You are on page 1of 59

Félagsfræði, einstaklingur og samfélag

5. kafli: Samfélag

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 1


Samfélag og félagsleg festi (bls. 110)

Þessi kafli átti að byrja á sögu – en hún


lenti nú reyndar á bls. 116 – en það
kemur ekki að sök.

Samfélag og menning eru tvær hliðar á


sama peningi og ekki hægt að lýsa öðru
án þess að hitt fylgi með.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 2


Samfélag og félagsleg festi (bls. 110)

Skoðaðu skilgreininguna í gráa boxinu á


samfélagi á bls 110. Athugaðu að þetta er
flókin skilgreining og ekki víst að þú áttir
þig á í byrjun hvað hún þýðir. Þegar þú ert
hins vegar búin(n) að lesa allan kaflann
áttu að skilja skilgreininguna.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 3


Samfélag og félagsleg festi
Samfélag er hópur fólks sem býr saman í
skipulögðum félagsskap og það eru
samskiptahættirnir sem tengja saman fólk
með sömu menningu.

Félagsleg festi eru þeir þættir


samfélagsins sem hefur verið komið fyrir í
fast form. Dæmi: Fjölskyldan, trúarbrögð,
stjórnarkerfi, menntun, efnahagskerfi,
dómskerfi, heilbrigðiskerfi, vísindi og her.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 4


Samfélag og félagsleg festi (bls. 111)

Skoðaðu töflu 5.1. um félagslegu festin


vel.

Bættu við einhverju festi, t.d. trúarbrögðum


eða íþróttum, og fylltu út dálkana eins og í
töflu 5.1

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 5


Samfélag og félagsleg festi (bls. 112)
Á bls. 112 er aftur fjallað um félagslegu
festin og þau skilgreind svo:

Með félagslegu festi er átt við ákveðna þætti


samfélagsins sem hefur verið komið fyrir í fast
form.

Öllum samskiptum innan félagslegu festana er


stýrt af viðmiðum og félagslegu
taumhaldi.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 6


Samfélag og félagsleg festi (bls. 112)
Þú manst vonandi hvað hugtökin viðmið
og félagslegt taumhald þýða? Ef ekki, þá
verður þú að fletta þeim upp hér og nú
(athugaðu í atriðaorðaskránni aftast í
bókinni).

Á bls. 111 er villa en rétt fyrir ofan miðja síðu


stendur; Nokkur helstu festin eru sýnd í
töflunni hér til vinstri. Hér er átt við töfluna á
bls. 111.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 7


Samfélag og félagsleg festi (bls. 112)

Ef samfélag á að halda velli (hvort sem


um er að ræða fjölskyldu eða ríki) verður
það að geta uppfyllt grundvallarþarfir
íbúanna – annars deyr samfélagið út.

Helstu hlutverk eða grundvallaþarfir eru:

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 8


Helstu verkefni allra samfélaga (bls. 113)
Nýliðun: Börn fæðast inn í samfélagið eða
nýir einstaklingar flytja inn í það.

Öll samfélög leggja mikið upp úr því að vernda


börn og unglinga og þess vegna er fjölskyldan til í
einni eða annarri mynd í öllum samfélögum.

Á Íslandi er þeim umbunað sem vilja eignast börn


(fæðingarorlof/feðraorlof). Í Kína er reynt að
takmarka barnafjöldann.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 9


Helstu verkefni allra samfélaga (bls. 113)
Félagsmótun: Einstaklingar læra hvað felst í
því að vera meðlimur í samfélaginu.

Öll samfélög hafa einhvers konar kerfi sem á að


tryggja að nýliðarnir (börn/innflytjendur) læri
leikreglur samfélagsins.

Fjölskyldan hefur hingað til verið einn af


mikilvægustu félagsmótunaraðilunum en nú hafa
fjölmargar stofnanir (skólar/fjölmiðlar) tekið við
hluta af félagsmótunarhlutverki fjölskyldunnar.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 10


Helstu verkefni allra samfélaga (bls. 113)
Framleiðsla og skipting
gæða: Að sjá til þess að
lífsnauðsynjar séu fram-
leiddar og þeim skipt með
einhverjum hætti milli
íbúanna.

Efnahagsleg kerfi sem stýra


framleiðslu og útdeila vörum
og þjónustu. Framleiðsla og
skipting gæða er afar
mismunandi eftir
þjóðfélögum.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 11


Helstu verkefni allra samfélaga (bls. 113)
Mikill munur er á tækni og verklagi samfélaga,
það er þeim verkfærum og tækjum sem notuð
eru til framleiðslu lífsnauðsynja.

