You are on page 1of 54

1.

1 Skilgreining lífs og líffræði


• Líffræði er fræðigrein sem fjallar um lífið í allri sinni fjölbreyttustu
mynd, allt frá minnstu lífefnasameindum upp í flóknustu vistkerfi, frá
smæstu veirum upp í stærstu hvali og hávöxnustu tré
• Ekki auðvelt að skilgreina hvað sé líf og hvað ekki – líffræðingar eru
ekki sammála!
• Allar (a.m.k. flestar) lífverur sem við þekkjum eiga eitthvað
sameiginlegt, sbr. næstu glærur:
Jagúar, E. coli, Risarauðfura,
Panthera onca 7,000× Sequoiɑdendron gigɑnteum

Hvað á allt
þetta líf
sameiginlegt?

Berserkjasveppur, Maður, Augnglenna, Euglenɑ sp.


Amɑnitɑ muscɑriɑ Homo sɑpiens
Sólarljós

1. Líf stundar efnaskipti Varmi

• Lífverur taka inn efni, breyta þeim í Frumframleiðendur

önnur efni og í leiðinni losnar orka


Varmi
sem lífveran notar til starfa.
• Þetta heitir efnaskipti (metabolism)
Neytendur
• Lífverur fá þessi efni frá öðrum
lífverum eða búa þau til með hjálp

Efni
sólarljóss eða efnatillífunnar

Efni
Rotverur Varmi
2. Líf fjölgar sér og þroskast
• Lífverur eignast afkvæmi
• Afkvæmin vaxa og breytast þangað til
þau geta sjálf átt afkvæmi = þroski
(development)
• Lífverur nota erfðaefni (DNA) til þess
að búa til afkvæmin og til að stýra eigin
þroska
• Allt líf kemur af lífi
• En hvaðan kom þá fyrsta lífið?
3. Líf bregst við umhverfinu
Lífverur sækja mat, forðast hættu, finna sér maka, kjósa sér híbýli o.fl.
• Baktería skynjar næringarinnihald svæðis og heldur sig á því svæði
• Manneskja sér ljón og ákveður að hlaupa burt
• Sóley blómstrar þegar hún fær nægt sólarljós
• O.fl. o.fl.

= Atferli (behavior)
4. Líf viðheldur samvægi
• Innra umhverfi lífvera þarf að vera stöðugt á mjög mjóu bili
• Selta, sýrustig, hitastig, magn næringar o.fl… Allt þarf að haldast mjög stöðugt
• Lífverur viðhalda þessum stöðugleika með ýmsum ferlum sem saman
nefnast samvægi (homeostasis)

• Þessu fylgir að allt líf veikist og deyr


• Veikindi eru röskun á samvægi, dauði er endir samvægis
5. Líf aðlagast og þróast
• Einstaklingar eru misvel aðlagaðir
(adapted) umhverfi sínu
• Einstaklingar fjölga sér mismikið
• Af þessu leiðir að hver kynslóð er
ólík þeirri á undan og þannig
breytast tegundirnar með tíð og
tíma
• Þróun (evolution) gerist með
náttúrulegu vali (natural
selection)
6. Líf þarf vatn og kolefni
• Allar lífverur sem við þekkjum þurfa vatn til að lifa
• Einnig þurfa þær flóknar kolefnissameindir til
byggingar og sem orkugjafa. Þær helstu eru:
• Prótein
• Fitur
• Sykrur
• Kjarnsýrur
7. Líf er úr frumum
• Allar lífverur samanstanda af
einni eða fleiri frumum.
• Fruma afmarkast af himnu úr
fituefnum.
• Frumur geyma erfðaupplýsingar,
prótein, vatn og ýmis
frumulíffæri
8. Lífið er skipulagt
Lífhvolf
Viðfangsefni
Vistkerfi
náttúrufræði- Samfélag
deilda
eingöngu
Stofn
Tegund
Einstaklingur
Líffærakerfi Viðfangsefni
eðlis- og
• Lífið byggir á litlum Líffæri náttúrufræði-
skipulagseiningum Vefir deilda

sem raðast saman í Frumur


Frumu- Viðfangsefni
stærri einingar líffæri 4. bekkjar
Lífefni
Lífhvolfið
Allt líf jarðar og allir þeir
hlutar jarðar sem líf byggir
Vistkerfi
Samfélög lífvera og lífvana
umhverfi þeirra. Lífverur,
Keníska hásléttan
vatn, vindur, berg…

