You are on page 1of 33

New Warriors

(Nýju stríðsmennirnir)

Birgitta Björt Björnsdóttir


Fatahönnun
2020
Leiðbeinendur:
Linda Björg Árnadóttir
Eva María Árnadóttir
Anna Clausen
Cédric Rivrain
Aníta Hirlekar
Elva María Káradóttir
Soffía Dröfn Marteinsdóttir
Ýr Þrastardóttir
Elsku Jörð , við reyndum okkar besta.

Við mótmæltum og töluðum við yfirvöld en það hefur sýnilega

ekki verið nóg, þú reyndir meira að segja að lækna þig sjálf.

Allt sem við vorum svo hrædd um að gæti gerst hefur nú þegar

átt sér stað.

Eins og áður þurfum við að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum

að nýju.

Við þurfum að klæða okkur í öruggari fatnað úr öruggara efni

til að aðlagast að gróðurhúsaráhrifunum. Hvað getum við sagt?

Þetta er okkur að kenna og það er líka á okkar ábyrgð að laga

þetta.

Við lítum á björtu hliðarnar og fögnum lífinu eins og það er

orðið.
1
2 MUSE AND THEME
Þegar ég var að hugsa
um muse og þema þá bjó
3 ég til heim sem var mjög
framtíðarlegur, mikið um
neon ljós og tæknivænt
umhverfi. Fólkið er
nokkuð kynlaust og mjög líkt
hvort öðru, erfitt að
skilgreina kynið þeirra og
allir mikil hörkutól og sterk.
4

5
8
7 AIR 8

6 9

10 WATER

Ég notaði frumefnin fjögur jörð, FIRE


vatn, loft og eldur til að tengja við
mótmælin. Jörðin er
fellibylir og hækkandi
hitastig, vatnið eru öll flóðin sem
EARTH
hafa verið að eiga sér stað sem og
bráðnun
jökla, loftið er piparúðinn sem
lögreglan beytir á mótmælendur
sem og mengun frá mönnum, og
eldurinn er
blysinn og brennurnar sem komið
hafa upp í mótmælum, sem og
skógareldar sem eiga sér stað
vegna
loftlagsbreytinga.

11 12
Upprunalega kveikjan mín var þessi sprenging í
byrjun 2019 sem varð í hverskonar mótmælum víða um
heim. Ungt fólk fór að berjast fyrir sinni framtíð
og vildi sjá yfirvöld gera eitthvað í ákveðnum málum.
Í þessum
mótmælum var verið að mótmæla mismunandi hlutum,
eins og gróðurhúsaáhrifum, pólitík, óréttlæti og
fleira, en það urðu til einhverskonar domino áhrif
þar sem fleiri og fleiri fengu hugrekki til að berjast
fyrir sinni framtíð. Ég hef skoðað öryggisbúninga
lögreglunnar talsvert,
á mismunandi stöðum í heiminum, sem og hvernig fólk
er að láta heyra í sér. Það sem kom mér á óvart er

ofbeldi er ekki fylgifiskur mótmælanna. Fólk notar
málningu til að mótmæla, kastar henni, sprautar
henni eða málar á
skilti. Ég varð fyrir innblæstri úr mynstrunum sem
komu út úr þessari notkun á málningu til mótmæla,
þegar fólk vill láta í sér heyra.
SILHOUETTE 14

13

Þegar ég var að leita af


15 silhouettu leitaði ég af hlífðar
fötum eins og lögreglu
brynjur og mótorhjóla búnaði, en
með því vildi ég fá
andstæðu með vel sniðnum
klassískum klæðnaði. Ég
leitaði mikið af gömlum framtíðar
klæðnaði sem var að ímynda sér
hvernig fólk myndi klæða sig í
17
framtíðinni.
16
19

18

20

21

22 24

23
Í fatalínunni minni eru átta útfærslur
(outfits). Í byrjun varð ég mér út um
hugmyndir og innblástur með því að
skoða myndir sem mér fannst tengjast
þemanu. Svo þegar ég var komin með
gott magn af myndum sem mér líkaði
fór ég með þær yfir í Photoshop. Ég
klippti þær í sundur og púslaði saman
aftur á mismunandi hátt til að finna
form og silhouettur.
Þegar ég tók að finna form á flíkurnar var ég mikið
að horfa til allskonar hnúta, allt frá fiskinetahnútum
til skrauthnúta. Ég byrjaði að skoða hnútana og fann
fljótlega fyrir einhverskonar öryggistilfinningu þegar
ég hugsaði um þá. Þess vegna vildi ég líka hafa þá
með.
Næst fórum við að hand skissa
og fengum við þá gestakennara
frá Frakklandi, Cédric Rivrain.
Hann kenndi okkur hvernig best
sé að skissa á skilmerkilegan
hátt, þannig við og kennararnir
gætu vitað hvernig flíkin á að líta
út frá þeim hugmyndum sem við
vorum nú þegar komin með.
Við fengum líka hana Anítu Hirlekar sem kennara, með
henni vorum við að vinna í efnum og formum.
PARADISE BLUE

GOLDFISH ORANGE

Ég litaði efnin mestmegnis heima


og gerði nokkrar prufur til að ná lit
sem ég var sátt með, en ég litaði
líka efni í skólanum þar sem var
miklu betri aðstaða. Ég reyndi að
bera litina saman við efnin sem ég
hafði nú þegar keypt og hafði þau
sem viðmið.

