You are on page 1of 26

Ritgerð

í Haglýsingu

Atvinnustefna og nýsköpun

Katrín Andrésdóttir

Kennari: Sigurður Snævarr


Mars 2011

Útdráttur

Mikil áherslubreyting hefur átt sér stað í nýsköpunarmálum hér á landi undanfarin ár.

Ritgerð þessi byggir á stefnu fjögurra stærstu stjórnmálaflokka landsins á sviði

atvinnumála og nýsköpunar. Í inngangi fjalla ég um spurningar sem lagðar voru fyrir

og útskýri hvernig ég aflaði mér gagna fyrir verkefnið. Í upphafi meginmáls fjalla ég

um hvað felst í hugtökunum nýsköpun og sprotafyrirtæki og skoða þau út frá

fræðilegu sjónarhorni. Því næst leitast ég við að svara áður nefndum spurningum. Þá

skoða ég þau fyrirtæki og sjóði sem styðja einna helst við nýsköpun á Íslandi og geri

þeim stutt skil. Ég lík ritgerðinni á áliti mínu á áherslumun stjórnmálaflokkanna og

stöðu nýsköpunar fyrir og eftir hrun. Niðurstaða mín er sú að nýsköpun skipi ekki

nógu stórann sess hjá öllum flokkunum. Að sama skapi kemur það mér á óvart hversu

bág staða nýsköpunar var fyrir hrun.

-2-
Efnisyfirlit

Ritgerð.....................................................................................................1
Atvinnustefna og nýsköpun.......................................................................1

1 [Án árs]. „Kynslóðir fyrirtækja koma og fara-þekkingin


lifir.“. Samtök Iðnaðarins......................................................25

2 Slóð: http://www.si.is/si-docs/pdf/JonA.pdf [Sótt: 16.


febrúar 2011].ATH ég veit nafn þess sem skrifar?...............25
Ritgerð.....................................................................................................1
Atvinnustefna og nýsköpun.......................................................................1

1 [Án árs]. „Kynslóðir fyrirtækja koma og fara-þekkingin


lifir.“. Samtök Iðnaðarins......................................................25

2 Slóð: http://www.si.is/si-docs/pdf/JonA.pdf [Sótt: 16.


febrúar 2011].ATH ég veit nafn þess sem skrifar?...............25
Ritgerð.....................................................................................................1
Atvinnustefna og nýsköpun.......................................................................1

1 [Án árs]. „Kynslóðir fyrirtækja koma og fara-þekkingin


lifir.“. Samtök Iðnaðarins......................................................25

2 Slóð: http://www.si.is/si-docs/pdf/JonA.pdf [Sótt: 16.


febrúar 2011].ATH ég veit nafn þess sem skrifar?...............25

Inngangur

-3-
Efni þessarar ritgerðar er umfjöllun um atvinnustefnu og nýsköpun. Hugtökin

nýsköpun og sprotafyrirtæki skilgreind. Þá er einnig rýnt í atvinnustefnu stærstu

stjórnmálaflokka landsins og mismunandi áherslur þeirra á sviði nýsköpunar. Einnig

leitaðist ég við að svara eftirfarandi spurningum: Hvernig eflum við nýsköpun í þágu

atvinnulífsins? Hvaða opinberar aðgerðir þarf til? Hvernig atvinnustefnu? Ég leitaði

upplýsinga í bókum, blaðagreinum og á internetinu. Einnig tók ég viðtal við

verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

-4-
2. Hvað eru nýsköpun og sprotafyrirtæki?
Umræðan um nýsköpun og mikilvægi hennar í endurreisn landsins hefur verið
áberandi síðustu ár. Hvort sem er út í samfélaginu, í sjónvarpinu eða á internetinu,
allir eru að tala um mikilvægi nýsköpunar. Stjórnmálaflokkarnir tala um mikilvægi
þess að styrkja stoðir nýsköpunar í efnahagsfrumvörpum sínum, mis mikið þó og árið
2009 var stigið skref í rétta átt þegar lög 152/2009 um stuðning við
nýsköpunarfyrirtæki voru samþykkt. En hvað þýða nákvæmlega orðin nýsköpun,
nýsköpunarfyrirtæki og sprotafyrirtæki?
Eins og orðið gefur til kynna felur nýsköpun í sér að skapa eitthvað nýtt eða að
endurbæta það sem þegar er til staðar. Nýsköpun er þó ekki það sama og ný
hugmynd. Það telst til nýsköpunar þegar ný eða endurbætt vara, þjónusta, tækni,
aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar
kemst í gagnið. Nýsköpun getur stuðlað að miklum hagvexti og er því mjög mikilvæg
efnahagslífinu þar sem hún á sér stað. Þegar nýsköpun er annars vegar er misjafnt
hvort hún sé ný aðeins fyrir tiltekið fyrirtæki, borg, land, heimsálfu eða allann
heiminn. (Andri Heiðar Kristinsson. 2007.) Nýsköpunarfyrirtæki þarf staðfestingu
Rannsóknarmiðstöðvar Íslands til þess að geta talist sem nýsköpunarfyrirtæki í
lagalegum skilningi. (Gunnar Egill Egilsson. 2010.)
Í samhengi við nýsköpun er oft talað um sprotafyrirtæki. Samkvæmt
skilgreiningu Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, er sprotafyrirtæki fyrirtæki sem sprottið
er upp úr rannsókna- eða þróunarverkefni, háskóla, rannsóknarstofnanna eða annarra
fyrirtækja. Fyrirtækið byggir á sérhæfðri þekkingu eða öðru nýnæmi á því svið sem
fyrirtækið starfar á. Þessi skilgreining Rannís fylgir þó ekki almennri
atvinnuvegaflokkun (Jón Ágúst Þorsteinsson. [Án árs].) Sprotafyrirtæki eru flokkuð
niður í þrjár deildir eftir ársveltu. Í lægstu deildinni, svo kallaðri annarri deild eru
sprotar með ársveltu á bilinu 10 til 100 milljónir, í fyrstu deild eru svo sprotar sem
hafa ársveltu á milli 100 milljóna og milljarðs og loks er það úrvalsdeild sem
inniheldur aðeins fullvaxta sprota, það er að segja sprotafyrirtæki sem hafa meira en
milljarð í ársveltu (Davíð Lúðvíksson. 2004). Fyrirtæki hættir að teljast sem
sprotafyrirtæki þegar það hefur verið skráð í kauphöll sem öflugt tæknifyrirtæki eða
náð árlegri veltu sem nemur einum milljarði íslenskra króna. ([Án árs],
„Sprotafyrirtæki“).

-5-
Línan á milli nýsköpunarfyrirtækja og sprotafyrirtækja er fín. Það má segja að
nýsköpun sé mun víðari skilgreinig á svipuðu fyrirbæri. Aðalmunurinn á
nýsköpunarfyrirtækjum og sprotafyrirtækjum liggur í þróunarkostnaðinum sem
sprotafyrirtæki leggja til vegna rannsókna og þróunar (Selma Dögg Sigurjónsdóttir.
2011.)

