You are on page 1of 1

Jarðfræði JARÐ2AJ05

Nokkur hugtök um jökla og landmótun


Hér megið þið vera 2-3 saman með verkefnið og skila í Innu. Muna að merkja með ykkar
nöfnum. Athugið að þetta verkefni er til að auka ykkar skilning á þessum hugtökum svo það er
mikilvægt að staldra við og gefa sér tíma til að skoða myndir og tala saman um hugtökin og
útskýra fyrir hvert öðru.

Notaðu vefsíðu sem heitir Jarðfræðiglósur Guðbjarts:


(http://glosur.ggk.is/jfr/ordskyr/index.html).
Þar getur þú flett upp hugtökunum og útskýrt (smellir á index og þá færðu stafrófið). Athugið
að undir Landmótun finnið þið nokkur hugtök sem tengjast landmótun jökla.
Hafið myndir með til útskýringar þar sem það er möguleiki (smellir á litlu bláu tíglana) það
má líka teikna mynd og setja með á verkefnið

Jöklar
A. Hver er munur á gaddjöklum og þíðjöklum? Hvar finnum við dæmi um þessar
tegundir jökla?
B. Hver er munur á hveljöklum og skriðjöklum?
C. Fjallaðu í stuttu máli um Vatnajökul (Stærð, aldur, þyngd o.þ.h.)

Útskýrðu hugtökin með texta og myndum:


D. Snælína (jafnvægislína), Snjófyrningasvæði (safnsvæði) og Leysingasvæði
Þverskurður jökuls: Snjór, hjarn og jökulís
Jökulsprungur: Þversprungur – langsprungur
E. Jökulrof
U-laga dalur – hangandi dalur – jökulrákir – hvalbak – grettistak
F. Jökulruðningur
Jökulgarður, jaðarurð og urðarrani/urðarrönd
Jökulsker
Jökulker og sporðlón

Munið að þið fáið extra plús ef þið setjið verkefnið fallega upp með myndunum og
útskýringum.

Gangi ykkur vel.

You might also like