Samfélag
Fólkið, dýrin og
Stofnar sem hafa samskipti
plönturnar á Kenísku
og búa á sama svæði
hásléttunni
Stofn
Einstaklingar af sömu tegund
sem deila svæði og auðlindum Kakameka-
Masai-menn
skógur
Tegund
Hópur erfðafræðilega líkra
einstaklinga sem geta æxlast Mannkyn Akasíu-viður
innbyrðis
Lífvera
Einstaklingur. Flóknar lífverur Maður Tré
eru samsettar úr líffærakerfum

Líffærakerfi
Nokkur líffæri sem vinna náið Taugakerfi Sproti
saman
Líffæri
Mörg lög af vefjum sem
Heili Laufblöð
vinna saman að ákveðnu
hlutverki innan lífveru
Vefur
Hópur af frumum sem
hafa svipaða byggingu og
virkni og tengjast saman Taugavefur Grunnvefur
Fruma Taugafruma Plöntufruma
Starfræn og byggingarleg
grunneining allra lífvera
Sameind
Metan
Samband tveggja eða
fleiri frumeinda, af sama
eða ólíkum frumefnum
Frumeind
Smæsta eining frumefna. Súrefni
Úr rafeindum, róteindum
og nifteindum
Hvað rannsaka líffræðingar?
Meðal annars:
• Byggingu og starfsemi frumna
• Byggingu, eftirmyndun, starfsemi og þróun erfðaefnisins DNA
• Byggingu lífvera, allt frá veirum og bakteríum upp í flóknar fjölfruma
lífverur
• Þroska, vöxt og lífeðlisfræði lífvera
• Þróun lífsins, uppruna og skyldleika tegundanna
• Samskipti lífvera í stofnum og samfélögum lífvera
• Byggingu og virkni vistkerfa á láði og legi
• Stöðu mannsins og áhrif hans á vistkerfi jarðar
Af hverju líffræði?
Nauðsyn þess að þekkja náttúruna... Af hverju?
• Hvaða dýr mátti veiða og hvernig
• Hvaða plöntur voru ætar og hverjar eitraðar
• Þekkja þarfir húsdýra og nytjaplantna
• Fylgja gangi árstíða, sá og uppskera
• Lækningar

• Áhugi á fegurð og undrum náttúrunnar!


Helstu svið líffræðinnar
• Grasafræði • Atferlisfræði
• Dýrafræði • Þróunarfræði
• Örverufræði • Lífefnafræði
• Frumulíffræði • Lyf- og læknavísindi
• Vefjafræði • Umhverfisfræði
• Líffæra- og lífeðlisfræði • Þroskunarfræði
• Erfðafræði • Lífupplýsingafræði
• Vistfræði • Líftækni

Og fleira og fleira!
1.2 Flokkun lífvera
Af hverju að flokka lífverur?

• Þörf mannsins til að skipuleggja og raða?

• Getur flokkun hjálpað okkur?


• Að átta okkur betur á líffræðilegum fyrirbærum?
• Að gera okkur grein fyrir þróunarferlum og tengslum lífvera?
• Talið er að til séu um 8,7 milljónir tegunda fjölfrumunga og enn fleiri
einfrumungar (þ.e. bakteríur, þörungar o.fl.)
• Og eflaust er það vanmat, því við erum alltaf að uppgötva nýjar tegundir

• Til að ná utan um allan þennan fjölda þurfum við flokkunarfræði


(taxonomy)

• Með hjálp erfðatækni hefur flokkunarfræði tekið stakkaskiptum.