-6-
3. Hvernig eflum við nýsköpun í þágu atvinnulífs?
Með því að efla nýsköpun getum við skapað mörg ný störf og þannig dregið úr
því atvinnuleysi sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. Fjármagn, sjóðir og
fjáröflunarmöguleikar gegna lykilhlutverki í eflingu nýsköpunar í þágu atvinnulífsins.
Til þess að nýsköpun geti vaxið hér á landi sem og annars staðar er gríðarlega
mikilvægt að góðir fjármögnunarmöguleikar séu fyrir hendi.
Samtök iðnaðarins hafa efnt til átaksverkefnis sem þeir kalla Ár nýsköpunar
– frumkvæði, fjárfesting, farsæld. Í heiti verkefnisins er fólki frjálst að lesa orðið ár
hvort sem er í eintölu eða fleirtölu. Eitt helsta markmið verkefnisins er að kynna og
efla nýsköpun sem leið til endurreisnar á íslensku atvinnulífi. Árangurinn sem samtök
iðnaðarins vilja miða að felast meðal annars í kynningu á því sem vel er gert,
hvatningu í verðmætasköpun á grunni nýsköpunar, eflingu útflutnings, samstarfs
fyrirtækja um nýsköpun og samstarfs um þróun lausna fyrir opinbera innkaupaaðila,
straumlínulaga stoðkerfi nýsköpunar, auknu framboði fólks til nýsköpunarstarfa í
fyrirtækum og aukningu á almennum skilning á mikilvægi nýsköpunar.
Eftir fjármálahrunið 2008 er það okkur Íslendingum gríðarlega mikilvægt að
nýta þau nýsköpunartækifæri sem okkur bjóðast til þess að vinna okkur út úr
kreppunni. Verkefnum á borð við fjárfestingar í orku- og umhverfismálum,
endurskipulagningu stuðnings- og fjármögnunarumhverfis fyrirtækja með nýsköpun
þarf að fylgja eftir og nýta eins og mögulegt er. En til þess að hægt sé að nýta þessi
nýsköpunartækifæri þarf samstillt átak margra ólíkra aðila sem tengjast á lykilsviðum
([Án árs]. „Ár nýsköpunar“).

-7-
4. Opinberar aðgerðir til eflingar nýsköpunar.
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðfélagið í heild að ríkið efli nýsköpun.
Ekki bara vegna þess að nýsköpun er grundvöllur fyrir atvinnuþróun og almennar
framfarir heldur einnig vegna þess að nýsköpun er ein helsta undirstaða öflugs og
vaxandi atvinnulífs. (Finnur Ingólfsson. 1996.) Efling nýsköpunar er í þágu bæði ríkis
og samfélags. Ef vel tekst til og nýsköpunarfyrirtæki eru stofnuð verða til fleiri störf,
atvinnuleysi minnkar og skatttekjur ríkisins aukast.
Ríkið getur beitt ýmsum leiðum til þess að styðja við nýsköpun. Samkeppni er
þýðingarmikil í örvun nýsköpunar. Ríkið þarf að stuðla að jafnri samkeppni og vera
opið fyrir tilfærslum á verkefnum til einkaaðila og örva þannig enn frekar samkeppni.
Til þess að samkeppnin haldist sem best þurfa samskipti milli ríkis og atvinnulífs að
vera greið og skilvirk. Það er ekki síður mikilvægt að ríkið sé upplýstur kaupandi
vöru og þjónustu og leitist við að lágmarka viðskiptakostnað í þágu allra sem eiga í
hlut. Þar sem ríkið hefur sterka markaðsstöðu á mörgum mörkuðum þarf að gæta þess
að ríkið hafi ekki óeðlileg áhrif í innkaupum sínum á aðra á sama markaði. Stór
hlekkur í árangursríkum rekstri ríkis og öflugu atvinnulífi er samstarf ríkis og
einkageira. Fyrrnefnt samstarf felur einna helst í sér að einkamarkaðurinn fái tækifæri
til þess að koma á framfæri eigin sjónarmiðum varðandi viðfangsefni ríkisins tengd
atvinnulífinu. Aðgerðir ríkisins sem hafa áhrif á atvinnulífið þarf að meta. Við
stefnumótun og setningu verklagsreglna hjá ríkinu skal taka mið af því mati. Setja
skal stefnu við nýtingu nýsköpunar og er mikilvægt að hún sé til virðisauka fyrir allt
samfélagið í heild. ([Án árs], „Gagnsæi og jafnræði í samskiptum ríkis og
einkamarkaðar“).
Á Bessastöðum þann 29. desember árið 2009 undirrituðu Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Ísland og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, lög 152/2009
um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. (Lög nr 152/2009 um stuðning við
nýsköpunarfyrirtæki. RANNÍS. Forsendur skattafrádráttarins.)
„Markmið þessara laga er að bæta samkeppnisskilyrði
nýsköpunarfyrirtækja og efla rannsóknir og þróunarstarf með því annars
vegar að veita nýsköpunarfyrirtækjum rétt til skattfrádráttar vegna
kostnaðar við nýsköpunarverkefni og hins vegar að hvetja til þess að menn
og lögaðilar fjárfesti í þeim að uppfylltum tilteknum skilyrðum.“
(Lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki nr.152/2009, 1.gr.)

-8-
Lögin tóku gildi þremur dögum síðar eða þann 1. Janúar 2010 eins og segir í 17.
grein laganna, Gildistaka:
„Lög þessi öðlast gildi 1. Janúar 2010 og koma til framkvæmda við
álagninu opinberra gjalda 2011 vegna tekjuársins 2010. Lögin skulu koma
til endurskoðunar innan tveggja ára frá gildistöku þeirra.“
(Lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki nr.152/2009, 17.gr.)
Lögin fela í sér skattaafslátt vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarf. Sem og
skattaafslátt fjárfesta sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. („Stuðningur við
nýsköpunarfyrirtæki-skattfrádráttur vegna þróunarstarfs og skattafsláttur vegna
fjárfestinga “.2010.)
Með samþykt þessara laga var stigið mikilvægt skref í átt að jákvæðum hvata
fyrir nýsköpunarfyrirtæki ekki síður en breyttum áherslum ríkisins í efnum
nýsköpunar. Margar gagnrýnisraddir hljómuðu úti í samfélaginu og á hinum ýmsu
netsíðum. Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdarstjóri Innovit, nýsköpunar og
frumkvöðlaseturs skrifaði pistil á vefsíðuna Deiglan.is þar sem hann fagnaði þessu
mikilvæga skrefi en gagnrýndi lögin einnig og hvatti fólk til hins sama. Hann sagði
að gagnrýnin væri þýðingarmikill þáttur í að velta því upp sem betur mætti fara sem
og því sem breyta ætti á vorþingi. Í gagrýni sinni á lögin talaði Andri Heiðar um
óljósa skilgreiningu frumvarpsins á nýsköpunarfyrirtæki, skort á gegnsæu
upplýsingaflæði, dreifðari áhættu á fjárfestingar almennings í nýsköpunarfyrirtækjum
og nauðsynlegan skattaafslátt veittan almenningi fyrir að fjárfesta í sérstökum sjóðum
sem fjárfesta í nýsköpun. Hann telur að með því að opna fyrir slíka fjáfestingasjóði
sé árangur af nýju lögunum mun líklegri en ella. Traustir aðilar sem stýra fjármunum
margra minni hluthafa myndu þannig tryggja mun betri upplýsingagjöf og
áhættudreifingu á fé almennings. Auk þess sem hann telur líklegra að traust
almennings eflist við slíka starfstemi til lengri tíma litið. (Andri Heiðar Kristinsson.
2010.)

