You are on page 1of 17

E N DU RF U N D I R

Fornleifarannsóknir styrktar af
K r i s tn i h átí ðar s j óði 2 0 0 1 – 2 0 0 5

Ritstjórar

Guðmundur Ólafsson
Steinunn Kristjánsdóttir

Reykjavík 2009

3
Endurfundir
Fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði 2001–2005

Rit Þjóðminjasafns Íslands 19

Ritnefnd
Anna Guðný Ásgeirsdóttir
Anna Lísa Rúnarsdóttir
Anna Soffía Hauksdóttir
Bryndís Sverrisdóttir
Margrét Hallgrímsdóttir

Ritstjórar
Guðmundur Ólafsson
Steinunn Kristjánsdóttir

Reykjavík 2009

© Texti: Þjóðminjasafn Íslands og höfundar


© Myndir: Þjóðminjasafn Íslands og handhafar höfundaréttar

Öll réttindi áskilin

Forsíðumynd: Hringnæla frá Reykholti, ljósmynd Jónas Hallgrímsson

Hönnun kápu og umbrot: Sigrún Sigvaldadóttir


Prentvinnsla: Oddi
Letur í meginmáli: Palatino 9,5 p
Prófarkalestur: Gróa Finnsdóttir, Guðrún Harðardóttir og Jón Torfason

ISSN 1680-3183
ISBN 978-9979-790-25-9

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun,
prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða heild,
án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda.

4
Efnisyfirlit
bls.

Formáli 6
Margrét Hallgrímsdóttir

Endurfundir 9
Pétur Gunnarsson

Ekki í kot vísað 16


R a g n h e i ð u r Tr a u s t a d ó t t i r

Fólkið í Keldudal 30
Guðný Zoëga

„Ora et labora“ 44
Efnisveruleiki klausturlífs á Kirkjubæjarklaustri
K r i s t j á n M í m i s s o n o g B j a r n i F. E i n a r s s o n

Kirkjur Reykholts 58
- byggingasaga
Guðrún Sveinbjarnardóttir

Húsin í Skálholti 70
Mjöll Snæsdóttir

Kanúkaklaustrið að Skriðu í Fljótsdal 80


- heimsmynd alþjóðlegrar kirkju í íslenskum dal
Steinunn Kristjánsdóttir

Forvarsla jarðfundinna gripa 96


Graham Langford, Halldóra Ásgeirsdóttir og
Nathalie Jacqueminet

Abstracts 11 3

5
HÓLAR

EKKI Í KOT VÍ SAÐ


„Hvar eru verkin höfðingjanna,
húsin sterku meistaranna,
listamerkin lærdómsanna
lofuð eins og fagrahvel?“1

Ragnheiður Traustadóttir Þjóðskáldið Matthías Jochumsson horfir heim að Hólum í lofkvæði um Skagafjörð
Fil. kand. í fornleifafræði. sem hann yrkir undir lok 19. aldar. Þótt við blasi elsta steinkirkja landsins spyr hann
Verkefnisstjóri Hólarannsóknar. hvar séu „verkin höfðingjanna“, líkast því að hann móti rannsóknarspurningu fyrir
fornleifarannsóknina á Hólum í Hjaltadal en í raun veltir hann fyrir sér hvað sé
orðið um fornaldarfrægð staðarins.
Hólar máttu muna fífil sinn fegurri. Fyrr á öldum voru þeir voldug stofnun um
þjóðmál, kirkjumál og margs konar menningaráhrif, þéttbýlt biskups- og fræðasetur
með fjörlegu mannlífi og athafnalífi, vagga prentlistar í landinu. Nú minntu aðeins
grónar tóftir á stórveldistíma biskupsstólsins. Rétt um mannsaldri fyrr hafði
Auðunarstofa verið rifin og viðurinn úr henni seldur.2 Hvorki tangur né tetur var
eftir af þessari fyrstu timburstofu landsins sem Hólabiskupinn norski, Auðun rauði,
lét reisa úr timburstokkum frá Noregi árið 1317.3 Um þetta hús hefur hvað mestur
ljómi leikið í íslenskri byggingarsögu fyrr og síðar4 en fátækt og timburskortur í
landinu á ófriðartímum og niðurníðsla húsa á Hólum réðu þessari umdeildu
ákvörðun.5
Níu biskupar sátu helgan Hólastað á undan Auðuni rauða. Þeir höfðu ekki yfir
stokkahúsi að ráða eins og hann. Þrátt fyrir það var gestum biskupsstólsins hreint
ekki í kot vísað. Sumarið 2002 fundu fornleifafræðingar Hólarannsóknarinnar
fyrstu leifarnar af mannvirki sem af öllum sólarmerkjum að dæma hefur verið stofa
að norskri fyrirmynd. Sambærileg veislustofa hefur ekki áður komið í leitirnar hér
á landi.
Hólarannsóknin er samstarfsverkefni Háskólans á Hólum, Byggðasafns
Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands. Meðal helstu markmiða hennar er að kanna
gerð, skipulag og þróun húsaþyrpingar sem varð til á Hólum frá landnámi og fram
yfir endalok biskupsstólsins. Er efamál að annars staðar gefist betra tækifæri til að
grafa upp jafnmargar mismunandi tegundir húsa á einum stað.
Heimildir um húsakost biskupsstólsins er helst að finna í Lárentíusar sögu,
fornbréfasafni, bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar og úttektum frá 17. og
18. öld.6 Þegar á fyrsta ári uppgraftarins var hinsvegar komið niður á húsaleifar sem

