFUR TIL ELDHÚSSINS


Nútíma LífstíLL
Gerir kröfur tiL eLdhússiNs
Nútíma Lífstíll kallar á kröfur.
hAVANA ShAker WhITe Vh-7 MIDNIGhT BLUe
Á sama hátt og við höfum væntingar til lífsins, gerum við kröfur til
eldhússins
Nútímaokkar. Líttu
lífstíll kallar til okkar,
á kröfur. Á samalýstu
hátt ogkröfum
við höfumþínum
væntingarogtilleyfðu okkur að teikna
lífsins, gerum
við kröfur til eldhússins okkar. Líttu til okkar, lýstu kröfum þínum og leyfðu okkur
draumaeldhúsið þitt. Ævintýrið byrjar á heimsókn í glæsilegan sýningarsal
teikna draumaeldhúsið þitt. Ævintýrið byrjar á heimsókn í glæsilegan sýningarsal
okkar í Lágmúlaokkar 8, 2.hæð,
í Lágmúlaþar
8, 2.sem
hæð,allar helstu
þar sem nýjungar
allar helstu nýjungar eru
erutil sýnis.
til sýnis.

HTH á Íslandi í 40 ár,


og þar af í 20 ár hjá Ormsson
- endurspeglar traust
Íslendinga til merkisins
Lágmúla 8 • sími 530 2800 hth_iNNrettiNGar
Starfið er margt

Meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik vorið 2020. E  fri röð frá vinstri: Guðlaugur Ottesen Karlsson liðsstjóri, Darri Freyr
Atlason þjálfari, Hallveig Jónsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Dagbjört Samúelsdóttir, Sylvía Hálfdanardóttir, Helena Sverrisdóttir,
Aníta Rún Árnadóttir, Micheline Mercelita, Mira Kamallakharan og Elísabet Róbertsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Kristín María
Matthíasdóttir, Lea Gunnarsdóttir, Arna Dís Heiðarsdóttir, Tanja Kristín Árnadóttir, Kiana Johnson, og Dagbjört Dögg Karlsdóttir.
Ljósmynd Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir.

Deildarmeistarar kvenna
og körfuknattleiksdeild Vals
fagnaði fimmtugsafmæli
Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar 2020
Þegar þetta er skrifað í upphafi desember- inn í úrslitakeppninni og meistaraflokkur kvenna megin og einum leik karla megin
mánaðar hafa meistaraflokkar deildar- karla var búinn að tryggja sæti sitt í áður en mótahald var stöðvað 10. október
innar ekki getað æft né keppt í nær tvo úrvalsdeild. Allt stefndi í að stelpurnar og svo æfingar í kjölfarið vegna kórónu­
mánuði og óljóst er hvenær æfingar og endurtækju leikinn frá því árið áður, er veirunnar.
keppni hefjast að nýju. Á árinu 2020 þær urðu bæði deildar- og Íslandsmeist-
hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar haft arar en stjórn KKÍ ákvað að eingöngu
umtalsverð áhrif á allt samfélagið og er skyldi veita deildarameistaratitil fyrir Nýir þjálfarar
íþróttastarf þar ekki undanskilið. Þann keppnistímabilið 2019-2020 og ekkert lið Þjálfaraskipti urðu hjá báðum meistara-
18. mars, í kjölfar verulega hertra sam- yrði Íslandsmeistari. Kvennalið Vals tók flokkunum. Finnur Freyr Stefánsson tók
komutakmarkana stjórnvalda vegna svo við deildarmeistaratitlinum þann 8. við meistaraflokki karla af Ágústi Björg-
Covid-19, ákvað stjórn KKÍ að ljúka júlí með athöfn í höfuðstöðvum ÍSÍ í vinssyni sem eftir 9 ár með meistara-
keppnistímabilinu þó svo að deildar- Laugardal. Keppnistímabilið 2020-2021 flokkinn snýr sér alfarið að uppbygginu
keppni væri ekki lokið. Meistaraflokkur hófst svo með látum í lok september eftir körfunnar sem yfirþjálfari yngri flokka.
kvenna sat þá í efsta sæti úrvalsdeildar- ágætan undirbúning en meistaraflokk- Ólafur Jónas Sigurðsson tók við meistara-
innar, búnar að vinna sér heimavallarétt- arnir náðu ekki nema tveimur leikjum flokki kvenna af Darra Frey Atlasyni sem

98 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Meistaraflokkur Vals í körfuknattleik 2020–2021 fyrir fyrsta leikinn í Dóminosdeid karla haustið 2020. Í aftari röð f.v. Bjartmar
Birnir sjúkraþjálfari, Þorgrímur Guðni Björnsson liðsstjóri, Pavel Ermolinskij, Sinisa Bilic, Finnur Atli Magnússon, Kristófer Acox,
Bergur Ástráðsson, Oddur Birnir Pétursson og Finnur Freyr Stefánsson þjálfari. Í fremri röð f.v. Jón Arnór Stefánsson, Snjólfur
Björnsson, Frank Aron Booker, Ástþór Atli Svalason, Benedikt Blöndal og Illugi Steingrímsson. Ljósmynd Þorsteinn Ólafs.

átti þrjú farsæl tímabil með Valskonur eins og gengur. Fyrsti Íslandsmeistaratit- undir stjórn hans varð meistaraflokkurinn
sem skiluðu fjórum titlum fyrir félagið, ill karla vannst þann 17. mars 1980 og í fyrsta skipti bikar-, deildar- og Íslands-
bikar, deildar- og Íslandsmeistaratitlum fyrsti titill kvenna þann 28. apríl 2019. meistari. Ólafur Jónas Sigurðsson tók við
2019 og deildarmeistaratitli 2020. Sigurður Már Helgason, fyrsti formaður liðinu og honum til aðstoðar verður Hel-
körfuknattleiksdeildar Vals og að öðrum ena Sverrisdóttir. Ólafur Jónas hefur
ólöstuðum faðir körfuboltans í Val, færði þjálfað meistaraflokk ÍR undanfarin þrjú
Stjórn körfuknattleiksdeildar félaginu rósir og hamingjuóskir fyrir ár auk þess að þjálfa yngri flokka félags-
Í stjórn deildarinnar sitja Svali Björgvins- fyrsta leik tímabilsins hjá karlaliðinu í ins.
son, formaður, Einar Jón Ásbjörnsson, Dominos deildinni. Vegna hinnar lúmsku Nokkrar breytingar urðu á liði Vals
Grímur Atlason, Kristjana Magnúsdóttir, veiru hafa hátíðarhöld vegna þessa þurft fyrir yfirstandandi tímabil. Landsliðs-
Lárus Blöndal, Sveinn Birkir Björnsson að víkja eins og svo margt annað. Þau konan Hildur Björk Kjartansdóttir, ein
og Sveinn Zoega. Sem fyrr eru stjórninni bíða betri tíma. besta körfuknattleikskona landsins, gekk
innan handar traustir aðilar sem hjálpa til til liðs við Val á miðju sumri. Hildur varð
við fjáraflanir, umsjón leikja o.fl. Stjórnin Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu
vill koma sérstökum þökkum á framfæri Meistaraflokkur kvenna Snæfelli árið 2014, lék í bandaríska
til eftirtalinna aðila: Bjarna Sigurðssonar, Árið 2020 verður helst minnisstætt fyrir
Ragnars Þórs Jónssonar, Steindórs Aðal- Covid-19 og áhrif þess á samfélagið allt
steinssonar, Torfa Magnússonar, Gunnars og íþróttir. Allt stefndi í það að stelpurnar
Zoega, Guðlaugs Ottesen Karlssonar, myndu endurtaka leikinn frá 2019 en þær
Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur og Guð- voru efstar í úrvalsdeild og með heima-
rúnar Ástu Halldórsdóttur. vallarréttinn í úrslitakeppni þegar Íslands-
mótið var blásið af án þess að leikið væri
til úrslita. Árið 2020 er því einstakt þar
50 ár frá stofnun sem enginn varð Íslandsmeistari en Valur
körfuknattleiksdeildar Vals var krýndur deildarmeistari. Í bikar-
Þann 3. október voru 50 ár frá því að keppninni féll meistaraflokkurinn út í
körfuknattleiksdeildin var stofnuð í Val. fjögurra liða úrslitum á móti KR í fram-
Þennan dag sameinaðist Körfuknattleiks- lengdum leik í Laugardalshöll.
félag Reykjavíkur (K.F.R.) Val og síðan Darri Freyr Atlason, sem þjálfað hafði Ólafur Jónas Sigurðsson tók við á árinu
hefur verið leikinn körfubolti undir liðið undanfarin þrjú tímabil, tók þá sem þjálfari meistaraflokks kvenna í
merkjum Vals. Sigrarnir hafa verið ákvörðun að halda ekki áfram með liðið. körfuknattleik. Helena Sverrisdóttir er
margir á langri leið og þurrkar inn á milli Darra Frey er þakkað allt hans framlag en aðstoðarþjálfari.

Valsblaðið 2020 99
Deildarmeistarar meistaraflokks kvenna í körfuknattleik 2020.Frá vinstri: Hallveig Hvað ungur nemur gamall temur.Jón
Jónsdóttir, Helena Sverrisdóttir með Elínu Hildi dóttur sinni, Aníta Rún Árnadóttir, Arnór Stefánsson leiðbeinir Ástþóri Atla
Guðbjörg Sverrisdóttir, Dagbjört Samúelsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Darri Svalasyni í leik gegn Stjörnunni. Ljós-
Freyr Atlason þjálfari. Ljósmynd Svali Björgvinsson. mynd Svali Björgvinsson.

háskólaboltanum, var í atvinnumennsku á strákarnir í 10. sæti þegar Íslandsmótið Meistaraflokkur karla er nú á sínu
Spáni og lék með KR á síðasta keppnis- var slegið af. fjórða ári í efstu deild og hefur markið
tímabili. Auk hennar eru komnar þær Það voru mikil tímamót hjá meistara- verið sett hærra en undanfarin ár.
Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk flokki karla, Ágúst Björgvinsson hætti Nokkrar breytingar urðu á meistara-
Sveinsdóttir, Nína Jenný Kristinsdóttir, sem þjálfari karlaliðsins eftir að hafa flokknum fyrir yfirstandandi tímabil.
Eydís Eva Þórisdóttir og Ásta Júlía þjálfað það í 9 ár samfellt. Ágúst fór þó Söguleg félagaskipti urðu þegar Jón
Grímsdóttir er snúin aftur eftir eins árs ekki langt en hann tók við starfi yfirþjálf- Arnór Stefánsson, besti körfuknattleiks-
dvöl í Bandaríkjunum. ara yngri flokka hjá félaginu. Körfuknatt- maður Íslands, ákvað á miðju sumri að
leiksdeild þakkar Ágústi gott starf og ganga til liðs við Val, þar sem fyrir er
hlakkar til að vinna með honum áfram að gamall félagi hans, Pavel Ermolinskij.
Meistaraflokkur karla uppbygginu körfunnar í Val. Við Tveimur vikum fyrir Íslandsmót gekk svo
Liðið er nú að leika sitt fjórða tímabil í meistaraflokknum tók Finnur Freyr Stef- Kristófer Acox til liðs við félagið. Allir
röð í efstu deild, Dominos deild karla. ánsson, en hann vann fimm Íslands- þrír eru í hópi sigursælustu körfuknatt-
Undanfarin ár hefur verið lög áhersla á að meistaratitla í röð sem þjálfari KR frá leiksmanna Íslands. Sinisa Bilic, sem lék
tryggja sæti í efstu deild en um leið að 2013-2018. Áður en Finnur fór út til Dan- með Tindastóli á síðustu leiktíð og var
reyna að gera atlögu að því að komast í merkur, þar sem hann þjálfaði Horsens, einn besti erlendi leikmaður deildarinnar,
úrslitakeppnina. Tímabilið gekk ekki eins þjálfaði hann yngri flokka hjá Val og gekk einnig til liðs við Valsmenn ásamt
vel og væntingar stóðu til og enduðu þekkir því vel til á Hlíðarenda. portúgalska landsliðsmanninum Miguel

Finnur Stefánsson þjálfari meistaraflokks karla fer yfir málin Finnur Freyr Stefánsson tók við á árinu
í leikhléi, haustið 2020. Ljósmynd Svali Björgvinsson. sem þjálfari meistaraflokks karla í körfu-
knattleik.

