You are on page 1of 25

Skólafélagsráðgjöf FRG 315G

Saga og þróun skólalöggjafar á Íslandi

Sigrún Harðardóttir, dósent

FÉLAGSRÁÐGJAFARDEILD
Áherslur að baki löggjöf um skóla
• Frá upphafi hefur réttur til menntunar verið tengdur
hugmyndum um lýðræði og mannréttindi og að skólinn
stuðli að jöfnuði
• Opinber stefna í skólamálum hefur mikil áhrif á börn
og ungmenni og fjölskyldur þeirra
• Slíkar stefnur byggja á pólitískri hugmyndafræði og
félagslegum gildum hvers tíma
• Áhersla á grunngreinar, þroska félagslega og
vitsmunalega færni nemenda eða búa þá undir
þátttöku á vinnumarkaði og þátttöku í
lýðræðisþjóðfélagi ??
Jafnrétti til náms
• Þrjár túlkanir á á jöfnum tækifærum til náms (Howe, 1997)
sem lýsa helstu þrepum í sögulegri þróun skilnings á
félagslegu jafnrétti innan skóla sem hefur haft áhrif á þróun
löggjafar:

1. Sjónarhorn lýðræðis (19. öld) þegar aðgangur að skólum


var opnaður fyrir alla – menntun felur í sér gæði sem allir
eiga rétt á að njóta
2. Sjónarhorn velferðar (7. og 8. áratug síðustu aldar): Bæta
stöðu nemenda sem standa höllum fæti
3. Sjónarhorn þátttöku (undir lok aldarinnar): Breyta viðmiðum
skólanna við mat á þörfum nemenda í átt að félagslegri
nálgun
Orðræðan um hvað börnum er fyrir bestu
Í upphafi 21. aldar þrjár áherslur (Rogers, 2009):
1. Sjónarmið velferðar – hverjar eru þarfirnar og
bregðast við þeim
2. Réttur barna – sjónarhorn bernskufræða
3. Lífsgæði – skoða hlutverk barna, stöðu innan
fjölskyldu og samfélags og hvernig megi stuðla að
lífsgæðum þeirra og velferð. Mikilvægi þess að fá
fram raddir barna sem eru í vanda (hvernig komið er
fram við þau í skóla og hvernig þau sjálf meta
þjónustuna)
Þróun laga um grunnskóla
• 1880 Lög um uppfræðingu barna í skrift og reikningi
• 1907 Lög um fræðslu barna (grunduð á tillögum
Guðmundar Finnbogasonar).
Lögin lögðu grunn að almennum skóla á Íslandi með
fræðsluskyldu barna í fjögur ár, frá 10 til 14 ára.

Í lögunum kom fram vísir að að sérstökum stuðningi fyrir


börn sem áttu við námserfiðleika að stríða á kostnað
forráðamanna.
Börn sem talin voru óhæf vegna gáfnaskorts eða
vanheilsu voru undanskilin skólaskyldu.
Jafnrétti til náms?
Áherslur Guðmundar Finnbogasonar
• „Menntun hvers manns verður að metast
eftir því hvernig hann sé því vaxinn að lifa
sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði í þeim
verkahring sem hann starfar í. Þannig geti
tveir menn verið jafn vel menntaðir
tiltölulega, þó menntun annars sé
yfirgripsmeiri en hins; þekking annars er t.d.
ekki eins víðtæk og hins, en skilningurinn
getur verið jafn-skarpur og þekkingin eins
ljós, svo langt sem hún nær“.
Áherslur Guðmundar Finnbogasonar

