You are on page 1of 13

Tímarit.

is
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Þekkingarveita í allra þágu

Eftirfarandi grein var sótt af Tímarit.is þann 25. september 2016 klukkan 16:49.

Titill
Paul Éluard.
Höfundur
Sigfús Daðason (1928-1996)
Tímarit
Tímarit Máls og menningar
14. árgangur 1953
2.-3. tölublað
Bls. 204-215
Vefslóð
http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000567759

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn á og rekur Tímarit.is. Safnið áskilur sér engan rétt á því
myndefni sem birtist á vefnum. Öll endurnot á stafrænum myndum af efni sem fallið er úr höfundarrétti
eru heimil án endurgjalds eða leyfis frá safninu.
Birting á Tímarit.is á efni í höfundarrétti er skv. samningi við rétthafa. Safnið á því ekki höfundarrétt
að efni sem birt er á vefnum. Öll endurnot, bæði á texta og stafrænum myndum, á efni sem enn er í
höfundarrétti eru því óheimil án leyfis viðkomandi rétthafa.
SIGFUS DAÐASON

Paul Éluard

Margir munu vart hafa trúað sínum eigin eyrum þegar þeir heyrðu
a ð Paul Éluard væri látinn. Hann var einn þeirra sem verða mörgum
•okkar svo mikils virði að við hættum að geta hugsað okkur líf okkar og
heim okkar án þeirra. Að vísu hafði frétzt að hann væri hættulega veik-
ur en ekkert var fjær lagi en að búast við dauða hans. Hann lézt að
morgni hins 18. nóvember.
Paul Éluard var fæddur 14. desember 1895 í Saint-Denis, skammt frá
París. Hann var sextán ára þegar hann veiktist af berklum og varð að
fara til Sviss á hæli, í Davos-stað sem við þekkjum svo vel úr Zauber-
berg. Minninguna um þá æskuraun má lengi greina sem djúpan undiróm
í ljóðum hans. Hann var búinn að ná heilsu aftur í tæka tíð til að vera
kallaður í stríðið. Hann varð fyrir gaseitrun 1917 og mun hafa þjáðst
af afleiðingum hennar alla ævi. Þ a ð ár kom út fyrsta bók hans, Le Devoir
et l'Inquiétude og í júlí 1918 komu út Poemes pour la Paix (Friðarljóð).
Um það leyti var symbólisminn að bera sín síðustu blóm í frönskum
skáldskap, en mest bar á tveimur hópum yngri skálda: unanimistum
(Jules Romains o. fl.) og skoðanabræðrum Apollinaires. Unanimism-
inn varð að vísu skammlífur en Apollinaire varð einn af fyrirrennur-
um surrealismans. Fyrstu bækur Éluards sýna skyldleika við unanimism-
ann fremur en stefnu Apollinaires, einkum um innihald (samhygð og
bræðralag allra m a n n a ) . Auðvitað er hann undir áhrifum hinnar miklu
frönsku skáldskaparhefðar 19. aldar, það má einnig segja, ef hægt er
a ð greina milli efnis og forms, að fyrstu bækur Éluards séu að efni til
undir áhrifum frá Nerval og Baudelaire en að formi undir áhrifum
Rimbauds, Mallarmés, Lautréamonts.
Upp úr stríðinu kynnist Éluard nokkrum ungum rithöfundum, sem
PAUL ELUARD 205

