You are on page 1of 14

Saga íslenskunnar

Menntaskólinn á Ísafirði
ÍSEL2MG05
Sólrún Geirsdóttir
Saga íslenskunnar

 Íslenska er innflytjendamál 800 – 1050


 Fólk kom til Íslands upp úr miðri 9. öld en hámark flutninganna er talið vera 870 – 930

 Flestir landnámsmenn komu frá Noregi, einkum Vestur-Noregi


 Einnig frá Danmörku, Svíþjóð, Bretlandseyjum (víkingabyggðum)
 Landsmenn líklega um 20.000 um miðja 10. öld.
 Talinn töluverður mállýskumunur hjá landnámsmönnum,
 vest-norrænar mállýskur ríkjandi – flestir komu þaðan
Saga íslenskunnar

 Árin 870 – 930 eru kölluð landnámsöld


 Alþingi var stofnað 930 á Þingvöllum
 Á þessum tíma klofnaði norræn tunga í mismunandi þjóðtungur
 Fólk settist að á Íslandi
 Íslendingar settu sér lög

 Eftir stofnun Alþingis 930 fór að draga úr mállýskumun og vestur-norska mállýskan


þróaðist eftir eigin leiðum í íslensku. Mál Norðmanna þróaðist á sama tíma í aðra átt og í
lok 14. aldar hafa Íslendingar og Norðmenn líklega ekki getað talað saman
fyrirhafnarlaust.
Saga íslenskunnar

 Þótt íslenskan sé í stöðugri þróun, eins og önnur lifandi mál, þá hefur hún breyst tiltölulega
lítið.

 Hljóðkerfið hefur breyst mikið.


 Orðaforðinn er í stöðugri þróun.
 Beygingarkerfi og setningagerð hafa mjög lítið breyst – sérstaklega miðað við skyld
tungumál.
 Þess vegna getum við skilið fornritin þokkalega vel – ennþá.
Fyrsta málfræðiritgerðin

 Fyrsta málfræðiritgerðin er ómetanleg heimild um hljóðkerfi íslenskunnar á elsta stigi. Samin


á 12. öld (líklega 1125-1175)

 Varðveitt, ásamt fleiri slíkum ritgerðum í einu handriti Snorra-Eddu, nefnilega Wormsbók –
skr. á skinn um 1350

 Höfundurinn er óþekktur – hefur verið mikill lærdómsmaður.

 Tilgangurinn var m.a. sá að bæta stafrófið, latneska stafrófið dugði ekki til að tákna öll hljóð
móðurmálsins, íslensku

 Þar sjást tákn fyrir hljóð sem breyttust, runnu saman við önnur eða fengu nýtt hljóðgildi
Fyrsta málfræðiritgerðin

 Höfundurinn bjó til bókstafi sem hægt var að láta tákna þau hljóð sem menn báru fram hér en
fundust ekki í latneska stafrófinu

 Í latneska stafrófinu eru aðeins 5 sérhljóð, a, e, i, o og u

 Höfundurinn vildi bæta við: ę, ø, y og bókstaf sem er eins og blanda af

o og ç – sem sagt o með lykkju niður úr

 Fyrsti málfræðingurinn sýnir með dæmum hvort sérhljóð er munn- eða nefkveðið og að lengd
sérhljóðanna er merkingargreinandi – aðferð sem var ekki notuð í hljóðkerfisfræði fyrr en á
20. öld.
Saga íslenskunnar

 Ritöld hófst á Íslandi fljótlega eftir 1100 (1117).


 Engin handrit til sem fara nákvæmlega eftir tillögum fyrsta málfræðingsins.
 Þegar fornrit eru prentuð með nútímastafsetningu eru notuð táknin:
ö, æ, á og ó
Helstu breytingar á íslensku

 Breytingar á framburði:
 Fyrsti málfræðingurinn lýsir kerfi 9 einhljóða – 9x3=27 því öll áttu sér þrjú afbrigði: stutt,
langt og nefkveðið
 Auk þess voru þrjú tvíhljóð: au, ei, ey – borið fram: á, ei, au
 Fram á 13. öld fækkaði sérhljóðunum. Nefkvæð hljóð runnu saman við löng munnkveðin.
Þá voru eftir 18
 Við lok 14. aldar voru aðeins 14 eftir
 Á 16. öld varð svo hljóðdvalarbreytingin
 Innskots – u í lok 13. aldar – gerðist í kjölfar stóra brottfalls (þegar áherslulítil sérhljóð
féllu brott í framburði). Þetta stoðhljóð var orðið fast í málinu fyrir miðja 15. öld.
Helstu breytingar á íslensku