100 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Cardoso og Oddur Birnir Pétursson er


snúin aftur eftir eins árs frí frá körfubolta.
Fyrir er traustur hópur leikmanna sem
hefur leikið með félaginu undanfarin ár.
Þegar þetta er skrifað hefur ekki enn
reynt á þetta Valslið því aðeins einn
leikur hefur farið fram í Íslandsmótinu.
Farnir eru Austin Magnus Bracey,
Ragnar Ágúst Natanaelsson, Illugi Auð-
unsson og Pálmi Þórsson og eru þeim
þakkað framlag þeirra undanfarin ár.

Lokahóf meistaraflokkanna
Vegna óvenjulegra aðstæðna í samfélag- Verðlaunaafhending yngri flokka hjá körfuknattleiksdeild 2020.Þá var í fyrsta sinn
inu, í kjölfar Covid-19, var ekki haldið afhentur Bergbikarinn sem var gefinn í minningu Bergs Emilssonar sem lést í desember
hefðbundið lokahóf meistaraflokkanna. 2019. Körfuknattleiksdeild Vals mun alltaf minnast Bergs Emilssonar og leiðtogahæfni
Meistaraflokkarnir gerðu sér samt glaðan hans.
dag með lokahófi í Viðey. Þar fengu þau
sem hafa leikið flesta leiki með meistara- Minnibolti 8–9 ára kvenna
flokkum Vals viðurkenningar. Uppskeruhátíð yngstu barnanna í Fjöldi iðkenda: 25
körfunni vorið 2020 Þjálfari: Helena Sverrisdóttir.
250 meistaraflokksleikir fyrir Val: Tímabilið var krefjandi fyrir börnin enda Þættir sem auka liðsheild: Landsleikur,
Benedikt Blöndal erfitt að æfa íþróttir í heimsfaraldri bikarleikur, pizzaveislur, heimsóknir
Hallveig Jónsdóttir Covid-19. Hvert einasta barn fékk sérstök og fleiri hittingar. Takk foreldrar fyrir
verðlaun fyrir veturinn og litu margir hjálpina.
150 meistaraflokksleikir fyrir Val: glæsilegir titlar í ljós. Í hópnum má Þátttaka í mótum: Tóku þátt í þremur
Dagbjört Dögg Karlsdóttir þannig finna: mótum og var stefnan tekin á tvö önnur
Dagbjört Samúelsdóttir – Dripplara ársins þegar covid skall á.
– Varnarmann ársins Besta við flokkinn: Veturinn einkennd-
100 meistaraflokksleikir fyrir Val: – Vítaskyttu ársins ist af miklum framförum og miklu
Bergur Ástráðsson – Gabbhreyfingar ársins stuði. Mikið fjör og góð barátta á
Illugi Steingrímsson … og svo lengi mætti telja. æfingum.
Sigurður Páll Stefánsson Helstu markmið: Kynna undirstöðuat-
Minnibolti stúlkna og drengja riði í körfubolta.
50 meistaraflokksleikir fyrir Val: Þjálfari: Pálmar Ragnarsson. Annað: Gaman verður að fylgjast með
Aníta Rún Árnadóttir Yngstu flokkar drengja og stúlkna fóru á þessum flottu stelpum í framtíðinni.
Helena Sverrisdóttir fjögur mót yfir tímabilið. Öll mótin eru
æfingamót þar sem stig eru ekki talin og Minnibolti 8–9 ára karla
leikgleðin ræður ríkjum. Fyrst var Sam- Fjöldi iðkenda: 30.
bíómót Fjölnis, næst var jólamót Vals, Þjálfarar: Þorsteinn Otti Jónsson og
síðan Póstmót Breiðabliks og loks Ragnar Ágúst Nathanaelsson.
Stjörnustríð í Garðabænum. Helstu mark- Þættir sem auka liðsheild: Löngunin til
miðin voru að læra að leggja sig fram, að verða betri í körfubolta.
læra undirstöðuatriði körfuboltans að Þátttaka í mótum: Það hefur gengið vel
drippla, senda, skjóta og spila vörn. En á mótum og drengirnir skemmt sér
einnig að læra hvernig við verðum heil- mjög vel.
brigðir íþróttamenn með því að borða Besta við flokkinn: Liðsheildin, hvað
hollt, sofa nóg, drekka vatn og svo fram- þeir eru áhugasamir um körfubolta
vegis. Öll markmiðin gengu ljómandi vel. Helstu markmið: Að verða betri sem
Það besta við yngstu flokkana er hvað manneskjur.
það er mikið líf og fjör yfir öllu. Börnin
hlakka til þess að mæta á æfingar og Minnibolti 10–11 ára karla
leggja sig fram og fá mikla útrás á sama Fjöldi iðkenda: 30.
tíma. Vel er tekið á móti öllum, við æfum Þjálfari: Ágúst Björgvinsson, Halldór
okkur í því að hvetja liðsfélaga, æfum Geir Jensson og Pálmi Þórsson.
okkur í því að hrósa frekar en að Þættir sem auka liðsheild: Tekið þátt í
skamma, pössum að öllum líði þannig að pizzakvöldum, bingó og verið góð
Kristófer Acox í sínum fyrsta þau skipti máli og fleira. Allir Valsarar mæting á leiki meistaraflokks.
leik með Val. Ljósmynd / eru hvattir til þess að halda áfram að Þátttaka í mótum: MB 11 ára er stærsti
Þorsteinn Ólafs. leggja sig fram og gefast aldrei upp. flokkur í körfunni og var með fjögur

Valsblaðið 2020 101


lið í Íslandsmóti. MB 10 ára var með
eitt lið í Íslandsmóti. Náðu því miður
ekki að klára mótið eins og aðrir.
Besta við flokkinn: Stór og flottur hópur.
Strákar sem hafa mikinn vilja til að
bæta sig, eru mjög duglegir að æfa og
æfa flestir aukalega.
Helstu markmið: Bæta sig frá degi til
dags, vinna í undirstöðuatriðum, skjóta,
drippla og senda boltann, hafa gaman
og njóta að spila körfu.
Annað: Gaman verður að sjá þessa stráka
vaxa og dafna í Val og verða betri

MB 10–11 ára kvenna


Fjöldi iðkenda: 11.
Þjálfari: Szymon Nabakowski.Þættir
sem auka liðsheild: Hittast fyrir utan
æfingar og horfa t.d. saman á meistara-
Minnibolti 8–9 ára kvenna.
flokk kvenna spila.
Þátttaka í mótum: Íslandsmót í MB 10
og 11 ára: Stelpurnar byrjuðu í D-riðli
og það tók ekki nema 3 mót til að kom-
ast í A-riðil.
Besta við flokkinn: Það sem einkenndi
báða hópana á mótum á þessu ári er
hversu góða vörn þær spiluðu og hvað
þær lögðu sig mikið fram í leikjum.
Helstu markmið: Helstu markmiðin
voru að kenna öll grundvallaratriði í
körfubolta og auka þekkingu þannig
stelpurnar vita hvernig og af hverju
hlutir eru gerðir.
Annað: Gaman sjá allar framfarir, aukið
sjálfstraust og áhuga á körfubolta sem
flestar þessar stelpur hafa.

7. og 8. flokkur kvenna
Minnibolti 8–9 ára karla. Fjöldi iðkenda: 15.
Þjálfari: Rúnar Ólafsson.
Þættir sem auka liðsheild: Koma saman
utan æfinga og verja tíma saman utan
æfinga, fara á leiki með meistaraflokk-
unum. Einnig hefur verið haldin pizza-
veisla fyrir þær í tengslum við leikina.
Þátttaka í mótum: Liðin tóku þátt í
Íslandsmótinu þetta tímabilið en því
miður eru þetta fámennir hópar og var
stundum erfitt að ná saman í lið fyrir
mótahelgar en stelpurnar fengu góðan
stuðning frá yngri stelpum til að halda
keppni áfram og voru framfarir miklar
yfir tímabilið.
Besta við flokkinn: Það sem hefur verið
best við þessa flokka í vetur að mati
þjálfarans er hvað það eru margar
stelpur sem hafa verið að stíga sín
fyrstu skref í körfubolta og hve miklar
framfarir hafa orðið á ekki lengri tíma.
Helstu markmið:. Að auka sjálfstraust
Minnibolti 10–11 ára karla. og sjálfsaga sem hægt er að taka með

102 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

sér á fleiri svið lífsins. Auk þess var þétt í helstu þáttum leiksins, vera betri
vitaskuld markmiðið í ár að bæta sig í í svokölluðum undirstöðuatriðum. Það
körfubolta. markmið náðist því mjög margir nýir
strákar hafa bæst í hópinn á leiðinni
7. flokkur kvenna, Viðurkenningar og þetta er nú orðin17–20 stráka hóp-
Ástundun & áhugi: Indíana Sólveig Sig- ur sem æfði í þessum tveimur
urðardóttir árgöngum í vetur. Það tókst bara
Framfarir: Ingibjörg Kristjánsdóttir nokkuð vel að fylgja þessum mark-
Leikmaður: Þuríður Helga Ragnarsdóttir miðum eftir með auðvitað hæðum og
lægðum eins og gengur hjá ungum
mönnum á uppleið.