höfðu varla komizt á prent nema í fáeinum tímaritum með lítilli út-
breiðslu: André Breton, Soupault, Aragon, Tristan Tzara. Þessir ungu
menn sköpuðu surrealismann. Dadaisminn, sem hinn síðastnefndi hafði
myndað, í Sviss árið 1916, féll á mótsögnum sínum og neikvæðri af-
stöðu („Hinir sönnu Dadaistar eru á móti D a d a " ) , en surrealisminn kom
í staðinn með stefnuskrá, sem var að minnsta kosti að nokkru leyti já-
kvæð.
Ef Breton var fræðilegur foringi stefnunnar {Premier manifeste du
Surréalisme, 1924), þá má hiklaust telja Eluard mesta skáld hennar,
og hann átti einnig mikinn þátt í að móta hana. Nokkur ár var eining
þessara höfunda fullkomin, þó að hver þeirra færi síðan sínar eigin leið-
ir. A árunum 1925—26 eru þegar komnir brestir í máttarviðina og upp
úr 1930 er varla hægt að tala um surrealismann sem lifandi stefnu.
Nokkrir þeirra sem skrifuðu eftirmæli um Éluard minntust „fyrri
dauða" hans. Þ a ð var í marz 1924 að hann hvarf án þess að vinir hans
vissu hvað orðið hefði af honum. Minningargreinar birtust í blöðun-
um. En hann kom aftur að sjö mánuðum liðnum eftir að hafa ferðazt
kringum hnöttinn. Aragon einn mun hafa verið með í ráðum. Um or-
sakir þessarar ferðar eru margar getgátur, en Éluard var sjálfur alltaf
fámáll um hana. Ef til vill hefur hann viljað, eins og Rimbaud, segja
skilið við skáldskapinn og sitt fyrra líf, þó að það hafi heimt hann
aftur. Reyndar var surrealisminn ekki aðeins bókmenntastefna (og
surrealistar sögðu sjálfir að hann væri alls ekki bókmenntastefna),
heldur einnig lífsstefna. Ljóð Éluards bera að minnsta kosti ekki mikil
merki þessarar ferðar, manni getur dottið í hug annað skáld og ferða-
maður, Henri Michaux, sem yrkir að vísu ljóð um ferðir sínar, en Ijóð
sem eru í uppreisn gegn því sem hann sér, gegn öllum þessum fjöllum,
vötnum, borgum, sem venjulegar ferðabækur dásama. Hinn hversdags-
legi globe-trotter sér ekki aðra fegurð en þá sem fræg er í ferðabókum, en
þessi skáld neita að fallast á hinar fyrirfram gerðu hugmyndir um feg-
urð, annar rís gegn þeim, hinn kýs þögnina.
Árið 1926 kom úr Capitale de la Douleur (Höfuðborg þjáningarinnar
. . . ég bið afsökunar á að ég reyni að þýða þetta nafn). Sú bók kemur
öðrum fremur fram í hugann þegar minnzt er á surrealistiskan skáld-
skap. Það má þó ekki skilja það svo að önnur skáld hafi ekki verið
„surrealistiskari" en Éluard. Oðru nær. Breton, Aragon, Tzara hafa án
206 RTÍMA IT MÁLS OG MENNINGAR

efa allir gengið lengra en Eluard. Jafnvel á þessum árum er einhver


óviðjafnanlegur tærleiki, einfaldleiki í ljóðum Éluards, sem vart finnst
í verkum hinna surrealistanna. Eins og alltaf notar hann ákaflega ein-
föld orð, orð hversdagsins, en hann notar þau á þann hátt að okkur
finnst við aldrei hafa séð þau áður, allt er nýtt, tært, óþekkt, og einnig
dularfullt.
Tout est transparent,
C'est la lune qui est au centre de la terre,
C'est la verdure qui couvre le ciel ■
Et c'est dans les yeux de l'enfant,
Dans ses yeux sombres et profonds
Comme les nuits blanches
Que nait la lumiére.
(Allt er gagnsætt,
Tunglið er í miðju jarðarinnar,
Grænkan þekur himininn
Og í augum barnsins,
I dökkum og djúpum augum barnsins
Eins og vökunóttum
Fæðist ljósið.)
A árunum fyrir og um 1930 helgaði Éluard starf sitt að miklu leyti
surrealismanum með skrifum í tímarit og ritstjórn. Samvinna surreal-
istanna var mjög náin. Þeir gengu meira að segja svo langt að yrkja
ljóð í sameiningu. Þeir höfðu gert þessi orð Lautréamonts að einu kjör-
orði sinna: „Skáldskapurinn á að vera skapaður af öllum, ekki af ein-
um." Éluard gaf út nokkrar ljóðabækur í samvinnu við aðra: Ralentir
Travaux með Breton og R ené Char, L'immaculée Conception með Bre-
ton einum. Báðar þessar bækur birtust árið 1930.
Surrealistiskur skáldskapur var mjög tengdur myndlistinni. Apolli-
naire hafði reyndar þegar tekið mikinn þátt í deilunum um kúbismann
og var með þeim fyrstu til að viðurkenna og útbreiða þá stefnu. Þ a ð
er engin furða þó að skáld þessara tíma veittu myndlistinni mikla at-
hygli, því að hún var miklu skáldlegri, svo að ekki sé sagt bókmennta-
legri, en hún varð síðar (Klee, Chagall, Miró), og að vísu er álitamál
hvort skáldin urðu fyrir meiri áhrifum af málurunum en málararnir af
skáldunum. I Capitale de la Douleur yrkir Eluard ljóð um ekki minna
en átta myndlistarmenn, þ. á m. Klee, Braque, Picasso og Miró. Mynd-
PAUL ELUARD 207