Mikill munur á milli samfélaga á því hvað telst


nauðsynlegt til að komast af. Kínverski
spekingurinn Lao Tse hafði ákveðna skoðun á
þessu – hver var hún?

Mikill munur er á hvernig gæðum er skipt milli


íbúanna.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 12


Helstu verkefni allra samfélaga (bls. 114)
Verkaskipting: Verkum er skipt milli hópa
eða einstaklinga.

Verkaskiptingin fer eftir því hversu þróað


samfélagið er.

Í flestum frumstæðum landbúnaðarsamfélögum


er, auk bænda, sérhæfð prestastétt og stundum
atvinnustjórnmálamenn.

Þúsundir ólíkra starfa eru til í iðnaðarsamfélögum.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 13


Helstu verkefni allra samfélaga (bls. 115)
Skipting valda og miðstýring: Völdum er
misskipt - hver ræður?

Í einföldum þjóðfélagsgerðum eru engir


stjórnmálaleiðtogar og mikið jafnræði ríkir milli
þegnanna.

Í flóknari þjóðfélagsgerðum er mikil stéttskipting –


þar er fólki raðað eftir tign, kyni, aldri og fleiru í
þeim dúr.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 14


Helstu verkefni allra samfélaga (bls. 115)
Félagsvísindamenn hafa spurt
sig að því hvað haldi
samfélagi án formlegra
stjórnenda saman. Hvert er
svarið?

Af hverju eru konur en ekki


karlar notaðar sem skiptimynt
í samskiptum milli hópa í
frumskógum Amason eða í
Nýju-Gíneu?

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 15


Helstu gerðir samfélaga (bls. 116)
Allir eru mótaðir af samfélaginu sem þeir
alast upp í jafnframt því sem þeir hafa
sjálfir áhrif á mótun þess.

Geturðu nefnt dæmi til að styrkja fullyrðinguna


hér að ofan?

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 16


Helstu gerðir samfélaga (bls. 116)
Lestu söguna í gráa boxinu á bls. 116. Hver
er meginboðskapur hennar (til hvers er verið
að segja þessa sögu)?

Samfélög eru flokkuð eftir framleiðsluað-


ferðum, en með því er átt við þær aðferðir
og tækni sem notuð er til að afla fæðu.

Samfélög eru flokkuð í iðnvædd og óiðnvædd


samfélög allt eftir á hvaða tæknistigi þau eru.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 17


Helstu gerðir samfélaga (bls. 116)

Neðst á bls. 116 stendur (sjá töflu á bls.


115). Hér á að sjálfsögðu að standa bls.
121! Lagaðu það í bókinni þinni.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 18


Ísmaðurinn Ötzi (bls. 117)

Lestu söguna um ísmanninn vel. Getur hún á


einhvern hátt svarað spurningum um það
hver við erum, hvaðan við komum og hvert
við stefnum? Hvernig?

Hver var Ötzi?

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 19


Helstu gerðir samfélaga (bls. 120)
Samfélögin eru flokkuð niður eftir framleiðslu-
aðferðum þeirra, þ.e. hvernig aðferðir og
tækni er notuð til að afla fæðu.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 20


Helstu gerðir samfélaga (bls. 120)
Safnara- og veiðimannasamfélög:

Elstu þekktu samfélögin – saga þeirra nær 50.000


ár aftur í tímann.

Veiðar og söfnun matvæla. Karlar sjá um veiðar


en konur safna jurtum – framlag kvenna mun
meira en framlag karla til fæðuöflunar.

Minnst tæknivædd allra samfélaga – óiðnvædd.

Fámenn samfélög (30-40 einstaklingar) og lítil


verkaskipting.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 21


Helstu gerðir samfélaga (bls. 120)
Safnara- og veiðimannasamfélög:

Fjölskyldan er mikilvægasti hópurinn. Fjölgi


einstaklingum innan hópsins of ört bitnar það á
lífsviðurværi þeirra.

Menning er samstæð og breytingar hægar. Upp til


hópa friðsælt fólk.

Dánartíðni er mjög há – allar breytingar í


umhverfinu geta haft mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir hópinn.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 22


Helstu gerðir samfélaga (bls. 122)
Safnara- og veiðimannasamfélög:

Mikið jafnræði ríkir í þessum samfélögum


– einstaklingar geta ekki sankað að sér
eignum. Allt sem er aflað er borðað.