16
hvergi er að finna í rituðum heimildum. Undir öskuhaug fyrir neðan veg suðvestan Mynd 1. Auðunarstofa hin nýja sem
við Hóladómkirkju fundust óvænt eldstæði og gólflag og var mannvirkinu gefið var reist á Hólum árið 2001 í láginni
númerið 10 (sjá teikningu). Form hússins, afstaða jarðlaga og ekki síst gjóskugrein-
sunnan undir biskupsgarði og norðan við
ing gaf til kynna að leifarnar væru frá 12. og 13. öld.7
Þótt rótað hefði verið við efsta hluta öskuhaugsins mátti rekja jarðlögin frá bæjarlækinn, stokkahúsið er á hægri hönd,

16. eða 17. öld allt aftur til 10. aldar. Undir húsi nr. 10 fundust nefnilega einnig stafhúsið á þá vinstri (mynd: Ragnheiður
mannvistarleifar sem sýna og sanna að búskapur var hafinn á Hólum fyrr en menn
Traustadóttir).
grunaði. Uppgröftur á landnámsleifunum verður þó að bíða uns rannsókn er lokið á
mannvirki því sem telja má funda- og veislusal biskupa á Hólum áður en Auðunar-
stofa leysti það af hólmi. Hús nr. 10 er einstakt í sinni röð og sjálfsagt að rannsaka
það í hörgul.

Stórhuga uppbygging
Auðun rauði Hólabiskup (1313–1322) var mikils háttar höfðingi og framkvæmda-
djarfur. Timburstofa sú sem við hann er kennd og gerð hefur verið eftirmynd af 1

2
Matthías Jochumsson, 1966, bls. 17.
Jón Espólín, 1947, bls. 46.
á Hólum samkvæmt lýsingum í rituðum heimildum og norskri handverkshefð 3
Biskupasögur III, 1948, bls. 65.
4
Þorsteinn Gunnarsson, 2004, bls. 11.
ber órækan vott um það. Auðun var þó ekki einn um að vilja veg biskupsstólsins 5
Sigurjón Páll Ísaksson, 2004, bls. 204.
6
Rúna Knútsdóttir Tetzschner, 2005.
sem mestan. Ýmsir fleiri skörungar höfðu vígst til biskupsdóms á Hólum áður en 7
Ragnheiður Traustadóttir, 2002.

17
hann kom til landsins. Nægir að nefna Jón Ögmundarson, fyrstan biskupa á Hólum
(1106–1121), Guðmund Arason (1203–1237) og Jörund Þorsteinsson (1267–1313) sem
lögðu grunninn að veldi Hólastaðar.
Heimildir um húsakostinn á þessu tímaskeiði eru rýrar en gera má ráð fyrir
stöndugu búi. Í Jóns sögu helga segir frá kirkjusmíð Jóns Ögmundarsonar: „Síðan
lét Jón byskup reisa at Hólum mikla kirkju ok volduga [...]. Sparði hann ekki til
þessarar kirkjugerðar, þat er guðs heiðr væri þá meiri en áðr og þetta hús væri sem
fagrligast gert ok búit.“ Auk þess „lét hann setja skóla heima þar á staðnum vestr
frá kirkjudyrum“.8 Í Sturlungu segir að þegar Flugumýri var brennd 1253 hafi þar
verið „... öll hús mjög vönduð að smíð, forskálar allir alþildir til stofu að ganga,
skáli altjaldaður og stofa ...“ og enginn bær „... jafnvirðulegur í Skagafirði fyrir utan
staðinn að Hólum“ [leturbr. höf.].9