• „Mönnum er farið eins og hljóðfærunum,


sum hafa fjölda strengja og á þau má leika öll
lög, önnur eru strengjafá og ætluð fyrir
óbreyttari lög, en hvor um sig geta verið jafn-
góð til þess sem þeim er ætlað, tónarnir jafn-
hreinir og fagrir og strengirnir jafnsamstilltir“
(Guðmundur Finnbogason, 1994, bls. 57).
Þróun laga um grunnskóla
• Fræðslulög 1926 og 1936
1. Breytingar gerðar á lengd náms
2. Áfram skýr áhersla á að þeim sem ekki töldust hafa
líkamlega eða andlega heilsu eða siðgæði til að
stunda skólanám skuli meinuð skólaganga.
„Skólanefnd varnar þeim börnum skólavistar, sem að
dómi skólastjóra og kennara eru óhafandi með öðrum
börnum sakir siðleysis eða einstakrar óhlýðni“ (lög um
fræðslu barna nr. 94/1936).
Þróun laga um grunnskóla
Lög um fræðslu barna 1946:
1. Lenging skólaskyldu í átta ár
2. Öll börn rétt á fræðslu við hæfi,
annaðhvort innan almennra
skóla eða á sérhæfðum stofnunum
3. Sömu námskröfur gerðar til allra á sama
aldri – ekki sérkennsla og því var
annaðhvort að standa sig eða eiga
heima á sérhæfðri stofnun.
„Tossabekkir“ urðu til og nemendur þurftu að þola
aulastimpilinn sem auðveldaði þeim ekki aðlögun að
skólanum.
Skyldur sveitarfélaga
• Setja á stofn og reka heimili og stofnanir fyrir börn í
vanda voru lögfestar með barnaverndarlögum nr.
53/1966
• Lögin náðu yfir börn sem komu frá heimilum sem
vanræktu uppeldið, gáfnasljó og andlega vanþroska
börn sem ekki höfðu heilsu eða líkamleg skilyrði til að
stunda venjulegt skólanám
• Drengjum beint að Jaðri og Breiðavík
• Stúlkum beint að Hlaðgerðakoti
• Upptökuheimilið í Kópavogi tók til starfa árið 1972
Þróun laga um grunnskóla
• Lög um grunnskóla 1974 (fyrstu grunnskólalögin)
• Öllum börnum á aldrinum 7-16 ára tryggð menntun –
áhrif frá stefnunni um blöndun (e. Integration) sem var
andsvar við flokkun og stofnanavistun einstaklinga
• Hlutverk skóla á að vera að stuðla að alhliða þroska,
heilbrigði og menntun hvers og eins og laga sig að
nemendum með sveigjanleika og mismunandi
námstilboðum
• Ákvæði um að sett skyldi reglugerð um sérkennslu
Lög um grunnskóla 1974
• Með lögunum átti að gera lokaátak í að tryggja öllum
börnum rétt til skólagöngu óháð búsetu og námsgetu
• Öll börn áttu að vera í almennum skólum
• Bekkir getublandaðir
• Nemendur með sérþarfir skyldu eiga kosta á að stunda
nám í venjulegum skólum og í almennum
bekkjardeildum
• Í 50. gr. laganna fjallað sérstaklega um börn sem víkja
frá eðlilegum þroska – Fræðsluskrifstofur settar á
laggirnar
Þróun laga um grunnskóla
• Lög um grunnskóla 1995
• Aukinn skilningur á að nemendahópurinn geti
verið fjölbreyttur og tekið fram að skólar eigi
að koma til móts við þarfir hvers og eins
• Fræðsluskrifstofur lagðar niður og þjónustan
færð til sveitarfélaga
• Lög um grunnskóla 2008 - fyrsta sinn skjalfest
í opinberum gögnum að grunnskólinn sé án
aðgreiningar
Meira um efni kaflans
• Þróun sérkennslu innan skóla og helstu
áherslur
• Þróun laga um framhaldsskólann – stikur um
að koma til móts við nemendur í vanda
seinna á ferð