• Sambland erfðafræðinnar og flokkunarfræði nefnist kerfislíffræði
(systematics)
Hvernig á að flokka?
• Carl von Linné (1707-1778) bjó til klassíska flokkunarkerfið
• Hann vissi ekkert um þróun eða erfðir
• Hann flokkaði bara eftir útliti og hentileika
• Nútíma flokkunarfræði gerir þær kröfur að:
• Allar lífverur innan sömu flokkunareiningar eigi sameiginlegan forföður í
þróunarsögunni
• Lífverur sem eru erfðafræðilega líkar séu nær hvor annarri, en ólíkar fjær hvor
annarri
• Því er flokkunarkerfinu stöðugt breytt vegna erfðarannsókna
Flokkunarstig
• Sérhver tegund er flokkuð í stigveldisröð frá Category Flokkunarstig

tegund til ríkis og deilda Domain Deild


→Supergroup →Súpergrúbba
• Hvert flokkunarstig heitir nafni á latínu/grísku →Kingdom →Ríki
→Phylum →Fylking
→Class →Flokkur
→Order →Ættbálkur
→Family →Ætt
→Genus →Ættkvísl
→Species →Tegund
• Hverju flokkunarstigi tilheyra tegundir sem eru líkari hver annarri en
allar tegundirnar á flokkunarstiginu fyrir ofan.
• Dæmi: Menn eru í sama ríki og ánamaðkar, en sama ættbálki og
simpansar
• Innan ættkvíslar geta sumar tegundir m.a.s. eignast blendinga
Tafla 1.2 Dæmi um flokkun: maðurinn
Flokkunarstig Einkenni flokkunarstigs
Deild: Eukaryota, heilkjörnungar Frumur með kjarna
Súpergrúppa: Opisthokonta, framsvipungar Heilkjörnungar með frumusvipur
Ríki: Animalia, dýr Fjölfruma, hreyfanlegir framsvipungar sem innbyrða mat
Fylking: Chordata, seildýr Dýr með baklægan burðarás og mænu
Flokkur: Mammalia, spendýr Seildýr með hár og mjólkurkirtla
Ættbálkur: Primata, fremdardýr Spendýr sem aðlagað er klifri í trjám
Ætt: Hominidae, mannapar Fremdardýr sem gengur upprétt
Ættkvísl: Homo, menn Mannapi með stóran heila sem notar verkfæri
Tegund: Homo sapiens, nútímamaðurinn Eini núlifandi mannapinn
Amerískur svartbjörn
Deildir (domains)
• Stærsta flokkunareiningin
• Lífefnafræðileg rök styðja flokkun alls lífs í þrjár deildir:
• Fyrnur eða fornbakteríur (Archaea)
• Bakteríur eða raunbakteríur (Bacteria)
• Heilkjörnungar (Eukarya)
Dreifkjörnungar
• Deildirnar fyrnur og bakteríur eru s.k. dreifkjörnungar (prokarya)
• Eru ekki með kjarna
• Einfrumungar (unicellular) – þ.e. lífverur úr einni frumu
• Fyrstu lífverur sem komu fram í jarðsögunni
• Fyrnur og bakteríur líta svipað út og voru áður flokkaðar í einn hóp
• En eru svo efnafræðilega ólíkar að það er óverjanlegt
Deild: Bakteríur, Bacteria

• Dreifkjörnungar af ýmsum
stærðum og gerðum
• Finnast nær alls staðar
• Ljóstillífa, efnatillífa eða
taka inn fæðu
• Efnafræðilega fjölbreyttar
og ólíkar fyrnum

Escherichia coli, baktería

Deild: Fyrnur, Archaea

• Dreifkjörnungar af ýmsum
stærðum og gerðum
• Finnast í harðneskjulegu
umhverfi, t.d. í sjóðandi
hita, súru vatni, brimsöltum
sjó
• Efnatillífa eða taka inn fæðu
• Efnafræðilega fjölbreyttar
og ólíkar bakteríum
Sulfolobus, fyrna
Heilkjörnungar
• Klassísk flokkunarfræði skiptir heilkjörnungum í fjögur ríki (kingdoms):
• Frumverur (Protista)
• Sveppir (Fungi)
• Plöntur (Plantae)
• Dýr (Animalia)
• Frumur heilkjörnunga hafa kjarna
• Geta verið einfrumungar eða fjölfrumungar (multicellular) – þ.e.
lífverur úr mörgum frumum
• Koma fram seinna í þróunarsögunni
Deild: Heilkjörnungar, Eukarya – Ríki: Frumverur, Protista Deild: Heilkjörnungar, Eukarya – Ríki: Plöntur, Plantae
• Þörungar, frumdýr, • Mosar, burknar, tré, blóm…
slímsveppir og margt fleira
• Flestar eru flóknir • Fjölfrumungar með margar
einfrumungar, en oft vefjagerðir úr flóknum frumum
sambýli margra • Ljóstillífandi
laustengdra frumna
• Sumar ljóstillífa, aðrar
taka inn fæðu
Pɑrɑmecium, einfruma bifdýr Ophrys apifera, Blá orkidea