7. flokkur karla, viðurkenningar


Ástundun & áhugi: Dagur Örvarson
Framfarir: Bjartur Þór Björnsson
Leikmaður: Ásbjörn Hlynur Benedikts- MB 10–11 ára kvenna.
son

Indíana Sólveig Þuríður Helga


Sigurðardóttir Ragnarsdóttir

8. flokkur kvenna, Viðurkenningar


Ástundun & áhugi: Ásthildur Helga-
dóttir
Framfarir: Ingibjörg Kristjánsdóttir
Leikmaður: Alma Eggertsdóttir
Dagur Örvarson Ásbjörn Hlynur
7. og 8. flokkur karla Benediktsson
Fjöldi iðkenda: 18. 8. flokkur karla, viðurkenningar
Þjálfari: Sævaldur Bjarnason. Ástundun & áhugi: Ragnar Örn Péturs-
Þátttaka í Íslandsmótum: 8. flokkur son 7. og 8. flokkur kvenna.
endaði árið í í C-riðli eftir að hafa Framfarir: Baldur Frosti Sveinbjörnsson
sigrað alla leikina í síðasta mótinu sem Leikmaður: Kristján Elvar Jónsson
fram fór fyrir Covid. Flokkurinn hefur
verið nokkuð fjölmennur og jafnt og
þétt hefur verið að bætast í hann í
vetur. Rosalega skemmtilegir og dug-
legir strákar sem eiga framtíðina fyrir
sér. 7. flokkur endaði í D-riðli en hefur
verið í mikilli endurnýjun í vetur þar
sem mjög margir nýir strákar hafa
byrjað í vetur. Þeir hafa verið að taka
jafnt og þétt miklum framförum, Ragnar Örn Baldur Frosti
flokkurinn er nú komin vel á veg og Pétursson Sveinbjörnsson
leiðin liggur uppávið. Þeir eru dug-
legir og vinnusamir. Það verður
skemmtilegt að fylgjast með þeim á 7. flokkur karla.
komandi árum.
Þættir sem auka liðsheild: Haldið
pizzapartý fyrir leiki í meistara- 9.–10. flokkur kvenna
flokkum félagsins og mæta svo á Fjöldi iðkenda: 15.
heimaleikina í kjölfarið, en einnig hafa Þjálfari: David Patchell.
þeir verið duglegir að mæta aukalega Þátttaka í mótum: Spiluðu í fjölliða-
og æfa sig. Kristján Elvar mótum í 9. flokki og heima og heiman
Besta við flokkinn: Rosalega áhuga- Jónsson í 10. flokki.
samir og vinnusamir strákar margir Þættir sem auka liðsheild: Stelpurnar
sem eru mjög duglegir og framtíðar eru alltaf að gera eitthvað saman fyrir
Valsmenn hvort sem það verða félags- utan æfingar. Það var ætlunin að fara á
menn eða meistaraflokksleikmenn. Gautaborgarmótið í Svíþjóð og æfinga-
Helstu markmið: Að bæta sig jafnt og búðir í Englandi.

Valsblaðið 2020 103


Besta við flokkinn: Liðsheild og leik-
gleði.
Helstu markmið: Allir að bæta sig sem
einstaklingar og vinna í sínum mark-
miðum.
Annað: Þessir strákar er frábær fyrir-
mynd fyrir þá sem yngri eru þar sem
þeir eru alltaf að æfa aukalega.

9. flokkur karla, viðurkenningar


Ástundun & áhugi: Óðinn Þórðarson
Framfarir: Karl Kristján Sigurðarson
Leikmaður: Björgvin Hugi Ragnarsson

9.–10. flokkur kvenna

Óðinn Þórðarson Karl Kristján


Sigurðarson

Björgvin Hugi
Ragnarsson
9. –10. flokkur karla
Stúlknaflokkur
Besta við flokkinn: Liðsheild og leik- Þjálfari: Helena Sverrisdóttir.
gleði. Þátttaka í Íslandsmótum: Í stúlkna-
Helstu markmið: Verða sterkt B-riðils flokki í vetur voru fimm Valsstelpur á
lið og komast í A-riðil réttum aldri og því ákveðið að senda til
leiks sameinað lið Fjölnis og Vals.
9.–10. flokkur kvenna, viðurkenn- Samstarfið gekk vel, byrjaði hægt en
ingar liðið endaði veturinn í efsta sæti 2.
Ástundun & áhugi: Ingunn Erla Bjarna- deildar og áttu sæti í úrslitahelginni
dóttir sem var síðan slegin af eins og hjá
Framfarir: Helga Diljá Jörundsdóttir Ingunn Erla Helga Diljá öllum öðrum flokkum. Stelpurnar eru
Leikmaður: Sara Líf Boama Bjarnadóttir Jörundsdóttir allar í meistaraflokki líka og þær eiga
hrós skilið fyrir
9.–10. flokkur karla frammistöðuna
Fjöldi iðkenda: 19. og sýndu miklar
Þjálfari: Friðrik Þjálfi Stefánsson. framfarir í vetur.
Þátttaka í mótum: Tvö lið skráð í Stúlknaflokkur,
Íslandsmóti. A-lið var í A-riðli. B-lið viðurkenningar
var í E-riðli. Taplausir 16/0 í 2. deild Framfarir: Elísa-
10. fl (eitt ár uppfyrir). bet Róberts-
Þættir sem auka liðsheild: Fóru saman á dóttir
landsleiki, meistraaflokksleiki, keilu, Leikmaður: Lea
bíókvöld og út í körfu saman. Sara Líf Boama Gunnarsdóttir Lea Gunnarsdóttir

104 Valsblaðið 2020


Starfið er margt

Drengjaflokkur
Fjöldi iðkenda: 12.
Þjálfari: Þorgrímur Guðni Björnsson
byrjaði með liðið Szymon Nabakowski
tók við í nóvember.
Þátttaka í Íslandsmótum: Enduðu tíma-
bilið á þremur sigrum í röð og voru
komnir í 6. sæti sem hefði gefið sæti í
úrslitakeppninni, áður en mótið var
flautað af.
Besta við flokkinn: Framfarir þegar leið
á veturinn.
Helstu markmið: Æfðu vel og lögðu
áherslu á að hafa spil á æfingum og
hafa skipulag í leiknum.

Drengjaflokkur, viðurkenningar
Ástundun & áhugi: Símon Tómasson Drengjaflokkur
Framfarir: Jóhannes Einarsson
Leikmaður: Arnaldur Grímsson
Einarsbikarinn: Símon Tómsson
Bergsbikarinn: Ástþór Atli Svalason

Símon Tómasson Arnaldur Ástþór Atli


Grímsson Svalason

Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár


Dóra María Lárusdóttir Friðjón Friðjónsson

Edvard Skúlason Friðrik Sophusson

Eggert Kristófersson Friðrik Þór Svavarsson

Einar Njálsson Garðar Gíslason

Elín Rós Hansdóttir Gísli Arnar Gunnarsson

Eva Halldórsdóttir Gísli Friðjónsson

Eyþór Guðjónsson Gísli Óskarsson

First Class travel ehf. Gríma Huld Blængsdóttir

Valsblaðið 2020 105


Framtíðarfólk

Draumur að spila í
öllum yngri landsliðum
Nám? Ég er í 10. bekk í Réttarholtsskóla.
og A-landsliðinu
Hvað ætlar þú að verða? Atvinnumaður
í körfubolta og mögulega eitthvað annað.
Björgvin Hugi Ragnarsson er 15 ára og leikur
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Að spila hjá
góðu liði í atvinnumennsku.
körfuknattleik með unglingaflokki og meistaraflokki
Af hverju Valur? Pabbi er Valsari og svo Athyglisverðasti leikmaður í meistara- Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
var ég líka í Hjallastefnunni frá 0.–4. flokki kvenna hjá Val? Hallveig. árum? Leggja mikinn metnað í yngri
bekk sem er nánast við hliðina á Vals- Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokka og reyna að vinna titla.
heimilinu. flokki karla hjá Val? Sinisa Bilic. Hvernig telur þú að hægt sé að fjölga
Uppeldisfélag í körfubolta? Valur. Hvernig líst þér á yngri flokkana í iðkendum hjá Val í yngri flokkum?
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í körfubolta hjá Val? Alveg ágætlega. Með því að hvetja krakkana til að koma
körfuboltanum? Þau hafa stutt mig Fyrirmynd þín í körfubolta? Jimmy með vini sína á æfingar.
mjög vel og leyft mér að ráða ferðinni Butler. Hvernig er hægt að auka aðsókn á leiki
alveg sjálfur. Þau hafa líka mætt á nánast Draumur um atvinnumennsku erlendis hjá Val? Búa til stuðningslið eða eitthvað
alla leiki. í körfubolta? Að spila í Evrópu eða sem býr til stemningu fyrir leikina og í
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- Bandaríkjunum. stúkunni.
skyldunni? Þuríður Helga litla systir Hverjir eru landsliðsdraumar þínir í Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
mín. körfubolta? Að spila í öllum yngri lands- þú gera? Láta byggja sér körfuboltahús
Af hverju körfubolti? Þegar ég var 12 liðum og svo í A- landsliðinu. eða færa handboltann í annað hús, hafa
ára var ég byrjaður að fá smá leið á fót- Hvað einkennir góðan þjálfara? Mikill fría ávexti fyrir iðkendur til að hafa á
bolta og vinur minn var í körfu þannig að metnaður og vilji til að nota sinn eiginn milli æfinga og líka gera harpix ólöglegt.
ég fór á æfingu með honum og þá kynnt- tíma til að gera leikmennina sína betri. Eftirminnilegasta atvikið á þessu ári
ist ég Frikka þjálfara sem dró mig inn í Uppáhalds erlenda körfuboltafélagið? hjá Val að þínu mati? Þegar körfubolta-
þetta. Milwaukee Bucks. liðið var styrkt alveg svakalega.
Eftirminnilegast frá körfuboltaferl- Nokkur orð um þjálfarateymið þitt hjá Hvernig hefur Covid- 19 haft áhrif á
inum? Þegar ég var í 8. flokki og ég var Val? Frikki er mjög metnaðarfullur og líf þitt á þessu ári, æfingar og keppni í
að spila með 10. flokki á móti ÍR í síðasta geggjaður þjálfari og svo er Finnur Freyr íþróttum? Það var t.d. ekki farið á mót
leik tímabilsins, þeir voru að vinna með er með mikla reynslu og mikið hægt að með U-15 í Danmörku sem mér fannst
10 með 2 mínútur eftir og með 2 með 3 læra af honum. mjög miklar líkur að ég hefði komist á,
sekúndur eftir og ég hitti þrist og við Hvernig finnst þér að hægt sé að auka ég hef haft mjög mikið af extra tíma þar
vinnum og ÍR hefði unnið deildina hefðu jafnrétti kynja hjá Val? Með því að sem það hafa verið pásur með engum
þeir unnið leikinn. Það var mjög sætt. finna metnaðarfulla þjálfara fyrir bæði yngri flokka eða meistarflokksæfingum,
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum? Í kynin. ég hef náð að þyngja mig smá því ég hef
6. flokki urðum við Íslandsmeistarar Hvað getur Valur gert til að vinna gegn haft svo mikinn tíma til að lyfta og
A-liða í fótbolta og svo vann ég einu fordómum, einelti og öðru ofbeldi? Það borða.
sinni brons í karate. er mikilvægt að taka mjög alvarlega á Besta bíómynd? National Security.
Markmið fyrir þetta tímabil? Verða þessum hlutum og fræða krakkana um Besta bók? Rangstæður í Reykjavík.
Íslands- og bikarmeistari og komast í þetta. Einkunnarorð? „Real G’s move in
U-16 landsliðið. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar- silence like lasagna.“
Eftirminnilegasti þjálfarinn? Friðrik enda? Ein sú besta á landinu, harpixið í Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
Þjálfi Stefánsson. gamla sal getur stundum verið leiðinlegt. Friðrik Friðriksson, 11. maí 1911.