-9-
5. Hvernig atvinnustefnu þarf til?
Í árferði því sem nú ríkir í samfélaginu er mikilvægt að við Íslendingar höfum
beitta og góða atvinnustefnu. Það er okkur nauðsynlegt að nýsköpun verði markviss
þáttur í atvinnustefnu landsins. Það ætti að vera stefna stjórnvalda að vinna stöðugt að
nýsköpun og skapa þannig störf sem geta fært gjaldeyri inn í landið. Það er ekki nóg
að ýta undir nýsköpun heldur þurfa stjórnvöld einnig að stuðla að samkeppnishæfu
umhverfi, bæði hérlendis og erlendis ekki síður en markaðshvetjandi umhverfi.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur og lektor við HÍ skrifaði
greinina, Atvinnustefna á Íslandi, sem birtist í fréttablaðinu 3. apríl 2010. Í greininni
fjallar hún um þörf á ríkisstjórn með pólitískann vilja og dug til þess að forgangsraða
og mismuna um tíma ákveðnum atvinnugreinum. Eins hvetur hún ríkisstjórnina til að
veðja á tilteknar atvinnugreinar sem vænlegastar eru til þess að efla útflutning og
gjaldeyrisinnkomu (Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. 2010).
20/20 Sóknaráætlun sem unnin var af stýrihóp á vegum forsætisráðuneytisins
og kom út árið 2010 fjallar um atvinnustefnu Íslands fram til ársins 2020.
„Meginmarkmið atvinnustefnu fyrir Ísland til 2020 er að skapa ný og
fjölbreytt störf sem eru vel launuð og gjaldeyrisskapandi og byggja á
samkeppnishæfni Íslands í heild eða sérstöðu einstakra svæða. Grundvöllur
atvinnustefnunnar skal vera fjölbreytni, jafnræði, heilbrigðir
viðskiptahættir, jafnrétti og græn atvinnuuppbygging í samræmi við
hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.“
([Án árs], „Gagnsæi og jafnræði í samskiptum ríkis og
einkamarkaðar“).

- 10 -
6. Stuðningur við nýsköpun á Íslandi
Það er ekki nóg að tala um mikilvægi nýsköpunar á leið okkar út úr
efnahagsvanda þjóðarinnar. Það er jákvætt að fólk geri sér grein fyrir þeirri vanræxlu
á nýsköpun sem átti sér stað fyrir hrunið og nú sé það þjóðinni afar mikilvægt að hún
nái að blómstra. En til þess þarf ekki aðeins almenningvitund heldur þarf að styrkja
nýsköpun landsins í formi peningina og tækifæra. Innovit, Nýsköpunarsjóður
atvinnulífsins, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Nýsköpunarmiðstöð Íslands,
Rannsóknarmiðstöð Íslands - Rannís og Tækniþróunarsjóður eru meðal þeirra sem
styðja við nýsköpun á Íslandi. Eftir kreppuna hafa styrkir til nýsköpunarverkefna
aukist og því ber að fagna, þó alltaf megi gera betur.
6.1 Innovit
Það var árið 2007 að háskólanemar nokkrir með aðstoð Samtaka iðnaðarins
og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins stofnuðu Innovit, einkarekið frumkvöðlasetur sem
rekið er í almannaþágu. Innovit starfar sem nýsköpunar og frumkvöðlasetur þar sem
megináhersla er lögð á viðskiptatækifæri sem spretta úr starfi íslenskra háskóla. Aðal
tilgangur fyrirtækisins er að virkja frumkvæði og aðstoða við framkvæmd
viðskiptahugmynda. Með það að leiðarljósi að stofna árangursrík fyrirtæki ([Án árs].
„Um Innovit.“ ).
Frá árinu 2008 hefur Innovit staðið fyrir frumkvöðlakeppninni, Gulleggið.
Þar fá verandi háskólanemar og nýútskrifaðir tækifæri til þess að koma á framfæri
sinni eigin viðskiptahugmynd. Markmið Innovits með keppninni er að hjálpa
þátttakendum að gera viðskiptahugmyndir sínar að veruleika. Með hjálp, útbúa
þátttakendur viðskiptaáætlanir og öðlast þannig mikla reynslu og þjálfun. Þessi
reynsla verður til þess að þátttakendur eru betur í stakk búnir en ella að halda út í
viðskiptalífið og takast á við hin ýmsu verkefni. Að sama skapi skilar keppnin nýjum
viðskiptahugmyndum út í samfélagið og á síðustu þremur árum hafa um 20 ný
fyrirtæki verið stofnuð eftir þáttöku í keppninni og í kjölfarið hafa myndast 100 ný
störf hjá sömu fyrirtækjum ([Án árs]. „Um Gulleggið.“ ).

6.2 Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins


Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Sjóðurinn
var stofnaður árið 2006 en viðræður stjórnvalda og samtaka atvinnulífsins um nýjann
sjóð á sviði nýsköpunar hófust löngu áður eða árið 2004. Sjóðurinn er áhættufjárfestir

- 11 -
og hlutverk hans er að taka virkan þátt í þróun atvinnulífsins með því að fjárfesta í
nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem sjóðurinn telur vænleg til árangurs. Sjóðurinn
leggur áherslu á að sérhæfa sig ekki í ákveðnum geirum heldur vera sveigjanlegur og
tilbúinn til að fjárfesta þar sem áhættufjármagn skortir. Sjóðurinn hefur það að
leiðarljósi að fjárfesta þar sem mikils virðisauka má vænta og nýta slíkann virðisauka í
uppbyggingu og frekari fjárfestingar í nýsköpun og rannsóknir á starfsemi
nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. ([Án árs]. „Stefna NSA“ ). Árlega ákveður stjórn
sjóðsins hversu mikið fjármagn verði til ráðstöfunar til kaupa á hlutafé og hversu
miklu verði varið í eftirfylgni fyrri fjárfestinga sjóðsins. Fyrsta meginregla sjóðsins
við mat á þátttöku í nýju fyrirtæki er sú að ákveðið nýsköpunar gildi þarf að vera
tryggt. Það er að segja, viðskiptahugmyndin má ekki vera í beinni samkeppni við
starfandi fyrirtæki á innanlandsmarkaði. Þegar koma á fjárfestingartækifærum á
framfæri við sjóðinn þarf að fara eftir skýrum reglum. Með fjárfestingartækifærum
þarf að liggja fyrir fullbúin og raunhæf viðskiptaáætlun þar sem fjallað er um
mögulegar útgönguleiðir fjárfesta og væntanlegan arð ef til fjárfestingar kæmi. ([Án
árs]. „Hlutafjárþátttaka“).

6.3 Nýsköpunarsjóður námsmanna


Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður árið 1992 með það að leiðarljósi
að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til þess að ráða til
sín námsmenn í grunnnámi við háskóla til sumarvinnu. Allt frá stofnárinu 1992 fram
til ársins 2009 voru það einungis grunnnemar sem gátu sótt um styrki til sjóðsins. Árið
2009 bættust síðan við meistaranemar. Þau verkefni sem sækjast eftir styrkjum
sjóðsins þurfa að uppfylla tvö lykilskilyrði. Verkefnið verður að reyna á hæfni og
sjálfstæð vinnubrögð námsmanns en það þarf líka að hafa hagnýtt nýsköpunargildi.
Ákveði sjóðurinn að veita styrk felst styrkveitingin í því að sjóðurinn greiðir
námsmanni mánaðarlega styrki en fyrirtæki eða viðkomandi umsjónaraðlili sér fyrir
aðstöðu og efniskostnaði. Nýsköpunarsjóður námsmanna er fjármagnaður með
framlögum frá ríki, Reykjavíkurborg, Framleiðnisjóði landbúnaðarins og öðrum
sveitafélögum ([Án árs]. „Nánar um Nýsköpunarsjóð námsmanna“).
Menntamálaráðherra skipar sjóðnum sjóðsstjórn á þriggja ára fresti. Hún saman
stendur af:
Einum fulltrúa tilnefndum sameiginlega af samtökum stúdenta við Háskóla
Íslands, Háskólann á Akureyri, Kennaraháskólann, Háskólann í Reykjavík,