GOLDEN GLOW
Litir og efni
Ég endaði á að vinna mikið með fylltar
flíkur, eins og jakka og
kjóla sem eru þannig að fólkið sem
klæðist þeim líði eins og það sé verndað
og í góðu skjóli, og öruggt. Ég hef
notaða bæði dún og svamp til að fylla
flíkurnar með í þessum tilgangi. Þar sem
að ég er að vinna með svolítið þungt og
erfitt
viðfangsefni, vildi ég ekki detta í mjög
niðurdrepandi fatalínu og því tók ég að
nota mjög skæra liti og smá húmor í
formunum. Efnin sem ég er að nota eru
til dæmis scuba (köfunarbúningaefni)
og líka frekar tæknileg efni. En ég vildi
einnig
draga fram sterka andstæðu í
línunni, og því er ég einnig með mjög
glansandi efni.
Eftir þetta byrjuðum við að gera prufur
af flíkunum.
Vegna samkomubannsins í kjölfar
Covid 19 faraldursins þurftum við að
tala við
kennara í gegnum netið og gat það
verið mjög erfitt, til dæmis þegar við
erum að máta fötin á fyrirsætu og líka
þegar við erum að laga sniðin okkar
en við reynum okkar besta.
Ég finn alltaf leið í mínum verkum til að koma
inn pönki. Þess vegna hafði ég það í huga
þegar ég var að koma með hugmyndir, að
reyna að koma pönki líka inn í þetta verk. Ég
dregst mjög mikið að frelsinu sem kom með
pönk byltingunni, og þótt það væri líka margt
slæmt sem kom með
pönkinu kom þar einnig fram
hugrekki, hugrekki til að segja
stjórnvöldum að huga að framtíð unga fólksins.
Ég vildi ekki hafa það of augljóst að ég notaði
pönk í
hönnunninni á
flíkunum en ég vil nota það í
fylgihlutum, förðun og hárinu á fyrirsætunum.

25
Þegar ég tók að stílisera línuna ákvað ég að nota
kaðla, enda tengjast kaðlar hnútum, gera belti sem er hnýtt
sjómanns hnúti. Í byrjun datt mér í hug að gera gleraugu með
glimmeri og blómum í glerjunum eða á gleraugunum. Þetta
vísar í þá hugmynd, að sá sem horfir út um gleraugun sér
fallegri og betri heim.
Einnig hafa blóm hafa verið mjög áberandi í
mótmælum sem tákn friðar og ástar og vildi ég þess vegna
koma þeim inn á einhvern hátt. Svo breytti ég aðeins
hugmyndinni minni þegar faraldurinn kom og vildi ég þá
frekar búa til einhvers konar vörn sem ég mun taka innblástur
frá andlits skildi sem mikið af framlínu fólki er að nota til að
verja sig fyrir veirunni.

26

28
27
Þegar ég lít til baka sé ég bæði kosti og galla við aðstæðurnar sem
við þurftum að vinna við, en við unnum að okkar útskriftarverkefni á
tímum sem gjarnan eru sagðir vera fordæmalausir. Það slæma var að geta
ekki eytt síðustu önninni minni við skólann með bekkjasystrum mínum.
Við vorum orðnar svo vanar að vinna saman og gefa hver annarri ráð í
gegnum námið, þótt við gerðum það vissulega í gegnum netið eftir að
skólanum var lokað. Í þau fáu skipti sem við hittumst á netinu er það
ekki eins og þegar við hittumst í skólanum.
Hinsvegar fann ég fyrir aðeins meira stolti yfir sjálfri mér, að mér
hafi nokkurnveginn tekist að leysa öll þessi vandamál sem mynduðust
við gerð lokaverkefnisins upp á eigin spýtur þannig að ég klappa mér á
bakið fyrir það.
Fötin breyttust lítið í ferlinu, en stundum þegar ég var búin að
gera prufu sá ég strax að ég mundi þurfa að laga eitthvað en þá er það
oftast út af því að það mátast öðruvísi en það á að líta út. Litirnir
voru ekki negldir niður þegar ég byrjaði að sauma prufurnar, þannig ég
tók mér tíma í finna hvað passaði best saman og hvernig áferðirnar á
efnunum voru saman.
Það kom mér á óvart hvað lokaskissurnar voru mikilvægar í geg-
num allt ferlið og hjálpuðu mér mikið þegar eitthvað varð óskýrt fyrir
mér. Í byrjun samkomubanns og einangrunar var ég mjög viss um það yrði
ekkert mál að gera þetta heima, þar sem ég er með góða aðstöðu og allt
svoleiðis, en þetta tók engu að síður mikið á bæði andlega og
líkamlega. Maður verður smá kúkú í hausnum, þegar maður fær lítið
samtal og er einn í sínu, og þá er mjög auðvelt að missa áhuga og
metnað í smá tíma.
Myndaskrá