106 Valsblaðið 2020


Framtíðarfólk

Ég vil sjá titil í


körfubolta karla
Egill Jón Agnarsson er 18 ára og leikur
körfuknattleik með unglingaflokki og meistaraflokki
Nám? Húsasmíði við Tækniskólann. Hvers vegna körfubolti? Þegar ég var
Hvað ætlar þú að verða? Mig langar að yngri spilaði ég bæði körfubolta og fót-
verða smiður eða atvinnumaður í körfu- bolta en tók alltaf körfunni meira alvar-
bolta. lega.
Af hverju Valur? Mig langaði að Helsta markmið fyrir þetta tímabil? Fá
verða betri körfuboltamaður og fannst mínútur í Dominos-deildinni.
Valur góður staður til að ná því mark- Eftirminnilegustu þjálfararnir: Finnur
miði. og Ágúst.
Uppeldisfélag í körfubolta? Ármann. Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
Með hvaða félögum hefur þú leikið? flokki kvenna? Hildur Björg Kjartans-
Ármann og Val-b. dóttir. Hvernig viltu sjá Val þróast í körfu-
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í Athyglisverðasti leikmaður í meistara- knattleik karla? Ég vil sjá titil.
körfuboltanum? Þau hafa mætt á leiki, flokki karla? Sinisa Bilic. Hvaða áhrif hefur Covid-19 heimsfar-
kaupa skó og búninga sem ég er mjög Hvernig list þér yngri flokkana hjá aldur haft á líf þitt og einnig íþrótta-
þakklátur fyrir. Val? Ég held að framtíðinn í körfubolta iðkun og keppni á þessu ári? Æfingar
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- hjá Val sé mjög björt. eru öðruvísi eins og að halda 2m fjar-
skyldunni? Ég. Aðstaðan á Hlíðarenda? Ein af ástæð- lægð, hver og einn með sinn bolta en eins
Helstu afrek í íþróttum? Þegar við unum fyrir því að ég kom í Val er hvað og staðan er núna eru engar keppnir eða
unnum Scania Cup í Svíþjóð 2018. aðstaðan er góð. æfingar.

Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár


Grímur Atlason Guðni Olgeirsson

Grímur Sæmundsen Guðrún Gísladóttir

Gudmundur Kjartansson Gunnar Kristjánsson

Guðjón Harðarson Gunnar Sigurðsson

Guðlaugur Björgvinsson Gunnar Skúlason

Guðmundur Frímannsson Gunnar Sturluson

Guðmundur Þorbjörnsson Gunnar Svavarsson

Guðni Bergsson Gunnlaugur Ragnarsson

Valsblaðið 2020 107


Fyrstu sigrarnir í körfunni
Í ár eru rúm 50 ár liðin frá stofnfundi körfuknattleiksdeildar
innan Vals þann 3. október 1970
Það voru liðsmenn KFR, Körfuknatt-
leiksfélags Reykjavíkur sem óskuðu eftir
því að fá inngöngu í félagið. Fyrsti for-
maður deildarinnar var kosinn Sigurður
Már Helgason sem var aðalhvatamaður
þess að leita til Vals. Hann spilaði fyrstu
árin með meistaraflokki og átti eftir að
vinna mikið og gott starf innan Vals, sem
leikmaður, þjálfari og stjórnarmaður.
Þjálfari meistaraflokks fyrstu árin var
Ólafur Thorlacius. Nánar er fjallað um
tilurð þess að stofnuð var körfuknattleiks-
deild innan Vals annars staðar í blaðinu.
Á tímamótum sem þessum er gaman að
rifja upp fyrstu sigrana, stærstu stundirnar
og skoða hvað finnst í verðlaunasafni
Vals að Hlíðarenda sem minnir á fyrstu
afrek körfuknattleiksdeildar.
Það tók ekki nema nokkra mánuði að
vinna fyrsta Íslandsmeistaratitilinn en það
var 3. fl. karla sem það gerði árið 1971.
Þetta lið vann svo aftur Íslandsmótin
næstu tvö ár á eftir í 2. flokki, eða árin
1972 og 1973.

Mynd af meisturum 3 fl. sem vann 1. Íslandsmeistaratitilinn í körfu fyrir Val 1971.

Fyrsta medalían sem vannst í Íslands-


móti. 3. fl. unglinga vann til hennar. Þessi
med­alía var fengin að láni hjá Torfa
Magnússyni.

Þrjár fyrstu medalíurnar fyrir unnin 2. fl. Vals sem vann Íslandsmótin árin 1972 og 1973. Á myndinni eru í aftari röð frá
Íslandsmót í körfu innan félagsins. Sú vinstri: Þórður Þorkelsson, formaður Vals, Ólafur Thorlacíus þjálfari, Torfi
fyrsta lengst til vinstri en það var 3. fl. Magnússon, Hafsteinn Hafsteinsson, Jóhannes Magnússon, Gunnar Svanlaugsson og
sem það gerði. Næstu tvær vann 2 fl. árin Sigurður Már Helgason, formaður körfuknattleiksdeildar. Fremri röð frá vinstri: Jón
1972 og 1973. Allar þrjár fengnar að láni Ingvar Ragnarsson, Viðar Pétursson, Jón Björn Sigtryggsson, Gísli Guðmundsson,
hjá Torfa Magnússyni. Kristinn Valtýsson og Sigurður Ingi Geirsson.

108 Valsblaðið 2020


Af spjöldum sögunnar

Íslands-, bikar- og Reykjavíkurmeistarar Vals í körfuknattleik 1983. A


 ftari röð frá
vinstri: Hannes Birgir Hjálmarsson, Kristján Ágústsson Bjartmarz, Björn Zoega, Torfi
Magnússon, Sigurður Hjörleifsson, Leifur Gústafsson, Tim Dwyer, Hafsteinn Haf-
steinsson, Gunnar Svavarson. Fremri röð frá vinstri: Páll Arnar, Einar Kristjánsson,
Einar Ólafsson, Ríkharður Hrafnkelsson, Tómas Holton og Jón Steingrímsson.

Það liðu nokkur ár þar til meistara- kelsson og Þórir Magnússon. Þetta lið
flokkur karla vann sinn fyrsta stóra titil átti eftir að láta að sér kveða næstu árin
fyrir félagið en í þessu greinarkorni er sem var sannkallað gullskeið Vals í
ég að einblína á Íslands-, bikarmeistara- körfu karla.
og Reykjavíkurmót. Það gerði liðið Fyrstu titlar meistaraflokks karla á
1978, þegar það varð Reykjavíkurmeist- Íslandsmóti og í bikarkeppni unnust sama
ari, en liðið átti eftir að vinna það mót árið,eða nánar tiltekið 1980 og urðu þeir
oft næstu ár á eftir. Þetta lið skipuðu þar með þrefaldir meistarar þar sem þeir
Efri mynd: Fyrsti bikar meistaraflokks þeir, Einar Mathiesen, Auðunn Óskars- unnu auk þess Reykjavíkurmótið. Það átti
karla í Reykjavíkurmóti, unninn til son, Helgi Sigurðsson, Kristján Ágústs- eftir að gerast aftur árið 1983. Fyrirliði
eignar. Neðri mynd: Fyrstu medalíur mfl. son, Hafsteinn Hafsteinsson, Sigurður þau ár og til loka ferilsins var Torfi
karla á Íslandsmóti og í bikarkeppni, Hjörleifsson, Gústaf Gústafsson, Tim Magnússon sem kom til Vals frá KFR,
fengnar að láni hjá Torfa. Dwyer, Lárus Hólm, Ríkharður Hrafn- stofnár körfunnar innan Vals.

Stigamet
Þórir Magnússon var einn þeirra leik-
manna sem kom frá KFR í Val 1970 þegar
deildin var stofnuð. Þegar þar var komið
sögu hafði hann sett stigamet með KFR á
móti ÍS tímabilið 1966–1967 þegar hann
skoraði 57 stig. Afrekið er glæsilegt þegar
hugsað er til þess að á þessum tíma var
þriggja stiga reglan ekki fyrir hendi. Þetta
met hefur ekki verið slegið af Íslendingi
enn þann dag í dag.

Ríkharður Hrafnkelsson og Tim


Dwyer með Íslandsmeistara-
bikarinn 1983.

