You are on page 1of 1

Lilja M.

Jónsdóttir lektor – Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Að ígrunda reynsluna
„Við lærum ekki af reynslunni. Við lærum með því að ígrunda reynsluna.“
John Dewey

Eftirfarandi má styðjast við til að skrá hugleiðingar um eigin reynslu,


hugmyndir og viðhorf, sem og um lestur − og ígrundun um hann.
Endursegja (retell) Setningar geta þá byrjað á;
Segðu frá með eigin orðum Ég ætla að fjalla um ...
Taktu saman upplýsingar úr textanum Ég tók eftir því að ...
Gerðu grein fyrir meginhugmynd Aðalatriðið var ...
Lýstu samhengi hugmynda Mér fannst sérstaklega athyglisvert hvernig ..
Bentu á áhugaverð atriði Mest um vert fannst mér ...
Lýstu mikilvægum þáttum Það sem vakti sérstaka athygli mína ...
Svaraðu sérvöldum atriðum Það sem mér fannst skipta mestu var ...
Útskýrðu nánar Við nánari skoðun komst ég að því að ...
Ég áttaði mig á að ...

Tengja (relate) Setningar geta þá byrjað á;


Tengdu saman atriði Þetta minnir mig á ...
Þegar ég ... rifjast upp hjá mér ...
Vísaðu til persónulegrar reynslu af Þetta fær mig til að hugsa um ...
(bókum, fræðum, fréttum, málefnum, Eitt að því sem snertir mig er ...
atburðum í eigin lífi, skyldum málum, Það sem ég velti fyrir mér þegar ég les ...
tilfinningum...) Í þessu sambandi langar mig að nefna ...
Berðu saman Mér líður eins og ...
Það sem er líkt með þessu/m ...
Nefndu andstæður ... fær mig til að finnast ...
Skilgreindu Það sem mér fannst sérstaklega merkilegt /
mikilvægt / áhugavert fyrir mig var ...
Nefndu dæmi Dæmi um þetta er / eru ...

Ígrunda (reflect) Setningar geta þá byrjað á;


Ályktaðu út frá eigin sýn og reynslu Nú skil ég að ...
Mér er ljóst nú að ...
Leggðu mat á og skýrðu nánar Ég tel/álít að ... vegna þess að ...
Þetta fær mig til að hugsa um ... vegna þess að ...
Segðu skoðun þína og skýrðu nánar, Ég velti fyrir mér hvers vegna eða hvort ...
rökstyddu Það sem er líkt með þessu/m ...
Deildu með öðrum innsæi og nýjum Nú geri ég mér grein fyrir að ...
skilningi Það sem ég hef lært af þessu er ...
Spurðu málefnanlegra spurninga Hvernig / hvers vegna ...?
Maður hlýtur að spyrja ...
Rökstyddu það sem þú settir fram Sú spurning vaknar hjá mér að... vegna þess að...
Ef til vill hefði ég ... vegna þess að ...
Dæmi um þetta er / eru ...
Þetta minnir mig á mikilvægi þess að ...
Eins og fram kemur hjá ... þá ...
Best leist mér á hugmyndina um ... af því að...

Lauslega þýtt af Lilju M. Jónsdóttur úr bókinni The Portfolio Organizer. Succeeding


with Portfolios in Your Classroom. 2000. Eftir Rolheiser, C., Bower, B. and Stevahn,
L. Alexandrie, VA.: ASCD. Endurskoðað m.a. í samvinnu við Jóhönnu Karlsdóttur.

You might also like