You are on page 1of 3

Slagsmál í salnum – heimildir og sannanir

Bakgrunnsupplýsingar
Þið eruð stjórnendur í skóla þar sem upp kemur slagsmál í matsalnum. Þið eruð að reyna að átta
ykkur á sannleikanum varðandi slagsmálin. Slagsmálin voru á milli Jóns og Marteins. Jón er nýr
nemandi og hann er feiminn, rólegur og á ekki marga vini. Hann flutti í bæinn í síðasta mánuði
þar sem faðir hans var ráðinn til að taka við helsta fyrirtæki bæjarins. Pabbi Jóns fór í
endurskipulagningu á fyrirtækinu og rak þónokkuð af starfsfólki og þar á meðal foreldra
Marteins. Marteinn er vinsæll nemandi og þekktur fyrir að vera vinalegur og fyrir að vera
fyndinn en síðstliðnar vikur hefur hann dregið sig í hlé og hefur verið þyngri í skapinu.

Heimildirnar
Jón: „Þessi gaur Marteinn byrjaði. Ég stóð bara í röðinni og var að fara að borga matinn minn
þegar hann ýtir fast í mig. Algjörlega að ástæðulausu. Hann gjörsamlega missti sig. Ég þekki
hann ekki neitt en hann er búinn að vera eitthvað skrýtinn við mig alveg síðan ég byrjaði í
skólanum. Ég hef séð hann og vini hans stara á mig í enskutímum og ég hef ekki hugmynd um af
hverju.“

Marteinn: „Þessi krakki er ruglaður. Hann snéri sér við og kýldi mig upp úr þurru. Ég og vinir
mínir vorum í röðinni eitthvað að fíflast og hann snýr sér við og kýlir mig bara. Það er eitthvað
að honum. Spyrjið hvern sem er – hann er krýpí.“

Eiríkur (Vinur Marteins): „Ný gaurinn byrjaði. Hann réðst bara á Martein að ástæðulausu. Hann
er frík. Hann heldur að hann sé betri en allir út af pabba sínum.“

Anton (hlutlaus áhorfandi): „Ég var langt aftur í röðinni og ég sá Martein og vini hans vera með
einhver læti og fíflast. Ég heyrði ekki hvað þeir voru að segja en allt í einu sá ég að það var verið
að toga Jón og Martein í sundur.“
Margrét (kærasta Marteins): „Ég var ekki á staðnum en Marteinn hefur verið annars hugar og
frekar illgjarn upp á síðkastið. Ég veit ekki hvað er í gangi en hann er ekki hann sjálfur.“

Starfsmaður í mötuneyti: „Strákahópurinn var að ýta við hvor öðrum og ég held að það hafi
verið óvart en einn þeirra rakst í nýja strákinn og hann tók því eitthvað illa.“

Móðir Marteins: „ Marteinn myndi aldrei eiga upphafið af áflogum. Hann er ljúfur drengur en
ég veit að það hefur verið erfitt fyrir hann síðan ég og pabbi hans misstum vinnuna en hann
myndi samt ekki fara að slást við einhvern. Hann er leiðbeinandi fyrir yngri drengi og hann
hjálpar sömuleiðis til í kirkjunni. Þið getið spurt hvern sem er hér í bænum.“

Pabbi Jóns: „Ég get lofað því að Jón minn myndi aldrei leggja hendur á nokkurn nema að honum
hafi verið ögrað. Trúðu mér, hann veit hvernig það er að aðlagast nýjum skólum þar sem við
höfum þurft að flytja oft síðustu árin vegna vinnunnar minnar. Ég hef fylgst með honum þegar
hann aðlagast nokkrum nýjum skólum og ferlið hefur verið eins öll skiptin. Hann lætur lítið fyrir
sér fara og fljótlega átta krakkarnir sig á því hvað hann er frábær. Þannig að ég veit að hann
myndi aldrei skapa nein vandræði, það er ekki í eðli hans.“

Jóhann (nemandi sem var með Marteini og Jóni í enskutímanum rétt fyrir mat): „Ég var ekki í
matsalnum í dag og ég er ekki vinur þessar stráka en ég hef séð Martein og vin hans vera
andstyggilega við Jón á göngunum og tímum þegar kennarinn sá ekki til. Þeir voru ekkert að
meiða hann en þeir voru að gera grín að honum og hlægja að honum og ég sá að þetta lét
honum líða illa.“

Enskukennarinn: „Í hreinskilni kemur þetta mér ekki á óvart. Það hefur verið mikil spenna í
skólanum og öllu bæjarfélaginu í heild sinni eftir að endurskipulagninguna. Mikið af fólki er
ósátt með ákvörðun nýju stjórnarinnar í fyrirtækinu að reka fjöld starfsmanna og er ég mjög
hissa á þessari ákvörðun. Þetta tekur á allt bæjarfélagið og ég finn til með strákunum.“
Leiðbeiningar
Notið heimildirnar hér að ofan til að fylla út í töflurnar hér að neðan. Í hverri töflu eiga að vera að
minnsta kosti tvö sönnunargögn:

Bæjarfélagið: Hvað er að gerast Hver sagði þetta? Er þetta áreiðanleg heimild?


í bæjarfélaginu sem gæti Færið rök fyrir.
útskýrt slagsmálin?

Skólinn: Hvað er búið að vera Hver sagði þetta? Er þetta áreiðanleg heimild?
gerast í skólanum sem gæti Færið rök fyrir.
útskýrt slagsmálin?

Mötuneytið. Hvað gerðist í Hver sagði þetta? Er þetta áreiðanleg heimild?


mötuneytinu? Færið rök fyrir.

Spurningar
Hvað gerðist í mötuneytinu í raun og veru? Vísið í heimildirnar. (Búið til heildstæða frásögn með
forsögu og því hvað átti sér stað)

Hver ber ábyrgð á slagsmálunum?

Hvað á að gera í málunum? Færið rök fyrir.

You might also like