Valsblaðið 2020 109


Kvennakarfan í Val
Árið 1993 dró til tíðinda þegar meirihluti
liðsmanna ÍR-kvenna óskaði eftir félags-
skiptum yfir í Val en þá var Valur ekki
með meistaraflokk í kvennakörfu, en
hafði stofnað stúlknaflokk árið 1991 sem
Anna Björg Bjarnadóttir landsliðskona
þjálfaði. Það varð úr að Valur skráði
meistaraflokkslið til keppni 1994 og þar
með átti félagið meistaraflokk í báðum
kynjum. Þær byrjuðu vel og urðu Reykja-
víkurmeistarar árið 1994.
En það eru ekki alltaf jólin; og þegar
karlalið Vals féll niður um deild 1996 var
ákveðið að leggja niður kvennakörfuna.
Það var ekki fyrr en haustið 2007 að hún
var endurreist með komu ÍS kvenna sem
Meistaraflokkur kvenna sem vann fyrsta titilinn fyrir félagið í körfuknattleik kvenna.
vildu koma í Val þegar liðið var lagt
Reykjavíkurmeistarar 1994. (Mynd áður birt í Valsblaðinu 1994)
niður hjá ÍS. Stóru titlarnir létu bíða eftir
Efri röð frá vinstri: Svali Björgvinsson, þjálfari, Kristjana Magnúsdóttir, Jenný
sér en þegar að því kom, þá var það gert
Andersson, Hrönn Harðardóttir, Elín Harðardóttir, Linda Stefánsdóttir, Sigrún Jóns-
með eftirminnilegum hætti. Árið 2019
dóttir. Neðri röð frá vinstri: Guðrún Árnadóttir, María Leifsdóttir, Alda Jónsdóttir,
varð liðið Íslands- og bikarmeistari með
Ingibjörg Magnúsdóttir og Hildigunnur Hilmarsdóttir.
Darra Frey Atlason sem þjálfara. Fyrir-
liðar voru Guðbjörg Sverrisdóttir og Hall-
veig Jónsdóttir. Liðið varð svo deildar-
meistari árið 2020 áður en mótið var Torfi Magnússon
flautað af vegna Covid-19. Torfi lék yfir 400 leiki, hafði skorað yfir
6000 stig og spilað 131 landsleik áður en
hann lagði skóna á hina frægu hillu eftir
tímabilið 1987. Saga körfunnar er samofin
sögu Torfa, því hann kom í Val frá KFR
1970 og enn þann dag í dag starfar hann í
bakvarðarsveit körfunnar ef svo má að orði
komast þó að hann hafi hætt í stjórn 2011.
Hann á að baki áratuga starf ýmist sem
leikmaður og fyrirliði, þjálfari, stjórnar-
maður eða aðstoðarmaður við uppsetningu
leikja sem hann sinnir enn þann dag í dag
sem og ljósmyndun. Torfi var sæmdur gull-
merki félagsins á 100 ára afmæli Vals fyrir
störf sín.

Afrek 1992
Haustið 1992 gerast þau tíðindi að Valur Pétur Guðmundsson
á lið í Evrópukeppni karla í öllum bolta-
Pétur Guðmundsson spilaði með yngri
greinum en það hafði aðeins einu liði í
flokkum Vals í 4 ár en var svo farinn utan.
Evrópu tekist, Barcelona. Ekki leiðin-
Það hefði ekki verið leiðinlegt að sjá hann
legur félagsskapur það!
spila með meistaraflokki Vals. En það var
einsýnt að leikmaður með hans hæfileika
Körfuknattleiksmaður Vals væri eftirsóttur erlendis. Hann átti þó eftir
kosinn fyrst árið 1983 að spila með liðinu, þegar hann kom heim
Eftir keppnistímabilið 1983 kaus Valur og kláraði tímabilið 1981 og varð bikar-
fyrst „Körfuknattleiksmann Vals“. Fyrir meistari með liðinu. Eftir það tímabil fór
valinu varð Tómas Holton, einn leik- hann aftur utan til að spila í NBA deildinni,
manna af þeim eðalárgangi 1964 sem fyrstur Íslendinga. Pétur gaf Val peysuna
voru að stíga sín fyrstu skref með sína frá veru sinni í LA Lakers.
meistaraflokki 1983 og áttu eftir að gera
garðinn frægan með Val næstu árin.

110 Valsblaðið 2020


Af spjöldum sögunnar

Glaðbeittir, glæsilegir sigurvegarar í Íslandsmóti og bikar árið 2019. Þær mega vera
stoltar af því að nú er loks komið ártal á vegginn og örugglega ekki það síðasta!
Þarna eru þær stöllur um það bil að hampa Íslandsmeistarabikarnum, Guðbjörg
Sverrisdóttir, fyrirliði og Hallveig Jónsdóttir, varafyrirliði. Hinar fylgjast spenntar
með. Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs

Fyrsti Íslandsmeistarabikar meistara-


flokks kvenna í Dominos-deildinni,
unninn til eignar 2019 og medalíur fyrir
Íslands- og bikarmeistarar Vals í körfuknattleik kvenna 2019: Efri röð frá vinstri: sigrana 2019 sem og deildarmeistara-
Darri Freyr Atlason, þjálfari, Marín M. Jónsdóttir, Kristín M. Matthíasdóttir, Guðbjörg titilinn 2020.
Sverrisdóttir fyrirliði, Guðný Þóra Guðnadóttir, sjúkraþjálfari, Helena Sverrisdóttir,
Dagbjört Samúelsdóttir, Aníta Rún Árnadóttir, Simona Podesova, Ásta J. Grímsdóttir,
Guðlaugur Ottesen Karlsson, liðsstj., Tanja Kristín Árnadóttir, Elísabet Thelma
Róbertsdóttir, Elísabet Arnardóttir og Guðrún Ásta Halldórsdóttir, liðsstjórar. Neðri
röð frá vinstri: Heather Butler, Dagbjört D. Karlsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Bergþóra
Holton Tómasdóttir og Arna Dís Heiðarsdóttir. Ljósmynd / Þorsteinn Ólafs
Ég læt hér lokið þessari upprifjun frá
upphafi körfunnar innan Vals til vorra
daga en tilgangurinn var að rifja upp hve-
nær fyrstu sigrarnir litu dagsins ljós með
smá söguívafi. Þakkir til Torfa Magnús-
sonar, Þorgríms Þráinssonar, Þorsteins
Ólafs, Guðbjargar Sverrisdóttur, Krist-
jönu Bjarkar Magnúsdóttur, Svala Björg-
vinssonar og Kristjáns Ásgeirssonar.
Margrét Bragadóttir
Minjanefnd Vals.

Valsblaðið 2020 111


Eftir
Steinþór Guðbjartsson

Líkfylgdin í spor Toms


Gekk umhverfis Friðrikskapellu til styrktar Friðrikssjóði
Knattspyrnufélagið Valur í
Reykjavík átti 109 ára afmæli
11. maí og af því tilefni efndi
gönguhópurinn Líkfylgdin til
áheita til styrktar Friðrikssjóði
Knattspyrnufélagið Valur í Reykjavík átti
109 ára afmæli 11. maí og af því tilefni
efndi gönguhópurinn Líkfylgdin til áheita
til styrktar Friðrikssjóði. Hópurinn gekk
109 hringi í kringum Friðrikskapellu á
Hlíðarenda að hætti Toms Moores og var
takmarkið að safna 180.000 krónum en
reikna má með að söfnunarféð hafi að
minnsta kosti tvöfaldast.
Tom Moore, fyrrverandi ofursti í Takið ykkur stöðu Stefán Jóhannsson ræsir göngumennina, sem eru frá vinstri
breska hernum, vakti heimsathygli þegar Þórarinn Valgeirsson, Viðar Elíasson og Halldór Einarsson. – Morgunblaðið/Árni
hann ákvað í tilefni 100 ára afmælis síns Sæberg
30. apríl að safna þúsund pundum, um
180.000 kr. á gengi dagsins, til styrktar láta gott af sér leiða fyrir Friðrikssjóð Gangan í gær gekk vel fyrir sig. Óttar
breska heilbrigðiskerfinu vegna kórón- sem styrkir fjölskyldur sem eiga börn í Felix Hauksson sá um að svokallaðir
uveirufaraldursins. Hann fór í betri fötin, Val og eiga í tímabundnum fjárhagserfið- Melavallarmarsar frá tíð Baldurs Jóns-
setti á sig heiðursmerkin og með stuðn- leikum. Ég lagði til við göngugarpana að sonar vallarstjóra hljómuðu meðan á
ingi göngugrindar gekk hann 100 hringi í þeir tækju 109 hringi í kringum Friðriks­ göngunni stóð. Stefán Jóhannsson frjáls­
garðinum heima á nokkrum dögum fyrir kapellu í tilefni afmælisins og þeir létu íþróttaþjálfari ræsti göngumennina og Óli
afmælið. Innan sólarhrings hafði hann sig hafa það.“ Pétur Friðþjófsson útfararstjóri fór fyrir
náð takmarkinu og þegar yfir lauk hafði Það tók Líkfylgdina um 40 sekúndur þeim í byrjun. Allir voru klæddir í takt
hann safnað um 30 milljónum sterlings- að ganga hvern hring og því var um rúm- við Tom Moore. Að átakinu loknu veitti
punda, um 5,4 milljörðum. lega klukkutíma gang að ræða. „Þeir Valur Benediktsson fyrir hönd skipulags-
Lárus Loftsson greip hugmyndina á treystu sér ekki til að taka þetta í einni nefndar þátttakendum medalíur fyrir
lofti að hætti matreiðslumannsins. „Lík- lotu og skiptu hringjunum því á þrjá afrekið. „Þetta tók á en var vel þess
fylgdin er sérstakur og fámennur göngu- daga, laugardag, sunnudag og mánudag,“ virði,“ sagði Halldór eftir gönguna, en
hópur, sem hefur gengið saman tvisvar í segir Lárus, en í gönguhópnum eru Hall- enn má styrkja átakið (reikningur: 513-
viku, hægt og stutt í einu,“ útskýrir hann dór Einarsson, Þórarinn Valgeirsson, 26-7385, kt. 670269-2569).
og bendir á að nafnið sé tilkomið vegna Viðar Elíasson og Gunnar Kristjánsson.
göngulagsins. Hann bætir við að blóðið
renni varla í þeim á gönguferðum, vöðv-
arnir nái ekki að hitna og garparnir viti
ekki hvað teygjur eru.

Til styrktar góðu málefni


„Þegar ég sá þennan aldna Breta ganga til
styrktar góðu málefni tók ég eftir að hann
var með sama göngulag og Líkfylgdin og
ef eitthvað var fór hann aðeins hraðar yfir
enda með göngugrind sér til aðstoðar,“
Óli Pétur
heldur Lárus áfram. „En öllu gamni fylgir Útfararstjóri Dalsbyggð 15, 210 Garðabær
nokkur alvara og ég sá að þarna var s. 892 8947 Sími 551 3485 • olip2409@gmail.com
kjörið tækifæri fyrir Líkfylgdina til að

112 Valsblaðið 2020


Eftir
Jón Guðmundsson

Hversu oft er
tæknina svo boðað var til Zoom-æfinga. Þetta var nýstárleg til-
raun. Bára stýrði æfingum heiman frá sér en meðlimir gátu svo
sem verið hvar sem var. Auðvitað var ekki um neinn samsöng að
ræða. Hópnum var skipt upp í raddir eða þá karlar annars vegar

hægt að afpanta
og konur hins vegar. Eingöngu var hægt að kenna raddir og
gekk það vel. Engum sögum fer af söngnum því allir nema Bára
voru með slökkt á hljóðnemunum í tækjum sínum.
Vonir stóðu til að vírusinn yrði yfirbugaður með vorinu svo