Þróun veislustofa á miðöldum


Áður en lengra er haldið er eðlilegt að líta á hvað ritaðar heimildir hafa að segja um
þróun veislustofunnar í Noregi fyrir tíð Auðunar rauða. Í Ólafs sögu helga, sem
ríkti í Noregi 1015–1030, segir að hann hafi látið húsa konungsgarð í Niðarósi: „Þar
var ger mikil hirðstofa og dyr á báðum endum. [...] Við elda skyldi þá öl drekka.“10
Stofan var bersýnilega ekki svefnskáli. Sagan greinir frá því að hirðmenn hafi sofið í
skála í garðinum en í stofunni verið hirðstefnur.
Elsta varðveitta bréf á Hjaltlandseyjum er frá árinu 1299. Í því er fjallað um
svikabrigsl í stofu á býli Noregskonungs á Papa Stour. Fornleifarannsókn á þeirri
jörð hefur leitt í ljós röð bæjarhúsa, þ. á m. rétthyrningslaga húsgrunn, 5 x 8 m að
stærð. Hús með þessum einkennum er almennt nefnt stofa í fræðunum. Algengt er
að slíkar stofur séu einungis eitt herbergi, svo sem á Papa Stour11 og í Kaupangi
í Noregi.12 Í rúmgóðum stofum var eldstæðið staðsett í þeim miðjum en í smærri
stofum oft í horninu nálægt innganginum. Reykurinn leitaði út um ljóra í loftinu
þaðan sem dagsbirta seytlaði inn í húsakynnin.13 Í yngri gerðum af stofum, þegar
farið er að byggja við þær forskála, er eldstæðið yfirleitt í horninu og reykurinn
leiddur út um reykháf. Um Auðun rauða var sagt að hann hefði látið „... gjöra
[stein]ofn í timbrstofuna sem gert er í Nóregi ok bera út reykinn, þó at hann sæti
sjálfr inni“.14
Gólffjalir voru í góðum stofum15 en ekki er víst að það þurfi að eiga við um elstu
stofurnar. Sem dæmi má nefna að Ólafur kyrri, konungur í Noregi 1066–1093, lét
„strá gólf um vetur sem um sumar“.16 Í mörgum norskum reykstofum, einkum þar
sem enn eru opin eldstæði, eru moldargólf.17
Ekki er heldur einhlítt að stofur hafi verið stokkahús eins og Auðunarstofa, þ.e.
veggir þeirra byggðir úr stokkum sem eru perulaga í þversniði og felldir saman
á endum hálft í hálft, grópaðir að neðan og samskeytin þétt með mosa.18 Varla
leikur nokkur vafi á því að framangreindar húsaleifar á Hjaltlandseyjum hafi verið
timburstofa. Hvort hún hafi verið byggð úr stokkaverki eða stafverki er aftur á móti
óljóst.19

18
Stafverkið var sú byggingaraðferð sem notuð var við smíði húsa hér á miðöldum Mynd 2. Uppgraftarsvæðin. Sex
og langt fram á 18. öld. Sú aðferð útheimtir enda minna af gæðatimbri en stokka- svæði voru opnuð árið 2002, þrjú fyrir
verkið og er einfaldari í framkvæmd. Uppistöðutré eru stafir, syllur, aurstokkar og
framan kirkjuna, A, B og C, tvö fyrir
bitar. Þilið er fellt í grópir aurstokks, hornstafa, dyrustafa og bita. Þiljurnar sjálfar
eru settar saman með sérstöku lagi, þykkri grópfjöl og þynnri fleygfjöl.20 Stafverks- neðan veg sunnan við kirkjuna, D

hús þurfti á hinn bóginn að einangra með grjóti og torfi. og E, auk þess sem grafið var nálægt
Í Auðunarstofu var bæði stokkaverk og stafverk. Viðbygging stokkahússins,
kirkjugarðsveggnum að sunnan, F.
forstofan, var byggð úr stafverki.

Elsta stofan á Hólum


Þess var getið hér að framan að mannvirki frá 11. og 12. öld hefði óvænt fundist
8
undir öskuhaugi niður af Hóladómkirkju (hús nr. 10). Eftir því sem uppgreftinum Byskupasögur II, 1948, bls. 34.
9
Sturlunga saga, 1988, bls. 642.
hefur undið fram hefur hús þetta orðið æ áhugaverðara. 10

11
Heimskringla, 2002, bls. 823.
Christie, 2002, bls. 127.
Árið 2006 var lokið við að grafa öskuhauginn ofan af húsinu og fékkst þá loksins 12

13
Skre, 2007, bls. 245.
Christie, 2002, bls. 128.
heildarmynd af því. Fór ekki á milli mála að hér var um harla sérstæðan fund að 14
Byskupa sögur III, 1948, bls. 67.
15
Christie, 2002, bls. 128.
ræða og nýmæli í íslenskri byggingarsögu. 16
Heimskringla, 2002, bls. 1265.
17
Þorsteinn Gunnarsson, 2004, bls. 45.
Húsið er tvídyrað eins og hirðstofa Ólafs helga. Það er rétthyrnt, að innanmáli 18
Þorsteinn Gunnarsson, 2004, bls. 19.
19
Stoklund, 2001, bls. 100.
4,5 m á breidd og 7,7 m á lengd, rétt innan við 35 m2 að stærð. Þykkt torfveggja er 20
Hörður Ágústsson, 1987, bls. 316.

19
frá 1,32 m til 1,46 m. Á framhlið, sem veit nokkurn veginn í norður, hefur ekki verið
torfveggur heldur timburgafl. Um það vitna timburleifar og grjóthleðsla sem gaflinn
hefur hvílt á. Fyrir framan innganginn var hellulögð stétt. Húsið hefur verið stakt
en ekki sambyggt eins og flest önnur hús frá sama tíma. Í gólflaginu fundust leifar
ekki færri en sex eldstæða fyrir miðju húsi, eitt þeirra hlaðið. Merki fundust um að

Mynd 3. Biskupsstofan (hús 10) er

tvídyra, timburgafl á framhliðinni. Í

gólflaginu fundust leifar af sex eldstæðum

fyrir miðju húsi, eitt þeirra var hlaðið.