- 12 -
Viðskiptaháskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands, einum fulltrúa
tilnefndum af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs, einum fulltrúa
tilnefndum af Samtökum iðnaðarins, einum fulltrúa tilnefndum af
Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einum fulltrúi sem skipaður er án
tilnefningar og er hann formaður. Sömu aðilar tilnefna varamenn í stjórn.
http://www.rannis.is/files/Regluger%C3%B0%20nr%20450_2007%20me
%C3%B0%20breytingum%20nr%20155_2008_107886062.pdf
6.4 Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir iðnaðarráðuneytið. Hlutverk
miðstöðvarinnar er að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í
íslensku atvinnulífi. Fyrir bankahrunið árið 2008 voru starftæk á vegum
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands tvö frumkvöðlasetur. Eftir hrunið voru stofnuð fimm
til viðbótar og eru setrin nú alls sjö víðsvegar um landið. Kjarnastarfsemi stöðvarinnar
skiptist í tvennt. Hún skiptist annars vegar í Impra Nýsköpunarmiðstöð sem er öflug
stuðningsþjónusta og þekkingarmiðlun fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki og hins
vegar Tæknirannsóknir og -ráðgjöf, sem snúa að hagnýtum rannsóknum og
tækniráðgjöf á sviði bygginga og mannvirkja, efnagreininga og orku ([Án árs].
„Öflugur stuðningur við nýsköpun og tækniþróun.“).

6.5 Rannsóknarmiðstöð Íslands


Rannsóknarmiðstöð Íslands, Rannís, heyrir undir menntamálaráðherra og
starfar á grundvelli laga um opinberann stuðning við vísindarannsóknir. Hlutverk
miðstöðvarinnar er að treysta stoðir íslenskrar menningar og atvinnulífs með því að
stuðla að markvissu vísindastarfi, tækniþróun og nýsköpun. Rannís aðstoðar vísinda-
og tæknisamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum
sóknarfærum og samstarfsmöguleikum auk þess að kynna áhrif rannsókna og
nýsköpunar á þjóðarhag. Starfsemi Rannís skiptist í þrjú megin svið: Umsýslu sjóða,
greinigu og alþjóðastarf. Sameiginlegt markmið sviðanna er að efla samstarf
hagsmunaaðila við undirbúning og framkvæmd opinberra vísinda- og tæknistefnu.
([Án árs]. „Rannís.“ ).
6.6 Tækniþróunarsjóður
Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra líkt og Nýsköpunarmiðstöð
Íslands. Hann starfar samkvæmt lögum um opinberann stuðning við tækniþróun og
nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og

- 13 -
rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.
Sjóðurinn hefur heimild til þess að fjármagna nýsköpunarverkefni í samræmi við
meginstefnu Vísinda- og tækniráðs með því að: Styrkja tækniþróun og tengdar
rannsóknir á sviði nýsköpunar, styrkja uppbyggingu sprotafyrirtækja, fjármagna
átaksverkefni til að treysta tæknilegar undirstöður, styrkja lítil verkefni sem eru líkleg
til þess að verða bæði tekju- og atvinnuskapandi og kosta greiningu á stöðu
nýsköpunar. Hingað til hefur sjóðurinn aðeins styrkt tækniþróun í samræmi við styrki
til tækniþróunar og tengdra rannsókna á sviði nýsköpunar. Stjórn sjóðsins getur aftur á
móti í samráði við ráðuneytið sett hluta fjármagnsins í hin verkefnin er talin voru upp.
Stjórn sjóðsins telur mikilvægt að auka fjölbreytni atvinnulífs og hraða uppbyggingu
þekkingar og hátækni starfsemi og leggur áherslu á að skilgreina nýjar áherslur
sjóðsins í takt við tímann ([Án árs]. „Tækniþróunarsjóður.“ ).

7. Nýsköpun fyrir kreppu


Á góðæristímum þeim er ríktu fyrir kreppu hefði maður haldið að nýsköpun
ætti ekki í erfiðleikum með að blómstra. Nægt væri fjármagnið og
fjármögnunarmöguleikarnir sem skipta svo miklu máli þegar kemur að því að
nýsköpun verði að veruleika. En svo var víst ekki. Ríkið studdi ekki nægilega við
nýsköpun og við sem þjóð vanræktum nýsköpun og endurnýjun atvinnulífsins nema á
því takmarkaða sviði sem fjármálaheimurinn bauð upp á. Bankarnir höfðu svo
gríðarlegt fjármagn til ráðstöfunar sem fáir gátu keppt við. Fyrir vikið sankuðu þessi
stærstu fjármálafyrirtæki landsins að sér vel menntuðu fólki á kostnað nýsköpunar og
þróunar. Það var ekki aðeins skortur á fjármagni heldur einnig skortur á fólki. Um
þetta fjallaði Katrín Jakobsdóttir árið 2009 þá nýskipaður menntamálaráðherra, á
Nýsköpunarþingi Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Útflutningsráðs. Hún
talaði líka um skort á stuðningi ríkisins við sprota- og frumkvöðlafyrirtæki og sagði
nauðsynlegt að þar yrði breyting á. Sérstaklega í ljósi þess að nýsköpun væri ein af
okkar aðal leiðum út úr þeirri efnahagslægð sem við lifum nú við. (Katrín
Jakobsdóttir. 2009).

- 14 -
8. Stjórnmálaflokkar, atvinnustefna og nýsköpun
Í kjölfar efnahagslægðarinnar árið 2008 og með nýjum fundargerðum árið
2009 virtust fjórir stærstu stjórnmálaflokkar landsins vilja styrkja stoðir nýsköpunar á
einn eða annan hátt. Flokkarnir fjórir Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin,
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð (hér eftir Vinstri grænir)
komu allir inn á nýsköpun og kosti hennar í fundargerðum sínum fyrir kosningarnar
2009. Maður hefði haldið að eftir hrunið myndu flokkarnir stemma stigu við
nýsköpun og eflingu hennar en við nánari skoðun kemur annað upp á yfirborðið. Af
flokkunum fjórum setur Sjálfstæðisflokkurinn fram mjög greinagóða og skýra mynd á
sýn sína til nýsköpunar og atvinnumála. Sýn hinna flokkanna er ekki eins skýr og ætla
mætti.