Mynd 1. Sung Jin Park. 2016. https://www.pinterest.com/pin/645070346596840036/ Mynd 17. Óþekkt
Mynd 2. Karakter.de. Activision. 2015. https://www.pinterest.co.uk/ Mynd 18. „BOTTEGA VENETA FALL/WINTER 2019 LOOK 13“. 2019. https://
pin/384705993162337980/ www.tag-walk.com/zh/look/170386
Mynd 3. “Macedonia: The Colorful Revolution“. 2016. https://www.buildamove- Mynd 19. Óþekkt
ment.org/blog/?category=macedonia Mynd 20. „Riot police shooting tear gas to disperse protesters in North Point in
Mynd 4. „Nighttime Photos Capture Vibrant Pink Glow of Times Square’s Neon 1967. Photo: M. Chan“. 1967. https://www.pinterest.com/pin/460141286928994964/
Lights“. 2018. https://mymodernmet.com/neon-new-york-xavier-portela/ Mynd 21. „Venice canal during extraordinary floods“. 2019. https://www.dailymail.
Mynd 5. Óþekkt co.uk/news/article-7688847/Venice-braces-flooding-water-levels-set-reach-five-feet.html
Mynd 6. „Protesters In Venezuela Are Wearing Crazy-Looking Homemade Gas Mynd 22. Óþekkt
Masks“. 2014. https://www.businessinsider.com/venezuela-gas-masks-2014-2?r=US&IR=T Mynd 23. „A New Kind of Practical Femininity: Moncler x Simone Rocha“. 2018.
Mynd 7. Óþekkt https://www.anothermag.com/fashion-beauty/11226/a-new-kind-of-practical-femininity-
Mynd 8. „Yellow vest protests across France“. 2019. https://www.thelocal. moncler-x-simone-rocha
fr/20190329/what-to-expect-this-weekend-for-the-yellow-vest-protests Mynd 24. „Gareth Pugh Spring 2018 Ready-to-Wear Collection“. 2018. https://www.
Mynd 9. Óþekkt pinterest.com/pin/356980707955347442/
Mynd 10. „High tide floods most of Venice as wild weather kills six across Italy“. Mynd 25. „26 Pictures That Show Just How Hardcore ’70s Punk Really Was“. 2015.
2018. https://www.abc.net.au/news/2018-10-30/italian-tourist-city-venice-inundated-by-ex- https://www.buzzfeed.com/gabrielsanchez/pictures-that-show-just-how-hardcore-70s-punk-
ceptional-high-tide/10446426 really-was?utm_term=.jnJ22Nwq0
Mynd 11. „Rescue mission, Japan, Operation Tomodachi“. 2011. https://commons. Mynd 26. „Óculos com glitter na lente é a nova tendência“. 2018. https://www.we-
wikimedia.org/wiki/File:Rescue_mission,_Japan,_Operation_Tomodachi.jpg fashiontrends.com/oculos-com-glitter-na-lente-e-a-nova-tendencia/
Mynd 12. „Mad Max: Fury Road“. https://www.pinterest.com/ Mynd 27. „Dunlop® Protective Footwear 16” White PVC Steel Toe Boots“. https://
pin/220746819211147765/ www.qcsupply.com/dunlop-16-white-pvc-boot-steel-toe.html
Mynd 13. „KUYOU Protection Hip,3D Padded Shorts“. 2019. http://skateboarding- Mynd 28. „50,000 face shields being donated to Maryland healthcare workers and
equipment.myrecommend.top/kuyou-protection-hip3d-padded-shorts-breathable-light- first responders“. 2020. https://www.wmar2news.com/news/local-news/50-000-face-shields-
weight-protective-gear-for-ski-skate-snowboard-skating-skiing-volleyball-motorcross-cy- being-donated-to-maryland-healthcare-workers-and-first-responders
cling-review/ Allar aðrar myndir: Birgitta Björt Björnsdóttir, 2020
Mynd 14. Óþekkt
Mynd 15. Óþekkt
Mynd 16. „USAAF Air Force A-11-A“. https://www.pinterest.at/
pin/506092076873029607/

You might also like