minnsta kosti tvö byggingarskeið og á seinna eða seinni stigum hefur bakdyrum
verið lokað með grjóthleðslu. Ekkert bendir til annars en að moldargólf hafi verið í
húsinu. Af viðarleifum má ráða að bekkur hafi verið við langvegginn hægra megin
við framdyrnar, þegar gengið er inn í húsið, og í gólfinu gegnt honum mótar fyrir
öðrum. Bakdyrnar höfðu verið viðarklæddar og húsið að öllum líkindum staf-
verkshús. Fimm stoðarsteinar eru við hvora langhlið. Þegar hætt var að nota húsið
hefur austurveggur þess verið fjarlægður, hugsanlega til að taka niður viðinn og

20
endurnýta hann annars staðar. Fáir gripir fundust í húsinu, aðeins eitt brýni við
eldstæði og þrjú brot úr bronsi, eitt þeirra með tinhúð, öll í suðvesturhorni hússins
sem kann að hafa verið þiljað af eins og skápur. Tvö brotanna voru úr sama potti og
hið þriðja sennilega úr tinkönnu. Í suðausturhorni hússins stendur uppréttur steinn
úr gólfinu með grunnu krossmarki á.21

Lök varðveisluskilyrði komu í veg fyrir greiningu á öllum viðarleifum úr fram- Mynd 4. Biskupsstofan á Hólum í
hliðinni nema einu sýni. Það reyndist vera fura. Sömuleiðis greindust furuleifar úr Hjaltadal, veislu- og móttökusalur frá
bekknum og börkur sem hefur verið notaður til einangrunar. Viðurinn úr þiljum og
fyrri hluta miðalda.
dyraumbúnaði bakdyramegin í stofunni er af ýmsu tagi. Þar fundust leifar úr eik,
furu og greni. Erfitt er að skera úr um hvað sé upprunalegt byggingarefni og hvað
viðbætur vegna viðgerða.
Eik er annað hvort innflutt til húsbygginga eða endurnýtt, t.a.m. úr skipi. Fura
og greni kunna þó að vera reki.22 Stórskipahöfn var í eigu Hóla í Kolkuósi.23 Hólar
áttu víða ítök og greiðan aðgang að rekafjörum. Rekaskrá er kennd við árið 1296
„þar sem við sögu koma rekaítök fyrir landi um 30 jarða í Þingeyjarsýslu“.24
Túlkun á þeim fornleifum sem hér um ræðir er skammt á veg komin og
21
Ragnheiður Traustadóttir og fl., 2007.
sömuleiðis úrvinnsla og greining sýna. Sýnist þó mega slá því föstu að hér sé komin 22
Lísabet Guðmundsdóttir, 2008.
23
Ragnheiður Traustadóttir, 2006.
stofa, mjög svipuð þeirri sem fannst á Papa Stour. 24
Björn Teitsson, 2006, bls. 462.

21
Að ýmsu leyti má bera stofuna saman við stofu fornbæjarins á Stöng í Þjórsár-
dal. Form þeirra er hið sama, stærð áþekk og eldstæði á miðju gólfi. Á Stöng eru
bekkir meðfram langveggjum.25 Á Hólum eru þeir styttri og eins konar skápur eða
klefi úti í horni eins og fyrr segir. Helsti munurinn er aftur á móti sá að stofan á
Stöng er hvorki stök né tvídyra eins og stofan á Hólum heldur sambyggð skálanum
og engin útgönguleið úr henni önnur en inn í skálann.

Mynd 5. Innsiglishringur úr bronsi,

líklega frá 17. eða 18. öld með

bókstöfunum HG. Ekki liggur fyrir hver

var eigandi hans (mynd:

Jónas Hallgrímsson).

Hlutverk stofanna tveggja er einnig ólíkt. Önnur hefur verið dagstofa í híbýlum
Stangarverja, vinnustaður kvenna því að þar fundust gripir tengdir vefnaði, en jafn-
framt veisluhús.26 Stofan á Hólum stóð ein sér í valdamiðstöð Norðlendinga þar
sem þörf hefur verið á móttökusal og félagsheimili. Hún hefur gegnt hlutverki í
opinberri stjórnsýslu Hólastaðar. Ekkert bendir til annarra nota. Þvert á móti.
Bronsílát þeirrar gerðar sem fundust í stofunni voru dýrmæt og tákn um háa stöðu
í samfélaginu.27
Uppgrefti á stofunni á Hólum í Hjaltadal er ekki að fullu lokið né heldur aldurs-
greiningum og úrvinnslu á gögnum og sýnum. Ýmsar vísbendingar gefa til kynna
að stofan sé frá 12. og 13. öld, t.d. fyrrnefndar gjóskugreiningar og hin niðurgröfnu
eldstæði úti á miðju gólfi en þau viku fyrir uppbyggðum ofnum á 13. öld sem stað-
settir voru úti í horni. Bronspotturinn hefur verið þrífættur og belgvíður með þver-
röndum. Hliðstæðir pottar hafa fundist í Noregi og eru taldar vera frá 12. fram á 14.
öld.28 Undir stofunni er svo mannvirki sem hefur verið reist skömmu eftir landnám
með niðurgrafinni stoð. Í gólflagi þess húss, sem gengur inn undir suðurgafl stof-
unnar, fannst glerperla frá víkingaöld.
Enn eru möguleikar á því að aldursgreina stofuna nánar. Byggkorn fannst í sýni
úr einu af eldstæðum hennar og verður það kolefnisgreint til aldurs.29