Mið-Afríka, frumskógar Suður-Ameríku,


frumbyggjar Ástralíu og eyjar í Kyrrahafinu.

Skoðaðu töflu 5.2 (bls. 121) mjög vel.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 23


Hirðingjasamfélög (bls. 122)

Tæknilegar og félagslegar breytingar eru einn helsti


drifkrafturinn í þróun samfélaga.

Saga hirðingjasamfélaga hófst fyrir um 10-11.000


árum.

Hirðingjar fylgja dýrahjörðum sínum á milli beitilanda


og vatnsbóla. Ekki föst búseta.

Helstu dýr hirðingja eru geitur, sauðfé, hreindýr,


nautgripir og kameldýr.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 24


Hirðingjasamfélög (bls. 122)

Meiri stéttaskipting en hjá söfnurum og


veiðimönnum. Oft stjórnað af höfðingjum.

Óiðnvædd samfélög.

Afríka, Mið-Asía og Austurlönd nær.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 25


Pálbúskapur (bls. 122)
Hófst fyrir um 10-11.000 árum og tíðkast
enn, t.d. í regnskógum Suður-Ameríku.

Fólk heggur tré og brennir gróður svo að


askan kemur í stað áburðar. Sérstakt
verkfæri, páll (skófla), notað til að róta
upp jarðveginum.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 26


Pálbúskapur (bls. 122)
Tiltölulega föst búseta og óiðnvædd
samfélög.

Meiri uppskera og tryggara fæðuframboð


en áður. Það leiðir til meiri verkaskiptingar
og örari fólksfjölgunar.

Yanomami-indíánar; geturðu fundið


upplýsingar um þá (t.d. á netinu)?

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 27


Landbúnaðarsamfélög (bls. 123)
Landbúnaðarbylting – plógurinn fundinn
upp (fyrir um 6000 árum) og þar með mátti
stórauka frjósemi jarðvegsins.

Matvælaframleiðsla margfaldaðist.

Mikil fólksfjölgun varð, fyrstu borgirnar


urðu til og líklega líka heimspeki, listir,
bókmenntir og arkitektúr.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 28


Landbúnaðarsamfélög (bls. 123)
Mikil verkaskipting og föst búseta.

Hugmyndir um einn guð sem skapara alls –


og að hann hefði bein áhrif á allt sem
tengdist velferð veraldar. Drottinn er minn
hirðir (23. Davíðssálmur).

Fátæk landsvæði í Suður-Ameríku, Afríku


og Asíu.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 29


Landbúnaðarsamfélög (bls. 123)
Skoðaðu yfirlitstöflu 5.3 (bls. 123) vel.

Tækniþróun og breytingar á stöðu


kvenna:

• Í frumstæðustu samfélögunum framleiddu


konur mun meiri fæðu en karlar – veiðar voru
stopular og ekki hægt að treysta á þær.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 30


Landbúnaðarsamfélög (bls. 124)
Tækniþróun og breytingar á stöðu kvenna:

• Karlar sáu um viðskipti og gættu hjarðanna.

• Fyrir 5000 árum hófu menn að smíða gripi úr


málmum – og það voru karlar sem fundu upp
járnplóginn.

• Þegar einhverjum karli datt það í hug að hengja


plóginn aftan í kú gjörbreyttist samfélagið yfir í
mun þróaðra landbúnaðarsamfélag.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 31


Landbúnaðarsamfélög (bls. 125)
Tækniþróun og breytingar á stöðu kvenna –
Elise Boulding:

• Til að stunda landbúnað þurfti tvennt til, plóg og nautgrip til


að draga plóginn. Báðir þessir þættir voru á verksviði karla.

• Konur lentu í aðstoðarstörfum – plógurinn færði því konum


stöðulækkun í samfélaginu en körlum stöðuhækkun.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 32


Iðnaðarsamfélagið (bls. 125)
Hófst með iðnbyltingunni um miðja 18. öld í
Bretlandi en aðrar Evrópuþjóðir og Bandaríkin
fylgdu í kjölfarið.

Fjöldaframleiðsla á iðnvarningi fyrir markað.


Með markaði er átt við notkun peninga sem
gjaldmiðils (í stað vöruskipta).

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 33


Iðnaðarsamfélagið (bls. 125)
Mikil aukning í verslun, viðskiptum og
samgöngum.

Mannfjöldasprenging og mikil borgvæðing.

Hverjar voru helstu afleiðingar iðnvæðingar í


Evrópu?

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 34


Iðnaðarsamfélagið (bls. 126)
Félagslegur ójöfnuður verður sýnilegri en áður.

