You are on page 1of 7

ROÐ SNAKK

LOKASKÝRSLA
Efnisyfirlit
Um fyrirtækið og hugmyndina- 2
Sagan og ferlið- 2
Markaðsmál- 3
Rekstrarmál- 5
Framtíðarsýn- 5
Stofnendur- 6

1
Um fyrirtækið og hugmyndina

Roð Snakk var stofnað árið 2023 af fjórum nemendum K2,


Tækniskólans. Eigendur fyrirtækisins eru Helgi Myrkvi Douglas
Valgeirsson, Haukur Hólm Gunnarsson, Aron Hugi Guðmundsson og
Jóhann Tómas Portal. Fyrirtækinu er skipt niður jafnt á milli okkar þar
sem við viljum að rekendur fyrirtækisins eru jafnir, vegna þess að við
erum með mismunandi styrkleika og myndum því góða heild.
Fyrirtækið okkar snýst um að gera hollt og gott snakk úr auðlind
sem er oft ekki notuð eða jafnvel hent og með þessu fyrirtæki finnst
okkur það hægt, að draga enn meiri pening inn í landið með því að
nota fiskinn betur.
Fyrirtækið byrjaði þegar Haukur (Framleiðslu og Fjármálastjóri)
kom með hugmyndina að gera snakk úr roði. Til að byrja með leist
okkur ekki á hugmyndina af því að við vorum með neikvætt viðhorf á
roði en eftir að hafa prófað að smakka vöruna vissum við að þessi
hugmynd myndi slá í gegn. Við ákváðum þá að setja alla
einbeitinguna okkar í Roðsnakk og settum okkur það markmið að
koma vörunni okkar á alþjóðlegan markað.
Auk þess stefnum við á að gera hollt og gott snakk til þess að
auka markaðsmöguleika. Við teljum að roð, sem oft er hent og horft á
sem rusl, hafi möguleika á að gjörbreyta matreiðslu iðnaðinum. Við
höfum framkvæmt umfangsmiklar rannsóknir og tilraunir til að búa
til dýrindis snarl með fiskroði úr eðall hráefnum.

Sagan og ferlið

Til að byrja með gerðum við tilraunir með mörgum tegundum roðs,
en þorskroð var heppilegasti kosturinn fyrir snakkið okkar. Einstakt
bragð og áferð þorskroðs gerir það tilvalið fyrir snakkið okkar. Roðið
er þurrkað og steikt upp úr olíu og í því ferli bætast við lítil sem engin
aukaefni, nema að sjálfsögðu þegar við kryddum snakkið sjálft. Við
trúum að okkar vara eigi að vera heilbrigð, góð og náttúruleg bæði til
þess að tryggja stöðuga vöru fram í framtíðina og til að stuðla að
aukinni heilsu samfélagsins.

Við hjá Roðsnakk erum ákveðnir í að stuðla að sjálfbærum og


siðferðilegum starfsháttum í matvælaiðnaði. Við höfum fengið
hráefnin okkar frá BRIM sem fylgja umhverfisvænum og
mannúðlegum stöðlum.

2
Eftir mikla þróun á snakkinu fórum við með allt snakkið á
vörumessuna í Smáralind þar sem við settum upp bás í sjávar þema,
sem hlaut viðurkenningu fyrir frumlegasta sölubásinn, og buðum
upp á snakk í þremur bragðtegundum sem sló svo sannarlega í gegn
þar sem öll tíu kílóin sem við komum með kláruðust fyrir klukkan
fjögur.

Þorsk roð er mjög næringarríkt þar sem að það inniheldur mikið


magn af kollageni og próteini sem er nauðsynlegt til að viðhalda
heilbrigðri húð, hári og neglum. Kollagen er einnig gagnlegt fyrir
liðheilsu og getur hjálpað til við að koma í veg fyrir liðatengda
sjúkdóma eins og slitgigt.