22
Hólarannsóknin
Hólarannsóknin nýtur þess að til er mikið af rituðum frumheimildum frá tíð
biskupsstólsins, sérstaklega á seinni öldum. Má þar nefna eignaskrár og úttektir
sem gerðar voru með reglulegu millibili og lýsa húsakosti, mannvirkjum og öðrum
eignum stólsins. Elsta varðveitta skrá um eignir stólsins er frá 1374.30 Í henni segir
þó ekkert um stofuna, sem von er, hafi hún verið aflögð um líkt leyti og Auðunar-
stofa reis eða fyrr. Ekki er heldur til stafkrókur um landnámsbýlið undir stofunni.

Mynd 6. Fótur af þrífættum bronspotti

fannst í suðvesturhorni stofunnar.

Bronspottar af þessari gerð eru

aldursgreindir til miðalda og voru

dýrmæt eign á þeim tíma (mynd:

Jónas Hallgrímsson).

Landnáma getur ekki Hóla en þar segir að Hjaltadal hafi numið Hjalti sonur
Þórðar skálps og búið á Hofi. Hof er skammt suður af Hólum.31 Hóla er heldur ekki
getið í Íslendingasögum. Fyrstu rituðu heimildirnar um þá eru í Biskupasögum. Þar
greinir frá Oxa Hjaltasyni, afkomanda Hjalta á Hofi, sem byggði fyrstu kirkjuna á
Hólum um miðja elleftu öld.32
Uppgröftur Hólarannsóknarinnar hófst formlega 1. júlí 2002 með því að 25
Roussell, 1943, bls. 86.
menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna á uppgraftarsvæðinu með múrsleif. 26

27
Hörður Ágústsson, 1987, bls. 327.
Grieg, 1933, bls. 156.
Múrsleifin er táknræn því að hún er eitt helsta verkfæri fornleifafræðinga. Með 28
Grieg, 1933, bls. 156.
29
Martin, 2008.
þeirri litlu stungu í svörðinn hófst einhver umfangsmesta fornleifarannsókn sem 30
Íslenskt fornbréfasafn, 1890, bls. 287–290.
31
Landnámabók, 1968, bls. 148.
ráðist hefur verið í á Íslandi. 32
Byskupasögur I, 1948, bls. 163.

23
Hólarannsóknin byggist á þverfaglegum grunni. Tvinnaðar eru saman
ritheimildir og margvíslegar niðurstöður fornleifarannsókna í þeim tilgangi að fá
heildstæða mynd af húsakosti og mannlífi til forna. Að rannsókninni koma innlendir
og erlendir sérfræðingar frá ýmsum sviðum menningarsögulegra vísindagreina.
Jafnhliða henni hefur verið starfræktur vettvangsskóli fyrir innlenda og erlenda
fornleifafræðinema.

Gamla bæjarstæðið
Óvíst er hvenær Hólar urðu höfuðból Hjaltadals. Áður en Hólarannsóknin hófst var
almennt talið að Hof hefði lagst í eyði um það leyti sem Hólastaður byggðist upp
á 11. öld og að þar hefði ekki verið búið á ný fyrr en í byrjun 19. aldar.33 Fornleifa-
rannsóknir á Hólum og að Hofi hafa leitt í ljós mun flóknara byggðamynstur en
ritheimildir segja til um. Búið hefur verið á Hólum allt frá landnámi og byggð
haldist á Hofi að minnsta kosti fram á 13. öld.34
Með hliðsjón af forkönnun árið 200135 var ákveðið hvar skyldi grafið á Hólum.
Mannvistarlög voru víða og þykk og sums staðar greinileg mannvirki. Hús stóðu
á gamla bæjarstæðinu skammt sunnan Hólakirkju fram undir aldamótin 1900 en
bæjarhúsum á Hólum var valinn nýr staður ofan við kirkjuna árið 1860. Tölu-
verð jarðvinnsla, vegagerð og aðrar framkvæmdir hafa farið fram á Hólum síðan
búnaðarskóli var stofnsettur þar á 19. öld og voru minjar um fyrri tíðar húsakost
horfnar af yfirborðinu. Tún höfðu verið sléttuð. Var því allsendis óvíst að mikið væri
enn óhreyft af leifum eldri byggingaskeiða á bæjarstæðinu þegar Hólarannsóknin
hófst.

