You are on page 1of 1

Njála, verkefni úr köflum 148-159

1. Hvernig persóna er Björn í Mörk?

Hann var sjálfhælinn og gerði hlut sinn sem mestan þegar hann sagði frá.
Að vera sjálfhælinn þýðir að hann hafi verið montinn. Að hæla (hrósa) sjálfum sér.

2. Af hvaða ættum er Valgerður í Mörk og hvers vegna er hjónaband Björns og Valgerðar ekki betra en raun ber vitni?

Valgerður var náfrænka Gunnars á Hlíðarenda. Hún hafði verið gefin Birni til fjár og var ekki ánægð með hann.
Guðlaug, móðir Valgerðar og Hámundur, faðir Gunnars, voru systkini. Valgerði fannst slæmt hvað Björn var montinn.

3. Hverjir féllu í bardaganum við Skaftá?

Þar féllu fimm manns fyrir Kára og Björn særði þrjá menn. Þeir sem féllu voru Móðólfur Ketilsson, Lambi Sigurðarson,
Þorsteinn Geirleifsson, Gunnar úr Skál og einn ónafngreindur maður.

4. Hvernig hjálpaði Björn Kára í bardaganum á Kringlumýri og hverjir féllu í þessum bardaga? Með hvaða alkunnu
orðum sagði Kári Valgerði frá frammistöðu Björns?

Björn stóð að baki Kára og hann hjó spjótið af skaftinu fyrir Glúmi. Um frammistöðu hans sagði Kári: Ber er hver að
baki,nema sér bróður eigi.

5. Flettið upp á kafla 133. Hvernig koma lýsingar á mannfalli í undanfarandi köflum heim og saman við spádóM
Járngríms í draumi Flosa?

Röð þeirra sem falla er sú sama og í draumnum en þeir falla í nokkrum bardögum.
Þegar hér er komið sögu eru það aðeins Gunnar Lambason og Kolur Þorsteinsson sem eru enn á lífi.

6. Segið frá fundi Flosa og Sigurðar jarls. Hvernig stóð á því að Flosi fór til hans og hvernig fór sá fundur?

Þeir Flosi lentu í hafvillum og óveðri og brutu skip sitt í Hrossey. Eftir milligöngu Þorsteins Síðu-Hallssonar sem var mágur
Flosa, gerði jarl hann að hirðmanni sínum.

7. Hvers vegna þótti Brjánn góður og miskunnsamur konungur?


Vegna þess að hann gaf útlögum sínum þrisvar upp hina sömu sök. Hann lét ekki dæma menn fyrr en eftir þriðja
brot.

8. Segið frá því þegar Kári drap Gunnar Lambason.

Gunnar Lambason var að segja söguna af brennunni hjá Sigurði jarli á jóladag. Hann skrökvaði heilmikið svo Kári gat ekki
annað en höggvið af honum höfuðið.
Höfuðið fauk upp á borð fyrir Sigtrygg konung og jarlana.

9. Síðasta víg sem lýst er í Njálu er þegar Kári vegur Kol Þorsteinsson. Segið frá þeim skoplega dauðdaga.

Kolur var að telja silfur þegar Kári hjó af honum höfuðið og höfuðið sagði tíu þegar það fauk af.

10. Hvers vegna fer Kári til Flosa af öllum mönnum þegar hann kemur til Íslands og hvernig tekur Flosi honum?

Kári braut skip sitt við Ingólfshöfða og Svínafell var næsti bær. Flosi tók mjög vel á móti honum.

11. Hverjar urðu sættir Kára og Flosa?

Þeir sættust og sættirnar voru innsiglaðar með hjónabandi Kára og Hildigunnar Starkaðardóttur.

You might also like