You are on page 1of 2

Háskóli Íslands Haust 2023

Fjármál hins opinbera

Heimadæmi 2
Skilafrestur: 31. mars 2023, kl. 23:59

1. Almannatryggingar
Það eru tveir jafn stórir hópar: reykingafólk og reyklausir. Báðir hópar hafa nytjafallið: 𝑈 = √𝐶, þar sem
𝐶 er neysla, sem er jafnt tekjum fólks. Þegar fólk er heilbrigt eru tekjur $16.000. Þegar fólk þarf á
læknisaðstoð að halda og hefur enga tryggingu þarf að eyða $12.000 til að verða heilbrigður á ný. Þá er
neysla einungis $4.000. Líkur á því að reykingafólk þurfi læknisaðstoð eru 10% en líkurnar eru einungis
2% hjá þeim sem eru reyklausir.

Tryggingafélög selja tvenns konar tryggingar. Í fyrsta lagi lága sjálfsábyrgð (táknað með 𝐿) þar sem allur
lækniskostnaður umfram $2.000 er greiddur af tryggingunum. Í öðru lagi háa sjálfsábyrgð (táknað með
𝐻) þar sem allur lækniskostnaður umfram $10.000 er greiddur af tryggingunum.

a) Hvað er tryggingafræðilega sanngjarna iðgjaldið fyrir reykingafólk og reyklausa fyrir 𝐿 og 𝐻


tryggingar?
b) Gefum okkur að tryggingafélag geti sagt til um hver reykir og hver er reyklaus, og að þau rukki
tryggingafræðilega sanngjarnt iðgjald. Sýnið að báðir hópar muni velja 𝐿-tryggingu.

Gerum nú ráð fyrir því að upplýsingar séu ósamhverfar. Hver einstaklingur veit hvort hann reykir eða
ekki. Tryggingafélög vita hins vegar ekki hver reykir og hver ekki.

c) Útskýrðu hvers vegna það er ómögulegt fyrir báða hópa að kaupa 𝐿-tryggingu við þessar
aðstæður. Hvaða hópi, ef einhver, býst þú við að kaupi 𝐿-tryggingu og á hvaða verði?
d) Sýndu að það er mögulegt fyrir báða hópa að kaupa tryggingar þar sem einn hópur kaupir 𝐿-
tryggingu og hinn hópurinn 𝐻-tryggingu.

2. Heilbrigðiskerfið
𝑃
Eftirspurn einstaklinga eftir læknisheimsóknum er 𝑄 = 10 − , þar sem 𝑃 er verð á læknisheimsókn.
20
Jaðarkostnaður við læknisheimsókn er $120.

a) Ef einstaklingar greiða fullt verð fyrir hverja læknisheimsókn, hversu margar verða
læknisheimsóknirnar?
b) Ef einstaklingar greiða $20 fyrir hverja læknisheimsókn, hversu margar verða
læknisheimsóknirnar?
c) Hvert er allratap (e. deadweight loss) fyrir samfélagið sem tengist því að rukka ekki allan
kostnað fyrir læknisheimsóknir (þegar bara $20 er rukkað fyrir heimsóknina)?
3. Svarið annað hvort lið i eða ii
i. Útrýma fátækt
Ein leið til að útrýma fátækt er að greiða öllum sem eru undir fátækarmörkum það sem upp á
vantar til að ná fátækarmörkum. Útreikningar sýna að slíkt myndi kosta 98 milljarða dollara í
Bandaríkjunum. Af hverju slíkir útreikningar vanmat á kostnaði við að útrýma fátækt?
ii. Borgaralaun
Telur þú skynsamlegt að taka upp borgaralaun í staðinn fyrir almannatryggingar í núverandi
mynd. Útskýrið af hverju. Hér á því að færa rök með eða á móti borgaralaunum.

4. Tekjuskipting
Reiknaðu bæði Gini-stuðulinn og Lorenz-kúrfuna fyrir árin 1997 og 2021. Notist við heildartekjur (tekjur
alls). Er tekjudreifing jafnari 2021 eða 1997? Notist við gögn Hagstofunnar sem byggja á tekjum
fjölskyldna.1

1
Hér er hlekkur á gögnin:
https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__lifskjor__5_skuldastada_heimili__1_skuldir_eignir/T
HJ09002.px

You might also like