Deild: Heilkjörnungar, Eukarya – Ríki: Sveppir, Fungi Deild: Heilkjörnungar, Eukarya – Ríki: Dýr, Animalia
• Myglur, hattsveppir, ger, • Svampar, ormar, skordýr,
nornabaugar o.fl. fiskar, froskar, skjaldbökur,
• Yfirleitt fjölfrumungar úr fuglar, spendýr…
flóknum frumum sem mynda • Fjölfrumungar með margar
net af sveppþráðum vefjagerðir úr flóknum frumum
• Rotverur, nærast á leifum • Taka inn fæðu
annarra lífvera

Amɑnitɑ, berserkjasveppur Buteo jamaicensis, Rauður haukur


Frumverur
• Nútíma flokkunarfræði lítur ekki lengur á frumverur (Protista) sem
sérstakt ríki
• Öll hin heilkjörnungaríkin eru komin af frumverum
• Frumverur eru líkari og skyldari afkomendum sínum en hvor annarri
• Grænþörungar skyldari plöntum en brúnþörungum
• Frumdýr skyldari dýrum en þörungum
• O.s.fr….
• Það kallar á nýtt flokkunarstig…
Súpergrúbbur (supergroups)
• Heilkjörnungum er skipt í súpergrúbbur
• Hver súpergrúbba inniheldur einhverjar frumverur og þau ríki sem eru
komin af þeim frumverum
• Flokkun í súpergrúbbur er ný og stöðugt að breytast
• Nú eru samþykktar eftirfarandi súpergrúbbur:
Súpergrúppa Dæmi um lífverur
Tafla 1.1 Blaðgrænungar Plöntur, rauðþörungar og grænþörungar
Súpergrúppur Litverur Skoruþörungar, bifdýr, kísilþörungar,
heilkjörnunga gullþörungar, brúnþörungar, vatnasveppir
Munnholsverur Augnglennur, tvinnsvipungar
Skinþráðungar Götungar, geislungar
Teygjuverur Amöbur, slímsveppir
Framsvipungar Dýr, sveppir, kragasvipungar
Tvínafnakerfið
• Öllum tegundum er gefið heiti á latínu
• Nafnið samanstendur af tveimur orðum:
• Fyrst viðeigandi ættkvísl, svo lýsing á tegundinni. Dæmi:
Maður: Homo sapiens
Menn hugsandi

Ættkvísl Lýsing

Ertubaunir: Pisum sativum


Baunir sætar
• Latnesk tvínefni eru alltaf skáletruð
• Alltaf skrifuð með hástaf í fyrra orði
• Alltaf skrifuð með lágstaf í seinna orði

• Ef búið er að nefna tegundarheitið einu sinni má skammstafa


ættkvíslina seinna í textanum. Dæmi:
• Fyrst: Vulpes lagopus (tófa)
• Svo: V. lagopus

