You are on page 1of 2

Námsmat, vinnureglur og skil á verkefnum

Upplýsingar um heimanám og verkefni hverrar viku má nálgast á Innu. Nemandi ber ábyrgð á
eigin námi og að standa skil á þeim þáttum sem teknir eru til námsmats. Ef nemandi missir úr
kennslustund þarf hann að afla sér upplýsinga um heimavinnu og afla þeirra gagna sem þörf er
á. Ef nemandi skilar ekki tilteknum þætti til námsmats getur það þýtt að lokamat geri ekki rétta
grein fyrir hæfni hans.

Námsmat: Einstök verkefni og próf hafa mismikið vægi í lokanámsmati eftir umfangi og þjálfun
hæfniviðmiða. Athugið að þó eitthvað hafi minna vægi þá gerir margt smátt eitt stórt og getur
skipt sköpum þegar upp er staðið.

Skil á verkefnum: Nemendur skulu stunda námið af kostgæfni og skila verkefnum á réttum
tíma. Nemendur sem ekki skila á réttum tíma, geta átt von á lækkun einkunnar. Kennari getur
gefið nemanda frest í nokkra daga ef gildar ástæður (veikindi) eru fyrir hendi en þó aldrei lengur
en 5 virka daga. Verkefnum skal skilað á Innu nema annað sé tekið fram.
Enskukennarar

You might also like