Háteigskirkju? halda mætti vortónleikana þrátt fyrir allt. Þær vonir brugðust og
Háteigskirkja var því afpöntuð. Hins vegar fór kórinn í sumarfrí
með þá von í brjósti að halda mætti veglega hausttónleika.
Vírusinn yrði þá sigraður og öllu óhætt. En eins og alkunna er
Það varð snemma ljóst þegar vírusinn vondi fór að láta á sér gengu þær vonir ekki eftir. Haustónleikarnir runnu út í sandinn
kræla að Kóvit og kórsöngur eiga ekki vel saman. Í einni svipan og Háteigskirkja afpöntuð í annað sinn. Í þeirri vissu að vírusinn
urðu meðlimir Valskórsins að húka heima á mánudagskvöldum. yrði loks sigraður í byrjun desember fór Valskórinn að æfa jóla-
Samæfingar voru bannaðar. Kórsöngur er borðliggjandi smit- lög. Jólatónleikar yrðu haldnir síðast í nóvember. Kórfélagar
leið, þéttsetið, andað vel inn og út og margir meðlimir í áhættu- Zoom-æfðu jólalög mánudag eftir mánudag í október og nóvem-
hópi. ber. Þó engin samæfing hafi verið síðan í mars voru kórfélagar
Þegar þessir dramatísku atburðir gerðust hafði stefnan verið sannfærðir um að með góðum jólatónleikum mætti bæta aðdá-
sett á vortónleikana í byrjun maí. Ragnheiður Gröndal átti að endum Valskórsins upp glötuð tækifæri til að hlýða á kórinn fyrr
verða þess heiðurs aðnjótandi að syngja með kórnum og stjórn- á árinu.
andinn Bára Gríms búin að leggja drög að skemmtilegri dag- Vírusinn magnaðist hins vegar upp svo ekki varð við neitt
skrá. Þá dundu ósköpin yfir og hvað var til ráða? ráðið. Valskórinn varð enn að lúta í lægra haldi og fresta jólatón-
leikunum. Háteigskirkja var afpöntuð í þriðja sinn. Ef jólatón-
leikar falla niður eða er frestað er varla annað í stöðunni en að
Kóræfingar á Zoom fresta um eitt ár. Valskórinn ætlar hins vegar að fresta jólatón-
Svo gat farið ef starf kórsins héldi ekki áfram með einhverjum leikunum einungis um tvo mánuði eða þangað til síðast í janúar.
hætti þá gæti hann hreinlega lognast út af. Sem betur fer reynd- Hér er um nýmæli að ræða … jólatónleikar í janúar … ef vírus-
ist hægt að halda lífi í æfingunum. Eins og fleiri nýtti kórinn sér inn leyfir.

Valsblaðið 2020 113


Félagsstarf

Fulltrúaráð Vals og
Friðriks­hatturinn
Fulltrúaráðið hefur ekki farið varhluta af var svokallaður kúluhattur (bowler). Það
Covid-19 á yfirstandandi ári frekar en var á sínum tíma nokkuð snúið að finna
annar félagsskapur og nú hefur stjórnin hatt þessarar tegundar en Sigurður Har-
ákveðið að fastsetja fundi á næsta ári, einu aldsson fór í allar hugsanlegar verslanir
sinni í mánuði sem byrja eftir að séð hefur og að lokum, með seiglunni, tókst honum
verið fyrir óværunni. Góður vinur og að finna eintak. Fyrsti handhafi hattsins
félagi, Már Gunnarsson, lést í haust. Mási var Elías Hergeirsson en síðan hafa veitt
var duglegur að mæta á leiki, fundi og honum viðtöku: Lárus Loftsson, Guðni
atburði og var ávallt gegnheill Valsari. Það Olgeirsson, Jóhannes Jónsson, Svanur
er mikil eftirsjá að þessum skemmtilega Gestsson, Róbert Jónsson, Margrét
og vandaða dreng. Bragadóttir og nú Evert Kr. Evertsson.
Það var ánægjulegt að hittast í Fjósinu Allir hafa þessir einstaklingar verið
til að heiðra og afhenda Friðrikshattinn í afskaplega vel að þessum heiðri komnir.
níunda sinn. Það var heiðursmaðurinn Það var fengur fyrir Val þegar Evert gekk
Þorsteinn Haraldsson sem kom á sínum í Val og hefur hann lagt mikið af mörkum
tíma með hugmyndina um að afhenda til félagsins í vinnu og með fjárhags-
árlega völdum Valsara hattinn í þakkar- legum stuðningi. Evert á mikið safn
skyni fyrir vel unnin störf fyrir félagið. muna sem tengist Val og er ólíklegt að Evert Kr. Evertsson handhafi Friðriks-
Hattur sem strákarnir sem stofnuðu Val annað sambærilegt sé til nema hjá félag- hattsins 2020, en hann hefur lagt mikið af
með hvatningu Sr. Friðriks keyptu og inu sjálfu. mörkum til Val í áranna rás.
afhentu honum var fyrsta viðurkenningin Halldór Einarsson formað-
sem afhent var innan félagsins og þetta ur fulltrúaráðs Vals.

Frá afhendingu Friðrikshattsins í Fjósinu


í byrjun desember 2020. Frá vinstri:
Lárus Loftsson, Jón Gunnar Zoega, Evert
Kr. Evertsson og Halldór Einarsson for-
maður fulltrúaráðs Vals.

Evert í Fjósinu með tveimur af fyrr-


verandi handhöfum Friðrikshattsins.
Frá vinstri: Lárus Loftsson, Evert Kr.
Evertsson og Guðni Olgeirsson.

114 Valsblaðið 2020


Minning

Á árunum 1976–1980 var Pétur formað- það á Péturstorginu. Á minnismerkið eru


ur stjórnar knattspyrnudeildar Vals og for- rituð orðin „Frumkvöðull, eldhugi og ham-
maður félagsins 1981–1988. Hann var hleypa til verka“. Það eru orð við hæfi.
aðalhvatamaður að byggingu Séra Frið- Pétur Sveinbjarnarson var traustur og
riks kapellu og var formaður framkvæmda- tryggur vinur vina sinna. Hann var gædd-
nefndar um byggingu hennar 1989–1993 ur þeirri náðargáfu að geta fundið frábæra
er hún var vígð. Þá var hann í nefnd sem samstarfsmenn sem ávallt voru tilbúnir til
vann að endurgerð Fjóssins sem opnað var að leggja sig fram um að ná settu marki.
í nýrri mynd árið 2018. Þegar nýtt íþrótta- Allir fengu verkefni við sitt hæfi. Ekki síst
hús var vígt haustið 1987 vék Pétur, af þess vegna varð árangurinn góður. Vinir
skyldu eldri Valsmanna við þá yngri, þess- og samstarfsmenn munu ætíð minnast hans
um orðum að þeim í ræðu sinni: „Við eig- fyrir forystuhæfileika og hvernig hann
um að fræða þá yngri um uppruna og sögu hvatti menn til dáða. Knattspyrnufélag-
Vals og innræta virðingu fyrir félaginu. ið Valur mun án efa geyma nafn hans með-
Fara ætíð rétt með nafn, merki, búning og al þeirra sem unnið hafa mest og best fyrir

Pétur Valssönginn. Standa vörð um Valsblaðið,


hefðir og venjur. Þetta er í senn grunnur
félagið í gegnum tíðina.
Friðrik Sophusson

Sveinbjarnarson og umgjörð Vals í leik og starfi.“ Þessi orð


lýsa skilningi á því hvað sameinar okkur í
Val og eiga ávallt erindi til okkar. Frá árinu
Fæddur 23. ágúst 1945 2017 þegar Valshjartað ehf. var stofnað,
varð Pétur formaður stjórnar Valshjartans
Dáinn 23. desember 2019 og gegndi því starfi til dauðadags. Fyrir
Pétur Sveinbjarnarson fæddist í Reykjavík störf sín á vegum Vals hlaut hann Valsorð-
23. ágúst 1945. Hann lést á Kanaríeyjum una 1991 og á aldarafmæli félagsins hinn
23. desember 2019. Foreldrar hans voru 11. maí 2011 var hann gerður að heiðurs-
Guðrún Pétursdóttir f. 6.3. 1911, d. 13.1. félaga Knattspyrnufélagsins Vals.
1983 og Sveinbjörn Tímóteusson, f. 26.2. Pétur vann við margvísleg störf. Hann
1899, d. 26.4. 1988. Systkini Péturs eru var blaðamaður á Vísi 1961–1963, var for-
Helga sölufulltrúi, f. 10.7. 1937 og Magn- stöðumaður skrifstofu sem sá um undir-
ús bóndi og landpóstur, samfeðra, f. 25.11. búning vegna gildistöku hægri umferðar
1929, d. 30.4. 2016. árið 1968 og framkvæmdastjóri Umferð-
Fyrri eiginkona Péturs er Auðbjörg Guð- aráðs frá stofnun árið 1969 til 1976. Þá
mundsdóttir, þau skildu. Synir þeirra eru var hann framkvæmdastjóri Iðnkynning-
Guðmundur Ármann f. 9.5. 1969 og Egg-
ert f. 18.7.1973. Síðari eiginkona Péturs var
ar 1977, framkvæmdastjóri Asks, Veit-
ingamannsins og Jumbo 1981 til 1987 og Heimir Jónasson
Edda Kristin Aaris Hjaltested, f. 11.8.1945, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Reykja-
d. 4.10. 2004. Synir hennar eru Friðrik Örn víkur 1990–2000. Pétur tók þátt í ýms- fæddur 13. apríl 1966
f. 18.2. 1970 og Óli Rafn f. 17.8.1974. um félagsstörfum. Hann var virkur í skáta-
Það var mikið gæfuspor þegar forystu- hreyfingunni á yngri árum, var formaður
Dáinn 28. mars 2020
menn Vals beittu sér fyrir því að félag- Heimdallar og sat í stjórn Sambands ungra Flautað hefur verið til leiksloka hjá Vals-
ið keypti bújörðina Hlíðarenda árið 1939. sjálfstæðismanna, sat í Æskulýðsráði manninum og vini okkar, Heimi Jónas-
Þar með hafði félagið eignast aðstöðu til Reykjavíkur og stjórn Æskulýðssambands syni. Þrátt fyrir skammvinn veikindi fékk
framtíðar. Á árunum eftir seinni heimstyrj- Íslands og í framkvæmdastjórn Hjálpar- hann langþráða hvíld. Blessuð sé minn-
öldina byggðist Hlíðahverfið hratt upp og stofnunar kirkjunnar svo eitthað sé nefnt. ing hans. Heimir var Valsmaður í húð og
þangað fluttu margar barnafjölskyldur. Það sem stendur upp úr ásamt störfunum hár og varði stórum hluta æskuáranna að
Valsvöllurinn hafði mikið aðdráttarafl og í Val er án efa framlag hans til Sólheima Hlíðarenda. Hann var hluti af hinum litríka
gríðarlegur fjöldi barna og unglinga sótti í Grímsnesi. Pétur sat í stjórn Sólheima, og sterka ’66 árgangi ásamt Jóni Gretari, ­
æfingar á Hlíðarenda. Pétur Sveinbjarn- sjálfseignarstofnunarinnar, árin 1979 til Anthony Karli, Berki Edvardssyni, Berg-
arson sleit barnskónum í Drápuhlíðinni 2018 og var formaður frá árinu 1983. Í sveini Sampsted, Snævari Hreins, Stefáni
eða kannski öllu fremur á Valsvellinum stjórnartíð hans var staðurinn stórefldur Hilmars og Svala Björgvins, svo fáeinir
þar sem hann var alltaf þegar tími vannst með uppbyggingu í þágu fatlaðra einstakl- séu nefndir.
til. Hann var aðeins sjö ára gamall þeg- inga í anda Rudolfs Steiner og Sesselju Þessir guttar urðu Íslandsmeistar-
ar hann lék sinn fyrsta leik með 5. flokki Sigmundsdóttur sem stofnaði Sólheima ar í 5. flokki í fótbolta árið 1978, und-
Vals og fljótlega var honum treyst fyrir fyrir 90 árum. Pétur var sæmdur riddara- ir stjórn Inga Björns Albertssonar, hetj-
fyrirliðabandinu. Pétur varð Íslandsmeist- krossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2007 unnar úr meistaraflokki. Heimir vann sér
ari með 4. og 3. flokki. Hann lagði mikla fyrir félagsstörf og þá ekki síst forystuhlut- það til frægðar að skora úrslitamarkið á
rækt við æfingar, náði afburða knattleikni verk sitt í starfi Sólheima. Í heiðurs- og móti Keflavík, með tánni af 40 metra færi,
og varð ásamt Sigurði Gunnarssyni fyrst- þakklætisskyni fyrir störf sín í þágu Sól- en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum í
ur Valsdrengja til að öðlast gullmerki KSÍ heima var Péturstorg opnað á staðnum 18 vindstigum. Heimir lék á kantinum og
fyrir knattþrautir. Pétur hætti knattspyrnu- hinn 23. ágúst 2020 en á þeim degi hefði þótti lipur og lunkinn og sérstaklega sterk-
iðkun á unglingsárunum en hann átti síðar Pétur orðið 75 ára. Nokkrir Valsmenn ur félagslega. Þeim styrkleika hélt hann
eftir að sinna ýmsum forystustörfum í þágu lögðu fram fé til að standa undir kostnaði til æviloka enda hvers manns hugljúfi og
Vals allt til æviloka. við gerð minnismerkis um Pétur og stendur mikill húmoristi. Tveimur árum síðar varð