Áhugaverðar niðurstöður
Eins og fyrr er vikið að er greining sýna og úrvinnsla gagna misjafnlega langt
komin. Enn er of snemmt að draga saman heildarniðurstöður og álykta út frá þeim.
Áætlað er að gefa út fyrsta bindi af þremur um niðurstöður Hólarannsóknarinnar
árið 2011 eða 2012. Þó er sjálfsagt að kynna frumniðurstöður því að þær eru afar
forvitnilegar.
Á Hólum og í Skálholti eru stærstu bæjarstæði landsins. Í úttektum um Hóla
er getið á sjötta tug húsa með útihúsum.36 Á þeim sjö árum sem rannsóknin hefur
staðið yfir hafa verið grafin upp fjórtán hús á Hólum sem sum hver tengjast saman.
Að stofunni frátaldri eru nálega öll frá seinni hluta 16. aldar fram á 18. öld. Þekking
á húsagerð, innviðum og byggð á Hólum á þessum tíma hefur aukist til muna. Jafn-
framt hefur skilningur aukist á úttektunum sem til eru af húsakostinum á mismun-
andi tímum. Þær eru þó ekki tæmandi. Prenthúsið fræga á Hólum (hús nr. 4) er t.d.
ekki að finna í elstu úttektunum.37
Prentsátur með prentstöfum tóku af allan hugsanlegan vafa um hvar á bæjar-
stæðinu prenthúsið hafði staðið. Uppgröfturinn á prenthúsinu sýnir þrjú bygginga-
skeið hið minnsta, að það hafi verið þiljað og í því svefnloft á 18. öld.38 Prenthúsið

24
var vel byggt og íburðarmikið. Í því stóð kakalofn sem var sennilega framleiddur
í Þýskalandi á tímum Guðbrands biskups Þorlákssonar (1571–1627). Greining á
ofnflísunum sýndi að þær eru úr þýskum leir.39 Flísar úr kakalofnum og gólfflísar
eru sjaldgæfir fornleifafundir á Íslandi. Ofninn hefur augsýnilega verið mikið stáss
auk þess sem hann hefur ornað prentsmiðum og eytt raka.

Mynd 7. Fjölmörg grænglerjuð

og myndskreytt brot úr kakalofni

frá tímabilinu 1550 til miðrar 17.

aldar hafa fundist, eitt myndefnið er

höfuðdyggðirnar. Á fjórum flísum sjást:

Charitas (kærleikur), Temperantia

(hófstilling), Spes (von) og Iustitia

Norðaustan við prenthúsið voru grafin upp eldhús (hús nr. 5), búr (hús nr. 9) og (réttlæti) (mynd: Jónas Hallgrímsson).
stórt herbergi (hús nr. 8). Þessi rými voru samtengd með gangi.
Þar ofan við fannst stórt mannvirki (nr. 7) sem tengist ekki með beinum hætti
öðrum húsum sem hafa verið grafin upp á bæjarstæðinu. Elstu veggir hússins
virðast hafa verið notaðir sem uppistaða í langan tíma þótt hlutverk þess hafi breyst.
Í húsinu hafa fundist bútar og þræðir úr vefnaði og leðri, einnig gullþráður, hnapp-
ar og glerperlur, jafnvel ummerki um járnsmíði. Rannsóknir á þessu mannvirki eru
skammt á veg komnar. Þó virðist sem húsið tengist öðrum mannvirkjum sem á eftir
að grafa fram.
Göng frá kirkju til bæjarhúsa fundust við kirkjugarðsvegginn en hafa aðeins
verið rannsökuð að litlum hluta enn sem komið er. Með samanburði við úttektir 33
Þorsteinn Gunnarsson og fl., 2005, bls. 159.
34
og aðrar heimildir gefur afstaða ganganna mjög góða vísbendingu um húsaskipan Steinberg, 2001, bls. 28–39; Carter og fl., 2008.
35
Steinberg, 2001, bls. 28–39.
á Hólum á 17. og 18. öld. Göngin virðast vera rofin. Ekki er óhugsandi að það 36

37
Rúna Knútsdóttir Tetzschner, 2005.
Ragnheiður Traustadóttir og Guðný Zoëga,
hafi gerst árið 1587 þegar Guðbrandur biskup lét reisa múrbindingshús niður af 38
2006, bls. 708.
Ragnheiður Traustadóttir og Guðný Zoëga,
kirkjunni sem kallað var Nýja hús.40 Sumarið 2008 komu leifar þess í leitirnar (hús 2006, bls. 708.
39
Brorson, 2008.
nr. 18). Eitt horn þess hefur verið grafið upp, bæði múrsteinar úr vegghleðslunni 40
Íslenzkt fornbréfasafn III, 1890, bls. 609.

25
Mynd 8. Lítil glerflaska um 7 cm á hæð

fannst í múrbindingshúsinu (hús nr.

18) sem Guðbrandur Þorláksson lét

reisa. Svona flöskur eru sjaldgæfar, en

hafa þó fundist á Norðurlöndunum og í

Þýskalandi frá 14.–17. öld (mynd:

Jónas Hallgrímsson).

og timbur úr bindingsverkinu. Um er að ræða fyrsta hús á landinu sem var reist í


endurreisnarstíl og var mál manna að „... þvílíkt hús mundi eigi vera á Íslandi“.41
Árið 1646 lét Þorlákur Skúlason Hólabiskup, dóttursonur Guðbrands, endur-
bæta Nýja húsið. Hann „... fékk hingað danskan timburmann, sem skrúfaði allt
húsið upp, setti undir það nýja undirstokka og endurbætti, hvað í því var hrörnað;
gaf honum í laun 40 ríxdali“.42
Nýja hús stóð í næstum tvær aldir. Þá lét Árni Þórarinsson, biskup á Hólum
1784–1787, rífa það til að rýma fyrir tvílyftu timburhúsi.43
Samsetning gripa úr Nýja húsi er önnur en í þeim húsum sem grafin hafa
verið upp fyrir neðan veg, þ.e. gler- og leirkerabrot úr dýrmætum borðbúnaði og
vínflöskum.