8.1 Framsóknarflokkurinn
Á kosningastefnuskrá sinni fyrir alþingiskosningarnar árið 2009 lagði
Framsóknarflokkurinn áherslu á að stórefla sjóði sem styðja við tækniþróun og
nýsköpun til þess að stuðla að uppbygginu atvinnulífsins á nýjann leik. Í atvinnustefnu
sinni taldi flokkurinn eðlileg og heilbrigð rekstrarskilyrði fyrirtækja grunninn að
minnkandi atvinnuleysi og bættum hag heimilanna.
http://www.framsokn.is/files/4540-0.pdf
Þrátt fyrir að hafa lagt töluverða áherslu á nýsköpun í kosningastefnuskrá sinni
var þessi málaflokkur ekki eins áberandi í ályktunum flokksþingsins eins og maður
hefði haldið. Í þingflokksályktunum segir að undirstöður þekkingarsköpunar sé
öflugar grunnrannsóknir en þekkingarsköpun er aftur undirstaða arðbærra hugmynda í
þekkingariðnaði. Gæta þurfi þess að ekki dragi úr öflugu rannsóknarstarfi Íslands á
alþjóðlegann mælikvarða og að landið eigi að vera eftirsóknarverður staður fyrir
vísindamenn og frumkvöðla, hvort sem um ræðir innlenda eða erlenda. Ekki sé það
síður mikilvægt að efla háskólamenntun þar sem hún sé driffjöður framþróunar og
gegni lykilhlutverki í eflingu nýsköpunar. Til þess að slíkt yrði að veruleika vildu þeir
meðal annars tryggja fræðimönnum akademískt frelsi til þess að grunnrannsóknir
myndu blómstra í þekkingarsamfélaginu sem og hvetja til rannsókna sem gætu leitt til
einkaleyfa og nýsköpunar í atvinnulífinu. Rétt eins og þeir fjölluðu um í
kosningarstefnuskránni töldu þeir samvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja
eitt lykilatriða svo nýsköpun myndi ekki dragast saman í kjölfar hrunsins. Í ályktunum

- 15 -
sínum segir flokkurinn skattlega hvata gegna mikilvægu hlutverki í eflingu
nýsköpunar og að áherslan á að styðja við nýsköpun á sviðum atvinnulífsins þar sem
íslenskir þekkingarkjarnar eru til staðar, svo sem í sjávarútvegi og orkuvinnslu sé
einnig mikilvæg.
Fyrstu skrefin væru aukið fé til sjóða sem styðja við tækniþróun og nýsköpun,
tryggja fé til samstarfsverkefna, jafnt innlendra og erlendra auk þess að hefja
uppbyggingu vísindagarða án þess þó að samstarf stofnana og fyrirtækja sé háð þeim
kostnaði („Ályktanir 30. flokksþings framsóknarmanna“. 2009).

8.2 Samfylkingin
Í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2009 segist
flokkurinn vilja efla nýsköpun um allt land með margvíslegum aðgerðum. Til dæmis
með því að byggja frumkvöðlasetur á landsbyggðinni. Í skránni kemur einnig fram
nauðsyn þess að treysta rekstrarskilyrði landbúnaðarinns og tryggja bændum aukið
frelsi til framleiðslu svo þeir eigi þess kost að selja beint frá sínum eigin búum.
Flokkurinn vill gjörbreytta atvinnustefnu, kraftmiklar aðgerðir gegn atvinnuleysi, með
sérstaka áherslu á græna atvinnusköpun og með hagsmuni komandi kynslóða í huga
([Án árs]. „Sóknarfæri fyrir landsbyggðina.“ ).
Þegar skoðuð er stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar fyrir árið 2009 er ekki
mikil áhersla lögð á nýsköpun og uppbyggingu hennar. Flokkurinn leggur heldur
meira upp úr því að reisa við og styrkja þær stoðir atvinnulífsins sem nú þegar eru til
staðar. Í framtíðarstefnumótun sinni kemur flokkur hins vegar inn á nýsköpun og
mikilvægi hennar. Með stefnumótun sinni vill flokkurinn móta heildstæða
sóknarstefnu fyrir íslenskt atvinnulíf með það að leiðarljósi að Íslandi verði komið í
hóp tíu samkeppnishæfustu þjóða heims fyrir árið 2020 („Stjórnmálaályktun
Samfylkingarinnar 2009“. 2009).

8.3 Sjálfstæðisflokkurinn
Í efnahagstillögum sem snúa að atvinnumálum og nýsköpun setur flokkurinn
það sem forgangsatriði að skapa ný störf á landinu og vinna bug á atvinnuleysinu.
Einnig bendir flokkurinn á mikilvægi þess að forgangsraða opinberum framkvæmdum
í þágu mannaflsfrekra verkefna en fyrst og fremst með því að skapa heilbrigð skilyrði
til atvinnuuppbyggingar. Forgangsmál er að varðveita störf í minni fyrirtækjum og á

- 16 -
meðal einyrkja en ekki einblína um of á opinber störf. Skattaafsláttur til fyrirtækja sem
ráðast í nýsköpunar- og þróunarverkefni, og hagfellt umhverfi fyrir þá sem eru að
stíga sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri verður að tryggja. Skatthvatar til að hvetja
fyrirtækin í landinu til þess að ráða til sín starfsfólk og eins bjarga þeim störfum sem
fyrir eru ([Án árs]. „Atvinnumál og nýsköpun.“ ).
Landsfundur sjálfstæðisflokksins telur öfluga nýsköpun eina af
meginforsendum endurreisnar atvinnulífs landsins. Áhersla er lögð á arðbæra
nýsköpun með því að hlúa að undirstöðum hennar, verkþekkingu, rannsóknum og
tækniþróun. Það sem flokkurinn telur mikilvægt við styrkingu nýsköpunar er að auka
fjárfestingar innlendra og erlendra aðila í nýsköpun og rannsóknum, hvetja
einstaklinga og fyrirtæki til nýsköpunar og tækniþróunar með einfaldri skattaumgjörð
og styðja við frumkvæði einstaklinga til uppbyggingar sprotafyrirtækja. Þeir telja það
einnig lofandi að opinberir aðilar útvisti verkefnum til að efla nýsköpun og
tækniþróun og síðast en ekki síst leggja áherslu annars vegar á aðgerðir sem fjölga
nýjum fyrirtækjum og efla þannig verðmætasköpun og hins vegar bættar
gagntengingar við landið til þess að stuðla að uppbyggingu gagnvera og vísindagarða
um land allt.
Hvað varðar stoðkerfi rannsókna og nýsköpunar hlýtur stór hluti opinberra
framlaga undir ríkisreknar rannsóknarstofnanir og öflugir sjóðir á sviði nýsköpunar
eru enn undir stjórn einstaka atvinnuvegaráðuneyta. Þessu féi vill landsfundurinn veita
í auknum mæli til öflugs samkeppnissjóðs á sviði nýsköpunar. Landsfundur telur
einnig mikilvægt að auka hlutfall opinberra samkeppnissjóða, skapa
stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja sem byggi á samkeppni fyrirtækjanna sjálfra, fela
einkaaðilum í auknum mæli að sinna stuðningi við nýsköpun og fela Vísinda- og
tækniráði umsjón opinberra samkeppnissjóða („Ályktun um vísinda- og
nýsköpunarmál “. 2009).

8.4 Vinstri grænir


Í kosningaáherslum Vinstri grænna er lítið talað um nýsköpun. Lítilega er
minnst á að umhverfi fyrir sprotafyrirtæki og smærri fyrirtæki hafi batnað með
tilstuðlan ríkisstjórnarinnar. Í atvinnumálum segir flokkurinn sveitafélögin stóra
atvinnurekendur sem verði að axla ábyrgð á tímum atvinnuleysis og að sveitafélögin

- 17 -
þurfi að leggja sitt af mörkum til þess að hægt verði að skapa jarðveg fyrir traust og
heilbrigt atvinnulíf.
Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ályktar að ekki skuli
einblína á stóriðju þegar kemur að enduruppbyggingu atvinnulífs landsins heldur
styðja við minni fyrirtæki. Beita skuli skattaívilnunum til að styðja við sprotafyrirtæki
vegna rannsóknar og þróunarstarfa. http://www.vg.is/landsfundir/

8.5 Ríkisstjórnin
Þrátt fyrir að flokkarnir tveir, Samfylkingin og Vinstri Grænir, leggi ekki eins
mikla áherslu á nýsköpun í stefnuskrám sínum og margur hefði viljað verður það að
teljast sem gleðiefni hversu mikla áherslu á nýsköpun þeir leggja þó í
samstarfsyfirlýsingu sinni.
Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að meginverkefni
ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum sé að draga úr atvinnuleysi með markvissum
aðgerðum, útrýma langtímaatvinnuleysi og skapa traustari grundvöll fyrir íslenskt
atvinnulíf til framtíðar með áherslu á nýsköpun, meðal annars. Í framtíðar
sóknarstefnu sinni kemur ríkisstjórnin inn á eflingu stuðningsnets atvinnuþróunar,
rannsókna og nýsköpunar meðal annars með uppbyggingu sjóða,
atvinnuþróunarfélaga og frumkvöðlastarfs um allt land. („Samstarfsyfirlýsing
ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.“ 2009).
Á heldina litið má því segja að þessir fjórir stærstu sjórnmálaflokkar landsins vilji, á
einn eða annan hátt, allir stemma stigu við og efla nýsköpun í landinu.

