You are on page 1of 2

Menntaskólinn við Sund Haustönn 2022

Íslenska ÍSLE2LR05

Heimildaritgerð um nöfnin í ættinni

1. Markmiðið er að þið skrifið ritgerð um nöfn og nafnvenjur í fjölskyldu ykkar og vinnið úr


rituðum og munnlegum heimildum og netheimildum. Munið að hafa skýra þrískiptingu;
inngang, meginmál og lokaorð. Inngangur er almennur en lokaorð fela í sér eins konar
afkynningu. Heildartextinn er þó í meginmálinu.

2. Eftirfarandi efnisþættir eiga að vera uppistaðan í ritgerðinni. – Það má fjalla rækilega um sum
atriðin (a-f) en drepa lauslega á önnur. Það má byrja meginmálið að segi frá nafni ykkar en færa sig
svo til annarra nafna í fjölskyldunni.

a. Nafnið mitt
b. Algengustu nöfnin í ættinni.
c. Hvað hefur ráðið nafngiftum (skírt eftir einhverjum, út í bláinn o.s.frv.)?
d. Sögur af einstökum nafngiftum (ef til eru).
e. Má sjá einhverjar sérstakar hefðir eða reglu í nafngiftum ættarinnar?
f. Merking, aldur og útbreiðsla nokkurra valinna nafna.
g. Tvær ættartöflur, um afkomendur ömmu og afa í báðar ættir (fylgiskjal).
h. (Íslenskar nafnavenjur almennt, lög um mannanöfn o.fl.)

3. Ritgerðin á að vera að lágmarki 1000 orð, 12 punkta letur og 1,5 línubil.

4. Vandið alla heimildavinnu. Hafið bæði beinar og óbeinar tilvitnanir þar sem það á við
(lágmark 2-3) sem og tilvísanir og hafið heimildaskrá (Sjá kaflana Skráning og meðferð
heimilda og Heimildaskrá í Tungutak-ritun).

5. Búið til frumsaminn titil í lokin.

Viðmiðanir við mat á ritgerðinni:

10% Frágangur (forsíða, letur, titill og ættartöflur).


15% Bygging (heildarskipulag, inngangur, efnisgreinabygging, greinaskil og niðurlag).
30% Heimildanotkun (skráning, útvinnsla, tilvitnanir og tilvísanir, fjölbreytni).
20% Efnistök (samhengi, yfirsýn, dýpt, fjölbreytni, rökfesta og skilningur).
25% Málfar (orðfæri, beygingar, stafsetning).

Lokaskiladagur: 16. október á turnitin


Gagnlegar heimildir:

Guðrún Kvaran. 1991 eða síðar. Nöfn Íslendinga. Heimskringla, Rvík.


sjá einnig rafræn á www.snara.is
Herbert Guðmundsson (ritstj.). 2000. Nafnabókin okkar. Muninn, Rvík.
Hermann Pálsson. 1991. Nafnabókin. 2. útg. Bókaútg. á Hofi, A.-Hún.
„Hve margir heita?“ 2008. Hagstofa Íslands. http://www.hagstofa.is/Pages/21.
Karl Sigurbjörnsson. 1991. Hvað á barnið að heita? 2. útg. Setberg, Rvík.
Lög um mannanöfn [nr. 45/1996]. 1996. (Stjórnartíðindi A). Dóms- og kirkjumála-
ráðuneytið, Rvík. (eða: http://www.althingi.is/lagas/137/1996045.html.).
Þorsteinn Þorsteinsson. 1961. Íslenzk mannanöfn. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Rvík.
Ungi.is
Íslendingabók.is
Munnlegar heimildir: Viðtöl við ættingja þína um nöfnin í fjölskyldunni.

You might also like