• Stöðluð, latnesk nöfn eru nauðsynleg svo allir viti nákvæmlega um


hvaða tegund er rætt
• Hversdagsleg nöfn tegunda eru mjög á reiki
1.3 Sjónarhorn vísinda
• Vísindagrein er fræðigrein sem beitir öguðum aðferðum til
þekkingarleitar innan afmarkaðs og skilgreinds sviðs
Þrjár megingreinar vísindanna
• Hugvísindi – afurðir mannshugans: menning, sagnfræði, bókmenntir,
heimspeki, tungumál, lög…
• Náttúruvísindi – fyrirbæri náttúrunnar: efnafræði, jarðfræði,
stjarnvísindi…
• Félagsvísindi – samskipti manna: félagsfræði, mannfræði, hagfræði,
stjórnmál…
Náttúruvísindi
• Náttúruvísindi/Raunvísindi fela í sér þekkingu á náttúrunni
• Lifandi sem og lífvana umhverfi
• Margar fræðigreinar teljast til raungreina, t.d.:
• Eðlisfræði: Fæst við samspil efnis og orku
• Efnafræði: Fjallar um frumefni, efnasambönd og efnahvörf
• Jarðfræði: Glímir við gerð, uppruna og sögu jarðarinnar
• Stjörnufræði: Fæst við allan alheiminn sem bíður handan jarðar
• Allar þessar fræðigreinar fást við lífvana náttúru!
• Sú fræðigrein sem fæst við lifandi náttúru kallast líffræði eða
náttúrufræði
Hrein og hagnýt vísindi
Önnur skipting á vísindum er í hagnýt og hrein vísindi
• Hagnýt vísindi (applied science) eru rannsóknir sem beinast að
tækniframförum
• t.d. verkfræði, læknisfræði, lyfjafræði, matvælafræði og búfræði
• Hrein vísindi (pure science) eru hins vegar „vísindi vísindanna vegna,“
og í raun bara hrein og bein forvitni.
• Þau eru leit að þekkingu án tillits til þess hvort sú þekking hafi hagnýtt gildi
eða ekki.
• Hagnýt vísindi byggja oft á hreinum vísindum
Takmarkanir vísindanna
Vísindin geta:
• Aukið þekkingu okkar á heiminum og lífsgæði
• Lagt hlutlægt mat á efnisleg fyrirbæri
• Aukið innblástur, rökhugsun og tækniframþróun

Vísindin geta ekki:


• Lagt mat á siðferði, fegurð eða verðmæti
• Svarað spurningum sem standa ofar beinum athugunum, t.d. er varða
trú eða lífsgildi
Tilgátur og lögmál
Í vísindum er:

• Tilgáta (hypothesis): möguleg skýring á tilteknu fyrirbæri. Nógu


nákvæm til að hægt sé að fullyrða af eða á – sönn eða ósönn
• t.d. Kríur fljúga suður á bóginn til að afla fæðu
• Lögmál (law): nákvæm regla eða hugmynd sem litið er á sem sannindi
sem engar undantekningar finnast á
• t.d. Sérhverju átaki fylgir jafnstórt gagntak
• Sjaldgæft í líffræði
Kenningar í vísindum
• Kenning (theory): kerfi margra, vel rökstuddra hugmynda sem studdar
eru gögnum og hafa skýringarmátt í fjölda aðstæðna.
• t.d. Nýjar tegundir verða til vegna þróunar með náttúrulegu vali
(Þróunarkenningin).

• Kenningum er beitt til að búa til tilgátur.

• Kenningar veita ramma utan um vinnubrögð, gagnaöflun og túlkun


Kenning ≠ Kenning
• Í daglegu tali notum við orðið „kenning“ frekar í skilningnum „tilgáta“
• Vísindaleg kenning er allt annað en hversdagsleg kenning
• t.d. „Ég hef þá kenningu að Ísland muni vinna Eurovision í ár“
• Hér myndu vísindamenn frekar nota orðið spá eða tilgáta

• Vísindalegar kenningar eru miklu nær því að vera sannindi en tilgáta


• Þó þannig að aldrei er hægt að fyllilega „sanna“ kenningu
Vísindaleg þekking
Til að þekking teljist vísindaleg verður hún að standast strangar kröfur.
• Hún þarf að byggjast á athugunum (observation)
• Hún þarf að byggjast á rökstuddum og sannprófuðum tilgátum
(hypothesis)
• Hún þarf að vera í samræmi við tilraunir (experiments) – ef hægt
• Hún þarf að hafa skýringar- eða spádómsgildi (predictive)
• Hún þarf að byggjast á traustum gögnum (data)
Vísindaleg aðferð
• Sú aðferð sem vísindamenn nota við rannsóknir sínar
• Breytileg milli einstakra vísindagreina, en byggir á:
• Athugunum og gögnum (og oft tölfræðigreiningu á gögnum)
• Tilgátum og kenningum
• Tilraunum (þó ekki alltaf hægt að gera tilraunir)
• Öguðum vinnubrögðum
• Rökhugsun og gagnrýnni hugsun
• Heiðarleika og sannleiksleit
• Að játa að maður hafi rangt fyrir sér ef ný og betri gögn krefjast þess!
Athugun