Valsblaðið 2020 115


Hugvitsemi Mása var mikil en einn dag-
inn kom hann til mín og bað um límband,
en hann hafði þá undir höndum stofnsamn-
ing að leynifélagi sem skyldi heita Mars-
bræður og voru 4 meðlimir skráðir, en
ásamt okkur tveimur voru það tvíburarn-
ir Kjartan og Guðmundur Lárussynir, en
þeir bjuggu í Barmahlíð 30. Samningurinn
var síðan margvafinn í límbandið þannig
að hann mundi ekki eyðast þegar við gróf-
um hann í jörðu í einum ákveðnum garði í
Barmahlíðinni. Á seinni árum höfðum við
oft rætt um að grafa hann upp en höfðum
verið hræddir við of mikið jarðrask.
Eftir að ég flutti upp í Háuhlíð 12 ára
Heimir ásamt félögum sínum í Val sem urðu Íslands- og haustmeistarar í 4. flokki 1980. gamall, ákváðum við Mási að safna í ára-
Aftari röð frá vinstri: Jóhann Larsen þjálfari, Eyjólfur Finnsson, Jón Grétar Jónsson, mótabrennu í hlíðinni fyrir neðan gamla
Heimir Jónasson, Örn Guðjónsson, Ragnar Helgi Róbertsson, Kristján Ágústsson, golfskálann sem þar var. Gekk okkur mjög
vel að safna og þegar leið að áramótum
Snævar Hreinsson, Brynjar Kristjánsson, Skorri Óskarsson, Magnús Jón Björnsson og
birtust allt í einu tveir fílelfdir lögreglu-
Grétar Halldórsson. Fremri röð frá vinstri: Sigurbergur Ólafsson, Þorvaldur Skúlason,
menn og spurðu höstuglega hvurn þremil-
Anthony Karl Gregory, E. Börkur Edvardsson, Bergsveinn Sampsted, Svali Björgvinsson
inn við værum að gera og hvort við hefð-
og Þorsteinn Guðmundsson. Á myndina vantar tvíburana Magnús og Pál Harðarsyni. um leyfi fyrir brennu. Nú voru góð ráð
dýr en þá heyrist í Mása hátt og snjallt
Heimir aftur Íslandsmeistari með Val, þá í félagar eitt árið og útskrifuðumst saman „Við erum Hvítu Riddararnir og erum með
4. flokki undir stjórn Jóhanns Larsen, eftir sem stúdentar. Heimir var alla tíð jákvæður leyfi frá Bjarna Ben og Jóni Sigurðssyni
stórsigur gegn Þór Akureyri á Kópavogs- og skemmtilegur félagi sem gaf mikið af slökkviliðsstjóra“ og bendir um leið á hús-
velli. Sama ár varð liðið haustmeistari. sér. Það er mikil eftirsjá af Heimi og hans in þeirra Bjarna og Jóns í Háuhlíðinni. Það
Vinskapur Valsmanna í ’66 árgangnum verður sárt saknað. sást í iljarnar á lögreglumönnunum og fékk
hefur verið öflugur frá æskuárunum og þeg- Fyrir hönd Knattspyrnufélagsins Vals brennan okkar að standa óröskuð til ára-
ar Börkur og Jón Gretar tóku við stjórn- votta ég Berglindi og börnum þeirra, vin- móta.
artaumunum í knattspyrnudeild Vals var um og fjölskyldu, samúð okkar allra. Eitt sumarið bauðst mér að fara í
Heimir þeim innan handar í markaðsmálum Árni Pétur Jónsson formaður Vals „stuttan túr“ erlendis með Langá skipi Haf-
og fleiru enda starfið margt. Og seinna var skips h/f. Áhöfnin var ekkert slor, en þar
hann í stjórn handknattleiksdeildar. voru Mási og Tómas Bond Hannesson
Heimir var líka vaskur körfubolta- hásetar, bátsmaður var Bjarni Halldórs-
maður en fyrst og síðast góður liðsmað- son, stýrimaður Guðmundur Ásgeirsson og
ur og félagi í Val og með yngri landsliðum skipstjóri Steinarr Kristjánsson með tveim-
Íslands. Hann gerði allar æfingar skemmti- ur errum eins og hann sjálfur tók alltaf
legri og hafði það að leiðarljósi að gleðja, framm. Þessi „stutti túr“ varð að einu sam-
kæta og hvetja aðra. Heimir hefði getað felldu ævintýri fyrir ungan mann sem mig,
orðið afbragðs körfuboltamaður ef hann vélabilun og slippur erlendis, og tók ferðin
hefði gefið sér betri tíma en hugur hans að lokum 6 vikur.
var víða og hæfileikar á mörgum sviðum. Við Mási vorum saman í stjórn hand-
Bræður hans voru líka að Hlíðarenda öll- knattleiksdeildar Vals og það var kannski
um stundum; Matti í körfubolta og Júlli í þess vegna (smá grín) sem Valur varð
handbolta. Íslandsmeistari og tók þátt í Evrópukeppni
Heimir kom víða við á sínum starfs- meistaraliða. Við unnum líka Svíþjóðar-
ferli og hafði svo sterka útgeislun að all- meistara, lögðum Spánarmeistara að velli
ir virtust þekkja kappann. Og þeir sem og spiluðum úrslitaleik við Þýskalands-
þekktu hann ekki vissu af honum. Hann
varð snemma leiðtogi og auðséð að hann Már B. meistara sem við hefðum ef til vill unnið
hefði Óli Ben. í markinu ekki tognað aft-
an í læri í upphafi leiks og þurft að yfir-
átti eftir að láta víða að sér kveða. Ummæli
allra sem umgengust hann eru á einn veg:
einstakur drengur, með félagshæfni ofar
Gunnarsson gefa völlinn.
Árið 1992 bauð Mási mér inngöngu í
öðrum og kímnigáfu sem bar af. Fæddur 21. febrúar 1945 Oddfellowregluna og eru það mín mestu
Heimir var tíður gestur að Hlíðarenda gæfuspor.
hin síðari ár, kannski vegna þess að æsku-
Dáinn: 12. október 2020 Nú er Már vinur minn kominn í aðra
stöðvarnar skipta miklu máli þegar sól- Fyrir 70 árum flutti í Barmahlíð 28 ung- vídd, en ég veit að honum líður vel.
in hnígur til viðar. Hann lét engan bilbug á ur strákur að nafni Már B. Gunnarsson. Ég Við Beta sendum dætrum, fjölskyld-
sér finna þótt hann færi hægt yfir og brosið átti þá heima í Barmahlíð 32 og varð okk- um og vinum okkar innilegustu samúðar-
og kærleikurinn var hans leiðarljós. ur fljótt vel til vina enda nóg um drullu- kveðjur.
Sjálfur kynntist ég Heimi í Verslunar- polla í Barmahlíðinni, mæðrum okkar til Elísabet og Jóhann J. Hafstein.
skóla Íslands þar sem við vorum bekkjar- mikils ama.

116 Valsblaðið 2020


Minning

Hver var að gefa? Palli gekk ungur í Val en


sumardvöl í sveit þýddi að ekki varð mik-
ið um fótboltaæfingar fyrr en á unglings-
árum. Hann lék í mfl. Vals á árunum 1961
til 1964 áður en fjölskyldan flutti vestur á
Snæfellsnes. Guðmundur Pálmar ólst upp
í stórum systkinahópi, „Valsjölskyldan“ úr
Stangarholti þar sem m.a. Ágúst og Lár-
us bræður hans áttu eftir að gera garðinn
frægan í Val!
Í einu af síðustu símtölum okkar minnt-
ist hann á að hann hafði beðið mig að
senda sér einhverjar æfingar sem hann gæti
notað vestur á Gufuskálum, en kílóin voru
að bætast á meiru en góðu hófi gegndi.

