You are on page 1of 2

Hæ ég heiti Sunna og ég dróg Noreg.

Mér finnst Noregur mjög spennandi land, það


búa um 5.3 milljónir manna í Noregi og þar af búa 1,2 milljónir manna í Osló sem er
höfuðborg Noregs. Noregur er 323 þúsund ferkílómetrar og legur landið til
Svíðþjóðar, Finnlands og Rússlands. Noregur er eitt af norðurlöndunum ásamt Íslandi,
Finnlandi, Svíðþjóð og Danmörku. Í Noregi er þingbundin konungsstjórn, og er það
Haraldur V sem er noregskonungur en hann hefur engin raunveruleg pólítísk völd þar
sem stórþingið hefur æðsta valdið. Þjóðhátíðardagur Noregs er 17 maí, það er
dagurinn sem Noregur fékk stjórnarskrá og var það árið 1814. Tungumálið sem er
talað er norska, þau hafa bæði bókmál og nýnorsku, það tala um 10-15% Norðmanna
nýnorksu sem er tilbúið tunugmál þar sem það er einungis ritmál og er skapað úr
ýmsum mállýskum og með mikilli hliðsjón af fornorrænu, hún er aðallega notuð í
Vestur – Noregi og er hún mjög lík íslensku. Það sem flestir tengja við Noreg eru fjöll
og Olía, það er mikið fjallendi og stórir skógar svo það eru um þrjú prósent landsins
ræktanlegt. Helstu tekjulindir Norðmanna er vinnsla og útflutningur á Olíu og Jarðgasi
sem er dælt upp af hafsbotni, svo er mikið um fiskveiðar, málmvinnslu, skipaútgerðir
og ferðaþjónustu sem eru mikilvægir atvinnuvegir fyrir efnahag landsins. Það er
auðvelt að ferðast til Noregs. Frá Íslandi er hægt að taka beint flug til Osló sem tekur
um 3 tíma. Helstu samgöngur í Noregi eru rútur, strætó, lestir og ferjur. Það er mikil
íþróttamenning í Noregi og eru margir íslendingar sem fara í atvinnumennsku til
Noregs bæði í handbolta og fótbolta, á veturna er vinsælt að fara á gönguskíði í
skógunum sem eru í kring. Það væri hrikalega gaman að heimsækja Noreg einn
daginn, mig hefur alltaf langað að heimsækja Noreg, Danmörk og Svíðþjóð og
vonandi gerist það á næstu árum. Það eru mörg áhugaverð söfn sem væri gaman að
skoða og svo eru firðirnir alltaf skemmtilegir til þess að skoða að sumri til en á
veturnar væri gaman að kíkja á skíði.
https://www.norden.org/is/information/stadreyndir-um-noreg

https://www.globalis.is/Loend/noregur

Er eitthvað sem er sérstakt og auðkennandi fyrir landið?

Hvað með menningu, söfn, tónleika, íþróttaviðburði, verslanir og fleira sem gæti verið
áhugavert að sækja eða upplifa í landinu?

Gætir þú hugsað þér að ferðast til landsins?

Það er norsk króna

You might also like