You are on page 1of 2

MMSE (Mini-Mental State Examination)

Prófar:. Vitræn einkenni sem vel samrýmast Nafn:


Alzheimerssjúkdómi; minni (yrt), máltjáningu
og skilning, verkstol, sjónskynstol,
rýmdarskynjun og stýring hugsunar (executive
function).
Dagsetning:
Stig / möguleg
Áttun (orientation)
Leiðbeiningar: Spurt er um núverandi tíma og staðsetningu.
( ) 5 Stund: Ár, árstíð, mánuður, mánaðardagur, vikudagur
( ) 5 Staður: Land, landshorn, bær, spítali/gata, deild/hæð

( ) 3 Augnabliksminni (verbal immediate recall)


Leiðbeiningar: Nefnið 3 hluti (glas, hjól, epli), ein sek. til að nefna hvern.
Spyrjið sjúklinginn síðan eftir þeim. Eitt stig fæst fyrir hvert rétt svar.
Nefnið hlutina aftur uns sjúklingurinn hefur lært alla 3 hlutina.
Teljið fjölda skipta sem nefna þarf og skráið hér: ( )

( ) 5 Reikningur og að stafa afturábak (executive function)


Leiðbeiningar: Reiknigeta er prófuð með því á láta sjúkling draga 7 frá 100, og síðan
7 frá réttri útkomu í 5 skifti (93,86,79,72,65). Stafa aftur á bak orðið „kvöld“.
Eitt stig er gefið fyrir hvert rétt svar. Betri árangurinn gefur loka einkunina.

( ) 3 Nýminni (verbal new learning ability)


Leiðbeiningar: Spyrjið eftir hlutunum þremur, sem nefndir voru.
Eitt stig fyrir hvert rétt svar.

( ) 2 Nefnimálstol (anomia/nominal aphasia)


Leiðbeiningar: Sýnið sjúklingi penna og úr, og biðjið hann að nefna það réttum
nöfnum.

( ) 1 Endurtekning setningar (verbal repetition)


Leiðbeiningar: Biðjið sjúkling að endurtaka efitrfarandi setningu. Stigið fæst ef öll
orðin eru nefnd. „Hvað sem tautar nú og raular.“

( ) 3 Þriggja liða skipun framkvæmd (málskilningur/verkstol)


Leiðbeiningar: Biðjið sjúkling að fylgja þessari skipun. Eitt stig fæst fyrir hvert rétt
framkvæmt atriði.
„Taktu þetta blað í vinstri höndina, brjóttu það saman með báðum höndum og láttu
það detta á gólfið.“

( ) 1 Lestur (lestrarskilningur)
Leiðbeiningar: Biðjið sjúkling að lesa eftirfarandi og framkvæma það sem hann les.
„Lokaðu augunum.“

( ) 1 Skrifa setningu (skrift, frumkvæði/executive function)


Leiðbeiningar: Biðjið sjúkling að skrifa nafn sitt og setningu að eigin frumkvæði.
Eitt stig fæst fyrir að hafa frumkvæði að setningunni.

( ) 1 Teikning (Construction, rýmdarskynjun/visiospatial function)


Leiðbeiningar: Biðjið sjúkling að teikna eftir fyrirmynd tvo fimmhyrninga sem
skarast. Til að einkunn fáist þurfa þeir báðir að hafa 5 horn, vera sæmilega samfelldir
og skarast.

Stig alls:

You might also like