Mögulegar Tilgáta 1
Tilgáta 2 Tilgátu 1
tilgátur Tilgáta 3 Spá Tilraun
hafnað

Eftirstandandi Tilgáta 2 Tilgátu 2


Tilgáta 3 Spá Tilraun
tilgátur hafnað

Síðasta
mögulega Tilgáta 3
tilgátan Tilgátu breytt

Spár

Tilraun 1 Tilraun 2 Tilraun 3 Tilraun 4

Spár rætast Niðurstaða


Dæmi um vísindalega aðferð:
1. Eitthvað vekur forvitni þína
2. Þú athugar fyrirbærið
• Gerir mælingar, skráir hjá þér athugasemdir, flettir upp fyrri þekkingu um
fyrirbærið o.fl.
3. Þú setur fram tilgátur um fyrirbærið
4. Þú framkvæmir tilraunir til að hrekja tilgáturnar
5. Ef tilraunir styðja við tiltekna tilgátu, og hún er vel rökstudd, er hún
niðurstaða þín.
• Ef tilraunir hrekja allar tilgátur þínar breytirðu tilgátunum og reynir aftur
6. Þú notar tilgátuna til að spá fyrir um eða skýra náttúruleg fyrirbæri
Tilleiðsla og afleiðsla
Tilleiðsla (induction) er röksemd þar sem alhæft er út frá safni
upplifana sem styðja alhæfinguna
• Frá hinu sértæka til hins altæka
• t.d. „Þeir svanir sem ég hef séð eru hvítir. Þar af leiðandi hljóta allir
svanir að vera hvítir.“
• Tilleiðsla er mikið notuð til að búa til tilgátur
Afleiðsla (deduction) er röksemd þar sem fullyrt er um ákveðið tilvik út
frá gefnum almennum forsendum.
• Frá hinu altæka til hins sértæka
• „Ef X, þá Y“
• t.d. Allir menn eru dauðlegir. Sókrates var maður. Þar af leiðandi var
Sókrates dauðlegur.
• Afleiðsla er mikið notuð til að hanna og túlka tilraunir.
Tilraunir
• Í tilraunum eru settar upp tvær eða fleiri aðstæður þar sem öllum
breytum (variable) er haldið eins, nema þeirri sem á að rannsaka.
• Frumbreyta (independent variable) er breytan sem er breytt milli tilrauna
• Fylgibreyta (dependent variable) er breytan sem er verið að athuga hvort
frumbreytan hafi áhrif á
• Dæmi: Er fitandi að borða kjöt?
• Frumbreyta: Borða kjöt eða ekki borða kjöt
• Fylgibreyta: Fitna, ekki fitna, eða standa í stað
• Í tilraunum er yfirleitt:
• eitt viðmið (control) – aðstæður eða hópur þar sem frumbreyta er stöðug,
hlutlaus eða óbreytt.
• eitt eða fleiri próf (test) – aðstæður eða hópur þar sem frumbreytu er breytt

• Dæmi: Hvort er betra að taka lyfið pensilín eða metisílín gegn


hálsbólgu?
• Viðmiðunarhópi er gefin lyfleysa (placebo) – pillur sem innihalda ekkert lyf
• Prófhópi 1 er gefið pensilín
• Prófhópi 2 er gefið metisilín
• Loks er athugað hvort munur sé á hópunum
Tilgáta: Lyf A virkar betur en lyf B
gegn hálsbólgu

“Tilraunadýrunum”
skipt í þrjá hópa

% sem losna við hálsbólgu


Niðurstöður tilraunarinnar
100
80
60
40 80
60
Tilraun framkvæmd: Hóparnir fá 20
nákvæmlega sömu meðferð, nema…
10
0
Viðmið Próf 1 Próf 2

Hvað segja þessar niðurstöður okkur?

