You are on page 1of 2

ÍSLE3DD05

Menntaskólinn við Hamrahlíð


Ritgerð, haustönn 2023

Sjálfstætt fólk - heimildaritgerð


Nemendur fá ritgerðarefni ásamt fræðilegu lesefni sem tengist efninu hjá kennara.
Nemendur verða að lesa vandlega þá texta sem liggja til grundvallar ritgerðarskrifunum,
bæði Sjálfstætt fólk sem og fræðilegt efni, og vinna úr því efni og mynda sér skoðun á því.
Ritgerðinni á að skila á INNU í gegnum turnitin fyrir miðnætti mánudaginn 30. október.

Frágangur
 Lengd ritgerðar skal vera 1500-1800 orð, fyrir utan titilsíðu, heimildaskrá og beinar
tilvitnanir. Gæta þarf þess að taka ekki of langar tilvitnanir úr heimildum, megintexti
ritgerðar á að vera eftir nemandann sjálfan.
 Ritgerðinni skal skipta í inngang, meginmál og niðurlag. Við lok inngangs á að setja
fram efnisyrðingu/rannsóknarspurningu. Að auki gilda allar almennar reglur um
byggingu, framsetningu og frágang ritgerða gilda (sjá t.d. Íslensku eitt, 6. kafla).
 Í ritgerðinni eiga nemendur að nota hæfilega margar beinar og óbeinar tilvitnanir og
vísa rétt í þær heimildir sem notaðar eru. Þær skal skrá samkvæmt viðurkenndu kerfi
(sjá t.d. Íslensku tvö, 3. kafla).
 Nemendur eiga að vanda málfar sitt og velja viðeigandi málsnið. Í því felst að skrifa
hvorki of hátíðlegt mál né of kæruleysislegt. Forðist langar málsgreinar og hugið að
samræmi í málnotkun.
 Á forsíðu ritgerðarinnar á að koma fram nafn skóla, áfangaheiti, nafn nemanda og
kennitala, nafn kennara, úthugsaður titill ritgerðar ásamt lýsandi undirtitli og
orðafjöldi ritgerðarinnar.
 Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur sett sér reglur um akademísk heilindi. Sjá nánar
á heimasíðu skólans undir Námið. Þau sem ekki virða þessar reglur teljast fallin í
áfanganum.
 Nemendur þurfa að gæta þess að vanda meðferð heimilda. Ef ritstuldur kemst upp
er nemandi fallinn í áfanganum. Það er gott að notfæra sér hugmyndir annarra því
hugmyndir kveikja af sér aðrar hugmyndir, en það er bannað að eigna sér hugmyndir
annarra.

Ritgerðarefni
Þú átt að velja þér aðra af eftirtöldum fræðigreinum um Sjálfstætt fólk til þess að nota sem
aðalheimild í ritgerð þinni. Þú mátt nota hina greinina sem ítarefni ef þú vilt. Jafnframt
máttu nota annað ítarefni. Hvorri grein fylgja nokkrar hugmyndir að ritgerðarefni. Mörg fleiri
efni koma til greina. Þú þarft að velja þér efni og þrengja niður í rannsóknarspurningu/
efnisyrðingu/tilgátu sem lýsir einhverju sem þú vilt skoða nánar í bókinni og komast að
niðurstöðu um. Athugaðu að efnið þarf að hæfa lengd ritgerðar.
Fræðigreinar:
1. Ármann Jakobsson. (1996). „Hinn blindi sjáandi.“ Skírnir, 170 (haust), 325- 339.
Skírnir - Haust (01.09.1996) - Tímarit.is (timarit.is)
Hugmyndir að efni:
a) Hetjuhugmyndin í Sjálfstæðu fólki
b) Mæður og móðurhlutverkið í Sjálfstæðu fólki
c) Hallbera frá Urðarseli
d) Sjálfstæðishugmyndir Bjarts í Sumarhúsum

2. Jón Yngvi Jóhannsson. (2018). „Sjálfbært fólk? Um hag- og vistkerfi Sumarhúsa.“


Andvari (143), 69-83.
Hugmyndir að efni:
a) Samfélagið í Sjálfstæðu fólki
b) Náttúran í Sjálfstæðu fólki
c) Sögumannsraddir og sjónarhorn í Sjálfstæðu fólki
d) Bjartur og trúarbrögð/andleg efni

Ítarefni:
Halldór Guðmundsson. (2006). Draumur vakinn af bókum – verk Halldórs Laxness á fjórða
áratugnum. Guðmundur Andri Thorsson (ritstj.) Íslensk bókmenntasaga IV, bls. 193-
223. Mál og menning, Reykjavík.
Jón Yngvi Jóhannsson. (2021). Hin nýja stefna. Íslenskar bókmenntir. Saga og samhengi.
Seinni hluti, bls. 579-600. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.
Vésteinn Ólason. (1992). Halldór Laxness og íslensk hetjudýrkun. Tímarit Máls og
menningar, 53 (3), bls. 31-41. (https://timarit.is/page/6300556?iabr=on)

You might also like