listin tók hug hans allt til dauða og hann hefur m. a. gefið út tvær bæk-
ur um Picasso (ljóð og prósa) en þeir voru alla tíð nánir vinir. 1952
gaf hann út úrval úr ritum um list og var að undirbúa annað bindi þess
verks þegar dauðann bar að höndum.
Pólitískar ástæður réðu sjálfsagt nokkru um upplausn surrealismans.
Aragon gekk í lið með kommúnistum þegar upp úr 1930. En bylting
surrealismans var þrátt fyrir allt einkum bókmenntaleg bylting („Við
reynum ekki að breyta siðum mannanna að neinu leyti", yfirlýsing frá
„Bureau de recherche surréaliste", jan. 1925) eða bylting fyrir bylt-
inguna; ef byltingin næði völdum hlaut surrealisminn að verða and-
stæður henni. En pólitískar ástæður réðu ekki öllu. Listrænt var sur-
realisminn kominn á enda þróunar sinnar skömmu eftir 1930. Endur-
nýjunarafl hans var þrotið. Þeir sem héldu fast við kenninguna hlutu að
snúast í hring á sama púnktinum. En það var tvennt ólíkt að halda fast
við kenninguna, eins og Breton gerði, eða afneita öllu sem áunnizt hafði
í þessu merkilega „andlega ævintýri" aldarinnar. Skilnaður Aragons við
surrealismann var alger, ljóð hans síðan eru ort í hefðbundnum stíl, og
hann leikur sér jafnvel að því að finna ný rím og hætti sem minna
nærri því á íslenzkar rímþrautir. En í skáldskap Éluards er hinsvegar
um enga slíka gjörbreytingu að ræða. Breytingin varð því minni sem
hann hafði áður verið óbundnari surrealismanum í skáldskap sínum.
Hann hafnaði ekki því sem áunnizt hafði, en vikkaði svið skáldskapar
síns, gaf honum meiri mannlega skírskotun.
í Ijóðum Éluards milli 1930 og 1938, La Vie immédiate, La Rose
publique (sem sumir telja hina síðustu surrealistisku bók hans og jafn-
framt þá sem er trúust surrealismanum), Les Yeux fertiles, Cours na-
lurel, gætir meiri óróa, meiri kvíða en í fyrri bókum hans. Atburðir
samtímans láta hann ekki ósnortinn, og í Cours naturel (1938) tekur
hann fullan þátt í örlögum meðbræðra sinna. Spánarstyrjöldin varð
honum efni margra ljóða, þ. á m. La Victoire de Guernica og Les Vain-
queurs d'hier périront (Þeir sem sigruðu í gær munu farast) þar sem
vonin verður þó sterkari en örvæntingin. En samt ríkir einhver óvissa
í Ijóðum Éluards frá þessum tíma, þar er ekki það tæra ljós sem ríkti
í Captilale de la Douleur. Það er eins og skáldinu takist ekki að sigra
andstæðurnar, andstæður samtímans og kannski andstæður síns eigin
lífs.
208 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR

Stríðið 1939—40, þýzkt hernám, mótspyrnuhreyfingin: Paul Eluard


var einn þeirra sem mestu áorkaði til að safna frjálsum skáldum í eina
fylkingu gegn kúgurunum. Margir andans menn Frakkland? kusu a ð
fara í útlegð heldur en að búa við hernám. Ameríka, Norður-Afríka
urðu hæli ýmissa. Að sjálfsögðu höfum við engan rétt til að ásaka þá
fyrir það. En það getur ekki farið hjá því að við berum mikla virð-
ingu fyrir þeim sem kusu heldur að dveljast áfram í Frakklandi og taka
þátt í þjáningu þjóðar sinnar, neituðu meira að segja, meðan nokkur
hluti landsins átti þó enn að heita frjáls, að yfirgefa París, eins og Elu-
ard og ýmsir fleiri gerðu. Liðsmenn Eluards í mótspyrnuhreyfingunni
hafa síðar meir rómað hið uppgerðarlausa hugrekki hans við nákvæm
ætlunarverk, þar sem ekkert mátti út af bera. Um tíma varð hann a ð
skipta um dvalarstað í hverjum mánuði, til að blekkja þýzku lögregluna.
Hann var viðriðinn fjölda af ólöglegum tímaritum og útgáfum, og rit-
stýrði sjálfur tveim tímaritum: L'Usage de la Parole í byrjun stríðsins
og L'Eternelle Revue sem hann stofnaði 1944. Arið 1942 gekk hann í
kommúnistaflokk Frakklands.
Ef menn eru sammála um að Capitale de la Douleur sé hápunkturinn
í'starfi Éluards milli stríðanna, þá held ég sé óhætt að segja að Ijóð
hans frá stríðsárunum séu annar hápunktur. Chanson complete (1939),
Le Livre ouvert I og II (1940 og 1942), Le Lit la Table (1944), (þess-
ar bækur eru allar gefnar út í einni bók 1947 undir titlinum Le Livre
ouvert), Au Rendez-vous Allemand (1944), þar sem upp er tekið Poésie
et Vérité 1942 (Skáldskapur og sannleikur, titill sem segir meira um
skáldskap Eluards en margar skýringar) — þessar bækur gefa okkur
aftur hina tæru rödd fyrri Ijóða hans, sem nú hljómar þó af meiri þunga,
meiri alvöru, meiri þátttöku í örlögum mannanna.
Paul Éluard átti sinn stóra þátt í því að viðhalda andlegu þreki
frönsku þjóðarinnar á hernámsárunum. Ljóð hans, prentuð ólöglega í
tímaritum og bæklingum, og oft undir dulnefni, bárust til allra.* Allir
* Hernámsárin voru annars merkilegt blómaskeið í frönskum skáldskap og það
sýnir vel hvers virði skáldskapurinn getur orðið þjóð á hasttustund. Skáldin voru
sameinuð og fundu til samábyrgðar sinnar með þjóðinni. og fólkið kom til móts
við þau. Áhuginn á skáldskap varð mjög almennur, sennilega almennari en hann
hefur verið nokkru sinni síðan á miðöldum. Nú sækir allt í sama horfið og fyrir
stríð: fáirlesendur og tímaritin helguð skáldskap, sem komu fram á stríðsárunum,
hafa lognazt út af hvert á fætur öðru.
PAUL ÉLUARD 209

kunnu utan að kvæði eins og Liberté í Poésie et Vérité eða La Halíe des
Heures:
Le seul réve des innocents
Un seul murmure un seul matin
(Hinn eini draumur þeirra saklausu
Eitt hvísl einn morgunn).

