You are on page 1of 6

BEIN

1.Hlutverk beina og beinagrindarinnar.


-Stuðningur
-Vernd
-Hjálp við hreyfingar
-Geymsla og losun steinefna
-Framleiðsla blóðfruma
-Geymsla fituefna

2. Gerðir af beinum
àLöngum beinin mest áberandi.
àFlöt bein eins og bringubein og höfuðkúpan
àÓregluleg bein eins og hryggjarliðirnir
àStutt bein eins og í úlnlið
àSesamoid bein sem vaxa hálf partinn inni í sinum. Ekki fast við restina
af beinagrindinni heldur fast við sin.(veitir styrk og minnkar núning yfir
liðinn.) Hnéskelin er dæmi um svona bein.

3.Frumur í beinum

Osteoblasts;
Beinmyndunarfrumur.
Búa til beinvef og viðhalda þykknum í vefnum
Er um 5% allra fruma beina

Osteocytes;
Sérhæfðar beinmyndyunarfrumur sem viðhalda beininu innan þess
beinhluta sem hún bjó til.
Er um 95% allra beinfruma

Osteoclasts;
Beinátsfrumur
Brjóta niður bein, seyta sýru og brjóta þanning niður svo beinin leysast
upp.
Aðalhlutverk þeirra er að losa kalsíum frá beinunum og einnig að
viðhalda holrými beinana.
Minna en 1% allra beinfruma.
Beinátsfrumurnar koma í raun frá sama hópi fruma sem gefa okkur hvítu
og rauðu blóðkornin og blóðflögurnarà Úr beinmerg.

4.Beinvef

Beinvefur eru;
-15% vatn
-30% kollagen
-55% steinefnakristallar( kalsíumfosfat, kalsíumhýdroxið)
Kalsíumfosfat + Kalsíumhýdroxið= Hydroxyapatít(liggur innan um
kollagentrefjanar)

5. Vefir langra beina

a)Diaphysis
b)Epiphyses
c)Articular cartilage
d)Periosteum
e) Medullary cavity
f)Endosteum

Enginn beinhimna er undir liðbrjóski.

Flöt bein
Hafa ytri skel af þéttu beini en eru frauðbein
innan í.(hueso esponjoso)
Eru ekki fyllt af fitubeinmerg.
Umlukin beinhimnu.
Frauðbein= Blóðmyndun
6. Vefjagerð þéttbeins.

Finnum þéttbein utan á öllum beinum í líkamanum.

Beinhimnan er bláa linan utan á (mynd)(periosteum) er sambland af


Bandvefslagi( connective tissue) og inniheldur
beinmyndunarfrumur(osteoblasts)
Æðar eru utan á beinhimnu(periosteum) sem liggja líka inn í beinið í
gegnum beinhimnuna.
Lamelur eru út um allt í beininu
Canaliculi eru frumuþræði sem nota til að eiga samskiptum við hvora
aðra frumur, líka notað til að flytja næringarefni.
Osteoclasts raða sér í hringi og mynda Osteon sem hafa æðar í
miðjunni í æðagöngum sem heita Havertian gangar.
EINN OSTEON ER EIN BEINEINING
7.Vefjagerð frauðbeins

Osteoblastar umlykja frauðbein og inni í frumuhring osteoblasta eru lika


beinfrumur og osteoclast.
Við getum líka finnast canaliculi með sama hlutverk; flytja næringu og
samskipti á milli frumna.
Ekki æðar sem liggja inni í miðjunni heldur er þetta veefurinn sem
myndar blóðið og er mjög öflugt blóðflæði alls staðar.
Erum með tvær gerðir af merg.
Í holrými beina er fitumergur.(medula grasa)
Í frauðbeini er rauði blóðmyndandi mergurinn(medula hematopoyetica
roja)

8.Beinmyndun frá brjóski

Fyrst myndast brjósk sem er síðan ummyndað í bein – þetta gerist á


þennan hátt í flestum beinum líkamans. Gerist í sex skrefum.