26
Þar sem stór hópur fólks hefur búið í margar aldir hafa myndast stórir sorp-
haugar. Þeir segja yfirleitt mikla sögu um kjör og lífshætti manna. Öskuhaug
Hólastaðar hefur verið raskað töluvert í áranna rás en hann hefur engu að síður
verið mikil náma beina og gripa.44 Undir honum var svo stofan og landnámsminj-
arnar enn neðar.
Miklar vonir eru bundnar við griparannsóknir og greiningu sýna vegna fyrir-
taks varðveisluskilyrða. Slíkar rannsóknir varpa ekki síst ljósi á efnahag, lífskjör á

mismunandi tímum og tengsl við önnur héruð og útlönd. Hér má sem dæmi nefna Mynd 9. Múrbindingshúsið (hús
rannsóknir á innfluttum leirkerum og krítarpípum. Á Hólum hafa fundist krítar- nr. 18) sem Guðbrandur Þorláksson
pípur sem framleiddar voru í Englandi og Hollandi á fyrri hluta 17. aldar og leir-
biskup lét reisa árið 1587. Múrsteinar
ker allt frá árinu 1000 sem fundist hafa við fornleifarannsókn á höfn Hólastaðar í
Kolkuósi. úr vegghleðslunni og timbur úr

bindingsverkinu.

Niðurlagsorð
Hér að framan hefur verið fjallað um uppgröft á biskupsstofu á Hólum, veislu- og
móttökusal eins og þeir tíðkuðust hjá heldri mönnum annars staðar í álfunni, m.a.s.
hjá konungum. Annað eins hús frá fyrri hluta miðalda hefur ekki verið grafið upp
hér á landi áður. 41
Þorsteinn Gunnarsson, 2004, bls. 11.
42
Jón Halldórsson, 1911–1915, bls. 14.
Út af fyrir sig kemur ekki á óvart að stofa þessarar gerðar hafi fundist á Hólum. 43
Rúna Knútsdóttir Tetzschner, 2005.
44
Ragnheiður Traustadóttir og Guðný Zoëga,
Ærnar voru þar gestakomur og einkum á stórhátíðum. Stofur af þessu tagi voru 2006, bls. 717.

27
í valdamiðstöðvum í þeim löndum sem íslenskir höfðingjar á miðöldum höfðu
samskipti við. Í því sambandi má vísa til fornleifarannsókna á Kaupangi, Ósló og
Niðarósi í Noregi, Kirkjubæ í Færeyjum og Papa Stour á Hjaltlandseyjum.
Einnig hefur verið stiklað á stóru um aðra þætti Hólarannsóknarinnar. Mörg
merkileg mannvirki fyrri tíðar bíða frekari rannsókna og úrvinnslu. Rannsóknar-
efniviðurinn er ríkulegur og bregður nýju ljósi á húsasögu biskupsstólsins og
byggingarsögu landsins. Auk þess hefur hann, eins og áður segir, hnekkt áður
viðteknum skoðunum um upphaf og uppbyggingu Hóla.
Hólar í Hjaltadal hafa á umliðnum árum og áratugum gengið í endurnýjun
lífdaga. Séra Matthías, væri hann uppi nú á dögum, hefði glaðst yfir þeirri reisn
sem Hólar búa aftur yfir og enn fremur Hólaskóla sem nú er vísindaleg fræðslu- og
rannsóknarstofnun á háskólastigi. Hann hefði sömuleiðis glaðst yfir góðum árangri
Hólarannsóknarinnar við að leiða í ljós vitnisburðinn í moldinni um „húsin sterku
meistaranna“ sem hann saknaði þegar hann kvað lofkvæði sitt um Skagafjörð.
Meistararnir nú og þá byggja á sama grunni og af sömu hvötum.