Pólitísk sannfæring Éluards birtist æ betur með hverri bók hans


eftir stríðslok, og síðan 1945 komu að jafnaði nokkrar bækur og bækl-
ingar út eftir hann á ári hverju. Orvæntingin átti enn eftir að skekja líf
hans. 1946 dó kona hans, Nusch, sem hann hafði ort til öll sín óvið-
jafnanlegu ástarljóð í hálfan annan áratug. Dauði hennar fékk mjög á
Eluard svo að vinir hans óttuðust jafnvel um líf hans. Líf hans, hið
fyrra líf hans, var svo mjög horfið úr greipum hans, að hann breytti
um nafn og gaf út tvö kver undir dulnefnum, Le Temps déborde og
Corps mémorable (1947); þar er að finna nokkur fegurstu ástarkvæði
Éluards, þar sem myndir liðinnar hamingju blandast örvæntingunni.
En hann öðlaðist aftur trúna á lífið og frá þessari ferð „frá sjóndeild-
arhring eins manns til sjóndeildarhrings allra" segir hann okkur í
Poémes poliiiques (1948), þar sem sársaukinn vegna „þess óréttar sem
honum fannst hann vera beittur" breyttist í sársauka vegna hörmunga
annarra manna og þjóða og von með öllum mönnum. Þessi þróun verð-
ur æ ljósari í næstu bókum hans, Une Leqon de Morale (1949): and-
stæður svartsýni og bjartsýni, „hins góða og hins illa", Pouvoir tout
dire (1951. Að geta sagt allt), titill sem felur í sér eitt af stefnuskrár-
atriðum skáldskapar Éluards.
Éluard fór víða á þessum árum, sem menningarfulltrúi þjóðar sinn-
ar og flokks síns, sendiherra skáldskaparins. Hann fór til Grikklands
1946 og 1949, þar sem hann heimsótti ásamt Yves Farge stöðvar lýð-
veldishersins. Hann heimsótti Italíu, alþýðulýðveldin í Austur-Evrópu,
Sovétríkin, Mexikó. Hann var fulltrúi fyrir Frakkland á friðarþinginu
í Wroclaw. Hann hafði tekið sér stöðu með þeim skáldum sem berjast
fyrir friði og nýjum heimi, nafn hans bar sama hljóm og nöfn Neruda
og Nazims Hikmets.

Frá fyrstu bókum Éluards til hinna síðustu liggur eining verks hans
Tímarit Máls og menningar, 2.—3. h. 1953 14
210 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR

í augum uppi. Hann er ekki einn þeirra höfunda sem taka ótal mynd-
breytingum. Þróun hans er jöfn og hæg en þó er engan veginn hægt að
saka skáldskap hans um tilbreytingarleysi. Ef til vill þarf enn meiri aga
til að skapa slíkt verk heldur en þau verk sem taka hinum ótrúlegu
breytingum frá ári til árs.
Frá fyrstu ljóðunum:

Je fis un feu, l'azur m'ayant abandonné,


Un feu pour étre son ami,
Un feu pour m'introduire dans la nuit d'hiver,
Un feu pour vivre mieux.

(Ég gerði eld er bláminn var mér horfinn,


Eld til að eiga að vini,
Eld til að leiða mig inn í vetrarnóttina,
Eld til að lifa betur.)

til hins síðasta:


La vérité fait notre joie écoute-moi
Je n'ai plus rien á te cacher tu dois ine voir
Tel que je suis plus faible et plus fort que les autres
Plus fort tenant ta main plus faible pour les autres
Mais j'avoue et c'est lá la raison de me croire

(Sannleikurinn er gleði ofckar hlustaðu á míg


Ég á ekkert til að leyna þig þú verður að sjá mig
Slíkan sem ég er veikari og sterkari en hinir
Sterkari er ég held í hönd þér veikari fyrir hinum
En ég játa og þessvegna er óhætt að trúa mér)

sjáum við alltaf sama manninn, mann sem að vísu breytist eins og aðr-
ir menn, en breytist án þess a ð slíta tengslin við það sem hann hefur
verið og án þess að afneita því liðna, jafnvel þó hann kunni að vera
vaxinn frá því að einhverju leyti. „Þegar í fyrstu ljóðum hans," segir
Louis Parrot, „koma í Ijós þau tvö einkenni sem sjást í öllu verki hans.
Samtímis sem hann vill segja okkur frá öllu því angri sem þessi heim-
ur, er hefur gert hamingjuna útlæga, vekur honum — birtast brosandi
myndir í Ijóðum hans. Líf götunnar, Ijósið, dýrin, hafa gefið honum
þessar myndir og þær krefjast einnig túlkunar." Sumir hafa viljað sjá
einhvers konar afneitun á fyrri verkum hans í síðustu ljóðunum, en ég
PAUL ÉLUARD 211

held það sé varla réttur skilningur. Þegar hann segir í Pouvoir tout dire
(1951):
J'ai mal vécu et mal appris á parler clair
(Eg hef lifað illa og lært illa að tala skýrt)

þá er þó aðeins um aS ræSa eitt af temum alls skáldskapar hans. Éluard


hefur aldrei veriS allskostar viss um aS hann lifSi vel, einhver tilfinn-
ing óvissu, sem stundum nálgaSist sektartilfinningu, kemur í Ijós hér
og þar í öllu verki hans viS hliSina á hamingjunni —

. . . je ne suis pas tout á fait innocent


(... ég er ekki algerlega saklaus)

stendur í síSasta ljóSi hans.