Nú á tímum hefur dregið úr félagslegum ójöfnuði í


iðnvæddum samfélögum, meðal annars vegna
opinbers stuðningskerfis.

Vöxtur verkalýðsstéttarinnar. Verkalýðsfélög


stofnuð til að bæta launakjör, vinnuskilyrði og
stjórnmálaleg réttindi félagsmanna.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 35


Upplýsingasamfélagið (bls. 126)
Framleiðsla á þjónustu verður meira áberandi
en framleiðsla á iðnvarningi (eftir 1945).
Hlutfall þjónustustarfa fer yfir 50%. Nánast öll
þjónustustörf snúast um upplýsingar.

Afsprengi upplýsinga- og þekkingarbyltingar


sem hefur fylgt þróun tölva.

Alheimssamfélagið verður til vegna þess að


samskipti og upplýsingaflæði milli heimshluta
er orðið svo öflugt.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 36


Upplýsingasamfélagið (bls. 126)
Iðnvæðing og upplýsingabylting hafa gert
samfélögin brotakennd og mörg rótgróin gildi
og viðmið eru að leysast upp og hverfa.

Hafa hefðbundin gildi eins og samstaða og


mannréttindi glatað vægi sínu? Er öllum sama?

Bylting í samskiptamöguleikum. Fólk flytur


vinnustaðinn heim. Sýndarveruleiki.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 37


Upplýsingasamfélagið (bls. 130)

Skoðaðu töfluna um gerðir samfélaga á


bls. 128 og 129 mjög vel – enda er hún
samantekt yfir allar samfélagsgerðirnar
sem fjallað er um á bls. 116-130.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 38


Þjóðir og þjóðarbrot (bls. 130)

Þjóð: Hópur fólks sem myndar eina heild.


Hópurinn talar yfirleitt sama tungumál og á
sér sameiginlega sögu og menningu. Þjóðin
býr í eigin ríki eða sækist eftir að stofna eigið
ríki.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 39


Þjóðir og þjóðarbrot (bls. 130)
Þjóðarbrot: Minnihlutahópar í tilteknum
ríkjum. Tungumál, menning og saga
þjóðarbrotsins og meirihlutans sem ræður
ríkinu eru oft ólík. Þjóðarbrotin skipa því
venjulega lágan sess í ríkinu.

Mikilvægasti munurinn á þjóð og


þjóðarbroti eru tengslin við ríkið.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 40


Þjóðhverfur hugsunarháttur (bls.132)

Þegar fólk dæmir framandi siði og venjur út


frá eigin menningu.

Þegar fólk staðsetur eigin þjóð í miðju og


raðar öllum öðrum þjóðum á kvarða eftir því
hversu mikið þær líkjast því sjálfu.

Sá sem er þjóðhverfur er ófær um að uppgötva og


njóta annarrar menningar – hann sér bara góðar
eða lélegar eftirlíkingar af eigin menningu.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 41


Þjóðhverfur hugsunarháttur (bls.132)

Kostir og gallar:

Getur reynst gagnlegur við að styrkja samstöðu


innan þjóðar og trú hennar á eigin hefðir og siði.

Getur reynst mjög skaðlegur þar sem hann getur


ýtt undir kynþáttafordóma og hvers konar
mismunun, skapað óvild og staðið í vegi fyrir
breytingum.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 42


Afstæðishyggja (bls. 132)

Andstæða þjóðhverfs hugsunarháttar.

Segir að menning sé afstæð og ekki sé hægt


að skilja menningu nema út frá henni sjálfri.

Allir menningarheimar eru jafnréttháir.

Útilokað er að flokka menningu eftir gæðum,


siðgæði eða þróunarstigi. Allt er jafngott svo
framarlega sem það er hluti menningar.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 43


Afstæðishyggja (bls. 132)

Gagnleg við að berjast gegn ýmis konar


fordómum.

Skaðleg þegar reynt er að afsaka t.d. limlest-


ingar á kynfærum stúlkna út frá menningu (sjá
kaflann um umskurð á bls. 135).

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 44


Afstæðni tungumálsins (bls. 133)

George Orwell; skáldsagan 1984.

Fjallar um alræðisríki þar sem allri hegðun


þegnanna er stjórnað.

Nýmál; orðaforði og málfræði gerðu fólki


ómögulegt að hugsa hugsanir utan ákveðins
ramma.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 45


Afstæðni tungumálsins (bls. 133)

Samanburðarrannsóknir á mörgum
tungumálum hafa leitt í ljós að sama
fyrirbæri er oft lýst á mjög ólíkan hátt.