 Í byrjun 14. aldar breyttist framburður sérhljóða á undan –ng/-nk. Upprunalegi framburðurinn
hélst sem vestfirsk mállýska en er mjög á undanhaldi. (langur gangur …)

 Á 14. öld breyttist framburður sérhljóða á undan –gi (stigi, lagi). Hefur haldist sem mállýska
hjá Skaftfellingum.

 Á síðari hluta 14. aldar fer y að hætta að vera kringt og rennur saman við i

Tók allt til 1600 að breiðast út um allt land.

 Á 14.-15. öld varð kn- að hn- (knífur - hnífur … (knattspyrna)

 Á 14. öld breyttust langt l og n í dl og dn á eftir löngu sérhljóði (kjóll, tónn)


Helstu breytingar á íslensku

 Á 16. öld varð hljóðdvalarbreytingin – reglur um lengd sérhljóða – lengdin var ekki
lengur upprunaleg og merkingargreinandi – heldur fór eftir umhverfi sérhljóðsins í hverri
beygingarmynd – eins og í nútímamáli. Eftir hljóðdvalar-breytinguna var sérhljóðkerfið
orðið eins og við þekkjum í dag – 8 einhljóð og 5 tvíhljóð

 Um 1700 breyttist hv- fremst í orði í kv- (hvar, hvolpur) – enn til á Suðurlandi.
Helstu breytingar á íslensku
Í dag hefur íslenskan aðeins átta einhljóð og fimm tvíhljóð:

Ókringd Kringd Ókringd Kringd

Nálæg
í ú
Hálfnálæg
i u
Hálffjarlæg
e ö o

Fjarlæg
a
Helstu breytingar á íslensku

 Það sem greinir sérhljóðin í sundur:

 Frammælt eða uppmælt? Kringing:


Sum myndast framarlega í munni → ö Þegar sagt er að sérhljóð sé kringt er átt við
önnur ofar → o að settur sé stútur á munninn þegar hljóðið er borið
 Ókringd eða kringd? fram
Varastaða ræður hvernig þau verða, gleitt → i
eða kringt → u
 Nálæg, miðlæg eða fjarlæg? (fjarlægðarstig)
Opnustig, lítið opinn munnur, nálægt hljóð → í
aðeins meira opinn, miðlægt hljóð → e
meira opinn munnur, fjarlægt hljóð → a
Helstu breytingar á íslensku

 Breytingar á beygingum sagna:


 Ýmsar sagnir sem áður beygðust sterkt beygjast núna veikt, t.d. mala, bjarga (áður: mól, barg í þátíð)
 Tvítala persónufornafna hverfur:
 Fram að 1600 var greint á milli tveggja og fleiri í persónufornöfnum.
Tvítala: við/þið – fleirtala: vér/þér ef átt var við 3 eða fleiri
Upp úr 1600 varð tvítölumyndin að almennri fleirtölu og fleirölumyndin varð þérun. Nú er þérun
nánast horfin úr íslensku.
 Eignarfornöfn urðu einfaldari:
 Bróðir okkar/ykkar – bræður okkar/ykkar
 Áður var notað: bræður okkrir/ykkrir um fleirtöluna
Helstu breytingar á íslensku

 Sáralitlar breytingar hafa orðið í setningagerð.


 Neitunarviðskeyti hverfa.
 Í fornmáli var bætt endingunum -at, -a eða –t við sagnir og persónufornöfn og merkti ekki.
„skalattu“ skal-at-tu = þú skalt ekki
 Neitunarviðskeytin sjást helst í kveðskap og fornu lagamáli – sjaldan í sögum og hafa líklega ekki
verið notuð í talmáli.

 Nei eða já?


 „jú“ kom ekki í málið fyrr en á 17. öld. Það er notað sem svar við neikvæðri spurningu.

You might also like