Að geta sagt allt hefur alltaf veriS æSsta markmiS Eluards. Hann
hefur barizt gegn einangrun mannsins eins og svo mörg beztu skáld
þessarar aldar, sem ýmsum hefur virzt vera öld meiri andlegrar ein-
angrunar en þær fyrri. Hann hefur viljaS aS allir gætu talazt viS, og
ef til vill er skáldskapurinn eina leiSin til þess. Eg held þaS sé jafn-
mikil fjarstæSa aS telja surrealismatímabil Éluards blett á ferli hans
eins og aS harma aS hann gerSist kommúnisti síSar. Þeir sem telja
surrealismann hrösun ungra manna gera sig seka um aS greina ekki
mismun tveggja tímabila. Ekkert var eSlilegra en aS skáld meS heiSar-
leik Éluards gengi í flokk surrealista. Surrealisminn var aS vísu milli-
bilsástand, en ef til vill voru hinar óvægu listrænu kröfur sem surreal-
istar gerSu til sín forsendur þess aS þeir gerSu strangar kröfur til lífs
síns, kröfur sem aftur hlutu aS leiSa til þess aS margir þeirra veittu
síSar framfaraöflum heimsins sitt fulla liSsinni. Þeir gerSu ekki mun
á skáldskapnum og lífinu, og engu skáldi fremur en Éluard var líf og
skáldskapur eitt og hiS sama.
Málsnotkun Éluards tók allmiklum breytingum á síSustu árum hans.
AS sjálfsögSu var mál hans alltaf aS breytast, þaS var alltaf lifandi.
Mál hans, þetta mál sem hefur veriS líkt viS kristal, gagnsætt og þó
dularfullt og áfengt, var í raun og veru nýtt mál. Hann notaSi þó jafnan
hin algengustu orS, jafnvel orS sem áSur hefSi ekki þótt hæfa aS nota
í skáldskap, en þaS er alltaf eins og hann lýsi þau upp á nýjan hátt,
svo okkur finnst aS viS höfum ekki heyrt skáldlegri orS fyrr:
212 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR

Inconnue, elle était ma forme préférée,


Celle qui m'enlevait le souci d'étre un homme,
Et je la vois et je la perds et je sub is
Ma douleur, comme un peu de soleil dans l'eau froide.
(Oþekkt var hún það form sem ég mat hæst,
Sú sem létti af mér áhyggjunum að vera maður,
Og ég sé hana og ég missi hana og ég þoli
Þjáninguna, eins og dálítið sólskin í köldu vatninu).
(Capitale de la Douleur).

