You are on page 1of 4

ÍSE309G Samtímabókmenntir og bókmenntafræði

Nemandi: Eleonora Maximciuc

Ritgerð um smásöguna „Ljósakrónan“ úr bókinni Kláði eftir Fríðu Ísberg

Fríða Ísberg (1992) er ungur íslenskur rithöfundur sem lærði ritlist við Háskóla Íslands og hefur
sent frá eigin ljóðabók Slitförin (2017) og smásagnasafnið Kláði (2018). Einnig tilheyrir hún
ljóðakollektífinu Svikaskáld þar sem hún gaf út með þeim ljóðabækurnar Ég er ekki að rétta upp
hönd (2017) og Ég er fagnaðarsöngur (2018). Verk hennar hafa hlotið ýmsar viðurkenningar og
jákvæða dóma.

Smásöguna „Ljósakrónan“ úr bókinni Kláði er samtímasaga sem gerist í Reykjavík. Í smásöguni


er sagt frá sambúð miðaldra foreldra og sýni sínum Angantý og tengdadóttur sem flytja inn til
þeirra eftir ferð í Suður-Ameríku því að þau eiga ekki efni til að leiga íbúð sjálf og
leigumarðaðurinn er fáránlega dýr. Almennt tengslið í fjölskyldunni frá byrjun gengur illa og
með tímanum verður meira óþægileg. Jafnvel þó að foreldrum Angantý þykja vænt um son
þeirra, víðsýni og hegðun tengdadóttur fer í taugarnar á þeim, þannig að þeir geta ekki beðið eftir
að þau flytji út.

Hugmynd höfundarins að þessari smásögu var að skrifa um nútímakynslóð sína og gömlu


kynslóðarinnar og muninn á hugarfarinu á milli þeirra. Hvernig nýja kynslóð auðveldlega
afhjúpa sig og er opin fyrir nýjum hugmyndum, en hin er íhaldssöm og lokuð. Í þessari ritgerð ég
ætla að gera samanburð á þessum tveimur hjónum, sem eru andstæð bæði í hegðun og hugsun.
Síðan ætla ég að gera grein fyrir merkingu hans: hvað getur samanburðurinn sagt um smásöguna
„Ljósakrónan“ sem heild?

Mamma hans Angantýs er aðalpersónan sem segir söguna í fyrsta persónu og lýsir aðallega eigin
hugsunum og tilfinningum. Hún talar mikið um breytingarnar í húsinu síðan sonur þeirra flutti
inn með tengdadóttur sinni. Einnig talar hún um áhrifin sem tengdadóttir hefur á son þeirra og
hversu erfitt er að búa saman með þeim. Frá upphafi sögunnar vitum við að „hann [Angantýr] er
ekki vandamálið“, hann tekur til og eldar,1 setur í þvott og ryksugar.2 Við sjáum að hún er stolt af
syni sínum, hann er duglegur og gerir öll húsverkin sjálfur. Í raun og veru er tengdadóttir ekki
nóg góð. Hún er alltof opin um viðkvæm og vandræðaleg efni eins og kynlíf milli hennar og
sonar þeirra. Efnið sem hún vakti fyrirvaralaust í veislu heima hjá foreldrum hans áður þau fluttu
inn: „hann hafi ekki haldið áfram að geðjast henni eftir að hann var ...búinn“. 3 Ennfremur byrjar
svo sonur þeirra að gagnrýna þá fyrir að hafa aldrei talað við hann um kynlíf. Þetta er
augnablikið sem foreldrarnir átta sig á því að sonur þeirra hefur breyst vegna hennar og hegðar
sér öðruvísi og þeir geta ekkert gert í því. En miðaldra hjón sem var alið upp á þann tíma þegar
kynlif var ekki viðunandi umræðuefni get varla þvingað sig til að tala um það opinskátt, þannig
að þau vissu ekki hvernig á að bregðast við þessum upplýsingum. 4 Jafnvel þegar þau reyna að
útskýra sig, unga parið hefur enga þolinmæði til að hlusta. Þau dæma of fljótt án þess að vita
allar staðreyndir og foreldrum líða „eins og þau vilji refsa [þeim] fyrir öll sín mistök“.5

Sögumaðurinn skapar þessa mynd af foreldrum sem fórnalömbum nýrrar kynslóðar, sem eru
hjálparlaus og geta „ekkert sagt“ og hafa ekki annað val en „bara að bíða“.6 Þau eru svekkt en
hrædd við að verða dæmdir og kjósa að vera þögul og þola óvirðingu sem þar af leiðandi veldur
þeim miklum óþægindum í eigin húsi. Sem dæmi má taka óhljóðin frá Angantý og tengdadóttir,
einnig ljósakrónan sem dingla til og frá er myndmál fyrir óhóflegt kynlíf sem þeir heyra og sjá
stödugt.7

Á hinn boginn eru Angantýr og tengdadóttur, unga parið sem er andstætt foreldrunum að aldri en
einnig í hugsun og hegðun. Jafnvel þótt þau séu ung og víðsýn, þau eru ósjáfstæd og
hugsunarlaus. Þau eru fullorðin „tuttugu og sex og tuttugu og sjö ára“, 8 en þau velja að búa hjá
foreldrum og hegða sér eins og foreldrarnir eru skyldaðir til að hjálpa þeim og gera sér ekki grein
fyrir því að þau skapa óþægindi.9 Einnig búa þau til sínar eigin viðmið í húsi þar sem þau eru

1
Fríða Ísberg: Ljósakrónan, bls. 9
2
Fríða Ísberg: Ljósakrónan, bls. 14
3
Fríða Ísberg: Ljósakrónan, bls. 11
4
Fríða Ísberg: Ljósakrónan, bls. 12
5
Fríða Ísberg: Ljósakrónan, bls. 13
6
Fríða Ísberg: Ljósakrónan, bls. 9
7
Fríða Ísberg: Ljósakrónan, bls. 10
8
Fríða Ísberg: Ljósakrónan, bls. 16
9
Fríða Ísberg: Ljósakrónan, bls. 15
aðeins gestir, svo sem að elda vegan mat og dæma foreldrna ef þeir borða ennþá kjöt eða fisk. 10
Á þann hátt foreldrar Angantýs bókstaflega þurfa að hljaupa út á bensínstöð til þess að kaupa sér
pylsur og hvíla sig í sumarbústað hverja helgi.11

Smásagan „Ljósakrónan“ lýsir í stuttu máli nútíma vandamál miðaldra foreldra sem eru í sambúð
með fullorðnum syni sínum og tengdadóttur því að leigumarkaðurinn er skelfilegur. Titill
bókarinnar er einnig myndmál fyrir óhóflegt kynlíft ungu hjónanna sem er útsett og skapar
foreldrum óþægindum og gerir sambúð þeirra óbærilegt. Foreldrarnir eru hjálparvana og þora
ekki að segja neitt. Á meðan tengdadóttur og Angantýr kenna foreldrum sínum um mistök sín og
nýtir sér örlæti og gestrisnin þeirra án þess að gera sér grein fyrir því að foreldrar Angantýs geta
ekki beðið eftir að þau flytji út. Í öllum tilvikum, enginn þeirra hegðar sér á réttan hátt og þegar
öllu er á botninn hvolft eru þau óhamingjusöm og neydd til að búa saman.

10
Fríða Ísberg: Ljósakrónan, bls. 16
11
Fríða Ísberg: Ljósakrónan, bls. 17
Heimildaskrá

Fríða Ísberg. 2018. Kláði. Ljósakrónan, bls. 9 – 18. Partus, Reykjavík.

You might also like