You are on page 1of 8

UME501G Skýrsla Háskóli Íslands

Haust 2019

Heimili og skóli
Heimili og skóli eru frjáls félagasamtök sem voru stofnuð árið 1992. Heimili og skóli eru frjáls
landsamtök foreldra og er eitt helsta verkefni þeirra að styrkja samskipti milli heimilis og skóla
og virkja foreldra og forráðamenn á öllum skólastigum. Samtökin reka verkefnið SAFT frá árinu
2004, en SAFT stendur fyrir samfélag, fjölskylda og tækni. Verkefnið snýst um jákvæða
netnotkun barna og unglinga á Íslandi. Hugmyndir Heimilis og skóla eru lík hugmyndum Joyce
Epsteins um mikilvægi samstarfs milli heimilis og skóla og að samstarf þeirra hefur jákvæð áhrif
á velgengni barna í skólastarfi (Epstein og Sanders, 2000).

Framtíð menntunar er sífellt að breytast og menntun er að verða meira og meira


stafræn. Margir skólar notast við spjalltölvur til náms og mikilvægt er að fræða börn og foreldra
um hættur sem fylgja þeim gögnum sem börnin láta af hendi (Facer, 2009). Heimilin og skólinn
þurfa því að vinna saman að því að fræða börnin um það hvernig þau geta bætt sig í öryggi á
netheimum.

Heimili og skóli eru að sinna mikilvægu starfi í samstarfi foreldra og skólans og meðal
annars í fræðslu um netöryggi. Þau kynna efnið í skólum og senda með börnum heim
fræðsluefni sem foreldrar geta kynnt sér. Hins vegar er ekki aðeins nóg að senda efni frá sér
heldur þarf að virkja foreldra til samstarfs í þeim efnum. Samtökin þurfa í samstarfi með
foreldrum að leggja enn meiri áherslu á mikilvægi netöryggis og að gefa börnum og
ungmennum betri fræðslu á efninu.

Alexandra Geraimova
UME501G Skýrsla Háskóli Íslands
Haust 2019

Námsflokkar Reykjavíkur
Starfsemi Námsflokka Reykjavíkur bjóða upp á óformlega menntun fyrir fullorðna sem úrræði í
samráði við Velferðarráðuneytið. Námsflokkar Reykjavíkur hafa verið starftækir síðan 1939 og
eru það elsta fullorðinsfræðslu stofnun á landinu. Námsflokkarnir bjóða upp á tvö úrræði, þau
eru karla- og kvennasmiðjur og óformlegt framhaldsskólanám. Námskraftur er óformlegt
framhaldsskólanám er í boði fyrir einstaklinga á framhaldsskólaaldri sem ekki hafa áhuga á
bóknámi. Framhaldsskólarnir benda gjarnan ungmönnum á þetta úrræði, en allir geta sótt um
námið. Námið fer fram í samstarfi við FÁ, en hefur samt frjálsari uppbyggingu á náminu.

Önnur námsleið sem boðið er upp á eru karla- og kvennasmiðjur og eru þær úrræði á
vegum Velferðarráðuneytisins. Það úrræði er til boða fyrir þá sem hafa lengi þegið
fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Úrræði þetta er því hugsað sem lausn eða leið fyrir einstaklinga til að
fóta sig í samfélaginu og lífinu og verða að betri einstakling. Til þess að ná þeim markmiðum er
einstaklingum boðið á námsleið sem styrkir bæði andlegan líðan og námsárangur. Úrræði
býður upp á 12-18 mánaða kennslu í almennum fögum eins og stærðfræði og íslensku og
útskrifast nemendur með skírteini sem samsvarar þeirri menntun sem þau hafa auðlast. Eftir
útskrift hefur meirihluti farið í áframhaldandi nám eða vinnu, en einhver hluti nemenda fer
aftur á bótaúrræði sem þau voru á hjá ríkinu áður en þau hófu nám.

Hópurinn sem sækir þetta úrræði eru í meiri hluta einstaklingar sem hafa hætt í námi
einhverja hluta vegna og eiga erfitt með að fóta sig í samfélaginu og atvinnulífinu vegna þessa.
Sá hópur er sá erfiðastur til að ná í en helstu ástæður fyrir því að þessi hópur sækir sér ekki
aukna menntun eða fræðslu er tími, álag, kostnaður, slæm reynsla og aðrar ástæður (Hróbjartur
Árnason, Halla Valgeirdóttir og Svava Guðrún Sigurðardóttir, 2010). Ár hvert sækja 15-18 manns
í hvorri smiðju fyrir sig, en aðeins 60%-90% þeirra útskrifast úr náminu.