Fyrsta skref - Í fóstrinu byrjar að myndast líkan(modelo) úr brjóski – þið


munið að brjósk er æðalaus vefur. Það veldur því á endanum að frumur
innst í miðjunni fara að svelta.(desnutren)

Annað skref - Þegar frumurnar svelta þá kalka þær, safna í sig


steinefnum og kalka. Þarna er beinskel(periosteum) að myndast utan á
skafhluta beinsins

Þriðja skref – Vefurinn verður blóðríkur. Æðar komast inn að svæðinu


utan frá og koma með næringarefni. Þá fer af stað ferli sem kallast
primary ossification center. Þá byrjar beinmyndunin í skaftinu, æðin
gengur út í báðar áttir frá miðju og skaftið byrjar að beingerast út frá sér í
átt að beinköstunum.

Fjórða skref – Merghol(cavidad medular) hefur myndast í miðju


beinsins og beinmyndunarholið er farið að nálgast sitt hvorn enda
beinsins (beinköstin) en það vantar ennþá beinvef í
kasthlutann.(espolon)

Fimmta skref – Secondary ossification center fer í gang í báðum


beinköstum. Blóðið kemur inn á svæðið frá annarri æð (aðskilið
blóðflæði frá miðju beinsins) og þá myndast beinmyndunarsvæði í
kastinu sem myndar að lokum frauðbein.

Sjötta skref – Frauðbeinið breiðir úr sér. Nær ekki alveg að primary


ossification center heldur myndast þunnt brjósklag á milli primary og
secondary sem er vaxtarlínan. Vaxtarlínan eru leifar af brjósklíkaninu
sem nýtist til stækkun beinsins. Ef þetta brotnar hjá börnum eiga þau í
áhættu á að beinið hætti að stækka. Í vaxtarlínunni eru frumur sem eru
færar um að skipta sér, byggja upp millifrumuefni og kalka.

9. Beinmyndun á milli himna


Einfaldara en beinmyndun frá brjóski – Gerist til dæmis á þennan hátt
með höfuðkúpubeinin. Gerist í fjórum skrefum.

●Fyrsta skref – Kjarni myndast af bandsvefsfrumum sem fá boð um að


hætta að vera bandvefsfrumur og verða beinmyndunarfrumur. Þá
myndast ossification center og þessar fáu frumur beingerast.

●Annað skref – Þessar frumur sem eiga að breyta sér verða umluktar
beinmyndunarfrumum. Sérhæfing þeirra heldur áfram og þær halda
áfram að mynda bein, út frá miðjunni stækkar beinið og stækkar, lengist
og þykknar.

●Þriðja skref – Æðar fara að tengja sig inn í vefinn en ekkert skipulag er
komið á það ennþá.

●Fjórða skref – Þéttbeinsskel verður til utan um beinið og innan í beininu


er frauðbein.

10. Meira um bein


Beinin þurfa ekki einungis að lengjast heldur líka að
breikka.(ensancharse)
Þetta gerist þar sem osteoblastar mynda bein.
Fleiri æðar reyna að koma sér inn í beinið til að hjálpa því við vöxt og
þykknun. Þá verður til nýtt central canal með æð inní sem veldur því að
beinið þykkni út á við, út frá beinhimnu.
Það þarf líka að þynnast innan frá ;Átfrumur innan í beininu brjóta það
niður. Getum ekki bara þykkt og þykkt beinin.
Holrýmið innan í beininu gefur því aukinn sveigjanleika(flexibilidad) og
veldur því að þau eru ekki eins brothætt.(fragil)
Bein brotna þegar högg á bein verður, eða álag er of mikið fyrir
burðarþol beinsins.(capacidad de carga del hueso)
Geta verið alger beinbrot eða brákanir(fracturas) og mjúk bein geta
bognað

Það sem gerist í viðgerðarferli beinsins er að beininu blæðir vegna rofs á


æðum, blóðköggull(coagulo de sangre) myndast þar sem brotið varð og
ónæmisfrumur koma og éta upp dauðan vef, litlar beinflísar og
blóðköggulinn. Þá myndast tímabundið trefjabrjósk sem
skorðar(cortando) beinið af. Æðarnar gróa síðan og
beinmyndunarfrumur koma á staðinn og byrja að byggja upp á milli þar
sem brotið varð. Trefjabrjóskið umbreytist í bein þannig að það er étið
upp, kalkað og lagt bein í staðinn. Ferlið tekur nokkra mánuði.

You might also like