9. Nýsköpunarfyrirtæki
Það eru mörg áhugaverð nýsköpunarfyrirtæki sem hafa litið dagsins ljós á
undanförnum árum. Flestir kannast við erlendu fyrirtækin Apple og Google og
íslensku fyrirtækin Marel og Össur. Facebook er eitt stærsta nýsköpunarfyrirtækið á
sínu sviði á heimsvísu. Clara og ReMake Electric eru stórhuga íslensk
nýsköpunarfyrirtæki sem vilja á komandi árum færa sig inn á alheimsmarkað.

- 18 -
9.1 Facebook
Ég þekki ekki marga á mínum aldri sem ekki notast við samskiptavefinn
Facebook. Í daglegu tali er það ósjaldan sem maður heyrir fólk henda fram
heimildinni "Ég sá það á facebook". Fólk virðist háð þessu að nokkru leiti sem lýsir
sér kannski best í umræðunni sem sprettur fram á Háskólatorgi eða öðrum
námsaðstöðum í prófatíð, þar sem námsmenn tala um fráhvarfseinkenni sín frá
Facebook. En hvernig varð þessi ómissandi samskiptavefur til og hver fékk þessa
snilldar hugmynd?
Það var í febrúar árið 2004 að Mark Zuckenberg, nemandi við Harvard
háskóla, fékk þrjá bekkjarfélaga sína Dustin Moskovitz, Eduardo Saverin og Chris
Hughes til þess að aðstoða sig við að stofna samskiptavef. Þó að vefurinn hafi í fyrstu
verið lítill í sniðum og aðeins aðgengilegur fyrir nemendur í Harvard leið ekki að
löngu uns hans var opnaður fyrir fleiri háskóla á Boston svæðinu. Vefurinn naut
þvílíkra vinsælda og skömmu síðar var hann orðinn opinn öllum háskólum í
Bandaríkjunum. Fljótlega þar á eftir bættust svo við menntaskólar landsins. Það var
síðan tveimur og hálfu ári frá stofnun vefsins eða í september 2006 sem Facebook
varð opin öllum þeim sem náð höfðu þrettán ára aldri í heiminum (Carolyn Abram.
2009).
Í dag, rúmum sjö árum frá stofnun eru virkir notendur samskiptavefsins
rúmlega 500 milljónir og þar af er um helmingur notenda sem fer inn á vefinn á degi
hverjum. Þrátt fyrir að vefurinn hafi byrjað í Bandaríkjunum eru meira en 70%
notenda utan Bandaríkjanna í dag og hefur vefurinn verið þýddur yfir á fleiri en 70
tungumál með hjálp rúmlega 300.000 einstaklinga um allann heim ([Án árs].
„Herbergi fráttamanna.“). Fyrirtækið sem í byrjun var svo lítið og fámennt að öll
vinnuaðstaða fór fram á heimavistinni hefur nú stækkað og vaxið meira en nokkurn
hafði órað fyrir. Fyrirtækið hefur fært sig af heimavistinni þar sem einungis fjórir
starfmenn voru til að byrja með og yfir í 135.000 ferfeta skrifstofuhúsnæði með yfir
2000 starfsmenn (Ellen McGirt. 2010).
Það óraði engann fyrir því að facebook ætti eftir að tröllríða heiminum eins og
raun bar vitni. Fyrirtækið er ekki aðeins leiðandi á sviði nýsköpunar heldur hefur
fyrirtækið einnig hjálpað öðrum á sama sviði. Margir hafa notað facebook við
markaðsetningar á fyritækjum sínum og enn aðrir hafa stofnað eigin netverslanir á
facebook. Það er ekki að ástæðulausu sem að fyrirtæki notast við að markaðsetja sig á

- 19 -
facebook því þannig ná þeir til gríðarlega stórs hóps fólks í heiminum öllum (Brendan
Gibbons. 2010).
Það má með sanni segja að hugmynd Marks hafi skilað honum nokkrum
aurum í kassann. CNBC, first in buisness world wide, fréttastofan greindi frá því 3.
mars síðastliðinn að með fjárfestingu General Atlantics í Facebook verði
samskiptavefurinn metinn á 65 billjónir bandaríkjadollara eða sem samsvarar 7.500
milljörðum íslenskra króna (David Faber. 2011).
Ekki nóg með það að Mark Zuckenberg og samskiptavefur hans hafi náð á
toppinn á mörgum listum á sviði nýsköpunar heldur hefur leikstjórinn David Fincher
gert mynd um stofnun Facebook. Myndin sem kom út í lok síðasta árs hefur síðan
sópað til sín verðlaunum. Sem dæmi má nefna Golden globe verðlaunin eða
gullhnöttinn þar sem myndin vann til fjögura verðlauna, þar á meðal besta myndin.
Einnig var hún tilnefnd sem besta myndin á óskvarðsverðlaunahátíðinni í febrúar
síðastliðnum. Myndin hefur einnig verið valin besta mynd ársins hjá tímaritum á borð
við The New York times, The daily thelegraph, W, The New Yorker og Rolling Stone.
http://www.thesocialnetwork-movie.com/

8.2 ReMake Electric


Orkuverð fer hækkandi og því er það okkur nauðsynlegt að nýta orku eins vel
og mögulegt er. Það er landanum ekki síður mikilvægt að vita meir um álag rafmagns
því óeðlilegt álag getur leitt til eldhættu og aukins kostnaðar. ReMake Electric er
áhugavert íslenskt fyrirtæki sprottið undan Gullegginu.
Fyrirtækið ReMake Electric bar sigur úr bítum í frumkvöðla keppni Innovits,
Gulleggið, árið 2010 með hugmyndinni Rafskynjarinn. Fyrirtækið hefur þróað nýja og
byltingarkennda tegund rafskynjara og stefnir fyrirtækið á alheimsmarkað innan tíðar.
Rafskynjarinn gefur frá sér viðvörunarhljóð við yfirálag rafmagns og getur þannig til
dæmis komið í veg fyrir eldsvoða sem verður vegna rafmagns. Með notkun
rafskynjarans getur fólk einnig stjórnað og hagrætt orkunotkun sinni og sparað í
leiðinni rafmagn. Rafskynjarinn getur einnig sent upplýsingar með þráðlausum boðum
og þannig tengst til dæmis tölfukerfum og brunavarnarkerfum („Remake Electric hlaut
Gulleggið 2010 “. 2010).
Frumkvöðull hugmyndarinnar er Hilmir Ingi Jónsson en hugmyndin kviknaði
þegar hann vann sem rafvirki. Honum fannst skorta upplýsingar við bilanaleit í
rafmagni. Við sigur í keppninni um Gulleggið fékk ReMake eina milljón íslenskra