Hugmyndafræði námsins kemur frá lýðháskólum erlendis, en sú hugmyndafræði byggir á


námsleið sem inniheldur engin próf. Námið samanstendur af fjórum flokkum, en það eru
bóknám, verknám og listgreinar og sjálfsefling. Í karla- og kvennasmiðjum er lögð rík áhersla á
að fólkinu líði vel í náminu, meðal annars vegna fyrri reynslu einstaklinga á náminu, sem í

Alexandra Geraimova
UME501G Skýrsla Háskóli Íslands
Haust 2019

flestum tilvikum er slæm. Mikið er lagt upp úr því að efla hvern einstakling fyrir sig, kynna þeim
fyrir samfélaginu og hvetja þá til virkrar þátttöku í samfélaginu sem það býr í.

Námsflokkar Reykjavíkur er eins og kom fram hér áður er óformleg stofnun sem
meðhöndlar viðkvæma hópa í samfélaginu, sem eru unglingar og fullorðnir einstaklingar sem
oft á tíðum hafa orðið undir í samfélaginu. Úrræðin sem þau bjóða upp á skipta miklu máli í lífi
þeirra sem tileinka sér úrræði og hafa tölur og umsagnir frá útskrifuðum nemendum sýnt fram á
það. Hins vegar er þetta úrræði ekki öllum til boða, eins og smiðjurnar eru aðeins í boði fyrir þá
sem Velferðarráðuneytið hefur vísað í. Einnig eru aðeins 15-18 sem komast í þetta úrræði á
hverri önn og fleiri minnihlutahópar hefðu haft gott af því að getað komist í þetta úrræði, en
það stendur þeim ekki til boða.

Barnaheill
Barnaheill eru frjáls félagasamtök sem vinna með velferð og réttindum barna að leiðarljósi.
Samtökin voru stofnuð 1989 á Íslandi eftir Breskri fyrirmynd. Barnaheill er hluti af
Alþjóðasamtökunum Save the Children og hafa þau samtök átt upptök að Barnasáttmálanum,
en hann var lögfestur á Íslandi árið 2013. Barnaheill vinnur eftir Barnasáttmálanum Sameinuðu
þjóðanna. Megin áherslur sáttmálans eru réttur sérhvers barns til lífs og þroska, verndar,
þátttöku, aukins áhrifamáttar, að tryggja börnum vernd gegn allskyns ofbeldi, veita börnum
tækifæri, að þeim séu tryggð mannréttindi, að þau fái að alast upp við öryggi og í friði óháð
búsetu, kynferði, kynþætti, trú eða félagslegum aðstæðum.

Barnaheill vinnur eftir þeim markmiðum með því að halda fyrirlestra og fræðslu fyrir
bæði börn og fullorðna, gefur út kynningarefni til að fræða sem flesta um réttindi og þarfir
barna. Samtökin vinna með verkefnið Blær sem er vináttuverkefni sem hefur það markmið að
efla félags- og tilfinninga þroska barna til að fyrirbyggja einelti. Hér á Íslandi er að skapast
fjölmenningasamfélag þar sem að börn af alls kyns þjóðhópum koma saman í leik- og
grunnskóla. Verkefni eins og Blær er því gagnlegt til að láta öllum börnum líða vel og sameina
þau, ekki síst til að auðvelda kennurum að tengjast nemendum. Börn sem koma til landsins hafa

Alexandra Geraimova
UME501G Skýrsla Háskóli Íslands
Haust 2019

ríkari menningarheim heldur en kennarar þeirra og þetta verkefni sem virkar þvert á uppruna
getur hjálpað kennurum að skilja nemendur betur og læra af þekkingu nemendanna sinna í
málefnum fjölmenningar (Sleeter, 2010).

Barnaheill vinnur með þau markmið að leiðarljósi að öll börn fái sömu mannréttindi. Þau
hafa því jákvæð áhrif á samfélagið með því að fræða um réttindi barna. Þau standa meðal
annars fyrir því að öll börn hafi aðgang að menntun óháð fjárhögum foreldra og hafa þau lagt
mikla áherslu á það skólinn sjái nemendur fyrir þeim skriffærum sem þau þurfa til að geta
stundað nám. Það sem þau geta gert betur er að vinna enn harðar að því að öll börn verði jöfn.
Til dæmis í verkefninu Blær er ekki tekist á við málefni fatlaða, þó svo að þau stefna að því að
hjálpa öllum börnum.