Heimildir
Björn Teitsson. (2006). Um jarðeignir Hólastóls. Í Gunnar Kristjánsson og Óskar Guðmundsson (ritstj.), Saga
biskupastólanna, bls. 459–489. Akureyri: Bókaútgáfan Hólar.
Brorson, T. (2008). Leirkeragreiningar frá Hólum í Hjaltadal og Kolkuós. Óbirt framvinduskýrsla Hóla-
rannsóknarinnar.
Byskupa sögur. (1948). Bindi I.–III. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík: Íslendingasagnaútgáfan,
Haukadalsútgáfan.
Christie, H. (2002). The stofa in Nordic building tradition. Collegium Medievale, vol. 15, bls. 127–140.
Grieg, S. (1933). Middelalderske byfund fra Bergen og Oslo. Osló: Norske videnskapsakademi i Oslo.
Heimskringla. (2002). Bindi II og III. Helgi Bernódusson, Jónas Kristjánsson og Örnólfur Thorsson ritstýrðu.
Reykjavík: Mál og menning.
Hörður Ágústsson. (1987). Íslenski torfbærinn. Í Frosti F. Jóhannsson (ritstj.), Íslensk þjóðmenning I. Uppruni
og umhverfi, bls. 229–344. Reykjavík: Bókútgáfan Þjóðsaga.
Íslenzkt fornbréfasafn. (1890). Útg. Jón Sigurðsson m.fl. Kaupmannahöfn og Reykjavík: Hið íslenzka bók-
menntafélag.
Íslendingabók, Landnáma. (1968). Íslensk fornrit I. Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík: Hið íslenzka fornrita-
félag.
Jón Espólín. (1947). Íslands árbækur í söguformi. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
Jón Halldórsson. (1911–1915). Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal. Með viðbæti II. Hólabiskup-
ar 1551–1798. [Útg. Jón Þorkelsson og Hannes Þorsteinsson]. Reykjavík: Sögufélagið.
Lísabet Guðmundsdóttir. (2008). Viðargreiningar frá Hólum í Hjaltadal. Óbirt framvinduskýrsla Hóla-
rannsóknarinnar.
Martin, S. L. (2008). Greiningar á sýnum í húsi 10. Óbirt framvinduskýrsla Hólarannsóknarinnar.
Matthías Jochumsson. (1966). Gullregn úr ljóðum Matthíasar Jochumssonar. Reykjavík: Prentsmiðjan Hólabók-
bandið.
Ragnheiður Traustadóttir. (2002). Fornleifarannsókn á Hólum í Hjaltdal. Framvinduskýrsla nr. 1. Reykjavík:
Hólarannsóknin.
Ragnheiður Traustadóttir. (2003). Fornleifarannsókn Hólum í Hjaltadal. Framvinduskýrsla nr. 2. Reykjavík:
Hólarannsóknin.
Ragnheiður Traustadóttir. (2006). Kolkuós höfn Hólastaðar. Framvinduskýrsla nr. 3. Óbirt. Reykjavík:
Hólarannsóknin.
Ragnheiður Traustadóttir og Guðný Zoëga. (2006). Saga Hóla letruð í moldina. Í Gunnar Kristjánsson og
Óskar Guðmundsson (ritstj.), Saga biskupsstólanna, bls. 699–72. Akureyri: Bókaútgáfan Hólar.
Ragnheiður Traustadóttir, Egil Marstein Bauer, Douglas Bolender og Davide Zoori. (2007). Stofa á Hólum í
Hjaltadal. Óbirt framvinduskýrsla Hólarannsóknarinnar.
Roussel, A. (1943). Stöng. Í Mårten Stenberger (ritstj.), Forntida gårdar i Island, bls. 72–97. Kaupmannahöfn:
Munksgaard.
Rúna Knútsdóttir Tetzschner. (2005). Úttektir Hólastaðar frá 17. og 18. öld. Framvinduskýrsla nr. 2. Reykjavík:
Hólarannsóknin.

28
Sigurjón Páll Ísaksson. (2004). Auðun biskup rauði og timburstofan á Hólum. Í Þorsteinn Gunnarsson (rit-
stj.), Um Auðunarstofu, bls. 167–213. Reykjavík: Hólanefnd.
Skre, D. (2007). Kaupang in Skiringssal. Kaupang Excavation Project publication series volume 1. Norske oldfunn
XXII. Árósir: Aarhus University Press.
Steinberg, J. (2001). Interrim Report of the Skagafjörður Archaeological Settlement Survey. Los Angeles: UCLA,
Cotsen Institute of Archaeology.
Stocklund, B. (2001). Vernacular architecture between environment and culture:the case of the “stock-stove”
houses in Shetland. Í Gillian Fellow-Jensen (ritstj.), Denmark and Scotland: The Cultural and Environmental
Resources of Small Nations, bls. 91–102. Kaupmannahöfn: Kgl. Danske Videnskabernes Selskab.
Sturlunga saga. (1988). Bindi II. Bergljót Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson, Gísli Sigurðsson, Guðrún Ása
Grímsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson ritstýrðu.
Reykjavík: Svart á hvítu.
Tara Carter og Ragnheiður Traustadóttir. (2008). Fornleifarannsókn á Hofi í Hjaltadal. Óbirt framvinduskýrsla
Hólarannsóknarinnar.
Þorsteinn Gunnarsson. (2004). Auðunarstofa fyrr og nú. Í Þorsteinn Gunnarsson (ritstj.), Um Auðunarstofu,
bls. 13–123. Reykjavík: Hólanefnd.
Þorsteinn Gunnarsson, Kristín Huld Sigurðardóttir, Kristján Eldjárn og Gunnar Bollason. (2005). Hóladóm-
kirkja. Í Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson (ritstj.), Kirkjur Íslands 6, bls. 159–226. Reykjavík:
Þjóðminjasafn Íslands.

29

You might also like