You are on page 1of 2

Youtube Verkefni

Bryndís Ómarsdóttir 7. maí 2021

Endurnýjanleg orka
Í þessu youtube myndskeiði frá TedTalk er talað um endurnýjanlega orku og hvort að hún
gæti verið notuð yfir allan heim. Það er fjallað um að mannkynið notar um 35 milljarða
tunnur af olílu á hverju árinog höfum við notað um 40% af allri olíu sem er á jörðinni og telja
vísindamenn að við verðum búin að klára þessa auðlind eftir um 50 ár og um 100 ár af koli. Í
dag veitir endurnýjanleg orka bara um 13% af þörfum okkar.
Það er fjallað um hvernig það væri frekar erfitt að komast upp í 100% þótt að það er tekið ú
burtu pólitíkina og hugsað bara um vísindin. Það er aðallega fjallað um rafmagn og
vatsnorku þar sem rafmagn hefur mikil áhrif á viðskipti og heimili og vatsnorka eru mikilvæg
fyrir næstum öll ferðatæki.
Tæknin okkar í dag er svo þróuð að til þess að ná nógu mikið af orku fyrir rafmagnið með
sólarsellum og er talið að yfirborð sem er marghundrað þúsund kílómetrar væri nóg fyrir allt
mannkynið í dag en væri mjög erfitt að byggja þetta svæði vegna virkni og ferðum, hafa
einnig aðrir orkugjafar takmarkaða notkun. Fyrir olíu í ferðatækjum væri hægt að nota
sólarorku en er hún aðeins 2.5 mj á hvert kg og væri mjög erfitt að hafa þetta í bílum, skipum
og fluvélum.
https://youtu.be/RnvCbquYeIM
Flokkun á plasti
Í þessu myndskeiði frá The New York Times er verið að fjalla um hvort að það er virkilega
verið að flokka plasti sem við hendum frá okkur. Í byrjun myndbandsins er fólk að segja frá
því hvernig er flokkað plast eins og við höfum öll líklegast heyrt þar sem plastið er tekið og
breytt í eitthvað nýtt svo það er endurnýtanlegt. Taið er að flest fyrirtæki sem segja manni
að eina sem maður þarf að gera er að flokka eru að framleiða mesta plastið. Af 7 týpum af
plasti eru bara 2 sem eru flokkuð og hin eru varla flokkuð. Plast sem er ekki flokkað lendir
oftast í sjó eða í urðun. Fyrirtæki setja einnig oft flokknar merkið á vörum sem eru ekki hægt
að flokka eða þar sem er ólíklegt að fólk muni flokka eins og t.d. glös frá McDonalds og
yógúrt dósir og er það talið í lagi. Það var tekið dæmi um konu sem fékk kaffivél frá Keurig í
gjöf og stóð á vörunni að hægt væri að endurnýja eftir hverja notkun á kaffihylki. Konan vissi
að það væri ekki hægt að endurnýja hylkin og kærði hún Keurig fyrir að falsa þessar
upplýsingar. Keurig reyndi að sleppa málinu og sagði að það sem gerðist særði ekki konuna
en hún hefði værið særð vegna þess að hún hefði borgað meira fyrir eitthvað sem væri ekki
satt. Markmiðið er að fyrirtæki byrja að fjalla um þetta og geri eitthvað fyrir flokkunina og
plastið.
https://youtu.be/zVBkjMbF4Z4

You might also like