Margir hafa bent á að tungumálið


móti veruleikann fremur en lýsi
honum.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 46


Afstæðni tungumálsins (bls. 133)

Edward Sapir og Benjamin Whorf

Það er miklu frekar ólík tungumál og þar af


leiðandi ólík skynjun okkar og túlkun sem
aðskilur okkur heldur en búseta okkar.

Í sumum tungumálum eru til mörg orð yfir


hluti og hugtök sem eru ekki til í öðrum
tungumálum.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 47


Afstæðni tungumálsins (bls. 134)

Skoðaðu máldæmin á bls. 134

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 48


Þróunaraðstoð (bls. 134)

Gengur oft út á að sérfræðingar frá ríkum


löndum eru látnir skipuleggja hvernig
íbúar þróunarlanda geti haft það betra.

En hvað þýðir það að hafa það betra?

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 49


Þróunaraðstoð (bls. 137)

Dæmi um misheppnaða þróunaraðstoð:

Masaíarnir í Afríku; hirðingjar sem meta


nautgripi sína meira en peninga.

Marsvínarækt í Ekvador; íbúar þar mátu


marsvínin sín líka meira heldur en peninga.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 50


Þróunaraðstoð (bls. 137)

Skoðanir fólks á hvað sé gott líf falla ekki


alltaf saman við skoðanir þróunarsér-
fræðinga.

Leitaðu upplýsinga um þróunaraðstoð


Íslendinga. Hvar fer hún fram og í hverju er
hún fólgin?

Finndu dæmi um einhverja vel heppnaða


þróunaraðstoð (sama hvaðan hún kemur).

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 51


Menningarlegur munur ... (bls. 138)

Upplýsingaflæði er mikið nú á dögum –


flestir íbúar heims hafa t.d. kynnst
einhverjum hliðum vestrænnrar
menningar.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 52


Menningarlegur munur ... (bls. 139)

Heimurinn minnkar:

Vesturfararnir gerðu sér sjaldnast vonir um


að sjá gamla landið aftur.

Leitaðu upplýsinga um samgöngumál hér á


landi á 18. og 19. öld. Hvernig var sam-
göngum háttað?

• Horfðu á myndina Umhverfis jörðina á 80 dögum


og lýstu ferðamátanum.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 53


Heimurinn minnkar (bls. 139)

Fyrir marga er það raunhæfur möguleiki


að ferðast milli heimsálfa – fólk fer í
skemmtiferðir eða til náms erlendis.

Hvað hefur þú komið til margra landa? Hvert


þeirra er eftirminnilegast og af hverju?

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 54


Heimurinn minnkar (bls. 140)

Meginhluti mannkyns hefur engin tækifæri


á að ferðast.

Flestir flóttamenn heims eru fastir í fátækum


nágrannaríkjum heimalands síns.

Meirihluti fátæklinga í heiminum situr fastur á


fæðingarstað sínum. Vegna menntunarskorts
eru þeir ekki færir um að breyta aðstæðum
sínum.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 55


Ímynd Vesturlanda (bls. 140)

Margir fátækir íbúa þróunarlanda hafa


fengið einhverja fræðslu um ríkari lönd (í
skóla, fjölmiðlum eða annars staðar).

Þegar fólk í þróunarlöndum ber ímynd Vestur-


landa saman við lífskjör og stjórnmálaástand
heima fyrir verða Vesturlönd nánast ,,himnaríki
á jörðu”. Samanburðurinn getur leitt til þess að
fólk reyni að taka stóra skrefið og flytjast úr
landi.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 56


Nútímavæðing (bls. 140)

Nútímavæðing – helstu einkenni:

Launavinna; peningahagkerfi og krafa um


hreyfanleika.

Ríkisborgararéttur; nútímaríki eru tiltölu-


lega ný uppfinning. Áður fyrr kenndi fólk sig
við ættbálk, byggð eða sveitaþorp sem það
tilheyrði.
• Tíðkast það ennþá – hvað heldur þú?

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 57


Orð, hugtök og spurningar (bls. 141-2)

Svaraðu öllum orðunum, hugtök-


unum og spurningunum sem eru á
bls. 141-142

Kennari lætur þig vita hvort og


hvaða spurningum þú átt að skila
inn til hans.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 58


Hér lýkur glósum úr kafla 5
um samfélag.

FEL 103. Kafli 5. Samfélag 59

You might also like