Mikilvægt að lesa kaflann


Niðurstöður doktorsrannsóknar
• Réttur allra barna til náms er
tryggður í lögum
• Er hann í raun tryggður eftir að
löggjöf um skóla var sett árið 2008
(skóla án aðgreiningar)?
Inntökuskilyrði
Almenn inntökuskilyrði Meðaltal samr. Samræmt próf
prófs og skólaeink.
Íslenska 5 4,5
Stærðfræði 5 4,5
Viðbótarkröfur á bóknámsbr
MÁ DAN, ENS, ÍSL 6 5
STÆ 5 4,5
FÉL ENS, ÍSL, SAMF 6 5
STÆ 5 4,5
NÁ ÍSL, STÆ, NÁTT 6 5
ENS 5 4,5
Niðurstöður
• Staða nemenda sem hófu nám á
bóknámsbrautum að fjórum og hálfu ári liðnu
frá upphafi náms:

72% höfðu lokið námi


14% voru enn í námi
14% voru hættir námi
Niðurstöður
• Staða nemenda sem hófu nám á almennri
braut að fjórum og hálfu ári liðnu frá upphafi
náms:

16% höfðu lokið námi


26% voru enn í námi
58% voru hættir námi
Erfiðleikar í námi
Fræðileg sjónarhorn:
• Sjúkdómsnálgun vs félagsleg sjónarhorn
• Sérkennsla hefur lengst af verið helsta
úrræði innan skóla – byggir á
sjúkdómsnálgun
• Ný stefna – Skóli án aðgreiningar –
kemur fram í lögum um grunnskóla
2008 - byggð á félagslegu sjónarhorni
Ákall um frekara samstarf
Dæmi:
• Brúin
• Austurlandslíkanið
Farsældarlöggjöfin
• Rauði þráðurinn - Samþætt
velferðarþjónusta
• horfa heildstætt á lífsferil barns-
þarfir/þroski
• snemmtækur stuðningur - forvörn
• stuðningur, fræðsla umfram síðbúin inngrip
• samfelld þjónusta: tengiliðir, málastjórar,
teymi
• samþætt kerfasamstarf- þvert á stofnanir og
málefnasvið (heilbr.- félags, - menntamála)
Farsældarlöggjöfin
• mikilvæg stoð fyrir
skólafélagsráðgjafa
• sóknarfæri til að kynna, virða og
virkja réttindi barna
• framkvæma stuðningsaðgerðir
m.a. með áherslu á samstarf og
samfellu
Hákon Sigursteinsson: Tölur til umhugsunar …
• 6% fjölgun barna í borginni á síðustu 25 árum (Hagstofa Íslands)

• 45% fjölgun stöðugilda í grunnskólum á síðustu 25 árum (SÍS)


• 31% fjölgun erinda til skólaþjónustu á síðustu 10 árum
(http://velstat.reykjavik.is)
• fjöldi erinda í ár orðin meiri í ágúst 2021 en allt árið í fyrra
• 200% fjölgun tilkynninga til barnaverndar á síðustu 20 árum
(velstat.reykjavik.is)
• 132% fjölgun barna
• ERGO ➔ Vísbending um gríðarlega miklar kröfur
samfélagssins til þjónustu …
• … sem þarf að bregðast við á heildstæðan hátt og í mikilli
samvinnu allra þeirra sem þjónusta börn, foreldra og
starfsfólk ➔ stuðla að farsæld barnanna
Leiðarljós nýrra laga um farsæld barna
• Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á
þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við
hæfi án hindrana.
• ALLIR sem bera ábyrgð samkvæmt lögum þessum skulu:
• Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra
og meta þörf fyrir þjónustu.
• Bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á
skilvirkan hátt um leið og hún vaknar.
• Eiga samráð sín á milli með það að markmiði að
þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar
og farsældar barna og foreldra.
Hákon Sigursteinsson, formaður verkefnastjórnar

Stigskipting þjónustu í þágu barna


Fyrsta stig Annað stig Þriðja stig

Grunnþjónusta og snemmtækur Markvissari stuðningur. Sérhæfðari stuðningur.


stuðningur.
Málstjóri þjónustu í þágu Málstjóri þjónustu í þágu farsældar
Tengiliður þjónustu í þágu farsældar barns, stuðningsteymi barns, stuðningsteymi og
farsældar barns. og stuðningsáætlun. stuðningsáætlun.

You might also like