You are on page 1of 11

Sögugreining

-hugtök í bókmenntafræði

MH/ÍSLE2AB10 1
Sjónarhorn

• Höfundur velur hver segir söguna. Stundum er


sögumaðurinn ein af persónum sögunnar, stundum
einhver utan við hana.
• Höfundur sögu þarf að ákveða hversu miklar beinar
upplýsingar hann vill veita lesandanum um
sögupersónurnar, t.d. varðandi líðan þeirra,
hugsanir og tilfinningar.
• Höfundur þarf að velja sér sjónarhorn.
MH/ÍSLE2AB10 2
Mismunandi sjónarhorn
• Alvitur sögumaður (3. pers. frásögn)
• Stendur fyrir utan og ofan söguna og veitir innsýn í hug allra persóna ef
honum sýnist
• Sögumaður með takmarkaða vitneskju (3. pers. frásögn)
• Höfundur takmarkar aðgang lesandans að hugsunum persóna og sýnir
aðeins í huga einnar eða fárra persóna
• Hlutlæg frásagnaraðferð (3. pers. frásögn)
• Aldrei sagt hvað persónurnar hugsa
• Persónur lýsa sér sjálfar með orðum sínum og gerðum
• 1. persónu frásögn
• Sögumaður segir söguna í 1. persónu, einhver „ég“ er í sögunni og þá
fær lesandinn aðeins að sjá í huga þeirrar persónu
MH/ÍSLE2AB10 3
Áhrif sjónarhorns á lesandann

• Samúð lesandans er oft tengd sjónarhorninu.


• Lesandinn fær frekar samúð með sögupersónum
sem fá að gera grein fyrir hugsunum sínum og
tilfinningum.

MH/ÍSLE2AB10 4
Tími
• Ytri tími
• Tíminn sem frásögnin gerist á, þ.e. hvenær atburðir
sögunnar gerast samkvæmt okkar almanakstíma.
Stundum gefur verkið sjálft beinar upplýsingar um
tímann en stundum getur verið erfitt og allt að því
ómögulegt að tímasetja verk. Oft verður lesandinn að átta
sig á því eftir sögulegum vísunum eða tíðaranda.
• Innri tími (stundum nefndur sögutími)
• Sá tími sem líður innan verksins frá upphafi þess til enda.

MH/ÍSLE2AB10 5
Tími

• Mikilvægt að átta sig á hvort það sé langur tími


milli ytri tíma og ritunartímans. Lýsir höfundur
samtíma sínum, fortíð eða e.t.v. framtíð?
• Athuga tímaeyður, er einhverjum tímaskeiðum
sleppt?
• Er sagt frá í réttri röð eða er flakkað fram og aftur í
tíma?

MH/ÍSLE2AB10 6
Umhverfi

• Frásagnir gerast einhvers staðar.


• Umhverfi getur verið raunverulegt, staðir sem við
þekkjum svo sem Reykjavík. Höfundar skapa líka
oft umhverfi, gefa bæjum eða sveitum nöfn sem
ekki þekkjast í raunveruleikanum.
• Athuga að umhverfislýsingar gegna oft hlutverki í
texta. Mikilvægt að átta sig á í hvernig umhverfi
persónurnar lifa.
MH/ÍSLE2AB10 7
Umhverfi

• Félagslegt umhverfi
• Til að auka skilning á persónum sögu er nauðsynlegt að
lesandinn átti sig á félagslegu umhverfi þeirra. Hér er átt
við stéttastöðu, efnahag og fleira sem getur haft áhrif á
félagslega stöðu persónanna

MH/ÍSLE2AB10 8
Bygging

• Hefðbundnar sögur skiptast í:


• Upphaf, kynningu aðstæðna
• Miðju, átök (flækju), hápunktur þeirra er kallað ris
sögunnar
• Endi, lausn
• Smásögur hefjast stundum í miðri atburðarás og
geta endað í risi sögunnar.

MH/ÍSLE2AB10 9
Persónulýsingar

• Persónulýsingar snerta bæði ytra útlit, klæðaburð, hegðun


og innri mann persóna og mótast af vali á sjónarhorni.
• Hlutlægt sjónarhorn nær aðeins til ytri lýsingar, lýsingar á
útliti, klæðaburði, tali, athöfnum og orðum, þ.e. til þess
sem sést og heyrist. Sögumaður sér ekki inn í hug
persónanna.
• Alvitur höfundur getur aftur á móti hvort tveggja: lýst
persónum utan frá og séð í hug þeirra að vild, lýst
minningum þeirra og hugsunum.
MH/ÍSLE2AB10 10
Beinar og óbeinar
persónulýsingar
• Beinar lýsingar byggja á upplýsingum frá
sögumanni; útliti og/eða persónueinkennum er lýst
• Óbeinar lýsingar byggja á því hvernig persónan
lýsir sér sjálf, hvað hún segir, hvernig hún kemur
fram, hvort samræmi er milli orða hennar og
gerða. Einnig kemur til hvað aðrir segja um hana
og hvernig aðrir koma fram gagnvart henni. Segja
má að þá meti lesendur persónur samkvæmt sömu
upplýsingum og þeir hafa í raunverulegu lífi.
MH/ÍSLE2AB10 11

You might also like