Kollagen er mikilvægur þáttur í bandvef líkamans. Það veitir


uppbyggingu og mýkt til ýmissa líffæra og vefja, þar á meðal húð,
sinar, brjósk og bein. Þegar við eldumst minnkar geta líkamans til
þess að framleiða kollagen, sem leiðir til ýmissa liða- og
húðvandamála. Neysla á kollagen ríkri fæðu eins og þorskroði getur
hjálpað til við að bæta upp kollagen magn líkamans og stuðla að
almennri heilsu og vellíðan.

Auk þess að vera góð uppspretta kollagens er þorskroð einnig


ríkt ómega-3 fitusýrum. Þessi heilbrigða fita er nauðsynleg til að
viðhalda heilbrigðri heilastarfsemi, draga úr bólgum og efla
hjartaheilsu. Ómega-3 fitusýrur geta einnig hjálpað til við að bæta
heilsu húðar og hárs með því að halda á þeim raka og draga úr hættu
á ótímabærri öldrun.

Þegar á heildina er litið, getur Roð snakk uppfyllt heilbrigðan


lífsstíl með því að innihalda nauðsynleg næringarefni og stuðla að
almennri vellíðan.

Markaðsmál

Okkar stefna með markaðsmál er að auglýsa


okkur á skemmtilegri hátt heldur enn bara í
sjónvarpinu. Við munum byrta efni um okkur á
samfélagsmiðlum þar sem við kynnum roð
snakk og leyfum ókunnugum að smakka. Með
því að leyfa ókunnugum að smakka mun
vonandi koma einhverskonar viðbragð frá
manneskjunni og það mun vera klippt saman í
myndbandið.
6 3
4
Rekstrarmál

Kostnaðurinn við að byrja Roð Snakk hefur ekki verið mikill, enda
erum við aðeins rétt byrjaðir. Aðal kostnaður fyrir okkur var
skráningargjaldið og litlu snakk pokarnir sem við vorum með á
básnum okkar á vörumessunni. Annars höfum við verið duglegir að
nýta okkur það sem við höfum og sjá lausnir á mögulegum
fjárhagsvandamálum. Sjálft roðið var okkur gefið af sjálfum forstjóra
Brim fiskvinnslu fyrirtækisins.

Eins og er höfum við ekki hafið sölu á vörunni okkar og eigum


því engar tekjur. Við vitum að það skiptir miklu máli að leggja sterkan
grunn áður en salan sjálf hefst. Varan okkar þarf að vera fullkomin og
við viljum heyra frá sem flestum um hvað þeim finnst. Með því að
gera það tryggjum við velgengni. Á básnum okkar í vörumessunni
fengu allir að smakka vöruna. Þetta var fjárfesting, við gáfum öllum
eins mikið snakk og fólk vildi og í staðinn tryggðum við frábærar
móttökur. Þetta svínvirkaði þar sem við unnum verðlaun fyrir
frumlegasta básinn og fengum óteljandi hrós.

Þegar tíminn er réttur þá hefjum við sölu á Roð Snakki, og


vissulega mun það ekki fara fram hjá neinum.

Framtíðarsýn

Við sjáum mikil tækifæri með þessu fyrirtæki. Við höfum ekki verið
varir við neitt annað fyrirtæki sem býður upp á sömu vöru og við og
er því lítil sem engin samkeppni. Við höfum mikinn áhuga á að
stofna okkar eigin fyrirtæki og það er draumur okkar allra að þetta
gangi allt upp. Við höfum fengið óformlegt samstarfs tilboð frá
fyrirtækinu Gullfiskar. Þetta tilboð gæti virkilega hjálpað fyrirtækinu
að stækka og koma Roð Snakk á næsta skref. Við viljum virkilega
halda áfram með þetta fyrirtæki og sjáum mikla möguleika til
stækkunar, en til þess að þetta gangi upp þurfum bara að halda vel
á spöðunum.

5
7

You might also like