Umboðsmaður barna
Umboðsmaður barna vinna eftir Barnasáttmálanum Sameinuðu þjóðanna og hugsa að
velgengni barna á aldrinum 0-18 ára. Umboðsmaður barna er ráðgjafahópur um lög sem varða
börn og var stofnað árið 1995. Umboðsmaður barna er stjórnvald og tilheyrir embættið
stjórnskipulega undir forsætisráðuneytið. Embættið vinnur að því að bæta hag barna á öllum
sviðum samfélagsins svo sem í skólamálum, byggingar- og skipulagsmálum, heilbrigðismálum,
tryggingamálum o.s.frv. Umboðsmaður barna aðstoðar einnig börn sem leita til þeirra með að
því fræða þau um réttindin sín og ná þeim á framfæri. Embættið tekur að sér meðal annars
einstök mál sem varða börn og vinna sem milliliður milli þeirra sem eiga að í málunum til að
rödd barnsins og hagur þess sé hafinn að leiðarljósi. Þar sem að Umboðsmaður barna vinnur
með barnasáttmálann er mikilvægt að þau hafi réttindi allra barna að leiðarljósi. Börn sem
tilheyra minnihlutahópum eiga erfiðara með að fóta sig samfélaginu og skólakerfinu og verða
gjarnan fyrir mismunun meðal annars í námsskrá (Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, 2016). Starf
Umboðsmans barna er því mikilvægt til að vinna gegn þessari mismunun þar sem að leitast er
við álit þeirra við gerð námsskrá og laga sem varða börn.

Alexandra Geraimova
UME501G Skýrsla Háskóli Íslands
Haust 2019

Umboðsmaður barna er að vinna að réttindum barna bæði í einstökum málum og sem


ráðgjöf við lagasetningu Alþingis. Þau aðstoða börn sem leita til þeirra meðal annars í
forræðisdeilum og minna alla sem koma að málinu að barnið hafi réttindi sem þeim ber að
virða. Nýlega hefur Umboðsmaður barna haldið ráðstefnu þar sem börnum gafst tækifæri til að
koma sínum hugmyndum um réttindi barna á framfæri. Þetta framtak styður enn meira við
Barnasáttmálann þar sem að börn fá sína rödd í málefnum samfélagsins. Hins vegar geta þau
bætt sig í vinnu sem varðar mismunun og fordóma í skólum. Þar sem að þau vinna með
Barnasáttmálann þurfa þau að leggja meiri áherslu á vernd barna gegn allskyns ofbeldi, en
fordómar og mismunun flokkast undir andlegt ofbeldi.

Klúbburinn Geysir
Klúbburinn Geysir er klúbbhús einstaklinga með geðræn vandamál og var stofnað árið 1999.
Geysir vinnur eftir hugmyndafræði klúbbhúsahreyfingarinnar þar sem að hópar fólks sem þjáist
af geðrænum sjúkdómum vinnur saman gegn einangrun og einmannaleika. Klúbbhúsið Geysir
er partur af Alþjóðasamtökum klúbbhúsa og vinna þau saman að markmiðum í eflingu
einstaklinga í samfélaginu. Starfsemi Geysis byggist á samverustundum og samvinnu.
Félagsmenn klúbbsins taka þátt í daglegum störfum félagsins, meðal annars eldamennsku og
þrif og með því öðlast félagsskap og þannig vinnur gegn einmannaleika. Vinnan sem félagsmenn
leggja af sér hjálpar þeim til að taka þátt í samfélaginu klúbbsins og stækkar menningarheiminn
þess. Starfsemi Geysis má því tengja við hugmyndafræði Bourdieu um menningarauðmagn
(Edgerton og Roberts, 2014). Félagsmenn klúbbsins velja sér einu sinni í mánuði iðju sem mun
stækka sjóndeildahringinn þeirra og virkja þau í samfélaginu, þar getur verið allt milli
kaffihúsaferðar til ferðalags um landið. Þessi iðja vinnur að bættum menningarauðmagni, en
það er gott tól í baráttu gegn misrétti í menntun (Edgerton og Roberts, 2014). Þar sem að þeir
sem að þjást af geðrænum vanda einangrast frá samfélaginu og eiga erfitt með að halda sér í
námi, gefur þetta úrræði þeim tækifæri til að vinna gegn einmannaleika og með betri líðan og

Alexandra Geraimova
UME501G Skýrsla Háskóli Íslands
Haust 2019

bættum menningarauði geta þau staðið betur í námi (Benedikt Gestsson, munnleg heimild,
2019).

