You are on page 1of 3

Johann Sebastian Bach og verkin hans

Nýi Tónlistarskólinn Vor 2022


Kennari: Arnar Bjarnason Hugi Garðarsson

Jóhann Sebastian Bach var fæddur árið 1685 og foreldrar hans voru Johann Ambrosius
Bach og Maria Elisabeth Lammerhirt. Hann lærði tónlist og á fiðlu af föður sínum frá átta
ára aldri. Fjölskyldan þeirra var full af tónlistarmönnum. Honum var kennt á orgel af
frænda sínum Jóhanni Cristoph Bach eftir að hann flutti til hans en báðir foreldrar
J.S.Bach voru dánir áður en hann varð tíu ára.

Frá því hann var unglingur hafði hann starfað í tónlistargeiranum. Hann var talinn það
hæfileikaríkur að hann gat hoppað yfir lærlingsstöður og beint í atvinnu flytjandi. Hann
var um fyrst stutt fiðluleikari við hirðina í Heimar en síðar fór hann á milli nokkurra staða
sem organisti. Síðan hann var unglingur og líka á fullorðinsárum var hann erfiður í starfi.
Hann starfaði og samdi mikið af orgel tónlistinni sinni í Weimar, tokköttur og fúgur og
lærði mikið um að semja kirkjutónlist. Eftir sex ár í þessu starfi fékk hann titilinn
Konsertmeistari og þremur árum eftir það flutti hann til Köthen þar sem hann samdi í
hirð Leópold prins, Anhalt-Köthen. Úr þessu tímabili hans í Köthen fengum við frá Bach
nokkur mikilvægustu og mest spiluðu verk eins og

-Brandenburg Konsertana sem eru sex konsertar af ólíku tagi. Það fá hvert
hljóðfæri úr hverjum flokki að spreyta sig. Sérstaklega semballinn sem Bach skrifaði 64
takta án annara hljóðfæra í meðleik. Það hafði ekki sést áður í konsertforminu að
semball fékk svona mikið að gera með sjálfum sér. Þessir 64 taktar voru um ein fjórði af
fyrsta þætti fimmta konertsins.

-Sex einleiksverk fyrir fiðlu, þrjár sónötur og þrjár partítur sem eru í dag þekktar
undir flokkunarkerfinu BWV 1001-1006. Sónöturnar eru 1001,1003 og 1005. Partíturnar
eru 1002, 1004, 1006. Chakonnan úr BWV 1004 er talið af mörgum eitt fallegasta verk
sem hefur verið samið. Johannes Brahms tjáði sig um Chakonnuna í bréfi til Klöru
Schumann. Hann sagði að verkið væri einhver óútskýranlegasta og unaðslegasta tónlist
sem hann hafði heyrt. Hann dáðist af tjáningu og hugsunum sem Bach gat komið fyrir á
einum G-lykli og að ef Brahms sjálfur myndi reyna að semja eitthvað álíka myndi hann
missa vitið fyrst. Verkin sex voru tilbúin 1720 en ekki gefin út fyrr en 1802. Jafnvel þá
urðu þær ekki frægar fyrr en um kringum 1850 eftir að fiðluleikarinn Joseph Joachim
kom þeim á framfæri með spilamennsku sinni.
Það hafa ótal útsetningar og umritarnir verið skrifuð upp fyrir ótal hljóðfæri fyrir þessi
sex verk, frá orgeli til gítars og jafnvel á nýrri hljóðfæri eins og saxafón. Kúbanski
gítarmeistarinn gaf út sína útfærslu af öllum sex verkunum og tjáði sig um að fúgan í
BWV 1003 sé meðal erfiðari fúgum til að læra. Það voru færri en Bach sem höfðu
jafnmikla stjórn á fúgusmíði og hann.

Ég fékk tækifærið til að spreyta mig á Sónötu II í a-moll á framhaldsprófinu mínu og ég


get sagt hversu gefandi það er að takast á við svona falleg og erfið verk.

Árið 1722 var Bach ráðinn inn sem kantor og tónlistarstjóri í Leipzig sem var með 30
þúsund íbúa, margfalt fleiri en Bach var vanur. Þetta yrði hans síðasta stopp en hann
starfaði í Leipzig næstu 27 ár. Hann kenndi í Tómasarskólanum og skipulagði
kirkjutónlistina í meginkirkjum borgarinnar sem voru Tómasar, Nikulásar, Péturskirkjum
og Nýju kirkjunni eins og hún hét. Á meðan hann var kennari í Tómasarskólanum samdi
hann frægu 13 Inventions sem hann samdi fyrir nemendurna sína í huga til að æfa sig á
fingrafimi og tónsmíðum. Ungir nemendur í píanó kennslu í dag fá eflaust að æfa
nokkrar þeirra.

Einnig samdi hann Veltempraða hljómborðið og í því eru prelúdíur og fúgur samdar í
öllum 24 tóntegundunum. Auk þess eru þær samdar í tvem til fimm röddum þannig það
er margt fyrir hljómborðsleikara að æfa og leika sér að. Bach sýnir snilli sína í
kontrapunkti vel í þessum verkum.

Eitt þekktasta verk eftir Bach, og þá meina ég frægasta stefið hans myndi vera að mínu
mati Tokkata og fúga í d-moll. Eins og Fur Elise eftir Beethoven eða Eine kleine
nachtmusik eftir Mozart til dæmis. Verkin sem maður heyrir í Tomma og Jenna og
dúkkuhúsum og spiladósum þegar maður er krakki. Bach samdi það um tvítugt á meðan
hann var enn í námi. Það bendir samt sumt á að Bach hafi ekki hugsað hátt um verkið
sjálft eins og við gerum í dag.

Bach er í dag talinn einn af mikilvægustu ef ekki mikilvægasti maður tónlistarinnar. Hann
var með fullkomið vald á hljómfræði, kontrapunkti, tónsmíðum og öllum reglum síns
tíma. Hann var ekki víðsfrægur á meðan hann var uppi en var þó með gott orðspor sem
margfaldaðist eftir að hann dó. Hver einasti tónlistarmaður sem kom á eftir honum vissi
hver hann var og lærði um hann og tónlistina sem hann skapaði.

Hann átti tvær konur á ævinni og eignaðist 20 börn með þeim samtals en aðeins sjö
þeirra lifðu til fullorðins ára, nokkur þeirra fetuðu í fótspor Föður þeirra. Bach hann
sjálfur lést sumarið 1750 og var grafinn í ómerktri gröf í Gamla sánkti Jóns kirkjugarði en
endurgrafinn 150 árum síður í Tómasarkirkju.

You might also like