You are on page 1of 4

Stafrófið og hljóðin

Æfa sig í að stafa nafnið sitt – Elva: E – ELL – VAFF – A

A = api, hafa, skafa

A á undan ng er borið fram eins og á = langur, þangað, svangur

Á: Ási, ár, áfall

B = bé

B í miðju orði er alltaf tvöfalt (pabbi) nema ef orðið er samsett = stofuborð (stofa+borð)

Ef það heyrist einfalt B í miðju orði er það skrifað með p = sápa

D = dé

Sama á við um D. Ekki bara eitt d í miðju orði. Er skrifað með DD í miðju orði (yddari) nema
samsettum orðum = mánudagur

Ef d-hljóð heyrist í miðju orði (einfalt) þá er það samt skrifað með t = latur, situr

Ð er aldrei skrifað í upphafi orðs. Bara í miðju orði: Bað, það, eða

Ef –ng- er á eftir e í orði er það borið fram sem ei

Lengi – hengi – enginn

É = je

Él – ég – hérna

F = eff

Fl er borið fram sem bl:

Keflavík, hefla, skófla

Fn er borið fram sem bn:

Hafnarfjörður, efna, stefna, höfn, safn

F í miðju orði er borið fram sem v:

Hafa, skafa, lafa, yfir

Á ekki við um tökuorð eins og sófi

Og ekki þegar ff er: skaffa – skúffa – Haffi

G = gé

Í upphafi orðs: gítar – gaman – gera

En stundum öðruvísi borið fram inni í orðum: saga, sagt, laga, Hagaskóli (mjúkt hljóð)

En ekki ef g er á undan n: vagn, hagnaður, sagnfræði, lagnir (þá er það „hart“)


GG inni í orðum: liggja, hagga (borið fram hart)

G í lok orða: þig, mig, sig, sög (borið fram mjúkt)

Stundum hverfur g-hljóðið, eins og á undan j:

Segja (seija), beygja (beija), leigja (leija), nóg (nó), hlógum (hlóum)

H: há

Hv- er alltaf borið fram sem kv-

Hvenær, hvernig, hvalur, hvað

I: iiiiiii

Ef –ng fer á eftir i þá er það borið fram sem í:

Þing (þíng), Ingi (íngi), hringur (hríngur), fingur (fíngur)

Í : ís, fín, ný, líka

J: jól, Jóna, já,

K: ká

Þegar það er eitt K inni í orði þá hljómar það eins og g

Þak (þag) – leki (legi) – dreki (dregi) – haka (haga) – kaka (kaga)

KK: Krakkar, sokkar, hlakka (Hlahhka)

L: ell (borið fram edl)

Laga, sigla, róla

LL: hljómar eins og –dl- = Halla (Hadla), kalla (kadla), fíll (fídl), hilla (hidla)

Ekki í „nicknames“ eins og Kalli, Palli, Halli eða orðum eins og lúlla, rúlla, tralla

M: emm

Mús, lemja, hamar,

MM: mamma, amma, skamma, tromma

N: enn

N: naga, hani, hún

NN: Anna, panna, vinna, kennari – ef orð endar á –nn þá heyrst –dn: húnn (húdn), dúnn (dúdn),

O: ormur, orð, Olga

Ó: Óli, ómur, Ómar

P: Pé

Páll, prik

Inni í orðum þá hljómar p eins og b: sápa (sába), tapa (taba), hlaupa (hlauba), pipar (pibar)
PP: Happ, hoppa, skoppa, lappir

R: err

Rós, svara, keyra, eyra

RR: kerra, herra, húrra

S: ess

Kisa, selja, sól

SS: kyssa, hissa, þessi

T: té

Taka, tapa, tól, Tómas

Ef d-hljóð heyrist í miðju orði (einfalt) þá er það samt skrifað með t = latur (ladur), situr (sidur)

TT: Hattur, brattur, köttur

U:

Ugla, umla, Unnur

u á undan –ng er borið fram ú

Unglingur (únglingur), ungur (úngur), sungu (súngu), lungu (lúngu)

Ú: úlpa, úr, úti

V: vaff

Vinur, vettlingur, vor

X = ex

Ekkert orð byrjar á X í íslensku

Öxi, box, lax

Y: ufsilon i

Borið fram eins og i

Lyf, yfir, fyrir

Ý: ufsilon í

Borið fram eins og í

Ýsa, nýr, ýta

Þ: þorn/þonn

Aldrei notað inni í orðum, bara í upphafi orða.

Þvottur, þegar, þá, þota


Æ: Ær, sæng, vængur

Ö: örn, ömurlegt, önd

Þegar ö kemur á undan –ng þá er það borið fram eins og au.

Söng (saung), löng (laung), töng (taung), svöng (svaung)

AU: sundlaug, auga, aumingi

Ei/ey: Eyra, heyri, Einar

You might also like