Stefán Guðmundur Palli sagðist hafa notað þessar æfingar


með góðum árangri. Ég hefði gaman af að

Hallgrímsson Pálmar sjá þessar æfingar núna. Þá rifjuðum við


upp að ég fékk hann sem sérfræðing til að
aðstoða mig við kaup á útvarpi með sam-
Fæddur 27. nóvember 1928 Ögmundsson byggðum plötuspilara og kassettutæki. Við
fórum búð úr búð þangað til hann spurði
Dáinn 11. mars 2020 Fæddur 17. júlí 1943 hvort ég væri að kaupa þetta fyrir mig
Kvatt hefur sómamaðurinn Stefán Hall- eða gesti mína. Er einhver munur á því –
grímsson sem mun hafa verið elstur af
Dáinn 13. júlí 2020 spurði ég, og hann sagði það væri mikill
þekktum Valsmönnum þegar hann kvaddi. Hann er farinn. munur. Af hverju? „Þú ert laglaus og heyrir
Stefán hóf snemma að æfa knattspyrnu og Brottfararspjaldið fékk Guðmund- hvort sem er engan mun. Fyrir þig kaupir
náði þar góðum árangri og var mikilvægur ur Pálmar þegar sólin var hátt á lofti á þú ódýrt tæki, annars dýrt fyrir gesti.“ Ég
hlekkur í traustum hópi leikmanna og varð íslenskum sumardegi. Við óskum þess að keypti ódýrt. Hreinskilinn vinur hann Palli.
Íslandsmeistari með félaginu 1956. Stef- heimkoman verði góð.
án lék einkum í stöðu sem kölluð var haff Við kynntumst á Hlíðarenda þegar við Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
en kallast á seinni árum miðvallarspilari. vorum unglingar í leik og starfi með Val. gleymdu ekki, hvað sem á dynur,
Seinna meir tók hann einnig virkan þátt Það var um það leyti sem Palli kynnt- að albesta sending af himnunum
sem leikmaður í handknattleiksliði félags- ist ástinni sinni, Þórunni, og saman hafa send er sannur og einlægur vinur.
ins og varð mjög góður markvörður og gat þau gengið alla tíð síðan. Þrjár glæsileg- (Höf. ók, Þýðing Sig. Jónsson)
það farið í taugarnar á stórskyttum and- ar stúlkur eignuðust þau sem allar bera for-
stæðingana hversu oft hann greip boltann. eldrunum gott vitni. Snemma komum við Við félagarnir drjúpum höfði og send-
Ein helsta skytta andstæðinga hafði ein- fjórir saman, ég, Gylfi, Hrafn og Palli til um Þórunni, dætrum og fjölskyldunni allri
mitt á orði að það væri lamandi að skjóta að spila bridge. Meira var það leikur en innilegustu samúðarkveðjur.
þrumuskoti að marki Vals og sjá svo Stefán keppni og þegar menn fluttu af höfuðborg- Róbert Jónsson.
grípa boltann eins og ekkert væri. Íslands- arsvæðinu til lengri dvalar komu Lárus og
meistari í handbolta varð Stefán fjórum Hans inn í hópinn og Vilhjálmur um tíma.
sinnum. Stefán sem var málari að atvinnu Það þarf ekki að segja það að þegar menn
var manna prúðastur og féll vel inn í hóp komu aftur á höfuðborgarsvæðið voru
liðsmanna. Þau Stefán og Edda Björnsdótt- þeir velkomnir í hópinn. Merkasta afrek
ir, eiginkona hans sem lék handbolta með hópsins var að komast í Gestgjafann með
meistaraflokki kvenna í Val, bjuggu árin myndum af okkur og uppskrift að dýrind-
1962–1965 að Hlíðarenda og sinntu störf- ismáltíð „a la Lárus“.
um húsvarða og staðarhaldara. Stefán var Um Palla má segja að yfir honum var
ágætis skíðamaður og stundaði vel skíða- fallegur svipur og einstaklega mikil ró,
íþróttina og einkum og sér í lagi frá skíða- kannski réð pípan þar miklu um! Aldrei
skála sem Valur átti í Sleggjubeinsdal heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann.
nærri Nesjavöllum. Þegar keppnisferlin- Það var ekki hans stíll. Palli barðist lengi
um lauk í knattspyrnu og handknattleik var við þann vágest sem að lokum hafði bet-
Stefán mjög duglegur að sinna málefnum ur. Hann tók þessa baráttu af æðruleysi og
þáverandi skíðadeildar Vals og var mik- sagðist lengi vel ekki finna fyrir veikind-
ið félagslíf í kringum alla starfsemi deild- unum fyrr en ljóst var í ár hvert stefndi.
arinnar og skálinn vel nýttur. Valsmenn Það var okkur félögunum því ánægja þeg-
senda fjölskyldu og vinum Stefáns inni- ar við gátum komið saman í janúar sl. og
legar samúðarkveðjur og um leið þakklæti spilað eins og við gerðum áður þar sem
fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. var þó meira hlegið og sagðir brandar-
Halldór Einarsson f.h. fulltrúaráðs Vals. ar en líka heyrðist þessi sígilda spurning:

Valsblaðið 2020 117


Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár
Hafdís Alexandersdóttir Hjalti Þór Pálmason

Hafrún Kristjánsdóttir Hörður Gunnarsson

Halldór Einarsson Hörður Hilmarsson

Halldór Eyþórsson Ingi Rafn Jónsson

Hallfríður Brynjólfsdóttir Ingólfur Friðjónsson

Hanna Katrín Friðriksson Ingvi Hrafn Jónsson

Hans B. Guðmundsson Jakob Sigurðsson

Hans Herbertsson Jóhann Alfreð Kristinsson

Haukur Rúnar Magnússon Jóhann B. Birgisson


Helena Þórðardóttir Jóhann Hafstein
Helgi Benediktsson
Jóla- og áramótakveðja frá
Helgi I. Jónsson Málningarvörum ehf.

Helgi Magnússon Jón Garðar Hreiðarsson

Helgi Rúnar Magnússon Jón Gíslason

Helgi Sigurðsson Jón Gretar Jónsson

Hilmar Böðvarsson Jón Gunnar Bergs

Hilmar Sighvatsson Jón Gunnar Zoëga

Hilmar Sigurðsson Jón Halldórsson forseti Urriðans

Hilmir Elísson Jón Höskuldsson

118 Valsblaðið 2020


Snjallöryggis-
appið er afar
einfalt í notkun

KOMDU Í HÓP
SNJALLRA VIÐSKIPTAVINA
- öryggiskerfi sem þú hefur í hendi þér.

Þú getur stýrt Snjallörygginu þínu hvar og hvenær sem er og búið til þínar eigin snjallreglur.
Með Snjallöryggisappinu getur þú:

Gert öryggiskerfið Fylgst með hvort Fylgst með Opnað fyrir myndavélar Fylgst með Fengið tilkynningu Stjórnað lýsingu Stjórnað
virkt og óvirkt hurðir séu opnar hitastigi og upptökur reykskynjara um vatnsleka með snjallperum raftækjum

SNJALLÖRYGGISPAKKAR SNJALLÖRYGGI 3 SNJALLÖRYGGI 5


Stjórnstöð +3 skynjarar Stjórnstöð +5 skynjarar
Stjórnborð að eigin vali Stjórnborð að eigin vali
Sírena (hámark 1 hreyfiskynjari Sírena (hámark 1 hreyfiskynjari
með myndavél) með myndavél)
2 flögur 2 flögur

Hreyfiskynjari Stjórnborð Sírena


Verð 6.900 kr. á mán. Verð 7.900 kr. á mán.
Stjórnstöð
2xflögur Val um skynjara í pökkum: Hreyfiskynjari með myndavél – Hefðbundinn hreyfiskynjari Stofnkostnaður: 19.900 kr.
Reykskynjari – Hurðarrofi – Vatnsskynjari

ÞÚ STJÓRNAR
VIÐ VÖKTUM
SNJALLÖRYGGI

Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400 – Nánar á oryggi.is
Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár
Jón Kristjánsson María Hjaltalín

Jón S. Helgason Markús Máni Michaelsson Maute

Jónas Guðmundsson Nikulár Úlfar Másson

Júlíus Jónasson Oddný Sturludóttir

Karl Axelsson Orri Freyr Gíslason

Karl Björnsson Ólafur Gústafsson

Karl Guðmundsson Ólafur Már Sigurðsson

Karl Harry Sigurðsson Ómar Sigurðsson

Karl Jónsson Óskar Bjarni Óskarsson og fjölskylda

Kjartan Georg Gunnarsson Óttar Felix Hauksson

KOM (Friðjón Friðjónsson) Páll Ragnarsson, Sauðárkróki

Kristján Ásgeirsson Páll Steingrímsson

Kvan travel Pétur Magnús Sigurðsson

Lárus Bl. Sigurðsson Reynir Vignir

Lárus Blöndal Róbert Jónsson

Leifur Aðalgeir Benediktsson Sigtryggur Jónsson


Skiltakarl
Sigurður Ásbjörnsson
Leonard, Kringlunni
Sigurður Helgason stofnandi
Margrét Bragadóttir körfuknattleiksdeildar

120 Valsblaðið 2020


Bæjarlind 4 / 201 Kópavogur / www.FASTLIND.is

30
LÖGGILTIR
FASTEIGNA-
SALAR
REYNSLA & FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA

R K O R T
VILDA
– FÁÐU MEIRA

Kaupendur og seljendur hjá Lind fasteignasölu fá VILDARKORT LINDAR


sem veitir 30% AFSLÁTT hjá eftirfarandi fyrirtækjum: S. Helgason, Flügger litir, Betra
Bak, Ísleifur Jónsson, Dorma, Húsgagnahöllin, Flísabúðin, Parket & Gólf.

LIND Fasteignasala
Uppspretta
ánægjulegra
viðskipta

ÞEKKING OG REYNSLA · www.frittverdmat.is · www.nyjaribudir.is


Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár
Sigurður K. Pálsson Torfi Magnússon

Sigurður Lárus Hólm Tómas H. Heiðar

Sigursteinn Gunnarsson Tranberg slf

Skúli Edvardsson
Úlfar Másson
Smart Sólbaðstofa
Valdimar Grímsson
Smári Þórarinsson
Viðar Elísson
Snorri Steinn Guðjónsson
Þorgrímur Þráinsson
Sonja Jónsdóttir
Þorsteinn Gíslason
Stefan Karlsson
Þorsteinn Gunnar Einarsson
Stefán Hilmarsson
Þorsteinn Haraldsson
Stefán Gunnarsson

Svala Þormóðsdóttir Þorsteinn Sigurðsson

Svali Björgvinsson Þorvaldur Jacobsson

Svanur M. Gestsson Þórarinn G. Valgeirsson

Sveinn Guðmundsson Þórður Agústsson

Sævar Hjálmarsson
Þórhallur Friðjónsson
Sævar Jónsson
Þórir Erlendsson
Theódór Hjalti Valsson
Örn Kjærnested
Theódór Skúli Halldórsson (Byggingafélagið Bakki)

122 Valsblaðið 2020


BOLTINN RÚLLAR
Á LENGJUNNI.
VERTU MEÐ!

Getraunanúmer
Vals: 101

LAUGARDAGAR
ERU BESTIR

You might also like