Viðmiðunar- Prófhópur 1 Prófhópur 2


hópur fær lyf A fær lyf B
fær lyfleysu

Gögnin greind: Tölfræðiprófanir sýna


fram á mun milli hópa
Tölfræði
Viss tölfræðihugtök eru mikilvæg við úrvinnslu tilrauna:
• Marktækni (significance): Segir til um hversu líklegt það er að
niðurstöðurnar séu handahófskenndar
• Ef líkurnar eru <5% eru 95% líkur á að tilraunin sé marktæk. Þá er sagt að hún
hafi p-gildið 0,05
• Algengt er að miða við P-gildið 0,01 í líf- og læknavísindum
• Skekkja (error): Segir til um hversu langt frá réttu gildi útreikningarnir
eru líklega.
• Þú gætir t.d. fullyrt að meðalhæð karlmanna sé 180cm ±10cm. Þá er skekkjan
þín 10cm
• Tölfræðileg gögn eru gjarnan sett fram á myndrænan hátt sem gröf.
• Þá er frumbreytan á x-ás (lárétta)
• Fylgibreytan er á y-ás (lóðrétta)

• Dæmi: Læknir fylgdist með breytingum á kólesterólmagni í blóði


sjúklings með tíma:
Breyting á kólsterólmagni í blóði
225

Styrkur kólesteróls í blóði (mg/dl)


Skekkja
200
y-ás
Gögn
175

150
Vika 1 Vika 2 Vika 3 Vika 4

x-ás
Birting niðurstaða
• Í vísindum tíðkast að birta niðurstöður í fagtímaritum með stöðluðum
greinum
• Greinarnar eru ritrýndar (peer-reviewed)
• Áður en grein birtist er hún lesin af sérfræðingum á sviðinu og allt gert til þess
að ganga úr skugga um að hún sé vísindalega pottþétt
• Ritrýni er ströng og tímafrek
• Að fá ritrýnda vísindagrein birta er mikið afrek og viðurkenning
1.4 Áskoranir í vísindum
• Vísindin geta veitt ráðgjöf um og innsýn í mörg flókin vandamál
• Vísindin geta einnig verið grunnur að nýrri tækni (technology)
• Tækni er hagnýting vísindanna í þágu manna
• Tækninni fylgja stundum mikil umhverfisáhrif
• Mörg af helstu vandamálum dagsins í dag má líta á sem vísindalegs
eðlis.
• Nokkur dæmi um líffræðilegar áskoranir má sjá á næstu glærum.
Loftslagsbreytingar
• Frá iðnbyltingu hefur magn CO2 stóraukist í andrúmsloftinu
• Þetta veldur breytingum á hitastigi, veðurfari, sjávarstöðu, sýrustigi
sjávar o.fl.
405
• Mikil áhrif á lífverur
400
• Líffræðingar hafa því mikinn

CO2 (milljónustu hlutar)


395
áhuga á lausn loftslags- 390
vandans 385
• Líffræðin skiptir máli þar 380
375
2007 2009 2011 2013 2015
Ár
Útrýming og búsvæðaeyðing
• Með búsvæðaeyðingu (habitat loss), mengun og veiðum hefur
mönnum tekist að útrýma mörgum tegundum lífvera
• Talið er að um 38% tegunda verði annað hvort útdauðar (extinct) eða
í útrýmingarhættu (endangered) í lok þessarar aldar
• Viðkvæmustu svæðin eru þau þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki
(biodiversity) er mestur, t.d.:
• Regnskógar Afríku, Asíu og S-Ameríku
• Kóralrif í Karíbahafi og við Ástralíu
• Verndarlíffræði rannsakar þetta og hindrar
Nýir og gamlir sjúkdómar
• Með sýklalyfjum og bólusetningum hefur tekist að útrýma ýmsum
sjúkdómum og halda í skefjum
• Sýklalyfjaónæmi veldur því að sumir sjúkdómar eru að koma aftur
• Þrengingar manna að búsvæðum dýra eykur líkur á að dýraveirur
komist yfir í menn
• Með aukinni hnattvæðingu breiðast sjúkdómar hraðar út
• Það er verkefni líffræðinga, lækna o.fl. vísindamanna að finna lausnir
á þessum vanda
• Covid-19, ebóla, nýjar inflúensugerðir, apabóla…
Semsagt: Að læra vísindin og beita
þeim í þágu réttra málstaða er
lykillinn að betri framtíð okkar allra

You might also like