Fegurð máls hans kemur elcki til af því hann noti „falleg orð", heldur
sönn orð, sem hann kann að skipa í ljóð sín af fráb ærri list, á óvæntan
hátt: þau lýsa og hljóma. — I ljóðum hans eftir stríðið b er málið að
sjálfsögðu mörg hin sömu einkenni og fyrr, en það er rökrænna en áð-
ur. Hann hafði oftast ort stutt ljóð, sem náðu þó óendanlega lengra en
orðin, töfrar þeirra b yggðust einmitt oft á hinum hálfkveðnu orðum,
listinni að segja sem minnst. I sumum síðustu b ókum hans eru hins-
vegar mjög löng ljóð, ljóð sem mætti skilgreina sem „skáldlegar hug-
leiðingar". Tæknin hafði b reytzt: langt mál er andstætt allúsíónum og
úrfellingum. Myndirnar eru í meira samræmi en fyrr, minna um gagn-
stæðar myndir, það má segja að hin seinni ljóð Eluards séu melódískari
en hin fyrri. Reyndar var notkun andstæðra mynda, andstæðra hugtaka,
jafnan hóflegri hjá Eluard en ýmsum öðrum nútímaskáldum. ■— Þessi
breyting á tækni stafaði sjálfsagt meðal annars af pólitískri afstöðu:
Eluard var nú enn meira í mun en áður að ná til sem flestra. And-
stæðingar hans notuðu sér að sjálfsögðu þessa b reytingu til að ásaka
hann um að hafa slakað á listartökunum. Þessum mönnum svaraði hann
í ljóðinu „La Poésie doit avoir pour but la vérité pratique" („Hlutverk
skáldskaparins á a ð vera hinn hagnýti sannleikur", 1948), þar sem
hann setur „hinn hreina skáldskap" andspænis veruleikanum. Þetta Ijóð
minnir á tvö önnur sem b æði nefnast Critique de la Poésie, annað frá
1932, sjölínur:

C'est entendu je hais le régne des bourgeois


Le régne des flics et des pretres
Mais je hais encore plus l'homme qui ne le hais pas
Comme moi
De toutes ses forces
PAUL ÉLUARD 213

Je crache á la face de l'homme plus petit que nature


Qui á tous mes poémes ne préfére pas cette Critique de la poésie.

(Það er útkljáð mál ég hata ríki borgaranna


Ríki lögreglu og presta
En ég hata enn meir þann mann sem hatar það ekki
Eins og ég
Af öllum sínum kröftum

Ég hræki í andlit þess manns smærri náttúrunni


Sem ekki metur framar öllum 1 jóðum mínum þessa Gagnrýni skáldskapar).

Það er hætt við að öll kynning á Eluard sem ekki getur þessa Ijóðs —
réttara sagt þessarar yfirlýsingar — sé ósönn. Með því svaraði hann
fyrirfram þeim mönnum sem nú, eftir dauða hans, vilja helzt gleyma og
láta aðra gleyma að hann sé höfundur miklu fleiri bóka en Capitale de
la Douleur, vegna þess þeir halda í fávísi sinni að þar hafi hann verið
„fyrir ofan" vettvang dagsins.
Hitt frá 1943:
Le feu réveille la forét
Les troncs les coeurs les mains les feuilles
Le bonheur en un seul bouquet
Confus léger fondant sucré

Decour a été mis á mort

(Eldurinn vekur skóginn


Trjástofna hjörtu hendur lauf
Hamingja í einum blómsveig
Oviss létt þánandi sæt

Decour hefur verið sviptur lífi).

Þetta ógleymanlega ljóð, ásamt hinum tveimur, sýnir hverjar kröfur


Éluard gerði til skáldskaparins, svo óvægar kröfur að hann efaðist
stundum um hlutverk skáldskaparins sjálfs gagnvart veruleikanum: ,,011
tilraun til skáldlegrar túlkunar virðist hlægileg, þegar ekki verður skýrt
frá því að Decour hafi verið sviptur lífi með öðrum orðum en þessum:
Decour a été mis á mort,"
214 TIMARIT MÁLS OG MENNINGAR

segir einn franskur rithöfundur í grein um Eluard. Þessi óvissa um


hlutverk skáldskaparins er kannski, hversu mótsagnakennt sem það kann
a ð virðast, fyrsta forsenda þess að mikill skáldskapur verði til. Slíkt
skáld sem Eluard verður ekki sakaður um að hafa slakað á kröfunum
til listarinnar. Hann gerði sér ljóst að leiðin frá örvæntingunni hlaut
að liggja til annarra manna ef von var um heill:

Entre tous mes tourments entre la mort et moi


Entre mon désespoir et la raison de vivre
II y a l'injustice et ce malheur des hommes
Que je ne peux admettre il y a ma colére

II y a les maquis couleur de sang d'Espagne


II y a les maquis couleur du ciel de Gréce
Le pain le sang le ciel et le droit á l'espoir
Pour tous les innocents qui haíssent le mal

(Milli allra minna þjáninga milli dauðans og mín


Milli örvæntingar minnar og réttlætingar lífsins
Er óréttlætið og sú óhamingja mannanna
Sem ég get ekki fallizt á og reiði mín

Eru hinir blóðrauðu skæruliðar Spánar


Eru hinir himinbláu skæruliðar Grikklands
Brauðið Móðið himinninn og réttur til að vona
Fyrir alla þá saklausu sem hata hið illa)
(Poémes politiques).