- 20 -
króna í verðlaun en síðar fjárfestu Eyrir Invest og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins í
fyrirtækinu. Greiðslur frá fjárfestunum tveimur koma ekki allar inn í einu heldur eru
háðar framgangi verkefnisins. Við lok greiðslna mun Eyrir eignast 20% hlut í ReMake
og Nýsköpunarsjóður 18%. Markmið beggja hluthafa er að byggja fyrirtækið upp sem
öflugt hátæknifyrirtæki á Íslandi og á erlendri grundu ([Án árs]. „Nýsköpunarsjóður
atvinnulífsins og Eyrir Invest fjárfesta í ReMake Electric.“).
8.3 Clara
Clara er annað áhugavert íslenskt fyritæki sem einnig er komið undan
Gullegginu. Clara hannaði kerfi sem lenti í öðru sæti í keppninni 2008 og hefur síðan
þá verið vaxandi á sviði upplýsingasöfnunar á netinu. Með hjálp gervigreindar getur
kerfið fylgst með umræðunni á meðan hún er að gerast á internetinu. Hvort sem um
ræðir í bloggheiminum, á fréttasvæðum eða öðrum vettvangi þar sem neytendur getað
tjáð skoðanir sínar. Með hjálp gervigreindarinnar er þetta gert á rauntíma og með
þessari tækni og þjónustu sinni getur kerfið hjálpað fyrirtækjum. Ekki einungis til þess
að öðlast betri sýn á almenningsálitið heldur einnig á sviði markaðsstarfs og
vöruþróunar ([Án árs]. „Innovit sprotar.“).
Í nóvember árið 2009 opnaði fyrirtækið Clara, Vaktarann. Vaktarinn er vefsíða
þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta skráð sig og nálgast umræðuna á netinu.
Vaktarinn vill að viðskiptavinir sínir geti fylgst vel með umræðunni hvort sem hún
snýr að þeim sjálfum, samkeppnisaðila eða tengdum vörumerkjum. Með þessum
upplýsingum getur viðskiptavinurinn til dæmis metið árangur markaðsherferða og
verið meðvitaðari um stöðu sína gagnvart viðskiptavinum sínum. Í þjónustu sinni
leggur Vaktarinn megin áherslu á nothæfni, auðvelt aðgengi og gegnsæi ([Án árs].
„Þjónustan okkar.“).
Clara er í dag hátækni fyrirtæki með starfsstöðvar í Reykjavík. Starfsmenn eru
níu talsins en allir hafa þeir þverfaglegann bakgrunn svo sem í stærðfræði, sálfræði,
markaðsmálum, heimspeki og þróun gervigreindar svo eitthvað sé nefnt. Með því að
sameina alla þessa þekkingu og kunnáttu og leggjast á eitt hefur fyrirækinu tekist að
framkvæma sýn sína og gera að veruleika ([Án árs]. „About us.“).

- 21 -
Niðurstöður
Það er nokkuð ljóst að íslenska þjóðin er að ganga í gegnum erfiða tíma um

þessar mundir. Eftir fjármálahrunið árið 2008 sitjum við í skuldasúpu, atvinnuleysi

hefur aukist til muna og mörg fyrirtæki og einstaklingar hafa farið á hausinn. Margt

það sem fyrir örfáum árum þótti svo sjálfsagt og auðfengið virðist nú óralangt í burtu.

En við megum ekki láta deigann síga. Það er sérstaklega mikilvægt í því árferði sem

nú ríkir í þjóðfélaginu að allir leggist á eitt og standi saman í uppbyggingunni. Þrátt

fyrir allt erum við heppin að búa á Íslandi. Landi sem hefur að geyma gríðarlegt magn

auðlinda. Þessar auðlindir ber okkur að nýta við endurreisn landsins. Með breyttri

atvinnustefnu og bættum stuðningi við nýsköpun getum við skapað ný störf og dregið

úr því mikla atvinnuleysi sem nú ríkir í landinu.

Mín niðurstaða, sem byggir á huglægu mati, er sú að nýsköpun standi betur að

vígi í dag en fyrir efnahagshrunið. Þó að hún hafi blómstrað á einstaka sviðum á þeim

tíma er það okkur svo sannarlega mikilvægt að efla hana á mun fleiri sviðum. Ég met

það einnig svo að ríkisstjórn landsins þurfi að leggja töluvert meiri áherslu á nýsköpun

í uppbyggingu sinni á efnhaglífi ekki síður en atvinnulífi landsins. Þetta tel ég að skili

sér í nýjum störfum og minna atvinnuleysi. Það er einlæg trú mín að nýsköpun sé eitt

af okkar sterkustu vopnum í atvinnuleysismálum landsins.

- 22 -
Heimildaskrá
Andri Heiðar Kristinsson. 2010. „Af nýsköpunarfrumvarpi, gegnsæi og gráum
markmiðum.“Deiglan. Slóð: http://www.deiglan.com/index.php?itemid=13029
[Sótt: 15. febrúar 2011].

Andri Heiðar Kristinsson. 2007. „Hvað er nýsköpun?“ Vísindavefurinn.


Slóð:http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=6601 [Sótt: 16. febrúar 2011].

Brendan Gibbons. 2010. „Five Innovative Facebook Examples from Ecommerce


Merchants“ Practical eCommerce. Slóð:
http://www.practicalecommerce.com/articles/1536-Five-Innovative-Facebook-
Examples-from-Ecommerce-Merchants [Sótt: 5. mars 2010].
Carolyn Abram. 2009. „Welcome to Facebook, everyone. “Facebook.
Slóð: http://blog.facebook.com/blog.php?post=2210227130 [Sótt: 5. mars
2010].

David Faber. 2011. „Latest Facebook Investment Values Company at 65$ Billion“
CNBC first in buisness world wide. Slóð: http://www.cnbc.com/id/41892971

Davíð Lúðvíksson. 2004. „Samtök sprotafyrirtækja stofnuð innan SI.“ Samtök


Iðnaðarins. Slóð: http://www.si.is/starfsgreinahopar/sprotafyrirtaeki/samtok-
sprotafyrirtaekja/ [Sótt: 15. mars 2010].

Ellen McGirt. 2010. „Facebook nr.1.“ Fast company. Slóð:


http://www.fastcompany.com/mic/2010/profile/facebook [Sótt: 5. mars 2010].
Finnur Ingólfsson. 1996. „ Ávarp á ráðstefnu um grænbók Evrópusambandsins um
nýsköpun.“Efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Slóð:
http://www.efnahagsraduneyti.is/radherra/fyrri-
radherrar/Finnur_Ingolfsson/nr/576 [Sótt: 13. febrúar 2011].
Gunnar Egill Egilsson. 2010. „Breytt landslag-nýjar frádráttarreglur
fyrirtækja.“Deloitte. Slóð: http://www.deloitte.com/assets/Dcom-Iceland/Local
%20Assets/Documents/04Skattadagur%202010_kynning_GEE_VEFUR.pdf
[Sótt: 13. febrúar 2011].

Jón Ágúst Þorsteinsson. [Án árs]. „Kynslóðir fyrirtækja koma og fara - þekkingin
lifir.“Samtök Iðnaðarins. Slóð: http://www.si.is/si-docs/pdf/JonA.pdf [Sótt: 13.
febrúar 2011].

Katrín Jakobsdóttir.2009. „Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands


og Útflutningsráðs 2009“. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Slóð:
http://www.menntamalaraduneyti.is/radherra/raedur/2009/03/18/nr/4867
[Sótt:12.mars 2010].

Lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki nr.152/2009. Slóð:


http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?
txti=/wwwtext/html/138/s/0570.html&leito=n%FDskapana\0n
%FDskapananna\0n%FDskapanir\0n%FDskapanirnar\0n%FDsk%F6pun\0n
%FDsk%F6punar\0n%FDsk%F6punarinnar\0n%FDsk%F6punin\0n%FDsk
%F6punina\0n%FDsk%F6puninni\0n%FDsk%F6punum\0n%FDsk
%F6pununum#word2 Sótt: [14. febrúar 2011].

- 23 -
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. 2010. „Atvinnustefna á Íslandi.“Visir.is. Slóð:
http://www.visir.is/Atvinnustefna-%C3%A1-%C3%8Dslandi-/2010694445598
[Sótt: 15. febrúar 2011].

Selma Dögg Sigurjónsdóttir. 2011. Viðtal höfundar við Selmu Dögg Sigurjónsdóttir
verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um muninn á nýsköpun og
sprotum, tekið 16. febrúar.

The Social network (e.d.). Slóð: http://www.thesocialnetwork-movie.com/ [Sótt: 10.


mars 2010].

„Ályktun um vísinda- og nýsköpunarmál “. 2009. Sjálfstæðisflokkurinn. Slóð:


http://www.xd.is/landsfundur/alyktanir-landsfundar-2009/nr/766 [Sótt: 10.
mars 2010].
„Ályktanir 30. flokksþings framsóknarmanna“. 2009. Framsóknarflokkurinn. Slóð:
http://www.framsokn.is/files/3948-0.pdf [Sótt: 10. mars 2010].
„Lög nr 152/2009 um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. RANNÍS. Forsendur
skattafrádráttarins.“ Félag viðurkenndra bókara. Slóð:
http://www.fvb.is/index.php?
option=com_content&view=article&id=753&catid=65:rsk-frir&Itemid=295
Sótt: [14. febrúar 2011].
„Remake Electric hlaut Gulleggið 2010 “. 2010.Samtök Iðnaðarins. Slóð:
http://www.si.is/malaflokkar/nyskopun-og-throun/frettir-og-greinar/nr/4032
[Sótt: 10. mars 2010].
„Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns
framboðs.“ 2009. Stjórnarráð Íslands. Slóð:
http://www.stjornarrad.is/media/Skjol/sattmali_mai2009.pdf [Sótt: 10. mars
2010].
„Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2009“. 2009. Samfylkingin. Slóð:
http://www.samfylkingin.is/LinkClick.aspx?fileticket=McqsiYJ-qhc
%3d&tabid=61 [Sótt: 10. mars 2010].
„Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki-skattfrádráttur vegna þróunarstarfs og
skattafsláttur vegna fjárfestinga “.2010. Rannsóknarmiðstöð Íslands.Slóð:
http://www.si.is/malaflokkar/nyskopun-og-throun/frettir-og-greinar/nr/8915
[Sótt: 16.febrúar 2011].
[Án árs]. „About us.“Clara. Slóð: http://www.clara.is/about/ [Sótt: 10. mars 2010].
[Án árs]. „Atvinnumál og nýsköpun.“ Sjálfstæðisflokkurinn. Slóð:
http://www.xd.is/efnahagstillogur/atvinnumal-og-nyskopun/nr/480 [Sótt: 10.
mars 2010].
[Án árs]. „Atvinnustefna fyrir Ísland.“ Forsætisráðuneytið. Slóð:
http://www.forsaetisraduneyti.is/verkefni/soknaraaetlun-
2020/lokaskyrsla/nr/6667 [Sótt: 10. mars 2010].
[Án árs]. „Ár nýsköpunar.“. Samtök Iðnaðarins. Slóð: http://www.si.is/ar-
nyskopunar [Sótt: 16. febrúar 2011].
[Án árs]. „Gagnsæi og jafnræði í samskiptum ríkis og
einkamarkaðar.“Fjármálaráðuneytið. Slóð:
http://www.fjarmalaraduneyti.is/verkefni/umbaetur/nr/7571 [Sótt: 16. febrúar
2011].

- 24 -
[Án árs]. „Herbergi fráttamanna.“ Facebook. Slóð:
http://www.facebook.com/press/info.php?statistics [Sótt: 10. mars 2010].
[Án árs]. „Hlutafjárþátttaka.“Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. Slóð:
http://www.nsa.is/index.php?
option=com_content&task=view&id=22&Itemid=39 [Sótt: 10. mars 2010].
[Án árs]. „Innovit sprotar.“Innovit. Slóð: http://www.innovit.is/?page_id=168 [Sótt:
10. mars 2010].
[Án árs]. „Nánar um Nýsköpunarsjóð námsmanna.“Rannsóknarmiðstöð Íslands. Slóð:
http://www.rannis.is/sjodir/nyskopunarsjodur-namsmanna/nanar-um-
nyskopunarsjod-namsmanna/ [Sótt: 10. mars 2010].
[Án árs]. „Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Eyrir Invest fjárfesta í ReMake
Electric.“Nýsköpunarsjóður. Slóð: http://www.nsa.is/index.php?
option=com_content&task=view&id=359&Itemid=1 [Sótt: 10. mars 2010].
[Án árs]. „Rannís.“ Rannsóknamiðstöð Íslands. Slóð: http://rannis.is/rannis/ [Sótt:
10. mars 2010].
[Án árs]. „Sprotafyrirtæki.“Samtök Iðnaðarins. Slóð:
http://www.si.is/starfsgreinahopar/sprotafyrirtaeki [Sótt: 10. mars 2010].
[Án árs]. „Tækniþróunarsjóður.“ Rannsóknamiðstöð Íslands. Slóð:
http://www.rannis.is/sjodir/taeknithrounarsjodur/nanar-um-taeknithrounarsjod/
[Sótt: 10. mars 2010].
[Án árs]. „Um Gulleggið.“Innovit. Slóð: http://www.innovit.is/?page_id=489 [Sótt:
10. mars 2010].
[Án árs]. „Um Innovit.“Innovit.
Slóð: http://www.innovit.is/?page_id=68 [Sótt: 1. mars 2011].
[Án árs]. „Þjónustan okkar.“Vaktarinn. Slóð: http://www.vaktarinn.is/um-okkur [Sótt:
10. mars 2010].
[Án árs]. „Öflugur stuðningur við nýsköpun og tækniþróun“.Nýsköpunarmiðstöð
Íslands. Slóð: http://www.nmi.is/nyskopunarmidstod/ [Sótt: 1. mars 2011].

1 [Án árs]. „Kynslóðir fyrirtækja koma og fara-þekkingin lifir.“. Samtök


Iðnaðarins.

2 Slóð: http://www.si.is/si-docs/pdf/JonA.pdf [Sótt: 16. febrúar


2011].ATH ég veit nafn þess sem skrifar?

[Án árs]. „Stefna NSA“Nýsköpunarsjóður. Slóð: http://www.nsa.is/index.php?


option=com_content&task=view&id=18&Itemid=35 [Sótt: 1. mars 2011].
ATH

[Án árs]. „Sóknarfæri fyrir landsbyggðina.“ Samfylkingin. Slóð:


http://www.samfylkingin.is/Stefnum%C3%A1l/M
%C3%A1lefnin_fyrir_kosningar_2009 [Sótt: 10. mars 2010]. ATH
HJÁLP http://www.framsokn.is/files/4540-0.pdf
HJÁLP http://www.vg.is/landsfundir/ WORD SKJAL

- 25 -
- 26 -

You might also like