You are on page 1of 2

Manga og Anime fyrir grunnskóla

Naruto
Aldur : +10

Um söguna
● Saga fjallar mikið um erfiðleika stráks sem er hafnað algjörlega út úr
samfélaginu af ástæðum sem hann ræður ekki við. Hann berst fyrir rétti
sínum að vera séður af öðrum og tekst undir lokin að vera talinn einn
mikilvægasti leiðtogi heimsins.

Móral sögunar
● Björtustu brosin geta falið mestan sársauka
● Það eru engar flýtileiðir að markmiðum þínum
● Það er í lagi ef hæfileikar þínir taka tíma að koma í ljós
● Ekki festast í fortíðinni
● Stundum þarf að bjarga vinnum sínum, jafnvel ef þau vilja ekki hjálp

My Hero Academia
Aldur : +8

Um söguna
● Drengur fæðist án hæfileika í heimi sem 80% fólks eru með ofurkrafta.
Hann sýnir dugnað og vinur samþykki þekktu hetju heims sem hjálpar
honum að læra að verða næsta ofurhetjan sem mun bjarga heiminum.

Móral sögunar
● Það er í lagi að eiga óvini
● Keppinautar geta hjálpað hvort öðrum að þroskast
● Finndu fyrirmyndir og lærðu af þeim
● Þú ert aldrei búin að læra
● Allt sem þú gerir hefur afleiðingar, góðar og slæmar

Black Clover
Aldur : +8

Um söguna
● Tveir vinir sem hafa búið saman í mörg ár í munaðarleysingjahæli fá
tækifærið til að ganga í liðs við galdra hersveitir ríkisins sem þeir búa í.
Þeim er hafnað vegna blóðtengsla leysis, og berjast því við að sýna að
allir geta verið kröftugir.

Móral sögunar
● Ekki láta aðra draga þig niður
● Finndu styrkleika þína og styrktu þá
● Vinir geta orðið að fjölskyldu
● Ekkert er sanngjarnt, en ekkert er ómögulegt heldur
Fire Force
Aldur : +10

Um söguna
● Drengur missir móður sína í húsaeldi þegar hann var ungur. Vegna þess
hvernig hann tekur á erfiðum aðstæðum (hann brosir þegar honum líður
illa) er honum hafnað af fólki í kringum sig. Þegar hann er orðin fullorðinn
sækir hann um að verða slökkviliðsmaður til að forða önnur börn að lenda
í sömu aðstæðum og það sem hann hafði þurft að þolað.

Móral sögunar
● Hlustaðu meira en þú talar
● Reynsla kemur ekki í staðinn fyrir menntun
● Og menntun kemur ekki í staðinn fyrir reynslu
● Ef þú veist ekki, spurðu; Ef þú veist, staðfestu
● Vertu gott fordæmi fyrir öðrum

Wolf Children
Aldur : +10

Um söguna
● Móðir og börn flytja út á land eftir að faðirinn deyr í slysi. Móðir barnanna
leitar allra leiða til að veit börnunum sínum gott líf og vernd í þeim erfiðu
aðstæðum þau finna sig í.

Móral sögunar
● Það er í lagi að syrgja og sorg má líka vera styrkur til að gera betur
● Söknuður er eðlilegur, og tengsl er hægt að halda jafnvel ef fólk sé ekki
lengur til staðar í lífi mans
● Börnin þurfa að taka sínar eigin lífs ákvarðanir

SPY x FAMILY
Aldur : +8

Um söguna
● Besti spæjari heimsins tekur að sér nýtt verkefni, en til að geta gert það
vel hefur honum verið skipað nýtt dulargervi. Hann þarf að búa til plat
fjölskyldu, læra að vera faðir með barn og eiginkonu til að koma í veg fyrir
að það verður fundið upp um hann.

Móral sögunar
● Þú veist aldrei hvað aðrir hugsa
● Fólk hefur margar hliðar, og sumar viltu ekki sjá
● Fólk er gott að fela óöryggi sitt
● Jafnvel fagfólk getur gert mistök
● Fjölskilda er bara hópur fólks sem elskar hvort annað

You might also like