Skáldskapur sem var svo dýru verði keyptur gat aldrei orðið léleg-
ur. Ef til vill er ekki jafn ótrúleg fegurð í ýmsum síðustu bókum
Éluards og þeim fyrri, en við erum í nærveru mikils manns. Og reyndar
gæti það ekki komið á óvart ef sumt af því sem Eluard orti á síðustu
árum sínum verði síðar meir, þegar nægur tími er liðinn til að hægt sé
að sjá verk hans í hlutlausara ljósi, talið með fremstu snilldarverkum
hans.
í síðustu ljóðum sínum, Le Phénix (1951) og þeim ljóðum sem gefin
voru út að honum látnum í Poésie ininterrompue II (jan. 1953), er eins
og Éluard sé kominn í nýtt jafnvægi, það er eins og hann sé að ná
nýjum hápunkti. Hann sameinar hér sum fyrri einkenni listar sinnar
því nýja í tækni sinni. I sannleika held ég skáldskapur hans sé ekki
PAUL ÉLUARD 215

víða jafn unaðslegur og þó sterkur sem í Ailleurs Ici Partout eða síðasta
ljóðinu sem hann gekk frá til birtingar, Le Cháteau des pauvres er birt-
ist í tímaritinu Cahiers du Sud nokkrum vikum eftir lát hans.
Paul Eluard er nú af öllum, jafnt andstæðingum sem samherjum,
álitinn eitt fremsta skáld Frakklands. Og þeir munu ekki allfáir sem
telja hann mesta nútímaskáld á franska tungu. Hið opinbera mat á
skáldi skiptir reyndar ekki miklu máli. Hitt skiptir meiru hvers virði
ljóð eins skálds eru fyrir hvern og einn. Af öllu því sem ég hef séð skrif-
að „til minningar um Eluard" af vinum og aðdáendum, frægum mönnum
og lítt kunnum, varð mér hugstæðust lítil grein eftir skáldið René
Ménard, þar sem hann minnist þess hvernig hann kynntist skáldskap
Éluards, í þýzkum fangabúðum árið 1943. Hann segir frá því að „þegar
hvorki Apollinaire né Valéry voru okkur lengur hjálp," kom nýr fangi,
ungur maður í fangabúðirnar. Meðal dýrgripa þeirra sem hann geymdi í
minni sér voru ljóð Éluards. „Éluard gaf okkur aftur „hin undursam-
legu orð", „ríki mannsins"." Hann segir frá hvernig skáldskapur
Eluards gaf þeim nýja sjón, aðgang a ð alheimi sem þeir voru sviptir,
hvernig hann gaf hinum fátæku blindu ástum fanganna aftur sinn fagra
lit. „Þannig hjálpaði Eluard okkur," segir Ménard að lokum, „til a ð
bjarga öllu sem okkur reið mest á: voninni, bræðralagi marma, vin-
áttunni, ástinni."
Þannig hefur Eluard gefið mörgum sjón, gefið mörgum líf. Það hef-
ur verið réttilega sagt um skáldskap hans að hann sé móralskur; þar er
þó ekki hinn smásmugulegi mórall hræsninnar heldur hinn æðsti mórall
um virðuleik og tign mannsins.
Með skáldskap sínum og lífi hefur hann gefið okkur dæmi til að
fylgja.
Apríl 1953.

Aths. Um æviatriði Éluards hefur einkum verið stuðzt við ritgerðir þeirra LouÍ6
Parrots og Jean Marcenacs: PAUL ÉLUARD (Poetes d'aujourd'hui, 1), Nouvelle
édition augmentée, jan. 1953, útg. Pierre Seghers. Við þýðingar á tilvitnunum hef
ég ekki leitast við annað en að fylgja orðunum sem nákvæmast.

You might also like