Klúbburinn Geysir vinnur að því að virkja einstaklinga með geðraskanir í samfélaginu og


gæta líðan þeirra með því að bjóða þeim upp á öruggt umhverfi þar sem að þau eru ekki
skilgreind af sjúkdómnum þeirra. Það sem þau geta hins vegar bætt sig í er að bjóða öllum með
geðrænan vanda að taka þátt og smiða verkefnin og starfsemina klúbbsins eftir þörfum alla sem
vilja taka þátt. Eins og staðan er núna bjóða þau ekki upp á starf fyrir ungmenni og er
meðalaldurinn félagsmanna hár. Ef þau ætla að bjóða upp á þessa þjónustu ættu þau að bjóða
hana fyrir alla aldurshópa.

Skóla- og frístundasvið
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar er stærsta svið borgarinnar og vinnur eftir þeirri
hugmyndafræði að veita heilstæða þjónustu fyrir börn og ungmenni og foreldra þeirra. Sviðið
var stofnað 2012 og undir þeim heyra leikskólar, grunnskólar, frístund, félagsmiðstöðvar,
tónlistarskólar og fullorðinsfræðsla Námsflokka Reykjavíkur. Menntastefnan Reykjavíkurborgar
felst meðal annars í því að láta drauminn rætast og gefa börnum þá reynslu til að láta drauma
sinna rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag. Menntun býður einstaklingum upp á
framtíð þar sem að þau hafa meiri þekkingu, meiri getu og hæfni og verða að betri
einstaklingum (Craft, Facer og Sandford, 2013). Menntun sem þau auðlast í leik og grunnskólum
mun því nýtast þeim til framtíðar.

Skóla- og frístundasvið tekst á við mörg mál þar sem að þau bera ábyrgð á mörgum
skólum og þar af leiðandi mörgun börnum og foreldrum þeirra. Þau vinna að góðum verkefnum
til að efla þátttöku barna af erlendum uppruna í skólastarfi og veita þeim stuðning til að taka
þátt í starfinu. Þau eru komin langa leið í þessari þjónustu og hafa haft jákvæð áhrif á
samfélagið með verkefnum sínum. Hins vegar geta þau gert betur og stutt betur við
minnihlutahópa innflytjenda með lausnum í móðurmálskennslu. Eins og er er þessi kostur
vinsæll meðal nemenda af pólskum uppruna, en er ekki í boði fyrir alla. Skóla-og frístundasvið

Alexandra Geraimova
UME501G Skýrsla Háskóli Íslands
Haust 2019

gæti tekið að sér móðurmálskennslu félögin og séð til þess að þau fylgi námsskrá eins og hún
gerir fyrir leik- og grunnskóla.

Heimildaskrá:
Brynja Elísabeth Halldórsdóttir. (2016). Skóli Margbreytileikans : Menntun Og Manngildi í Kjölfar
Salamanca, 185-207. (skoða)

Craft, A., Facer, K., & Sandford, R. (2013). Educational futures: Rhetoric, reality and alternatives.
International Journal of Educational Research, 61(0), 90-92.
doi: http://dx.doi.org/10.1016/j.ijer.2013.08.004

Edgerton, J.D. og Roberts, L. W.(2014). Cultural capital or habitus? Bourdieu and beyond in the
explanation of enduring educational inequality. Theory and research in education,12 (2), 193-
220.

Epstein J.L., Sanders M.G. (2000). Connecting Home, School, and Community. Handbook of
Sociology and Social Research, 285-306. doi: https://doi.org/10.1007/0-387-36424-2_13

Facer, K. (2009). Educational, social and technological futures. Beyond Current Horizons
Programme.
https://warwick.ac.uk/fac/soc/ier/publications/2009/beyondcurrenthorizons2009.pdf

Hróbjartur Árnason, Halla Valgeirsdóttir og Svava Guðrún Sigurðardóttir. (2010). Hvers vegna
koma þau ekki? : þátttaka fólks með stutta formlega skólagöngu. Gátt, 1(1), 6-19.

Alexandra Geraimova
UME501G Skýrsla Háskóli Íslands
Haust 2019

Sleeter, C. E. (2001). Preparing teachers for culturally diverse schools research and the
overwhelming presence of whiteness. Journal of Teacher Education, 52(2), 94–106.
http://journals.sagepub.com/doi/pdf/10.1177/0022487101052002002

Alexandra Geraimova

You might also like